»14
»10
Vilja markaðsverð á allan fisk
»20
„Þetta er ágætur kokteill“
»40
Uppsjávarfiskurinn skilar mestu
Varðveitir útgerðarsögu landsins Frívaktin »
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
s
Íslenskir sjávarútvegur Frívaktin fjallar um daglegt líf sjómanna og annarra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi. Þar er að finna sögur af sjónum, viðtöl og annað
m a í 2 0 1 2 » 5 . tölu bl a ð » 1 3 . á rg a ng u r
athyglisvert efni.
ESB og Norðmenn neita að endurnýja fiskveiðisamninga við Færeyinga og hóta viðskiptaþvingunum:
„Stríðsaðgerð af hálfu ESB“ Hjörtur Gíslason skrifar:
Hann er hér á fóðrum hjá okkur, étur út úr okkar lífríki gríðarlegt magn. Hann þyngist kannski um 600.000 til 700.000 tonn meðan hann er hér „á beit“.
hjortur@goggur.is
Makríldeila Evrópusambandsins og Noregs við Færeyinga og Íslendinga hefur nú leitt til þess að Noregur og ESB neita að endurnýja fiskveiðisamninga við Færeyinga auk þess sem viðskiptaþvinganir hafa verið boðaðar gegn Íslandi og Færeyjum. Hvorki ESB né Noregur hafa tilkynnt um uppsögn fiskveiðisamninga við Ísland, en þar kæmu annars vegar til sögunnar veiðar á kolmunna, norsk-íslenskri síld og þorski í Barentshafi, svo og veiðar Norðmanna og ESB á loðnu hér við land. Norðmenn og ESB veiddu » Steingrímur J. hér loðnu í vetur samkvæmt Sigfússon, gildandi samningum. sjávarútvegsráð„Við höfum hvorki fengherra. ið hótanir um uppsögn fiskveiðisamninga frá ESB né Noregi. En auðvitað hefur okkur verið hótað viðskiptaþvingunum eins og Færeyingum. Við erum ekkert hress með slíkar hótanir, því við teljum að þessa makríldeilu eigi bara að leysa við samningaborðið á grundvelli réttmætra hagsmuna hvers og eins. Við höfum þar ríka hagsmuni sem strandríki og góðan málstað að mínu mati. Það er algjörlega fráleitt annað en að horfast í augu við það að makrílinn veiðist nú og dvelur hér innan lögsögunnar í marga mánuði á hverju ári og í miklu magni. Hann er hér á fóðrum hjá okkur, étur út úr okkar lífríki gríðarlegt magn. Hann þyngist kannski um 600.000 til 700.000 tonn meðan hann er hér „á beit“. Ég tel því að sú hlutdeild, sem við höfum verið að krefjast, sé fullkomlega réttmæt. Það er ennfremur ósanngjarnt að benda bara á okkur og Færeyinga og segja að við séum vandamálið. Hin ríkin verða líka að horfast í augu við sína ábyrgð í þessum efnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra. „Það er líka mjög hvimleitt að vera að beita þeim aðgerðum sem ESB hótar. Ég tala nú ekki um ef þær fara út fyrir lög og reglur, út fyrir alþjóðlega samninga alþjóða viðskiptastofnunarinnar, EES samninginn og fleira. Þá er það bara stríðsaðgerð af hálfu ESB í okkar garð að ætla að þvinga okkur til uppgjafar með slíkum aðferðum.
5ára
*
ábyrgð
» Makríllinn skilar gífurlegum tekjum inn í þjóðarbúið.
Mynd: Þorgeir Baldursson
Nýr SS4 frá Scanmar!
Það munum við ekki láta bjóða okkur. Ég kann því líka mjög illa að því er oftast hnýtt með að við séum óábyrg og sýnum engan samningsvilja og verið að reyna að klína þeim stimpli á okkur, sem Íslendingar eiga ekki skilið. Við höfum oft staðið hart á okkar málum og varið okkar hagsmuni á sviði sjávarútvegsmála og landhelgismála og höfum ætíð haft góðan málstað í þessum efnum, enda byggist tilvera okkar á því nýta auðlindir hafsins á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Við erum ein af ábyrgustu þjóðum heims í þessum efnum. Að fá slíkar einkunnir frá aðilum sem sjálfir henda fiski í sjóinn í gríðarlegum mæli og banna meira að segja að komið sé með hann að landi, finnst mér dálítið skrítið. Evrópusambandið ætti kannski að huga að sínum brottkastreglum og öðru slíku áður en það fer að skammast út í Íslendinga, segja að þeir séu óábyrgir í sínum fiskveiðimálum. Ég tel að við höfum einmitt sýnt það að við séum að nýta okkar auðlind á sjálfbæran hátt. Við höfum tekið sársaukafullar og dýrar ákvarðanir og til dæmis skorið niður veiðar á þorski í samræmi við tillögur vísindamanna. Þegar kreppan var í hæstu hæðum létum við ekki undan freistingunni um að auka veiði á þorski, sem margir töldu að ekki væri mikil áhætta. Við erum að uppskera af því núna. Þannig höfum við sýnt það í gegnum tíðina að við tökum ábyrgar ákvarðanir í þessum efnum. Auðvitað er slæmt að menn skuli ekki ná saman um makrílinn og ná veiðinni niður í það magn sem Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til. Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til að fara eftir ráðgjöfinni daginn sem við skrifum undir samning. Hinir hafa ekki meiri áhyggjur en svo að þeir hafa talað um að gera það í tveimur til þremur skrefum. Það mun ekki standa á okkur. Teljum við að við séum að ná samningum um sanngjarna hlutdeild, munum við draga úr veiðinni og fara að ráðgjöf í þeim veiðum eins og öðrum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Ný rafhlöðutækni - allt að tveggja mánaða ending á rafhlöðu
Þú getur treyst þeim upplýsingum sem berast frá nýja SS4 nemanum frá Scanmar. SS4 getur unnið á sama tíma í senn sem: • Aflanemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll) • Dýpisnemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll)
*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu
Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.
Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 Netfang: scanmar@scanmar.is • www.scanmar.no
2
maí 2012
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
útvegsblaðið
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans:
s
leiðari » Þorskur
Hingað og ekki lengra
n Aflamark: 141.889 n Afli t/ aflamarks: 115.803
M
akríldeilan stendur nú sem hæst, þegar styttist í að veiðar okkar á þessum verðmæta fiski eru að hefjast. Fyrir liggur að makríllinn kemur hingað á beit á hverju sumri og étur meira en milljón tonn út úr lífríkinu til að fita sig um fleiri hundruð þúsund tonn. Til þessara staðreynda vilja hvorki Norðmenn né Evrópusambandið taka tillit til. Að þeirra mati eigum við ekkert tilkall til þess að veiða þennan fisk. Hlutverk okkar sé einungis að fita hann fyrir þá sjálfa. Þeir kalla veiðar okkar óábyrgar en á undanförnum áratugum hafa þessar þjóðir veitt þennan fiski í sameiningu langt umfram tillögur alþjóðahafrannsóknaráðsins.
81.6%
» Ýsa n Aflamark: 38.722
85%
n Afli t/ aflamarks: 32.911
64,7% » Ufsi
» Karfi
87.4%
n Aflamark: 43.351
n Aflamark: 41.459
n Afli t/ aflamarks: 28.051
n Afli t/ aflamarks: 36.226
Þessa dagana er verið að dæma nokkra skipstjóra frá Hjaltlandseyjum í hæstarétti Skotlands í gífurlegar fjársektir fyrir að landa makríl og síld framhjá vigt. Slíkt framferði er álíka ábyrgt og að fleygja fiski í sjóinn í ótrúlegum mæli eins og hin sameiginlega fiskveiðistefna ESB hvetur til. Nú boðar ESB viðskiptahindranir gagnvart Færeyingum og Íslandi, sem standast hvorki samþykktir EES-samningsins né alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO. ESB og Noregur leggjast auk þess svo lágt að neita að endurnýja gagnkvæma fiskveiðisamninga við Færeyinga vegna þessara deilna. Stórmannlega að verki staðið. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lýsir þessum aðferðum í viðtali við Útvegsblaðið sem stríðsaðgerð af hálfu ESB og slíkt verði ekki látið viðgangast. Vonandi stendur Steingrímur við stóru orðin. Íslendingar eiga ekkert erindi inn í ríkjasamband, sem hefur áratugum saman klúðrað fiskveiðistjórnun sinni með svo eftirminnilegum hætti að varla finnst fiskistofn innan lögsögu þess, sem ekki er ofveiddur eða í útrýmingarhættu og slíkt framferði að auki ríkisstyrkt. Ríkjasamband sem áratugum saman keypti sér veiðiheimildir innan lögsögu annarra þjóða eins og Marokkó og launaði greiðann með rányrkju. Ríkjasamband sem stundaði rányrkju á Miklabanka við Nýfundnaland, sem meðal annars leiddi til hruns eins stærsta þorskstofns veraldar og veiðibanns 1992. Þorskstofninn þar er enn í rúst. Afstaða ESB í makríldeilunni gegn Íslandi og Færeyjum staðfestir yfirgang og ábyrgðarleysi ESB í fiskveiðum. Vonandi verða það fleiri í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur en Steingrímur sem sjá hverju við eigum von á með inngöngu í ESB og gera meira en að spyrna við fótum. Segja hingað og ekki lengra. Að selja sjálfstæði sitt ríkjasambandi sem kann ekki fótum sínum forráð, kann ekki góðri lukku að stýra. Hjörtur Gíslason
Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjórar: Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson ábm. Aðstoðarritsjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Geir A. Guðsteinsson, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 899 9964 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: Útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva. Útvegsblaðið kemur út átta sinnum á ári.
» Nú í vor var byrjað í Vestmannaeyjum á starfsfólki Vinnnslustöðvarinnar. Þar luku 108 starfsmenn slíku námskeiði í lok apríl og síðan er ætlunin að taka þúsund manns á næstu sjö til átta mánuðum .
Um 3.000 starfsmenn í fiskvinnslu á námskeiðum næstu tvö árin:
108 útskrifaðir í Vestmannaeyjum Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Nú er gert ráð fyrir að um 3.000 starfsmenn í fiskvinnslu sæki sérstök starfsmenntanámskeið á þessu ári og því næsta. Í síðustu kjarasamningum við fiskverkafólk var ákveðið að gera ákveðnar viðbætur við starfsmenntanám fiskvinnslufólks og samið um sérstök viðbótarnámskeið. Þetta verða bókleg námskeið, 15 klukkustundir samtals og eru fyrir þá sem eru búnir að ljúka grunnnámskeiðum. „Grunnnámskeiðin hófust 1986 um haustið og hafa verið í gangi síðan með eðlilegum breytingum. Þetta verður viðbót við þau og er töluvert
átak,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Samtaka fiskvinnslustöðva. „Við erum nýlögð af stað með þessi námskeið og búin að taka alla starfsmenn í fiskmjölsverksmiðjum á þau. Það var gert á átta stöðum á landinu í desember og janúar. Og nú erum við að halda áfram. Nú í vor var byrjað í Vestmannaeyjum á starfsfólki Vinnnslustöðvarinnar. Þar luku 108 starfsmenn slíku námskeiði í lok apríl og síðan er ætlunin að taka þúsund manns á næstu sjö til átta mánuðum og á síðari hluta næsta árs fari þúsund til fimmtán hundruð til viðbótar á þessi námskeið. Það voru kennarar frá Fisktækniskólanum í Grindavík og frá Matvælaskóla Sýni, sem sáu um kennsluna í Eyjum. Mat-
vælaskóli Sýni verður með kennslu um allt land, en Fisktækniskóli Suðurnesja í Grindavík verður með svæðið frá Eyjum til Snæfellsness. Fleiri kennarar eiga eftir að koma við sögu í kennslu í sjálfstyrkingu. Við teljum mikla þörf á þessum námskeiðum og reynum að vanda vel til þeirra. Það er nauðsynlegt fyrir allt starfsfólk í fiskvinnslu að koma á slík námskeið, en ég geri ekki lítið úr því að fjölmörg fyrirtæki eru á ýmsum tímum innan ársins með afmörkuð námskeið í gangi. En þau námskeið sem ég er að fjalla um eru bundin í kjarasamningum og í þeim reynum við að taka mið af þeim kröfum sem eru uppi á hverjum tíma,“ segir Arnar Sigurmundsson.
Samherji sækir um vottun frá MSC Samherji hf. hefur sótt um vottun Marine Stewardship Council á veiðum sínum á þorski, ýsu og síld í Norðaustur-Atlantshafi. Veiðarnar verða metnar af hinu sjálfstæða matsfyrirtæki Food Certification International. Verði vottunin að veruleika nær hún til um 22.440 tonna af þorski, 4.680 tonna af ýsu og 36.620 tonna af síld. Flotinn sem stundar veiðarnar á þorski og ýsu telur 13 ferskfisk- og frystiskip sem eru frá 40 til 70 metrar að lengd og nota botntroll og línu. Síldveiðarnar stunda 4 uppsjávarveiðiskip sem eru 60 til 110 metra löng og nota flottroll og nót við veiðarnar. Afurðirnar sem úr þessum veiðum koma eru meðal annars ferskir þorsk- og ýsuhnakkar, lausfrystir fiskbitar í því formi og þyngd sem kaupendur óska og lausfryst flök. Úr síldveiðunum kemur heilfryst síld og flök. Hluti sílarinnar fer í vinnslu á mjöli og lýsi, en það er að mestu hráefni sem fellur til við flökunina. Helstu markaðir Samherja eru í Evrópusambandinu, Austur-Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Svara óskum kaupenda Gústaf Baldvinsson, yfirmaður sölumála segir að nokkur undanfarin ár hafi Samherji og tengd fyrirtæki fylgst með framvindu vottunarinnar
hjá MSC. Ljóst sé að MSC hafi skilað góðum árangri í vottun á sjálfbærum veiðum víða um heim. Stöðugt fleiri fyrirtæki hafi ákveðið að sækja um óháða vottun á fiskveiðum sínum og fiskvinnslu eins og dótturfyrirtæki Samherja í Færeyjum og Þýskalandi svo og helstu keppinautar Samherja í Noregi. Komið hafi í ljós að viðskiptavinir Samherja leggi mikla áherslu á að fiskveiðar við Ísland hljóti vottun frá MSC. Með því að sækja um vottun á veiðum og vinnslu á þorski, ýsu og síld frá Íslandi sé fyrirtækið að svara þessum óskum. Matið og vonandi vottun MSC muni staðfesta að umsvif fyrirtækins í sjálfbærum veiðum mæti væntingum viðskiptavina Samherja. Gísli Gíslason, ráðgjafi MSC á Íslandi fagnar því að veiðar Samherja á þorski, ýsu og síld skuli vera komnar inn í matsferli MSC. Aukin þátttaka fiskveiða við Ísland í mats- og vottunarferli MSC sýni að óháð og trúverðug vottun skipti máli og að markaðir fyrir sjávarafurðir fari í auknum mæli fram á slíka vottun. Hið óháða gagnsæja vottunarferli sem sé nauðsynlegt til að öðlast vottun MSC veiti trúverðugleika og styrki svæðisbundar yfirlýsingar um ábyrga fiskveiðistjórnun. „Ég óska Samherja góðs gengis í matsferlinu vonast eftir hjákvæðum niðurstöðum snemma á árinu 2013,” segir Gísli Gíslason.
Til hamingju með daginn!
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Íslenskur sjávarútvegur og framlag sjómanna skiptir okkur öll máli. Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
4
maí 2012
útvegsblaðið
Margeir Guðmundsson skipstjóri á Skinney segir humarinn stærri og betri í ár en í fyrra:
Slæmt að fá mikið af fiski með Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
„Það er norðaustan strengur hérna á okkur í Breiðamerkurdýpinu, skítaveður, 18 til 23 metrar og bara frekar leiðinlegt. Við erum nýbúnir að hífa og ég er að hugsa um að skella mér bara heim í kaffi og fara út aftur í kvöld, þegar lægir. Það er stutt að fara og ekki gott að stunda veiðarnar í svona veðri. Það er bæði skaksturinn og svo hitt að humarinn virðist grafa sig niður í botnleðjuna í slæmum veðrum þegar sjórinn þyngist og því veiðist minna,“ sagði Margeir Guðmundsson, skipstjóri á Skinney SF, þegar Útvegsblaðið ræddi við hann á mánudag. Skinney er gerð út af Skinney Þinganesi á Höfn í Hornafirði. Þeir fóru út á sunnudag og voru búnir að hífa tvisvar. „Þetta er svona nudd. Það voru einhver 250 kíló af humri miðað við hala og um hálft tonn af fiski með í hvoru holi. Þetta er ágætt bara en við erum að toga svona fjóra og hálfan til fimm tíma.“ Humarinn fer svo beint í kör í krapa til kælingar og er unninn í landi, en fiskurinn fer reyndar sömu leið líka. Það heyrir fyrir löngu sögunni til að humarinn sé slitinn úti á sjó. Hann er svo frystur heill í landi, nema brotinn humar eða sá sem stenst ekki gæðakröfur að fullu. Sá humar er slitinn og frystur þannig. „Þetta er alveg ágætur humar sem
» Það er bæði skaksturinn og svo hitt að humarinn virðist grafa sig niður í botnleðjuna í slæmum veðrum þegar sjórinn þyngist og því veiðist minna,“ sagði Margeir Guðmundsson, skipstjóri á Skinney SF.
við erum að fá núna, heldur betri og stærri en á síðasta ári. Búinn að vera það svona heilt yfir þessa vertíðina,“ segir Margeir. Þeir fóru í fyrstu veiðiferðina á þessari vertíð í enda mars og verða líklega að fram í desember. Eftir áramót tekur svo við hjá þeim hefðbundin netavertíð fram að hrygningarstoppi og þá tekur humarinn við að nýju. Yfirleitt er leyfilegt að veiða humarinn frá miðjum mars og út september, október en svo hafa menn verið að fá leyfi til að stunda veiðarnar fram í desember. Aflinn hjá þeim á Skinney er nú
kominn í 28 til 30 tonn miðað við hala eins og kvótinn er reiknaður, en það svarar til 90 til 100 tonna af heilum humri. „Við erum með góðan kvóta á Skinneynni, um 90 tonn af hölum og svipaður kvóti er á Þóri, sem er líka gerður út af Skinney Þinganesi. Við höfum verið hérna á austursvæðinu eins og venjulega framan af vertíð. Veiðin byrjar hérna fyrir austan og við erum venjulega hér fram að sjómannadegi, en þá förum við á vestursvæðið og erum þar fram í október og komum svo aftur heim á austursvæði til að klára fram í desember. Veiðin er slakari hér fyrir austan yfir
hásumarið. Sunnlendingarnir eru búnir að vera hérna í vor en eru nú farnir vestur fyrir og við erum farnir að horfa í þá áttina líka. Þeir hafa verið að fá ágætlega þar. Vestursvæðið nær eiginlega alveg frá Vestmannaeyjum norður í Jökuldýpið. Við höfum venjulega verið svolítið í Jökuldýpinu, norðan og sunnan við Eldey og á Selvogsbankanum og eins Háfadýpinu. Þetta eru næg verkefni fyrir okkur út árið,“ sagði Margeir. Það er svolítið mismundi eftir veiðiferðum hve mikið þarf að slíta í landi, það fer eftir því hvað humarinn er laskaður. „Við höfum verið að
reyna að forðast að fá mikið af fiski með humrinum, en það hefur verið óhemju mikið af fiski í vor. Við höfum farið í 30 til 40 tonn af fiski með humrinum í róðri í átta til níu holum. Við höfum mest fengið níu og hálft tonn af fiski með í einu holi. Þetta er aðallega þorskur, en svo er kokteill með, ýsa, skötuselur og lýsa. Við þurfum bæði að spara bolfiskkvótann en það er heldur ekki gott fyrir humarinn ef mikið kemur með í trollið af fiski. Þá brotnar hann meira bæði í trollinu og móttökunni. Það þýðir verri nýtingu í landi og lægra verð. Annars er ljómandi gott verð fyrir humarinn og bara góð afkoma af þessum veiðum,“ sagði Margeir Guðmundsson.
3J=E:?8 UMHVERFISVÆNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI
PD-5 Boost-efnin eru byltingarkennd bætiefni fyrir eldsneyti. Hægt er að nota efnin með öllum tegundum fljótandi jarðeldsneytis. PD-5 Boost dregur úr:
20%
ALLT AÐ ELDSNEYTISSPARNAÐUR
• • • • •
Mengun og gróðurhúsalofttegundum í útblæstri Reyk um allt að 60% Nituroxíðum (NOx um allt að 44%) Kolsýrlingi (CO um allt að 55%) Koltvísýringi (CO2, sem nemur eldsneytissparnaði, 5-20%) • Hávaða í vélum (dregur úr vélabanki)
50%
YFIR MINNI MENGUN
UMSÖGN: Þorbjörn hf. gerir úr 4 línuskip sem öll nota PD-5. Andrés Guðmundsson hjá Þorbirni hf. segir að fyrirtækið spari meira en 6% eldsneyti og að sótvandamál sé úr sögunni í þeim skipum. Aðrar prófanir: Prófanir um borð í íslenskum fiskiskipum og öllum gerðum ökutækja sýna umtalverðan eldsneytissparnað og að sót minnkar verulega. PD-5 er nú notað í fiskimjölsverksmiðju með góðum árangri.
E Y TISK
O
N
STN AÐ
L •
E LD S
Verslun okkar er opin: Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 8.00 - 17.30. Föstudaga frá 8.00 - 17.00.
•
KAR ÆK
Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík • www.kemi.is kemi@kemi.is • Sími: 544 5466
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN! VIÐ HJÁ N1 SENDUM SJÓMÖNNUM OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA OKKAR BESTU KVEÐJUR Á SJÓMANNADAGINN
WWW.N1.IS
Meira í leiðinni
6
maí 2012
útvegsblaðið
Steingrímur J. Sigfússon bindur vonir við að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða ljúki fyrir þinglok í vor:
Boðið upp á meiri stöðugleika Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
„Ég tel að í frumvörpunum séu sjávarútveginum búin góð skilyrði og traust umgjörð. Eitt af því sem við erum að gera í þessum frumvörpum er að þar er verið að sameina á einum stað í heildarlöggjöf um stjórn fiskveiða, lög sem áður voru tvískipt og jafnvel þrískipt. Við erum að taka dálítið til í löggjöfinni í leiðinni og er það löngu tímabært. Menn hafa kvartað undan óvissu sem vissulega hefur verið uppi í gegnum pólitísk átök við hverjar kosningar. Nú er boðið upp á meiri stöðugleika en áður hefur þekkst með nýtingarleyfi til 20 ára í fyrstu og sá stöðugleiki, sem þannig myndast, hlýtur að skipta útgerðina miklu. Að auki þannig búið um hnútana að allt af verður 15 ára fyrirsjáanleiki. Slíkur stöðugleiki hefur ekki verið til staðar fram að þessu. Auðvitað sjá margir í sjávarútveginum þetta og finnst það ekki svo galið að því tilskyldu að gjaldtakan sé hófleg og ekki sé alltof mikið sett í potta. Það eru margir kostir í þessu fyrir greinina. Því má reyndar ekki gleyma að þarna takast á miklir hagsmunir, en átökin eru ekki bara milli stjórnvalda og útgerðarinnar, heldur líka innan greinarinnar og þar er haldið loki ofan á potti líka,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sjárvarútvegs- og landbúnaðarráðherra í viðtali við Útvegsblaðið. „Frumvörpin eru nú bæði í vinnslu hjá atvinnuveganefnd. Nefndin hefur lokið móttöku gesta og farið yfir tugi umsagna. Þá hefst úrvinnslan og nefndarmenn skoða gagnrýni og athugasemdir sem eru settar fram og það sem mönnum sýnist málefnalegt í þeim. Oftast taka þá málin einhverjum breytingum, því auðvitað tökum við fullt mark á öllum rökstuddum og málefnalegum sjónarmiðum sem berast og reynum að lagfæra málin til þess að koma til
» Sjávarútvegsráðherra telur strandveiðarnar nauðsynlegan þátt í samsetningu íslensks sjávarútvegs og vel fallnar til nýliðunar í stétt sjómanna. Mynd: Magnus Fröderberg/norden.org
móts við slíkt eftir því sem er mögulegt. Þannig að það liggur auðvitað í loftinu að nú einbeiti nefndin sér að því að skoða hvort hún geti gert ein-
Allt til togveiða Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 www.isfell.is • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
hverjar tæknilegar og efnislegar lagfæringar til að koma til móts við þau málefnalegu gagnrýnu sjónarmið sem mönnum sýnast vera gild. Aðferðafræðilegar athugasemdir Í tilviki veiðigjaldafrumvarpsins eru það náttúrulega bæði aðferðafræðilegar athugasemdir sem er rétt og skylt að fara yfir og spurningin um gjaldtökuna, hvað sé hóflegt í þeim efnum. Mjög rækilega verður farið yfir það og ráðuneytið aðstoðar nefndina eftir þörfum og eftir því sem óskað verður eftir því. Gjaldtakan hefur orðið mjög fyrirferðarmikil í umræðunni og kannski fengið meiri athygli en breytingarnar á fiskveiðistjórnuninni. Manni kemur það svo sem ekkert á óvart vegna þess að vissulega þóttu mönnum þetta háar tölur. Það hefur síðan verið tekist á um forsendur útreikninga. Við teljum að sumir, sem hafa verið að rýna í frumvarpið, hafi dregið upp alltof dökka mynd af áhrifunum, sem þetta myndi hafa á greinina. Auðvitað tekur maður því alvarlega þegar því er haldið fram að talsvert af fyrirtækjum muni ekki ráða við greiðslurnar. Það er sá raunveruleiki sem birtist í þessu að sum fyritækjanna eru enn illa skuldsett og hafa þar af leiðandi minna þol fyrir gjaldtöku, sem miðað við eðlilegan efnahag, þau réðu auðveldlega við. Tölurnar verða svona háar vegna þess að framlegðin í sjávarútveginum er sem betur fer gríðarlega mikil miðað við áferði eins og það er núna. Aðferðin er hins vegar þannig að formúlan er mjög næm á afkomuna og framlegðina og gjaldið getur lækkað jafnhratt og horfið eins og það getur auðvitað hækkað í góðu árferði. En hvar liggja hin hóflegu mörk í þessu? Það er það
sem aðallega er glímt um og síðan að hvaða marki og hvernig er nauðsynlegt að taka tillit til þeirrar skuldastöðu, sem er hjá hluta fyrirtækjanna. Að sjálfsögðu er ekki ætlast til annars en þetta geri að öll venjulega rekin fyrirtæki í sæmilegu ástandi ráði vel við þessa gjaldtöku þannig að þau geti eftir sem áður fjárfest og byggt sig upp. Það er markmiðið.“ Er þá verið að tala um að draga einhverja eina línu og þeim sem lenda öfugumegin línunnar verði þá hjálpað með sérstökum aðgerðum? „Það er auðvitað hægt að mæta því á tvenna vegu. Það er hægt taka tillit að einhverju leyti til þessara skulda, til dæmis þeirra sem hafa stofnast við kaup á veiðiheimildum á nýliðnum árum og eru þá í sjálfu sér fjárfesting innan greinarinnar, en þar sé þá ekki verið að tala um skuldir á fyrirtækjunum vegna annarra fjárfestinga. Þá er líka hægt að lækka viðmiðanir þannig að hífa megi sem flest fyrirtæki uppfyrir strikið eins og að orði má komast. En eins og ég hef líka sagt, erum við ekki að leita hér að samnefnara hins minnsta. Við erum ekki að reyna að finna út hvað sérstakt veiðigjald megi hátt vera til þess að allra verst rekna og skuldugasta fyrirtækið ráði við það. Þá yrði gjaldið ekki hátt og sennilega ekki neitt. Þá erum við ekki að nálgast neitt markmið um að á góðum tímum skili greinin meiri rentu til þjóðarinnar gegn afnotunum af auðlindinni.“ Finnum hóflega lendingu Ertu bjartsýnn á að samkomulag náist um þessi frumvörp? „Samkomulag veit ég svo sem ekki. Ég hef nú ekki enn hitt þá innan sjávarútvegsins sem taka því fagnandi að greiða meira eða leggja meira að mörkum en áður, þó þeir
séu vissulega til. Maður hittir reyndar á fólk sem með stolti og ánægju borgar sína skatta, jafnvel hátekjuskatt eða auðlegðarskatt vegna þess að það vill leggja sitt að mörkum og getur það. Sem betur fer eigum við slík eintök hér á Íslandi eins og annars staðar. Almennt séð er ég ekkert að búast við því að menn fagni íþyngjandi breytingum, en að sama skapi er mikill stuðningur og skilningur orðinn á því að það er ekki ósanngjörn krafa að þjóðin fái meiri arð af auðlindinni við svona aðstæður. Hún þarf á því að halda. Ríkissjóður þarf á því að halda og það kemur sér vel. Við getum notað þá fjármuni í, eftir atvikum, að stoppa upp í gatið á ríkissjóði eða setja góðar framkvæmdir af stað að því marki sem menn teldu svigrúm til slíks. Ég held að við finnum hóflega lendingu í þessu og hún verði vel undirbyggð og rökstudd. Í leiðinni hafa menn sniðið af ákveðna aðferðarfræðilega galla, sem auðvitað eru til staðar. Það er aldrei nein aðferðarfræði óumdeild í svona lögðuðu. Þá mun verða meiri sátt um þetta. Ég fæ þau skilaboð frá mörgum að menn séu ekki að mótmæla því að greinin greiði umtalsvert hærra veiðigjald við þessar aðstæður. Menn vilja bara hafa tryggingu og fullvissu fyrir því að það sé hóflegt. Það sé eitthvað sem allur þorri ráði sæmilega við.“ Í umræðunni hefur komið fram sú skoðun að frumvörpin hafi verið illaundirbúin og án samráðs við hagsmunaaðila. Er það svo? „Eftir að ég kom að þessu upp úr áramótunum höfðum við ekkert langan tíma og urðum að slá í klárinn og ljúka þessu eins og við gátum til framlagningar. Það tókst þó við hefðum til þess skamman tíma. Ég tel að sú vinna hafi verið vönduð og það sé ekki auðvelt að sýna fram á frumvörpin séu illa unnin eða gloppótt. Ég bendi á mjög ítarlegar greinargerðir og rækilegan rökstuðning fyrir þeim. Það er helst að menn hafi deilt um tiltekna þætti aðferðafræðinnar í sambandi við veiðigjöldin. Þar höfum við vitað af ákveðnum veikleikum, sem tengjast því hvernig hægt er að framreikna þau, því byggt er á gömlum gögnum. Þannig að eftir stendur eiginlega sú gagnrýni, sem er alveg réttmæt, en er vandamál sem við er að stríða og er sama vandamálið í raun og veru og glímt er við í dag. Við þyrftum að hafa meiri samtímagögn, þegar við erum að nálgast ákvörðun um veiðigjald á hverju ári. Þau munu verða til. Það er bara spurning um tíma hvenær við getum stutt þannig við bakið á Hagstofunni til þess að hafa þessi gögn nær okkur í tímanum. Ég tel að frumvörpin sem slík séu fullkomlega frambærileg og menn hafi ekkert sýnt fram á miklar vitleysur eða veilur í þeim. Hitt er svo allt annað mál, hvort menn eru sáttir eða ósáttir við innihaldið. Því má ekki blanda saman. Nauðaþekkjum þeirra sjónarmið Um samráðið er það að segja að auðvitað byggir þetta á miklu starfi langt aftur í tímann og auðvitað ekki síst starfi sáttanefndarinnar. Hér er verið að tala um sömu aðferðarfræði, sama grunn. Því starfi var aldrei lokið í þeim skilningi að skildir voru eftir margir lausir endar, útfærsluatriðin sem menn vissu að yrðu mjög umdeild. Á einhverjum tímapunkti varð auðvitað að fá vinnufrið til að klára tilteknar tillögur og útfærslur á þeim. » Framhald á næstu síðu
ENNEMM / SÍA / NM52348
Aflaðu frétta með stærsta 3G neti landsins
Stærsta 3G net landsins
Með langdræga 3G neti Símans opnast sjómönnum möguleiki á háhraðanettengingu sem er sambærileg við þá sem býðst í landi. Vertu í persónulegu sambandi við fjölskyldu og vini með snjallsímanum eða spjaldtölvunni á 3G neti Símans.
