Iðnaðarblaðið, 2. tbl. 2012

Page 1

Kerfið er bastarður

Stefnir í gott ár hjá Betware

Rannsóknir á steinsteypu

Vörugjöld eru mismunandi og oft hreint ótrúleg. Viðmælendur Iðnaðarblaðsins eru undrandi á kerfinu sem tvíefldist eftir hrun. »6

Betware sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun fyrir leikjaiðnaðinn og sér fram á töluverða fjölgun verkefna. »11

Steinsteypa er algengasta efnið sem framleitt er í heiminum og er reyndar í algjörum sérflokki. Áætlað er að framleiðslan sé um 23 milljarðar tonna á ári. »10

Þ

j

ó

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

i

ð

n

a

ð

a

r

i

n

s

mars 2012 » 2. tölublað » 4. árgangur

Tollurinn tefur Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, eigendur Kron og KronKron, hafa lent í töluverðum vandræðum með flutninga á framleiðsluvörum sínum á milli landa. »12-13

Finnskt ísframleiðslufyrirtæki keypti eitt hundrað tonn af íslenskri jógúrtísblöndu af Emmessís:

Íslenskur jógúrtís til Finnlands Haraldur Guðmundsson skrifar:

Þegar þeir höfðu kynnt sér framleiðsluvörur frá fyrirtækjum á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Ítalíu, ákváðu þeir á endanum að velja Joger jógurtísinn okkar,“ segir Leifur Grímsson, framkvæmdastjóri Emmessís.

haraldur@goggur.is

Finnska ísframleiðslufyrirtækið Ingman Icecream, sem er í eigu Unilever, stærsta ísframleiðanda í heimi, hefur gert samning við Emmessís um kaup á um eitt hundrað tonnum af íslenskri jógúrtísblöndu. Framleiðsluvaran verður seld í ísbúðum Ingman Icecream víðs vegar um Finnland og í Eystrasaltslöndunum og magnið samsvarar um sjö hundruð þúsund skömmtum af jógúrtís. Skoðuðu vöruna vandlega „Á síðasta ári kannaði finnski ísframleiðandinn Evrópumarkaðinn í leit að jógúrtís sem passaði við kröfur fyrirtækisins um hollustu og bragðgæði. Mikil þróun hefur átt sér stað á íslenska jógúrtísmarkaðinum undanfarin ár og Íslendingar eru lengra komnir en aðrar Evrópuþjóðir í þeim efnum og því skoðuðu forsvarsmenn Ingman Icecream íslenska markaðinn vandlega.

» Garðar Freyr Vilhjálmsson, framleiðslumaður hjá Emmessís stendur hér við hliðina á jógúrtísblöndunni sem fer til Finnlands.

Þegar þeir höfðu kynnt sér framleiðsluvörur frá fyrirtækjum á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Ítalíu, ákváðu þeir á endanum að velja Joger jógurtísinn okkar,“ segir Leifur Grímsson, framkvæmdastjóri Emmessís. Leifur segir fyrirtækið nú þegar búið að

senda gám með 25 tonnum af jógúrtísblöndu til Finnlands. Þrír aðrir gámar með sama magni fara síðan út á næstu mánuðum. Samanlagt eru þetta um hundrað tonn af jógúrtísblöndu, en til samanburðar er ísblöndunarmarkaðurinn hér á landi, þ.e. ís sem fer í ísvélar, um 900 tonn. „Finnska fyrirtækið er búið að leggja mikið undir í markaðssetningu á jógúrtísnum. Varan verður m.a. kynnt á árlegri veitingahúsa og hótelsýningu í Helsinki og þar verða aðrir framleiðendur frá Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Eystrasaltslöndunum,“ segir hann. Hollustan í fyrirrúmi Emmessís hefur langa reynslu af framleiðslu

á jógúrtís og hefur selt hann frá árinu 1992. Á síðasta ári hóf fyrirtækið framleiðslu á Joger jógúrtísnum sem finnska fyrirtækið ákvað að kaupa. „Jógúrtísinn inniheldur 20,5 prósent af hreinu íslensku jógúrti, fituinnihald er minna en eitt prósent og varan er án viðbætts hvíts sykurs,“ segir Leifur og bætir við að hollusta vörunnar hafi verið veigamikill þáttur í ákvörðun finnska framleiðslufyrirtækisins. Aðspurður um hvort fyrirtækið hyggi á frekari landvinninga segir Leifur að það sé ekki á stefnuskránni en þó hafi aðilar í Noregi og Danmörku sýnt framleiðslunni áhuga. „Við útilokum ekkert enda skiptir útflutningur okkur miklu máli á meðan gengi krónunnar er eins og það er.“

Tíu stærstu framleiðslulönd hrástáls í heiminum framleiddu samanlagt um 82% af heildarframleiðslumagni síðasta árs.... »2


2

mars 2012

Þ

j

ó

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

i

ð

n

a

ð

a

r

i

n

s

Tíu stærstu framleiðendur hrástáls á árinu 2011:

Rússland: 68,7 milljón tonn

Úkraína: 35,3 milljón tonn

leiðari

Kína: 683,3 milljón tonn

Bandaríkin: 86,2 milljón tonn

Suður-Kórea: 68,5 milljón tonn

Nýtum færin

F

áar þjóðir búa við eins gjöfula náttúru og slík tækifæri og við Íslendingar. Ísland er gott land og gjöfult. Okkur möguleikar eru miklir og orkan sem við höfum gefur óteljandi tækifæri. Það er áskorun til stjórnmálanna að gerð verði áætlun um nýtingu auðlindanna, og það í viðunandi sátt. Kannski er það helsta málið sem þarf að afgreiða. Og svo er það allt hitt. Blessunarlega eru um allt land iðnfyrirtæki, sem flest hver láta ekki mikið yfir sér, að gera stórkostlega hluti. Þar starfar fólk sem er þjóðinni svo mikils virði, fólk sem er kjörið til að leiða okkur áfram, þannig fólk er um allt land og það er svo hlutverk þeirra sem hafa kosið að starfa við að setja reglur að sjá til þess að umhverfið verði sem best.

Þýskaland: 44,3 milljón tonn

Það er þreytandi að hlusta endalaust á að hlutirnir verði að vera svona og svona vegna hrunsins árið 2008. Vissulega var verkefnið ærið og margt varð að gera og mörgu varð að breyta. Trúlega hefur verið gengið of langt með þeim afleiðingum að fínustu fyrirtæki hafi ekki náð að halda út þennan langa og kalda tíma sem er frá hruninu. Og það kann að vera dýrt.

Tyrkland: 34,1 milljón tonn

Eftir hrun sagði Jón Daníelsson hagfræðingur að atvinnulífið mætti ekki stöðvast. Nota þyrfti ónotaða peninga til að blása áframhaldandi lífi í fyrirtækin og að slaka yrði á kröfum um veð og tryggingar. Dýrast væri atvinnuleysi og stöðnun. Sú leið var farin.Illu heilli. Það er ekki sanngjarnt og það er blekkjandi að bera atvinnuleysi hér saman við atvinnuleysi í mörgum öðrum löndum. Sérstaklega í þeim löndum þar sem atvinnuleysi er þekkt og rótgróið. Svo er ekki hér.

Brasilía: 35,2 milljón tonn

Indland: 72,2 milljón tonn

Kína gnæfir yfir önnur lönd þegar kemur að framleiðslu á hrástáli:

Þrátt fyrir að margt hafi betur mátt gera eru tækifærin allt í kring. Krafan er einföld. Sameinumst um tvennt. Sk0pum tækifæri og nýtum þau.

Japan: 107,6 milljón tonn

Síðasta ár sló öll fyrri met

Sigurjón M. Egilsson

Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson ábm. Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Geir A. Guðsteinsson, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 445 9000 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: Iðnaðarblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, verkfræðistofur, álverin og fleiri fyrirtækja. Iðnaðarblaðið kemur út ellefu sinnum á ári.

Heimsframleiðsla á hrástáli nam 1,49 milljarði tonna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum tölum frá Samtökum alþjóðlegra stálframleiðenda (IISI). Stálframleiðslan jókst um 80 milljónir tonna frá árinu 2010, en þá var hún 1,41 milljarður tonna. Um er að ræða nýtt met því aldrei áður hefur svo mikið magn verið framleitt á einu ári. Tíu stærstu framleiðslulönd hrástáls í heiminum framleiddu samanlagt um 82% af heildarframleiðslumagni síðasta árs. Kínverjar voru stærstir með um 683,3 milljónir tonna, eða um 45,9% af heimsframleiðslu ársins. Til samanburðar framleiddu 27 lönd Evrópusambandsins samanlagt um 177,3 milljónir tonna. Japanir koma síðan á eftir Kínverjunum með 107,6 milljónir tonna og Bandaríkjamenn á eftir þeim með 86,2 milljónir tonna. Þegar tölur um framleiðslumagn á milli heimsálfa eru skoðaðar kemur ekki á óvart að lönd Asíu framleiða mest, eða samanlagt um 975,5 milljónir tonna. Þar á eftir koma Evrópulöndin með 214,6 milljónir tonna og lönd Norður-Ameríku með 118,9 milljónir. Athyglisvert er að sex lönd sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum en standa utan Evrópusambandsins framleiddu samanlagt um 112 milljónir tonna.

