Nærri 400 hermenn fæddir á Íslandi börðust í skotgröfum styrjaldarinnar. Hún hafði víðtæk áhrif á lífskjör Íslendinga, stjórnmál og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þýskir kafbátar hlífðu ekki íslenskum skipum og siglingateppa vofði yfir. Um tíma óttaðist fólk hungursneyð. Hér er þessi magnaða saga rakin í lifandi texta og einstæðum ljósmyndum. Útkoman er áleitin svipmynd af hryllingi ófriðarins og íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis. Átökunum er lýst af íslenskum sjónarhóli og efni sótt í dagblöð, sendibréf, skáldverk og aðrar íslenskar heimildir.
STRÍÐIÐ MIKLA Gunnar Þór 1914 –1918 Bjarnason
Heimsstyrjöldin fyrri – „stríðið mikla“ – var afdrifaríkasti atburður 20. aldar. Aðdragandinn minnir í ýmsu á nútímann en eftir langt tímabil friðar og hagsældar áttu margir bágt með að trúa því að stórstyrjöld gæti skollið á milli helstu menningarþjóða Evrópu.
Gunnar Þór Bjarnason
BALKANDEILUR x BÖRN Í STRÍÐI x EITURGAS x FÁNAMÁL x FLÓTTAMENN FULLVELDI x FRIÐARHREYFINGAR x ÍSLENSKIR HERMENN x KAFBÁTAÓGN x KVIKMYNDIR KONUR OG ÓFRIÐURINN x LOFTHERNAÐUR x REYKJAVÍKURBRUNINN x RÚSSNESKA BYLTINGIN SÍÐASTA SUMAR EVRÓPU x SKÁLDIN OG STRÍÐIÐ x SKIPATÖKUR x SKOTGRAFIR
ÞEGAR SIÐMENNINGIN FÓR FJANDANS TIL
STÓRMENNI OG STÓRVELDI x STRÍÐSGLÆPIR x TÝNDA KYNSLÓÐIN x VERSALASAMNINGURINN
VA LUR G UN N A R SS ON / DV
„… afbragðsgott yfirlit yfir sögusvið stríðsins, í senn fræðandi og vekjandi.“ JÓ N ÓLA FSS ON / H UG R A S. I S
„... áhugaverð innsýn í tilveru Íslendinga á ófriðartímum fyrir 100 árum ...“ TIN N A EIRÍ K S D ÓTTIR / S I R KÚ STJAL DI Ð
Íslendingar og heimsstyrjöldin fyrri
„... verðmætin felast þó fyrst og fremst í íslenska vinklinum sem varla hafa verið gerð jafn góð skil ...“
Gunnar Þór Bjarnason er sagnfræðingur. Bók hans, Þegar siðmenningin fór fjandans til, kom út fyrir jólin 1915 og hlaut mjög góðar viðtökur, fékk m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin. Þetta vandaða og læsilega rit birtist hér í nýjum búningi, aukið að efni og ríkulega myndskreytt.
S I Ð M E N N I N G I N
F Ó R
F J A N D A N S
T I L
STRÍÐIÐ MIKLA 1914 –1918 Íslendingar og heimsstyrjöldin fyrri
VÖRUSKORTUR x ÞJÓÐARMORÐ x ÞJÓÐLÍF
★★★★★
Þ E G A R
1
LÚSITANÍA 1 Teikning af einum umtalaðasta atburði stríðsáranna – þegar þýskur kafbátur sökkti breska farþegaskipinu Lúsitaníu skammt suður af Írlandi í maí 1915. Um tólf hundruð manns fórust, þar af á annað hundrað bandarískir ríkisborgarar. 2 Tveir menn fjarlægja lík nokkurra fórnarlamba árásarinnar á Lúsitaníu sem björgunarskip hafði slætt upp og komið fyrir í stórum kassa. 3 Lúsitanía hverfur í djúpið. Ein af fjölmörgum myndum sem birtust í blöðum víðsvegar um heim. Manntjónið vakti „hvarvetna mikla gremju“ sagði í íslenskri blaðafrásögn. „Það hefði þótt með öllu ótrúlegt áður en þetta stríð hófst, að viðureign milli mestu menntaþjóða heimsins gæti orðið því lík, sem verið hefur frá beggja hálfu.“ („Stríðið“, Lögrétta 12. maí 1915). 4 Breskt áróðursplakat. 5 U-20, kafbáturinn sem sökkti Lúsitaníu. Hann strandaði á vesturströnd Jótlands í nóvember 1916 og er myndin tekin á strandstað.
