Stelpa fer á bar #2

Page 1

Þú valdir að fara í hótelsvítu rokkstjörnunnar Þú krýpur á gólfinu á þykkri mottu fyrir framan tilkomumikinn rokkstjörnulegan arin. Þetta er klisja, en dásamleg klisja. Aðeins rokkstjarna myndi gista í svítu eins og þessari. Hún nær yfir heila hæð á hótelinu og er búin öllum hugsanlegum munaði. Það ómar tónlist af nákvæmlega réttum styrk úr ósýnilegum hátölurum sem hljóta að vera bæði í lofti og veggjum. Lagið er eitthvað sem þú þekkir ekki, með djúpum, ómþýðum bassa. Charlie krýpur fyrir framan þig. Hann lyftir kjólnum yfir höfuðið á þér með einni lipurri hreyfingu áður en þú gerir þér fulla grein fyrir því hvað hann hefur gert. Síðan ýtir hann þér mjúklega aftur niður á mottuna sem er mjúk og notaleg á nöktu baki þínu. „Liggðu kyrr,“ skipar hann, „þetta verður ekkert sárt.“ Rödd hans er rám og þú skelfur þegar hann dreypir tekíla í naflann á þér. „Jæja, hvar á ég að setja saltið?“ segir hann stríðnislega og rennir fingrunum niður frá naflanum á þér að fjólubláa g-strengnum. „Fyrsta regla um líkamsskot,“ segir hann og kippir að sér fingrunum einmitt þegar þú ert farin að njóta þeirra, „engar hendur!“ Síðan beygir hann höfuðið niður og dreg­ ur brjóstahaldarann þinn mjúklega niður með tönnunum 

30


– hann strýkst yfir geirvörtuna um leið og hann dregur blúnduna af. Þú heldur niðri í þér andanum við hörkuna í tönnum hans, geirvartan svo hörð og viðkvæm að þig langar að engjast um, en þú getur það ekki vegna þess að tekílað er í polli í naflanum á þér. Þegar hann er búinn að draga brjóstahaldarann af hægra brjóstinu rekur hann út úr sér tunguna og rennir henni í stóran hring kringum spennta geirvörtuna. Svo teygir hann sig í appelsínusneið og réttir þér hana svo þú getir sett hana í munninn. Hann blæs blíðlega á brjóstið á þér þar sem hann sleikti það, gerir geirvörtuna enn harðari, kaldur andardrátturinn kallar fram gæsahúð um allan brennandi líkamann; svo stráir hann rönd af salti yfir geirvörtuna sem þráir athygli hans aftur. Að lokum, í þann mund að þú getur varla þolað við án snertingar andartaki lengur, hallar hann sér fram og sleikir saltið hratt af brjóstinu – of hratt fyrir þinn smekk, þú vildir heldur að hann dveldi þar aðeins lengur – færir svo höfuðið að naflanum á þér; þú getur ekki að þér gert að fetta þig þegar hann sýgur tekílað úr naflanum, tunga hans dýfist niður í hann, snýst um brúnirnar. Svo, áður en líkami þinn veit hvaðan á sig stendur veðrið er hann yfir þér á fjórum fótum, handleggir hans á gólfinu sinn hvorum megin við höfuðið á þér og hann hrifsar með munni sínum í þinn, rífur appelsínuna í sig og þú veist ekki hvað varð um hana eða börkinn, hún er horfin á augabragði og svo kyssir hann þig og þú finnur harðan liminn gegnum gallabuxurn­ ar hans upp við nærbuxurnar þínar sem eru blautar í gegn.

