»4
»6
Humarinn er tákn bæjarins
»12
Sex vertíðar á ári hjá Skinney-Þinganes
»13
Styttist í Fiskidaginn mikla á Dalvík
Elías Kristinsson dagaði uppi á sjó
Frívaktin »
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
ustumi
ð
ill
sj
á
var
ú
tvegsi
n
Íslenskir sjómenn Frívaktin fjallar um daglegt líf sjómanna og annarra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi. Þar má finna viðtal við gamalreyndan stýrimann og reynsluakstur á tveimur nýjum sportbílum.
s
j ú l í 2 0 1 2 » 6 . tölu bl a ð » 1 3 . á rg a ng u r
Evrópusambandið hefur notið þess að Ísland hefur ekki nýtt túnfiskkvóta sinn undanfarin 10 ár:
Leigu til Kali Tuna hafnað Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Líkur eru á því að túnfiskkvóti Íslendinga verði nýttur á þessu ári í fyrsta sinn síðan slíkur kvóti var gefinn út upp úr síðustu aldamótum. Stafnes KE hefur fengið úthlutað kvóta þessa árs og fer skipið til veiða í haust. Fyrir þann tíma eða frá árinu 1996 til 2002 stunduðu Japanir tilraunaveiðar innan íslensku lögsögunnar. Þeir fengu á þessum árum mest 244 tonn eða 2.259 fiska árið 1998. Eftir það dró verulega úr veiðunum og þær lögðust af eftir »Axel Jónsson. 2002. Engar veiðar hafa verið stundaðar síðan, en útgefinn kvóti hefur verið á bilinu 25 tonn upp í 78 tonn á síðasta ári. Í ár er kvótinn 25 tonn. Báturinn Guðrún Guðleifsdóttir ÍS fékk kvótann í fyrra, en fór ekki til veiða. Fyrirtækið Kali Tuna, sem stundar áframeldi á túnfiski við strendur Króatíu og er í meirihlutaeigu Íslendinga, hefur undanfarin ár sótt um að fá að nýta íslenska kvótann, en ávalt verið synjað, þrátt fyrir að hafa boðið leigu fyrir hann. „Okkur hefur verið sagt að um væri að ræða strandveiðikvóta, sem ekki væri hægt að framselja til okkar. Það gæti leitt til þess að hann yrði tekinn af Íslendingum. Okkur finnst það skrítið sérstaklega þar sem þarna er um að ræða úthlutun úr stofni, sem er bæði í Miðjarðarhafinu og Austur-Atlantshafi, sami stofn. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið notið kvóta Íslands öll þessi ár,“ segir Axel Jónsson, framkvæmdastjóri Kali Tuna. Upphaf þessa alls má rekja til þess að japönsk skip eltu túnfiskinn upp að lögsögu Íslands árið 1994, en þá var fiskurinn farinn að ganga lengra til norðurs en áður í ætisleit í hlýnandi sjó. Japanir sóttu um leyfi til veiða innan lögsögunnar, en því var hafnað. Þess í stað var farið út í tilraunaveiðarnar með þátttöku Hafrannsóknastofnunarinnar og í kjölfarið sóttu stjórnvöld um kvóta til ICCAT, Alþjóðasamtaka túnfiskveiðiþjóða á grunni útbreiðslu og fengu úthlutun. Eyjamenn reyndu sig við þessar veiðar á árunum 1997 til 2002 en gekk illa og hættu
5ára
*
ábyrgð
»Japanir stunduðu tilraunaveiðar á túnfiski innan íslensku lögsögunnar í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina í kringum síðustu aldamót. Aflinn var misjafn og túnfiskurinn hvarf úr lögsögunni upp úr aldamótunum.
þeim. Skýringin á slökum árangri liggur fyrst og fremst í því, að þegar bátarnir voru tilbúnir til veiðanna, hafði túnfiskurinn breytt göngu sinni og var hann ekki lengur að finna innan landhelginnar. „Já, það er rétt. Ég hef fengið úthlutað túnfiskkvóta Íslands, 25, tonnum og fer á veiðar í haust. Þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Reyndar hefur mjög mikið breyst í sjónum hér við landið síðan túnfiskveiðar voru síðast reyndar hér. Sjórinn hefur hlýnað verulega og makríllinn gengur hér inn í miklum mæli, en túnfiskurinn er á eftir honum meðal annars. Það er því vonandi eitthvað komið á svæðið. Þeir urðu varir við hann í makríltrollin í fyrra. Svo var jap-
anskt skip að veiða hérna við 200 mílurnar í október í fyrra og fékk um 60 tonn á fimm vikum og það er orðið mokveiði. Veiðisvæðið er líklega einhvers staðar undan suðurströndinni og líklega borgar sig ekki að fara á veiðarnar fyrr en líður á sumar og kemur fram á haust. Þá er fiskurinn orðinn verðmætari og betri söluvara,“ segir Oddur Sæmundsson, eigandi Stafness og útgerðarmaður. „Ég er ekki með frystingu um borð og því verður farin sú leið að kæla fiskinn vel niður. Hann verður settur í einangrunarkassa með kælimottum. Það á að flytja hann ferskan út í flugi, en ekki liggur enn fyrir hve lengi ég get verið úti með fiskinn til þess að hann telj-
Nýr SS4 frá Scanmar!
ist ferskur. Það er ekki alveg komið á hreint ennþá. Hann verður fluttur til Japans og þar fæst mjög gott verð fyrir fiskinn ef hann er rétt meðhöndlaður. Þetta þarf að gera alveg hárrétt. Við verðum með 16 til 17 mílna langa línu og beitum stórum smokkfiski eins og Japanarnir. Þetta er um 250 gramma smokkur og ég ætla að fá nákvæmlega eins beitu og þessi japönsku skip eru með. Vera ekkert að finna upp hjólið í því. Ég veit ekki enn hve lengi lína er látin liggja en ætla að fá einhvern sem kann til verka með mér í þetta. Ef þetta gengur vel, gætu verið í þessu talsverðir aurar, en eins og ég sagði áðan er þetta sýnd veiði en ekki gefin,“ segir Oddur Sæmundsson.
Ný rafhlöðutækni - allt að tveggja mánaða ending á rafhlöðu
Þú getur treyst þeim upplýsingum sem berast frá nýja SS4 nemanum frá Scanmar. SS4 getur unnið á sama tíma í senn sem: • Aflanemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll) • Dýpisnemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll)
*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu
Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.
Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 Netfang: scanmar@scanmar.is • www.scanmar.no
2
júlí 2012
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
ustumi
ð
ill
sj
á
var
ú
tvegsi
n
útvegsblaðið
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans:
s
leiðari »Þorskur
Yfirgripsmikil vanþekking
n Aflamark: 143.354
91.7%
n Afli t/ aflamarks: 131.476
»Ýsa n Aflamark: 38.990
94,7%
n Afli t/ aflamarks: 38.990
E
nn hangir yfir íslenskum sjávarútvegi sama óvissan og verið hefur á valdatíma núverandi ríkisstjórnar. Hún hefur gert margar tilraunir til að uppfylla kosningaloforð um gjörbreytingu á kvótakerfinu, en ekkert gengið. Það er eðlilegt. Loforðin voru óraunhæf, voru órökstudd og illa grunduð, en skiluðu samt væntanlega einhverjum atkvæðum. Ríkisstjórnin hafnaði svo að auki þeirri sátt, sem náðist í starfshópi, sem hún skipaði sjálf til að móta línurnar í fiskiveiðistjórn framtíðarinnar. Þær tilraunir til breytinga sem hingað til hafa verið gerðar hafa verið illa undirbúnar og mætt mikilli andstöðu. Það sást glögglega í mati þeirra sérfræðinga sem stjórnvöld fengu sjálf til að meta áhrif frumvarpanna, að ekki sé talað um athugasemdir úr greininni sjálfri og frá sjávarbyggðum landsins. Tilraunirnar hafa allar miðað að því að rýra afkomu og starfsskilyrði sjávarútvegsins og færa ríkissjóði tekjur til að uppfylla önnur kosningaloforð. Það tókst að miklu leyti með veiðigjaldafrumvarpinu. Þannig telja stjórnvöld sig væntanlega hafa slegið tvær flugur í einu höggi. Ríkisstjórninni er vandi á höndum. Hún á bágt með að fara með svikin loforð inn í næstu kosningar og hún á jafnerfitt með að fara í þær kosningar með löggjöf í andstöðu við sjávarbyggðir landsins og forystu langflestra hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Frumvarpið frá í vetur dagaði uppi og flytja verður nýtt frumvarp á næsta þingi, sem mun á haustmánuðum snúast að mestu um fjárlög. Eftir það mun komandi kosningabarátta ráða ferðinni með nýjum kosningaloforðum allra flokka. Það eru því hverfandi líkur á því að nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða, hvernig sem það verður unnið og lagt fram, fái afgreiðslu á næsta þingi. Sjávarútvegurinn verður því væntanlega á „uppboði“ í næstu kosningum. Hver býður best, og hvað er eiginlega best? Kannski það sem líklegast til vinsælda á kjördag? Umræðan um sjávarútveginn undanfarin ár hefur ekki verið málefnaleg. Hún hefur einkennst af upphrópunum og ásökunum í garð þeirra sem stunda sjávarútveg og fara þar að settum lögum og reglum. Hún hefur einnig einkennst af yfirgripsmikilli vanþekkingu á málefnum sjávarútvegsins. Það sýnir meðal annars yfirlýsing borgarstjórnar Reykjavíkur að sjávarútvegurinn í borginni skipti hana nánast engu máli og þá líklega ekki landið í heild heldur. Það er mál til komið að málefni sjávarútvegsins verði rædd án stóryrða og ásakana á báða bóga. Rætt verði í einlægni hvernig sjávarútveg við viljum reka hér og menn taki höndum saman um að ná samkomulagi sem þjónar landi og þjóð umfram allt. Sjávarútvegurinn er fjöregg þjóðarinnar og á hvorki að vera leiksoppur pólitískra átaka né þröngra eiginhagsmuna. Hjörtur Gíslason
Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjórar: Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson ábm. Aðstoðarritsjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Geir A. Guðsteinsson, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 899 9964 Prentun: Landsprent. Dreifing: Útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva.
77,6% »Ufsi
»Karfi
98.5%
n Aflamark: 43.617
n Aflamark: 41.463
n Afli t/ aflamarks: 33.858
n Afli t/ aflamarks: 40.850
Grásleppuveiði jókst frá síðustu vertíð og endaði í 12.000 tunnum:
Lægra verð fyrir grásleppuhrogn Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
„Grásleppuveiðin var almennt þokkaleg og þegar maður skoðar veiði á hvern dag þá var hún öllu meiri en í fyrra. Hins vegar kom upp sölutregða snemma á vertíðinni þegar kaupendur vildu þrýsta verðin niður með því að bíða og halda að sér höndum. Verðið á þessari vertíð er því töluvert lægra en á síðustu,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Grásleppuvertíðin hófst 15. mars. sl. og er nú við það að ljúka með veiðum í innanverðum Breiðafirði. Mest veiddist við Norðurland Að sögn Arnar verður heildarveiðin á vertíðinni þó meiri en á síðasta ári. „Á síðustu vertíð endaði veiðin í 10.700 tunnum en nú í 12.000 tunnum. Sú aukning náðist þrátt fyrir að bátum með grásleppuveiðileyfi hafi fækkað um 33, úr 369 niður í 336. Bátarnir máttu veiða í 50 veiðidaga og höfðu til þess 75 daga veiðitímabil sem þeir gátu valið úr. Í flestum tilvikum er komið með grásleppuna heila að landi þar sem hún er skorin eftir kúnstarinnar reglum, hrognin skilin frá og fiskurinn hreinsaður og frystur til útflutnings. Með þessu hafa tugir starfa skapast í landi og meira líf færst í vertíðina.“ Grásleppuveiðileyfum báta er skipt niður á sjö veiðisvæði og að sögn Arnar var besta veiðin á svæði E, sem nær frá Skagatá að Fonti á Langanesi, og þar á eftir á svæði D, sem nær frá Horni á Vestfjörðum að Skagatá. Veiðin var mjög góð á Mið-Norðurlandi, út frá Eyjafirði og Skjálfanda og eins og undanfarin ár
»Það sem af er vertíðinni hefur mestu verið landað í Stykkishólmi af þeim 48 stöðum sem tóku á móti grásleppu.
voru flest leyfi gefin út á svæði E, eða þriðjungur af öllum leyfum. Óvissa með næstu vertíð „Það sem af er vertíðinni, og það breytist nú ekki mikið hér eftir, hefur mestu verið landað í Stykkishólmi af þeim 48 stöðum sem tóku á móti grásleppu. Þar er þetta að nálgast jafngildi þúsund tunna, sem er örlítið meira en í fyrra. Næst mesti aflinn kom til lands á Siglufirði, tæpar 800 tunnur, og þar á eftir koma Húsavík og Akranes með um 750 tunnur á höfn. Hins vegar hefur ekki gengið nógu vel að selja hrognin. Hér á árum áður gerðist það oft að veiðimenn sátu uppi með óseld hrogn í lok vertíðar sem þeir gátu einungis selt með miklum afslætti ári síðar. Ég ætla þó að vona að það takist að selja það sem eftir er því mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar í togararallinu komu ekki nógu vel út. Því er mikil óvissa um næstu vertíð
og eins og staðan er núna þá munum við ekki geta veitt jafn mikið og á undanförnum árum.“ Frysta og salta á Raufarhöfn G.P.G .Fiskverkun á Húsavík saltaði um 450 tunnur af hrognum og frysti 500 tonn af hveljum á vertíðinni. Að sögn Gunnlaugs Karls Hreinssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, færist það í vöxt að menn landi sleppunni óskorinni, en fyrirtækið tekur hana inn bæði heila og skorna. „Hveljan er fryst og hrognin söltuð á Raufarhöfn þar sem grásleppan skapaði 30 störf á tveggja mánaða tímabili. Við höfum náð að selja alla hveljuna en það hefur gengið hægar með hrognin vegna þrýstings kaupenda í Evrópu á verðlækkanir. Miðað við minni grásleppuveiði í Noregi, Kanada og á Grænlandi hefði ég haldið að verðin myndu vera svipuð og í fyrra. En nú er verið að leita að nýjum kaupendum sem eru tilbúnir að borga sanngjarnt verð.“
Kristinn Benediktsson kvaddur Kristinn Benediktsson, ljósmyndari og blaðamaður lést í sumar eftir erfið veikindi rúmlega sextugur. Fullyrða má að fáir eða engir hafi lagt sig meira fram en hann til að skrá samtímasögu sjávarútvegsins í máli og myndum. Án framlags hans hefði sú saga verið mun fátæklegri en ella. Leiðir okkar Kristins lágu fyrst saman á Morgunblaðinu þegar hann var fréttaritari þess í Grindavík. Ég hafði sjávarútveginn á minni könnu og ritstýrði sérblaði Morgunblaðsins, Úr verinu, meðan það kom út. Þar naut ég liðsinnis Kristins í miklum mæli. Þeir voru fáir sem gáfu sér jafnmikinn tíma og þolinmæði til þess að taka myndir úti á sjó og skrá gang mála. Hann var vakinn og sofinn yfir verkefnum sínum og oftast hafði hann frumkvæðið. „Heyrðu,“ sagði hann kannski í símann. „Vantar þig ekki góða umfjöllun um bát með beitningarvél um borð, svona „majonesdollu“?“ Jú, það var fínt umfjöllunarefni
þegar stóru yfirbyggðu bátarnir í litla kerfinu ruddu sér til rúms. Kristinn kláraði það auðvitað með sóma eins og allt annað, enda hafði hann yfirburða þekkingu á viðfangsefninu og gerði því góð skil, bæði í máli og myndum. Í næstu viku var hann svo kannski kominn á frystiogara til að skrá gang mála og jafnvel farinn á loðnu í þeirri þriðju. Kristinn vann verk sín vel og það var bæði lærdómsríkt og ánægjulegt að vinna með honum. Leiðir okkar lágu einnig saman við skrif í sjómannadagsblað Grindavíkur og fleiri slík blöð sem hann gaf út. Hann vandaði til verka þar eins og annars staðar. Ferill Kristins sem ljósmyndari náði yfir nokkra áratugi mikilla breytinga og umbrota í sjávarútvegi. Í myndum hans er því fólgin mikil saga atvinnuhátta og mannlífs, sjómennsku og fiskvinnslu. Það hefur margur skilið minna eftir sig en hann. Hjörtur Gíslason
Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu
Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast. Þekking sprettur af áhuga.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun sjávarútvegs. Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.
