Vonarlandið eftir Kristínu Steinsdóttur, brot úr bókinni

Page 1

kristín steinsdóttir hefur sent

þær koma fótgangandi til Reykjavíkur, tvær vinkonur, í von um að fá vist í góðu húsi. Verða samt að byrja í Þvottum, saltfiski og kolaburði – Þeirri vinnu sem konur eiga kost á til að sjá sér farborða. Lífið er strit. þó vilja Þær heldur strita og ráða sér sjálfar í kaupstaðnum en vera öðrum háðar uppi í sveit.

v

vonaR landið

frá sér yfir Þrjátíu bækur, birt smá­ sögur í safnritum og samið leikrit fyrir útvarp og svið. Fyrir barnabækur sínar hefur hún meðal annars hlotið

K r i s t ín S t e i nsd ó t t i r

Íslensku barnabókaverðlaunin,

Vonarlandið er Reykjavíkursaga sem gerist á seinni hluta 19. aldar, saga nokkurra alÞýðukvenna sem búa saman í litlu koti og reyna að bjarga sér sem best Þær geta. Áföll dynja yfir en Þær kunna líka að snúa á tilveruna og brosa framan í heiminn.

Norrænu barnabókaverðlaunin og Sögustein, en fyrir skáldsögur hefur hún verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, fengið Menningarverðlaun DV og Fjöru­ verðlaunin tvívegis. Verk hennar hafa komið út á Norðurlöndunum, í þýska­landi og víðar.

ISBN 978-9979-2-2296-5

9 789979 222965

kristín steinsdóttir er mögnuð sagnakona og hefur hlotið mikið lof fyrir skáldsögur sínar, ekki síst metsölubókina Ljósu. Í Þessari líflegu og heillandi sögu segir hún frá forvitnilegum konum sem Þrá að sleppa úr viðjum fátæktar – og láta ekki sitja við orðin tóm!

K r i s t ín S t e i nsd ó t t i r

vonaR landið


1 Þegar Guðfinna gengur upp Bakarastíginn er líf tekið að færast í bæinn og vatnsberarnir að tínast að. Hún staldrar við og eitt augnablik langar hana til að henda frá sér balanum og slást í hópinn í stað þess að fara inn í Laugar. Þarna er Jóka mætt með vatnsskjólurnar. Þær fylgjast oft að fyrsta spölinn á morgnana en í dag tók það Guðfinnu lengri tíma en venjulega að festa þvottabalann og búa sig af stað og Jóka var þotin á undan. Segir það skipta máli að komast snemma í röðina. Þyrpingin við vatnspóstinn er þögul í morgunsárið. Þeir sem bíða blása í kaun og berja sér til hita, einhver raular lagstúf en sá sem póstar vatninu reynir að hraða sér. Sé hann að drolla fær hann að finna fyrir því hjá hinum. Úti í myrkrinu hrópar næturvörðurinn: – Klukkan er sex! Vindurinn er hóflegur! – Æ, haltu kjafti, mannskratti, er tautað í þvögunni. Svo halda menn áfram að þegja og bíða. 5


Guðfinna veit að við Laugarnar verður hún ekki ein. Hún er farin að kynnast sumum stúlkunum og spjalla við þær. Annars heldur hún sig mest til hlés og er eins og úti á þekju eftir að Stefanía fór. Hún kastar kveðju á vatnsberana og heldur áfram upp brekkuna. Þrátt fyrir myrkur reynir hún að feta sig hratt en örugglega ósléttan stíginn, beygir á réttum stað, þræðir troðning gegnum Skuggahverfið og niður undir sjó. Eftir sporunum að dæma er hún ekki fyrst á ferð. Í gær snjóaði en í nótt hefur blotað og hún óttast að fyrr en varir verði allt orðið eitt forarsvað. Svo gæti hann líka skollið á með snjókomu. Það kembdi illilega fram af Esjunni rétt fyrir myrkur í gær. Hún er búin að vera nógu lengi í Reykjavík til þess að þekkja að það er ekki góðs viti. Guðfinna rýnir út í myrkrið, vonast eftir að koma auga á einhverja hreyfingu á undan sér eða eftir, veru með pinkla á baki, en sér ekkert. Heyrir ekki neitt nema gnauðið í vindinum. Hún er ekki beint óörugg, búin að fara þessa leið oft áður, en henni hefði þótt betra að fylgjast með öðrum svona snemma morguns. Leyfir sér samt ekki að vera með neina vitleysu. Stundum ræður hún bara ekkert við óttann. Eins og núna, ein í myrkri um hánótt. Hún saknar Stefaníu. Nú er hún komin yfir Rauðarárósinn. Henni skilar vel áfram, heyrir ölduna skella í flæðarmálinu fyrir neðan og finnur sterka sjávarlyktina. Hún veit að nú er minnkandi tungl. Það ætti að vera á lofti síðla nætur og veita birtu ef skýin byrgðu ekki alla sýn. 6


