Vistvænt eldsneyti
Hvatningarátak framlengt
Nýr forstjóri Alcoa
Carbon Recycling International hóf tilraunaframleiðslu á metanóli í haust og nýopnuð verksmiðja fyrirtækisins starfar eins og hönnuðir gerðu ráð fyrir. »10
Ríkisstjórn Íslands ákvað nýverið að framlengja hvatningarátakið „Allir vinna“. Átakið verður þó með breyttu sniði. »2
Magnús Þór Ásmundsson er nýráðinn forstjóri Alcoa á Íslandi, eignarhaldsfélags Fjarðaáls. »14
Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
i
ð
na
ð
a
r
i
n
s
janúar 2012 » 1. tölublað » 4. árgangur
Tækifæri til sóknar Stjórnendur tveggja stórra verktakafyrirtækja segja árið 2011 hafa verið erfitt og ekki staðist væntingar um batnandi tíma í íslenskri mannvirkjagerð. Fyrirtæki þeirra hafa þurft að leita í auknum mæli til annarra landa eftir verkefnum og neyðst til að segja upp starfsfólki. Að þeirra mati eru þó ýmis tækifæri til sóknar á þessu ári. »4-5
Gosdrykkjamarkaðurinn er að minnka annað árið í röð og þar er um að ræða
4 - 5 % m i n n k u n . . . »2
2
janúar 2012
Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
i
ð
na
ð
a
r
i
n
s
leiðari
Fjöldi endurgreiðslubeiðna á virðisaukaskatti árið 2010: janúar - febrúar: mars - apríl: maí - júní: júlí - ágúst: september - október: nóvember - desember:
1.117 1.367 2.170 2.925 3.541 4.456 alls: 15.576
Árið 2012, gott ár eða ekki?
M
öguleikar eru til að þetta ár, 2012, verði ágætt ár. Að nú verði viðsnúningur í efnahagslífinu. Alla vega í atvinnulífinu. Náttúran er gjöful og útlitið er gott varðandi loðnu og þorsk. Kvótar verða auknir. Takist að ljúka endurgerð laga um stjórn fiskveiða er víst að iðnaðurinn mun njóta vel. Verkefni aukast. Íslenskur iðnaður hefur ótal tækifæri. Að standa með sjávarútvegi er einn angi þess. Eftir stöðnun blasir við að íbúðabyggingar taka við sér á þessu ári. Bygging stúdentagarða er í augsýn. Búseti er að undirbúa byggingar og ef áætlanir ganga eftir mun Búseti byggja milli tvö og þrjú hundruð íbúðir á allra næstu árum. Það munar um minna eftir þá deyfð sem hefur verið. Vaðlaheiðargöng og aðrar framkvæmdir í samgöngum munu skapa störf, ef allt gengur eftir. Allt til að létta hluta þess fargs sem hefur verið mikilsverðri atvinnugrein. Aðrar greinar iðnaðarins eru ágætlega settar. Tækifæri nóg og verkefni framundan. Aukin koma ferðamanna rennir styrkari stoðum undir rekstur margra fyrirtækja, líka í iðnaði. Þrátt fyrir að margt hafi betur mátt gera, er því ekki að leyna að við stefnum áfram. Sé gagnrýnin á ríkisstjórnina rétt sýnist enn og aftur að fólkið í landinu, ekki síst það fólk sem stýrir fyrirtækjum, litlum sem smáum, er kröftugra en svo að andstreymi, andvaraleysi, deyfð eða fyrirhyggjuleysi stöðvi kraftinn í þjóðinni. Kann að draga úr honum mátt í einhvern tíma. Hagsmunirnir eru miklir. Þess vegna er brýnt að áfram verði haldið. Að lokið verði við að laga fjárhagsbækur þeirra fyrirtækja sem eru í þannig meðferð. Ekki veitir af að ljúka þeim verkum sem allir vita að þarf að klára. Möguleikar til að gera árið 2012 að góðu ári eru til staðar. Margir segja þá geta verið betri og meiri. En þeir eru til staðar og það er brýnt að nota þá. Áfram Ísland.
Sigurjón M. Egilsson
Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson ábm. Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Geir A. Guðsteinsson, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 445 9000 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: Iðnaðarblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, verkfræðistofur, álverin og fleiri fyrirtækja. Iðnaðarblaðið kemur út ellefu sinnum á ári.
ENGINN
STOFN KOSTNAÐUR VIÐ BÓKHALDIÐ
Átakið „Allir vinna“ verður með breyttu sniði á þessu ári:
Skattafrádráttur ekki lengur til boða Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Ríkisstjórn Íslands ákvað nýverið að framlengja hvatningarátakið „Allir vinna“ til 1. janúar 2013. Átakið hefur vakið athygli á endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattafrádráttar vegna viðhalds- og endurbótaframkvæmda við frístundahús og íbúðarhúsnæði. Þessar skattalegu hagræðingar eru taldar hafa unnið gegn svartri atvinnustarfsemi og aukið skatttekjur ríkisins. Eigendum íbúðar- og sumarhúsa hefur undanfarin ár boðist að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti og töluverðan skattafrádrátt vegna framkvæmda á eigin húsnæði. Skattafrádrátturinn nam allt að 200 þúsund króna lækkun á tekjuskattsstofni einstaklinga og 300 þúsund króna lækkun hjá hjónum og samsköttuðum. Á þessu ári mun skattafrádrátturinn ekki lengur standa til boða og því geta framkvæmdaglaðir Íslendingar einungis vænst fullrar endurgreiðslu virðisaukaskatts. Árangursríkt átak „Við hjá Samiðn höfum verið þeirrar skoðunar að það þurfi meira til en endurgreiðslu virðisaukans. Því tel ég að breytt fyrirkomulag átaksins muni skila sér í færri umsóknum. Fyrst við erum á annað borð farin út í þetta átak þarf það að vera eins hvetjandi og mögulegt er,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar. Aðspurður um mögulegar endurbætur á átakinu nefnir hann lækkanir vörugjalda á byggingarvörur, en að hans mati gætu slíkar lækkanir skilað sér í enn frekari fjölgun verka. Finnbjörn segir að þrátt fyrir vankanta núverandi fyrirkomulags hafi átakið sýnt mikinn árangur í að fjölga verkum innan byggingargeirans og hvatt fólk til að sniðganga svarta vinnu. „Umfang svartrar vinnu er mest í þessum smærri verkefnum við viðhald og endurbætur og ég tel fullvíst að átakið hafi dregið úr svartri atvinnustarfsemi innan byggingargeirans.“ Að sögn Finnbjörns hvöttu félagsmenn Samiðnar fjármálaráðherra til að framlengja átakinu, enda hafa þeir hvað best séð ávinninginn af því.
» „Við hjá Samiðn höfum verið þeirrar skoðunar að það þurfi meira til en endurgreiðslu virðisaukans. Því tel ég að breytt fyrirkomulag átaksins muni skila sér í færri umsóknum. Fyrst við erum á annað borð farin út í þetta átak þarf það að vera eins hvetjandi og mögulegt er.“
Mikill fjöldi umsókna Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, tekur undir með Finnbirni og segir átakið hafa verið mikilvægan þátt í að hvetja til verklegra framkvæmda. „Verslun og byggingariðnaður voru þær atvinnugreinar sem fóru verst út úr hruninu og hvatningarátakið hefur reynst góð leið til styrkja þær. Almennt hefur þessu skattalega hagræði verið tekið fagnandi, en það er misjafnt hvernig menn meta árangur verkefnisins. Það má alltaf setja spurningamerki við hvort átakið hafi nægjanleg áhrif í baráttunni við reikningslaus við-
skipti, og hvort við þurfum að gera eitthvað meira. Að okkar mati er árangurinn góður, enda hefur fjöldi fólks sent inn gögn til ríkisskattstjóra vegna endurgreiðslu- og frádráttarbeiðna,“ segir hann. Ríkisskattstjóri fær ekki endanlegar tölur yfir umfang átaksins á árinu 2011 fyrr en öll skattaframtöl hafa skilað sér í mars á þessu ári. Í tölum frá árinu 2010 sést að embættið afgreiddi alls 15.576 endurgreiðslubeiðnir, frá 29.729 einstaklingum. Fjárhæð endurgreiðslu virðisaukaskatts á tímabilinu nam 2.122 milljónum króna og frádráttur frá tekjuskattsstofni nam rúmlega 1.669 milljónum króna.
Samdráttur í sölu gosdrykkja
YLNSH Fullbúið netbókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Sala á gosdrykkjum dróst saman um rúmlega 4% á síðasta ári miðað við árið 2010 að sögn stærstu gosdrykkjaframleiðenda landsins, Ölgerðarinnar og Vífilfells. „Gosdrykkjamarkaðurinn er að minnka annað árið í röð og þar er um að ræða 4-5% minnkun,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar. Hann segir að svo virðist sem að sala á ýmsum öðrum drykkjarvörum hafi minnkað á síðasta ári, t.d. á ávaxtasöfum og ávaxtaþykkni. Gunnar segir einnig að samdráttur hafi átt sér stað í ýmsum flokkum matvöru, s.s. á kaffi, sælgæti, kexi og
morgunkorni. Örfáir flokkar hafa þó vaxið frá síðasta ári að hans sögn og má þar nefna próteindrykki og snakkvörur.
