20 tilefni til dagdrykkju - 19. kafli

Page 1

19. Maðurinn með hattinn og geðsjúklingurinn Enn hélt áfram að fækka í ritstjórn Séð og Heyrt. Mér leið eins og ég væri í raunveruleikaþætti. Lofti var sagt upp. Eftir sátu ég, Eiríkur, Ragga og tveir aðrir hermenn glamúrsins með tilfallandi sumarafleysingum. Uppsagnir voru einnig tíðar á öðrum blöðum og í fjölmiðlum yfirhöfuð. Efnahagshrunið gerði fjölmiðla enn óstöðugri vinnustaði en áður. Ég ákvað strax að þjást aldrei af atvinnuhræðslu. Liður í því er að koma sér aldrei í miklar skuldir. Atvinnuhræðsla gerir fólk óhamingjusamt og að slæmum starfskröftum. Ég reif aftur á móti kjaft við allt og alla en lærði þó fljótt að velja orrusturnar. Ef maður æsir sig sjaldan en duglega, þá er hlustað á mann. Til að bæta á dramatíkina keypti Birtingur DV í ágúst 2008. Einn daginn var Reynir Traustason því mættur með hatt sinn og her í hús. Inn flæddu harðsvíraðir blaðamenn sem lögðu undir sig hálft húsið. Fjölmiðlaheimurinn á Íslandi er lítill og því borgar sig ekki að skella á eftir sér þegar einn stað212

Tuttugu tilefni til dagdr.indd 212

14.4.2014 14:06


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.