Besta sveitahótel Evrópu árið 2011 »12
Vilja stöðva hvalveiðar á Faxaflóa »4
Gistinóttum á hótelum í janúar fjölgaði um 34% »12
ferðablaðið Þ j ó n u s t u m i ð i l l
f e r ð a þ j ó n u s t u n a r
mars 2012 » 1. tölublað » 1. árgangur
Mynd: Karin Beate Nøsterud/norden.org
„Ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík hafa vaxið og dafnað undanfarin ár. Þar má nefna fyrirtæki eins og Fjórhjólaævintýri og Eldfjallaferðir en einnig hefur Bláa lónið, stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, séð aukinn fjölda ferðamanna og þar hefur störfum fjölgað á síðustu árum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi Grindavíkurbæjar. »6
» Sívaxandi áhugi erlendra ferðamanna á Grænlandsferðum:
Fleiri áfangastaðir á Grænlandi en Íslandi Síaukinn áhugi erlendra ferðamanna, sem hingað koma frá öllum heimhornum, á Grænlandi hefur leitt til að þess að Flugfélag Íslands flýgur þangað í reglulegu áætlunarflugi í töluverðum mæli. Yfir háannatímann flýgur Flugfélagið til fimm áfangastaða á Grænlandi, en hér innan lands eru áfangastaðirnir einungis þrír. Hins vegar er farþegafjöldinn mun meiri á innanlandsleiðum félagsins en í Grænlandsfluginu. „Við höfum séð nokkra breytingu í mynstri ferðamanna síðustu árin. Hér á árum áður fór fólkið meira í rútu um landið og gaf sér meiri tíma í ferðalagið. Nú eru menn farnir að stytta dvalartímann, en vilja sjá jafnmikið fara hraðar yfir. Þá taka menn kannski bílaleigubíl og aka annað hvort suður eða norður um og skilja bílinn svo eftir fyrir norðan og fljúga suður, eða
öfugt. Þannig nýta menn sér flugið. Við sjáum líka að fólk dvelur á sama hótelinu í Reykjavík í nokkra daga eða viku og gerir út þaðan. Þá eru menn að fljúga í dagsferðum til dæmis vestur á firði og verja öllum deginum þar til að upplifa menningu og afþreyingu, sem þar er í boði. Sama má auðvitað segja um Akureyri og Egilsstaði. En mesti vöxturinn hjá okkur á undanförnum árum, eru Grænlandsferðir. Þá tengir fólk þessi tvö lönd saman í einni ferð. Þar hafa umsvif okkar vaxið miklið,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. „Nú fljúgum við á fimm áfangastaði á Grænlandi yfir sumartím-
ann og þrjá yfir veturinn. Við fljúgum til dæmis til höfuðstaðarins Nuuk allt árið umkring svo komin er á heilsárstenging milli höfuðborganna. Staðan er því sú að við erum með fleiri áfangastaði þar en hér á landi. Farþegafjöldinn er reyndar miklu meiri hér en á Grænlandi, en þar er mikill vöxtur í ferðaþjónustu og þar sjáum við veruleg tækifæri til að tengja saman þessi lönd. Það er svolítið gaman að sjá að víðast hvar í Evrópu og í Bandaríkjunum hafa flestir ferðaheildsalar og almenningur líka mikinn áhuga á því að koma til Íslands og bætir síðan Grænlandi við. Mesta
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.
plássið í ferðabæklingunum fer þá í upplýsingar um Ísland en Grænland fylgir svona með sem eins konar viðhengi. Sé hins vegar farið á asíska markaðinn, Japan, Tæwan og Kína, en þaðan koma margri ferðamenn hingað, hafa menn í raun meiri áhuga á Grænlandi og þá snýst dæmið við. Þarna vinna löndin, Ísland og Grænland, mjög vel saman á þessum markaðssvæðum. Þetta mikla flugframboð til Íslands bætir því möguleika fólks, bæði vestan hafs og austan á því að heimsækja Grænland. Ekkert flug er frá Ameríku til Grænlands og hin leiðin er sú að fara fyrst til Kaupmannahafnar og þaðan yfir. Við njótum góðs af þessum aðstæðum og áhuga fólks á Grænlandi og sjáum þar fyrir okkur nokkurn vaxtarbrodd í ferðamennskunni,“ segir Árni. n
mars 2012
ferðablaðið Þ j ó n u s t u m i ð i l l
f e r ð a i ð n a ð a r i n s
Ferðaárið 2012 byrjar vel
leiðari
„
Fjöldi ferðamanna í febrúar:
Ferðalandið Ísland
Í
Flestir ferðamenn í mánuðinum komu frá Bretlandi, eða 37,7% af heildarfjöldanum.
sland er merkilegt land. Fjölbreytt, glatt og grimmt. Ísland er land tækifæra. Náttúran hér er ólíkindatól. Getur allt. Gleymum grimmdinni og horfum til hins. Það er svo margt. En fyrst að öðru.
Fyrir drjúgt mörgum árum vann ég með mér eldri blaðamanni. Sá hafði lengi vel verið fararstjóri á sólarströnd, sumar eftir sumar. Svo kom að fólk talaði um framtíðarmöguleika Íslands sem ferðamannalands. Unnt væri að laða hingað eða fá hingað margfalt fleiri ferðamenn en þá komu. Gamli sólarstrandarfararstjórinn átti ekki orð yfir ruglið, einsog hann sagði. Gat ekki séð að nokkur ferðamaður myndi vilja koma hingað. Sjaldan sól og engar strandir. Og nánast aldrei heitt. Gleymið þessu rugli, sagði sá gamli. Sem betur fer urðu svona sjónarmið undir. Önnur og ferskari urðu ofan á. Nú fagnar fólk glæstum árangri í að laða hingað erlenda ferðamenn hingað um hávetur. Tæki og tól sem oft hafa beðið sumarsins eru nú í fullri notkun, þetta á við um hvalaskoðunarbáta, jöklaför og fleira og fleira. Unnið er að uppbyggingu ferðaþjónustu um allt land. Hús eru smíðuð, aðstæður eru bættar, markaðsvinna er um allt, menntun fólks er meiri en áður, áhyggjur yfir hvort of margir ferðamenn heimsæki vinsælustu staðina og áfram er hægt að telja.
T
æplega 28 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum febrúarmánuði. Það er aukning um fimm þúsund frá febrúar 2011. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu segir að frá árinu 2003 hafi aukning ferðamanna á milli ára í febrúar verið að jafnaði 9,4%. Hún var hins vegar 22,1% á milli febrúarmánaða 2011 og 2012. Þegar rýnt er í tölur Ferðamálastofu um fjölda ferðamanna í febrúar á ári hverju sést
Árið 2012: 27.909
Árið 2011: 22.849
Árið 2010: 20.293
Árið 2009: 18.276
Árið 2008: 20.312
Árið 2007: 17.647
Árið 2006: 14.899
Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfa 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: www.goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjóri: Sigurjón M Egilsson ábm. Aðstoðarritsjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Hjörtur Gíslason, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón M Egillson og fl. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 445 9000 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: Ferðblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, fyrirtækja og þjónustuaðila í ferðaþjónustu. Ferðblaðið kemur út fimm sinnum á ári.
Árið 2003: 12.948
Það er Goggi fagnaðarefni að leggja sitt litla lóð á þessa merku lóðarskál. Ferðablaðið er að hefja göngu sína. Okkur Samstarfið við Samtök ferðaþjónustunnar hefur verið til fyrirmyndar og lofar góðu um framhaldið. Goggur hefur sérhæft sig í útgáfu atvinnuvegablaða. Ferðablaðið er nýjast, en þegar koma Útvegsblaðið og Iðnaðarblaðið út reglulega. Og fleiri blöð eru væntanleg. Öll eru þau prentuð í stóru upplagi og fara víða. Ef vel tekst til fylgir þeim kraftur. Sem ber að nýta. Sigurjón M. Egilsson
Árið 2005: 15.161
Ísland er merkilegt land. Það geymir magnaða sögu. Frábæra náttúru, birtu og myrkur, hita og kulda. Eitthvað fyrir alla, nema þá sem kjósa að flatmaga á sendinni strönd.
Árið 2004: 15.424
2
að erlendir ferðamenn voru meira en helmingi fleiri í febrúarmánuði þessa árs en árið 2003. Flestir ferðamenn í mánuðinum komu frá Bretlandi, eða 37,7% af heildarfjöldanum. Þar á eftir koma Bandaríkjamenn, Norðmenn, Danir, Frakkar, Þjóðverjar, Japanir, Svíar og Hollendingar. Þessar níu þjóðir áttu samtals 84,1% af heildarfjölda ferðamanna í febrúar. Frá áramótum hafa 54 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu, en það er tæplega 20% aukning frá árinu 2011. n
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar
Tilboð fyrir túrista í Kaupmannahöfn Lægsta fáanlega verðið á First Hotel Kong Frederik og morgunmatur í kaupbæti
TÚRISTI Lestu meira á Túristi.is
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, verður haldinn fimmtudaginn 22. mars n.k. á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá fundarins hefst á sjö fundum fagnefnda úr íslenskri ferðaþjónustu og þar á eftir tekur hinn eiginlegi aðalfundur við með ræðum frá Árna Gunnarssyni, formanni SAF, og Oddnýu G. Harðardóttur, starfandi iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar verða áherslur í markaðssetningu og þolmörk ferðamannastaða yfir sumartímann. „Breski fyrirlesarinn Stuart Shield, framkvæmdastjóri International Hotel Awards, mun fjalla um markaðsmál og gæði, sem hvort tveggja eru mikil áhugamál ferðaþjónustunnar. Að erindi hans loknu verður síðan farið í seinna stóra málið, þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en hún býst við fjölmennum og áhugaverðum fundi. Að sögn Ernu hafa félagsmenn SAF áhyggjur af þolmörkum ferðaþjónustunnar í tengslum við hversu mikill fjöldi ferðafólks sækir vinsæl-
ustu ferðamannastaði landsins yfir háannatímann. „Það er nauðsynlegt að tryggja að vinsælustu ferðamannastaðirnir láti ekki á sjá þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna. Til að svo verði þurfum við meðal annars að bæta göngustíga og útsýnispalla þannig að viðkomandi staður þoli þennan fjölda fólks. Við þurfum að gæta þess að skila náttúrunni af okkur eins og hún var þegar við tókum við henni,“ segir Erna. SAF og Rannsóknamiðstöð ferðamála munu að framsögum loknum afhenda háskólanemum verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni í ferðamálafræði. n
FLUG EÐA BÍLL FLUGFELAG.IS
EY
K JAVÍ
K
R
EINFALT REIKNINGSDÆMI
ELDSNEYTI = 11.968 kr. *
MIÐI = 6.750 kr.