Iðnaður mannvirki og orka Mannvit vinnur náið með iðnfyrirtækjum og aðilum sem koma að rannsóknum og nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessir aðilar eru meðal annars í áliðnaði og öðrum orkufrekum iðnaði, jarðhita, vatnsafli, lífdísil, metangasi, metanól, ásamt rekstri gagnavera. Mannvit er með um 400 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum hér á landi og erlendis. Markmið Mannvits er velferð á grunni þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna og viðskiptavina verður best lýst með gildum fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.
Mannvit hf. I Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík I s: 422 3000 I www.mannvit.is
4
janúar 2012
Ýmis tækifæri til Stjórnendur tveggja stórra verktakafyrirtækja segja árið 2011 hafa verið erfitt og ekki staðist
fréttaskýring
væntingar um batnandi tíma í íslenskri mannvirkjagerð. Fyrirtæki þeirra hafa þurft að leita í auknum mæli til annarra landa eftir verkefnum og neyðst til að segja upp starfsfólki. Að þeirra mati eru ýmis tækifæri til sóknar á þessu ári en til að ástandið batni þurfi vinnubrögð íslenskra stjórnvalda að breytast. Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
„Við héldum að botninum hefði verið náð árið 2010 en ástandið batnaði alls ekki á síðasta ári. Til marks um það var einungis fjórðungur af okkar verkefnum hérlendis. Hin voru að mestu leyti í Noregi, en einnig á Grænlandi og á Jamaíka. Við vonum þó að verkin hér heima verði við lok árs orðin þriðjungur af heildarstarfsemi fyrirtækisins,“ segir Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks. Að hans sögn eru stærstu verkefni fyrirtækisins hér á landi tengd framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun og aukningu á framleiðslugetu Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Í Noregi hefur fyrirtækið unnið á fimm til sex stöðum á hverjum tíma og er þar með marga verksamninga. „Stærstu samningarnir hafa verið fyrir norsku vegagerðina og tengjast jarðgangnagerð og
brúarsmíði. Síðan höfum við sinnt ýmsum hafnarframkvæmdum, byggt brimvarnargarða og séð um dýpkanir. Á Grænlandi byggðum við grunnskóla sem við afhentum á síðasta ári og nú höfum við tekið að okkur enn eitt verk í alverktöku þar sem við byggjum virkjun með háspennulínu og öllu sem til þarf,“ segir Kolbeinn. Horfa ekki einungis til stóriðju Kolbeinn undirstrikar að Ístak sé ekki einungis að horfa til stóriðjuframkvæmda á árinu og nefnir núverandi vinnu við stækkun á húsnæði 1912 ehf. og byggingu bensínstöðvar Skeljungs í Borgarnesi. Hann segir markaðinn hér heima sýna fyrstu merki þess að hann sé farinn að jafna sig. Ýmsir aðilar eru farnir að huga að úrbótum á því sem fyrir er og að klára það sem áður var hálfbyggt.
» Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks.
MEIRI AFKÖST
VIÐ BÓKHALDIÐ
» Frá framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun.
„Staðreyndin er hins vegar sú að stóriðjuframkvæmdir leiða af sér mörg bein og óbein störf, en mikil óvissa ríkir varðandi slíkar framkvæmdir. Verkefnið í Helguvík er nú í biðstöðu og stendur hálfklárað til sýnis fyrir erlenda fjárfesta. Fæstir hefðu átt von á því að svo langt komin framkvæmd myndi á endanum stöðvast,“ segir Kolbeinn.
YLNSH Fullbúið netbókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Þurfum að draga úr óvissunni Aðspurður um skoðun hans á aðkomu stjórnvalda að stórframkvæmdum segir Kolbeinn stöðuna í dag einkennast meira af fáti og ráðleysi heldur en markvissum vinnubrögðum. „Ég er ekki pólitískur maður, heldur maður framkvæmda, en
ég skil ekki hvers vegna stjórnmálamenn geta ekki mótað okkur stefnu í þessu. Við erum alltaf að bregðast við, og þá oftast of seint, frekar en að taka frumkvæðið. Auðvitað skil ég vel að það þarf að draga saman og gæta að peningunum. En ég hef sagt það áður og segi það enn, að dýrasti valkosturinn er að gera ekki neitt.“ Ýmsar hugmyndir um kolefnisgjöld á stóriðju og óljós endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna gagnavera eru að mati Kolbeins dæmi um óþarfa óvissu fyrir væntanlega framkvæmdaraðila. Hann segir erlenda fjárfesta vilja vita að hverju þeir eru að ganga og þegar sú mynd er óskýr þá fari þessir að-
ilar til annarra sambærilegra landa. „Mörg erlend fyrirtæki, bæði stór og minni, eru spennt fyrir sérstöðu okkar Íslendinga og þeirri endurnýjanlegu orku sem hér er að finna og vilja vera hluti af þeirri ímynd sem við getum skapað okkur. En þessir aðilar ætla ekkert að bíða með framkvæmdir þangað til við erum búin að ákveða hvernig við ætlum að haga málum. Þetta eru aðilar sem ætla í framkvæmdir og þurfa einungis að ákveða hvar, og því er landið í stöðugum samanburði við aðra mögulega kosti. Við ættum því að vera útsjónasamari eigendur af þessari orku og móta skýrari markmið um hvers konar aðila við viljum fá hingað. Núverandi verklag haml-
janúar 2012
5
sóknar
Forstjóri ÍAV hf. vonar að botninum hafi verið náð árið 2011:
Stjórnvöld verða að sína ábyrgð „Framkvæmdir við Hörpuna voru langstærsta verkefnið okkar á síðasta ári. Að öðru leyti var árið frekar lélegt og maður vonar að botninum hafi þá verið náð. Eins og staðan er núna er markaðurinn mjög viðkvæmur og afkastageta íslenskra verktakafyrirtækja hefur minnkað. Við höfum misst marga góða iðnaðarmenn til Noregs og að auki hafa mörg fyrirtæki selt mikið af tækjum úr landi. Vegna samdráttarins hef ég áhyggjur af því að afkastageta markaðarins verði ekki næg þegar ástandið breytist á ný,“ segir Karl Þráinsson, forstjóri ÍAV hf. Verðum að nýta tækifærin „Ég sé fullt af mögulegum tækifærum þegar kemur að framkvæmdum á árinu. En það þarf að nýta þau svo ástandið batni fyrir íslensk verktakafyrirtæki og starfsmenn þeirra. Persónulega á ég erfitt með að sjá fyrir mér miklar breytingar á næstunni miðað við hvernig fjárfestingaumhverfið er hér á landi. Í þessu sambandi má nefna að stjórnendur ÍAV hafa verið í samstarfi við erlenda aðila sem sjá mikil tækifæri til fjárfestinga hérlendis. Fyrirtækið hefur haft frumkvæði að því að bjóða fjármögnun vegna verkefna en aðilar hafa haldið að sér höndum vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir í dag.“ ÍAV hefur að sögn Karls neyðst til að segja upp miklum fjölda starfsfólks síðustu ár. „Frá hruni til dagsins í dag höfum við farið úr 650 manns niður í 180, sem er auðvitað gríðarleg fækkun. Að meginhluta er um að ræða Íslendinga sem við höfum þurft að segja upp og það hefur verið mjög sárt að sjá á eftir hæfu starfsfólki og góðum vinum. Fyrirtæki samanstanda jú af fólki en ekki tækjum og tólum,“ segir hann. Karl segir starfsmenn fyrirtækisins þessa dagana sinna ýmsum verkefnum sem öll eru hérlendis, að undanskildu einu verki í Noregi. „Undanfarna mánuði höfum við unnið við fyrsta áfangann í gagnaveri Verne Holding á Ásbrú í Reykjanesbæ, við metanólverksmiðju Carbon Recycling í Svartsengi, sinnt verkefnum við Búðarhálsvirkjun fyrir Landsvirkjun og lagt lokahönd á aðkomu okkar að stækkuninni í Straumsvík, ásamt öðrum smærri verkum. Í Noregi höfum við síðan unnið að jarðgangagerð um 80 kílómetrum suðvestur af Osló.“ Að sögn Karls mun ÍAV nú í auknum mæli bjóða í verk í Noregi og á Grænlandi og segir hann ástandið hér heima reka fyrirtæk-
» Karl Þráinsson, forstjóri ÍAV hf.
