Stóra garðabókin á erindi til allra sem vilja rækta garðinn sinn. Hún sameinar á meistaralegan hátt fræðilega nákvæmni og einfalda framsetningu efnisins og hentar því vel bæði byrjendum og lengra komnum. Bókin er sannkallað alfræðirit sem nýtist árið um kring og með hana í höndunum má bæði endurbæta gamlan garð og skapa nýjan frá rótum.