k ta in se pi ey Ók
áfangar >>
ferðalög & útivist
nóvember 2010 1. tölublað 1. árgangur
Eru tryggingarnar í lagi? Varðan hans Harðar
Fullt af rjúpu
Vínræktin heillar Munaðurinn í algleymi
Sahara Í úrhelli í
Draumahlaup Ágústar Kvarans virtist við að breytast í martröð þegar rigning og flóð settu áform manna úr skorðum.
Skíðaparadísin
>> Skíðavertíðin er að fara í gang. Mikill hugur er í forsvarsmönnum skíðasvæða sem búa sig undir að fá metfjölda skíðafólks á svæðin norðan heiða í vetur.
Efnisyfirlit Leiðari
Nóg af rjúpu til að veiða Rjúpnaveiðimenn taka gleði sína á ný og byrja að veiða í jólamatinn. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss, telur að veiðin verði góð ef veðrið verður heppilegt, enda sé nóg af fugli og þá sérstaklega austan lands og norðan.
4
Bls.
Vörðurnar kallast á Fjölmennur hópur kvenna og karla réðist í að reisa vörðu í Hlíðarfjalli að ósk Harðar Sverrisson, lyftuvarðar á skíðasvæðinu. Varðan kallast á við Menntaskólavörðuna á Vaðlaheiði, hún sést vel frá Akureyri og á að hvetja fólk til dáða í fjallgöngum.
Bls.
6
Hlaupið í eyðimörkinni Ofurhlauparinn Ágúst Kvaran tók sig til og hljóp um 200 kílómetra í Sahara-eyðimörkinni. Þó var útlitið ekki gott í fyrstu því eftir hálfs árs undirbúningu settu hellirigning og flóð allar áætlanir um hlaup úr skorðum.
Bls.
8-9
Ertu með réttu trygginguna? Það er ekki nóg að fólk sé tryggt á ferðalögum, það verður að vera með réttu trygginguna. Börkur Árnason fór yfir tryggingarnar skömmu fyrir mikla þolraun og keypti sér viðbótartryggingu sem kom að góðum notum. Hvað ber að varast og hvað á fólk að hafa í huga þegar það leggur í ferðalag?
Bls.
10
Drottning úthafanna Munaðurinn sem farþegar Queen Elizabeth, nýjasta skipsins í flota Cunard skipafélagsins fræga, búa við minnir helst á stórmyndir fjórða áratugar síðustu aldar þar sem lýst var lífi ríka fólksins. Vonir manna standa meðal annars til að skipið nái að heilla nýjar kynslóðir og tryggja þannig áframhaldandi velgengni félagsins. Bls.
12
Að reyna á sig Þessi frumstæði lifnaðarháttur, þar sem maður ferðast undir eigin afli og ber á sér allar matarbirgðar, og er ekki í einhverjum toppgæðum með bíl og tjaldvagn, er eitthvað sem höfðar til mín, án þess að ég kunni að útskýra hvers vegna, segir Ágúst Kvaran, ofurhlaupari, fjallgöngumaður og hjólakappi, í viðtali hér í fyrsta tölublaði Áfanga. Sennilega lýsa orð hans tilfinningu margs útivistar- og ferðafólks sem velkist ekki í vafa um hversu ánægjulegt það er að segja skilið við hversdagslífið stutta stund og fara út í náttúruna og reyna á sig. En kann kannski ekki endilega að svara því nákvæmlega hvers vegna áreynsla og frumstæðar aðstæður heilla meira en öll þau þægindi sem nútímalíf hefur upp á að bjóða, veit bara hversu gefandi það er. Þetta er meðal annarra fólkið sem Áfangar fjalla um. Fólkið sem fer út og lifir lífinu lifandi. En við gleymum ekki þægindunum og tækifærunum til að slappa af. Samanber úttektina á nýja fljótandi lúxushótelinu Queen Elizabeth sem nýlega bættist í flota Cunard skipafélagsins og kostaði litla sjötíu milljarða króna. Stefnan er að tímaritið Áfangar, sem nú hefur göngu sína, verði fjölbreytt og áhugavert tímarit, sem segi hvort tveggja fréttir af fólki og viðfangsefnum þess og leiði í ljós þau tækifæri sem fólk hefur til að njóta ferða og útivistar. Ef þú hefur ábendingar um skemmtilegt efni, hefur áhugaverða sögu að segja eða vilt benda á skemmtilega útivistar- eða ferðamöguleika fögnum við því ef þú sendir okkur póst á afangar@goggur.is. Með bestu kveðju
Brynjólfur Þór Guðmundsson ritstjóri
Vínræktin heillar Vínræktarhéruðin á Spáni laða til sín sífellt fleiri ferðamenn sem vilja kynna sér betur uppruna uppáhalds landbúnaðarafurðarinnar sinnar.
Bls.
13
áfangar >>
ferðalög & útivist
Ritstjóri: Brynjólfur Þór Guðmundsson Útgefandi: Goggur ehf, Krókhálsi 5a, 110 Reykjavík, Sími 4450900 Bókhald: 5613000
Sex skíðasvæði á sama blettinum
Framkvæmdarstjóri:
Skíðaáhugamenn geta farið á skíði sex daga í röð á Norðurlandi án þess að renna sér oftar en einu sinni á sama skíðasvæðinu. Skíðavertíðin hefst í nóvember og standa vonir manna til að þeim fjölgi talsvert sem skella sér á skíði norðan heiða.
Sigurjón M Egilsson
Bls.
14
Útgáfustjóri: Hildur Sif Kristborgardóttir, hildur@goggur.is Auglýsingar: Í þínum sporum ehf, Sími 6994997 Prentun og dreifing: Landsprent Dreift til fjölda einstaklinga, á stærstu vinnustaði og biðstofur. Upplag: 6.500 eintök.
2
áfangar nóvember 2010
Sími 483-4467
Ódýr heimilismatur í hádegi af hlaðborði frá kl.11.30-13.30 Súpa Aðalréttur Kaffi og biti
PIZZUR-SMÁRÉTTIR-STEIKUR-BAR Eftir kl. 18.00 steikur í sal. Allt frá fingurfæði til glæsiveislu-Veislur og veisluþjónusta. Hafið samband og við aðstoðum.
Veitingastaður með metnað í hverri afgreiðslu. Leigjum út Sali fyrir ýmis tækifæri. Boltinn á breiðtjaldi og aðrir stórviðburðir. Sími 483-4467 Erum einnig með sumarhúsaleiguna að Núpum Hótel Hlíð notalegt sveitahótel skammt frá Hveragerði. Gæði Þjónusta Lipurð Stöðugleiki Verið velkomin, fjöldskyldan á SETRINU www.hoflandsetrid.is og www.hotel-hlid.is og www.nupar.is
Nóg af rjúpu
Rjúpnaveiðimenn eru bjartsýnir á veiðina framundan. Mikið er af fugli norðanlands og austan og því má búast við góðri veiði ef veður verður gott.