GÖNGIN = 1.000 kr.
PYLSA = 310 kr.
GOS = 240 kr.
ÍS = 395 kr.
KAFFI
A
FRÁ
PYLSA = 310 kr.
6.750 kr.
KAFFI = 245 kr.
KU
REYR
I
BLÖÐ
FRÁ
15.209 kr.
JÁ, ÞAÐ BORGAR SIG! Við hjá Flugfélagi Íslands viljum ekki horfa niður á þá sem aka á milli en í 18.000 feta hæð er stundum erfitt að komast hjá því. Á Íslandi var ekki til neitt sem hét bein leið áður en flugið kom til sögunnar og þegar allt kemur til alls þá borgar sig frekar að fljúga beint en keyra krókaleiðir. Komdu um borð. Við erum með heitt á könnunni. *Skv. töflu FÍB; bifreið í 3.350.000 kr. verðflokki: 31,33 kr. á km.
RÚÐUPISS = 741 kr.
4
mars 2012
» Um 70.000 ferðamenn fara í hvalaskoðun frá Reykjavík á hverju ári:
Vilja stöðva hvalveiðar á Faxaflóa Hvalaskoðunarsamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað rætt við sjávarútvegsráðherra og borgaryfirvöld í Reykjavík um stækkun griðasvæðis hvala á Faxaflóa.
S
amtökin hafa bent á þau jákvæðu áhrif sem þessi sívaxandi grein í ferðaþjónustu hefur á borgarlífið og rekstur fjölmargra fyrirtækja en þrátt fyrir óskir þeirra um breytingar hefur lítið verið gert. Á sama tíma stunda hrefnuveiðimenn veiðar á svæði þar sem 70.000 erlendir ferðamenn fara í hvalaskoðun á hverju ári. Friðun flóans er forgangsatriði Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda hvalaskoðunarfyrirtækisins Hvalaskoðun Reykjavík (Elding), hefur verið einn helsti talsmaður þess að Faxaflói verði friðaður fyrir hvalaskoðun. Fyrirtæki hennar hefur frá Rannveig árinu 2007 tekið Grétarsdóttir þátt í rannsóknum á hvölum í flóanum. „Svo virðist sem sömu hvalirnir séu að sækja á þessi mið ár eftir ár, en undanfarin ár hefur þeim fækkað jafnt og þétt. Því er ólíðandi að stundaðar séu hrefnuveiðar á sömu slóðum og algjört forgangsatriði fyrir okkur, og fjölmörg önnur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, að flóinn verði friðaður,“ segir Rannveig. Rannveig undirstrikar að einungis er um að ræða truflun frá hrefnuveiðum en ekki veiðum á langreyð-
„Við höfum talað við ýmsa ráðamenn og gert þeim grein fyrir því hversu mikilvægt er að stöðva hvalveiðar í flóanum. Við margreyndum í fyrra að fá viðtal við Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, en hann hafði aldrei tíma til að hitta okkur,“ segir Rannveig. um. „Aðrar hvalveiðar trufla okkar starfsemi ekki beint en gera það þó óbeint með því að hafa áhrif á alþjóðaálitið og áhuga sumra erlendra ferðaskrifstofa á að selja ferðir til Íslands.“
Að sögn Rannveigar hefur ekki verið staðið við gefin loforð um að dreifa hrefnuveiðunum um allt land og hafa þær nánast eingöngu verið stundaðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Það að 99 prósent
Lúxus · Rómantík · Úrvals veitingastaður · Ævintýraferðir
Fjögurra stjörnu lúxushótel á Suðurlandi
af hrefnuveiðum á Íslandi fari fram fyrir utan Reykjavík er einkennilegt því lítil eða engin hefð var fyrir hrefnuveiðum á þessum slóðum. Faxaflóinn er stærsta hvalaskoðunarsvæði á landinu og þar fara um 70.000 ferðamenn í hvalaskoðun á hverju ári. Því er erfitt að skilja hvers vegna hvalveiðar eru leyfðar á flóanum þegar hvalaskoðun gefur jafn mikið af sér og raun ber vitni.“ Jón Bjarnason svaraði aldrei Rannveig hefur ásamt Herði Sigurbjarnarsyni, framkvæmdastjóra Norðursiglingar á Húsavík, og Hvalaskoðunarsamtökunum, markvisst reynt að koma ráðamönnum í skilning um hversu skaðlegar hvalveiðarnar eru. „Við höfum talað við ýmsa ráðamenn og gert þeim grein fyrir því hversu mikilvægt er að stöðva hvalveiðar í flóanum. Við margreyndum í fyrra að fá viðtal við Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, en hann hafði aldrei tíma til að hitta okkur,“ segir Rannveig. Hún telur að rekja megi áhugaleysi fyrrverandi sjávarútvegsráðherra til þess að hvalveiðar séu not-
Bjóðum heim í eldhús
aðar til að koma í veg fyrir mögulega Evrópusambandsaðild. „Við héldum að meira tillit yrði tekið til okkar þegar Vinstri grænir tóku við sjávarútvegsráðuneytinu, en þetta virðist vera viðkvæmt mál hjá öllum flokkum.“ Borgaryfirvöld meðvituð um mikilvægi hvalaskoðunar Í janúar sl. tók Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar fyrir ályktun Samtaka ferðaþjónustunnar um stækkun griðasvæðis hvala á Faxaflóa. Þá viðurkenndi ráðið mikilvægi hvalaskoðunar fyrir ferðaþjónustu höfuðborgarinnar og beindi því til sjávarútvegsráðherra að skoða alvarlega erindi samtakanna. Einar Örn Benediktsson, formaður Menningarog ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, segir málið í biðstöðu á meðan beðið er eftir svari frá Steingrími J. Sigfússyni, sjávarútvegsráðherra. „Eftir að hafa kannað þetta mál finnst mér að þarna séu stærri hagsmunir í ferðaþjónustu en í hvalveiðum. Mín skoðun er sú að það sé vel þess virði að friða Faxaflóasvæðið,“ haraldur@goggur.is Einar Örn.
» Vorátak Inspired by Iceland markaðsherferðarinnar er nú í fullum gangi. Átakið felur í sér að erlendum ferðamönnum er boðið að kynnast íslenskri matarmenningu í litlu ferðahúsi á hjólum sem hefur fengið nafnið Eldhús. Húsið rúmar fjóra ferðamenn og er flutt um landið þar sem gestakokkar og áhugafólk um matreiðslu útbýr veislumáltíð fyrir gesti. Í frétt á heimasíðu Ferðamálastofu eru landsmenn hvattir til að taka þátt í verkefninu og gera sem flestum erlendum ferðamönnum kleift að kynnast íslenskri gestrisni.
Ég þarf að ferðast víða vegna vinnunnar og þá kemur sér vel að hafa öflugt leiðakerfi Icelandair til Evrópu og Bandaríkjanna. Á hverju ári flýg ég síðan til New York til að hitta vinkonur mínar frá módelárunum í Bandaríkjunum. Það er ómissandi hluti af lífinu að rækta vináttuna við fólkið sem maður kynnist og þykir vænt um. Og það er ekki nóg fyrir okkur að senda tölvupóst. Við verðum að hittast. Andrea Brabin framkvæmdastjóri
GÓÐIR FARÞEGAR Í 75 ÁR
6
mars 2012
» Störfum í ferðaþjónustu í Grindavík hefur fjölgað á undanförnum árum:
Sífellt fleiri heimsækja Grindavík
„
Ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík hafa vaxið og dafnað undanfarin ár að sögn Þorsteins Gunnarssonar, upplýsinga- og þróunarfulltrúa Grindavíkurbæjar.