4
júlí 2012
útvegsblaðið
Humar, uppsjávarfiskur og botnfiskur eru meginstoðir sjávarútvegsins á Höfn í Hornafirði:
Humarinn er tákn bæjarins Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
„Sjávarútvegurinn hér á Hornafirði er grundvallaratvinnugrein og hryggjarstykki í efnahag héraðsins. Þar hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum. Útgerðin er fjölbreytt og það er líka mikill styrkur. Hér er verið að veiða og vinna fjölmargar tegundir, sem leiðir til þess að unnið er í fiskinum alla daga ársins að segja má. Það var ævintýri að fylgjast með þessu á síðasta sumri. Þá var unnið á fullu í makríl, síld og humri og verður eins í sumar. Þetta er því mjög þýðingarmikið fyrir staðinn að útgerðin standi á svo traustum fótum og er svona fjölbreytt,“ sagði Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði, þegar Útvegsblaðið heimsótti hann í humarbæinn. Hann byrjar aðeins á sagnfræðinni í spjallinu okkar, en svo færum við okkur yfir í nútímann og veltum framtíðinni aðeins fyrir okkur líka. „Í fortíðinni er ástæða fyrir því að Höfn er 1.600 manna byggð. Staðurinn byrjaði að byggjast upp fyrir 115 árum í kringum verslun, en fer ekki að þróast að neinu marki fyrr en menn fara að stunda héðan útgerð og bygggja upp fiskvinnslu á staðnum. Síðan verður sprenging í vextinum hérna frá því um miðja síðustu öld og fram yfir 1970. Þá óx bærinn gríðarlega hratt og menn búa að því enn í dag. Humarinn er ein af nokkrum tegundum, sem eru mjög mikilvægar fyrir Hornafjörð. Hér er veiði á uppsjávarfiski gríðarlega sterk og umfangsmikil. Hún veitir fjölmörg störf bæði á landi og úti á sjó, en botnfiskveiðar og –vinnsla eru einnig mjög mikilvægar. Þetta eru því þær þrjár megin stoðir sem standa undir útgerð og fiskvinnslu á staðnum. Það skiptir líka miklu máli að langstærstur hluti aflans er unninn hér, næstum 90% af aflanum kemur til vinnslu á Hornafirði og er unninn hér á staðnum. Þess vegna er vinnslan afskaplega mikilvæg. Hún hefur þróast mjög hratt á síðustu árum og menn hafa verið að vinna afurðirnar meira og meira og auka þannig verðmæti þeirra. Þá hefur Skinney-Þinganes ásamt öðrum stofnað fyrirtæki, sem sér um sölu afurðanna, þannig að stór hluti þeirra er seldur beint héðan frá Höfn til útlanda og skapar það einnig vinnu hér á Höfn. Framtíð uppsjávarveiða og vinnslu ræðst reyndar nokkuð af því að Grynnslin fyrir utan Ós verði fær stærri skipum, en þau eru að verða takmarkandi þáttur í þróun útgerðar á Hornafirði. Vaxandi tengsl sjávarútvegs og ferðaþjónustu Humarinn er mjög sterk tegund hér og orðinn mikill hluti af ímynd Hafnar og svæðisins í heild. Þar er komið inn í ferðaþjónustuna og tengsl hennar og sjávarútvegsins. Ég held að þau tengsl eigi eftir að vaxa. Hér á Höfn eru að spretta upp veitingastaðir, sem eru mikið að bjóða upp á mat og afurðir úr héraði. Humarinn er þar mjög mikilvægur. Við höldum hér humarhátíð þar sem humarveisla er grunnurinn að góðri líðan hátíðargesta. Þeir geta borðað hann á mörgum stöðum og á marga vegu. Þannig verður humarinn nokkurs konar tákn bæjarins. Okkur langar líka til að gera sögu útgerðar og verslunar á staðnum betri skil. Við erum að færa gamla verslunarhúsið sem var byggt hérna 1897 aftur á sinn gamla stað. Þar setjum við upp sýningu næsta vor
»Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri á Höfn segir sjávarútveginn hryggjarstykkið í atvinnulífi bæjarins.
Hófleg veiðigjöld og skýr endurnýjunarákvæði samninga, þannig að menn myndu mæta þessum sjónarmiðum um auðlindarrentuna og líka framtíðarskipulag og trausta umgjörð. Þetta er nauðsynlegt til þess að menn ráðist í fjárfestingar og haldi áfram að leita leiða til að styrkja reksturinn og þannig það samfélag sem útgerðin og fiskvinnslan eru í raun órjúfanlegur hluti af.
»Töluverður fjöldi unglinga fær vinnu við humarinn hjá Skinney-Þinganesi á sumrin og skiptir það miklu fyrir atvinnulífið á staðnum
um mannlíf og samspil manns og náttúru. Við höfum einnig áhuga á að byggja upp í samvinnu við aðila í sjávarútvegi sýningu um þróun útgerðar og byggðar á Höfn í gömlu húsi sem Skinney-Þinganes á og stendur við Heppuna nálægt höfninni. Ég held að það geti orðið mjög skemmtilegt.“ Skapa þarf sátt um atvinnugreinina Sveitarfélagið er kannski með fleira fólk á launaskrá en sjávarútvegurinn, en Skinney-Þinganes er langstærsta fyrirtækið á staðnum, sennilega með 100 manns á sjó og annað eins í landi. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir stjórnendur bæjarfélags, sem er svona háð sjávarútvegi, þegar Alþingi ákveður mikla hækkun veiðigjalda. Er ekki svo? „Það hefur verið mikil óvissa á undanförnum árum vegna umræðu um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur tekið þátt í þeirri umræðu
frá því þessar hugmyndirkomu fyrst fram og við höfum lagt áherslu á að skapa þyrfti sátt um þessa grundvallaratvinnugrein, trausta umgjörð fyrir rekstur hennar. Við höfum tekið undir þær meginlínur sem komu fram í niðurstöðu sáttanefndarinnar um gerð nýtingarsamninga. Hófleg veiðigjöld og skýr endurnýjunarákvæði samninga, þannig að menn myndu mæta þessum sjónarmiðum um auðlindarrentuna og líka framtíðarskipulag og trausta umgjörð. Þetta er nauðsynlegt til þess að menn ráðist í fjárfestingar og haldi áfram að leita leiða til að styrkja reksturinn og þannig það samfélag sem útgerðin og fiskvinnslan eru í raun órjúfanlegur hluti af. Mér finnst umræðan um stjórnun fiskveiða snúast um of um útgerðina. Sjávarútvegurinn er auðvitað miklu umfangsmeiri en bara veiðar. Keðjan sem er um að ræða frá því menn leggja úr höfn og fara á veiðar og þar til fiskurinn er kominn á disk neytenda í Evrópu og víðar er byggð á mörgum hlekkjum.
Umræðan um sjávarútveginn snýst hins vegar að allt of miklu leyti um aðeins einn hlekk í þessari keðju, sem eru veiðarnar en þá á eftir að vinna fiskinn, tryggja gæði hans og loks að selja hann. Þetta snýst allt saman um að vera með tryggt hráefni fyrir þá sölusamninga sem menn hafa gert, menn þurfa að taka þátt í þróun til að verða samkeppnisfærir við aðrar matvörur og fisk frá öðrum þjóðum. Íslenskur sjávarútvegur býr því við mjög harða samkeppni á erlendum mörkuðum. Við þurfum auðvitað að horfa á þá hlið líka, þegar við erum að tala um sjávarútveg á Íslandi, ekki eingöngu veiðarnar, segir Hjalti Þór og heldur áfram: Mikil þekking og hugvit „Mikið hefur verið talað um vandamál varðandi nýliðun í sjávarútvegi. Ég held að nýliðun felist í því, eins og við sjáum hér á Höfn, að við sjáum unga menn verða skipstjóra, við sjáum ungt fólk fara hér inn í vinnsluna með mjög mikla menntun að baki. Það er síðan að leiða þetta vinnsluferli sem sífellt skilar meiri verðmætum í þjóðarbúið með fullvinnslu afurða. Ég myndi segja að í því fælist umtalsverð nýliðun. Það, að byggja upp sjávarútveg, sem veitir ungu fólki vinnu, held ég að sé gríðarlega mikilvægt og menn ættu að reyna að draga það meira fram í umræðunni hvernig í rauninni útgerðin
og sjávarútvegurinn eru að breytast úr því að vera frumframleiðslugrein í hátækni matvælaiðnað. Þegar maður gengur hér í gegnum verksmiðju Skinneyjar-Þinganess sér maður að baki henni býr geysilega mikið hugvit og þekking á matvörunni og í raun og veru öllu þessu ferli sem þarf að vera öruggt til þess að matvaran sem endar á diski úti í Evrópu sé ekki bara bragðgóð heldur líka samkeppnisfær við aðrar afurðir. Ég held að allir geri sér grein fyrir því að hækkun á veiðigjöldum sé réttlætanleg, en ekkert í líkingu við það, sem farið var af stað með. Endurskoðendur okkar komust að því að um væri að ræða sjöföldun gjalda frá því sem nú er. Núna er verið að tala um að þetta endi sennilega í fjórfjöldun sem ekki er hægt að fallast á að sé hófleg hækkun að mínu mati. Hvað sem mönnum finnst um það, er óvissunni til framtíðar ekkert létt. Það er ekki búið að klára rammalöggjöfina um fiskveiðistjórnina og þessi ákvörðun um veiðigjaldið gildir aðeins næsta fiskveiðiár. Hvað tekur við er í algjörri óvissu og það er því mjög óþægilegt að ekki skuli hafa tekist að ljúka báðum þessum frumvörpum í einhverri sátt. Ég tek undir það sem margir hafa sagt og meira að segja sjávarútvegsráðherra sjálfur að hráefnið í sáttina er til. Menn þurfa hins vegar að vera tilbúnir til að ganga að sáttinni,“ segir Hjalti Þór Vignisson.
útvegsblaðið
júlí 2012
5
»Sigurður Ólafsson SF var smíðaður 1960 í Noregi, en hefur síðan verið lengdur og yfirbyggður og skipt um vél í honum.
Áhöfnin á Sigurði Ólafssyni slítur humar úti á sjó fyrir veitingahúsin á Höfn í Hornafirði:
Stór og fínn humar Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Sigurður Ólafsson, skipstjóri á Sigurði Ólafssyni var kominn í frí eftir humarvertíð, þegar Útvegsblaðið spjallaði við hann um borð. „Við erum komnir í sumarfrí og erum að laga ýmislegt smávegis eins og gengur og gerist. Við förum svo í slipp um miðjan ágúst og byrjum aftur um fiskveiðiáramótin í haust. Við erum búnir með allan kvóta núna,“ segir Sigurður. Báturinn heitir eftir langafa Sigurðar, sem var þekktur sjósóknari á Hornafirði á sínum tíma. Útgerðin ber sama nafn og hefur verið í eigu fjölskyldunnar að einum þriðja um langt árabil. Faðir Sigurðar, Óli Björn Þorbjörnsson, er framkvædastjóri og er auk þess með skipið á móti syninum. Róið er á hefðbundin mið þeirra Hornfirðinga og sótt í þorsk á vetrum og humar á sumrum. Mikið af fiski með humrinum „Við erum með milli 18 og 19 tonna kvóta í humrinum miðað við hala upp úr sjó, eða um 65 tonn af heilu. Við löndum humrinum að mestu leyti heilum en höfum einnig verið að slíta úti á sjó fyrir veitingastaðina tvo hér, sem kaupa beint af okkur. Það eru Humarhöfnin og Pakkhúsið. Heila humarinn seljum við til vinnslu í Sandgerði, þar sem hann er frystur til útflutnings. Við byrjuðum á humrinum um miðjan apríl og það gekk mjög vel. Við vorum reyndar í svolitlum vandræðum framan af vertíð, því það var svo svakalega mikill fiskur með humrinum, mikill fiskur á humarsvæðunum langt frameftir vertíð. Það setti okkur svolítið í vanda, en það var þrátt fyrir það ágætis humarveiði. Þetta var óvenjulega mikið. Oft er svolítið rjátl af fiski, en ekki eins og núna þegar við vorum að fá fleiri fleiri tonn í holi í dýpunum og óvenjulega mikið af þorski. Það er kannski reyndar bara í eðlilegu framhaldi af netavertíðinni í vetur, en þá var mjög mikið af þorski á slóðinni. Humarinn hefur verið mjög góður, stór og fínn að langmestu leyti. Við byrjuðum í austurdýpunum, Lónsdýpi og Hornafjarðardýpi, en þau dýpi voru ekki að gefa af sér eins og
undanfarin ár. Það var ágætt alveg fyrst en síðan dró úr veiðinni. Við vorum því komnir óvenju snemma vestur í Meðallandsbugt, fyrir miðjan maí og vorum þar síðan þar til við lukum veiðum. Þar var góður humar og ágæt veiði og minna af fiski með. Verðið á humrinum er alveg ágætt. Við erum sáttir við verðið sem við erum að fá og þénustan er allt í lagi þegar verið er að, en við vorum komnir í sumarfrí um miðjan júní. Humarúthaldið er því ekkert langt hjá okkur á vorin, ekki nema tveir mánuðir. Annars erum við á þorskanetum á veturna en við höfum líka verið aðeins á humri á haustin, í september og október. Það hefur komið mjög vel út. Veiðin er ekkert sérstaklega mikil en humarinn er stór og góður og sterkur í skelinni. Meðaflablandið er líka oft mjög gott og þetta hefur komið mjög vel út. Við höfum svo verið á fiskitrolli í nóvember og desember og lokum árinu þannig. Við höfum verið að leggja okkur eftir skötusel í fiskitrollið á haustin, en í vor og síðastliðið haust hefur verið mikið minna um skötusel en undanfarin ár. Það er eins og hann hafi eitthvað fært sig upp úr dýpunum og á grynnra vatn og kannski að einhverju leyti vestur með landinu og vesturfyrir það. Hann er farinn að veiðast í nokkuð miklum mæli nú á stöðum þar sem ekkert hefur verið að fást af honum á árum áður.“ Allur fiskur fer á markað Eruð þið með sæmilegan þorskkvóta? „Nei, hann mætti nú alveg vera svolítið meiri og er í raun of lítill fyrir svona skip. Þetta hangir í lagi en
mætti að ósekju vera meira. Það verður reyndar smáaukning á leyfilegum heildarafla í haust. Vonandi kemur það til að skila sér að einhverju leyti til okkar þar sem fyrirhuguð breyting á lögum um stjórn fiskveiða náði ekki fram að ganga. Hefði það gerst, hefði ekkert af aukningunni komið til okkar, þrátt fyrir að við höfum orðið að taka á okkur niðurskurðinn undanfarin ár. Við erum svo sannarlega ekki sáttir við við þær breytingar, sem búið er að gera með hækkuninni á veiðigjaldinu og verið er að reyna að gera á stjórn fiskveiða. Gjaldið er örugglega allt of hátt. Svo er veiðistjórnunin framundan í algjörri óvissu. Það er verið að tala um þessa pottavæðingu, sem síðan á að vera á sjálfdæmi ráðherra hvernig eigi að nýta. Mjög óljóst hvernig og eftir hvaða reglum úthlutað verður úr pottunum. Ég sé í sjálfu sér ekki hvernig það á að ganga upp. Finnist mönnum mikið óréttlæti í því fólgið að þeir, sem nú eru með veiðiheimildirnar, haldi þeim áfram, veit ég ekki hversu mikið réttlæti felst í því að taka þær af þeim til að láta einhverja aðra hafa þær. Margir þeirra, sem nú gera tilkall til þess að heimildirnar verði af okkur teknar og færðar þeim, eru menn sem eru búnir að selja frá sér þær heimildir, sem þeir áður höfðu, einu sinni og jafnvel tvisvar. Það er verið að agnúast út í þá, sem hafa verið að vinna innan þessa kerfis og eftir þeim reglum og skorðum, sem það setur mönnum, síðustu 20 til 30 árin. Þeir eru úthrópaðir sem villimenn og glæpamenn en kannski ekki hinir, sem eru búnir að spila á kerfið sjálfum sér til hagsbóta.