Nema að menn veiddu dálítið hressilega fyrstu helgina, vegna þess að þá voru einstaklega góð skilyrði. Bæði var veður með besta móti og mikið af rjúpu. Með hluta veiðinnar Veiðimenn skjóta að meðaltali 15 rjúpur og eru þrjá og hálfan dag að því.
Veiðin eftir landshlutum Norðurland eystra Austurland Norðurland vestra Vesturland Suðurland Vestfirðir
20.101 18.903 15.906 14.757 8.553 6.752
ana. Miðað við hvernig þetta var fyrir bann, hefur sóknin aðeins verið að falla, meðaltalið var fjórir og hálfur dagur fyrir bann.“ Steinar segir skýringuna að hluta vera þá hvernig veðrið er. „Þetta fer yfirleitt eftir veðri fyrstu helgina. Menn eru spenntir að komast á veiðar og ef veðrið er gott og mikið af rjúpu gengur oft vel. Menn klára jafnvel fyrstu helgina að ná því magni af rjúpu sem þeir ætluðu sér.“
Allt upp í 1.600 fuglar
Skotveiðimenn eru mjög misjafnir þegar kemur að því hvað þeir skjóta marga fugla. Meðalmaðurinn veiðir fimmtán fugla, samkvæmt skráningum. Þeir sem veiða mest eru tveir menn sem gáfu upp 1.600 fugla í fyrra, hvor um sig. Það jafngildir því að hvor um sig hafi veitt nærri níutíu fugla á dag miðað við átján daga úthald. Þó kann að vera að þessar tölur segi ekki allan sannleikann því nokkuð getur verið um að veiðimenn skrái á sig veiði annarra, jafnvel upp í fjögurra til fimm manna. Alls veiddu 5.615 skotveiðimenn 85 þúsund rjúpur í fyrra. Mest var veitt norðanlands og austan eða um 65 þúsund fuglar. Minnst var veitt á Vestfjörðum og litlu meira á Suðurlandi. Útlit er fyrir að svipaða sögu verði að segja í vetur. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, er bjartsýnn á að vel veiðist af rjúpu þetta árið. „Það er mjög mikið af rjúpu norðan og austan lands. Þannig að ég þykist vita að flestir veiðimenn fari þangað. Menn eru bjartsýnir en þetta ákvarðast mjög af veðrinu. Það er helsti þátturinn.“ Annað árið í röð er rjúpuveiðinni stýrt með þeim hætti að veiða má föstudaga, laugardaga og sunnudaga á sex vikna tímabili. Sigmar segir að veiðifyrirkomu4
áfangar nóvember 2010
lagið hafi að mestu reynst vel í fyrra. „Nema að menn veiddu dálítið hressilega fyrstu helgina, vegna þess að þá voru einstaklega góð skilyrði. Bæði var veður með besta móti og mikið af rjúpu,“ segir Sigmar og telur að þessa fyrstu helgi í fyrra hafi verið einhverjar bestu aðstæður til rjúpnaveiði um margra ára skeið.
Verja minni tíma á veiðum
Steinar Rafn Beck Baldursson, sérfræðingur á deild lífríkis og veiðistjórnunar
Félagsskapurinn mikilvægur Veiðin er stórt atriði en félagsskapurinn líka mikilvægur.
hjá Umhverfisstofnun, bendir á að sókn skotveiðimanna í rjúpuna hafi minnkað eftir að sölubann var sett á rjúpuna, alla vega ef tekið er mið af þeim dagafjölda sem þeir verja við veiðar. „ Menn sækja þetta að meðaltali á þremur og hálfum degi, þeir eru ekki að fara mikið meira. Menn eru ekkert að sækja stíft alla dag-
Ekki bara veiði
„Rjúpnaveiðin er mikið til félagsleg athöfn. Menn fara til veiða í góðra félaga hópi,“ segir Sigmar og bætir við að rjúpnaveiðin sé ekki eina málið heldur sé þetta miklu meira, félagsskapur og hreyfing svo eitthvað sé talið. Enda er það svo að vinahópar hafa farið saman á veiðar svo árum skiptir. „Menn verða að nýta færið og fara til veiða þegar veður gefur,“ segir Sigmar að lokum .
Rósa Helgadóttir
Tinna Gunnarsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir
Aðalsteinn Stefánsson
Orr
Sigríður Hjaltdal
Íslensk hönnun er auðlind til framtíðar Icelandic design our resource for the future Kraum Aðalstræti 10 Kjarvalsstaðir
S. 517 7797 www.kraum.is
9:00 – 18:00 weekdays 12:00 – 17:00 weekends
Það líður ekki sá dagur að maður horfi ekki upp í fjallið til að grobba sig aðeins innra með sér.
Reistu vörðu fyrir greiðann
Harðarvarða er nefnd eftir lyftuverðinum í Hlíðarfjalli sem átti sér þann draum að reist yrði varða sem kennileiti fyrir þá sem vildu ganga upp Hlíðarfjall. Varðan blasir nú við frá Akureyri. Fimm metra há varða er risin í Hlíðarfjalli og blasir við þegar horft er upp í fjallið frá Akureyri. Varðan er verk félaga í fjallgönguhópnum 24x24, sem reistu hana í tveimur áföngum. Þeir hófu verkið í fyrra og luku því núna í haust. Ragnar Sverrisson, kaupmaður og formaður 24x24, segir að verkið eigi sér langan aðdraganda, aðspurður um hvers vegna göngufólk hafi ráðist í að reisa vörðuna. „Það var vegna þess að bróðir minn Hörður Sverrisson sem er búinn að vera viðloðandi Hlíðarfjall í 60 ár, fyrst sem ungur drengur sem keppti á skíðum og síðar sem skíðaþjálfari og lyftuvörður, fór að tala við mig fyrir tíu árum um að það vantaði eitthvert kennileiti fyrir fólk til að ganga að uppi á fjallinu. Hann vildi setja upp vörðu og hafa þar bók þar sem fólk sem þangað kemur gæti skrifað nafn sitt.“
Margir tóku þátt Alls tóku 28 konur og karlar þátt í að reisa vörðuna. Hér sést hluti þess hóps.
