Fyrstuthusunddagarnir

Page 1

Sæunn Kjartansdóttir

Fyrstu 1000 dagarnir BARN VERÐUR TIL


Bókin er tileinkuð Ívari, Eiði Andra, Friðrik, Elísabetu Önnu og foreldrum þeirra.

Fyrstu 1000 dagarnir Barn verður til © Sæunn Kjartansdóttir 2015 Myndir: Bergrún Íris Sævarsdóttir Mál og menning Reykjavík 2015 Öll réttindi áskilin. Hönnun: Alexandra Buhl / Forlagið Mynd af höfundi: Harpa Hrund Umbrot: Guðmundur Þorsteinsson / Forlagið Letur í meginmáli: PMN Caecilia 9/15 pt Letur í upptalningum: CamingoDos Pro 8,9/15 pt. Prentun: Almarose, Slóveníu

Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. ISBN 978-9979-3-3514-6 Mál og menning er hluti af www.forlagid.is

Forlaginu ehf.


Efnisyfirlit Inngangur 7 Foreldrar verða til

12

Barnið í maganum

22

Nýfædda barnið

26

Manns­heilinn

38

Efnaskipti vellíðunar

48

Streita 54 Grátur ungra barna

60

Tilfinningar 72 Tengslamyndun 80 Brjóst eða peli?

86

Nætursvefn ungra barna

92

Að sofa uppí hjá pabba og mömmu

106

Krakkinn er svo erfiður!

112

Skapofsaköst 118 Kúnstin að aga barn

128

Leikir 140 Horfðu, hinkraðu og hugleiddu

154

Ástar­sambönd

160

Aðskilnaður 168 Dagvistun 178 Foreldrahlutverkið 190 Samviskubit foreldra

204

Þegar mamma og pabbi eru ekki par

212

Lokaorð 220 Áhugaverð myndbönd á netinu

224

Heimildir 227 Þakkir 232


6


Inngangur Það er ævintýri að eignast barn. Í hvert sinn sem nýr einstaklingur verður til fer af stað atburðarás sem enginn sér fyrir. Foreldra og barna bíða gleði og sorgir, stórar jafnt sem smáar, og tilfinningarnar spanna allan skalann. Samskipti við börn geta verið töfrum líkust en þar með er ekki öll sagan sögð. Á erfiðum stundum getur bæði foreldrum og börnum liðið eins og þau séu týnd og tröllum gefin. Þá er góðra vætta þörf. Á undanförnum árum hafa verið gerðar ótal rannsóknir sem sýna að fyrstu þúsund dagarnir, frá getnaði til tveggja ára aldurs, hafa meiri áhrif á framtíðarheilbrigði einstaklingsins en nokkurt annað æviskeið. Þetta er líka sá tími sem reynir mest á foreldrana. Þess vegna þurfa þeir stuðning og hjálp af margs konar tagi; tilfinningalegan, hagnýtan og fræðilegan. Þann síðastnefnda er meðal annars hægt að fá úr bókum en þó með þeim fyrirvara að þekkingin er í stöðugri þróun. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru var foreldrum ráðlagt að „kenna“ ungum börnum að sofa óslitið með því að svara ekki gráti þeirra. Nú vitum við að heili ungra barna hefur ekki þroska til að draga vitrænar ályktanir á sama hátt og fullorðnir og að þau geta ekki lært með þessum hætti. Af þessum sökum skaltu taka ráðleggingum og leiðbeiningum með fyrirvara og meta aðstæður hverju sinni. Enginn þekkir barnið þitt og þig jafn vel og þú. Öll þurfum við á öðrum að halda, ekki síst þegar við 7

erum lítil og ósjálfbjarga og eigum líf okkar undir þeim


sem annast okkur. En það er sama hversu gömul eða reynd við verðum, við vöxum aldrei upp úr þörfinni fyrir annað fólk. Við þörfnumst annarra hvað mest á álagstímum, til dæmis þegar við berum ábyrgð á ósjálfbjarga barni. Þá er mikilvægt að geta leitað til fólks sem við treystum, hvort sem það er nánasta fjölskylda, vinir eða fagfólk. Til einföldunar tala ég um mömmu og pabba en að sjálfsögðu eru hlutverk for-