»Skipstjórinn heitir Sigurður Ólafsson en bæði hann og báturinn heita eftir langafa Sigurðar, þekktum sjósóknara á Hornafirði.
Þetta er svolítið eins og þegar verið að skamma þá í skólanum sem mæta fyrir þá sem ekki mæta.“ Verður að vera sveigjanleiki í kerfinu Eruð þið eitthvað á leigumarkaðnum? „Við hvorki leigjum frá okkur heimildir né til okkar, nema smávegis till að skipta á tegundum. Látum til dæmis frá okkur ýsu og ufsa fyrir þorsk til þess að heimildirnar henti okkur betur hverju sinni. Það verður að vera sveigjanleiki í kerfinu til þess að menn geti skiptst á fiskitegundum. Til dæmis hefur verið mjög lítil ýsuveiði hjá okkur, en þeim mun
SIGURÐUR ÓLAFSSON EHF
meira af þorski. Þess vegna hafa bátar héðan verið að leita eftir því að skipta við báta fyrir norðan, láta frá sér ýsu fyrir þorsk. Annars þyrftum við að fara norðurfyrir til að ná í okkar ýsu og þeir suðurfyrir til að sækja þorskinn sinn. Allir sjá hve vitlaust það væri. Það er mjög breytilegt eftir árum hvernig fiskurinn gefur sig og því verður að vera þessi sveigjanleiki að menn geti skiptst á tegundum. Þannig verður útgerðin hagkvæmari og menn geta þegar þannig á stendur á lagað aflaheimildir sínar að þeim aðstæðum sem eru á heimaslóðinni hverju sinni,“ segir Sigurður Ólafsson.
6
júlí 2012
útvegsblaðið
»Stjórnendur SkinneyjarÞinganess, Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður, og Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri, eru ekki sáttir við það umhverfi sem núverandi stjórnvöld eru að skapa sjávarútveginum og segja umræðu um atvinnugreinina á lágu plani.
Skinney-Þinganes vinnur úr mestu af aflaheimildum sínum í heimahöfn og heldur uppi stöðugri vinnslu allt árið:
Sex vertíðar á ári Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Skinney-Þinganes er burðarás í hornfirsku atvinnulífi. Langstærsti atvinnurekandinn með vel yfir 200 manns í vinnu á háannatíma yfir sumarið. Fyrirtækið byggir á gömlum traustum stoðum, sem rekja má
langt aftur í tímann. Segja má að útgerðarsaga Hornafjarðar síðan um miðja síðustu öld sé þar samtvinnuð. Fjölbreytt útgerð og vinnsla heldur uppi stöðugri vinnu allt árið um kring. Mestu máli skiptir þar sú stefna stjórnenda félagsins, að nýta aflaheimildir sínar til vinnslu í heimahöfn.
Handfæravörur
Ísfell býður fjölbreytt úrval gæðavöru fyrir handfæraveiðarnar: Demparar, girni, gúmmí, nælur með sigurnagla, krókar, sigurnaglar, sökkur og statíf Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 www.isfell.is • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Ég hafði hringt á undan mér í stjórnarformanninn, Gunnar Ásgeirsson, og beðið um að fá að heimsækja fyrirtækið. Það var velkomið, en hann sagðist ekki hafa mikið að segja og vildi helst að garnirnar yrðu raktar úr einhverjum öðrum. Framkvæmdastjórinn, Aðalsteinn Ingólfsson, var heldur ekkert upprifinn, en skammaði mig smávegis fyrir að mæta ekki til Hafnar fyrr en að áliðinni humarhátíð. Miklu skemmtilegra væri að vera á hátíðinni en tala við sig. Að lokinni humarhátíð mætti ég þó á skrifstofu félagsins við höfnina. Stóru uppsjávarskipin voru í höfn, en önnur skip á sjó. Verið var að vinna humar og salta þorsk. Gunnar tók á móti mér og við settumst inn á skrifstofuna hjá Aðalsteini. Þar byrjaði ég að rekja garnirnar úr þeim félögum; Fremur nýlegur floti Skinney-Þinganes gerir út sjö skip, tvö uppsjávarskip, tvo báta sem stunda humarveiðar, einn á dragnót, einn á rækju og einn á fiskitrolli eins og mynstrið er núna. Makrílvertíðin og norsk-íslenska síldin er byrjuð og eru stóru skipin tvö, Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson á þeim veiðum. Hinir fimm bátarnir eru líka með makrílkvóta og fara á hann til skiptis. Í haust tekur íslenska síldin við hjá stóru skipunum, bátarnir verða þá áfram á humri og fiskitrolli. Á vetrarvertíð eru þrír bátar á netum, stóru skipin fara að öllum líkindum á loðnu og svo byrjar hringurinn aftur. Skipafloti Skinneyjar-Þinganess er fremur nýlegur miðað við meðaltalið í flotanum. Elsta skipið er frá 1975 og næst elsta frá 1991. Eitt er frá 2000, tvö 2001 og tvö 2009, „og nú er ekkert á teikniborðinu hjá okkur,“ segir Gunnar. „Við þessar aðstæður eru menn ekki að fara í neinar nýfjárfestingar, hvorki á landi, né á sjó,“ segir hann og höfðar til mikillar hækkunar á veiðigjaldi og óvissu
flökuð. Afköstin á sólarhring eru um 400 tonn af afurðum. Það sem flokkast frá og afskurður vegna flökunar fer í fiskimjölsverksmiðjuna. Allur þorskur og stærri ufsi, langa og keila er flatt og saltað. Við erum svo með lítilsháttar bolfiskfrystingu og annað fer á fiskmarkað. Við leggjum áherslu á að vinna hér á staðnum úr þeim aflaheimildum sem við höfum,“ segir Aðalsteinn.
»Saltfiskurinn er ein af þremur meginstoðum félagsins og hefur verið svo um árabil.
um framtíð stjórnunar fiskveiða. Við komum að því betur síðar. Uppsjávarfiskurinn skilar mestu „Stærsti þátturinn í vinnslunni er saltfiskur, uppsjávarfiskur og humar auk fiskimjölsverksmiðjunnar, sem tekur það af uppsjávarfiskinum, sem ekki hentar til vinnslu til manneldis og fellur til við flökun og frystingu. Í uppsjávarfiskinum er fyrirtækið með heimildir í síld, makríl og loðnu. Allar afurðir eru unnar í landi. Með aukinni vinnslu til manneldis og þar með aukinni verðmætasköpun hefur uppsjávarfiskurinn orðið stærsti þátturinn í tekjuöflun fyrirtækisins. Áður skilaði saltfiskurinn mestu tekjunum. Uppsjávarfiskurinn er unninn í nánast sjálfvirkri verksmiðju þar sem mannshöndin kemur hvergi nálægt. Fiskurinn kemur ferskur inn á öðrum endanum og frystur og pakkaður út á hinum. Vinnan við verksmiðjuna er fyrst og fremst einskonar eftirlitsstörf. Loðnan er öll heilfryst en makríll og síld bæði heilfryst, hausskorin og
Yfir 200 manns í vinnu Hvernig er úthaldið? „Við erum í raun og veru á vertíðum allt árið,“ segir hann. Ef við byrjum frá áramótum þá er loðnuvertíð að byrja og svo netavertíðin. Humarinn byrjaði um mánaðamótin mars-apríl núna og svo kemur makríll og norsk-íslensk síld og um haustið er komið að íslensku sumargotssíldinni. Þannig má segja að við séum með einar sex vertíðar yfir árið. Það er alltaf vertíð hjá okkur og full vinna. Humarvinnslan er mannaflafrekust hjá okkur. Við leggjum áherslu á að vinna humarinn heilan til frystingar og þar hefur orðið minnst framþróun í vélvæðingu. Mest allt er unnið í höndunum og það er í raun og veru bara gott að geta boðið unglingunum sumarvinnu með þessum hætti.“ Sumarið er sá tími sem flestir eru í vinnu hjá Skinney-Þinganesi, því þá er humarvinnslan í hámarki auk vinnslu á makríl og síld og bolfisksöltunar. Þá eru 220 til 230 manns í vinnu alls. Ráðnir eru um 60 unglingar til humarvinnslunnar á hverju sumri og næst að ráða stóran hluta þeirra, sem sækja um. „Við erum farnir að stilla betur saman veiðar og vinnslu í humrinum en var áður,“ segir Gunnar. „Við erum komnir með betri skip, þau færa sig yfir á suðvestursvæðið þegar humarveiðin minnkar hérna fyrir austan. Þannig höldum við upp jafnari vinnslu og það munar miklu, en vertíðin stendur alveg fram í nóvember.
útvegsblaðið
júlí 2012
7
Sigurður Tómas Garðarsson, kaupmaður í matvælamarkaðnum Deplu í Kolaportinu:
Ef við byrjum frá áramótum þá er loðnuvertíð að byrja og svo netavertíðin. Humarinn byrjaði um mánaðamótin mars-apríl núna og svo kemur makríll og norsk-íslensk síld og um haustið er komið að íslensku sumargotssíldinni. Þannig má segja að við séum með einar sex vertíðar yfir árið.
Bátarnir eru yfirleitt farnir á vestursvæðið eftir sjómannadaginn, en undanfarin ár hefur mikil fiskigengd í dýpunum verið að gera okkur erfitt fyrir. Bátarnir hafa verið að fá mikið af þorski í humartrollið. Við viljum heldur taka þorskinn okkar í önnur veiðarfæri, enda fer þetta ekki vel saman. Nú erum við með eitt skip á rækju. Minni togskipin fá upphafskvóta í makrílnum, 113 tonn hvert, og verða að veiða hann, annars fellur hann niður eða verður endurúthlutað innan sama skipaflokks. Heimildirnar má ekki færa yfir á stærri skipin. Þetta skip tekur því makrílkvótann sinn fyrst og fer síðan á humar til að leysa þau skip af meðan þau fara a makríl. Þetta er ólánsskipulag að mega ekki færa heimildirnar af smærri skipunum yfir á þau stærri, sem hafa allan búnað til að stunda þessar veiðar, öflugri veiðarfæri og góða kælingu, sem er ekki til staðar í minni skipunum. Við þurfum að leggja í umtalsverðan kostnað, tíma og fyrirhöfn með því að vera að beita minni skipunum til að taka afla, sem þau stærri geta tekið í einu holi og skilað betra hráefni í land. Þetta er náttúrulega ekkert annað en óhagræði. Það er svo sannarlega ekki verið að stjórna veiðunum út frá arðsemi, þetta er bara sóun,“ segir Gunnar. Pólitísk óvissa Það er mikið framleitt, hvernig gengur að selja afurðirnar? „Markaðir fyrir makrílinn eru þyngri en á síðasta ári, en síldarmarkaðir heldur líflegri. Samdráttur í veiðiheimildum á Norsk-íslensku síldinni ræður þar einhverju, en kvótinn á íslensku sumargotssíldinni verður á hinn bóginn væntanlega aukinn í haust. Fyrirtækið er með tæp 19% veiðiheimilda í íslensku síldinni og því mikilvægt að síldarstofninn sé að ná sér á strik á ný eftir sýkingu undanfarin ár. Ágætlega gengur að selja aðrar afurðir félagsins.“ Og þá er komið að fiskveiðistjórnun og pólitík. „Horfurnar hvað varðar aflaheimildir og markaði eru í sjálfu sér góðar en pólitísk óvissa er mikil og reyndar meiri en nóg til að eyðileggja allt hitt. Framtíðin í makrílnum er alveg óskrifað blað, bæði hvað varðar aflaheimildir og fiskveiðistjórnun. Þetta eru bara skemmdarverk sem núverandi ríkisstjórn hefur verið að vinna á fiskveiðistjórnun hér við land,“ segir Aðalsteinn um veiðigjaldalögin. Frumvarpið um stjórnun fiskveiða er í raun dottið út og það þarf að flytja á ný, þar sem ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess á þinginu sem lauk í júní. Því verður að leggja það fram að nýju.“ „Það hangir yfir“ segir Gunnar, „og enginn veitt enn hvernig það verður á endanum. Óvissunni er ekki eytt. Það er allt gert til að vinna gegn sjávarútveginum af núverandi stjórnvöldum. Hvers vegna er ekki gott að vita, en með þessum aðgerðum er í raun ekki bara verið að vinna gegn atvinnugreininni heldur öllum
Harðfiskurinn vinsælastur Kaupmaðurinn Sigurður Tómas Garðarsson hefur síðastliðin átta ár selt íslenskar matvörur af ýmsu tagi í matvælamarkaði Deplu í Kolaportinu. Depla er sérstaklega þekkt fyrir úrvals harðfisk, reyktan og grafinn lax og hrossakjöt af ýmsu tagi. Blaðamaður Útvegsblaðsins hafði heyrt að Sigurður væri landsfrægur í „bransanum“ en sjálfur vildi hann ekkert kannast við það.