Greiði fyrir greiða
Það varð svo úr að ráðist yrði í framkvæmdir þegar hópurinn sem stendur að Glerárdalshringnum, þar sem gengið er á 24 tinda á 24 klukkustundum, fékk inni á hótelinu á skíðasvæðinu þegar lagt var upp í þá miklu göngu. Hörður bróðir Sverris sá um að opna hótelið fyrir ferðalöngum og sjá til að þeir hefðu aðstöðu til að búa sig undir gönguna. „Hann tók það loforð af okkur í hópnum að fyrir hans greiða skyldum við byggja þessa vörðu í fjallinu,“ segir Ragnar um bróður sinn. „Það var upphafið að þessu. Við ætluðum að gera þetta í fyrra en komumst að því að þetta var meira verk en við héldum því varðan er fimm metra há.“ Það varð því úr að grjóti í vörðuna var safnað í fyrra þegar göngugarparnir fóru upp að vörðustæðinu tvær helgar til undirbúnings að því að reisa vörðuna. Í haust var svo farið aftur upp þrjár helgar og núna með stillansa svo hægt væri að reisa fimm metra háa vörðuna. Alls komu 28 manns að vinnunni. „Það má líka geta þess að hleðslumeistarinn er garðyrkjumeistari. Tómas Júlíusson er góður Akureyringur en býr nú í Reykjavík. Hann kom hingað og aðstoðaði okkur við að reisa vörðuna. Þess vegna er þetta svona fagurlega gert.“
Varðan reist Það er hægara sagt en gert að reisa fimm metra háa vörðu. Grjótið var týnt í nágrenni hennar.
Vel tekið í vörðuna
Ragnar er ánægður með afraksturinn og segir vörðuna hafa vakið mikla athygli. „Þetta sést mjög vel frá bænum. Ég var þarna upp frá fyrir hálfum mánuði þegar var mjög gott veður hér, eins og um mest allt land. Þá höfðu um 40 manns gengið upp á fjallið þá helgina og ritað nafn sitt í vörðuna og hundrað manns á einum mánuði. Ragnar segir að nú hafi draumur bróður hans, Harðar sem Harðarvarða er nefnd eftir, ræst. Fólk sem komið hafi á skíði í Hlíðarfjalli hafi oft spurt Hörð hvaða leið það ætti að fara upp á fjallið. Nú sé komið kennileitið sem vantaði. „Nú getur hann bent á vörðuna og sagt fólki að fara upp að henni.“ 6
áfangar nóvember 2010
Mörg handtök Það tók hóp fólks tvær helgar að safna grjóti í vörðuna og þrjár til viðbótar að reisa hana.
Vörður kallast á
Þetta er ekki eina varðan í Eyjafirði sem sést langar leiðir. Ragnar bendir á Mennstaskólavörðuna sem á Vaðlaheiði. „Gamlir menn sem hafa komið í búðina mína, menn sem hafa verið mikið í útivist, tala um að vörðurnar kallist á.“ Ragnar viðurkennir að það sé ánægjulegt að horfa frá
70 tonn grjóts Varðan er mikil smíð. Fólkið sem reisti hana hefur reiknað út að grjótið í henni vegi 70 tonn.
Akureyri upp í fjallið í góðu veðri og sjá vörðuna blasa við úr bænum. „Það líður ekki sá dagur að maður horfi ekki upp í fjallið til að grobba sig aðeins innra með sér,“ segir hann í léttum dúr og bætir við að fólkið sem tók þátt í að reisa vörðuna sé ánægt með hvernig til hafi tekist.
Landslagið var mjög fallegt. Það er ekki bara öldurnar. Ég man eftir að í langa hlaupinu var mjög falleg fjallasýn í suðurátt Alsírsmegin. Það var mjög fallegt þannig að maður var að kíkja upp fyrir sig þegar maður var að hlaupa.
Sahara Í úrhelli í
Úrhellisrigning tók á móti Ágústi Kvaran prófessori þegar hann fór til Marokkó að hlaupa í Sahara-eyðimörkinni. Það kom þó ekki fyrir að hann hljóp um 200 kílómetra í steikjandi hita, leið sem lá um sandöldur og upp grýttar hæðir.
Þessi frumstæði lifnaðarháttur, þar sem maður ferðast undir eigin afli og ber á sér allar matarbirgðar, og er ekki í einhverjum toppgæðum með bíl og tjaldvagn, er eitthvað sem höfðar til mín, án þess að ég kunni að útskýra hvers vegna, segir Ágúst Kvaran, ofurhlaupari, fjallgöngumaður og hjólakappi. Ágúst hefur lagt mikið á sig á ferðalögum sínum. Hann hefur meðal annars farið í löng ferðalög á hjóli þar sem hann ber allar birgðir með sér og er í fjallgönguhóp sem hefur farið víða en eitthvert mesta ævintýri hans hlýtur þó að teljast hlaup um Sahara-eyðimörkina í Marokkó þar sem hann hljóp með allar matarbirgðir á bakinu, upp undir hundrað kílómetra á dag. Ágúst hefur á löngum hlaupaferli tekið þátt í mörgum ofurhlaupum. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í Comrades hlaupinu í Suður-Afríku og jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í 100 kílómetra hlaupi. Það liðu þó nokkur ár frá þeim hlaupum hans þar til hann ákvað að leggja á sig ferðalag til Afríku að spreyta sig við ofurhlaup í eyðimörkinni. Hann segir það þó alltaf hafa blundað í sér að hlaupa í Sahara. „Þetta Ég var búinn að heyra af þessu, sjá þetta í sjónvarpi, þetta var mikið i Eurosport. Svo man ég eftir þætti um Dana sem fór 8
áfangar nóvember 2010
í hlaupið. Þar var fylgst með honum og það kveikti í mér að sjá dramatíkina í kringum þetta. Fólk er búið að leggja á sig hálfs til eins árs undirbúning og þegar í mark var komið var það jafnvel grátandi vegna þess að þetta var svo tilfinningaþrungin stund.“
„Það var svolítið dramatísk. Við vorum komin á staðinn og þá var hellirigning. Í bæ við jaðar eyðimerkurinn var hellirigning en samt var haldið af stað 300 kílómetra inn í eyðimörkina. Það rigndi og rigndi og rigndi.“
Fyllti bakpokann af kartöflum
Þegar komið var á staðinn þar sem hlaupið átti að hefjast hófst mikil rekistefna meðal skipuleggjenda en hlaupararnir sem komnir voru víðs vegar að fengu litlar sem engar upplýsingar um hvað væri framundan. Helst óttuðust menn að hlaupið yrði blásið af þetta árið. Þetta hefði orðið í annað skipti sem Ágúst yrði af hlaupinu en árið áður þurfti hann að hætta við vegna meiðsla. Seint og um síðir bárust hins vegar fréttir af því að hlaupið færi fram en með mjög breyttu sniði. Upphaflega átti að hlaupa sex dagleiðir á sjö dögum en ljóst varð að breyta þyrfti öllu skipulaginu. Fyrsta hlaupið féll niður vegna rigningarinnar og síðan var hlaupið 33 kílómetra í fjölbreyttu landslagi í fyrsta áfanga. „Þetta er ekki endalaus sandur. Þvert á móti tala menn um að 20 til 25 prósent af hlaupinu sé með sandi. Svo er grófara undirlag, klappir og stórgrýtt. Þarna eru árfarvegir og stundum hlupum við eftir vegartroðningum,“ segir Ágúst
Það varð því úr að Ágúst skráði sig og byrjaði hálfs árs undirbúning fyrir hlaupið, þar sem hann hljóp að meðaltali um 100 kílómetra á viku og upp í 160 kílómetra þegar mest var. Og það var ekki nóg að hlaupa mikið því hann þurfti að æfa sig að hlaupa með allar birgðar nema vatn og tjald sem skipuleggjendur hlaupsins sjá um. „Ég jók alltaf birgðarnar á þessu hálfa ári. Ég byrjaði létt með bakpoka og jók þetta upp í þrettán kíló,“ segir Ágúst. „Ég fyllti bakpokann. Ég setti kartöflupoka í hann í eitt skiptið og einhverja vatnsbrúsa og hljóp í kringum Þingvallavatn. Þannig að það var stigmögnun í þessu álagi.“ Það mátti hins vegar litlu muna, þegar til Marokkó var komið, að allur undirbúningurinn yrði til einskis. Því þegar í eyðimörkina var komið var það ekki sól og hiti sem tók á móti Ágústi og öðrum hlaupurum heldur hellirigning og vatnsflóð.
