Vatnaveiði árið um kring - Kristján Friðriksson

Page 1



JÚLÍ

Að margra mati besti veiðimánuður ársins. Sumarið hefur sett mark sitt á landið og það er sama hvar veiðimenn bera niður, fiskurinn er í æti og allar gerðir flugna gefa.


Úr stórum vötnum þekkjast ákveðin vaktaskipti þegar sumarið er komið í fullan gang. Í Þingvallavatni hefur stórurriðinn komið sér aftur fyrir í dýpinu og bleikjan hefur gengið upp á grynningarnar. Vötnin uppi á hálendinu skarta sínu fegursta, hið eiginlega sumar í óbyggðum er gengið í garð.

s tóru vöt nin Þegar talað er um stóru vötnin okkar, þá er oftar en ekki átt við stór og víðfeðm vatnasvæði frekar en einstök vötn. Eitt vatn sker sig þó vitaskuld úr, Þingvallavatn, stærsta náttúrulega stöðuvatn Íslands. Þetta hálendisvatn í næsta nágrenni við hálfa þjóðina er margbreytilegt í lífríki og aðkomu. Hitastig þess er alveg frá því heitasta sem gerist og niður fyrir frostmark. Gjöfulustu veiðisvæði vatnsins eru allt frá ósum lækja og áa snemma vors, þar sem veiðimenn sitja fyrir urriðanum, og upp í grynningar og inn í víkur þegar skordýrin fara á kreik og bleikjan kemur upp úr dýpinu. V E I ÐI VÖ T N eru austan Sprengisandsleiðar á Landmannaafrétti. Þetta rómaða svæði hefur hneppt margan veiðimanninn í ævilanga fjötra og haldið stíft við, líkt og þeir þurfa sjálfir að gera þegar stórurriði hefur tekið agn. Náttúrufegurð og fjölbreytni þessa svæðis er einstök og víðast góð aflavon. Svo fjölbreytt er svæðið að mörgum hefur tekist illa að fóta sig þar fyrr en í þriðju eða fjórðu ferð. Skiptir þá miklu að eiga góða fé­ l­aga að sem miðlað geta af reynslu og geta leiðbeint um gjöfula staði. Á svæðinu má finna urriða í nær öllum vötnum og bleikjan hefur sótt verulega í sig veðrið hin síðari ár við misjafna hrifningu veiðimanna. Mörgum þykir það ekki æskileg þróun að bleikjan sæki í hrein urriðavötn þar sem urriðinn lætur þá gjarnan undan og vötnin eiga það til að verða ofsetin bleikju. 110


Stóra og Litla Fossvatn

í Veiðivötnum

Aðrir fagna uppgangi bleikjunnar og telja hana af hinu góða á hálendinu, þar eigi hún vís búsvæði á meðan útbreiðslu hennar hefur hnignað á láglendi. Ástfóstur veiðimanna á Veiðivötnum er slíkt að fáir gefa sæti sitt eftir í hollinu og hefur mörgum veiðimanninum heldur leiðst biðin eftir því að umsókn skili leyfi. Biðin borgar sig hins vegar og á meðan beðið er þá eru vötnin sunnan Tungnaár, Framvötnin, frábær kostur fyrir þá sem vilja smakka á náttúrunni í æðra veldi eins og einhver orðaði það. Sumir sjá enga

JÚLÍ

ástæðu til að fara norður fyrir Tungnaá, halda tryggð sinni við Framvötnin og una vel við. Á Sk ag a er síðan vatnasvæði Selár sem einnig hefur fangað margan veiðimanninn í lífstíðarfjötra. Ef veður spillir ekki ferð er hægt að gera frábæra veiði í urriða og bleikju á þeim slóðum, en gott að hafa allan vara á því skjótt geta skipast veður í lofti úti við nyrsta haf. 111


A R N A RVAT NSH E I ÐI, upp af Miðfirði og inn af Hvítársíðu í Borgarfirði, er flestum kunn og óþarfi að fjölyrða um fegurð og fjölbreytileika þess svæðis. Stór og smærri vötn ásamt ógrynni lækja og áa sem renna á milli þeirra hafa löngum heillað veiðimenn til útilegu. Þingvallavatn

Þi ng va l l avat n á sér vísast lengsta hefð þessara vatna þegar kemur að fluguveiði, og þá aðallega í bleikju. Það er í raun ekki ýkja langt síðan veiðimenn fóru að egna markvisst fyrir urriða í stóru vötnunum okkar með flugu. Sum þessara vatna geyma stofn stórra urriða sem egna þarf fyrir með stærri flugum en gengur og gerist í vatnaveið­inni. Veiðimenn hafa í auknum mæli látið gamlar kreddur um beituog spúnaveiði í þessum vötnum sem vind um eyrun þjóta og náð góðum árangri með flugu. Þeir sem sækja í þessi vötn eru þó ekki allir að eltast við goðsagnakennda ísaldarurriða. Sjálf-