2
3
5
4
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 32 33 34 35
36 37 38
ÍSLENSKIR HERMENN „Hvað skyldi sagan hafa að segja um íslensku hermennina, sem nú berjast undir merkjum frelsis og mannúðar á vígvöll39
40
41
42
unum í Evrópu? Skyldi þeirra verða minnst? Eru þeir ekki eins og dropi í hafinu, í samanburði við alla stóru þjóðflokkana – við allar milljónirnar, sem berjast þar nú upp á líf og dauða?“ Svo var spurt í vestur-íslenska blaðinu Lögbergi 7. febrúar 1918. Saga vestur-íslensku hermannanna í heimsstyrjöldinni fyrri er partur af íslenskri þjóðarsögu. Margir þeirra voru fæddir hérlendis, áttu hér fjölda ættingja og nokkrir fluttu aftur til Íslands að stríði loknu. Allir hermennirnir hér á síðunni (nr. 39–61) týndu lífi. Hinir lifðu.
43
44
45
46
1 Carl Anderson
32 Silvester Anderson
2 Jóhann Viktor Austmann
33 Walter R. Anderson
3 Thor Blöndal
34 Hektor Snær Austmann
4 Magnús A. S. Breidfjord
35 Lárus Thorleifsson
5 Pétur Breiðfjörð
36 Theodore Thorleifsson
6 Kolskeggur Thorsteinsson
37 Axel Thorsteinsson
7 Jón Thurstan
38 Eiríkur Þórðarson
8 Kristján Þórarinn
39 Ástýr Valgeir Magdal
Benediktsson 47
48
49
50
9 Jóhann (Sigurbjörnsson) Benson 10 Jónas Bergmann 11 Árni Johnson 12 Emil Ágúst Johnson 13 Guðmundur Ásgeir Johnson
51
52
53
54
58
16 Jón Magnússon
47 Magnús Júníus 48 Gunnar Richardsson
Stephenson
49 Konráð Sigtryggsson 50 Aðalsteinn Janus Sigurðsson
21 Edward Júlíus Thorlakson
51 Guðni Bjarni Jónsson
22 Stefán Suðfjörð
52 Hallgrímur Jónsson
Thorlaksson
53 Sveinbjörn Pálsson
23 Þórður Aðalsteinn
54 Sigurjón Paulson 55 Magnús Pétursson
24 Guðjón Thorvaldsson
56 Archibald Jón Polson
25 Friðrik Brynjólfur Vopni
57 Jón Gunnar Rögnvaldsson
27 Christian Sivertz
58 Earl Stanley Shortt
28 Gustav Sivertz
59 Bertel Lincoln Gillis
29 Valdimar Valdimarsson
60 Gunnar Jóhann
30 Eggert Franklin Vatnsdal 61
Ólafsson
18 William Samuel
26 Guðmundur Sigurjónsson
60
Bernstein 44 Pétur Brynjólfsson 46 Gústav I. Magnússon
Thorsteinsson
59
Bjarnason 43 Sigurður Bjarnason
45 Sveinbjörn Loftsson
20 Árni Thorlacius
57
42 Guðmundur Kristinn
15 Jóhann E. Magnússon
19 Þorvarður Sveinbjörnsson
56
41 Bjarni Bjarnason
14 Magnús Magnússon
17 Björn Stefánsson
55
Hermannsson 40 Þorsteinn G. Ólafsson
31 Bjarni (Barney) Viborg
Einarsson 61 Guðlaugur Erlendsson
Særðum Kanadamanni gefið að drekka eftir bardaga
Grafreitur óþekkts fransks hermanns skammt frá Vimy.
við þorpið Passendale í Belgíu í nóvember 1917.
