Reykjavíkurnætur fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar, sem allir þekkja úr fyrri bókum höfundar, og er sextánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Bækur hans hafa mörg undangengin ár notið gríðarlegra vinsælda og hlotið frábæra dóma, jafnt hér heima sem erlendis. Þær hafa verið gefnar út á um fjörutíu tungumálum og selst í milljónum eintaka. Arnaldur hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar og í fyrra var nafn hans efst á lista breska stórblaðsins The Guardian yfir bestu evrópsku sakamálahöfunda samtímans.