Einn á báti Það var einn af þessum skrýtnu vordögum í skólanum, enda kominn júní og skólaslitin fram undan. Flestir krakkarnir í bekknum hópuðust saman og stefndu út í sólina í fótbolta eða sund. Gutti kinkaði kolli til þeirra og læddist einn út úr stofunni. Aðrar skólastofur voru líka að tæmast og frammi á gangi kom Gutti auga á bestu vinkonu sína, hana Ólínu. „Heyrðu, Ólína!“ kallaði Gutti, feginn að sjá 5
Naerbuxnanavelmennid.indd 5
23.9.2020 14:28
hana. „Ég var að pæla hvort við ættum að kíkja í Rumpinn? Við gætum athugað með kanínurnar? Það þarf líka að velja nýjan lit á klósettin á þriðju hæðinni og ég var að velta fyrir mér ...“ „Kemst ekki!“ sagði Ólína og skellti skólatöskunni á bakið. „Þarf að fara á æfingu.“ „Aftur?“ spurði Gutti. Særún íþróttakennari hafði séð Ólínu á harðahlaupum út úr matsalnum um daginn, eftir að Ólína hafði stungið flugeldi ofan í indverska pottréttinn sér til skemmtunar. Særún varð svo uppnumin yfir því hvað Ólína hljóp hratt að áður en nokkur vissi af var Ólína farin að æfa með frjálsíþróttaliði Brókarenda alveg ótrúlega oft í viku. Og Gutti varð að viðurkenna að frjálsar íþróttir hentuðu Ólínu glettilega vel. Hún var spretthörð, eftir að hafa verið á stöðugum flótta undan yfirvöldum alveg síðan hún var á leikskóla og narraði hin börnin út á ýmsar villigötur, eins og til dæmis að kúka í blómabeðin. Hún gat líka kastað hlutum mjög langt. Þegar Árni skólastjóri kom skeiðandi í leit að veggjakrotara var jú mikilvægt að Ólína gæti hent tússpennanum óralangt frá sér. Hún gat líka stokkið bæði langt 6
Naerbuxnanavelmennid.indd 6
22.9.2020 16:57
7
Naerbuxnanavelmennid.indd 7
21.9.2020 19:56
og hátt. Gutti var ekki alveg viss af hverju hún var góð í því – kannski gat hún bara sett alla orkuna sem ólgaði innan í henni í hnén og þá skoppaði hún eins og óður kengúruungi. En afleiðing af þessum íþróttaframa var að Gutti og Ólína voru miklu minna saman en áður og Ólína hafði minni tíma til að dvelja í samfélagsmiðstöðinni Rumpinum sem þau Gutti höfðu aðstoðað við að koma á stofn í gömlu nærbuxnaverksmiðjunni í Brókarenda. Gutta fannst ekki slæmt að vera einn. Hann gat setið lengi með góða bók, tæknilegó eða tölvu og aldrei leiðst, en hann fékk samt einhvern hnút í magann alltaf þegar hann bað Ólínu um að hittast í Rumpinum og hún sagði nei. Í síðasta mánuði hafði Ólína mætt of seint í afmælið hans Gutta – af því að hún var á æfingu – og gefið honum svissneskan vasahníf í afmælisgjöf. Gutti hafði ekki áhuga á því að tálga, hann var ekki útivistarmaður og hann var ekki að reyna að lifa af á eyðieyju. Nú kúrði hnífurinn í vasa hans alla daga og var áminning um hvað allt var skakkt og skrýtið í tilverunni. 8
Naerbuxnanavelmennid.indd 8
21.9.2020 19:56
„Meðan ég man, Gutti!“ gall í Ólínu. „Liðið er að fara í keppnisferðalag til Abú Dabí!“ „Ha?“ sagði Gutti. „Veist þú einu sinni hvar Abú Dabí er?“ „Ég er ekki viss um að neinn viti hvar Abú Dabí er,“ sagði Ólína samsærislega. „Aumingja fólkið sem býr þar hefur sjálfsagt ekki hugmynd um hvar það er sjálft niðurkomið! En ég veit samt að það er MJÖG langt til Abú Dabí. Við í frjálsíþróttafélaginu þurfum að selja MJÖG mikið af klósettpappír til þess að komast þangað. Og þar kemur þú til kastanna, vinur minn!“ „Ha? Á ég að kaupa nógan klósettpappír til þess að komast til Abú Dabí?“ spurði Gutti og í huga hans fylltist herbergið hans af snjóhvítum rúllum. „Nei,“ sagði Ólína og Gutti varpaði öndinni léttar. „Þú, vinur minn, átt að selja öllum í Rumpinum nóg af klósettpappír svo að ég komist til Abú Dabí!“ Gutti starði á hana. Væri ekki nær að halda svona mót í gegnum tölvu? Ólína gæti hlaupið og hoppað í Brókarenda og þau þarna í Abú Dabí gætu hlaupið og hoppað 9
Naerbuxnanavelmennid.indd 9
21.9.2020 19:56
þar og enginn þyrfti að kaupa fáránlega mikið af klósett pappír. En Gutti sagði það ekki. Það var ekki þess virði að rífast við Ólínu. „Vilt þú ekki selja í Rumpinum?“ spurði hann. „Það virkar örugglega vel á fólk ef þú mætir sjálf að selja. Þú veist líka að þú ert miklu betri í svoleiðis en ég.“ „Svoleiðis hverju?“ spurði Ólína, sem var farin að gera hnébeygjur af miklum móð þarna á skólalóð inni. „Æi, þú veist. Svona að ... biðja fólk um hluti. Að biðja fólk um greiða. Þú ert betri í því en ég. Og það yrðu allir glaðir að sjá þig. Gerðu það, kíktu að minnsta kosti í Rumpinn eftir æfingu.“ „Gutti minn,“ sagði Ólína, svolítið móð. „Ég er búin að setja minn besta mann í málið. Ég hef fullkomna trú á þér! Ég verð að þjóta. Þú getur bara ekki trúað því hvað þetta íþróttadæmi er tímafrekt. En það er líka svo skemmtilegt! Allir þessir frá bæru krakkar sem ég hafði aldrei pælt í að tala við.
10
Naerbuxnanavelmennid.indd 10
22.9.2020 16:58
Veistu, sumt af þessu fólki hugsaði ég aðallega um sem heppileg fórnarlömb fyrir eitthvert sniðugt grín! En svo eru þau bara að verða bestu vinir mínir!“ Gutti kinkaði kolli en sagði ekki neitt. Svo vinkaði hann og tölti af stað í Rumpinn. Aleinn.
11
Naerbuxnanavelmennid.indd 11
21.9.2020 19:56