Þ
ar má nefna fyrirtæki eins og Fjórhjólaævintýri og Eldfjallaferðir en einnig hefur Bláa lónið, stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, séð aukinn fjölda ferðamanna og þar hefur störfum fjölgað á síðustu árum,“ segir Þorsteinn og bætir við að störfum við lónið eigi eftir að fjölga enn frekar í tengslum við fyrirhugaða byggingu hótels á svæðinu. „Í Svartsengi er nú þegar hótelið Northern light inn og þar er herbergisnýting ein sú allra besta á landinu. Þangað streymir fólk til að skoða norðurljósin og við höfum séð mikla aukningu í norðurljósaferðum.“ Göngustígaárið mikla Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2012 gerir ráð fyrir talsverðum framkvæmdum við göngustíga bæjarins. „Þetta verður ár göngustíganna í Grindavík. Við ætlum meðal annars að leggja stíg frá bænum og upp í Bláa lónið og endurbæta marga aðra stíga hér innan bæjarfélagsins. Bláa lónið fær hátt í hálfa milljón gesta á ári og með malbikuðum göngu- og hjólaleiðum frá lóninu og í bæinn ætlum við að laða
að ennþá fleiri ferðamenn,“ segir Þorsteinn. Göngustígurinn verður lagður í samvinnu við HS Orku og Bláa lónið og áætlað er að nýta stíg sem þegar er fyrir hendi meðfram lögn HS Orku. Í tengslum við framkvæmdirnar ætlar bærinn einnig að taka í gegn allar merkingar og upplýsingaskilti í Grindavík. Þorsteinn segir þessar endurbætur meðal annars koma í framhaldi af því að sérhannað tjaldsvæði bæjarins var opnað árið 2009, en þar hefur fjöldi gesta aukist á milli ára. „Nýja tjaldsvæðið er vel staðsett og þangað koma bæði Íslendingar og útlendingar. Íslendingarnir koma til að heimsækja Grindavík, Reykjanesið og Bláa lónið, og margir
af útlendingunum eru annaðhvort að koma úr flugi eða á leiðinni í flug. Með nýja Suðurstrandarveginum eigum við von á fjölgun ferðamanna til Grindavíkur en vegurinn er bylting fyrir ferðaþjónustu og samgöngur á milli Suðurlands og Reykjanessvæðisins.“ Samvinna skilar sér Ýmsir aðilar í ferðaþjónustu í Grindavík hafa undanfarið staðið að samstarfsverkefninu Grindavík-Experience og að sögn Þorsteins hefur verkefnið gefið góðan árangur. „Innan þessa litla svæðis hagnast enginn á ímyndaðri samkeppni en allir þegar aðilar í ferðaþjónustu vinna saman. Samstarfið innan Grindavík-Experience hefur leitt af sér sókn í mark-
Í Svartsengi er nú þegar hótelið Northern light inn og þar er herbergisnýting ein sú allra besta á landinu. Þangað streymir fólk til að skoða norðurljósin og við höfum séð mikla aukningu í norðurljósaferðum. aðsmálum og ýmsar skemmtilegar hugmyndir,“ segir hann. Sveitarfélög á Reykjanesi skrifuðu nýverið undir samkomulag um stofnun samstarfsverkefnisins Jarðvangur. Markmið verkefnisins er að auka fjölda ferðafólks á svæðinu með því að nýta áhugaverða jarðsögu Reykjanessvæðisins og þær menningarminjar sem þar er að finna. „Það eru bundnar miklar vonir við árangur þessa verkefnis og að það muni skila sér í töluverðri fjölgun ferðamanna á næstu misserum.“
Sjóarinn síkáti Grindavíkurbær hefur undanfarin ár hafið ferðamannasumarið með bæjarhátíðinni Sjóarinn síkáti. Hátíðin er fyrst og fremst fjölskylduhátíð til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans og að sögn Þorsteins er undirbúningur fyrir hana nú í fullum gangi. „Grindavíkurbær og Sjómannaog vélstjórafélag Grindavíkur sjá um hátíðina í sameiningu. Það voru gerðar breytingar á hátíðinni fyrir þremur árum með því að skipta bænum upp í litahverfi og fá bæjarbúa til að skreyta sín hverfi. í kjölfarið hefur hátíðin eflst og í fyrra komu hingað um 20.000 manns og dagskráin í ár verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr. n
5~WXIHUèLU i PLOOL 5H\NMDYtNXU RJ .HÀDYtNXUÀXJYDOODU t WHQJVOXP YLè |OO i WOXQDUÀXJ
1MyWWX IHUèDULQQDU VNLOGX EtOLQQ HIWLU KHLPD RJ E\UMDèX IHUèDODJLè PHè RNNXU
BĂłkaĂ°u Ă sĂma 540 1313
PunktaĂ°u Ăžig af staĂ° og safnaĂ°u Vildarpunktum Iceland Excursions og VildarklĂşbbur Icelandair hafa hafiĂ° samstarf sem gefur Vildarpunkta Ă ferĂ°um Airport Express. NĂĄnari upplĂ˝singar ĂĄ www.airportexpress.is eĂ°a Ă sĂma 540 1313.
$LUSRUW ([SUHVV i WOXQDUEtOOLQQ HU i YHJXP
8
mars 2012
» Vilja fá 100.000 fleiri ferðamenn utan háannatíma:
Eflum ferðaþjónustu utan Átakinu Ísland allt árið var hleypt af stokkunum síðastliðið haust í því skyni að auka komu erlendra ferðamanna hingað til lands utan hins hefðbundna ferðamannatíma yfir sumarmánuðina.
H
ið opinbera og um 80 fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir hagsmunaðilar eins og Reykjavíkurborg og aðilar í verslun og þjónustu hafa lagt til fjármuni, 600 milljónir króna á ári, næstu þrjú árin til að kynna þessa möguleika á þriggja ára tímabili. Í lok þess er það markmið að ferðamönnum utan háannatímans hafi fjölgað um 100.000. Samtök ferðaþjónustunnar eiga stóran þátt í þessari framvindu og var formaður samtakanna, Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, því inntur eftir gangi mála. „Viðvarandi vandamál í ferðaþjónustunni hér á landi er að hún er mjög sveiflukennd. Eðli málsins samkvæmt fer fólk mest í frí á sumrin, en það tengist að miklu leyti sumarfríi í skólum. Því tengist helsti tími til ferðalaga sumrinu og sumarið er fyrir marga hentugasti tíminn til ferðalaga. Það sem við höfum haft áhyggjur af hérna á undanförnum árum er að þessi þróun hefur verið að aukast enn frekar. Fjöldi ferðamanna sem koma til landsins hefur tvöfaldast á einum áratug, hefur farið úr um 300.000 upp í tæplega 600.000 á síðasta ári. Fyrir vikið liggur miklu meiri fjárfesting á bakvið það að taka á móti öllum þessum ferðamönnum, í gistingu og annarri þjónustu og afþreyingu. Því verður það ennþá meira aðkallandi að reyna að dreifa álaginu jafnar yfir árið. Það er líka orðið vandamál að vinsælustu ferðamannastaðirnir eru orðnir mjög ásetnir á háannatíma. Það sem við erum að gera með þessu átaki er að spyrna aðeins fæti við þróuninni og reyna að efla ferðamennsku utan háannatímans. Reyna að jafna komur ferðamanna hingað yfir árið eins og unnt er. Þetta átak, sem við erum í núna spinnst að einhverju leyti upp úr átakinu sem var farið í framhaldi af eldgosinu í Eyjafjallajökli, sem hét Inspired by Iceland. Vissulega er það fréttnæmt að allt fari úr skorðum eins og í eldgosinu. Það var hins vegar ekki eins fréttnæmt, þegar allt var komið í lag að loknu gosi. Við urðum að láta vita af því sjálf. Þá var ákveðið að blása til þessa átaks að frumkvæði Icelandair og stjórnvöld komu svo að verkefninu og í allt komu á áttunda tug ferðaþjónustufyrirtækja að átakinu með mismiklum framlögum. Það heppnaðist gífurlega vel, náði mikilli athygli á okkar helstu markaðssvæðum og nýting fjármuna í því var mjög eftirtektarverð og nýjungar í nálgun á viðfangsefninu í gegnum svokallaða samfélagsmiðla. Átakið náði því mikilli athygli fjölmiðla erlendis og skilaði sér vel til almennings. Þeim, sem eru í auglýsingamálum fyrir ferðaþjónustu úti í heimi fannst þetta mjög merkileg nálgun á verkefninu. 600 milljónir króna í kynningu Þegar átakið Ísland allt árið kom svo upp á síðasta ári gengu Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins í lið með okkur til að tengja þetta
inn í kjarasamninga, að stjórnvöld kæmu að borðinu og legðu til peninga til markaðssetningar á Íslandi utan háannatímans. Með slíku átaki er verið að auka gjaldeyristekjur og verið að skapa fleiri heilsárs störf með tiltölulega litlum kostnaði því innri uppbygging liggur fyrir. Um leið er markmiðið að bæta gæði þjónustunnar. Við vitum að við erum frekar dýrt ferðamannaland og því þurfum við að gæta þess að gæði þjónustunnar séu mikil. Við þurfum líka að vaxa með sjálfbærum hætti, þannig að umhverfismálin séu líka í lagi og þetta vinni allt saman. Markmiðið er samsagt að auka gjaldeyristekjurnar og fá fleiri heilsársstörf í ferðamannaþjónustuna og á grunni þess markmiðs köllum við eftir stuðningi stjórnvalda. Þetta átak hófst síðastliðið haust og var ákveðið að fara óvenjulega leið á ný. Þó 600 milljónir króna
hljómi kannski sem mikill peningur, er það ekki mikið í alþjóðlegu samhengi, þegar verið er að kaupa auglýsingatíma í sjónvarpi eða heilsíður í blöðum. Þess vegna þurfum við að vera markviss og nýjungagjörn í nálgun verkefnisins. Það skilaði sér í þeirri hugmynd, sem við köllum Íslendingar bjóða heim. Þar bjóða íslenskar fjölskyldur erlendum ferðamönnum að upplifa venjulegt daglegt líf hjá sér og yfirleitt í mjög smáum hópum. Þá fá ferðamenn til dæmis að fara með í réttir, fara út að labba með hundinn eða fara í fótabað með iðnaðarráherra í laug úti á Seltjarn-
arnesi og fara í pönnukökur til forseta Íslands úti á Álftanesi. Stefnt að fjölgun um 100.000 í jaðarmánuðunum Þessi nálgun sem menn hafa ekki séð áður og vakti gífurlega mikla athygli erlendra fjölmiðla. Það vekur aftur þá athygli á landinu, sem við erum að leita eftir. Ég held ég hafði það rétt að fréttir af þessum heimboðum hafi birst í 57 löndum í mismiklum mæli. Það
„Við vitum að við erum frekar dýrt ferðamannaland og því þurfum við að gæta þess að gæði þjónustunnar séu mikil,“ segir Árni Gunnarsson.
