Uppreisn - Jakob Ejersbo

Page 1


Grænland Í stjörnunum stendur að ég hati danska hippa, falli fyrir frönsk­um loddara, leiki 007 í Marokkó, svelti í Súdan, smygli gulli í tussunni, lendi í haldi Ídí Amin og inni í mér þrífist sex tegundir iðraorma, sá sjötti sérstaklega merkilegur. Ég heiti Sofie Naasunnguaq Petersen og er fædd í Uperna­ vik á Norður-Grænlandi 1955. Mamma mín er Græn­lend­ ing­ur en pabbi Dani. Við lifum eins og hver önnur dönsk fjöl­ skylda og tölum dönsku heima. Við eigum heima í fínu húsi með miðstöðvarhitun og rafmagni og mörgum her­bergj­um. Græn­lendingarnir búa í litlum timburhúsum sem voru reist fyrir þá. Þeir búa í einni vistarveru og sofa allir á sama flet­ inu. Þeir eru ótrúlega barnmargir. Margir þeirra búa við hörmu­legar aðstæður og áfengisneysla er stjarn­f ræði­lega mikil. Þar ríkir vesöld og neyð. Við tilheyrum yfir­stéttinni. Pabbi minn stjórnar öllum fyrirtækjum í þorpinu: rafmagnsog vatns­­veitunni, bátaverkstæðinu og grjót­v innslunni. Hann er með fjölda manns í vinnu, en þeir mæta eins og þeim sýnist. Svo eru það hinir Danirnir sem sjá til þess að sam­ félagið gangi: læknirinn, kennarar og póst- og sím­stjórinn. Græn­­lendingar eru flestir veiðimenn – flökku­þjóð sem komin er í ógöngur. Þeir sauma kajakana sína og veiða seli. Mamma mín á margar grænlenskar vinkonur sem heim­ sækja hana. En þær halda sig í eldhúsinu, kunna ekki við sig í stofunni. Stofan er ekkert sérstök – þetta er bara venjuleg stofa þar sem við höldum til og hlustum á útvarpið. En Græn­ lendingar sitja alltaf í eldhúsinu þegar þeir koma og borða grænlenskan mat. Pabbi minn vill ekki fá grænlenskan mat 9


inn í stofu. Hann segir óþef af matnum – lýsisbrælu. Við krakk­arnir fáum líka grænlenskan mat sem mamma býr til handa okkur. Pabbi er mikill veiðimaður og fer á fiskirí þegar hann á frí. Hann er sannkallaður skáti. Veiðir villta fugla. Einu sinni skaut hann sel sem mamma gerði að á eldhús­gólf­ inu. Hann borðar ekki spik. Ég tala ekki grænlensku. Ég læri svolítið í fyrstu, en hætti áður en ég fer í skóla. Grænlenskir krakkar skilja nóg í dönsku til að við getum leikið okkur. Þegar þeir fullorðnu tala hratt á grænlensku, þá skil ég ekkert. Ég tel mig skilja dálítið, en þegar ég svara þeim, brosa þau því svörin eru út í hött. Svo að ég hætti því og halla mér frekar að pabba. Fjölskyldur sem eru 100% danskar hafa ekki neitt samband við Grænlendinga. Danir og Grænlendingar sækja ekki hvorir aðra heim. En margir Danir hafa kifak – stúlku í húsinu – sem kemur og skrúbbar gólfin og sér um stórþvotta og þess háttar erfiðis­ vinnu. Ég byrja í fyrsta bekk 1962. Í skólanum eru tveir grænlenskir kennarar en öll kennslan fer fram á dönsku. Hinir kennar­ arn­ir eru danskir. Ég fer í danskan bekk með dönskum börn­um á öllum aldri sem er safnað saman í eina stofu. Græn­lensku börnunum er kennt sér – það gengur ótrúlega hægt, því þau kunna ekki dönsku. Bekkjunum er blandað saman í fjórða bekk. Ég stend mig ekki vel í skólanum. Læt mig dreyma. Ég sit og horfi út um gluggann. Ég læri aldrei heima og öllum er sama. Pabba segir kennara vera frá and­ skot­anum. Og mamma gekk bara í skóla í fjóra vetur. Hvað gagnast menntun dætrum hennar? Henni gengur jú vel. Við eigum bara að vera glaðar ef einhver vill líta við okkur. Ég á vinkonu sem heitir Uvalu og hún kemur heim með mér í eftirmiðdaginn. En dag nokkurn kemur pabbi snemma 10


