Útlagi

Page 1



ÚTLAGI



Jakob Ejersbo

ร tlagi Skรกldsaga

Pรกll Baldvin Baldvinsson sneri


Útlagi Titill á frummáli: Eksil © Jakob Ejersbo & Gyldendal, Kaupmannahöfn 2009 Íslensk þýðing © Páll Baldvin Baldvinsson 2013 Gefin út skv. samningi við Gyldendal Group Agency JPV útgáfa · Reykjavík · 2013 Öll réttindi áskilin Bókin er gefin út með þýðingarstyrk frá danska bókmenntasjóðnum, Statens Kunstråds Litteraturudvalg Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO Hönnun kápu: Ida Balslev-Olesen Mynd á kápu: Ea Ejersbo Uppstilling kápu: Eyþór Páll Eyþórsson / Forlagið Kort © Emily Faccini Umbrot: Guðmundur Þorsteinsson / Forlagið Letur í meginmáli: Minion 10,5/14,1 pt. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis þýðanda og útgefanda. ISBN 978-9935-11-333-7 JPV útgáfa er hluti af www.forlagid.is

Forlaginu ehf.


ÚGANDAPORT BELL KAMPALA

KENÍA VIKTORÍUVATN

DA

N ÚA

R

SERENGETI

ND

Í

KILIMANJARO

SHINYANGA MERUS-FJALL

DODOMA

GA

N TA

DAR ES SALAAM

TN VA IKA

NY

ZAIRE

TANGA ZANZIBAR

KIGAMBONI IRINGA

TN NYASAVA

ZAMBÍA MALAVÍ

MÓSAMBÍK TIL SEYCHELLES-EYJA

INDLANDSHAF

TANSANÍA

MOSHI ARUSHA



1983



Silfurblátt Vatnsskorpan er sindrandi silfurblá hálfum öðrum metra fyrir ofan mig. Ég spyrni mér hratt með froskalöppum við sandbotninn. Velti mér á bakið og horfi upp undir bjartar smáöldur í gegnum kafaragleraugun. Undan mér hörfa smáfiskar hljóðlaust í skjól kórala á botninum. Því er lokið. Sumarfríið búið. Við ætlum að fylgja stóru systur minni, Alison, á Kilimanjaro-flugvöll – hún flýgur til Englands. Eftir nokkra daga fer ég aftur á heimavistarskólann. Án Alison. Ég kem mér upp á yfirborðið og fylli lungun. Hávaðinn í veröldinni. Ég ríf kafaragleraugun af mér og væti augun í söltu vatninu – nú sér enginn að ég hef grátið. Ég geng upp brekkuna. Á Hótel Baobab er allt hljótt – móttaka og veitingasalur eru í aðalbyggingunni, bungalóar dreifðir á milli apabrauðstrjánna. Það eru fáir gestir hjá okkur. Inni er Alison að pakka. Hún á að búa hjá systur pabba og læra hótelrekstur á skóla í Birmingham næstu sex mánuði og taka svo verklegt á hóteli þar. Ég halla mér að dyrastafnum á herberginu hennar. „Þú ætlar að skilja mig algerlega eina eftir hjá þeim gömlu?“ spyr ég. „Já,“ segir hún. „Þau ganga af mér dauðri,“ segi ég. „Ég verð að læra eitthvað,“ segir Alison. Pabbi gengur fram hjá mér á ganginum. Ég sný mér og horfi á eftir honum. „Ég hef ekki farið til Englands í þrjú ár. Við erum búin að vera hér í tólf – ég enda sem Tansaníubúi,“ segi ég hátt. Hann heldur áfram út ganginn. 9


„Þú ferð til Englands fyrr en seinna,“ segir hann án þess að líta við. „Andskotann ég þurfi þess,“ segi ég. Pabbi staðnæmist, virðir mig fyrir sér. „Vertu nú stillt,“ segir hann. „Ég hef sagt þér að bölva ekki hér heima. Þú getur heimsótt Alison næsta ár.“