er yfirleitt erfitt að komast í gegnum alla þessa flóru fjölmiðla, en með einhverju sem er öðruvísi er hægt að slá í gegn. Hvort sem það er þessu átaki að þakka eða hvort hægt er að beintengja við það, er staðreyndin sú að ferðamönnum hefur fjölgað töluvert bæði í janúar og febrúar, til dæmis í febrúar yfir 20% miðað við sama tíma í fyrra. Við teljum okkur því alla vega vera á réttri leið, þó átakið sé bara nýlega hafið. Markmiðið er að ná að fjölga komum erlendra ferðamanna um 100.000 í þessum jaðarmánuðum í lok þessa þriggja ára tímabils. Ferðaþjónustan kemur mjög víða við og mjög margir njóta góðs af henni og þá kannski sérstaklega utan hins hefðbundna tímabils yfir sumarmánuðina. Þjónustan sem ferðamaðurinn er að nýta sér er mjög fjölbreytt hefur mikil áhrif víða í samfélaginu. Við viljum auðvitað sjá árangur
mars 2012
9
háannatímans Þetta átak, sem við erum í núna spinnst að einhverju leyti upp úr átakinu sem var farið í framhaldi af eldgosinu í Eyjafjallajökli, sem hét Inspired by Iceland. Mynd: Karin Beate Nøsterud/norden.org
„
Fjöldi ferðamanna sem koma til landsins hefur tvöfaldast á einum áratug, hefur farið úr um 300.000 upp í tæplega 600.000 á síðasta ári. ustu ár. Í raun er mjög fjölbreytt afþreying í boði. Ýmis konar dagsferðir eru í boði allt árið um kring. Úti á landi hefur það lengst af verið þannig að í lok ágúst er mest öllu lokað og lítið í boði fyrir ferðamenn. Það er nú að breytast aftur og við sjáum að nýting á gististöðum á Suðurlandi er orðin nokkuð góð yfir vetrarmánuðina. Við Mývatn hefur einnig verið mikið að gera og nýting á hóteli þar sem yfirleitt hefur haft lítið að gera á veturna var með 50% nú í febrúar. Ekki má svo gleyma norðurljósunum, en núna erum við farin að selja þau eins og Einar Benediktsson lagði til á sínum tíma. Fólk kemur hingað í vaxandi mæli til að sjá þau og mikið er um það á hótelum að fólk skráir á lista til að láta vekja sig á nóttunni, ef norðurljósin sjást. Úti á landi eru menn líka að skipuleggja öðru vísi ferðir sem ekki eru háðar veðurfari nema að litlu leyti. Þar má nefna sælkeraferðir um Eyjafjörð. Þá er til dæmis siglt út í Hrísey og sóttur kræklingur í soðið, farið í brugghús og smakkað á bjór, í fiskvinnslu og á bóndabæi og smakkað á afurðunum. Þannig er hægt að samtvinna þætti, sem fólki finnst mjög spennandi eins og matarmenningu og ferðamennsku. Kannski má segja að við séum að kynna það venjulega með óvenjulegum hætti.
ir aðrir hér sem eru alveg einstakir og áhugaverðir fyrir erlenda ferðamenn, en þeir eru ekki leiddir þangað og vita því ekki um þá. Við verðum að huga að því að dreifa álaginu á fleiri staði. Við erum hugsanlega að nálgast þolmörk á háannatíma á stöðum eins og Gullfossi, Geysi og Landmannalaugum. Margt hefur breyst í tímans rás og hér fyrir mörgum árum var talað um að ferðamenn vildu ekki vera í Reykjavík. Borgin var bara nauðsynlegt upphaf og endir á ferð út á land. Reykjavíkurborg hefur á seinni árum dregið til sín mikla aukningu ferðamanna. Í borginni hefur byggst upp önnur tegund ferðamennsku en var á árum áður. Nú ferðast menn meira á eigin vegum og nú kemur fólk í borgarferð til Reykjavíkur rétt eins og við Íslendingar förum í borgarferðir til útlanda, til dæmis til að versla eða njóta ýmis konar menningar. Það er auðvitað þekkt mynstur að fólk fer í styttri borgarferðir yfir veturinn til að upplífa ýmis konar menningu. Þar hefur Reykjavíkurborg náð ágætis árangri, en það þýðir ekki að landsbyggðin fái ekki sinn skerf líka. Ég held að þetta haldist mjög vel í hendur, en kannski hefur borgin verið betur í stakk búin til að taka við aukningu ferðamanna en landsbyggðin yfir vetrartímann. Um sumartímann dreifast ferðamennirnir mun betur um landið,“ segir Árni Gunnarsson. n
w
w
w .h
ar
pa
.is
Aukin atvinna og meiri arðsemi Það liggur gífurleg fjárfesting í flug-
vélum, hótelgistingu og örðum innri stoðum ferðamennskunnar. Hótelin verða ekki færð milli landa eða staða eftir árstíðum og ferðamannatímabilum en það er hægt með flugvélarnar. Því er það markmiðið að nýta þessa fjárfestingu betur við hótel, veitingastaði, fólksflutningabíla og svo framvegis. Fáist betri nýting á þennan búnað eru komnir upp miklu meiri og betri möguleikar á tekjum í starfseminni. Stundum er talað um að fyrirtæki í ferðamennsku skili ekki mikilli arðsemi, en með þessu má stuðla að því að hún verði meiri. Og síðast en ekki síst skapast atvinna við aukna ferðaþjónustu, mikilvæg heilsárs störf og þegar upp er staðið eru tekjur samfélagsins af ferðaþjónustunni mjög miklar. Einnig má benda á að þessi fjölbreytta flóra veitingastaða í Reykjavík og víðar um landið væri ekki til staðar, ef ekki kæmu til sögunnar þessir fjölmörgu ferðamenn. Þessa vegna njóta landsmenn þess á margan hátt hve hingað kemur mikið af ferðamönnum.“ Er mögulegt að taka við fleiri ferðamönnum yfir háannatímann, en nú er gert? „Já, ég tel að svo sé alveg mögulegt. Þá þarf hins vegar að hugsa mjög vel um vinsælustu staðina, sem þeir eru að heimsækja. Mun betur en gert hefur verið hingað til. Þá þarf líka að reyna að dreifa álaginu á fleiri staði. Klárlega eru mjög margir stað-
SKOÐUNARFERÐIR Í HÖRPU:
af þessu verkefni og teljum okkur raunar þegar vera farin að sjá hann. Í sumar munu 18 flugfélög verða með reglulegt flug hingað. Hins vegar eru aðeins fjögur þeirra, sem hafa hug á að fljúga hingað allt árið. Icelandair, Iceland Express, WOW Air og loks Easy Jet. Við viljum auðvitað leggja áherslu á þessi flugfélög og komast inn á þá markaði, sem þau eru að vinna á. Þar sjáum við mestu tækifærin, því miklu máli skiptir að um beint flug sé að ræða. Á veturna eru ferðir fólks oftast styttri en á sumrin og þá vill það ekki eyða miklum tíma í ferðalagið sjálft. Vill heldur komast á áfangastað fljótt og örugglega og geta þá varið meiri tíma þar. Þarna er um að ræða mikið flug bæði til Ameríku og Evrópu og því eftir miklu að slægjast. Þeir sem leggja fram mest af fé mynda framkvæmdastjórn verkefnisins. Íslandsstofa sér síðan um
framkvæmd verkefnisins, en hún sér um markaðssetningu allra atvinnugreina á erlendum mörkuðum.“ Aukið framboð á afþreyingu Er nóg fyrir ferðamenn að gera hér utan háannatímans? „Framboð á afþreyingu yfir vetrartímann hefur verið smátt og smátt að aukast. Miklar breytingar hafa líka orðið á þjónustu fyrir ferðamenn á þessum tíma. Fyrir 10 til 15 árum var staðan til dæmis sú að ferðamenn gátu varla fengið mat eða gistingu því allt var lokað yfir jól og áramót. Nú er það gjörbreytt. Við höfum séð töluverða þróun í framboði á afþreyingu. Það er meira í boði en Gullni hringurinn og Bláa lónið. Þar má nefna vélsleðaferðir, jökulgöngur og ýmsa vetrartengda afþreyingu. Hvalaskoðun stendur nú líka yfir í lengri tíma á ári en áður, en hún hefur verið mjög vaxandi síð-
i
KOMDU Í HEIMSÓKN! SPENNANDI MÖGULEIKAR Í BOÐI
Fræðandi og skemmtilegar leiðsöguferðir um húsið. Komdu og skoðaðu Hörpu - hæðirnar, glervegginn og salina. SKOÐUNARFERÐIR UM HÖRPU Virkir dagar kl. 15.30 Verð: 1500. Helgar kl. 11.00 og 15:30 Verð: 1500. Skoðunarferðin tekur 45 mínútur.
BÓKANIR: Hægt er að kaupa miða og mæta í skoðunarferð á auglýstum tímum við miðasölu Hörpu á jarðhæð eða bóka í gegnum tours@harpa.is eða í síma 528 5009. SÉRFERÐIR FYRIR HÓPA Hægt er að bóka sérferðir fyrir stærri hópa á tours@harpa.is eða í síma 528 5009. Afsláttur fyrir stóra hópa. Sérstakar skoðunarferðir fyrir faghópa
10
mars 2012
» Hótelhaldari hefur mikinn áhuga á að efla vetrarferðamennsku hér á landi:
Besta sveitahótel Evrópu árið 2011 Hótel Rangá fékk nýverið viðurkenningu sem besta sveitahótel í Evrópu árið 2011. Friðrik Pálsson, hótelhaldari, fór af því tilefni til London til að veita viðurkenningunni viðtöku og flytja erindi á ráðstefnu sem haldin var í kringum verðlaunahátíðina.
Þ
ar fjallaði ég um Ísland sem spennandi áfangastað og þau náttúrundur sem hér er að finna. Ég lagði mikla áherslu á vetrarferðamennsku, sem ég hef mikinn áhuga á, en ég tel að hún muni ráða úrslitum um það hvort ferðaþjónusta hér á landi geti orðið sú alvöru atvinnugrein sem allir vona,“ segir Friðrik. Að hans mati er arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu enn of lítil til að greinin geti keppt við aðrar stærri atvinnugreinar sem borga starfsfólki sínu töluvert hærri laun.