»Um 60 ungmenni fá vinnu við humarvinnsluna í sumar, en við hana er hlutfallslega mest mannaflaþörf.
»Ásgrímur Halldórsson SF er glæsilegt uppsjávarskip, sem um þessar mundir er á veiðum á makríl. Aflanum er landað til vinnslu í heimahöfn.
hagsmunum lands og þjóðar. Þetta snýst ekki bara um sjávarútveg, heldur miklu meira, því stór hluti þjóðarinnar á allt sitt undir því að hann gangi vel.“ Umræða á lágu plani Framsalið, segja þeir, er grundvöllurinn að kvótakerfinu og hagkvæmni í veiðum. Það verður að vera svigrúm til skipta á tegundum og tilfærslu milli tegunda. En hvað með þessa stöðugu umræðu um sægreifana sem nenna ekki veiða fiskinn sjálfir og leigja hann frá sér og lifa svo í vellystingum í útlöndum? Er hún bara bull? „Þetta er bara 15 til 20 ára gömul umræða, sem á sér enga stoð lengur. Einhvern veginn lifir hún ennþá þó raunveruleikinn sé allt annar. Ég á alla vega eftir að komast til Kanaríeyja eins og hinir meintu sægreifar. Okkar viðskipti með aflamark snúast um það að auka hagræði við útgerðina með eðlilegum skiptum á tegundum,“ segir Gunnar. Og Aðalsteinn heldur áfram: „Vandamálið með þessa umræðu er einnig að það er alltaf verið að djöflast á þeim sem eru eftir í greininni og fara þar að settum lögum og reglum vegna þeirra sem hafa farið út og selt sínar heimildir. Þegar verið er að selja kvóta verður kaupandinn skúrkurinn fyrir það, en ekki sá sem selur heimildirnar. Umræðan er
föst í því fari, hún er sérstök og mjög leiðinleg. Það er eins og menn komist ekki upp úr þessu fari og ræði málefni sjávarútvegsins á eðlilegan hátt. Strandveiðin og allt þetta pottadót er sama sóunin og veiðistýringin á makrílnum. Það er til nóg af skipum og bátum til að nýta þær heimildir sem fyrir eru og verða í nánustu framtíð. Það er í raun engin glóra í því að vera að takmarka aflaheimildir þeirra sem fyrir eru og færa til annarra og fjölga þannig þeim sem fiskinn veiða með tilheyrandi óhagræði og verðmætasóun. Svo er það náttúrulega ljóst að allur skattur á sjávarútveginn er landsbyggðarskattur, sérstaklega eftir yfirlýsingar borgarstjórnar Reykjavíkur þess efnis að sjávarútvegur þar sé svo lítill að hann skipti engu máli. Það er enn eitt dæmið um það hvað umræðan um þessi mál er á lágu plani. Því miður sitjum við uppi með þetta.“ Með þessi skilaboð til þjóðarinnar á segulbandinu skoða ég starfsemina í vinnslunni, en nú er verið að salta þorsk og vinna humar. Uppsjárvarverksmiðjan bíður verkefna við vinnslu á makríl og síld. Hér fer ekki á milli mála að mikil verðmæti eru sköpuð og vel er staði að verki. Maður veltir því fyrir sér af mikilli alvöru hver framþróunin í sjávarútveginum verður.
Heillandi tækifæri „Ég tók við markaðnum í október 2004 en hef verið viðriðinn sjávarútveg frá unglingsárum. Faðir minn var skipstjóri og útvegsbóndi og við vorum að veiða og verka fisk hér á árum áður,“ segir Sigurður en bætir því við að hann hafi sjálfur aldrei verið mikið á sjó. „Ég hef meira verið í landi að sinna úrvinnslu á fiskinum.“ Áður en Sigurður tók við Deplu í Kolaportinu hafði hann meðal annars rekið pylsuvagn í Skeifunni og unnið í Bandaríkjunum við sölu á fiski. „Síðan bauðst mér að kaupa þennan bás í Kolaportinu og mér fannst það heillandi tækifæri af einhverri ástæðu. Í dag er markaðurinn mitt lifibrauð og ég er mjög ánægður hérna,“ segir hann. Básinn sem Sigurður hefur undir starfsemi sína var áður rekinn af Skarphéðni Össurarsyni, föður Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, en hann byrjaði að selja fiskafurðir undir nafninu Depla. „Ég er stoltur af þeirri staðreynd og hef reynt að halda uppi merki gamla mannsins. Hann var þarna í mörg ár að selja reyktan fisk og ýmsan íslenskan mat. Nafnið Depla kemur frá honum en það hefur ýmsar þýðingar og getur verið notað um smálúðu, smásilung og annan lítinn fisk. Það er því kjörið fyrir lítinn sjálfstæðan sölubás eins og markaðinn minn.“ Spurður um vöruúrvalið segir Sigurður að það hafi aukist lítillega á þessum átta árum. Hann selur meðal annars margar tegundir af ferskum og reyktum fiski, þar á meðal ýsu, þorsk og lax, og ýmsar gerðir af síld. „Svo er ég með harðfisk, hvalkjöt og gott úrval af hrossaafurðum eins og saltkjöti og bjúgum. Ég er einnig með ýmsar árstíðabundnar vörur eins og bjargfuglsegg og þorramat. Þessar vörur koma úr öllum landshlutum; frá Vestfjörðum, Norðurlandi, Austfjörðum og Suðurnesjum.“ Sigurður segir að harðfiskurinn sé vinsælastur og að þar á eftir komi hrossakjötið og reykti laxinn. Hann segist þó aldrei hafa skoðað magntölurnar ofan í kjölinn. „Nýtt hrefnukjöt er nú stór liður í sölunni og síðan er alltaf nóg að gera þegar sláturtíðin byrjar og við fáum nýtt slátur, lifur, hjörtu og allt annað sem henni fylgir.“ Aðspurður um hvort hann hafi íhugað að stækka við sig segist Sigurður lítið hafa hugsað út í það og bætir við að honum líði vel í Kolaportinu. Fjölbreyttur hópur af viðskiptavinum „Það er skemmtilega fjölbreyttur hópur af fólki frá ólíkum löndum sem býr hér í Reykjavík og því fæ ég viðskiptavini með mismunandi matarvenjur. Fyrir utan þá sem koma hingað að kaupa hefðbundinn íslenskan mat fæ ég einnig fyrirspurnir um ýmsa hluti sem við Íslendingar nýtum ekki í miklum mæli. Ég hef til dæmis selt uxahala í nokkur ár og virðist aldrei vera með nóg af þeim því þeir eru yfirleitt búnir á laugardagseftirmiðdegi. Síðan sel ég einnig töluvert af svínaskinnum, eyrum, hjörtu og tungum og álíka afurðir af nautum. Ég veit svo sem ekki hvað þetta er notað í en eftirspurnin eftir þessum vörum er töluverð. En fiskafurðirnar eru hins vegar alltaf stærsti hlutinn af því sem við erum að selja.“ Einhver sagði mér að þú værir landsfrægur í þessum „bransa“, er það rétt? „Nei, ég er nú ekkert frægur nema þá af endemum ef eitthvað er,“ segir Sigurður hlédrægur og hlær. „En við erum tveir með bása þarna sem taka meira pláss en aðrir og því er kannski meira umtal í kringum okkur.“ » haraldur@goggur.is
»Sigurður hefur rekið matvælamarkaðinn Deplu í átta ár.
8
júlí 2012
útvegsblaðið
»Túnfiskurinn flakaður um borð hjá japönsku kaupendunum.
Lífið er ævintýri Túnfiskbóndinn Axel Jónsson gerir það gott í Króatíu þar sem hann elur túnfisk í Adríahafinu. Hann syndir með túnfiskum, hann veiðir þá, gefur þeim að éta og selur þá svo. Þetta gerir hann í Króatíu og hefur gert í þrjú ár. Þetta er Hornfirðingurinn, skipstjórinn og túnfiskbóndinn Axel Jónsson, en hann er framkvæmdastjóri Kali Tuna við Adríahafið. Þar gera menn tiltölulega fáa fiska að miklum verðmætum. Veiða lifandi túnfisk, tífalda þyngdina í eldiskvíum á 30 mánuðum og selja síðan til Japans. Kali Tuna er á Uglia-eyju við Adríahafið í Króatíu og er í eigu fyrirtækisins Umami Seafood sem er með höfuðstöðvar í San Diego í Bandaríkjunum. Það á að auki fyrirtækið Baja í Ensenada í Mexíkó, sem einnig elur túnfisk. Skrifstofurnar eru í San Diego, en eldið á hinum tveimur stöðunum. Á báðum stöðunum er veiddur villtur fiskur til áframeldis. Við Mexíkó er enginn kvóti á veiðunum, en í Króatíu er Kali Tuna með kvóta upp á 132 tonn. „Ekki má veiða minni fisk en 8 kíló við Króatíu en við reynum að taka um 9 kílóa fisk að meðaltali, en þannig fáum við flesta ein-
»Axel Jónsson túnfisk- og hrossabóndi.
staklingana. Túnfiskurinn er veiddur í nót og síðan færður úr nótinni yfir í flutningskvíar í gegnum svokallaðan glugga. Kafarar fara niður í nótina og reka túnfiskinn eins og rollur á milli þangað til að um 100 tonn eru komin í kvína. Flutningskvíarnar eru svo dregnar á eins til tveggja mílna hraða á eldisstaðinn og þar er fiskurinn aftur færður á milli í gegnum glugga. Loks er túnfiskurinn alinn í kvíunum í tvö og hálft ár. Þá er hver fiskur að meðaltali orðinn um 80 kíló. Við tíföldum því þyngdina á fiskinum á þessum tíma og fáum ríflega 1.000 tonn út úr 132 tonna kvóta,“ segir Axel í samtali við Útvegsblaðið.
Sjóþolnir olíukælar og varmaskiptar
Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is
Hver fiskur étur um tonn af sardínu „Sama aðferðin er notuð bæði í Króatíu og Mexíkó, nema að í Mexíkó má veiða stærri fisk. Við þurfum svo 14 kíló af beitu til að þyngja túnfiskinn um 1 kíló. Því er fiskurinn að éta nálægt tonni af fiski á eldistímanum. Þetta er að mestu leyti sardína og er stærsti hlutinn af kostnaðinum eða um 60%. Í Króatíu veiðum við sjálfir um 10.000 tonn af sardínu til að ala fiskinn og kaupum inn 10.000 til 12.000 tonn. Það er síld og sardína frá Marokkó og héðan og þaðan. Sama aðferð er notuð í Mexíkó, en þar erum við með þrjá báta á sardínuveiðum, sem við eigum sjálfir. Við erum líka með fjóra aðra báta í Mexíkó, tveir eru á leigu og við eigum 50% í hinum tveimur en þeir eru að veiða túnfisk. Í Króatíu erum við með níu báta, en megum aðeins nota þrjá til túnfiskveiða, hinir veiða sardínu. Króatía á 368 tonna túnfiskkvóta og aðeins níu bátar sem mega veiða hann. Þrjú fyrirtæki hafa leyfi til veiðanna og hvert þeirra má nota þrjá báta. Við slátruðum 1.600 tonnum af túnfiski í fyrra, en þá höfðum við keypt lifandi fisk af öðrum. Við erum svo alltaf að leita eftir kaupum á lifandi fiski í Miðjarðarhafinu og eigum núna möguleika á því að kaupa 400 tonn frá Túnis af lifandi fiski í kvíum. Gangi það eftir þurfum við að draga hann upp til Króatíu í 800 mílur en það tekur 23 daga. Það verður þá stærri fiskur en við erum með, allt upp í 150 kílóa fiskur. Þá er ætlunin að slátra þeim fiski í vetur og geyma okkar aðeins lengur svo hann verði stærri og dýrmætari. Stærsti fiskur sem hefur komið upp úr kvíunum þarna var 560 kíló og stærsti fiskur sem ég hef heyrt talað um og var seldur á fiskmarkaðnum í Tokýó var 780 kíló. Ég held að hann hafi verið villtur. Hvernig selur maður túnfisk? Allur okkar túnfiskur er seldur Japönum og fer allur í sashimi og sushi. Þetta er dýrasta tegundin af túnfiskinum sem heitir Norðurslóðar bláuggatúnfiskur. Hingað koma frystiskip frá Japan og við slátrum upp úr kvíunum setjum stroffu á sporðinn og hífum um borð til þeirra. Á endanum er vigt og fiskurinn seldur eftir henni og borgaður um leið. Svo gera þeir það við fiskinn sem þeir vilja, stundum er hann heilfrystur, stundum flakaður fyrir frystingu og skorinn í bita. Þið hljótið að vera að græða á þessu! „Þetta er allt opinberar tölur.“ Íslendingar stærstu eigendurnir En hvernig varð þetta til í upphafi? „Upphafið að þessu öllu má rekja til Króata sem bjuggu í Ástralíu og
byrjuðu að gera þetta þar fyrir um 18 árum. Þeir komu svo upp til Króatíu, en flest allir Króatar sem eru í túnfiskinum eru frá sama bænum sem heiti Kali. Þeir stofnuðu fyrirtækið þar og eldið er við eyjuna Uglia. Þeir byrjuðu smátt og það var hlegið að þeim á heimaslóðunum og þetta var kallað sjávarsirkus. Þetta óx þó og dafnaði hjá þeim og margir í Króatíu og í Miðjarðarhafinu fetuðu í fótspor þeirra. Þegar Íslendingar byrjuðu að veiða túnfisk, Svenni á Byr og þeir félagar, var Ólafur Steindórsson að vinna fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH í Japan. Hann byrjaði sem skiptinemi í Japan, fór svo í háskóla þar og lærði japönsku. Hann var settur í það hjá SH að selja túnfiskinn úr íslensku bátunum, sem þeir fengu nú lítið af. Hann kannaði engu að síður markaðinn og kynnti sér vel þá sem voru bæði að veiða, vinna og selja túnfisk. Hann fór svo frá SH yfir í norska fyrirtækið Stolt Seafood og þar seldi hann lax og túnfisk. Þá ferðaðist hann um til að finna mögulega seljendur á túnfiski og kom meðal annars til Króatíu og sá hvað þeir voru að gera þar. Áströlsku Króatarnir voru þá orðnir hundleiðir á þessu og vildu komast heim til Ástralíu aftur. Óli gerir sér þá lítið fyrir og kaupir öll hlutabréfin í fyrirtækinu á tveimur eða þremur árum og eignast Kali Tuna. Fyrir tveimur árum stofnar hann ásamt fleirum móðurfyrirtækið Umami sem á þá Kali Tuna áfram og kaupir auk þess Baja í Mexíkó, en það var í eigu Íslendinganna Róberts Guðfinnssonar og Vilhelms Guðmundssonar. Umami sér svo um sölu afurða beggja dótturfyrirtækjanna. Það er skráð á markaði í Bandaríkjunum en Óli er áfram stærsti hluthafinn, en hluthafarnir eru orðnir margir. Aðstæður hjá Baja í Mexikó eru nokkuð frábrugðnar þeim í Króatíu. Þar var á síðasta ári slátrað 1.800 tonnum og okkar markmið er að veiða minnst 2.000 tonn til áframeldis á þessu ári, en enginn kvóti er á veiðunum í Mexíkó. Þar hefur verið slátrað minni fiski en í Króatíu en það veltur svolítið á því hve mikið er til af ráðstöfunarfé til að ala fiskinn, hve lengi er hægt að ala hann fyrir sölu. Hvað við getum átt hann lengi án þess að selja hann.“
Bara fyrir tilviljun En hvernig kemur Hornfirðingurinn Axel Jónsson inn í þessa mynd? „Það er eins og svo margt annað í lífinu. Bara fyrir tilviljun. Óli bað mig um að fara á túnfisklínubát í Ástralíu til að kanna hver framtíðin í slíkri veiði væri, en hann átti lítið frystihús í Ástralíu, sem hét Coral Sea. Ég var með þeim í einhverja 14 daga. Við veiddum meira í þessum túr en nokkur hefur gert við austurströnd Ástralíu. Við vorum úti við landgrunnið og þar kom töluverð hitatunga inn á slóðina. Línan var 55 mílur að lengd og aflinn kom nánast allur á um 20 mílna kafla, þar sem línan lá í gegnum tunguna. Ég vildi að kallinn snéri við og legði aftur inn í tunguna. Hann sagði að það væri ekki hægt. Þá myndi línan flækjast saman. Ég sagði honum þá eina nóttina að nú færi hann í koju og ég væri skipstjórinn. Ég lagði yfir tunguna og aftur til baka og hafði um tvær mílur á milli álmanna og þá jókst aflinn um helming. Í síðustu lögninni var ég búinn að fá hann til að fara þrisvar í gegnum heitu tunguna og enn jókst aflinn. Hann þrefaldaðist reyndar ekki, en þannig gerðum við stærsta túrinn á þessum slóðum. Þetta var mest túnfiskur, stórauga og guluggi, en líka sverðfiskur og „albacore“ og fleira. Það varð svo ekkert úr frekari landvinningum í Ástralíu. Þaðan fór ég svo til Króatíu og vann við að tæknivæða nótaveiðarnar meira og ýmis önnur verkefni. Ég var í ár með þeim í þessu, mikið úti á sjó, bæði við veiðar á túnfiski og sardínu. Um það leyti hætti framkvæmdastjóri fyrirtækisins og ég tók við því. Ég er því framkvæmdastjóri yfir allri króatísku starfseminni fyrir utan sölumálin. Nú er ég búinn að vera þarna meira og minna í þrjú ár og bý nú ytra með Fanneyju konunni minni. Kem bara heim í frí. Ég á jörðina Krók í Suðursveit og er þar með sex hesta og því má segja að ég sé túnfiskútvegsbóndi.“ Hvernig er að búa í Króatíu og ala túnfisk? „Það er eins og allt annað, það skiptast á skin og skúrir. Það eru ekki alltaf jólin og stundum getur verið erfitt að eiga við Króatana. En þetta er bara vinna. Við höfum það fínt. Við búum þarna tvö við góðar aðstæður og svo koma krakkarnir reglulega í heimsókn og svo auðvitað fleiri gestir.“
útvegsblaðið
júlí 2012
9
Hvaða möguleika hafið þið þá til að auka umsvifin? „Þeir eru ekki miklir. Við erum búnir að kaupa upp fjögur leyfi og kvótarnir eru nokkuð stöðugir, en í þessu eru bara eftir þrjú fyrirtæki. Möguleikarnir á stækkun felast því fyrst og fremst í sameiningu, en ég sé það ekki vera að gerast. Við sjáum hins vegar aðrar leiðir. Við eigum lítinn hrygningarstofn af túnfiski og erum að láta fiskinn hrygna þessa dagana. Framtíðarhugmyndin er svo að reisa eldisstöð í Króatíu, til að ala upp fisk frá hrognum. Við erum nú í samvinnu við norskt fyrirtæki rétt »Axel með alvöru fisk.
