S Ó L E Y
H E L G A
S Ó L E Y H E L G A
E I R Í K S D Ó T T I R G U Ð R Ú N
J O H N S O N
J O H N S O N
E I R Í K S D Ó T T I R
G U Ð R Ú N
Allir sem muna snjóflóðið á Flateyri 1995 vita hversu gríðarþungt höggið var. Öll þjóðin var harmi slegin. En vitaskuld var áfallið mest og þyngst fyrir Vestfirðinga, Flateyringa – fólkið sem missti heimili sín, ættingja og vini, glataði í senn fortíð sinni og þeirri framtíð sem hefði átt að bíða. Sóley Eiríksdóttir var ellefu ára gömul, ein heima með systur sinni og vini hennar, nóttina afdrifaríku sem flóðið féll og splundraði húsinu þeirra og mörgum húsum í grennd. Klukkustundum saman lá hún undir snjófarginu meðan örvæntingarfullt björgunarfólk hamaðist við leit í öngþveitinu sem ríkti í þorpinu. Sóley var heppin; hún lifði af. Ekki systir hennar og nítján aðrir. Hér segir Sóley sögu sína og fólksins síns, sem jafnframt er saga byggðarinnar á Flateyri fyrir og eftir flóð, átakan leg saga en um leið lærdómsrík. Sóley skrifar bókina í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson.
Nóttin sem öllu breytti Snjóflóðið á Flateyri
Ég lifði af snjóflóðið á Flateyri. Ekki systir mín og 19 aðrir.
Ég var ellefu ára þegar flóðið féll. Í meira en tuttugu ár hef ég upplifað minningabrot frá þessum hamförum sem eftir allan þennan tíma minna enn helst á martröð. Stundum á ég erfitt með að trúa því að þetta hafi gerst í raun og veru en þessi hrollur sem býr innra með mér, þessi skuggi sem hvílir í djúpum hugans, mun að öllum líkindum aldrei hverfa. Ég er örugglega ekki ein um að endurlifa af og til þessa martröð. Líklega hafa allir sem á einhvern hátt tengdust snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri horfið til baka í huganum í óteljandi skipti síðan þessir voðaatburðir áttu sér stað árið 1995. Öll þjóðin tók þátt í sorginni sem fylgdi þeirri skelfingarnóttu þegar stór hluti heimabæjar míns var þurrkaður út í einu vetfangi og tuttugu mannslífum var fórnað. Flateyringar, sem voru sem ein fjölskylda, upplifðu sína verstu martröð þegar það rann upp fyrir þeim að þeir þyrftu að grafa upp vini og vandamenn, vitandi að aldrei gætu allir hafa lifað af. Og það aðeins níu mánuðum eftir svipaðan atburð í Súðavík sem kostaði fjórtán manns lífið. Ótal spurningar hafa brunnið á mér í gegnum tíðina, en sú sem ávallt skýtur sér efst á listann er þessi: Af hverju þurfti þetta að gerast? Snjóflóðahættan var öllum ljós en okkur hafði verið lofað að við værum örugg og þess vegna sváfu flestir vært þegar hörmungarnar dundu yfir. Átti kannski aldrei að byggja á þessu svæði þar sem flóðið féll? Lærðum við
8
ekkert af flóðinu í Súðavík, þar sem hættulínan hafði verið dregin rétt fyrir ofan íbúðarhúsin – líkt og á Flateyri? Þetta snjóflóð breytti lífi mínu á svipstundu. Einn daginn bjó ég í fallegu húsi með foreldrum mínum en systkini mín bjuggu í Kópavogi og stunduðu nám í höfuðborginni. Næsta dag átti ég hvergi heima og eldri systir mín var dáin. Það voru margir á Flateyri í svipuðum sporum og við. Búnir að missa heimili sín, vini, samstarfsmenn og jafnvel náinn ættingja. Sorgin var alls staðar og erfitt að trúa því að þetta hefði í raun og veru gerst. En eins og gengur með alla erfiðleika, þá urðum við að halda áfram með lífið og vona að við kæmumst frá þessu eins heil og mögulegt var. Við fjölskyldan héldum áfram á nýjum stað og reyndum að horfa aðeins fram á veginn. Það hefur gengið mjög vel og varla er hægt að sjá á foreldrum mínum að þau hafi þurft að bera jafn mikla sorg og raun ber vitni. Við höfum alltaf verið mjög opin varðandi þessa atburði, kannski opnari en margir aðrir, enda er misjafnt