heim. Venjulega kemur hann ekki mjög seint – rétt fyrir matar­tímann. Hann opnar dyrnar inn í barnaherbergið og sér Uvalu. „Oh ... hæ,“ segir hann. Ég sé að honum er brugðið. Ég verð hálfspennt; hvað er að gerast? „Góðan daginn, herra Petersen,“ segir Uvalu. „Hæ, pabbi,“ segi ég. „Hafið þið það nú huggulegt, stelpur,“ segir hann og brosir og lokar á eftir sér. Hvað er að? Skömmu síðar förum við út að leika okkur og ég gleymi þessu þar til seint um kvöldið þegar við erum búin að borða og pabbi er sestur í sófann og segir: „Sofie – komdu til mín.“ Ég sest við hliðina á honum og hann leggur höndina yfir öxlina á mér. „Sofie, ekki koma með grænlenska krakka hingað heim,“ segir hann. En ég er jú grænlensk, mamma mín er Grænlendingur. „Af hverju ekki?“ spyr ég. „Þau eiga ekki að sjá hvað við höfum það gott,“ segir hann, „því þá verða þau svo leið.“ „Hvers vegna verða þau leið?“ spyr ég. „Af því við búum vel, en þau búa í litlum, lélegum kofum,“ segir pabbi. Ég þegi við en mér finnst þetta ansi undarlegt. Kannski finnst honum þau ekki nógu fín. Pabbi minn og mamma hittust 1950 á skipinu þegar pabbi kom til Grænlands. Það var píanó um borð og pabbi hafði gítarinn með. Mamma spilar á píanó. Fallega tónlist. Hún hafði verið í Danmörku og lært bókband og nú var hún á leiðinni til fjölskyldu sinnar. Hún var lærlingur á stofu þar sem þau bundu inn nokkrar pínulitlar bækur eftir H.C. Ander­sen – hver þeirra með einu ævintýri. Hún vann aldrei við það. Þeir binda ekki inn bækur á Grænlandi. Þau giftu sig og eignuðust systur mínar tvær, og svo eignuðust þau mig. Mamma er svo grænlensk að báðir foreldrar hennar tala 11


málið. En það er Norðmaður í fjölskyldu móðurafa míns og Þjóðverji í fjölskyldu móðurömmu minnar. Leggur af fjöl­ skyldu mömmu er blandaður dönsku blóði frá 1775. Móðurafi minn er reyndar bláeygður, og móðuramma mín er með krullur – þær hafa Grænlendingar ekki, svo það hefur lengi verið hvítt blóð í fjölskyldu minni. Þegar mamma mín var barn var pabbi hennar meðhjálpari – aðstoðarprestur – og hann var líka kennari. Hann fékk laun­in greidd í peningum. Í þann tíma áttu flestir bara það sem þeir veiddu, og fengu greitt fyrir þann hluta af fengnum sem þeir gátu selt, sem var mjög lítið. Því má segja að mamma komi úr vel stæðri fjölskyldu, þótt börnin væru sextán – móður­afi minn átti fjögur af fyrra hjónabandi og eignaðist tólf börn með ömmu minni. Þau eru orðin mjög gömul. Þau búa enn þá í litlu gráu húsi sem stendur á bak við kirkjuna í Nuuk – þar er stofa, eldhús og efri hæð með tveimur her­ bergj­um. Móðurafi minn segir að mamma hafi alltaf haft metnað til að komast áfram. Hún ætlaði allavega ekki að vera fátækur Grænlendingur með karl sem drykki. Hún ræður öllu heima. Við eigum að sitja stilltar og tala fallega og þrýsta fótleggjunum saman og við eigum að verða góðar húsmæður – í það minnsta eldri systur mínar tvær. Ég slepp betur, því að ég er yngst og augasteinninn hans pabba. Eldri systur mínar sinna verkum sínum á heimilinu og ganga líka í erfiðisverk. Þær hjálpa til við stórþvotta, allt tau er þvegið í höndunum í trébala. En svo fær mamma taurullu og þvottavél, þær fyrstu í þorpinu, pabbi er jú menntaður vélvirki og stjórnar rafveit­ unni í bænum og veit ýmislegt um tækni. Við fluttum til Holsteinsborgar á miðri vesturströnd Græn­­lands 1964. Foreldrar mínir eru með danshljómsveit og á hverjum föstudegi og laugardegi er dansað í samkomu­hús­ inu en þar er píanó. Ég fæ ekki að fara með af því að ég er svo 12


