Sveppahandbókin - Bjarni Diðrik Sigurðsson

Page 1


pípusveppir

Súlungar Suillus-ættkvíslin er hópur svepprótarsveppa sem allir eru bundnir mismunandi barrtrjátegundum og því algengir hér á skógræktarsvæðum. Nafnið er komið úr latínu og þýðir „lítið svín“. Hér á landi hafa fundist sex tegundir enn sem komið er en í Skandinavíu vaxa um tíu tegundir.

Nýtíndir furu- og lerkisveppir. Hatthúðin hefur verið fjarlægð af nokkrum furusveppanna.

50


Mikilvægt er að tína ekki ofþroskaða pípusveppi. Á myndinni hér á móti sést á hvaða stigi furusveppir og lerkisveppir eru bestir til neyslu. Þessar sveppategundir fylgja allar ákveðnum tegundum barrtrjáa og ef maður hittir á „sveppaskot“ má oft tína þær í miklu magni.

Aflinn eftir velheppnaða ferð í ungan lerki- og furuskóg á Suðurlandi.

pípusveppir

| 51


BBB

Furusveppur Suillus luteus

j a n feb m a r a pr m a í jún júl ágÚ sep o k t n óv d e s

52

se

| Smörsopp

en

| Sticky Bun


ALMENNT

Einnig nefndur furusúlungur eða smjörsveppur. Mjög bragðgóður sveppur sem oft má tína í miklu magni þegar hann finnst. Vex oft upp tvisvar til þrisvar sinnum með nokkurra vikna millibili.

Lýsing

Hatturinn er hnetubrúnn til dökkbrúnn og 5−15 cm í þvermál. Hatthúðin er þykk og verður mjög slímkennd í vætu; hún verður gulbrún með aldrinum. Pípulag er gult og á ungum sveppum er það klætt hvítri hulu sem síðar losnar frá og myndar eins konar kraga á staf; kraginn verður dökkbrúnn með tímanum. Stafur er hvítur, 1−3 cm á breidd og oft um 5 cm á lengd. Sveppaholdið er hvítt til gulhvítt.

greining areinkenni

Tvífarar: Lerkisveppur, kornasúlungur og nautasúlungur (allir ætir). • Vex eingöngu í nágrenni við furutré. Hefur kraga um stafinn, ólíkt kornasúlungi. Pípuop er ekki margskipt eins og á nautasúlungi. • Mjög þykk, brún hatthúð sem hægt er að draga af og er þurr og glansandi í þurrki en slímkennd í vætu.

KJÖRLENDI

Alls staðar þar sem fura vex. Mest er af furusvepp í 5−25 ára gömlum gróðursettum furuskógum á rýru landi, þ.e. þegar trén eru 1−5 m á hæð.

notkun

Góður bæði einn sér og í sveppablöndur, mildur og góður á bragðið. Best er að tína furusveppi í þurrki og flestir flysja hatthúðina af áður en gengið er frá þeim. Athuga skal að hún gefur frá sér sterkan lit sem erfitt er að ná af höndum eða áhöldum. Eldri eintök geta orðið svolítið vatnskennd, einnig sækja mýlirfur í sveppinn og því þarf að hreinsa hann vel.

pípusveppir

| 53


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.