ið í þau útboð. Bíða eftir grænu ljósi í Helguvík Karl segir ÍAV nú bíða eftir því að framkvæmdir í Helguvík fari á fullt, en þar fær fyrirtækið nú einungis að vinna fyrir ákveðna upphæð á mánuði. „Þegar framkvæmdir í Helguvík fara á fullt mun Hitaveita Suðurnesja þurfa að virkja og þá fer af stað keðjuverkun með ýmsum framkvæmdum sem ættu að hjálpa verktakafyrirtækjum. Síðan bindum við vonir við 40.000 tonna kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Einnig vonumst við til þess að önnur verkefni fari af stað, s.s. framkvæmdir við fangelsi, virkjanir, fiskeldi, hótel við Austurhöfn og á Bakka við Húsavík.“ Hann bendir einnig á að ÍAV á lægsta tilboð í vinnu við fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng, ásamt fyrirtækinu Marti, og því mikilvægt fyrir starfsfólk ÍAV að stjórnvöld komist að niðurstöðu í málinu. „Þess má geta að þátttaka í útboði sem þessu kallar á gríðarlega vinnu og kostnað og því er óþolandi að stjórnvöld telji það vera eðlileg vinnubrögð að ákvarða hvort farið verður í framkvæmd eftir að verkið hefur verið boðið út. Stjórnvöld verða að sýna ábyrgð og koma hreint fram. Óvissa sem þessi hefur mjög slæm áhrif á líðan starfsmanna og gerir skipulag og rekstur fyrirtækisins erfiðari en ætti að vera.“ Að lokum segir hann mikilvægt að Ísland sé kynnt sem vænlegur valkostur til fjárfestinga, án þess þó að stefna auðlindum landsins í hættu. „Erlendir fjárfestar þurfa að sjá hag sinn í því að koma hingað, ef þeir sjá hann ekki, þá einfaldlega fara þeir eitthvað annað. Miðað við það sem sést hefur af störfum stjórnvalda er tilfinningin sú að ekki sé verið að gera mikið til að laða þessa aðila hingað og stuðla þannig að endurreisn landsins.“
Mynd: Landsvirkjun/Emil Þór.
ar framgangi mála verulega,“ segir Kolbeinn. Mikilvægt að halda í mannskapinn Þökk sé verkefnum í Noregi og Grænlandi hefur Ístaki tekist að halda í kjarnann af sínum mannskap. Þegar mest var unnu tæplega eitt þúsund manns hjá fyrirtækinu, en nú eru starfsmenn rúmlega sex hundruð. Fyrir hrun voru um 15 prósent af verkefnum fyrirtækisins erlendis, en sú tala var á síðasta ári komin upp í 75 prósent. Þá voru tveir starfsmenn Ístaks staðsettir í útlöndum fyrir hvern starfsmann á Íslandi. „Fyrirtæki eins og Ístak byggja alfarið á starfsafla sínum. Við erum að selja
» „Í Noregi höfum við unnið að jarðgangagerð.“
hugvit, verkvit og vinnu. Þá söluvöru er að finna í okkar mannskap en ekki í tækjabúnaði,“ segir hann. „Það er síðan visst áhyggjuefni að mikill fjöldi tækja hefur þegar farið úr landi. Ég er hræddur um að þegar hjólin fara aftur að snúast muni núverandi framboð á tækjum og tólum eiga erfitt með að anna eftirspurninni. Þá mun það kosta þjóðarbúið mun meira í fjárfestingum en menn fengu út úr brunaútsölunni á þessum sama búnaði vegna hins algjöra verkefnaskorts sem varað hefur alltof lengi. En þessar áhyggjur eiga að koma á eftir þeim sem snúa að því að halda í hugvit og verkvit. Þar liggja verðmætin og þar höfum við lagt aðaláhersluna.“
Staðreyndin er hins vegar sú að stóriðjuframkvæmdir leiða af sér mörg bein og óbein störf, en mikil óvissa ríkir varðandi slíkar framkvæmdir. Verkefnið í Helguvík er nú í biðstöðu og stendur hálfklárað til sýnis fyrir erlenda fjárfesta.
6
janรบar 2012
Einungis tveir menntaskรณlar bjรณรฐa upp รก nรกm รญ kjรถtiรฐn:
Eftirspurn eftir faglรฆrรฐum kjรถtiรฐnaรฐarmรถnnum Sรญรฐustu รกr hefur stรณrum kjรถtvinnslufyrirtรฆkjum รก hรถfuรฐborgarsvรฆรฐinu fรฆkkaรฐ. Sรบ รพrรณun hefur รกhrif รก fjรถlda nemenda sem hefja nรกm รญ kjรถtiรฐn viรฐ Menntaskรณlann รญ Kรณpavogi. Verkmenntaskรณlinn รก Akureyri bรฝรฐur einnig upp รก kjรถtiรฐnaรฐarnรกm og รพar er beinlรญnis auglรฝst eftir รกhugasรถmum nemendum.
Nรกmiรฐ blรณmstrar fyrir norรฐan Eรฐvald Sveinn Valgarรฐsson, framhalds-
viรฐ erum รญslenskur iรฐnaรฐur
ยป Kjรถtiรฐnaรฐarnemar รญ sveinsprรณfi รญ Menntaskรณlanum รญ Kรณpavogi.
skรณlakennari รก matvรฆlabraut Verkmenntaskรณlans รก Akureyri og kjรถtiรฐnaรฐarmeistari, segir kjรถtiรฐnaรฐarnema รก Norรฐurlandi eiga
mjรถg auรฐvelt meรฐ aรฐ fรก samning. Skรณlinn auglรฝsir aรฐ hans sรถgn reglulega eftir nemendum รญ kjรถtiรฐnaรฐarnรกm til aรฐ svara mikilli
Mannrรฆkt og gleรฐi รญ matargerรฐ
Viรฐ bรบum รก ร slandi! Gleymum รพvรญ ekki
ร รญslenskum hรบsum dynja nรกnast daglega vond veรฐur meรฐ stรถรฐugt hรฆkkandi hรบshitunarkostnaรฐi. ร ess vegna er gรณรฐ einangrun hรบsa grรญรฐarlega mikilvรฆg. Hjรก Promens Tempru fรฆrรฐu einangrun sem hentar รญslenskum hรบsum รญ barรกttunni gegn รญslenskri veรฐrรกttu. EPS plasteinangrun fyrir hรบs XPS rakaheld og รพrรฝstiรพolin einangrun รก flรถt รพรถk Sรฉrskorin einangrunarlok รก heita potta EPS-einangrun er framleidd samkvรฆmt viรฐeigandi Evrรณpustรถรฐlum
Hรถldum kuldanum รบti og hitanum inni!
www.promens.is/tempra Promens Tempra ehf. ร shella 8 221 Hafnarfjรถrรฐur Sรญmi: 520 5400 tempra@promens.com
thorrisig.12og3.is
Erfitt aรฐ komast รก samning โ ร รพessari รถnn eru sex nemendur skrรกรฐir รญ samningsbundiรฐ kjรถtiรฐnaรฐarnรกm viรฐ Menntaskรณlann รญ Kรณpavogi. Aรฐsรณkn รญ nรกmiรฐ hefur veriรฐ รญ mikilli lรฆgรฐ sรญรฐustu sex til sjรถ รกr en nemendafjรถldi รพessa รกrs er รพรณ yfir meรฐaltali sรญรฐustu รกra. Drรฆma aรฐsรณkn mรก aรฐ miklu leyti rekja til รพess hversu fรก kjรถtvinnslufyrirtรฆki eru eftir รก hรถfuรฐborgarsvรฆรฐinu sem geta tekiรฐ nemendur รก samning. ร etta er leiรฐinlegt รพvรญ margir vilja komast รก samning og hefja nรกm hjรก okkur,โ segir ร rlygur Hinrik ร sgeirsson, fagstjรณri kjรถtiรฐnaรฐardeildar Menntaskรณlans รญ Kรณpavogi. Meirihluti nemenda รญ kjรถtiรฐnaรฐarnรกmi viรฐ skรณlann hefja skรณlagรถngu sรญna รญ grunnnรกmi matvรฆla og allir รพurfa aรฐ rรกรฐa sig รก fjรถgurra รกra samning hjรก kjรถtvinnslufyrirtรฆki. โ ร egar Goรฐi og Slรกturfรฉlagiรฐ voru meรฐ starfsemi รญ รพessum landshluta var auรฐveldara fyrir tilvonandi nemendur aรฐ komast รก samning. Fรฆkkun fyrirtรฆkja รญ kjรถtiรฐnaรฐi hefur aftur รก mรณti ekki haft jafn mikil รกhrif รก atvinnumรถguleika รบtskrifaรฐra kjรถtiรฐnaรฐarmanna. ร tskrifaรฐir nemendur fรก รญ flestum tilvikum framhaldsvinnu hjรก รพeim fyrirtรฆkjum sem taka รพรก รก samning eรฐa finna vinnu annars staรฐar,โ segir ร rlygur.
