Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason

Page 1


1 Veðrið var eins og best verður á kosið og hún hafði setið nokkra stund ásamt hinum og notið þess, hvílt sig á göngunni, rótað eftir nestinu í bakpokanum og dáðst að útsýninu af jöklinum, þegar hún leit út á hjarnið og gat ekki betur séð en að upp úr því stæði mannsandlit. Stundarkorn leið áður en hún áttaði sig á hvað það var ná­­­ kvæmlega sem hún sá. Um leið og henni varð það ljóst stökk hún á fætur og æpti upp yfir sig í jökulkyrrðinni. Þýsku ferðalöngunum snarbrá. Þeir sátu í hnapp allt í kring og skildu ekki hvað var að gerast þegar þeir sáu íslenska leið­ sögumanninn, fullorðna konu sem aldrei hafði sýnt annað en rósemd og æðruleysi á hverju sem gekk, rjúfa kyrrðina með þess­ ­­­um hætti. Daginn áður höfðu þau farið upp á Eyjafjallajökul. Jökullinn var vinsæll ferðamannastaður eftir frægt eldgos nokkrum árum fyrr þegar flugsamgöngur í Evrópu lömuðust vegna öskufalls frá eldstöð í jöklinum. Þykk ábreiða af ösku sem hafði lagst yfir landið í nágrenni hans var nú að mestu horfin, hafði annaðhvort fokið burt eða skolast ofan í jarðveginn. Hlíðar fjallanna höfðu aftur fengið sinn eðlilega lit og landið náð sér eftir ham­farirnar. Ferðalagið átti að taka tíu daga og á þeim tíma skyldi gengið á fjóra jökla. Þau höfðu farið frá Reykjavík fyrir rúmri viku á sérútbúnum bílum sem hægt var að aka upp á jöklana. Gist var á góðum hótelum á Suðurlandi. Það væsti ekki um ferðalang­­ana, sem voru vinahópur frá þýsku bílaborginni Wolfsburg og loðnir um lófana. Dýrindis máltíðir voru fram reiddar uppi á jöklunum og á kvöldin voru haldnar veislur þegar komið var niður. Skipu­ lagðar voru hæfilega langar göngur á ísnum með hvíldarstoppum og hressingu. Hópurinn hafði verið sérlega heppinn með veður. Sól skein í heiði upp á hvern dag þennan septembermánuð og Myrkr ið ve it

7


ferðalangarnir voru sífellt að spyrja leiðsögumanninn sinn um „global warming“ og hvaða afleiðingar gróðurhúsaáhrifin hefðu á Íslandi. Hún talaði reiprennandi þýsku eftir nokkurra ára bókmenntanám í Heidelberg fyrir áratugum og í ferðinni var eingöngu töluð þýska nema þessi tvö orð voru höfð á ensku, global warming. Hún sagði þeim frá því hvernig veðurlag hefði breyst á undan­ förnum árum. Sumrin væru hlýrri, fleiri sólarstundir mældust og fólk væri ekki að kvarta neitt yfir því. Íslensku sumrin gætu verið mjög misviðrasöm en nú væri nánast hægt að treysta á gott veður dögum og jafnvel vikum saman. Veturnir væru einnig mild­­ari, með minni snjókomu, þótt ekki drægi það úr skamm­ degisdrunganum. Stærsta sýnilega breytingin í lands­laginu væri á jöklunum. Þeir hopuðu með ógnarhraða og nefndi hún Snæ­ fellsjökul sem gott dæmi þess, hann væri aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Síðasti jökullinn sem þau skoðuðu í ferðinni var Langjökull, sem mátti einnig muna sinn fífil fegri. Hann hafði lækkað um marga metra á skömmum tíma. Hún sagði þeim að á árunum 1997 og 1998 hefðu heilir þrír metrar horfið ofan af honum. Jökull­inn hefði rýrnað um þrjú og hálft prósent á undan­förnum árum. Í leiðsöguskólanum var henni kennt að hafa slíkar tölur á hraðbergi. Hún sagði Þjóðverjunum að jöklar væru ellefu prósent af yfirborði Íslands og að vatnsmagnið í þeim jafngilti samfelldri úrkomu í 25 ár. Þau höfðu gist á Húsafelli um nóttina og verið komin af stað upp að jöklinum um ellefuleytið. Hópurinn var mjög þægileg­­ur, flestir í honum voru vel á sig komnir og áttu hinn besta útbúnað, gönguskó og hlífðarföt. Engin erfið tilvik höfðu komið upp, enginn veikst eða kvartað eða skapað leiðindi, allir voru á því að njóta ferðarinnar eftir mætti. Þau gengu með jökulröndinni góða stund áður en þau byrjuðu að feta sig upp á jökulinn. Það marr­ aði í snjónum við hvert fótmál og litlir og stórir lækir seytluðu víða á yfirborðinu. Hún gekk á undan hópnum og fann sval­ann 8

