»6
»2
Sjávarútvegur á Vestfjörðum
»4
»2
Íslensk síld vinsæl hjá Finnum
Miklir möguleikar á nýtingu sjávarfangs
Orkugjafar skipa verði umhverfisvænni
frívaktin »
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
s
Íslenskir sjómenn Í fyrsta sinn fylgir Útvegsblaðinu sérrit um sjómenn og fyrir sjómenn. Þar er leitast við að segja frá högum þeirra, hugsunum og löngunum. Af nógu er að taka þar sem sjómenn eru upp til
de se m be r 2 0 1 1 » 9 . tölu bl a ð » 1 2 . á rg a ng u r
hópa kröftugir og skemmtilegir menn.
Ísland og Evrópa Í fréttaskýringu um samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins er sjónum beint að endurskoðum sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB og stöðu viðræðna okkar við sambandið. Viðmælendur blaðsins segja sína skoðun á málinu. »8
Mynd: The Council of the European Union
Vökvakerfislausnir Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Danfoss hf
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
s
leiðari
Stolt siglir fleyið
A
uðlindir eru hverri þjóð mikilvægar. Og þjóðir eru misheppnar með sínar auðlindir. Við Íslendingum búum einstaklega vel hvað þetta varðar. Nú, þegar vetur er harður, er okkur ekki kalt. Við eigum gnótt af heitu vatni sem sér um að hita upp híbýlin. Við erum öfundsverð af því. Við eigum langtum meira af neysluvatni en við þurfum að nota. Vatn er sífellt verðmeira og skiptir æ meira máli. Margar þjóðir skortir vatn. Með einhverju tærasta og besta vatni sem til er, vökvum við gróður, látum vatn renna að nauðsynjalausu. Virkjum vatnsföll til orkuframleiðslu. Þetta er allt merkilegt. Og við eigum meira. Við eigum einhver merkustu og bestu fiskimið sem finnast á jörðinni. Steinsnar frá landi getum við sótt fisk í einhvern hreinasta og besta sjó á jarðkringlunni. Það er ekki lítið. En vandi fylgir vegsemd hverri. Það er nefnilega ekki sama hvernig við förum með þær auðlindir sem okkur hafa verið færðar. Engum dylst að Íslendingar standa mjög framarlega í nýtingu sjávarauðlindarinnar, sem og hinna auðlindanna sem nefndar voru hér að framan. Verðmæti aflans ræðst af mörgum þáttum. Veiðar, vinnsla, meðferð, flutningar, sala og markaðssetning. Allt verður þetta að fara saman svo vel fari og vel gangi. Okkur hefur auðnast að standa okkur vel í öllum þessum þáttum. En ekkert er án ógnunar. Því er haldið fram, jafnvel að kjörnum fulltrúum okkar, að framlag sjávarútvegs til þjóðarinnar sé afar takmarkað. Umræða þróast jafnvel frá þannig skoðunum. Það má ekki trufla það fólk sem leggur sitt af mörkum til að hámarka framlegðina af auðlindinni okkar. Stolt siglir fleyið mitt eru orð sem koma í hugann þegar myndir af íslenskum fiskiskipum eru skoðaðar. Fagurmáluð skip, hrein og fín eru einkenni íslenskra fiskiskipa. Þau eru stolt okkar og lýsa ágætlega hreinleika auðlindarinnar. Sendi öllum lesendum Útvegsblaðsins bestu jólakveðjur.
útvegsblaðið
desember 2011
Sigurjón M. Egilsson
Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson ábm. Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Geir A. Guðsteinsson, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 899 9964 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: Útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva. Útvegsblaðið kemur út átta sinnum á ári.
Tekjur Vægi
Þróun
Atvinnugrein
2005
2006
2007
2008
2009
2009
2005-2009
Sjávarútvegur (veiðar, vinnsla og eldi)
18.123
28.990
19.660
21.943
23.900
53%
32%
Önnur framleiðsla
3.544
3.509
2.592
2.086
2.297
5%
-35%
Byggingastarfsemi
2.769
3.047
4.092
3.642
3.266
7%
18%
Verslun og þjónusta
6.148
5.231
4.946
4.651
4.250
9%
-31%
Fjármála og vátryggingastarfsemi
1.473
2.275
2.708
604
216
0%
-85%
Gististaðir og veitingarekstur
827
922
997
941
1.205
3%
46%
Veitur (raforka, hiti, gas osfrv.)
1.505
1.462
1.543
1.548
1.737
4%
15%
Sveitarfélög og opinberar stofnanir
5.812
6.500
7.390
8.069
8.151
18%
40%
Vestfirðir heild
38.971
51.936
43.927
43.485
45.023
16%
Heimild: Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
Auknar álögur geta hæglega gert út af við greinina „Greining á vestfirsku atvinnulífi leiðir í ljós að vægi sjávarútvegsins í fjórðungnum er rúmlega 50 % ef miðað er við tekjur einstakra atvinnugreina. Þar á eftir koma sveitarfélögin, þar er hlutfallið um fimmtungur,“ segir Neil Shiran K. Þórisson hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Gögnin byggjast á skattframtölum fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga, svo og Ríkisreikningi. „Þessar tölur sýna að Vestfirðingar standa og falla með sjávarútvegi, það er alveg ljóst. Það ætti því að vera kappsmál okkar að hlúa að atvinnugreininni eins vel og við getum og vernda hana. Ef sjávarútvegurinn nær ekki að vaxa og dafna er hætta á enn frekari fólksfækkun á Vestfjörðum, hagsmunirnir eru því gríðarlegir.“ Shiran segir að sjávarútvegurinn sé sú grein sem skili mestri EBITA, eða hagnaði fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir. „Afkoman er hins vegar neikvæð og rauðu ljósin blikka þegar horft er á samhengi eigna og skulda. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til bankahrunsins og ég spyr mig hvort fyrirtækin komi til með að ráða við stökkbreytinguna sem varð í kjölfar hrunsins. Það sem sker vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki frá sambærilegum fyrirtækjum í öðrum landshlutum er að þau vestfirsku geta í mjög tak-
mörkuðu mæli gert út á uppsjávarfisk, mokað upp peningum eins og einhver komst að orði. Fjarlægðin frá helstu mörkuðum gerir greininni líka erfitt fyrir. Auknar álögur geta hæglega gert út af við greinina. Í umræðunni um sókn þarf að huga að vörn, hverng verja skuli hagsmuni Vestfirðinga og atvinnulífið í fjórðungnum fyrir frekari áföllum.“
Þróunar- og framleiðslustjóri Kerecis á Ísafirði:
Möguleikar á nýtingu sjávarfangs
Flytjum allt fyrir þig til og frá Snæfellsnesi
Karl Eskil Pálsson skrifar: karl.eskil@goggur.is
Flytjum allt fyrir þig til og frá Snæfellsnesi Sólvellir 7 • 350 Grundarfirði • 430 8100
Starfssemi Kerecis á Ísafirði hófst árið 2009 með tilraunaframleiðsla á húðlækninga- og ígræðsluefnum úr þorskroði til notkunar í klínískum prófunum fyrirtækisins. Prófunum á fyrstu vörum fyrirtækisins lauk fyrr á þessum ári með góðum árangri. Í kjölfar jákvæðra prófunarniðurstaðna á vörunum var sérhannað framleiðslurými innréttað á Ísafirði sem er hið eina sinnar Gísladóttir þróunar- og framleiðslustjóri segir að með því að nota Sólvellir 7 uppfyllir • 350 Grundarfirði • 430 8100 tegundar á Íslandi og m.a. » Dóra Hlín „GMP“ kröfur Bandaríska matvæla- eldisþorsk verður allur rekjanleiki einfaldari svo dæmi sé tekið, slíkt og lyfjaeftirlitsins og Evrópusam- hjálpar mikið til við alla vottun sem er nauðsynleg. bandsins.Dóra Hlín Gísladóttir þróunar- og framleiðslustjóri segir að ir heitinu MariCell. Þetta eru krem gert hæft til frekari framleiðslu.. í þessum mánuði hafi fyrsta fram- sem ætluð eru til meðhöndlunar á „Við viljum nota eldisþorsk, það leiðslan sem ætluð er til sölu litið ofurþurrum- og sprungnum fótum er val en ekki nauðsyn. Með því að dagsins ljós. og svo rakakrem fyrir húð með ein- nota slíkt hráefni verður allur rekj„Um er að ræða tvær tegundir af kenni psoríasis. Síðar í vetur kem- anleiki einfaldari svo dæmi sé tekið, kremum, sem framleiddar eru und- ur svo á markað krem sem ætlað slíkt hjálpar mikið til við alla vottun er fólki með exem. Án efa bætast sem er nauðsynleg. Samstarfið við svo fleiri tegundir við í framtíðinni. Hraðfrystihúsið Gunnvöru og KlofnKremin verða í upphafi seld hjá fóta- ing hefur verið afar ánægjulegt ég aðgerðafræðingum, hjá Lyfju og í er sannfærð um starfsemi Kerecis völdum apótekum víðsvegar um á Ísafirði á eftir að verða farsæl fyrlandið. Sala á erlendum mörkuðum ir hluthafa og bæjarfélagið.“ Starfshefst svo væntnlega í byrjun næsta menn Kerecis á Ísafirði eru í dag fjórárs.“ ir og verður þeim fjölgað á næstunni. n Ásafl hefur gott úrval af vélum, Kerecis hefur undanfarin ár einn- Þegar fram líða stundir eru bundnar rafstöðvum og öðrum búnaði fyrir ig unnið að þróun sérstaks sárastoð- vorir við að starfsmenn verði um um báta og stærri skip. Persónuleg efnis til meðhöndlunar á sköðuðum fimmtán. vef. Varan heitir MariGen og er um „Fyrir vestan er víðtæk þekking þjónusta, snögg og góð afgreiðsla að ræða tvær tegundir; MariGen á sviði sjávarútvegs og úrvinnslu ásmat hagstæðum verðum gerir öll Wound fyrir þrálát sár og MariGen hráefnis, þannig að í mínum huga viðskipti við Ásafl ánægjuleg. Okkar Surgical sem er ígræðsluefni fyrir eru miklir möguleikar á frekari nýthelstu vörumerki eru Isuzu, Doosan, kviðslitsaðgerðir. Stefnt er að sala ingu sjávarfangs. Ég hvet því VestFPT, Westerbeke, Helac, Hidrostal, á MariGen Wound hefjist í Evrópu á firðinga til að huga sérstaklega að Hung Pump, Tides Marine, Halyard, næsta ári og með haustinu í Banda- enn frekari nýtingu. Kerecis er gott ZF, BT-Marine, Ambassador Marine, ríkjunum. Hráefnið í lækningavörur dæmi um hvernig hægt er að nýta Kerecis er aðallega roð af eldisþorski sjávarafurðir, með verksmiðjunni Marsili Aldo, San Giorgi, Guidi, frá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru , skapast ný störf fyrir bæði faglærða Wesmar, Isoflex ofl ofl. sem meðhöndlað er af Klofningi og og ófaglærða starfsmenn.“
Ráðgjöf – sala – þjónusta
þig snesi
2
Fíton / SÍA
Eimskipafélag Íslands óskar landsmönnum gleðilegra jóla Dettifoss í Sundahöfn
Gleðileg jól
4
desember 2011
útvegsblaðið
Hugsanlegar leiðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis:
Orkugjafar skipa verði umhverfisvænni Karl Eskil Pálsson skrifar:
