Þú hefur ákveðið að þig langi ekki í líkamsskot með rokkstjörnu Þú lítur á tekílaskotin fyrir framan þig og færð velgju af lyktinni. Þér finnst það einfaldlega ekki góð hugmynd. Charlie horfir á þig með eftirvæntingu og á því andartaki skýtur ótuktarlegri hugsun upp í kollinn á þér: Þú hugsar um allar konurnar sem hann hlýtur að hafa riðið. Þú yrðir bara enn ein, enn einn sigur, og hrokafullur asninn hefur ekki einu sinni haft fyrir því að spyrja þig til nafns enn – svo öruggur er hann með sig. Nei, hugsarðu, hann er eiginlega svolítill drjóli. Ógnarstórar hendur eða ekki, ekkert er minna sexí en yfirdrifið sjálfstraust. „Þakka þér fyrir,“ segirðu og rennir þér af barstólnum, „en kannski seinna.“ „Ertu að fara?“ spyr hann og verður steinhissa á svip. Þú kinkar kolli og veltir fyrir þér hvort þetta sé í fyrsta skipti sem kona hafi hafnað honum; hann veit greinilega ekki hvernig hann á að bregðast við. Þú skilur hann eftir sitjandi við barinn og þegar þú kemur að dyrunum líturðu um öxl og sérð að hann er þegar farinn að reyna við tvær ljóshærðar stelpur og bjóða þeim það sem eftir er af tekílaskotunum. Þú brosir, ánægð
45
með ákvörðunina, þegar þú gengur burt af barnum út í svalt, tært kvöldið. En hvað á að gera núna? Þú vildir óska að herra ákafur hefði ekki farið aftur á viðskiptafundinn sinn – það var eitthvað ómótstæðilegt við hann. Og þessi áhugaverða kona á snyrtingunni – það gæti verið gaman að fá sér drykk með henni. Kannski ættirðu að fara á sýninguna og athuga hvort hún er þar? Kannski er kominn tími til að hringja á leigubíl – nótt in er enn ung. Eða þú gætir bara farið heim og skemmt þér upp á eigin spýtur. Þú sérð fyrir þér kassann í náttborðsskúffunni. Þú fékkst hann að gjöf frá tveimur vinkonum þínum síðast þegar þú áttir afmæli. Í honum er titrari sem enn liggur snyrtilega í kassanum. Hann er kallaður kanínuungi – nei, bíddu við, kanína. Gjöfin átti að vera brandari, en þið vissuð allar að þetta var ekki brandari í raun og veru. Þú hefur verið svo upptekin við að byggja upp starfsframann undanfarin tvö ár að vinir þínir eru farnir að hafa svolitlar áhyggjur af þurrktímabilinu sem þú ert að ganga í gegnum. Þú hefur ekki einu sinni notað hann enn, en kannski er kvöldið í kvöld upplagt. Þannig væri að minnsta kosti tryggt að það endaði vel.
46