Vefur Lúsífers - Kristina Ohlsson

Page 1


I HLUTI „Vegna systur minnar“



Viðtal við MARTIN BENNER (MB). Unnið af FREDRIK OHLANDER (FO), sjálfstætt starfandi blaðamanni. Staður: Herbergi 714, Grand Hôtel, Stokkhólmi. MB: Ég segi þér það strax hér og nú að þú munt ekki trúa einu orði af sögu minni. En veistu hvað, mér gæti ekki verið meira sama. Ég verð bara að segja frá því sem kom fyrir. Frá upphafi til enda. Ég verð að fá að tala út. FO: Allt í lagi, ég hlusta. Ég borgaði fyrir það. Ég er hvorki lögga né dómari. Ég þegi bara og hlusta. MB: Það vona ég. Það er mikilvægt að þú hlustir og umfram allt að þú skrifir. Til þess að saga mín geymist og varðveitist. Annars er þetta viðtal tilgangslaust. Skilurðu það? FO: Auðvitað. Þess vegna er ég hér. Til þess að heyra þína útgáfu af því sem gerðist. MB: Það er ekki mín útgáfa sem þú færð að heyra. FO: Hvað segirðu? MB: Þú sagðist vera kominn til þess að heyra mína útgáfu af atburðunum. Það gefur til kynna að það séu til fleiri útgáfur. Mín og einhvers annars. En þannig er það ekki. FO: Allt í lagi. MB: Ég veit hvað þú ert að hugsa. Þú heldur að ég sé annaðhvort heimskur eða snargalinn. En ég get fullvissað þig um að ég er hvorugt. FO: Getum við ekki bara byrjað á byrjuninni og sleppt því hvað ég held eða held ekki? Þú heldur því sem sagt fram að þú sért fórnar­ lamb samsæris? Og að þú sért ákærður fyrir að hafa framið glæp sem þú ert saklaus af?

7


MB: Þú ferð of hratt yfir. FO: Er það? MB: Þú sagðist vilja byrja á byrjuninni. En það gerðir þú ekki. Af því að þegar þessi saga hófst var það ekki ég sem sat á sakamanna­ bekknum. FO: Fyrirgefðu, þetta er alveg rétt hjá þér. En segðu þá frá sjálfur svo að viðtalið verði eins og þú vilt. MB: Þú verður að afsaka þessa nákvæmni með öll smáatriði. En það sem þú skrifar eftir þetta samtal okkar er það mikilvægasta sem þú munt nokkru sinni skrifa í lífinu. FO: Það efa ég ekki. (Þögn) MB: Ég verð að segja þér eitt enn áður en við byrjum fyrir alvöru. FO: Nú? MB: Þessi saga er mesta andskotans klisja sem þú hefur nokkurn tíma heyrt. FO: Er það? MB: Alveg örugglega. Hún hefur öll einkennin. Óupplýst morð. Voldugan fíkniefnabarón. Far­ sælan lögfræðing sem er kynlífsfíkill. Og síðast en ekki síst – saklaust lítið barn. Sem sagt, frábært efni í bíómynd ef ekki væri fyrir eitt mikilvægt smáatriði. FO: Sem er? MB: Þetta er ekki bíómynd. Þetta gerðist í al­ vöru. Hér og nú. Beint fyrir framan nefið á öllum venjulegum hálfvitum sem ekki tóku eftir neinu. Og ekkert — ekkert — var eins og það leit út fyrir að vera í fyrstu.

8


1 óveðrið. Það er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að það rigni í Stokkhólmi. En ég man það svo greinilega að áður en Bobby kom inn í líf mitt skein sólin. En hvað um það. Það var sem sagt rigning. Ég hafði ekki sérlega mikið á minni könnu og kærði mig heldur ekkert um það. Það var sumar og það styttist í að ég lokaði skrifstofunni og færi í frí. Við Lucy ætluðum til Nice að njóta sólarinnar. Drekka kokteila og löðra sólarvörn hvort á annað. Belle átti að vera hjá föðurafa sínum og ömmu. Enginn kærir sig um að einhver fjandinn komi og banki upp á einmitt þá. En það gerðist sem sagt. Helmer, aðstoðarmaður okkar Lucyjar, hleypti Bobby inn og vísaði honum inn á skrifstofu til mín. Hann nam staðar á þröskuldinum. Ég er snöggur að átta mig á þegar vandræði eru í aðsigi. Um leið og ég kom auga á Bobby grunaði mig hið versta. Ekki vegna þess hvernig hann var til fara og ekki heldur vegna þess að hann lyktaði eins og gamall reykkofi. Nei, það var augnaráðið sem afhjúpaði hann. Augun voru eins og tvær gamlar byssukúlur. Kolsvört. – Hvað vilt þú? sagði ég án þess að hafa fyrir því að færa fæturna ofan af skrifborðinu. Ég er að hætta í dag. – Ekki fyrr en þú ert búinn að tala við mig, sagði hann og steig inn fyrir. Ég lyfti brúnum. – Ég heyrði mig ekki bjóða þér inn, sagði ég. – Það er skrítið, sagði hann. Ég heyrði það. B obby ko m m e ð