» „Þróuð hafa verið hin ýmsu orkusparnaðarkerfi sem geta gefið um 5- 10 % olíusparnað með því að vakta og greina eldsneytisnotkunina.“
karl.eskil@goggur.is
HNOTSKÓGUR grafísk hönnun
Íslenski fiskiskipaflotinn notar um 200 þúsund tonn af olíu á ári og svo til öll skip hér nota jarðdísilolíu sem orkugjafa. Verkefnisstjórn Grænu orkunnar – vistorku í samgöngumer ætlað að vinna að stefnu stjórnvalda í orkuskiptum í samgöngum samhliða því að gera tillögur að regluverki og þess lagasamma sem þyrfti breytinga við. Verkefnisstjórnin hefur sent frá sér ítarlega skýrslu, þar sem bent er á hugsanlegar leiðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Karl Eskil Pálsson rýndi í skýrsluna, þar sem bent er á mögulegar leiðir þegar fiskiskipaflotinn er annars vegar. Stærsti hluti olíunotkunar landsmanna fer til samgangna á landi, eða 37,5%. Þar á eftir koma fiskiskipin, hlutfallið var 24,8% árið 2010. Olíunotkun íslenska skipaflotans er áætluð um þriðjungur af heildarorlíunotkun í samgöngum hérlendis. Spáð er að á næstu tíu árum muni olíunotkun íslenskra fiskiskipa verða svipuð og nú eða í kringum 200 þúsund tonn af dísilolíu á ári. Hvað varðar spár um fjarlægari framtíð er áætlað að aukin notkun eldsneytis fiskiskipaflotans felist í notkun á öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti, t.d. lífdísil. Í eldsneytisspá Orkuspárnefndar er því gert ráð fyrir að endurnýjanlegir og umhverfisvænir orkugjafar muni koma í auknum mæli í stað
jarðefnadísils í fiskiskipum í náinni framtíð. Í skýrslu verkefnisnefndarinnar er bent á ýmsar leiðir til orkusparnaðar skipaflotans:
Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands... ...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Til að hreinsa smurolíugufun frá sveifarhúsi aðalvéla og hreinsun á afgasi aðalvéla skipa hafa hér á landi verið þróaðar aðferðir með ýmiss konar tæknibúnaði, sem getur sparað allt að 50 til 70% notkun á smurolíu og síað út um 20–50% af eitruðum lofttegundum sem annars fara út í andrúmsloftið. Orkusparnaðarkerfi: „Þróuð hafa verið hin ýmsu orkusparnaðarkerfi sem geta gefið um 510 % olíusparnað með því að vakta og greina eldsneytisnotkunina.“ Orkusparnaðarleiðir: „Breyting á veiðiaðferð fiskiskipa yfir í orkugrönn veiðarfæri geta auðveldlega sparað allt að 30% í brennsluolíumagni.“ Búnaður til umhverfisverndar „Til að hreinsa smurolíugufun frá
VM óskar lesendum Útvegsblaðsins gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
VM�FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA
Stó r h ö fð a 2 5 - 1 1 0 Rey k j av í k - 5 7 5 9 8 0 0 - w w w. v m . i s
sveifarhúsi aðalvéla og hreinsun á afgasi aðalvéla skipa hafa hér á landi verið þróaðar aðferðir með ýmiss konar tæknibúnaði, sem getur sparað allt að 50 til 70% notkun á smurolíu og síað út um 20–50% af eitruðum lofttegundum sem annars fara út í andrúmsloftið.“ Landtenging „Stór skip sem taka hafnir á Íslandi nota að miklu leyti ljósavélar þegar þau dvelja í höfn. Útblástur vélanna veldur mengun sem koma má í veg fyrir með því að tengja skipin við landrafmagn. Landtenging á rafmagni um borð í skip sem dvelja í höfn ætti hér á landi að vera kappsmál bæði fyrir útgerðir og hafnir því landtengingin sparar orku fyrir skipin og eykur tekjur af raforkusölu hafnarinnar.“ Glatvarmi „Rannsóknir eru þegar hafnar þar sem skoðaðir eru möguleikar á að auka orkunýtingu um borð í skipum með nýtingu svonefnds glatvarma þar sem hiti frá afgasi eða kælivatni er notaður til að framleiða rafmagn. Rafmagnið er síðan keyrt inn á öxul aðalvélar eða nýtt að öðru leyti sem viðbótarrafmagn inn á net skipsins. Nokkrar aðferðir til nýtingar glatvarma hafa verið skoðaðar, meðal annars notkun hitamismunar kælivatns eða afgass til að knýja túrbínu sem framleiðir rafmagn.“ Framtíðin Í skýrslu verkefnisstjórnarinnar segir að helstu orkugjafar skipa í framtíðinni verði jarðdísill (dísilolía),
GRÆNA ORKAN Græna orkan er heiti á klasasamstarfi um orkuskipti sem miðar að því að auka hlut visthæfra innlendra orkugjafa í samgöngum á kostnað innflutts kolefnaeldsneytis. Verkefnisstjórn Grænu orkunnar hvetur alla sem vinna að verkefnum tengdum orkuskiptum í samgöngum eða visthæfum innlendum orkugjöfum að skrá sig til samstarfs í klasanum og fá sendar upplýsingar um næstu skref og viðburði.
svartolía, bíódísill, vetni, etanól og jurtaolía. Ekki skuli útiloka vindorku (segl) og jafnvel raforku. Jarðdísill verði væntanlega aðaleldneytisgjafi aðalvéla skipa á næstu árum. „Endurnýjanlegir og umhverfisvænir orkugjafar eins og bíódísill (lífdísill), sem er fullkomlega sambærilegur við dísilolíu hvað varðar gæði og orkugetu, ætti í náinni framtíð að hafa alla burði til að koma meira inn í stað jarðdísils sem orkugjafi skipa. Þróun annarra orkugjafa er skemmra á veg komin en þeir munu í framtíðinni eflaust geta skipt máli sem valkostur,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á að almennt sé talið að miklir möguleikar séu fólgnir í því að breyta eldsneytisnotkun skipa þannig að þau noti aðeins bíódísil eða annað lífrænt eldsneyti í stað skipagasolíu eða svartolíu. „Ef notað yrði lífrænt eldsneyti á skip þarf litlar breytingar á aðalvél þeirra ef miðað er við keyrslu á svartolíu eða skipagasolíu. Helstu orkugjafar sem hér koma til greina eru bíódísill, efnaeldsneyti eins og BtL (Biomass to Liquid) og DME-dísill (demethyleter). Brýnt er að skoða kostnarliði þess að breyta aðalvélum skipa þannig að þær geti notað endurnýjanlega og umhverfisvæna orkugjafa.“ Verkefnisstjórnin segir jafnframt nauðsynlegt að undirbúa sem fyrst og af kostgæfni notkun lífdísils á aðalvélar íslenskra skipa með hagkvæmni og umhverfislegan ávinning að leiðarljósi. Einnig þurfi að skoða mögulega hvata í því sambandi.
Erlendur Arnaldsson framleiðslustjóri UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA
100.000 pakkningar sem auka verðmæti sjávarafurða
Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Prentun frá A til Ö
6
desember 2011
útvegsblaðið
Vöruþróun í síld mikilvæg:
» „Vörumerkið Boy var lítið þekkt í byrjun en með því að bjóða ætíð upp á góða síld, á hagstæðu verði, með markvissum kynningum og stöðugri vöruþróun, hefur það smám saman náð hylli neytenda,“ segir Guðmundur Stefánsson, vöruþróunarstjóri Fram Foods.
Íslensk síld eftirsótt í Finnlandi Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Við kaupum alla lifur úr þorski og ufsa hvarvetna á landinu Útvegum sérstök lifrarkör, einnig má nota fiskmarkaðskör sem í eru settir stórir plastpokar
Kaupum einnig bolfiskhausa og hryggi Allar nánari upplýsingar er að finna á www.lysi.is/Starfsemin/Lifrarsofnun/ eða hjá Sigurði Garðarssyni S: 897 8279 og Kjartani Ólafssyni S: 822 8110
www.lysi.is
Kraftvélar, umboðsaðili fyrir Toyota lyftara á Íslandi, óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is
Íslenska matvælafyrirtækið Fram Foods rekur verksmiðjur í Reykjanesbæ, Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi. Þar framleiðir fyrirtækið matvæli undir eigin vörumerkjum og vörumerkjum erlendra stórmarkaða. Vörur Fram Foods má finna í Frakklandi, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, en í því síðastnefnda hafa síldarvörur þess náð miklum vinsældum. Síldin einn helsti sendiherra Íslands Fram Foods rekur sérhæfða síldarverksmiðju í Finnlandi undir nafninu Boyfood. Þar framleiðir fyrirtækið niðurlagða síld í glerkrukkum og fötum, og síld í lofttæmdum umbúðum. Langstærsta vörumerki Boyfood nefnist Boy, en það merki er markaðsleiðandi á finnska smásölumarkaðnum þegar kemur að síld. Alls er markaðshlutdeild Boyfood í Finnlandi um 60%. Til marks um velgengni Boyfood má nefna að heildarvelta þess var 16,7 milljónir evra, eða um 2,7 milljarðar íslenskra króna árið 2010. „Boyfood er gamalgróið fyrirtæki staðsett rétt utan við Turku í suðvesturhluta Finnlands, á svæði sem Finnar tengja við síld, og á sér því sérstakan stað í hugum finnskra neytenda. Við höfum meðvitað ræktað þá hefð, m.a. með því að taka fyrstu síldina inn að vori við höfnina þar sem verksmiðjan er. Þá hefur fólk gjarnan komið til að fylgjast með og fá að smakka síldina beint úr tunnu. Í fyrra var svo opnað síldarminjasafn við hlið verksmiðjunnar sem hefur hlotið góðar viðtökur. Vörumerkið Boy var lítið þekkt í byrjun en með því að bjóða ætíð upp á góða síld, á hagstæðu verði, með markvissum kynningum og stöðugri vöruþróun, hefur það smám saman náð hylli neytenda,“ segir Guðmundur Stefánsson, vöruþróunarstjóri Fram Foods. „Boyfood hefur notað mikið af íslenskri saltsíld og hún er vel kynnt í Finnlandi. Þar kallast hún „islannin silli“. Eitt helsta vandamál okkar er hins vegar að of lítið af íslenskri síld fer í söltun og því fáum við ekki það magn sem við vildum. Einungis einn aðili er að salta síld á Íslandi í dag og það sem við fáum frá honum er bara lítill hluti af okkar þörf. Þetta er bagalegt því einn af helstu sendiherrum Íslands í Finnlandi er íslenska síldin,“ segir Guðmundur. Vöruþróun og yngri neytendur Að sögn Guðmundar er markaður fyrir niðurlagða síld í Skandinavíu rótgróinn. Hann segir mikilvægt fyrir matvælafyrirtæki að sinna vöruþróun svo þau dragist ekki aftur úr. „Vöruþróun á Boy merkinu hefur skilað sér í aukinni sölu og nýjum hópi viðskiptavina. Mikið af sölu
Boyfood hefur notað mikið af íslenskri saltsíld og hún er vel kynnt í Finnlandi. Þar kallast hún „islannin silli“. Eitt helsta vandamál okkar er hins vegar að of lítið af íslenskri síld fer í söltun og því fáum við ekki það magn sem við vildum. Einungis einn aðili er að salta síld á Íslandi í dag og það sem við fáum frá honum er bara lítill hluti af okkar þörf. Guðmundur Stefánsson vöruþróunarstjóri Fram Foods.