eftirspurn stรณrra kjรถtvinnslufyrirtรฆkja รบr landshlutanum eftir nemum og faglรฆrรฐu fรณlki. โ Nรกmiรฐ er tiltรถlulega nรฝtt hรฉr viรฐ skรณlann og viรฐ bรบum ekki yfir jafn gรณรฐri aรฐstรถรฐu og Menntaskรณlinn รญ Kรณpavogi. Viรฐ hรถfum รพvรญ fariรฐ รพรก leiรฐ aรฐ fรฆra kennsluna meira รบt รบr skรณlanum og inn รญ fyrirtรฆkin. Hรฉr viรฐ skรณlann fรก nemendur bรฆรฐi bรณklega og verklega kennslu, en meginhluti verklega nรกmsins fer fram รญ kjรถtvinnslunum. Nemendur eru รพar undir stรถรฐugu eftirliti skรณlans og fara eftir nรกmsskrรกnni รญ einu og รถllu,โ segir Eรฐvald. Eรฐvald bendir รก aรฐ kjรถtiรฐnaรฐarmenn hafa hingaรฐ til veriรฐ deyjandi stรฉtt og รพvรญ erfitt aรฐ fรก faglรฆrรฐa ร slendinga รญ skurรฐ og รบrbeiningu. โ Miรฐaรฐ viรฐ fjรถlda nemenda รพetta รกriรฐ er รณhรฆtt aรฐ segja aรฐ รกhugi ungs fรณlks รก nรกminu hafi aukist. Viรฐ erum รญ sรณkn og รพar ber helst aรฐ รพakka fyrirtรฆkjum eins og Kjarnafรฆรฐi og Norรฐlenska sem hafa veriรฐ dugleg aรฐ taka รก mรณti nรฝju fรณlki.โ
8
janúar 2012
Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, skrifar:
Kennitöluflakk og bættir viðskiptahættir
E
ftir efnahagshrunið stöðvuðust megnið af verklegum framkvæmdum í byggingaiðnaði nánast á einni nóttu. Atvinnu-
leysi hefur hvað harðast lent þar af öllum starfsstéttum á Íslandi. Um tíma gengu um þriðjungur fagmenntaðra manna í byggingariðnaði um atvinnulausir. Atvinnuleysi hefur minnkað nokkuð en það hefur minnst gerst vegna nýrra starfa. Menn hafa unnvörpum flust úr landi og þannig flutt atvinnuleysið út. Það hafa ekki einvörðungu verið atvinnulausir menn sem hafa verið að yfirgefa landið. Rekstargrundvöllur fyrirtækja, aðallega smærri fyrirtækja er þess eðlis að menn eru að gefast upp á að taka þátt í tilboðum. Undirboðin eru allsráðandi og engin glóra að ná í verkefni með því að taka þátt í tilboðum. Það eru alltaf til aðilar sem ætla að fleyta sér áfram á óraunhæfum boðum og þar með skemma markaðinn. Öll þessi undirboð stór sem smá enda í sömu hringavitleysunni. Þeir sem fá tilboðin ætla öðrum að taka á sig skellinn. Þeir fara að leita tilboða hjá öðrum verktökum í einstaka hluti verks og reyna að fá enn lægri tilboð eða þvinga launamenn sína í undirverktöku til að þurfa ekki að standa við skyldur sínar sem atvinnurekendur, svo sem vegna slysa eða veikinda, uppsagna eða skil á sköttum og skyldum. Svo ef illa fer, setja þeir reksturinn á
hausinn, enda búnir að setja það litla sem fémætt er í fyrirtækinu á aðra kennitölu, stofna nýtt fyrirtæki og skilja fjölda manns og ríkissjóð eftir með skuldirnar. Gömul saga og ný. Í síðustu kjarasamningum var gert samkomulag við ríkisvaldið um þrenns konar aðgerðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Í fyrsta lagi var gert samkomulag um átak til að sporna við svartri atvinnustarfsemi. Þetta átak fór myndarlega af stað sl. sumar undir heitinu „Leggur þú þitt af mörkum“ og stóð vel fram á vetur. Vel var að verki þessu staðið og ákvörðun hefur verið tekin um að halda því áfram á þessu ári. Vonandi skilar þetta átak því að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir stuðla að, eða taka þátt í skatt-
svikum eða undanskoti virðisaukaskatts. Í öðru lagi skuldbatt ríkisstjórnin sig til að beita sér fyrir breytingum á lögum um félög til að stemma stigu við misnotkun félaga með takmarkaða ábyrgð og fyrir breytingum á lögum um skráningu félaga í því skyni að koma í veg fyrir starfsemi aðila sem hafa ítrekað, af ásetningi eða vanrækslu, rekið félög í þrot. Einnig á að skoða ábyrgð stjórnarmanna í slíkum fyrirtækjum. Kennitöluflakkarar þekkjast í öllum atvinnugreinum. Þeir skekkja samkeppnisstöðu alls staðar og til að heilbrigður samkeppnismarkaður þrífist þarf ríkisstjórnin að flýta þessum laga- og reglugerðarsetningum. Í þriðja lagi voru fyrirheit frá ríkisstjórn að beita sér fyrir lögum um opinber innkaup til þess að tryggja betur eðlilegt samkeppnisumhverfi og réttindi launafólks. Markmiðið er að tryggja í útboðslýsingum skýr ákvæði um hæfi bjóðenda, um val á tilboðum og um skil á greiðslum til þeirra sem að tilboðsverkum koma. Í yfirlýsing-
unni segir að æskilegt sé að slíkt mat nái jafnt til aðal- og undirverktaka. Undirritaður telur það reyndar nauðsynlegt að slíkt mat nái til undirverktaka líka því annars geta kennitöluflakkarar sem hent er út sem aðalverktökum þrifist sem undirverktakar. Undirritaður er líka þeirrar skoðunar að setja eigi sambærilegar reglur á almennan útboðsmarkað. Það þarf einnig að setja inn í útboðslýsingar keðjuábyrgð á alla verktakana í sama verki þannig að ef undirverktaki sem aðalverktaki hefur valið að vinna fyrir sig greiðir ekki laun eða ætlar að hlaupa frá skattaskuld með kennitöluhoppi falli skuldin á aðalverktaka. Þá vanda þeir betur valið á undirverktökum. Ef mannvirkjaiðnaðurinn á að ná sér aftur á strik þarf að setja stífar reglur um það sem hér að framan er nefnt. Það er mikill kostnaður sem einstaklingar, fyrirtæki, ríkissjóður og samfélagið
í heild sinni bætir á sig meðan óheiðarlegir viðskiptahættir þrífast. Þessar aðgerðir kosta ríkissjóð ekkert en munu með tíð og tíma skila miklu í formi aukinna skatttekna.
Mynd: photoeverywhere.co.uk
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar:
Nú er rétti tíminn
T
ímabundnir skattar eru nær alltaf rangnefni. Hagsagan er full af dæmum um skatta sem lagðir voru á til að vinna að sérstökum verkefnum til skamms tíma. Þegar til stykkisins kom var aldrei rétti tíminn til að afnema þá. Verkefnin drógust á langinn eða ný not fundust óvænt fyrir skattinn. Gjaldeyrishöft eru að þessu leyti lík tímabundnu sköttunum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, undir stjórn Dominique StraussKahn, var fenginn Íslandi til aðstoðar haustið 2008 og lagði ofuráherslu á að fjármagnsflutningar til og frá landinu yrðu heftir hið fyrsta. Slíkar skorður áttu að gilda í nokkra mánuði, rétt á meðan þörf krefði. Nú er liðið vel á fjórða ár síðan gjaldeyrishöftin tóku gildi og enn sér ekki fyrir endann á þeirri tímabundnu ráðstöfun. Aldrei virðist rétti tíminn til að afnema höftin. Það er jafnan sagt of áhættusamt, of snemmt eða að bíða þurfi betri aðstæðna. Klárt mál er að hér þarf að vanda sig og ekki ana að neinu. Ógnin, sem sögð er geta stafað af afnámi haftanna, er hins vegar sjaldnast borin saman við þann drjúga kostnað sem af þeim stafar. Þann skaða er þó ekki hægt að mæla með nákvæmum hætti en hann er talinn nema a.m.k. á annan tug milljarða árlega, aðallega vegna verkefna sem aldrei verða að veruleika, rangra hagrænna hvata og efnahagsumsvifa sem við missum af. Sá tollur vex eftir því sem tíminn líður en við finnum vart fyrir honum frá degi til dags, ekki frekar en við söknum fjár sem við vissum ekki að við ættum. Hagkerfið lagar sig smám saman að þessari stífu spelku og myndar langvarandi hægt og höktandi göngulag. Fjármálakreppan sem nú geisar á meginlandi Evrópu gerir þessar
skorður enn þungbærari íslenskum fyrirtækjum, sem eiga sökum hennar minni möguleika á erlendri fjármögnun en fyrr. Ríkissjóður áskrifandi að lífeyrisgreiðslum Íslendingar eiga óvenjusterka lífeyrissjóði í samanburði við flestar aðrar þjóðir. Sjóðirnir byggjast á kerfisbundinni uppsöfnun áratugum saman með sjálfbærni hverrar kynslóðar að leiðarljósi. Þetta er öfugt við þau gegnumstreymiskerfi sem flestar þjóðir heims glíma við, þar sem fólk á vinnumarkaði greiðir skatta sem renna til lífeyrisþega þá stundina. Eftir því sem gjaldeyrishöftin dragast á langinn veikist áhættustýring íslensku lífeyrissjóðanna. Nú geta þeir aðeins ávaxtað ný iðgjöld hér á landi, fyrst og fremst með því að lána opinberum aðilum. Við það hefur eignasafn lífeyrissjóðanna breyst hratt, frá því að vera vel dreift milli eignaflokka og landa, í að vera að stórum hluta áhætta á hið opinbera á Íslandi. Haldi svo áfram mörg misseri í viðbót mun íslenska lífeyrissjóðakerfið taka æ meira á sig mynd hinna erlendu gegnumstreymiskerfa, þar sem ríkið er áskrifandi að ævisparnaði landsmanna og höndlar með hann að vild. Þannig valda þessar skorður því að fé er beint í fáa farvegi og mynda verðbólgu í tilteknum eignaflokkum. Slíkt manngert misvægi er afar skaðlegt eins og við þekkjum úr nýliðinni fortíð og er enn ógnvænlegra með svo brothætt hagkerfi sem raun ber nú vitni. En handhöfum bólginna eigna líður jafnan vel rétt á meðan það ástand varir, seljendur skuldabréfa ríkissjóðs kvarta ekki undan höftunum. Ekki eftir neinu að bíða Seðlabankinn hefur lagt fram áætl-
un um losun haftanna. Seint verður bankinn sakaður um offors eða æðibunugang við framkvæmd hennar. Engar tímasetningar eru gefnar upp og varfærni er sögð öðrum markmiðum ofar. Hluti þeirrar áætlunar er hin svokallaða fjárfestingarleið sem boðuð hefur verið nokkra hríð. Afar gleðilegt væri ef aðferðarfræði þeirrar leiðar nýttist í einhverjum tilvikum, að gjaldeyrir kæmi inn í landið og örvaði hagkerfið. Hins vegar standa væntingar Seðlabankans sjálfs ekki til þess að fjárfestingarleiðin losi í neinum mæli um hina svokölluðu snjóhengju aflandskróna, né að önnur helstu óvissuatriði skýrist með henni. Vonir um röska afléttingu haftanna geta því ekki byggst á henni. Hópur fólks úr viðskiptalífinu, kauphöll og háskólum, var síðastliðið haust orðinn langeygur eftir að hreyfing kæmist á og setti því saman nýja útfærslu um taktvissara verklag við losun haftanna. Um er að ræða þrepaskipta áætlun sem var kynnt fyrir jól og gæti tekið um 12 mánuði frá því hún er sett af stað. Ferli þetta er hvorki glannalegt né áhættusamt, heldur byggist einmitt á ríkum varúðarsjónarmiðum varðandi fjármálastöðuleika. Hverju skrefi þessa ferlis að ætlað að afla nákvæmari upplýsinga um jafnvægisverð gjaldmiðilsins, sem er lykilbreytan við afnám haftanna. Hægt er að flýta eða hægja á ferlinu eftir því sem myndin skýrist. Þessi útfærsla er hins vegar ekki eina mögulega leiðin, meðlimir þessa hóps höfðu mismunandi áherslur um ýmsa verkþætti. Aðalatriðið með framlagningu þessarar áætlunar var hins vegar að sýna fram á að vel er hægt að taka mismunandi sjónarmið til greina en setja samt stóraukinn og kerfisbundinn kraft í afnám haftanna. Kjarni málsins er: Nú er rétti tíminn.