Barn sem getur reitt sig á

eldra hvorki bundin við kyn né líffræðileg tengsl.

fólk sem lætur sig líðan þess

Margir virðast halda að foreldrahlutverkið komi af sjálfu sér enda sé barnauppeldi engin geimvísindi, nóg sé að hafa gott hjartalag og slatta af almennri skynsemi. Það er mikið til í þessu en hversu almenn er skyn­ semi? Langflestir foreldrar eru að öllu jöfnu skynsamir

varða fær skilaboð um að það sé elskað og elsku vert. Slík reynsla styrkir sjálfsmyndina, hefur áhrif á heilsuna og er ómetanlegt veganesti út í lífið.

og gera eins vel og þeir geta. Margt getur þó truflað skyn­sama hugsun þeirra og viðbrögð. Foreldrar ungra barna eru undir miklu álagi og yfirleitt með mörg járn í eldinum. Þeir eru litaðir af menningu, gildismati og við­horfum samfélagsins til barna og uppeldis sem eru misjafnlega skynsamleg og alls ekki alltaf barnvæn. Þá tekur á þegar þarfir barnsins ganga fyrir þörfum foreldranna. Oft upplifa foreldrar erfiðar og mótsagnakenndar tilfinningar sem þeir skilja ekki og skammast sín fyrir en slíkt getur valdið spennu og vanlíðan og truflað samskipti við börnin. Síðast en ekki síst eru foreldrar mótaðir af uppeldi sínu. Þetta þýðir að það sem kemur af sjálfu sér er að bregðast við börnunum sínum eins og foreldrar manns gerðu á sínum tíma, jafnvel þó að maður muni ekkert eftir því. Hvort sem þú ert sátt(ur) eða ósátt(ur) við foreldra þína ertu undir áhrifum þeirra

8


en það er undir þér komið hvort þú endurtekur mynstur þeirra eða breytir því. Ef þú vilt ekki koma fram við barnið þitt eins og foreldrar þínir komu fram við þig er aðalatriðið að þú hugsir um samskipti ykkar og leyfir þér að finna fyrir tilfinningum sem þeim tengjast. Þetta hefur meiri áhrif á foreldrahæfni þína en slæm reynsla úr uppeldinu. Auk þess er nauðsynlegt og heilbrigt að foreldrar pæli í sjálfum sér og börnunum sínum án þess að nokkuð sérstakt ami að. Flestum finnst það líka áhugavert. Hér eru nokkrar mikilvægar forsendur sem ég legg til grundvallar: • Vart er hægt að ímynda sér nokkurt hlutskipti sem er jafn

krefjandi og vanmetið og að vera foreldri. Á hinn bóginn er leitun að hlutverki sem er jafn gefandi. • Börn fæðast með alla burði til að verða skynsamar, réttsýnar

og góðar manneskjur. Það er að mjög miklu leyti undir okkur fullorðna fólkinu komið að gera þeim það kleift. • Nýfætt barn er ekki eins og óskrifað blað, það er frekar eins

og ólesin bók. • Ekki er hægt að ofdekra ungbörn. Börn vilja ekki endalausa

athygli. Þegar þeim hefur verið sinnt nægilega vel fá þau nóg í bili, rétt eins og við verðum södd eftir góða máltíð. Þó að börn þarfnist athygli myndi ég aldrei kalla þau „athyglissjúk“. 9

Það hugtak á að mínu viti við um fullorðna sem eru „sjúkir“ í


athygli vegna þess að þeir fengu hana ekki þegar þeir þurftu nauðsynlega á henni að halda. • Það gerir ungbörnum ekki gott að vera látin gráta óafskipt.

Það eina sem það kennir þeim er að umhverfið sé þeim ekki vinsamlegt. • Agi sem byggist á ótta, refsingu eða auðmýkingu er skað-

legur börnum.

