Segulskekkja - Soffía Bjarnadóttir

Page 1


|  Þegar Siggý

lést

1.

|

langaði mig að biðja útfarar-

stjórann um að gefa mér augun úr henni. Velti því fyrir mér hvort mögulegt væri að erfa augu. Hvort það tíðkaðist við endalokin að náskyldir ættingjar fengju að velja sín uppáhaldslíffæri. Sé fyrir mér augasteina stara á mig blygðunarlaust eftir dauða. En ég lagði aldrei í þessa bón og áður en ég vissi af var Siggý orðin að dufti. Augu hennar stjörnur á svörtum himni. Hér á miðjum Breiðafirði lýsist upp vetur ánamaðkanna. Ég veit ekki hvort þetta er sagan mín eða sagan hennar Siggý. Það gildir einu því hver einasta salta alda sem frussast upp á dekk færir mig aftur til hennar. Ég bjó einu sinni á Klapparstíg númer 7


16, ein með kanarífuglum sem fóru gríðarlega í taugarnar á mér. Það var árið 1999 og Siggý hafði tapað áttum. Sjálf sökk ég í svo djúpt þunglyndi að heimurinn var ekki í fókus og dagarnir eins og ryk viðkomu. Ég deildi eldhúsi með fjölskyldu á neðri hæðinni en salerni með ungum tónlistarmanni sem svældi gras í öll mál og SS-foringja sem bjó á móti mér. Sá bauð aldrei góðan daginn en gnísti þess í stað tönnum og barði saman hælum þegar maður heilsaði honum. Þetta var með verri vetrum sem ég hef lifað. Fólkið í húsinu stráféll úr hinum ýmsu meinum, fannst í nærliggjandi kjöllurum, baðkörum, bakgörðum og meira að segja dó einn nágranni si svona úr engu nema sjálfum sér á bekk hjá Jónasi og blómvendi í Hljómskálagarðinum. Fólkið átti sér einskis ills von þegar það flutti inn í húsið á Klapparstíg en þá fór feigðin óðar að bæra á sér og fyllti það djúpstæðri dauðaþrá. Sú þrá býr með okkur öllum og óþarfi að hræðast hana þótt ekki sé meiningin að hún yfirtaki hverja einustu daglegu athöfn. En fólk sem hafði ekki einu sinni hugmynd um að það væri dauðlegt fór að þrá dauð8


ann líkt og um hinstu og einu ást heimsins væri að ræða. Það var nóvember og bæði skítugt og kalt á Klapparstíg og flestar hæðir hússins voru fullar af draugum. Risið, þar sem ég hírðist, var verst. Þar varð ekki þverfótað fyrir dánu fólki og ekki beint hamingjusömum einstaklingum. Það gefur kannski augaleið þar sem þau héngu í þessu skítapleisi við Klapparstíg eftir að hafa smeygt sér yfir limgerðið. Ég sá þau samt ekki en fann áþreifanlega fyrir þeim og heyrði stanslausan umgang. Þetta var gjörsamlega óþolandi. Ef það voru ekki kanarífuglarnir þá var það þetta dauða lið sem hékk eins og mara inni í íbúðinni minni. Maður fékk ekki einu sinni frið á sameiginlegu klósetti okkar SS-foringjans fyrir þessu ósýnilega og heimtufreka fólki. Því var ýmislegt að angra mig þennan vetur. Það var ekki einungis veröld ánamaðkanna sem sótti að mér heldur einnig vonbrigðin. Veröldin breyttist í vonbrigði.

9


|

2.

|

Ég gleymi aldrei þessum hryllilega vetri þegar við mamma Siggý hrundum báðar endanlega niður. Gamalkunn molnandi tilfinning spratt aftur upp er Þeófílus hringdi. Heimurinn varð að engu úr augunum. Bilið á milli mín og heimsins stækkaði. Ég var ekki lengur hluti af heiminum. Þessu fann ég aftur sterkt fyrir núna í byrjun nóvember árið 2018. Ég var stödd við uppgröft í Karijoki-héraði í Finnlandi. Dagurinn hafði verið seigfljótandi og ég var lúin eftir vinnuna þegar Þeófílus Ragnarsson hringdi í mig og sagði mér fréttirnar. Siggý var látin. Þetta kom mér í opna skjöldu. Konan sem hafði eingetið mig á sinn dularfulla hátt var horfin. Hún hafði alltaf verið þarna í bakgrunninum eins 10


og fjöllin og sjórinn umhverfis okkur. En fjöll geta víst líka dáið, ég komst að því. Yfir hvítri auðn í kringum mig lá þessi þögn sem hafði fylgt mér frá blautu barnsbeini. Óþægileg þögn sem smýgur inn að kviku. Allt umhverfið var nú áþreifanlega merkt sorginni. Andrúmsloftið, snjórinn, veturinn, sígarettan, reykurinn, tungumálið. Ég, meistari melankólíunnar, fékk mér sæti á eldhúskolli og lagði símann frá mér. Frá ljósinu á símtækinu var kallað mjóróma röddu: „Hildur, ertu þarna enn, Hildur mín, Hildur von Bingen.“ Rödd Þeófílusar barst frá símanum á borðinu og úti var aftur farið að snjóa. Ég tók upp símtækið, ræskti mig og sagði: „Þakka þér fyrir, Þeófílus, ég skal gera mitt besta.“ Ég lagði á og fann holuna í hjartanu opnast. Svart sár, maðkaveita og einkennilegur þungur daunn. Tungan í mér dofnaði. Lá sem dauður fiskur í kjaftinum. Í dauðateygjunum slóst sporðurinn upp í þurran góminn. Mér heyrðist tungan í kjaftinum drafa einhvern andskotann um ástina. Veggfóðrið í litlu risíbúðinni sem ég leigði tíma11


bundið umbreyttist úr grænlaufguðum skógi í dökk­ appelsínugult þéttofið fenjasvæði. Appelsínugult eins og hárið á Siggý. Ég komst greinilega ekki hjá því að verða við hinstu ósk hennar og fara alla leið frá Finnlandi til Flateyjar á Breiðafirði um miðjan vetur. Sólin kemur upp í austri en í vestri sest hún niður, söng Megas í höfðinu á mér eftir fréttirnar af andláti Siggý. En í vestri sest hún niður. Það var búið að hugsa fyrir öllu og Þeófílus sagði að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Að Sigríður hefði óskað eftir því að ég kæmi í kistulagningu sína og jarðarför fyrir vestan ef ég ætti þess kost. Hann bað mig vinsamlegast um að sækja brúnt umslag á skrifstofu sína í Kirkjustræti 3, til hliðar við Dómkirkjuna í Reykjavík, áður en ég héldi af stað vestur. Ég varð jafn orðlaus í þessu símtali og þegar tryggingasölumaður sat inni í stofu hjá mér forðum með líf mitt í lúkunum. En það er önnur saga.

12


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.