norðan við Bergen og spánskt fyrirtæki sem heiti Futuna og er í Cadiz. Við ætlum að fljúga með hrognin á þessa staði og klekja þeim út og fljúga svo með seiðin til baka ef guð lofar. Þetta er verkefni okkar þessa dagana. Japanir hafa verið að gera þetta í 30 til 40 ár en ekki náð góðum árangri og eytt í það ótrúlegum fjárhæðum. Spánverjar gerðu þetta svo í fyrra og náðu ágætis árangri. Þeir eru nú með 50 fiska lifandi úr klakinu í fyrra og halda ótrauðir áfram. Við erum líka komnir af stað, en tækninni við þetta fleygir áfram nú. Við höfum enn ekki viljað fárfesta í „útunguninni“ strax, heldur viljum sjá betur hvernig þetta er að þróast. Það eru tvö megin vandamál í þessu, hið fyrra er svokallað startfóður þegar seiðið kemst af kviðpokastiginu og svo flutningurinn. Við teljum okkur vera búna að leysa flutningavandamálið en það eru margir framleiðendur á fiskifóðri, sem eru að vinna í fæðuvandamálinu, bæði norsk og japönsk fyrirtæki. Ef þetta gengur upp sjáum við fyrir okkur mikla möguleika á stóraukinni framleiðslu, en það er ekkert í hendi ennþá. Við erum að setja mannskap og peninga í þetta núna og þetta er svona þróunarvinnan okkar. Við reiknum með því að ferlið frá hrygningu til markaðar taki allt að þremur og hálfu ári. Því skiptir máli að vera þolinmóður og hafa fé til að standa undir kostnaði þangað til kemur að uppskerunni.“ Er gaman að veiða túnfisk? „Hvernig spyrðu maður? Auðvitað er það gaman og maður spyr ekki skipstjóra hvort það sé gaman að veiða. Ég er forfallinn fiskimaður. Túnfiskveiðin er afskaplega spennandi veiðiskapur eins og síld- eða laxveiði. Þegar verið er að veiða túnfisk er alltaf kastað á vaðandi torfur eins og á síldinni í gamla daga. Þegar torfan sést er byrjað á því að fara á hraðbát yfir hana til að sjá hver stærðin af fiskinum er, hvort hann af hæfilegri stærð fyrir áframeldið. Þegar kemur í ljós að stærðin er hæfileg er kastað á torfuna. Í Miðjarðarhafinu er fiskurinn yfirleitt ekki á mikilli ferð, en við Mexíkó getur hann verið í ætisgöngu á yfir 20 mílnaferð og þá er eins gott að vera á góðu skipi,“ segir Axel Jónsson.
»Túnfiskurinn er hífður í kippum.
»Veiða um 10.00 tonn af sardínu á ári .
»Aðstaða fyrirtækisins við höfnina.
Með frystikistu á hundasleða Flokkast þetta ekki undir ævintýramennsku? „Jú, lífið er ævintýri. Ef þú ert beðinn um eitthvert spennandi verkefni og segir já og tekst á við það, er það ævintýri. Ef þú segir alltaf nei, gerist ekkert.“ Þeir sem þekkja Axel vita að hann er ævintýramaður og væntanlega líka þeir sem eru komnir hingað í viðtalinu. En af meiru er að taka. Hann byrjaði barnungur á sjó og sem ungur maður lét hann smíða togbátinn Haukafell í Portúgal ásamt fleirum og var með hann þar til báturinn var seldur. Síðan þá hefur fleira drifið á daga hans en flestra annarra. „Ég hef verið við störf í Perú, Mexíkó, Víetnam, Indónesíu, Króatíu, Ástralíu, Grænlandi, Nýfundnalandi, í Barentshafi og víðar. Þarna var maður að brasa hitt og þetta og auðvitað mest tengt sjávarútvegi og skipstjórn. Skemmtilegasta land-
ið sem ég hef verið á er Grænland. Ég var þar með frystiskipið Gissur SF sem fljótandi frystihús. Grænlendingarnir veiddu þorsk í gildrur á smábátum og við frystum aflann um borð. Það gekk bara vel framan af, en 15. júlí byrjaði hreindýraveiðin hjá þeim og þá hurfu allir veiðimennirnir. Því háttar þannig til á Grænlandi að ef veiðimaðurinn getur ekki skotið fimm til sjö hreindýr telst hann ekki til manna. Er bara talinn aumingi. Við sátum því uppi fisklausir en vorum sendir með upp eftir allri vestur ströndinni, alveg upp eftir til Upernavik og fluttum umbúðir og alls konar búnað í lítil frystihús í hverju smáþorpinu á fætur öðru fyrir veturinn. Það var ótrúlega gaman að koma á alla þessi staði. Í þessum leiðangri sá sé svolítið sérstakt. Það voru Grænlendingar með frystikistu á hundasleða. Ég skildi ekki alveg hvaða tilgangi þetta þjónaði og spurði eins og ég
er vanur. Þá kom í ljós að þeir fóru með frystikistuna með sér út á ísinn á veturna þegar þeir voru að veiða grálúðu gegnum ísinn. Aflann settu þeir í frystikistuna svo fiskurinn frysi ekki áður en þeir kæmu með hann til vinnslu í landi.“ Axel er mikill sundgarpur og syndir gjarnan með túnfiskinum í kvíunum. Hann er vanur að bjóða gestkomandi með sér í slíkt sund. „Þeir komu til mín í fyrrahaust félagar í smábátafélaginu Hrollaugi, trillukarlar á Hornafirði. Ég hélt fyrir þá mikla veislu og bauð þeim svo í sund. Sumir urðu heldur hræddir en aðrir ekki, en þó túnfiskurinn sé álíka stór og maðurinn, er hann sauðmeinslaus og í raun hræddari við manninn en hann við þá. Þeir narta ekkert í fólk. Vilja bara sardínu og síld hafa engan áhuga á mannakjöti.“ Með eigin hrygningarstofn Nú er kvóti á túnfiskinum í Króatíu.
Farðu lengra! Yamaha utanborðsmótorar eru þekktir fyrir áreiðanleika, endingu og þægindi og því koma vinsældir þeirra engum á óvart. Arctic Trucks er umboðsaðili Yamaha á Íslandi og getur útvegað ýmsar stærðir og gerðir Yamaha utanborðsmótora, auk þess að bjóða viðgerða- og varahlutaþjónustu. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 www.yamaha.is
2012-07 Útvegsblaðið - Utanborðsmótor.indd 1
10.7.2012 10:40:04
Hefur meira en Gefa rĂśllin ĂłlĂka tvĂśfaldast mynd af stĂŚrĂ°
10
jĂşlĂ 2012
ĂştvegsblaĂ°iĂ°
JĂłn SĂłlmundsson fiskifrĂŚĂ°ingur ĂĄ HafrannsĂłknastofnuninni skrifar:
HjĂśrtur GĂslason skrifar:
Ăžorskstofnsins? hjortur@goggur.is
14
Ă“lĂk ĂştbreiĂ°slusvĂŚĂ°i RĂśllin eru nokkuĂ° ĂłlĂk meĂ° tilliti til ĂştbreiĂ°slusvĂŚĂ°is (sjĂĄ 2. mynd) og aĂ°ferĂ°a sem beitt er. MarkmiĂ° vorralls og haustralls eru mjĂśg vĂĂ°tĂŚk ĂžvĂ Ăžeim er ĂŚtlaĂ° aĂ° meta ĂžrĂłun ĂĄ stofnstĂŚrĂ°, aldurssamsetningu, ĂĄstandi, fĂŚĂ°u og ĂştbreiĂ°slu fjĂślmargra tegunda og yfirleitt bĂŚĂ°i fullorĂ°ins fisks og ungfisks. Net-
"MMU GZSJS LÂ?MJOHVOB
'SFPO
7JGUVS XXX JTIVTJE JT
3.0 2.5 2.0 3.0 1.5 2.5
VĂsitala Ăžorsks VĂsitala Ăžorsks
Haustrall
MAĂ? 2012
FiskveiĂ°iĂĄr
Magn
Hlutfall %
2003/2004
10.924
2004/2005
12.503
6,10%
2005/2006
11.959
6,00%
2006/2007
8.879
4,60%
2007/2008
7.378
5,70%
2008/2009
7.444
5,70%
2009/2010
7.888
5,30%
5,20% ĂšTVEGSBLAĂ?IĂ?