idnadarbladid.is Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
i
ð
na
ð
a
r
i
n
s
janúar 2012
9
Fjölgun iðnfyrirtækja leiðir af sér verðmæta þekkingaruppbyggingu:
„Ísland nú fyrst að iðnvæðast“ „Um 50-60% af okkar veltu er í íslenskum iðnaði og þar af er áliðnaðurinn langstærstur. Við höfum í gegnum dótturfyrirtæki Mannvits, HRV Engineering, sérhæft okkur í að vinna að uppbyggingu nýrra álvera, endurbæta rekstur starfandi álvera og þjóna áliðnaði almennt,“ segir Skapti Valsson, aðstoðarforstjóri Mannvits.
Ég er bjartsýnn varðandi horfur í íslenskum iðnaði á næstu árum því líklegast hafa aldrei fleiri erlendir aðilar verið á þröskuldinum og beðið eftir að fá að fjárfesta hér á landi.
Sinna verkefnum í öllum þremur álverunum Mannvit hefur um árabil sinnt ýmsum verkefnum í áliðnaði og er einn tveggja eigenda verkfræðistofunnar HRV Engineering. Sú verkfræðistofa var stofnuð árið 1996 til að vinna að uppbyggingu Norðuráls á Grundartanga og standast erlendum keppinautum snúning í slagnum um þjónustuverkefni í áliðnaði. Starfsmenn á vegum HRV eru nú um 200 talsins og sinna verkefnum í öllum álverum landsins. „Við höfum mikinn áhuga á áframhaldandi uppbyggingu í íslenskum iðnaði og teljum að hér eigi að vera fleiri en eitt iðnfyrirtæki af hverri tegund. Þegar hér var einungis rekið eitt álver átti nánast öll þekkingaruppbygging og þróun sér stað innan fyrir-
málin. En með fjölgun álvera komu fyrirtæki eins og Mannvit meira að íslenskum áliðnaði og þekkingin dreifðist. Sama má segja um kísilmálm- og járnblendiverksmiðjur, en fjölgun þeirra myndi skila sér í meiri þekkingaruppbyggingu innan greinarinnar,“ segir Skapti. Segist bjartsýnn á framtíðina Að sögn Skapta munu Mannvit og HRV sinna verkefnum fyrir öll þrjú álverin á þessu ári. Þar ber hæst að nefna yfirstandandi stækkunarframkvæmdir í Straumsvík. „Ég er bjartsýnn varðandi horfur í íslenskum iðnaði á næstu árum því líklegast hafa aldrei fleiri erlendir aðilar verið á þröskuldinum og beðið eftir að fá að fjárfesta hér á landi. Einu sinni vorum við bara með sjávarútveginn en nú er íslenskur iðnaður að vaxa og dafna og með fjölgun stórra íslenskra iðnfyrirtækja mætti því segja að Ísland sé nú fyrst að iðnvæðast frá því að hér komst á frjálst markaðskerfi.“ » Mannvit hefur um árabil sinnt ýmsum verkefnum í áliðnaði og er einn tveggja eigenda verkfræðistofunnar HRV Engineering.
» Skapti Valsson, aðstoðarforstjóri Mannvits.
tækisins sjálfs, og þannig var erfitt fyrir ís-
lenskar verkfræðistofur að koma sér inn í
10
janúar 2012
Carbon Recycling hóf tilraunaframleiðslu á metanóli í haust:
Framleiðsla á vistvænu eldsneyti gengur vel Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
„Við hófum tilraunaframleiðslu í lok október og höfum nú fullreynt öll kerfin sem starfa eins og hönnuðir gerðu ráð fyrir. Auðvitað þarf nokkurn tíma í að stilla öll kerfi og ná jafnri framleiðslu en fram að þessu hefur okkur gengið vel,“ segir Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Carbon Recycling International, aðspurður um hvernig framleiðsla fyrirtækisins hefur gengið síðustu mánuði. » Benedikt Eldsneytisverksmiðja Stefánsson. Carbon Recycling í Svartsengi á Suðurnesjum framleiðir metanól með því að taka koltvísýringsútblástur frá jarðvarmavirkjun HS Orku og blanda honum saman við vetni sem framleitt er með rafgreiningu vatns. Metanólinu er blandað við bensín sem síðan er hægt að nota á allar gerðir bensínbíla. Verksmiðjan er afrakstur fimm ára rannsókna fyrirtækisins og þróunarvinnu með aðilum sem hafa mikla reynslu af byggingu metanólverksmiðja. Hún getur framleitt um 1,7 milljón lítra af metanóli á ári og er hönnuð þannig að auðvelt er að þrefalda framleiðsluna. Fjölmörg tækifæri Undanfarna mánuði hefur Carbon Recycling unnið að prófunum með olíufyrirtækinu N1, en bensín blandað metanóli var fyrr í vetur fáanlegt á einni bensínstöð olíufélagsins. „Fyrstu niðurstöður þeirra prófana gefa til
kynna að bensínið stenst opinberar kröfur. En til að mæta gæðastaðli N1 gætum við þurft að skipta um tegund af bensíni sem notað er til íblöndunar. Það gæti tekið einhvern tíma og því förum við hægt í frekari dreifingu,“ segir Benedikt. Að hans sögn uppfyllir framleiðsla Carbon Recycling öll innlend og erlend skilyrði sem sett eru varðandi blöndun á vistvænu eldsneyti. „Við endurnýtum koltvísýringinn beint úr virkjun HS Orku og drögum þannig úr útblæstri gróðurhúsalofttegundarinnar og kolefnisjöfnum í reynd hluta af því bensíni sem hefði verið brennt í bílvélinni. Þannig dregur úr heildarútblæstri koltvísýrings.“ Benedikt segir slíka framleiðslu fela í sér ýmis tækifæri og að Carbon Recycling horfi ekki einungis á innanlandsmarkað í þeim efnum.
