Útvegsblaðið 2.tbl 2014

Page 1

Þetta lítur ekki illa út

Mikilvægt að makríllinn fari í frystingu sem fyrst

■ Geir F. Zoega, skipstjóri á grænlenska nótaveiðiskipinu Polar Amaroq, segir að loðnan sé að reitast inn á grunnið við Suðausturland og hann sé bjartsýnn á framhald vertíðarinnar. 17

■ Til að ná góðum árangri er málið að frá því að makríllinn er veiddur og þangað til að búið er að vinna hann mega ekki líða nema 30-40 klukkustundir.

22

ÞJÓNUSTUMIÐILL SJÁVARÚTVEGSINS

febrúar 2014 »2. tbl. »15. árg.

Næstu skref skýrast von bráðar

Beðið eftir breytingum ■ Spenna ríkir vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem taka munu gildi næsta fiskveiðiár. Frá hruni hefur hagur sjávarútvegs aukist umtalsvert.

Línudreginn makríll ■ Port-Ice selur línudreginn makríl til Asíu og Rússlands og er makríllinn markaðssettur sem hágæðavara. Fyrirtækið selur fiskinn í umboðssölu og er rekið með samlagshugsun. 20

Ég hef ekki orðið var við að sá eða sú sem vinnur hjá vatnsveitunni eða rafveitunni sé með þá kröfu á sér að greiða auðlindagjald... Valmundur Valmundsson, formaður Jötuns

10

Rétt meðhöndlun Úkraína er mikilskiptir öllu væg fyrir fisksölu ■ Fiskur verður ekki betri en þegar hann kemur upp úr sjónum og rétt meðhöndlun hans er því afar mikilvæg, allt frá því að hann er dreginn úr sjó og þar til 14 hans kemst til kaupenda.

■ Einn sterkasti markaður okkar fyrir uppsjávarfisk er í Úkraínu og hafa Íslendingar verið að kanna sölumöguleika á eldisbleikju og botnfiski. Ástandið í Úkraínu er því sérstakt áhyggjuefni. 22


STAÐAN Í AFLA EINSTAKRA TEGUNDA INNAN KVÓTANS: 56.2%

Þorskur ■ Aflamark: ■ Afli

43.8%

172.869

t/ aflamarks: 97.069

61.1%

Eiríkur Jónsson skipstjóri ásamt Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra með tertuna góðu.

Ýsa ■ Aflamark: ■ Afli

38.9%

30.012

t/ aflamarks: 18.340

53.8%

Ufsi ■ Aflamark: ■ Afli

46.2%

45.484

t/ aflamarks: 24.452

48.8%

Karfi ■ Aflamark:

51,2%

■ Afli

52.858

t/ aflamarks: 25.782

Ný útgáfa af Gloríu flottrolli ■ Hampiðjan kynnti í tilraunatankinum í Hirtshals í desember sl. nýtt Gloríu 1760m flottroll, Gloría XBreið, sem sérstaklega er ætlað til veiða á makríl. Hefur þessi útfærsla á trollinu verið í þróun hjá Hampiðjunni í nokkurn tíma. Núverandi troll ná 45m hæð og 135m breidd undir höfuðlínumæli en nýja útfærslan verður með 45m hæð og 180m breidd undir höfuðlínumæli. Vonast er til þess að breytingarnar dragi verulega úr aukaafla, eins og síld, með makrílnum. Í tilraunatankinum í Hirtshals eru kynntar nýjungar í veiðarfæragerð auk þess sem fulltrúar framleiðenda veiðarfæra kynna framleiðslu sína. Að þessu sinni voru þátttakendur um 70.

MYND: HARALDUR BJARNSON

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson

Landaði í heimahöfn eftir tæplega sex ár Haraldur Bjarnason

S

egja má að ákveðin tímamót hafi verið á Akranesi mánudagsmorguninn 10. febrúar þegar ísfisktogari HB Granda, Sturlaugur H. Böðvarsson AK-10, kom þangað með tæp níutíu tonn af bolfiski, aðallega þorski. Þá hafði togari ekki landað ísfiski í heimahöfn á Akranesi í tæp sex ár, eða frá því sama skip kom þangað síðast með bolfisk í byrjun júni 2008. Allur þorskur, sem berst að landi af togurum HB Granda er unninn í frystihúsi fyrirtækisins á Akranesi. Í eina tíð unnu þar hátt í hundrað manns en eftir að togararnir hættu að landa á Akranesi og fóru alfarið að landa í Reykjavík fækkaði starfsmönnum mjög og þegar fæst var voru starfsmenn HB Granda á Akranesi orðnir um 20. Með breyttum áherslum hjá fyrirtækinu, fækkun frystiskipa og aukinni áherslu á útflutning á ferskfiski, hefur starfsmönnum í landi fjölgað á ný. Í tilefni af þessum breyttu áherslum og auknum sjávarafla til Akraness með tilheyrandi atvinnuaukningu í bænum var það vel til fundið að bæjarstjórinn færði áhöfninni rjómatertu þegar skipið lét úr höfn á ný eftir löndun. Eiríkur Jónsson skipstjóri sagði gaman að koma með fisk í heimahöfn aftur og aðspurður um rjómatertuna sagði hann það ánægjulegt. Hingað til hafi það bara verið „loðnuaðallinn,“ sem fengið hafi svona tertur. Þeir á Sturlaugi H. Böðvarssyni slógu því „loðnuaðlinum“ við að þessu sinni og bættu um betur viku síðar þegar þeir komu með 130 tonn af ferskum fiski til Akraness eftir fjóra daga á veið-

Landað úr Sturlaugi H. Böðvarssyni á Akranesi.

Áhöfnin gæðir sér á tertunni áður en haldið er á miðin að nýju.

um. Um hundrað tonn af því fóru í vinnslu á Akranesi, mest til útflutnings ferskt. Allur fiskur sem berst til Akraness er fullunninn þar í bæ frá haus til sporðs. Ekkert fer til ónýtis. Í framhaldinu má búast við að fleiri ísfisktogarar HB Granda fari að landa á Akranesi.

Útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. Sími: 445 9000. Útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir Vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. Tölvupóstur: goggur@goggur.is. Prentun: Guðjón Ó. ISNN 2298-2884

2

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014


Með víðtækri samstöðu þjóðarinnar var Eimskipafélag Íslands stofnað þann 17. janúar 1914. Félagið hefur vaxið og dafnað í áranna rás og gengið í gegnum gríðarlegar breytingar bæði í meðvindi og andstreymi. Árið 2014 er Eimskip alþjóðlegt flutningafyrirtæki með um 1.400 starfsmenn og starfsstöðvar og samstarfsaðila víða um heim. Á þessum merku tímamótum lítum við auðmjúk um öxl með þakklæti í huga en horfum jafnframt bjartsýn og full tilhlökkunar til þeirra krefjandi verkefna er bíða

JANÚAR

Eimskipafélagsins.

YFIR HAFIÐ OG HEIM Í 100 ÁR Feðgarnir Pétur Sigurðsson háseti og Sigurður Pétursson skipstjóri um borð í Gullfossi árið 1930. Sigurður var fyrsti skipstjórinn sem ráðinn var til félagsins.


4

ĂšTVEGSBLAĂ?IĂ?

Lilja MagnĂşsdĂłttir segir talsverĂ°an ĂĄhuga vera fyrir ĂĄtakinu og aĂ° verkefnin verĂ°i ĂĄtta, Ăžar af ĂžrjĂş sem tengist sjĂĄvarĂştvegi.

Ă GĂšST 2013

SjĂĄvarĂştvegsfyrirtĂŚki til fyrirmyndarVelta tĂŚkni-

Nýtt mastersnåm um virðiskeðju sjåvar- og eldisafurða

Ă­ â– Creditinfo valdi nĂ˝veriĂ°fyrirtĂŚkja framĂşrskarandi fyrirtĂŚki ĂĄrsins 2013 ogsjĂĄvarĂştvegi vekur ĂžaĂ° nokkra athygli aĂ° ĂĄ listanum yfir efstu tĂ­u vex um 13% fyrirtĂŚkin eru fjĂśgur Ăžeirra â– Velta tĂŚknifyrirtĂŚkja SjĂłr sĂŚkirtengd sjĂĄvarĂştvegi. Samherji tengdum sjĂĄvarĂştvegi jĂłkst hart aĂ° var ĂĄ toppnum. ĂĄriĂ°Kolbeinn 2012 um 13% frĂĄ ĂĄrinu Ă rnason, framkvĂŚmdastjĂłri undan og nam veltan tĂŚpum Kolbeinsey 66 samtakanna milljĂśrĂ°um. Gert hafĂ°i LĂ?Ăš, segir ĂĄ vef rĂĄĂ° fyrir 5-10% vexti. â– Kolbeinsey, nyrsti aĂ° Ăžessi dĂŚmiveriĂ° sĂ˝ni hve TĂŚknifyrirtĂŚkin hanna, punktur Ă?slands, er nĂş orĂ°in mikinn arĂ° sĂŠ hĂŚgt aĂ° skapaveiĂ°arfĂŚri, ĂžrĂła og framleiĂ°a tvĂ­skipt og hefur lĂĄtiĂ° mjĂśg meĂ°hafĂ­ss ĂĄbyrgri nĂ˝tingu og vĂŠlbĂşnaĂ° eĂ°a kĂśr, umbúðir, undan ĂĄgangi sjĂĄvar, fyrirog sjĂĄvarĂştveg og veĂ°ra. Ă hĂśfn varĂ°skipsins sjĂĄlfbĂŚrni aĂ°hugbĂşaĂ° leiĂ°arljĂłsi og seljasjĂĄvarĂştvĂśrurnar undir eigin Þórs fĂłr nĂ˝veriĂ° Ă­ land og hversu framĂşrskarandi Ă­slenskur nafni og eru Ăžetta um 70 fyrmĂŚldu eyjuna. Vestari hluti vegur sĂŠ. Ăžessi fyrirtĂŚki skili miklum arĂ°i irtĂŚki. Ă Ăžessu sama tĂ­mabili Kolbeinseyjar er nĂş 28,4m x og Ăžekkingu sem nĂ˝tist samfĂŠlaginu Ăśllu Ă­ fiskveiĂ°um varĂ° lĂ­till vĂśxtur 12,4m og hĂŚsti punkturinn og fiskeldi. Hefur vĂśxtur 3,8m. Austari hennar og skapi ennhluti frekari tĂŚkifĂŚri. Creditinfo Gunnar StefĂĄnsson, prĂłfessor Ă­ iĂ°naĂ°arverkfrĂŚĂ°i og GuĂ°rĂşn Ă“lafsdĂłttir, verkefnistjĂłri AQFood nĂĄmsins. tĂŚknifyrirtĂŚkjanna lĂ­ka er 21,6m mat x 14,6m. byggir sitt SkarĂ°iĂ° ĂĄ Ă­tarlegri greiningu ĂĄ Ă­sveriĂ° meiri en Ă­ Ăžjóðarframmilli eyjahlutanna er 4,1 m lenskum fyrirtĂŚkjum og af Ăžeim leiĂ°slu33 ogÞúsund fiskvinnslu. Kemur aĂ° breidd. MiĂ°aĂ° var viĂ° KolSigrĂşn Erna GeirsdĂłttir fyrirtĂŚkjum sem skrĂĄĂ° eru Ă­Ăžetta hlutafĂŠlagsMargir ĂĄhugasamir fram Ă­ niĂ°urstÜðum beinsey Ăžegar fiskveiĂ°ilĂśgnĂ˝rrar rannsĂłknar sagan var fĂŚrĂ° Ăşt Ă­ 200 mĂ­lur Hver Þåtttakandi Ă­ verkefninu fĂŚr ĂžrjĂĄskrĂĄ taldi Creditinfo 462 verĂ°skulda nafn- Ă?slenska sjĂĄvarklasans. og mĂśrkuĂ° var miĂ°lĂ­na milli fyrirtĂŚki bĂłtina:FramĂşrskarandi 2013. aĂ° er mikill ĂĄhugi um allt land tĂ­u klukkustunda rĂĄĂ°gjĂśf hjĂĄ MatĂ­s til GrĂŚnlands og Ă?slands og ĂĄ smĂĄframleiĂ°slu matvĂŚla aĂ° koma hugmynd sinni yfir ĂĄ framhefur hĂşn ĂžvĂ­ mikiĂ° sĂśgulegt sem er Ă­ samrĂŚmi viĂ° ĂžrĂłun 10 efstu ĂĄ lista yfir stĂłr kvĂŚmdastig og eru sĂŠrfrĂŚĂ°ingar MatĂ­s gildi. HafafyrirtĂŚkin varĂ°skip og flugerlendis, bĂŚĂ°i ĂĄ NorĂ°urlĂśndtil reiĂ°u aĂ° svara spurningum og aĂ°framĂşrskarandi fyrirtĂŚki ĂĄrsins: vĂŠlar LandhelgisgĂŚslunnar fylgst meĂ° ĂžrĂłun â– Samherji unum og vĂ­Ă°ar Ă­ EvrĂłpu, Ăžar sem neytstoĂ°a viĂ° framkvĂŚmdina eftir ĂžvĂ­ sem hf. hennar gegnum tĂ­Ă°ina. â– SĂ­ldarvinnslan hf. Lilja segir af endur vilji Ăžekkja uppruna Ăžeirra mat- Ă?slendingar. Forkrafan Ăžarf. er aĂ° nemunnarhugmyndirnar og tryggja Ăśryggi vera og gĂŚĂ°i SigrĂşnneyta Erna GeirsdĂłttir â– Medis ehf. Lilja hafi BS grĂĄĂ°u Ă­Ă˝msum Nefna megi aĂ° nokkrar vĂŚla sem Ăžeir og telji jĂĄkvĂŚtt aĂ° endur verkfrĂŚĂ°itoga. eldisog sjĂĄvarafurĂ°a. MagnĂşsdĂłttir. raunvĂ­sindum Ăžar sem nĂĄmiĂ° ĂĄhersla verĂ°ur lĂśgĂ°litlar ĂĄ aĂ° â– Marel hf. snĂşist um aĂ°Mikil fĂĄ starfsleyfi fyrir geta rakiĂ° uppruna fĂŚĂ°unnar ĂĄ auĂ°veld- eĂ°a Nemendur nemendur vinni Ă­ nĂĄnum tengslum Ă˝tt, norrĂŚnt meistara- byggir ĂĄ Ăžeim grunni. matvĂŚlaframleiĂ°slur â– NorĂ°urĂĄl Grundartangi ehf. sem stefna ĂĄ misan og sĂ˝nilegan hĂĄtt,“ segir Lilja Magn5.1 CĂˆUB PH IBGOBSLSBOBS nĂĄm, AQFood, hefur munu dvelja eitt ĂĄr Ă­ senn viĂ° mis- viĂ° fyrirtĂŚki Ă­ sjĂĄvarĂştvegi og aĂ° â– Icelandair Group hf. ĂşsdĂłttir, starfsmaĂ°ur verkefnastjĂłri munandi vĂśruframleiĂ°slu, sĂŠ Ăžarna nĂ˝stĂĄrleg munandi skĂłla og Ăştskrifast meĂ° verkefninÞåbeinist aĂ° vandamĂĄlum nĂ˝legaMatĂ­s veriĂ°oginnleitt â– Ă–ssur hf. Vors Ă­ lofti, sem er ĂĄtaksverkefni MatĂ­s Ă­ sam- vĂśruĂžrĂłun fiski og gĂŚĂ°akerfi matvĂŚlaframmeistaragrĂĄĂ°u frĂĄ Ăžeim. Ăşr Ă? boĂ°i sem upp koma Ă­Ă­ virĂ°iskeĂ°ju sjĂĄvarviĂ° HĂĄskĂłla Ă?slands en ohf ĂžrjĂĄr nĂĄmsleiĂ°ir: FrumframnĂĄmiĂ° er samstarfsverkefni fimmog eru Þå sĂŠLilja tenging ĂĄ milli â– Icelandair ehf. starfi viĂ° sveitarfĂŠlĂśgin VesturbyggĂ° TĂĄlknaleiĂ°slu, svo eitthvaĂ°afurĂ°a. sĂŠ nefnt. segir aĂ°Ăžeirra auk leiĂ°sla, og eldi sem framÞåtttakendur norrĂŚnna og verkefnamiĂ°lunar SjĂĄvarklasans. â– Horn FjĂĄrfestingarfĂŠlag hf. semfersĂŠu Ă­ verkefninu Vor fjarĂ°arhrepp. Er ĂžvĂ­hĂĄskĂłla ĂŚtlaĂ° og aĂ° munu hvetjanemÞå Ă­bĂşa semveiĂ°arĂžeirra endur Ăştskrifast meĂ° meistara- hjĂĄ UMB Ă­ Noregi fyrsta ĂĄriĂ°, NĂĄtt- Dr. GuĂ°rĂşn Ă“lafsdĂłttir, umsjĂłnarâ– Ă?sfĂŠlag Vestmannaeyja hf. Ă­ lofti hafi fleiri veriĂ° ĂĄhugasamir en Ăžeir hafi hafa hugmyndir ĂĄ sviĂ°i matvĂŚlaframleiĂ°slu og grĂĄĂ°ur frĂĄ tveimur Ăžeirra. NĂĄminu Ăşrulegar auĂ°lindir sem fer fram hjĂĄ maĂ°ur nĂĄmsins, segir aĂ° Ăžegar sĂŠu ekki taliĂ° hafa mĂśguleika ĂĄ aĂ°kennara fara afhjĂĄ staĂ° lĂ­ftĂŚkni tileraĂ° hrinda Ăžeim Ă­ framkvĂŚmd. Lilja Ă­ Noregi fyrsta ĂĄriĂ° sig og IĂ°naĂ°ĂŚtlaĂ° aĂ° veita nemendum inn- NTNU góð tengsl milli HĂ? aĂ° og sem fersinni. fram hjĂĄĂžeir DTUfylgist sĂ˝n Ă­ virĂ°isstjĂłrnun Ă­ sjĂĄvarĂştvegi. helstu tĂŚkni-, framleiĂ°slu ogmeĂ° ĂžjĂłnĂžessu hins vegar spenntir segir talsverĂ°an ĂĄhuga vera fyrir ĂĄtakinuarframleiĂ°sla og aĂ° Ă­ DanmĂśrku ĂĄriĂ°. Seinna ĂĄriĂ° til.ustu fyrirtĂŚkja Ă­ greininni og Ăžeirri UndirbĂşningur aĂ°ĂžrjĂş nĂĄminu ĂžvĂ­ hvernig takist verkefnin verĂ°i ĂĄtta, Ăžar af semvar tengist sjĂĄv- fyrsta #KĂ˜§VN HPUU ĂžSWBM BG styrktur af NorrĂŚnu rĂĄĂ°herra- er svo sĂŠrhĂŚfing hjĂĄ HĂ? samkvĂŚmt góðu samvinnu verĂ°i haldiĂ° ĂĄfram arĂştvegi. nefndinn, en NorrĂŚna nĂ˝skĂśp- skilgreindum nĂĄmsleiĂ°um sem Ăžarna. GuĂ°rĂşn segir mikla ÞÜrf fyrir WĂšLWBLSĂšOVN GSĂˆ Afraksturinn kynntur haust VerkefniĂ° stendur Ă­ eitt og erstyrkt tilgangurinn boĂ°iĂ° er uppĂĄ Ă­ iĂ°naĂ°arverkfrĂŚĂ°i, aĂ° Ă­bĂŚta menntun ĂĄ Ăśllum sviĂ°um unarmiĂ°stÜðin hefurĂĄrsĂ­Ă°an 5.1 IZESBVMJD " 4 lírĂŚĂ°i, efnafrĂŚĂ°i /lĂ­fefnafrĂŚĂ°i og gildiverĂ°i ĂžaĂ° fyrir NorĂ°urlĂśndin Ăśll. frekari ĂžrĂłun Ă­ tengslum viĂ° verk- hrĂĄefnis Ætlast er til ĂžessogaĂ° hĂŚgt aĂ° sjĂĄ ĂĄĂžreifanlegaĂ° auka mĂśguleika ĂĄ aukinni Ăşrvinnslu matvĂŚlafrĂŚĂ°i. ,,Ă? verkefninu er veriĂ° aĂ° nĂ˝ta Þå efniĂ° virĂ°isaukningu InTerAct. MarkmiĂ°iĂ° er aĂ° og efla Ăžannig Ăžess. Ă verkefniĂ° an ĂĄrangur af verkefnunum ĂĄ verkefnistĂ­manum â– FISK Seafood ehf.XXX UNQIZESBVMJL EL hlaut ForvarnarverĂ°efla samstarf hĂĄskĂłla viĂ° fyrirHĂŠrlendis er AQFood vistaĂ° hjĂĄ Ăžekkingu sem er Ăžegar til staĂ°ar aĂ° aĂ°stoĂ°atĂŚki smĂĄframleiĂ°endur ĂĄ svĂŚĂ°inu viĂ° aĂ° og aĂ° vĂŠlaverkfrĂŚĂ°i minnsta kosti Ă­ĂžrjĂĄr hugmyndlaun VĂ?S 2014. FyrirtĂŚkiĂ° var taliĂ° vera fyrirhverjufullmĂłtaĂ°ar landi og Ăžarna fĂĄum viĂ° ĂĄ sviĂ°i sjĂĄvartengdrar starf- IĂ°naĂ°arverkfrĂŚĂ°i, hrinda hugmynd sinniĂ­mynd Ă­ framkvĂŚmd og erogstyrkt myndardĂŚmi um hve miklum ĂĄrangri vĂŚri ir, vĂśrur eĂ°a viĂ°skiptaĂĄĂŚtlanir AfrakstskĂłla, til. landa ĂĄ milli, semi og bĂŚta sjĂĄvarĂştvegs tĂślvunarfrĂŚĂ°ideild HĂ? og er samstarf milli verĂ°i svo Ăžessi Ăžekking nĂ˝tist kynntur enn betur. sem spennandi starfsvettvangur ĂĄhersla lĂśgĂ° ur ĂĄ umhverfisog 2014 auĂ°- verĂ°ur af RannsĂłknaog nĂ˝skĂśpunarsjóði BarĂ°astrandhĂŚgt aĂ° nĂĄ Ă­ eflingu forvarna og)KBMMBISBVO ĂśryggismĂĄlVors Ă­ lofti svo formlega ĂžaĂ°Ăžeirra er svo framtĂ­Ă°ardraumurinn aĂ° ungt menntaĂ° fĂłlk. Heildar- lindafrĂŚĂ°i tengingu viĂ°og mat2014 afurĂ°ir sem tekiĂ° hafa Þått um Ăžegar yfirstjĂłrn sĂ˝ndi Ăžeim )BGOBSGKĂšS§VS mĂĄlaflokki asĂ˝slu og fyrir VĂśruĂžrĂłunarsetri sjĂĄvarĂştvegsins, Ă­ oghaustiĂ° T fjĂśldi nemenda Ă­ haust verĂ°ur milli vĂŚlafrĂŚĂ°i. Er Ăžetta gert til aĂ° efla skĂłlakerfiĂ° Ă­ heild vinni betur samXXX "TBĂ˝ JT "TBĂ˝!"TBĂ˝ JT Ă­ uppbyggingunni ĂžaĂ° tĂŚkifĂŚri. raunverulegan og sĂ˝nilegan stuĂ°ning. gegnum MatĂ­s. fimm og tĂ­u og eru Ă­ hĂłpnum tveir ĂžverfrĂŚĂ°ilegan an en ĂžaĂ°viĂ° gerir nĂşna,“ segir GuĂ°rĂşn. grunn virĂ°iskeĂ°j- kynntar

