Skuggahliðin - Sally Green

Page 1


GALDURINN Tveir litlir strákar sitja þétt hlið við hlið, tveir strákar, samanklesstir milli stóru armanna á gamla stólnum. Þú ert þessi til vinstri. Þegar þú hallar þér upp að hinum stráknum finnurðu hlýju og hann lítur af sjónvarpinu og á þig, næstum eins og í mynd sem er sýnd hægt. „Finnst þér hún skemmtileg?“ spyr hann. Þú kinkar kolli. Hann tekur utan um þig og snýr sér aftur að skjánum. Eftir á langar ykkur báða að prófa þetta þarna úr myndinni. Þið laumist í stóra eldspýtnastokkinn í eldhússkúffunni og hlaupið með hann út í skóg. Þú byrjar. Þú kveikir á eldspýtunni og heldur henni milli þumals og vísifingurs og lætur hana brenna niður, alveg þar til slokknar á henni. Þú brennir þig á fingrunum en sleppir ekki sótugri eldspýtunni. Galdurinn virkar. Hinn strákurinn prófar líka. En hann hættir við. Hann lætur eldspýtuna detta. Svo vaknarðu og manst hvar þú ert.

9

Skuggahliðin.indd 9

14.1.2015 16:17


BÚRIÐ Galdurinn er að láta sér standa á sama. Vera sama um sársaukann, sama um allt. Lykilatriðið er að vera alveg sama, það er eini leikurinn í stöðunni. En þetta er reyndar enginn leikur; þú ert í búri við hliðina á litlu húsi, umkringdur ótal hæðum og skógi og himinbláma. Eins og dýr í búri.

10

Skuggahliðin.indd 10

14.1.2015 16:17


ARMBEYGJUR Rútínan er ekkert svo slæm. Það er ekkert svo slæmt að vakna og finna fyrir himninum og ferska loftinu. Það er verra að vakna og finna fyrir búrinu og fjötrunum. Maður má ekki láta búrið draga úr sér kjarkinn. Fjötrarnir særa en sárin gróa fljótt og auðveldlega, svo hverju skiptir það? Það er miklu skárra að vera í búrinu eftir að þú fékkst gærurnar. Þær eru meira að segja hlýjar þegar þær eru rakar. Segldúkurinn yfir norðurendanum bætti líka mikið úr skák. Þú getur skýlt þér fyrir versta rokinu og rigningunni. Og komist í smávegis skugga þegar það er hlýtt og sólríkt. Djók! Maður verður að halda í húmorinn. Rútínan er sem sagt sú að vakna þegar fer að birta, rétt fyrir dögun. Þú þarft hvorki að hreyfa legg né lið, þarft ekki einu sinni að opna augun til að vita að það er að verða bjart; þú getur bara legið kyrr og drukkið þetta allt saman í þig. Besti tími dagsins. Það eru ekki margir fuglar á ferli, bara nokkrir, alls ekki margir. Það væri gott að þekkja þá alla með nafni en þú þekkir muninn á hljóðunum. Hér eru engir mávar, sem er þess virði að pæla í, og heldur engar rákir eftir flugvélar. Það er yfirleitt logn í stillunni fyrir dögun og einhvern veginn finnst manni loftið hlýrra um leið og fer að birta til. Nú geturðu opnað augun og hefur nokkrar mínútur til að njóta sólarupprásarinnar, í dag er hún þunn, bleik rönd sem teygir sig meðfram mjóum skýjaborða rétt yfir þokukenndum, grænum hæð-

11

Skuggahliðin.indd 11

14.1.2015 16:17


unum. Og þú hefur ennþá eina mínútu, kannski meira að segja tvær, til að ná stjórn á huganum áður en hún birtist. Þú verður samt að hafa einhverja áætlun, og best er að hugsa það allt saman út kvöldið áður svo þú getir hent þér af stað umhugsunarlaust. Í stórum dráttum gengur áætlunin út á að gera eins og þér er sagt, en ekki á hverjum degi, og ekki í dag. Þú bíður þar til hún birtist og kastar lyklunum til þín. Þú grípur lyklana, losar ökklana úr fjötrunum, nuddar þá til að vekja athygli á sársaukanum sem hún veldur þér, losar vinstra handjárnið, losar það hægra, stendur upp, tekur dyrnar að búrinu úr lás, kastar lyklunum aftur til hennar, opnar dyrnar, stígur út – lítur ekki upp, horfir aldrei í augun á henni (nema það sé hluti af einhverri áætlun) – nuddar á þér bakið og stynur kannski dálítið, gengur að grænmetisbeðinu, mígur. Stundum reynir hún auðvitað að rugla í þér með því að breyta rútínunni. Stundum vill hún að þú gerir skylduverkin á undan æfingunum en flesta daga er byrjað á armbeygjum. Þú færð að vita hvort það er áður en þú ert búinn að renna upp buxnaklaufinni. „Fimmtíu.“ Hún talar lágt. Hún veit þú ert að hlusta. Þú tekur þér góðan tíma eins og vanalega. Það er alltaf hluti af áætluninni. Lætur hana bíða. Nuddar hægri handlegginn. Þegar þú ert fjötraður skerst járn­ armbandið inn í handlegginn. Þú græðir hann og finnur smástraum. Þú liðkar höfuðið, herðarnar, svo aftur höfuðið, síðan stendurðu kyrr, bara stendur þarna í eina eða tvær sekúndur í viðbót, lætur reyna á þolmörkin hjá henni áður en þú leggst á jörðina. Ein Galdurinn er Tvær að láta sér vera sama. Þrjár Það er allur Fjórar galdurinn. Fimm En það eru til Sex alls konar 12