Boy síldarinnar hefur verið í stórum einingum (500-600g glerkrukkum) en slíkar einingar henta þeim sem borða mikið af síld. Með því að þróa nýjar síldarafurðir, í smærri einingum og í fjölbreyttum sósum, erum við að ná meira til yngri neytenda. Yngri kynslóðirnar skipa nú stærri sess í hópi neytenda Boy síldarinnar.“ Guðmundur segir langt og strangt ferli á bakvið hverja nýja vörutegund sem fer á markað. Að jafnaði tekur um 6-9 mánuði að koma nýrri vöru af hugmyndastigi og inn á markaðinn. Þekking á síldarsöltun enn til staðar Aðspurður um möguleikana á því að framleiða þessar vörur hér á landi bendir Guðmundur á ýmsar staðreyndir sem torvelda útflutningi á síld. „Tollar á fullunna síld inn á Skandinavíumarkað eru háir og flutningskostnaður til og frá landinu er hár. Takmörkuð hefð er fyrir fullvinnslu hér á landi og lítil þekking á þörfum erlendra neytendamarkaða. Því er það mín skoðun að það sé hagkvæmara að framleiða nær markaðnum, en við þurfum að sama skapi að horfa til þess hvað sé hægt að gera hér á landi til að koma vörunni nær mörkuðum Skandinavíu. Hér er þekking á síldarsöltun enn til staðar og íslensk síld er enn þekkt í þessum löndum. Við þurfum að nýta þessa sérstöðu okkar.“
E N N E M M / S Í A / N M 4 1 3 74
> Yfir sjó og land Samskip óska sjómönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Við þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða og vonum að 2012 verði ykkur gjöfult og gott.
Together we make it happen www.samskip.com
8
desember 2011
útvegsblaðið
» Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, lengst til hægri, á nýlegum blaðamannafundi um stöðuna í aðildarviðræðunum.
fréttaskýring
Íslenskur sjávarútvegur og aðildarviðræður við Evrópusambandið:
Styttist í samningaviðræður Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Samningskaflinn um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verður tekinn fyrir á komandi ári. Ljóst er að erfitt verður að ná samkomulagi í þeim málaflokki þar sem hin sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB er talsverst ólík sjávarútvegsstefnu okkar Íslendinga. Haraldur Guðmundsson blaðamaður, tók saman helstu atriði er varða » Kolbeinn endurskoðun á sjávarútÁrnason vegsstefnu ESB og stöðuna á viðræðum íslenska samningshópsins um sjávarútvegsmál við sambandið. Endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB Á sama tíma og Íslendingar eiga í samningaviðræðum um aðild að Evrópusambandinu (ESB) er unnið að gagngerum breytingum á sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB. Vorið 2009 gaf framkvæmdastjórn ESB út Grænbók um stöðu sjávarútvegsmála, einskonar stefnumótandi skýrslu sem lögð var fram til að hvetja til umræðu, þar sem finna mátti harða gagnrýni á núverandi sjávarútvegsstefnu sambandsins. Þar segir framkvæmdastjórnin gagngerar breytingar á núverandi stefnu nauðsynlegar til að bæta úr ágöllum hennar. Íslensk stjórnvöld fengu í upphafi árs 2010 tækifæri til að leggja fram athugasemdir við það sem fram kom í Grænbókinni. Þá sögðust íslensk stjórnvöld vera sammála framkvæmdastjórn ESB um að nauðsynlegt væri að fara í breytingar á núverandi stefnu. Stjórnvöld nýttu þar tækifærið og undirstrikuðu nauðsyn þess að ESB afnemi brottkast og innleiði enn frekar sjálfbærar veiðar eftir vísindalegri ráðgjöf. Þann 13. júlí s.l. sendi framkvæmdastjórn ESB síðan frá sér fréttatilkynningu þar sem farið var yfir áætlaða endurskoðun á sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni. Þar kemur fram að núverandi stefna hafi verið harðlega gagnrýnd af aðildarríkjum, sérfræðingum, frjálsum félagasamtökum og samsteypuþrýstihópum. Hennar helstu ókostir eru sagðir vera háir ríkisstyrkir, brottkast, ofveiði, miðstýring, risavaxnir flotar og skortur á sérfræðiþekkingu. Endurskoðunin mun að sögn ESB miða að því að einfalda og nú-
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík: „Þessari spurningu, hvort íslenskum sjávarútvegi sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan, er ekki hægt að svara afdráttarlaust fyrr en aðildarsamningurinn liggur fyrir. Umræðan hefur einkennst talsvert af neikvæðum upphrópunum, minna hefur verið um ígrundaða rökræðu. Þar af leiðandi hefur lítið verið fjallað um þau álitaefni sem eru til staðar. Við heyrum til dæmis yfirlýsingar um að samhliða aðild tapist yfirráð okkar á auðlindinni, án þess að skilgreint sé nánar hvað yfirráð þýða í raun og veru og hvernig stjórnun fiskveiða verði háttað. Látið er að því liggja að hingað komi erlendir fiskimenn og erlendar útgerðir í kjölfar aðildar. Samkvæmt lögum og reglum ESB er úthlutað veiðiheimilum í einstaka stofna samkvæmt sögulegri veiðireynslu og útlendingar hafa ekki veiðireynslu í staðbundnum stofnum í íslenskri lögsögu á viðmiðunartímanum. Auk þess eru til staðar heimildir til að gera kröfur um efnahagsleg tengsl útgerða við landið. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum álitamálum sem lítið hafa verið greind. Við eigum að taka efnislega og yfirvegaða afstöðu á grundvelli þess sem aðildarviðræðurnar skila okkur. Í því hagsmunamati sem þá á sér stað þarf að hafa í huga allt rekstrarumhverfi og framtíðarmöguleika sjávarútvegsins.“
tímavæða sjávarútvegsstefnuna, þar sem sjálfbærni og arðbærari fiskveiðar verða höfð að leiðarljósi. Enn á þó eftir að koma í ljós hvernig þessar breytingartillögur verða útfærðar og endanleg niðurstaða fæst að öllum líkindum ekki fyrr en við upphaf árs 2013. Erfitt er að sjá fyrir hvernig fyriráætlaðar breytingar munu samræmast áherslum íslenskra stjórnvalda í samningaviðræðum við ESB. Eitt er þó ljóst, að ef bróðurpartur þeirra breytingartillaga sem nú eru á borðinu verða að veruleika, mun fiskveiðistjórnun ESB þokast nær fiskveiðistjórnun okkar Íslendinga. Samningaviðræður ekki hafnar Kolbeinn Árnason, formaður samningshópsins um sjávarútvegsmál við ESB, hélt nýverið
Jón Gunnarsson alþingismaður:
Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra:
„Ég tel að íslenskum sjávarútvegi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Með inngöngu í sambandið missum við forræði yfir sjálfstæðri ákvarðanatöku varðandi mikilvæga þætti í stjórnun fiskveiða. Ákvarðanir um veiðar úr mismunandi nytjastofnum verða í hættu og svipaða sögu er að segja um samningaviðræður um mismunandi deilistofna. Hvalveiðar eru þjóðinni mikilvægar að mínu viti, en ljóst er að Evrópusambandið mun ekki heimila sínum aðildarþjóðum að stunda slíkar veiðar. Þá nefni ég einnig að mjög líklegt verður að teljast að einstaka lönd sambandsins óski í framtíðinni eftir því að fá að veiða í íslenskri lögsögu og sömuleiðis er líklegt að lögð verði fram krafa einstakra þjóða um að geta fjárfest frekar í íslenskum sjávarútvegi en leyfilegt er í dag samkvæmt lögum,“ segir Jón Gunnarsson, alþingismaður.
„Um þriðjungur af verðmæti sjávaraflans fæst úr svonefndum deilistofnum sem flakka frá einu landi til annars. Hingað til hafa Íslendingar haft samningsrétt við önnur ríki, svo og ESB, um veiðar úr þessum stofnum. Við ESB-aðild myndu Íslendingar framselja það vald til yfirstjórnar ESB. Það er grundvallarregla hjá ESB, sbr. stjórnarskrá sambandsins, að stofnanir þess hafa „úrslitavald um varðveislu lífríkis sjávarauðlinda í samræmi við sameiginlegu fiskveiðistefnuna.“ Allt tal um að Íslendingar geti fengið varanlega undanþágu frá þessari meginreglu er ábyrgðarlaus áróður. Mörg aðildarríki hafa sótt það fast en aðeins fengið tíma-bundna aðlögun. Lögsaga Íslendinga yfir auðlindum sjávar umhverfis landið er sjö sinnum stærri en landið sjálft. ESB fengi úrslitavald um hámarksafla, veiðitegundir, veiðisvæði og veiðitíma. Reglum um „hlutfallslegan stöðugleika“ (hliðsjón af veiðireynslu) getur meirihluti ráðherraráðsins breytt þegar henta þykir og er það einmitt nú til umræðu. Rétti komandi kynslóða til fiskimiðanna yrði því stefnt í mikla hættu með aðild að ESB.“
Ísland yrði jafnframt stærsta fiskveiðiríkið innan ESB, með tæpan þriðjung af heildarafla þess. erindi hjá Viðskiptaráði Íslands um stöðuna í viðræðum um sjávarútvegsmál við ESB. Þar kom fram að kaflinn um sjávarútvegsmál hefur ekki enn verið opnaður og eiginlegar samningaviðræður því ekki hafnar. Samningshópurinn hefur hins vegar hitt framkvæmdastjórn ESB á svokölluðum rýnifundum um sjávarútvegsmál. Á rýnifundunum var gerður grófur samanburður á löggjöf Íslands og ESB á sviði sjávarútvegs. Þar hefur íslenska samninganefndin lýst áherslum og fyrirvörum Íslands, sem byggja á samþykkt meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis frá árinu 2009. Samþykktin telur upp ýmis mikilvæg atriði sem fylgja á eftir í aðildarviðræðum til að vernda meginhagsmuni landsins. Þar er meðal annars rætt mikilvægi þess; að stjórn veiða innan lögsögu landsins verði á forræði Íslendinga, að aflaheimildum verði skipt eftir ráðgjöf íslenskra vísindamanna, að fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi verði takmarkaðar og
að Íslendingar hafi greiða aðkomu að mótun sjávarútvegsstefnu ESB. Að sögn Kolbeins er rýnivinnunni nú lokið og beðið er eftir skýrslu ESB um niðurstöðu hennar. Rýnifundirnir hafa að hans sögn sýnt hinn mikla mun sem er á milli reglna sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB og reglna hér á landi. Sérstaða Íslands og næstu skref Kolbeinn gerði sérstöðu Íslands að sérstöku umfjöllunarefni í erindi sínu. Hann benti á að í engu aðildarríki ESB er sjávarútvegur jafn þjóðhagslega mikilvægur og á Íslandi. Ísland yrði jafnframt stærsta fiskveiðiríkið innan ESB, með tæpan þriðjung af heildarafla þess. Að hans mati gefa þessar staðreyndir Íslendingum aukinn styrk í yfirstandandi aðildarviðræðum. Að auki fór Kolbeinn yfir góðan árangur Íslendinga við stjórnun fiskveiða og þá staðreynd að efnahagslögsaga okkar er afskekkt og liggur ekki að öðrum. Framhald á næstu síðu
Frá veiðum til neytanda
Lausnin er hjá okkur Marel óskar lesendum Útvegsblaðsins gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári! Við þökkum íslenskum framleiðendum farsælt samstarf á liðnu ári.
Kynntu þér nánar lausnir okkar á www.marel.is
10
desember 2011
útvegsblaðið
» Erfitt er að sjá fyrir hvernig fyriráætlaðar breytingar munu samræmast áherslum íslenskra stjórnvalda í samningaviðræðum við ESB.