Hvatning til að gera enn betur „Viðurkenningin kemur frá fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í verðlaunum af þessum toga fyrir framúrskarandi byggingar og arkitektúr í fjölda ára og beinir nú augum sínum meira að hótelum. Viðurkenningarnar eru veittar á hverju ári í samstarfi við þekkt fjölmiðlafyrirtæki og í þetta skipti unnu aðstandendur þeirra með Bloomberg fréttastofunni.“ Að sögn Friðriks þurftu starfsmenn hótelsins að leggja fram mikið af gögnum og umsögnum um hótelið til að komast í keppnina. „Við vitum ekki hvað réði endanlegum úrslitum en vitum þó að dómararnir lögðu mest upp úr þjónustu, gæðum, markmiðum og stefnu hótelsins,“ segir Friðrik og bætir við að tilgangur slíkrar viðurkenningar sé fyrst og fremst að vekja athygli á því sem vel er gert á hverjum tíma. „Öll verðlaun og viðurkenningar af þessum toga eru fyrst og fremst hvatning til að gera enn betur. Um leið og þú færð slíka viðurkenningu þá aukast þær kröfur sem til þín eru gerðar og væntingarnar verða meiri. Við sem vinnum á Hótel Rangá gerum okkur það vel ljóst, að hvergi má slaka á, en ávallt gera betur.“ Vill efla vetrarferðamennsku Eins og áður segir hefur Friðrik mikinn áhuga á að efla vetrarferðamennsku hér á landi. Af reynslu hans að dæma er mikill munur á ferða-
„
Öll verðlaun og viðurkenningar af þessum toga eru fyrst og fremst hvatning til að gera enn betur mönnum sem koma á veturna og þeim sem koma á sumrin. „Ferðamenn sem koma á sumrin eru líklegri til að stoppa í færri nætur á hverjum stað og eru oft spenntir að flýta sér áfram um landið. Þeir borða öðruvísi og spyrja minna um þá afþreyingu sem í boði er á hverjum stað. Vetrargestirnir eru aftur á móti
duglegri við að þiggja ráðleggingar um afþreyingu og eru opnari fyrir þeim möguleikum sem umhverfi hótelsins hefur upp á að bjóða. Þeir dvelja lengur, gera vel við sig í mat og drykk og eru spenntir fyrir ýmsum ævintýraferðum sem í boði eru.“ Hann segir aðalaðdráttaraflið á veturna vera norðurljósaskoðun, en
Gistinóttum á hótelum í janúar fjölgaði um 34% Gistinætur á hótelum í janúar sl. voru 71.600 samanborið við 53.600 í janúar 2011. Gistinóttum fjölgaði því um 34% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands. Þar segir að gistinóttum erlendra gesta hafi fjölgað um 37% samanborið við janúar 2011 og gistinóttum Íslendinga um 21%. Þegar tölur yfir einstaka landshluta eru skoðaðar sést að gistinætur á hótelum höfuðborgarsvæðisins voru 59.500 í janúar, sem er fjölgun um 34% frá fyrra ári. Á Suðurlandi voru gistinætur 4.700 eða 44% fleiri en í janúar 2011. Á Suður-
nesjum voru gistinætur 3.500 sem er 21% aukning frá fyrra ári. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru gistinæturnar 900 talsins, samanborið við 800 í janúar 2011. Á Austurlandi voru gistinætur svipaðar á milli ára eða um 800. Á Norðurlandi voru 2.300 gistinætur í janúar sem er 52% aukning frá fyrra ári. Taka ber fram að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Tölurnar segja því ekki til um gistinætur á gistiheimilum né hótelum sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. n
hún fer að sjálfsögðu eingöngu fram á kvöldin og nóttunni, og þá þarf ýmis önnur þjónusta að vera í boði á daginn. „Á vetrarmánuðum byrja morgnarnir hér á hótelinu á því að fræða gesti um hvaða þjónusta er í boði á Suðurlandi, byggt á veðurspá og áhugamálum viðkomandi. Margir fara á snjósleða, í jöklagöngu eða
„Á vetrarmánuðum byrja morgnarnir hér á hótelinu á því að fræða gesti um hvaða þjónusta er í boði á Suðurlandi, byggt á veðurspá og áhugamálum viðkomandi.“ keyra á Gullfoss og Geysi. Aðrir keyra alla suðurströndina og skoða Seljalandsfoss, Skógafoss, Vík og Dyrhólaey, og sumir fara alla leið austur í Jökulsárlón,“ segir Friðrik. „Margt fleira er í boði, en í heildina tekið tel ég ánægju gesta að vetri til vera síst minni en á sumrin og því höfum við verk að vinna að taka vel á móti þeim allt árið.“
haraldur@goggur.is
»& Vesturland Vestfirðir: 900
» Norðurland: 2.300 » Austurland: 800 Gistinætur á hótelum í janúar 2012 eftir landshlutum: » Höfuðborgarsvæðið: 59.500
» Suðurnes: 3.500 » Suðurland: 4.700
mars 2012
11
F
S
amningur um byggingu Marriott hĂłtels viĂ° hliĂ° tĂłnlistarhĂşssins HĂśrpu verĂ°ur undirritaĂ°ur um miĂ°jan aprĂl. AĂ° sĂśgn PĂŠturs J. EirĂkssonar, stjĂłrnarformanns SĂtusar, eiganda Austurhafnarlóðanna, mun svissneska fjĂĄrfestingarfĂŠlagiĂ° World Leisure Investment byggja hĂłteliĂ°. Svissneska fĂŠlagiĂ° ĂĄtti hĂŚsta tilboĂ° Ă lóðina viĂ° HĂśrpu, um 1,8 milljarĂ° Ăslenskra krĂłna. Ă ĂŚtlanir World Leisure Investment gera rĂĄĂ° fyrir aĂ° hĂŚgt verĂ°i aĂ° hefja byggingu hĂłtelsins Ă lok Ăžessa ĂĄrs eĂ°a strax upp Ăşr ĂĄramĂłtum.
A
Ă°alfundur FerĂ°amĂĄlasamtaka hĂśfuĂ°borgarsvĂŚĂ°isins verĂ°ur haldinn i HĂśrpu ĂžriĂ°judaginn 27. mars nk. Ă? frĂŠttatilkynningu frĂĄ FerĂ°amĂĄlasamtĂśkunum segir: „Fyrir utan venjulega aĂ°alfundarstĂśrf verĂ°a frĂŚĂ°andi og skemmtileg erindi Ă boĂ°i. MeĂ°al annars mun GĂsli Einarsson, ritstjĂłri Landans, fĂŚra okkur frĂŠttir og fróðleik Ăşr ferĂ°aĂžjĂłnustu ĂĄ hĂśfuĂ°borgarsvĂŚĂ°inu.“ AĂ°alfundurinn hefst kl. 14:00 og fundarstjĂłri verĂ°ur Einar Ă–rn Benediktsson, formaĂ°ur Menningar- og ferĂ°amĂĄlarĂĄĂ°s ReykjavĂkurborgar. SkrĂĄning ĂĄ fundinn er nĂş Ă fullum gangi ĂĄ: www.ferdamalasamtok.is.
M
enningarvika GrindavĂkur er nĂş haldin Ă fjĂłrĂ°a sinn 17.-25. mars og verĂ°ur fjĂślbreytt aĂ° vanda. Formleg setning hĂĄtĂĂ°arinnar var Ă GrindavĂkurkirkju laugardaginn 17. mars Ăžar sem voru Ă˝mis tĂłnlistaratriĂ°i og jafnframt afhent menningarverĂ°laun 2012. Ă? kjĂślfariĂ° tekur viĂ° hver viĂ°burĂ°urinn ĂĄ fĂŚtur Üðrum Ă menningarviku Ăžar sem uppistaĂ°an er framlag heimafĂłlks auk Ăžess sem fjĂśldi landsĂžekktra tĂłnlistarmanna, listamanna og skemmtikrafta heimsĂŚkja GrindavĂk. Menningarvikunni hefur veriĂ° vel tekiĂ° undanfarin ĂžrjĂş ĂĄr. Allir leggjast ĂĄ eitt viĂ° aĂ° bjóða upp ĂĄ fjĂślbreytta og skemmtilega dagskrĂĄ. Menningarvikan er skipulĂśgĂ° af Kristni Reimarssyni, sviĂ°sstjĂłra frĂstunda- og menningarsviĂ°s GrindavĂkurbĂŚjar.
arĂžegum Icelandair til og frĂĄ KaupmannahĂśfn fjĂślgaĂ°i um 24 Þúsund ĂĄ sĂĂ°asta ĂĄri. FĂŠlagiĂ° hefur aukiĂ° markaĂ°shlutdeild sĂna ĂĄ flugleiĂ°inni milli dĂśnsku hĂśfuĂ°borgarinnar og KeflavĂkur sĂĂ°ustu ĂĄr, ĂĄ kostnaĂ° Iceland Express. AĂ°eins ellefu flugfĂŠlĂśg flytja fleiri farĂžega til og frĂĄ Kaupmannahafnarflugvelli en Icelandair gerir. Ă sĂĂ°asta ĂĄri voru farĂžegar Ăslenska fĂŠlagsins, ĂĄ Ăžessari flugleiĂ°, 273 Þúsund talsins. ĂžaĂ° jafngildir ĂžvĂ aĂ° einn af hverjum hundraĂ° farĂžegum sem fer um Kastrup er ĂĄ vegum Icelandair.
H
ĂĄtt Ă 380 Þúsund manns ferĂ°uĂ°ust milli KeflavĂkur og Kaupmannahafnar ĂĄ sĂĂ°asta ĂĄri samkvĂŚmt upplĂ˝singum Turisti.is. SjĂśtĂu og tvĂś prĂłsent farĂžeganna fĂłru meĂ° vĂŠlum Icelandair en hinir meĂ° Iceland Express, en fyrirtĂŚkin tvĂś sitja ein aĂ° Ăžessari flugleiĂ°. SĂĂ°arnefnda fĂŠlagiĂ° hefur ĂžvĂ misst nokkuĂ° af markaĂ°shlutdeild sinni ĂžvĂ hĂşn var 35 til 40 prĂłsent ĂĄriĂ° 2004 samkvĂŚmt ĂžvĂ sem segir Ă fimm ĂĄra gĂśmlu erindi fyrirtĂŚkisins til Ăslenskra samkeppnisyfirvalda.
Nýrri tÜlur um skiptinguna milli fyrirtÌkjanna å Þessari flugleið eru ekki opinberar en samkeppnin å henni mun aukast à sumar með tilkomu WOW air.
P
akkaferĂ°ir til Prag hafa veriĂ° vinsĂŚlar meĂ°al Ăslenskra ferĂ°amanna Ă fjĂśldamĂśrg ĂĄr. ĂžangaĂ° hefur Þó ekki veriĂ° flogiĂ° reglulega. Ă? sumar ĂŚtlar Iceland Express aĂ° bĂŚta Ăşr ĂžvĂ og fljĂşga til borgarinnar einu sinni Ă viku. For-
svarsmenn fyrirtĂŚkisins Ăhuga nĂş aĂ° lengja ferĂ°atĂmann fram eftir hausti samkvĂŚmt Heimi MĂĄ PĂŠturssyni, upplĂ˝singafulltrĂşa Iceland Express. Ef Ăşr ĂžvĂ verĂ°ur bĂŚtist Prag ĂĄ listann yfir nĂ˝ja ĂĄfangastaĂ°i sem flogiĂ° verĂ°ur til beint frĂĄ KeflavĂk nĂŚsta haust og vetur. Ă listanum eru nĂş Ăžegar Denver Ă BandarĂkjunum, Billund Ă DanmĂśrku og Salzburg Ă AusturrĂki.