Heima Mamma býður upp á humar í kvöldmat og Alison bakar crêpes suzettes sem hún flamberar í Cointreau við borðið. „Þá flýgur fyrsti unginn úr hreiðrinu, frú Richards,“ segir pabbi við mömmu. „Já, það er dapurlegt,“ segir mamma og brosir – hún er hífuð. Alison leggur handlegginn yfir axlirnar á mér. „Ég vona þau hagi sér almennilega meðan ég er í burtu,“ segir hún. Ég kinka kolli. „Hver?“ spyr pabbi. „Þið,“ segir Alison. „Sem betur fer er ég í skólanum mestallan tímann,“ segi ég. „Við erum ekki svo slæm,“ segir pabbi. Ég gríp sígarettuna af honum og tek einn smók. „Samantha,“ segir mamma hvasst. „Æ, leyfðu henni,“ segir pabbi. „Hún er bara fimmtán,“ segir mamma. „Ég gerði margt verra á hennar aldri,“ segir pabbi. „Ekki viljum við að hún endi eins og þú,“ segir Alison við pabba. „Samantha er nagli eins og pabbi sinn,“ segir pabbi og horfir á mömmu: „Afkvæmin bráðum farin að heiman. Við búin með okkar. Svo nú getum við farið hvert sína leið.“ 10


„Pabbi,“ segir Alison. „Af hverju þarftu alltaf að vera svona leiðinlegur?“ segir mamma. „Iss,“ segi ég. Mömmu vöknar um augu.

Afríka Ég vakna snemma, blóð í lakinu, mér illt í hausnum og er með beinverki. Ég heyri í vinnukonunni í eldhúsinu. Við leggjum í hann fyrir hádegi. Ég tek rúmfötin og set þau í körfu fyrir óhreina tauið. Fer svo inn í stofu. Alison stendur svefndrukkin í stórum bol á miðju gólfinu. „Hvar er pabbi?“ spyr hún. „Það veit ég ekki,“ segi ég. Kíki út – Land Roverinn er farinn. Einu ummerkin: tannbursti, tannkrem og byssan eru á burt. Ekki eitt orð, engin skilaboð. Bara farinn. Hversu lengi veit enginn. Mamma situr og drekkur kaffi á veröndinni. „Hann treysti sér ekki til að kveðja Alison,“ segir hún. Ég hleyp niður brekkuna og inn í bátahús, sigli út og veiði, bara með kafaragleraugu, öndunarpípu og skutul. Ég held mig á þriggja metra dýpi og það fer að rigna, þótt mánuðir séu í stuttan regntímann – það er ógnvekjandi. Vatnsborðið freyðir undan dembunni. Ég hraða mér í land. Grámi yfir öllu. Mamma situr enn úti á verönd. Það er hætt að rigna. „Ætlar þú ekki að gera eitthvað?“ spyr ég. „Af hverju?“ spyr hún. „Bara,“ segi ég. „Þið að fara að heiman. Douglas er aldrei hérna. Ég er búin að jagast í staffinu dag eftir dag í mörg ár, hef sagt þeim sömu hlutina aftur og aftur. Og þau hlýða engu – ekki nema ég 11


standi yfir þeim og mæni á þau. Ég er þreytt á því. Þreytt á rakastækjunni, moskítóflugum, hótelinu, á …“ „Á Douglas, á okkur,“ segi ég. Mömmu er brugðið. „Ekki á ykkur,“ segir hún. Alison stendur í stofugættinni: „Þú ert þreytt á sjálfri þér,“ segir hún. „Já,“ segir mamma. „Og Afríku, Afríka dregur úr mér allan mátt.“ Hún lítur á mig: „Ef ég fer til Englands, kemur þú þá með, Samantha?“ „Í frí?“ spyr ég. „Nei, til að flytjast þangað.“ „Til Englands?“ „Já.“ „Nei,“ segi ég. Englands? Hvað ætti ég að gera þangað? „Við þurfum að drífa okkur,“ segir Alison.