Algjör óvissa
og bætir við. „Margir spyrja hvort það sé ekki hræðilegur hiti. Þegar ég hljóp fór hitinn upp í 40 stig og hefur áður farið í 50 stig.“ Hann segir þetta samt ekki jafn slæmt og það hljómar, enda munur á hitanum í eyðimörkinni annars vegar og í rakara loftslagi. „Ég myndi ekki bjóða í að hlaupa í 40 stiga molluhita. Ég held að 40 stig þurr hiti sé eins og 30 stiga hiti í raka. Þetta er því bærilegra.“
Hlupu 1. apríl
Annað hlaupið var 36 kílómetra hringur en síðan tók við spennuþrunginn bið meðan fólk beið eftir að komast að því hvað gerðist næst. „Svo var algjör óvissa og við vissum ekki hvort það ætti að sleppa lengstu dagleiðinni eða hvað. Menn voru að spjalla sín á milli og Frakkarnir sem skipulögðu þetta ekkert að segja manni alltof mikið. Nema svo vaknar maður klukkan sex um morguninn og þá ganga skipuleggjarar á milli tjaldanna til að segja mönnum hvað biði þeirra. Ég gleymi því aldrei að það kom þarna stúlka inn og sagði að það hefði verið ákveðið að lengja lengstu dagleiðina til að bæta fyrir missinn fyrsta daginn og að nú ætti að hlaupa lengstu dagleið í sögu keppninnar. Og svo bætti hún við: „Þið eigið að vera mættir eftir tvo klukkutíma.“ Við vorum tveir
1
2
1. Á ferð í sandöldunum Hlaupararnir fóru um fjölbreytt svæði, upp og niður sandöldur, yfir steinsléttur og um grýtt fjöll. 2. Ánægðir að hlaupi loknu Ágúst fagnaði með Justin Bjarnasyni, Íslendingi sem alinn var upp í Bretlandi, eftir að þeir luku síðasta hlaupinu í Marathon des Sables.
>> Sahara-eyðimörkin
Sahara er önnur stærsta eyðimörk heims (á eftir Suðurskautslandinu) og nær yfir 9.000.000 km² svæði, eða allan norðurhluta Afríku. Hitinn í eyðimörkinni getur náð 57°C yfir daginn og farið undir frostmark á nóttunni. Sahara er um 2,5 milljón ára gömul. Sahara skiptist milli landanna Marokkó, Túnis, Alsír, Líbýu, Vestur-Sahara, Máritaníu, Malí, Níger, Tsjad, Egyptalands og Súdan. Hún nær samfellt 4.000 km frá Atlantshafi í vestri að Rauðahafi í austri, ef Nílardalur er undanskilinn. Frá Miðjarðarhafi og Atlasfjöllum í norðri þangað sem hún mætir sléttunum í Mið-Afríku eru 2000 km. Þar verða skilin milli eyðimerkur og gróðurlendis smám saman ógreinilegri. Á þessu svæði, sem þekur 27% af álfunni, búa um 2,5 milljónir manna með ólíka menningu, bændur, hirðingjar, veiðimenn og safnarar. Helstu þjóðarbrotin eru Túaregar, Saravar, Márar, Tíbúfólkið, Núbíumenn og Kanúrífólkið. Helstu borgir eru Núaksjott í Máritaníu, Algeirsborg í Alsír, Timbúktú í Malí, Agadez í Níger, Ghat í Líbýu og Faya í Tsjad. Í Sahara er víða að finna vatn í jörðu, og þar er fjölbreytt dýralíf. Heimild: Wikipedia
Það var svolítið dramatísk. Við vorum komin á staðinn og þá var hellirigning. Í bæ við jaðar eyðimerkurinn var hellirigning en samt var haldið af stað 300 kílómetra inn í eyðimörkina. Það rigndi og rigndi og rigndi. saman, ég og einn Dani, í tjaldinu. Við gláptum á hvorn annan og vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Þessi dagleið var 91 kílómetri en lengstu dagleiðirnar til þessa höfðu verið innan við áttatíu kílómetrar. Það munar strax um 11 til 12 kílómetra lengingu. Og ekki nóg með að þetta væri lengsta dagleiðin heldur var þetta 1. apríl svo við hlupum 1. apríl.“Ekki var nóg með að dagleiðin væri lengri en aðrar heldur var hlaupaleiðin sú erfiðasta í Marathon des Sables. Enda tók ferðin langan tíma og var komin nótt áður en keppendur luku leiðinni. „Þá var ég með ennisljós en skipuleggjendur merktu leiðina með sjálflýsandi stikum með reglulegu millibili þannig að þegar komið var að einni stiku sást sú næsta. Því var ekki hætta á að menn rötuðu ekki. Svo í lokin sendu þeir grænan leysigeisla beint upp í loft-
ið sem sást langar leiðir. Það var merkileg upplifun að vera úti í eyðimörkinni og sjá grænan geisla sem maður elti,“ segir Ágúst og brosir við upprifjunina. Næsta dag sváfu menn að mestu og jöfnuðu sig eftir hlaupið. Fjórða hlaupið varð svo það síðasta, maraþonhlaup yfir fjallgarða, grýttar sléttur, klappir, sanda og hóla. Eftir samanlagt 202 kílómetra kom Ágúst í mark. „Þegar maður klárar hlaupið verður stemningin þannig að maður verður tilfinningaríkur. Eftir allan þennan undirbúning verður maður hálfhrærður við að ljúka þessu. Þó ég hafi ekki grenjað þarna í markinu voru margir sem brotnuðu bara niður.“
Magnað landslag
„Það er svo magnað að sjá þetta,“segir Ágúst um upplifunina af hlaupinu og umhverfinu. „Þetta eru svo stórar öldur sem
3. Regnbogi í Sahara Fyrsta upplifun hlaupara í Marokkó kom þeim á óvart. Þeir lentu í hellirigningu og óttuðust menn að ekkert yrði úr hlaupinu í eyðimörkinni vegna flóða og rigningar.