8
maí 2012
Hvorki var til þess tími né kannski pólitískar aðstæður að vinna þetta á lokasprettinum í einhverju opnu ferli með alla hagsmunaaðila inni við borðið. En ég upplýsti þá um gang vinnunnar og við nauðaþekkjum þeirra sjónarmið, enda hafa þau legið fyrir. Ég er því ekki viss um að það hefði breytt miklu að lengri tími hefði verið til stefnu eða að málin hefðu verið borin undir þá. Menn verða að gera greinarmun á samráði og því að þekkja sjónarmið og hinu að menn ráði niðurstöðunni. Mér finnst á stundum sumir vinir mínir leggja þann skilning í það þegar þeir eru að krefjast meira samráðs, að það eigi
að þýða að þeir eigi að ráða niðurstöðunni. Hún eigi bara að vera eftir þeirra höfði. Það er ekki þannig. Það er að lokum ég sem ráðherra sem ber ábyrgð á innihaldi þeirra frumvarpa sem ég legg fram og flyt. Þannig verður það að vera. Svo takast menn á um það hvort það er gott eða ekki gott. Síðan fer það í hið hefðbundna þinglega ferli, þar sem allir geta komið sínum sjónarmiðum að og undan hverju geta menn þá í raun og veru kvartað? Nema þá því að niðurstaðan sé ekki nákvæmlega sú sem þeir hefðu viljað. En hvenær í ósköpunum yrði það og hvenær myndum við gera eitthvað í sjávarútvegi á Íslandi,
Brúarstólar fyrir skip og báta Með eða án loftfjöðrunar
Fiskislóð 57-59
101 Reykjavík
s. 5622950
www.reki.is
sem væri háð því að allir yrðu sammála um það? Ég hræddur um að þá hreyfðist lítið áfram hjá okkur.“ Gengið strax frá skiptingunni Það er ekki bara deilt á gjaldtökuna. Það er af ýmsu að taka í frumvarpinu um stjórn fiskveiða líka, ekki satt? „Já, það er ýmislegt sem er umdeilt í þessu. Hrygglengjan í frumvarpinu er að ganga frá því að sameignin á auðlindinni sé algjörlega skýr. Að skilgreina réttinn sem menn fá, nýtingarrétt í formi leyfa til tiltekins tíma. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir leyfum til 20 ára, en fyrra frumvarp var með 15 ár. Þannig er komið til móts við það sjónarmið að menn þurfi kannski ívið meiri fyrirsjánleika í byrjun. Hér er ekki farin sú leið, eins og í fyrri hugmyndum, að fyrna aflaheimildir á löngum tíma yfir í potta eða til ríkisins, kannski jafnvel hærra hlutfall veiðiheimildanna, en þetta frumvarp gengur út á. Heldur að ganga frá upphafsskiptingunni strax milli hluta eitt sem handhafar nýtingarleyfanna fá og hlutar tvö sem ríkið hefur með höndum. Þar er nú ekki farið brattara í það en svo að tekin er núverandi staða yfirstandandi fiskveiðiárs í bolfisktegundunum fjórum, þorski, ýsu, ufsa og steinbít, og hún er sú sem ríkið heldur hjá sér og síðan er sama prósenta sem er í gildandi lögum á aðrar kvótasettar tegundir, 5,3%. Þetta myndar upphafspottinn hjá ríkinu. Síðan er það vissulega þannig að þegar kemur að aflaaukningu umfram 15 ára meðaltalsafla, er þeirri aukningu skipt öðru vísi. Hún hefur engin áhrif á undirliggjandi skiptingu hlutdeildanna, hún er föst og varanleg. Á meðan slík aflaaukning varir fær ríkið hærri hlutdeild af henni til ráðstöfunar í byggðar- og félagslegar aðgerðir, ívilnanir og til leigu. Það er vissulega rétt að upphafsstaðan er viðbótar framlag annarra kvótabundinna tegunda inn í þessar jöfnunaraðgerðir, enda hafa menn fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að ósanngjarnt sé að leggja allar byrðarnar af byggðar- og félagslegum ráðstöfunum á bara fjórar bolfisktegundir, að það dreifist ekki á alla greinina. Auðvitað var komin niðurstaða um að slíkt yrði að jafna. Sú leið, sem þarna er farin, er byggð á þeim grunni. Auðvitað þykir engum
gott að þurfa að leggja meira af mörkum, sem hafa sloppið við það hingað til, en þá vill svo vel til að almennt eru það útgerðir sem standa vel að vígi, uppsjávarfyrirtækin og fyrirtæki með breiða veiðireynslu í mörgum tegundum, sem leggja þá meira að mörkum núna, enda hafa þau sloppið vel hingað til í sjálfu sér. Ég tel að það sé ágætt jafnvægi í þessu og færa megi sanngirnisrök fyrir því hvernig þetta er sett upp. Það sé betra að ganga frá málinu heldur en horfa á eitthvert árabil þar sem jafnt og þétt er verið að mjatla eitthvað af útgerðunum eins og fyrri hugmyndir gengu kannski út á. Þá taka menn þetta út núna og hugmyndin hefur til dæmis verið að mæta því með ákveðnum þrepum í veiðigjöldunum, að þau yrðu lægri fyrstu árin, í og með til að mæta þessu, til að gefa sjávarútveginum aðeins meira svigrúm til að greiða niður skuldir sínar. Hann hefur vissulega verið að gera það og það er gott. Þessi góða afkoma sjávarútvegsins hefur komið sér ákaflega vel fyrir hann, fyrir þjóðarbúið og okkur öll. Skuldir hafa lækkað umtalsvert Staða sjávarútvegsins hefur styrkst alveg gríðarlega á síðustu fjórum árum og eiginfjárstaða hans snarlagast. Skuldirnar hafa lækkað umtalsvert og greinin er að komast í miklu betra ástand en hún var í 2008, enda var það satt best að segja skelfilegt. Við eigum held ég öll að gleðjast yfir því og ekki síður yfir hinu, að það eru ágætir tímar framundan í sjávarútveginum. Það er ég sannfærður um. Þorskstofninn er greinilega á mikilli uppleið, ástand flestra annarra tegunda er nokkuð gott. Loðnuveiðin var mjög mikil í vetur og makríllinn er góð búbót. Menn geta því ekki beinlínis kvartað yfir því að ekki hafi árað allvel, þegar saman fer mjög lágt raungengi á krónunni, ágætis aflabrögð og tiltölulega gott verð á mörkuðum. Verðið mun ekki gera neitt nema haldast eða hækka, nema ef efnahagsástandið þróast á enn verri veg á okkar stærsta markaðssvæði í Evrópu. En það mun þá aftur leiða til þess að veiðigjöldin munu lækka ef afurðaverð lækkar og tekjurnar þar með. Sú formúla er mjög næm á slíkar breytingar.“ En er það skynsamlegt að auka
útvegsblaðið
fjölda þeirra sem veiðar stunda með tilliti til hagkvæmni í veiðum, að færa heimildir frá þeim sem hafa af því fulla vinnu að nýta þær og færa til annarra, sem eru í hlutavinnu við veiðarnar eins og til dæmis strandveiðarnar? „Strandveiðarnar eru af minni hálfu, sem setti þær nú af stað, ekki hugsaðar sem neitt annað en það sem þær eru og eiga að vera. Þær eiga að vera alveg afmarkað og klárt neðsta lag í þessu, veiðar minnstu bátanna á þessum forsendum yfir vor- sumar- og haustmánuði. En þær þjóna margvíslegum og miklum tilgangi. Þær hleypa miklu lífi í minni sjávarplássin, þær geta verið og munu verða uppeldi fyrir komandi sjómenn, þær geta bætt afkomu þeirra sem hafa takmarkaðar veiðiheimildir eða eru með grásleppuleyfi og annað slíkt. Þær viðhalda ákveðinni fjölbreytni í útgerðinni, sem hefur verið á undanhaldi, en ein af verðmætum íslensks sjávarútvegs hafa verið þessi fjölbreytni. Hann á að standa saman af litlum fjölskyldufyrirtækjum, meðalstórum útgerðum og svo þurfum við auðvitað líka stór og öflug fyrirtæki sem geta gert hluti sem engir aðrir geta gert í formi mikillar sérhæfingar og tæknivæðingar. Ég held að kerfið þurfi að viðhalda þessari fjölbreytni. Ég sé það fyrir mér að það geri það ágætlega í gegnum strandveiðar, krókaaflamark og aflamarkskerfin. Dreifður leigumarkaður Það er misskilningur að halda að tilgangur kvótaþingsins og leigunnar sé eingöngu sá að skapa möguleika fyrir nýja aðila inn í greinina, sem engar veiðiheimildir hafa fyrir. Það á ekki síður og eiginlega frekar að þjóna þeim tilgangi sem felst í sveigjanleika og tilfærslu tegunda milli aðila í gegnum markað. Þar geta þeir sem hafa litlar veiðheimildir sótt sér viðbót og bætt sinn rekstur og nýtt betur fjárfestingu sína. Það mun allt leita jafnvægis og þróast eins og annað í þessu kerfi. Það á að geta orðið grundvöllur að heilbrigðari verðmyndun, ef markaðurinn verður nægilega virkur og djúpur. Er svo ekki eðlilegra að því marki sem leiga á veiðiheimildum er innan ársins, að það sé ríkið fyrir hönd þjóðar-
útvegsblaðið
maí 2012
9
Kvíði ekki þjóðaratkvæði Hvaða skoðun hefur þú á yfirlýsingu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að ný lagasetning um stjórnun fiskveiða henti mjög vel til þjóðaratkvæðagreiðslu? „Ég er nú tregur til að blanda mér mikið inn í það. Ég ætla ekki að blanda mér inn í kosningabaráttu einstakra frambjóðenda í þessum forsetakosningum. En auðvitað er mér málið skylt sem sjávarútvegsráðherra. Ég get þó sagt það eitt að það er frekar óhefðbundið ef farið er að gefa slíkt í skyn fyrirfram, um mál sem enn er í vinnslu og menn vita
ekki endanlega hvernig mun líta út. Hvernig það verði afgreitt af þinginu. Í öðru lagi hef ég sagt að ég væri í sjálfsögðu ekkert hræddur við að lögin færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held að þjóðin hafi mjög mikinn áhuga á því að reynt verði að gera breytingar á kerfinu, annars vegar að þjóðin fái eðlilegan arð af auðlindinni, fái hlut í auðlindarentunni og hins vegar að ganga frá því í fyrstu grein laganna að auðlindin sé ævarandi sameign þjóðarinnar. Þeirri atkvæðagreiðslu mun ég ekki kvíða, ef út í hana væri farið.“
GLORIA
®
» Það gefur á í sjávarútveginum um þessar mundir enda hart deilt um veiðigjöld og fiskveiðistjórnun.
innar, sem er eigandi heimildanna, fái þær leigutekjur frekar en að útgerðarmenn séu að leigja í stórum stíl hver af öðrum. Eða einhverjir útgerðarmenn séu að láta aðra veiða fiskinn fyrir sig og hafa af því tekjur. Það er eitt af því sem hefur verið mjög gagnrýnt hvernig þau mál þróuðust. Auðvitað hafa menn viðurkennt að á þeim málum hefði þurft að taka fyrir lifandi löngu. Frumvarpið gerir það meðal annars með því tengja leiguréttinn við veiðar. Menn ávinni sér rétt til að leigja frá sér í nokkuð takmörkuðum mæli eftir því sem þeir hafa notað meira af heimildunum sjálfir. Þannig er það sett í ramma, sem ég held að sé líka til bóta.“ Mun þá hver sem er geta leigt úr þessum potti, þegar þar að kemur? „Hugsunin er sú að það geti hver sem er gert, en settar verða reglur sem tryggja dreifingu veiðiheimildanna, þannig það geti ekki einhver einn eða örfáir komið og sópað öllu til sín í krafti peninga. Það verður tryggt að þetta verði dreifður leigumarkaður, sem margir geti sótt sér einhverja viðbót á, en þessar hugmyndir eru ekki endanlega mótaðar.“ Ertu viss um að þessi mál klárist fyrir þinglok í vor? „Við bindum að sjálfsögðu vonir við það. Mjög mikilvægt er að við komumst til botns í þessu máli. Við erum með tækifæri til þess í höndunum að ég held og mikilvægt er að nota það. Ég bið líka alla að hugleiða hinn kostinn, að takist okkur ekki að leiða þetta til lykta núna, er það ávísun á áframhaldandi átök og óvissu um þessi mál. Ekki er það sérstaklega skemmtileg framtíðarsýn fyrir einn eða neinn. Ég skynja það ennfremur, þrátt fyrir allan atganginn, auglýsingarnar og allt sem á hefur gengið, að almennur vilji sé til þess að við klárum þetta. Ég fæ skilaboð þess efnis úr sjávarútveginum, frá stórum og smáum fyrirtækjum, þannig að þeir sem hafa stýrt þessari teppalagningar- og gervigrasrótarherferð undanfarna daga, hafa líklega ekki alla þá á bakvið sig sem þeir telja sig vera að tala fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Þantroll
Nýr og léttari Helix þankaðall
Þanorkan þenur trolli› út. Stærra trollop. Trolli› heldur sér vel í miklum og strí›um straumi. Myndin af trollopi helst sk‡r og stö›ug á sónarnum. Au›veldara a› hífa og slaka trollinu.
– fyrir öll heimsins höf
10
maí 2012
útvegsblaðið
Arnar Sigurmundsson er sáttur við verðmyndum á fiski, bein viðskipti og uppboðsmarkaði:
„Þetta er ágætur kokteill“ Hjörtur Gíslason skrifar:
Fyrir nokkrum árum voru 270 til 280 fyrirtæki í fiskvinnslu að kaupa á innlendu mörkuðunum.
hjortur@goggur.is
„Keðjan sem tengir saman veiðar, vinnslu og sölu sjávarafurða má ekki slitna. Hún er lykillinn að góðum árangri á erlendum mörkuðum fyrir sjávarafurðir eins og kom fram í umfjöllun ykkar í síðasta Útvegsblaði um breska markaðinn. Auðvitað gerði maður sér grein fyrir því að staða okkar á sjávarafurðamörkuðunum í Bretlandi væri góð, en hún er í raun sterkari en ég hafði haldið. Maður er kannski heldur ekki alveg við gufugatið, eins og sagt var í gamla daga, að fylgjast með þróun mála. Þetta er mjög sérstakt og gott fyrir okkur Íslendinga,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Samtaka fiskvinnslustöðva í samtali við Útvegsblaðið. „Við vitum auðvitað að breski markaðurinn hefur verið mikilvægur fyrir okkur í mjög langan tíma. Það er hægt að fara aftur um 65 til 70 ár til að sjá það. Þrátt fyrir deilur við Breta vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar, hefur þessi markaður haldist vel. Ég held að það sé ekki síst vegna þess hve framarlega Íslendingar standa í sjávarútvegi, bæði veiðum, vinnslu og markaðssetningu. Staðan á Bretlandi er dæmi um það. Við vitum það líka núna, að þegar Icelandic Group var að selja fiskréttaverksmiðjur sínar í Bandaríkjunum, starfsstöðina í Kína og búið að selja í Þýskalandi og Frakklandi, kom mönnum ekki til hugar að selja verksmiðjurnar og þá gríðarlegu starfsemi, sem Icelandic Group, áður Sölumiðstöðin, hefur í Bretlandi. Það segir mikið til um það hve sterk staða okkar á breska markaðnum er. Ég býst við því að innbyrðis samkeppni Íslendinga á breska markaðnum hafi haft mikið að segja og þar hafa margir komið við sögu. Þeir hafa bæði verið í ferskum, frystum og unnum afurðum.
» Stundum er það einfaldlega þannig, að það geta orðið hamfarir af manna völdum og það er maður að óttast nú, segir Arnar Sigurmundsson.
» Fiskvinnslan á Íslandi stendur vel um þessar mundir. Gengi krónur er henni hagstætt og afurðaverð fremur hátt.
Íslensku sölusamtökin og fleiri aðilar, hafa verið með mjög markvissa markaðsstarfsemi í Bretlandi til margra ára. Þá hefur gæðavitundin og nálægðin við breska markaðinn og vöruvöndun hér heima verið að skila sér í þeirri staðreynd að við erum að fá mjög gott verð og erum mjög sterkir á markaðnum,“ segir Arnar.
Þessi keðja má ekki slitna Hvað áhrif munu hugmyndir um aðskilnað veiða og vinnslu og krafan um allan fisk á markað hafa á framvindu mála, verði þær að veruleika? „Sjávarútvegsfyrirtækin hafa verið að þróast þannig undanfarin ár, meðal annars með breytingum á stóru sölusamtökunum, að fyrirtækin stunda veiðar, vinnslu og markaðsstarf og
Sjómannadagurinn VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
V M - F él ag v éls t j ó r a o g m á lm t æ k n i m a n na Stór höfð a 2 5 - 1 1 0 Rey k j av í k - 5 7 5 9 8 0 0 - w w w. v m . is
jafnvel einnig ýmsar rannsóknir innan fyrirtækjanna. Þessi keðja má ekki slitna. Hún er mjög dýrmæt fyrir fyrirtækin. Það eru mörg fyrirtæki hér á landi, sem starfa þannig. Auðvitað skipta sölufyrirtækin stóru áfram miklu máli, en þarna er orðin mikil breyting. Þess vegna er ekki gott að aðskilja veiðar og vinnslu, að stór fyrirtæki þurfi að láta allt það hráefni sem skip þeirra og áhafnir veiða, fara á markað. Þá er ekkert öryggi fyrir því að það fólk, sem áður hefur búið við atvinnuöryggi til margra ára, hafi atvinnu af því að vinna í fiskvinnslu áfram. Við erum alfarið á móti því að þessu verði breytt. Þróist áfram með svipuðum hætti Hvað varðar kröfuna um allan fisk á markað erum hlynnt því að þetta kerfi þróist áfram með svipuðum hætti og verið hefur. Að útgerðarmenn, geti ráðstafað aflanum á innlenda fiskmarkaði, á erlenda fiskmarkaði og selt hann í beinum viðskiptum. Alla þess flóru viljum við hafa áfram. Hráefnisverð á innlendum fiskmörkuðum stendur fyllilega jafnfætis verði á erlendum mörkuðum. Einnig hafa nokkrar hindranir verið settar upp sem þýða það að verulega hefur dregið úr útflutningi á óunnum ferskum fiski á erlenda markaði. Ég tel það af hinu góða að hlutur innlendra fiskmarkaða vaxi. Þeir voru að selja rúm 90.000 tonn í fyrra, en komumst yfir 100.000 tonn þegar best var, en allt er þetta botnfiskur. Ég vona sannarlega að þeirra hlutur vaxi. Ég vona að þetta blandaða kerfi fái að vera áfram og þróast og ég veit ekki annað en að sæmileg sátt sé um það fyrirkomulag. Auðvitað eru alltaf fyrirtæki, sem eru mjög háð hráefnisöflun á fiskmörkuðum, kaupa jafnvel allt hráefni til vinnslu á þeim. Þeim svíður það þá, þegar ekki er nægilegt framboð af fiski á mörkuðunum og þau geti þess vegna staðið uppi hráefnislaus. Sjávarútvegurinn hefur verið að þróast
þannig að fyrirtækjum hefur fækkað. Fyrir nokkrum árum voru 270 til 280 fyrirtæki í fiskvinnslu að kaupa á innlendu mörkuðunum. Þessi tala hefur lækkað um helming, en þarna eru bæði stórir og smáir verkendur. Ég held að þróunin verði einfaldlega svona áfram, það verði bein viðskipti með fisk, fiskur verði seldur á innlendu mörkuðunum og auðvitað verði eitthvað flutt út af ferskum fiski. Þetta er ágætur kokteill, sem vonandi verður á boðstólum áfram,“ segir Arnar. Hamfarir af mannavöldum Er staðan í fiskvinnslunni þá bara nokkuð góð? Þegar horft er yfir heildina verður að segjast alveg eins og er að með gengisbreytingunni, sem birtist okkur fyrst í mars 2008, vænkaðist hagur fiskvinnslunnar og saman fór, að það voru há afurðaverð fyrir en alltof sterk króna. Afurðaverðið hefur að mestu haldist hátt, þó einhversstaðar hafi gefið eftir. Það breytir því ekki að ég held að fiskvinnsla hér á landi sé í þokkalega góðum málum nú um stundir og hefur það ekkert verið að gerast á einni nóttu. Við þurfum ekki nema horfa nokkur ár aftur í tímann til að sjá að hagræðing í veiðum og vinnslu hefur verið að skila sér í því, að fyrirtækin hafa verið að ná betri árangri í rekstri og ekki má gleyma því að tæknivæðingin hefur þar haft sitt að segja. Í heildina tekið verð ég að segja eins og er, að fiskvinnslan eða flestar greinar hennar standa nokkuð vel. Það gerist sjaldan að allar greinarnar gangi vel. Við þurfum til dæmis ekki að leita mörg ár aftur tímann þegar rækjuvinnslan gekk mjög illa. Síðan hefur hún rétt nokkuð úr kútnum en þá hafði það gerst á meðan að verksmiðjunum í landi hafði fækkað mjög mikið. Ef horft er heildstætt yfir þá hafa uppsjávarveiðar og –vinnsla gengið vel og botnfiskvinnslan hefur gert það einnig. Auðvitað er hráefnisskortur vandamál hjá mörgum fyrirtækjum, en fram undan er aukning í þorskafla, skyldi maður ætla, en samdrátttur hefur verið í ýsunni. Þannig að frá náttúrunnar hendi og með tilliti til afurðaverðs ætti útlitið að vera nokkuð gott. En stundum er það einfaldlega þannig, að það geta orðið hamfarir af manna völdum og það er maður að óttast nú,“ segir Arnar Sigurmundsson.
Hver ávaxtar peningana þína? Íslensk verðbréf Eru elsta eignastýringarfyrirtæki landsins Standa traustum fótum Ávaxta fjármuni einstaklinga sem og fagfjárfesta Hafa á að skipa reynslumiklu og traustu starfsfólki Hafa þína hagsmuni að leiðarljósi
Við öflum fyrir þig Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is
Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is
12
maí 2012
Ö
ryggi sjómanna – Vélbúnaður í lagi . Nú eru strandveiðar að hefjast og margir sjómenn að gera báta sína tilbúna til sumarveiða. Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að bátar séu dregnir til hafnar eftir að hafa lent í vélabilunum. Mikilvægt er að menn yfirfari vel allan vélbúnað báta sinna og hafi ávallt meðferðis nauðsynlegustu varahluti þegar farið er í sjóferð. Saggi í eldsneytistönkum báta hefur títt verið orsök vélastöðvunar sem og óhreinindi í þeim. Sagginn myndast eftir langa legu í eldsneytistönkum og því ættu sjómenn ávallt að þrífa tanka sína fyrir úthald eftir langa legu sem og að hafa slík þrif sem hluta af reglubundnu viðhaldi. Þá ber að gæta vel að frágangi eldsneytistanka eftir hreinsun. Varast ber að maka of miklu af þéttiefni sem þá gæti lent í olíunni og stíflað lagnir. Hafa þarf góðar gætur á öllum hliðarbúnaði við vélar. Kælikerfi véla ásamt sjóinntökum þarf að fylgjast reglulega með. Hosur á lögnum þorna og harðna með aldrinum og einnig þarf að yfirfara hosuklemmur. Góð sjómennska er að endurnýja hosur með reglubundnu millibili. Þá er mikilvægt að efnisval sjólagna sé rétt en ekki má blanda saman ákveðnum efnum en slíkt getur orsakað bráðatæringu. Menn skulu því vanda vel allt efnisval. Sækjum sjóinn af fullkomnu öryggi og siglum heilir í höfn að veiðferð lokinni. Kveðja, Slysavarnaskóli sjómanna.
útvegsblaðið
Heildarafli íslenskra skipa í apríl í tonnum: 2012: 2011: 2010:
80.340 36.756 79.699
2009:
99.267
2008:
130.871
2007:
122.368
2006:
84.383
2005: 2004: 2003:
117.612 81.300 72.600
Þorskurinn var sem áður mest veidda botnfisktegundin, en þorskaflinn var tæp 16.100 tonn, og jókst um 2.700 tonn frá aprílmánuði 2011.
Aukningu heildaraflans má helst rekja til aukinna kolmunnaveiða:
H
rygning rauðátu er skammt á veg komin í sjónum umhverfis Færeyjar og gróður skammt á veg kominn, samkvæmt nýjasta leiðangri færeysku Hafrannsóknastofnunarinnar. Sjávarhiti á landgrunninu var um 7 gráður og selta í meðallagi. Lítið var um gróðursvif nema helst í Vogahafi og í heildina var gróður fremur seint á ferðinni. Fremur lítið fannst af dýrasvifi, en það sem fannst var mest rauðáta frá síðasta ári. Lítið var um rauðátu frá þessu ári. Mest var þó um hana í Vogahafi, þar sem plöntusvifið var lengra á veg komið og rauðátan byrjuð að hrygna. Aðeins sást smávegis af fisklirfum á grynnri slóðum og var það mest þorskur. Nær ekkert sást af lirfum sandsílis. Fisklirfur úr hrygningu í ár eru mjög smáar á þessum árstíma og ráða aðeins við mjög smáa fæðu. Ársgömul rauðáta er of stór fyrir þær, en áta úr hrygningu vorsins hentar þeim vel. Þar sem mest af átunni var frá síðasta ári leiðir til þess að fæðumöguleikar lirfanna eru enn ekki góðir. Bæði gróðurinn og hrygning rauðátu er komin nokkuð áleiðis og því verður fljótlega meiri fæða fyrir lirfurnar. Það leiðir einnig af sér að aðstæður fyrir óklaktar lirfur eru að verða nokkuð góðar. Farið verður í seiðaleiðangur í júní og þá kemur framvindan betur í ljós.
Á
Tálknafirði er lokið við rekstur á um 151 m löngu stálþili sem auglýst var til útboðs síðla í júlí í fyrra, en þessa dagana er unnið við að steypa kantinn. Verkefnið hefur gengið nokkurn veginn skv. áætlun þó slæm vetrartíð hafi seinkað framkvæmdum um tíma. Frá þessu er greint á heimasíðu Siglingastofnunar. Íslenska Gámafélagið hefur annast verkið en fyrirtækið átti lægsta boð. Verið er að undirbúa útboð á þekju og raflögnum sem gert er ráð fyrir að verði unnið með haustinu og þetta verk á Tálknafirði þar með fullklárað. Mynd: sigling.is
Heildaraflinn jókst um rúm 43.000 tonn Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum aprílmánuði nam alls 80.340 tonnum, samanborið við 36.756 tonn í apríl 2011. Þegar heildarafli mánaðarins er metinn á föstu verði var hann 32,8% meiri en í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins hefur heildaraflinn aukist um 29,9% miðað við sama tímabil í fyrra, sé hann metinn á föstu verði. Í nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að botnfiskaflinn nam tæpum 35.900 tonnum í mánuðinum, sem er aukning um rúm 3.900 tonn frá apríl 2011. Þorskurinn var sem áður mest veidda botnfisktegundin, en þorskaflinn var tæp 16.100 tonn, og jókst um 2.700 tonn frá aprílmánuði 2011. Ýsuaflinn dróst hins vegar saman um tæp 600 tonn frá fyrra ári og var rúm 4.700 tonn. Veiðar á karfa skiluðu 5.200 tonnum, rúmum 300 tonnum meira en í apríl 2011. Ufsaaflinn var 4.300 tonn, sem er um 58 tonnum meira en veiddist í aprílmánuði í fyrra. Uppsjávaraflinn nam tæpum
» Í nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að botnfiskaflinn nam tæpum 35.900 tonnum í mánuðinum, sem er aukning um rúm 3.900 tonn frá apríl 2011.