Beinbrunasótt Vegurinn vestur eftir er lélegur alla leið til Road Junction og það tekur okkur sex tíma að keyra 350 kílómetra inn í land til Moshi, þar sem skólinn er við rætur Kilimanjaro. Sem betur fer eru tveir dagar þangað til fríið klárast svo að við höldum áfram klukkutíma lengur í vestur, næstum til Arusha. Það er frábært að komast inn í land eftir hitastækjuna í Tanga. Nokkrum kílómetrum utan við Arusha beygjum við af malbikinu inn á malarveginn í átt að hlíðum Merus-fjalls og Mountain Lodge. Við erum á leið í heimsókn til Mikka, hann er tveimur bekkjum á undan mér. Hann veiktist fyrir fjórum mánuðum og var lagður inn rétt fyrir tíundabekkjarprófin. Ég er spennt að hitta hann. Mountain Lodge er gamall, þýskur kaffibúgarður frá 1911 sem breytt var í lúxushótel. Mamma Mikka rekur staðinn og 12


stendur fyrir safaríferðum ásamt eldri bróður Mikka og konunni hans. Stjúpinn rekur ferðaskrifstofu í Arusha. Mamoud kemur út og segir að Mikki sé einn heima. Hin eru í safaríferð með japanska ferðamenn í Serengeti. Ég hlakkaði til að hitta Sofie, mágkonu Mikka, hún er skemmtileg. „Má ekki bjóða ykkur te?“ segir Mahmoud og fer á undan okkur. Hann er í arabískum búningi með túrban og bjúghníf í belti – allt fyrir túristana. Mahmoud er virðulegur maður: hann stjórnar innfæddum í vinnu á búgarðinum með harðri hendi. Við fylgjum honum upp á verönd sem umlykur hvítkalkaða bygginguna. Grannur maður í hvílustól horfir á móti okkur. „Mikki?“ segir Alison. Hann brosir svo hrukkur breiðast um magurt andlitið meðan hann rís hægt á fætur. „Ert þetta þú?“ segir mamma. „Þetta er ég, frú Richards,“ segir Mikki. Hann er eins og lík. Við tökum utan um hann hver af annarri. „Þið getið verið rólegar,“ segir hann. „Ég dett ekki í sundur.“ „Hvað hefur þú misst mikið?“ spyr Alison. „Sextán kíló,“ segir Mikki. „Til að byrja með var það beinbrunasótt; 40 stiga hiti í tvær vikur, rauð útbrot um allan líkamann, mikil eymsli í vöðvum, innvortis blæðingar. Þeir komu hitanum niður á sjúkrahúsinu í Arusha með ísmolum og gáfu mér næringu í æð gegn vökvatapinu.“ Mikki kveikir sér í sígarettu og reykir hana hægt; jafnvel fingurnir eru grannir. Heppilegt að hann var í góðum holdum fyrir, annars væri hann dauður og grafinn. „Af drippinu smitaðist ég af taugaveiki, svitnaði, ældi, var á góðri leið með að deyja af niðurgangi. Spítaladvölin var að drepa mig. Þá lét mamma flytja mig heim og réð hjúkku til að hugsa um mig.“ 13