hvernig fólk tekst á við sorgina. Sumir bera hana í hljóði en öðrum tekst að vinna úr henni á annan hátt. Aðrir hafa ekki þörf fyrir að tjá sig um þessa atburði og engan áhuga á að rifja þessi ósköp upp. Í tæpar níu klukkustundir lá ég undir snjófargi og gat ekki annað gert en beðið og vonað að ég fyndist áður en það yrði of seint. Á meðan ég beið voru nágrannar mínir og vinir allt í kring að upplifa skelfingu sem enginn getur ímyndað sér. Hvað skyldi hafa farið í gegnum huga þeirra? Hvernig tilfinning var það að vakna upp við að heimurinn hafði hrunið? Hvernig gekk þetta fyrir sig? Frá því ég var barn hef ég haft á tilfinningunni að ég yrði að skrifa sögu þessara atburða. Þetta er sú saga. Frásagnarmátinn í þessari bók er ögn sérstæður þar sem sagan er bæði sögð í 1. og 3. persónu. Ég segi frá minni eigin upplifun í flóðinu, hugrenningum mínum á uppvaxtarárunum og vangaveltum seinni ára. Þetta flétta ég saman við frásagnir annarra sem tengdust flóðinu. Ég reyni að rekja framvindu atburðanna eins og þeim hefur verið lýst af þeim sem upplifðu flóðið eða tengdust fórnarlömbum þess á einhvern hátt. Þessar lýsingar byggjast á viðtölum sem ég hef tekið við fjölmarga aðila en einnig frásögnum sem birst hafa á prenti.
9
Í bók sem þessari er aldrei hægt að segja sögur allra sem málið snertir, aðeins hluta hópsins. Eftir tuttugu ár getur verið erfitt að setja saman sögu sem samanstendur af svo mörgum frásögnum. Oft þurfti nokkur viðtöl til að reyna að finna út hver „rétt“ útgáfa atburðanna væri. Samt verður að hafa í huga að ekki er hægt að rengja upplifun fólks þó svo að aðrir muni atburðina öðruvísi. Minningar geta breyst á löngum tíma og ég veit sjálf að eftir svo stórt áfall getur hugurinn jafnvel búið til minningar. Eftir margra ára heimildavinnu hef ég reynt að draga upp mynd af atburðarásinni eins og hún kom okkur fjölskyldunni fyrir sjónir og hvernig fólkinu gekk að feta sig áfram í lífinu eftir að hildarleikurinn var yfirstaðinn. Ég hef unnið að þessari bók í langan tíma en síðustu mánuðina naut ég aðstoðar Helgu Guðrúnar Johnson við að setja hana saman. Hafnarfirði á vormánuðum 2016, Sóley Eiríksdóttir.
10
UNDIR B R AT T R I HLÍÐ
Hún leyndist þarna, ógnin. Í kuldanum, rokinu og myrkrinu. Hún beið fram á nótt áður en hún lét til skarar skríða. Þá lágum við best við höggi. Hún hafði reyndar alltaf verið þarna. Kannski var hún ekkert að fela sig. Og líklega býr hún þarna enn.
Ofsafenginn vindurinn æddi yfir flatan kollinn á hamragirtu Eyrarfjallinu, staldraði við hlémegin og sópaði nýföllnum snjónum í lægðir og kverkar að sunnanverðu. Geystist áfram niður hlíðarnar og stefndi á byggðina sem um árhundruð hafði kúrt á þessari einstöku eyri sem skagar út í Önundarfjörðinn; þorpið sem nefnt er Flateyri. Snjór hafði verið að safnast fyrir í fjöllum frá því í byrjun mánaðarins þótt ekki hafi farið að snjóa niðri í byggð fyrr en nú.1 Það var enn haust samkvæmt dagatalinu og þótt veturnir á undan hefðu verið fremur harðir og staðið lengi virtist Vetur konungur samt óvenjusnemma á ferðinni þetta árið. Glugginn fauk upp og snörp vindhviðan feykti framan í mig fíngerðum snjókornum sem vöktu mig fyrir allar aldir. Ég stökk á fætur og lokaði glugganum vandlega svo hann hrykki ekki af lömunum. Glaðvöknuð horfði ég upp í fjallið ofan við bæinn minn sem var í svefnrofunum þennan þriðjudagsmorgun, 24. október 1995. Ég spáði lítið í veðrið; það var kominn svolítill snjór og það var tilhlökkunarefni fyrir okkur krakkana. Í huganum var ég strax farin að skipuleggja snjóhúsabyggingar og sleðaferðir með vinum. Ekki síður sá ég fyrir mér þeysireið um götur bæjarins á vélsleðanum með pabba. Ég var augnablik að átta mig á því að ég var ekki heima hjá mér á Unnarstígnum heldur hjá vinafólki foreldra minna, Soffíu Ingimars og Kidda Valda, sem bjuggu