38.000 tonnum, sem er aukning um 37.000 tonn frá fyrra ári. Þar er nánast eingöngu um að ræða veiðar á kolmunna, líkt og árið áður. Flatfiskaflinn var tæp 2.300
tonn og dróst saman um rúm 600 tonn. Að lokum var landað nánast sama magni af skel- og krabbadýrum og í aprílmánuði 2011, eða um 1.500 tonnum.
Ve!ur í síma www.vedur.is
902 06 00 m.vedur.is
rolls-royce.com • hedinn.is
Ný dögun í íslenskum sjávarútvegi Heimaey VE1 er af nýrri kynslóð Rolls-Royce hannaðra fiskiskipa, þar sem hámarks aflaverðmæti fást með afkastamikilli kælingu og hagkvæmni í rekstri. Allur aðal vélbúnaður Heimaeyjar er frá Rolls-Royce. Héðinn hf. og Rolls-Royce Marine óska Ísfélagi Vestmannaeyja og áhöfn skipsins velfarnaðar.
14
maí 2012
útvegsblaðið
» „Við viljum einfaldlega að markaðsverð verði látið gilda í uppgjöri milli útgerðar og sjómanna með allan fisk,“ segir Jón Steinn Elíasson.
Erindi frá Samtökum fiskverkenda og útflytjenda um verðmyndun á fiski liggur fyrir Samkeppniseftirlitinu:
Vilja markaðsverð á allan fisk Hjörtur Gíslason skrifar:
„Við sendum inn athugasemdir við þessi frumvörp og aðalmálið hjá okkur er að viðskipti með fisk verði eðlileg og uppfylli einfaldlega þau skilyrði, sem samkeppnisyfirvöld ættu að fara fram á. SFÚ telur ekki tímabært að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um fiskveiðistjórnunina á meðan ekki liggur fyrir niðurstaða Samkeppniseftirlitsins vegna erindis SFÚ sem varðar ágalla á löggjöfinni og verðmyndunarmálum, sem ekki er tekið á í hinu nýja frumvarpi. Það sé ekki verið að versla með fisk á margs konar verði og að fiskverkendur sitji við sama borð. Það gengur ekkert upp að við sem erum að flytja út á sömu markaði og þeir sem eru með aflaheimildirnar skulum þurfa að greiða 25 til 45% hærra verð en þeir fyrir fiskinn. Nú hafa þeir þetta forskot á okkur. Það er alveg óþolandi og þeir hafa misnotað þá stöðu alveg leynt og ljóst. Það er það sem okkur finnst mjög slæmt í þessu máli og við vildum fá hreinar línur í verðlagningu á fiski, að hér verði komið á heilbrigðu og eðlilegu viðskiptaumhverfi með fisk eins og annars staðar,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskverkenda og útgerðar, SFÚ, og forstjóri Toppfisks í samtali við Útvegsblaðið.
frumvarpi. SFÚ áréttar að ámælisvert er að litið sé framhjá sameiginlegri bókun SFÚ, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sjómannasambands Íslands og VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og fjallar um fjárhagslegan aðskilnað veiða og vinnslu og að markaðsverð verði látið ráða í beinum viðskiptum með fisk milli tengdra aðila, eins og segir í skýrslu vinnuhóps um endurskoðun á stjórn fiskveiða. Það er mjög slæmt að ekki hafi verið tekið tillit til þessarar bókunar, sem flest allir hagsmunaðilar komu að og samþykktu. Það er bara mjög slæmt mál,“ segir Jón Steinn. En það er fleira, sem SFÚ hefur að athuga við frumvarpið um stjórnun fiskveiða: „Við erum svo algjörlega ósammála því að afhenda eigi aflaheimildir til 20 ára eins og þarna stendur til og þess vegna næstu 40 ára, enda er það í algjöru ósamræmi við samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Það er allt of langur tími. Að okkar mati er ríkið þá líka orðið skaðabótaskylt, ef það fer að innkalla heimildirnar. Eins og staðan er í dag, yrði það hins vegar ekki skaðabótaskylt með innköllun eins og fyrningarleiðinni. Með þessu erum við ennfremur búin að færa auðlindina til örfárra fyrirtækja að eilífu. Um þetta náðist aldrei neitt vitrænt samkomulag í stóru samráðsnefndinni,“ segir Jón Steinn.
Ósáttir við ráðherrann „Þetta er eitt af okkar aðalhagsmunamálum og við erum mjög ósáttir við sjávarútvegsráðherrann fyrir að hann skuli ekki hafa hlustað á samkomulag sem gert var í stóru nefndinni. Þetta var eina samkomulagið sem samþykkt var og undirritað af hagsmunaðilum í stóru nefndinni, sem fjallaði um kvótakerfið og átti að koma með drög að nýju kvóta-
Tækifæri til nýliðunar í fiskvinnslu „Við viljum einfaldlega að markaðsverð verði látið gilda í uppgjöri milli útgerðar og sjómanna með allan fisk. Ekki endilega að allur fiskur fari strax á markað. Með því mun meira af fiski leita inn á fiskmarkaðina. Verði þetta gert svona leiðir það til mikillar sóknar í íslenskum sjávarútvegi. Þá geta fyrirtækin sérhæft sig enn meira en
hjortur@goggur.is
þau gera í dag og þurfa ekki að vinna allar tegundir eins og sumir eru að rembast við. Með því að fiskurinn seljist allur á markaðsverði, myndast líka miklu frekar tækifæri fyrir nýliða í fiskvinnslu á landinu. Í dag ríkir seljendamarkaður. Það er vöntun á fiski. Því myndi verð væntanlega lækka eitthvað með auknu framboði til að byrja með en umfram allt yrði um að ræða jafnara og stöðugara verð en nú er, þegar upp er staðið. Þá kæmi líka í ljós hið rétta verðmæti fisksins. Eins og þetta er í dag, er fiskverð á mörkuðum mjög hátt, oft það hátt að kaupendur þola það ekki. Það er búið að leita allra leiða til að finna dýrustu og flottustu markaðina, en málið er að verðið á það til að fara of hátt, jafnvel fyrir þá. Það er meðal annars vegna þess að þeir, sem aflaheimildirnar hafa, koma inn á markaðinn þegar þá vantar hráefni og í slíkum tilfellum geta þeir borgað hátt verð, því megnið af sínum fiski fá þeir á lága verðlagsstofuverðinu. Það var ástæðan fyrir því að við kærðum þá á síðasta ári fyrir markaðsmis-
notkun til samkeppnisyfirvalda. Við teljum að þetta brjóti lög. Það mál er í gangi hjá Samkeppniseftirlitinu og vonandi kemur niðurstaða úr því fljótlega. Ójafn leikur Við erum að flytja fiskinn sem við vinnum á sömu markaði og þeir, sem eru að vinna eigin fisk á lágmarksverði Verðlagsstofu skiptaverðs. Þess vegna er það svo óréttlátt að þeir geti komið inn á markaðina og yfirboðið okkur þar. Þetta er það sem okkur svíður og finnst leikurinn ójafn. Ég geti trúað því að að meðaltali sé verðmunurinn milli markaða og verðlagsstofuverðsins 25 til 45%. Það munar ansi miklu og gefur hinum gríðarlegt forskot og málið er að við vorum með þessa ferksfiskmarkaði áður, sem þeir hafa svo ruðst inn á með undirboðum. Það er bara þannig og við höfum fundið verulega fyrir þessari ósanngjörnu samkeppni. Ég er bjartsýnn á að Samkeppniseftirlitið muni taka á málinu, enda ekki annað hægt í stöðunni en að krefjast aðskilnaðar veiða og vinnslu og að eðlileg verðmyndun
verði á fiski eins og viðskipti með fisk eru í nágrannlöndum okkar. Ég tel það vera mjög hollt fyrir íslenskan sjávarútveg. Við munum ekkert gefast upp og förum alla leið með þetta mál. Fáist ekki úr þessu skorið hér heima, munum við leita til dómstóla í Evrópu. Við viljum líka að Verðlagsstofa skiptaverðs verði lögð niður. Nú þegar eru erlendir kaupendur komnir inn á íslensku fiskmarkaðina, það eru einir 10 til 12 erlendir kaupendur mjög virkir á markaðnum. Kaupendahópurinn stækkar bara eftir því sem meira af fiski verður í boði. Þetta yrði mjög jákvætt fyrir marga og menn kaupa ekkert fisk á markaði nema gegn ábyrgð, þannig að greiðslan er alltaf tryggð. Þetta yrði því mjög gott fyrir útgerðina líka. Þeir átta sig bara ekki á því ennþá. Þetta yrði jafnframt aðhald hjá þeim sjálfum í rekstri. Þá geta þeir ekkert verið að leika sér með ódýran fisk inn í vinnsluna, verða bara að gjöra svo vel að reka þetta eins og menn.“ Mikið keypt á mörkuðum Um fjórðungur af bolfiskkvótanum sem kemur á land fer á markaði. Fyrirtæki innan SFÚ eru mjög stórir kaupendur þar. Toppfiskur var og hefur verið stærsti kaupandinn á fiskmörkuðunum í mörg ár, en hefur breytt rekstrinum hjá sér. Keypt meira af unnum fiski vegna skorts á hráefni og einnig farið meira í bein viðskipti til að reyna að ná í fisk, sem annars færi óunnin úr landi. „Ég hef lagt meiri áherslu á að ná þessum fiski til vinnslu og gert samninga við báta, sem voru að selja hann óunninn utan. Þess vegna hafa umsvif Toppfisks á mörkuðuum minnkað. Við vorum að kaupa 7.000 til 8.000 tonn áður, en höfum minnkað það niður í um 5.000 tonn,“ segir Jón Steinn Elíasson.
Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.
www.samskip.is
Saman náum við árangri
16
maí 2012
útvegsblaðið
Úflutningur Norðmanna á sjávarafurðum í apríl dróst saman um 12% í verðmætum talið:
Mikil verðlækkun á laxi fyrra. Lægra verð á laxi er skýringin á þessum samdrætti í verðmætum. Meðalverð fyrir heilan ferskan lax frá Noregi var 639 íslenskar krónur í apríl síðastliðnum en var 922 krónur í sama mánuði í fyrra. Eins og í mánuðunum á undan eru Frakkar og Rússar stærstu kaupendurnir. Útflutningur á urriða jókst um 1,3 milljarða íslenskra króna og skilaði hann alls ríflega 3 milljörðum. Fyrstu fjóra mánuði ársins hefur þessi útflutningur skilað Norðmönnum 11,9 milljörðum, sem er aukning um 2,7 milljarða miðað við sama tímabil í fyrra. Helstu kaupendurnir eru Rússar og Japanir.
Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Norðmenn fluttu út sjávarafurðir fyrir 3,7 milljarða norskra króna í apríl, um 89 milljarða íslenskra króna. Þetta er samdráttur um ríflega 10 milljarða íslenskra króna eða um 12% miðað við sama mánuð í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins hafa verið fluttar út sjávarafurðir fyrir 16,8 milljarða norskra króna, 363 milljarða íslenskra króna. Það er samdráttur um 24 milljarða íslenskra króna eða 6% miðað við sama tíma í fyrra. Ein af ástæðunum fyrir samdrætti í útflutningsverðmætum er að verð á laxi féll um 30% í apríl miðað við metverðið sem var á sama tíma í fyrra. Auk þess hefur orðið sú breyting að kaupendur í Evrópu halda nú frekar lagera í Noregi vegna efnahagserfiðleika heima fyrir. Þetta kemur fram á heimasíðu Útflutningsráðs Noregs fyrir sjávarafurðir, Norges sjömatråd.
» Verð á laxi féll um 30% í apríl miðað við metverðið sem var á sama tíma í fyrra.
Mikil verðlækkun á laxi Útflutningur á laxi skilaði Norðmönnum 2,2 milljörðum norskra króna, 47,5 milljörðum íslenskra króna. Þetta er
samdráttur um 6,9 milljarða íslenskra króna eða 12% miðað við sama mánuð 2011. Fyrsta þriðjung ársins hafa Norðmenn flutt út lax fyrir 194 millj-
Mynd: Johannes Jansson/norden.org
arða íslenskra króna sem er samdráttur upp á 21,6 milljarða króna eða 10% miðað við sama tímabil í
Útflutningur sjávarafurða frá Noregi - magn í tonnum - verð í þúsundum norskra króna Apríl 2012 bráðabirgðatölur
Magn
Verðmæti
Jan.-apr. 2012 bráðabirgðatölur
Verð á kg.
Magn
Jan.-apr. 2011 bráðabirgðatölur
Verðmæti
Verð á kg.
Magn
Verðmæti
Verð á kg.
Lax
70,662
2.222.981
31,46
298,504
8.961.138
30,02
232,12
10.001.378
43,09
Þorskur
14,989
475,029
31,46
68,782
2.236.896
32,52
68,682
2.419.689
35,23
Síld
19,885
208,338
10,48
167,487
1.775.030
10,60
240,601
1.792.873
7,45
Annar fiskur
18,889
190,575
10,09
118,778
936,884
7,89
148,762
1.117.878
7,51
Makríll
6,964
96,685
13,88
65,811
882,900
13,42
53,675
637,939
11,89
Ufsi
4,456
94,451
21,20
25,167
600,078
23,84
35,080
739,924
21,09
Urriði
4,733
144,856
30,61
17,641
551,895
31,28
9,392
429,235
45,70
Ýsa
9,428
143,277
15,11
28,719
464,393
16,17
24,881
413,969
16,64
Rækja
904
44,225
48,92
3,282
177,004
53,93
4,611
185,231
40,17
Annar skelfiskur
265
12,801
48,32
1,304
66,145
50,74
1,038
49,575
47,74
Langa
115
2,680
23,36
1,977
65,426
33,09
2,427
83,222
34,29
Keila
82
4,326
52,55
1,536
51,733
33,68
1,402
44,920
32,05
Grálúða
187
7,513
40,16
1,222
45,458
37,19
1,461
47,616
32,59
Karfi
262
4,716
17,98
1,013
18,956
18,71
1,033
18,94
18,34
Samtals
151,875
3.625.365
24,05
801,223
16.833.937
21,01
825,165
17.982.389
21,79
.
Veiðar við Færeyjar dragast enn saman Veiðar við Færeyjar eru enn að dragast saman. Heildarfiskafli fyrstu þrjá mánuði ársins var reyndar aðeins meiri en á sama tíma í fyrra. Í magni talið er aukningin 3% og 9% í verðmætum. Aflinn á fyrsta fjórðungi síðasta árs er reyndar illa samanburðarhæfur, þar sem veiðarnar röskuðust vegna verkfalla. Til dæmis héldu tvílembingstogarar Faroe Seafood ekki til veiða fyrr en í lok febrúar í fyrra. Sé miðað við árið 2010 er hins vegar um verulegan samdrátt að ræða.
Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofu Færeyja. Þrátt fyrir þessa stöðu heldur afli af þorski og ýsu áfram að dragast saman. Í þorskinum er samdrátturinn 611 tonn eða 16% og af ýsunni fékkst nú 199 tonnum minna en í fyrra en er það einnig 16% samdráttur. Heildarbolfiskaflinn jókst hins vegar vegna töluverðar aukningar í ufsa, eða um 1.679 tonn og um 831 tonns aukningar í öðrum bolfiski. Vegur það upp á móti samdrættin-
Minna fyrir síldina Úflutningur á síld í apríl féll um 453 milljónir íslenskra króna og skilaði alls 4,5 milljörðum. Fyrsta þriðjung ársins hefur síld verið flutt utan fyrir 39 milljarða íslenskra króna, sem er samdráttur um 389 milljónir. Rússar og Þjóðverjar kaupa mest af síldinni. Í apríl seldu Norðmenn makríl fyrir 2 miljarða króna, sem er aukning um 842 milljónir. Fyrstu fjóra mánuði ársins hefur þessi útflutningur skilað 19 milljörðum króna, sem er aukning um 5,3 milljarða. Mest af makrílnum fer til Rússlands og Kína. Saltfiskur fyrir 5,9 milljarða Úflutningur á þurrkuðum saltfiski féll um 1,5 milljarða króna í apríl og skilaði aðeins 3,3 milljörðum. Af heildinni skilaði þorskur 2,1, milljarði, ufsi 972 milljónum og langa, keila og annar hvítfiskur því sem eftir stendur. Sala á blautverkuðum fiski, bæði flöttum og flökum féll um 497 milljónir í apríl og skilaði alls 2,6 milljörðum. Nánast allur þessi útflutningur var þorskur. Útflutningur á ferskum þorski, bæði heilum og í flökum féll um 540 milljónir króna, en skilaði samtals 2,6 milljörðum. Á hinn bóginn skilaði útflutningur á frystum þorski, heilum og í flökum 2,3 milljörðum, sem var aukning um 324 milljónir íslenskra króna.
Bolfiskafli Færeyinga á fyrsta ársfjórðungi 2012 mælt í tonnum
um í þorski og ýsu og gott betur en það. Flatfiskafli jókst einnig verulega milli þessara tímabila, fór úr 946 tonnum í 1.454 tonn, sem er 54% aukning. Það er eingöngu grálúðan sem skilar þessari aukningi en afli af henni sexfaldaðist, fór um 135 tonnum í 803 tonn. Mjög mikill samdráttur varð svo í veiðum á skelfiski. Aflinn fellur úr 1.942 tonnum í 246 tonn. Fyrsti fjórðungur ársins gefur því til kynna að veiðarnar á árinu 2012 skáni varla og samdráttur síðustu ára
Þorskur
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
4,660
3,945
4,137
2,824
3,627
3,860
3,249
Ýsa
6,752
4,995
3,184
1,729
1,845
1,230
1,031
Ufsi
21,711
18,336
15,882
19,053
17,478
10,135
11,813
Annar botnfiskur*
3,337
2,452
2,448
2,642
3,716
2,145
2,976
Samtals
36,460
29,728
25,651
26,248
26,666
17,370
19,069
*Keila, langa, lýsa, karfi, steinbítur, blálanga og annað.
haldi áfram. Þegar litið er á bolfiskinn einan hefur samdrátturinn verið mjög mikill. Árið 2006 skiluðu veiðarnar tæp-
lega 36.500 tonnum á land. Nú er botnfiskaflinn aðeins rúm 19.000 tonn, rétt rúmlega helmingur aflans fyrir 7 árum.
Allt til rafsuðu Rafsuðutæki Rafsuðuvír Fylgihlutir Danfoss hf
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is
Með áhafnatryggingu TM eru sjómenn vel tryggðir við störf á hafi úti. Hins vegar einskorðast líf sjómanna ekki eingöngu við hafið og störf um borð í skipi, því sjómenn eiga eins og aðrir sinn frítíma og þeir hafa ekki síður þörf á því að vera tryggðir við þær aðstæður. Áhafnatrygging TM Áhafnatrygging TM er víðtæk slysatrygging sem tekur mið af fjárhagslegri afkomu sjómanna vegna vinnu þeirra og dvalar um borð í skipi. Þannig veitir áhafnatryggingin vernd gegn fjárhagslegu tjóni sem sjómenn kunna að verða fyrir af völdum slysa um borð í skipi. Áhafnatrygging TM tekur ekki til slysa sem sjómenn kunna að verða fyrir í frítíma sínum.
Frítímatrygging TM Til þess að mæta tryggingaþörf sjómanna í frítíma býður TM sérstaka lausn fyrir sjómenn. Frítímatrygging TM er sniðin að þeirri vátryggingavernd sem er innifalin í áhafnatryggingunni. Þannig ákvarðast t.d. tjónabætur eftir skaðabótalögum en slíkt ákvæði er mjög til hagsbóta fyrir sjómenn vegna þess hve sveiflukenndar tekjur þeirra geta verið.
Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is afhverju.tm.is
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Taktu verndina með þér í land Víðtæk reynsla og þekking á sjávarútvegi Meirihluti íslenskra sjómanna er slysatryggður hjá TM. Í yfir 55 ár hefur TM sérhæft sig í þjónustu við íslenskan sjávarútveg og er leiðandi meðal íslenskra vátryggingafélaga á því sviði. Hjá TM starfar sérstakt sjávarútvegsteymi sem hefur það að markmiði að veita íslenskum sjávarútvegi heildarlausnir hvað vátryggingavernd varðar. Teymið skipa starfsmenn sem hafa áratugareynslu í vátryggingum og sjávarútvegi – hópur sem er til þjónustu reiðubúinn fyrir þig. 1.
1.
1.
1.
1. 1.
1. 1.
1.
1.
1.
99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11
Á síðustu 13 árum hefur TM 11 sinnum verið með ánægðustu viðskiptavini tryggingafélaga.
18
maí 2012
útvegsblaðið
Síldarvinnslan í Neskaupstað tók á móti 210.000 tonnum af uppsjávarfiski til vinnslu á síðasta ári:
Mikil tækifæri framundan Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Mikil hagræðing hefur átt sér stað í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski undanfarin ár, mun meiri en í öðrum greinum sjávarútvegsins. Útflutningsverðmæti afurða uppsjávarfisks á síðasta ári voru um 65 milljarðar króna. Það eru um 20 skip sem standa undir þessum verðmætum. Fyrirtækin sem stunda veiðar og vinnslu eru tíu og sex þeirra stór. Öflug uppsjávarfrystihús hafa verið » Gunnþór verið byggð upp Ingvason. á Hornafirði, í Neskaupstað, á Vopnafirði og auk þess er verið að fjárfesta í frystihúsum á Þórshöfn, í Vestmannaeyjum og á Fáskrúðsfirði. Síldarvinnslan í Neskaupstað er eitt þessara öflugu fyrirtækja. Fyrirtækið tók á móti 210 þúsund tonnum af uppsjávarfiski á síðasta ári og þar af fóru í gegnum uppsjávarfrystihús félagsins 55 þúsund tonn. Félagið gerir einnig út tvo togara með um 6.000 tonna bolfiskheimildir. Þar er Gunnþór Ingvason við stjórnvölinn. „Tveir þriðju hlutar aflaheimilda okkar eru í uppsjávarfiski. Árið byrjar á loðnu og síðan erum við í kolmunna núna. Núna erum við að frysta kolmunna og er þetta í fyrsta sinn sem sú tegund er landfryst hér á landi í þessu magni. Í júní förum við að veiða og vinna norsk-íslenska síld og makríl, síðan tekur Íslenska síldin við á haustmánuðum. Uppbygging og fjárfestingar Síldarvinnslunnar hafa legið í uppsjávarveiðum og vinnslu á síðustu árum. Í dag erum við með öflugar fiskimjölsverksmiðjur á þremur stöðum
»Skip Síldarvinnslunnar, Börkur NK, að loðnuveiðum í vetur. Skipið var keypt frá Noregi nýliðinn vetur.
á landinu og uppsjávarfrystihús og frystigeymslu í Neskaupstað.“ segir Gunnþór. Stærst í vinnslu uppsjávartegunda „Þessi stefna var tekin fyrir mörgum árum, 1993 var byrjað að byggja hér öflugt frystihús fyrir uppsjávarfisk auk fjárfestinga í uppsjávarkvótum. Þeirri stefnu hefur verið fylgt eftir m.a. með sameiningu við SR-Mjöl hf. árið 2003. Við það varð félagið stærst í vinnslu uppsjávartegunda á Íslandi. Uppsjávarvinnsla, hvort sem er í mjöli og lýsi eða til manneldis, er í eðli sínu fjárfrek. Við erum stöðugt að fjárfesta í framþróun og tækninýjungum í vinnslum okkar. Þannig höfum við átt gott samstarf við íslensk fyrirtæki eins Marel og Skagann við uppbyggingu á frystihúsi okkar. Stöðugar fjárfestingar hafa verið í fiskimjölsverksmiðjum sem
miða að því að auka orkunýtingu og nýta raforku í stað olíu. Fjárfestingarnar miða að því að auka afköstin og bæta vinnsluleiðir til að hámarka afraksturinn af þeim aflaheimildum sem við höfum afnot af hverju sinni,“ segir hann. Sveiflurnar hafa alltaf verið miklar í uppsjávarfiski. Er ekki erfitt að byggja upp stöðugan rekstur við slíkar aðstæður? „Auðvitað vildu allir Lilju kveðið hafa þegar loðnukvótinn er 590.000 tonn en það voru ekki margir sem vildu vera í okkar sporum þegar loðnukvótinn var aðeins 15.000 tonn fyrir nokkrum árum. Það eru allir tilbúnir til að koma inn í uppsveiflunum, en þeir eru færri sem vilja og geta tekið niðursveiflurnar á sig. Miklar breytingar hafa auðvitað átt sér stað í uppsjávarfiskinum undanfarna áratugi. Það er ekki langt síðan við þurftum nær eingöngu að byggja á loðnunni
Kraftvélar óska sjómönnum til hamingju með daginn
Toyota rafmagns- og dísellyftarar Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is
Við eigum að læra af fortíðinni og gera þær breytingar sem við teljum að gefi okkur betri framtíð. og íslensku síldinni, síðan bættist við norsk-íslenska síldin og kolmunninn og nú síðast makrílinn. En menn snúa þessu oft á haus, það voru fyrirtækin sem öfluðu veiðireynslu í þessum tegundum og bjuggu til þau verðmæti sem þau eru að skapa. Það er ekki nóg að tegundirnar syndi í sjónum, við þurfum öflug fyrirtæki, með góðu fólki til að nýta auðlindina, frá veiðum til markaðar. Þetta krefst góðra skipa, fjárfestinga í vinnslubúnaði og markaðsstarfi. Markaðsstarfið er alltaf vanmetið við erum í samkeppni við önnur matvæli og önnur lönd. Í samkeppninni úti á mörkuðunum eru stærstu íslensku fyrirtækin frekar smá í samanburði við helstu samkeppnisaðila sína, þar hefur stöðuleiki íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins hjálpað okkur. Það fylgja miklar sveiflur uppsjávarfiskum. Við vitum lítið um loðnuna, hvað næsta vertíð ber í skauti sér. Það liggur fyrir að norsk-íslenski síldarstofninn mun fara töluvert niður næstu árin, menn spá kvótanum þar niður um allt að 50% prósent. Um makrílinn verður samið á einhverjum tímapunkti en við vitum ekki hvað við berum þar úr býtum. Kolmunninn er að braggast á ný og íslenski síldarstofninn á vonandi eftir að koma upp eftir sýkinguna sem herjað hefur á stofninn. Við erum komnir með fleiri stoðir undir reksturinn en áður með fjölgun tegunda. Það hefur gjarnan verið þannig, að þegar ein tegund fer niður, kemur önnur upp. Það dregur úr sveiflunum og áhættunni. Menn hafa verið á réttri leið Hagræðing hefur verið hvað mest í uppsjávarfiskinum. Það er líka grundvöllurinnn fyrir því að fyrirtækin hafa verið að byggja öflug frystihús. Uppbygging uppsjávarfrystihúsa hefur gengið út á aukna sjálfvirkni og afköst. Hefur sú fjárfesting verið að skila okkur aukinni verðmætasköpun úr uppsjávartegundum. Fjárfesting í vinnslunni hefur verið mikil og nú eru menn að byrja að fjárfesta í skipum á ný. Nýtt skip er að koma til Eyja og við keyptum skip í vetur. Menn hafa verið á réttri leið og mikil tækifæri eru framundan, þrátt fyrir sveiflur í stofnum eins og norsk-íslensku síldinni. Og enn eru tækifæri í auk-
inni verðmætasköpun í vinnslu á þessum tegundum til manneldis.“ Gjörbylting á stjórnkerfi fiskveiða Hvaða áhrif koma fumvörpin um breytingar á stjórnun fiskveiða til með að hafa á rekstrarumhverfi ykkar? „Frumvörpin um breytingar á stjórnun fiskveiða og aukna gjaldtöku á sjávarútveginn eru mikil ógnun við okkur eins og aðra í sjávarútvegi. Það er ætlunin að skattleggja okkur verulega umfram aðrar greinar atvinnulífsins. Ég vona að menn beri gæfu til að taka þessi frumvörp til baka og setja þau í einhvern markvissan farveg og finna einhverja farsæla lausn á þessum stóru deilumálum. Annað stærsta deilumálið snýst um veiðigjaldið þar verðum við að finna einhverja lendingu á hvað er eðlilegt, með tilliti til afkomu og framtíðaruppbyggingar í greininni. Síðan eru það skerðingarnar í flokki II sem ég tel ganga alltof langt en aðrir vilja ganga lengra, hérna verður líka að finna lendingu. Þessar endalausu deilur eru nú þegar farnar að skaða íslenskan sjávarútveg og er það vissulega á ábyrgð stjórnvalda og greinarinnar að leiða þessi mál til lykta, og tryggja greininni öruggt og skilvirkt starfsumhverfi. Þau fáu fyrirtæki, sem munu standa af sér núverandi hugmyndir um veiðigjald munu hafa mjög takmarkaða fjármuni til að þróa sig áfram og auka verðmætasköpun. Verði þessi frumvörp að lögum blasir við okkur að framleiðslutæki, skip og vinnslan í landi eldist. Það er alveg ljóst að við munum áfram sækja sjó og stunda útgerð, en það verður bara ekki í núverandi mynd. Það verða ekki miklir peningar til að þróa framleiðsluleiðir eða endurnýja skipastól. Það þýðir að við munum öll tapa að lokum. Á einhverjum tímapunkti verðum við að sætta okkur við þróunina sem átt hefur sér stað og var í raun óumflýjanleg til að mæta aukinni tækniþróun og samdrætti í aflaheimildum. Það er verið að leggja fram gjörbyltingu á stjórnkerfi fiskveiða með þessum frumvörpum og ég tel að við verðum að stíga varlega til jarðar við jafn viðamikla uppstokkun og þarna er boðuð. Við eigum að læra af fortíðinni og gera þær breytingar sem við teljum að gefi okkur betri framtíð.“ segir Gunnþór Ingvason.