Kristján L. Möller, alþingismaður: „Hvort sjávarútvegi sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan er erfitt að svara á þessum tímapunkti, reyndar er ómögulegt að gefa afdráttarlaust svar. Í mínum huga er mikilvægast að aðildarviðræðurnar við ESB haldi áfram, þegar samningur liggur á borðinu verður væntanlega hægt að mynda sér skoðun á málinu. Markmiðið er auðvitað að tryggja eins góðan samning og kostur er í samræmi við meginhagsmuni Íslands. Þjóðin á síðan að kjósa um væntanlegan samning, íbúum landsins er best treystandi til að taka ákvörðun í svo stóru máli. Sjávarútvegsstefna sambandsins er nú í endurskoðun og ég tel að Ísland geti haft mikil áhrif á þá stefnu, enda horfa núverandi aðildarþjóðir mjög til okkar þegar sjávarútvegur er annars vegar. Því er gjarnan haldið fram að Ísland missi fullveldi sitt við aðild að ESB. Ég bendi á að Danmörk eða Bretland eru taldar fullvalda þjóðir, þrátt fyrir að hafa verið lengi í ESB. Sömu sögu er að segja um Svíþjóð og Finnland. Þá bendi ég líka á að innan Evrópusambandsins byggist úthlutun veiðiheimilda á veiðireynslu árin fyrir aðild. Ekkert ríkja ESB hefur veiðireynslu á miðunum umhverfis Ísland undanfarna þrjá áratugi.“
Hann benti einnig á að ein sterkustu rök ESB fyrir sameiginlegri sjávarútvegsstefnu; þau að fiskistofnar gangi á milli fiskveiðilögsögu aðildarríkja, eiga ekki við hér á landi þar sem langflestir fiskistofnar okkar eru staðbundnir eða sameiginlegir með lögsögu ríkja utan ESB.
Í máli Kolbeins kom augljóslega fram að vinna samningshópsins byggir á því að Ísland hafi náð betri árangri í sjávarútvegsmálum en ESB. Endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB mun að hans mati ekki geta leyst úr öllum sérmálum Íslands. Því mun þurfa sérstakar lausnir í aðildarsamningi ef Ís-
land á að ganga inn. Að lokum fór Kolbeinn stuttlega yfir næstu skref í aðildarviðræðunum. Hin fyrrnefnda skýrsla úr rýnivinnunni verður væntanlega fáanleg við upphaf næsta árs, en þá verður hægt að móta endanleg samningsmarkmið Íslands. Búist er við að samningskaflinn um sjávarútvegs-
mál verði síðan opnaður við upphaf sumars 2012 og eiginlegar samningaviðræður geti þá hafist.
Heimildir: Heimasíða Evrópusambandsins: www.europa. eu, Heimasíða Evrópuvefsins. www.evropuvefur.is
Egersund Island ehf. óskar útgerðar- og sjómönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum fyrir viðskiptin og samstarfið á árinu sem er að líða.
fRÍVAKTIN Fylgirit Útvegsblaðsins desember 2011
Daði Þorsteinsson:
Duglegir strákar „Þetta eru duglegir og jákvæðir strákar og stemmingin um borð er mjög góð. Hér eru menn búnir að skreyta jólatré og setja upp jólaseríur, og kokkurinn eldar ofan í okkur hangikjöt og kalkún,“ segir Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni SU 11. Aðspurður segist hann eyða um átta mánuðum á ári úti á sjó, og viðurkennir að tíð fjarvera sín fái dræmar undirtektir hjá fjölskyldunni. »16
12
desember 2011
fRÍVAKTIN
Sjómenn og álagsmeiðsl Góð ráð frá sjúkraþjálfara:
Á
lagsmeiðsl fylgja oft störfum á sjó. Til að fyrirbyggja slík meiðsl er nauðsynlegt fyrir sjómenn að vera vel upplýstir um ráðleggingar fagmanna. Útvegsblaðið setti sig í samband við Ásdísi Árnadóttur, sjúkraþjálfara hjá Afl sjúkraþjálfun, og fékk ráðleggingar um hvernig fyrirbyggja má álagsmeiðsl. Hún bendir á margvíslegar leiðir að bættri líðan, en segir jafnframt að þrátt fyrir leiðbeiningar og handleiðslu fagfólks sé það á endanum hver og einn sem beri ábyrgð á eigin heilsu. Hvers konar álagsmeiðsl eiga sjómenn helst hættu á að fá? „Það fer eftir því hvers konar starfi viðkomandi sinnir. Ef menn eru að bogra við vinnu sína, eða lyfta hlutum í slæmri stöðu, er viðbúið að verkir komi fram í baki. Slæmar stöður og beiting geta einnig orðið til þess að menn fái útbungun/brjósklos í bak, sem getur verið mjög sársaukafullt og tekið tíma að jafna sig. Í því sambandi er sérlega varasamt að bogra og snúa upp á sig á sama tíma. Ef menn eru með hálsinn í slæmri stöðu er líklegt að álagseinkenni komi þá fram. Þar geta verkir geta komið í mjúkvefi, en einnig getur brjósklos orðið í hálsi líkt og í baki. Verkir tengdir brjósklosi leiða gjarnan niður útlimi og geta verið mjög sárir. Þeir sem vinna einhæfar hreyfingar með handleggjunum eiga á
hættu að fá álagseinkenni í axlir, en einkenni geta líka komið fram í olnbogum eða úlnliðum. Að vera stöðugt á vaggandi undirlagi eins og sjó veldur því að líkaminn þarf að vera spenntari en ella til að bregðast við breyttri stöðu. Veltingurinn er þó mismikill og væntanlega skiptir stærð og gerð skipa þar miklu máli. Það má þó búast við því að aukinn stífleiki/eymsli komi fram í vöðvum neðri útlima og bols, og þreyta í kringum hné,“ segir hún. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir slík álagsmeiðsl? „Fræðsla við sjómenn er algjört lykilatriði. Þeir þurfa að fá fræðsluna áður en einkenni koma fram og gera ekki þau mistök að þjösnast áfram í slæmri líkamsbeitingu, þó þeir sé ungir og hraustir. Öll viljum við vera vel á okkur komin og verkjalaus, en það segir sig sjálft að ef við ætlum okkur að halda skrokknum í góðu formi þá verðum við að hugsa um hvernig við notum hann og fá leiðbeiningar ef þess þarf. Það er mikilvægt að það sem unnið er með sé í réttri hæð, svo forðast megi slæma stöðu á baki og hálsi. Einnig er aukið álag fyrir bakvöðva og axlir ef viðfangsefnið er of langt frá einstaklingnum, þá er vogararmurinn orðinn langur og álagið á líkamann meira fyrir vik-
ið. Einnig er gott að hafa í huga að forðast síspennu í vöðvum. Vöðvar vinna vel þegar þeir spenna og slaka til skiptis, en ef þeim er haldið í stöðugri spennu þá verður fólk stíft og ómögulegt, eins og gjarnan gerist í hálsi og herðum. Til þess að losa um stífa vöðva er tilvalið að nota svokallaðar frauðrúllur (e. foam rolls), sem njóta sífellt meiri vinsælda. Rúllurnar eru notaðar með þeim hætti að fólk setur líkamann á rúlluna, t.d. aftanvert læri, og rúllar sér fram og til baka. Þetta losar um hnúta og eymsli í vöðvum og er einnig talið mýkja upp bandvef. Best er að leita að aumu punktunum og rúlla ofan í þá. Einnig má nota rúlluna til að liðka brjóstbakið. Rúllurnar eru einfaldar í notkun og það væri tilvalið að hafa þær um borð í skipum,“ segir Ásdís. Hvað eiga sjómenn að gera ef þeir finna fyrir verkjum í baki eða hnjám? „Ekki leiða hlutina hjá sér heldur leita strax til læknis eða sjúkraþjálfara og fá ráðleggingar. Það er alltaf betra að grípa strax í taumana heldur en leyfa ástandinu að versna smám saman. Það er því miður algengt að fólk leiti sér ekki aðstoðar fyrr en það er orðið mjög slæmt. Þegar kemur að bakverkjum
geta bakbelti nýst mönnum sem stuðningur, en það kemur ekki í staðinn fyrir fræðslu og rétta líkamsbeitingu. En það getur vissulega nýst í sumum tilfellum.“ Mælirðu með því að sjómenn stundi almenna hreyfingu til að vinna gegn mögulegum álagsmeiðslum? „Já, tvímælalaust. Regluleg og góð hreyfing hefur mikið að segja varðandi líðan fólks. Ef hreyfingaraðstaða er um borð er tilvalið að nýta sér hana, sérstaklega þeir sem eru á lengri siglingum. En ekki er síður mikilvægt að nýta vel tímann í landi.“ Hvaða úrræði bjóða sjúkraþjálfarar upp á? „Sjúkraþjálfarar greina vandann, vinna á einkennum og finna leiðir til úrlausnar. Rétt fræðsla til fólks er það sem skiptir mestu máli til lengri tíma. Með því getur hver og einn dregið úr álagi og þannig verndað sinn skrokk. Ég ráðlegg fólki að setja sig í samband við sjúkraþjálfara og fá ráðleggingar varðandi æfingar og hreyfingu, og hvað það getur gert sjálft til að hafa áhrif á sína líðan. Það þýðir ekki að dæma sjálfan sig úr leik, heldur þarf að leita leiða til að hafa áhrif á ástandið til betri vegar. Þó það sé ekki hægt að laga allt, þá er í flestum tilfellum hægt að hafa áhrif í rétta átt. Hugsaðu vel um skrokkinn þinn, það gerir það enginn fyrir þig,“ segir Ásdís að lokum.
Vikan á Aðalsteinn Jónsson SU 11: 16/12 2011 n „Dömur mínar og herrar, Þá er það staðfest síldveiðum Aðalsteins Jónssonar SU-11 er lokið þetta árið. Erum lagðir að stað í land með það sem fróðir menn kalla mettúr. Eitthvað á 3ja sólarhring í land. Nánari komutími síðar....“ Júlíus Geirmundsson ÍS 270: 11/12 2011 n „Lagðir af stað frá Akureyri eftir stutt stopp, þar sem gert var við það sem bilað var, menn fóru í göngutúr um Akureyri og fleira....Takk fyrir Akureyri!“ Málmey SK: 14/12 2011 n „Þá er búið að landa úr mér í Reykjavíkinni og stefnan tekin á miðin aftur og reyna kýla á þetta þessa fáu daga sem eftir eru af túrnum ! :)“ Þerney Re: 13/12 2011 n „Það er rólegt á Gulleyjunni þessa stundina og nota menn tímann til að grípa í spil, tefla og ræða landsmálin...“
Guðmundur í Nesi: 15/12 2011 n „Núna er þessa dags minnst sem sorgardagsins mikla
hér um borð. Er hann Stefnir floginn burtu frá temjara sínum, eftir mikla leit um borð hefur hvorki tangur né tetur sést af honum. Svo er möguleiki að Stefnir hafi flogið sýna leið í ölæði vegna mikils berjaát (líklega mjög gerjuð ). Er það mál manna að Stefnir hafi eingöngu á sinn hátt bara verið að nota temjara sinn. Er temjarinn búinn að þiggja áfallahjálp bæði hjá nafna sínum og vinnslustjóranum, er hann svona að átta sig á þessu. Er hann undir miklu eftirliti hjá vaktfélögum sínum, komum að honum í fósturstellingum í stakkageymslunni áðan og var hann talandi um það að honum væri svo brugðið (fyndist hann hafa verið notaður). Settum saman smá stöku til virðingar við bæði fugl og temjara. FLOGINN ERTU STEFNIR MINN-SÉ ÞIG ALDREY AFTUR-VONANDI FÆRÐU AFTUR INN-ÞÚ GAMLI FYLLIRAFTUR.“
ENNEMM / SÍA / NM49313
Öruggt samband ás
Vertu í góðu jólasambandi Engin gjöf er skemmtilegri en gott samband við fjölskylduna um hátíðirnar. Þú getur notað farsímann þinn um borð og greitt sama taxta og þú gerir í landi. Komdu til okkar eða hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna hagstæðustu áskriftarleiðina.
