Sætmeti án sykurs og sætuefna - Nanna Rögnvaldardóttir

Page 1



115

S J A L D A N

K ARAMELLU-DÖÐLU-BANANAÍS Ég var spurð hvort hægt væri að fá fram karamellubragð með eintómum ávöxtum og dró það heldur í efa. En svo rámaði mig í að hafa séð uppskrift þar sem bananar og döðlur voru bökuð lengi þar til ávextirnir „karamelliseruðust“. Ég fann ekki uppskriftina en ákvað að gera þetta eftir minni og prófa að nota í ís. Viti menn, það er dálítill karamellukeimur af honum í bland fyrir 4−6

við döðlu- og bananabragð. Og góður er hann. Þennan ís þarf ekki að setja í ísvél.

3 vel þroskaðir bananar 100 g döðlur, steinhreinsaðar 40 g smjör 2 egg

Hitaðu ofninn í 180°C. Flysjaðu bananana og brjóttu eða skerðu þá í bita. Rífðu döðlurnar í bita. Smyrðu lítið, eldfast

250 ml rjómi

mót með dálitlu af smjörinu, dreifðu banönum og döðlum í

e.t.v. pekanhnetur

formið, dreifðu afganginum af smjörinu yfir í smáklípum og bakaðu í um 45 mínútur. Láttu kólna í nokkrar mínútur, settu svo allt saman í matvinnsluvél og maukaðu vel. Settu maukið í skál og kældu vel. Þeyttu eggin í hrærivél. Settu bananamaukið út í, eina skeið í einu, og þeyttu mjög vel. Stífþeyttu rjómann í annarri skál og blandaðu honum saman við með sleikju. Settu blönduna í form og frystu hana í nokkra klukkutíma. Taktu ísinn úr frysti nokkrum mínútum áður en hann er borinn fram til að mýkja hann aðeins, en hann er þó frekar mjúkur. Hafðu e.t.v. pekanhnetur eða valhnetur með honum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.