Ă taksverkefni ĂĄ sviĂ°i matvĂŚlaframleiĂ°slu og lĂ­ftĂŚkni

FĂĄi aĂ° vita um upprunann

NorrĂŚnt samstarfsĂž verkefni fimm hĂĄskĂłla

N

FISK Seafood fĂŚr ForvarnarverĂ°laun VĂ?S

Hlerar til allra togveiĂ°a

JĂşpĂ­ter hw

JĂşpĂ­ter t5

HerkĂşles t4

NeptĂşnus t4

www.polardoors.com 4

ĂšTVEGSBLAĂ?IĂ?

FEBRĂšAR 2014

MerkĂşr t4

JĂşpĂ­ter t4


>ÃÌÊÍi ÀÊÃC >ÊÃ t OLAFSFJORDUR HUSAVIK

SAUDARKROKUR

AKUREYRI

ÜÜÜ° Ãvi ° Ã ÞORLAKSHOFN HAFNARFJORÐUR

Hafðu samband við sölumenn okkar og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!

VESTMANNAEYJAR

-Ì>ÀvÃÃÌ sÛ>ÀÊ Ãvi ÃÊ }Ê Ã iÌÃ\ UÊ Ã iÌÊ0 À ? à v Ê Ê$ÃiÞÀ>ÀLÀ>ÕÌÊÓn UÊ Ã iÌÊ6iÃÌ > >iÞ >ÀÊ Ê ÌÕ Ê£ UÊ Ã iÌÊ ÖÃ>Û Ê Ê >Às> Öà UÊ Ã iÌÊ ÕÀiÞÀ Ê Ê"``iÞÀ>ÀÌ> } UÊ Ã iÌÊ->Õs?À À ÕÀÊ Ê ?}iÞÀ Ê£ ÜÜÜ° Ãvi ° à UÊ À ÃÌL À}Ê$ >vÃv ÀsÕÀÊ Ê*? ÃLiÀ}Ã} ÌÕÊ£ UÊ Ãvi ÊÉÊ Ã iÌÊ >v >Àv ÀsÕÀ Ãvi Êi vÊUÊ$ÃiÞÀ>ÀLÀ>ÕÌÊÓnÊUÊÓÓäÊ >v >Àv ÀsÕÀÊUÊ- ÊxÓääÊxääÊUÊ Ãvi J Ãvi ° Ã


Breytingar á afladagbók ■ Eyðublöðum afladagbóka hefur verið breytt í því skyni að einfalda skráning á meðafla. Þörf er talin á að afla nákvæmari gagna um magn meðaflans. Ýmsar tegundir sjófugla og sjávarspendýra, t.d lundi og hnísa, flækjast oft í veiðarfæri hér við land og þá einkum í net. Hefur þetta ekki verið talið skipta sköpum fyrir afkomu viðkomandi tegunda, enda yfirleitt um að ræða stóra og lítt nýtta stofna. Þetta viðhorf hefur tekið nokkrum breytingum og er nú talið mikilvægt að að meta raunverulegt umfang meðaflans og líkleg áhrif hans á þessa stofna. Undanfarin tíu ár hafa skipstjórnarmenn skráð meðaflann, samhliða upplýsingum um fiskafla í afladagbækur. Hafa upplýsingarnar skilað talsverðum upplýsingum um meðafla við netaveiðar og þykja gefa grófa mynd af umfanginu. Brýnt er þó talið að bæta þessa skráningu þar sem grunur leikur á að ekki sé allur meðafli skráður. Hafa Fiskistofa, Hafrannsóknastofnun og atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti því unnið að því í sambandi við Landssamband smábátaeigenda að bæta skráninguna og eru breytingarnar á afladagbókinni afrakstur þessarar vinnu. Vonast er eftir að skipstjórnarmenn og sjómenn almennt leggist á árarnar með þessum aðilum í þeim tilgangi að gera skráningu og mat á meðafla hér við sem áreiðanlegasta á komandi árum og bæti þannig umgengina um auðlindir hafsins.

Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskóla Reykjavíkur.

Bæði fyrir nýja og reynda stjórnendur í sjávarútvegi

Stjórnendanámskeið Sigrún Erna Geirsdóttir

N

ámskeið fyrir stjórnendur í sjávarútvegi stendur nú yfir Háskólanum í Reykjavík. Námið var skipulagt í nánu samstarfi við LÍÚ. „Sambærilegt námskeið var haldið hérna árið 2005 og við byggjum námskeiðið í dag á því að miklu leyti,“ segir Kristján Pétur Sæmundsson, verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann segir að eftir að hugmyndin að því að halda námskeiðið aftur hafi kviknað hafi verið lagst yfir það námsefni sem til var í samráði við LÍÚ og Ögurvík, Vísi, HB Granda og Síldarvinnsluna. ,,Við unnum síðan þarfagreiningu í samráði við þessa aðila og námsefnið sniðið að þeim þörfum sem fólk taldi brýnastar,“ segir hann. Námskeiðið er þannig byggt upp að kennt er tvo daga í senn, í fjórum lotum, og koma bæði kennarar við skólann og gestafyrirlesarar að kennslunni. Farið er í eitt fag á dag og er námsefnið fjölbreytt. Farið er í áætlanagerð, fjármál, greiningu ársreikninga, markaðs- og sölumál, stefnumótun, nýsköpun, mannauðsmál og stjórnun aðfangakeðjunnar. Fjölbreyttur hópur Tuttugu og átta manns eru á námskeiðinu sem hófst í janúar og stendur til apríl. Nemendur eru frá sautján fyrirtækjum, staðsettum um allt land, og eru þeir á öllum aldri. ,,Við erum mjög ánægð með þátttökuna,“

segir Kristján. Hann segir nemendur vera í alls kyns stjórnunarstöðum innan sinna fyrirtækja, allt frá vinnslustjóra til framkvæmdastjóra. „Sumir eru nýbúnir í námi eða nýlega orðnir stjórnendur sem eru þá að vinna sig upp innan fyrirtækisins og sjá þarna starfsþróunartækifæri. Svo eru þarna líka reyndir stjórnendur sem líta á námskeiðið sem endurmenntun. Hópurinn er því mjög fjölbreyttur og það hefur endurspeglast í umræðunum sem hafa verið mjög líflegar.“ Það sé mikill kostur að hópurinn sé svona breiður því þá komi fram mjög ólík sjónarhorn og fólk læri mikið á því hvernig aðrir leysi vandamál sem það hefur sjálft orðið að glíma við. Sjálfstætt framhald að ári Kristján segir fólk almennt vera mjög ánægt með námskeiðið og komi það fram í námskeiðsmati sem framkvæmt er eftir hvern dag. „Við höfum fram að þessu fengið framúrskarandi einkunn svo við erum mjög ánægð með hvernig tekist hefur til.“ Hann segir greinilegt að mikil þörf sé fyrir námskeið af þessu tagi og allir hafi verið mjög áhugasamir. „Það hallar mjög á endurmenntun stjórnenda í mörgum greinum og þarna erum við að bæta við og koma til móts við þarfir útvegsins.“ Kristján segir framhaldið vera óráðið en mikill vilji sé fyrir því að hafa framhald á námskeiðinu og líklegt sé að það verði árlegt. „Sennilega yrði næsta námskeið sjálfstætt framhald af þessu en þó ekki krafa að fólk hafi farið á þetta námskeið,“ segir hann að lokum.

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

, & ! - (! ! * , ) & * ! ( + ! , & ! - ( $ '"+ * $ ! + ' ,! ( ! * ( ( . ! ' . ! ' . ! ' . (! , ! ! , ! !

% - !" % $ "+ % + % " ### 6

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014


Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast. Þekking sprettur af áhuga.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.


UMRÆÐA

VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON, forstjóri HB Granda

Er bjart framundan?

