Kristina Ohlsson
Paradísarfórn Jón Daníelsson þýddi
Paradisarforn.indd 3
10.3.2014 17:45
Paradísarfórn Titill á frummáli: Paradisoffer © Kristina Ohlsson 2012 Íslensk þýðing © Jón Daníelsson 2014 Hönnun kápu: Nina Leino PdeR® Uppstilling kápu: Emilía Ragnarsdóttir / Forlagið Ljósmynd á kápu: Thomas J Peterson / Getty Images Umbrot: Ingibjörg Sigurðardóttir Letur í meginmáli: Minion 10,2/13,6 pt. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja JPV útgáfa · Reykjavík · 2014 Öll réttindi áskilin. Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis þýðanda og útgefanda. isbn 978-9935-11-428-0 JPV útgáfa er hluti af www.forlagid.is
Paradisarforn.indd 4
Forlaginu ehf.
10.3.2014 17:45
Washington dc, bna
Þ
egar farþegaþotan með flugnúmerið Flug 573 svífur í átt að bandarísku strandlengjunni er komið að kvöldi. Víðáttumiklar flugbrautir breiða úr sér neðan við flugturninn þar sem Bruce Johnson er staddur. Það er hljótt í salnum og hann tekur varla eftir því að hann heldur niðri í sér andanum. Enn hafa engin boð borist. Enn er ekki vitað hvort flugvélin fær að lenda. Bruce horfir yfir bílaraðirnar við eina flugbrautina. Fjöldi lögreglubíla, sjúkrabíla og slökkvibíla. Enginn veit hvern enda þetta fær. Hvort allt fari lóðbeint til fjandans. Svartklæddu sérsveitarmennirnir sjást ekki en Bruce veit að þeir bíða úti í myrkrinu með byssur sínar og í viðbragðsstöðu. Hugsun þýtur snöggt um huga hans. Við skjótum gíslana. Það er regla númer eitt. Ástæða hugsunarinnar er honum ekki ljós. Að skjóta gísla hefur aldrei verið nein regla. Hjá FBI dytti engum í hug að láta stjórnast af svo fáránlegri hugmynd. Regla númer eitt er að semja aldrei við hryðjuverkamenn. Án undantekninga. Og það verður ekki heldur gert að þessu sinni. Þetta grundvallaratriði hefur ráðið öllum viðbrögðum þeirra, allt frá því að flugvélin fór á loft frá Arlandaflugvelli við Stokkhólm. Borg sem Bruce hefur lengi langað að skoða en hefur ekki trú á að hann muni nokkurn tíma fá að sjá. Af hverju ætti maður eins og hann að fara til Svíþjóðar? 5
Paradisarforn.indd 5
11.3.2014 13:10
Flugvélin er júmbóþota frá 1989. Um borð eru yfir fjögur hundruð farþegar. Nú er eldsneytið á þrotum og flugstjórinn biður um að fá að lenda. Bruce er óviss um hvað gerist næst. Hann bíður enn eftir fyrirmælum frá yfirmanni sínum. Í Svíþjóð hlýtur klukkan að vera að nálgast hálf-tólf að kvöldi. Bruce veit vel hvernig þreyta leikurfólk og reynir að varast hana sjálfur. Og hjá lögreglunni í Stokkhólmi hafa menn það vafalaust í huga líka en mannskapurinn þar hefur ekki um neitt að velja. Bruce er búinn að vera í sambandi við sama fólkið þar í allan dag. Ástandið er of alvarlegt til að hægt hafi verið að hafa vaktaskipti. Einhver hefur reyndar minnst á sænsku sumarbirtuna; að sólin sé svo lengi á lofti þar á sumrin, jafnvel þótt komið sé fram á haust eins og núna, og að fólk þurfi þess vegna ekki að sofa jafn mikið. Kannski er eitthvað til í því. Það eru engar aðrar flugvélar í grennd við flugvöllinn. Öllum vélum á leið inn til lendingar hefur verið beint annað og brottfarartímum seinkað. Fjölmiðlum hefur verið bannaður aðgangur að svæðinu en Bruce veit að fréttmennirnir eru þarna samt. Langt í burtu, handan lokunarborðanna, með aðdráttarlinsur sem draga alla leið til Kína, og taka hverja myndina annarri óskýrari. Hann hrekkur við þegar síminn hringir. Það er yfirmaðurinn. – Þeir eru búnir að ákveða sig. Þeir velja það versta. Bruce leggur frá sér símann og teygir sig í annan. Hann situr um stund með hann í hendinni áður en hann velur númerið sem hann kann nú utan að og bíður þess að Eden svari. Dómurinn liggur fyrir – flugvélin á ekki að komast alla leið. Nú verður beitt þeirri reglu sem ekki er til. Gíslarnir skulu deyja.