„Það er svo hættulegt að veikjast hérna,“ segir mamma og hristir höfuðið. Það er satt. Sérfræðingarnir frá Evrópu láta fljúga sér heim ef þeir veikjast. Foreldrar okkar hafa ekki efni á sjúkratryggingu en við vitum hvernig má múta læknunum. „Hvað er þá fram undan?“ spyr Alison. „Ég tek sjúkrapróf í skólanum og svo fer ég til Evrópu,“ segir Mikki. „Veit ekki hvert.“ Mikki er með þýskt vegabréf vegna mömmu sinnar, sem er víst austurrísk en var gift Þjóðverja. Mikki talar ekki þýsku, stjúpi hans er franskur. Pabbi Mikka var enskur en hann dó fyrir mörgum árum, malaríutilfelli. „Þú heimsækir okkur ef þú ferð til Evrópu,“ segir Alison. „Geri það,“ segir Mikki. Mahmoud kemur með te og kökur. „Því miður er ekki hægt að bjóða ykkur að gista,“ segir Mikki. „Hér fyllist allt af Japönum í kvöld.“ „Nei, nei, við þurfum ekki gistingu,“ segir mamma. „Við erum með næturgistingu á Arusha Game Sanctuary.“ Við hvíta fólkið sem erum búsett hér erum öll gamlir vinir og á ferðum okkar um landið gistum við nótt og nótt hvert hjá öðru. Arusha Game Sanctuary er í eigu fjölskyldu Angelu sem er ítölsk. Angela er tveimur bekkjum á undan mér en ég hef þekkt hana síðan ég var lítil – hún var í bekk með Mikka í gríska skólanum í Arusha, áður en þau byrjuðu í skólanum í Moshi. Heldur vildi ég samt gista hér á Mountain Lodge. „Hvað segirðu, Samantha?“ spyr Mikki. „Ég á víst að vera á Arusha Game Sanctuary þangað til skólinn byrjar. Það tekur því ekki að keyra alla leið heim til Tanga með mömmu.“ „Komdu í heimsókn til mín,“ segir Mikki. „Það er alltaf pláss fyrir þig.“ 14


Brottför Eftir tedrykkjuna keyrum við niður á Arusha Game Sanctuary sem mamma Angelu stjórnar. Þar er svipað og á Hótel Baobab: veitingastaður og bungalóar fyrir gesti. Þau eru líka með lítinn dýragarð með alls kyns dýrum, frá fuglum og upp í ljón. Angela er hjá vinum sínum í Arusha, en mamma hennar er heima og við fáum herbergi. Hún segir að ég geti vel gist þar þangað til skólinn byrjar. Ég fer með Alison eftir stígnum yfir á Hótel Tanzanite sem er þar rétt hjá og við fáum okkur sundsprett. Það er of mikill klór í vatninu og ekki geðslegt. Á eftir drekkum við gos, reykjum en tölum fátt. „Ekki vera leið,“ segir Alison. „Þú ert það líka,“ segi ég. Hún kinkar kolli. Morguninn eftir keyrum við Alison á flugvöllinn sem er miðja vegu milli Arusha og Moshi. Ég sé að mamma hefur fengið sér of mikið í gær. „Ég tala við pabba ykkar,“ segir hún. „Svo sjáum við til hvort við Samantha komum ekki í heimsókn um jólin.“ „Já,“ segir Alison og þegir. Þau virðast ekki hafa ráð á fleiri miðum. Svölur fljúga um í flugstöðinni. Við kveðjum Alison við farangursmóttökuna. Mamma skælir, Alison bítur á jaxlinn, ég ræski mig og gleypi kökkinn. „Enga vitleysu meðan ég er í burtu,“ hvíslar Alison í eyrað á mér. Hún sleppir mér og gengur burtu, en snýr svo við. „Farið þið ekki upp og veifið mér?“ spyr hún veikri röddu, ég harka aftur af mér, mamma kinkar kolli, og Alison fer út um dyrnar. Við göngum upp á þakið sem er stór útsýnispallur. „Ég mun sakna hennar,“ segir mamma. „Já,“ segi ég og kveiki mér í sígarettu. 15