Því betri skilning sem þú hefur á tilfinningalegum

• Börn þurfa að læra að þekkja tilfinningar sínar. Kennslan felst

í að hlusta á þau og tala við þau af áhuga og virðingu. • Fyrstu tvö árin tel ég að börn séu yfirleitt best komin hjá

fólki sem þau tengjast tilfinningaböndum. Það þýðir ekki að

þörfum barna því meiri ánægju má búast við að þú fáir út úr einföldum og hversdagslegum hlutum, eins og að halda á barninu þínu, hlusta á það eða leika

þau geti aldrei vikið frá foreldrum sínum eða að dagforeldrar

við það. Aukin þekking gerir

eða leikskólar séu slæmur kostur. Aðalatriðið er að nægilega

þig jafnframt færari um að

margt og hæft starfsfólk sinni börnunum og að það hafi

taka upplýstar ákvarðanir og

góðan skilning á tilfinningum þeirra ekki síður en líkam-

treysta innsæinu þegar þú

legum þörfum. • Þó að börn reyni á mörkin hef ég ekki trú á að takmark þeirra

leitar mismunandi leiða fyrir ólík börn í margvíslegum aðstæðum.

sé að stjórna og ráða. Heilastarfsemi þeirra ræður einfaldlega ekki við svo flókna og útsmogna hugsun. • Foreldrar sem geta ekki glaðst yfir barninu sínu eða líður illa

með því þurfa faglega aðstoð til að vinna úr vanlíðan sinni. Ef þú ert í þeirri stöðu skaltu leita til heilsugæslunnar þar sem starfsfólk mun vísa þér á sérhæfðari úrræði ef þörf krefur. 10


Bækur geta ekki kennt þér á barnið þitt en aukin þekking á þörfum ungra barna getur styrkt þig í foreldrahlutverkinu. Þannig er þessi bók hugsuð. Hún er skrifuð fyrir foreldra, út frá þörfum barnsins, og byggist á sálgreiningu, tengslakenningum og rannsóknum í taugavísindum. Reynsla mín er sálgreiningarþjálfun og 25 ára starfsreynsla, þar af vinna með foreldra og ungbörn síðustu sjö ár hjá Miðstöð foreldra og barna. Ég byggi á bókum og rannsóknum sem hafa kennt mér og ég vel úr þeim það sem styður við reynslu mína og innsæi. Auk þessa er ég ung amma, miðaldra mamma og gamalt barn.

11


Nýfædda barnið Þegar þú færð barnið þitt nýfætt í hendur er gott að vita sitthvað um skynjun, bjargráð og þroska ungra barna. Þú þarft líka að hlusta á tilfinningar þínar því að þær hjálpa þér að skilja líðan barnsins.

26


Lífið inni í mömmu ... Öll hófum við lífið í móðurkviði en ekkert okkar man eftir dvölinni á þessum mjúka, rökkvaða og friðsæla stað. Frá umhverfinu berast dempuð hljóð og innan úr mömmu heyrist brak í meltingarfærum, hvinur í öndunarfærunum og taktfastur og traustvekjandi hjartslátturinn. Umvafið hlýjum vökva fær barnið öllum þörfum sínum fullnægt; fæðan kemur af sjálfu sér og svefn tekur við af vöku án nokkurrar fyrirhafnar. Þegar líður á meðgönguna minnkar plássið stöðugt þar til það verður tímabært að drífa sig út. En hvernig ætli sé að yfirgefa þennan kyrrláta og kröfulitla heim? Það er freistandi að ímynda sér að barnið sé ekki alveg með á nótunum í fæðingunni og hún sé þess vegna auðveldari fyrir það en mömmuna. Sumir tala þó um spölinn í gegnum þröngan fæðingarveginn sem erfiðasta ferðalag ævinnar. Hvort sem barnið fer þá leið eða er kippt út að hætti keisara lendir það á áfangastað sem er fullkomlega frábrugðinn fyrri heimkynnum.

... og fyrir utan hana Skyndilega hverfur öryggi þrengsla, hlýju og rökkurs og barnið baðar út höndum og fótum í sérkennilegu tómi og þyngdarleysi. Fyrsta verkefnið er að þenja lungun því nú þarf barnið skyndilega að verða sér úti 27

um súrefni upp á eigin spýtur. Um leið eykst fram-


leiðsla streituhormóna sem sjá um að auka blóðflæði

Kvíði og þunglyndi foreldra

til heilans, minnka líkur á blóðsykurfalli og brjóta nið-

geta komið í veg fyrir að þau

ur fitu svo að barnið haldi betur á sér hita og verði

veiti barni sínu nauðsynlega

meira vakandi. Úr umhverfinu koma óteljandi áreiti; birta leitar í augun, framandi hljóð smeygja sér í eyrun, loft streymir um nasirnar, hendur og áhöld snerta húðina og svo eru öll þessi andlit! Þetta jafnast kannski á við að vera skellt í lokaða rennibraut og lenda í fram-

svörun. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir barnið og það getur brugðist við með því að hætta að leita eftir svörun og þróa með sér einangrandi varnir.

