Einn á báti Það var einn af þessum skrýtnu vordögum í skólanum, enda kominn júní og skólaslitin fram undan. Flestir krakkarnir í bekknum hópuðust saman og stefndu út í sólina í fótbolta eða sund. Gutti kinkaði kolli til þeirra og læddist einn út úr stofunni. Aðrar skólastofur voru líka að tæmast og frammi á gangi kom Gutti auga á bestu vinkonu sína, hana Ólínu. „Heyrðu, Ólína!“ kallaði Gutti, feginn að sjá 5
Naerbuxnanavelmennid.indd 5
23.9.2020 14:28