U

ndanfarin ár hafa deilur um framtíðarskipan sjávarútvegs sett mark sitt á greinina, dregið úr þrótti, hægt á framkvæmdum og nýsköpun. Ófá lagafrumvörp og drög af þeim hafa komið fram. Yfirleitt hefur þeim fylgt falleinkunn frá flest öllum umsagnaraðilum og vinnan að baki unnin að meira kappi en forsjá. Skort hefur á framtíðarsýn og afleiðingar. Nú eru komnir nýir stjórnendur að kötlunum og fylgja þeim von um bætt vinnubrögð og betri tíð. Eitt fyrsta verk nýkosinna stjórnvalda var að setja á bráðabirgðarákvæði um veiðigjöld til eins árs. Stjórnvöld tóku mark á varnaðarorðum um að stefna fyrri stjórnvalda myndi koma sjávarútveginum á hnén. Það var vissulega stórt skref í rétta átt. Það lá hins vegar strax fyrir að gjöldin voru reiknuð út frá sama grunni og áður, grunni sem lá fyrir að væri ónothæfur. Engu að síður var reynt að leiðrétta mismunun sem þótti vera við álagningu fiskveiðiárið 2012-2013. Þá var talið að bolfisktegundir hefðu borið meiri þunga af veiðigjaldinu en uppsjávartegundir. Leiðréttingin tókst „of vel“ og fiskveiðiárið 2013-2014 er veiðigjald uppsjávartegunda hlutfallslega mun hærra en bolfisktegunda. Nú er dag farið að lengja og dögum sem Alþingi hefur til að fjalla um ný frumvörp fækkar. Von-

8

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

andi gefur núverandi ríkisstjórn Alþingi nægan tíma til að fara yfir jafn veigamikið mál og stjórnun fiskveiða er. Í dag liggur hvorki fyrir tillaga um tilhögun veiðigjalds né afnotarétt handhafa veiðiheimilda. Að mínu mati er rétt að vanda vel til verka, nýta tímann og leggja málin fullsköpuð fyrir haustþingið. Það þýðir að leggja þarf til nýtt bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld næsta fiskveiðiárs. Vonandi með nauðsynlegum endurbótum. Þegar farið er af stað með ný álög á atvinnugrein hlýtur að vera nauðsynlegt að koma í veg fyrir að álögin, í þessu tilfelli veiðigjöld, dragi ekki úr verðmætasköpun. Veiðigjald sem eyðir öllum ávinningi að veiðum getur ekki þjónað tilgangi sínum. Þó veiðar á ýmsum fisktegundum standi vart undir sér skila þær sínu í útflutningsverðmætum. Það að draga úr eða koma í veg fyrir slíkar veiðar með veiðigjaldi sem veldur taprekstri þýðir tap fyrir alla. Þeir eru fáir punktarnir sem almenn samstaða er um varðandi veiðigjöldin en þetta hlýtur þó að vera einn þeirra. Arðsemi fiskveiða er einfaldlega mjög misjöfn á milli fisktegunda og hefur ekkert með þorskígildi að gera. Það er því ljóst að finna verður annan grundvöll til útreiknings. Vonandi næst jafnvægi á og það sama verði látið gilda fyrir botnfisktegundir og uppsjávartegundir þannig

að sú gjá sem þar var mynduð verði brúuð. Hugmyndir um að skattleggja félög í sjávarútvegi sem ná góðum árangri í rekstri sérstaklega þykir mér ákaflega varhugaverðar. Viðkomandi félög greiða skatta á við önnur félög í landinu til viðbótar veiðigjöldum. Viðleitni til skattlagningar er með því farin að nálgast refsingu á þá sem ná árangri umfram aðra. Það að eyða t.d. hagkvæmni stærðar með hærri álagningu getur varla verið þjóðhagslega hagkvæmt. HB Grandi þykir stórt félag á Íslandi og ljóst að það bætir a.m.k. ekki við sig veiðiheimildum að óbreyttu. Nýverið kom fram hjá Fiskistofu að HB Grandi væri nú yfir lögbundnu hámarki heildaraflahlutdeilda allra tegunda í eigu einstakra aðila en það má ekki fara yfir 12%. Félagið mældist með12,3% heildaraflahlutdeilda. Þegar félagið varð til í núverandi mynd fyrir um átta árum var félagið vel innan ramma laganna með 10,6% aflahlutdeilda. Síðan hefur félagið engar hlutdeildir keypt. Verðbreytingar á erlendum mörkuðum hafa séð um að koma félaginu upp fyrir leyfilega hlutdeild. Þannig myndi félagið komast í hóp löglegra aftur að þeirri breytingu einni fenginni að verð þorskafurða hefði verið 10% hærra en það var á tímabilinu 1.5.201230.4.2013. Eins og kunnugt er lækkaði verð þorskafurða verulega

haustið 2012 vegna kvótaaukningar í Barentshafi. Þannig má því færa rök fyrir því að aukinn þorskkvóti í Barentshafi hafi orðið til þess að HB Grandi hafi rofið hámark leyfilegrar aflahlutdeildar. Það getur vart hafa verið meining eða vilji löggjafans. Helstu möguleikar HB Granda til að eflast er aukin verðmætasköpun. Möguleikum á að gera meiri verðmæti úr aflanum fjölgar fremur en fækkar. Félagið hefur bætt við sig fiskþurrkun og fullvinnslu hrogna auk fleiri þátta sem unnið er að. Hugmyndir um að veiðigjald nái að teygja sig yfir í að vera skattlagning á frekari vinnslu og verðmætasköpun er einfaldlega of mikil hrollvekja til að ganga eftir. Við eigum í vök að verjast á mörgum vígstöðum á erlendum mörkuðum. Dæmi má nefna um ríkisstyrki og/eða lægri launakostnað hjá samkeppnisaðilum okkar. Hjá HB Granda höfum við lagt áherslu á að flaka karfa í fiskvinnslu okkar fremur en að flytja hann heilan út. Þar eigum við frekar bágt í samkepninni því að uppfylltum ákveðnum kvóta er innflutningstollur á ferskum karfaflökum 5,4% hjá ESB. Það er vonandi að ráðamönnum takist að fá þennan toll felldan niður. Það er a.m.k. í lagi að hafa það í huga þegar verið er að ræða tolla á innfluttar vörur og lækkun eða niðurfellingu á þeim. Viðfangsefnin eru víða og það hvílir mikil ábyrgð á Alþingi við gerð nýrra laga um stjórnun fiskveiða og fyrirkomulag veiðigjalds. Vonandi tekst vel til því að öðru leyti er bjart framundan. Fólksfjölgun er á heimsvísu og samfara henni er aukin fiskneysla. Ástand fiskistofna okkar er almennt nokkuð gott. Sér í lagi þorskurinn sem við eigum svo mikið undir. Við erum með góðar og hollar afurðir og meðvitaðir um kröfur kaupenda um síaukin gæði og afhendingaröryggi. Eigum við því ekki að leyfa okkur að taka undir orð Aðalsteins heitins Jónssonar og segja: „Það er bjart framundan“.


UMRÆÐA

JENS G. HELGASON, framkvæmdastj. Fiskimiða ehf. og form. bæjarr. Fjarðabyggðar

„En aftur á móti var annað stríð“

Þ

að getur oft á tíðum verið mikil áskorun að vera sveitarstjórnarmaður útá landi. Að keppa við SV hornið í möguleikum í atvinnu – og þjónustu er harður slagur og síðast liðin ár hefur bæst ofan á varnarbarátta við ríkisvaldið um að verja grunnstoðir samfélaganna – heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Hér höfum við sveitarstjórnarmenn staðið okkur vel. „En aftur á móti var annað stríð“ eins og segir í kvæðinu. Síðasta ríkistjórn skar upp herör gegn sjávarútvegsfyrirtækjum um allt land og boðaði stórfelldar hækkanir á veiðileyfagjöldum. Farið var í mikla áróðursherferð gegn sjávarútvegnum í landinu og sú mynd dreginn upp að þar væru á ferð arðræningjar og sægreifar sem ekkert legðu til samfélagsins. Engu var skeytt um í þessum slag hve gríðarleg áhrif umrætt gjöld myndu hafa á sjómenn, fiskverkafólk, starfsmenn þjónustufyrirtækja og afkomu sveitarfélaganna allt í kringum ströndina ef umrædd gjöld hefðu komist á. Ríkisstjórnin var búin að finna sameiginlegan

„óvin“ og ól á andúðinni við sjávarútveginni – þannig að athugasemdakerfin höfðu vart undan. Við þessarri vá varð að bregaðst. Við blasti fjöldagjaldþrot útgerða um allt land með tilheyrandi afleiðingum. Stefna átti frá hóflegum veiðigjöldum og sátt í skattlagningu yfir í ríkisvæðingu greinarinnar til lengri tíma. Í fararbroddi í baráttunni gegn þessum gjöldum voru sveitarstjórnir Fjarðabyggðar,

Margar sveitarstjórnir þorðu eða vildu ekki hafa sig frammi, þrátt fyrir augljós áhrif á þeirra samfélög. En útá hvað gekk þessi barátta? Jú, þetta var barátta um störf. Barátta fyrir því að verja störf og afkomu fiskverkafólks og sjómanna í viðkomandi samfélögum. Loksins þegar að greinin var farin að bera arð, borga góð laun og fjárfesta átti að kollvarpa því og hverfa til þeirra tíma sem sjóðir og

Síðasta ríkistjórn skar upp herör gegn sjávarútvegsfyrirtækjum um allt land og boðaði stórfelldar hækkanir á veiðileyfagjöldum. Farið var í mikla áróðursherferð gegn sjávarútvegnum í landinu og sú mynd dreginn upp að þar væru á ferð arðræningjar og sægreifar sem ekkert legðu til samfélagsins. Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Sveitarfélög sem eiga stóra afkomu sína af því að sjávarútvegnum gangi vel, haldi áfram að fjárfesta og vaxa í heimabyggð. Talsmenn ríkisstjórnarinnar töluðu um að þarna færu málpípur LÍÚ osfrv.

þingmenn útdeildu gæðunum eftir eigin geðþótta. Enda skein í gegn sá draumur margra þingmanna að mæta heim í hérað, útdeila brauðmolum og láta þorpin éta úr lófanum á sér. En sá tími er liðinn og kemur vonandi aldrei aftur.

Ef það er ekki skylda hvers og eins sveitarstjórnarmanns að verja störf og afkomu íbúa sinna þá veit ég ekki hvers skylda það er. Í mínum huga stóð slagurinn um að verja störf sjómannanna á Barðanum, Ljósafellinu og öðrum skipum í Fjarðabyggð, störf landverkafólks og starfsmanna þjónustufyrirtækjanna sem byggt hafa upp starfsemi sína hér í heimabyggð. Þessari baráttu er ekki lokið þó svo að mikill árangur hafi náðst. Enn er skattlagningin þannig að hún gerir útgerð á mörgum tegundum óarðbæra og standa þar uppúr veiðar á kolmunna þar sem veiðigjöldin eru svo skökk að það borgar sig ekki að stunda veiðar á viðkomandi tegund. Í tilfelli kolmunnans er skattlagningin farin að vinna á móti sér og kemur niður á fyrirtækjunum og samfélögunum sem veiðarnar stunda. Ég vona að núverandi stjórnvöld beri sú gæfa að koma á hóflegum og raunsæjum veiðigjöldum sem skapa frið um sjávarútveginn og gera greininni kleift að eflast, fjárfesta og vaxa í heimabyggð.

ÞJÓNUSTUMIÐILL SJÁVARÚTVEGSINS

Á vef Útvegsblaðsins, www.utvegsbladid.is, er hægt að lesa tölublöð blaðsins í rafrænu formi sem og stakar fréttir, greinar og pistla. Þá er þar að finna lista yfir helstu útgerðir og upplýsingar um áskrift.

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

9


UMRÆÐA

VALMUNDUR VALMUNDSSON, formaður sjómannafélagsins Jötuns

Atvinnuöryggi sjómanna og kjarasamningar

Þ

egar þetta er ritað hafa líklega um 300 sjómenn misst vinnuna á nokkrum mánuðum. Ástæðan er fyrst og fremst krafan um ferskan fisk á minn disk og að allt hráefni sé fullnýtt. Mest eru þetta frystitogarasjómenn sem misst hafa vinnuna. Einnig má leiða að því líkum að útgerðarmenn sjái ofsjónum yfir launum þessara sjómanna. Þó er launahlutfallið ekki hærra en í öðrum útgerðarflokkum. Há laun, jú en líka hærri tekjur útgerðar. Þetta helst allt í hendur, ef vel gengur á sjónum þá fitna báðir, sjómenn og útgerðarmenn. Auðlindagjöldin hafa sitt að segja en hafa þó ekki úrslitaáhrif. Hvað þurfa menn að hagnast mikið til að hafa

Tæp 7% íslenskra sjómanna eru atvinnulausir eða að verða það. Einhverjir fá vinnu áfram hjá sömu útgerðum en fækkunin verður viðvarandi. Færri sjómenn þarf til að koma með sama afla óunnin að landi en unninn. Við missum sérhæfða sjómenn sem hafa mjög mikla þekkingu og verkfærni. Sjómenn sem skila mestum afköstum per haus og mestri framleiðni á heimsvísu samkvæmt mælingum. nóg? Er það ekki spurningin sem þarf að svara? Sjómenn eru launamenn hjá útgerðinni og hafa ekki beinan hagnað af auðlindinni heldur vinna við að ná í hana. Útgerðarmenn og fiskvinnslan sjá um að gera verðmæti úr henni og hirða gróðann ef einhver verður. Ég hef

Munsch

plastsuðuvélar Söludeild Set veitir allar nánari upplýsingar í síma 480 2700 eða á set@set.is

Set röraverksmiðja selur plastsuðuvélar frá þýska framleiðandanum Munsch. Vélarnar henta til nýsmíði og viðgerða á plasthlutum. Hægt er að fá nokkrar gerðir véla ásamt öllum aukabúnaði og plastsuðuþræði sem framleiddur er af Set.

Set ehf. | Eyravegur 41 | 800 Selfoss | Sími: 480 2700 | set@set.is | www.set.is

10

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

ekki orðið var við að sá eða sú sem vinnur hjá vatnsveitunni eða rafveitunni sé með þá kröfu á sér að greiða auðlindagjald, svo dæmi sé tekið. Ef við skoðum fækkun sjómanna prósentulega séð þá eru um 5000 sjómenn á Íslandi. Tæp 7% íslenskra sjómanna eru atvinnulausir eða að verða það. Einhverjir fá vinnu áfram hjá sömu útgerðum en fækkunin verður viðvarandi. Færri sjómenn þarf til að koma með sama afla óunnin að landi en unninn. Við missum sérhæfða sjómenn sem hafa mjög mikla þekkingu og verkfærni. Sjómenn sem skila mestum afköstum per haus og mestri framleiðni á heimsvísu samkvæmt mælingum. Hvað er til ráða? Sumir hverjir eru farnir að skoða sig um erlendis, mest í Noregi en einnig annars staðar. Íslenskir sjómenn eru þekktir fyrir dugnað og góða sjómennsku víða um heim en það er vont mál ef við missum þessa kalla frá okkur. En, ef fiskverð á Íslandi væri eðlilegt þá myndu þessir sjómenn ekki þurfa að yfirgefa skerið. Ef stóru fyrirtækin sem ,,eiga“ mest allan kvótann og fiskvinnslurnar, greiddu eðlilegt fiskverð þá væri pláss fyrir fleiri sjómenn á ísfiskflotanum. Af hverju? Jú vegna þess að núna þarftu helst að róa eins og þú getur til að hafa í þig og á. Ef greitt væri sanngjarnt fiskverð væri meira um afleysingar og jafnvel gætu menn verið í skiptikerfi.