Horfa til Kröflu „Við höfum skrifað undir viljayfirlýsingu við Landsvirkjun um að vinna að hagkvæmnisathugun verksmiðju við Kröfluvirkjun sem myndi nýta útblástur frá virkjuninni. Í fyrra gerðum við rannsókn á svæðinu til að ganga úr skugga um að aðstæður væru góðar, en við eigum enn eftir að komast að samkomulagi um framkvæmdina og raforkuverð. Sú verksmiðja gæti framleitt 40 milljónir lítra af metanóli á ári en það er ekki markaður fyrir allt það eldsneyti hér á landi.“ Að sögn Benedikts horfir fyrirtækið m.a. til Bretlands, Hollands og Þýskalands í þeim efnum, en þar er metanóli nú þegar blandað í bensín. Hann leggur þó áherslu á að fyrirtækið vill fyrst sjá hvernig innanlandsmarkaðurinn liggur áður en farið verður í byggingu verksmiðjunnar í Kröflu. Hann áætlar að ákvörðun
» „Fyrstu niðurstöður þeirra prófana gefa til kynna að bensínið stenst opinberar kröfur. En til að mæta gæðastaðli N1 gætum við þurft að skipta um tegund af bensíni sem notað er til íblöndunar. Það gæti tekið einhvern tíma og því förum við hægt í frekari dreifingu.“
um hvort farið verði í framkvæmdir verði tekin fyrir árslok. „Við vonumst til að hefja útflutning á þessu ári og að leysa þau mál sem þarfnast úrlausnar hér á innanlandsmarkaði. Síðan erum við að vinna að öðrum málum sem varða næstu kynslóð tækninnar, en við stefnum að því að endurnýta fleiri úrgangsefni og framleiða úr þeim eldsneyti. Við erum í rannsóknarsamstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Sorpu og þær rannsóknir ganga vel.“
KYNNING
Rannsaka og þróa hagfelldar leiðir til að framleiða lífeldsneyti við íslenskar aðstæður:
Lífeldsneyti framleitt hjá SORPU Lífeldsneyti er unnt að framleiða úr flestu lífrænu efni hvort heldur um er að ræða lífrænan úrgang frá heimilum og atvinnustarfsemi eða lífmassa sem vex og dafnar á landi, í vötnum eða á sjó. Tæknilega er unnt að segja að framleiða megi lífeldsneyti úr lífmassa á Íslandi sem mætt getur orkuþörf fyrir öll samgöngutæki þjóðarinnar ef því er að skipta. Spurningin er hins vegar sú, hversu mikið er hagfellt og gerlegt að framleiða og nýta af mismunandi tegundum lífeldsneytis á hverjum tíma. Rannsóknaverkefnið „Lífeldsneyti“ lýtur að því að rannsaka og þróa hagfelldar leiðir til að framleiða lífeldsneyti við íslenskar aðstæður og úr íslensku hráefni. Nokkrar gerðir lífeldsneytis eru í notkun í heiminum í dag og miðast rannsóknir á möguleikum á að framleiða etanól, FT-dísil, metan, metanól, tvímetýleter og vetni, ásamt því að skoða hvort megi framleiða hauggas og metaneldsneyti í metangerðarstöð úr margvíslegu íslensku hráefni. Víða um heim er metaneldsneyti nýtt til húshitunar, eldunar og rafmagnsframleiðslu auk þess að knýja samgöngutæki af ýmsum stærðum og gerðum. Við Íslendingar búum það vel að eiga mikið af raforku og heitu vatni og því liggur beinast við fyrir okkur að nýta metan og annað lífeldsneyti til að knýja samgöngutæki í landinu. Metaneldsneyti er unnt að framleiða úr flestu lífrænu efni á yfirborði jarðar með hjálp örvera við aðstæður þar sem súrefni á ekki greiðan aðgang að lífræna efninu (gerjun) sem myndar hauggas sem að stærstum hluta inniheldur sameindina metan (CH4). Hauggas myndast t.d. á urðunarstöðum þar sem lífrænn úrgangur er grafinn í jörðu. Hauggas frá urðunarstað á Álfsnesi í Reykjavík og Glerárdal á Akureyri inniheldur um
» Myndin sýnir framleiðsluferli á metani sem bifreiðaeldsneyti hjá SORPU í Álfsnesi. Söfnun á hauggasi til brennslu vegna minni gróðurhúsaáhrifa er áskilin í starfsleyfi urðunarstaðarins.
55-60% metan og um 45% koltvísýring, en með hreinsun á hauggasinu er hægt að einangra metanið til framleiðslu á metaneldsneyti. Á þessu sviði hefur SORPA náð mjög góðum árangri í yfir tíu ár.
Áætlað er að byggja sérstaka gasgerðarstöð á Álfsnesi á næstu árum þar sem lífrænn úrgangur frá heimilum og atvinnustarfsemi yrði gerjaður til metanframleiðslu. Stefna stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins í
umhverfis- og loftslagsmálum miða m.a. að því að draga verulega úr urðun á lífrænum úrgangi á næstu árum, og samhliða hefur áhugi á framleiðslu metaneldsneytis og annarra tegunda af lífeldsneyti aukist mikið.
janúar 2012
11
» Guðmundur Már Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. KYNNING
Þróunarvinna með íslenskt, ómaltað bygg:
Íslenskt, ómaltað bygg í bjórinn Ölgerðin hefur undanfarin 8 ár leitað leiða til þess að nota íslenskt bygg í bjórgerð. Nokkrir bjórar frá Ölgerðinni eru með íslensku byggi en með nýjum aðferðum sem þróaðar hafa verið í samstarfi við erlenda aðila er í fyrsta skipti hægt að bjóða upp á bjór sem unninn er eingöngu með íslensku byggi. Um tímamótaverkefni er að ræða en bjórgerð úr ómöltuðu byggi hefur til þessa ekki verið möguleg. „Á síðasta ári hófum við að framleiða Þorra Gull úr íslensku byggi ræktuðu af Haraldi Magnússyni bónda í Belgsholti í Borgarfirði. Við höfðum boðið upp á álíka vörur á þorranum í áraraðir og notað íslenskt bygg síðan 2005, en þetta var í fyrsta skipti sem eingöngu var notast við íslenska byggið,“ segir Guðmundur Már Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. Hefðbundin aðferð við bjórgerð er sú að malta byggið, en þá er byggið þurrkað og látið spíra í sérstökum möltunarhúsum. Slík hús eru ekki til staðar hérlendis og því hefur þurft að flytja byggið út með ærnum tilkostnaði.
„Þróunarvinnan hefur falist í því að finna aðferðir til að brugga gæðabjór úr ómöltuðu byggi. Það hefur okkur tekist og gott betur, því ómaltað korn hefur aðra eiginleika sem gefa vörunni meiri seigju og fyllingu. Við fáum með þessu ekki aðeins sérstæðan, íslenskan gæðabjór, heldur sparast einnig verðmætur gjaldeyrir. Framleiðslan verður einnig umhverfisvænni þegar möltunarferlinu á bygginu er sleppt.“ Á vef ÁTVR er Þorragulli úr íslensku byggi lýst svo að hann sé léttur með meðalfyllingu, ósætur, mildur, með lítilli beiskju og léttum grösugum tónum. Ætla lengra með íslenska byggið Að sögn bruggmeistarans er Ölgerðin nú að þróa annan bjór sem einnig verður eingöngu úr íslensku byggi frá Haraldi Magnússyni bónda í Borgarfirði. „Það verður heilsársbjór sem mun eingöngu verða framleiddur úr alíslensku byggi. En það verkefni er enn á þróunarstigi og því ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um það að svo stöddu.“
» Íslenskur byggakur
12
janúar 2012
Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Loðskinns og Sjávarleðurs:
Viss að hægt væri að verka fiskroð Geir Guðsteinsson skrifar: geir@goggur.is
Loðskinn hf. á Sauðárkróki sérhæfir sig í framleiðslu skrautskinna og mokkaskinna úr íslenskum lambagærum. Loðskinn var upphaflega stofnað 1969 og starfsemin fólst lengst af í framleiðslu mokkaskinna í kápur og annan fatnað og skrautgæra til útflutnings. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu árið 1997 hefur fyrirtækið einbeitt sér að framleiðslu skrautskinna og mokkaskinn í kápur og leggur allt kapp á hámarks gæði og góða þjónustu. Loðskinn er dótturfyrirtæki Sjávarleðurs, sem framleiðir hágæða leður úr fjórum mismunandi fisktegundum. Loðskinn nýtir orku íslenskrar náttúru við framleiðslu sína. Við sútun og litun er notað mikið af heitu vatni og því er framleiðslan yfirleitt talin orkufrek. Sjávarleður hf. sérhæfir sig í framleiðslu hágæða fiskleðurs úr fjórum mismunandi fisktegundum, en karfaleður, laxaleður, hlýraleður og þorskleður er hvert um sig gætt sérstökum eiginleikum. Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á gæði vörunnar og góða þjónustu við viðskiptavini. Sjávarleður hf. er fjölskyldufyrirtæki þeirra hjóna, Gunnsteins Björnssonar og Sigríðar Káradóttur, en í hópi hluthafa eru sterkir bakhjarlar, sem er Norðurströnd ehf. Sjávarleður hf. hefur um árabil sérhæft sig í framleiðslu hágæða fiskleðurs en fyrirtækið var stofnað árið 1994 sem sprotafyrirtæki út frá Loðskinni, mokkaskinnsframleiðanda, sem unnið hafði merkilegt þróunarstarf í sútunartækni fyrir fiskroð frá árinu 1989. Með stofnun Sjávarleðurs hófst markaðssetning fiskleðurs á alþjóðamarkað sem úrvals hráefni
» Gunnsteinn Björnsson framkvæmdastjóri við sýnishorn af sútuðu fiskroði.