6
Paradisarforn.indd 6
10.3.2014 17:45
Einum degi fyrr M谩nudagur 10. okt贸ber 2011
Paradisarforn.indd 7
10.3.2014 17:45
1
Stokkhólmi, kl. 12:27
S
akleysið var glatað og yrði aldrei endurheimt. Hann hafði hugsað þannig ótal sinnum. Að því er Svíþjóð viðkom var upphafið að rekja til tilræðisins rétt hjá Drottninggötu þegar jólaösin í Stokkhólmi var sem mest. Svíþjóð hafði eignast sinn fyrsta sjálfsmorðssprengjumann og ógnin breiddist hratt út um samfélagið. Hvað var framundan? Biðu Svíþjóðar nú þau örlög að verða í hópi þeirra landa þar sem fólk þorði ekki út úr húsi af ótta við hryðjuverkaárásir? Enginn hafði verið áhyggjufyllri en forsætisráðherrann. – Hvernig eigum við að læra að lifa við þetta? hafði hann spurt eitt síðkvöldið þegar ráðherrarnir dreyptu saman á koníaki í Rosenbad og ljós voru slokknuð í flestum gluggum. Hvernig áttiað svara þeirri spurningu? Tjónið hafði verið gífurlegt. Ekki á efnislega sviðinu – skemmdir mátti lagfæra. En tilfinningaleg og siðræn gildi höfðu sundrast. Nýskipaði dómsmálaráðherrann hafði forviða orðið vitni að æsingnum í almenningi sem krafðist nýrra laga til að tryggja öryggi í samfélaginu. Atburðurinn varð vatn á myllu útlendingahatursflokksins í þinginu og þingmenn flokksins spiluðu út hverju trompinu á fætur öðru. – Við þurfum að taka fast á hryðjuverkaógninni, hafði utanríkisráðherrann sagt á ríkisstjórnarfundi skömmu eftir sprengjutilræðið. 9
Paradisarforn.indd 9
10.3.2014 17:45
Rétt eins og þessi kona væri sú eina sem áttaði sig á því. Allra augu höfðu beinst að nýja dómsmálaráðherranum. Hann hafði tekið við embættinu örfáum vikum eftir tilræðið. Muhammed Haddad. Hann hafði stundum velt fyrir sér hvort þau hefðu öll gert sér grein fyrir því hvað gera þyrfti og hann hefði verið valinn einmitt þess vegna. Sem eins konar afsökun. Sem sá eini sem gæti gert það sem gera þurfti án þess að eiga á hættu að vera kallaður rasisti. Fyrsti múslímski dómsmálaráðherrann í Svíþjóð. Hann var tiltölulega nýr í flokknum og á stuttri framabraut sinni hafði hann aldrei mætt neinni andstöðu. Stundum fékk hann klígju við tilhugsunina. Honum var ljóst að uppruninn og trúarbrögðin höfðu stuðlað að frama hans. Það var samt ekki svo að skilja að hann hefði ekki sjálfur unnið fyllilega fyrir því trausti sem honum var sýnt. Hann hafði verið afburða lögmaður og snemma einbeitt sér að afbrotamálum. Kraftaverkamaðurinn var það heiti sem skjólstæðingar hans völdu honum. Hann lét sér ekki nægja sýknudóma heldur krafðist hann uppreisnar æru í ofanálag. Hann var fimmtán ára þegar hann kom til Svíþjóðar. Nú var hann orðinn fjörutíu og fimm og vissi að hann myndi aldrei snúa aftur heim til Líbanon. Ritarinn barði að dyrum og stakk höfði í gættina. – Það var hringt frá Öryggislögreglunni. Þau koma eftir hálftíma. Það kom ekki á óvart. Öryggislögreglan hafði óskað eftir fundi um öryggismál í ráðuneytinu og Muhammed hafði strax gert öllum ljóst að hann hygðist sjálfur vera viðstaddur, jafnvel þótt sú væri ekki venjan. – Hversu mörg? – Þau eru þrjú. – Eden Lundell? – Hún kemur. 10
Paradisarforn.indd 10
10.3.2014 17:45
Muhammed varð rólegri. – Vísaðu þeim inn í stóra fundaherbergið. Segðu hinum að vera komin þangað fimm mínútum fyrr.