útvegsblaðið
maí 2012
R
itið Hafrannsóknir nr. 160 er nú komið út og er aðgengilegt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar, www.hafro. is. Í ritinu er að finna grein um mælingar á brottkasti þorsks og ýsu á árunum 2001-2010 og þar er lýst helstu niðurstöðum mælinga á brottkasti botnfiska. Í greininni kemur m.a. fram að brottkast þorsks var 659 tonn árið 2010 eða 0,43% af lönduðum afla, og er það næstlægsta hlutfall tímabilið 2001-2010. Brottkast ýsu var 727 tonn eða 1,17% af lönduðum afla 2010, og er það einnig næstlægsta brottkastshlutfall ýsu 2001-2010.
N
ú styttist í sjómannadagshátíðina Sjóarinn síkáti í Grindavík. Að þessu sinni verður stórt og mikið svið á hátíðarsvæðinu við Kvikuna alla helgina þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram. Guðni Ágústsson verður ræðumaður dagsins og heiðursviðurkenningar og kappróður verða á sínum stað. Fjórða árið í röð verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi og síðan verður litaskrúðganga á föstudagskvöldinu úr hverfunum að hátíðarsvæðinu við Kvikuna. Margt fleira verður á boðstólnum í Grindavík alla sjómannadagshelgina, en dagskránna er hægt að sjá á www.sjoarinnsikati.is.
D
agana 24. - 25. maí verður haldinn hér á landi fundur um aukið samstarf í haftengdum atvinnugreinum við Norður Atlantshaf. Íslenski sjávarklasinn átti frumkvæði að þessu samstarfi sem nær til allra nyrstu landa við Norður-Atlantshaf. Fundinn sækja m.a. fulltrúar sjávarklasa frá Færeyjum, Kanada, Danmörku, Noregi og Grænlandi. Verkefnið er stutt af NORA, Norræna tækniþróunarsjóðnum og stofnaðilum Íslenska sjávarklasans. Markmið fundarins er að ákveða samstarfsverkefni sem löndin munu sameinast um að vinna áfram til að efla verðmætasköpun í haftengdri starfsemi tengdri löndunum við Norður Atlantshaf. Á fundinum verða kynnt drög að nýrri skýrslu Íslenska sjávarklasans um haftengda klasastarfsemi á Norður-Atlantshafi. Höfundur skýrslunnar er Vilhjálmur Jens Árnason. Í skýrslunni kemur fram að þjóðirnar skara flestar framúr á einhverjum sviðum í haftengdri starfsemi en þó á mjög ólíkum sviðum. Þór Sigfússon,
19
framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, segir í fréttatilkynningu sem Íslenski sjávarklasinn sendi á fjölmiðla að mikil tækifæri geti falist í auknu samstarfi. „Norður Atlantshaf er eitt gjöfulasta hafsvæði heims og þær þjóðir sem hingað koma eru á ýmsum sviðum leiðandi á heimsvísu eins og í tækni og sjálfbærni. Það eru veruleg tækifæri í samstarfinu. Við getum m.a. lært af hinum þjóðunum hvernig þær hafa náð að verða leiðandi í hafsbotnsrannsóknum, fiskeldi, tækniþjónustu við olíu- og gasiðnaðinn og margt fleira. Við getum síðan vonandi frætt þær m.a.um tækni fyrir
sjávarútveg og fullvinnslu afla en þar eru íslensk fyrirtæki á margan hátt leiðandi,“ segir Þór.
utvegsbladid.is »
Þ j ó n u s t u m i ð i ll
sj á v a r ú t v egs i n s
20
maí 2012
útvegsblaðið
Uppsjávarfiskar sem Íslendingar nýta skila um fjórðungi af heildarútflutingsverðmæti sjávarafurða:
Makríll, síld og loðna Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Íslendingar nýta um þessar mundir sex stofna uppsjávarfiskitegunda, sem veiðast hér við land, á alþjóðlegum veiðisvæðum og innan lögsögu landa, sem við höfum gagnkvæma fiskveiðisamninga við, það er Noregs og Færeyja. Þessar fisktegundir eru loðna, íslensk sumargotssíld, norsk-íslensk síld, makríll, kolmunni og gulldepla. Almanaksárið 2011 var heildarafli þessara tegunda um 600.000 tonn. Á þessu fiskveiðiári eru heimildir til veiða á þessum tegundum mun meiri eða um milljón tonna. Uppistaðan í því er loðna, 591.000 tonn, sem þegar hefur skilað sér á land. Veiðar á kolmunna eru þegar hafnar og reyndar langt komnar, en þar er leyfilegur heildarafli okkar um 60.000 tonn. Veiðar á hinum tegundunum hefjast síðar í vor og sumar og loks á íslensku sumargotssíldinni með haustinu. Útflutningsverðmæti þessara fiskitegunda á síðasta ári var 67,1 milljarður króna samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands, eða ríflega fjórðungur af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða það ár, sem nam samtals 252 milljörðum króna. Síld og makríll skila langmestum verðmætum eða 24 milljörðum hvor fiskitegund og loðnan kemur svo næst með 18,4 milljarða. Eðlilega liggur ekki fyrir hve miklum verðmætum þessar fisktegundir muni skila á þessu ári, en í ljósi þess að leyfilegur afli þeirra á fiskveiðiárinu nú er nú ríflega 50% meiri en á almanaksárinu 2011, ætti að vera óhætt að gera ráð fyrir allnokkurri aukningu verðmæta. Samanburður milli fiskveiðiárs og almanaksárs er reyndar ekki fyllilega réttur, þó megnið af leyfilegum afla af þessum fisktegundum skili sér á land frá áramótum og fram á haust. Það á reyndar ekki við íslensku sumargotssíldina og eins getur verið eitthvað eftir af norsk-íslensku síldinni og makrílnum þegar nýtt fiskveiðiár byrjar. Í ár eru heimildir til veiða á loðnu og kolmunna miklu meiri en á síðasta ári, en minni í makríl og norsk-íslenskri síld. Fyrir liggur að áætlað útflutningsverðmæti loðnunnar á vertíðinni í vetur var ríflega 30 milljarðar króna, sem er langleiðina í tvöföldun frá árinu áður. Ekki á vísan að róa Þegar loðnan er annars vegar vita menn af fenginni reynslu að þar er ekki á vísan að róa. Aflinn hefur verið mjög mismikill, allt frá allt að 1,6 milljónum tonna niður í veiðibann. Síðustu ár hefur loðnuaflinn verið lítill í sögulegu samhengi. Hann varð mestur nú á vetrarvertíðinni 590.000 tonn, það er hlutur Íslands en heildarkvóti var 750.000 tonn, en fara þarf aftur til fiskveiðiársins 2004/2005 til að fá meiri afla. Tillaga Hafró um upphafskvóta á loðnuveiðum byggist að öllu jöfnu á mælingum á ungloðnu árið áður. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs fer yfir stöðuna nú: „Verkfall á skipum Hafrannsóknastofnunarinnar síðastliðið haust varð til þess að við komumst ekki í mælingar í október. Reynsla okkar er sú að ekki er vænlegt til árangurs að fara til loðnumælinga seint á haustin. Við flýttum því mælingum haustið 2010 sem leiddu til þess að við spáðum til
» Síðustu ár hefur loðnuaflinn verið lítill í sögulegu samhengi. Hann varð mestur nú á vetrarvertíðinni 590.000 tonn, það er hlutur Íslands en heildarkvóti var 750.000 tonn, en fara þarf aftur til fiskveiðiársins 2004/2005 til að fá meiri afla
um 730.000 tonna aflamark á vertíðinni sem var að ljúka. Við ætluðum okkur að endurtaka leikinn síðasta haust en það tókst ekki. Þegar við komumst á slóðina við AusturGrænland var ís kominn yfir svæðið enda komið fram í desember og því náðum við sáralítilli mælingu á ungloðnunni og höfum því lítið sem ekkert til að byggja á tillögur um upphafskvóta fyrir næstu vertíð. Þegar við fórum í leiðangrana í janúar til að mæla fullorðnu loðnuna, var svolítið af ungloðnu á svæðinu frá Horni og austur að Kolbeinseyjarhrygg. Þess vegna ákváðum við að fara í leiðangur strax í febrúar til að freista þess að mæla hve mikið væri af ungloðnu á svæðinu. Sú mæling var líka lág, en heldur skárri en í desember. Sú tala hins vegar enn svo lág að hún er ekki forsenda til ráðgjafar um upphafsaflamark fyrir næstu vertíð. Loðnan heldur sig vestar Við höfum séð að útbreiðsla ungloðn-
» Guðmundur J. Óskarsson
» Þorsteinn Sigurðsson
unnar á undanförnum rúmum áratug er vestlægari en hún var og því hugsanlegt að í febrúar, þegar mælingar voru gerðar hafi hluti stofnsins legið undir ís og þar að leiðandi hafi mælingin frá því í febrúar aðeins náð utan um hluta stofnsins. Um þetta eru ákveðnar vísbendingar, því þegar við höfum komist í kantinn við Austur-Grænland, höfum við yfirleitt séð loðnu þar. Ef þær aðstæður skapast á næstu vikum að hægt sé að komast nær í kantinn við Austur Grænland, för-
um við sennilega í mælingar þangað, til að sjá betur hvernig staðan er. Það mun hjálpa þeim, sem reiða sig á ráðgjöfina frá okkur til að skipuleggja sig. Ef við ekki náum mælingum á þessu á næstu vikum, er ólíklegt að við náum einhverjum alvöru mælingum fyrr en í haust. Við erum því að reyna að gera það sem við getum til að létta af þessari óvissu, sem um ástandið ríkir, þ.e hvort stofninn sé lítill um þessar mundir eða hvort að ekki náðist að fara yfir allt útbreiðslusvæði ungloðnunnar. Þrátt fyrir að veiðar hafi oft verið litlar á undanförnum árum hefur hrygningarstofninn yfirleitt verið þokkalegur mjög lengi. Það eru ekki margar undantekningar frá því að hrygningarstofninn hafi ekki verið í kringum þessi 400.000 tonn samkvæmt okkar mælingum, en aflareglan segir að alltaf skuli að minnsta kosti vera 400.000 tonn eftir til að stuðla að góðri hrygningu. Hverju þetta skilar svo þrem-
ur árum seinna er miklu flóknara samspil en svo að við getum svarað því hvað það er sem stýrir styrki árganganna. Það að stofninn hafi verið í þokkalegu lagi á síðasta ári er engin ávísun á góðan stofn í ár. Að uppistöðu til erum við aðeins að veiða úr einum árgangi hverju sinni og því er ekki hægt að spá út frá fyrri vertíðum hvernig sú næsta verður.“ Nánast ekkert veitt af gulldeplu Veiðar á gulldeplu voru nánast engar á síðasta ári, en sá fiskur hefur lítið verið rannsakaður. Þorsteinn segir að áhugi á gulldepluveiðum hefði sennilega verið meiri ef ekki hefði komið til loðnuveiða. „Þetta er líklega tegund sem finnst hér í mjög mismiklum mæli. Einn og einn árgangur er kannski töluvert stærri en aðrir og þá skapast tækifæri, en langur tími getur liðið á milli stórra árganga. Þetta er vitneskja sem við fáum frá sjómönnum, togaraköll-
útvegsblaðið
maí 2012
21
Heildarafli norsk-ísl. síldar 1950-2010 og áætlaður 2011: 2000
skila mestu
1500
1000
500
Leyfilegur afli uppsjávarfiskitegunda á fiskveiðiárinu 2011/2012 Magn/tonn 591,000
Makríll
145,000
Loðnuafli frá 1964
Norsk-íslensk síld
120,000
2000
56.000*
Gulldepla
30.000**
Samtals
1.002.000
*Aflinn á síðasta ári, kvóti væntanlega gefinn út í byrjun júní
2010
2007
2001
2004
1995
1998
1992
1989
1983
1986
1977
1980
1974
1971
n Vetrarvertíð n Sumarvertíð
60,000
Ísl. Sumargotssíld
1965
Afli (þús. tonn)
Loðna
Kolmunni
1968
1959
1962
1953
1956
1950
0
1500 1000 500
**Tillögur Hafró um hámarksafla, en veiðar á gulldeplu eru utan kvóta
0
Magn og verðmæti útfluttra afurða úr uppsjávarfiski 2011
Afli (þús. tonn)
Tonn
Fob verð milljónir króna
Síld
129,722
24,094
Loðna
99,809
18,349
Kolmunni Makríll
3,527
446
109,649
24,135
Gulldepla
0
0
6,137
165
348,844
67,189
Annar uppsjávarfiskur Samtals
Heimild: Hagstofa Íslands
um, sem hafa verið að fylgjast með þessu í áratugi, og ekki vegna veiðimöguleika, heldur voru þeir meira að bölva þessu kvikindi þegar það var að flæða inn yfir kantinn fyrir Suðurlandinu og vestur með, því þá tók fyrir fiskirí hjá þeim. Þessar upplýsingar benda til að alls ekki sé á vísan að róa þegar gulldeplan er annars vegar og alls ekki hægt að treysta að hún komi hingað upp að landinu á hverju ári í veiðanlegu magni.“ Mjög litlu af gulldeplu var landað síðastliðinn vetur. Aflinn 2009 var rúm 46.000 tonn, tæp 18.000 2010 og um 9.000 2011. Stofnstærðin og afrakstursgetan á Íslandsmiðum er lítt þekkt og nýliðun líklega breytileg. Fæðutengsl gulldeplu við aðra
Útflutningsverðmæti þessara fiskitegunda á síðasta ári var 67,1 milljarður króna eða ríflega fjórðungur af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða það ár, sem nam samtals 252 milljörðum króna. Síld og makríll skila langmestum verðmætum eða 24 milljörðum hvor fiskitegund og loðnan kemur svo næst með 18,4 milljarða. nytjastofna er lítt þekkt. Hafró leggur til að varlega verið farið í nýtingu stofnsins og veiðar á næstu árum verði ekki meiri en 30.000 tonn á ári. Of mikið veitt af makríl „Makrílstofninn er og hefur verið nokkuð sterkur, en enn ríkir mikil óvissa um stærð síðustu árganga,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur. „Veiðin er reyndar þrátt fyrir það of mikil að mati Alþjóða hafrannsóknaráðsins, ICES. Áætlaður heildarafli 2011 var 927.000 tonn, en ráðgjöf ICES var 646.000 tonn. Ráðgjöfin fyrir þetta ár er svo 639.000 tonn en áætluð veiði 850.000 tonn. Stofninn var í hámarki 2009 og árgangar þá sterkir en veiðin var umfram ráðgjöf. Óvissa í stofnmati er mikil en stofnmatið byggir á upplýsingum frá sýnatöku úr afla og upplýsingum um stofnstærð óháð afla frá
ÖLL ÞJÓNUSTA Á EINUM STAÐ Slippurinn Akureyri ehf.
Naustatanga 2
600 Akureyri
Sími (+354) 460 2900
www.slipp.is
leiðöngrum sem aðeins eru farnir á þriggja ára fresti. Hrygningarstofninn 2012 er metinn 2,7 milljónir tonna og að hann verði svo áfram árið 2013, verði veiðiráðgjöfinni fylgt,“ segir Guðmundur. Gífurlegt átvagl Talið er að mest sé um það bil 1,1 milljón tonn af makríl innan íslensku lögsögunnar þegar mest var síðustu tvö sumur. Hann er gífurlegt átvagl og þyngist mikið meðan hann er innan lögsögunnar, en uppistaðan í fæðu hans er áta, en hann étur einnig smávegis af loðnu og þorskfiskum. „Það er erfitt að meta það hve mikið hann er að éta hér innan lögsögunnar og þarf að gefa sér nokkrar forsendur fyrir slíku mati. Meðaltals aukning hans í þyngd eftir árum er 42% 2009, 43% 2010 og 55% árið 2011. Hann eykur því þyngd sína um 324.000 til 343.000 tonn meðan hann er hér. » Framhald á næstu síðu
22
2.5
2
maí 2012
útvegsblaðið
Heildarafli kolmunna 1981-2011
Hrygningarstofninn þetta árið var metinn 2,4 milljónir tonna, en verður 2,2 milljónir á næsta ári sem gæfi 350.000 tonna aflamark verði aflareglu fylgt. Í fyrra var heildaraflinn 94.000 tonn, en aflamark 40.000 tonn. Á þessu ári er heimilt að veiða 369.000 tonn og er hlutur Íslands þar af 63.700 tonn.
1.5
»Huginn VE að veiðum. Hann er eitt þeirra skipa sem stunda eingöngu veiðar á uppsjávarfiski, öllum helstu tegundum og vinnur aflann um borð eftir því sem við á.
1
0.5
0
1981
1986
1991
1996
2001
2006
Sjómenn til hamingju með daginn
hedinn.is
2011
Miðað við mat sem gerir ráð fyrir að 15% fæðunnar nýtist til vaxtar þarf hann um 2,3 milljónir tonna fæðu til þess. Við vitum ekki alveg hvaða áhrif þetta át allt saman hefur á vöxt og viðgang annarra uppsjávarfiska hér við landið. Makrílinn skarast reyndar lítið við loðnuna og kolmuninn er ekkert hér þessi misserin, en við höfum verið að athuga áhrifin á síldina, sem er væntanlega í samkeppni við makrílinn um þessa fæðu. Við sjáum hins vegar engin áhrif á íslensku síldina sé miðað við holdafar. Það hefur verið í góðu meðallagi hjá síldinni undanfarin haust. Hvað varðar norsk-íslensku síldina hefur holdafarið verið að rýrna síðasta áratug og við teljum að það sé vegna ætisskorts í Norska hafinu, en vísitala um átu hefur verið á niðurleið þar. Það er því líklegast frekar því um að kenna en samkeppni við makrílinn. Þegar við skoðum hins vegar makrílinn sjálfan hefur hann verið í rýrari holdum síðustu tvö ár, en árin á undan hér við landið. Hann er því að fá eitthvað minna nú en fyrst þegar hann kom hingað. Það liggur alveg ljóst fyrir að makrílinn er að taka verulegt magn úr fæðukeðjunni hér við land og það hefur auðvitað áhrif á lífríkið, þó við getum ekki akkúrat bent á eitthvað ákveðið enn sem komið er.“ Íslensku síldinni að batna Sýking hefur verið viðvarandi í íslensku sumargotssíldinni undanfarin ár og veiðarnar því verulega takmarkaðar. Fyrir tíma sýkingarinnar var aflinn á ári kominn í tæplega 160.000 tonn. En er síldin farin að sýna einhver batamerki? „Já, það eru sterkar vísbendingar um það. Í vetur sáum við varla sýkingu í yngri síld. Þriggja ára og yngri síld var nánast ósýkt, fjögurra ára síld var minna sýkt en áður. Síld eldri en fjögurra ára er hins vegar með svipað sýkingarhlutfall og áður var, í kringum 40%. Það að yngri síldin sé ósýkt og að við höfum ekki séð svo mikla þróun í sýkingunni þennan veturinn, gæti verið vísbending um að ekkert nýsmit sé í gangi. Þessi sýking sem við sjáum nú, sé þá hugsanlega sýking sem síldin er að ganga með frá árinu á undan. Þessi síld, sem enn er sýkt gæti því verið með meira mótstöðuafl gegn sýkingunni og sé að lifa með henni. Við erum að skoða þetta í dag í samvinnu við fiskisjúkdómafræðinga á Keldum og eins munum við safna sýnum reglulega í sumar til að geta skorið úr um það hvort sýkingin sem við greinum
í dag sé viðvarandi í síldinni en ekki um nýsmit að ræða. Vinna að stofnstærðarmati er nú í gangi og mun ráðgjöf um veiðar verða gefinn út seinna í vor. Við erum að sjá aukningu í bergmálsmælingum, en eigum eftir að fara yfir fleiri mikilvæga þætti. Við reiknum með því nú að kvótinn verði gefinn út í ástandsskýrslu Hafró, sem kemur út í byrjun júní, en ekki undir haust eins og verið hefur síðustu þrjú ár. Við erum einnig að sjá töluverða nýliðun inn í stofninn. Það eru þrír árgangar 2007 til 2009, sem virðast vera í kringum meðalstórir. Árgangarnir frá 2007 og 2008 eru að koma inn í veiðina í haust og reyndar árgangurinn frá 2009 líka að einhverju leyti. Þessir árgangar eru skýringin á hækkandi vísitölu í bergmálsmælingum. Staðan er því bara nokkuð jákvæð. Öll eldri síldin heldur sig enn inni á Breiðafirði, en yngri síldin er lítið þar. Mest af henni var í vetur út af Hornafirði og bæði við Stakksvík og Grindavík. Þessi útbreiðsla hinna yngri árganga teljum við vísbendingu þess að dreifing stofnins gæti farið að breytast á næstu árum.“ Sú norsk-íslenska á niðurleið Norsk-íslenski síldarstofninn er á niðurleið. „Nýliðun hefur verið léleg frá árinu 2004 og þróun stofnsins í samræmi við það. Sé miðað við stofnmatið frá 2011 má búast við því að stofnstærðin nái varúðarmörkum eða um 5 milljónum tonna árið 2014 eða 2015. Hrygningarstofninn 2012 er metinn 6,9 milljónir tonna, en verður um 5,9 milljónir á næsta ári ef aflareglu verður fylgt og gæfi þá um 710.000 tonna kvóta. Heildarafli á síðasta ári var 988.000 tonn eða í samræmi við aflamark. Aflamarkið fyrir þetta ár er 833.000 tonn og er hlutur Íslands 121.000 tonn. Meðan staðan er svona eldist síldin í stofninum og nýliðun dugir ekki til að vega upp á móti veiðunum. Stofninn er því á niðurleið og mun halda því áfram á næstu árum, því engin góð nýliðun er sjáanleg enn. Síldin heldur sig enn í töluverðum mæli innan íslensku landhelginnar líkt og undanfarin ár. Bergmálsmælingar hafa gefið til kynna um milljón tonn innan landhelginnar í maí, en þá er hún enn að ganga á fæðuslóðirnar. Því er erfitt að meta heildarmagn innan lögsögunnar. Við höfum ekki orðið varir við hrygningu síldarinnar innan okkar lögsögu, en einhverjar vísbendingar eru um að síldin hrygni í lögsögu Færeyja.“
Allir árgangar kolmunna lélegir Kolmunninn stendur heldur ekki vel. „Allir árgangar síðan 2005 eru mjög lélegir en árgangarnir frá 2009 og 2010 eru hugsanlega örlítið stærri. Bergmálsmælingar og stofnmat sýna viðvarandi fall á stofnstærð frá árinu 2007. Hrygningarstofninn þetta árið var metinn 2,4 milljónir tonna, en verður 2,2 milljónir á næsta ári sem gæfi 350.000 tonna aflamark verði aflareglu fylgt. Í fyrra var heildaraflinn 94.000 tonn, en aflamark 40.000 tonn. Á þessu ári er heimilt að veiða 369.000 tonn og er hlutur Íslands þar af 63.700 tonn. Þess vegna er staðan svipuð eða verri en í norsk-íslensku síldinni. Fiskurinn í stofninum er að eldast og nýliðun lítil sem engin. Við höfum heldur ekki neinar vísbendingar um að nýliðun sé að glæðast. Ástæðan fyrir auknum aflaheimildum á þessu ári frá árinu áður var vegna vanmats á stofnstærðinni árið 2010. Þá náðist ekki yfir allan stofninn í bergmálsmælingum á honum,“ segir Guðmundur. Minna af átu í Austurdjúpi En er nóg svigrúm fyrir alla þessa fiskistofna á fæðusvæðinu umhverfis landið. Geta þeir allir náð að vaxa og dafna á sama tíma? „Það eru skiptar skoðanir um þetta. Við viljum gjarnan skoða þetta betur og höfum verið að þróa samstarf við Norðmenn og Færeyinga með rannsóknir á þessu í huga, hvað þetta svæði ber mikinn lífmassa. Við höfum reyndar séð það frá því við hófum rannsóknir í Austurdjúpi í apríl/maí 1995 að vísitala átu hefur farið lækkandi síðustu 10 árin. Það er meðal annars hvatinn að því að menn vilja skoða hvort það sé samhengi á milli þess að síld og makríll séu á niðurleið og séu að sækja lengra en áður í fæðuleit. Það er ekki þar með sagt að það sé fæðuskortur, fiskurinn þarf bara að sækja hana lengra. Við erum jafnframt að sjá fall í holdafari norskíslensku síldarinnar sem er í takt við minna framboð af átu. Það er jafnframt vísbending um að hún sé ekki að fá nóg og ef hún þarf að sækja lengra eftir fæðu kostar það orku og bruna í stað fitusöfnunar. Fall í átuframboði er því að hafa einhver áhrif. Hvað kolmunnann varðar stendur hann yfirleitt dýpra og því að éta annað en rauðátuna. Þetta samhengi þurfum við að skoða betur og að því loknu getum við vonandi betur gert okkur grein fyrir hve mikið vistkerfin hér í kringum okkur bera,“ segja þeir Þorsteinn og Guðmundur.
Heildarlausnir fyrir sjó- og landvinnslu
• • • • •
Kassar Öskjur Arkir Pokar Filmur
• • • • • • • •
Skór Stígvél Vettlingarr naður, ð Vinnufatnaður, Hnífar Brýni Bakkar Einnota vörur o.fl.
Kassar læsast saman stöf lun og brettið við stöflun ð stöðugra öð verður
Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is
Hefur meira en Fluttum รบt sjรกvarafurรฐir tvรถfaldast fyrir 252 milljarรฐa krรณna
24
maรญ 2012
รบtvegsblaรฐiรฐ
ร tflutningur og รบtflutningsframleiรฐsla sjรกvarafurรฐa รก รกrinu 2011:
haraldur@goggur.is
ร tflutningur รก sjรกvarafurรฐum skilaรฐi 252 milljรถrรฐum krรณna รก รกrinu 2011 og verรฐmรฆti รบtflutningsframleiรฐslu sjรกvarafurรฐa jรณkst um 7,8% frรก fyrra รกri. ร etta er meรฐal รพess sem kemur fram รญ nรฝรบtgefnu riti Hagstofunnar: โ ร tflutningur og รบtflutningsframleiรฐsla sjรกvarafurรฐa 2011โ . Uppsjรกvartegundir helmingur af heildarรบtflutningi ร sรญรฐasta รกri voru flutt รบt 672 รพรบsund tonn af sjรกvarafurรฐum samanboriรฐ viรฐ 632 รพรบsund tonn รกriรฐ 2010. ร aรฐ er aukning um rรบm 40 รพรบsund tonn รก milli รกra, eรฐa 6,4%. โ Tรฆp 230 รพรบsund tonn voru flutt รบt af botnfiskafurรฐum, รพar af nรกmu รพorskafurรฐir 95 รพรบsund tonnum en voru รกriรฐ รกรฐur 96 รพรบsund tonn. ร tfluttar afurรฐir flatfisktegunda nรกmu tรฆpum 16 รพรบsund tonnum รกriรฐ 2011 samanboriรฐ viรฐ 17 รพรบsund tonn รกriรฐ 2010. Afurรฐir grรกlรบรฐu vega รพyngst รญ flatfiskafurรฐum og nam hlutur hennar tรฆpum 10 รพรบsund tonnum sem er um 2,9% minni afli en รกriรฐ รกรฐur,โ segir รญ riti Hagstofunnar. ร egar รบtflutningur รก uppsjรกvartegundum er skoรฐaรฐur sรฉst aรฐ รพรฆr รกttu 51,9% af heildarรบtflutningi sjรกvarafurรฐa รก รกrinu. Lรญkt og undanfarin รกr voru รพaรฐ sรญldarafurรฐir sem skipuรฐu stรฆrstan sess รญ รบtflutningi uppsjรกvarafurรฐa, en รพรฆr skiluรฐu 130 รพรบsund tonnum. โ Aukning var รญ รบtflutningi loรฐnuafurรฐa รก milli รกranna 2010 og 2011.
ร skum sjรณmรถnnum til hamingju meรฐ sjรณmannadaginn
"MMU GZSJS Lย MJOHVOB
'SFPO
7JGUVS XXX JTIVTJE JT
Hjรถrtur Gรญslason skrifar: hjortur@goggur.is
Aldrei hefur hรฆrra hlutfall leyfilegs heildarafla รญ รพorski fariรฐ รญ pottana svokรถlluรฐu en รก รพessu fiskveiรฐiรกri. Leyfilegur heildarafli รพorsks รก รพessu รกri er 177.000 tonn. Fyrir รบthlutun innan aflahlutdeildarkerfisins eru dregin frรก รพvรญ magni 16.852 tonn. Samtals er รบthlutuรฐ aflahlutdeild 160.148 tonn. Hlutfalliรฐ sem fer รญ pottana er รพvรญ um 9,5%. ร sรญรฐasta fiskveiรฐiรกri var รพetta hlutfall 7,9% en fiskveiรฐiรกrin รพar รกรฐur var hlutfalliรฐ mun lรฆgra eรฐa รญ kringum 5%, lรฆgst 2006/2007, 4,6%. Hlutfall pottanna hefur รพvรญ meira en tvรถfaldast sรญรฐan รพรก.