í hverskonar varning. Með óbilandi elju og trú á verkefninu hefur stjórnendum, starfsfólki og eigendum tekist að byggja upp kröftugt fyrirtæki sem er í stöðugum vexti. Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á gæði vörunnar og góða þjónustu við viðskiptavini. Loðskinn verkaði á árinu 2010 um 50 þúsund lambagærur sem er um 10% af öllum þeim gærum sem til fellur í landinu á hverju ári. Aðrar skinnaverksmiðjur starfa ekki í landinu svo aðrar gærur eru fluttar út. „Okkar viðskiptavinur eru fyrst og fremst fataframleiðendur, og
JÁRNSMÍÐI
Tökum að okkur allskyns járnsmíði, s.s. handrið, girðingar ofl. Látið reyna á þjónustuna og leitið verðtilboða hjá okkur. Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is
aðallega erlendir en flestir þeirra eru í Evrópu og Asíu,“ segir Gunnsteinn Björnsson framkvæmdastjóri. ,,Fataframleiðsla á Íslandi er sáralítil í þessu samhengi.“ Mikil sérstaða íslenskra gæra Eftir hverju eru þessir erlendu kaupendur að sækja? „Íslenskar gærur hafa mikla sérstöðu, það gerir togið í henni. Spænskar gærur eru mjög eftirsóttar en þær eru toglausar og hafa aðeins þel og eru því afar mjúkar og léttar en jafnframt nokkuð dýrar. Léttleiki íslensku skinnanna er alveg jafn góður, ef ekki meiri, en ullin er ekki eins mjúk en þær íslensku teljast á erlendum mörkuðum vera ágætis kostur. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan öll skinn voru unnin hérna heima en því fylgdi stundum að erfitt var að selja svo mikið magn. Hér hafa fallið til um hálf milljón skinna á hverju ári síðustu ár en það er samt afar lítið í samanburði við allt framboðið víðs vegar að úr heiminum. Við sútum eingöngu lambaskinn, ekki af stórgripum og minkaskinnin eru seld á uppboði í Kaupmannahöfn. Hér er Loðskinn með gærurnar en Sjávarleður með fiskroðið. Við vissum í upphafi að það væri hægt að verka fiskroð og framleiða úr því skemmtilega vöru og sterka, en auðvitað er roðið nokkuð mismunandi sterkt eftir fisktegundum. Fyrir kvótakerfið í landbúnaði um 1980 var verið að slátra um einni milljón lamba á ári en nú eru þetta um hálf milljón lamba og hér var aðstaða til að verka mun meira, hér varð hráefnisskortur fljótlega á níunda áratugnum. Við fórum að líta í kringum okkur, fiskroðið var nærtækt hráefni, og nóg af því. Það er erfitt að fullyrða að ein tegund fiskroðs sé sterkari en önnur, það ræðst nokkuð af sútunaraðferðinni, og við höfum reynt ýmislegt, m.a. hvelju af rauðmaga, en það var kannski meira til að svala forvitninni og komast að því hvort það væri einfaldlega hægt. En aðalega eru þetta roð af þorski, laxi og hlýra, enda fellur útlit þeirra okkar viðskiptavinum best í geð. Þekkingin við að súta fiskroð fékkst ekki utan að, hún varð til hérna á staðnum, við prófuðum okkur hreinlega áfram, þetta var stöðug þróunarvinna. Fiskroð fáum við víða að, en
» Úr vinnslusal Loðskinns.
í stærri þorskinum erum við í nokkurri samkeppni við saltfiskframleiðendur, en við sækjumst frekar eftir stærri þorski til sútunar. Nokkuð erfitt hefur reynst að fá laxaroð, og höfum við átt í nokkrum viðskiptum við Færeyinga með laxaroð. Hlýra- og steinbítsroð höfum við aðallega fengið frá Norðurströnd á Dalvík. Við erum hins vegar opnir fyrir nýjum tegundum af roði ef þau reynast vel og verða vinsæl á erlendum mörkuðum, og ef krafan verður um slík roð úr tískuheiminum.“ Þvottekta laxaleður nýir möguleikar í fataiðnaði Fatahönnuðir hafa lengi sýnt því áhuga að nota fiskleður til að skreyta flíkur, en hingað til hefur þurrhreinsun, nánar tiltekið leðurhreinsun, verið eina færa leiðin til að þrífa fötin með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn fyrir neytendur. Þessi vankvæði eru nú úr sögunni, því Sjávarleður hefur nú sett á markað þvottekta laxaleður, sem þýðir að litur og mýkt skinnsins helst óbreytt eftir þvott í þvottavél með 30 gráðu heitu vatni. Þvottekta laxaleður hefur sömu eiginleika og áður hvað varðar gæði og styrk og sama má segja um fjölbreytni í lit og áferð. Úr roðinu eru framleiddir skór, veski, töskur og fleira en einnig ýmsar flíkur. Nokkrir aðilar hérlendis eru að kaupa fiskroð og framleiða úr þeim, m.a. í Skagafirði, en stærstur hlutinn er seldur úr landi,
aðallega til Suður-Evrópu þar sem framleiddar eru tískuvörur úr roðinu, enda á hátískan helst rætur í Frakklandi og Ítalíu. ,,Við erum sjálfsagt eina fyrirtækið á Íslandi sem er í reglulegum viðskiptum við Gucci, Dior, Prada, Nike, Ferragamo og Puma og fleiri af þessum stærstu og virtustu tískuhúsum og skóframleiðendum erlendis. Við vitum að þekktar kvikmyndastjörnur hafa gengið í skóm eða fatnaði framleiddum úr fiskroði frá okkur hérna hjá Sjávarleðri en þetta er dýr vara og því ekki á allra færi að kaupa hana. Við erum ekki í mikilli samkeppni á markaðnum, önnur skinn eru t.d. af snákum eða krókódílum, froskum og fleiri skepnum en eru einnig notuð til framleiðslu á skóm og og fatnaði líkt og fiskroðið frá okkur.“ Samanlagt vinna um 35 manns hjá Loðskinni og Sjávarleðri, þar af 12 hjá Sjávarleðri, en venjulega eru ekki skörp skil þar á milli því fólk er flutt á milli deilda eftir því hvar álagið er mest. Skipulagt markaðsstarf fyrir verksmiðjurnar er stöðugt í gangi og er því stjórnað fyrst og fremst frá Sauðárkróki, en Gunnsteinn Björnsson framkvæmdastjóri segir nálægðina við vöruna gera það nauðsynlegt. Töluverð veltuaukning hefur verið milli ára við sútun á fiskroðum, og við það hefur verksmiðjan ráðið þar sem framleiðslugetan er umtalsverð, vélbúnaðurinn til þess er til staðar, en síður í lambagærunum.
janúar 2012
13
Berjabúið Vellir býr yfir stærsta sólberjaakri landsins:
Vill landsátak í berjatínslu » Nemendur í Dalvíkur og Árskógaskóla tíndu sólber á Berjabúinu Völlum síðastliðið haust.
B
jarni Óskarsson, eigandi veitingahúsakeðjunnar Nings og frumkvöðull í berjarækt á Íslandi, hefur komið sér upp stærsta sólberjaakri landsins á Berjabúinu Völlum í Svarfaðardal. Berjabúið er alfarið í eigu Bjarna og fjölskyldu hans og þar rækta þau einnig lífrænar gulrætur og ýmsar framandi kryddjurtir. „Fyrir sjö árum keypti ég jörð sem heitir Vellir og fór að stunda þar ýmsan öðruvísi landbúnað. Meðal annars plantaði ég sólberjum í rúman hektara lands og nú eru fyrstu runnarnir sem við settum niður farnir að gefa af sér,“ segir Bjarni. Berjabúið framleiðir í dag fimm tegundir af íslenskum sultum og sér Emmessís fyrir villtum íslenskum berjum sem fara í nýja tegund af Ísblómi frá fyrirtækinu. „Ég leyfi mér að segja að Emmessís sé fyrsta alvöru iðnfyrirtækið á Íslandi sem notar íslensk ber í sína framleiðslu. Yfirleitt hafa svipaðar vörur innihaldið innflutt ber.“ Fínt tímakaup fyrir berjatínslu Til að anna eftirspurn eftir íslenskum berjum hefur Bjarni farið þá leið að kaupa bæði bláber og krækiber af fólki sem stundar berjatínslu. „Við höfum keypt ber
af fólki og pakkað þeim ferskum til sölu í matvöruverslanir. Við tökum við berjunum á Norðurlandi, Vestfjörðum og á suðvesturhorninu og borgum 1200 krónur fyrir hreinsuð aðalbláber og 500 krónur fyrir krækiber.“ Bjarni bendir á að hægt er að tína mun meira en eitt kíló af krækiberjum á einni klukkustund og því hægt að vera með gott tímakaup fyrir berjatínslu. Að hans sögn vill Berjabúið nú færa út kvíarnar í þessum efnum og sér fyrir sér að íslensku berin eigi eftir að spila enn stærra hlutverk í matvælaiðnaði hér á landi. Vill fjölga móttökustöðvum Bjarni segir nauðsynlegt að fjölga móttökustöðvum hér á landi þar sem fólk getur
skilað inn berjum. „Svíar, Finnar og Norðmenn eru með mun fleiri móttökustöðvar og nýta þannig betur sína berjauppskeru á hverju ári. Ef við myndum fjölga slíkum stöðvum væri líklegra að fleiri skiluðu inn berjum, við myndum skapa fleiri störf og spara gjaldeyri,“ segir hann. „Ég vill sjá ákveðna vakningu fyrir því að við séum að nýta berin okkar betur. Að mínu mati erum við með bestu ber í heimi og í því eru fólgin verðmæti. Við eigum að
KYNNING
Meiri afköst í bókhaldi með nýju viðskiptakerfi:
Einfaldari bókhaldsvinna Regla.is býður upp á einfalt og öruggt nútíma viðskiptakerfi í áskrift sem hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 2008. Kerfið nýtir færslur frá bönkum og sjálfvirkni til þess að auka verulega afköst við bókhaldsvinnu og auðvelda þannig rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Launamiðar, skilagreinar í lífeyrissjóði, VSK uppgjör o.fl. er sent rafrænt til móttakanda. Hugbúnaður Reglu er íslensk hönnun og hafa ýmsir sérfræðingar komið að þróun hans, m.a. viðskiptafræðingar, endurskoðendur, kerfisfræðingar og viðurkenndir bókarar. Kerfið samanstendur af fjárhagsbókhaldi, sölukerfi, birgðakerfi, verkbókhaldi og launakerfi. „Regla.is er hannað frá grunni sem viðskiptakerfi á internetinu. Við höfðum að markmiði að smíða einfalt nútíma netbókhald sem gæti lækkað kostnað við bókhaldsvinnu með sjálfvirkni og nýtt kosti internetsins þannig að notendur gætu unnið saman óháð staðsetningu. Þannig getur notandi skrifað út reikninga á einum stað, á sama tíma og bókarinn færir bókhaldið annars staðar, og allt uppfært jafnóðum,“ segir Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri Reglu. Hann segir auðvelt fyrir notendur kerfisins að hefjast handa við bókhaldið og bendir á að áskrift fylgir enginn stofnkostnaður, en auk þess býðst ókeypis 30 daga prufuáskrift að kerfinu. „Með Reglu losna viðskiptavinir okkar við afritatöku og rekstur á tölvuþjónum vegna kerfanna. Á undanförnum tveimur árum eru dæmi um að fyrirtæki hafi náð að minnka bókhaldsvinnu um meira en 50% með Reglu. Vinnusparnaðurinn er því fljótur að greiða fyrir afnot kerfisins.“ Frekari upplýsingar um viðskiptakerfið má finna á www.regla.is.