» Tíu stærstu framleiðslulönd hrástáls í heiminum framleiddu samanlagt um 82% af heildarframleiðslumagni síðasta árs.

Kínverjar virðast ætla að halda uppteknum hætti því í janúar sl. framleiddu þeir um 52 milljónir tonn af stáli. Það er meira magn heldur en Þýskaland og Úkraína, sem voru ekki langt frá því að komast inn á lista yfir tíu stærstu framleiðendur hrástáls á

árinu 2011, framleiddu á öllu síðasta ári. Tölur um heimsframleiðslu á stáli eru byggðar á upplýsingum frá þeim 64 löndum sem skila mánaðarlega inn tölum um framleiðslu sína og eru aðgengilegar á heimasíðu Samtaka alþjóðlegra stálframleiðenda.

idnadarbladid.is Þ

j

ó

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

i

ð

n

a

ð

a

r

i

n

s



4

mars 2012

Gagnaver Verne Global er góð byrjun að mati starfandi iðnaðarráðherra:

Alþjóðlegt gagnaver á Íslandi Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur nú hafið starfsemi. Þetta fyrsta gagnaver landsins var nýverið opnað þegar Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra og starfandi iðnaðarráðherra, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Jeff Monroe, stjórnarformaður Verne Global, klipptu á borða við hátíðlega athöfn í Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Oddný Harðardóttir sagði við opnunina að koma gagnaversins væri góð byrjun og að þrautseigja forsvarsmanna Verne Global væri aðdáunarverð. „Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum unnið markvisst að því að kynna Ísland sem áhugaverðan kost fyrir alþjóðleg gagnaver og er nú ánægjulegt að sjá þetta alþjóðlega gagnaver taka formlega til starfa. Við erum vongóð um að gagnaver Verne að Ásbrú verði ákveðinn ísbrjótur því ljóst er að möguleikar okkar eru miklir á þessu sviði,“ sagði ráðherrann. Jeff Monroe rakti í ræðu sinni sögu gagnaversins og hvernig fjármálakreppa á heimsvísu, íslenska efnahagskreppan og tvö eldgos hefðu ekki getað stöðvað verkefnið eftir að það var komið af stað. Gagnaversverkefni Verne Global á Ásbrú hóst upphaflega árið 2008 þegar fyrirtækið keypti húsnæði af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar sem áður hafði verið í eigu bandaríkjahers. Verne er með tvær byggingar á

Ásbrú sem eru tíu og tólf þúsund fermetrar að stærð, en gagnaverið sjálft er í 500 fermetra rými. Gagnaverið er sérhannað til að nýta sér vindkælingu á svæðinu og sparar þannig umtalsvert magn orku. Áætlað er að um 100 manns muni starfa hjá fyrirtækinu

þegar rekstur gagnaversins verður kominn á fullt árið 2017. Fyrsti viðskiptavinur gagnaversins var bandaríska fyrirtækið Datapipe, og skömmu eftir opnunina var tilkynnt að íslensku fyrirtækin CCP og Greencloud hefðu bæst í hópinn.

» Jeff Monroe, stjórnarformaður Verne Global, Oddný Harðardóttir, starfandi iðnaðarráðherra og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, klipptu á borða og opnuðu gagnaverið formlega.

Á r a ng u r f jö g u r r a á r a ba r átt u Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir sameiginlegt átak sveitarfélagsins, íslenskra stjórnvalda og evrópskra eftirlitsaðila hafa þurft til að tryggja komu bandaríska fyrirtækisins Verne Global til Reykjanesbæjar. „Þetta hefur verið hörð barátta og ég dáist að forsvarsmönnum Verne Global fyrir þá þrautseigju sem þeir hafa sýnt og að gefast ekki upp fyrir alþjóðlegu efnahagshruni og öðrum hindrunum. Reykjanesbær er nú ekki aðeins heimili stærsta starfandi gagnaverssvæðis á landinu heldur er hér um að ræða fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem alfarið er knúið með vistvænni orku,“ segir Árni. Árni segir að staðsetning Íslands á milli Evrópu og Norður-Ameríku hafi verið mikilvæg í ákvörðun bandaríska fyrirtækisins, sem og nálægð við alþjóðaflugvöll og alþjóðlega höfn í Helguvík. „Flutningur milli heimsálfa á búnaði eða fólki er því eins auðveldur og mögulegt er,“ segir hann. „Auk umtalsverðra tekna sem bæjarfélagið hlýtur af fasteignagjöldum og útsvarstekjum nýrra starfa eru hér að skapast ný tækifæri til menntunar og starfa fyrir ungt fólk.“ Að sögn Árna hefur bandaríska fyrirtækið nú þegar lagt mörgum góðum málum í Reykjanesbæ lið. Fyrirtækið styrkti nýverið körfuboltadeild Keflavíkur og við formlega opnun gagnaversins í síðasta mánuði gaf það Reykjanesbæ fimm hundruð tré sem verða gróðursett á svæðinu í vor. Reykjanesbær glímir við mikið atvinnuleysi og atvinnulíf bæjarins hefur undanfarin ár treyst á þjónustu við alþjóðaflugvöllinn og sjávarútveg. Vinna við viðhald og rekstur flugvéla er mikilvæg atvinnugrein á svæðinu og hefur að sögn Árna vaxið á undanförnum árum. Elsta starfandi skipasmíða- og skipaviðgerðarstöð landsins, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, er einnig stór atvinnurekandi í sveitarfélaginu. „Í þessum greinum eru enn miklir styrkleikar og tækifæri en við horfum einnig til annarra og nýrra iðnaðartækifæra. Kísilver í Helguvík og fiskeldisverkefni norska fyrirtækisins Stolt verða vonandi komin á fullt skrið á vormánuðum. Kísilverið á eftir að framleiða mikinn hita sem hægt er að umbreyta í gufu og fyrirtæki eins og Carbon Recycling, sem staðsett er í Svartsengi, eru að horfa til tækifæra á því sviði. Síðan vonumst við eftir góðum fréttum varðandi álverið í Helguvík,“ segir Árni. Hann bendir einnig á að á Reykjanesi er að finna fiskþurrkunarfyrirtæki sem búa yfir háþróuðum vélbúnaði. Að hans sögn hefur mikil þróun orðið í vinnslulínum og mörg fiskþurrkunarfyrirtæki á svæðinu búa yfir stórum vélasölum. Aðspurður um hvort önnur iðnfyrirtæki hafi komið sér fyrir á Ásbrú nefnir Árni sem dæmi fyrirtækin Gagnavarsla, sem hefur, ólíkt gagnaveri Verne Global, séð um vörslu og meðferð áþreifanlegra gagna, og HBT, sem sérhæfir sig í rafjöfnunarbúnaði.

» „Flutningur milli heimsálfa á búnaði eða fólki er því eins auðveldur og mögulegt er,“ segir Árni Sigfússon.


Steypum til framtíðar

Harpa – lituð steypa

Alla tíð hefur BM Vallá lagt höfuðáherslu á að tryggja langan líftíma mannvirkis, lágmarka viðhaldsþörf og auðvelda niðurlögn steypu. Steypan er sérhönnuð til

Steypa frá BM Vallá hefur gegnt stóru hlutverki í íslenskum byggingariðnaði í 65 ár og steypuþjónusta sömuleiðis þar sem steypubílar og dælur sjást daglega á vinnusvæðum um allt land.

að þola íslenskt veðurfar og hver hræra lýtur ítrustu gæðastöðlum samkvæmt ISO 9001 gæðavottun. Mikil þekking og reynsla gerir BM Vallá kleift að bjóða upp á steypu sem hentar hvar sem er; jafnt hefðbundna steypu sem sérsteypu og ílagnir.

3,3$5?7%:$ f 6ß$ f

Með aðstoð sérfræðinga BM Vallá byggir þú á traustum grunni til framtíðar.

Smellinn einingahús

Frostvarin steypa

Sjónsteypa

Hvít steypa

Ryðhamlandi steypa

Steypuþjónusta

BM Vallá ehf Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is Opið mán.–fös. kl. 8–18

bmvalla.is


6

mars 2012

Kerfið er bastarður fréttaskýring

Vörugjöld eru mismunandi og oft hreint ótrúleg.