HLUTFALL AF HEIMILUร UM ร ORSKAFLA Fiskveiรฐiรกr
Magn
Hlutfall %
2003/2004
10.924
5,20%
2004/2005
12.503
6,10%
2005/2006
11.959
6,00%
2006/2007
8.879
4,60%
2007/2008
7.378
5,70%
2008/2009
7.444
5,70%
2009/2010
7.888
5,30%
uรฐu 67,2 milljรถrรฐum krรณna og รพar af nรกmu รบtflutningsverรฐmรฆti makrรญlafurรฐa rรบmum 24,1 milljarรฐi. Verรฐmรฆti sรญldarafurรฐa nam 24,1 milljarรฐi krรณna, loรฐnuafurรฐa 18,3 milljรถrรฐum og blandaรฐ fiskmjรถl skilaรฐi 5,4 milljรถrรฐum krรณna. โ ร tflutningsverรฐmรฆti afurรฐa skel- og krabbadรฝra nam 15,2 milljรถrรฐum krรณna og drรณst saman um 0,7% frรก รกrinu 2010. Verรฐmรฆti rรฆkjuafurรฐa nรกmu 11,3 milljรถrรฐum krรณna รกriรฐ 2011 lรญkt og รกriรฐ 2010.โ ร egar einstakir afurรฐaflokkar eru skoรฐaรฐir sรฉst aรฐ frysting skilaรฐi rรญflega 57% alls รบtflutningsverรฐmรฆtis รก รกrinu, eรฐa 144 milljรถrรฐum krรณna. ร saรฐar fiskafurรฐir skiluรฐu รบtflutningsverรฐmรฆtum upp รก tรฆpa 42 milljarรฐa og saltaรฐar afurรฐir rรบmum 29 milljรถrรฐum. Hagstofan tekur sรฉrstaklega fram aรฐ รกriรฐ 2011 var sjรถunda รกriรฐ รญ rรถรฐ sem verรฐmรฆti รญsaรฐra afurรฐa var hรฆrra en saltaรฐra. Aรฐ lokum skiluรฐu mjรถl og lรฝsi รบtflutningstekjum upp รก 29,2 milljarรฐa krรณna รก รกrinu 2011. โ Af einstรถkum afurรฐum รพรก skilaรฐi heilfrystur makrรญll mestu รบtflutningsverรฐmรฆti, eรฐa um 24 milljรถrรฐum krรณna. Blautverkaรฐur saltaรฐur รพorskur skilaรฐi 15,5 milljรถrรฐum, og ferskur, kรฆldur รพorskur 13,6 milljรถrรฐum. Sjรณfrystur heill karfi skilaรฐi 11, milljรถrรฐum krรณna og fryst rรฆkja 11,2 milljรถrรฐum,โ segir รญ riti Hagstofunnar.
Strandveiรฐar og 2010/2011 12.762 7,90% VS-afli stรฆrsti hlutinn Helsta skรฝringin รก รพvรญ aรฐ mun hรฆrra hlutfall 2011/2012 16.852 9,50% fer nรบ รญ pottana er annars vegar strandveiรฐarnar, sem teknar voru upp รก fiskveiรฐiรกrinu 2008/2009. ร รฆr eru fyrst dregnar frรก fyrir รบthlutun รก sรญรฐasta fiskveiรฐiรกri. Hins vegar og rรฆkjuveiรฐa, 1.226 tonn, og lรญnuรญvilnun, aรฐ svo kallaรฐur VS-afli, sem รกรฐur gekk undir 2.531 tonn. Framlag รญ รพann pott hefur veriรฐ nafninu Hafrรณ-afli er nรบ รกรฆtlaรฐur og dreg- minnkaรฐ um 844 tonn, en fiskveiรฐiรกrin รพar inn frรก fyrir รบthlutun innan aflamarks รกrs- รก undan hefur รพetta framlag veriรฐ รณbreytt รญ ins samkvรฆmt upplรฝsingum frรก sjรกvarรบt- 3.375 tonnum, eรฐa allt frรก รพvรญ รก lรญnuรญvilnunvegs- og landbรบnaรฐarrรกรฐuneytinu. ร รพessa in var tekin upp รกriรฐ 2003. VS-aflinn hefur tvo potta renna nรบ samtals 7.945 tonn af ekki til รพessa veriรฐ dreginn frรก fyrir รบthlutร tflutningsframleiรฐsla รพorski, 5.600 til strandveiรฐanna og 2.354 รญ un til aflamarks og frรญstundaveiรฐin heldog helstu markaรฐssvรฆรฐi VS-aflann, eรฐa langleiรฐina รญ helmingur รพess, ur ekki. Byggรฐakvรณtinn hefur undanfarin โ ร tflutningsframleiรฐsla sjรกvarafsem tekinn er รบtfyrir aflamarkskerfiรฐ. Auk รกr veriรฐ nรกlรฆgt 3.000 tonnum af รพorski, urรฐa, sem er samtala รบtflutnings og birgรฐabreytinga sjรกvarafurรฐa, jรณkst รพess eru nรบ tekin frรก 300 tonn fyrir รกรฆtl- en fรณr niรฐur รญ tรฆplega 2.700 tonn, รพegar um 7,8% frรก รกrinu 2010. Sรฉ รบtflutnaรฐa frรญstundaveiรฐi. Loks er byggรฐakvรณtinn leyfilegur heildarafli af รพorski var aรฐeins ingsframleiรฐslan hins vegar metaukinn um 2.500 tonn frรก รกrinu รกรฐur. Aukn- 130.000 tonn. in รก fรถstu verรฐi miรฐaรฐ viรฐ verรฐvรญsiingin er samkvรฆmt brรกรฐabirgรฐaรกkvรฆรฐi laga ร sรญรฐasta fiskveiรฐiรกri var leyfilegur tรถlu sjรกvarafurรฐa nemur aukningin 10,3%. Til รบtflutningsframleiรฐslu nรบmer 116 frรก รกrinu 2006. ร n รพessa รกkvรฆรฐ- heildarafli af รพorski 160.000 tonn. 12.672 sjรกvarafurรฐa teljast hvorki afurรฐir is hefรฐi byggรฐapotturinn aรฐeins orรฐiรฐ 2.341 tonn voru รพรก tekin frรก fyrir รบthlutun og fiskeldis nรฉ niรฐurlagรฐar sjรกvaraftonn, en verรฐur nรบ 4.841 tonn. Sama er aรฐ komu 147.328 tonn til รบthlutunar. ร รก voru urรฐir.โ Heildarverรฐmรฆti รบtflutningssegja um aukninguna รก strandveiรฐikvรณtan- 4.800 tonn tekin frรก vegna strandveiรฐframleiรฐslunnar รก sรญรฐasta รกri nam um, sem nemur 2.000 tonnum. ร n hennar anna eรฐa 3%, en รก รพessu fiskveiรฐiรกri er Loks er byggรฐakvรณtinn aukinn um 2.500 tonn frรก รกrinu tรฆpum 256 milljรถrรฐum krรณna samhefรฐu aรฐeins 3.600 tonn komiรฐ รญ hlut strand- hlutfall strandveiรฐanna 3,2% og magniรฐ anboriรฐ viรฐ 220 milljarรฐa รกriรฐ รก brรกรฐabirgรฐaรกkvรฆรฐi laga veiรฐiflotans รญ staรฐ 5.600 tonna. 5.600 tonn. ร fiskveiรฐiรกrunum nรฆst รก und- Aukningin er samkvรฆmt undan. โ Framleitt magn nam 679nรบmer ยป Af einstรถkum afurรฐum รพรก skilaรฐi heilfrystur makrรญll mestu รบtflutningsverรฐmรฆti, eรฐa um 24 milljรถrรฐum krรณna. รพรบsund tonnum รกriรฐ 2011 en var Aรฐrir pottar eru uppbรฆtur vegna skelan, eรฐa frรก 2004/2005 eru frรกdrรกttarliรฐirnBlautverkaรฐur saltaรฐur รพorskur skilaรฐi 15,5 milljรถrรฐum, og ferskur, kรฆldur รพorskur 13,6 milljรถrรฐum. Sjรณfrystur รกrinu 2006. ร nheill รพessa รกkvรฆรฐis hefรฐi aรฐe 630 รพรบsund tonnbyggรฐapotturinn รกriรฐ 2010. Af einir aรฐeins รพrรญr, skel- ogsegir rรฆkjubรฆtur, byggรฐakarfi skilaรฐi 11, milljรถrรฐum krรณna og fryst rรฆkja 11,2 milljรถrรฐum,โ รญ riti Hagstofunnar. stรถkum afurรฐum jukust verรฐmรฆti kvรณti og lรญnuรญvilnun og samanlagt hlutfall orรฐiรฐ 2.341 tonn, en verรฐur 4.841 er aรฐ seg frystranรบ afurรฐa umtonn. 24,6%Sama en auknfrรก 4,6% Samtals voru upp fluttรญ 6%. รบt tรฆp 100 รพรบs- sjรกvarafurรฐa af heildarverรฐmรฆti ing รญ magni var 13,2%. Verรฐmรฆti
Rรกรฐgjรถf โ sala โ รพjรณnusta
Haraldur Guรฐmundsson skrifar:
aukninguna รก strandveiรฐikvรณtanum, sem nemur 2.000 to ร n hennar hefรฐu aรฐeins 3.600 tonn komiรฐ รญ hlut strandve ans รญ staรฐ 5.600 tonna.
ร safl hefur gott รบrval af vรฉlum, rafstรถรฐvum og รถรฐrum bรบnaรฐi fyrir bรกta og stรฆrri skip. Persรณnuleg รพjรณnusta, snรถgg og gรณรฐ afgreiรฐsla รกsmat hagstรฆรฐum verรฐum gerir รถll viรฐskipti viรฐ ร safl รกnรฆgjuleg. Okkar helstu vรถrumerki eru Isuzu, Doosan, FPT, Westerbeke, Helac, Hidrostal, Hung Pump, Tides Marine, Halyard, ZF, BT-Marine, Ambassador Marine, Marsili Aldo, San Giorgi, Guidi, Wesmar, Isoflex ofl ofl.
๏ ฎ
und tonn af loรฐnuafurรฐum รกriรฐ vรถruรบtflutnings landsins er skoรฐ- รญsaรฐra afurรฐa jรณkst um 4% en sam2011 samanboriรฐ viรฐ 57 รพรบsund aรฐur sรฉst aรฐ hann jรณkst รบr 39,3% drรกttur var รญ magni um 8,4%. FramUndirmรกliรฐ ekki dregiรฐ frรก tonn รกriรฐ รกรฐur. Tรฆp 110 รพรบsund รกriรฐ 2010 รญ 40,6% รกriรฐ 2011. Hlut- leiรฐsluverรฐmรฆti saltaรฐra og hertra 2001 varรบtsett til aรฐ landa svour sjรกvarafurรฐa af heildarverรฐmรฆti afurรฐa jรณkst um 2,1% en magn drรณst tonnร riรฐ voru flutt af heimild makrรญlafurรฐvรถruรบtflutnings hefur hins veg- saman um 2,9%. Framleiรฐsluverรฐum, kรถlluรฐum sem er um 104% aukning frรก verรฐmรฆti โ Hafrรณ-aflaโ รพar sem ar dregist saman รพegar horft er til mรฆti mjรถls og lรฝsis jรณkst um 15,2% 2010. Tรถluvert magn af fiskmjรถli aflans rann aรฐ stรฆrstum hluta til starfsemi er ekki tegundaskipt รญ รบtflutnings- fyrstu รกra sรญรฐasta รกratugar, en รพรก en magn รพeirra um 11%.โ Hafrannsรณknastofnunarinnar seinna og dregnar frรก leyfilegum heildar-รกri var mรกli. Hver framvindan ve hann aรฐmetnar meรฐaltali um 60%. ร sรญรฐasta Evrรณpska efnaskรฝrslum og flokkast รพvรญ utan afla-en var meir var รกkveรฐiรฐ aรฐ รพessir fjรกrmunir rynnu afla fyrir รบthlutun. Sรญรฐustu fiskveiรฐiรกr hefmรกlum er erfitt aรฐ spรก. ร skรฝ โ Afurรฐir botnfisks eru tรฆp 58% hagssvรฆรฐiรฐ (EES) enn og aftur okktegunda. ร etta mjรถl er aรฐ stรฆrstafheimverรฐmรฆti eรฐa rรบmir mikilvรฆgasta fyr-รก lรถgum um hluta uppsjรกvarfiskur og voru og til Verkefnasjรณรฐs sjรกvarรบtvegsins ursjรกvarafurรฐa um 1.300 tonnum af รพorskiarveriรฐ landaรฐ markaรฐssvรฆรฐi um endurskoรฐun rรบmlega 29 รพรบsund tonn flutt รบt af 145 milljarรฐar krรณna og jรณkst verรฐ- ir sjรกvarafurรฐir. ร angaรฐ fluttum viรฐ ildin รพvรญ kรถlluรฐ VS-heimild. Samkvรฆmt sem undirmรกli. veiรฐa frรก รพvรญ รญ september 2 mรฆti botnfisks um 5,5 milljarรฐa afurรฐir sem skiluรฐu 181 milljarรฐi รพvรญ.โ รพessari heimild er skipstjรณra leyfilegt aรฐ Eins og รกรฐur sagรฐi er VS-aflinn รญ fyrsta รพessi og fjallaรฐ um mรถg af mรกl รบtflutningsAรฐ lokum nam รบtflutningur รก milli รกra. Hlutur รพorskafurรฐa er krรณna, eรฐa um 72% stรฆrstur, en aรฐ allt aรฐ 5%16botnfiskafla Til samanburรฐar skel-รกkveรฐa og krabbadรฝrum รพรบsund reiknist sinnรบtflutningsverรฐmรฆti dreginn frรก รบthlutun til virรฐi kvรณtasjรกvarafurรฐa. รก รพessu รก รบthlutun รญ รพessa potta. รพeirra รกnamfiskveiรฐiรกri. tรฆpum 77,2 milljรถrรฐnam รบtflutningur til Asรญu 22 milljtonnum รพar af varร eim rรฆkjan ekki og til aflamarks. aflaatskal landa ร sรญรฐasta รกri var 2.100 tonnum kvรฆรฐamest meรฐ 75% af heildar- um og jรณkst um 6,5% milli รกra. ร t- รถrรฐum krรณna. fiskmarkaรฐi og 20% af aflaverรฐmรฆti fara af รพorski landaรฐ samkvรฆmt รพeim heimild- Skipt รก milli tveggja pott flutningsverรฐmรฆti รฝsuafurรฐa nam โ Bretland er mikilvรฆgasta viรฐmagninu. til skipta milli รบtgerรฐar og รกhafnar. 80% 16 um og รก fiskveiรฐiรกrinu รพar รกskiptalandiรฐ. undan 3.400Fluttar โ ร aรฐvoru er matรบtmeirihluta star rรบmum milljรถrรฐum รก รกrinu 2011 vรถrur ร tflutningsverรฐmรฆti og drรณst saman um 15,8% milli รกra. 2008/2009 ๏ ฎ Aรฐ endurskoรฐa รพangaรฐ fyrir 45 milljarรฐa eigi lagaรกk renna til Verkefnasjรณรฐsins. ร essar heimildtonnum. Fiskveiรฐiรกriรฐ var tรฆpa jukust umveriรฐ 31 milljarรฐ Verรฐmรฆti uppsjรกvarafla en รพeim krรณna eรฐa sem nemur 17,8% รบt- sem h og festa รพรฆr af รญ lรถgum ir hafa nรฝttar รญ vaxandi mรฆli og mest annars 3.900 tonnum landaรฐ meรฐ hรฆtti. Verรฐmรฆti รบtfluttra sjรกvarafurรฐa รพorsks og รฝsu jรณkst um 8,1% frรก flutningsverรฐmรฆti 2011. Til Spรกnar arafla staรฐ magntalna lรญk รก fiskveiรฐiรกriรฐ og รพrengist Eins og fram kemur hรฉrvoru ferseldar hlutfall hafaรพegar aukistlรญรฐur รกr frรก รกri sรญรฐan 2008. fyrraum รกri.โ afurรฐir fyrir รญ22 milljarรฐa Meรฐ รพessu mรณti verรฐi betur kvรณta. Jafnframt hafa heimildir til lรถndunรพorsks, sem tekiรฐ er frรก fyrir รบthlutun aflaร sรญรฐasta รกri nam รบtflutningsverรฐร tflutningsverรฐmรฆti flatfisk- eรฐa sem nemur 8,7% รบtflutningsmรฆtiar sjรกvarafurรฐa 252 milljรถrรฐtegunda var 11,9 milljarรฐar รก sรญรฐverรฐmรฆtis. ร ar รก eftir komu Noregum samdrรกtt รญ heildarafla e รก undirmรกlsfiski utan kvรณta veriรฐ nรฝtt- marks, vaxandi, enda teknir nรฝir รพรฆtti รพar um krรณna og hafรฐi รพรก aukist um 31 asta รกri en 11,1 milljarรฐur krรณna ur, Rรบssland, Frakkland, Holland og ar tรถluvert. ร รฆr heimildir hafa ekki veriรฐ inn og skipta strandveiรฐarnar รพar mestu hann jafnt niรฐur รก รพeim se milljarรฐ frรก fyrra รกri. ร egar hlutur รกriรฐ 2010. Uppsjรกvartegundir skil- Nรญgerรญa.โ
útvegsblaðið
maí 2012
25
Hrefnuvertíðin byrjar vel hjá Hrafnreyði KÓ:
Landaði sjötta dýrinu um helgina Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Hrefnuveiðiskipið Hrafnreyður KÓ landaði um helgina sínu sjötta dýri á þessari hrefnuvertíð. Dýrið var rúmlega sjö metra tarfur sem veiddist í Faxaflóa síðastliðinn föstudag. „Við höfum séð mikið af hrefnu í Faxaflóanum. Aftur á móti hafa veðurskilyrði verið slæm undanfarna daga og veiðarnar því gengið hægt. Við förum ekki á veiðar nema í góðu veðri því þá er auðveldara að sjá hrefnurnar og elta þær,“ sagði Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Hrafnreyðar ehf., þegar blaðamaður Útvegsblaðsins ræddi við hann fyrr í vikunni. Hrafnreyður KÓ fór aftur til veiða í Faxaflóa aðfaranótt mánudags og Gunnar gerði fastlega ráð fyrir að fá annað dýr í byrjun vikunnar. „Ætli við veiðum ekki fjögur til fimm dýr til viðbótar í þessum mánuði. Við veiðum mest yfir mitt sumarið þegar veðurskilyrðin eru hvað best en í júní og júlí erum við veiða um 20-25 dýr á mánuði. Síðan verðum við á veiðum alveg út september,“ sagði Gunnar. „Við gerum út eitt hrefnuveiðiskip en önnur skip eins og Konráður á Ísafirði og Dröfn í Reykjavík hafa landað inn til okkar. Í fyrra tókum við sjálfir inn 50 hrefnur en í heildina veiddust 58 dýr. Hin átta dýrin fóru flest í vinnslu hjá okkur en sumar útgerðirnar kusu að selja kjötið sjálfar.“ Leyfilegt er að veiða 216 dýr
» Hrafnreyður KÓ er nú á hrefnuveiðum í Faxaflóa.
á yfirstandandi hrefnuvertíð og Gunnar segir að sá kvóti sé meira en nægur fyrir innanlandsmarkaðinn. Dýrin sem Hrafnreyður KÓ
veiðir fara beint í vinnslu Hrafnreyðar ehf. í Hafnarfirði þar sem þau eru skorin niður fyrir verslanir og veitingahús. „Sala á hrefnukjöti er
komin á fullt skrið og við erum búnir að dreifa þremur tegundum af marineruðu hrefnukjöti og einni tegund af hreinum vöðva í verslanir. Megn-
ið af okkar sölu fer fram yfir sumartímann og kjötið selst fljótt,“ sagði Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Hrafnreyðar ehf.
Gildi stjórnenda og starfsmanna Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum eru að hafa virðingu, sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi í starfsemi sinni til að skapa félaginu og samfélaginu velferð og farsæld. Það gerist meðal annars með því að
• umgangast og nýta auðlindir hafsins með virðingu og skynsamlegri sókn. • stjórna ferli veiða, vinnslu og markaðsmála allt til neytandans þannig að saman fari kröfur um gæði, ábyrgð og afrakstur í starfseminni.
Athygli - Effekt - Sigurgeir Jónasson ljósmyndari
• stuðla að sjálfbærni auðlinda og samfélags, styrkja innviði byggðarlags síns og velferð þjóðarinnar allrar.
• leitast við að láta gagnkvæma sanngirni ríkja í samskiptum, jafnt inn á við sem út á við. • stuðla að arðsömum rekstri svo menn njóti ávöxtunar af vinnuframlagi sínu og skapi um leið forsendur þess að félagið fái staðið undir samfélagslegri ábyrgð sinni.
• bera virðingu fyrir neytendum sjávarfangs og leitast ætíð við að tryggja að vörumerkið VSV sé öruggt tákn um góðar og hollar afurðir.
• virða hvert annað, einnig þá sem starfa í sjávarútvegi og í þjónustu- og viðskiptagreinum sjávarútvegsins.
Sendum sjómönnum og öllum öðrum, sem starfa við íslenskan sjávarútveg, kveðjur í tilefni sjómannadagsins! Hafnargata 2 | 900 Vestmannaeyjar | sími 488 8000 | vsv@vsv.is | www.vsv.is
26
maí 2012
útvegsblaðið
» Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs.
Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, rekur sögu sjómannadagsins:
Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Sjómannadagsráð var stofnað þann 25. nóvember 1937 af ellefu stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði í þeim tilgangi að efna til sjómannadags og sjá um skipulagningu hans. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, er manna fróðastur um sögu sjómannadagsins og hann tók á móti blaðamanni Útvegsblaðsins í glæsilegum sal Sjómannadagsráðs á Hrafnistu í Reykjavík. Fyrsti sjómannadagurinn sló í gegn „Sjómannadagurinn á rætur sínar að rekja til bréfs sem alþjóðasamtök loftskeytamanna sendu öllum sínum aðildarfélögum árið 1937. Þar sagði að einn dagur á ári ætti að vera tileinkaður loftskeytamönnum sem höfðu farist á sjó. Þá fékk Henry Hálfdansson, þáverandi formaður Félags íslenskra loftskeytamanna þá hugmynd að halda þess í stað dag tileinkaðan íslenskum sjómönnum og sendi í kjölfarið bréf á stéttarfélög sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Eftir það hittust fulltrúar ellefu stéttarfélaga til að ræða þessi mál og í kjölfarið var Sjómannadagsráð stofnað,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, aðspurður um hvernig sjómannadagurinn kom til sögunnar. „Hið nýstofnaða Sjómannadagsráð ákvað að halda fyrsta sjómannadaginn þann 6. júní 1938. Sá dagur var haldinn hátíðlegur í Reykjavík og á Ísafirði og um 10.000 manns mættu á hátíðarhöld við styttuna af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti.
Um kvöldið voru síðan haldnir dansleikir víðs vegar um borgina og sérstakt sjómannahóf á Hótel Borg. Þar héldu fulltrúar stéttarfélaganna ræður undir borðhaldi og allir mættu í kjól og „hvítt“. Þessi fyrsti sjómannadagur gekk að óskum og til marks að um það var skrifað í blöðum daginn eftir að ekki eitt einasta glas hafi brotnað í hófinu á Hótel Borg,“ segir Guðmundur og er augljóslega stoltur af sögu fyrsta sjómannadagsins. Ákveðið að reisa dvalarheimili Eftir vel heppnaðan fyrsta sjómannadag var ákveðið að setja á laggirnar stefnuskrárnefnd sem átti að sjá um stefnumótun og framtíðarsýn Sjómannadagsráðs. Nokkrum vikum síðar skilaði nefndin greinargerð þar sem lögð var fram tillaga um að reisa elli- og dvalarheimili fyrir aldraða fiskimenn og farmenn. „Þegar fundargerðarbækur frá þessum tíma eru skoðaðar sést vel hvers vegna menn töldu nauðsynlegt að byggja slík heimili fyrir aldraða sjómenn. Þegar starfsmenn stéttarfélaga sjómanna fóru að rukka félagsgjöld í tengslum við stofnum Sjómannafélags Reykjavíkur sáu þeir fjölmarga aldraða sjómenn sem bjuggu við þröngan og oft ömurlegan kost.“ Tillagan um að reisa elli- og dvalarheimili var á endanum samþykkt. Nokkrum árum síðar var ákveðið að fjármagna framkvæmdina með fjármunum sem komu í gegnum ýmsar tekjuöflunarleiðir Sjómannadagsráðs á sjómannadeginum. „Þegar Sjómannadagsráð fékk loksins úthlutað lóð í Laugarási var efnt til samkeppni
um bygginguna og sigurvegarinn var maður að nafni Ágúst Steingrímsson. Framkvæmdir hófust í febrúar 1952 og tveimur árum síðar var haldið reisugildi hér í byggingunni. Um það leyti fóru forsvarsmenn Sjómannadagsráðs til Ólafs Thors, þáverandi forsætisráðherra, og báðu um að fá að halda happdrætti til að standa enn frekar undir framkvæmdunum. Sú beiðni var samþykkt samdægurs á Alþingi og Happdrætti DAS kom til sögunnar. Frá þeim tíma hefur happdrættið verið grundvöllur fyrir uppbyggingu Hrafnistuheimilanna og við höfum verið lánsöm með góða þátttöku almennings.“ Sigrar og mótlæti Dvalarheimili Hrafnistu í Reykjavík tók formlega til starfa árið 1957. Árið 1961 byggði Sjómannadagsráð Laugarásbíó, sem þá var talið eitt flottasta kvikmyndahús landsins, og þremur árum síðar keypti það jörðina Hraunkot í Grímsnesi. Þar reisti ráðið barnaheimili fyrir börn sjómanna og rak það í níu ár. „Um það leyti hafði áhugi sjómanna og almennings á sjómannadeginum farið dvínandi og árið 1968 hófst fremur dapurt tímabil í sögu hans. Um tíma var aðsóknin orðin svo léleg að hátíðarhöldin fóru fram við Laugardalslaugina. Frá árinu 1971 til ársins 1983 fóru hátíðarhöldin fram í Nauthólsvík og á því tímabili fór að birta aftur til og áhugi fyrir hátíðarhöldunum jókst á ný.“ Árið 1977 var nýtt dvalarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði tekið í notkun og á næstu áratugum byggði Sjómannadagsráð ýmsar þjónustuíbúðir og raðhús fyrir aldraða í
Reykjavík og Hafnarfirði. Árið 2003 var síðan hafið samstarf við Kópavogsbæ um byggingu hjúkrunarheimilis, þjónustumiðstöðvar og öryggisíbúða fyrir aldraða í Boðaþingi í Kópavogi, þar sem Hrafnista sér um rekstur hjúkrunarheimilisins. En hvers vegna er Sjómannadagsráð að standa í byggingu þjónustu- og öryggisíbúða fyrir aldraða? „Við erum að þessu því stefna stjórnvalda er sú að leggja niður svokölluð vistheimili og einblína eingöngu á hjúkrunarheimili. Við erum því að mæta þörf þess fólks sem vill vera í öruggu umhverfi þar sem veitt er þjónusta.“ Hver verða næstu verkefni Sjómannadagsráðs? „Við erum nú að klára þessar 47 íbúðir sem eftir eru í Boðaþingi og síðan munum við byrja á framkvæmdum við Sléttuveg í Reykjavík þar sem Hrafnista mun byggja og reka þjónustumiðstöð fyrir aldraða en Reykjavíkurborg mun leigja húsnæðið af okkur. Síðan er fyrirhugað að byggja þar um 100 öryggis- og þjónustuíbúðir og þar á eftir verður hjúkrunarheimili byggt sem verður tengt við þjónustumiðstöðina.“ Að lokum minnir Guðmundur á sjómannadaginn þann 3. júní nk. „Sjómannadagurinn í Reykjavík hefur undanfarin ár verið sameinaður Hafnardeginum, sem áður var haldinn í ágúst, undir nafninu Hátíð hafsins. Þrátt fyrir þá sameiningu er tilgangur sjómannadagsins enn sá sami og segir í lögum Sjómannadagsráðs frá árinu 1938: „að sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi.“
um og nú flytjum við meira af unninni vöru sem fer beint í verslanir erlendis í stað óunnins fisks í körum á erlenda fiskmarkaði,“ segir Björgvin Arnaldsson, viðskiptastjóri ferskfiskflutninga sem starfað hefur hátt í tvo áratugi hjá Samskipum og leiðir þar samhentan hóp starfsfólks sem hefur umsjón með allri ferskfiskflutningakeðju félagsins. „Samskip eru fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og við leggjum okkur fram um að bjóða viðskiptavinunum upp á áreiðanlega flutninga og góða þjónustu innanlands sem utan, á sem bestu verði,“ segir Björgvin en um 500 manns starfa nú undir
Útflutningur er mikilvægur hluti af flutningastarfsemi Samskipa og hlutur ferskfisksflutninga í heildarútflutningi hefur verið að aukast umtalsvert ár frá ári og verðmætin sömuleiðis. „Skýringar á auknum útflutningi á unnum ferskum fiski eru einkum tvær,“ segir Björgvin. „Það fæst einfaldlega hærra verð fyrir unninn ferskfisk en óunninn. Hin ástæðan er framleiðslustýring stjórnvalda sem skerða kvóta þeirra sem eru að flytja út óunninn ferskfisk. Af þessum sökum eru ferskfiskframleiðendur hér heima í æ meiri mæli að þróa framleiðslu sína í þessa átt, hvort sem þeir eru að flytja út sjálfir eða framleiða hágæðavöru fyrir aðra.“
Óskum sjómönnum til hamingju með sjómannadaginn 50 ára
Auknir flutningar og aukin samkeppni GULLBERG EHF SEYÐISFIRÐI Að sögn Björgvins eru um níu ár frá því að íslenskir fiskframleiðendur byrjuðu að prófa sig áfram með fyrstu sendingarnar af unnum ferskfiski á markaði erlendis. „Þessi viðskipti þróuðust fljótt og hjá okkur í Samskipum opnuðust t.d. strax líflegir flutningar með unninn ferskfisk á Frakkland í gegnum Immingham, viðkomustað okkar á Bretlandseyj/.012. 034156 um. Alveg frá þeim tíma hafa íslenskir fiskframleiðendur verið að þróa ferskfiskflutningana æ meira, bæði gæðalega og pakkningar, allt eftir þörfum kaupendanna.“ Björgvin á von á því að flutningar !"#$%&'()$*+(,-. á unnum ferskfiski frá Íslandi aukist <,".=.>??.@.7.8>#8)A8B(C enn frekar. Eftirspurnin erlendis aukist jafnt og þétt en vaxandi samkeppni sé hins vegar á þessum markaði frá Norðmönnum sem hafi verið að fjárfesta grimmt í ferskfiskvinnslunni og hafi bætt sig umtalsvert, bæði hvað varðar verð og gæði vörunnar. „Við flytjum mest af unnum ferskfiski í dag á Immingham og www.vibra.co.jp/global þaðan áfram á og Frakkland D8,.B(''>,.DE.,FAA>.$*+('8C Vísir hf. er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið með útgerð fisk-og Belgíu. Töluvert af unnum ferskfiski er !"'8,(.>??;C.@.)@&8./GH.II.II fluttur þau á Cuxhaven vinnslu í rúm fjörutíu ár. Gerð eru út fimm línuskip einnig og geta veitt og Bremerhaven og smávegis árstíðabundinn flutningur er á Svíþjóð,“ og landað hringinn í kringum landið, þar sem fyrirtækið ereinnig með segir Björgvin.