andi landi, aleinn og allsnakinn, án landakorts og síma, umkringdur tröllvöxnum verum sem gefa frá sér skringi­ leg hljóð. Ætli maður brysti ekki í grát? Til að milda áhrif þessara gríðarlegu umskipta er leitast við að skapa sem mesta ró í kringum nýfædda barnið enda er engin þörf fyrir hraða eða spennu að fæðingunni afstaðinni. Ef allt er með felldu slakar barnið á, það nær tökum á önduninni og leitar jafnvel að brjóstinu. Núorðið er yfirleitt ekki drifið í að baða, vigta eða klæða barnið. Fyrst fær það að vera í rólegheitum ofan á mömmu á meðan það byrjar að venjast því að vera ekki lengur inni í henni. Ef allt gengur að óskum við og eftir fæðinguna fær mamma stóra innspýtingu af tengslahormóninu oxítós­ ­íni. Það getur valdið djúpri sælutilfinningu og algjörri slökun. En fyrstu mínúturnar eru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Stundum þarf að taka barnið frá mömmu til að skoða það eða hreinsa öndunarveginn. Sum börn þurfa að fara á vökudeild til athugunar eða meðferðar og mamma getur líka þurft á frekari meðferð að halda. Þetta er óneitanlega erfitt fyrir alla en ekki hættulegt í sjálfu sér. Það er dýrmætt fyrir foreldra og

28


nýfædda barnið þeirra að fá að njóta hvert annars strax frá fæðingu en það er ekki jafn lífsnauðsynlegt og að tryggja öryggi móður og barns. Foreldra og barns bíða óteljandi tækifæri til að kynnast og tengjast. Kannski finnurðu sterka ástartilfinningu um leið og þú sérð barnið þitt. Hitt er mjög algengt að foreldrar finni ekki strax fyrir ást heldur verði frekar hissa. Þú getur þurft að jafna þig eftir fæðinguna, þó að ekkert sérstakt hafi komið upp á. Jafnvel „venjuleg“ fæðing er áhrifamikil lífsreynsla sem þú getur þurft að vinna úr með því að melta tilfinningar þínar og ræða þær. Aukin framleiðsla streitu-

Hafðu í huga að það getur tekið tíma að tengjast

hormóna hjá barninu skaðar

barninu. Kannski er það ólíkt því sem þú hafðir ímynd-

tengingar á milli tauga-

að þér og þú getur jafnvel fundið fyrir vonbrigðum.

brauta, veikir ónæmiskerfið og getur haft áhrif á svæði heilans sem hefur með nám og minni að gera.

Sumir foreldrar verða ekki ástfangnir af barninu sínu fyrr en þeir fara að annast það og kynnast því betur. Tilfinningarnar eru flóknari þegar börnin fæðast fyrir tímann eða eitthvað amar að þeim eða mömmu. Þá getur verið nauðsynlegt að fá stuðning frá fagfólki.

Augun mín og augun þín Flest nýfædd börn gera vart við sig með gráti en það er ekki eina aðferð þeirra til að ná til fólks. Börn hafa áhuga á umhverfi sínu frá upphafi og fljótlega fara þau að horfa í kringum sig. Hvað staldra þau helst við? Augu foreldranna. Þrátt fyrir að ungbörn sjái ekki skýrt til að 29

byrja með leita augu þeirra að augum sem horfa á þau.