Kanadískir hermenn hafa tínt til ýmsa muni og sett á leiðið.
herinn „en stór og hraustlegur sem fulltíða maður“. Um Hektor má lesa þetta í Minningarritinu: „En með því að hann var þá innan við herþjónustualdur, var hann samkvæmt kröfum föður hans og annarra aðstandenda leystur úr herþjónustu. En Hektor undi þessu svo illa, að hann strauk að heiman og gekk í herdeild eina í Hamilton í Ontario og fór með henni til Englands, og þar var hann við æfingar er stríðinu lauk.“39 Í mars 1921 greindi blaðið Heimskringla frá því að Hektor hefði um hríð stundað háskólanám að stríði loknu en fundist „slíkt starf létt og löðurmannlegt“ auk þess sem menn fengju af því „kreppta leggi og bogið bak“.40 Síðan segir: Hann hefur því farið af stað í annað sinn til að leita nýrra ævintýra; er hann genginn í flugher Kanada og fór til Toronto á þriðjudaginn í síðastliðinni viku. Segist hann vilja berjast við óvini sína í loftinu í næsta stríði og álítur það meira spennandi. Kveðst hann fús að fara á orustuvöllinn í annað sinn, hvenær sem kallið komi og hvar í heimi sem er. 314
•
LANDAR VORIR Í STRÍÐINU
Ekki er vitað hvort Hektori varð að ósk sinni um ævintýri í næsta stríði. Elsti vestur-íslenski hermaðurinn var Jónas Bergmann úr Bárðardal, fæddur 1855. Sextugur að aldri sigldi hann til Englands snemma árs 1916, fótbrotnaði þar og komst því aldrei á vígstöðvarnar.41
Þjáningar Að minnsta kosti 144 vestur-íslenskir hermenn týndu lífi í heimsstyrjöldinni, þar af 96 á vígvellinum. Tveir létust af slysförum, 19 af sárum sem þeir urðu fyrir í bardaga og 27 úr sjúkdómum. Tíu voru teknir til fanga af Þjóðverjum og dvöldu um lengri eða skemmri tíma í fangabúðum í Þýskalandi. Af þeim 144 sem dóu var 61 fæddur á Íslandi.42 Lík tveggja hermanna fundust aldrei. Annar var Sveinbjörn Pálsson, fæddur í Mjóafirði. Hann hafði tvívegis særst og legið á herspítala þegar hann tók þátt í orustu við Somme nokkrum vikum fyrir stríðslok. En þar „hvarf hann og hefur lík hans eigi fundist og ekkert til hans spurst“. Um svipað leyti og á sömu slóðum hvarf
Gústaf I. Magnússon, fæddur í Manitoba.43 Hundruð þúsunda hermanna hurfu í heimsstyrjöldinni fyrri og fundust aldrei. Vonlaust er að nefna nákvæma tölu. Oft var hirðuleysi yfirvalda um að kenna. En ófáir urðu fyrir sprengju, tættust í sundur og urðu hreinlega að engu. Margir grófust í jörðu þegar skotgrafir hrundu eða öflugar sprengjur þeyttu yfir þá mold og öðrum jarðvegi. Enn þann dag í dag finnast á ári hverju líkamsleifar í jörðu á svæðum þar sem harðast var barist, til að mynda við belgísku borgina Ypres þar sem gljúpur jarðvegurinn bókstaflega gleypti fjölmarga hermenn. Hátt í 30 vestur-íslenskir hermenn urðu fyrir eiturgasi. Fæstum varð það að fjörtjóni en þeir sem dóu þjáðust því meir. Jón Gunnar Rögnvaldsson, fæddur 1895 í Óslandshlíð í Skagafirði, fluttist skömmu fyrir stríð til Winnipeg. Í ágúst 1917 lenti hann í gasárás þýska hersins nálægt borginni Lens í Frakklandi og var óvígfær eftir það. Vorið 1918 sneri hann aftur til Kanada og gerðist bóndi. Hann var veill fyrir brjósti eftir eitrið og náði aldrei fullri heilsu, gekkst undir uppskurð en lést á sjúkrahúsi í september 1921 „eftir miklar þjáningar“.44 Sömu örlög hlaut Sigurður Bjarnason Bernstein sem einnig var Skagfirðingur en fluttist barn að aldri með foreldrum sínum til