Viðmælendur Iðnaðarblaðsins eru undrandi á kerfinu sem tvíefldist eftir hrun. Pétur Gunnarsson skrifar: pg@goggur.is

Langstærstur hluti vörugjalda er innheimtur af innflutningi á eldsneyti og bílum, áfengi og tóbaki en talsverður hluti er einnig vegna álagningar á matvöru, heimilistæki og byggingarvörur og ýmsar aðrar vörur sem eru fluttar inn til landsins eða notaðar sem hráefni við framleiðslu hér á landi. Samtals hefur ríkið um sex milljarða í tekjur af almennum innflutningi og hráefnum sem notuð eru í íslenskum iðnaði. Vörugjöldin hafa lengi verið atvinnulífinu þyrnir í augum og hafa samtök fyrirtækja í fjölmörgum greinum barist fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins um langt árabil. Síðustu ár fyrir hrun dró ríkið úr gjaldtökunni frá því sem verið hafði en í kjölfar hrunsins hefur vörugjaldskerfið verið eflt á ný – gjaldstofninn útvíkkaður og gjöldin hækkuð á ný. Sambærileg gjöld og vörugjaldið eru ekki lögð á í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Í nýrri skýrslu sem Samtök verslunar og þjónusta (SVÞ) hafa gert um vörugjöldin er bent á að í flestum nágrannalöndunum séu skýrar og gildar forsendur á bak við vörugjaldskerfið, kerfið sé gagnsætt og vöruflokkum sé ekki mismunað. Þar þekkjast ákveðin vörugjöld en þau eru aðeins lögð á fáar vörutegundir, til dæmis tóbak, áfengi, sykur, bíla og eldsneyti, í þeim tilgangi að draga úr notkun á þessum vörum vegna skaðlegra áhrifa þeirra á heilsu og umhverfi. Annað er uppi á teningnum hér á landi þar sem kerfið hefur orðið að hálfgerðum frumskógi með árunum. Vörugjaldið íslenska er ekki einungis lagt á eldsneyti og ökutæki, áfengi og tóbak og vörur sem taldar eru óhollar heldur líka á vistvæna orkugjafa eins og rafmagn og heitt vatn og síðast en ekki síst á fjölmargar vörur sem ýmist eru fluttar inn til landsins eða framleiddar í íslenskum iðnaði. Lóðréttar og láréttar brauðsneiðar Skoðum nokkur dæmi um íslenska vörugjaldakerfið sem nefnd eru í skýrslu SVÞ. Það er vörugjald á samlokugrilli en ekki á brauðristum. Ef brauðið er ristað lóðrétt er það án vörugjalds en ef það er ristað lárétt er það með vörugjaldi. Vöfflujárn bera líka 25% vörugjald en pönnukökupönnur eru gjaldfrjálsar. Kaffivélar bera ekki vörugjald en hraðsuðukönnur bera vörugjald upp á 25%. Samkvæmt því borgar það sig að drekka kaffi frekar en te.

» Magnús Orri Schram

» Andrés Magnússon

Vörugjald er lagt á kex en ekki á kökur. Af sætu súkkulaðikexi eins og Malta eða Conga eða Prins Póló þarf að greiða 80 króna vörugjald á kíló en af öðru súkkulaði þarf að greiða 100 krónur á kíló, hvort sem það er framleitt hér á landi eða flutt inn. Ef súkkulaðið er hins vegar dökkt eða hvítt er gjaldið 120 krónur á kíló. Og ef kakó er notað til þess að baka úr því kökur en ekki til þess að búa til kex eða eitthvað í fljótandi formi þá ber það ekkert vörugjald. Annað dæmi; framleiðendur þurfa að greiða 120 krónur á hvern lítra af íssósu með súkkulaðibragði. Íssósa með karamellubragði eða jarðarberjabragði er hins vegar seld án vörugjalds. Flækjustig og kostnaður Leifur Grímsson, framkvæmdastjóri hjá Emmessís segir að halda þurfi sérstakt bókhald fyrir allar vörur þar sem kakó er notað af því að þar þarf að greiða vörugjald en ekki þegar notuð eru önnur bragðefni. „Það er mikið flækjustig í kringum þetta og mikill kostnaður,“ segir hann. „Við innheimtum milljónir á ári fyrir ríkissjóð og svo er álagning verslunarinnar og ríkið leggur virðisaukaskattinn ofan á gjaldið.“ Allar vörur sem kallast mjólkurvörur eru undanþegnar vörugjaldi – óháð innihaldi þeirra og hollustu. Ef hægt að flokka vöru sem mjólkurvöru verður hún undanþegin vörugjaldi og fær samkeppnisforskot á ýmsar vörutegundir, sem greiða þarf gjald af, til dæmis ávaxtasafa og sódavatn og allir gosdrykkir. Blöndunartæki eða hitastillir? Fleiri dæmi um vörugjaldakerfið: Milliveggjaplötur úr gipsi bera 15% vörugjald. Spónaplötur og krossviður eru án vörugjalds. Sjónvörp eru með 25% vörugjaldi en tölvuskjáir eru án vörugjalds. Nýjustu tölvuskjáirnir eru með svokölluð HDMI-tengi og þess vegna er nú lagt á þá vörugjald. Gagnrýnendur kerfisins telja að það freisti fólks til þess að skrá vörur með röngu tollnúmeri til þess að komast undan gjaldinu af því að skilin milli flokka geta

» Ragnheiður Héðinsdóttir

» Leifur Grímsson

verið svo óljós eins og sést af dæminu um sjónvörp og tölvuskjái. Annað slíkt dæmi er um blöndunartæki með hitastilli, sem ber 15% vörugjald, og hitastilli sem er án vörugjalds. Þess vegna geti sífellt verið að koma upp mál þar sem menn spyrja sig hinnar heimspekilegu spurningar: Hvenær er hitastillir hitastillir og hvenær er hitastillir blöndunartæki. Í skýrslu SVÞ er bent á að vegna þess að 25% vörugjöld eru lögð á margar vörur, einkum smærri rafmagnsvörur, stuðli gjaldið ekki bara að því að menn reyni að blekkja tollskrána við innflutning heldur sé það mikil freisting fyrir neytendur að kaupa þessar vörur á ferðum sínum erlendis. Gjaldið stuðli þannig að því að flytja verslun úr landinu. Best þekkta dæmið um þetta voru iPod og aðrir slíkir tónlistarspilarar en gjaldtöku af þeim vörum var hætt undir lok síðasta ár eftir að hafa sætt mikilli gagnrýni um margra ára skeið enda þótti ljóst að langstærstur hluti verslunar Íslendinga með þær vörur fór fram erlendis. Áralöng barátta gegn gjaldtöku Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir að samtökin og forverar þeirra hafi átt í áratugalangri baráttu gegn vörugjaldi. „Þetta hefur verið eitt af okkar baráttumálum í gegnum árin. Þetta er bæði tvöföld skattlagning sem kemur misjafnlega niður á fyrirtækjum og síðan er skrifræðið og kostnaðurinn við að halda úti þessu kerfi sem er engum til gagns,“ segir hún. „Við höfum viljað meina að kostnaðurinn við að halda úti þessu kerfi hljóti að éta upp mikið af því sem innheimtist.“ Ragnheiður segir að á árinu 2007 hafi kerfið verið endurskoðað og fært í nokkuð viðunandi horf, líkt því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá hafi gjaldtöku verið hætt af öðrum matvörum en súkkulaði og sykurvörum. „Þar með hélt maður að vörugjaldið væri að mestu úr sögunni,“ segir Ragnheiður, „en eftir hrun

Framleiðendur þurfa að greiða 120 krónur á hvern lítra af íssósu með súkkulaðibragði. Íssósa með karamellubragði eða jarðarberjabragði er hins vegar seld án vörugjalds. var það tekið upp og varð þá tvöfalt þyngra en áður.“ Átti að bæta ríkinu tollatap við inngöngu í EFTA „Í löndunum í kringum okkur eru ákveðin vörugjöld lögð á með velskilgreindum hætti í því skyni að koma í veg fyrir heilsutjón eða mengun,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Hjá okkur er þetta kerfi sem lagt var á árið 1970 til þess að bæta ríkinu upp tollabreytingar vegna inngöngu í EFTA og kerfið er bastarður sem sífellt er verið að plástra og laga til. Gallinn við það er að það er ógagnsætt, mismunar fyrirtækjum og atvinnugreinum og er dýrt í framkvæmd.“ Andrés segir að í stórum dráttum megi lýsa kerfinu þannig þær vörur sem bera 15 prósent vörugjald eru aðallega byggingavörur og búnaður í baðherbergi. Helstu heimilistæki í eldhús og þvottahús bera 20 prósent vörugjald en ýmis raftæki á borð við sjónvörp og dvdspilara bera 25 prósent vörugjald. Magngjöldin, þar sem föst krónutala leggst á hvert kíló eða hvern lítra af matvælum og hráefnum til matvælaframleiðslu eru hins vegar mikill frumskógur sem kallar á sérfræðiþekkingu á tollskrárnúmerum og tollskrám en

nokkur dæmi voru tekin hér að ofan um það sem snýr að gjaldtöku af kakói og súkkulaði, sem bera magngjald þegar búin er til úr því íssósa meðan lakkrís, karamellur og jarðaberjabragðefni eru án vörugjalds. Fulltrúar frá Samtökum verslunar og þjónustu gengu nýlega á fund fjármálaráðherra og kynntu nýja skýrslu sína um vörugjaldskerfið og áréttuðu þá 40 ára gömlu kröfu að vörugjöldin yrðu aflögð þar sem kerfið sé flókið, mótsagnarkennt og illskiljanlegt, auk þess sem það dragi úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og stuðli að því að flytja verslun til útlanda. Samtök atvinnulífsins hafa áður lýst því yfir að með því að samræma vörugjaldskerfið við kerfi nágrannalandanna og leggja gjald á með sama hætti og gert er til dæmis í Danmörku mundi ríkið afsala sér 5-6 milljörðum króna í tekjur á ári en að stór hluti þess tekjutaps mundi koma aftur til ríkisins í öðrum sköttum vegna þess almenningur hefði þá úr meiri peningum að spila sem mundi skila sér í aukinni neyslu. Frumskógur sem erfitt er að rata um Á Alþingi bíður nú meðferðar tillaga nokkurra þingmanna undir