11
Paradisarforn.indd 11
10.3.2014 17:45
2
Kl. 12:32
–É
g verð að drífa mig. Þarf að mæta á fund. Fre,drika Bergman leit á klukkuna og síðan á fyrrum yfirmann sinn sem sat hinum megin við borðið. Alex Recht yppti öxlum. – Ekkert mál. Við gefum okkur betri tíma seinna. Hún brosti hlýlega. – Alveg endilega. Skortur á veitingastöðum þar sem hægt var að fá góðan hádegismat var einn af göllunum við að vinna ekki lengur á Kungsholmen. Núna sátu þau á asísku veitingahúsi við Drottninggötu. Það var Alex sem hafði stungið upp á því en henni féll staðurinn ekki tiltakanlega vel í geð. – Þú mátt velja næst, sagði Alex, rétt eins og hann gæti lesið hugsanir hennar. Og það gat hann reyndar. Henni gekk aldrei vel að dylja tilfinningar sínar. – Það er ekki um svo margt að velja. Hún ýtti diskinum frá sér. Fundurinn átti að byrja eftir hálftíma og hún þurfti að vera mætt nokkru fyrr. Hún velti fyrir sér þögninni sem ríkti milli þeirra. Kannski voru þau hreinlega búin að segja allt sem hægt var að segja. Allt sem ekki leiddi þau að óþægilega viðkvæmum tilfinningum. Þau höfðu talað um nýja starfið sem Alex gegndi nú hjá Ríkislögreglustjóraemb12
Paradisarforn.indd 12
10.3.2014 17:45
ættinu. Hvernig hún kynni við afleysingastarfið í dómsmálaráðuneytinu. Um árið sem hún hafði verið í fæðingarorlofi með barn númer tvö, Isak, og dvalið í New York þar sem Spencer, eiginmaður hennar, hafði fengið stöðu við háskóla. – Þú hefðir átt að láta vita þegar þið giftuð ykkur, áréttaði Alex í annað eða þriðja sinn. Við hefðum auðvitað komið. Fredrika sneri upp á sig. – Við létum engan vita. Jafnvel foreldrar mínir vissu ekki af því fyrr en eftir á. Móðir hennar var enn ekki búin að fyrirgefa henni. – Var ekkert reynt að klófesta þig í New York? spurði Alex og kímdi. – Hvernig þá? Í lögregluna, áttu við? Hann kinkaði kolli. – Nei, því miður. Það hefði verið viss áskorun. – Ég fór þangað einu sinni á námskeið. En Kanarnir eru rétt eins og allir aðrir. Góðir í sumu, lélegir í öðru. Fredrika hafði enga reynslu til samanburðar. Hún hafði ekki verið í vinnu í svo mikið sem eina klukkustund í New York. Tilvera hennar hafði einvörðungu snúist um börnin tvö ásamt því að koma fótunum undir Spencer á ný. Eftir að stúdína hafði kært hann fyrir kynferðislega áreitni fyrir tveimur árum hafði allt breyst. Þegar í ljós kom að Fredrika var orðin ófrísk aftur höfðu þau fyrst verið sammála um að láta eyða fóstrinu. – Við ráðum ekki við annað barn, hafði Spencer sagt. – Þetta er allavega ekki rétti tíminn, sagði Fredrika. Svo horfðu þau lengi hvort á annað. – Við getum það víst, sagði Spencer. – Það held ég líka, sagði Fredrika. Alex lagði kaffibollann á undirskálina og það glamraði dálítið í henni. – Ég átti von á þér til baka, sagði hann. Í lögregluna. – Þegar ég kom heim frá New York? – Já. 13
Paradisarforn.indd 13
10.3.2014 17:45