„Þú átt ekki að reykja, Samantha,“ segir mamma. „Ég reyki núna,“ segi ég. „Ókei,“ segir mamma og við bíðum þegjandi og horfum á farþega ganga til vélarinnar þangað til Alison kemur út úr byggingunni fyrir neðan okkur. „Bless, Alison – farðu varlega,“ kallar mamma. „Enga fanga, dreptu þá alla,“ hrópa ég. Alison segir ekkert – hún sendir okkur fingurkoss og veifar, nemur staðar í dyrunum á vélinni svo að það myndast röð meðan hún horfir til okkar í síðasta sinn. Og svo er hún farin. Við stöndum eftir þegjandi og reynum að finna hana gegnum smárúðurnar á flugvélinni án árangurs. En við stöndum þarna kyrrar og veifum meðan vélinni er ekið frá byggingunni. Bíðum meðan vélinni er ekið eftir einu brautinni á vellinum á brautarendann, þaðan sem lagt er upp og lent, bíðum meðan vélinni er snúið og hún hefur sig til flugs. Veifum aftur er hún tekur á loft. Við höfum mörgum sinnum flogið héðan. Vitum að í flugtaki má sjá hverjir standa uppi á útsýnispallinum. Vitum að hún leitar að okkur og veltir fyrir sér hvenær hún komi aftur. „Þú getur sett mig úr á þjóðveginum, mamma,“ segi ég þegar við ökum frá flugvellinum. Mamma keyrir í austur til Tanga en ég ætla til Arusha Game Sanctuary í tvo daga þar til skólinn byrjar. „Nei, ég keyri þig alla leið til baka,“ segir mamma. „Ég tek bara rútuna, mamma. Þá ertu komin heim fyrir myrkur.“ „Ókei,“ segir hún og lætur mig fá pening. „Þú gleymir ekki að hringja heim, Samantha.“ Ég faðma hana að mér og fer út úr bílnum – horfi á eftir henni keyra burt. Ég fæ mér grillað kjöt í sinnepssósu í söluskúr og drekk te með. Stekk svo upp í rútu sem er á leið til Arusha, sit í þrengslum með masaistelpu 16


í fanginu og kiðling milli fótanna alla leiðina þangað til ég fer út hjá Arusha Game Sanctuary.

Villidýraveiðar Angela er komin aftur. Situr og sólar sig í bakgarðinum. Ég þekki hana ekki vel þótt hún sé töffari og láti engan ráðskast með sig í skólanum. Hún sótti skólann í Arusha heiman frá, en í skólanum í Moshi býr hún á annarri vist en ég. Angela er grönn, rengla með lítil brjóst og fuglsnef. Alison segir alltaf að Angela sé „ekki í lagi“. Ég rölti yfir til hennar. „Hæ, Angela,“ segi ég. Hún lyftir sólgleraugunum og horfir á mig. Hún er rauðeygð eins og hún hafi grátið. „Okkur mömmu lenti saman,“ segir hún. „Af hverju?“ spyr ég. „Hún segir að ég reyni við kærastann sinn,“ segir Angela. „Ertu að því?“ spyr ég. „Pínu.“ Hún setur upp sólgleraugun. „Hann er frá Arusha, Ítali, veiðir stór dýr.“ „Kærasti mömmu þinnar?“ segi ég. „Núna. Það endist ekki lengi,“ segir Angela. Hvað á ég að segja? „Viltu koma að synda?“ spyr ég. En hún vill það ekki svo að ég fer ein. Þegar ég kem upp úr er hún á burt og mamma hennar veit ekki hvert – virðist kæra sig kollótta. Ég borða og hátta svo og skæli. Sakna Alison. Bara að ég hefði farið með mömmu heim til Tanga. Ég vil ekki fara í skólann.

Perluhöfn Angela er farin um morguninn, svo að ég segi mömmu hennar að ég ætli upp eftir til Mountain Lodge að heimsækja Mikka og taki þaðan rútuna í skólann á morgun. 17