3
rúlla upp og niður. Það kom mér á óvart að sandurinn var þéttari en ég átti von á. Kannski vegna rigningarinnar dagana á undan. Það sem kom mér líka á óvart var hvað öldurnar voru stórar. Þetta er heljarinnar landslag sjálfar öldurnar. Inn á milli var þetta stórgrýttara.“ „Landslagið var mjög fallegt. Það er ekki bara öldurnar. Ég man eftir að í langa hlaupinu var mjög falleg fjallasýn í suðurátt Alsírsmegin. Það var mjög fallegt þannig að maður var að kíkja upp fyrir sig þegar maður var að hlaupa.“
Þurrasta hlaup heims
Ágúst er hvergi nærri hættur. Fyrir utan að æfa með Hlaupahópi lýðveldisins, fara í fjallahjólreiðaferðir til útlanda með Hjólahlaupi lýðveldisins og ganga á fjöll með 3F Félagi farlama fræðinga íhugar hann nú alvarlega að fara til Suður-Amer-
íku. „Nú er ég reyndar að gæla við annað hlaup eftir hálft ár. Það er í eyðimörkinni í Chile, skammt frá þar sem námamönnunum var bjargað upp úr námunni. Uppbyggingin á því er svipuð og á Marathon des Sables. Bandaríkjamenn skipuleggja þetta hlaup og þrjú til viðbótar. Hlaupið í Atacama, sem ég stefni á, kalla þeir þurrasta hlaup heims. Þeir eru með annað hlaup sem þeir kalla það heitasta og er hlaupið í Sahara í Egyptalandi og þriðja hlaupið er í Gobi-eyðimörkinni. Fjórða hlaupið, og menn þurfa að hafa klárað minnst tvö af hinum þremur til að komast í það, er það kaldasta í heimi, sem hlaupið er á Suðurskautslandinu.“ Hann tekur þó fram að hann hafi enn sem komið er ekki sett stefnuna á fleiri hlaup í hlauparöðinni en Atacama, en eitthvað í svip hans gefur til kynna að það gæti breyst síðar. nóvember 2010
áfangar
9
Ferðatryggingar – útivistartryggingar:
Tryggði sig á síðustu stundu Það getur borgað sig að vera vel tryggður á ferðalögum. Því komst Börkur Árnason að raun. Hins vegar er mikilvægt að skoða vel hvað tryggingarnar dekka ef þær eiga að gera gagn. „Ef ætlunin er að gera eitthvað út fyrir normið mæli ég með að fólk skoði vel hversu víðtækar tryggingarnar eru. Það er betra að vera viss og kaupa þá aukatryggingu til að forðast fjárútlát, enda nóg að hafa áhyggjur af heilsunni,“ segir Börkur Árnason. Börkur tók þátt í Western States 100 mílna hlaupinu síðasta sumar. Þar eru hlaupnir rúmir 160 kílómetrar um fjöll og fyrnindi. „Ég var að fara að taka þátt í löngu hlaupi og hafði lesið nokkrar sögur af hlaupurum sem þurftu á aðhlynningu að halda á sjúkrahúsi eftir það, bæði í lengri og skemmri tíma. Eftir að hafa skoðað mínar tryggingar, þá varð mér það ljóst að þær dekkuðu ekki þátttöku í íþróttaviðburðum. Ég vissi að ég gat keypt víðtæka tryggingu hjá tryggingafyrirtækinu Gjensidige, í Noregi þar sem ég bý, fyrir lítinn pening og skellti mér á hana viku fyrir brottför.“
í hremmingum
Þessi ákvörðun Barkar, að fara vel yfir tryggingarnar sínar og bæta við tryggingu fyrir það sem upp á vantaði átti eftir að reynast honum dýrmæt. „Ég lenti í hremmingum seinnihluta hlaupsins vegna vökvaskorts og þurfti til að mynda að fá vökva í æð. Ég eyddi um það bil sólarhring á sjúkrahúsi þar til allt var komið í samt lag. Allt
12
áfangar nóvember 2010
>> Óhöppin geta verið dýr
vesen varðandi borgun á reikningum og samskipti við sjúkrahúsið sá tryggingarfélagið alfarið um og ég þurfti ekkert að gera nema að áframsenda þá reikinga sem komu til mín. Þar sem sjúkrahúsvist í USA er ekki gefins þá slapp ég við dágóða reikninga sem ég hefði hugsanlega þurft að greiða ef ég hefði ekki keypt þessa tryggingu.“ Ábendingar Barkar eru í fullu gildi, ekki bara fyrir þá sem ætla sér í erfiðar ferðir og hættulegar heldur flesta eða alla ferðamenn þar sem það er aldrei að vita hvenær eitthvað kemur upp á.
Skoðið tryggingarnar vel
Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna, tekur undir með Berki og segir að áður en fólk kaupir ferðatryggingu og leggur upp í ferðalag sé mikilBörkur Árnason vægt að kynna sér „Ég lenti í hremmingum hvað getur komið fyrí seinnihluta hlaupsins ir á ferðalaginu og atvegna vökvaskorts og þurfti huga hvort það sé ekki til að mynda að fá vökva í örugglega innifalið æð. Ég eyddi um það bil sólarhring á sjúkrahúsi í tryggingunni. Eins þar til allt var komið í þurfi að skoða hvort samt lag.” sjálfsskuldarábyrgðin
Það getur verið dýrt að lenda í óhöppum á ferðalögum. Því kynntist sænsk fjölskylda sem týndist í ölpunum síðasta vetur. Henni var bjargað með þyrlu og kostnaðurinn nam einni og hálfri milljón króna. Neytendasamtökin greindu í framhaldinu frá könnun sænsku neytendasamtakanna á því hversu líklegt væri að ferðamenn þyrftu að greiða fyrir björgun sína. Niðurstaðan var sú að í fimmtán af 29 löndum væru einhverjar líkur á að ferðalangar þyftu að borga fyrir björgunaraðgerðir. Oftast væri þó hægt að kaupa sér tryggingu fyrir slíkum kostnaði. Mikill munur er milli landa og einnig getur verið munur innan landa. Þannig getur skipt máli hvar á Ítalíu þú ert stödd þegar þú týnist, í sumum héruðum er alltaf rukkað en ekki eða aðeins í ákveðnum tilfellum annars staðar. Samkvæmt úttektinni getur verið dýrast að týnast í Ungverjalandi og Slóvakíu þar sem kostnaðurinn getur hlaupið á tugum þúsunda evra eða milljónum króna.
sé það mikil að tryggingin geri takmarkað gagn. „Það sem alltaf þarf að hafa í huga þegar keyptar eru tryggingar er smáa letrið í skilmálunum. Það er svo margt sem er undanþegið og eins þarf að skoða sjálfsábyrgðina,“ segir Hildigunnur. Hún bendir á að nokkur mál hafi komið fyrir vátrygginganefnd þar sem tryggingafélög og tryggingatakar hafa deilt um hvort greiða ætti út bætur vegna ferðatryggingar. Margir eru með ferðatryggingar gegnum fjölskyldutryggingar eða greiðslukort. Þar er mikilvægt að skoða hvert gildissvið trygginganna er, segir Hildigunnur. Í stórum tryggingapökkum getur fólk stundum valið þætti inn í tryggingapakkann. Þá er mikilvægt að ganga úr skugga áður en lagt er af stað að trygging vegna hugsanlegra áfalla sé í gildi.