31


Þið kyssist hamslaust, brjálæðislega, tungur ykkar fléttast saman, bragðast af salti og tekíla. Þú ýtir mjöðmunum upp að klofinu á honum í örvæntingarfullri tilraun til að fá lausn við einhvern núning. Og síðan vefur þú nöktum fótleggjunum um hann og þrýstir þér upp að bungunni í gallabuxunum hans. Nóg komið af öllum þessum fötum – þig langar verulega að finna húð hans upp við þína svo að þú veltir honum á bakið og sest klofvega á hann. Hann teygir sig, snöggur eins og refur, aftur fyrir þig og losar brjóstahaldarann, frelsar brjóstin. En þetta er ekki réttlátt: þú ert næstum allsnakin og hann enn í næstum öllum fötunum. Svo að þú grípur um úlnliði hans og ýtir handleggjunum upp fyrir höfuðið á honum. Hann reynir að narta í brjóst­in á þér en þig langar að stríða honum svolítið svo að þú heldur honum fjarri. „Núna er komið að mér!“ segirðu másandi, starir í augun á honum og nuddar náranum upp að hans, tilfinningin fyrir hörku hans upp við þig svo unaðsleg að þú þarft að neyða sjálfa þig til að hætta. Þú veist að ef þú nuddar þér upp að honum örlítið lengur, jafnvel þótt hann sé enn í gallabuxunum og hafi varla snert þig, þá færðu það eftir andartak. En þú vilt ekki fá það strax – þú hefur annað í huga. Hann lyftir höfðinu og reynir að kyssa þig en þú leyfir honum það bara augnablik áður en þú lyftir höfðinu. Þú ræður núna. Þú ert enn klofvega ofan á honum, hnén á þér á mjúku teppinu, sleppir úlnliðum hans og rífur stuttermabolinn hans upp yfir höfuðið á honum. Síðan skríðurðu niður

32


eftir honum, nartar í vöðvastælta bringuna, tekur geirvörtur hans milli tannanna stutta stund og heyrir hann stynja af unaði. Svo hneppirðu frá tölunni á gallabuxunum hans, dregur rennilásinn niður, tosar þær niður og af hon­ um svo að stærsti og harðasti limur sem þú hefur nokkru sinni séð losnar. Hann er svo stór að þú ert svolítið hrædd við tilhugsunina um að hafa hann inni í þér. Hann lyftir höfðinu stoltur og bros líður yfir andlit hans. „Liggðu kyrr!“ malarðu um leið og þú teygir þig í tekílaflöskuna og hellir í naflann á honum. Það flæðir yfir og þú horfir þegar tekílað rennur yfir húð hans í allar áttir, sumt niður í átt að náranum, það rennur í litlum straumum gegnum svört skapahárin. Þú krýpur við hliðina á honum og lyftir saltstauknum. Hann horfir eftirvæntingarfullur á þig og þú beygir þig niður, tekur liminn í aðra höndina og sleikir hann hægt frá rótinni og alla leið upp að kóngi um leið og þú tekur um punginn og kreistir hann mjúklega með hinni hendinni. Síðan rennirðu tungunni aftur niður eftir limnum. Hann lokar augunum og kastar aftur höfðinu, stynur af unaði og berst við að engjast ekki um og hella niður tekíla. Það er komið að þér að hafa hann á þínu valdi og þú elskar hverja sekúndu af því. Þú ýtir appelsínusneið upp í hann og hún bælir niður stunur hans. Síðan hellirðu lítilli saltrák eftir línunni sem þú sleiktir og þú sleikir saltkornin hægt upp af limnum á honum, finnur sláttinn í honum undir tungunni. Svo sýgurðu tekílað upp úr naflanum á honum, sleikir kringum hann til að ná hverjum dropa. Þú

33


sest aftur klofvega á hann og skríður upp eftir honum til að bíta í appelsínuna milli tannanna á honum og nýtur bragðsins af sítrussafanaum sem rennur á eftir tekílanu niður um kokið á þér. Charlie getur ekki haldið aftur af sér lengur, veltir þér af sér og á bakið, heldur handleggjum þínum á mottunni og nuddar limnum upp að þér. „Ég vil fá þig inn í mig,“ másarðu, ófær um að afbera spennuna lengur. Þú finnur hann draga af þér fjólubláa gstrenginn og ert skyndilega þakklát fyrir að þú valdir hann í staðinn fyrir ömmunærbuxurnar eða stuðningsbuxurnar. Og þá finnur þú kónginn á limnum upp við þig. „Blíðlega,“ hvíslarðu, og: „Varlega,“ þú reisir þig aðeins, skyndilega hefurðu áhyggjur af verjum. Hann kinkar kolli til þín, skilur og teygir sig í smokk í vasanum á gallabuxunum sem liggja í hrúgu við hliðina á þér. Þú leggst æst, andardrátturinn hraður. Síðan lyftir hann sér á annan handlegginn og rúllar smokknum á liminn. „Blíðlega!“ hvíslarðu aftur, kastar höfðinu aftur og færir fæturna lengra í sundur fyrir hann. Hann þrýstir limnum hægt inn í þig. Þú ert svo blaut að kóngurinn rennur auðveldlega inn, en svo finnurðu píkuna teygjast um leið og þú tekur við meira og meira af honum og sveigir bakið um leið og hann fyllir þig algerlega og gjörsamlega. Það er brjálæðislega unaðslegt, sérstaklega þegar hreyfingar hans, blíðlegar í fyrstu, verða harðari og hraðari – hann er á mörkunum að vera of stór fyrir þig en tilfinningin er svo góð að þú vilt ekki stoppa hann.