MAĂ? 2012
0.5
0.0 1.0
0.5 1.5
1.0 2.0
Hrygningarstofn StrandveiĂ°ar og 2010/2011 12.762 7,90% VS-afli stĂŚrsti hlutinn Helsta skĂ˝ringin ĂĄ ĂžvĂ aĂ° mun hĂŚrra hlutfall 2011/2012 16.852 9,50% fer nĂş Ă pottana er annars vegar strandveiĂ°arnar, sem teknar voru upp ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄrinu 2008/2009. ÞÌr eru fyrst dregnar frĂĄ fyrir 1990 1995 2005 2010 Ăşthlutun 1985 ĂĄ sĂĂ°asta fiskveiĂ°iĂĄri. Hins vegar 2000og rĂŚkjuveiĂ°a, 1.226 tonn, og lĂnuĂvilnun, aĂ° svoÞrĂłun kallaĂ°urstofnvĂsitalna VS-afli, sem ĂĄĂ°ur gekk undir 2.531 tonn. Framlag Ă Ăžann pott hefur veriĂ° stĂłrĂžorsks ĂĂ r netaralli, vorralli (>70 cm) og 68° nafninu HafrĂł-afli er cm) nĂş ĂĄĂŚtlaĂ°ur og dregminnkaĂ° um 844 tonn, en fiskveiĂ°iĂĄrin Ăžar haustralli (>70 Ă samanburĂ°i viĂ° mat ĂĄ stĂŚrĂ° hrygningarstofns Til aĂ° auĂ°velda samanburĂ° er vĂsitala hverrar stofnmĂŚlingar inn frĂĄĂžorsks. fyrir Ăşthlutun innan aflamarks ĂĄrsĂĄ undan hefur Ăžetta framlag veriĂ° Ăłbreytt Ă 1985 1990 1995 2000 2005 2010 stillt aĂ° eigin meĂ°altali. ins samkvĂŚmt upplĂ˝singum frĂĄ sjĂĄvarĂşt- 3.375 tonnum, eĂ°a allt frĂĄ ĂžvĂ ĂĄ lĂnuĂvilnun67° vegs- og landbĂşnaĂ°arrĂĄĂ°uneytinu. Ă? Ăžessa in var tekin upp ĂĄriĂ° 2003. VS-aflinn hefur Ă r 68° tvo potta renna nĂş samtals 7.945 tonn af ekki til Ăžessa veriĂ° dreginn frĂĄ fyrir Ăşthlut66° Ăžorski, 5.600 til strandveiĂ°anna og 2.354 Ă un til aflamarks og frĂstundaveiĂ°in heldVorrall 67° VS-aflann, eĂ°a langleiĂ°ina Ă helmingur Ăžess, Haustrall ur ekki. ByggĂ°akvĂłtinn hefur undanfarin 65° Netarall sem tekinn er Ăştfyrir aflamarkskerfiĂ°. Auk ĂĄr veriĂ° nĂĄlĂŚgt 3.000 tonnum af Ăžorski, 66° Ăžess eru 64° nĂş tekin frĂĄ 300 tonn fyrir ĂĄĂŚtlen fĂłr niĂ°ur Ă tĂŚplega 2.700 tonn, Ăžegar aĂ°a frĂstundaveiĂ°i. Loks er byggĂ°akvĂłtinn Vorrall leyfilegur heildarafli af Ăžorski var aĂ°eins Haustrall 65° 63°um 2.500 tonn frĂĄ ĂĄrinu ĂĄĂ°ur. Auknaukinn 130.000 tonn. Netarall RallaĂ° frĂĄ ĂĄrinu 1985 ingin er samkvĂŚmt brĂĄĂ°abirgĂ°aĂĄkvĂŚĂ°i laga Ă sĂĂ°asta fiskveiĂ°iĂĄri var leyfilegur Vorrall: Hefur fariĂ° fram Ă marsmĂĄnuĂ°i frĂĄ 1985. Alls eru teknar tĂŚplega 62° stÜðvar ĂĄ 20-500 m dĂ˝pi. StÜðvum var Ă upphafi dreift ĂĄ miĂ°in Ăžannig nĂşmer64° 116 ĂĄrinu28° 2006.26°à n Ăžessa ĂĄkvĂŚĂ°heildarafli Ăžorski tonn. 600 12.672 32° frĂĄ30° 20° 18° 16° af14° 10° 24° 22° 12° 160.000 aĂ° sĂ˝nataka vĂŚri ÞÊttust Ăžar sem mest vĂŚri um Ăžorsk. Helmingur stÜðva is hefĂ°i byggĂ°apotturinn aĂ°eins orĂ°iĂ° 2.341 tonn voru Þå tekin frĂĄ fyrir Ăşthlutun og var staĂ°settur af skipstjĂłrum en aĂ°rar stÜðvar tilviljunarkennt (Þó ĂştfĂŚrĂ°ar 63° tonn, en verĂ°ur nĂş 4.841 tonn. Sama er aĂ° komu 147.328 tonn til Ăşthlutunar. Þå voru nĂĄnar af skipstjĂłrum t.d. togstefna). NotuĂ° er Mars botnvarpa meĂ° smĂĄriĂ°nsegja 62° um aukninguna ĂĄ strandveiĂ°ikvĂłtan- 4.800 tonn tekin frĂĄ vegna strandveiĂ°um mĂśskvum Ă poka. Helstu tegundir sem vorrallinu er ĂŚtlaĂ° aĂ° mĂŚla eru 30° 28° 26° 20° 18° 16° 10° 24° 22° 14° Ăžorskur, langa, skĂśtuselur og Ă˝msar tegundir flatfiska. um, sem32°nemur 2.000 tonnum. Ă n hennar anna eĂ°a 3%, en12°å Ăžessu fiskveiĂ°iĂĄri er Ă˝sa, gullkarfi, Loks erkeila, byggĂ°akvĂłtinn aukinn um 2.500 tonn frĂĄ ĂĄrinu MĂŚlingar ĂĄ fiskseiĂ°um (nĂ˝liĂ°un) eru mjĂśg mikilvĂŚgar Ăžvà ÞÌr upplĂ˝singar hefĂ°u aĂ°eins 3.600 tonnĂkomiĂ° hlut strand- hlutfall strandveiĂ°anna ÂťDreifing stÜðva helstuĂ stofnmĂŚlingaleiĂ°Ăśngrum HafrannsĂłkna-3,2% og magniĂ° fĂĄst ekki Ăşr afla fiskiskipa. stofnunarinnar: punktar = haustrall, rauĂ°ir punktar = vorrall og veiĂ°iflotans Ă staĂ° 5.600BlĂĄir tonna. 5.600 tonn. Ă fiskveiĂ°iĂĄrunum nĂŚst ĂĄ und- Aukningin er samkvĂŚmt brĂĄĂ°abirgĂ°aĂĄkvĂŚĂ°i laga nĂşmer grĂŚnir punktar = netarall. Haustrall: Hefur fariĂ° fram Ă oktĂłber-nĂłvember frĂĄ 1996 og fjĂśldi togstÜðva AĂ°rir pottar eru uppbĂŚtur vegna skel- an, eĂ°a frĂĄ 2004/2005 eru frĂĄdrĂĄttarliĂ°irn2006. Ăžessa ĂĄkvĂŚĂ°is2011 hefĂ°i byggĂ°apotturinn aĂ°e er tĂŚplega ĂĄrinu 400. Ekki nĂĄĂ°istĂ n Þó aĂ° ljĂşka haustralli vegna verkfalls. ir aĂ°eins ĂžrĂr, skel- og rĂŚkjubĂŚtur, byggĂ°aHaustrall nĂŚr meira til djĂşpslóðar en vorrall og togaĂ° er niĂ°ur ĂĄ 1500 m dĂ˝pi. kvĂłti og lĂnuĂvilnun og samanlagt hlutfall enogverĂ°ur 4.841 tonn. Sama StÜðvar eruorĂ°iĂ° fastar2.341 eins og tonn, Ă vorralli ÞÌr vorunĂş upphaflega staĂ°settar meĂ°er aĂ° seg aralliĂ° beinist hins vegar fyrst og frĂĄ 4,6% upp Ă 6%. hliĂ°sjĂłn af aflaskĂ˝rslum. Helstu marktegundir eru djĂşpkarfi og grĂĄlúða, auk fremst aĂ° kynĂžroska Ăžorski. Ă? eftir0.0
Ă r hvert stendur HafrannsĂłknastofnunin fyrir nokkrum stofnmĂŚlingaleiĂ°Ăśngrum (rĂśllum) og Ăžar mĂĄ nefna vorrall, haustrall og netarall. ĂžaĂ° er algeng skoĂ°un sjĂłmanna aĂ° netaralliĂ° gefi Ă dag mun marktĂŚkari upplĂ˝singar en aĂ°rar stofnmĂŚlingar um ĂĄstand Ăžorskstofnsins. ĂžaĂ° stafar vĂŚntanlega af miklum afla Ă netaralli undanfarin ĂĄr sem samrĂŚmist vel góðum aflabrĂśgĂ°um ĂĄ vertĂĂ°. MĂśrgum finnst hins vegar aĂ° vorralliĂ° (togararalliĂ°) sĂŠ lĂśngu Ăşrelt - ĂžvĂ alltaf sĂŠ beitt sĂśmu aĂ°ferĂ°um, sama veiĂ°arfĂŚriĂ° notaĂ° og sĂśmu stÜðvar teknar ĂĄr eftir ĂĄr. HĂŠr verĂ°a bornar saman aĂ°ferĂ°ir og niĂ°urstÜður helstu stofnmĂŚlinga, Ăž.e. vorralls, haustralls og netaralls, til aĂ° athuga hvort ÞÌr gefi ĂłlĂka mynd af stĂŚrĂ° Ăžorskstofnsins. RĂśllunum er ĂŚtlaĂ° aĂ° vakta breytingar ĂĄ stĂŚrĂ° fiskistofna. Eins og sjĂłmenn Ăžekkja geta Ă˝msar ĂĄstĂŚĂ°ur valdiĂ° ĂžvĂ aĂ° fiskur gefur sig misvel meĂ°an ĂĄ ralli stendur og oft er talaĂ° um veiĂ°anleika Ă ĂžvĂ sambandi. Sem dĂŚmi um ÞÌtti sem ĂĄhrif geta haft ĂĄ veiĂ°anleika mĂĄ nefna strauma, veĂ°ur, ĂŚti og dreifingu fisksins. Vegna Ăžessa er eĂ°lilegra aĂ° horfa til breytinga sem verĂ°a ĂĄ nokkrum ĂĄrum heldur en aĂ° rĂ˝na of mikiĂ° Ă breytingar frĂĄ ĂĄri til ĂĄrs. RĂśllin eru fyrst og fremst langtĂma vĂśktunarverkefni, enda byggir notkun Ăžeirra Ă stofnmati ĂĄ ĂžvĂ aĂ° taka tillit til margra ĂĄra en ekki bara Ăžess sĂĂ°asta.
200
200
500
200
200
500
RåðgjÜf – sala – Þjónusta
14
Aldrei hefur hĂŚrra hlutfall leyfilegs heildarafla Ă Ăžorski fariĂ° Ă pottana svokĂślluĂ°u en ĂĄ Ăžessu fiskveiĂ°iĂĄri. Leyfilegur heildarafli Ăžorsks ĂĄ Ăžessu ĂĄri er 177.000 tonn. Fyrir Ăşthlutun innan aflahlutdeildarkerfisins eru dregin frĂĄ ĂžvĂ magni 16.852 tonn. Samtals er ĂşthlutuĂ° aflahlutdeild 160.148 tonn. HlutfalliĂ° sem fer Ă pottana er ĂžvĂ um Vorrall 9,5%. Ă sĂĂ°asta fiskveiĂ°iĂĄri var Ăžetta hlutNetarall fall 7,9% en fiskveiĂ°iĂĄrin Ăžar ĂĄĂ°ur var hlutHaustrall falliĂ° mun lĂŚgra eĂ°a ĂHrygningarstofn kringum 5%, lĂŚgst 2006/2007, 4,6%. Hlutfall pottanna hefur Vorrall ĂžvĂ meira en tvĂśfaldastNetarall sĂĂ°an Þå.
HLUTFALL AF ĂšTVEGSBLAĂ?IĂ? HEIMILUĂ?UM ĂžORSKAFLA
aukninguna ĂĄ strandveiĂ°ikvĂłtanum, sem nemur 2.000 to Ă n hennar hefĂ°u aĂ°eins 3.600 tonn komiĂ° Ă hlut strandve ans Ă staĂ° 5.600 tonna.
à safl hefur gott úrval af vÊlum, rafstÜðvum og Üðrum búnaði fyrir båta og stÌrri skip. Persónuleg Þjónusta, snÜgg og góð afgreiðsla åsmat hagstÌðum verðum gerir Üll viðskipti við à safl ånÌgjuleg. Okkar helstu vÜrumerki eru Isuzu, Doosan, FPT, Westerbeke, Helac, Hidrostal, Hung Pump, Tides Marine, Halyard, ZF, BT-Marine, Ambassador Marine, Marsili Aldo, San Giorgi, Guidi, Wesmar, Isoflex ofl ofl.
ď Ž
Ăžorsks og annarra tegunda sem fĂĄst Ă vorralli. NotuĂ° er botnvarpa af gerĂ°inni farandi samanburĂ°i verĂ°ur ĂžvĂ einungisUndirmĂĄliĂ° litiĂ° til Ăžorsks sem er stĂŚrri ekki dregiĂ° frĂĄen Gulltoppur meĂ° smĂĄriĂ°num mĂśskvum Ă poka. 70 cm Ă vorralli og haustralli, enda Ă riĂ° 2001 var sett heimild til aĂ° landa svo- Hefur fariĂ° fram Ă aprĂl frĂĄ 1996 og beinist fyrst og fremst aĂ° Ăžorski Netarall: er megniĂ° af Ăžorski Ă netaralli yfir ĂĄ hrygningarslóð. StÜðvar voru settar ĂĄ hefĂ°bundin vertĂĂ°asvĂŚĂ°i Ă samvinnu ĂžeirrikĂślluĂ°um stĂŚrĂ°. „HafrĂł-afla“ Ăžar sem verĂ°mĂŚti viĂ° skipstjĂłra og ĂĄr hvert er helmingur stÜðvanna fastur en hinar fĂŚranEnaflans hvernig rannber aĂ° rĂśllunum stĂŚrstumsaman? hluta til starfsemi 300 stÜðvar. FĂŚranlegar stÜðvar eru staĂ°settar af skipstjĂłra FrĂĄ 1985-1995 var magn stĂłrĂžorsks HafrannsĂłknastofnunarinnar en legar, seinnaalls um metnar og dregnar frĂĄ leyfilegum heildar- mĂĄli. Hver framvindan ve hverju sinni, Þó Ăžannig aĂ° ÞÌr dreifist meĂ° svipuĂ°um hĂŚtti og fastar stÜðvĂ vorralli nokkuĂ° stÜðugt, fyrir utan meir var ĂĄkveĂ°iĂ° aĂ° Ăžessir fjĂĄrmunir rynnu afla fyrir Ăşthlutun. SĂĂ°ustu fiskveiĂ°iĂĄr er erfitt aĂ° spĂĄ. Ă? skĂ˝ ar. NotuĂ° eru Ăžorskanet meĂ° 6-9 tommu mĂśskvumhef– alls 12mĂĄlum net ĂĄ hverri stÜð. fall ĂĄrin 1992-1994 (1. mynd). Ă riĂ° NetaralliĂ° gefur takmarkaĂ°ar upplĂ˝singar um aĂ°rar tegundir en Ăžorsk og til Verkefnasjóðs sjĂĄvarĂştvegsins og heimur um 1.300 tonnum af Ăžorski veriĂ° landaĂ° um endurskoĂ°un ĂĄ lĂśgum 1996 hefjast haustralliĂ° og netaralliĂ° engin gĂśgn um nĂ˝liĂ°un. og fyrstu ĂĄrin sĂ˝na Ăśll rĂśllin svipaĂ°a ildin ĂžvĂ kĂślluĂ° VS-heimild. SamkvĂŚmt sem undirmĂĄli. veiĂ°a frĂĄ ĂžvĂ Ă september 20 ĂžrĂłun Ăžar sem magn stĂłrĂžorsks jĂłkst Ăžessari heimild er skipstjĂłra leyfilegt aĂ° Eins og ĂĄĂ°ur sagĂ°i er VS-aflinn Ă fyrsta Ăžessi mĂĄl og fjallaĂ° um mĂśg fram til ĂĄrsins 1998 en minnkaĂ°i aftaĂ° allt aĂ° 5% botnfiskafla dreginn Ăşthlutun ĂĄ Ăžessu ĂĄĂĄ Ăşthlutun Ă Ăžessa ur ogĂĄkveĂ°a var Ă lĂĄgmarki 2001-2002. Eftir reiknist ur er sĂĄ aĂ° sinn netaralliĂ° satfrĂĄ eftir Ăžegar til kvĂłta SamanburĂ°ur vorralli og net-potta. 2002ekki fĂłrutil vĂsitĂślur Ă vorralli og haustaukning Ă haustralli og vorralli aĂ° yfirleitt er nokkuĂ° gott aflamarks. Ăžeim afla skal landa ĂĄ varĂ° fiskveiĂ°iĂĄri. Ă sĂĂ°asta ĂĄri var aralli 2.100sĂ˝nir tonnum ralli hĂŚkkandi, enog netaralliĂ° hins ĂĄrinfara 2003-2006, en netarallsafli jĂłkst samrĂŚmi milli Ăžessara stofnmĂŚlinga. fiskmarkaĂ°i 20% afstóð aflaverĂ°mĂŚti af Ăžorski landaĂ° samkvĂŚmt Ăžeim heimildSkipt ĂĄ milli tveggja pott vegar Ă staĂ° allt fram til ĂĄrsins 2006. sĂĂ°an ĂĄriĂ° 2007 ĂĄn Ăžess aĂ° aukning ĂžaĂ° kemur sennilega mĂśrgum ĂĄ Ăłvart til skipta milli ĂştgerĂ°ar og ĂĄhafnar. 80% um og ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄrinu Ăžar ĂĄ undan 3.400 „ÞaĂ° er mat meirihluta starf Undanfarin 5 ĂĄr hefur hrygningar- kĂŚmi fram Ă hinum rĂśllunum. Einn- ĂžvĂ umrĂŚĂ°an hefur oft veriĂ° ĂĄ Ăžeim ď Ž AĂ°sĂŠ endurskoĂ°a eigi lagaĂĄk rennafariĂ° til Verkefnasjóðsins. Ăžessar heimildtonnum. FiskveiĂ°iĂĄriĂ° stofninn stĂŚkkandi og stofnig kemur fram aĂ° breytileiki frĂĄ ĂĄri 2008/2009 nĂłtum aĂ° ĂĄvar vorrallinu ekkert mark mĂŚlingarnar ĂžrjĂĄr hafaĂ vaxandi allar sĂ˝nt til mest ĂĄrs Ă mati netaralls og landaĂ° haustralls takandi, miĂ°a viĂ° sem h og nĂŚr festaaðÞÌr Ă lĂśgum ir hafa veriĂ° nĂ˝ttar mĂŚli og 3.900 tonnum meĂ° Ăžeim hĂŚtti.heldur vĂŚri aukiĂ°Ăžegar magnlĂĂ°ur stĂłrĂžorsks. SĂĂ°ustu mĂŚler meiri ĂžaĂ°fram gĂŚti kemur orsak- hĂŠr netaralliĂ° Ă stofnmati. arafla StaĂ°reyndin Ă staĂ° magntalna lĂk ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄriĂ° og Ăžrengist um en Ă vorralli. Eins og fer hlutfall ingar, frĂĄ hausti 2010 og vori 2012, ast af fremur gisnu stÜðvaneti haust- er sĂş aĂ° bĂŚĂ°i fyrir og eftir tĂmabiliĂ° MeĂ° Ăžessu mĂłtirallverĂ°i betur kvĂłta. Jafnframt hafa heimildir til lĂśndunĂžorsks, sem tekiĂ° er frĂĄ fyrir Ăşthlutun aflasĂ˝na allar mesta magn stĂłrĂžorsks frĂĄ ralls, og Ă netaralli virĂ°ast aĂ°rir ÞÌttir 2003-2006 hafa stofnvĂsitĂślur um samdrĂĄtt Ă heildarafla e ar ĂĄ undirmĂĄlsfiski utan kvĂłta veriĂ° nĂ˝ttmarks, vaxandi, enda teknir nĂ˝ir ÞÌtti Ăžar ĂžvĂ mĂŚlingarnar hĂłfust. en stofnstĂŚrĂ° geta haft mikil ĂĄhrif ĂĄ anna tveggja ĂžrĂłast meĂ° svipuĂ°um Helsti munurinn ĂĄ rĂśllunum ĂžremaflabrĂśgĂ°. hĂŚtti. ar tĂśluvert. ÞÌr heimildir hafa ekki veriĂ° inn og skipta strandveiĂ°arnar Ăžar mestu hann jafnt niĂ°ur ĂĄ Ăžeim se
útvegsblaðið
júlí 2012
11
Landssamband íslenskra útvegsmanna vill miðlínu milli efnahagslögsögu Svalbarða og Noregs við Bjarnarey:
Krefjast málsóknar gegn Norðmönnum
Bj
ar
na
Grænland
Noregur
Ja
n
M ay en
Guli reiturinn sýnir hvernig 200 mílna lögsögur Svalbarða og Noregs skarast við Bjarnarey. LÍÚ vill að þar verði dregin miðlína.