Hvernig virkja ĂŠg fyrirtĂŚkiĂ° mitt ĂĄ iceland.ja.is? Iceland.ja.is hefur opnaĂ° fyrir skrĂĄningu fyrirtĂŚkja en ĂžjĂłnustan er veitt ĂĄn endurgjalds Ăşt ĂĄgĂşst 2012. Ă–ll fyrirtĂŚki sem eru skrĂĄĂ° hjĂĄ JĂĄ eru sjĂĄlfkrafa skrĂĄĂ° inn ĂĄ iceland.ja.is meĂ° grunnskrĂĄningu.
6QQMĂ&#x;TJOHBS TFN ÂĄVSGB BÂĽ CFSBTU frĂĄ fyrirtĂŚkjum eru eftirfarandi: t 5JUJMM GZSJSUÂ?LJTJOT Ă… FOTLV t -Ă•HĂ• FÂĽB MĂ&#x;TBOEJ NZOE GZSJS GZSJSUÂ?LJÂĽ
t 5FYUJ VN TUBSGTFNJOB Ă… FOTLV t 7FSÂĽTLSĂ… PH MĂ&#x;TJOH Ă… QĂ—LLVN TFN FSV Ă? CPÂĽJ t .ZOEJS PH FÂĽB NZOECĂ—OE t "OOBÂĽ TFN LBOO BÂĽ WFSB NJLJMWÂ?HU GZSJS ZLLVS BÂĽ LPNB Ă… GSBNGÂ?SJ
/Ă&#x;UU PH GFSTLU "GBS NJLJMWÂ?HU FS BÂĽ UFYUJOO TĂŒ FLLJ UFLJOO BOOBST TUBÂĽBS GSĂ… U E BG IFJNBTĂ?ÂĽV GZSJSUÂ?LJTJOT Ăžar sem ĂžaĂ° skiptir mĂĄli aĂ° iceland.ja.is sĂŠ NFÂĽ OĂ&#x;UU PH GFSTLU FGOJ .JLJM Ă…IFSTMB FS MĂ—HÂĽ Ă… MFJUBSWĂŒMBNBSLBÂĽTTFUOJOHV PH ÂĄBS IFGVS CJSUJOH Ă… endurteknu efni neikvĂŚĂ° ĂĄhrif.
118
Gulu sĂĂ°urnar
JĂĄ.is
StjĂśrnur.is
SĂmaskrĂĄ
JĂĄ Ă sĂmann
i.jĂĄ.is
ViĂ° vonumst til aĂ° heyra frĂĄ ÞÊr viĂ° fyrsta tĂŚkifĂŚri hvort sem er Ă sĂma 522 3200 eĂ°a meĂ° tĂślvupĂłsti ĂĄ iceland@ja.is.
12
mars 2012
» Hlýleikinn er allsráðandi á nýju Icelandair hótel Akureyri:
Ánægður gestur besta auglýsingin Icelandair hótel Akureyri tók til starfa í júní á síðasta ári í sögufrægu húsi við Þingvallarstræti 23 eftir gagngerar breytingar. Fyrstu tvo áratugina var starfsræktur í húsinu iðnskóli og þar á eftir var Háskólinn á Akureyri með starfsemi í húsinu. Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri segir að áhersla sé lögð á að gestum hótelsins líði sem best.
Ú
tsýnið er einstakt, leyfi ég mér að fullyrða. Gluggarnir eru stórir og hátt til lofts. Þegar horft er til vesturs blasa Súlur, Glerárdalur og Hlíðarfjall við og til austurs er útsýni yfir sundlaugina og bæinn. Staðsetningin er góð –stutt í Lystigarðinn, kirkjuna og miðbæinn eða Glerártorg. Bein leið í Hlíðarfjall en Skíðrútan kemur hér við reglulega líka. Frá Akureyri er stutt í náttúruperlur Norðurlands.“ Hlýlegt hótel „Þegar innviðir hótelsins voru hannaðir var stefnan strax sett á að hlýleikinn verði allsráðandi og það hefur tekist. Herbergin verða 100 talsins. Þau eru björt, parketlögð og skreytt fallegum myndum
af Súlum-bæjarfjalli Akureyringa, eftir Finnboga Marinósson. Í fyrirlestrasal Háskólans er nú móttakan og Stofa 14 sem er hlýleg setustofa með arni, þægilegum stólum, sófum og bókum. Þarna er að finna Vínotek, þar sem gestir geta fengið sér gæðavín í glasatali og í setustofunni er líka í boði svokallað „hightea“ að breskri fyrirmynd. Þá erum við með veitingastað, þar sem hægt er að fá gott úrval í mat og drykk. Mikilvægast af öllu er engu að síður gott og hlýlegt viðmót starfsfólksins.“ Vetrarferðamennska – Norðurljósin heilla „Megináherslan í markaðssetningu hótelsins er á vetrarferðamennsku. Norðurland er í rauninni ákjósanlegasti staðurinn fyrir vetrarferðamennsku með sína kyrrð, orku og töfra enda allar aðstæður eins góðar og þær geta orðið. Kjöraðstæður til skíðaiðkunar eru í Eyjafirði og á Akureyri er ágætt framboð afþreyingar en við verðum að taka höndum saman um að tryggja opnunartíma og að það sé hægt að komast að flestum stöðum árið um kring. Tröllaskaginn er spennandi svæði og Mývatnssveitin er ægifögur að vetri til. Við erum mjög ánægð með nýtinguna á þessum fyrsta vetri. Flestir gestirnir fyrir utan landann komu frá Bretlandi, gagngert til að skoða norðurljósin. En þau og heitu laugarnar, sundlaugar og jarðböð eru helsta aðdráttarafl Íslands að mínu mati að vetri til.“ Sigrún segir að sumarmánuðirnir séu yfirleitt vel bókaðir á Norður-
Herbergin eru björt, parketlögð og skreytt myndum af Súlum-bæjarfjalli Akureyringa. uppbyggingu. Eitt mikilvægt smáatriði er að nánast öll póstkort héðan eru með sumarmyndum,- blár himinn og fífill í túni. Það vantar sárlega á póstkort með vetrarmyndum, vondu veðri og þeim ögrunum sem landið býður uppá. Annars kemur veðráttan erlendu gestunum nokkuð á óvart, hér er ekki eins kalt og nafnið á landinu gefur til kynna.“
Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri, og Hallgrímur Jónasson, yfirmatreiðslumaður. Sleðann gerði Georg Hollanders listamaður í Eyjafirði landi og árið í ár líti þokkalega út. Hún er sammála breyttri stefnu í kynningarmálum landsins og að enn meiri áherslu eigi að leggja á vetrarferðamennsku. „Á hótelinu er sérstaklega hugað að þörfum útivistarfólks, við erum til
dæmis með skíðageymslu og upphitaða klossaskápa. Sjálf er ég sannfærð um að hægt sé að fá fleiri erlenda gesti hingað til lands yfir vetrarmánuðina og það sýndi sig í vetur. Við þurfum að huga að ýmsum málum í markaðssetningunni og ímyndar-
Vel upplýstir gestir ,,Í dag er ferðafólk almennt mjög vel upplýst um áfangastaðinn, það treystir oft á tíðum betur sínum eigin upplýsingum en auglýsingum og bæklingum. Ánægður gestur er besta auglýsingin sem hægt er að hugsa sér. Hann sendir strax frá sér á samskiptamiðlana upplýsingar um þjónustu og aðbúnað og sömu sögu er auðvitað að segja ef viðkomandi gestur er ekki sáttur. Þjónustan við ferðafólk hér á landi er yfirleitt á persónulegum nótum og það er dýrmætur eiginleiki sem við má ekki glata þrátt fyrir fjölgun ferðamanna.“
karl.eskil@goggur.is
KYNNING
» Margvíslegar skoðunarferðir fyrir innlenda og erlenda ferðamenn:
Spennandi ferðir um allt land
F
erðaþjónustufyrirtækið Iceland Excursions Gray Line skipuleggur fjölbreyttar ferðir með innlenda og erlenda ferðamenn allt árið um kring. Dagsferðir frá Reykjavík eru þar umsvifamestar og á síðasta ári flutti fyrirtækið um 80 þúsund farþega í slíkum ferðum, auk 40 þúsund farþega í áætlunarferðum á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið, sem nýverið flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði að Klettagörðum 4, er í hópi stærstu ferðaþjónustufyrirtækja á landinu, með um 90-100 manns á launaskrá yfir veturinn. „Okkar vöxtur skýrist af fjárfestingu í öflugu markaðsstarfi sem við stundum um allan heim. Við erum í miklum samskiptum við stærstu ferðasala Íslandsferða og tökum þátt í fjölda verkefna sem snúast um að kynna Ísland sem áhugaverðan áfangastað. Auk þess njótum við góðs af því að vera með viðskiptasérleyfi Gray Line sem skapar traust og gefur aðgang að fleiri söluaðilum“ segir Þórir Garðarsson, markaðsstjóri Iceland Excursions. Spennandi ferðir af ýmsum toga „Síðasta áratug höfum við verið í forystu í nýsköpun á skoðunarferðum fyrir erlenda ferðamenn og bjóðum í dag upp á um 50 mismunandi skoðunarferðir, sem taka frá tveimur og upp í sextán klukkustundir,“ segir Þórir. Yfir sumartímann fer Iceland Excursions allt að fimm sinnum á dag á Gullfoss og Geysi, daglega í Jökulsárlón og í reglulegar skoðunarferðir til Vestmannaeyja og á Snæfellsnes. „Einnig erum við með margar ferðir á dag í Bláa Lónið með tengingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Undanfarið höfum við horft í auknum mæli til möguleika í ferðaþjónustu á Suðurnesjum og höfum þar verið í frábæru samstarfi við ferðaþjónustuaðila í Grindavík. Við höfum til að mynda breytt okkar ferðum
með akstri um Ósabotna með viðkomu í Sandgerði. Einnig verðum við með nýjar ferðir í sumar í tengslum við vegabætur í kringum Krýsuvík. Allar þessar ferðir eru tengdar aðstöðu okkar í Flugstöðinni þannig ferðamenn geti byrjað eða endað sína ferð þar.“ Þórir bendir á að Iceland Excursions sinnir einnig hefðbundnum hringferðum um landið. Að hans sögn er fyrirtækið í flestum slíkum ferðum að þjónusta erlenda ferðaþjónustuaðila við að skipuleggja og útfæra spennandi ferðir. Yngsti bílafloti landsins Iceland Excursions keypti nýverið tíu hópbifreiðar af árgerð 2012. Þegar þær verða komnar í gagnið verður bílafloti fyrirtækisins, sem telur 50 bíla sem taka frá níu og upp í 71 farþega, sá yngsti á Íslandi með að meðaltali rúmlega fjögurra ára gamla bíla.