Hamingjan sanna, hvaða hávaði er þetta? Fyrir aftan hana eða framan? Hún stoppar og snýr sér við, kreppir hnefana, tilbúin að mæta hverju sem er. Heldur niðri í sér andanum en heyrir ekki neitt. Sér heldur ekkert. Byrjar að raula sálm til að róa sig en ákveður svo að hugsa heldur um eitthvað skemmtilegt, hugsa um sumarið og vorið. Syngja lag sem mamma söng þegar systkinin voru lítil. Hvað þau töluðu oft um Vonarlandið og skóginn, létu sig dreyma um útlönd, gullið og demantana! Enginn í sveitinni átti viðlíka dýrgripi sem glóðu líkt og stjörnurnar á himnafestingunni í björtu veðri: Hún kemur til mín vonin og kyssir mig á vanga. En hún er óðar hlaupin burt með hárið síða langa. Hún segist skuli gefa mér góss og gæði nóg, gullið allt og demantana í Vonarlandsins skóg. Hún raular lágt í byrjun en sækir svo í sig veðrið og syngur vísuna aftur og aftur. Greikkar sporið. Það er helst á morgnana sem óttinn nær tökum á henni. Annars hleypir hún honum ekki að. Með Stefaníu var hún aldrei hrædd og ætlar ekki að taka upp á því núna. Þegar þvottakonurnar fá sér kaffi og rétta úr bakinu eru sagðar sögur. Þá er talað um gott og vont. Oftar um gott. 7


Sé blíða er hlegið og ærslast. Þær eldri hrista höfuðið, stynja og púa. Muna tímana tvenna og ekki allt jafnfallegt. Hana langar að spyrja en vill ekki. Vonar að seinna fái hún að heyra meira. Að mörgu leyti er gott að vera aðkomin. Hún þekkir ekki draugana og fjörulallana, veit bara að hún ætlar ekki að láta hræða sig. Vill ekki fara heim í sveit­ ina aftur. Er sjálfrar sín í Reykjavík og ætlar að vera áfram. Hún setur skjóluna augnablik frá sér og hagræðir balanum á bakinu. Og nú grípur hana skelfingin. Hefur hún gleymt einhverju? Hún rýnir ofan í fötuna en sér illa. Þreifar fyrir sér í myrkrinu og finnur sápuna, þvottaklappið, sóda, bolla, kaffikönnu og matarbita. Guði sé lof, allt á sínum stað. Í dag er hún með þvott af tveimur kennurum við Lærða skólann og bætti við á síðustu stundu nokkrum flíkum fyrir pilt í skólanum sem þurfti sárlega að láta þvo af sér. Kannski var þetta fullmikill burður en hún tímir engu að sleppa. Hún fær greiðslu frá þeim öllum og veit hvað hún getur. Er skuldug og þarf að halda vel á spöðunum. Við Fúlutjarnarlæk gengur hún fram á stúlku sem á í basli með farangurinn. Hún losar hana við skjóluna. Stúlkan er þakklát, talar um veðrið og færðina. Lækurinn er með minnsta móti og þær stikla auðveldlega yfir, losna við að fara niður í fjöru. Síðasti spölurinn er yfir Kirkjumýrina. Hann er drjúgur. Þær sneiða hjá mýrarkeldunum, gæta þess að týna ekki stígnum. Og nú sjá þær gráhvíta gufustrókana frá Laugunum stíga upp í loftið. 8


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.