Fiskverð til skipa sem eru með fiskvinnslu á bak við sig er um 2530% lægra en hjá þeim sem selja á markaði. Það sjá auðvitað allir að svona kerfi gengur ekki upp. Það er hrópleg mismunun að sjómenn á skipum sem eru í beinum viðskiptum, fái greitt 30% lægra kaup fyrir sömu vinnu og þeir sem landa á markað. En nóg um það. Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir í rúm þrjú ár. Útgerðarmenn vísuðu deilunni til sáttasemjara fyrir tveimur árum. Aðalkrafa LÍÚ er að sjómenn taki þátt í auknum kostnaði útgerðarinnar. Þar vega þyngst auðlindagjöldin. Krafa LÍÚ er að ekki verði hreyft við neinu í kjarasamningi nema sjómenn taki meiri þátt í útgerðarkostnaði en nú er. Engum málum má hreyfa nema þetta sé undir. Ég man þá tíð þegar sjómenn og útgerðarmenn tóku slaginn í karphúsinu í denn. Þá var byrjað á litlu málunum, þau kláruð og sett til sáttasemjara sem lokin mál, og svo koll af kolli. Stóru málin tekin síðast og auðvitað náðist ekki alltaf samkomulag eins og menn vita, verkföll og læti. En það kom fyrir að menn náðu saman. En nú má ekki tala um nokkurn skapaðan hlut nema sjómenn samþykki að lækka laun sín um 25-30 milljarða á ári. Og LÍÚ menn eru rasandi hissa á af hverju sjómenn ljá ekki máls á kjarskerðingu uppá tugi prósenta! Sjómannasambandið hefur t.d. komið með fullmótaða tillögu um hvernig hægt væri að bæta sjómönnum upp afnám sjómannaafsláttarins. Það yrði gert með eins konar dagpeningakerfi og kostnaður útgerðarinnar yrði sáralítill. Nei segir LÍÚ fyrst að lækka launin svo skulum við tala um þetta og annað sem útaf stendur. Hverjum finnst þetta skrítin samningatækni? Ég er búinn að rétta upp hönd.


Ómar ásamt skipsfélögum sínum, Davíð Erni, Ómari, Þórhalli og Daða.

Er enn í heimsókn á Eskifirði

Hefur farið á 37 loðnuvertíðir

R

unólfur Ómar Jónsson fæddist þann 5.desember árið 1952 í Reykjavík og gekk í Melaskóla. Hugur hans stóð þó snemma til sjós og þegar hann var 18 ára fékk hann vinnu á fraktskipinu Hvassafell. „Þar er einn túrinn mér mjög minnisstæður en þá náðum við einhvern veginn að stranda tvisvar sinnum, fyrst við Finnland og svo aftur þegar við komum að Flatey í Skjálfanda. Það er nú alveg kapítuli út af fyrir sig að segja frá því,“ segir Runólfur. Í 200 mílna þorskastríðinu var Runólfur á varðskipinu Baldri, og var þar skipherra Höskuldur Skarphéðinsson. Þegar því lauk fór hann yfir á Þór og var þar þá skipherra Helgi Hallvarðsson og var Sigurður Steinar þar stýrimaður en hann er nú skipherra. „Svo er það eitt sinn þegar Þór kemur til Eskifjarðar og ég fer í land að ég kynnist eiginkonu minni, Jóhönnu Kristínu, og ég er ekki enn farinn héðan. Þetta er því orðin nokkuð löng heimsókn. Ég sagði aldrei upp á varðskipinu, það er gott að eiga inni pláss á því nýja!“ Runólfur og Jóhanna eiga tvær dætur, Kristrúnu og Dagný. „Svo hef ég orðið moldríkur síðustu árin með því að eignast þrjú barnabörn!“ Skemmtileg og fjölbreytt vinna Síðan að Runólfur fór af varðskipinu við Eskifjörð hefur hann starfað á skipum Hraðfrystihúss Eskifjarðar, eða Eskju. Fyrst á Jóni Kristjánssyni, síðan á Guðrúnu Þorkelsdóttur, Hólmaborg og loks á Aðalsteini Jónssyni. Til skamms tíma var hann svo líka á Eldborg, áður en það var keypt af Eskju. „Það sem heillar mig við sjómennskuna er að þetta er skemmtileg og fjölbreytt vinna enda hef ég lítið gert annað um ævina en að vera á sjó,“ segir hann. „Á Baldri

Aðalsteinn Jónsson SU-11.

MYND: TÓI VIDÓ.

var t.d rosalega gaman á sínum tíma og mikið af skrautlegum karakterum sem maður kynntist, t.d var þar Geiri heitinn á Maxim‘s kokkur.“ Runólfur segist hafa verið afar heppinn með samstarfsfélaga í gegnum tíðina. „Upp til hópa hafa þetta verið yndislegir drengir sem ég hef unnið með og plássin hér á Eskifirði hafa verið rosalega góð, á Jóni Kjartani, Hólmaborginni og svo hér á Aðalsteini núna.“

Ómar ásamt skipsfélögum sínum, Grétari og Tóta.

eða aldrei slegið. Þetta var svona hefðbundin vertíð en okkur gekk svona líka rosalega vel og þegar loðnað var hér fyrir austan lönduðum við daglega. Ef minnið svíkur mig ekki þá er eins og mig minni að við höfum landað tvisvar á dag, um 2700 tonnum í hverjum túr.“ Runólfur segir að vertíðirnar hafi verið miklu skemmtilegri hér áður fyrr. 50 þúsund tonn af loðnu „Þetta var alvöru vertíðarstemning, það var farið út Þeir eru ekki margir sem hafa farið á fleiri loðnu- og skipið fyllt á eins skömmum tíma og hægt var vertíðir en Runólfur og fór hann í sína fyrstu í og síðan farið í land. Það var engin stýring á veiðágúst 1978. ,,Þá var þetta kallað haustvertíð. Ég unum, við veiddum bara eins og við gátum. Þetta var þá á Jóni Kjartanssyni SU111 og var þetta fyrsta hefur auðvitað gjörbreyst, nú er kvótinn minni og loðnuvertíðin sem Þorsteinn Kristjánsson fór á áherslurnar orðnar allt aðrar en þær voru þá.“ með þetta skip. Vertíðin, sem reyndist vera með eindæmum góð, byrjaði við Jan Mayen og endaði Vertíðin verður þokkaleg á heimamiðunum. Svo var ég með Steina á Hólma- Runólfur segist vera frystihússpeyji í dag. „Ekki borginni og síðan fórum við báðir á Aðalstein Jóns- að það sé neitt leiðinlegra, það er bara öðruvísi.“ son,“ segir Runólfur. „Ætli ég hafi ekki farið á 37 Aðspurður um hvernig honum lítist á vertíðina loðnuvertíðir. Þær hafa verið mislangar en ég hef svarar hann: „Hún leggst nú bara ágætlega í mig. tekið þátt í þeim öllum.“ Runólfur segir að ein eft- Það var að minnsta kosti gefinn út byrjunarkvóti irminnilegasta vertíðin hafi verið vertíð á Hólma- og svo hef ég það nú á tilfinningunni að það verði borginni. „Við veiddum 50.000 tonn af loðnu og bætt við hann seinna, miðað við það sem ég hef allt eftir áramótin. Ég held að það met verði seint séð gegnum tíðina.“ ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

11


Rysjótt veðurfar hefur sett strik í reikninginn

Loðnuvertíð glæðist fara að leita aftur nú kerlingin er svo langt komin í hrygningu. Stundum gerist það hreinlega örgum þótti loðnuvertíðin byrja að kerlingin leggst og verður þá erfið viðureignhægt og ekki hjálpaði veðrið en ar og karlinn getur orðið svartur og ljótur og erfnánast stöðug bræla hefur verið á itt að eiga við hann einan. En við verðum bara miðunum. Teikn eru þó á lofti um að vera bjartsýn.“ Eftir að loðnan kom upp fyrir að vertíðin sé að glæðast og vona menn enn að austan og vestan var þokkaleg veiði í viku og það geti ræst úr vertíðinni. bætti síðan töluvert í gönguna við Eyjar.,,Þetta hefur verið fremur dapurt, vertíðin erfið með nánast stöðugri brælu og lítið að sjá framan af. Verðum bara að vera bjartsýn Skinney Þinganes er með tvö skip á loðnuveið- Við hefðum viljað sjá þetta byrja fyrr.“ Ásgeir segir að það sem gæti bjargað vertíðum, Ásgrím Halldórsson og Jónu Eðvalds. Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri, segir loðnu- inni væri vestanganga á móti, með meiri kvóta. vertíðina hafa verið barning en hann sé þó ,,Við vonumst eftir því, það væri draumurinn. Það myndi þá gerast á næstu dögum eða vikum. jákvæður á framhaldið. „Reyndar er að koma bræla núna sem er slæmt á svona krítísku svæði,“ segir hann en annað skip félagsins, Ásgrímur Halldórsson, var þá við veiðar út af Reykjanesi. Hann sagði Þetta er búið að vera mjög veðrið undanfarna daga hafa verið gott og gott og hér hefði verið hægt að vel hafi fiskast, enda hafi verið unnið sleitumokveiða ef kvótinn hefði verið laust undanfarna tíu daga og góður gangur í hærri. Oft hefur kvótinn verið öllu. „Við erum með eitt skip úti núna og vonumst til að ná einum túr áður en brælan skellur meiri en núna og samt hefur á.“ Ásgrímur segir ekki gott að fá bræluna út af maður séð minna af loðnu. Reykjanesinu þar sem þetta sé krítískt svæði og torfan gæti tvístrast. ,,Það gæti verið erfitt að

Sigrún Erna Geirsdóttir

M

Stundum gerist það í mars þótt síðasta vikan áður en við hættum kringum 20. mars sé oft óttalegur barningur.“ Loðnan er í góðu standi Guðjón Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni EA sem Gjögur gerir út, sat í brúnni þegar Útvegsblaðið náði tali af honum og frysting í fullum gangi áður en brælan kæmi. ,,Það er austan gjóla núna og við erum að klára áður en við förum til Reykjavíkur annað kvöld, við erum búnir að vera úti síðan á föstudag,“ segir Guðjón. Hann segist hafa veitt vel undanfarna daga sem sé kærkomin breyting. ,,Þetta er búið að vera mjög gott og hér hefði verið hægt að mokveiða ef kvótinn hefði verið hærri. Oft hefur kvótinn verið meiri en núna og samt hefur maður séð minna af loðnu,“ segir hann. ,,Maður er sáttur í augnablikinu en vertíðin byrjaði öðruvísi núna en oft hefur verið þótt hún byrji reyndar oft ekki fyrir alvöru fyrr en um miðjan febrúar.“ Hákon kastaði tvisvar í túrnum en skipið getur fryst 130 tonn á sólarhring. Hann segir loðnuna núna vera óvenjugóða. ,,Við erum með tvo Japani um borð sem segjast aldrei hafa séð jafn fína loðnu. Það er að koma upp mjög fínn fiskur og skiptingin milli karl og kvenloðnu er góð líka.“

Hákon EA MYND: ÞORGEIR BALDURSSON.

12

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014


Albert Sveinsson skipstjóri á Faxa RE-9

Það er víða loðna við landið Haraldur Bjarnason

O

kkur finnst vera talsvert af loðnu með allri Suðurströndinni og þegar við fórum af miðunum í gær var fremsti hluti göngunnar kominn að Sandgerði,“ sagði Albert Sveinsson skipstjóri á Faxa RE-9 þegar Úvegsblaðið náði tali af honum á fimmtudaginn. Faxi var þá að landa tæpum 900 tonnum til vinnslu á Vopnafirði. „Löndunin gengur frekar hægt þegar þetta er allt tekið í gegnum vinnsluna en okkur liggur ekki svo á fyrst ekki er búið að bæta við kvótann,“ sagði Albert þá en lítið var eftir af þeim kvóta sem Faxi fékk við upphafsúthlutun. Albert segir að á siglingunni til Vopnafjarðar hafi þeir á Faxa orðið varir við loðnu meðfram allri suðurströndinni og sama hafi þeir á Ingunni AK-150 orðið varir við en þeir fóru þarna yfir á svipuðum tíma. „Það voru ágætis lóðningar víða, t.d. við Ingólfshöfða og síðan var loðnudreif lengra austur með. Það er líka loðna fyrir Norðurlandi, þannig að hún er um allan sjó,“ segir hann. Albert segir loðnugöngurnar hverju sinni fara alveg eftir sjávarhita, straumum og veðri. „Það er því margt sem hefur áhrif. Norðaustanáttin hefur verið ríkjandi í janúar og febrúar og hún getur haft umtalsverð áhrif á hefðbundna gönguslóð

Faxi RE í höfn á Akranesi fyrr í vetur. Til vinstri sést á Víking AK.

með Suðurlandinu. Við tókum til dæmis bara tvo túra í janúar og erum búnir að taka aðra tvo í þessum mánuði og það er kominn 20. febrúar. Þetta er bæði út af brælu og því að við erum að spara kvótann ef ekki verður bætt við áður en að hrognatöku kemur.“ Hann segir hrognasýni sem tekin voru úr þessum farmi hafa sýnt 18-22%

MYND: HARALDUR BJARNASONMYND:

hrognafyllingu en hún þyrfti að aukast upp í 2527% og hrognin væru heldur ekki nógu þroskuð ennþá. „Útlitið er ekkert slæmt og þetta kemur. Vertíðin er bara aðeins seinna á ferðinni núna en stundum áður en svo gæti komið vestanganga líka, hver veit, annað eins hefur gerst,“ sagði Albert Sveinsson skipstjóri á Faxa RE-9.

Við erum flutt í Hús Sjávarklasans Grandagarði 16 Navis ehf

Sími 544 2450 navis@navis.is www.navis.is

Hús Sjávarklasans Grandagarði 16 101 Reykjavík

Skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit

Skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

13


Mikið vantar enn upp á rétta meðferð afla

Góð aflameðferð er Sigrún Erna Geirsdóttir

F

iskur er dýrmætt hráefni sem er ein af grunnstoðum íslensks efnahags. Fiskur verður ekki betri en þegar hann kemur upp úr sjónum og miklu skiptir því að meðhöndla fiskinn rétt allt frá því að hann er dreginn úr sjó og þangað til hann er kominn til kaupenda. Talsvert vantar enn upp á að svo sé alltaf.