Myrkr ið ve it


af jökl­­inum stíga upp á móti sér og leika um andlitið. Tals­­verð um­ferð var um jökulinn. Þau höfðu tekið eftir fólki á jeppum og vél­sleðum sem brunuðu um ísbreiðuna. Þjóðverjarnir spurðu hvort það væri vinsælt sport meðal Íslendinga og hún játti því hvorki né neitaði. Þeir spurðu oft spurninga sem komu henni á óvart þótt hún væri vel undirbúin. Ein slík var sett fram við morgun­verðarborðið. Eru búnir til ostar á Íslandi? Hún hafði farið á leiðsögunámskeið eftir að túrisminn fór á flug. Þá hafði hún verið atvinnulaus í átta mánuði. Hún hafði misst íbúðina sína í hruninu þegar hún gat ekki lengur borgað af lánunum. Maður sem hún var í tygjum við flutti til Noregs. Hann var smiður og fékk nóg að gera. Sagðist aldrei ætla að koma aftur heim í þetta skítaland sem algjörir fávitar hefðu sett í gjaldþrot. Einhver sagði henni að ferðamennskan ætti eftir að blómstra. Krónan væri ónýt og allt hér hræbillegt fyrir ferða­­menn. Hún skráði sig á námskeið þegar það hafði ræst svo um munaði, og lærði að ferðamenn sem hingað kæmu elskuðu Ísland, landslagið, hreina loftið og þögnina. Hún lærði ekkert um lík frosið ofan í jökli. Þýsku ferðalangarnir hópuðust að henni og fylgdu augnaráði hennar þangað sem sást móta fyrir mannshöfði sem engu var líkara en vildi komast upp úr ísnum. – Hvað er þetta? spurði kona í hópnum og færði sig nær. – Er þetta maður í ísnum? sagði önnur kona við hliðina á henni. Andlitið var að mestu hulið þunnu lagi af snjó en þó mátti greina nef og augnstæði og stóran part af enninu. Ekkert sást annað af höfðinu og ekki mótaði fyrir líkama mannsins undir ísnum. – Hvað hefur komið fyrir hann? spurði þriðji ferðalangurinn hugsi. Hún vissi að hann var læknir á eftirlaunum. – Hefur hann legið þarna lengi? spurði einhver. – Það sýnist mér, sagði læknirinn og kraup niður hjá andlitinu. Hann var ekki að frjósa í hel í gær. Myrkr ið ve it

9


Hann hreinsaði snjóinn varlega frá með berum höndunum þangað til andlitið kom allt í ljós undan ísskorpunni. – Þú ættir ekki að hreyfa við neinu, sagði konan hans í við­ vörunartón. – Það er allt í lagi, ég geri ekkert meira en þetta, sagði læknir­ inn. Hann reisti sig upp og við þeim blasti andlit mannsins eins og einhver hefði mótað það varfærnislega í gljáhvíta og næfur­ þunna postulínsskel sem gæti brotnað við minnstu snert­ingu. Engin leið var að segja til um hvað maðurinn hafði legið lengi á jöklinum en ísinn hafði farið um hann mildum höndum, varð­ veitt hann og varið hann gegn rotnun og niðurbroti. Þeim sýndist maðurinn hafa getað verið í kringum þrítugt þegar hann mætti örlögum sínum. Hann var örlítið breiðleitur, með stóran munn og sterklegar tennur, augun lágu djúpt yfir myndarlegu nefi. Hann var með mikið ljóst hár á höfðinu. – Ættirðu ekki að gera lögreglunni viðvart, vinan? sagði eigin­ kona læknisins og sneri sér að henni. – Jú, auðvitað, sagði hún annars hugar og gat ekki tekið augun af andlitinu. Auðvitað. Ég geri það strax. Hún tók upp símann sinn, vissi að það var farsímasamband frá þessum hluta jökulsins, hafði kannað það sérstaklega. Hún gætti þess að vera alltaf í síma- eða talstöðvarsambandi ef eitt­ hvað skyldi koma fyrir. Neyðarlínan svaraði að bragði og hún lýsti því sem þau höfðu fundið. – Við erum ekki langt frá Geitlandsjökli, sagði hún þegar hún hafði lýst aðstæðum og horfði í átt að stapanum sem suðvestur­ hluti jökulsins dró nafn sitt af. Jökullinn var sífellt að hopa. Hún hafði lesið einhvers staðar, þegar hún var að undirbúa ferða­lagið, að með sama áframhaldi yrði hann að mestu horfinn um næstu aldamót.