7 ĂžaĂ° er Ă­ raun og veru engin lĂłgĂ­k Ă­ vĂśrugjĂśldum eins og Ăžeim er hĂĄttaĂ° hjĂĄ okkur Ă­ dag. forystu ĂžorgerĂ°ar KatrĂ­nar GunnarsdĂłttur, SjĂĄlfstĂŚĂ°isflokki, um aĂ° vĂśrugjalds- og tollakerfiĂ° verĂ°i til gagngerrar endurskoĂ°unar meĂ° ĂžaĂ° aĂ° markmiĂ°i aĂ° einfalda kerfiĂ° og gera ĂžaĂ° skĂ˝rara. Ă? greinargerĂ° meĂ° tillĂśgunni bendir ĂžorgerĂ°ur KatrĂ­n ĂĄ aĂ° vĂśrugjaldiĂ° eigi Þått Ă­ ĂžvĂ­ aĂ° flytja verslun Ăşr landinu, einkum ĂĄ raftĂŚkjum sem Ă­slenskir ferĂ°amenn sitja um aĂ° kaupa erlendis Ăžar sem hlutur hins opinbera Ă­ heildarverĂ°i vĂśrunnar er hlutfallslega miklu lĂŚgri en hĂŠr ĂĄ Ă?slandi. „Ég tel aĂ° ÞÌr forsendur sem liggja aĂ° baki nĂşverandi skipan vĂśrugjalda sĂŠu ekki skĂ˝rar nĂŠ gildar. ĂžaĂ° er mikilvĂŚgt aĂ° skattar, tollar og gjĂśld sĂŠu skiljanleg neytendum og Ăžeir ĂĄtti sig ĂĄ ĂžvĂ­ af hverju hlutirnir eru skattaĂ°ir eĂ°a ĂĄ Ăžeim eru vĂśrugjĂśld,“ sagĂ°i MagnĂşs Orri Schram, ĂžingmaĂ°ur Samfylkingarinnar, Ă­ umrĂŚĂ°um ĂĄ alĂžingi um Ăžetta mĂĄl. Hann sagĂ°i aĂ° vĂśrugjaldaheimurinn vĂŚri „frumskĂłgur sem erfitt er aĂ° rata um og gengur ekki upp, ĂžaĂ° er Ă­ raun og veru engin lĂłgĂ­k Ă­ vĂśrugjĂśldum eins og Ăžeim er hĂĄttaĂ° hjĂĄ okkur Ă­ dag.“ Âť VĂśrugjĂśldin hafa lengi veriĂ° atvinnulĂ­finu Ăžyrnir Ă­ augum og hafa samtĂśk fyrirtĂŚkja Ă­ fjĂślmĂśrgum greinum barist fyrir lĂŚkkun eĂ°a afnĂĄmi gjaldsins um langt ĂĄrabil. SĂ­Ă°ustu ĂĄr fyrir hrun drĂł rĂ­kiĂ° Ăşr gjaldtĂśkunni frĂĄ ĂžvĂ­ sem veriĂ° hafĂ°i en Ă­ kjĂślfar hrunsins hefur vĂśrugjaldskerfiĂ° veriĂ° eflt ĂĄ nĂ˝ – gjaldstofninn ĂştvĂ­kkaĂ°ur og gjĂśldin hĂŚkkuĂ° ĂĄ nĂ˝.

ViĂ° bĂşum ĂĄ Ă?slandi! Gleymum ĂžvĂ­ ekki

Ă Ă­slenskum hĂşsum dynja nĂĄnast daglega vond veĂ°ur meĂ° stÜðugt hĂŚkkandi hĂşshitunarkostnaĂ°i. Ăžess vegna er góð einangrun hĂşsa grĂ­Ă°arlega mikilvĂŚg. HjĂĄ Promens Tempru fĂŚrĂ°u einangrun sem hentar Ă­slenskum hĂşsum Ă­ barĂĄttunni gegn Ă­slenskri veĂ°rĂĄttu. EPS plasteinangrun fyrir hĂşs XPS rakaheld og ĂžrĂ˝stiĂžolin einangrun ĂĄ flĂśt ÞÜk SĂŠrskorin einangrunarlok ĂĄ heita potta EPS-einangrun er framleidd samkvĂŚmt viĂ°eigandi EvrĂłpustÜðlum

HĂśldum kuldanum Ăşti og hitanum inni!

www.promens.is/tempra Promens Tempra ehf. Ă?shella 8 221 HafnarfjĂśrĂ°ur SĂ­mi: 520 5400 tempra@promens.com

thorrisig.12og3.is

mars 2012


8

mars 2012

Heildarframleiðsla 42 kornræktarbænda í Þingeyjarsýslum 200 tonn:

» Kornskurður í landi Miðhvamms í Aðaldal, en það var Böðvar Baldursson bóndi á nágrannabænum Ystahvammi sem sáði þarna og uppskar.

Versta kornræktarár í seinni tíð Geir Guðsteinsson skrifar: geir@goggur.is

„Kornræktarárið 2011 fer í bækurnar sem hörmungarár og líklega versta kornræktarár norðaustanlands í seinni tíð,“ segir Ingvar Björnsson ráðunautur hjá Búgarði á Akureyri. Eftir gott gengi í kornræktinni sumarið 2010 var hugur í kornbændum og ljóst þegar leið á veturinn að kornræktin myndi rétta nokkuð úr kútnum eftir mikinn samdrátt vorið 2010. Sáning hófst snemma eða í apríl enda var meðalhiti í þeim mánuði nokkuð hærri en vant er, reyndist hann sá annar hlýjasti á Akureyri í 130 ár. Umskipti urðu í veðri þegar leið á maí mánuð og í hönd fór kuldatímabil sem stóð út júní, en sá mánuður var sá þriðji kaldasti frá upp-

hafi mælinga á Akureyri. Kornspretta var hæg í því tíðarfari. Nokkrir bændur brugðu á það ráð að slá korn sitt til grænfóðurs þegar ljóst var um mánaðamótin júlí - ágúst að litlar líkur væru á að það næði þroska. Aðrir tóku áhættuna og létu kornið standa í von um að úr rættist, en það gerðist ekki. Kornið í Þingeyjarsýslum var víðast hvar nánast ónýtt. Mikið sveppasmit var í ökrum og dró það ennfremur úr kornþroskanum. Bestu akrarnir skiluðu um 1,5 tonnum af illa þroskuðu korni á hektara en mikill hluti kornsins var einungis nýttur sem hálmur. Í Eyjafirði var kornið misjafnara allt frá því að vera ágætlega þroskað og uppskera 3,5-4 tonn á hektara og niður í það að vera ónýtt og óþreskingarhæft. Í Svarfaðardal var kornið heilt yfir illa þroskað en inn til fjarðarins var það allgott á köflum.

Í Þingeyjarsýslum sáðu 42 kornbændur í 205 hektara. Þetta er svipað umfang og árið áður. Uppskeran var metin eitt tonn á hektara í báðum sýslunum og heildarframleiðslan því um 200 tonn. Vaxandi hluti kornsins sem ræktaður er fer til vinnslu hjá Bústólpa á Akureyri. Á Eyjafjarðarsvæðinu sáðu 53 aðilar korni og fjölgaði kornbændum um 5 á milli áranna 2010 og 2011. Sáð var í samtals 442 ha í samanburði við 406 árið áður þannig aukningin varð um 9%. Meðaluppskeran var metin um 2 tonn á hektara og heildaruppskera um 900 tonn af þurru korni. Í Þingeyjarsýslum sáðu 42 kornbændur í 205 hektara. Þetta er svipað umfang og árið áður. Uppskeran var metin eitt tonn á hektara í báðum sýslunum og heildarframleiðslan því um 200 tonn. Vaxandi hluti

kornsins sem ræktaður er fer til vinnslu hjá Bústólpa á Akureyri. Það er ýmist selt til fóðurvinnslu eða nýtt til sérblöndunar. Kornsýringin er á undanhaldi og þurrkafköstin aukast jafnt og þétt. Ingvar telur að áfallið í kornræktuninni síðastliðið sumar muni draga nokkuð úr ræktun á komandi vori, en sveiflur hafa verið í þróun kornræktar á svæðinu. Einkennandi er að mikill samdráttur verður í kjölfar slæmra ára en aukning hafi árið á undan verið gott.