Verð ætti að ráðast meira af gæðum Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, hefur lengi talað fyrir réttri meðferð afla og komið að flestum verkefnum sem unnin hafa verið hérlendis á því sviði og lúta að góðri meðferð afla. Sigurjón segir að hjá stærri útgerðum hafi um nokkurt skeið verið vaxandi meðvitund um nauðsyn góðrar aflameðferðar og hafi fyrirtæki á borð við Samherja, HB Granda, FISK Seafood, Þorbjörn, Vísir og fjölda annarra fyrirtækja unnið mikið með Matís á því sviði. Sama eigi við um Landssamband smábátasjómanna. Það þurfi þó enn að ná til fleiri og ekki síst til þeirra sjómanna sem ekki vanda sig nægjanlega. ,,Það er enginn að veiða bara til þess að veiða, það vilja

14

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís.

hann eigi að vera. Kaupendur ættu að leggja línurnar og hvatningin væri þá komin. Þá ætti líka að verðleggja hráefnið eftir gæðum, að mati Sigurjóns, og forðast að kaupa fisk í örvæntingu af því að hráefni vanti í vinnslurnar. Hann segir að menn ættu sömuleiðis að hætta að tala svona mikið um metafla og segja frekar frá því hversu mikið af fiskinum fór í A flokk eða að allur afli frá þeim hafi verið í 0°C við löndun. Fjölmiðlafólk einblíni almennt á magn aflans en hugsi lítið um gæði. Sú áhersla sem lögð er á magnið í fjölmiðlum sé oft skaðleg og hvetji fólk ekki til þess að leggja fremur áherslu á gæði en magn. Ákjósanlegt væri að fjölmiðlafólk bætti við þekkingu sína og viti t.d. hvernig fiskur á að líta út og hvaða breytur ráða helst gæðum aflans.

allir fá sem mest fyrir aflann. Hvað menn fá mikið fyrir hann á að ráðast af gæðunum. Menn hafa vissulega tekið sig á, ástandið hefur skánað, en það er ekki orðið nægjanlega gott ennþá. Það Skortur á eftirliti með aflameðferð þurfa allir að róa í sömu átt og koma með bestu Þar sem fiskurinn verður aldrei betri en þegar hugsanlegu gæði að landi.“ Sigurjón telur að vilj- hann kemur upp úr sjónum er mikilvægt er að inn sé fyrir hendi, það vantar hins vegar hvatn- varðveita þau gæði sem best. ,,Eiginleikar fisks inguna. Almennt séu menn meðvitaðir um mikil- eru 800 sinnum viðkvæmari en eiginleikar vægi gæðanna og vilji gera betur en það sé fátt landhráefnis s.s lambakjöts,“ segir Sigurjón. í umhverfinu sem hvetji þá til þess. Hann segir „Að koma með óísaðan fisk að landi er því mjög að fyrirtæki ættu að koma með leiðbeiningar um slæmt mál. Ef við tökum t.d lambakjöt sem dæmi, þá er lambið áfram í sínu náttúrlega umhverfi hvernig fisk þau vilji kaupa; í hvaða gæðaflokki


lykill að gæðavöru eftir að því hefur verið slátrað en það er fiskurinn ekki. Það að fólk skuli komast upp með slæma meðferð á afla er með hreinum ólíkindum“. ,,Eitt sinn var það svo að ríkið hafði eftirlit með gæðum aflans en síðan það lagðist af hefur enginn sinnt þessu en fyrirtækin og fiskkaupendur ættu að setja upp viðmiðunarkröfur um gæði og koma með tillögu að verklagi sem tryggir bestu gæðin á hráefninu. Fiskmarkaðirnir eiga ekki að vera eingöngu milliliðir, en þeir ættu einnig sinna gæðaeftirliti að mínu mati,“ segir Sigurjón. Þeir ættu að sjá hag sinn í því að höndla með góðan fisk. Gæðin ráði því miður ekki alltaf ferðinni í dag heldur magnið. Árstími, veiðisvæði, meðhöndlun Gæði afla ráðast af þremur þáttum, segir Sigurjón. Þetta séu árstími, veiðisvæði og meðhöndlun á afla allt frá því að hann kemur upp úr sjónum og þar til hann hefur farið gegnum vinnslu. Nauðsynlegt sé að þekkja hráefnið vel áður en það er veitt og t.d. þekkja breytileikann í hráefninu eftir árstíma. Nauðsynlegt sé líka að þekkja vel veiðistaðinn og hvaða hráefni maður eigi von á þar sem veiðar fara fram. Þetta sé breytilegt milli ára og jafnvel árstíða, bæði

vegna ætis og annarra þátta, og þetta þurfi að hafa í huga. ,,Laxinn leitar í sömu árnar og þorskurinn leitar í sömu lægðir, hann þekkir sitt svæði. Fiskur er almennt ekki mikið að flakka á milli landshluta.“ Árstími sé annað sem menn þurfa að hafa í huga. Ef menn veiði t.d. á sumrin þá sé fiskurinn ekki í góðu ástandi þar sem hann sé þá nýbúinn að hrygna, enda leggi

Eiginleikar fisks eru 800 sinnum viðkvæmari en eiginleikar landhráefnis s.s lambakjöts, að koma með óísaðan fisk að landi er því mjög slæmt mál. Ef við tökum t.d lambakjöt sem dæmi, þá er lambið áfram í sínu náttúrlega umhverfi eftir að því hefur verið slátrað en það er fiskurinn ekki. Það að fólk skuli komast upp með slæma meðferð á afla er með hreinum ólíkindum.

margir skipum sínum á þessum tíma. Kvótinn sé þá geymdur þar til í september enda er vöðvi fisksins bestur frá september til mars. ,,Það vill enginn slátra kindum sem eru nýbúnar að bera og hið sama gildir um fiskinn. Það er ekki að ástæðulausu sem kvótaárið byrjar 1. september en ekki 1. janúar.“ Blæðing og kæling Lykillinn að því að koma með gott hráefni í land segir Sigurjón vera blæðingu og kælingu. Það séu líka ýmis atriði sem hafa beri í huga. Mikilvægt sé að slægja aflann sem fyrst og ef slæging á sér ekki stað fyrr en í landi þarf að framkvæma hana fljótlega eftir löndun . Hvað varðar blæðingu aflans þá er tíminn lykilatriði og það er of seint að hugsa um blæðingu þegar fiskurinn er dauður. Þá brenni það líka við að menn taki rangt á fiskinum og haldi um klumbubeinið en við það opnast á milli búks og hauss og blóð komist inn í hold. Þegar tekið sé um fiskinn eigi að halda um eða við hausinn. Þá megi heldur ekki henda til fiskinum áður en hann sé blóðgaður, við það komi á hann marblettir og illa blóðgaður fiskur geymist mun verr. Fiskurinn megi heldur alls ekki liggja í eigin blóði. ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

15


,,Við þurfum að alltaf að vera meðvitað að auka gæðin og hugsa einnig um nýtingu á hráefnum eins og lifur og hausum.“

,,Góð kæling er svo algert lykilatriði. Ef við komum aflanum vel kældum í fiskker sem hágæða afurð erum við í góðum málum,“ segir hann og bendir á að byrja þurfi að kæla fiskinn um leið og hann kemur um borð. Ef það sé ekki gert skerðist geymsluþol fisksins verulega. Í þessu samhengi er vert að minnast á ísAPP eða ísreikni fyrir snjallsíma og vef sem Matís hefur búið til. Með ísreikninum er hægt með auðveldum hætti að reikna ísþörf miðað við aflamagn og ytri aðstæður, s.s. hitastig sjávar, lofthitastig og hversu lengi á að halda aflanum vel kældum. Því þarf enginn að bera fyrir sig þekkingarskorti þegar ísþörf er ákveðin. Forritið má nálgast á Google Play og á heimasíðu Matís, www. matis.is.

Við þurfum að bæta okkur verulega hvað aflameðferð snertir og ef menn treysta sér ekki til þess að ganga vel um aflann þá eiga þeir ekki erindi á sjóinn. Fiskur þarf að meyrna Rétt eins og kjöt þarf fiskur að meyrna með því að fara hægt og rólega gegnum dauðastirðnun. Ef hann fer of hratt gegnum hana verður vöðvinn sundurtættur, segir Sigurjón. Svo þetta ferli sé rétt þarf blæðing og kæling á fiskinum að vera rétt. ,,Stór hluti blóðsins er í holdinu og í því er járn sem hvetur til oxunar, eða þránunar, á fitunni sem er í fiskinum. Hvítur vöðvi breytist í gulan þegar hann fer að þrána. Það verður því að láta fiskinum blæða mjög vel,“ segir hann. Geymsluþolið ræðst síðan að mestu af hitastiginu. Fiskurinn þurfi að liggja í ákveðinn tíma á ís, 48-60 klukkustundir, til þess að fara í gegnum dauðastirðnun. ,,Það er ástæða fyrir

16

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

því að bátarnir hjá stærri útgerðum eru úti 4-5 daga. Fiskurinn þarf þetta langan tíma á ís, þá er hann langbesta hráefnið til söltunar því fiskurinn er eiginlega óhæfur til söltunar uns hann hefur farið í gegnum dauðastirðnun.“ Vel ísuð flök verði að gæðavöru og allur afli á að vera 0°C þegar komið er að landi. Sigurjón segir hins vegar of algengt að sjá fisk á boðstólum sem ekki hefur verið nægilega blæddur eða farið gegnum dauðastirðnun. Fólki sé líka boðið upp á fisk sem sé jafnvel sundurtættur í holdi. Aukahráefnin líka mikilvæg Mikill virðisauki getur skapast vegna aukahráefna sem myndast við vinnslu aflans og endurspeglast virðisaukinn af gæðum hráefnisins. Slík hráefni, sem hafa haldið hámarksgæðum eru mjög verðmæt vara sem hægt er nýta til ýmissa hluta. Dæmi um afurðir eru t.d. þurrkaðir og saltaðir hausar, niðursoðin lifur, lýsi, hrognaafurðir og einnig er hægt að vinna úr þeim ensím sem nota má t.d. í mat- og snyrtivörur. ,,Við þurfum að alltaf að vera meðvitað að auka gæðin og hugsa einnig um nýtingu á hráefnum eins og lifur og hausum.“ Aflameðferð þarf að bæta mikið Sigurjón segir í fínu lagi að verið sé að stunda útgerð svo lengi sem fólk kunni að fara með aflann. ,,Það á t.d ekki að fara út með fleiri bala en fólk ræður við, 3-4 tonn á dag er algert hámark fyrir lítinn bát.“ Sigurjón nefnir að 15 metra bátar geti t.d. haft allan nauðsynlegan búnað til blæðingar og kælingar um borð, rétt eins og stærri bátar. Sem dæmi um vel útbúinn smábát má nefna Ástu B. sem er smíðaður af Trefjum fyrir Noregsmarkað og með vinnslubúnað frá 3X. ,,Við þurfum að bæta okkur verulega hvað aflameðferð snertir og ef menn treysta sér ekki til þess að ganga vel um aflann þá eiga þeir ekki erindi á sjóinn.“ Hann segir að reglur eigi heldur ekki að hamla greininni. Ef nauðsynlegt sé að nota ákveðna gerð báta svo gæði fisksins haldist þá eigi að stefna að

því að slíkir bátar sinni veiðunum. Fortíðarþrá og hefðir eigi ekki að ráða ferðinni. Bullandi samkeppni á erlendum mörkuðum Mikil samkeppni ríkir á markaði með fisk erlendis og segir Sigurjón það mikinn misskilning að íslenski fiskurinn hafi einhverja sérstöðu bara vegna þess að um íslenskan fisk sé að ræða. Gæði hvítra flaka af öðrum tegundum séu orðin mjög góð og íslenskur fiskur hafi færri hluti en margir haldi fram umfram aðrar tegundir. Það sé því nauðsynlegt fyrir Íslendinga að bjóða upp á hágæðafisk. Enginn vilji kaupa slæma afurð. ,,Ímynd og veruleiki fylgjast að. Við þurfum að hafa hlutina í lagi og passa að hráefnið sé ávallt fyrsta flokks.“ Sigurjón segir stóru fyrirtækin almennt ganga mjög vel frá aflanum og þess vegna hafi þetta mikla áhlaup á Evrópumarkað á sínum tíma verið mögulegt. Fyrirtæki eins og HB Grandi og Samherji gátu þá hafið útflutning á ferskum flökum í miklu magni vegna þess að hjá þeim sé aflameðferðin mjög góð. Matís og þessi fyrirtæki hafi eytt miklum tíma í að þróa réttar aðferðir við vinnslu afla og núna sé t.d. geymsluþol á flökum 12 dagar en hafi verið 6 dagar áður en þessi vinna hófst. Sem dæmi um þróunarvinnu megi nefna að tekist hafi að bæta einangrunargetu frauðkassa með því að þeir hefðu ekki 90° horn. Kassarnir hafi því verið endurhannaðir og núna séu hornin rúnuð. Hjá flestum fyrirtækjum er hugað að réttri meðferð fisks allt frá því að hann er dreginn úr sjó, því slæmur fiskur geti ekki farið í útflutning á markaði með kröfuharða neytendur. Ef ekki er farið rétt með aflann strax minnkar geymsluþol hans í upphafi virðiskeðjunnar og fiskurinn færist mögulega niður í C flokk. Þá sé afar slæmt ef kaupendur fá í hendur slæman fisk og slíkt geti jafnvel orðið til þess að fólk hætti að kaupa fisk. Góð ímynd sé okkur nauðsynleg ef við viljum sækja fram á erlendum mörkuðum og lykill að því sé hágæðavara sem fáist með réttri aflameðferð.


Haraldur Bjarnason

É

g er nánast alinn upp hjá útgerðarfélaginu Gjögri á Grenivík. Það var kannski við hæfi því pabbi er frá Gjögri á Ströndum,“ segir Geir F. Zoëga skipstjóri á grænlenska nótaveiðiskipinu Polar Amaroq. Hann segist hafa fylgt með Áskeli EA þegar Síldarvinnslan keypti skipið og þaðan til Grænlands. Á Grænlandi hefur hann búið ásamt konu sinni síðan árið 2009 en saman eiga þau nú von á sínu fyrsta barni en Geir á tvö börn fyrir. Hann kann vel við sig á Grænlandi þar sem hann býr í 1.800 manna bæ á austurströndinni sem heitir Tasilaq. Nokkuð bjartsýnn á loðnuvertíðina Nýjasta Amaroq var upphaflega norska skipið Gardar og Geir segir skipið vera næsta númer ofan við Aðalstein Jónsson SU. „Hann er með sömu vél og Aðalsteinn en með aðeins stærri frystilest en hann. Þetta er mjög gott skip. Við höfum ekki verið að frysta mikið en förum sennilega á frystingu á makrílnum. Frystigetan er ágæt um borð,“ segir Geir og hann segir kvóta Grænlendinga á loðnunni ekki mikinn.

Amaroq frá Grænlandi.

MYND: ÞORGEIR BALDURSSON.

„Þetta dugar varla fyrir eitt skip og fyrst eftir að ég byrjaði þarna var skipið bundið við bryggju í fjóra mánuði á ári. Eftir loðnuna förum við líklega að veiða kolmunna í írsku lögsögunni en nú er það loðnan og hún er að koma til. Þetta hefur verið svolítið skrítið hitastig í sjónum að undanförnu enda stöðugar brælur sem hafa sín áhrif á sjávarhitann. Það hefur eiginlega alls staðar verið nokkuð jafn hiti, það voru engin hitaskil í janúar, hvort sem var djúpt eða grunnt. Nú er loðnan að reitast inn á grunnið við Suðuausturlandið og þétta sig. Þetta lítur ekki illa út og ég er nokkuð bjartsýnn á það sem eftir lifir vertíðar. Það var nú yfirleitt talað um rúmlega fimmtíu daga vertíð eftir að hún fór að koma upp á grunnið en kannski er þetta ekki eins langt núna,“ segir hann. Makríllinn að byrja að sjást í grænlensku lögsögunni „Við byrjuðum að reyna við loðnuna úti fyrir Norðurlandi en það gekk ekki vel. Eiginlega kom ekki neinn kippur í þetta fyrr en loðnan kom upp á grunnið. Við höfum minni kvóta en Íslendingar í öllum þessum veiðum jafnt

Geir F. Zoëga skipstjóri á Polar Amaroq

„Það hafa ekki verið nein hitaskil í sjónum“ kolmunnanum sem loðnunni. Makríllinn er aðeins byrjaður að ganga inn í grænlenska lögsögu en það er ekki mikið enn sem komið er, hvað sem kann að verða. Hann er ótútreiknanlegur og oft mikil ferð á honum. Það fer bara eftir hitastigi og æti hvar hann er hverju sinni.“ Geir segir skipið vel útbúið fyrir flottroll jafnt

sem nót en það megi ekki nota alls staðar og því ekkert að vanbúnaði að veiða allan uppsjávarfisk. „Við löndum öllu hjá Síldarvinnslunni enda á fyrirtækið hlut í útgerðinni og það er þá ýmist landað á Norðfirði eða í Helguvík,“ segir Geir F. Zoëga skipstjóri á eina grænlenska nótaskipinu. ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

17


Samþjöppun í sjávarútvegi hefur viðgengist lengi, og gerir enn

Eru veiðigjöldin dragbítur eða fyrirsláttur? 18

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014


Menn þurfa að loka augunum og stinga höfðinu býsna djúpt í sandinn til þess að sjá ekkert samhengi á milli veiðigjalda annars vegar og þessa. Þessar litlu útgerðir berjast í bökkum við að halda áfram rekstri.