Ísland Færeyjar
Heimild: LÍÚ
Geri þeir það þá eigum við að fara og veiða bæði í Smugunni og við Svalbarða. Við Íslendingar og allir aðrir teljum að lögsaga Svalbarða eigi að byggjast á Svalbarðasamningnum þannig að sami réttur gildi frá fjöruborði og út að 200 mílna mörkunum.
re y
Sv al
ba r
ði
an ug
Umdeild túlkun samningsins Svalbarðasamningurinn var undirritaður í París 9. febrúar 1920. Ísland varð aðili að honum 1994. Samkvæmt honum er viðurkenndur fullveldisréttur Noregs yfir Svalbarða en skip og þegnar aðildarlanda Svalbarðasamningsins eiga að njóta jafns réttar til auðlindanýtingar innan efnahagslögsögu Svalbarða, svo fremi þeir fari að lögum og reglum. Friðrik sagði Norðmenn halda því fram að Svalbarðasamningurinn gildi aðeins á landi og út að landhelgismörkum eyjaklasans. Þau voru 4 sjómílur þegar samningurinn var gerður 1920 en síðar færðu Norðmenn landhelgina út í 12 sjómílur. Þeir túlka fullveldisrétt sinn þannig að þeir megi helga sér 200 mílna efnahagslögsögu frá 12 mílna landhelgislínu Svalbarða og út í 200 mílur kringum eyjaklasann. „Þessa túlkun samþykkja engir aðrir,“ sagði Friðrik. „Norðmönnum var falið fullveldi á Svalbarða,
Miðlína við Bjarnarey Sm
Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) vill að íslensk stjórnvöld krefjist þess að dregin verði miðlína milli efnahagslögsögu Svalbarða og Noregs við Bjarnarey, syðsta útvörð Svalbarðaeyjaklasans. Einnig að Svalbarðasáttmálinn gildi Svalbarðamegin við miðlínuna. Við það myndi efnahagslögsaga Svalbarða stækka um 83.000 km². Nú nær lögsaga Noregs langleiðina til Bjarnareyjar. LÍÚ hefur einnig ítrekað fyrri áskoranir til stjórnvalda um að hagsmunir Íslands á Svalbarðasvæðinu verði varðir með því að stefna Norðmönnum fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag vegna túlkunar þeirra á Svalbarðasamningnum. „Það þarf að skýra réttarstöðuna á Svalbarðasvæðinu,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Hann sagði að nú nýverið hefðu háttsettir norskir embættismenn hótað því að segja upp Smugusamningnum við Íslendinga. „Geri þeir það þá eigum við að fara og veiða bæði í Smugunni og við Svalbarða. Við Íslendingar og allir aðrir teljum að lögsaga Svalbarða eigi að byggjast á Svalbarðasamningnum þannig að sami réttur gildi frá fjöruborði og út að 200 mílna mörkunum.“ Friðrik sagði Norðmenn hafa helgað sér efnahagslögsögu við Svalbarða, frá 12 mílna landhelgi eyjaklasans og út í 200 sjómílur. Þetta geri þeir á grundvelli norskra laga um efnahagslögsögu Noregs og kalli svæðið „fiskverndarsvæði“. Þar eru þó stundaðar veiðar.
því einhver þurfti að stjórna þessu einskismannslandi, með því skilyrði að það gilti jafn réttur allra sem ættu aðild að samningnum. Við viljum meina að hann gildi alveg út að 200 sjómílna mörkunum og viljum láta reyna á það með því að stefna Norðmönnum fyrir Alþjóðadómstólinn.“ Málsókn var undirbúin 2004 Friðrik rifjaði upp að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið 17. ágúst 2004 að hefja undirbúning málsóknar gegn Noregi vegna Svalbarða fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Það var gert vegna ítrekaðra meintra brota Norðmanna gegn ákvæðum Svalbarðasamningsins, m.a. með því að segja upp síldarsamningi við Íslendinga og meina okkur að veiða norsk-íslenska síld á Svalbarðamiðum. LÍÚ hefur árum saman skorað á íslensk stjórnvöld að framfylgja rétti Íslendinga til veiða við Svalbarða og að fara í mál við Norðmenn.
Áskorunin hefur verið ítrekuð hvað eftir annað og henni beint ýmist til sitjandi sjávarútvegsráðherra eða utanríkisráðherra. Á þessu ári hefur LÍÚ sent bæði utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra nokkur erindi vegna Svalbarðamálsins og farið þess á leit að utanríkisráðuneytið krefjist þess að norsk stjórnvöld gefi út veiðileyfi fyrir íslensk skip til rækjuveiða á Svalbarðasvæðinu. Umfjöllun þessi hefur áður birst í Morgunblaðinu og er birt hér með leyfi þess. Fyrirsögn er reyndar önnur.
Landssamband íslenskra útvegsmanna
Vökvakerfislausnir Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Danfoss hf
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is
12
júlí 2012
»Úlfar og Addi Yellow á Fiskideginum mikla í fyrra. Addi hefur verið Úlfari til halds og traust á hátíðinni. Myndir: HH
Úlfar Eysteinsson, veitingamaður hefur tekið þátt í Fiskideginum mikla frá upphafi:
Gestirnir borða sig sadda
fRÍVAKTIN
Frábær kynning „Við höfum tekið þátt í Fiskideginum mikla frá árinu 2008 og þetta hefur verið frábær kynning á fyrirtækinu og okkar vörum. Þegar ég spurði Úlfar Eysteinsson á sinum tíma hvað ég þyrfti að taka mikið magn með mér þá horfði hann upp í loft og bað mig um að taka tvö tonn af fiski. Ég hélt fyrst að þessar tölur væru eitthvað grín en þegar við pökkuðum saman að lokinni hátíð voru einungis tíu kíló eftir,“ segir Grímur Gíslason, betur þekktur sem Grímur Kokkur. Hann segir að í ár fari tólf starfsmenn frá fyrirtækinu í Vestmannaeyjum til Dalvíkur til að gefa um tvö tonn af fiskréttum. „Við förum til Dalvíkur á fimmtudeginum til að undirbúa herlegheitin og verðum þar alveg fram á sunnudag. Við munum kynna tvær tegundir af vörum og verðum annars vegar með ýsurúllur með paprikuostafyllingu og hins vegar fiskistangir. Maturinn er forsteiktur þannig við þurfum einungis að hita upp á staðnum.“ Grímur segist fá tugi þúsunda gesta á básinn til sín og að hann verði var við söluaukningu strax á mánudeginum eftir hátíðina. „Þetta hafa verið um og yfir 30.000 manns sem hafa komið og fengið að smakka hjá okkur. Hvergi annars staðar á landinu færðu tugi þúsunda manna til að smakka vörur frá þér og vegna mikillar söluaukningar vikurnar á eftir þá er þetta alveg að standa undir sér. Síðan er að sjálfsögðu gaman að taka þátt í hátíðinni og alveg aðdáunarvert hversu flott hún er orðin.“
Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli verður haldin hátíðleg í Dalvíkurbyggð dagana 9-12. ágúst nk. Þar munu fiskverkendur og fleiri framtakssamir aðilar matreiða ýmsa fiskrétti ofan í gesti hátíðarinnar. Úlfar Eysteinsson, veitingamaður á Þremur Frökkum, hefur tekið þátt í Fiskideginum mikla frá upphafi. „Ég tók þátt í fyrsta Fiskideg»Úlfar inum árið 2000. Eysteinsson Þá hafði Þorsteinn Már Aðalsteinsson, upphafsmaður hátíðarinnar, hringt í mig og spurt hvort ég gæti ekki verið honum innan handar á hátíð þar sem fólk gæti komið og fengið ókeypis fiskrétti. Ég var auðvitað til í það og sagði: „nú þannig þetta verður þá Fiskidagurinn mikli“, og þar með var nafnið komið,“ segir Úlfar, aðspurður um hvernig það kom til að hann fór að taka þátt í hátíðinni. Afgreiða 13.500 fiskborgara Í upphafi vildu skipuleggjendur hátíðarinnar halda hana helgina fyrir verslunarmannahelgi. Úlfar var þá upptekinn á sínum veitingastað og þá
»Að sögn Úlfars mættu um 40.000 manns á Fiskidaginn í fyrra.
var ákveðið að færa hana helgina eftir verslunarmannahelgi. „Það var eins gott því við erum búin að halda ellefu hátíðir í algjöru blíðviðri,“ segir Úlfar og bankar í borðið. „Fyrstu sex til sjö árin sáum við skipuleggjendur Fiskidagsins og ýmsir bæjarbúar um að framreiða ofan í gesti hátíðarinnar. Síðan fórum við að taka inn ýmis gestafyrirtæki eins og Grím kokk í Vestmannaeyjum sem komu með sínar vörur. Þá gátum við minnkað við matinn sem við höfðum þurft að útbúa og álagið dreifðist betur. Nú er þetta þannig að við erum með þrjá rétti sem við útbúum og síðan eru aðrir aðilar með alls konar mat.“
Úlfar segir að í ár geti gestir hátíðarinnar meðal annars gætt sér á spænskum saltfiskrétti, hráu hrefnukjöti, saltfiskspizzu, síld og harðfisk. „Síðan má ekki gleyma fiskborgurunum sem við framreiðum á styttri tíma heldur en Mcdonalds gerir sína hamborgara,“ segir hann stoltur af þeirri staðreynd að það tekur starfsfólk Fiskidagsins einungis þrjár sekúndur að setja saman fiskborgarann. Á aðaldegi hátíðarinnar, laugardeginum, eru afgreiddir um 13.500 fiskborgarar. „Það er nóg af mat í boði og það ætti enginn að fara svangur heim. Ef þér finnst síld góð þá hámarðu hana í þig, eða færð þér harðfisk eða hrefnu-
kjöt. Okkar gestir smakka ekki með tannstönglum heldur plasthnífapörum og borða sig sadda.“ Er það rétt að þú hafir einu sinni misst af hinum heimsfræga breska kokki Jamie Oliver þegar þú varst að afgreiða á Fiskideginum? „Já, það er rétt. Við reyndum að fá hann til að koma á Fiskidaginn mikla þegar hann kom hingað til lands árið 2004 en það tókst ekki. Hann fór í staðinn á veitingastaðinn minn og skildi ekkert í því af hverju eigandinn væri ekki að kokka ofan í hann. Þá var honum sagt að ég væri með 25.000 manna veislu á Dalvík. Ég missti því af þessum heimsfræga kokki en sé ekkert eftir því. Ég veit að það var vel
Hlökkum til að sjá ykkur á fiskideginum mikla
Byggðasafnið Hvoll á Dalvík
hugsað um hann á meðan ég var fyrir norðan.“ Bærinn hefur varla undan Aðspurður segir Úlfar að gestum Fiskidagsins mikla hafi farið fjölgandi ár frá ári þangað til fjöldinn náði 40.000 manns fyrir nokkrum árum síðan. „Í upphafi ætluðum við að vera með stærstu veislu sem sést hefði og það passaði því fyrsta árið vorum við með 5.500 manns, sem þá var stærsta veisla sem haldin hafði verið á Íslandi. Eftir það fjölgaði gestunum um fimm þúsund á hverju ári þangað til þeir urðu 40.000 eitt árið og sú tala hefur haldist síðan,“ segir hann og viðurkennir að bærinn eigi erfitt með að taka við mikið meira af fólki í einu. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda segir Úlfar hátíðina alltaf hafa gengið vel og „blessunarlega“ vera lausa við drykkjulæti. „Þetta er stærsta bindindishátíð í Skandinavíu. Á meðan á hátíðinni stendur sést varla vín á manni enda er lunginn af fólkinu sem mætir fjölskyldufólk á miðjum aldri. Það þýðir þó alls ekki að það sé ekki fjör á tjaldsvæðinu. Ég býst við skemmtilegri hátíð og lofa góðu veðri. Annars er það mér að kenna og hausinn af mér ef það klikkar,“ segir Úlfar og hlær.
