20 tilefni til dagdrykkju - kafli 17

Page 1

17. Séð og Heyrt Ég fluttist til Bretlands eftir menntaskóla og lagði stund á háskólanám í fjölmiðlafræði. Námið gekk vel þó að mér fyndist breska fyrirkomulagið frekar einkennilegt. Árunum þremur var skipt þannig að fyrsta árið gilti minnst í lokaeinkunn og síðasta árið mest. Þetta fannst mér skrítið þar sem ég hafði hug á að leggja jafnhart að mér öll árin. Ég spurði deildarstjórann hvernig stæði á þessu og svarið var einfalt: „Oo, love. The new students need time to adjust to living on their own and figure out university life.“ Þetta var smekklega orðað en hún átti í raun við að vegna partýstands væri ekki hægt að reikna með miklum afköstum fyrsta árið! Ég hafði mig þó alla við, enda ekki komin í dýrt nám erlendis til að drekka kokteila. Allavega ekki alla daga! Fyrsta sumarið sem ég kom heim í frí sótti ég um vinnu hjá Birtingi – stærstu tímaritaútgáfu landsins – og var ráðin á Séð og Heyrt, „Mekka glamúrsins á Íslandi“ eins og fyrrum aðstoðarritstjóri blaðsins kallaði það gjarnan. Þetta var undarlegur vinnustaður og undarlegast af öllu var líklega atvinnuviðtalið. Ég var örlítið stressuð og líklega aðeins of mikið máluð 187

Tuttugu tilefni til dagdr.indd 187

14.4.2014 14:06


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.