Sigurjón M. Egilsson

B

eðið er að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sýni á spilin, sýni hvaða breytingar hann ætlar að gera á lögum um stjórn fiskveiða. Vitað er að núverandi fyrirkomulag gildir aðeins tímabundið. Ný lög, með breyttum veiðigjöldum eða afnotagjöldum, taka gildi á næsta fiskveiðiári. Annað er ómögulegt. Frá hruninu, 2008, hefur hagur sjávarútvegsins aukist umtalsvert. Hágengisstefnan var erfið, en nú er allt annað uppi á teningnum. Fyrrverandi ríkisstjórn var oft sökuð um að vera sjávarútveginum fjandsamleg. „Þessu er alltaf stillt upp einsog fólk sé vinir eða óvinir útgerðarinnar, sumum hentar að leggja þetta þannig upp ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hún var spurð um veiðigjöldin í þættinum Sprengisandi sunnudaginn 16. febrúar s.l.

Minni útgerðir í hættu Útgerðin segir þá aðferð sem er notuð við útreikninga og álagningu veiðigjaldsins hafi skaðað lítil og meðalstór fyrirtæki mjög. Víst er að þeim fækkar og sú þróun er hafin. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur sagt að leysi menn ekki úr þeirri miklu óvissu sem nú sé í sjávarútvegi fækki einstaklings og minni útgerðum verulega á næstu misserum. Dæmi um þá er kaup Ísfélagsins í Vestmannaeyjum á skipinu Dala-Rafni ásamt aflaheimildum en Dala-Rafn á að baki fjögurra áratuga farsælan rekstur. Njáll Ragnarsson, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Vestmannaeyja sagði að eigendaskipti hafi orðið á nokkrum skipum í Eyjaflotanum undanfarin misseri og sagði Njáll þetta: „Menn þurfa að loka augunum og stinga höfðinu býsna djúpt í sandinn til þess að sjá ekkert samhengi á milli veiðigjalda annars vegar og þessa. Þessar litlu útgerðir berjast í bökkum við að halda áfram rekstri.“ „Ég held að kerfið, sem við höfum starfað eftir, ýti undir samþjöppun. Sú þróun byrjaði ekkert í fyrra með samþykkt veiðigjalda. Við höfum því miður ekki náð samkomulagi um hvernig er hægt að styrkja stöðu minni útgerða. Þar bendir hver á annan. Þetta er erfitt viðfangsefni. Inn í það blandast tilfinning fólks gagnvart því þegar kerfinu var komið á í upphafi og kvótunum var úthlutað, og margir eru enn reiðir yfir því og svo eru aðrir sem hafa keypt kvóta og þeir segja, ég keypti minn kvóta og á að refsa mér fyrir það? Uppbyggingin býður upp á samþjöppun og þeir sem tala mest fyrir kerfinu segja kerfið stuðla að hagræðingu í sjávarútvegi og það hefur áhrif á minni útgerðirnar,“ segir Katrín. „Þeir segjast hafa varað við að lögin gætu leitt til samþjöppunar. Það gerðum við líka, þegar málið var til umfjöllunar í veiðigjaldanefndinni. Þá var

lagt til um að skoða stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þetta er einsog við sjáum oft í lagasetningu hér, að það verður að reyna á framkvæmdina betur og laga hana eftir þörfum.“ Hún bendir jafnframt á að sérstöku veiðigjöldin hafi verið lækkuð og því ekki hægt að kenna þeim um.

isstjórnin samþykkti þessar aðgerðir og fleiri, hún gerði það vegna þrenginga í þjóðarbúskapnum og ekki síst vegna þess hversu illa sjávarútvegurinn stóð. En hér er ekki skrifað um ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, heldur fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Viðeyjarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Ástæða þess að þetta er rifjað upp nú er sú að sýna hvernig komið var fyrir aðeins rúmum tuttugu árum. Þá var, þrátt fyrir miklar aðgerðir, talið vonlaust að bjarga öllum sjávarútvgsfyrirtækju, þjófélagið réð ekki við það verkefni. Áður en við skoðum sjávarútveginn ögn betur skulum við skoða aðrar aðgerðir. Á þessum tíma vakti athygli margra að ríkisstjórn Davíðs hefði stofnað sjóð til bjargar sjávarútvegi, en það hafði hann fordæmt hjá fyrri ríkisstjórn.Ólafur Ragnar Grímsson, var þá formaður Alþýðubandalagsins, og hann sagði þetta merkilegt fyrir þá sök að þetta væri dagurinn sem Davíð Oddsson hóf sjóðasukkið.

Bíða eftir stjórnvöldum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir á heimasíðu sambandsins, brýnt að tillögur um sanngjarnari útfærslu veiðigjaldsins fari að berast frá yfirvöldum, slæmt verði ef ekki náist að afgreiða tillögurnar á vorþingi. Fyrirkomulag veiðigjaldsins hafi nú þegar haft verulega neikvæð áhrif á fjölda útgerðarfyrirtækja og þarfnist endurskoðunar. „Við sjáum stóru útgerðirnar vera að borga eigendum sínum gríðarlega háan arð,“ segir Katrín og bendir á að tekjutap ríkissjóðs var um sex milljarðar vegna lækkunar á veiðigjöldum. Áfram um sjávarútveg og Katrínu Jakobsdóttur. Talið berst að góðri stöðu margra fyrirtækja, Hátekjuskattur á hálfa miljón framsækni og nýsköpun. „Það er heilmikil „Hátekjuskatturinn verður með þeim hætti að einnýsköpun í sjávarútvegi. Þessu er alltaf stillt staklingar greiði 5 prósent af þeim tekjum sem upp einsog fólk sé vinir eða óvinir útgerðarinnar. eru yfir 200 þúsund á mánuði og hjá hjónum eru Sumum hentar að tala um leggja þetta þannig upp. mörkin við 400 þúsund krónur. Ríkisstjórnin Staðreyndin er sú að þessi ágætu fyrirtæki nýta gerir ráð fyrir að hátekjuskatturinn verði í gildi auðlind sem stendur í lögum stjórn fiskveiða, eru í tvö ár.“ Þetta er orðrétt tilvitnun í frétt í DV frá sameign þjóðarinnar. Fyrir því finnur almenningur nóvember 1992. Framreiknuð eru viðmiðunarekki. Þetta er ekki einsog hver önnur sjoppa, þar launin 500.000 þúsund hjá einstaklingi og milljsem þú greiðir bara tekjuskatt. Fyrirtækin hafa rétt ón hjá hjónum. til að yrkja auðlindina og það er eðlilegt að greiða Ríkisstjórnin ákvað einnig að taka upp tvö þrep í gjald fyrir það. Það er bara ekki hægt að segja að virðisaukaskatti og fækka undanþágum, einnig að þetta snúist um hvort fólk er með eða á móti sjáv- skerða barnabætur og vaxabætur, hækka bensínarútvegi, sem er undirstöðugrein í íslenskku sam- gjald og fleira og fleira. Ekki voru allir vissir um að þetta allt myndi félagi. Á það föllumst við öll, þetta er lifibrauðið okkar. Niðurstaðan er sú að stjórnmálamenn hafa duga til. „Atvinnuleysi mun halda áfram að vaxa, það ekki komið sér saman um hvað á að borga fyrir að er ekkert í þessum aðgerðum sem dregur úr því,“ nýta auðlindina.“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson og sagði að nú væri Hvað með fjárfestingarnar? „Það er búið að fara með allskyns rangfærslur, gamli verðbólguhugsunarhátturinn byrjaður aftur, einsog ekkert hafi verið fjárfest í sjávarútvegi vegna verðhækkana-, kollsteypu- og gengisfellihngaróstöðugleika í lagaumhverfi. Það er bara ekki rétt. hugsunarhátturinn hefði byrjað aftur með þessum Það er búið að fjárfesta fyrir tugi milljarða,“ sagði aðgerðum. Ólafur Ragnar sagði að Davíð Oddsson Katrín Jakobsdóttir. hefði átt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Milljarða álögum létt af fyrirtækjum Ekki er fjarri lagi að líta rúm tuttugu ár til baka. Þá var vandi í ríkisbúskapnum. Eitt helsta úrlausnarefnið var staða sjávarútvegsins. Þá þótti nær vonlaust að öllum sjávarútvegsfyrirtækjum landsins yrði bjargað. Kíkjum til fortíðar, aftur til ársins 1992. Meðal þeirra aðgerða sem gripið verður til er stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegsins. Sjóðnum verða lagðir til fjórir milljarðar, afborgunarlausir i þrjú ár. Sjóðnum er ætlað kaupa upp fiskiskip, fiskvinnslufyrirtæki og fleira. Eins er ætlast til að sveitarfélög skeri niður hafnargjöld, til að létta útgerðum róðurinn. Allt sem stendur hér að ofan er satt og rétt. Rík-

Og hvað svo? Engin ástæða er til að ætla að við þurfum í næstu framtíð að glíma við vanda einsog þann sem var árið 1992. Það er rétt, sem haft er eftir Katrínu Jakobsdóttur, hér að framan að samþjöppun í sjávarútvegi hefur til þessa verið talin kostur, eitt helsta einkenni kvótakerfisins, og því er ekki að undra að hún bendi á að þeir sem mest hafa lofað kerfið finni manna mest að því að útgerðum fækki og ekki síst skipum. Hvaða skref verða stigin næst skýrist vonbráðar. Unnið er að breyttu fyrirkomulagi, nýju lagafrumvarpi, innan atvinnuvegaráðuneytisins. Þar til það opinberast, er bara eitt að gera, bíða. ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

19


Línudreginn makríll er hágæðavara

Fyrirtæki með samlagshugsun

P

ort-Ice er sölu- og markaðsfyrirtæki sem einbeitir sér að sölu og markaðssetningu á krókaveiddum makríl í nánu samstarfi við smábátaútgerðir og fiskvinnslur á landsbyggðinni. Port-Ice markaðssetur gæði krókaveidds makríls þar sem öflugt gæðakerfi skiptir miklu frá veiðum til markaða. Aðalmarkaðirnir eru í Asíu og Rússlandi. Selja í umboðssölu Eitt af því sem gerir Port-Ice sérstakt er að fyrirtækið kaupir ekki fiskinn af smábátunum heldur selur hann í umboðssölu og Kristinn segir að fyrirtækið sé í raun kaupfélag, eða fyrirtæki sem rekið sé með samlagshugsun. Fiskinum er pakkað í umbúðir sem ber vörumerki Port-Ice sem hefur verið byggt upp í Asíu og Rússlandi. „Merkið náði strax athygli og hefur síðan smátt og smátt orðið þekktara,“ segir Kristinn Hjálmarsson hjá Port-Ice. Kristinn segir Port-Ice hafa hannað ákveðið kerfi sem haldi utan um veiðarnar, vinnsluna og söluna. „Bátar og vinnslur í Port-Ice hópnum vinna síðan eftir þeim leiðbeiningum enda eru þær grunnurinn að þessu gæðavörumerki okkar, Port-Ice, sem byggir á því að fiskurinn sé veiddur með umhverfisvænum krókaveiðum. Við byggjum því á gæðum en ekki magni.“ Fiskurinn sé meðhöndlaður sem einstaklingur; allt frá því að hann sé veiddur á krók upp úr sjónum og þar til hann skili sér til kaupenda. Lítið magn sé í hverjum kassa sem geri það auðveldara að afþíða fiskinn og því væri raunar hægt að selja hann sem ferskan ef svo ber undir. Afurðin er að sjálfsögðu rekjanleg fyrir kaupendur og segir Kristinn að bætt verði frekar í þær upplýsingar á næsta ári. „Við erum að svara því sem markaðurinn kallar eftir og spyrjum hvers konar makríl vantar þig og hvaða upplýsingar viltu fá með honum, umfram það sem þegar tíðkast.“ Lykilorðið er samvinna Þegar Port-Ice fór af stað með makrílverkefnið var byrjað á að funda með öllum sem að því komu, vinnslum og smábátaútgerðarmönnum, og gekk það mjög vel að sögn Kristins. „Mönnum fannst þetta áhugavert og þeir fannst gaman að tilheyra hópi, sem getur verið gott þegar maður rekur lítið fyrirtæki í útgerð.“ Meðan verkefnið var í gangi hafi menn líka rætt mikið saman og skipst á skoðunum, enda hafi það komið öllum til góða að veitt væri sem mest með áherslu á gæði hráefnisins. Samvinna hafi þarna verið lykilorð því allir þurfi að leggjast á eitt svo gæði afurðarinnar séu sem mest. „Það má enginn klikka,“ segir Kristinn. „Ef það finnst einn skemmdur fiskur er það högg fyrir alla.“

um í Rússlandi og Asíu og byggt verði á því 2014. Port-Ice horfi aðallega á Asíu og þá sérstaklega Japan en þangað fóru um 60% vörunnar. „Auðvitað eru til markaðir alls staðar fyrir hvaða gæði sem er en við höfum verið að horfa til Japan sem er tryggur í sessi sem hágæðamarkaður sem krefst hæstu gæða.“ Hann segir íslenska makrílinn ekki hafa farið glæsilega af stað á sínum tíma og þeir berjist enn við neikvæða gæðaímynd í mörgum löndum svo markaðssetningin krefjist mikillar vinnu. „Þetta hefur samt verið að ganga framar öllum vonum,“ segir hann. Verkefnið byrjaði í maí 2013 og segir Kristinn að tími hafi verið kominn á hugmyndina. Þeir hafi rætt við mögulega samstarfsaðila Markaðssetning gengið afar vel og margir hafi verið hrifnir af hugmyndinni. Kristinn segir að eftir þetta fyrsta tímabil hafi „Samstarfsaðilar í útgerð þurftu auðvitað að taka vörumerkið verið kynnt fyrir stórum kaupend- áhættu með því að fara inn í óþekkt verkefni og

20

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

„Merkið náði strax athygli og hefur síðan smátt og smátt orðið þekktara,“ segir Kristinn Hjálmarsson hjá Port-Ice.

það krafðist þolinmæði frá öllum í sumar svo allt gengi upp. Allir sýndu hana, enda kom í ljós að það borgaði sig því nú er búið að leggja grunninn að verðmætu vörumerki,“ segir Kristinn. Mikil og jákvæð áhrif á byggðir landsins Kristinn segir að krókapotturinn hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir smábátaútgerðir og byggðir landsins þótt hann hafi ekki verið nema 4800 tonn í lok vertíðar 2013, en átti upphaflega átti hann aðeins að vera 3200 tonn. „Þarna fékk fólk vinnu sem hefði mögulega ekki fengið vinnu annars, hvort sem það var við löndun, flutninga eða vinnslu. Í kringum þetta litla magn var mikil hreyfing og þetta hafði mikil og jákvæð áhrif á samfélagið umhverfis landið. Bara sjómennirnir í verkefninu voru milli 150 og 200 og má áætla að svipaður fjöldi hafi unnið í vinnslum í landi,“ segir hann. Hvað framtíðaráætlanir varðar segir Kristinn að þegar verkefnið hafi verið keyrt í tvö ár með góðum árangri verði kominn grundvöllur til að horfa víðar. „Að því gefnu að stjórnvöld taki góðar ákvarðanir sem henta vel smábátaútgerð höldum við áfram að byggja upp premium vörumerki í samvinnu við smábátaútgerðir og bæta ímynd íslensks makríls á erlendum markaði og þar með ná hærra verði,“ segir hann. Næsta ár stefni Port-Ice því á að selja enn meira magn af línuveiddum íslenskum makríl en síðasta ár.