34


Einmitt þegar hann er að ná upp takti rennur hann andartak út úr þér og þú nýtir tækifærið til að snúa þér á magann. Þú krýpur og lyftir rassinum upp í loftið og hann stynur af þrá þegar hann kemur aftan að þér og fer aftur inn í þig. Þú finnur kónginn þrýsta á G-blettinn djúpt inni í þér og þú veist að það var þetta sem þig langaði að finna og hnén á þér fara að skjálfa þegar hver hreyfing hans færir þig nær og nær villtri fullnægingu. Og brátt heldur hann um mjaðmirnar á þér og skellur inn í þig og þú getur ekki haldið aftur af þér lengur svo að þú ýtir á móti honum, stjórnar hverri hreyfingu alveg eins og þú vilt hafa hana þar til það þarf bara eina enn, bara eina enn, til að láta þig fara fram af brúninni og augun í þér ranghvolfast, tærnar kreppast og píkan herpist saman milljón sinnum um leið og þið fáið það bæði á sama tíma, þú með langri, djúpri stunu og hann með ópi um leið og hann kreistir mjaðmirnar á þér og slær þig svo á botninn með ógnarstórri hendi, dásamlegur stingurinn af högginu lengir fullnæginguna, gerir hana ákafari. Að lokum, einmitt þegar þú heldur að skjálfandi fæturnir geti ekki haldið þér uppi lengur, dregur hann sig út úr þér og þú fellur á hliðina á mottuna, líkami þinn sleipur af svita. Charlie leggst við hliðina á þér og dregur þig að sér, bak þitt við maga hans. Þú ert algerlega fullnægð, létt yfir höfði af tekíla og nautn, fætur þínir saman­vafðir meðan líkami þinn skekst í röð af eftirskjálftum, handleggir hans vafðir um þig. Þegar þú opnar loksins augun aftur, hundrað árum

35


síðar, rennirðu fingrinum eftir húðflúrinu niður hægri handlegginn, þann sem þú sleiktir ekki – enn. Þar stendur: Ég veit ekki hvert ég er að fara héðan, en ég lofa að það verður ekki leiðinlegt. Þú brosir þegar þú finnur hann harðna aftur, risastór limurinn fer að bærast upp við bakið á þér. „Veistu hvað við ættum að gera?“ segir hann og tromm­ ar létt upp utanverðan handlegginn á þér með fingurgómunum. „Hvað?“ Hvað í ósköpunum gæti hann viljað núna? veltirðu fyrir þér. „Hvernig geturðu mögulega verið tilbúinn að byrja aftur?“ spyrðu, furðu lostin á úthaldinu. Hann brosir og yppir öxlum, en augu hans hvarfla að litlum plastpakka sem hlýtur að hafa dottið úr vasanum þegar hann dró upp smokkinn. Það eru fjölmargar bláar pillur í honum. Þú veist nákvæmlega hvaða pillur þetta eru; þú færð endalausan ruslpóst um þær í tölvupósthólfið. Hann ræskir sig og ýtir gallabuxunum yfir pakkann sem kemur upp um hann. Þú verður fyrir svolitlum vonbrigðum: Rokkstjarna sem tekur Viagra? Það var varla sú mynd sem þú hafðir af þess­ um gaur. „Viltu gera svolítið villt?“ spyr hann. „Villt?“ spyrðu taugaóstyrk. „Já,“ segir hann og kreistir þig aðeins, „eitthvað svolítið öðruvísi, svolítið … þú veist … kinkí!“ „Það fer eftir því hvað þú hefur í huga.“ Þú hefur svolitlar áhyggjur af því hvers konar siðspillt furðukynlíf þessi

36


gaur sé að leggja á ráðin um næst. Ef hann heldur að þetta ógnarstóra líffæri komi einhvers staðar nálægt öðrum opum þínum getur hann gleymt því. „Ja, mér datt í hug að við gætum farið saman í sturtu,“ segir hann. „Sturtan í þessari svítu er algerlega brjáluð; það er svakalegt útsýni yfir borgina úr henni.“

37


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.