Það er vor í lofti í Reykjavík, með tilheyrandi væntingum. Hörkusókn fyrrverandi kærasta slær Bryndísi út af laginu, Regína fær langþráða stöðuhækkun, Inga skipuleggur stóra daginn með aðstoð manískra brúðkaupsbloggara og Tinna fer heim með manni sem sefur á gúmmílaki.