lítil, en systur mínar taka mig stundum með og leyfa mér að kíkja inn um gluggann. Salurinn er þétt setinn. Mamma og pabbi spila polka á gítar og píanó og danskur maður spilar á trommur og allir dansa og skemmta sér. Þegar við göngum heim heyrum við mann æla. Systur mínar halda bara áfram. „Við eigum að hjálpa honum – hann er veikur,“ segi ég. Þær hlæja þegar lausir hundar hópast að manninum. „Hann er bara fullur,“ segir elsta systir mín. „Nú koma hundarnir og sleikja upp æluna úr honum.“ Við erum líka með píanó heima í stofu, og þangað kemur hljómsveitin og æfir; mamma mín og pabbi og tveir danskir karlar sem spila á trommur og bassa. Eldri systir mín fær að syngja „The Girl from Ipanema“. Á hverju sumri tvöfaldast íbúafjöldinn í þorpinu því þá kemur lið iðnaðarmanna frá Danmörku og byggir fimm blokkir á engum tíma, raðhús úr timbri sem Grænlend­ing­ arnir eiga að búa í. Enginn Grænlendingur kemur að bygg­ ing­ar­v innunni. Danirnir vinna á vöktum allan sólarhringinn, því það er alltaf bjart og um að gera að koma öllu upp meðan frost er úr jörðu. Flestir mannanna eru einmana. Um helgar ganga þeir af göflunum. Iðnaðarmennirnir drekka eins og svín og láta eins og apakettir. Og grænlensku stelpurnar þyrpast að þeim, því að iðnaðarmennirnir eiga peninga og gefa þeim brennivín. Stelpurnar vilja danska tittlinga og svo fá þær að sofa í heitu rúmi og kannski mat. Braggapíkur og hafnargærur. Ungu mennirnir í þorpinu eru sárir og það eru slagsmál í kringum dansleikina um helgar. Nokkrir Dananna giftast stelpunum og verða í þorpinu í mörg ár eða taka kon­ una með sér til Danmerkur. Það eru almennilegir menn. Flestir hinna barna stelpurnar bara og fara svo burt úr bæn­ um. 13


Mig langar að komast út í menninguna. Á hverju ári eru ein­hverjir stóru strákanna sendir í tækniskóla í Danmörku, og svo koma þeir heim tveimur árum seinna. Þeir eru sannar­ lega spennandi – smart, klæddir í nýtískuföt og með nýja klipp­ingu. Þeir hreyfa sig á annan hátt, tala öðruvísi og ilm­ ur­inn af þeim er öðruvísi. Maður þekkir þá ekki sem sömu menn. Ég stend með bekkjarsystur minni Malo og horfi á einn þeirra í fjarska. „Ég held að þetta sé Anton,“ segir Malo. „Anton? Neihei, er þetta í alvörunni hann?“ segi ég. „Ég er ekki viss,“ segir Malo. „Hann er rosa sætur,“ segi ég. „Já,“ segir Malo. Og við þorum ekki einu sinni að tala við gaurinn, hann er svo hot. Ég sé fullt af myndum í tískublöðunum sem mamma fær send frá Danmörku – myndir af hippum, strákum með sítt hár, blómabörnum. Þar er eitthvað að gerast. Ég vil taka þátt í því. En Anton endist ekki lengi. Nýju fötin hans fínu láta fljótt á sjá, verða gömul og einhverjum flíkum nappa aðrir í fjöl­skyldunni, svo að brátt er hann orðinn ræfilslegur á ný.

14


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.