Héldu nýsveinahátíð í sjötta sinn Sjötta nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur var haldin í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík í byrjun febrúar að viðstöddu fjölmenni. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík heiðraði þar 23 nýsveina, frá átta verkmenntaskólum, sem á síðasta ári luku burtfararprófi í iðngreinum með afburðarárangri. Verðlaunahafarnir komu úr tíu löggiltum iðngreinum, þar á meðal úr rafvirkjun, rennismíði, snyrtifræði og kjötiðn. Ragnar Axelsson, ljósmyndari, var að auki útnefndur Iðnaðarmaður ársins 2011 og hlaut gullverðlaun fyrir langan og farsælan feril. Iðnaðarmannafélagið í Reykja» 23 nýsveinar voru heiðraðir á hátíðinni. MYND/ Odd Stefán. vík var stofnað 3. febrúar 1867 og er annað elsta starfandi félag á Íslandi. Tilgangur launahátíðin sé hornsteinn í starfi félagsins og að þess hefur frá upphafi verið að „efla menningu og metnaður sé lagður í að gera umgjörð í kringum menntun iðnaðarmanna og styrkja stofnanir sem hana sem glæsilegasta. Jafnframt kom fram að starfa í þeirra þágu“. hátíðin sé fyrst og fremst haldin til heiðurs nýÍ boðsbréfi til verðlaunahafa sagði að verðsveinum og iðngreinum hér á landi.


Jónína Hrólfsdóttir framleiðslustjóri

UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA

40.000 öskjur utan um verðmætar afurðir fyrir markaði erlendis.

Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Prentun frá A til Ö


10

mars 2012

Rannsóknir á íslenskri steinsteypu sýna sterka stöðu:

Erum meðal fremstu þjóða Karl Eskil Pálsson skrifar: karl.eskil@goggur.is

Steinsteypa er algengasta efnið sem framleitt er í heiminum, reyndar í algjörum sérflokki. Áætlað er að framleiðslan sé um 23 milljarðar tonna á ári. Þetta er reyndar svo stjarnfræðilegt magn að leikmaður gerir sér varla grein fyrir magninu. Því miður er endingin ekki alltaf nógu góð og því er nauðsynlegt að stunda rannsóknir, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi. Prófessor Ólafur H. Wallevik stýrir steinsteypu- og efnistæknideild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, en þar eru stundaðar margvíslegar rannsóknir á steypu. „Okkar rannsóknir snúast mikið um frostþol, klórefni, ryðmyndun, rýrnun og alkalískemmdir. Hér á árum áður var alkalívirkni mikið vandamál, nánast þjóðarböl. Sem betur fer er ekki svo í dag, meðal annars var bætt kísilryki í steypuna, þannig að hún varð þéttari og þar með betri. Í dag er rýrnun líklega stærsta vandamálið, en hún getur leitt til verulegar sprungumyndunar. Viðhald mannvirkja er mjög kostnaðarsamt og þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að fylgjast vel með gæðum algengasta byggingarefnisins, steypunnar.“ Steypa er ekki bara steypa „Nei síður en svo, það eru til fjölmargar tegundir af steypu og vandamálin eru mismunandi eftir því hvar við erum stödd í heiminum. Hér á landi er sprungumyndum til dæmis algengt vandamál, en óþekkt í Abu Dhabi. Steypan er hönnuð með tilliti til þess álags sem hún á að þola. Öll útisteypa á Íslandi þarf að vera útiþolin, þess vegna þarf að setja ákveðið magn af lofti í hana. Aðrar kröfur eru

» Ólafur H. Wallevik stýrir steinsteypu- og efnistæknideild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, en þar eru stundaðar margvíslegar rannsóknir á steypu.

gerðar til steypu í brúm, svo ég nefni einhver dæmi. Þannig að það eru sannarlega til margar tegundir af steypu.“ Miklar breytingar hafa orðið á sementsframleiðslu í heiminum á undanförnum árum, sérstaklega eftir að Kyoto-samningurinn var undirritaður. Nýsköpunarmiðstöð Íslands stundar rannsóknir í samstarfi við fjölmargar erlendar stofnanir, enda hafa rannsóknir stofnunarinnar vakið alþjóðlega athygli. „Já, við eigum því láni að fagna að margir erlendir aðilar styrkja okkar rannsóknir. Ég leyfi mér að segja að við Íslendingar séum fremstir meðal jafningja við að framleiða svokallaða sjálfútleggjandi steypu, hágæðasteypu og hástyrkleikasteypu. Sem dæmi þá er steypan sem notuð var til að gera við Borgarfjarðarbrúna fimm sinnum sterkari en gengur og gerist í Ameríku. Síðast en ekki síst höfum við vakið athygli fyrir umhverfisvæna

steypu, sem án efa á eftir að ryðja sér til rúms á komandi árum.“ Samstarf við atvinnulífið „Já, íslensk fyrirtæki og stofnanir leita mjög til okkar í tengslum við rannsóknir á steypu. Mannvirki eru yfirleitt dýr í byggingu og því eins gott að þau standist sem best tímans tönn. Í þeim efnum er lykilatriði að steypan standist allar gæðakröfur. Einstaklingar hafa talsvert samband við okkur og ber fram margvíslegar spurningar sem við reynum eftir fremsta megni að svara.“ Ný íslensk steypa sú umhverfisvænsta í heimi Nýjar íslenskar rannsóknir á steinsteypu hafa leitt af sér nýjungar í efnisnotkun og framleiðslu þar sem kolefnisspor nýrrar steypugerðar hefur minnkað mikið samanborið við

kolefnisspor hefðbundinnar steypu. Ólafur H. Wallevik fer fyrir hópi sérfræðinga hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í þessari rannsóknavinnu. Til samanburðar þá telst kolefnisspor hefðbundinnar steypu í Evrópu vera 0,14 kgCO2/kg en nýja steypan, sem kallast Eco-crete®, hefur kolefnissporið 0,05 kgCO2/ kg. Steypan mun jafnframt uppfylla ýtrustu kröfur um styrk og varanleika. Í lok síðasta árs kynnti Ólafur þróun og blöndun þessarar umhverfisvænu steypu í Abu Dhabi. Meðal viðstaddra voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem hefur verið hvatamaður að verkefninu og Dr. Sultan Ahmed Al Jaber frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum en hann er forstjóri Abu Dhabi Future Energy Company. Það fyrirtæki sér um uppbygginu á borginni Masdar í Abu Dhabi sem er ætlað að verða fyrsta mengunarlausa borg veraldar þar sem útblástur koltvísýrings er enginn og allur úrgangur endurunninn. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og ReadyMix Abu Dhabi standa sameiginlega að þróun steypunnar en hugmyndin kemur úr smiðju Íslendinga sem jafnframt hafa verkefnisstjórn á hendi. Samkomulag um þróunarverkefnið var undirritað fyrir ári síðan á Heimsþingi hreinnar orku, World Future Energy Summit, í Abu Dhabi. Þekkingarstigið er hátt á Íslandi „Já, ég leyfi mér að segja að þekkingarstigið sé hátt hérna á Íslandi þegar rannsóknir á sementsbundnum efnum eru annars vegar. Íslensk fagþekking á þessu sviði er sannarlega að skila Íslandi í hóp fremstu landa á sviði steinsteypu og þar með á heimsvísu. Það er óskaplega ánægjulegt“, segir doktor Ólafur H. Wallevik sem er einnig prófessor við Háskóla Reykjavíkur og Sherbrooke háskólann í Kanada.

KYNNING

Framleiðsla sem uppfyllir gæðakröfur:

Hröð og örugg þjónusta „Við sérhæfum okkur í framleiðslu á húsaeinangrun og umbúðum úr frauðplasti. Einnig bjóðum við ýmsa fylgihluti til flutnings ferskra afurða og fyrir uppsetningar á húsaeinangrun. Síðan bjóðum við upp á ýmsan sérskurð, framleiðum t.d. einangrunarlok fyrir heita potta,“ segir Kristín Magnúsdóttir, verksmiðjustjóri Promens Tempra ehf. Fyrirtækið varð til við samruna Húsaplasts í Kópavogi og Stjörnusteins í Hafnarfirði og er í dag stærsta fyrirtækið á sínu sviði á Íslandi með yfir 70 ára sameiginlega reynslu af framleiðslu úr frauðplasti. Hjá Promens Tempra ehf. starfa fimmtán manns og umbúðaframleiðsla fyrirtækisins er á virkum dögum keyrð á vöktum allan sólarhringinn. Vinna samkvæmt Evrópustöðlum Um mitt ár 2009 fór Promens Tempra ehf. að CE merkja húsaeinangrun samkvæmt Evrópustöðlum, fyrst íslenskra framleiðenda. Fyrirtækið uppfyllir því þær gæðakröfur sem gerðar eru á markaðnum. „Við leggjum áherslu á að veita hraða og örugga þjónustu og hafa ávallt á boðstólnum vöru að jöfnum gæðum sem uppfyllir þau skilyrði sem til hennar eru gerð. Fyrirtækið er meðvitað um lykilstöðu sína á markaði og þá ábyrgð sem henni fylgir og leggur metnað í að vera fremst á sínu sviði á Íslandi,“ segir Kristín. Að hennar sögn framleiddi Promens Tempra ehf. úr rúmlega eitt þúsund tonnum af frauðplastshráefni árið 2011, sem var aukning um 13% frá

Við leggjum áherslu á að veita hraða og örugga þjónustu og hafa ávallt á boðstólnum vöru að jöfnum gæðum sem uppfyllir þau skilyrði sem til hennar eru gerð.