10

Myrkr ið ve it


2 Hann var orðinn vel drukkinn þegar hann gekk loksins út í hríð­­ina. Hann hafði ekki séð vin sinn inni á staðnum í langan tíma og hélt að hann væri farinn heim. Þeir höfðu mætt snemma á sportbarinn eins og venjulega og leikurinn hafði verið mjög skemmti­legur og svo hafði hann farið að tala við einhverja stráka sem hann þekkti ekki neitt og Ingi orðið þögull. Ingi var það oft þeg­­­ar hann drakk. Sagði ekki orð. Hann setti undir sig hausinn, hélt jakkanum þéttar að grönn­ ­um líkamanum og gekk á móti hríðinni. Snjórinn var farinn að safnast utan á fötin svo að honum var skítkalt og hann bölvaði því að vera ekki í kuldagallanum sínum sem hann notaði í vinn­ unni. Hann var þykkur og hlýr og þoldi öll veður. Það var oft erfitt á veturna að koma sér úr hlýjunni í vinnuskúrnum á morgn­ ana og út á byggingarsvæðið. Tveir bollar af kaffi, sígaretta og blái kuldagallinn hjálpuðu mikið til. Það var ekki flókið. Þetta voru einfaldir hlutir en maður varð að kunna að njóta þeirra. Fótbolti og kaldur á krananum. Kaffi og sígaretta. Og kuldagalli á veturna. Hann flýtti sér eftir gangstéttinni og hugsanir hans voru eins reikular og spor hans í snjónum. Hann hafði aldrei getað gleymt manninum og þóttist kannast við hann þar sem þeir sátu og töluðu saman við barinn en það tók hann svolítinn tíma að átta sig á því hver hann var vegna þess að það var dimmt þarna inni og maðurinn var með derhúfu og grúfði sig niður og leit ekki upp. Þeir höfðu rætt aðeins um leikinn og það kom upp úr dúrnum að þeir héldu báðir með sama liðinu. Loks gat hann ekki á sér setið og byrjaði að tala um Öskjuhlíðina og spurði manninn hreint út hvort það væri ekki hann sem hann hefði hitt þar. Hvort hann myndi ekki eftir sér.

Myrkr ið ve it

11


– Nei, sagði maðurinn og leit upp undan húfunni og það fór ekki lengur á milli mála hver hann var. – Það varst þú, er það ekki? sagði hann uppveðraður. Það varst þú. Manstu ekki eftir mér? Ég trúi þessu ekki! Talaði löggan einhvern tíma við þig? Maðurinn svaraði honum ekki og grúfði sig enn dýpra niður en hann gafst ekki upp og sagðist hafa sagt lögreglunni frá þessu fyrir nokkrum árum en hún hefði ekkert mark tekið á honum. Löggan hefði fengið milljón slíkar ábendingar og hann var bara strákur þegar þetta var svo það var kannski … – Láttu mig í friði, sagði maðurinn. – Ha? – Ég veit ekkert um hvað þú ert að bulla, láttu mig í friði! sagði maðurinn reiðilega og stóð upp og strunsaði út af staðnum. Hann sat einn eftir og trúði því varla enn að þetta gæti verið sami maðurinn þegar hann kvaddi sportbarinn reikull í spori. Það sást naumast á milli ljósastauranna þegar hann skaust yfir Lindargötuna og hugsaði með sér að hann þyrfti að tala sem fyrst við lögregluna. Hann var að nálgast hina gangstéttina þegar hann fékk það skyndilega á tilfinninguna að hann væri í stór­ hættu. Umhverfið lýstist upp og í gegnum veðurgnýinn heyrði hann vélarhljóð nálgast á miklum hraða. Allt í einu var eins og hann tækist á loft og hann fann ægilegan sársauka í skrokknum og skall með höfuðið á bera gangstéttina þar sem snjóinn hafði skafið burt. Bílhljóðið fjarlægðist og allt varð hljótt að nýju nema það hvein í storminum og hríðin ólmaðist uppi yfir honum og utan í honum og smaug í gegnum jakkann. Hann gat ekki hreyft sig og fann til í öllum skrokknum en mest í höfðinu. Hann reyndi að kalla á hjálp en kom ekki upp orði. Hann vissi ekki hve langur tími leið. Brátt hætti hann að finna til. Honum var ekki lengur kalt. Áfengið slævði. Hann hugs­­aði um manninn á sportbarnum og um tankana í Öskju­

12

Myrkr ið ve it


hlíðinni og hvað það hafði verið gaman að leika sér þar og það sem hann hafði orðið vitni að þegar hann var drengur. Hann var alveg viss í sinni sök. Þeir höfðu hist einu sinni áður. Þetta var sami maðurinn. Þetta var örugglega hann.

Myrkr ið ve it

13


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.