Guðbjörn Magnússon útgerðarmaður og skipstjóri

Fengum mun hærra verð og vel var hugsað um okkur Hærra verð og mannskapurinn ánægður Guðbjörn segir eina vandamálið vera, þegar selt uðbjörn Magnússon gerir út tvo báta, er svona í umboðssölu að þeir þurfi að fjármagna Signýju HU og Magnús HU. Hann lét sig svolítið sjálfir því endanlegt verð liggi ekki fyrútbúa þá á makríl í fyrra og er nokkuð ir fyrr en makríllinn er kominn til kaupenda ytra. sáttur við árangur veiðanna. „Ég fékk „Við þurfum auðvitað að borga mannskapnum Einar Gíslason á Akranesi til að setja allan búnað í vikulega. Þetta kom mjög vel út ég býst við að við bátinn og hann leysti það vel úr hendi. Við vorum höfum fengið um 20% hærra verð en hefði verið. með fimm slítara á bátnum. Þetta voru svona byrj- Mannskapurinn er mjög ánægður með þetta. Þeir hjá Port-Ice hugsuðu líka vel um okkur og voru í unarörðugleikar en aðalvandamálið var að það þarf að vera sónar í þessum bátum því makríllinn stöðugu sambandi við okkur. Þeir pössuðu alltaf kemur svo illa fram á dýptarmæli. Það var svo mikil upp á að nægur ís og salt væri þar sem við lönduðferð á honum í fyrra. Við byrjuðum bara stutt út af um hverju sinni. Svo er hægt að rekja þetta þannig Akranesi á makrílnum og út af Keflavík en fórum að kaupandi getur séð hvar fiskinn er veiddur og svo vestur með landinu en þegar við komum loks í hver veiddi. Við tókum líka alltaf sýni af því sem Húnaflóann var hann nánast búinn þar. Maður var kom um borð. Síðan sá Fiskmarkaður Íslands um aðeins að reyna að elta þessa báta með sónartækin. löndun og geymslu þar sem við komum og þangað Ég fylgdist talsvert með hvar Eiður á Ísak AK hélt var makríllinn sóttur.“ sig en hann rótaði alveg upp makrílnum enda vel útbúinn.“ Á flótta undan ýsunni á línuveiðunum Í mörg ár hefur Guðbjörn róið frá Akranesi á báti Unnum saman í grúbbum sínum Signýju HU en hann býr í Reykjavík og er Reynsluna af því að láta makrílinn fara í gegn hjá með beitningarskúr þar. Beituna og bjóðin flytur Port-Ice segir Guðbjörn mjög góða. „Ég er mjög hann svo á 5 tonna kassabíl sem hann á. „Hann er ánægður með hvernig þeir stóðu að þessu . Við lönd- með kælingu og frystingu og ég kem upp undir 100 uðum í Keflavík, á Akranesi, í Ólafsvík og á Hólma- bjóðum í hann og keyri alla leið norður á Skagavík. Þeir ná svo í þetta og þegar við erum hér syðst strönd með þetta þegar við erum þar en þangað hef fer þetta til Slægingarþjónustu Suðurnesja en síðan ég yfirleitt farið í lok ágúst og verið um haustið.Við á Flateyri hjá Artic-Odda. Það skiptir öllu að kæla förum svo heim um helgar og tökum þá beituna makrílinn vel. Við pössum vel upp á það og förum með til baka. Þessa dagana hefur hann þó verið að alltaf inn að kvöldi, jafnvel þótt aflinn sé lítill því róa frá Grindavík. Hinn bátinn, Magnús HU, fékk lykilatriði er að koma honum sem fyrst frá sér. Við hann nýjan í fyrra en nú er svo komið að hann vorum alltaf með fjögur kör af ís sem við blönduðum verður bara að vera bundinn við bryggju vegna með salti eftir ákveðinni formúlu. Við fórum alveg kvótaleysis. Hann segir ýsuna hafa gert sér erfitt eftir því sem Port-Ice menn sögðu okkur og unnum fyrir að róa með línu frá Skaganum að undanförnu svo í grúbbum með fleiri bátum til að samræma enda sé mikið af henni á grunnslóð og hefðbundnlandanir og auðvelda flutninginn. Við vorum sam- um miðum Skagamanna. „Við höfum aldrei þurft an í þessu, bátarnir sem höfum verið á Akranesi. Ég að fara frá Akranesi fyrr. Við erum bara á flótta frá var með tvo báta, svo voru þarna Björn Þorri á Borg- ýsunni. Ýsan en meira að segja að koma í grásleppar Sig, síðan voru þarna í grúbbunni Böddi og Álfur, unetin þar, þetta er alltaf að aukast. Ég byrjaði með svo fylgdumst við alltaf með Eida eins og ég sagði Magnús á grásleppu í vor en fór svo með hann eftir áðan. Hann var líka með fleiri slítara og afkastaði það á makrílinn,“ sagði Guðbjörn Magnússon útmiklu þegar vel fiskaðist.“ gerðarmaður. Haraldur Bjarnason

G

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

21


Japanir segja krókaveiddan makríl eins og góðan túnfisk

„Öllu skiptir að koma makrílnum fljótt í frystingu“ Haraldur Bjarnason

J

óhann Magnússon vinnslustjóri hjá Arctic-Odda á Flateyri segir mjög mikilvægt að makríl sem fer í frystingu sé ferskur og vel kældur þegar hann kemur til vinnslunnar. Jóhann hafði verið skipstjóri á vélbátnum Stormi en hætti þar og segist hafa stokkið inn í afleysingar hjá Slægingarþjónustu Suðurnesja í makrílfrystingu. Á sama tíma segir hann að sér hafi verið boðið að koma vestur á Flateyri en þar hafði verið vinnslustöðvun um tíma. „Ég þekkti strákana í Port-Ice og þeir voru fljótir að kveikja og fengu Jóhann mig til að taka við þarna fyrir Magnússon. vestan og það var ákveðið að skella í gang makrílfrystingu. Þetta er allt af smábátum og mikið kom af Snæfellsnesinu og Hólmavík. Þetta verkefni hjá mér, sem vinnslustjóri fyrir vestan átti að vera tímabundið en það ætlar að teygjast úr því.“ Jóhann segir þetta allt í umboðssölu og útgerðir bátanna fái það verð sem fæst endanlega fyrir fiskinn eftir að búið er að draga frá vinnslukostnað, flutning og geymslukostnað. „Ég heyri ekki annað á útgerðarmönnum þessara báta en þeir séu ánægðir og þeirra sjómenn líka. Þetta var góð vara. Til dæmis komu japanskir eftirlitsmenn til okkar og þeir alveg sleiktu útum yfir vörunni. Þegar við erum að fá þennan makríl í hús er hann svona frá núlli til mínus núll komma fimm gráður. Hann fer beint í kæli hjá okkur og síðan í öflugan lausfrysti sem við erum með og úr honum kemur makríllinn eftir rúman klukkutíma í mínus 25-26 gráðum. Hann er ekki kominn í gegnum dauðastirðnunarkerfið þegar hann er frystur. Japanirnir líktu makrílnum við besta túnfisk en það er ekki hægt að ná þessum gæðum í túnfiski. Endanlegt verð á makríl sem er unninn svona er til jafns við þorskverð.“

22

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

Á síðustu vertíð var ekki byrjað að frysta hjá Arctic-Odda fyrr en tíunda ágúst. „Þá fór ég vestur til að byrja á þessu. Við frystum samt 200 tonn af þeim 560 tonnum sem fóru í gegnum Port-Ice. Megnið af þessu frystum við á tveimur vikum en við getum fryst 20 tonn á sólarhring í þessum gæðum. Við erum líka að heilfrysta silung úr fiskeldi fyrir vestan og hann er mun stærri en makríllinn, upp í 2,7 kíló og við náum honum í mínus 22 gráður á 90 mínútum. Það sem máli skiptir er að krókamakríllinn er topphráefni og sjómenn sjá um að kæla vel í krapa.“ Jóhann segist þekkja muninn því í hitteðfyrra hafi hann verið að veiða makríl í troll á Stormi. „Makríl úr trolli og krókaveiddur er eins og svart og hvítt. Núna þegar ég er að fá makrílinn í hús tek ég alltaf sýni í hádeginu og fæ mér að smakka enda er þetta eins og flott-

Til að ná góðum árangri er málið að frá því makríllinn er veiddur og þangað til búið er að vinna hann mega ekki líða nema 30-40 klukkutímar.

asti túnfiskur. Eins og Port-Ice setur þetta, að selja hann í umboðssölu, hvetur það líka sjómennina til að ganga vel um hráefnið. Til að ná góðum árangri er málið að frá því makríllinn er veiddur og þangað til búið er að vinna hann mega ekki líða nema 30-40 klukkutímar. Hins vegar var talað um það á trollinu að frá því að fyrsti makríll kom um borð mættu ekki líða meira en 30 tímar þar til farið var að landa svo vinnslan hefði sólarhring til að vinna. Með þennan krókuveidda er þetta sett upp þannig að hann kemur í land að kvöldi og hann er aldrei meira en sólarhrings gamall þegar farið er að vinna hann. Hann er í öllum tilfellum frosinn innan 30-40 tíma. Þetta er ekki hægt á stóru skipunum í trollið.“ Jóhann segir makrílinn hafa verið erfiðan í fyrra og mikla ferð á honum. „Þeir voru út september. Það kom skot þarna eftir að upprunalegi veiðitíminn var búinn en meiningin er að byrja frystingu fyrr hjá okkur fyrir vestan í ár. Smábátarnir mynda grúbbur sem fylgjast að til að auðvelda flutninginn svo ekki sé verið að senda bíl fyrir einn bát. Þeir flökkuðu um 4-5 bátar saman til að hægt sé að réttlæta að senda flutningabíl. Ef við sendum okkar bíl t.d. frá Flateyri til Hólmavíkur þá eru þetta 1.050 km fram og til baka. Það er ekki sjálfgefið að þetta komist innan tímamarka ef bíða á eftir flutningabíl. Bátur sem landar t.d. á Hólmavík á laugardegi þarf að koma aflanum frá sér strax, makríllinn getur ekki beðið til mánudags, þá er þetta ekki lengur gott hráefni, segir Jóhann Magnússon vinnslustjóri hjá Arctic-Odda


Úkraína – einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir uppsjávarfisk

Úkraínumarkaðurinn hefur vaxið mikið Skip mætast á Norðfirði. Til hægri er uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson EA á leið út á miðin að lokinni löndun á góðum makrílafla. Til vinstri og fjær sést flutningaskipið Sierra Merlot á leið til hafnar til að lesta frysta síld og makríl til Úkraínu.

Ú

kraína er mikið í fréttum um þessar mundir og hefur reyndar verið það undanfarin ár. Stjórnarfarið þar er ótryggt og mikið hefur verið um sviptingar og átök. Þessa dagana flykkist fólk út á götur og torg og mótmælir stjórnarháttum ríkisstjórnar Janúkóvitsj. Sumir telja að ástandið í landinu sé mjög viðsjárvert og veruleg hætta sé á borgarastyrjöld. Það er hins vegar ef til vill ekki á allra vitorði að Úkraína er mjög mikilvægt viðskiptaland fyrir Íslendinga og þar er að finna einn sterkasta markaðinn fyrir íslenskan uppsjávarfisk

ásamt því að Íslendingar hafa verið að þreifa sig áfram með sölu á eldisbleikju og botnfiski þangað. Vegna þessara viðskipta hljóta þær væringar sem nú standa yfir í Úkraínu að vera Íslendingum sérstakt áhyggjuefni því ekki er ósennilegt að hörð innanlandsátök geti haft neikvæð áhrif á viðskipti með fisk. Í þessari grein verður stuttlega fjallað um þróun fiskviðskipta á milli Íslands og Úkraínu og eins getið um hvernig Íslendingar hafa verið að styrkja stöðu sína á úkraínskum markaði hin síðari ár. Útflutningur á uppsjávartegundum beint til

Úkraínu hefur vaxið mjög hin síðari ár en auk þess fer verulegt magn þangað í gegnum Klaipeda í Litháen. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru tæplega 10.000 tonn af uppsjávarfiski flutt út beint til landsins árið 2009 og nam andvirði þess útflutnings rúmlega einum milljarði króna. Flest næstu ár fór þessi útflutningur stigvaxandi og á síðasta ári nam hann 52.000 tonnum og andvirðið tæplega sjö milljörðum. Fiskneysla í Úkraínu hefur farið vaxandi og nemur nú um 14 kg. á hvert mannsbarn á ári. Miklir möguleikar eru á að neyslan aukist enn frekar á komandi tímum en í vel stæðum iðnvæddum ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

23


Oleg Luschik eigandi Ukranian Fish Company (UFC) framan við eina af 19 fiskbúðum Don Mape – keðjunnar.

löndum er hún gjarnan um 30 kg. á ári. Hafa verður í huga í þessu sambandi að íbúar Úkraínu eru tæplega 50 milljónir þannig að um fjölmennan og árifaríkan markað er að ræða. Þær tegundir uppsjávarfiska sem helst hafa verið fluttar út til Úkraínu frá Íslandi eru síld, loðna og hin síðari ár einnig makríll. Á árunum 2009-2010 var töluvert flutt út af heilfrystum kolmunna en slík framleiðsla hefur verið takmörkuð eftir það. Síldin sem seld er til Úkraínu er ýmist heilfryst eða flökuð (samflök). Mikill hluti af loðnunni er sjófrystur og hlutdeild heilfrysts makríls hefur aukist jafnt og þétt eftir að makrílveiðar hófust að ráði við landið. Þá hafa Úkraínumenn keypt dálítið af loðnuhrognum. Síðustu árin hefur eldisbleikja og botnfiskur verið seldur til Úkraínu og er unnið að því að treysta stöðu þeirra tegunda á markaðnum til hliðar við uppsjávartegundirnar.

Ef litið er á markaðshlutdeild Norðmanna hvað síldina varðar þá hefur hún minnkað úr 83% árið 2010 í 68% árið 2013. Á sama tíma hefur hlutdeild Íslendinga vaxið úr 16% í 25% og hlutur Færeyinga úr nánast engu í 6%. Þá hafa Íslendingar náð um 10% hludeild á makrílmarkaðnum í Úkraínu á meðan Norðmenn hafa um 30% hlutdeild og Bretar heil 45%. Slegist um markaðshlutdeild Norskur fiskur hefur löngum haft sterka stöðu á úkraínskum markaði og hefur íslensk framleiðsla þurft að keppa við hann. Fyrir nokkrum árum var nánast útilokað að úkraínskir innflytjendur hefðu látið sér detta í hug að bjóða upp á annað en norskan uppsjávarfisk, sérstaklega skipaði norsk síld háan sess sem talið var að síld frá öðrum þjóðum gæti aldrei ógnað. Hinsvegar hefur það gerst fyrir tilverknað íslenskra fisksölufyrirtækja að verulega hefur tekist að ógna hinni sterku stöðu norska fisksins á markaðnum og reyndar hafa Færeyingar einnig náð verulegum árangri á því sviði. Hinn úkraínski markaður er viðkvæmur fyrir verðum og þegar norsk síld hækkaði verulega í verði fyrir nokkrum árum skapaðist sóknarfæri fyrir aðrar þjóðir sem framleiddu síld. Ef litið er á markaðshlutdeild Norðmanna hvað síldina varðar þá hefur hún minnkað úr 83% árið 2010 í 68% árið 2013. Á sama tíma hefur hlutdeild Íslendinga vaxið úr 16% í 25% og hlutur Færeyinga

24

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

Í Úkraínu er að finna einhverjar glæsilegustu fiskbúðir í Evrópu. Myndin er tekin í einni af fiskbúðum Don Mape – keðjunnar.