2010. „Umbúðir undir ferskan fisk eru um 85% af okkar framleiðslu og 15% fara í húsaeinangrun. Fyrir efnahagshrunið fór um 65% af framleiðslu okkar í húsaeinangrun og einungis 35% í umbúðir.“ Breytt lögun eykur einangrunargildi Haustið 2010 hóf fyrirtækið framleiðslu á endurbættum þriggja, » Silungur í kassa frá Promens Tempra ehf.

fimm og sjö kílóa flakakössum eftir samstarf við Matís og leiðandi fyrirtæki í fiskútflutningi. „Eftir mælingar og prufanir hjá Matís kom í ljós að með breyttri lögun mætti auka einangrunargildi kassans. Í stuttu máli sýndu mælingarnar að ferskleikatímabilið er tveimur til þremur dögum lengra og geymsluþol lengist um einn til tvo daga í nýja kassanum. Þetta miðast við hóflegar hitasveiflur miðað við flutningskeðju frá Íslandi til Evrópu.“ Kristín segir að markmiðið sé að þessi hönnun verði yfirfærð á allar gerðir kassa fyrirtækisins innan nokkurra ára. „Síðan getum við merkt kassana með t.d. merki fyrirtækja og það eru margir viðskiptavinir sem nýta sér það til aðgreiningar á erlendum mörkuðum,“ segir Kristín.


mars 2012

11

» Árni S. Pétursson, markaðsstjóri Betware.

Breytingar í Evrópu opna nýja möguleika:

Stefnir í gott ár hjá Betware Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware, sem sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun fyrir leikjaiðnaðinn, sér fram á töluverða fjölgun verkefna á þessu ári. Að sögn Árna S. Péturssonar, markaðsstjóra Betware, hafa stjórnvöld í ýmsum Evrópulöndum nú farið þá leið að gefa út opinber leyfi til rekstur spilaleikja á netinu til einkarekinna fyrirtækja í þeim tilgangi að auka tekjur. Slíkar stefnubreytingar, sem hafa aukist í kjölfar efnahagskreppunnar, stækka mögulegan viðskiptavinahóp íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins sem selur hugbúnað sinn eingöngu til aðila með opinber leyfi. Hingað til hefur fyrirtækið nánast eingöngu framleitt hugbúnað fyrir ríkislot-

terí í Evrópu og Kanada, en þau eru í flestum tilvikum einu aðilarnir með tilskilin leyfi til rekstur spilaleikja á internetinu. Stór samningur á síðasta ári „Betware gerði á síðasta ári samning við spænska fyrirtækið Cirsa Gaming Corporation sem er leiðandi í leikjaiðnaði á heimsvísu og af mörgum talið vera fremst á sínu sviði á Spáni. Fyrirtækið hefur rekið hefðbundin spilavíti og aðra tengda starfsemi en eftir lagabreytingar á Spáni áætlar það nú að færa sig í auknum mæli inn á internetið,“ segir Árni. Hann segir fyrirtækið einnig horfa til framvindu mála í Bandaríkjunum. „Bandaríski markaðurinn hefur alla tíð verið okkur lokaður því peningaleikir á netinu hafa ekki verið leyfðir þar. En nú eru Banda-

Betware gerði á síðasta ári samning við spænska fyrirtækið Cirsa Gaming Corporation sem er leiðandi í leikjaiðnaði á heimsvísu og af mörgum talið vera fremst á sínu sviði á Spáni. ríkjamenn, af sömu ástæðum og stjórnvöld í Evrópu, farnir að horfa meira til löglegra spilaleikja á netinu. Við ætlum því að fylgjast með þróun mála í landinu en samkeppnin á leikja- og hugbúnaðarmarkaðnum er mjög hörð og mörg stórfyrirtæki að berjast um bestu bitana.“ Fjölga starfsfólki Hjá Betware starfa nú rúmlega 100 starfsmenn á Íslandi, Spáni, Póllandi, Danmörku og Kanada, en höfuðstöðvar

fyrirtækisins eru á Íslandi. „Undanfarið höfum við fjölgað starfsmönnum fyrirtækisins og erum enn að bæta við. Það er trú okkar að samningurinn við Cirsa, ásamt fleiri samningnum sem nú eru í vinnslu, muni styðja enn frekar við uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins hér á landi. Það að stór fyrirtæki á borð við Cirsa velji Betware er viss gæðastimpill á framleiðsluvörum fyrirtækisins og við ætlum okkur að nýta þá viðurkenningu til frekari sigra.“

Óvíst með áframhaldandi fjármögnun Undirbúningur að stofnun klasasamstarfs í heilbrigðisiðnaði þar sem fyrirtæki og stofnanir innan starfsgreinarinnar gætu unnið sameiginlega að verkefnum og þróun nýrra lausna hófst á síðasta ári. Sem hluta af þessum undirbúningi útfærðu Samtök iðnaðarins hugmyndir um eflingu samkeppnissjóða með því að setja á fót sérstaka þriggja ára markáætlun á sviðum mennta-, orku- og heilbrigðismála til að nýta fjármagn sem hafði fengist í gegnum iðnaðarmálagjald samtakanna. Iðnaðarmálagjaldið nægði verkefninu fyrsta árið en síðan var áætlað að Tækniþróunarsjóður myndi styðja við samstarfsverkefni með fjármagni úr

fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld höfðu í tengslum við kjarasamninga sl. vor sent frá sér viljayfirlýsingu um að klasasamstarfinu yrði tryggt nauðsynlegt fjármagn næstu tvö árin. „Þá var opnað fyrir umsóknir um samstarfsverkefni á milli fyrirtækja og stofnana innan þessara þriggja sviða markáætlunarinnar. Í framhaldinu skipulögðu öll sviðin fundi til að skapa vettvang fyrir fyrirtækin og stofnanir þar sem þau gætu náð saman um verkefni. Samtök heilbrigðisiðnaðarins héldu stóran fund í júní með Landsspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem hugmyndir um samstarf innan heilbrigðisiðnaðarins voru kynntar. Þegar umsóknarfrestur

» Samtök heilbrigðisiðnaðarins héldu fund í júní sl.

rann út þann 1. nóvember sl. kom í ljós að flestar umsóknir voru frá fyrirtækjum á heilbrigðissviði,“ segir Perla Björk Egilsdóttir, formaður Samtaka heilbrigðisiðnaðarins. Í fjárlögum þessa árs var hins vegar ekki staðið við gefin loforð um fjármögnun. Mikil óvissa er

því um áframhaldandi fjármögnun verkefnisins og að sögn Perlu er það bagalegt ef sú mikla undirbúningsvinna og öll þau tækifæri sem felast í samstarfinu fara forgörðum vegna þessarar óvissu. „Við sendum frá okkur ályktun á aðalfundi Samtaka sprotafyrirtækja, sem er regnhlífahópur yfir starfsgreinar sem heilbrigðisiðnaðurinn fellur undir, um að það væri mikilvægt að ríkisstjórnin stæði við fyrri yfirlýsingar og gerði Tækniþróunarsjóði kleift að halda þessum stuðningi áfram. Samstarf um þróunarverkefni innan klasans myndi styrkja fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðisiðnaði því þarna er um að ræða samstarf um þróun hagkvæmra lausna til útflutnings

og hagræðingar.“ Að sögn Perlu verða næstu skref Samtaka heilbrigðisiðnaðarins fólgin í frekari vinnu við að tryggja að staðið verði við gefin loforð. „Það er mikil gróska á meðal þessara fyrirtækja og þessi áætlun myndi án efa skila sér í fjölmörgum hagkvæmum og góðum lausnum. Því teljum við nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi fjármögnun. Við erum jafnframt að leggja lokahönd á undirbúning á okkar fyrsta fræðslufundi sem mun fjalla um gæðakröfur og staðla fyrir vörur á heilbrigðissviði og höfum opnað fyrir umræðuhóp um málefnið á www.linkedin. com, þar sem finna má hópinn undir nafninu „Samtök heilbrigðisiðnaðarins.“


12

mars 2012

Íslenskt rekstrarumhverfi rekur fyrirtæki í hönnunariðnaði til útlanda:

Erfitt að koma vörum til skila Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, eigendur Kron og KronKron, hafa frá október 2008 hannað og selt línuna Kron by Kronkron sem samanstendur af skóm og fatnaði. Síðan þá hefur fyrirtæki þeirra lent í töluverðum vandræðum með flutninga á vörum á milli landa sem að mörgu leyti má rekja til þess að íslensk yfirvöld hafa ekki brugðist við reglubreytingum innan Evrópusambandsins. Íslenskt fyrirtæki með erlenda framleiðslu Árið 2010 var tekið upp svokallað EORI flutningskerfi innan Evrópusambandsins. Síðan þá hafa fyrirtæki sem stunda útflutning frá aðildarríkjum sambandsins þurft að fá úthlutað sérstöku flutningsnúmeri. Þar sem Ísland er ekki í Evrópusambandinu hefur fyrirtæki Hugrúnar og Magna, sem er með íslenska kennitölu en framleiðir hönnunarlínur sínar erlendis, ekki fengið úthlutað númeri og því lent í ýmsum vandræðum sem tengjast EORI flutningskerfinu. „Fyrir reglubreytingar Evrópusambandsins gekk okkur brösulega að flytja vörur beint frá framleiðslulandi til kaupenda því önnur hver sending stoppaði einhversstaðar á leiðinni. Eftir breytingarnar kemst engin sending á milli aðila án töluverðs tollavesens og annarra vandræða. Vörur okkar eru seldar í yfir 35 löndum og því hefur þetta skiljanlega verið mikið vesen,“ segir Hugrún. Neyddust til að opna dreifingarfélag í Hollandi Hugrún vakti mikla athygli á nýafstöðnu Viðskiptaþingi þar sem hún sagði frá þessari reynslu fyrirtækisins og varpaði fram spurningum um hvers vegna væri ekki búið að innleiða evrópska flutningskerfið inn í íslensk lög. Benti hún á að Norðmenn, sem eins og Íslendingar eru ekki aðilar að Evrópusambandinu, hafa komist framhjá vandamálum EORI kerfisins með því að innleiða skráningarkerfið í norska löggjöf. „Við höfum reynt að tala við ráðuneytin, sendiráð, Íslandsstofu og alla aðra sem eiga að koma að málum sem þessu. Hins vegar er fátt um svör, sem er bagalegt því öll ís-

» Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir, eigendur Kron og KronKron.

Þegar við undirbúum hverja hönnunarlínu þá þurfa sýniseintök að flakka mikið á milli okkar og framleiðanda þar til varan er á endanum tilbúin. Við erum með tvær línur á ári og á milli 200-250 sýnishorn fylgja vinnu við hverja línu. Tollurinn hér heima skráir þessi sýnishorn iðulega sem söluvöru og skellir þannig á okkur háum tollgjöldum. Þetta erum við að upplifa nánast á hverjum degi, þrátt fyrir að vera á sama tíma að reka búðir sem hafa staðið heiðarlega að innflutningi í tólf ár og borgað af honum allar tollagreiðslur. Einhvern veginn er viðmótið alltaf þannig að við séum að reyna að hafa rangt við. lensk fyrirtæki með erlenda framleiðslu eru að kljást við sömu vandamál og við,“ segir hún. Hugrún og Magni hafa nú opnað dreifingarfélag í Hollandi til að tryggja að vörur fyrirtækisins skili sér á réttum tíma án vandræða. Að þeirra sögn felur sú opnun í sér mikinn aukakostnað. „Að opna sérstakt dreifingarfyrirtæki erlendis ætti að vera okkar val en ekki eitthvað sem neyðin rekur okkur út í. Það geta ekki öll íslensk fyrirtæki í sömu stöðu og við opnað dreifingarfélag erlendis,“ segir Hugrún. Kostnaðarsamt og tímafrekt Hugrún segir fyrirtækið ekki einungis hafa lent í vandræðum með tollayfirvöld erlendis því tollurinn hér heima hefur að hennar sögn einnig flækt tiltölulega einföld mál. „Þegar við undirbúum hverja hönnunarlínu þá þurfa sýniseintök að flakka mikið á milli okkar og framleiðanda þar til varan er á endanum tilbúin. Við erum með tvær línur á ári og á milli 200-250 sýnishorn fylgja vinnu við hverja línu. Tollurinn hér heima skráir þessi sýnishorn iðulega sem söluvöru og skellir þannig á okkur háum toll-

Kron by KronKron Hugrún og Magni, eigendur og hönnuðir Kron by Kronkron, hófu að hanna sína eigin skólínu árið 2008. Skór þeirra hafa síðan þá notið vaxandi vinsælda um allan heim og eru í dag fáanlegir í 80 verslunum í 35 löndum. Síðustu ár hafa þau fært út kvíarnar með fatalínu Kron by Kronkron, sem inniheldur kjóla og sokkabuxur. Skór Hugrúnar og Magna eru þekktir fyrir að vera mjög litríkir og það sama má segja um kjólana og sokkabuxurnar. Að sögn Hugrúnar spilar samspil lita- og efnasamsetningar lykilhlutverk þegar kemur að hönnunarlínum fyrirtækisins og það sem gerir hönnunina tímalausa.


mars 2012

13 Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, skrifar:

Upplýsingatækni gegnir mikilvægu hlutverki

Þ

gjöldum. Þetta erum við að upplifa nánast á hverjum degi, þrátt fyrir að vera á sama tíma að reka búðir sem hafa staðið heiðarlega að innflutningi í tólf ár og borgað af honum allar tollagreiðslur. Einhvern veginn er viðmótið alltaf þannig að við séum að reyna að hafa rangt við.“ Vandræði tengd tollamálum, hvort sem er hér heima eða erlendis, hafa að sögn Hugrúnar og Magna

verið kostnaðarsöm og tímafrek og vona þau að þessi mál verði tekin til endurskoðunar. „Við Íslendingar erum með sterkt hugvit og erum ótrúlega frjó. Íslensk framleiðsla er frábær og auðvitað getum við styrkt okkur þar, en auðvitað getum við styrkt okkur þar. Með erlendri framleiðslu og innlendu hugviti getum við áorkað miklu,“ segir Hugrún að lokum.

i ðna ða r m a ðu r i n n : H a fst e i n n G u n na r ss on, b ól st r a r i :

Bólstrari í 40 ár » Hver er saga Bólstrarans í stuttu máli? Fyrirtækið var stofnað 1944 af Gunnari V. Kristmannssyni og framleiddi húsgögn fram til ársins 1980 ásamt allri almennri bólstrun. Eftir 1980 var framleiðslu hætt og farið meira út í ýmis sérverkefni, sérsmíði og þess háttar og þá oft í samvinnu við arkitekta. » Hversu lengi hefur þú starfað í greininni? Ég hef starfað sem bólstrari í 40 ár. » Hefur fyrirtækið breyst mikið síðan það var stofnað? Hefðbundin bólstrun hefur ekki breyst mikið. Auðvitað hafa komið ný verkfæri og efni en þetta er ennþá handverk. Áður fyrr versluðum við mikið við innlenda heildsala en nú flytjum við allt inn sjálfir og erum með umboð fyrir mörg af stærstu áklæðafyrirtækjum Evrópu.

» Telur þú staðsetninguna á Langholtsvegi vera góða? Fyrirtækið var lengi starfrækt í 101 Reykjavík en árið 2000 fluttum við inná Langholtsveg 82, sem er mjög miðsvæðis og er alveg frábær staðsetning. » Hvað ertu með marga starfsmenn? Það starfa um fimm manns hjá fyrirtækinu. » Hvernig gengur að reka lítið fyrirtæki á Íslandi í dag? Það gengur mjög vel. Fyrirtækið er í eigin húsnæði og skuldar nánast ekki neitt og næg verkefni framundan. » Ertu með marga fastakúnna? Við erum með mjög marga fasta viðskiptavini, bæði einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. » Hafa viðskiptin aukist eftir hrun? Já, þau hafa tvímælalaust aukist eftir hrun.

rátt fyrir djúpa kreppu síðustu ár verður ekki lítið framhjá þeirri mikilvægu staðreynd að hagþróun hér á landi undanfarna áratugi hefur að jafnaði verið mjög jákvæð. Vissulega hafa skipst á skin og skúrir en meðalhagvöxtur hefur numið 3,7% síðan árið 1960. Samspil fjölmargra þátta hefur komið okkur ofarlega á lista þjóða sem búa við hvað mesta efnahagslega velmegun. Í því samhengi hefur þó sjaldnast verið talað um upplýsingatækni og getu okkar til að tileinka okkur nýja tækni. Staðreyndin er raunar sú að verulegur hluti efnahagslegra framfara í þróuðum ríkjum felst einmitt í þessu – að nota margvíslega tækni. Þar gegnir upplýsingatækni mikilvægu hlutverki. Nýting náttúruauðlinda hefur löngum verið ein af undirstöðum íslensks efnahagslífs og verður áfram að verulegu leyti. Á því sviði eru okkur hins vegar sett takmörk sem rekja má til náttúru landsins því að fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind sem og geta okkar til að framleiða raforku. Auk þess er þjóðin fámenn og atvinnuþróun og uppbygging atvinnulífsins hljóta að taka mið af því. Til lengdar hljóta mikilvægustu tækifæri okkar að felast í að auka færni, styrk og framleiðslugetu hvers vinnandi manns til að unnt sé að skapa meiri verðmæti á hverja vinnustund. Það er raunar lán í óláni að Íslendingar eru frekar aftarlega á merinni hvað varðar slíkan alþjóðlegan samanburð. Þrátt fyrir mikla hagsæld mælumst við undir meðaltali OECD ríkja hvað það varðar. Háu framleiðslustigi og tilsvarandi hagsæld náum við einkum með löngum vinnudegi og iðjusemi. Hagvöxtur næstu ára verður tæpast sóttur í þann brunn. Aukin framleiðni hlýtur að verða lykillinn að hagvexti framtíðarinnar. Ótal leiðir liggja að því marki en þær eru einkum af tvennum toga. Í fyrsta lagi verða innviðir samfélagsins að vera til þess fallnir að styðja við aukna