fRÍVAKTIN
júlí 2012
13
Elías Kristinsson, annar stýrimaður á Ingunni AK, segir sjómannsstarfið fjölbreytt og skemmtilegt:
Dagaði uppi á sjó Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Elías Kristinsson, annar stýrimaður á Ingunni AK, var staddur á síldar- og makrílveiðum austur af landinu þegar blaðamaður Útvegsblaðsins heyrði í honum fyrr í mánuðinum. Elías hefur verið til sjós frá unglingsaldri og stundað sjóinn frá ýmsum landshlutum. Þegar hann lítur yfir farinn veg finnst honum sjómannsstarfið vera fjölbreytt og skemmtilegt starf sem hafi farið batnandi með árunum. Flæktist á milli verbúða „Ég er fæddur í afskekktri sveit á Seljanesi í Strandasýslu í Árneshreppi. Þegar ég var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan á bæinn Dranga á Ströndum og þar ólst ég upp á einum afskekktasta stað á landinu. Þrátt fyrir að jörðin hafi verið, og sé enn, mikil hlunnindajörð, með nægu æðavarpi, rekavið og sel, neyddist fjölskyldan til að flytja þaðan árið 1966 þegar hafísár og miklir kuldar höfðu sett strik í reikninginn. Þá fórum við innar í sveitina og vorum þar í örfá ár áður en við fluttum fyrst til Reykjavíkur og síðan til Bolungarvíkur. Ég var við nám við Héraðsskólann í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi þegar barnaskólanum sleppti og lenti oft í skrautlegum ferðum á leið í skólann í erfiðri vetrarfærð. Stundum fórum við með varðskipi til Ísafjarðar,“ segir Elías, aðspurður um bakgrunn sinn. Eftir gagnfræðinámið fór Elías til Akureyrar að læra skipasmiðinn í Iðnskólanum. Fljótlega eftir það fór hann á síðutogarann Sléttbak sem var gufutogari. „Margir halda að ég sé að ljúga þegar ég segist hafa verið á gufutogara en ég rétt náði í rassgatið á þeim. Síðan flæktist ég vestur á Ísafjörð og var þar á togbátum, svona eins og ungir menn gerðu. Ég fór á milli verbúða á Vestfjörðum og á þessum tíma var gaman fyrir unga menn að koma á nýja staði. Hverjum ungum manni sem kom í nýtt pláss var alltaf tekið fagnandi og menn fóru mikið á milli verbúða. En þessu verbúðalífi fylgdi mikið sukk,“ segir Elías og viðurkennir að á þessum árum hafi hann verið ístöðulítill ungur maður sem lifði einungis frá degi til dags. „Maður hafði enga framtíðarsýn heldur flæktist þarna á milli.“ Flutti á Eskifjörð Eftir nokkurn tíma af verbúðalífi kynntist Elías fyrrverandi eiginkonu sinni og þau ákváðu að flytja austur á Eskifjörð og ólu þar upp þrjú börn. „Við bjuggum þar í sautján ár. Á Eskifirði var ég á hinum og þessum bátum og var eiginlega alltaf á sjó, lengst á Jóni Kjartanssyni og öðrum Eskifjarðarskipum. Ég fór í Stýrimannaskólann árið 1974 og tók þar fyrsta bekk og var svo stýrimaður meira og minna árin á eftir en kláraði ekki annan bekkinn fyrr en tólf árum síðar. Eftir það fór ég á Hólmaborgina og var þar allt til er ég flutti á Akranes um 1992. Síðan þá hef ég verið á skipum HB og síðan HB-Granda, eftir að þau félög sameinuðust, og hef verið á Ingunni AK síðan það skip kom til landsins,“ segir Elías. Hefurðu aldrei íhugað að hætta á sjó? „Ég gerði margar örvæntingarfullar tilraunir til að hætta á sjó. Þær mistókust allar alveg hrapallega og ég dagaði uppi á sjó. En þeg-
»„Einu sinni var mér réttur víxill sem ég átti að fara með í bankann og leysa út. Ég rétti bankastjóranum hann sem horfði stóreygður á mig og ég labbaði út jafn peningalítill og þegar ég gekk inn.“
ar ég lít yfir ævina þá er sjómannsstarfið fjölbreytt og skemmtilegt starf, þó það geti oft verið hundleiðinlegt. Það er sérstaklega erfitt fyrir unga menn með börn sem eru að vaxa úr grasi, en þetta verður mun auðveldara eftir því sem maður eldist, bæði andlega og líkamlega. Ég er farinn að kunna svo vel við sjóinn að mest langar mig orðið að taka heimsiglingu á skútu þegar ég hætti störfum. Áður en maður setur tærnar upp í loftið.“ Hvað er minnisstæðast þegar þú horfir yfir ferilinn? „Það er margt minnisstætt, enda hef ég verið á ýmsum bátum með fleiri hundruð mönnum í allt. Það er alltaf minnisstætt hversu margir félagar og kunningjar hafa farið í sjóinn og hér á árum áður var mikil blóðtaka á miðunum. Ég hef orðið vitni að banaslysum um borð og það er erfið lífsreynsla. Sem betur fer hefur orðið algjör bylting í þessum málum á síðustu árum. Þegar kemur að öryggi sjómanna má segja að maður vinni í
»Elías á refaveiðum við Drangaskörð.
dag á vernduðum vinnustað, miðað við það sem áður var. Síðan hafa launamálin breyst alveg ótrúlega frá því ég byrjaði í þessu. Hér áður fyrr lenti maður oft í því að útgerðin gat ekki borgað manni á tilsettum tíma. Einu sinni var mér réttur víxill sem ég átti að fara með í bankann og leysa út. Ég rétti bankastjóranum hann sem horfði stóreygður á mig og ég labbaði út jafn peningalítill og þegar ég gekk inn. Í dag er þetta allt öðruvísi. Þessi stóru fyrirtæki eins og HB Grandi eru góð fyrirtæki og traust og það er farið vel með okkur.“ Með kenningu um makrílinn Elías og áhöfnin á Ingunni AK verða á síldar- og makrílveiðum fram á haust. Upphaflega átti að einbeita sér að síldveiðum í júlí og veiða makrílinn þegar hann væri orðinn feitari en þegar Ingunn AK fór í sinn fyrsta túr þá kom makríllinn á móti þeim og á endanum landaði skipið helming af síld og
helming af makríl. Elías segir makrílinn hafa verið himnasendingu og hann hefur ákveðna kenningu um hann. „Ég vil meina að hann hafi verið hérna fyrir kuldaskeiðið sem skall á upp úr miðri síðustu öld og að koma makrílsins sé hið eðlilega ástand. Það hafa margir gamlir síldarsjómenn sagt mér að á hlýindaskeiðinu í kringum 1930 hafi þeir fengið fullt af makríl og það eru margar sagnir um makríl fyrr á tímum. En þetta er bara kenning og hún er ekkert verri en hver önnur. Það eru sjálfsögð réttindi okkar að veiða þennan fisk. Hann hefur líklegast verið hérna meira og minna í gegnum árin og aldirnar og það er lélegur landeigandi sem gefur mönnum beitartoll ókeypis. Þegar makrílstofninn fer út úr landhelginni er hann mun feitari en þegar hann kom inn í hana og við erum einungis að taka brot af þyngdaraukningunni. Við ættum því réttilega að fá að veiða meira af makríl. Evrópusambandið á ekkert
»Elías og nokkrir aðrir úr áhöfninni slaka á eftir góða makrílveiði.
Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is
að fá að ala hann frítt inni í okkar landhelgi.“ Hvað ertu að gera þegar þú ert ekki úti á miðunum? „Ég er aðallega að leika mér þegar ég er ekki úti á sjó og við hjónin erum voða lítið á Akranesi þar sem við búum. Ég fer mikið með fjölskyldunni norður á Strandir þar sem við systkinin eigum hlunnindajörðina Dranga. Ég var þar í þrjár vikur í vor í æðavarpinu að berjast við mink og ref og hlúa að varpinu og taka dún. Síðan fer ég alltaf í vélsleðaferðir á veturna þar sem farið er upp á Steingrímsfjarðarheiðina og norður að Dröngum. Síðan er konan mín, Ingibjörg Guðrún Viggósdóttir, frá litla Laugadal í Tálknafirði og þar erum við nýbúin að byggja sumarhús og erum þar eins mikið og við getum Ég hef því nóg fyrir stafni þegar ég er í landi og ef ekki væri fyrir vinnuna þá gæti maður sinnt þessum áhugamálum mun betur. Vinnan eyðileggur þetta allt fyrir manni,“ segir Elías og hlær.
14
júlí 2012
Reynsluakstur
fRÍVAKTIN
Helgi Magnússon, háseti á Vigra RE, reynsluók tveimur nýjum bílum frá BMW:
Sportleg útlitshönnun og kraftmikil vél BMW 320D
Kostir: 1. Aksturseiginleikar 2. Kraftmiklar en sparneytnar vélar 3. Hröð og mjúk 8 þrepa skipting Ókostir: 1. BMW- apps er eingöngu ætlað i-Phone
Heilt yfir litið er BMW 320D frábær fjölskyldubíll sem sameinar mikið vélarafl, sparneytni, þægindi og öryggi því ofan á allt fær bíllinn 5 stjörnur í ANCAP prófum.
Helgi Magnússon háseti á Vigra RE
BMW 3 línan var fyrst kynnt til sögunnar árið 1975 þegar hún tók við af hinum fræga BMW 2002. Bíllinn var á meðal þeirra fyrstu í nýrri tegund minni sportlegra „sedan“ bíla sem bjuggu yfir áður óþekktum aksturseiginleikum i þessari stærð bíla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú árið 2012 kynnir BMW til sögunnar nýja 3 línu með sportlegri útlitshönnun og lengra er á milli hjóla en áður. Ég tók 320D bíl til kostanna og komst að óumflýjanlegri niðurstöðu: miðstærðar fólksbílar verða einfaldlega ekki mikið betri en þetta.
Innrétting bílsins er eins og við má búast mjög góð. Að mínu mati ekki sú fallegasta, en það er bætt upp með gæðum og frágangi á leðri, plasti og fleiri hlutum. Allir takkar og stjórntæki passa líka eins og flís við rass og er þeim komið fallega fyrir þar sem auðvelt og þægilegt er að nota þá. Hvað búnað varðar er BMW 3 frekar vel búinn. Aukahlutalistinn er eins og gefur að skilja mjög langur en stað-
albúnaður er þó meiri en við mátti búast. Má þar helst nefna fjarlægðarskynjara sem virkuðu mjög vel, rafmagn og minni í sætum. Prufueintakið sem ég fékk í hendurnar bjó einnig yfir 8.8“ litaskjá, skærum og mjög auðveldum í notkun. Einnig var þar USB tengi fyrir spilara og Bluetooth fyrir i-Pod eða i-Phone. Hvað pláss varðar hefur BMW 3 línan haft nóg pláss hingað til, en
á þessu ári var bíllinn lengdur um 93mm sem skilar sér í stærra skotti (480 lítrar) og meira fótaplássi. Í akstri er bíllinn eins og hugur manns, fáir komast með tærnar þar sem 320D hefur hælana, hvort sem er á malbiki eða möl. Hin nýja tveggja lítra túrbó díselvél er hreint út sagt frábær, sameinast þar bæði feiknakraftur og sparneytni sem ég hef ekki séð áður. Hún skilar 184 hestöflum og 380Nm í togi sem er mjög gott fyrir ekki stærri bíl. Viðbragð er mjög gott og 8 þrepa sjálfskiptingin skilar bílnum mjúklega áfram þrátt fyrir góða inngjöf.
Uppgefin eldsneytiseyðsla frá framleiðanda eru 4,5 lítrar í blönduðum akstri sem verður að teljast frábært fyrir jafn stóran og kraftmikinn bíl og BMW 3 er. Þar hjálpar til nýr eiginleiki í BMW 3 sem ber heitið „stopstart“ sem drepur á bílnum þegar beðið er á ljósum eða í lengri tíma, einnig nýtir bíllinn þann kraft sem myndast við að bremsa til að hlaða rafgeyminn. Heilt yfir litið er BMW 320D frábær fjölskyldubíll sem sameinar mikið vélarafl, sparneytni, þægindi og öryggi því ofan á allt fær bíllinn 5 stjörnur í ANCAP prófum.
Léttur og lipur sportjeppi Ofarlega á lista yfir þá bíla sem þykja skara fram úr á markaði sportjeppa er BMW X5. Á því er engin breyting með 2012 bílnum sem var kynntur til sögunnar með fáum breytingum milli ára enda ekki þörf á þegar tekið er tillit til fallegrar hönnunar, nægs rýmis og góðrar innréttingar. Þó bíllinn fljúgi örlítið undir radarinn útlitslega séð þá gerir hann það svo sannarlega ekki þegar hann er tekinn til kostanna. Í akstri minnir hann óneitanlega á sportlegan fólksbíl þrátt fyrir stærð og þyngd. Prufueintakið sem ég fékk í hendurnar var með 3.0 lítra túrbó díselvél sem skilar 245 hestöflum, 540 Nm í togi og eyðir ekki nema um 7,4 lítrum í blönduðum akstri. Vélin, sem er þó sú minnsta sem boðið er upp á í þessari línu, er þrælskemmtileg og skilar bílnum hressilega áfram og kom hún skemmtilega á óvart. Í akstri er bíllinn eins góður og við mátti búast fyrirfram, léttur og lipur þrátt fyrir stærð svo lengi sem ekið er á malbiki. Þegar komið var út fyrir malbik fannst mér bíllinn ekki vera alveg á heimavelli þó góður
BMW X5
Kostir: 1. Léttur og lipur í stýri 2. Nóg afl 3. Sparneytinn Ókostir: 1. Íhaldssöm, frekar flöt hönnun 2. Ekki nógu góður utan malbiks
væri. Ástæðan fyrir því er sennilega sú að bíllinn er greinilega hannaður með akstur á góðum vegum í huga.
Innandyra er BMW X5 nokkuð vel heppnaður, stjórntæki og takkar eru þægilega staðsettir og sætin
eru þægileg og veita góðan stuðning. Þrátt fyrir það getur maður ekki annað en hugsað til innréttingar-
innar í keppinautum eins og Porsche Cayenne sem er betur heppnuð að mínu mati þar sem lagt er meira í efni og frágang. Heilt yfir litið er BMW X5 einstaklega vel heppnaður sportjeppi sem stendur algjörlega undir nafni X5 línunnar.
Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.
www.samskip.is
Saman náum við árangri
Heildarlausnir fyrir sjó- og landvinnslu
• • • • •
Kassar Öskjur Arkir Pokar Filmur
• • • • • • • •
Skór Stígvél Vettlingarr naður, ð Vinnufatnaður, Hnífar Brýni Bakkar Einnota vörur o.fl.
Kassar læsast saman stöf lun og brettið við stöflun ð stöðugra öð verður
Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is