Skuggahliðin.indd 12

14.1.2015 16:17


Sjö Átta Níu Tíu Ellefu Tólf Þrettán Fjórtán Fimmtán Sextán Sautján Átján Nítján Tuttugu Tuttugu og ein Tuttugu og tvær Tuttugu og þrjár Tuttugu og fjórar Tuttugu og fimm Tuttugu og sex Tuttugu og sjö Tuttugu og átta Tuttugu og níu Þrjátíu Þrjátíu og ein Þrjátíu og tvær Þrjátíu og þrjár Þrjátíu og fjórar Þrjátíu og fimm Þrjátíu og sex Þrjátíu og sjö Þrjátíu og átta Þrjátíu og níu Fjörutíu

brögð. Alls konar brögð. Á verði öllum stundum. Öllum stundum. Og það er auðvelt því þú hefur ekkert annað að gera. Á verði fyrir hverju? Einhverju. Hverju sem er. Hverju sem er. Mistökum. Tækifæri. Gáleysi. Að þessi hvítanorn frá Helvíti geri minnstu mistök. Því hún gerir mistök. Ó, já. Og ef ekkert kemur út úr þeim mistökum þá bíðurðu 13

Skuggahliðin.indd 13

14.1.2015 16:17


Fjörutíu og ein eftir þeim næstu Fjörutíu og tvær og þarnæstu Fjörutíu og þrjár og þarþarnæstu. Fjörutíu og fjórar Þar til Fjörutíu og fimm þér Fjörutíu og sex tekst það. Fjörutíu og sjö Þar til Fjörutíu og átta þú ert Fjörutíu og níu frjáls. Þú stendur á fætur. Hún var örugglega að telja en það er líka herbragð að gefast aldrei upp. Hún segir ekkert en gengur til þín og slær þig bakhandarhöggi beint í andlitið. Fimmtíu „Fimmtíu.“ Eftir armbeygjurnar er komið að því að standa og bíða. Best að horfa niður fyrir sig. Þú stendur á stígnum rétt hjá búrinu. Stígurinn er forugur en þú ætlar ekki að sópa hann, ekki í dag, ekki samkvæmt þessari áætlun. Það hefur rignt mikið síðustu daga. Það er alveg að koma haust. Í dag er þó engin rigning; þetta lítur strax vel út. „Taktu ytri hringinn.“ Ennþá lágmælt. Engin þörf á að hækka róminn. Og þú skokkar af stað … en ekki strax. Þú verður að láta hana halda að þú sért við sama heygarðshornið, erfiður en samt í rauninni hlýðinn, og þess vegna sparkarðu leðjunni af skónum þínum, danglar vinstri hælnum í hægri tána og svo hægri hælnum í vinstri tána. Þú lyftir hendi og lítur upp og í kringum þig eins og þú sért að athuga vindáttina, hrækir ofan í kartöflugrasið, lítur til beggja hliða eins og þú bíðir eftir að komast í gegnum umferðina … hleypir strætisvagninum framhjá … svo ertu rokinn af stað. Þú afgreiðir hlaðna steinvegginn með því að stökkva upp á hann og niður hinum megin, hleypur síðan gegnum mýrina og tekur stefnuna í átt að trjánum. Frelsi. Eða þannig! 14