Nánari upplýsingar um verð og skilmála á siminn.is
siminn.is
tærsta 3G netinu
14
desember 2011
fRÍVAKTIN
Sæmundur Pálsson heillaðist ungur af öllu sem snéri að sjónum:
Þrettán ára á síðutogara Sæmundur Pálsson hóf langan sjómannsferil sinn árið 1963. Þá var hann einungis þrettán ára og var ráðinn upp á hálfan hlut á síðutogara. Eftir það var ekki aftur snúið og hann vann næstu 44 ár á sjó. Síðastliðin tvö sumur hefur hann staðið fyrir vel heppnaðri hátíð síðutogarasjómanna á Akureyri. Sæmundur, eða Sæmi eins og hann er kallaður, ólst upp í Glerárþorpi á Akureyri og kynntist sjómennsku kornungur í gegnum föður sinn sem þá var sjómaður. „Ég heillaðist fljótt af öllu sem snéri að sjónum. Þegar ég var ellefu ára fór ég í mína fyrstu siglingu sem farþegi á gamla síðutogaranum Svalbaki. Tveimur árum síðar fór ég til Friðgeirs skipstjóra á Svalbaki og réð mig hjá honum. Enginn úr fjölskyldunni vissi af þeirri ákvörðun minni. Mamma saup hveljur þegar hún frétti af þessu og ætlaði að banna mér að fara. En á sjóinn fór ég og var ráðinn upp á hálfan hlut,“ segir Sæmi. Hann var því einungis þrettán ára þegar hann hóf ferill sinn sem sjómaður. Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir hræðslu eða ótta á þessum upphafsstigum sjómannsferilsins. Hann segist hins vegar hafa fundið fyrir heimþrá, og þá sérstaklega þegar hann fór fjórtán ára gamall í sinn fyrsta jólatúr. „Þá fann ég fyrir miklum söknuði. Síðan lagaðist þetta og ég var næstu fimm jól og áramót úti á sjó.“ Sæmi eyddi í heildina átta jólahátíðum úti á sjó. Hann segir góða stemmingu á meðal skipverja oft hafa deyft þann mikla söknuð sem einkenndi jólatímann um borð. „Við reyndum að gera þessa daga sem besta. Borðuðum hangikjöt og hamborgarhrygg og svo bauð útgerðin oft upp á pilsner eða bjór. En það var ekki bara á jólum sem maður fékk góðan mat. Það var alltaf góður og mikill matur á þessum skipum. Jólatúrarnir voru svakalega stórir túrar, við fiskuðum á siglingu og sigldum með aflann. Fiskurinn seldist síðan alltaf mjög vel á fyrstu dögum janúarmánaðar, og því var ekki hægt að sleppa mannskapnum í jólafrí. En þessum jólatúrum fór síðan að fækka eftir því sem ég varð eldri,“ segir hann. Lífið um borð Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu í síðasta mánuði um ömurlega meðferð á þrettán ára dreng um borð í íslensku skipi, en drengurinn þurfti að þola misnotkun af hendi eldri skipverja. Aðspurður um hvort slíkt hafi viðgengist þegar Sæmi byrjaði ungur til
» Sæmi þrettán ára gamall á leiðinni á sinn fyrsta túr með Svalbaki.
sjós segir hann slíkan hrottaskap ekki hafa þekkst. „Það voru ýmsar vígsluathafnir, þar sem menn voru „skírðir“, látnir lesa upp úr biblíunni og annað slíkt. Og stundum voru menn málaðir í framan. En það var ekkert í líkingu við þann viðbjóð sem þessi grey strákur lenti í. Ég varð gjörsamlega lamaður þegar ég heyrði af þessu máli.“ Sæmi segir aðbúnað um borð á þessum árum almennt hafa verið góðan, en margt vantað sem í dag þyki sjálfsagt. Sem dæmi nefnir hann að skipverjar gátu ekki farið í sturtu allan túrinn og fengu varla að þvo sér um hendurnar. „Vélstjórinn var alltaf að spara vatnið. Ef maður svo mikið sem horfði á vatnskranann þá varð hann alveg dýrvitlaus og spurði hvort maður ætlaði að skrúfa frá,“ segir Sæmi og skellihlær. „Þegar maður fer að hugsa um þessa tíma þá var þetta oft mikil vosbúð. Til að mynda blotnuðu menn oft algjörlega í gegn
Þá gerði aftakaveður og breskur togari fórst norður af landinu. Á þeim tíma vorum við komnir inn fyrir var í Dýrafirði og heyrðum í Bretunum í talstöðinni. Þeir sögðu að þetta væri búið spil. Ég gleymi þessum atburði aldrei.
» Sæmi var á einum af fyrstu skuttogurum landsins, Hólmatindi.
mörgum sinnum á sömu vaktinni. En aðbúnaður til að þurrka galla var þá nánast enginn. Síðan var vinnan oft mjög erfið á veturna þegar fiskurinn var frosinn á dekkinu og við vorum að verka hann í tauvettlingum. Þrengslin um borð var síðan annar þáttur. Oftast var ég í klefa með sex til átta öðrum mönnum, en á gamla Sléttbaki vorum við tuttugu talsins í einum klefa. Þú getur rétt ímyndað þér lyktina þar inni þegar menn reyktu hver ofan í annan.“ Koma skuttogaranna, í kringum 1970, var að sögn Sæma algjör bylting. Þá færðist vinnan meira undir dekk, menn sváfu tveir saman í klefa og gátu farið í sturtu þegar þeir vildu. Sæmi réð sig á skuttogarann
Hólmatind þegar hann kom fyrst til landsins. Vont veður og mannskaðar Aðspurður um hvort hann muni eftir sérstaklega slæmu veðri á meðan hann var á sjó nefnir Sæmi strax mánaðarmótin janúar/febrúar 1968. „Þá gerði aftakaveður og breskur togari fórst norður af landinu. Á þeim tíma vorum við komnir inn fyrir var í Dýrafirði og heyrðum í Bretunum í talstöðinni. Þeir sögðu að þetta væri búið spil. Ég gleymi þessum atburði aldrei. Febrúarmánuðurinn þetta ár var andstyggilegur.“ Þarna vitnar Sæmi í atburðinn þegar breski togarinn Ross Cleveland fórst í Ísa-
fRÍVAKTIN
desember 2011
15 » „Síðan var vinnan oft mjög erfið á veturna þegar fiskurinn var frosinn á dekkinu og við vorum að verka hann í tauvettlingum.“
Það voru ýmsar vígsluathafnir, þar sem menn voru „skírðir“, látnir lesa upp úr biblíunni og annað slíkt. Og stundum voru menn málaðir í framan. En það var ekkert í líkingu við þann viðbjóð sem þessi grey strákur lenti í. Ég varð gjörsamlega lamaður þegar ég heyrði af þessu máli.
» „Ég elskaði að vera sjóari og hefði ekki verið svona lengi að þessu ef mér hefði mislíkað þetta líf.“
fjarðardjúpi í febrúar 1968. Þá fórust allir skipverjar nema einn. Sæmi þekkir mannskaða á sjó af eigin raun. Eitt sinn féll skipverji útbyrðis í slæmu veðri suður á Selvogsbanka. Hann var látinn þegar Sæmi og áhöfnin höfðu náðu að draga hann aftur um borð. Í heildina hafa tíu félagar Sæma látist við sjómannsstörf. Yndislegt líf Sæmi hætti á sjó árið 2007. Þá var hann orðinn slæmur í skrokknum eftir 44 ár á sjó.
Síðan þá hefur hann unnið sem leigubílstjóri og rekið gistiheimilið Akurinn á Akureyri, ásamt eiginkonu sinni. Aðspurður um hvort hann sakni sjómennskunnar er Sæmi fljótur að svara. „Nei það geri ég ekki, sem er mjög skrýtið vegna þess að allan minn feril var ég kominn með pirring eftir tvo daga í landi. Slæmt heilsufar á sinn þátt í því. Margir af þessum strákum sem voru eins og ég um langan tíma á sjónum eru alveg búnir á því líkamlega. En þetta voru yndislegir tímar á meðan maður var að þessu. Ég elskaði að vera sjóari og hefði ekki verið svona lengi að þessu ef mér hefði mislíkað þetta líf,“ segir Sæmi og brosir út í eitt. Endurfundir gömlu jálkanna Síðastliðin tvö sumur hefur Sæmi staðið fyrir hátíð síðutogarasjómanna á Akureyri. Sú hátíð hefur slegið í gegn og nú í sumar mættu tæplega tvö hundruð manns, síðutogarakarlar og aðstandendur þeirra. „Ég hafði lengi íhugað að smala saman gömlum sjómönnum. Upphaflega var ég ekki með
» Gamli síðutogarinn Jörundur. Á honum var trollbúnaður bakborðsmegin og s nótabúnaður stjórnborðsmegin
neitt sérstakt í huga, annað en að koma saman á kaffihúsi og spjalla. En sumarið 2010 var skipið Húni hér á Akureyri og þá sá ég mér leik á borði að setja saman dagskrá fyrir endurfundi okkar gömlu jálkanna. Á þeim tíma bjóst ég við 20-30 sjóurum, en á endanum komu 215 manns í þéttsetna dagskrá. Nú í sumar samanstóð dagskráin af minningarathöfn, dagsferð til Húsavíkur og balli í Sjallanum á Akureyri. Og þetta heppnaðist svona svakalega vel,“ segir Sæmi stoltur. Næsta sumar stefnir Sæmi á að fara með hópinn í dagsferð frá Akureyri til Siglufjarðar. „Síðan er ég búinn að bóka Gylfa Ægis, Rúnar Þór og Megas á ball um kvöldið. En ég
vill endilega koma þeim skilaboðum áleiðis að það eru ekki bara gamlir síðutogarasjómenn sem mega koma. Allir sjómenn eru velkomnir.“
16
desember 2011
fRÍVAKTIN
Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni SU 11:
Varð skipstjóri 27 ára gamall Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
» Daði um borð í Aðalsteini Jónssyni SU 11.
Daði Þorsteinsson hefur stundað sjómennsku frá 15 ára aldri. Hann var einungis 27 ára gamall þegar hann hóf að leysa föður sinn af sem skipstjóri á Hólmaborginni. Faðir hans, Þorsteinn Kristjánsson, er af mörgum talinn einn fremsti skipstjóri landsins, og því gat Daði ekki fengið betri kennara. Daði er í dag yfirmaður tuttugu manna áhafnar á Aðalsteini Jónssyni SU 11. Við upphaf hvers árs siglir hann skipinu til loðnuveiða, og síðar til veiða á kolmuna, síld og makríl. Síðustu mánuði ársins veiðir hann síld við strendur Noregs. „Nú erum við á síldarveiðum rétt fyrir utan Noreg, um 40 sjómílum frá Tromsögrunni. Við fórum út þann 3. desember og verðum komnir aftur til landsins nokkrum dögum fyrir jól. Veiðin er búin að vera lyginni líkust. Við erum búnir að millilanda einu sinni í Noregi og þá fóru frá okkur um 280 tonn af frosinni síld,“ segir Daði ánægður með aflann. Hann segir að skipið muni á endanum fara í land með 650 tonn af frosinni síld, og um 600 tonn af afskurði sem fer beint í bræðslu. Að sögn skipstjórans lentu þeir í brjáluðu veðri á leiðinni til Noregs. Í heilan sólarhring fór vindurinn ekki niður fyrir 40-50 metra á sekúndu.