Björgvin Arnaldsson er Þingeyingur að uppruna en lærði allt hjá Samskipum í Eyjum árið 1995, varð rekstrarstjóri þar 199 og byggði m.a. upp ferskfiskflutninga félagsins til Frakklands. félagsins í höfuðstöðvunum í Kjalarvogi.
7/.",8.,9:');8
UM H VERF ISVÆN AR VEIÐ A R
starfsstöðvar á Þingeyri, Húsavík, Djúpavogi og í Grindavík. Þannig er tryggður aðgangur að bestu fiskimiðum og gæðahráefni hverju
Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar
Unnar ferskfiskvörur á Frakklandsmarkað á leið um borð í Ve eyjum, stærstu ferskfiskhöfn landsins. Flutningaskip Samskipa og Helgafell, hafa þar fasta viðkomu í hverri viku á „fiskirútu milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu. Mynd: H
sinni. Með því að veiða eingöngu á línu leggur Vísir hf. sitt af mörkum í að vernda
Öll beita á einum stað
náttúruna og fiskistofnana við landið.
VÍSIR hf. • Hafnargötu 16 • 240 Grindavík • www.visirhf.is
Kyrrahafssári Falklandseyjasmokkfiskur Atlantshafsmakríll Sandsíli
Sjómannafélag Eyjafjarðar
Tobis ehf.
Fiskiðjan Bylgja Vagnhöfða 12 • 110 Reykjavík
Tjarnargata 2 - 230 Reykjanesbær Sími 527 5599 - GSM 698 5789 Fax 421 5989 - thor@tobis.is
Afgreiðsla Ísafirði. Afgreiðsla Dalvík. Afgreiðsla Eskifjörður. Afgreiðsla Höfn í Hornafirði.
Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnað og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvara að landa úr skipum.
Tóbis ehf Fjórlitur 76c + 8m 100c + 65m + 30k
Löndun ehf ehf sér sérum umskipaafgreiðslu skipaafgreiðsluí Reykjavík í Reykjavík Löndun ogog Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækiðveitir veitirvandaða vandaðaogog skjóta Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið skjóta þjónustu. Býður einnig einnigupp uppáánauðsynlegan nauðsynlegantækjabúnað tækjabúnað þjónustu. Býður og úrval úrval manna mannasem semreiðubúnir reiðubúnireru erumeð meðstuttum stuttum og fyrirvaraað aðlanda landaúrúrskipum. skipum. fyrirvara
Letur svart
Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og
Löndun ehf sér skipaafgreiðslu í Reykjavík og Löndun ehf sérehf. um skipaafgreiðslu í Reykjavíkí og Löndun sér um um skipaafgreiðslu Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og og skjóta skjóta Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða ogveitir skjóta vandaða Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið þjónustu. einnigog upp á nauðsynlegan veitirBýður vandaða skjóta þjónustu. Býður þjónustu. Býður einnig upp áátækjabúnað nauðsynlegan tækjabúnað tækjabúnað þjónustu. Býður einnig upp nauðsynlegan og úrvalupp manna sem reiðubúnir eru með stuttum einnig á nauðsynlegan tækjabúnað og og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvaramanna að landa úr skipum. og úrval sem reiðubúnir eru með stuttum úrval manna sem reiðubúnir eru með Fyrirhyggja, lipurð ogúr fyrirvara aðútlanda landa úrsamviskusemi skipum. stuttum fyrirvara að landa skipum. fyrirvara að skipum.
Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi
Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi einkenna þá þjónustu sem við veitum einkenna þá einkenna þáþjónustu þjónustusem semvið viðveitum veitum
Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi einkenna þá þjónustu sem við veitum
Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
Fyrirhyggja, lipurð lipurð og og samviskusemi samviskusemi Fyrirhyggja, einkenna þá þá þjónustu þjónustu sem sem við við veitum veitum einkenna
!
Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
Bolungarvíkurhöfn Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
Fjórlitur 76c + 8m 100c + 65m + 30k
Flutningskeðjan má al Flutningaskip Samskipa, Helgafell, sigla vikulega er lagt upp frá Reykjavík dögum með viðkomu í eyjum á föstudögum. annars staðar að af landin í veg fyrir skipin í Rey trukkum Landflutnin og á þriðjudegi, fjórum d er hann kominn til neyte is. „Það er lykilatriði í fe ingunum að slíta aldre keðjuna og passa upp á a á vörunni í kæligámu sem er um borð í skipu eða flutningabílunum,“ vin og bætir við að mikla og þróun til hins betra stað á undanförnum áru frágang á ferska fiskinu um borð í veiðiskipunum „Öll flutningskeðjan þróun og sem dæmi u má t.d. nefna að nú ge endur fylgst nánast á ra
28
maí 2012
útvegsblaðið
Heimaey VE komin til Vestmannaeyja og skipið undirbúið til veiða á makríl í sumar og síld í haust:
„Spennandi tímar framundan“ Tæknilýsing fyrir Heimaey VE 1
Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Hið nýja skip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Heimaey VE 1, kom til heimahafnar í síðustu viku eftir um mánaðar siglingu frá Chile þar sem það var smíðað. „Skipið er mjög gott, glæsilegt skip sem reyndist vel á heimleiðinni, þó við fengjum dálitla brælu á okkur. Það fór bara vel um okkur, enda mjög gott sjóskip,“ segir Ólafur Einarsson, skipstjóri. „Nú eru bara makrílveiðarnar í sumar framundan, en það er verið að búa skipið undir þær. Við ætlum að reyna að komast aðeins út til að sjá hvernig þetta virkar allt saman og veiðarnar hefjast svo í júní einhverntímann,“ segir Ólafur. Hann var með Álsey VE áður og vissulega er mikill munur á skipunum. „Heimaey er auðvitað alveg nýtt skip, en annars er maður að gera nokkurn veginn sömu hlutina, reyna að keppa að sama markmiðinu í þessu öllu saman sem er að koma með gott hráefni að landi og nóg af því. Nýja skipið ber auðvitað meira en Álseyin, kælikerfið er mjög öflugt og það gengur hraðar. Það gæti því gefið möguleika á því að sækja lengra
Tegundskips:: Byggingarár:
Uppsjávarskip fyrir nóta og flotvörpuveiðar 2012 Chile
Klassi:
DNV 1A1, E0
Stærð:
2263 GT
Málstærðir:
Lengd 71,1m, Breidd 14,4m, Dýpt 9,5 m, Siglingahraði 17 mílur.
» Brú skipsins er glæsileg og búin öllum nýjustu og fullkomnustu siglingarog fiskileitartækjum.
en áður en koma engu að síður með mjög gott hráefni í land.“ Ekki er búið að ganga frá því hve margir verða í áhöfn segir Ólafur, en þeir verða á bilinu 8 til 11. „Nýtt skip með mikinn og öflugan búnað, það besta sem völ er á, gefur möguleika á því að fækka í áhöfn, en annars eru handtökin áfram svipuð. Það eru spennandi tímar framundan með nýtt skip, svo sannarlega,“ segir Ólafur Einarsson.
Skipið verður á flottrolli á makrílnum en það er einnig búið til nótaveiða. Úthaldið verður svo þannig að eftir makríl tekur síldin við í haust og svo er stefnt á loðnu næsta vetur, en ekki hefur enn verið gefinn út upphafskvóti í loðnu vegna vandkvæða við mælingar. Skipið mun ýmist landa aflanum til vinnslu í Vestmannaeyjum eða á Þórshöfn, þar sem Ísfélagið er einnig með öfluga vinnslu á uppsjávarfiski.
Aðalvél:
Bergen Diesel B32-40 L9P, tveggja snúningshraða (650 og 750 RPM)
Skrúfa:
Kamewa-Ulstein C/P með skrúfuhring, 3,6m þvermál.
Hliðarskrúfur:
2x736 kW Kamewa, 1,65m þvermál.
Hjálparvélar:
Cummins UK, type K38-CP920DM/6, 1300hp@1800RPM/Cummins QSM11, 355hp @ 1800 RPM.
Rafalar:
3000/2500 kVA Leroy Somer ásrafall 920 kW Newage Stamford PM734B 190 kW, neyðarrafali, Newage Stamford PM734B
Dekkbúnaður:
Lágþrýstispilkerfi (64 bar) 2x Brattwaag Rauma 72t togvindur 2x Brattvaag Rauma 30t snurpuspil 2 Brattwag Rauma flottrollsvindur 74t, 26m3) 1 Brattwaag Rauma vinda fyrir höfuðlínukapal, 4,9t 1 Brattwaag Rauma hjálparvinda framskip, 11t. 1 Brattwaag Rauma hjálparvinda miðskips, 11t. 1 Brattwaag Rauma hjálparvinda afturskip, 11t. 1 Brattwaag Rauma hjálparvinda afturskip (capstan), 6t. 1 Brattwaag Rauma akkerisvinda.
Háþrýstispilkerfi fyrir dekkbúnað:
Petrel dekk krani KC30-9-3,3 Petrel dekk krani KC60-12-4 Petrel niðurleggjari NCS 7XL-3/R550-SF(B45) – PD12. Petrel kraftblökk TNW824-SF3 Petrel milliblökk R550-SF 2xPetrel vindur fyrir fiskidæluslöngur Triplex korka niðurleggjari Triplex blýateins niðurleggjari
Annar dekkbúnaður:
2 fiskidælur frá Seaquest 18” sem er drifnar af aðskildu dælukerfi á glussa. Tendos fisk/sjór skiljari á dekki. 2x Tendos vaacumkerfi fyrir löndun, 2x4.200 lítra tankar og 4x55/64 kW dælustöðvum.
RSW kælikerfi: Tankastærðir: Tankar:
2x Optiflux RSW kælikerfi 2x 1150 kW (-5/+30°C), NH3 2000 m3 í 10 tönkum að jafnri stærð fyrir afla. Svartolía 380: 370m3 Gasolía: 190m3 Fersktvatn: 115m3 Auk þess fjöldi minni tanka fyrir smurolíur og glussa.
Radarar:
Furuno FAR-2x37 og FAR-2x17
GPS:
2 stk. Furuno GP-32
Kompás:
SC-110 GPS áttaviti
Dýptarmælir:
Furuno-1200, tvöbotnstykki.
Dýptarmælir:
Simrad ES60
Asdic: AIS staðsetning: Sjálfstýring: Veðurstöð: Radio búnaður: Höfuðlínubúnaður: Trollbúnaður: Sjónvarpskúla: Vistarverur:
Furuno FSV-30 og Furuno 84 JRC JHS-182 Class A Simrad/Robertsson AP50 WS-200 Sailor GMDSS A3 250W Wesmar 780 auk aflanema Marport, hleranemar, aflanemar ofl. SeaTel 5004 Skipið er útbúið með rúmum fyrir 20 manns í 4 einsmannsklefum og 8 tveggjamanna klefum, auk sjúkraklefa. WC í öllumklefum. Skipið útbúið öflugu loftræstikerfi til hitunar/kælingar.
útvegsblaðið
maí 2012
29 » Skipið er útbúið með rúmum fyrir 20 manns í 4 eins manns klefum og 8 tveggja manna klefum, auk sjúkraklefa. WC í öllum klefum.
» Heimaey er búin til veiða í nót og flottroll. Lengd 71,1 metri, breiddin 14,4 og dýpt 9,5 metrar. Siglingahraði er 17 mílur.
Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýtt og glæsilegt skip, Heimaey VE-1.
Um borð í Heimaey VE er búnaður frá okkur
FA FRIÐRIK A. JÓNSSON EHF J Akralind 2 - 201 Kópavogi - Sími: 552-2111 - Netfang: faj@faj.is - www.faj.is VINGTOR STENTO SIMRAD NORSELIGHT Olex GEOEYE SALOR
OBSERVATOR
JMC
AIRMAR
LOWRANCE
DHR
Til hamingju með skipið
30
maí 2012
útvegsblaðið
Gífurlegur samdráttur á útflutningi á heilum ísuðum fiski frá Íslandi á uppboðsmarkaðina í Hull og Grimsby:
Umræðan um gámafiskinn á pólitískum villigötum Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Gífurlegur samdráttur hefur orðið á sölu á ísuðum ferskum fiski frá Íslandi á uppboðsmörkuðunum í Hull og Grimsby á skömmum tíma. Árið 2006 nam þessi útflutningur 38.000 tonum en í fyrra var hann kominn niður fyrir 15.000 tonn og enn er samdráttur. Sala á þorski frá Íslandi á þessum mörkuðum er orðin mjög lítil, var aðeins rúm 3.000 tonn á síðasta ári. Fyrirtækið Atlantic Fresh, sem er í eigu þeirra Arnar Eyfjörð Jónssonar og Magnúsar Guðmundssonar, er langstærsta fyrirtækið sem sér um sölur fyrir íslensk fyrirtæki á þessum mörkuðum. Örn segir að þessi þróun hafi vissulega verið erfið. „Fiskurinn frá Íslandi fer meira og minna í gegnum okkur, en það eru aðrir smáir keppinautar hér líka. Sveiflur í framboði á þessum fiski hafa verið gífurlegar. Það hefur dregist mjög hratt saman og þróunin hefur borðið keim af pólitískum aðgerðum. Við höfum farið illa út úr þessu með alls konar álögum af hálfu íslenskra stjórnvalda, svo sem útflutningsálagi og öðrum aðgerðum. Þetta hefur gert viðskiptin erfið og við erum ekki sáttir við það. Við erum því í þessu daglega stappi að berjast í pólitíkinni,“ segir Örn. En hvað á hann við? „Umræðan um gámafiskinn hefur að okkar mati verið svolítið á villigötum. Hún hefur ekki verið um viðskiptin sem slík, snúist meira um pólitík en viðskipti og kannski verið meira á tilfinningalegum nótum en að fjalla um raunveruleikann. Þegar litið er á þessi viðskipti í samhengi til dæmis, kemur í ljós að í fyrra koma rétt rúmlega 3.000 tonn af þorski með þessum hætti að heiman og í heildarmyndinni er það afskaplega lítið hlutfall. Það hefur því í raun verið umfangsmeira í umræðunni en í raunveruleikanum, of mikið gert úr áhrifunum. Það er þess vegna stundum erfitt fyrir okkur sem erum að starfa við þessa fisksölu að svara fyrir þá afstöðu sem birtist í umræðunni heima. Við erum hérna að þjóna ákveðnum viðskiptavinahóp, sem eru viðskipti sem eiga sér um hundrað ára sögu. Þetta er mikil saga sem hefur farið í gegnum tvær heimstyrjaldir og nokkur þorskastríð og stendur enn nokkuð vel. Því erum við mjög stoltir af þessum viðskiptum. Þau fara vel fram og eru heiðarleg og góð og koma bæði seljendum og kaupendum til góða. Því er það miður að þessi umræða skuli ekki vera á faglegri grundvelli. Stórt hlutverk í verðmyndun Uppboðsmarkaðarnir hér úti hafa skipað stórt hlutverk í verðmyndun á íslenskum fiski. Þeir hafa í raun mótað verðið heima en hér erum við í sambandi við um 200 kaupendur. Hér er fiskurinn unninn í mikilli nálægð við áframhaldandi markaði og þannig myndast hið rétta verð á uppboðsmörkuðunum. Söluferlið er mjög hratt og virkt og gjaldeyririnn skilar sér mjög vel heim.“ Hvaða áhrif hefur það að framboðið að heiman minnkar svona mikið? „Viðskiptin milli Íslands og Bretlands eiga sér mjög langa sögu og
» Fiskmarkaðurinn í Grimsby var opnaður fyrr á þessu ári eftir gagngerar breytingar. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra opnaði markaðinn. Hér er hann ásamt framkvæmdastjórn markaðsins.
þau hafa alla tíð verið mjög mikilvæg fyrir bæði löndin. Það er oft sagt að sjávarútvegsklasinn hérna í Grimsby sé mjög virkur og öflugur og hluti af þeirri skýringu sé hve virkt Ísland er í þessum klasa. Þar má nefna flutninga, þekkingu milli landa, aðferðafræðina, bankakerfið og ýmisleg önnur tengsl, sem gera það að verklum að allt virkar mjög vel, enda erum við búnir að gera þetta lengi. Aðrar þjóðir hafa öfundað okkur af þessari stöðu sem við höfum hér, en nú er hún að breytast verulega. Vegna þess hve mikið hefur dregið úr framboði að heiman erum við að rétta Norðmönnum markaðinn á silfurfati. Skilaboðin sem hafa verið að koma frá stjórnvöldum heima eru á þá leið að við viljum ekki skipta við þennan markað, það henti okkur ekki í augnablikinu. Þeir geti bara keypt fiskinn annars staðar. Þessum skilaboðum tóku Norðmenn og eru að vinna afskaplega vel úr þeim. Þeir eru að selja mjög mikið af fiski hingað niðureftir og hafa í raun fyllt það gat, sem Íslendingar hafa skilið eftir sig. Þegar sú staða kemur svo upp á ný að Íslendingar þurfa að senda frá sér óunninn ferkan fisk á uppboðsmarkaðina er ljóst að samkeppnin verður mun meiri en áður. Við erum að kasta frá okkur ráðandi stöðu á þessum mörkuðum, stöðu sem við höfum átt áratugum saman. Þetta er bara eins og sjálfsmark í fótboltanum. Við höfum ekkert gert í því
að vernda markaðinn okkar. Það er svolítið leiðinlegt að vera hér í forsvari fyrir íslenska fisksölu og sjá þetta gerast fyrir augunum í manni og geta lítið eða ekkert gert. Fyrir vikið erum við að missa svolítið þessa góðu sérstöðu, sem við höfðum og það er ekki gott. Það er alltaf talað niður til þeirra sem eru að flytja út fisk í gámum og standa að slíkum viðskiptum. Þetta er eins og umræðan almennt um sjávarútveginn heima. Hún er ekki bara á villigötum heldur mjög slæm í alla staði. Virkar eins og dempari Nú stöndum við frammi fyrir því að þorskkvótinn heima verði aukinn töluvert og þá getur útgerðin þurft á uppboðsmörkuðunum hér að halda í auknum mæli á ný. En þá getur staðan verið orðin eins og á ýsumörkuðunum. Þegar kvótinn heima var í hámarki voru útflutningsmarkaðarnir hér algjörlega nauðsynleg leið til að koma ýsunni í verð. Nú hefur kvótinn og framboðið minnkað og aðrir fyllt í götin. Uppboðsmarkarnir hér hafa í raun virkað eins dempari fyrir útgerðina heima. Þegar afli hefur verið mikill hefur hún haft þessa leið og notfært sér hana í miklum mæli. Nú er ekki eins hlaupið að því, vegna þess að við höfum í raun boðið örðum inn á markaðinn. Ferskfiskmarkaðarnir taka bara ákveðið magn á góðu verði, en nú eru fleiri um hituna og þá getur aukið framboð leitt til lækkandi verðs. Ásóknin inn á markaðinn
Taka þátt í endureisn fiskvinnufyrirtækis Atlantic Fresh hefur nú í samvinnu við breskan aðila endurreist rekstur fiskréttaverksmiðju í Grimsby, sem gert er ráð fyrir að veiti um hundrað manns atvinnu í árslok. Fyrirtækið heitir Mariner Foods. „Þetta er verkefni sem við tókum að okkur ekki sem félag í raun heldur bara sem eintaklingar, ég og félagi minn Magnús Guðmundsson. Þetta sprettur upp úr ákveðnu samstarfi sem við höfum átt við Breta sem heitir Ken Bottomly, sem þekktur athafnamaður innan sjávarafurðageirans í Bretlandi. Hann hefur hleypt töluvert mörgum fyrirtækjum af stokkunum á starfsævinni. Þetta fyrirtæki verður mjög lítið tengt Íslandi og starfsemi Atlantic Fresh. Það verður í afurðum, sem eru ekki að koma frá Íslandi, skelfiski og lax aðallega og síðan jafnvel fullunnum matvælum og þá ekki endilega fiski. Í rauninni er þetta bara útvíkkun á starfssemi okkar í Englandi. Lítið sem ekkert tengt kjarnastarfsemi okkar í dag. Okkar aðkoma að þessu er að einhverju leyti sem fjárfestar og líka sem aðilar með þekkingu á sjávarafurðum. Mariner Foods er pökkunarverksmiðja, sem pakkar afurðum bæði fyrir smásölu, það er stórmarkaðskeðjur og aðra hefðbundna matvælaþjónustu. Við Magnús munum ekki koma að daglegum rekstri á þessu fyrirtæki heldur sem stjórnarmenn. Þetta hefur engin bein samlegðaráhrif á starfsemi okkar í dag,“ segir Örn Eyfjörð Jónsson.
er mikil meðan verðið er hátt og nú er mikill þorskkvóti í Noregi sem leiðir til flæðis af fiski þaðan og hingað. Sem dæmi um það hvernig íslensk stjórnvöld standa að málum í samanburði við aðrar þjóðir, fá norskir útflytjendur sjávarafurða gífurlegar upphæðir í útflutningsstyrki en íslenskir ekkert. Á sama tíma og við
hér þurfum að réttlæta tilveru okkar og tala fyrir ansi daufum eyrum, fá keppinautarnir í Norgi fullar hjólbörur af peningum til markaðsstarfs, til að gera það sama og við erum að reyna. Þetta leiðir allt einfaldlega til þess að við verðum undir á þessum mikilvægu mörkuðum,“ segir Örn Eyfjörð Jónsson.
HÖFUM VARIÐ ÍSLENSKA SJÓMENN Í 86 ÁR
Íslenskir sjómenn hafa í gegnum aldirnar barist við náttúruöfl norður Atlantshafsins til þess að draga björg í bú. Frá árinu 1926 hefur Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR einsett sér að verja íslenska sjómenn gegn veðri og vindum. 66°NORÐUR er stolt af íslenskum sjómönnum og þessari arfleifð sinni og óskar sjómönnum öllum til hamingju með daginn. Í dag framleiðir 66°NORÐUR alhliða hlífðarfatnað fyrir ólíka hópa starfandi stétta auk þess að framleiða hágæða útivistarfatnað sem stenst hæstu gæðakröfur. Fyrirtækið hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir hönnun og markaðsstarf og viljum við á þessum tímamótum þakka öllum þeim íslendingum sem hafa komið að uppbyggingu félagsins beint og óbeint síðastliðin 86 ár.
Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5 og 9, Faxafen 12,Kringlan, Smáralind og Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg og Glerárgata 32 Keflavík: Leifsstöð og söluaðilar um allt land
www.66north.is
Klæddu þig vel
32
maí 2012
útvegsblaðið
Þróun á ferskara og endingarmeira fiskibragði Ísfirska fyrirtækið ArcTract hefur hlotið tvo styrki frá AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi. Báðir styrkir snúa að vöruþróunarverkefnum félagsins sem vinnur að þróun á nýjum aðferðum til að framleiða fiskibragð úr fiskiafgöngum. Bragðefnin má nota í iðnaðarframleiðslu á súpum, sósum og fiskréttum. ArcTract var stofnað árið 2011 og fæst við rannsóknir, vöruþróun og framleiðslu á bragðefnum í tilbúnar súpur, sósur og fiskrétti. Talsverður markaður er fyrir bragðefni af þessu tagi í heiminum í dag en tækifæri til bættrar verðmætasköpunar eru mörg og felast m.a. í framleiðslu á vörum sem eru með ferskara og sterkara fiskbragði ásamt lengri geymsluþoli. Markmið félagsins er að þróa einkaleyfaverjanlegar aðferðir á þessu sviði. Félagið leitast við að nota hráefni sem í dag er að jafnaði ekki notað í vinnslu af þessu tagi. Starfsemi félagsins er í mótun og starfa í dag tveir starfsmenn hjá félaginu. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður ArcTract, segir að viðskiptaáætlun ArcTract sé metnaðarfull og snúi að því að auka stórlega verðmæti afganga úr fiskvinnslu til notkunar í sértækri matvælavinnslu. Styrkirnir frá AVS séu gæðastimpill á rannsóknar- og þróunaráætlun félagsins og dragi úr áhættu á þróunarverkefnum félagsins og „munu vonandi gera okkur kleyft að sækja meira fjármagn til fjárfesta.“ Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir ísfirskt atvinnulíf. Nýsköpun, rannsóknir og þróun í íslenskum sjávarútvegi skipta miklu máli fyrir íslenskt samfélag. Það er því mikilvægt að skapaðar séu forsendur fyrir áframhaldandi nýsköpun í greininni og tengdum geirum þannig að við sjáum fleiri svona verkefni hér í framtíðinni, segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í tilefni þessa.
Notendur PD-5 bætisefnis fyrir eldsneyti orðnir um 350:
Efnið streymir um borð í skipin „Við höfum verið að kynna bætiefni fyrir eldsneyti, PD-5, frá því í vetur og eftir að við héldum sölukynningu í byrjun maí, hefur notendum fjölgað verulega. Nú eru þeir um 350 og tíu útgerðir eru farnar að nota efnið frá okkur. Þorbjörn í Grindavík er kominn með fjóra báta á þetta, Vísir er með einn, Hraðfrystihús Hellissands er að byrja, Geir ÞH á Þórshöfn er með efnið, Þorlákur ÍS á Bolungarvík og trillur þaðan líka. Efnið streymir um borð í skipin. Það er í líka í notkun í fiskimjölsverksmiðju og hefur skilað þar verulegum árangri. Loks er bætiefnið líka notað á vinnuvélar og bíla með mjög góðum árangri,“ segir Haraldur Eðvarð Jónsson, sölumaður hjá Kemi hf, sem flytur efnið inn. „Á því leikur enginn vafi að efnið dregur úr eldneytisnotkun, myndar hreinni bruna og dregur því verulega úr sótmyndun og það sem kannski er mikilvægast þegar upp er staðið er að efnið er umhverfisvænt og dregur úr mengun. Því kemur okkur á óvart áhugaleysi þeirra sem virðast vera hvað fremstir í flokki umhverfisverndarsinna. Við erum búnir að senda fólki úr þessum geira boð á kynningar og ýmislegt fleira en fáum engin viðbrögð. Það tekur auðvitað tíma fyrir fólk að kynna sér þetta, en allir þeir sem byrjuðu að prufa efnið, hafa haldið áfram að kaupa það. Það segir sína sögu og við höfum staðfestar niðurstöður sem sýna verulegan sparnað og umtalsverðan árangur. Það virðist ganga vel að sannfæra fólk um notkunina enda getum við sýnt árangurinn svart á hvítu. Prófanir sem gerðar hafa verið hér á landi staðfesta 6-13% eldsneytissparnað,“ segir Haraldur. „Reynslan sem fengist hefur á Íslandi eykur okkur bjartsýni um að PD-5 verði fyrr en seinna jafnt sjálfsagt og eldsneyti á allar vélar og tæki sem brenna jarðefna-
» Á þessum tveimur myndum má glögglega sjá hvað sótmyndun minnkar við notkun PD-5 bætiefnisins. Þær eru teknar með mánaðar millibili úr afgasportum Wickman vélarinnar sem er í Ágústi GK-95.
eldsneyti. Sparnaðurinn er mikill en minni mengun er enn mikilvægari,“ segir Jón Viðar Óskarsson, framkvæmdastjóri Kemi ehf. Karl Devlin, framkvæmdastjóri Fuel-Tec Ltd., sem framleiðir bætiefnið, segist binda miklar vonir við árangur af notkun PD-5 á Íslandi. „Við teljum að með bætiefnunum megi draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda við fiskveiðar og -vinnslu, flutningaþjónustu og hvarvetna á Íslandi þar sem notuð eru tæki knúin jarðefnaeldsneyti.“ Tilraunir með PD-5 í fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins í Vestmannaeyjum benda til þess að með notkun þess hafi náðst umtalsverður olíusparnaður. Fyrirtækið hefur ákveðið að nota áfram PD-5 bætiefnið. Tilraunir Malbikunarstöðvarinnar Höfða á payloader gröfu sýndu 8% sparnað í eldsneytisnotkun tækisins með notkun PD-5. Tilraunir leigubílstjóra í borginni hafa sýnt 9% minni notkun eldsneytis á ekinn kílómetra með notkun PD-5. Tilraunir verktaka með beltagröfu og jarðýtu sýna 13% sparnað eldsneytis á hvort tæki með notkun PD-5.