Iceland Excursions, í samstarfi við Fjórhjólaævintýri og Veitingarhúsið Vitann í Sandgerði, bauð nýverið rúmlega 60 erlendum söluaðilum í ferð um Reykjanes. „Nýju rúturnar eru einstaklega farþegavænar, með fullkomnu hita- og kælikerfi, sérlega þægilegum sætum og öryggisbún-
aði, auk nútímaþægindum eins og sjónvarpi, DVD spilara og þráðlausu interneti í flestum bílum,“ segir Þórir. n
ÞAÐ ER EITT SPA Á LISTANUM YFIR 25 UNDUR VERALDAR Við hjá Bláa Lóninu erum stolt af þeirri viðurkenningu sem felst í því að vera á lista National Geographic yfir 25 undur veraldar.
www.bluelagoon.is
14
mars 2012
» Hótel Norðurljós á Raufarhöfn á sér athyglisverða sögu:
Hótel við heimskautsbaug Hótel Norðurljós á Raufarhöfn er nyrsta hótel landsins. Hjónin Erlingur Thoroddsen og Ágústa Valdís Svansdóttir hafa staðið að rekstri þess frá 1996. Erlingur hefur samhliða hótelrekstrinum unnið að uppsetningu á útilistaverkinu Heimskautsgerði.
B
laðamaður Ferðablaðsins sló á þráðinn til Erlings og fékk að forvitnast um merkilega sögu hótelsins og hvað Raufarhafnarsvæðið hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Úr síldarbragga í hótel „Húsið var upphaflega byggt sem síldarbraggi árið 1957. Þegar best lét gistu um tvö hundruð síldarstelpur í húsinu en þau umsvif hurfu með síldinni. Hótelið var síðan opnað árið 1972 af Guðjóni Styrkárssyni, en hann var stórhuga maður sem náði að laða til sín mikið af erlendum laxveiðimönnum sem vildu veiða í ám á Melrakkasléttu og Þistilfirði. Sveitarfélagið keypti síðan hótelið árið 1986 og þá var það rekið sem sumarhótel og eftir þörfum. Árið 1992 var hótelið aftur orðið heilsárshótel og sex árum seinna tókum við hjónin við rekstrinum og höfum verið hér allar götur síðan,“ segir Erlingur. Hótel Norðurljós er opið allt árið og gestir þess eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. Að sögn Erlings er hægt að skipta erlendu ferðamönnunum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem ferðast í hópum á hringferð um landið og stoppa í eina nótt á Raufarhöfn. Síðan eru ferðamenn sem koma á eigin vegum til að skoða Raufarhafnarsvæðið og dvelja í flestum tilvikum lengur á hótelinu. „Í mörgum tilvikum hafa þessir ferðamenn komið áður hingað til lands og eru að skoða þá staði á landinu sem þeir hafa ekki séð. Sumir koma hingað ár eftir ár og hafa jafnvel orðið ástfangnir af sjávarþorpinu okkar og umhverfinu í kring,“ segir hótelstjórinn. Náttúrufegurð og friðsælt umhverfi Fuglaskoðaðar eru algengir gestir á hótelinu á vorin og við byrjun sumars. Erlingur segir að þeir dvelji oft lengur en viku til að skoða fuglalífið
„ „Við hentum hugmyndum á milli okkar í tæp sex ár og útkoman var stórt útilistaverk með rætur í íslensku goðafræðinni sem nýtir sér miðnætursólina hér við heimskautsbaug.“ á svæðinu. „Í júní eykst síðan fjöldi ferðamanna sem koma hingað að skoða náttúruna og miðnætursólina.“ Hótelið er einungis með fimmtán tveggja manna herbergi og frá miðjum júní og fram í september er oft fullbókað. Aðspurður um hvernig ferðamenn leggi leið sína á Raufarhöfn segir Erlingur að flestir séu þeir Evrópubúar á miðjum aldri í leit að náttúrufegurð og friðsælu umhverfi. „Flestir koma frá Þýskalandi, Austurríki, Sviss og Frakklandi, en seinni hluta sumars erum við oft með gesti frá Suður-Evrópu.“ Sér færri ferðamenn Sumarið 2010 var umferð hleypt á Hófaskarðsleið, nýjan veg sem liggur þvert yfir Melrakkasléttu til Raufarhafnar og Þórshafnar, og við það styttist vegalengdin milli Akureyrar og Raufarhafnar um 21 kílómetra. Aðspurður um hvort sú samgöngubót hafi leitt af sér fjölgun ferðamanna segir Erlingur að svo sé ekki. „Eftir að nýi vegurinn kom erum við minna vör við gegnumakstur ferðamanna sem koma hingað án þess að eiga pantað herbergi. Áður var algengt að fólk væri að birtast hér fram eftir miðnætti í leit að gistingu
„Húsið var upphaflega byggt sem síldarbraggi árið 1957. Þegar best lét gistu um tvö hundruð síldarstelpur í húsinu en þau umsvif hurfu með síldinni.“ en síðasta sumar fækkaði slíkum gestum.“ Erlingur segir að í ofanálag hafi eldgos síðustu ára skilað sér í talsverðum fjölda afbókana. „Ég vona að það verði lítið um jarðhræringar á næstu mánuðum. Síðan þykir mér leitt hvað fjölmiðlar eru alltaf að tala kjarkinn úr fólki með ýmsum fréttum um hvernig hátt bensínverð hefur áhrif á ferðalög innanlands. Slík fjölmiðlamennska er einhver versta aðför að ferðaþjónustunni sem ég man eftir.“
Heimskautsgerði Erlingi er umhugað um að auka fjölda ferðamanna í þorpinu og hann hefur undanfarinn áratug staðið að byggingu á útilistaverki sem nefnist Heimskautsgerði. Listaverkið, sem áætlað er að verði 50 metrar að þvermáli, er steinhleðsla sem á að fljóta í geislum miðnætursólarinnar, og við sólris og sólsetur á öðrum tímum ársins. Vinna við byggingu Heimskautsgerðisins hófst haustið 2003 en henni er ekki enn lokið sökum peningaskorts.
Hótelið er einungis með fimmtán tveggja manna herbergi og frá miðjum júní og fram í september er oft fullbókað. „Það var ekki fyrr en ég hitti Hauk Halldórsson, listamann, sem verkefnið fór almennilega af stað. Við hentum hugmyndum á milli okkar í tæp sex ár og útkoman var stórt útilistaverk með rætur í íslensku goðafræðinni sem nýtir sér miðnætursólina hér við heimskautsbaug. Nú er svo komið að við erum búnir með alla undirbúningsvinnu en þurfum auka fjármagn til að klára þetta,“ segir Erlingur. Heimskautsgerðið áætlar að ráða til sín starfsmann í sumar sem mun eingöngu sjá um að taka á móti gestum við listaverkið og kynna sögu þess fyrir ferðamönnum. „Það er í deiglunni. Þarna er að koma fjöldi manns á hverjum degi til að skoða sem hefur enga leiðsögn um hvað útilistaverkið stendur fyrir og hvernig það verður fullklárað,“ segir Erlingur og býður fólk velkomið til Raufarhafnar í sumar.
haraldur@goggur.is
Dýrt að nota hraðbanka í útlöndum Það getur kostað allt að 1500 krónum meira að taka út 300 evrur í erlendum hraðbanka en í útibúi hér heima. Þeir ferðamenn sem sækja sér reglulega skotsilfur í útlöndum gætu aukið kostnað utanlandsferðarinnar um tugi þúsunda. Þú borgar að lágmarki 440 til 675 krónur fyrir að nota erlendan hraðbanka með íslensku kreditkorti. Fari úttektin yfir 15 til 25 þúsund krónur hækkar þóknunin og nemur þá 2,5 til 4,5 prósent af upphæðinni. Kjörin ráðast af tegund kortsins og viðskiptabankanum. Ferðamaður með Mastercard eða Visa sem tekur út fimmtíu þúsund krónur, í erlendri mynt, borgar 1250 krónur í þóknun. Sá sem er með American Express borgar 2250 krónur enda er gjaldið 4,5 prósent á því korti.
