Gæfunni er misskipt milli málaranna tveggja, Davíðs Þorvaldssonar og Illuga Arinbjarnar: Davíð er á leið í fangelsi eftir voðaverk en Illugi slær í gegn í New York með risastór og pólitísk málverk. Honum virðast allir vegir færir en þegar nýtt efni tekur að sækja á hann leiðist hann inn á hættulega braut í list sinni og lífi auk þess sem fortíðin vitjar hans og knýr hann til að horfast í augu við sjálfan sig. Leiðir þeirra fjandvina liggja svo saman á ný á óvæntan hátt.