„Aðferð frumvarpsins ofmetur rentu um tugi prósenta. Augljóst er að ekki verður búið við svo mikla skekkju.“ * Ein af fjölmörgum góðum ástæðum til að vanda til verka við breytingar á stjórn fiskveiða. Kynntu þér málið.
Vélsmiðja Grindavíkur Nettó, Grindavík Besa Martak, vélsmiðja Jón og Margeir, flutningar GB Hraðflutningar Tæknivík ehf.
Brimberg Egersund Ísland Eskja Fjarðabyggð G. Skúlason, vélaverkst. Gullberg ehf. Hamar
Bílageirinn Stólpavík, saltsala Einhamar Hérastubbur bakari Vísir Optimal á Íslandi Stakkavík
Þorbjörn Verkalýðsfélag Grindavíkur Marver Sigurður Halldórsson rafvirkjameistari Kristján Jónsson rafvirki Launafl
*Úr áliti Daða Más Kristóferssonar og Stefáns B. Gunnlaugssonar á frumvörpum um stjórn fiskveiða, unnið fyrir atvinnuveganefnd Alþingis.
Kynntu þér hvað fólkið í landinu hefur að segja um frumvörpin:
FÍTON / SÍA
óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn – óslitin saga flutninga til og frá Íslandi í 98 ár
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
34
maí 2012
útvegsblaðið
Sjómannadagurinn 2012
Lýðskrum
Í
Speglinum, fréttatengdum útvarpsþætti á Rúv. Í mars sl. var viðtal við Lýð Árnason lækni og Stjórnlagaráðsmann. Viðtalið við Lýð var í tilefni af fundi um stjórnkerfi fiskveiða/ kvótakerfið sem haldinn hafði verið kvöldið áður í Iðnó. Fréttamaðurinn Gunnar Gunnarsson hóf þáttinn á því að lesa eftirfarandi upp úr 34. gr. ráðsins um náttúruauðlindir: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Þarna setti fréttamaður punktinn og gaf Lýði orðið. Álit læknisins var eftirfarandi: „Lykilatriðið er náttúrlega að gera góða löggjöf utan um þetta stjórnarskrárákvæði og lykillinn að því er einfaldur. Það á bara að halda hagsmunaaðilum fyrir utan það fundarherbergi þar sem það er samið! Áfram heldur Lýður: Sú ríkisstjórn sem nú situr virðist ætla að ganga gegn þeirri jafnræðisreglu sem svo sannarlega er boðuð í auðlindaákvæði nýju stjórnarskrárinnar með því að veiðirétti verði úthlutað til útvalinna aðila til langs tíma. Fréttamaður spyr: Tillaga Stjórnlagaráðs, hverju myndi hún breyta ? Svar: Eins og fram hefur komið hér á fundinum þá telja sumir að þessar tillögur Stjórnlagaráðs, þetta nýja auðlindaákvæði, það í raun og veru gæti inniborið óbreytt kerfi. Það má svo sem færa rök fyrir því, ég tel þó að það muni a.m.k. færa okkur jafnræði, þ.e.a.s. allir hafi aðgang að auðlindinni, það sé ekki hægt að útiloka neinn. Aðalatriðið er að næsta ríkisstjórn geri það sem hún lofi kjósendum sínum, en fari ekki að hleypa að hagsmunaaðilum og fokka öllu upp“. Skoðum nú aðeins hvað felst í þessum helsta meinta ávinningi læknisins þ.e.a.s jafnræðisgrundvellinum og hvernig sú göfuga hugsjón virkar inn í raunveruleikann. 34. Greinin inniheldur töluvert fleira en fram kemur hér ofar, en þar stendur m.a. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Í 25. gr. er fjallað umatvinnufrelsi og þar segir m.a. Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast. Í textanum hér að ofan kristallast sú mýta og sú þversögn sem felst í tillögum Lýðs og félaga.Vandmál nr. 1.2 og 3 er sústaðreynd að auðlindin er takmörkuð. Það eitt og sér gerir hugsjónina um jafnræði einfaldlega allt of óhagkvæma til hægt sé að nálgast það markmið sem segir að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Þetta staðfestist síðan endanlega í 25. Greininni þar sem kveðið er á um að atvinnufrelsinu megi setja skorður ef almannahagsmunir krefjast. Sú skoðun Lýðs að það sé lykilatriði til lausnar vandans að útiloka skuli aðkomu hagsmunaaðila að því mikilvæga úrlausnarefni að skapa meiri sátt um sjávarútveginn er undarleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ef heimfæra ætti þessa skoðun hans yfir á aðrar atvinnugreinar s.s. heilbrigðiskerfið þá bæri að gæta þess að enginn sem starfar í heilbrigðisgeiranum ætti að koma nálægt mótun stefnu um heilbrigðismál. Þetta viðhorf er náttúrlega galið. Við blasir að fulltrúar lækna, sjómanna, flugmanna, leigubílstjóra,fiskverkafólks eða fréttamanna svo nokkur dæmi séu tekin, hljóti að eiga lýðræðislegan rétt á því að vera með í ráðum þegar lífsafkoma þeirra er í húfi. Undanfarin ár hef ég annað kastið heyrt eða frétt af þessu ágæta lækni fyrir vestan. Yfirleitt hafa þær fregnir verið af einhverjum menningarlegum skemmtilegheitum þar sem hannhefur brillerað. Með viðhorfi sínu til sjávarútvegsvirðistþví miður svo sem að réttlætiskenndin hafi borið skynsemina ofurliði. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra ánægjulegs sjómannadags og velfarnaðar í leik og starfi Árni Bjarnason, forseti FFSÍ.
Verður að ná sátt til framtíðar
S
jómannadagurinn 3. júní 2012 mun renna upp í umhverfi sem stéttin, sem dagurinn er nefndur eftir, hefur allt og oft þurft að halda hann í. Deilum um atvinnugreinina, verðlagsmál og launakjör í sjávarútvegi ætlar seint að linna. Í ár er ástandið með versta móti, lög um breytingar á stjórn fiskveiða og veiðigjald liggja fyrir Alþingi, auk þess að kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir frá 1. janúar 2011. Fyrirkomulag verðlagsmála á fiski er sem fyrr mikið ágreiningsefni. Miklar og hraðar framfarir hafa orðið í sjávarútvegi undanfarin áratug. Tæknivæðing og markaðsmál hafa verið að skila miklum árangri. Það hefur verið lengi mikið áhyggjuefni hvernig ásýnd sjávarútvegsins hefur verið fyrir ungt fólk, sem er að skoða framtíðarstarfsvettvang til að mennta sig og starfa í. Það er skiljanlegt að ungt fólk sem er að velta sínum framtíðar möguleikum á vinnumarkaði stoppi við og líti það ekki björtum augum að fara að starfa í atvinnuvegi þar sem alltaf eru átök og óvissa. Í þessari atvinnugrein eins og öðrum er mannauðurinn mikilvægur. Því þarf umhverfið að vera þannig að hæfileikaríkir einstaklingar laðist að henni. Vandséð er í dag hvernig hægt verður að finna lausn á öllum þeim deilumálum sem eru að skaða þessa atvinnugrein,vegna þess að sjávaraflinn er svo takmörkuð og verðmæt auðlind. Hins vegar er það skylda allra sem að þessum málum koma að finn ásættanlegar lausnir og þá verða allir að gefa eitthvað eftir. Við getum ekki haldið svona áfram, að benda á hinn aðilann og kenna honum um hvernig málum er komið,
af því að ég fæ ekki að halda öllu mínu og haga mér eins og ég vil. Hvað þá að allir eigi að fá að fara í útgerð og veiða fisk. Staðan er orðin það alvarleg í dag, að ef ekki fara að finnast lausnir til framtíðar fyrir sjávarútveginn þar sem menn verða að sætta sig við breytta atvinnuhætti og tæknivæðingu í greininni oghún sett í sama efnahagslega markaðsumhverfið og samfélagið er rekið í. Þá munum við bera mikinn efnahagsskaða af, sem við höfum ekki efni á og bitna mun á lífskjörum almennings
í landinu. Við verðum að horfa á sjávarútveginn sem framsækna tæknivædda atvinnugrein en ekki eitthvert verkfæri misvitra stjórnmálamanna til að vinna á móti breytingum sem eru komnar fyrir löngu. Það sem hefur fylgt þessum breytingum verður að leysa með raunhæfum aðgerðum sem virka en ekki draga heila atvinnugrein niður og almenningur greiðir reikninginn með lakari lífskjörum. Að einhver telji sig eiga auðlindina er umræða sem ég lít á að sé búin og útrædd. Þessvegna ber öllum sem að málinu koma skylda til að vinna hratt og af skynsemi, til að ná sátt til framtíðar um þessa mikilvægu atvinnugrein. Sjómannadagurinn er holl áminning til okkar um að leiða hugann að þeim sem starfa við sjómennsku og fjölskyldum þeirra. Við eigum að bera mikla virðingu fyrir þeim og framlagi þeirra til samfélagsins. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum til hamingju með sjómannadaginn. Kveðja, Guðmundur Ragnarsson, formaður VM
Kjarasamningar verði forsenda nýtingarleyfis
Þ
egar þetta er sett á blað er atvinnuveganefnd Alþingis að fjalla um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, og frumvarp til laga um auðlindagjöld. Sjómannasambandið hefur skilað til nefndarinnar umsögnum um bæði þessi frumvörp, þar kemur fram stefna SSÍ í þessum málum, og geta þeir sem áhuga hafa á lesið umsagnirnar á vef SSÍ. Það er mín skoðun að leggja eigi alla áherslu á að ná sem mestri sátt um frumvarpið um stjórn fiskveiða, því verði það að lögum, eins og það er sett fram nú, sem litlar líkur eru á,verður því ekki breytt fyrr en eftir fimm ár í fyrsta lagi. Annað gildir, hvað það varðar, um frumvarpið um auðlindagjöld. Ég geri mér grein fyrir því að það er auðveldara að tala um en í að komast. Þó vil ég minna á að í sáttanefndinni sem skilaði af sér í september 2010 var glettilega mikill samhljómur um marga þætti þessa máls, en því miður var þeirri vinnu stungið undir stól og stjórnvöld gerðu ekki minnstu tilraun til að vinna meira með þeim hugmyndum sem þar komu fram. Þess í stað hafa komið fram þrjú frumvörp og ein tillaga að frumvarpi, allt illa unnið og að mínu mati ekki lagt fram til að reyna að ná einhverri sátt um málið, þvert á móti virðist það gert til að láta reyna á þolrifin í þeim sem við
eiga að búa. Slík vinnubrögð eru með öllu óásættanleg og engum boðleg. Slitnað hefur upp úr viðræðum á milli samtaka sjómanna og Landssambands smábátaeigenda(LS) um kjarasamning fyrir sjómenn á smábátum, það er mín skoðun að hjá LS sé engin vilji til að gerður verði kjarasamningur fyrir sjómenn á smábátum. Í áður nefndri sáttanefnd varð nokkur umræða um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að fá nýtingarleyfi ef af breytingum verði. Ekki var annað að heyra en að nokkur samstaða væri um að sjálfgefið væri að til að fá nýtingarleyfi verði að vera til kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna.Í frumvörpunum sem lögð voru fram á síðasta ári var ákvæði þess efnis, en svo brá við að í frumvarpinu sem nú liggur fyrir þinginu er búið að taka það út, við höfum gert þá kröfu til þingnefndar að við afgreiðslu hennar á málinu til þingsins verði þetta skilyrði inni, og vonumst við til að við því verði orðið. Það er umhugsunarefni að eftir að frumvarpið kom fram þar sem þetta skilyrði var tekið út tók átta vikur að fá svar frá LS. Ætli það sé tilviljun? Ég sendi sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir á sjómannadaginn. Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands
útvegsblaðið
maí 2012
35
Veiðigjald á fyrirtæki í Fjarðabyggð verður samtals 3,4 milljarðar kr. – eða 745.000 kr. á hvern íbúa.* Ein af fjölmörgum góðum ástæðum til að vanda til verka við breytingar á stjórn fiskveiða.
*Samkvæmt umsögn Fjarðabyggðar til atvinnuveganefndar Alþingis um frumvörp um stjórn fiskveiða
Kynntu þér málið.
Vélsmiðja Grindavíkur Nettó, Grindavík Besa Martak, vélsmiðja Jón og Margeir, flutningar GB Hraðflutningar Tæknivík ehf.
Brimberg Egersund Ísland Eskja Fjarðabyggð G. Skúlason, vélaverkst. Gullberg ehf. Hamar
Bílageirinn Stólpavík, saltsala Einhamar Hérastubbur bakari Vísir Optimal á Íslandi Stakkavík
Þorbjörn Verkalýðsfélag Grindavíkur Marver Sigurður Halldórsson rafvirkjameistari Kristján Jónsson rafvirki Launafl
Kynntu þér hvað fólkið í landinu hefur að segja um frumvörpin:
36
maí 2012
útvegsblaðið
Ólafur K. Pálsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunarinnar skrifar:
Um brottkast á Íslandsmiðum Brottkast á fiski er ekki nýtt fyrirbæri í fiskveiðum hér við land, en virðist þó hafa verið óþekkt fyrsta árþúsund veiðanna eða svo, enda voru veiðar ekki stórtækar þá og mikil þörf var fyrir fiskmetið. Líklegt er að brottkast hefjist með veiðum stórvirkra togskipa hér við land undir lok 19. aldar. Með þeirri tæknibyltingu sem þá var innleidd margfaldaðist aflinn og var jafnvel meiri en unnt var að nýta, með góðu móti, um borð í fiskiskipum þess tíma. Þar með mynduðust hagrænar forsendur brottkasts, þ.e. að hirða verðmætari fiskinn úr aflanum en kasta þeim verðminni fyrir borð (sjá t.d. Ásgeir Jakobsson 1979). Umfangsmiklu brottkasti hefur verið lýst í ýmsum frásögnum af fiskveiðum á síðustu öld. Á fyrstu áratugum aldarinnar var þorskur jafnvel eini fiskurinn sem var hirtur en öðrum tegundum var kastað fyrir borð (Magnús Runólfsson og Guðjón Friðriksson 1983). Í öðrum tilvikum var svokölluðum undirmálsfiski fleygt en stærri fiskur hirtur (Jónas Guðmundsson 1982). Undirmálsfiskur var fiskur undir tiltekinn lengd og var óheimilt að landa slíkum fiski. Lágmarksstærð þorsks og ýsu var fyrst ákveðin 24 cm árið 1937, en var 50 cm hjá þorski. Á næstu áratugum var lámarksstærðin hækkuð nokkrum sinnum og var komin í 50 cm hjá þorski og 45 cm hjá ýsuárið 1976. Á sama tíma var lágmarksmöskvastærð í botnvörpu aukin úr 70 mm í 155 mm (Ólafur K. Pálsson 2002). Á þessu tímaskeiði má því segja að brottkast hafi verið lögboðið. Með kvótalögum frá 1984 (og síðari breytingum) voru þessar reglur afnumdar og gert skylt að hirða kvótabundinn fisk og loks allan fisk. Þar með varð brottkast óheimilt samkvæmt lögum. Mælingar og kannanir Á síðustu áratugum síðustu aldar var mikil umræða um brottkast í fiskveiðum hér við land. Kerfis-
minna en 1,3%. Brottkast í dragnót var oftast 4-5% en mest 9,0% árið 2007. Brottkast ýsu í botnvörpu var sveiflukennt og hæst árin 2003 (7,0) og 2005 (4,9%), eins og áður kom fram, en að jafnaði minna síðustu árin og ekkert árið 2011. Samanlagt brottkast þorsks og ýsu í ofangreind veiðarfæri er sýnt á 3. mynd. Samanlagt brottkast ýsu var hátt um miðbik tímabilsins 2001-2011, en minna en 2% eftir 2005 og rétt yfir 0,5% 2011. Að jafnaði var brottkast ýsu 1,88% tímabilið 2001-2011. Samanlagt brottkast þorsks var hæst fyrsta árið (2,5%), minnkaði hratt í lágmark 2003 en jókst á ný í hámark 2007. Eftir það hefur brottkast þorsks minnkað samfellt og var nánast ekkert árið 2011. Brottkast þorsks var að jafnaði 0,82% 2001-2011.
bundnar mælingar voru ekki tiltækar á þeim tíma til að meta umfang brottkasts með fullnægjandi hætti. Þó má nota ýmsar mælingar Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar, einkum mælingar á ýsu, til að leggja mat á brottkast á þessum tíma. Einnig hafa skoðanakannanir verið gerðar meðal sjómanna til að leggja lauslegt mat á brottkast. Kerfisbundið mat á brottkasti hófst árið 2001, á vegum Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar, og hefur einkum beinst að brottkasti þorsks og ýsu í línu-, neta-, dragnóta- og botnvörpuveiðum. Mælingar í dragnót féllu niður árið 2011. Fyrsta mat Lauslegt mat á brottkasti, á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, gaf til kynna að brottkast þorsks gæti verið 2-5% af lönduðum afla á ári eða 7.000-20.000 tonn. Skoðanakönnun sem gerð var meðal sjómanna árið 1989 gaf til kynna að brottkast
gæti numið 53.000 tonnum í heild og 28.000 tonnum af þorski. Önnur skoðanakönnun var gerð árið 2000 og gaf til kynna 28.000 tonna heildarbrottkast, þar af 19.000 tonn af þorski. Enda þótt þessar tölur séu fremur ágiskanir en beinar niðurstöður, benda þær til þess að brottkast hafi verið verulegt á þessum tíma. Beinar mælingar Mælingar Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar, allt frá árinu 1988, má nota til að meta brottkast ýsu í botnvörpu. Brottkast ýsu í botnvörpu var tiltölulega lágt fyrstu ár tímabilsins 1988-2011, en allmiklu hærra 1992-2000, þegar það var oftast um 10% af lönduðum afla. Hámarki náði brottkastið árin 1995 og 1997 19,6 og 22,3% (1. mynd). Frá 2001 var brottkast oftast minna en 3%, en talsvert hærra árin 2003 (7,0%) og 2005 (4,9%). Tímabilið 2001 til 2011 var brott-
kast þorsks mælt í fjórum veiðarfærum (2. mynd a-d). Meðalafli þorsks þetta tímabil var 56 þús. tonn á línu, 30 þús. tonn í net, 12 þús. tonn í dragnót og 80 þús. tonn í botnvörpu. Í línuveiðum var brottkastið minna en 0,5% að undanskildu fyrsta árinu þegar það var 8,1%. Í netaveiðum var brottkast þorsks hátt árið 2001 (5,2%), en mun lægra eftir það og nánast ekkert síðan 2008. Brottkast þorsks í dragnót var sveiflukennt og oft mjög hátt, einkum fyrstu árin (8,0% 2001), en minna en 2% hin árin. Brottkast þorsks í botnvörpu var mjög lágt fyrstu 3 árin og náði hámarki árið 2007 (2,5%), en var mjög lágt 2010-2011. Brottkast ýsu var mælt í þremur veiðarfærum 2001 til 2011 (2. mynd a, c, d). Meðalafli ýsu þetta tímabil var 27 þús. tonn á línu, 12 þús. tonn í dragnót og 40 þús. tonn í botnvörpu. Brottkast í línuveiðum var sveiflukennt en alltaf
Helstu niðurstöður Tiltækar upplýsingar um brottkast, þ.e. frásagnir, skoðanakannanir og beinar mælingar, benda til þess að brottkast hafi verið umtalsvert alla síðustu öld, en hafi þó farið minnkandi með stækkandi möskva í togveiðarfærum og bættri umgengni um auðlindir sjávar. Frá síðustu aldamótum hefur brottkast þorsks og ýsu verið mun minna en áður og hefur jafnframt minnkað þau 11 ár sem kerfisbundnar mælingar hafa farið fram. Ef fram heldur sem horfir má ætla að brottkast í botnfiskveiðum verði í lágmarki á næstu árum. Þar með verði þessi óæskilegi þáttur veiðanna nánast úr sögunni á Íslandsmiðum.
Heimildir: Ásgeir Jakobsson 1979. Tryggva saga Ófeigssonar. Skuggsjá – Bókabúð Olivers Steins sf, 400 bls. Jónas Guðmundsson 1982. Togaramaðurinn Guðmundur Halldór. Bókaútgáfan Hildur, 173 bls. Magnús Runólfsson og Guðjón Friðriksson 1983. Togarasaga Magnúsar Runólfssonar skipstjóra. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, 186 bls. Ólafur K. Pálsson 2002. Brottkast ýsu á Íslandsmiðum. Ægir 95(3), bls. 32-37.
UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Prentun frá A til Ö
38
maí 2012
fRÍVAKTIN
Faxaflóahafnir kynna íslensku saltsíldina á Hátíð hafsins á sjómanadaginn:
„Rétt að örva síldarneysluna“ Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Þeir búa við þau forréttindi að fá að leika sér með síld í vinnunni, hvor á sinn hátt. Annar býr til síldarrétti og hinn kaupir síld í stórum stíl og báðir hafa eftirlit með framleiðendum. Báðir hafa þeir óbilandi áhuga á síld og nú ætla þeir að kynna hana fyrir gestum á Hátíð hafsins í Reykjavík á sjómannadaginn, enda gera þeir sér báðir sína eigin síldarrétti. Þetta eru tveir „gamlir síldarspekúlentar.“ Þeir Ingvar Ágústsson og Úlf Bergmann. Ingvar sinnir enn innkaupum á saltsíld fyrir íslenska fyrirtækið Fram Foods sem rekur öfluga síldarvinnslu í Finnlandi, en Úlf starfar við framleiðslueftirlit hjá Iceland Seafood International. Þeir byrjuðu báðir í síldinni á níunda áratugnum hjá Síldarútvegsnefnd. Ingvar sá um þróunar- og eftirlitsmál í framleiðslu- og tilraunastöð SÚN í Kópavogi og samskipti við framleiðendur, sem voru mjög margir á þeim tíma, 40 til 50. Í Kópavoginum var einnig svokallaður öryggislager fyrir síld. Afar stór kælir til að geyma síld, sem af einhverjum ástæðum seldist ekki. Úlf var fyrst í eftirliti með framleiðendum en tók síðan að sér verkstjórn í framleiðslunni, sem var töluvert umfangsmikil. Hún fólst í flökun síldarinnar og frekari vöruþróun. Þeir sáu svo saman um eftirlit með framleiðendum og að taka út síld eftir að ríkismat sjávarafurða var lagt niður. Eftir það fór engin síld utan, nema þeir félagar eða samstarfsmenn þeirra tækju hana út fyrst. Þeir sinntu þessum störfum sínum fram undir aldamótin, en þá skildu leiðir og Síldarútvegsnefnd sameinaðist SÍF. Aðeins saltað á einum stað En tíminn hjá Síldarútvegsnefnd var gefandi og mikið gæfuspor fyrir þá báða, þó hvorugur hafi komið nálægt síld fyrr en þá. Ingvar er lærður lífefnafræðingur og Úlf þjónn, en sú menntun þeirra reyndist góður grunnur fyrir síldina. „Þetta var afskaplega skemmtilegur og gefandi vinnustaður undir stjórn Gunnars Flóvenz og Einars Benediktssonar, sem stýrðu sínu liði af festu og lipurð,“ segja þeir félagar. Síldarsöltun á Íslandi heyrir nú nánast söguni til, gífurleg breyting frá síldaráruum gömlu þegar saltað var allt frá Siglufirði og austur og suður um allt til Akraness. Hlé kom í söltunina þegar síldarstofnarnir hrundu undir lok sjötta áratugar síðustu aldar. Hún komst aftur á skrið þegar íslenska sumargotssíldin fór að veiðast á ný og saltað var þó á nokkrum stöðum, nær eingöngu austanlands. Aðeins eitt fyrirtæki saltar síld nú, en það er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði. Mest af síldinni í frystingu Úlf kynnti saltsíld á Hátíð hafsins í fyrra og fékk þá síld þaðan. Ingvar kaupir svo alla síld sem hann fær frá Fáskrúðsfirði, en finnst það of lítið, enda er íslenski síldarstofninn nú í lægð. Hann kaupir árlega inn um 50.000 tunnur af saltsíld fyrir vinnsluna í Finnlandi, en fær aðeins mjög lítinn hluta þess magns hér á landi. Mest kaupir hann frá Noregi. Síldin sem veiðist við Ísland, íslenska sumargotssíldin, fer nánast öll í frystingu, ýmist um borð í vinnsluskipunum eða í öflugum verksmiðjum í landi. Norsk-íslenska síldin, sem íslensk skip veiða, er svo
» Úlf Bergmann og Ingvar Ágústsson eru manna fróðastir um síldarvinnslu og verkun enda með áratuga reynslu úr slíkri vinnslu.
að langmestu leyti unnin um borð í skipunum úti á miðunum. Söltunin er miklu flóknara ferli en frystingin, hún er ekki bara geymsluaðferð, heldur líka verkun. Kaupendur eru nánast hver og einn með sérkröfur eða breytilegar óskir umkryddblöndu og fleira og því er síld yfirleitt ekki söltuð nema upp í fyrirframgerða sölusamninga.
» Saltsíld.
» Maríneruð síld.
Lítil sem engin hefð fyrir síldarneyslu Þeir félagar segja að nokkuð merkilegt sé að hér á landi skuli lítil eða engin neysluhefð vera á saltsíld og afurðum úr henni. „Hér eru aðeins tveir framleiðendur sem eru að framleiða fyrir neytendamarkað og veltan er fremur lítil. Í Finnlandi er mikil hefð fyrir síldarneyslu. Þeir verða til dæmis að fá síld með nýju kartöflunum, þegar fyrsta uppskeran er komin í hús. Í Svíþjóð er einnig mikil hefð fyrir síldarneyslu, sérstaklega matjessíld á sumrin og sömuleiði í Hollandi og Þýskalandi. Þetta er nokkuð merkilegt því hér hefur verið söltuð síld frá því í upphafi Íslandsbyggðar og í verulegum mæli frá því á nítjándu öld. Annars er það þannig að þegar fólk fær síld, finnst því hún almennt góð. Samt er hún ekki algeng á borðum landans. Það er reyndar full ástæða til að
örva síldarneyslu landsmanna, ekki síst vegna þess að hún inniheldur mikið af hollustu, vítamínum og Omega 3 fitusýrum og jafnvel er það fullyrt af einhverjum að hún auki getu manna til ýmissa verka. Því er það gott framtak hjá Faxaflóahöfnum að standa fyrir kyningu á þessum þjóðlega og holla mat.“ Búa til síldarrétti fyrir jólin Úlf mun gera tvær gerðir af sósusíld sem verða í boði líkt og á síðasta ári, en þá notaði hann 70 kíló af flökum í réttina. Þetta líkaði vel og kláraðist allt. „Okkur finnst það mjög viðeigandi að helga síldinni þennan dag og erum ánægðir með að geta lagt eitthvað að mörkum.“ Þeir félagar lifa og hrærast í síldinni og gera báðir ýmsa rétti úr saltsíld fyrir jólin, bæði til heimabrúks og til dreifingar til viðskiptavina Iceland Seafood og ættingja og vina. Þeir skreppa líka einu sinni á ári á Fáskrúðsfjörð til að fylgjast með síldarsöltun til að endurupplifa stemmingu fyrri ára. Þeir ræða svo um lítið annað en síld þegar þeir hittast og einu sinni á sumri sér Úlf um saltfisk- og síldarhlaðborð á hótelinu í Flatey á Breiðafirði. Það snýst nánast allt um síld hjá þeim. Síldin verður í boði úti á Granda, rétt við Sjóminjasafnið Víkina.
Makríll... Ætlar þú ekki að gera eitthvað
við
Makrílinn? Þá þarftu að
Hafðu samband við
af viti
svellkælann!
okkur , við höfum lausnina!
Ísþykknisvélar
Tryggir gæðin alla leið!
Optim-Ice® ísþykknið getur orðið allt að 43% þykkt
BP - 120 Framleiðslusvið er frá 920 L/klst með 40% íshlutfalli til 2.210 L/klst með 10% íshlutfalli.
BP - 105 Framleiðslusvið er frá 230 L/klst með 40% íshlutfalli til 490 L/klst með 10% íshlutfalli. Framleiðslugeta: 14.5 kW/12.470 kcal/klst sem jafngildir 299.000 kcal/sólarhring.
Framleiðslugeta: 65.0 kW/55.900 kcal/klst sem jafngildir 1.341.000 kcal/sólarhring.
BP - 130
BP - 140
Framleiðslusvið er frá 1.380 L/klst með 40% íshlutfalli til 3.070 L/klst með 10% íshlutfalli.
Framleiðslusvið er frá 1.780 L/klst með 40% íshlutfalli til 3.650 L/klst með 10% íshlutfalli.
Framleiðslugeta: 90.0 kW/77.400 kcal/klst sem jafngildir 1.857.000 kcal/sólarhring.
Framleiðslugeta: 107.0 kW/92.000 kcal/klst sem jafngildir 2.208.000 kcal/sólarhring. Ísþykknisvélarnar eru til í fimm mismunandi útgáfum: B útgáfa er venjuleg vél, BP með innbyggðum forkæli, BPH þar sem H stendur fyrir Hydraulic (glussadrifin), BT er hönnuð fyrir hitabeltisnotkun, þar sem sjóhiti er allt að +32°C og BR þar sem R stendur fyrir Rekkakerfi.
