2010-08 Gallerí Snærós & Mupimup in Egilsstaðir

Page 1

Sólrún Friðriksdóttir

Ríkharður Valtingojer

Zdenek Patak

Rósa Valtingojer

Gallerí Snærós & Mupimup í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 14.-29.8. 2010


Gallerí Snærós Stöðvarfjörður

Ríkharður Valtingojer og Sólrún Friðriksdóttir hafa rekið Gallerí Snærós á Stöðvarfirði síðan 1988 í tenglsum við vinnustofur sínar. Er það opið daglega yfir sumartímann en annars eftir samkomulagi. Þar eru til sýnis og sölu myndlist þeirra og handunnir listmunir, s.s. grafík , málverk , textíll, skartgripir, keramik og glermunir. Galleríið stendur einnig fyrir skipulögðum myndlistar-og hönnunarsýningum. Í tengslum við galleríið er Grafíksetrið sem er mjög vel tæk jum búið grafíkverkstæði þar sem haldin eru námskeið/workshop í myndlist og handverki.


Endurvinnsla í gegnum hönnun Mupimup er eco-hönnunarvinnsla, staðsett á Stöðvarfirði, sem einbeitir sér að því að hanna vörur úr hlutum og efni sem tapað hefur verðgildi sínu. Mupimup er rekið af tveimur hönnuðum, Rósu Valtingojer og Zdenek Patak. “Eins og stendur erum við í Mupimup að vinna úr efni eins og PET, plexígleri og fatnaði. Þetta efni notum við í ljósa-og textílhönnun.” Hluti af hönnunarvinnunni fer fram í samstarfi við aðra listamenn, hönnuði og vini.


Ríkharður Valtingojer er fæddur í Bozen í Suður-Tyrol árið 1935. Hann ólst upp í Austurríki og stundaði listnám í Listaakademíunni í Vínarborg og útskrifaðist þar úr málaradeild. Hann hefur búið á Íslandi síðan 1960 og kenndi lengi við grafíkdeildir M.H.Í. og Listaháskólans í Reyk javík. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Hefur hann fengið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín og var á síðasta ári útnefndur heiðursfélagi í félaginu Íslensk Grafík. rikhardur@centrum.is

Sólrún Friðriksdóttir er fædd á Stöðvarfirði árið 1955. Hún útskrifaðist sem myndlistarkennari frá Myndlista-og handíðaskóla Íslands og stundaði síðan textílnám við sama skóla og einnig í Svíþjóð og Austurríki. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Hún starfar sem kennari við Grunnskólann á Stöðvarfirði og hefur einnig kennt á fjölmörgum myndlistarnámskeiðum.

solrun.frid@simnet.is

Zdenek Paták (1979) er grafískur hönnuður frá Tékklandi. Hann stundaði nám í AAAD Listaháskólanum í Prag, í deildum fyrir grafíska hönnun og myndskreytingu. Sem grafískur hönnuður var hann þátttakandi í sænskri hönnunarstofu, Theygraphics, í Stokkhólmi. 2007 flutti hann frá Prag til Stöðvarfjarðar með Rósu eiginkonu sinni. Þau hófu þá starfsemi sem kallast Mupimup, þar sem þau endurvinna hluti og efni sem hafa ekki notagildi lengur yfir í hönnunarvörur. Markmið þeirra er að bygg ja upp eigin hönnunarvinnslu á Stöðvarfirði. zdenek@mupimup.net Rósa Valtingojer (1983) er starfandi keramik-og textíl-

listakona. Hún stundaði nám á myndlistarbraut í Fjölbrautaskólanum Breiðholti og útskrifaðist þaðan árið 2003. Rósa hefur síðastliðin ár unnið við gerð listmuna sem seldir hafa verið í Gallerí Snærós og víðar. Árið 2008 hóf Rósa samstarf við eiginmann sinn, Zdenek Patak. Þá stofnuðu þau hönnunarvinnsluna Mupimup, sem hefur það markmið að framleiða hönnunarvörur úr afgangs hráefni, endurvinnsla í gegnum hönnun. rosa@mupimup.net

Komið og heimsækið okkur í Gallerí Snærós eða Mupimup vinnustofuni á Stöðvarfirði. 475 8931, 861 7556 og 849 8630


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.