Aðspurður segist Daði eyða um átta mánuðum á ári úti á sjó, og viðurkennir að tíð fjarvera sín fái dræmar undirtektir hjá fjölskyldunni. „Hins vegar þekkja krakkarnir ekkert annað en að pabbi sé mikið í burtu, en þetta getur oft farið aðeins í frúnna. Það er auðvitað töluvert álag á henni. Hún þarf að reka heimilið, hugsa um börnin og sinna öllu hinu. Ég er heppinn að eiga frábæra konu,“ segir hann. Daði vill þó ekki að börnin sín þrjú fari á sjó þegar þau verða eldri. Elfar sonur hans hefur hins vegar fengið að fara með honum á hverja loðnuvertíð frá árinu 2006. „Hann hefur alveg ódrepandi áhuga á sjónum. En ég er að reyna að tala hann af þessu. Ég vill að hann læri meira og starfi í framtíðinni við fjölskylduvænna starf. En mig minnir nú að pabbi hafi einnig reynt að tala mig af þessu,“ segir hann. Internetið hefur breytt miklu „Lífið hér um borð hefur breyst mikið síðan internetið kom til sögunnar, eins og flestir sjómenn í dag ættu að þekkja. Þegar við erum ekki að vinna fer mikill tími í að fylgjast með íslenskum fréttum, horfa á Ríkissjónvarpið í gegnum gervihnött og fylgjast með ættingjum og vinum á Facebook. Eftir minni bestu vitund er hver einn og einasti úr áhöfninni á Facebook, meira að segja sá elsti sem er fæddur ´53. En síðan spilum við líka talsvert mikið tölvuleiki og hefðbundin spil,“ segir hann. Hann segir áhöfnina einnig horfa mikið á enska boltann og að hún skiptist nokkurn veginn í stuðningsmenn Manchester United og Liverpool. Sjálfur heldur hann með Tottenham Hotspur. Að sögn Daða er hann ánægður í starfi sínu sem skipstjóri, enda þekkir hann ekkert annað en líf sjómannsins. „Ég á að öllum líkindum eftir að starfa í greininni alla mína ævi. Þetta líf hentar mér ágætlega og í augnablikinu sé ég mig ekki gera neitt annað.“
Góð áhöfn og enn betri fjölskylda Daði segir áhöfnina um borð vera þá bestu sem hann hafi einhvern tímann haft. „Þetta eru duglegir og jákvæðir strákar og stemmingin um borð er mjög góð. Hér eru menn búnir að skreyta jólatré og setja upp jólaseríur, og kokkurinn eldar ofan í okkur hangikjöt og kalkún. En hann er ekki enn byrjaður á smákökunum,“ segir Daði og hlær. Hann segir það heldur óvenjulegt að vera enn við veiðar svo langt frá heimahöfn um miðjan desember. Á þessum tíma árs er hann vanalega kominn heim til fjölskyldunnar.
» Daði og Rúnólfur Ómar hafa starfað saman um borð í Aðalsteini SU til fjölda ára. » Daði ásamt tveimur börnum sínum, Elísabetu og Elfari. » Feðgarnir í brúnni.
Lífið hér um borð hefur breyst mikið síðan internetið kom til sögunnar, eins og flestir sjómenn í dag ættu að þekkja. Þegar við erum ekki að vinna fer mikill tími í að fylgjast með íslenskum fréttum, horfa á Ríkissjónvarpið í gegnum gervihnött og fylgjast með ættingjum og vinum á Facebook. Eftir minni bestu vitund er hver einn og einasti úr áhöfninni á Facebook, meira að segja sá elsti sem er fæddur ´53. En síðan spilum við líka talsvert mikið tölvuleiki og hefðbundin spil.
LAND CRUISER
ÍSLENSKA SIA.IS TOY 57436 12/11
ÞARF AÐ SEGJA MEIRA?
/DQG &UXLVHU 1DIQ VHP VHJLU PHLUD HQ ½¹VXQG RU¯ VOHQGLQJDU ½HNNMD /DQG &UXLVHU EHWXU HQ ƫHVWDU aðrar þjóðir. Við íslenskar aðstæður hefur Land Cruiser öðlast sess sem ímynd áreiðanleika og gæða. /DQG &UXLVHU HU VLJXUYHJDUL VHP VDQQD¯ KHIXU JLOGL VLWW YL¯ ¬VOHQVNDU D¯VW¥¯XU ¬ ƪPPW¬X U 6DJDQ KHOGXU IUDP PH¯ /DQG &UXLVHU \ƪU VWU¥WL RJ WRUJ Ř XP YHJL RJ YHJOH\VXU
Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogi Sími: 570-5070
Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300
www.toyota.is
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000
útvegsblaðið
desember 2011
19
Ofurskattur leiðir til ófarnaðar Gangi áform stjórnvalda um að hækka veiðigjald úr 9,5% í 27% af reiknaðri framlegð útgerðanna eftir verður um ofurskattlagningu að ræða segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ. Fyrir um áratug síðan var ákveðið að fara svokallaða veiðigjaldsleið í sjávarútvegi sem fól það í sér að byggja stjórn fiskveiða áfram á aflahlutdeildarkerfi en að útgerðin greiddi hóflegt gjald vegna nýtingar aflaheimildanna. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða var þetta gjald ákveðið 9,5% af reiknaðri framlegð útgerðarinnar. Gjaldið var innleitt í áföngum, fyrst sem 6,5% en kom að fullu til framkvæmda á síðasta fiskveiðiári. Síðastliðið vor ákvað Alþingi að hækka gjaldið í 13,3% og tók sú hækkun gildi við upphaf þessa fiskveiðiárs. Bitnar á framþróun „Það er eins með þennan skatt og alla aðra skatta að ef of langt er gengið þá verða afleiðingarnar slæmar og koma niður á eðlilegri framþróun,” segir Friðrik J. Arngrímsson. Hann segir hugmyndir um 27% veiðigjald af reiknaðri framlegð útgerðarinnar fela í sér of-
urskattlagningu enda sé um mun hærra hlutfall af hagnaði að ræða. Miðað við svonefnda árgreiðsluaðferð Hagstofu Íslands þá hefði 27% veiðigjald numið 52% af hagnaði útgerðarinnar síðustu 10 ár. Til viðbótar er síðan lagður venjulegur tekjuskattur á hagnað útgerðarinnar. Friðrik segir að ofurskattlagning af þessu tagi muni veikja sjávarútveginn og samfélögin víða um land sem byggja á sjávarútvegi. Það muni einnig fljótt koma niður á ríkissjóði að veikja sjávarútveginn, þar sem hann geti þá ekki greitt samkeppnishæf laun og dragist aftur úr samkeppnisaðilunum. Margfeldisáhrif sjávarútvegs „Öflugur sjávarútvegur skapar einnig gríðarleg margfeldisáhrif hjá fyrirtækjum og einstaklingum í fjölmörgum atvinnugreinum sem skila sér á endanum til ríkisins,“ segir Frirðik. Hann segir að það gleymist oft í umræðunni um sérstaka skattlagningu á sjávarútveginn að lang stærstur hluti tekna sjávarútvegsins endi í ríkissjóði í formi skatta og gjalda af þeim sem starfa beint við sjávarútveg og allra ann-
arra sem koma við sögu með beinum og óbeinum hætti. Með ofurskattlagningu sé girt fyrir þau margfeldisáhrif og á endanum fái ríkið minna í sinn hlut.
„Það þarf því ekki að hafa mörg orð um það að okkur líst afar illa á hugmyndir um 27% veiðigjald og við vörum eindregið við þessum áformum,” segir Friðrik.
Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. um hugmyndir um hækkun veiðigjalds:
„Kemur fyrst og fremst til með að veikja landsbyggðina“ „Þessi stórfellda gjaldtaka af útgerðunum, sem allt bendir til að muni hækka fjórtánfalt á aðeins sjö árum, kemur fyrst og fremst til með að veikja landsbyggðina, þar sem langflestar útgerðirnar eru,” segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar » Einar Valur hf. í Hnífsdal. Kristjánsson „Um 85% allra aflaheimilda eru á landsbyggðinni, þar sem sjávarútvegurinn er víða kjölfestan í atvinnulífinu. Ég veit ekki alveg hvernig þetta rímar við áform stjórnvalda um að efla byggð í landinu en þingmenn stjórnarflokkanna geta vafalítið útskýrt þetta fyrir kjósendum,” segir Einar. Ávísun á vítahring Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri Skinneyjar-Þinganess hf. á Hornafirði og formaður Útvegsmannafélags Hornafjarðar, er eins og Einar Valur svartsýnn á fyrirhugaða skattlagningu. Hann telur hana munu valda því að útgerðarfyrirtækin lendi fljótt í vítahring, þar sem ekki verði forsendur fyrir nauðsynlegum endurbótum og framþróun innan sjávarútvegsins. „Það er ljóst er að gangi þessi áform ríkisstjórnarinnar eftir mun það hafa mikil áhrif á sjávarpláss eins og Hornafjörð, þar sem verið er að færa fjármuni af svæðinu yfir til höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun einnig hafa í för með sér að allri nýfjárfestingu seinkar, hvort sem er í skipum eða landsvinnslu. Það er orðið löngu tímabært að endurnýja fiskiskipaflota landsins ef við eigum á annað borð að vera samkeppnisfær við þær þjóðir sem við berum okkur saman við,“ segir Ásgeir.
Það er ljóst er að gangi þessi áform ríkisstjórnarinnar eftir mun það hafa mikil áhrif á sjávarpláss eins og Hornafjörð, þar sem verið er að færa fjármuni af svæðinu yfir til höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun einnig hafa í för með sér að allri nýfjárfestingu seinkar, hvort sem er í skipum eða landsvinnslu. Keðjuverkandi áhrif Hann segir nauðsynlegt að líta til þess að þessar skattlagningarhugmyndir snúi ekki aðeins að sjávarútvegsfyrirtækjunum sjálfum heldur hafi þær keðjuverkandi áhrif á starfsfólk þeirra, birgja, þjónustuaðila, sveitar-
félög og samfélagið allt í heild. Ásgeir segir að sjávarútvegurinn standi undir a.m.k. 25.000 störfum í landinu. Um leið og vegið sé að afkomugrundvelli hans sjáist þess merki í tengdum greinum. „Skattlagning af þessum toga hefur þau áhrif að undirstöðuat-
vinnugreinarnar í viðkomandi byggðarlögum veikjast til muna. Þessar fjarstæðukenndu hugmyndir hljóta að kalla á viðbrögð langt út fyrir raðir útgerðanna. Þegar sjávarútvegur er annars vegar eru allir Íslendingar hagsmunaaðilar,” segir Ásgeir.
Landssamband íslenskra útvegsmanna Sigurður Sveinn Sverrisson | sími: 591-0305 farsími: 899-7422 | netfang: ss@liu.is
20
desember 2011
útvegsblaðið
Stuttar fréttir
» Fiskafli í nóvember Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði var 103.973 tonn. Til samanburðar var hann 83.953 tonn í nóvember 2010. Botnfisksaflinn var 44.300 tonn og jókst um tæp 6.700 tonn frá nóvember 2010. Uppsjávaraflinn var tæp 56.900 tonn, samanborið við 44.200 tonna afla í sama mánuði árið áður. Flatfisksaflinn var rúm 1.800 tonn, sem er 500 tonnum meiri afli en í nóvember 2010. Skelog krabbadýraaflinn jókst um tæp 300 tonn, og var 900 tonn.