112


ur hef ég átt margar af bestu stundum mínum í veiði fjarri daglegu amstri lengst uppi á heiðum þar sem ég hef spreytt mig við smærri bleikju. Hér eru ótalin öll þau vötn sem veiðimenna leggja leið sína í á tveimur jafnfljótum í styttri eða lengri ferðum. Inni á Melrakkasléttu er fjöldi vatna sem gefa góð fyrirheit um veiði. Sama má segja um fjölda vatna á heiðum sunnan og norðanlands. Veiðimönnum er eftir sem áður bent á að gæta að veiðirétti og leita sér leyfis áður en lagt er af stað í langar göngur. Víða háttar þannig til að veiðirétthafar hafa ráðist í kostnaðarsamar úrbætur vatna og fiskistofna sem sjálfsagt er að styðja með framlagi gegn veiðileyfi. Alla jafna er það reynsla manna að leyfi er auðfengið sé þess leitað áður en lagt er af stað, síður ef menn eru staðnir að veiðum í óleyfi.

v e ð r át ta o g h i m i n t u n g l Ríkjandi vindáttir á Íslandi eru norð- og norðaustlægar áttir. Það þýðir ekki að annarra vindátta gæti ekki enda þekkja veiðimenn það afskaplega vel að vindurinn blæs stundum úr öllum áttum í einu. Einn og sami dagstúrinn býður oftar en ekki upp á gust úr öllum áttum. Það sem hefur afgerandi áhrif á vind­ áttir og umskipti þeirra er auðvitað sú staðreynd að við erum á eyju lengst úti í Atlantshafi. Mestallt undirlendi er í svo mik-

JÚLÍ

illi nánd við sjó að umskipta hafgolu í landátt gætir um nær allt land. Meðalvindur er víðast hvar mestur á milli kl. 16 og 18 dag hvern. Tímabilið á milli 20 og 22 er hvað mestur munur á vindi og logni, þ.e. vind lægir mest á þessu tímabili sólarhringsins. Það er síðan undir breytilegu veðurfari komið hvort vind tekur að herða upp

113


úr kl. 22 eða hvort hann dettur alveg niður í logn. Kyrrast er á morgnana á milli kl. 4 og 6 að sumarlagi, nánast alltaf logn. Á þeim tíma á sumrin sem flestir veiðimenn eru á stjái hitnar yfirborð landsins meira en sjávar og því skellur á hafgola þegar heitt loftið stígur upp yfir landinu og kalt loftið leitar inn utan af sjó. Þegar þessi mishitun lands og sjávar snýst síðan við að nóttu til snýr hann sér í landátt eins og við þekkjum. Þessi umskipti eiga sér gjarnan stað snemma morguns (4–6) þegar upplifa má dásamlega kyrrð náttúrunnar. Hafgolan nær að sama skapi hámarki rétt um kl. 17 (16–18). Loftþrýstingur hefur áhrif á allt líf á jörðinni, ekki síst líf sem þrífst í vatni. Þegar fiskurinn finnur að lægð er í kortunum eykur hann fæðuöflun eins og kostur er. Þá er hann ekki eins var um sig og endranær og það geta veiðimenn nýtt sér. Ef lægðinni fylgir rok eða stormur er ekki aðeins erfitt að koma flugunni út með sómasamlegum hætti, heldur leggst fiskurinn þá oft fyrir og hættir öllu áti. Þannig hagar hann sér oft alveg þangað til loftþrýstingur hefur stigið allverulega á ný. Þótt vatnið sé stillt og fallegt á meðan loftþrýstingur stígur, þá getur verið öllu erfiðara að fá fiskinn til að taka. Jafnvel þótt flugur og skordýr taki fljótlega við sér er oft mun lengra í að fiskurinn fari aftur á stjá. Því er ágætt að vera snöggur til þegar lægð er í aðsigi en taka því rólega rétt eftir að hún hefur gengið yfir. Himintunglin hafa einnig áhrif á hegðun silungs. Þegar tungl er fullt þá er lag að bregða flugu undir og njóta náttúrunnar. Aðdráttarafl tunglsins hefur þau áhrif á fisk að hann leitar meira upp undir yfirborðið og þá sérstaklega ef aðeins er tekið að rökkva og fullt tunglið nýtur sín á himninum. Rétt er því að hafa gát á almanakinu og vita nokkurn veginn hvenær er von á næsta fulla tungli.

114


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.