Fáeinum klukkustundum eftir fæðinguna eru börn oft vel vakandi og afar athugul. Þau taka eftir hljóðum í kringum sig og snúa höfðinu að kunnuglegri rödd foreldranna. Þau horfa og hlusta af slíkum ákafa að þau geta orðið rangeygð af einbeitingu og titrað af áreynslu. Þau geta hermt eftir öðrum, til dæmis með því að reka út úr sér tunguna eða galopna munninn. Þetta tekur þau þó lengri tíma en fullorðna. Á fyrsta stefnumótinu við foreldra sína hefur barnið úthald í 1–3 klukkustundir en að því loknu þarf það yfirleitt að hvíla sig vel og lengi.

Ástúðlegur svipur vekur gleði hjá barninu, örvar hjartslátt þess og eykur upptöku blóðsykurs í heila og vöxt vefja þar. Gagnkvæm ánægjuleg samskipti næra þann hluta heilans sem sér um félagsleg samskipti.

Nálægð er málið Nýfætt barn þarfnast umönnunar frá næmri manneskju sem þykir vænt um það. Hún þarf að hafa barnið í huga hvað sem hún tekur sér fyrir hendur. Oftast er móðirin í lykilaðstöðu vegna þess að hún gekk með barnið og fæddi það. Þetta eru mikilvægir hvatar sem

30


gefa henni að auki það forskot að barnið þekkir hana betur en aðra. Því veitir hún barninu að jafnaði meiri Ungbörn sem vilja láta

öryggiskennd en aðrir. Það þýðir ekki að hún ein geti

halda á sér eru ekki frek.

sinnt barninu eða tengst því. Aðalatriðið er að þeir sem

Þau sækja einfaldlega í

sinna því gefi sig að því og leitist við að uppfylla þarfir

þroskavænlegar aðstæður þar sem þau finna til öryggis og vellíðunar.

þess jafnt og þétt. Þegar þörfum ungbarna er svarað fljótt og vel læra þau að treysta því að heimurinn sem þau fæddust í sé öruggur og vinveittur. Þau vænta þess að vanlíðan þeirra sé tekin alvarlega og að við henni verði brugðist. Þannig eru ástrík og náin samskipti mikilvægur grunnur fyrir börn sem vitsmuna-, tilfinninga- og félagsverur. Fyrstu vikurnar eru viðburðaríkur tími í lífi barnsins. Það þarf að aðlagast nýjum hljóðum og birtu, anda sjálft, drekka, melta mjólkina og venjast því að vera í fötum. Svo miklar breytingar auka mjög á þörf barnsins fyrir að upplifa öryggi. Það sem kemur næst örygginu í móðurlífinu er það sem minnir á það; að þú haldir á því í fanginu. Auk fæðu er ekkert jafn mikilvægt fyrstu mánuðina og að leyfa barninu að finna fyrir líkamlegri nálægð. Þegar þú ert vel vakandi geturðu leyft barninu að liggja á bringunni á þér eða þétt uppi við þig. Þú getur líka haft barnið í burðarsjali eða -poka. Vendu þig á að segja barninu hvað þú ætlar að gera, til dæmis þegar þú skiptir á því. Þannig undirbýrðu það fyrir það sem er í vændum og því finnst gott að heyra röddina þína. Hafðu ekki áhyggjur af því að þú sért að spilla barn­ inu þínu með því að kela við það í tíma og ótíma. Líttu frekar á þetta sem dýrmætt tækifæri fyrir ykkur til að

31

kynnast og tengjast. Mikil nálægð foreldra og barns


gerir barnið ekki háðara þeim, þvert á móti gerir hún aðskilnað viðráðanlegri síðar meir því að hún byggir upp traust barnsins og öryggi þess.

Pínulitlum börnum getur leiðst Lítil börn geta ekki haft ofan af fyrir sér sjálf og stundum þarf að skemmta þeim. • Gakktu um og skoðaðu íbúðina með barninu. Leyfðu því að

Taktu eftir þegar barnið

horfa á, hlusta á og jafnvel snerta hvaðeina sem það sýnir

hefur fengið nóg af leik eða

áhuga. Talaðu blíðlega við það og útskýrðu það sem þið

finnst hann ekki skemmti-

sjáið. Það skiptir ekki máli hversu ómerkilegt það er, barnið nýtur þess að heyra röddina þína. • Spjallaðu rólega við barnið. Taktu eftir svipbrigðum þess og

hljóðum og líktu eftir þeim. • Settu eitthvað sem barninu finnst gaman að horfa á í sjónar-

hæð þegar það er vel vakandi. • Leyfðu barninu að hlusta á ólíka tónlist og taktu eftir hvað

höfðar til þess.

legur lengur. Barnið sýnir það með því að líta undan, setja hendurnar fyrir andlitið, gretta sig, reigja sig aftur eða gráta. Þá er mikilvægt að hætta og leyfa barninu að róast. Stundum þarf það að jafna sig í rólegheitum en stundum getur verið gott að þú takir það í fangið.