Mountain Lodge er aðeins tvo kílómetra niður eftir þjóðveginum og þaðan er stutt upp eftir í hlíðar Merus-fjalls. Það er ekki lengra en svo að ég get labbað þangað að morgni til, því Arushahérað liggur hátt og þá er enn þá morgunsvalt. Þegar ég nálgast búgarðinn sé ég glitta í bílskúrinn milli trjánna þar sem Mikki geymir Bultaco-mótorhjólin og strandhjólið á vindlausu dekkjunum. Lækur fellur úr fjallinu og rennur hjá húsinu og við brúna eru stórar steinsteyptar tjarnir fyrir fiskirækt. Mikki stendur þar niður frá hjá vinnumanni sem háfar regnbogasilung með langri bambusstöng. Mikki hefur ekki séð mig enn þá. Hann er ber að ofan, horaður. „Mikki,“ kalla ég. Hann lítur upp og brosir. Gengur til mín yfir brúna. Móður leggur hann handlegginn á öxl mér. „Viltu hjálpa veikum manni heim?“ spyr hann. „Sjálfsagt,“ segi ég. „Alison – hún er farin?“ „Já, Angela var heima, en … ég þekki hana ekkert,“ segi ég. „Hún er villt, stelpan,“ segir hann. „Þú vilt hana kannski?“ spyr ég. „Nei, ég kann ekki við hana. Sóðakjaftur.“ Við erum komin að húsinu. Mahmoud reiðir fram hádegisverð og te á veröndinni. Við reykjum. „Ég verð að fara inn og halla mér,“ segir Mikki. „Ég er ekki búinn að ná mér. En þú mátt koma með.“ Hann blikkar mig. „Það gætir þú hugsað þér,“ segi ég en sit sem fastast. „Þú ferð ekki fyrr en á morgun?“ spyr Mikki. Ég kinka kolli. Hann fer inn. Ég rölti um garðinn. Ég er fimmtán, Mikki er sautján. Ég hef ekki enn þá misst meydóminn. Ég fer inn í aðalbygginguna. Á stofuhæðinni er arinstofa og matsalur fyrir túristana, uppfullur af hausum rándýra og feldum. Fjölskyldan býr á fyrstu hæð. Ég fer upp stigann. Dyrnar inn í 18


herbergi Mikka eru aftur. Ég geng að hurðinni. „Kom inn,“ segir Mikki, og ég fer inn. Við förum varlega og það er gott. Ég fæ gæsahúð þegar hann klæðir mig úr. Við förum okkur hægt þar til Mikki fer með hendur og tungu á staðinn góða, og þá er það meira en gott. Hann lyftir höfði og horfir á mig: „Perluhöfn,“ segir hann.

Morgunsmókur Fyrsti dagurinn í skólanum. Ég flýti mér af vistinni minni, Kiongozi, í matsalinn klukkan hálfátta. Krökkum á vistinni er deilt niður á hús eftir aldri og kyni; nokkur húsanna eru langt frá skólanum, en Kiongozi stendur við leikvöll litlu krakkanna. Ég er alltaf á síðustu stundu, úfin og með bækurnar undir hendinni – hef korter til að skófla matnum í mig. „Hvernig gengur, Samantha?“ spyr Shakila á leiðinni út úr matsalnum. Pabbi hennar er prófessor og rekur einkasjúkrahús í Dar. Shakila er tveimur bekkjum á undan mér – hún var umsjónarmaður minn þegar ég byrjaði í fjórða bekk hér í Arusha. Eldri nemendur hafa umsjón með busum, sýna þeim hvernig maður ber sig að, kenna þeim að búa um, taka til, læra. Shakila sá um mig og þótt fjögur ár séu liðin þá spyr hún mig öðru hverju hvernig gangi. „Ágætlega. En hjá þér?“ segi ég. „Það gengur vel“ segir hún. Af hverju er hún að spyrja? Af því Alison er farin. Nú er ég ein í skólanum. Í fyrsta sinn eru hvorki pabbi og mamma né Alison nærri. Matsalurinn er hálftómur – stærri strákarnir í Kijito og stelpurnar í Kilele og Kipepeo hafa sitt eigið eldhús fyrir morgunmatinn, en elstu strákarnir í Kijana og þau frá Kishari borða í skólanum. Ég kem auga á Panos, sem situr hjá Tazim, Truddi og Gretchen, sem ég deili herbergi með. Við byrjum öll í áttunda 19


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.