9


Þá dró ég lappirnar niður á gólf og settist almennilega upp í stólnum. Maðurinn rétti fram höndina yfir skrifborðið. – Bobby T, sagði hann. Ég rak upp hlátur, það var enginn gleðihlátur. – Bobby T? sagði ég og tók í hönd hans. Áhugavert. Djöfull asnalegt, var það sem ég hefði eiginlega viljað segja. Hver í andskotanum kallar sig Bobby T í Stokkhólmi? Það hljóm­ar eins og fáránlegt nafn á fáránlegum glæpon í fáránlegri amerískri kvikmynd. – Það voru tveir Bobbyjar í bekknum mínum þegar ég var lítill, sagði hann. Svo við vorum kallaðir Bobby L og Bobby T. – Jæja? sagði ég. Tveir Bobbyjar? Það er ekki algengt. Sennilega var það ekki bara óalgengt heldur einstakt. Ég reyndi að halda niðri í mér hlátrinum. Bobby stóð þegjandi við skrifborðið. Ég virti hann vandlega fyrir mér. – Þannig var það nú samt, sagði hann. En ef þú vilt ekki kalla mig Bobby T þá er það allt í lagi. Bobby dugar. Aftur komu amerískar kvikmyndir upp í hugann. Þar hefði Bobby verið stór svartur náungi sem átti mömmu með rúllur í hárinu og pabba sem var bankaræningi. Bobby T hefði sjálfur verið elstur af fjórtán systkinum og húkkað stelpur með því að segjast vera vanur að koma yngri systkinunum í skólann meðan mamma hans þjóraði. Það er ótrúlegt að konur skuli alltaf falla fyrir svona þvælu. Og kenna í brjósti um aumingjana. En snúum okkur aftur að hinum raunverulega Bobby. Hann var hvítur, horaður og sjúskaður. Hárið var klístrað af fitu og húðin glansandi. Hvað vildi hann eiginlega? – Hvernig væri að koma sér að efninu? sagði ég og var strax búinn að fá nóg af gestinum. Ég var nefnilega ekki að ljúga þegar ég sagðist vera að loka sjoppunni. Ég á stefnumót við heita píu í kvöld og vil geta farið í sturtu og skipt um föt áður en ég hitti hana. Þú skilur það, er það ekki? 10


Ég held að það hafi hann alls ekki gert. Við Lucy skemmtum okkur stundum við að giska á hvenær fólk hafi fengið það síðast. Bobby virtist ekki hafa komið nálægt kvenmanni árum saman. Ég efaðist meira að segja um að hann runkaði sér. Lucy er miklu klárari en ég að sjá þetta út. Hún segir að það sjáist á lófunum á mönnum hvort þeir frói sér að staðaldri. – Ég er ekki hérna sjálfs mín vegna, sagði Bobby. – Nehei, sagði ég og andvarpaði. Vegna hvers þá? Pabba þíns? Mömmu þinnar? Eða vegna vinar þíns sem ætlaði ekki að slá niður kellinguna sem hann rændi í síðustu viku? Þetta síðasta sagði ég ekki upphátt. Ég hef lært að halda kjafti þegar það á við. – Málið snýst um systur mína, sagði Bobby T. Hann vatt sér til og augnaráðið mildaðist lítið eitt. Ég spennti greipar á borðinu og beið átekta með látbragði sem ég vonaði að lýsti þolinmæði. – Þú færð tíu mínútur, Bobby T, sagði ég. Bara svo að hann færi ekki að ímynda sér að hann hefði enda­ ­lausan tíma. Bobby kinkaði mörgum sinnum kolli. Svo settist hann óboðinn í einn af gestastólunum. – Ég skal segja þér allt, sagði hann eins og ég hefði sýnt áhuga á erindi hans. Ég vil að þú hjálpir henni, systur minni sem sagt. Ég vil að þú fáir hana sýknaða. Hversu oft fær maður ekki að heyra einmitt þetta þegar maður er lögfræðingur og fæst við afbrotamál? Fólk kemur sér í skuggalegustu aðstæður og vill svo fá hjálp við að koma sér úr þeim. Þannig gerast hlutirnir bara ekki. Hlutverk mitt sem lögfræðingur er ekki að hjálpa fólki að komast til himna í stað helvítis. Hlutverk mitt er að sjá til þess að þeir sem kveða upp dóma hafi unnið vinnuna sína sómasamlega. Oftast nær gera þeir það líka. – Hefur hún verið ákærð fyrir glæp? spurði ég. 11