framleiðni. Með því er m.a. átt við almennt menntastig, tölvu- og tækniþekkingu og tæknilega innviði. Að mörgu leyti stöndum við vel að vígi hvað þetta atriði varðar en ekki öllu. Vissulega er þjóðin þokkalega menntuð en alltof hátt hlutfall þjóðarinnar hefur enn aðeins aflað sér grunnmenntunar og verulegur skortur er á starfsfólki með margvíslega sérþekkingu, einkum í tölvutækni. Hinn þátturinn snýr frekar að atvinnustefnu og atvinnuþróun. Hvort tveggja þarf í auknum mæli að beinast að þeim greinum atvinnulífsins sem búa yfir mestum vaxtarmöguleika í ljósi þeirra náttúrulegu takmarkana sem við stöndum frammi fyrir á öðrum sviðum. Í þessu felast engin áform um að hverfa frá þeim atvinnuháttum sem einkennt hafa íslenskt efnahagslíf til þessa. Hefðbundinn iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta verða eftir sem áður afar veigamiklar í þjóðarbúskapnum. Mikilvægt er að beina kröftum að mannauðsfrekum atvinnugreinum. Skynsamleg rök mæla með þessu. Í rannsóknum á þróun bandarísks hagkerfis á árunum 1995-2007 komust fræðimenn að því að tveir þriðju hlutar aukinnar framleiðni á þessu tímabili áttu sér stað vegna aukinnar notkunar upplýsingatækni. Kröftugur upplýsingatækniiðnaður í bland við þekkingu til að nýta tæknina stuðlar þannig að því að auka framleiðslu á hvern vinnandi mann. Líkur eru á að framleiðnivöxtur hér á landi undanfarin ár hafi ekki orðið til í jafn ríkum mæli og í Bandaríkjunum með aukinni notkun upplýsingatækni. Íslenskt atvinnulíf hefur mikið svigrúm til að auka verðmætasköpun á hverja framleidda vinnustund. Til lengdar felast hagvaxtartækifæri okkar í aukinni framleiðni og bættri nýtingu starfsfólks. Aukin áhersla á menntun í tækni- og hugverkagreinum og frekari sókn í upplýsingatækni styður einstaklega vel við slíkar hugmyndir.


14

mars 2012

KYNNING

Miklar kröfur gerðar til íslenskrar steypu:

Steypa er spennandi Steypa er aðalbyggingarefni Íslendinga og í kringum efnið starfa á einn eða annan hátt mörg þúsund manns. Efnið er fjölbreytilegt og gefur mikla möguleika en á sama tíma getur steypan verið óútreiknanleg. BM Vallá ehf., sem er eitt af stærstu byggingarfyrirtækjum landsins, byggir stærstan hluta framleiðslu sinnar á efnum úr sementi, s.s. steypu, hellum, múr og einingum. » Einar Einarsson, forstöðumaður steypuframleiðslu BM Vallá,

Framleiðsla aðlöguð að íslenskum aðstæðum „Öll framleiðsla á steypu og steypuvörum á Íslandi mótast af því að hún þarf að standast afar erfitt veðurfar, sem refsar fyrir öll mistök. Allar steinsteyptar vörur þurfa því að vera sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður, en margt sem kemur vel út erlendis myndi grotna niður á stuttum tíma á Íslandi,“ segir Einar Einarsson, forstöðumaður steypuframleiðslu BM Vallá, aðspurður um hvaða kröfur séu gerðar til íslenskrar steypu. Að hans sögn hafa íslensk steypufyrirtæki aðlagað sig að þessum kröfum og BM Vallá hefur á löngum tíma þróað framleiðslu sína fyrir aðstæður hér á landi. „Við höfum notið þess að hafa gott og reynt starfsfólk með mikla þekkingu sem nýtir sér allar vottanir og opinbert eftirlit sem í boði er. Margir líta á eftirlit sem kvöð en að mínu mati hefur ytra eftirlit Nýsköpunar-

miðstöðvar og ISO 9000 gæðakerfisins verið mikilvægt við að þróa framleiðslu okkar.“ Einar segir að hellur og múr séu góð dæmi um vörur sem þurfa að vera sérhannaðar fyrir Ísland. „Múr, sem er flóknasta framleiðslan, er fáanlegur í miklu úrvali sem hefur verið aðlagað íslensku verklagi og aðstæðum. Steypan í hellum er, ef vel er staðið að málum, sú þolnasta sem finnst enda er álag á hellur og steina mjög mikið. Í götur eru steinar hafðir mjög grófir í útliti, enda öll áherslan á þol þeirra. Fyrir garða eru hellurnar hins vegar hafðar fínni, en þó án þess að ganga um of á gæðin,“ segir hann. Steypa gefur marga möguleika Einar segir steypu hafa tilhneigingu til að vekja upp blendnar tilfinningar. Annars vegar líta margir á steypu sem gróft burðarefni sem þarf að hylja, en hins vegar þykir hún það flottasta sem hægt er að nota í húsa-

gerð, bæði úti og inni. „Margir hafa horft agndofa á svörtu steypuna í Hörpunni, eða sjónsteypuna í Ráðhúsinu, dáðst að áferðinni og litasveiflunum og hve lifandi efnið er,“ segir hann og bætir við að í þessum byggingum sé eins og steypan hafi sinn eigin persónuleika. „Við hjá BM Vallá höfum mjög gaman af því að nýta okkur möguleika steinsteypunnar í okkar framleiðslu, nýta okkur hve fjölbreytileg hún er og jafnframt óútreiknanleg og lifandi. Við notum hana ekki ein-

ungis til að búa til eitthvað sem selst heldur einnig skapa til að skapa eitthvað fallegt úr efninu. Það er mikið úrval af litum, formum og áferðum í hellum og nýlega komu t.d. á markaðinn slípaðar hellur sem henta vel á sólpalla.“ Að lokum bendir Einar á að steyptar einingar fela einnig í sér mikla möguleika. „Smellinn hús og einingar hafa fyrir löngu unnið sér sess en litlu steyptu einingarnar eru líka skemmtilegar. Þar erum við að framleiða bekki, blómaker, sorptunnuskýli og fleira sem við höfum reynt að hanna af list. Ýmsir listamenn, hönnuðir og almenningur koma einnig til okkar með hugmyndir sínar að vörum eða framleiðslu sem þeir biðja okkur um að búa til. Þar er steypan gjarnan burðarefnið en henni blandað með timbri eða stáli, en sú samsetning virkar oft vel. Stundum endar þessi sérframleiðsla inni í okkar vöruúrvali,“ segir Einar.


Upplýsingatækni Véltækni

Áliðnaður Byggingariðnaður

Prentiðnaður

Málmtækni

Matvælaiðnaður Líftækni

Listiðnaður

IOZ PZ IPMYVZ[ PZ MH PZ MI PZ

/ = Ð ;( / Ø : 0 ð : Ð (

MN PZ MP] PZ MU] PZ MYHL PZ MZO PZ MZZ PZ MZ\ PZ M]H PZ OP PZ OY PZ PKHU PZ PKUZRVSPUU PZ RSHR PZ TPZH PZ TR PZ ZPTL` PZ [ZRVSP PZ \UHR PZ ]H PZ ]TH PZ

2015 tækifæri 0óUHó\YPUU mYPó }ZRHY LM[PY ]LS TLUU[\ó\ M}SRP [PS Z[HYMH Í U¤Z[\ mY\T ]LYóH ]H_[HYZWYV[HY xZSLUZRZ H[]PUU\SxMZ x mSPóUHóP I`NNPUNHYPóUHóP SPZ[PóUHóP SxM[¤RUP TH[]¤SHPóUHóP TmST VN ]tS[¤RUP WYLU[PóUHóP VN \WWSûZPUNH[¤RUP 5mT x ]LYRTLUU[HZR}S\T OmZR}S\T VN óY\T TLUU[HZ[VMU\U\T LY ZR`UZHTSLN SLPó [PS Hó I H ZPN \UKPY MQ SIYL`[[ [¤RPM¤YP

Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! Samtök iðnaðarins – www.si.is


Alltaf

100% skil á höfuðstól *

Takk fyrir að velja Inkasso Yfir

400

velja Inkasso – við þökkum þeim traustið.

ki

fyrirtæ

Við sjáum um: fruminnheimtu, milliinnheimtu og löginnheimtu.

Einbeittu þér að rekstrinum og láttu okkur sjá um innheimtuna.

PIPAR\TBWA s SÍA s 120485

Kynntu þér málið núna á Inkasso.is eða hringdu í síma 520-4040 og fáðu nánari upplýsingar.

*Inkasso tekur enga þóknun af höfuðstól innheimtra krafna.

INKASSO ehf | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi | Sími 520-4040 | Fax 520-4041 | inkasso@inkasso.is | www.inkasso.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.