Stelpa fer á bar #3

Page 1

Þú hefur ákveðið að þig langi ekki í líkamsskot með rokkstjörnu Þú lítur á tekílaskotin fyrir framan þig og færð velgju af lyktinni. Þér finnst það einfaldlega ekki góð hugmynd. Charlie horfir á þig með eftirvæntingu og á því andartaki skýtur ótuktarlegri hugsun upp í kollinn á þér: Þú hugsar um allar konurnar sem hann hlýtur að hafa riðið. Þú yrðir bara enn ein, enn einn sigur, og hrokafullur asninn hefur ekki einu sinni haft fyrir því að spyrja þig til nafns enn – svo öruggur er hann með sig. Nei, hugsarðu, hann er eiginlega svolítill drjóli. Ógnarstórar hendur eða ekki, ekkert er minna sexí en yfirdrifið sjálfstraust. „Þakka þér fyrir,“ segirðu og rennir þér af barstólnum, „en kannski seinna.“ „Ertu að fara?“ spyr hann og verður steinhissa á svip. Þú kinkar kolli og veltir fyrir þér hvort þetta sé í fyrsta skipti sem kona hafi hafnað honum; hann veit greinilega ekki hvernig hann á að bregðast við. Þú skilur hann eftir sitjandi við barinn og þegar þú kemur að dyrunum líturðu um öxl og sérð að hann er þegar farinn að reyna við tvær ljóshærðar stelpur og bjóða þeim það sem eftir er af tekílaskotunum. Þú brosir, ánægð

45


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.