úr nánast engu í 6%. Þá hafa Íslendingar náð um 10% hludeild á makrílmarkaðnum í Úkraínu á meðan Norðmenn hafa um 30% hlutdeild og Bretar heil 45%. Samkeppnin um sölu á fiski til Úkraínu er býsna hörð og hafa íslensk sölufyrirtæki náð þar góðum árangri. Samkeppnin er hins vegar ekki einvörðungu á milli þeirra þjóða sem selja þangað fisk heldur á fiskurinn í harðri samkeppni við aðra matvöru og þá einkum kjúkling. Sífellt verður að gæta þess að verð á fiski hækki ekki um of svo að samkeppnisstaða hans gagnvart annarri matvöru raskist ekki til muna.

Þá ber að geta þess að þær kröfur sem úkraínskir neytendur gera hafa breyst mikið á liðnum árum; hér áður keypti fólk fisk í stórum umbúðum en nú er í auknum mæli gerð krafa um gæðavöru í neytendapakkningum. Góður árangur af markvissu markaðsstarfi með íslenskan fisk Norðmenn eru þekktir fyrir viðamikið markaðsstarf þar sem lögð er áhersla á að kynna fiskinn sem kemur þaðan sem norskan fisk. Slíkt markaðsstarf Norðmanna hefur verið umfangsmikið í Úkraínu og sennilega skilað góðum árangri í


Íslenskur fiskur er gjarnan auglýstur á stórum götuskiltum í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Á skiltinu á myndinni er verið að auglýsa íslenska eldisbleikju.

fram að ganga að veiddar verði 1,3 milljón tonna af makríl á þessu ári, en alls voru veidd um 900 þúsund tonn á síðasta ári.

Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood á aðaltorginu í Kiev kvöld eitt í janúarmánuði sl. Í baksýn sjást mótmælendur sem haldið hafa til á torginu.

Þegar efnt var til sérstaks átaks til kynningar á íslenskum fiski í Úkraínu á síðasta ári var hann auglýstur með veggspjöldum með myndum af íslensku landslagi og íslenska fánanum.

gegnum tíðina. Einn helsti kaupandi íslensks fisks í Úkraínu er fyrirtæki sem nefnist UFC (Ukrainian Fish Company). Þetta fyrirtæki hefur mikil umsvif í heimalandinu og sinnir innflutningi, framleiðslu og sölustarfsemi. Flytur það inn fiskafurðir frá meira en 100 þjóðríkjum víða um heim og 20% af þeim uppsjávarfiski sem Úkraínumenn kaupa er fluttur inn af þessu fyrirtæki. Hefur UFC sjö skrifstofur sem dreifðar eru um landið og síðan rekur

það 19 glæsilegar fiskbúðir undir nafninu Don Mare. Á árinu 2013 ákvað UFC að efna til sérstaks átaks til kynningar á íslenskum fiski í Úkraínu og var farið í smiðju til Norðmanna í því sambandi. Kynningarherferðin fól í sér gerð auglýsinga og umbúða þar sem öll áhersla var lögð á að fiskurinn væri íslenskur. Íslenski fáninn lék stórt hlutverk í herferðinni líkt og Norðmenn hafa í ríkum mæli notað sinn fána til að kynna norskan fisk. Skemmst frá að segja náðist mjög góður árangur með umræddri kynningarherferð og á því tímabili sem herferðin stóð jókst sala á íslenskum fiski um heil 219% miðað við tímabilið á undan. Framtak UFC í kynningarmálum er ómetanlegt en öllum sem til þekkja er ljóst að íslensku sölufyrirtækin þurfa ávallt að fylgjast náið með hinum viðkvæma matvælamarkaði í Úkraínu og bregðast skjótt við öllum þeim breytingum sem á honum verða. Það þarf lítið að gerast til þess að góð markaðsstaða taki stakkaskiptum og þarf þá bæði að hugsa um verð og magn svo ekki sé minnst á gæði. Nú er til dæmis full ástæða til að velta fyrir sér hvaða áhrif núverandi loðnuvertíð getur haft, en hún verður að öllum líkindum mun lakari en vertíðin í fyrra auk þess sem lítill loðnukvóti hefur verið gefinn út í Barentshafi í ár. Þá hljóta að vakna spurningar um hvað gerist á markaði eins og hinum úkraínska ef sú stefna Norðmanna nær

Sölumaður í Úkraínu Í íslenskum fjölmiðlum var nýverið birt ferðasaga Gústafs Baldvinssonar framkvæmdastjóra Ice Fresh Seafood sem greindi frá heimsókn hans til Úkraínu í janúarmánuði sl. Gústaf, eins og aðrir sem starfa við að selja íslenskan fisk, er á sífelldum ferðalögum til að halda sem bestum tengslum við viðskiptavinina og kynnast þeim markaðssvæðum sem fiskurinn fer til. Þessi ferð hans var hefðbundin en hann hefur haft það fyrir sið á þessum árstíma að hitta kaupendur loðnuafurða, skipuleggja sölur og semja um verð og afhendingartíma á vörunni. Heimsóknin til Úkraínu að þessu sinni á án efa eftir að verða Gústaf ógleymanleg en auk þess að hitta kaupendurna gafst honum tækifæri til að kynnast þeim aðgerðum sem andstæðingar stjórnvalda standa fyrir. Hann fór til höfuðborgarinnar Kiev og fylgdist með mótmælendunum á aðaltorginu en margir þeirra höfðu dvalið þar síðan í nóvember í þeim tilgangi að afhrópa stjórn Janúkóvitsj. Þarna áttu sér stað mótmæli upp á líf og dauða. Lýsing Gústafs á ástandinu í þessu mikilvæga viðskiptalandi Íslendinga hlýtur að vera umhugsunarefni. Hvað gerist ef allt fer í bál og brand og borgarastyrjöld brestur á, en ýmsir stjórnmálamenn og fréttaskýrendur telja verulega hættu á slíku . Hið viðkvæma stjórnmálaástand í Úkraínu ætti að vera Íslendingum áminning um að það er ekki einfalt mál að koma íslenskum sjávarafurðum í verð á erlendum mörkuðum. Þeir sem annast sölu afurðanna verða að vera í fullkomnum tengslum við framleiðendur en þeir þurfa jafnframt að fylgjast vel með öllu sem gerist á viðkomandi markaðssvæðum, bæði stöðu markaðanna sjálfra á hverjum tíma og því þjóðfélagsástandi sem ríkjandi er. Það þarf svo sannarlega vakandi dugnaðarfólk til að ná árangri á sviði sölu íslenskra fiskafurða. Það sést glögglega á þróun og stöðu mála í Úkraínu. ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

25


Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar við söfnun magasýna um borð í fiskiskipi.

Hvað éta fiskarnir? Höskuldur Björnsson og Hjalti Karlsson, sérfæðingar á Hafrannsóknastofnun

S

75

91

Loðna Síli Síld Ljósáta Ísrækja Annað

20

30

49

2. Stærri máltíðir endast lengur; fjórfalt meira magainnihald þýðir ekki að fjórfalt meira magn sé étið á tímaeiningu. Í mörgum tilvikum er betra að horfa á hlutfall maga þar sem tiltekin fæðutegund kemur fyrir í. 3. Útbreiðsla ránfisksins. Hver stór hluti stofnsins er á tilteknu svæði á hverjum tíma. 4. Melting er hraðari við hærra hitastig. 5. Ekkert söfnunartæki (veiðarfæri) safnar tilviljunarkennt, lína veiðir til dæmis ekki fisk

10 0

Át prósent af þyngd á mánuði

40

kilningur á samspili lífvera í hafinu er mikilvægur til að geta veitt ráðgjöf um nýtingu fiskistofna. Magasýni eru þau gögn sem helst hjálpa til að átta sig á hver étur hvern. Þegar reynt er að fá tölulegt mat á átið er hins vegar margt sem flækir málið. 1. Fæðutegundir meltast mishratt og almennt endast stærri einingar lengur, sem leiðir til að hlutdeild smærri dýra er vanmetin.

02

03

04

05

06

07

08

09

10

11

12

Ár Mynd 2 Breytingar í áti þorsks eftir mánuðum; heildarát og magn mikilvægustu fæðuhópa. Myndin sýnir reiknað át á mánuði sem hlutfall af þyngd fisksins.

26

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

Fæða fiska er mjög breytileg milli mánaða og þarf því að safna allt árið ef góð mynd á að fást af fæðutengslum. í mikilli fæðu, meðan sá fiskur getur verið aðgengilegur fyrir botnvörpu. Í tilraunum í eldisstöðvum hefur verið reynt að meta meltingarhraða út frá stærð fisks, fæðutegund, magni fæðu í maga, hitastigi og fleiri þátta. Samkvæmt því reiknilíkani sem var beitt hér er gert ráð fyrir að meltingarhraði aukist um 10% við hverja gráðu og í réttu hlutfalli við kvaðratrótina af magninu í maga (fjórföldun í magni þýðir tvöföldun í meltingarhraða). Gert er ráð fyrir að kerfið sé í jafnvægi það er að segja að til skamms tíma meltist jafn mikið í mögum fiskanna og er étið. Eins og nánast öll gögn í fiskifræði og líffræði almennt verða þær upplýsingar sem fást úr magasýnum áreiðanlegri eftir því sem þeim hefur verið safnað í lengri tíma á sambærilegan hátt. Söfnun úr reglubundnum stofnmælingaleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar, röllunum svokölluðu, í mars og október og rækjuralli í júlí, er dæmi um langar tímaraðir af fæðugögnum. Söfnun er mest í haustrallinu en þar hefur verið safnað magasýnum úr u.þ.b 20 tegundum, en aðeins tveimur í togararallinu að vori þar sem aðstaða er ekki eins góð og tími minni til grein-


67°

66°

65°

64°

200 500

63° 26°

24°

22°

20°

18°

16°

14°

12°

10°

Mynd 1 Staðsetningu sýna frá togaranum Páli Pálssyni á árunum 2001 - 2013.

síðan 2001. Á þessu svæði er loðna yfirgnæfandi hluti af fæðu þorsksins eins og sést á 3. mynd. Vinstra megin er sýnd hlutdeild bráðar í fæðu en hægra megin hlutfall fiska þar sem bráð finnst. Sést að sviflægar marflær og ljósáta finnast í mörgum fiskum en lítið í hverjum. Þessar litlu fæðutegundir meltast hratt og gæti hlutdeild þeirra því verið vanmetin. Síðan 2006 hefur ufsamögum einnig verið safnað í þessu verkefni. Er áhugavert að bera saman fæðu ufsa og þorsks sem er safnað á sömu stöðvum en alls er um að ræða um 600 fiska af hvorri tegund. Niðurstaðan er að magainnihald og reiknað át ufsa eru 2-3falt meira en hjá þorski á sömu stöðvum og hlutdeild loðnu er einnig meiri hjá ufsanum eins og sést á 4. mynd. Svæðið djúpt út af Vestfjörðum er fremur kalt fyrir ufsa sem er þar á norðurmörkum útbreiðslu sinnar og mögulega meltir hann hægar en þorskurinn við þetta lága hitastig. Samsetning fæðu ufsa er töluvert frábrugðin því sem er hjá þorski. Ljósáta er stór hluti af fæðu ufsa, eins hefur sést annars staðar. Að áhafnir fiskiskipa safni fæðusýnum er mjög árangursrík leið til að fá mynd af fæðutengslum í hafinu. Ef vel á að ganga þurfa samskipti starfsmanna Hafrannsóknastofnunar og áhafnarmeðlima að vera töluvert mikil. Það hefur oft heppnast mjög vel og gríðarlega verðmæt gögn hafa fengist í þessu samstarfsverkefni stofnunarinnar og sjómanna á fiskiskipum.

Ufsi

Þorskur

Prósent af áti

10 0

30 20

Prósent af áti

10 0

10

Prósent

0

10

Prósent

0

Mynd 3 Hlutdeild mismunandi fæðuhópa í mögum þorsks. Vinstra megin er hlutdeild fæðunnar sýnd sem hlutfall af heildaráti. Hægra megin er hún sýnd sem hlutfall fiska með fæðutegund í maga.

20

30

40

Prósent maga með fæðutegund

20

Prósent af áti

20

inga fæðusýna. Úr haustrallinu hafa því fengist verðmætustu gögnin varðandi samspil tegunda á Íslandsmiðum. Fæða fiska er mjög breytileg milli mánaða og þarf því að safna allt árið ef góð mynd á að fást af fæðutengslum. Er það einkum yfir sumartímann sem breytileiki er mikill meðal annars vegna átublóma og ferða flökkustofna. Ekki er hægt að hafa rall í hverjum mánuði. Í lok árs 2001 hófst samstarf við áhafnir fiskiskipa um að safna fæðugögnum. Frá árinu 2010 hafa starfsmenn Hafrannsóknastofnunar einnig farið á sjó með togurum til að fá meira af gögnum yfir sumarmánuðina, auk þess sem sýnum hefur verið safnað úr lönduðum afla frá strandveiðiflotanum.

Allmörg fiskiskip hafa tekið þátt í verkefninu og sýnin hafa verið tekin úr ýmis konar veiðarfærum, botnvörpu, dragnót, netum, línu og handfærum. Áhöfnin á togaranum Páli Pálsyni frá Ísafirði hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi, samtals í 12 ár. Þess má geta að einn maður Róbert Rúnar Sigmundsson hefur tekið þátt í söfnuninni öll árin og tekið sýni úr um 12500 fiskum. Hér verða sýni frá Páli Pálsyni sýnd sem dæmi um það hvað þess gögn geta sýnt okkur um fæðutengsl í hafinu. Togarinn er mest að veiðum norðvestur af landinu og eru 90% af sýnunum þaðan, 3% frá suðausturmiðum og 7% annars staðar frá (1. mynd). Síðan 2008 hefur togarinn eingöngu verið að veiðum á norðvesturmiðum. Um 46% toganna á norðvesturmiðum eru út í kanti, dýpra en 200 m. Þar er aðallega verið að sækja í þorsk meðan veiðar á grynnra vatni beinast fremur að ýsu og öðrum tegundum. Síðan 2011 hefur skipið að mestu verið á þorskveiðum og eru um 80% toganna tekin út í kanti. Sé litið á át þorsks, er það metið á um 19% af þyngd þorsksins á mánuði eða 2,3 sinnum þyngd hans á ári. Sambærileg tala úr haustrallinu 2001 – 2013 er einnig um 19%. Hlutdeild loðnu í fæðu þorsks skv. sýnum frá Páli Pálssyni er um 32% og kemur loðna fyrir í öllum mánuðum eins og sést á 2. mynd. Svæðið í kantinum út af Vestfjörðum (dýpi > 200m) er mikilvægasta þorskveiðisvæði Íslandsmiða með um þriðjung botnvörpuaflans

Mynd 4 Samanburður á fæðuvali þorsks og ufsa 2006-2013 á þeim stöðvum sem mögum úr báðum tegundum var safnað. Myndin sýnir hlutfall af reiknuðu áti.

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

27


Við vitum að allt getur gerst í sjávarútvegi Eins allir sjómenn og útgerðarmenn vita eru nær engin takmörk fyrir því sem getur komið upp á. Sérfræðingar fyrirtækjaþjónustu VÍS bjóða sérsniðna

tryggingavernd eftir breytilegum þörfum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þannig getur þú einbeitt þér að því sem þú gerir best. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.

ENNEMM / SÍA / NM60613

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.