Hvað sem þú gerir af þessu, láttu barnið ráða ferðinni! Taktu eftir þegar það sýnir merki um þreytu eða leiða, til dæmis með því að líta undan, verða órólegt eða gráta. Fyrstu vikurnar hafa börn ekki mikið úthald, 32


Láttu viðbrögð barnsins

kannski bara örfáar mínútur. Þau hafa ekki endilega

leiðbeina þér og leyfðu því

misst áhugann en þurfa að hvíla sig. Bíddu þess vegna í

alltaf að ráða ferðinni.

smástund og reyndu kannski aftur. Láttu viðbrögð barns­ins leiðbeina þér. Það er jafn mikilvægt að örva barnið og að hætta því þegar það hefur fengið nóg.

Skynjun nýfæddra barna Strax og börn fæðast eru þau einstaklega næm og til­ búin að eiga í félagslegum samskiptum. Þau geta brugð­ ­ist við umhverfi sínu með mun markvissari hætti en áður var talið en það tekur þau lengri tíma en eldri börn. • S J Ó N . Nýfætt barn sér skýrast það sem er í um 30 sentí-

metra fjarlægð en það sem er fjær er þokukenndara. Stundum á barnið erfitt með að samhæfa augun en þegar það tekst getur það starað lengi á sama hlutinn. Það sér best sterka ólíka liti, til dæmis svart-hvítt mynstur. Ef barnið er vel vakandi getur það fylgt eftir skærlitum hlutum sem eru hreyfðir hægt með því að hreyfa augun og höfuðið. Mestan áhuga hafa börn á mynstrum sem líkja eftir mannsandliti, tvær doppur fyrir augu og ein fyrir munn, en best af öllu eru alvöru andlit. • H E Y R N . Þegar barnið fæðist þekkir það nokkur hljóð, til

dæmis rödd mömmu og pabba. Á meðan það dvaldi inni í 33


líkama mömmu vandist barnið ýmsum hljóðum þar, taktföstum og lágværum drunum í hjarta og æðakerfinu, hvin í öndunarfærunum og marri í meltingarfærunum. Þess vegna getur því þótt notalegt að heyra lágværa tónlist, léttan trommutakt eða bílhljóð því það minnir á hljóðin úr fósturlífinu. Flestum börnum finnst róandi að heyra raddir. Þeim

Barnið þitt blómstrar þegar það finnur að það er miðpunktur athygli þinnar.

líka betur raddir með hærri tónhæð, nákvæmlega eins og fólk beitir röddinni ósjálfrátt þegar það talar við lítil börn (á ensku er það kallað motherese). Óvænt hljóð eða hávaði getur sett þau úr jafnvægi. • LY K T A R - O G B R A G Ð S K Y N . Nýfædd börn hafa mjög

næmt lyktarskyn. Barnið þekkir líkamslykt mömmu og lyktina af mjólk hennar og greinir hana frá mjólk annarra kvenna. Sterk lykt getur gert það órólegt. Nýfædd börn hafa smekk fyrir sætu bragði og finnst vont það sem er súrt eða beiskt. • S N E R T I S K Y N . Flestum börnum finnst mjög gott að vera í

fangi foreldranna og finna snertingu þeirra. Yfirleitt er blíðleg snerting besta leiðin til að hugga og gleðja barn. Taktu eftir hvers konar snerting hefur örvandi áhrif og hvernig snerting róar barnið. Þetta er gott að vita þegar barnið er órólegt. • M Á L S K I L N I N G U R . Þar sem börn á fyrsta ári kunna ekki

að tala er auðvelt að vanmeta skilning þeirra á því sem sagt er. Frá fæðingu eru þau þó næm á blæbrigði radda. Aðeins tveggja mánaða gera þau greinarmun á upptökum af samtölum sem eru spilaðar aftur á bak og áfram. Málskilningur 34