13
skammt frá okkur. Pabbi og mamma höfðu farið til Akureyrar í lok vikunnar á undan til að vera þar yfir helgina en Svana systir kom vestur á sama tíma. Líkt og bróðir okkar, Óli Örn, var stóra systir mín nýlega flutt til Reykjavíkur til að sækja skóla, en hafði ákveðið að skreppa heim til að hitta vini sína. Ferðalagið var reyndar í óþökk mömmu og pabba sem báðu hana að koma frekar einhverja aðra helgi, þegar þau yrðu heima. Svönu varð þó ekki haggað; vestur skyldi hún, til að fara á ball á Suðureyri með félögum sínum. Síminn hringdi og ég heyrði að Soffía var að tala við pabba og mömmu. Leiðindaveður hafði verið á vestur- og norðurhluta landsins í nokkra daga, eiginlega glórulaust á sumum stöðum. Ófært var um margar heiðar og ekkert hafði verið flogið vestur síðan fyrir helgina vegna ísingar í lofti. Á þessum tíma hélt Flugfélag Íslands uppi áætlunarflugi á Ísafjörð og Íslandsflug flaug nær daglega til Önundarfjarðar og var þá lent á flugvellinum í Holti, skammt frá Flateyri.2 Norðaustanáhlaupið hafði komið flestum í opna skjöldu enda áttu menn tæplega von á slíkum veðurham á þessum árstíma. Í Hrútafirði fauk rúta frá Norðurleið með um 40 farþega út af veginum á sunnudagskvöldinu, með þeim afleiðingum að tveir létust og um 30 manns slösuðust. Þá var orðið illfært eða jafnvel ófært bæði innanbæjar og utan á Ísafirði og meira eða minna var rafmagnslaust þar og í Ísafjarðardjúpi. Snjóflóð höfðu þegar fallið á nokkrum stöðum á Vestfjörðum, m.a. í Súðavíkurhlíð og ofan við Hnífsdal og Ísafjörð.3 Það var varla óhætt að ferðast um landið við þessar aðstæður. Óvenjumargir Flateyringar voru að heiman þessa daga í október, líklega yfir tuttugu manns. Auk þeirra sem voru strandaglópar annars staðar á Vestfjörðum beið stór hópur veðrið af sér í Reykjavík. Þrátt fyrir illviðrið á norðanverðum Vestfjarðakjálkanum var ástandið alls ekki svo slæmt á Flateyri. Eyrarfjallið skýlir þorpinu að hluta til fyrir norðannepjunni og þótt allt væri á kafi í snjó á Ísafirði og snjór hefði safnast fyrir efst í fjallinu ofan Flateyrar var varla meira en svolítið slabb á götunum í bænum í byrjun vikunnar. Skólahald var með eðlilegum hætti þennan þriðjudag og eins og vanalega fór ég síðan í tónlistarskólann þar sem ég lærði á píanó. Á leiðinni sá ég Svönu. Hún var á vinnubílnum hans pabba og
J O H N S O N
vitaskuld var áfallið mest og þyngst fyrir Vestfirðinga, Flateyringa – fólkið sem missti heimili sín, ættingja og vini, glataði í senn fortíð sinni og þeirri framtíð sem hefði átt að bíða. Sóley Eiríksdóttir var ellefu ára gömul, ein heima með systur sinni og vini hennar, nóttina afdrifaríku sem flóðið féll og splundraði húsinu þeirra og mörgum húsum í grennd. Klukkustundum saman lá hún undir snjófarginu meðan örvæntingarfullt björgunarfólk hamaðist við leit í öngþveitinu sem ríkti í þorpinu. Sóley var heppin; hún lifði af. Ekki systir hennar og nítján aðrir. Hér segir Sóley sögu sína og fólksins síns, sem jafnframt er saga byggðarinnar á Flateyri fyrir og eftir flóð, átakan leg saga en um leið lærdómsrík. Sóley skrifar bókina í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson.
ISBN 978-9935-11-601-7
9 789935 116017
E I R Í K S D Ó T T I R
G U Ð R Ú N
gríðarþungt höggið var. Öll þjóðin var harmi slegin. En
S Ó L E Y
H E L G A
Allir sem muna snjóflóðið á Flateyri 1995 vita hversu
S Ó L E Y H E L G A
E I R Í K S D Ó T T I R G U Ð R Ú N
J O H N S O N