nýta þessi ber og spara þannig peninga og ná okkur í góða vöru sem bætir gæði íslensks matvælaiðnaðar.“ Ein af hugmyndum Bjarna varðandi betri nýtingu á íslenskum berjum er að skólayfirvöld kenni krökkum á grunnskólaaldri að týna ber og jurtir. „Þá geta krakkarnir nýtt afurð frá náttúrunnar hendi, selt hana og fengið gott tímakaup, í staðinn fyrir að selja klósettpappír eða aðrar vörur við fjáraflanir.“
14
janúar 2012
» Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi.
Magnús Þór Ásmundsson er nýr forstjóri Alcoa á Íslandi:
Forstjóri á tímum lækkandi álverðs Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Magnús Þór Ásmundsson er nýráðinn forstjóri Alcoa á Íslandi, eignarhaldsfélags Fjarðaáls. Hann segir sín helstu verkefni á næstu mánuðum verða tengd áframhaldandi þróun fyrirtækisins hérlendis, samfélagslegum tengslum, fjárfestingarverkefnum og samskiptum við stjórnvöld og sveitastjórnir. Magnús Þór er menntaður rafmagnsverkfræðingur og starfaði hjá Marel í 19 ár áður en hann hóf störf sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar Alcoa í júní 2009, en hann mun áfram sinna því starfi samhliða forstjórastarfinu. „Sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar Fjarðaáls sé ég um skipulag, stefnumótun og umbætur á framleiðsluferlum fyrirtækisins. Einnig sé um að innleiða og tryggja skilvirka notkun á Alcoa Bus-
iness Systems, sem er stjórnkerfi Alcoa. Fyrir ári síðan tók ég einnig við starfi framkvæmdastjóra skautsmiðju en ég mun nú láta af því starfi,“ segir Magnús aðspurður um bakgrunn sinn hjá álfyrirtækinu. Breytingar á skipulagi Þegar Tómas Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Fjarðaáls og Alcoa á Íslandi, var ráðinn forstjóri Alcoa í Evrópu var ákveðið að skerpa á hlutverkum Fjarðaáls annars vegar og Alcoa á Íslandi hins vegar. Nýráðinn forstjóri Fjarðaáls, Janne Sigurðsson, mun sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins á meðan Magnús mun sinna verkefnum Alcoa á Íslandi sem tengjast frekari þróun fyrirtækisins og samskiptum út á við. Eitt af verkefnum Magnúsar verður að sinna samfélagslegum tengslum Alcoa á Íslandi. „Alcoa leggur mikla áherslu
á að vera uppbyggjandi þáttakandi á MiðAusturlandi, enda er fyrirtækið langstærsti vinnustaðurinn í tiltölulega litlu samfélagi. Ákvörðun um að setja fyrirtæki af þessari stærðargráðu inn í lítið samfélag fylgir ákveðin skuldbinding fyrir hið opinbera, viðkomandi sveitarfélög og fyrirtækið sjálft um að treysta innviði nærsamfélagsins. Við viljum standa vörð um að þessir innviðir séu byggðir upp í samfélaginu og munum áfram beita okkur í þá átt,“ segir hann. Lækkun álverðs krefst aðhalds Stuttu eftir að Magnús tók við forstjórastöðunni barst fréttatilkynning frá Alcoa um að fyrirtækið muni draga úr álframleiðslu sinni um 531 þúsund tonn á þessu ári vegna lækkandi álverðs. „Eitt helsta verkefni okkar verður að takast á við þungt ár sem er framundan í áliðnaðinum. Álverð hefur lækkað og verið er að
grípa til ráðstafana til að draga úr framleiðslugetu Alcoa í Evrópu og Bandaríkjunum. Nýverið lokaði fyrirtækið verksmiðju í Bandaríkjunum og einnig hefur verið tilkynnt um lokanir á einu álveri á Ítalíu og minni framleiðslu í tveimur álverum á Spáni. Við hjá Alcoa á Íslandi munum því sýna mikið aðhald í rekstri og fjárfestingum á þessu ári,“ segir hann. Magnús undirstrikar hins vegar að fyrirtækið hefur enn áhuga fyrir frekari vexti á Íslandi til lengri tíma og að forsvarsmenn þess muni halda áfram viðræðum við Landsvirkjun og aðra seljendur raforku hér á landi. „Árið 2012 mun einkennast af þeim aðstæðum sem eru á markaði í dag og því þarf að leggja áherslu á aðhald í kostnaði. Til lengri tíma litið eru bjartar horfur í áliðnaðinum og eftirspurn eftir áli er að aukast. Með þá framtíðarsýn höfum við áhuga á frekari vexti Alcoa á Íslandi.“
iðnaðarmaðurinn
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari:
Pylsumeistarinn » Hver er saga fyrirtækisins í stuttu máli? Búðin var opnuð 1. mars 2011 af Ewu Kromer og er fyrsta sérverslun með pylsur og annað álegg á Íslandi. Markmið okkar er að bjóða upp á vörur úr innlendu hráefni, án aukaefna, og það hefur fyrirtæki okkar Ewu, Kjötpól, gert frá árinu 2005.
» Telurðu staðsetninguna á horni Hrísateigs og Laugalæks vera góða? Já, þarna býr viss kjarni sem tók búðinni mjög vel.
» Hversu lengi hefur þú starfað í kjötiðnaði? Frá árinu 1974.
» Hvernig gengur að reka lítið fyrirtæki á Íslandi í dag? Það er erfitt en að sama móti ögrandi því maður er að gera eitthvað nýtt.
» Hefur fyrirtækið breyst mikið síðan það var stofnað? Það hefur stækkað, enda viðtökurnar verið góðar.
» Hvað ertu með marga starfsmenn? Það eru tveir sem starfa í búðinni.
» Eruð þið með marga fastakúnna? Já, mjög marga.
» Er eitthvað spennandi framundan hjá Pylsumeistaranum? Já, við ætlum að auka úrvalið, meðal annars með því að bjóða upp á hrápylsur úr 100% lambakjöti.
100%
HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN
HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að HLEðSLA ER EINN VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR Á ÍSLANDI. HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL.
MJÓLKURSAMSALAN
MS.IS
ÍSLENSKA SIA.IS MSA 58187 01/12
PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF
Upplýsingatækni Véltækni
Áliðnaður Byggingariðnaður
Prentiðnaður
Málmtækni
Matvælaiðnaður Líftækni
Listiðnaður
IOZ PZ IPMYVZ[ PZ MH PZ MI PZ
/ = Ð ;( / Ø : 0 ð : Ð (
MN PZ MP] PZ MU] PZ MYHL PZ MZO PZ MZZ PZ MZ\ PZ M]H PZ OP PZ OY PZ PKHU PZ PKUZRVSPUU PZ RSHR PZ TPZH PZ TR PZ ZPTL` PZ [ZRVSP PZ \UHR PZ ]H PZ ]TH PZ
2015 tækifæri 0óUHó\YPUU mYPó }ZRHY LM[PY ]LS TLUU[\ó\ M}SRP [PS Z[HYMH Í U¤Z[\ mY\T ]LYóH ]H_[HYZWYV[HY xZSLUZRZ H[]PUU\SxMZ x mSPóUHóP I`NNPUNHYPóUHóP SPZ[PóUHóP SxM[¤RUP TH[]¤SHPóUHóP TmST VN ]tS[¤RUP WYLU[PóUHóP VN \WWSûZPUNH[¤RUP 5mT x ]LYRTLUU[HZR}S\T OmZR}S\T VN óY\T TLUU[HZ[VMU\U\T LY ZR`UZHTSLN SLPó [PS Hó I H ZPN \UKPY MQ SIYL`[[ [¤RPM¤YP
Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! Samtök iðnaðarins – www.si.is