kemur löngu áður en barnið þitt lærir að segja fyrsta orðið. Því fyrr sem þú byrjar að tala við barnið því betri þjálfun fær það í að tengja saman orð, atburði og tilfinningar. Segðu barninu frá því sem er í vændum, bæði litlum atburðum og stórum, og gerðu ráð fyrir að það skilji það sem þú segir. • Nýfædd börn eru næm á H I T A B R I G Ð I . Þau eru ófær um

að halda sjálf á sér hita því að þau vantar líkamsfitu sem ver þau fyrir kulda og þau geta ekki náð upp hita með því að skjálfa. Því er mjög mikilvægt að passa að svo litlum börnum verði hvorki of kalt né heitt.

Bjargráð nýfæddra barna Börn eru háð umönnun frá fæðingu. Þó að þau geti ekki borið fram óskir sínar hafa þau nokkur úrræði til að draga úr óþægindum og laða fram viðbrögð frá þeim sem annast þau. „Sex vikna dóttur minni líður langsamlega best þegar hún er alveg klesst upp við mig,

• Ó S J Á L F R Á Ð V I Ð B R Ö G Ð . Börn fæðast með ósjálfráð

viðbrögð sem eiga upptök í innsta hluta heilans. Þau hafa

mömmu sína eða stóra bróð-

þann tilgang að halda barninu á lífi og auka öryggi þess.

ur. Helst allan sólarhringinn.“

Barnið andar sjálft, hóstar, hnerrar, deplar augunum og kippir að sér hendinni ef hún kemst í snertingu við óþægilega mikinn hita. Nýfætt barn sem er lagt á magann snýr höfðinu til hliðar. Það snýr líka höfðinu í átt að hljóðum sem það heyrir. Þessi hreyfing fór lengi vel fram hjá læknum þar sem

35


hún gerist svo hægt, en það tekur barnið 5 til 7 sekúndur að byrja að hreyfa höfuðið og 3 til 4 til viðbótar að ljúka hreyfingunni. Sogviðbrögð fá barnið til að grípa utan um hvaðeina sem snertir munn þess, svo sem brjóstið eða túttu. Gripviðbrögð valda því að fingurnir grípa um það sem strýkst við lófa barnsins og tærnar bregðast við á sama hátt þegar iljar þess eru stroknar. • G R Á T U R . Sum ósjálfráðu viðbrögðin hafa það hlutverk að

draga úr óþægindum barnsins en þau duga ekki alltaf til. Oft þarf barnið aðstoð til að líða betur og það lætur vita af þörf sinni fyrir hjálp með því að gráta. Heilbrigt barn grætur þangað til því líður betur. • T Ö F R A R . Nýfætt barn er háð því að um það sé hugsað allan

sólarhringinn, alla daga vikunnar. Þegar vel gengur vekur ungbarn sterka hrifningu: Útlit barns, lyktin af því, hljóðin sem það gefur frá sér ásamt hjálparleysi þess kveikja á djúpstæðum tilfinningum foreldranna frá því þeir voru í þessum sporum. Þess vegna skiptir reynsla þeirra miklu máli. Foreldrum með „nógu góða“ reynslu finnst barnið sitt yfirleitt ómótstæðilegt. Foreldrar sem voru vanræktir finna að jafnaði til meiri kvíða og ótta sem getur komið í veg fyrir að þeir heillist af barninu sínu. Þess vegna skiptir máli hvernig var annast um þig þegar þú varst lítil(l). Ef þú átt ekki góða reynslu úr barnæsku gætirðu þurft hjálp til að njóta barnsins þíns.

36


Hvernig ætli heimurinn líti út fyrir ungbarni? Prófaðu að liggja á gólfinu. Hvað sérðu? Hvernig fyndist þér að geta ekki lagst á hliðina? Og komast ekki fram í eldhús? Og heldur ekki á klósettið? Ímyndaðu þér að þú þyrftir að gera þig skiljanlega(n) á hebresku. Hvers myndirðu helst þarfnast? Hvað væri það versta sem þú gætir hugsað þér? Hvað væri það besta?

37


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.