Vesturheims. Hann lenti í „eiturlofti“ í orustu við Ypres í Belgíu, varð aldrei heill meina sinna og andaðist vorið 1922 eftir fimm ára kvalræði á hermannaspítala í Calgary.45 Guðjón Thorvaldsson, fæddur að Hólmum í Austur-Landeyjum 1884, varð tvívegis fyrir þýsku gasi. Hann hélt lífi en var lengi heilsuveill og hefur sennilega aldrei náð sér til fulls. Nálægt hálfri milljón hermanna særðist í gasárásum í heimsstyrjöldinni og um 20.000 létu lífið.46 Nokkrir hermannanna létust úr spönsku veikinni sem drap tugmilljónir manna víðs vegar um heim á árunum 1918 til 1920. Í hópi þeirra var Guðlaugur Erlendsson, fæddur 1889 í Sviðsholti á Álftanesi. Hann hafði verið kvaddur í herinn sumarið 1918 en sýktist og dó meðan hann var enn í Kanada. Um Guðlaug er sagt „að hann hafi eigi aðeins verið íslenskur að ætt, heldur og íslenskur í anda og víðlesinn og Íslendingasögunum hafi hann verið vel kunnur og muni þær hafa verið hans uppáhaldsbækur“.47
Bestu jóla- og nýárskveðjur! Kort sem liðsmenn kanadískrar hersveitar sendu vinum og ættingjum heima jólin 1917. Vinstra megin eru nöfn staða þar sem þeir höfðu barist.
Engar tölur eru til um fjölda þeirra vestur-íslensku hermanna sem sneru heim úr stríðinu lemstraðir á líkama og sál. Margir hlutu alvarlega áverka og glímdu við heilsubrest alla ævi, ekki einungis þeir sem lentu í eiturgasi. Árni Johnson, fæddur í Laugaseli í Helgastaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, særðist svo illa í orustunni við Somme 1916 að „af varð að taka hægra fótinn um læri ofarlega“. Árni D. Thorlacius búfræðingur, sem flutti til Kanada árið 1910, missti vinstri handlegg.48 Í Minningarritinu er oft sagt um hermann að hann hafi verið „vinnufær“ er hann sneri heim úr stríðinu. En líka má rekast á ummæli eins og „illa vinnufær“, „óvinnufær“, „tæplega vinnufær“, „sem næst vinnufær“, „nokkurn veginn vinnufær“ eða „taldi sig vinnufæran“.49 Þegar um hálft ár var liðið frá stríðslokum og flestir kanadísku hermannanna, vestur-íslenskir jafnt sem aðrir, voru komnir til síns heima skrifaði Vestur-Íslendingurinn
LANDAR VORIR Í STRÍÐINU •
315
ÍSLENSKAR HJÚKRUNARKONUR 1
2
3
Vestur-íslensku hjúkrunarkonurnar í heimsstyrjöldinni. Fjórar þeirra fæddust á Íslandi. Tíu störfuðu á hersjúkrahúsum í Evrópu (Englandi, Belgíu og Frakklandi), þar af tvær í herbúðum bandamanna í Þýskalandi fyrstu mánuðina eftir stríð. Hinar hjúkruðu hermönnum í Bandaríkjunum og Kanada. Christine Frederickson (Kristín Friðriksdóttir) lést úr spænsku veikinni í október 1918. Um Ingu Johnson, sem var fædd á Húsavík, segir í Minningarriti íslenzkra hermanna, bls. 404: „Starfssvið hennar var á Frakklandi og í Belgíu, og svo var starf hennar metið, að hún var sæmd því verðmætasta heiðurs-
4
5
6
merki, sem herstjórn Breta veitir hjúkrunarkonum. Stjórn Belgíu sæmdi hana einnig þess lands verðmætasta heiðursmerki, er hjúkrunarkonum er þar veitt.“
1 Thora Emely Long 2 Inga Johnson 3 Björg Thorsteinsson 4 Sigurlína Júlíana S. Thompson 5 Thora Paulson Albert 6 Cecelía Steinunn Eyjólfsson 7 Sigríður Gilbertsson 7
8
9
8 Soffía Ragnheiður Guðmundsdóttir 9 Ella Albertsdóttir Rask 10 Kristjana Ólafsson 11 Kristbjörg Samson 12 Dóra Truemner 13 Hilda Winnifred Vopni 14 Christine Frederickson (Kristín Friðriksdóttir) 15 Breskar hjúkrunarkonur og læknar sinna særðum hermanni.