I
Þorgerður Einarsdóttir, 56 ára, dagmamma í Kópavogi. „Það sem íslenska þörunga hafkalkið hefur gert fyrir mig: Ég fékk slæma vefjagigt upp úr sjálfsofnæmi og fylgdu því miklir verkir og bólgur. Eftir að ég hafði prófað mig áfram með ýmis náttúruefni þá datt ég niður á þörunga hafkalkið. Ég fann smám saman að það dró úr verkjum og bólgum og líkaminn virðist vinna betur á allan hátt. Eftir að hafa tekið Hafkalk inn í nokkurn tíma finn ég stóran mun og það nægir mér. Ég mæli því hiklaust með inntöku Hafkalks og þakka kærlega fyrir“.
er náttúruleg steinefnablanda sem unnin er úr kalkþörungum úr Arnarfirði. er til að fyrirbyggja beinþynningu. styrkir brjósk og bein og virðist draga úr liðverkjum vegna slitgigtar. minnkar magasýrur og getur dregið úr brjóstsviða. Fjölmargir segja að neglur og hár verði fallegra og nokkrir segjast hafa losnað við sinadrátt og . fótaóeirð þegar þeir fóru að taka Fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt.
Ég hef oft sagt að við erum ekki safn, vegna þess að áður fyrr álitu margir að Cunard væri aðeins hefð, hluti af fortíðinni, sem er nokkuð sem við erum alls ekki.
Nýjasta siglandi höllin Queen Elizabeth fór í sjópróf í sumar og hóf reglubundnar siglingar í október.
Ekkert sparað í lúxusnum Nýjasta skip Cunard skipafélagsins, Queen Elizabeth, er fljótandi höll. Mikið hefur verið lagt í að hafa skipið sem glæsilegast og spilað er inn á hugmyndir fólks um lúxus yfirstéttarinnar á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Tilraun Cunard skipafélagsins til að koma listiskipum félagsins inn í 21. öldina kostaði rúma sextíu milljarða króna. Það er kostnaðurinn við nýjasta skip félagsins, Queen Elizabeth, sem hefur nú siglingar. „Ég hef oft sagt að við erum ekki safn, vegna þess að áður fyrr álitu margir að Cunard væri aðeins hefð, hluti af fortíðinni, sem er nokkuð sem við erum alls ekki,“ sagði Peter Shanks, einn framkvæmdastjóra Cunard, þegar Queen Elizabeth var tekin í notkun við hátíðlega athöfn. Eitt af því sem stjórnendur skipafélagsins vonast til að gera er að höfða meira til ungs fólks sem hefur hingað til ekki verið stórhluti af farþegum um borð í skipum félagsins.
Fyrir fullorðið fólk
1
Aðrir eru þó ekki í vafa um að það er ekki unga fólkið sem er helsti markhópur félagsins heldur gengur betur að höfða til eldra fólks. Einstaklinga sem eru minna fyrir ys og þys en vilja láta gera vel við sig í fríinu. „Þetta er skip fyrir fullorðið fólk sem vill vera fullorðið fólk,“ sagði Carolyn Spencer Brown, ritstjóri ferðavefsins Cruise Critic, þegar hún var beðin að lýsa skoðun sinni á skipinu. „Þetta er skip íhugunar. Þú getur fundið frið hérna. Hér getur þú fundið staði til að slappa af eða skemmta þér á yfirvegaðan máta. Við erum að tala um bókasöfn, bari sem eru með rólega og afslappandi tónlist.“
Lúxus og glæst fortíð
Eins og sextíu milljarða króna verðmiðinn á skipinu gefur til kynna er ekkert til sparað í að gera Queen Elizabeth sem veglegasta. Sérstök áhersla var lögð á að halda í anda fjórða áratugarins en eldra skip Cunard skipafélagsins með sama nafni var einmitt tekið í notkun 1938, rétt ári áður en seinni heimsstyrjöldin braust út. Innrétting nýja skipsins tekur mið af upphaflegu Queen Elizabeth og ýmsir hlutir sem voru í gamla skipinu hafa fengið nýtt hlutverk í nýja lystifleyinu. Minnstu herbergin sem hægt er að bóka eru fjórtán fermetrar. Þeir efnameiri geta hins vegar bókað sér 192 fermetra svítu, en henni fylgir líka einkaþjónn og fólk sleppur við allar raðir þegar það kemur um borð og fer frá borði. Þar á milli er hægt að fá herbergi og íbúðir af ýmsum stærðum, sum herbergi eru neðan sjávarmáls, íbúðir eru margar með gluggum og jafnvel svölum sem fólk getur farið út á án þess að yfirgefa herbergið sitt. 12
áfangar nóvember 2010
3
2
1. Drottningin við nafngiftina Elísabet drottning var viðstödd nafngift Queen Elizabeth, nýjasta skipsins í flota Cunard. Hér er hún í stóra andyri skipsins. 2. Síðdegisteið Strengjakvartett spilar hér undir meðan fólk fær sér te. 3. Stórglæsilegt leikhús Það er ekki margt við Royal Court leikhúsið í Queen Elizabeth sem minnir á að áhorfendur eru úti á rúmsjó. 4. Borðað í lúxus Reynt var að halda í anda fjórða áratugarins við hönnun skipsins.
4
>> Queen Elizabeth Skráð: Bretland Smíðað: 2010 Hraði: 23,7 hnútar Stærð: 90.900 tonn Farþegar: 2.068 Áhöfn: 996 Lengd: 294 metrar Ristir: 7,9 metra
>>Ódýrast í austri
Hótelverðin eru lægst í höfuðborg Lettlands en Reykjavík er í tíunda sæti yfir ódýrustu borgirnar. Þeir sem vilja halda hótelkostnaðinum í lágmarki ættu að ferðast til austurhluta Evrópu eða Asíu. Í þessum heimshlutum er nefnilega að finna ódýrustu gistinguna ef marka má verðkönnun Hotels.com, sem unnin var upp úr gögnum um verðlag á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Misjafn verð Austur-Evrópa og Asía Hótelin eru ódýrust í höfuðborg bjóða upp á hagstæða gistingu. Lettlands, Riga, þar sem nóttin kostaði að meðaltali rúmar níu þúsund íslenskar. Bangkok í Taílandi og Tallinn í Eistlandi komu svo í næstu tveimur sætum en Reykjavík er í því tíunda.