Hver vill borga 4000 fyrir 3300 krónur? Þegar gjaldeyrir er keyptur í útibúi hér á landi þarf að greiða fyrir hann samkvæmt seðlagengi bankans. Það er einu til tveimur prósentum hærra en almenna gengið. Kortagengið er álíka hátt og seðlagengið. Munurinn á að borga með reiðufé eða korti í útlöndum er því lítill. En eins og dæmið hér að ofan sýnir þá er það þóknunin fyrir að taka út í hraðbanka sem getur reynst ferðamönnum kostnaðarsöm. Við hana bætist einnig gjald sem eigandi hraðbankans leggur ofan á. Sá sem sækir sér reiðufé nokkrum sinnum á meðan á dvölinni í útlöndum stendur eyðir því mörgum þúsundum króna, jafnvel tugþúsundum, í þóknanir. Þar sem lágmarksþóknun banka og kreditkortafyrirtækja hér á landi er oft-
ast tæplega 700 krónur þá borgar það sig ekki að taka út lágar upphæðir. Til dæmis yrði korthafi sem tæki út 20 evrur (um 3300 krónur) að borga þessa lágmarksþóknun. Hann borgar því 4000 krónur fyrir 3300 króna úttekt. Það eru ekki góð kaup. Debetkort ódýrari kostur Langflestum þykir vafalítið óþægilegt að ganga um með mikið reiðufé á sér. Sérstaklega í útlöndum. Skynsamlegast leiðin er því líklega að nota kort
á veitingastöðum og verslunum en reiðufé til alls annars. Hins vegar verður að hafa í huga að í sumum löndum, t.d. í Danmörku bæta veitingamenn kortagjaldinu ofan á reikning þeirra sem borga með plasti. Ef það skapast þörf fyrir meira reiðufé þá er ódýrara að nota debetkort en kreditkort í hraðbönkum úti því þóknunin á þeim er um einu prósenti lægri. Kortagengið er hins vegar það sama fyrir þessar tvær tegundir greiðslukorta. www.turisti.is
mars 2012
15 KYNNING
» Ferðaþjónustufyrirtækið Reykjavik Excursions rekur einn stærsta rútuflota landsins:
Á ferð um landið í yfir 40 ár Reykjavík Excursions var stofnað árið 1968 og hefur allar götur síðan verið leiðandi í skipulögðum ferðum um Ísland.
Í
dag rekur fyrirtækið einn stærsta rútuflota landsins og býður upp á mikið úrval af ferðum fyrir einstaklinga og hópa, innlenda sem erlenda. Allar skipulagðar dagsferðir fyrirtækisins fara af stað frá BSÍ en það er einnig með starfsstöð á Keflavíkurflugvelli. Vert er að benda á að í dag er frí þráðlaus nettenging í öllum bílum félagsins. Í gegnum tíðina hafa Reykjavik Excursions – Kynnisferðir komið að ýmsum nýjungum og framfaramálum innan ferðageirans. Má sem dæmi nefna að félagið var eitt af fyrstu ferðaþjónustufyrirtækjunum sem lokaði aldrei og rak ferðir alla daga ársins. Á sínum langa og farsæla ferli hafa Kynnisferðir vaxið og dafnað og orðið að einu stærsta hópferðafyrirtæki á Íslandi og stærsti aðilinn sem annast dagsferðir fyrir erlenda ferðamenn. Vert er að taka fram að hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur fólks sem leggur metnað sinn í að nýta þekkingu og reynslu sína í þágu viðskiptavina. Þórarinn Þór, sölu- og markaðsstjóri Reykjavík Excursions segir að mikil aukning hafi orðið á undanförnum árum í farþegafjölda í dagsferðum fyrirtækisins. „Í mörg ár höfum við til dæmis boðið upp á ferðir undir nafninu Ísland á eigin vegum,“ segir hann. Ísland á eigin vegum „Ferðir okkar undir heitinu Ísland á eigin vegum eru tilvaldar fyrir göngu- og útivistarfólk. Í þeim er meðal annars farið í Þórsmörk og Landmannalaugar, á Mývatn og Gullfoss og Geysi. Við bjóðum til að mynda ferð þar sem rúta frá okkur fer í Álftavatn, Emstrur og um Fljótshlíðina og þar geta farþegar valið um að ganga Laugarveginn frá mismunandi stöðum. Þessar ferðir njóta vaxandi vinsælda og þá sérstaklega ferðirnar í Landmannalaugar og Þórsmörk.“ Að sögn Þórarins fara rútur fyrirtækisins tvisvar á dag í Þórsmörk, daglega í Land-
mannalaugar, fimm sinnum í viku Emstruleiðina, og síðan er fyrirtækið með daglegar áætlunarferðir frá Skaftafelli í Landmannalaugar um Eldgjá. Einnig eru daglegar ferðir frá Skaftafelli og inn í Laka. Sívinsælar dagsferðir Fyrirtækið gerir út dagsferðir frá suðvesturhorninu þar sem meðal annars er farið á Gullfoss og Geysi og Vesturland. „Við erum með nokkuð margar útgáfur af „Gullhringnum“ þar sem skoðunarferðir um Gullfoss og Geysi eru tengdar við aðra spennandi afþreyingu eins og sleðaferðir á Langjökul, köfun í Silfru og gufubað á Laugarvatni,“ segir Þórarinn og bætir við að dagsferðirnar séu að mestu ætlaðar erlendum ferðamönnum en alltaf slæðist einn og einn Íslendingur með. Þórarinn segir nýopnað gufubað Fontana á Laugarvatni hafa opnað nýja og spennandi möguleika í ferðaþjónustu á Suðurlandi. „Við erum með mjög þétta áætlun í Bláa Lónið þar sem við erum að keyra átta ferðir á dag yfir vetrartímann og gerum ráð fyrir að auka ferðirnar upp í tíu yfir sumartímann. Við þjónustum einnig Keflavíkurflugvöll og gesti í Reykjanesbæ hvað viðkemur Bláa Lóninu því við erum með fastar brottfarir úr flugstöðinni beint í lónið. Í einhverjum tilfellum aka þeir bílar í gegnum
menn á staði þar sem mestar líkur eru á að sjá norðurljós, út frá skýjahulu- og veðurspá Veðurstofunnar.“
Reykjanesbæ og geta gestir þar þá tekið sér far með okkur í lónið.“ Að sögn Þórarins býður Reykjavik Excursions einnig upp á tvær ferðir um Snæfellsnes. Önnur þeirra ekur hringinn um nesið en hin fer í Stykkishólm þar sem ferðamönnum býðst að fara í eyjasiglingu um Breiðafjörð. „Svo erum við með söguferðir í bæði Borgarfjörð og Landmannalaugar og ferð um Reykjanesið þar sem farið er í gegnum Krýsuvík og Gunnuhver skoðaður,“ segir hann. Af öðrum dagsferðum fyrirtækisins má nefna tvær ólíkar bæjarferðir um Reykjavík og ferð meðfram suðurströndinni allt að Vík Í Mýrdal. „Yfir vetrartímann erum við síðan með norðurljósaferðir og þar hefur orðið gríðarleg aukning á undanförnum tveimur til þremur árum. Í slíkum ferðum er farið með ferða-
Flugrútan og skemmtiferðir af ýmsum toga Árið 1979 var Kynnisferðum falið að annast rekstur farþega- og áhafnabifreiða til Keflavíkur. Rútan gengur alla daga ársins og fer frá BSÍ í tengslum við allar brottfarir farþegavéla frá Keflavíkurflugvelli, og skiptir þar engu hvort um er að ræða áætlanaflug eða leiguflug. „Síðan fara rúturnar aftur frá flugvellinum um 40 mínútum eftir lendingu hverrar vélar,“ segir Þórarinn. Aðspurður segir hann að yfir sumartímann fari Flugrútan að lágmarki 18 ferðir á dag og yfir vetrartímann að lágmarki 12. „Gaman er að segja frá því að Íslendingar nýta sér í æ meiri mæli þessa þjónustu. Flugrútan sinnir einnig hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Við komum með farþegana úr flugi og sækjum þá fyrir flug.“ Reykjavik Excursions skipuleggja vinnustaða- og fyrirtækjaferðir fyrir smærri sem stærri hópa. Þórarinn bætir við: „Ef fyrirtækið þitt vantar aðstoð við að skipuleggja ferð af einhverjum toga þá endilega sendið okkur línu á sales@re.is og við svörum um hæl.“ n
AÐALFUNDUR SAMTAKA FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Hilton Reykjavík Nordica, 22. mars 2012
Dagskrá: kl.9:00-12:00 FUNDIR FAGHÓPA Afþreyingarfyrirtæki Ferðamennska á hálendinu. Framboð og þróun á afþreyingu í ferðaþjónustu Bílaleigur Öryggismál. Samskipti bílaleigufyrirtækja og annarra ferðaþjónustuaðila Ferðaskrifstofur Verkfærakista í markaðsmálum. Þjónustugæði. WOW air, hvað er framundan? Flugfélög Routes Developement Fund Gististaðir Þróun gistingar. Tækifæri í ferðaþjónustu. Forsendur fjárfestinga Hópbifreiðafyrirtæki Trackwell kerfið. Rekstrarumhverfi hópbifreiða Veitingastaðir Lykiltölur í veitingarekstri. Mikilvægi hönnunar kl. 13:00-15:15 AÐALFUNDUR Setning, Árni Gunnarsson, formaður SAF. Ávarp, Oddný G. Harðardóttir, ráðherra ferðamála Marketing to high net worth travellers Stuart Shield, MD International Hotel Awards ÍSLAND ALLT ÁRIÐ Er þolmörkum yfir sumartímann náð? Staðan – hvað þarf að gera? Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði HÍ Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda Gunnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóri Atlantik Almenn aðalfundarstörf skv. lögum SAF Kvöldverðarhóf félagsmanna Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar er opinn fulltrúum frá aðildarfélögum SAF og eru nánari upplýsingar um aðalfundinn á heimasíðunni www.saf.is. Samtök ferðaþjónustunnar eru hagsmunasamtök fyrirtækja í ferðaþjónustu og geta öll fyrirtæki eða einstaklingar sem hafa með höndum rekstur á sviði ferðaþjónustu sótt um aðild. Samtökin voru stofnuð 11. nóvember 1998 og hafa því starfað nú í 13 ár. Megintilgangur samtakanna er að gæta sameiginlegra hagsmuna félaganna og vinna að því að fyrirtækin búi við starfsskilyrði sem gera þau samkeppnishæf og auka arðsemi í greininni. Starfsemi SAF felst því að mestu í almennri hagsmunagæslu, funda- og fræðslustarfsemi, gerð og túlkun kjarasamninga, markaðsstarfi, ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Samtök ferðaþjónustunnar hafa það í stefnu sinni að ferðaþjónustufyrirtæki verði arðbær og talin áhugaverður fjárfestingarkostur, enda búi þau við heilbrigða samkeppni og samkeppnishæf rekstrarskilyrði. SAF á aðild að Samtökum atvinnulífsins. Samtök ferðaþjónustunnar www.saf.is