10
11
12
16 Hjúkrunarfólk og tvö fórnarlömb stríðsins. 17 Án orða. Myndin er tekin á hersjúkrahúsi í Antwerpen, Belgíu. 18 Staðið yfir sjúklingi sem smitast hafði af spænsku veikinni á sjúkrahúsi í Washington DC. Þessi skæða drepsótt hjó stór skörð í raðir hermanna á árinu 1918.
13
14
15
16
18
17
Nærri 400 hermenn fæddir á Íslandi börðust í skotgröfum styrjaldarinnar. Hún hafði víðtæk áhrif á lífskjör Íslendinga, stjórnmál og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þýskir kafbátar hlífðu ekki íslenskum skipum og siglingateppa vofði yfir. Um tíma óttaðist fólk hungursneyð. Hér er þessi magnaða saga rakin í lifandi texta og einstæðum ljósmyndum. Útkoman er áleitin svipmynd af hryllingi ófriðarins og íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis. Átökunum er lýst af íslenskum sjónarhóli og efni sótt í dagblöð, sendibréf, skáldverk og aðrar íslenskar heimildir.
STRÍÐIÐ MIKLA Gunnar Þór 1914 –1918 Bjarnason
Heimsstyrjöldin fyrri – „stríðið mikla“ – var afdrifaríkasti atburður 20. aldar. Aðdragandinn minnir í ýmsu á nútímann en eftir langt tímabil friðar og hagsældar áttu margir bágt með að trúa því að stórstyrjöld gæti skollið á milli helstu menningarþjóða Evrópu.
Gunnar Þór Bjarnason
BALKANDEILUR x BÖRN Í STRÍÐI x EITURGAS x FÁNAMÁL x FLÓTTAMENN FULLVELDI x FRIÐARHREYFINGAR x ÍSLENSKIR HERMENN x KAFBÁTAÓGN x KVIKMYNDIR KONUR OG ÓFRIÐURINN x LOFTHERNAÐUR x REYKJAVÍKURBRUNINN x RÚSSNESKA BYLTINGIN SÍÐASTA SUMAR EVRÓPU x SKÁLDIN OG STRÍÐIÐ x SKIPATÖKUR x SKOTGRAFIR
ÞEGAR SIÐMENNINGIN FÓR FJANDANS TIL
STÓRMENNI OG STÓRVELDI x STRÍÐSGLÆPIR x TÝNDA KYNSLÓÐIN x VERSALASAMNINGURINN
VA LUR G UN N A R SS ON / DV
„… afbragðsgott yfirlit yfir sögusvið stríðsins, í senn fræðandi og vekjandi.“ JÓ N ÓLA FSS ON / H UG R A S. I S
„... áhugaverð innsýn í tilveru Íslendinga á ófriðartímum fyrir 100 árum ...“ TIN N A EIRÍ K S D ÓTTIR / S I R KÚ STJAL DI Ð
Íslendingar og heimsstyrjöldin fyrri
„... verðmætin felast þó fyrst og fremst í íslenska vinklinum sem varla hafa verið gerð jafn góð skil ...“
Gunnar Þór Bjarnason er sagnfræðingur. Bók hans, Þegar siðmenningin fór fjandans til, kom út fyrir jólin 1915 og hlaut mjög góðar viðtökur, fékk m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin. Þetta vandaða og læsilega rit birtist hér í nýjum búningi, aukið að efni og ríkulega myndskreytt.
S I Ð M E N N I N G I N
F Ó R
F J A N D A N S
T I L
STRÍÐIÐ MIKLA 1914 –1918 Íslendingar og heimsstyrjöldin fyrri
VÖRUSKORTUR x ÞJÓÐARMORÐ x ÞJÓÐLÍF
★★★★★
Þ E G A R