Búa sig undir samkeppni Eurostar missti einkaréttinn og erlend lestafélög boða samkeppni
>>Betri kostir í lestarferðum
Innan fárra ára verður mögulegt að taka lest beint frá Bretlandi til Þýskalands, Sviss og Hollands. Einokun fyrirtækisins Eurostar á lestarferðum um Ermasundsgöngin rann út í ár. Fyrirtækið hefur setið eitt að þessum markaði síðan göngin voru opnuð árið 1994 og hefur einbeitt sér að ferðum frá London til Brussel og Parísar. Með nýjum lestum, sem afhentar verða árið 2014, verður hægt að fjölga áfangastöðunum og hyggst Eurostar bæta Amsterdam og Genf við áætlunarkerfi sitt samkvæmt frétt á heimasíðu Telegraph. Ekki er langt síðan að forsvarsmenn þýska lestarfyrirtækisins Deutsche Bahn létu í veðri vaka að fljótlega myndu lestir þeirra keyra alla leið frá Frankfurt og Köln til höfuðborgar Bretlands og því stefnir í samkeppni á ferðum um göngin og vonandi lækkandi fargjöld.
Víngerðin dregur fólk að Ferðamenn vilja kynna sér vínframleiðsluna og fara margir langar leiðir til að skoða flest það sem viðkemur víngerð.
Spánn fyrir vínáhugafólk Vínræktarhéruðin á Spáni laða til sín sífellt fleiri ferðamenn sem vilja kynna sér betur uppruna uppáhalds landbúnaðarafurðarinnar sinnar. Það eru ekki mörg lönd sem bjóða upp á aðra eins veislu fyrir bragðlaukana og Spánn. Vínin og maturinn sem þaðan kemur er alla jafna hátt skrifaður og það er því ekki að undra að sælkerar allra landa fjölmenni þangað til að kynna sér uppruna þessara góðu veiga. Vínin frá Rioja hafa borið hróður héraðsins sem þau er kennd við víða. Þangað leggja því margir vínáhugamenn leið sína og á síðasta ári varð næstum því tvöföldun í fjölda gesta hjá vínbændunum í sveitinni. Vinsælast, hjá þessum hópi túrista, er hins vegar Penedés héraðið. Svæðið nýtur góðs af ferðamannastraumnum til
Barcelona enda aðeins klukkutíma ferðalag frá borginni og til bæjanna Vilafranca og Sant Sadurní d’Anoia þar sem miðstöð vínframleiðslu héraðsins er að finna. Í Penedés eru það freyðivínin (Cava) sem eru í mestum metum og vínkrárnar á þessum slóðum, þar sem setjast má niður og bragða á drykkjum heimamanna, eru nánast óteljandi. Það eru hins vegar margar fleiri spænskar sveitir sem hafa upp á spennandi hluti að bjóða fyrir áhugasama um vín og mat. Á heimasíðu ferðamálaráðs Spánar má finna gagnlegar upplýsingar um rómuðustu vínræktarhéruð landsins og þá möguleika sem þar er að finna til að bragða á góðum vínum og kynna sér heimahaga þeirra um leið. Slóðin er http://www.spain.info/en/ saborea/rutas-del-vino/index.html
kristjan@turisti.is
>>Besta hótelið fyrir klink
Síðustu tvö ár hafa lesendur The Guardian í Bretlandi valið Hoxton hótelið í London það besta þar í landi. Þeir sem eru heppnir og bóka snemma borga bara eitt pund fyrir nóttina. Í hinu vinsæla Shoreditch hverfi, rétt við Old Street og Liverpool Street lestarstöðvarnar, er hið huggulega Hoxton hótel til húsa. Þetta er ekki lúxus hótel en standardinn er þó hár og prísarnir á færi flestra. Með reglulegu Hótel Kostur hótelsins þykir að það millibili gefst áskrifendum að er persónulegt og heimilislegt. fréttabréfi hótelsins færi á að bóka gistingu á eitt pund. Algengara er þó að gestirnir borgi í kringum hundrað pund fyrir nóttina. Hoxton er nýmóðins hótel að því leiti að þar er ýmislegt reynt til að líkjast ekki hinum hefðbundnu keðjuhótelum. Stíllinn er því persónulegur og heimilislegur.Þessi blanda af óhefðbundinni verðskrá og sérviskulegum umbúðum fer vel í gestina ef marka má lesendaverðlaun The Guardian og lofræðurnar á Tripadvisor síðunni.
>>Bílaleigubíll á 1 dollara á dag
Í borgum eins og Seattle og Portland er hægt að leigja bíl fyrir klink þessa dagana. En aðeins ef ferðinni er heitið suður á bóginn. Aðal ferðamannatíminn er senn á enda í norðvesturhluta Bandaríkjanna og tímabært að ferja bílaleigubílana þaðan. Ferðamönnum bjóðast því ákaflega góð kjör á bílum þessa dagana í borgum eins og Seattle og Portland. Leigunni fylgir þó það skilyrði að bílnum verði skilað í einni af vinsælustu ferðamannaborgunum í suðvesturhluta landsins, til dæmis Los Angeles, San Diego, San Francisco og Las Vegas. Leigan hjá bílaleigunni Thrifty er til að mynda einn dollari á dag fyrir þá sem vilja keyra milli þessara borga en alla jafna er prísinn rúmlega tuttugu dollarar. Þess ber þó að geta að tryggingargjald sem nemur níu til tuttugu og fimm dollurum á dag bætist við leiguverðið. Samkvæmt frétt Politiken er von á sambærilegum tilboðum á næstunni fyrir þá sem vilja heldur keyra í suður meðfram austurströnd Bandaríkjanna.
Göldrótt súpa og gómsætur humar
seyri k k o t S ð i ð r o Fjörub ð i s ú h a g n i t i Ve 2EYKJAVqK %YRABAKKI
3TOKKSEYRI
Eyrarbraut 3, 825 Stokkseyri · S. 483 1550 · Fax. 483 1545 · info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is
Bílaleigubíll Í haust getur verið ódýrt að leigja bíl vestanhafs Fréttir af turisti.is nóvember 2010
áfangar
13
Skíðaparadís á Norðurlandi
Nú er allt orðið hvítt á skíðasvæðinu hjá okkur og við stefnum að því að opna í byrjun nóvember.