» Borðum fisk tvisvar í viku Matís gaf nýlega út skýrslu með niðurstöðum úr rannsókn á neysluvenjum og viðhorfum Íslendinga á aldrinum 18-80 ára gagnvart sjávarfangi. Þar kemur fram að Íslendingar borða fisk sem aðalrétt um tvisvar sinnum í viku, og að fiskneysla aukist með aldri. Ýsan er vinsælust á meðal landsmanna, og næst á eftir henni kemur þorskur. Um helmingur landsmanna tekur lýsi daglega. Íslendingar virðast frekar borða ferskan en frosinn fisk, og kaupa minna af tilbúnum fiskréttum. Að auki sýndi rannsóknin að viðhorf til fiskneyslu eru almennt mjög jákvæð og að sjávarfang sé almennt talið hollt og gott. Frekari upplýsingar um niðurstöður rannsóknarinnar má finna á heimasíðu Matís.
utvegsbladid.is »
Þ j ó n us t um i ð i ll
sjá v a r ú t v egs i n s
» Tekur við umsögnum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið tekur nú við athugasemdum og umsögnum vegna vinnuskjala sem liggja fyrir um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins segir að skila megi gögnum á netfangið postur@slr.stjr.is, eða í bréfpósti á Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, merkt: Vegna vinnuskjala um stjórn fiskveiða. Ráðuneytið óskar eftir því að umsagnir berist fyrir áramót.
» Minna magn af ólífrænu arseni Nýleg rannsókn á norskum sjávarafurðum sýnir að magn ólífræns arsens (e. inorganic arsenic) í afurðunum er tíu sinnum minna en upphaflegt mat Evrópusambandsins gerði ráð fyrir. Ólífrænt arsen er eiturefni sem talið er vera krabbameinsvaldandi. Matvælaöryggisstofnun Noregs komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa rannsakað ýmsar fisktegundir sem finnast við strendur landsins. „Niðurstöður okkar sýna að magn ólífræns arsens í norskum fiskflökum er lítið. Gögn okkar sýna að magn hins ólífræna arsens er raunverulega einungis einn tíundi af því sem áður var talið, sem þýðir að áætlun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu var of há, að minnsta kosti fyrir norskan fisk.“ sagði Kåre Julshamn, sérfræðingur hjá Matvælaöryggisstofnun Noregs.
» ESB vinnur að frekari úrbótum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú lagt fram hugmynd að nýjum sjóði til að styðja við sjávarútveg og sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB fyrir tímabilið 2014-2020. Í tilkynningu sem birtist nýverið á heimasíðu sjávarútvegsdeildar framkvæmdastjórnarinnar segir að sjóðurinn muni fá nafnið The European Maritime and Fisheries Fund (EMFF). Þar segir jafnframt að sjóðurinn muni hjálpa til við að skila þeim metnaðarfullu markmiðum sem stefnt er að í úrbótum á sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB og hjálpa fiskimönnum að tileinka sér enn frekar sjálfbærar veiðar. Sjóðurinn mun sjá um að fjármagna verkefni sem skila sér í fjölgun starfa og stuðla að bættum lífsgæðum við strendur álfunnar. Maria Damanaki, framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB, sagði af þessu tilefni að nýji sjóðurinn eigi eftir að auka efnahagslegan vöxt og stuðla að fjölgun starfa í greininni.
Óskum viðskiptavinum til sjávar og sveita
prentun.is
Gleðilegra Jóla Þökkum viðskiptin á árinu
Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ / Furuvellir 3 • 600 Akureyri Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is
22
desember 2011
útvegsblaðið
KYNNING
Síminn veitir sjómönnum aðgang að tal- og gagnaflutningsþjónustu:
Bylting í fjarskiptum sjómanna Síminn hefur undanfarin ár farið í viðamikla uppbyggingu á langdrægu 3G kerfi sínu. Kerfið veitir sjómönnum aðgang að tal- og gagnaflutningsþjónustu sem svipa til þeirra sem almennir viðskiptavinir í landi njóta. Í samstarfi við Radíómiðun býður Síminn upp á allan þann búnað sem sjómenn þurfa til að tryggja gott og öruggt samband, m.a. útiloftnet, beina og annan símabúnað. Veitir aðgang að öllum sendum „Langdrægu 3G sjósendarnir eru lokaðir öðrum en þeim sem hafa sérstaka SJÓ-Sambands áskrift. Þeir sem kaupa slíka áskrift fá einnig aðgang að öllum almennum 2G og 3G sendum í landi. Við höfum fengið að heyra frá áhöfnum sem eru í viðskiptum við okkur að þær noti nánast eingöngu við 3G kerfið og að langdrægnin sé mjög góð. Auk þess eru talgæðin margfalt betri en í gamla NMT kerfinu. Þá finnst þeim mestu varða að hafa nettenginguna því hún er bylting í fjarskiptum sjómanna á hafinu í kringum landið,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Raunverulegt netsamband „Byltingin felst í því að nú í fyrsta sinn hafa önnur skip en þau sem hafa netsamband í gegnum gervihnött, raunverulegt netsamband. Sjómenn hafa því nú loks kost á að taka þátt í hinu tæknivædda samfélagi. Í því felst að mikill fjöldi sjó-
Langdrægu 3G sjósendarnir eru lokaðir öðrum en þeim sem hafa sérstaka SJÓ-Sambands áskrift. Þeir sem kaupa slíka áskrift fá einnig aðgang að öllum almennum 2G og 3G sendum í landi. Við höfum fengið að heyra frá áhöfnum sem eru í viðskiptum við okkur að þær noti nánast eingöngu við 3G kerfið og að langdrægnin sé mjög góð. Auk þess eru talgæðin margfalt betri en í gamla NMT kerfinu. Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans.
» 3G Dreifikerfi Símans
manna getur nú verið í stöðugu og miklu betra sambandi við fjölskyldur og vini í landi. Þeir geta farið inn á Facebook, stundað bankaviðskipti og jafnvel haft möguleika á fjarnámi á aðgengilegri hátt en áður hefur þekkst til sjós. Tæknin hefur því í raun fært stóran hluta sjómanna nær lífinu í landi og gefið
þeim möguleika að taka virkari þátt í því,“ segir Sævar. Að sögn Sævars eru sjómenn með 3G nánast háhraðanettengdir á flestum miðum í kringum landið. Jafnvel þó þeir séu komnir út undir ystu mörk langdrægni Símans hafa þeir enn nothæft netsamband, þó það geti verið heldur hægara.
„Ekki er hægt að fjalla um fjarskipti sjómanna án þess að minnast á aðra mikilvæga þjónustu Símans fyrir sjómenn. VSAT gervihnattaþjónustan veitir sjómönnum á fjarlægum miðum aðgang að síma- og háhraða internettengingu. Mörg þeirra skipa sem í dag nýta sér VSAT þjónustuna eru
einnig með GSM sendi um borð og því geta áhafnir þeirra notað sína eigin GSM síma um borð, bæði fyrir tal og SMS. Þá má bæta því við að þau skip sem eru með VSAT geta nú einnig fengið aðgang að íslenskum útvarpsrásum á úthafinu í gegnum tenginguna,“ segir Sævar Freyr að lokum.
®
Optim-Ice® skilar hæsta aflaverðmætinu. Geir ÞH-150
Bátur ársi ns ! 20
Tryggir gæðin alla leið!
10
Optim-Ice® ísþykknið getur verið allt að 43% þykkt.
Bátur ársins 2010!
NIÐURKÆLING Á ÝSU
Geir ÞH-150 útnefndur bátur ársins 2010 í Seafish gæðamati!
Geir ÞH-150 er búinn OPTIM-ICE® ísþykkniskerfi frá OPTIMAR Iceland!
14 12 10 Hitastig (°C)
Geir ÞH-150 stóð sig best allra í Seafish gæðamatinu árið 2010 og náði því að selja afurðir sínar á hæstu verðunum. Hann hefur því verið útnefndur bátur ársins 2010. Í öllum tilvikum stóðst aflinn gæðamatið með glæsibrag. Meðaltalseinkunin var gífurlega góð og munaði þar töluverðu á honum og því skipi sem kom í öðru sæti.
Heimild: Seafish Scotland
16
8 6 4
Hefðbundin ís
2 Ísþykkni
0 -2 Tími (klst)
Seafish Gæðamatið.
Staðlað gæðamat á gámafiski til útflutnings. Í febrúar 2008 áttu fund saman hópur innlendra og erlendra hagsmunaaðila sem koma að virðiskeðju gámafisks. Það var samdóma álit þeirra að æskilegt væri að auka gæðameðvitund seljenda jafnt sem kaupenda á íslenskum gámafiski. Lykillinn að slíkri vitundarvakningu væri að koma upp stöðluðu
gæðamati sem gæfi seljendum og kaupendum til kynna hverjir væru að standa sig best. Á þann hátt væri skapaður bættur grundvöllur fyrir kaupendur til að aðgreina og umbuna þeim sem standa sig best. Þá gætu seljendur einnig séð á áberandi hátt fjárhagslegan hag af því að vera meðal þeirra bestu.
Seafish tók að sér að útbúa einfalt gæðamat fyrir starfsmenn í flokkun á fiskmörkuðunum og hélt síðan námskeið í notkun þess. Í matinu eru kannaðir fjórir gæðaþættir, þ.e. ísun, frágangur í ker, litur og lykt tálkna og ásýnd augna.
Þegar niðurstöður lágu fyrir var ákveðið að birta nöfn þeirra tíu sem þóttu hafa staðið sig best á árinu. Þegar hugað er að gæðum gámafisks frá einstaka skipum skiptir stöðugleiki höfuðmáli, því að gæðaímynd skapast með langri reynslu þar sem kaupendur geta gengið út frá því sem vísu að afli skips sé ávalt góður.
Optim-Ice® ísþykkniskerfi.
BP - 105
BP - 120
BP - 140
Kæliafköst: 14,5 kW/12.470 kcal/klst sem jafngildir 299.000 kcal/sólarhring. Framleiðslusvið: 230 L/klst með 40% íshlutfalli til 490 L/klst með 10% íshlutfalli.
Kæliafköst: 65,0 kW/55.900 kcal/klst sem jafngildir 1.341.000 kcal/sólarhring. Framleiðslusvið: 920 L/klst með 40% íshlutfalli til 2.210 L/klst með 10% íshlutfalli.
Kæliafköst: 107,0 kW/92.020 kcal/klst sem jafngildir 2.208.000 kcal/sólarhring. Framleiðslusvið: 1.780 L/klst með 40% íshlutfalli til 3.650 L/klst með 10% íshlutfalli.
Sjá nánar á www.optimar.is
OPTIMAR Iceland | Stangarhyl 6 | 110 Reykjavík | sími 587 1300 | optimar@optimar.is | www.optimar.is
24
desember 2011
útvegsblaðið
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári 50 ára
Þorbjörn ehf
GULLBERG EHF SEYÐISFIRÐI
Fiskmarkaður Grímseyjar
����������������������
Afltækni Fiskvinnslan Íslandssaga
U MHV ERF IS V Æ N A R V E I Ð A R Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar
Samherji hf.
Langanesbyggð
Vísir hf. er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið með útgerð og fisk-
Útgerðarfélag Akureyringa ehf
vinnslu í rúm fjörutíu ár. Gerð eru út fimm línuskip og geta þau veitt
og landað hringinn í kringum landið, þar sem fyrirtækið er með
starfsstöðvar á Þingeyri, Húsavík, Djúpavogi og í Grindavík. Þannig
Hafrannsóknarstofnunin
er tryggður aðgangur að bestu fiskimiðum og gæðahráefni hverju TM
plastker og tankar
sinni. Með því að veiða eingöngu á línu
Fiskifélag Íslands
leggur Vísir hf. sitt af mörkum í að vernda náttúruna og fiskistofnana við landið.