Samtalskliðurinn frá hinum gestunum varð skyndilega óþægilegur í eyrum hennar. Fyrirgefðu, langaði hana til að segja. Fyrirgefðu að ég skyldi ekki láta þig vita, þótt ég vissi fullvel að ég kæmi ekki aftur. En hún sagði ekkert. – Á hinn bóginn skil ég vel að þú skyldir ekki geta hafnað starfi í dómsmálaráðuneytinu, sagði Alex. Slíkt tilboð fær maður ekki alveg á hverjum degi. Það var aldrei neitt tilboð. Ég sótti um þessa fjandans stöðu af því að ég vissi að ég myndi grotna niður andlega ef ég sneri aftur til ykkar á Kungsholmen. Fredrika strauk hárlokk frá andlitinu. – Nei, það er satt. Það var ekkert fleira að segja. Eftir morðmálið sem rannsóknarhópur Alex hafði unnið að vorið 2009, þar sem gamalt lík og gömul kona sem ekki hafði sagt orð í áratugi komu við sögu, var eins og öll tilveran sundraðist. Og þegar starfsmannastjórinn, Margareta Berlin, kallaði Alex inn til sín og tilkynnti honum að rannsóknarhópurinn sem hann hafði stýrt síðustu árin yrði lagður niður, kom það engum á óvart. Hópurinn gat hvort eð var varla talist starfandi. Alex hafði fundið ástina á ný í Diönu Trolle og sambandið við hana tók alla orku hans. Fredrika var að sínu leyti upptekin af því að vera orðin ófrísk í annað sinn. – Hefurðu nokkuð talað við Peder? Alex hrökk við þegar hún nefndi Peder. – Nei, en þú? Hún hristi höfuðið, raunamædd á svip. – Ekki síðan hann bar síðustu kassana út af skrifstofunni. En ég hef heyrt ... að honum líði ekki of vel. – Sama hér. Alex ræskti sig. Ég rakst á Ylvu, konuna hans, í síðustu viku. Hún sagði mér undan og ofan af. Fredrika reyndi að ímynda sér þær sálarkvalir sem Peder þyrfti að ganga í gegnum en henni var það ómögulegt. Hún 14
Paradisarforn.indd 14
10.3.2014 17:45
vissi ekki hversu oft hún hafði reynt, bara að það var ekki hægt. Sum sár gróa ekki. Hvernig sem reynt er. Hún vissi að Alex leit öðruvísi á málið. Honum fannst að Peder yrði bara að leggja þetta að baki og halda áfram. Það var þess vegna sem hún hafði ekki minnst á þetta að fyrra bragði. – Hann verður bara að hætta að haga sér eins og hann hafi einhvern einkarétt á því að syrgja, sagði Alex sem alltaf notaði þessi sömu orð þegar þau reyndu að tala um það sem gerst hafði. Hann er ekki sá eini sem misst hefur einhvern nákominn. Sjálfur hafði Alex misst Lenu, konuna sína, úr krabbameini og þekkti þess vegna sorgina af eigin raun. En Fredriku fannst engu að síður munur á því að missa ástvin úr krabbameini og að þurfa að horfa á eftir ástvini í hendur samviskulauss morðingja. – Ég held að Peder sé ekki þannig á sig kominn að hann sé fær um að stjórna líðan sinni, sagði hún og valdi orð sín af kostgæfni. Sorgin er orðin að sjúkdómi hjá honum. – En hann hefur nú sóst eftir og fengið hjálp. Og samt breytist ekkert. Þau þögðu, viku sér undan því að halda þessari umræðu áfram. Það myndi bara enda eins og venjulega. Þeim yrði sundurorða. – Ég verð að fara. Fredrika greip það sem hún hafði meðferðis: töskuna, sjalið, jakkann. – Þú veist að ég held dyrunum alltaf opnum, ef þú vilt koma aftur, sagði hann. Hún nam staðar í miðri hreyfingu. Hugsaði að það hefði hún reyndar ekki vitað. – Takk. – Þú varst í hópi þeirra allra bestu, Fredrika. Hún fann hita í kinnunum og örskotsstund sá hún allt í móðu. Alex virtist ætla að segja eitthvað fleira en hún stöðvaði hann 15
Paradisarforn.indd 15
10.3.2014 17:45
með því að standa upp. Þau fylgdust að út af veitingastaðnum og á Drottninggötunni miðri breiddi Alex út handleggina og faðmaði hana að sér. – Ég sakna þín líka, hvíslaði Fredrika. Svo fóru þau hvort í sína áttina.
16
Paradisarforn.indd 16
10.3.2014 17:45