Skuggahliðin.indd 14

16.1.2015 15:51


En þú ert með áætlun og þú hefur margt lært á þessum fjórum mánuðum. Hraðast hefurðu hlaupið ytri hringinn fyrir hana á fjörutíu og fimm mínútum. Þú gætir hlaupið hann á styttri tíma, kannski fjörutíu mínútum, því þú stoppar alltaf við lækinn á leiðinni og hvílir þig og færð þér að drekka og hlustar og horfir í kringum þig, og einu sinni tókst þér að komast upp á hæðina og sjá glitta í fleiri hæðir, fleiri tré og stöðuvatn (það er eitthvað við mosann og löngu sumardagana sem segir þér að þetta sé loch, skoskt stöðuvatn). Í dag er planið að auka hraðann þegar þú ert kominn úr augsýn. Það er auðvelt. Ekkert mál. Þú ert á frábæru fæði. Hún má eiga það að þú ert fáránlega hraustur, í fáránlega góðu formi. Kjöt, grænmeti, meira kjöt, meira grænmeti, að ógleymdu öllu ferska loftinu. Ah, þetta er lífið. Þér miðar ágætlega. Heldur góðum hraða. Þínum hámarkshraða. Og þú finnur strauminn, græðir sjálfan þig eftir litla löðrunginn hennar; það fer dálítill straumur um þig, kitlandi straumur. Þú ert strax kominn út á enda þar sem þú gætir snúið við og hlaupið innri hringinn sem er í rauninni bara helmingurinn af ytri hringnum. En hún vildi ekki innri hringinn og þú ætlaðir alltaf að fara þann ytri, sama hvað hún segði. Þetta hlýtur að vera mettími. Svo upp á hæðina. Þú lætur þyngdaraflið bera þig í stórum skrefum niður að læknum sem rennur út í stöðuvatnið. Nú vandast málið. Nú ertu rétt utan við hringinn og bráðum verðurðu kominn langt út fyrir hann. Hún mun ekki átta sig á því að þú hafir strokið fyrr en þú skilar þér ekki á réttum tíma. Það gefur þér tuttugu og fimm mínútur frá því að þú ferð út fyrir hringinn – kannski hálftíma, kannski þrjátíu og fimm mínútur, en segjum tuttugu og fimm þar til hún fer að elta þig. En það er ekki hún sem er vandamálið; armbandið er vandamálið. Það opnast þegar þú ferð of langt. Hvernig það virkar, hvort það eru galdrar eða einhver tækni eða hvort tveggja, það veistu 15

Skuggahliðin.indd 15

14.1.2015 16:17


ekki, en armbandið mun opnast. Hún sagði þér það fyrsta daginn og hún sagði þér líka að inni í armbandinu væri vökvi, sýra. Vökv­ inn fossar út ef þú ferð of langt og þessi vökvi á eftir að brenna sig rakleiðis í gegnum úlnliðinn á þér. „Hann brennir af þér höndina,“ það var þannig sem hún orðaði það. Niður hlíðina. Það heyrist smellur … og þig byrjar að svíða. En þú ert með áætlun. Þú nemur staðar og stingur úlnliðnum á kaf í lækinn. Það hvissar í vatninu. Vatnið hjálpar til, þótt þetta sé slepjuleg, klístrug furðublanda sem er erfitt að skola af. Og það á eftir að leka meira. En þú verður að halda áfram. Þú treður blautum mosa og mókögglum undir armbandið. Dýfir því aftur í kaf. Bólstrar það betur. Þetta gengur of hægt. Áfram með þig. Niður hlíðina. Fylgdu læknum. Galdurinn er að láta sér vera sama um úlnliðinn. Það er ekkert að þér í fótleggjunum. Þú ferð hratt yfir. Svo er ekkert svo slæmt að missa höndina. Þú gætir skipt henni út fyrir eitthvað flott … krók … eða þrítennta kló eins og gaurinn er með í Enter the Dragon … eða kannski græju með hnífsblöðum sem er hægt að draga inn en skjótast út þegar þú þarft að berjast, ka-tsíng … eða jafnvel eldtungur … ekki séns að þú gangir með gervihönd, það kemur ekki til greina … ekki séns. Þig er farið að svima. Samt fer líka straumur um þig. Líkaminn er að reyna að græða úlnliðinn. Hver veit, þú gætir komist í gegnum þetta með báðar hendur heilar. En galdurinn er að láta sér vera sama. Þú verður allavega frjáls. Neyðist til að stoppa. Stinga hendinni aftur í lækinn, bæta við mosann og drífa þig af stað. Næstum kominn að stöðuvatninu. Næstum. Ó, já. Ískalt. 16

Skuggahliðin.indd 16

14.1.2015 16:17


Þú ferð of hægt yfir. Það hægir á þér að vaða en það er gott að hafa handlegginn á kafi. Haltu bara áfram. Haltu áfram. Þetta er tryllingslega stórt stöðuvatn. En það er allt í lagi. Því stærra, því betra. Þá verður höndin á þér lengur ofan í vatninu. Ógleði … úff … Fokk, höndin á þér er í klessu. En sýran er hætt að leka úr armbandinu. Þú munt sleppa. Þú hefur sigrað hana. Þú getur fundið Mercury. Þú færð þrjár gjafir. En þú verður að halda áfram. Þú verður kominn yfir stöðuvatnið eftir smástund. Gengur vel. Gengur vel. Ekki langt eftir. Bráðum sérðu yfir í dalinn og –

17

Skuggahliðin.indd 17

14.1.2015 16:17


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.