– Ekki bara einn. Marga. – Nú, hún er ákærð fyrir fjölda brota. Er hún ekki búin að fá verjanda? – Hún fékk einn en hann vann ekki vinnuna sína. Ég strauk hökuna. – Og nú vill hún fá annan? Bobby hristi höfuðið. – Ekki hún, sagði hann. Ég vil það. – Fyrirgefðu en nú er ég hættur að skilja. Vilt þú sjálfur fá lögfræðing? Eða finnst þér að hún ætti að fá nýjan? – Það seinna. – Hvers vegna vilt þú það ef systir þín er á annarri skoðun? sagði ég. Maður ætti að fara varlega í að segja fólki fyrir verkum. Flestir geta séð um sig sjálfir. Bobby kyngdi og augnaráðið harðnaði aftur. – Ekki systir mín, sagði hann. Hún gat aldrei séð um sig sjálf. Ég passaði hana alltaf. Svo hann var sem sagt umhyggjusami bróðirinn. En sætt. Það eru allt of fáir slíkir til í heiminum. Eða ekki. – Hlustaðu nú, sagði ég. Svo framarlega sem systir þín er með fullt sjálfræði hefur þú ekkert vald til taka fram fyrir hendurnar á henni og ráða henni verjanda. Þú gerir henni reyndar bara bjarnargreiða með því. Það er betra að hún ákveði þetta sjálf. Bobby hallaði sér fram og studdi olnbogunum á skrifborðið. Ég þoldi ekki andfýluna út úr honum og hallaði mér aftur á bak. – Þú ert ekki að hlusta á mig, sagði hann. Ég sagði: systir mín gat aldrei séð um sig sjálf. Gat. Það er þátíð. Ég beið, óviss um hvað kæmi næst. – Hún er dáin, sagði Bobby. Hún dó fyrir hálfu ári. Mér kemur sjaldan neitt á óvart. En það gerðist núna. Bobby var hvorki fullur né í vímu, það var ekki hægt annað en taka mark á honum. – Er systir þín dáin? sagði ég lágt. 12


Bobby T kinkaði kolli, greinilega ánægður með að ég skildi hann loksins. – Þá verðurðu að útskýra betur hvers vegna þú ert kominn hingað, sagði ég. Látið fólk þarfnast ekki verjanda. – Systir mín þarfnast þess, sagði hann og röddin skalf. Af því einhver djöfull eyðilagði líf hennar með fölskum ásökunum og ég vil að þú hjálpir mér að sanna það. Nú var komið að mér að hrista höfuðið. Ég vandaði mig við orðavalið. – Bobby, þú verður að snúa þér til lögreglunnar. Ég er lögfræðingur, ég rannsaka ekki glæpi. Ég … Bobby sló hnefanum í borðið og ég hrökk við. – Mér er djöfuls sama hvað þú heldur að þú gerir, sagði hann. Nú skaltu hlusta á mig. Ég veit að þú vilt hjálpa systur minni. Þess vegna er ég hér. Af því að ég heyrði þig segja það. Í útvarpinu. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. – Þú heyrðir mig segja í útvarpinu að ég vildi hjálpa systur þinni? – Það er nákvæmlega það sem þú sagðir. Að það væri draumur hvers lögfræðings að fá að verja einhvern eins og hana. Smám saman áttaði ég mig á um hvað hann var að tala. – Ertu bróðir Söru Texas? – Tell! Hún hét Tell! Heiftin í rödd hans var svo mikil að ég hrökk við. Hann breytti snögglega um tón. – Þú sagðist vilja hjálpa henni, sagði hann aftur. Þú sagðir það í útvarpinu svo þú hlýtur að hafa meint það. Æ, andskotinn. – Þetta var viðtal um raunveruleg afbrot, sagði ég og reyndi að hljóma eðlilega. Ég tók of stórt upp í mig. Það var heimskulegt. Mál systur þinnar var mjög sérstakt. Þess vegna sagði ég að hún væri draumur hvers lögfræðings. Ég trúði varla mínum eigin eyrum. 13


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.