Börn geta verið ótrúlega grimm. Og sár sem þau veita hvert öðru geta setið eftir á sálinni áratugum saman án þess að gróa. Svo gerist eitthvað sem rífur ofan af þeim og afleiðingarnar verða hörmulegar.
Gömul kona sem býr ein snýr heim í hús sitt eftir langa sjúkrahúsvist. Á eldhúsgólfinu liggur lík af manni sem hún þekkir ekki en reynist vera vammlaus fjölskyldufaðir úr hverfinu.