Verkalýðsfélagið Hlíf Grindavíkurbær
VÍSIR hf. • Hafnargötu 16 • 240 Grindavík • www.visirhf.is Sjómannafélag Eyjafjarðar
Löndun ehf. Hafnasjóður Fjarðabyggða Fiskmarkaður Þórshafnar Fiskiðjan Bylgja Hafnir Ísafjarðarbæjar Rammi ehf Saltkaup hf. | Fornubúðir 5 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300
Útvegsmannafélag Hornafjarðar
Fax: 560 4307
Logo / merki
www.saltkaup.is
Útvegsmannafélag Akraness
PANTONE
PANTONE Black C
Guðmundur Runólfsson
PANTONE Reflex Blue C (57%)
PANTONE Reflex Blue C
Hraðfrystihúsið-Gunnvör Fjórlitur
CMYK%
76c + 8m 100c + 65m + 30k Cyan = 0 / Magenta = 0 / Yellow = 0 / Black = 100
Loðnuvinnslan Fárskrúðsfirði
Letur svart Cyan = 57 / Magenta = 41 / Yellow = 0 / Black = 2
Sigurbjörn ehf
ÖLL ALMENN SKIPAÞJÓNUSTA 9 9 9 9 9 9 9 9
Cyan = 100 / Magenta = 89 / Yellow = 0 / Black = 0
Stálsmíði Vélvirkjun Háþrýstiþvottur og málun Sandblástur Vinnslubúnaður Trésmíði Skrúfuviðgerðir Vatnsskurðarvél
DNG alsjálfvirka handfæravindan hefur fyrir löngu sannað yfirburði sína á sínu sviði. Vindan er íslensk gæðaframleiðsla og er framleidd, seld og þjónustuð frá okkur. Nánar á www.dng.is
GRÁSKALI
Black = 100% Slippurinn Akureyri ehf. ŏ DNG ŏ Naustatanga 2 ŏ 600 Akureyri Sími: 460 2900 ŏ Fax: 460 2901 ŏ www.slipp.is ŏ www.dng.is
Fjórlitur 76c + 8m Black = 40% 100c + 65m + 30k
Síldarvinnslan hf.
Sjómannafélag Ólafsfjarðar
Black = 80%
Sjómanna-og vélstjórafélag Grindavíkur
Hnífar og brýni í miklu úrvali Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
Fiskmarkaður Suðurnesja hf. www.fms.is
• Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 Þjónstusími: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
www.isfell.is
Fiskmarkaður Suðurnesja
Aðalskrifstofa: 420-2310 Fax: 420-2311 Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Grindavík: 420-2300 GSM: 824-2403 Sandgerði: 420-2200 GSM: 824-2401 Reykjanesbær: 420-2200 GSM: 824-2401 Hafnarfjörður: 565-1888 GSM: 824-2406 Ísafjörður: 456-3665 GSM: 824-2404 Höfn: 470-8500 GSM: 824-2407
Til þjónustu reiðubúnir!
SVART/HVÍTT
Fiskverkunin Valafell
Black = 100%
Bolungarvíkurhöfn Þjónustumiðill iðnaðarins
útvegsblaðið
desember 2011
25 KYNNING
Innova hugbúnað Marels má finna um allan heim:
Innova heldur utan um allt framleiðsluferlið Hátæknifyrirtækið Marel hefur undanfarin ár boðið upp á hugbúnaðinn Innova, sem er heildarlausn fyrir framleiðslustýringu fyrirtækja í matvælaiðnaði. Innova er allt í senn; upplýsinga-, stýri- og samhæfingarbúnaður frá móttöku hráefnis, gegnum allt vinnsluferlið að afskipun, með fullkomnum lager og afurða umhaldi. Veitir mikilvægar upplýsingar „Hugbúnaðurinn er notaður í velflestum matvælafyrirtækjum á Íslandi sem fást við kjöt-, kjúklinga- og fiskvinnslu. Innova tryggir þeim rauntíma upplýsingar um framgang framleiðslunnar og rekjanleika, með beinni tengingu við vélarbúnað eins og flæðilínur, skurðarvélar, flokkara og gæðaskoðunarstöðvar á vinnslugólfinu. Hann er ekki aðeins notaður hér á landi, heldur hjá flestum stærstu matvælaframleiðendum heimsins,“ segir Óskar Óskarsson, sölustjóri hjá Marel. Óskar nefnir sem dæmi þá staðreynd að stærstur hluti eldislax í heiminum er meðhöndlaður í tækjum frá Marel, þar sem Innova heldur utan um allt framleiðsluferlið, alveg frá veiðum til endanlegrar neytendaafurðar. „Að auki er Innova heilsteypt rekjanleikakerfi sem sér um sjálfvirka skráningu á upplýsingum og uppfyllir kröfur matvælastofnana í Evrópu og Bandaríkjunum. Hugbúnaðurinn auðveldar því fyrirtækjum að fá hina mikilvægu MSC vottun.“ Að sögn Óskars vinna nú um 115 manns hjá fyrirtækinu við þróun, sölu og þjónustu á hugbúnaðinum. Skráning aflans um borð Þeir sem flytja út fisk til ríkja Evrópusambandsins þurfa núorðið að gangast undir reglugerð þess um skráningu fiskafla. Kaupendur í Evrópu leggja því mikla áherslu á að
» „Að auki er Innova heilsteypt rekjanleikakerfi sem sér um sjálfvirka skráningu á upplýsingum og uppfyllir kröfur matvælastofnana í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Óskar Óskarsson, sölustjóri hjá Marel.
afli sé löglega skráður. Marel hefur þróað sértækan hugbúnað, Innova MarinePack, sem einfaldar skráningu aflans um borð í fiskiskipum. Með notkun hans er íslenskur sjávarútvegur vel í stakk búinn til að hlíta reglugerð Evrópusambandsins um aflaskráningu. „Innova MarinePack lausnin auðveldar
fiskútflytjendum að uppfylla þessi skilyrði og er einföld í uppsetningu og notkun. Hún nær til skráningar fisktegunda, gæða- og stærðarflokka, ásamt upplýsingum um veiðarfæri, hvenær fiskurinn er veiddur, á hvaða veiðasvæði, og aðrar skyldar upplýsingar. MarinePack getur líka sent upplýsingarn-
ar sjálfvirkt yfir í e-log hugbúnað skipsins,“ segir Óskar. Að hans sögn þarf einungis Innova MarinePack, prentara og Marel M2200 sjóvog til að setja lausnina upp. „Kerfið er hannað í einingum og notendur þurfa því einungis að greiða fyrir þá hluta kerfisins sem þeir nota. Auðvelt er að stækka síðar og bæta við eftir þörfum. Allar upplýsingar um aflann eru skráðar strax, prentaðar út og settar á fiskikörin, og liggja því fyrir þegar aflanum er landað á markað eða beint til fiskvinnslustöðva,“ segir hann.
Við önnumst útgáfu á blöðum fyrir aðra
Við gefum út Iðnaðarblaðið og Útvegsblaðið
Goggur getur bætt við sig verkefnum. Hafið samband og leitið tilboða
Goggur útgáfufélag
S t ó r h ö f ð a
2 5
»
1 1 0
Rey k j a v í k
»
w w w . G oggu r . i s
»
4 4 5
9 0 0 0
26
desember 2011
útvegsblaðið
KYNNING
Sóma handfærabátar eru þekktir fyrir afburða sjóhæfni:
Vönduð framleiðsla á trefjaplastbátum Bátasmiðjan Bláfell ehf. var upphaflega stofnuð í Grindavík árið 1974. Á þeim tíma var aðalstarfsemi fyrirtækisins fólgin í smásöluverslun með málningu, útgerðarvörur og veiðafæri. Í dag framleiðir fyrirtækið Sóma trefjaplastbáta í 1500 fermetra iðnaðarhúsnæði fyrirtækisins sem staðsett er við Bogatröð 1 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið í faginu til fjölda ára og yfirmaður verkstæðisins býr að 35 ára reynslu. Framleiða Sómabáta „Undanfarin tvö ár höfum við framleitt 14 báta. Þessa dagana erum við að smíða þrjá Sóma 870 báta og einn Sóma 600. Bláfell ehf. Einnig erum við framleiðir að vinna í einum og selur eftirSóma 700 og einum farandi báta: Sóma 800. Að auki n Sómi 600 erum við með 12 n Sómi 700 metra langan Touring bát í smíðum, n Sómi 800 en hann fer til Svín Sómi 870 þjóðar,“ segir Elías n Sómi 990 Ingimarsson, annar n Sómi 1200 eigandi fyrirtækisins. Tölurnar á Sóma bátunum segja til um lengd þeirra, en að mestu leyti eru þeir svipaðir í útfærslum. Framleiðsla þeirra hófst árið 1979 og að sögn Elíasar hafa vinsældir Sóma bátana aukist í takt við þá góðu reynslu sem á þá er komin. Bátarnir finnast ekki eingöngu hér við land, heldur má einn-
Tölurnar á Sóma bátunum segja til um lengd þeirra, en að mestu leyti eru þeir svipaðir í útfærslum. Framleiðsla þeirra hófst árið 1979 og að sögn Elíasar hafa vinsældir Sóma bátana aukist í takt við þá góðu reynslu sem á þá er komin. Bátarnir finnast ekki eingöngu hér við land, heldur má einnig finna töluvert af þeim á Grænlandi, í Færeyjum og Noregi. „Þetta er mjög vönduð framleiðsla og það er handlagt í alla bátana.“ ig finna töluvert af þeim á Grænlandi, í Færeyjum og Noregi. „Þetta er mjög vönduð framleiðsla og það er handlagt í alla bátana.“
Strandveiðarnar mikilvægar Elías segir eftirspurn eftir bátum Bláfells hafa aukist eftir að strandveiðarnar urðu að veruleika.
„Strandveiðar hafa ekki aðeins verið lyftistöng fyrir sjávarpláss víðs vegar um landið, heldur einnig fyrir fyrirtæki eins og Bláfell. Fyrir tíma
LÁTTU OKKUR UM AÐ GÆTA FERSKLEIKA VÖRUNNAR Controlant býður uppá miðlægt eftirlitskerfi sem vaktar vöruna þína á einfaldan og öruggan hátt. Með góðu eftirliti gætum við þess að ferskleikinn haldist alla leið. Öll yfirsýn í framleiðslu, geymslu og flutningi á sjávarafurðum verður mun skýrari með hjálp Controlant. Hafðu samband við okkur og tryggðu ferskleikann í höfn. Controlant ehf. | Grensásvegur 7, 108 Reykjavík | sími 517 0630 | www.controlant.is
» „Strandveiðar hafa ekki aðeins verið lyftistöng fyrir sjávarpláss víðs vegar um landið, heldur einnig fyrir fyrirtæki eins og Bláfell. Fyrir tíma strandveiðanna var mjög erfitt, nánast ómögulegt, að selja báta af þessari stærð. En í dag blómstra viðskiptin sem aldrei fyrr.“
strandveiðanna var mjög erfitt, nánast ómögulegt, að selja báta af þessari stærð. En í dag blómstra viðskiptin sem aldrei fyrr,“ segir hann. Hann segir stefnu fyrirtækisins að halda áfram á sömu braut. „Við teljum okkur heppna að hafa möguleika á að framleiða og selja Sóma handfærabáta þar sem þeir eru þekktir fyrir afburða sjóhæfni og hagkvæman rekstur. Ekki spillir fyrir lagleg hönnun lags og línu.“
- tryggir þér samkeppnisforskot
Dynamics NAV
Microsoft Dynamics NAV
viðskiptalausnir Hagkvæmar og traustar lausnir sem tryggja forskot í samkeppni
Maritech óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Borgartún 26 » 105 Reykjavík Hafnarstræ 102 » 600 Akureyri
Sími: 545 3200 » Fax: 545 3201 sala@maritech.is » www.maritech.is
TM
Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)
www.maritech.is