OPTIMAR Iceland
|
Stangarhyl 6
|
110 Reykjavík
|
Sími 587 1300 |
Fax 587 1301
| www.optimar.is
40
maí 2012
fRÍVAKTIN
Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri, hefur smíðað yfir fjögur hundruð skipslíkön:
Varðveitir útgerðarsögu landsins Haraldur Guðmundsson skrifar:
Þegar Norðmenn komu og hófu síldveiðar hér á landi jókst vinna og íslenskt þjóðfélag breyttist til hins betra. Norðmennirnir komu með kjark, þekkingu, peninga, reynslu og erlend sambönd og áttu því auðvelt með að selja fiskinn sem veiddist við strendur landsins.
haraldur@goggur.is
Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri í Njarðvík, er löngu orðinn þekktur fyrir glæsileg skipslíkön sín. Grímur starfaði sem skipstjóri í þrjátíu ár en kom í land fyrir fullt og allt árið 1984 og frá þeim tíma hefur hann smíðað yfir fjögur hundruð skip sem varðveita mikilvægan hluta af útgerðarsögu landsins. Um hundrað skip eru til sýnis í Bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum í Reykjanesbæ, en einnig má finna mörg líkön á heimili hans, eins og blaðamaður Útvegsblaðsins fékk að kynnast þegar hann heimsótti skipasmiðinn. Alinn upp á Siglufirði „Þegar ég var krakki áttu foreldrar mínir húsið Hvanneyrarhlíð sem stóð hátt í samnefndri hlíð við Siglufjörð. Á þeim tíma fór ekkert skip um fjörðinn án þess að ég sæi það og ég þekkti orðið hljóðið í flestum bátunum áður en þeir komu undan landsendanum. Faðir minn keypti lítinn árabát handa mér úr norsku síldveiðiskipi og ég og vinir mínir notuðum bátinn mikið. Þegar ég var á fimmtánda ári réð ég mig á bát sem hét Vöggur, sem móðurbræður mínir áttu, og þar með hófst sjómennskuferillinn.“ Árið 1950 var mikið atvinnuleysi á Siglufirði og fjöldi bæjarbúa flutti í burtu. Foreldrar Gríms fluttu þá til Njarðvíkur og byggðu þar stórt og myndarlegt hús í námunda við Slippinn í Njarðvík, þar sem Grímur býr enn. „Nokkrum árum seinna náði ég mér í 30 tonna réttindi í Sjómannaskólanum og síðan fór ég í Stýrimannaskólann árið 1956 og náði mér í skipstjórnarréttindi. Eftir það starfaði ég sem skipstjóri þangað til ég missti heilsuna sökum hjartveiki árið 1980. Eftir það fór ég einungis í afleysingar og tók hluta úr vertíðum og hætti alveg á sjó árið 1984.“ Hefur smíðað 400 skipslíkön Þegar Grímur hætti á sjó gat hann einbeitt sér við að smíða skipslíkön, en hann hafði þá lengi haft áhuga á slíkum smíðum. Frá þeim tíma hefur hann smíðað yfir fjögur hundr-
uð skip, nákvæmar eftirlíkingar af þekktum bátum og skipum, allt frá 19. aldar þilskipum yfir í stóra nútíma togara. Aðspurður segist Grímur aldrei hafa lært smíði. „Ég var bara góður sjómaður og síðan voru mamma og pabbi rosalega flink í höndunum. Þegar ég hefst handa við nýtt líkan þá byrja ég á að skoða sögu viðkomandi skips og vinn alla nauðsynlega undirbúningsvinnu hérna við þetta borð,“ segir Grímur og bendir á brúnt viðarborð í forstofunni hjá sér. „Síðan hefst sjálf smíðin þegar ég er búinn að ákveða hvað ég ætla að gera og veit nákvæmlega hvernig skipið leit út. Hins vegar er aldrei hægt að spá fyrir hversu lengi maður er að smíða hvert skip. Stundum er ég tiltölulega fljótur en oft getur þetta tekið óralangan tíma. Ég var til dæmis lengi að smíða Gránu frá Akureyri, sem var fyrsta verslunarskip samtaka bænda við Eyjafjörð, og trúlega eina skipið sem Jón Sigurðsson forseti, hafði afskipti af. Hins vegar hef ég aldrei gefist upp á skipi, sama hversu oft ég hef þurft
að henda ókláruðu verki. Þegar maður gerir eitthvað sem færir manni ánægju þá hugsar maður ekkert út í hversu langan tíma það tekur. Ég hef alltaf haft gaman af þessu og er ákaflega þakklátur fyrir hvern bát sem ég hef komið upp,“ segir Grímur. Grímur segist lítið smíða í dag og ef hann gerir eitthvað þá vinnur hann helst í bátum sem voru fyrir norðan á Siglufirði. „Ég smíða aðallega gömlu Norðlendingana, enda hef ég taugar til upprunans. Hins vegar held ég að ég sé kominn á endastöð með þetta.“ Lánaði níu skip til Noregs Í bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum í Reykjanesbæ má sjá rúmlega hundrað líkön af bátum og skipum sem Grímur hefur smíðað. Að auki eru til fjölmörg skip sem hann hefur gefið og selt hinum ýmsu aðilum og heima hjá honum má sjá nokkur skip sem eru augljóslega í uppáhaldi. „Ég hef einnig smíðað skip sem hafa farið á söfn í Noregi og Norðmönnum sárlega vant-
aði. Þeir fengu níu báta frá mér sem þeir nota nú til að segja sögu norskra síldveiðimanna við Íslandsstrendur á árunum 1880-1920,“ segir Grímur og sýnir blaðamanni kynningarbækling á ensku um skipin sem nú eru til sýningar í Noregi. „Árið 2004 kom norski ríkisarfinn í heimsókn til Siglufjarðar í ferð sinni um gamla síldarbæi Norðmanna en árið áður hafði verið haldið upp á hundrað ára afmæli síldarævintýrisins á Siglufirði. Þá hafði ég verið beðinn um að smíða líkön af gömlum norskum síldveiðiskipum og þegar ríkisarfinn kom loksins til Siglufjarðar hafði ég varla gert neitt annað í fjögur ár en að grafast fyrir um sögu norsku skipanna og smíða þau. Þegar Norðmennirnir sáu að ég hafði smíðað skipin þeirra báðu þeir um að fá þau lánuð. Ég sagði það sjálfsagt enda skiptu skipin þá miklu máli. Eftir það fóru skipin í ferðalag um síldarbæina í Noregi og enduðu síðan á nýju safni í Bekkjarvík. Þar eru þau undirstaðan í þeim hluta safnsins sem dekkar tímabilið frá 1880-1920, tímabil sem Norðmenn töldu sig vera búnir að glata þegar kemur að síldveiðum.“ Helga EA-2 í uppáhaldi Þegar Grímur er spurður um hvort hann eigi sér uppáhalds skip af þeim fjögur hundruð sem hann hefur smíðað er hann fljótur að benda á eitt af þeim skipum sem prýða heimili hans. » Framhald á næstu síðu
Við erum með hugann við það sem þú ert að gera
Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, VN ¯ ]P R\UU\T RHUUZRP LRRP OHUK[´RPU ® ®U\ Z[HY¥ QHMU ]LS VN ° ¬ ]P[\T ]P O]H Z[HY¥ NLUN\Y °[ ¬
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 11-1098
:[HYMZM¯SR ÑZSHUKZIHURH IÚY `¥Y ¬YH[\NHYL`UZS\ ® Q¯U\Z[\ við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.
Þekking sprettur af áhuga.
Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.
42
maí 2012
Uppáhalds skipið heitir Helga EA-2 og á sér merkilega sögu sem Grímur hefur gaman af að segja. „Helga var smíðuð í Englandi árið 1874 og var upphaflega skírð Onward. Við sjósetningu skipsins varð hörmulegt slys þegar það valt á stjórnborðs hliðina og unnusta yngsta smiðsins varð undir því. Stúlkan, sem hét Helga, og var óskaplega falleg, var borin um borð í skipið og sett í koju stjórnborðs megin þar sem hún síðan dó. Eftir það var neglt fyrir kojuna og aldrei sofið í henni það sem eftir var. Þegar farið var að nota skipið verða skipverjar síðan varir við að stúlkan gengur ljósum logum í skipinu og með tímanum varð hún nokkurs konar verndarengill og aðvaraði sjómennina þegar hætta steðjaði að. Um aldamótin fóru Bretarnir síðan að losa sig við gömlu kútterana og þá keyptu Íslendingar skipið. Vitandi söguna um Helgu ákváðu þeir að skíra skipið í höfuðið á henni og stúlkan fylgdi því hingað til lands. Faðir minn var á þessu skipi árið 1919 og á þeim tíma orti háseti um borð 25 erinda ljóð um skipið. Síðar var Helga notuð við tundurduflaveiðar í stríðinu en slapp alltaf. Slysið sem varð við sjósetninguna var það eina sem kom fyrir skipið í 70 ára sögu þess. Endalok Helgu urðu þegar hún var dæmd ónýt, fyllt af kolum og dreginn vestur í Steingrímsfjörð. Þar var henni lagt tryggilega í landi þar sem hún átti að vera uppskipunarbátur. Síðan gerist það í strekkingsvindi að skipið losnar og siglir út fjörðinn. Þegar það fer framyfir Drangsnesið sér bóndi á nálægum bæ skipið og sér þar konu standandi við stýrið. Þá varð uppi fótur og fit og menn sigldu í átt að skipinu til að bjarga konunni um borð. Þegar þeir loksins komust að því sáu þeir engan um borð. Skipið sigldi síðan á reiðanum út Húnaflóann og hefur ekki sést síðan.“ Hafsjór af fróðleik um upphaf síldveiða Grímur er mikill áhugamaður um síldveiðisögu landsins og þær breytingar sem hér urðu þegar Norðmenn fóru að veiða síld frá Siglufirði. „Þegar Norðmenn komu og hófu síldveiðar hér á landi jókst vinna og íslenskt þjóðfélag breyttist til hins betra. Norðmennirnir komu með kjark, þekkingu, peninga, reynslu og erlend sambönd og áttu því auðvelt með að selja fiskinn sem veiddist við strendur landsins. Á nokkrum árum fórum við Íslendingar úr sárustu fátækt í allsnægtir. Fólk sem hafði viljað koma sér í burtu frá því vonleysi sem einkennt hafði árin á undan sá nú að það gat verið gott að lifa á Íslandi og vera Íslendingur,“ segir Grímur og hrifning hans af þessu tiltekna tímabili leynir sér ekki.
fRÍVAKTIN
» „Ég hef einnig smíðað skip sem hafa farið á söfn í Noregi og Norðmönnum sárlega vantaði. Þeir fengu níu báta frá mér sem þeir nota nú til að segja sögu norskra síldveiðimanna við Íslandsstrendur á árunum 1880-1920.“
„Breytingarnar byrjuðu árið 1867 þegar norskur maður að nafni Albert Jakobsen kom með tvær litlar skútur hingað til lands, þar á meðal Jaktinn, sem nú er kominn á safn í Noregi. Eftir það fór skipunum að fjölga
þegar síldarbrestur varð í Noregi árið 1870 og ekki skemmdi það fyrir að íslenska síldin var verðmætari í Noregi en sú norska. Síldveiðarnar þróuðust síðan með árunum og árið 1903 var síld í fyrsta sinn veidd á opnu
úthafi frá Íslandi. Einungis þremur árum seinna voru skipin sem gerðu út á síldveiðar frá Siglufirði, og skófluðu auð upp úr hafinu fyrir land og þjóð, orðin yfir tvö hundruð talsins. Við Íslendingar smullum inn í þessa atburðarrás og fólksflóttinn til Vesturheims stöðvaðist. Þetta spilaði því allt saman og gerði það að verkum að við Íslendingar fórum úr sárustu fátækt í að vera með efnuðustu þjóðum, og á þessu höfum við lifað fram að deginum í dag. Það er þessi saga sem ég er að reyna að varðveita með skipunum mínum. Ég vill ekki að við týnum henni, því þetta tímabil, sem er bundið seglskipunum, vélbátunum og togskipunum, er tímabil sem breytti íslensku þjóðinni úr einni af þeim fátækustu í eina af þeim ríkustu. Við vorum alltof fámenn til að standa undir þessum framförum en gerðum það samt. Allir bátar sem ég hef smíðað eiga sér merka sögu og saga þeirra er um leið saga okkar sjálfra.“
fRÍVAKTIN
Maí 2012
43
Óskum sjómönnum til hamingju með sjómannadaginn
CMYK 100c 57m 0y 2k Black
Vestmannaeyjahöfn
Grindavíkurhöfn
PANTONE Pantone 293 Black
RGB
Aldan stéttarfélag skrifstofa
Vopnafjarðarhöfn
0r 103g 177b Samtök dragnótamanna 0r 0g 0b
Vopnafjarðarhreppur
Dalvíkurbyggð-
Baader
Fiskverkunin GRAYSCALE
Örninn GK 203 ehf
hafnarsjóður
Black
Ísland ehf.
Valafell Fiskvinnslan
Vopnafjarðarhöfn
Frostfiskur ehf
CMYK Útvegsmannafélag 100c 57m 0y 2k
Íslandssaga hf
Þorlákshafnar
Sjómannafélag
Seyðisfjarðarhöfn
Ólafsfjarðar
Fiskmarkaður PANTONE Hafnarfjarðarhöfn Pantone 293
Þórshafnar
G.P.G. fiskverkun
Iceland seafood
Sjómanna-og vélstjórafélag Brimrún
Grindavíkur
PS5002 Björgunargalli fyrir íslenskar aðstæður Q Þurrgalli með innbyggðu floti, upphífingarlínu, félagalínu, ljósi og flautu Q Áratuga reynsla og áreiðanleg þjónusta
VIKING BJÖRGUNARBÚNAÐUR ehf Ishella 7 . IS-221 Hafnarfjörður . Iceland Tel.: +354-544-2270 . Fax: +354-544-2271 e-mail: viking-is@viking-life.com . www.VIKING-life.com
B_Island_W234xH175_PS5002_marts2012.indd 1
27/03/12 13.13
44
maí 2012
fRÍVAKTIN
» Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS afhendir Hilmari Snorrasyni skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna 10 flotgalla sem eru hluti af forvarnarsamstarfi VÍS og skólans.
VÍS vinnur að öflugu forvarnarstarfi á sjó með útgerðum og sjómönnum:
Óhjákvæmilegur fórnarkostnaður? Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Á tímabilinu 1881 til 1910 drukknuðu að jafnaði 60 til 70 íslenskir sjómenn á ári. Rúmri öld síðar, árin 2008 og 2011, náðist loks sá merki áfangi að enginn sjómaður lét lífið við störf sín. Það má ekki hvað síst þakka bættum vinnuaðstæðum um borð í fiskiskipum og betri öryggisvitund áhafna þar sem öflugt forvarnarstarf Slysavarnaskóla sjómanna hefur haft sitt að segja. En þrátt fyrir þennan áfanga í öryggismálum sjómanna voru að meðaltali 323 slys til sjós tilkynnnt til Sjúkratrygginga Íslands ár hvert frá 2002 til 2011. Það lætur því nærri að einn sjómaður hafi slasast á dag á þessu tímabili. Undanfarin 20 ár hafa 65 manns látist í ýmis konar vinnuslysum í landi en 71 úti á sjó. Gísli Níls Einarsson forvarnarfulltrúi hjá VÍS, hefur unnið að forvörnum á sjó undanfarin ár. Hann spyr sig hvort tíð slys á sjómönnum séu óhjákvæmilegur fórnarkostnaður þess að halda úti öflugum sjávarútvegi á Íslandi? „Það er trú og sannfæring VÍS að öll slys á sjó séu óviðunandi og að mikil sóknarfæri séu til umbóta í öryggismálum og forvörnum. Í því ljósi hóf félagið árið 2009 formlegt forvarnarsamstarf við útgerðir og Slysavarnaskóla sjómanna um að skapa nýja öryggismenningu um borð í fiski-
skipum til að koma í veg fyrir slys á sjómönnum. Í dag eru 7 útgerðir og yfir 200 sjómenn þátttakendur í forvarnarsamstarfinu,“ segir Gísli Níls. Öryggisáherslur VÍS byggjast á aldagamalli hugmyndafræði Guðmundur Björnsson fyrrverandi landlæknir benti árið 1912 á að til að fækka banaslysum og öðrum slysum hjá sjómönnum þyrfti að greina áhættuþætti og vinna á þeim. Fyrsta skrefið væri að afla vitneskju um hvar slysin verða og af hverju þau stafa. Grípa síðan til markvissra úrbóta enda væru vítin til að varast. Gísli Níls segir að líta megi svo á að öryggis- og forvarnaráherslur VÍS í sjávarútvegi taki mið af aldargamalli hugmyndafræði Guðmundar landlæknis sem og góðu og markvissu samstarfi við Slysavarnaskóla sjómanna. „Helstu leiðarljósin í hugmyndafræðinni eru virk skráning allra atvika þar sem slys verða en líka þegar verður „næstum því slys“. Allt er skráð niður og gert áhættumat á öllum störfum um borð. Þannig er hægt að greina tíðni, staðsetningu og orsakir slysanna til að stuðla að bættum forvörnum og koma í veg fyrir slysin.“ Frá haustinu 2009 hafa yfir 500 atvik verið skráð hjá skipum í forvarnarsamstarfi við VÍS og samkvæmt þeim er mannleg hegðun,
Helstu leiðarljósin í hugmyndafræðinni eru virk skráning allra atvika þar sem slys verða en líka þegar verður „næstum því slys“. Allt er skráð niður og gert áhættumat á öllum störfum um borð. Þannig er hægt að greina tíðni, staðsetningu og orsakir slysanna til að stuðla að bættum forvörnum og koma í veg fyrir slysin. þ.e. aðgæsluleysi, rangt verklag, fljótfærni og þess háttar aðalorsök slysanna, eða í 40% tilfella. Tæplega fimmtungur stafar af falli og 16% vegna bilunar í tækjabúnaði. Athygli vekur að veður er einungis tilgreint sem orsakaþáttur í 8% tilfella. Jafnframt kemur í ljós að flest atvik eiga sér stað á trolldekki, vinnsludekki og í lest sem er í samræmi við hvar mestu hætturnar og atgangurinn er um borð. Skipulagt forvarnarstarf „Stjórnendur útgerðanna og sjómenn taka virkan þátt í forvarnastarfinu og vinna út frá fyrirfram skilgreindum viðmiðum. Gerð er úttekt á núverandi stöðu öryggismála, skipuð öryggisnefnd um borð í skipunum, sjómönnum kennt að meta hættur í starfi sínu með gerð áhættumats og tekin upp virk skráning á atvikum um borð. Skipaður er öryggisstjóri í landi sem sér um allt skipulag og eftirfylgni s.s. gerð áhættumats, að atvikskráning sé virk, starfsemi öryggisnefnda um borð sé fullnægjandi og gerðar séu úrbætur til að draga úr slysahættu. Útgerðum hefur gengið vel
að innleiða nýja öryggismenningu og fengið mikil og jákvæð viðbrögð, bæði hjá sjómönnunum sjálfum sem og stjórnendum. Allir sem að samstarfinu koma eru sammála um að aukin áhersla á öryggismálin hafi eflt mjög öryggisvitund áhafna. Jafnframt átta menn sig á hve miklum árangri er hægt að ná með litlum tilkostnaði með því að nýta sér áhættumat og atvikaskráningu til að bæta forvarnir og öryggismál,“ segir Gísli Níls. Ný arfleið í öryggismálum sjómanna VÍS setur markmiðið hátt í öryggismálum sjómanna. „Við viljum vera í forystu þess að skapa nýja arfleifð á þessum vettvangi þar sem markmiðið er að útrýma alvarlegum slysum og tryggja að hægt sé að stunda öruggar fiskveiðar hér við land. Ég er ekki viss um að margir samtíðarmenn Guðmundar landlæknis hafi haft mikla trú á boðskap hans. Að upp rynni það ár að engin íslenskur sjómaður léti lífið á » Gísli Níls Einarsson forvarnarfulltrúi hjá VÍS,
hafi úti. Þótt það hafi tekið hartnær heila öld var til mikils barist og það á að vera trú og sannfæring allra í atvinnugreininni að öll slys, stór og smá, séu bæði óþörf og óviðunandi,“ segir Gísli Níls Einarsson.
PRÓFAÐU FÆREYINGINN ... og „alt blívur reint og ruddiligt“
PIPAR\TBWA U SÍA U 111719
Færeyingurinn er vinsælt hreinsiefni sem fjarlægir matarleifar, fitu, olíu, sót og ýmis önnur gróf óhreinindi af föstu yfirborði. Hann hentar því vel til þrifa í matvælavinnslu, um borð í bátum og skipum, á verkstæðum og víðar.
Olís býður mikið úrval rekstrarvara fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu. Vörurnar eru þaulreyndar við íslenskar aðstæður og þeir sem þekkja þær vita að þeir geta stólað á gæðin.
PIPAR\TBWA • SÍA
Hafið samband við Rekstrarvörudeild Olís eða næsta útibú Olís.
REKSTRARVÖRUDEILD Sími 515 1100 | pontun@olis.is | olis.is
46
maí 2012
fRÍVAKTIN
» Það er mikið öryggisatriði að sjómenn á hafi úti hafi líkamsburði til að bjarga sér og öðrum í sjávarháska, og einnig að sjómenn fari í góða læknisskoðun reglulega þar sem fylgst er með heilsufari þeirra.
Guðni Arinbjarnar, bæklunarskurðlæknir og sjómannalæknir, skrifar:
Heilsufarsmál íslenskra sjómanna Undanfarin ár hef ég og fyrirtæki mitt í auknum mæli sinnt heilsufarsmálum íslenskra sjómanna. Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi hafa haft samband og leitað eftir aðstoð við eftirlit með heilsufari og ráðgjöf vegna veikinda eða slysa. Vegna þessara starfa hef ég sérstaklega kynnt mér svokallaðar „sjómannalækningar“ og heilbrigðismál sjómanna, en þau mál eru víða erlendis í föstum skorðum og nægir að nefna nágranna okkar og stórútgerðaþjóðina Norðmenn. Íslenskar kröfur ná ekki nógu langt Mikilvægt er fyrir útgerðarfélög að þeir sjómenn sem þeir ráða á skip hafi líkamlegt atgervi og heilsu til að sinna störfum sínum um borð. Við framkvæmum ítarlegar skoðanir fyrir fastráðningar og til þess að geta framkvæmt réttláta og góða skoðun þarf að hafa staðla og leiðbeiningar um það hverjir eru taldir hæfir til að stunda sjómennsku (medically fit). Því hef ég kynnt mér sérstaklega tilhögun þessara mála í nágrannalöndum okkar og alþjóðlega staðla og leiðbeiningar og reynt að aðlaga þá að minni vinnutilhögun við ráðgjöf og sjómannaskoðanir. Gera má ráð fyrir að á næstu árum verði slíkir staðlar settir fram hér á landi eins og annars staðar þannig að við séum eingöngu með sjómenn um borð sem eru líkamlega og heilsufarslega hæfir til að sinna sínum störfum. Við leit og upplýsingaöflun kemur í ljós að íslenskar kröfur Siglingamálastofnunar varðandi heilsufarsmál sjómanna eru ekki ítarlegar og langt í frá að þær séu í takt við kröfur nágrannaþjóða okkar og alþjóðlega staðla/kröfur. Alþjóðlega samhengið Reglur og kröfur innan EES eru mis-
munandi og sum ríki samþykkja eingöngu „eigin” sjómannavottorð eða vottorð frá ákveðnum þjóðum og veldur þetta erfiðleikum í þessu umhverfi þar sem á að vera frítt flæði vinnuafls og kallar það á alþjóðlega staðla í þessum málum. Alþjóðlega standa málin þannig að útgerðir og sjómannafélög vinna eftir og fylgja stöðlum STCW (Standards of Training, Certification and Watchkeeping) varðandi aðbúnað og vinnu sjómanna. Mikil vinna hefur verið í gangi varðandi heilsufarsmál og staðla um þau og hafa nefndir á vegum ILO (International Labour Organization), IMO (International Maritime Organization) og WHO (World Health Organization) unnið mikið og gott starf og hafa nú skilað af sér endanlegri sameiginlegri útfærslu á stöðlum og kröfum um heilsufar og heilsufarsmál sjómanna (Guidelines for conducting presea and periodic medical fitness examinations of seafarers). Það kemur fram hjá IMO að það verði lagt til að þessir staðlar sem settir eru fyrir sjófarendur muni einnig ná yfir sjómenn (fishers) en ekki eins og áður eingöngu fyrir sjófarendur. Þeir áætla þó að minni kröfur muni vera gerðar til sjómanna minni fiskiskipa en þeirra stærri. Þarna eru settar fram ákveðnar grunnreglur og leiðbeiningar um hvaða kröfur á að gera um líkamlegt atgervi og heilsu sjómanna svo og um heilbrigðisvottorð sjómanna og eins hvaða kröfur á að gera til lækna sem gefa út vottorð. Hverri þjóð er síðan uppálagt að útfæra reglurnar nánar í sínu eigin regluverki. Útfærslan á þessum leiðbeiningum er til hjá mörgum þjóðum og hef ég kynnt mér danskar og norskar útfærslur sem eru svipaðar að innihaldi og grunnkröfum um
út vottorð. Ég tel að besta leiðin sé að fylgja fordæmi annarra þjóða og hafa ákveðna lækna til þessarar vinnu. 4. Setja á fót eftirlitsaðila sem fylgist með gæðum lækna og vottorða. Hafa ákveðinn farveg fyrir kærumál – ef sjómaður unir ekki áliti/niðurstöðu læknis. Og að sjálfsögðu setja fram lög og reglur um málið.
» Guðni Arinbjarnar, bæklunarskurðlæknir og sjómannalæknir.
heilsufar, nokkuð skýrar leiðbeiningar eru til lækna um hvenær sjómaður er ekki hæfur (medically fit). Þær útfærslur sem Norðmenn og Danir hafa gert eru á þann hátt að ákveðnir sjúkdómar/vandamál útiloka sjómann algerlega frá störfum á sjó og ákveðin vandamál mögulega. Læknirinn metur út frá hvaða kringumstæðum, s.s tegund sjómennsku, lengd túra, fjarlægð frá landi, vinnu um borð o.sv.frv. hvar sjómenn falla í dálk. Umræða hefur verið uppi um þyngdarstuðul (svokallaðan BMI (Body Mass Index)) sem er þyngd miðað við hæð, og að menn með gildi 35 og yfir í BMI eigi að vera útilokaðir frá sjómennsku. Læknir getur vikið frá þessari reglu eftir mat á sjómanninum, þ.e. ekki ber að óttast að lágvaxnir vöðvastæltir hraustir menn séu útilokaðir. Einnig má geta þess að samtökin IMHA (International Maritime Health
Association) vinna á alþjóðavettvangi og eru ráðgefandi aðili fyrir ILO, IMO og WHO. IMHA halda fjölda ráðstefna um heilbrigðismál sjómanna. Það sem er mikilvægt að gera á Íslandi er eftirfarandi: 1. Taka upp alþjóðlegar reglur um heilbrigðismál sjómanna og sjófarenda. 2. Setja fram íslenska útfærslu á heilbrigðiskröfunum hvað þarf til - til að vera hæfur (medically fit). Eðlilegt er að mínu mati að styðjast við danskar og norskar útfærslur sem eru vel unnar og „þroskaðar“, svo og alþjóðlega staðla. 3. Setja inn reglur/staðla fyrir íslenska lækna, þ.e. hvaða kröfur eru gerðar til lækna og hvaða læknar eru taldir hæfir (professionally fit) til að framkvæma skoðanir og gefa
Mikilvæg öryggisatriði Þar sem aðalhagsmunaaðilarnir eru sjómenn og útgerðir er rétt að þessir aðilar vinni saman að því að koma reglum í gagnið og betra fyrr en síðar. Stéttarsamtök sjómanna, vélstjóra og skipstjórnarmanna og útvegsmanna hafa öll sýnt þessu máli mikinn áhuga og sjá þörfina. Það er svo Siglingamálastofnunar sem framkvæmdavalds löggjafans að sjá til þess að alþjóðlegir staðlar séu notaðir/virtir á Íslandi og í raun að þetta „verkefni“ verði framkvæmt og kynnt öllum aðilum málsins. Það eru nokkrar aðalástæður fyrir áhuga mínum á þessu verkefni. Kveikjan er sú hugsun að geta framkvæmt læknisskoðun sjómanna sem uppfyllir alþjóðlega staðla um heilsufar. Það er mikið öryggisatriði að sjómenn á hafi úti hafi líkamsburði til að bjarga sér og öðrum í sjávarháska, og einnig að sjómenn fari í góða læknisskoðun reglulega þar sem fylgst er með heilsufari þeirra. Sjómannalækningar eru mjög áhugavert efni og í raun ekki „stundaðar“ á Íslandi. Mér finnst þetta verkefni spennandi og er tilbúinn til að halda áfram með það einkum ef hægt er að fá alla hlutaðeigandi til að vinna saman að þessu þannig að niðurstaðan verði öllum ásættanleg.
ENNEMM / SÍA / NM34792
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN
VÍS sendir sjómönnum landsins og fjölskyldum þeirra heillaóskir Við erum strandþjóð og okkur er fiskveiði í blóð borin. Við hugsum til sjómannanna okkar með hlýhug og stolti í dag eins og aðra daga og óskum þeim öruggra og fengsælla ferða.
Vátryggingafélag Íslands | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | 560 5000 | vis.is