Vísindin eru ótæmandi brunnur því heimurinn okkar er svo rosalega merkilegur og skrýtinn. Sumt virðist flókið en er einfalt, en annað sem virðist sáraeinfalt og hversdagslegt er í rauninni hrikalega flókið. Þá er heppilegt að hver einasta manneskja sem er forvitin um heiminn í kringum sig er ofurhetja. Já, þú last rétt: ofurhetja!