Skíðaáhugafólk getur farið á skíði á Norðurlandi í næstum viku án þess að þurfa nokkurn tíma að fara á sama skíðasvæðið tvisvar. Búist er við meiri aðsókn víða á skíðasvæðum eftir opnun Héðinsfjarðarganga.
að er alveg klárt að göngin eiga eftir að breyta miklu fyrir okkur,“ segir Egill Rögnvaldsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Siglufirði. Hann á von á að gestum á skíðasvæðinu fjölgi frá því sem verið hefur. „Nú erum við búin að opna svo auðvelda leið inn á Eyjafjarðarsvæðið. Fólk sem kemur þangað, hvort sem er fljúgandi eða með öðrum hætti mun taka einn, tvo eða þrá daga til að fara um svæðið og nýta sér það sem er í boði. Tólf þúsund manns nýttu sér skíðasvæðið á Siglufirði síðasta vetur, tvö þúsund fleiri en árið áður. „Ég get ekki séð annað en að það verði enn meiri fjölgun í vetur. Það kæmi mér ekki á óvart að við fengjum fimmtán til sautján þúsund manns,“ segir Egill. „Við erum með mjög stórt og mikið svæði. Það eru þrjár lyftur upp á tvo kílómetra, svo fólk getur skíðað tvo til þrjá kílómetra. Þetta er mjög fjölbreytt svæði og hér á Siglufirði eru mjög fínir veitingastaðir og fleira til að draga fólk að.“ „Við vorum með opið í 130 daga í hittifyrra, opið í 100 daga. Við erum ekkert að framleiða snjó, við þurfum þess ekki. Nú er allt orðið hvítt á skíðasvæðinu hjá okkur og við stefnum að því að opna í byrjun nóvember.“
Byrjuð á snjóframleiðslu
Aðsókn að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli hefur aukist gríðarlega hin síðari ár. Í fyrra mættu 102 þúsund manns í fjallið, meira en tvöfalt fleiri en höfðu gert það tveimur árum áður þegar 42 þúsund manns fóru á skíði í Hlíðarfjalli. Hundrað þúsundasti gesturinn síðasta vetur kom í fjallið 24. apríl og var af því tilefni leystur út með gjöfum. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er hið glæsilegasta, sex skíðalyftur, þrjár gönguleiðir og á þriðja tug skíðaleiða niður hlíðarnar í boði fyrir skíðafólk. Fastlega er gert ráð fyrir að svæðið verði opnað í nóvember en snjóframleiðsla hófst 20. október síðast liðinn.
Stutt að fara
Skagfirðingar hafa ekki fengið nein göng en treysta því að nálægðin við höfuðborgarsvæðið geti komið þeim til góða. „Það sem við erum að velta fyrir okkur núna er að við erum ekki í nema 300 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík,“ segir Viggó Jónsson, staðahaldari skíðasvæðisins í Tindastóli. „Það þýðir það í rauninni að ef þér dettur í hug á laugardagsmorgni að fara inn í tölvuna og skoða veðrið í vefmyndavélinni í Tindastóli ertu kominn til mín klukkan hálf eitt á skíði. Ef þú ætlar á Siglufjörð eða Akureyri ertu einum og hálfum klukkutíma lengur.“ Egill á von á að skíðasvæðið verði opnað fljótlega. „Við erum að gæla við að geta opnað upp úr mánaðamótum. Við bíðum núna eftir meira frosti svo við getum farið að framleiða snjó, en við erum með fjórar vélar til slíkrar framleiðslu.“ Síðustu ár hefur skíðasvæðið verið opið í kringum hundrað daga á vertíð.
Brekkur og gönguskíði
Ólafsfirðingar reka sitt skíðasvæði í Tindaöxl þar sem er að finna þrjár sex
Á skíðum í Hlíðarfjalli Akureyri blasir við í bakgrunni meðan farið er upp í Hlíðarfjall til að renna sér á skíðum.
áfangar nóvember 2010
Fjölbreytt skíðasvæði
Óskar Óskarsson á Dalvík á von á að skíðasvæðið verði opnað 1. desember en eftir að snjóframleiðslutæki komu til sögunnar á Dalvík hefur stefnan verið að opna á þeim tímapunkti. Nú er unnið að undirbúningi fyrir opnum og styttist í að farið verði að framleiða snjó. „Við erum með gríðarlega fjölbreytt skíðasvæði á þessum slóðum,“ segir Óskar um skíðasvæðin á Norðurlandi. Hann bendir á að það hafi sína kosti að skíðasvæðið á Dalvík er lægra en Hlíðarfjall og Siglufjörður. „Við erum oft með miklu betra veður hérna þá daga sem er opið og græðum á því.“ Hann á von á að Dalvíkingar líkt og aðrir eigi eftir að njóta góðs af opnun Héðinsfjarðarganga því þá verði minna mál að fara á milli staða. Þetta eigi eftir að skila sér bæði í meiri aðsókn að skíðasvæðum og eins í annað það sem Norðurland hefur upp á að bjóða.
Áætlaður opnunartími Siglufjörður
Nóvember
Ólafsfjörður
Janúar
Dalvík
1. desember
Hlíðafjall
Nóvember
Tindastóll
Nóvember
Húsavík 14
hundruð metra langar lyftur. Skíðavertíðin reyndist snubbótt í fyrra þegar aðeins var hægt að hafa skíðasvæðið opið í 20 daga og oft aðeins neðri hluta lyftunnar. Veturinn á undan var mun betri og var þá opið í sextíu daga. Oftast er skíðasvæðið opnað eftir áramót en þó hefur komið fyrir að það sé opnað fyrr, eins og fyrir þremur árum þegar það var opnað í nokkra daga í lok október. Húsvíkingar hafa treyst meira á gönguskíðin en skíðalyfturnar undanfarin ár. Brekkurnar voru opnar í 22 daga síðasta vetur og 44 daga árinu áður sem var það besta um nokkurra ára skeið. Heimamenn hafa hins vegar nýtt sér troðna sjö kílómetra langa skíðagönguleið fyrir ofan bæinn sem er troðin þegar þannig veðrar. Hópur fullorðinna Húsvíkinga hefur síðustu ár verið byrjaður að nýta sér þá leið um mánaðamótin október nóvember.
Janúar
Siglfirðingar vongóðir Umsjónarmenn skíðasvæðisins á Siglufirði eiga von á mikilli fjölgun skíðamanna í ár.
First class coaches and great service!
Flottir bílar og frábær þjónusta!
Whether you would like to join an activity tour, do some sightseeing or just relax, you can be sure to find a tour that suits your budget and time schedule in our large selection of tours!
Er bekkurinn að fara í bekkjarferð? Er lúðrasveitin eða hljómsveitin að fara í æfingaferð eða á mót? Er íþróttafélagið að fara að keppa eða í æfingabúðir?
Go to www.grayline.is or drop by at Lækjartorg for more information.
Við komum hópnum á staðinn í fyrsta flokks rútum og á hagstæðu verði.
Enjoy your stay in Iceland!
Kynntu þér málið á www.ruta.is.
urs
Day To
rsurs uo y yTcotT Daa ss ivuitrie A o D T y Da&
urs*()(
Day To
Gullfoss
urs Day To
s r u o T y Daay Tours Contac
t us
0 1313 e.i 54 54 ylin Tel.: +3 land@gra ice Email:
s
ATV
Area Geysir
jar annaey Vestm
urs
Day To
D
fting River Ra
oon Blue Lag
r sales Visit ou
office
ss Skógafo
downtow
kja n at Læ
ing Watch Whale
www.g go to rtorg or
árlón Jökuls
rayline
.is
Tel.: (+354) 540 -1313 / E-mail: iceland@grayline.is / www.grayline.is