»34
»4
Hár aldur íslenskra fiskiskipa
»36
Vilja fleiri sjómenn til Grindavíkur
»sérblað
Pottarnir hafa meira en tvöfaldast
Frívaktin fjallar um daglegt líf sjómanna
íslenski sjávarklasinn »
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
s
Endalausir möguleikar Íslenski sjávarklasinn er til umfjöllunar í sérblaði sem fylgir Útvegsblaðinu. Þar er m.a. fjallað um möguleika til verðmætaaukningar og umfang íslensks sjávarútvegs.
j a núa r 2 0 1 2 » 1 . tölu bl a ð » 1 3 . á rg a ng u r
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra:
Mikilvægt að ná sátt „Ég trúi því að þetta sé hægt,
annars væri ég ekki að þessu. Og þetta verður erfitt. Það verður aldrei sú niðurstaða sem allir verða sáttir með. Sennilegast verða menn ámóta óánægðir á báðum endum.“ »9
Mynd: Magnus Fröderberg/norden.org
Við skulum vera hreinskilin og viðurkenna að brottkast er ekki eitthvað sem sjávarútvegur Evrópu fann upp sér til ánægju.“ . . . »2
2
janúar 2012
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
s
Úthlutaður loðnukvóti til íslenskra skipa sl. 10 fiskveiðiár. Neðangreindar tölur miðast við lestir af afla upp úr sjó. 2002/2003:
765.000
2003/2004:
leiðari
737.345
2004/2005:
771.180
2005/2006:
L
Láti gott á vita
oðnuvertíðin verður fín, þorskkvótinn verður aukinn og þess vegna stefnir í gjöfult ár. Náttúran virðist ætla að verða gjöful. Það er góðs viti.
Þá er komið að okkur mönnunum. Það er okkar að nýta auðlindina til að efla hag þjóðarinnar sem mest og best. Það er svo mikið undir. Okkur veitir ekki af að nýta auðlindirnar okkar til að bæta hag þjóðarinnar. Með þessu tölublaði Útvegsblaðsins er veglegt sérblað um íslenska Sjávarklasann. Við lestur blaðsins er mögulegt að átta sig á öllu því afli og öllum þeim kröftum sem eru að störfum í mörgum öflugum fyrirtækjum um land allt. Gangi væntingar eftir er ljóst að verðmæti sjávarafurða mun stóraukast. Öllum til hagsbóta. Í blaðinu er einnig fréttaskýring um aldur íslenskra fiskiskipa. Framundan er endurbygging eldri skipa eða smíði nýrra. Með auknum veiðikvótum og svo ekki sé talað um að Alþingi ljúki vitrænum breytingum á lögum um stjórn fiskveiða er augljóst að margt jákvætt mun gerast hér á næstu mánuðum. Þegar samfélagið verður vart við bjartsýni frá höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar mun margt fylgja á eftir. Drjúgur hluti iðnaðarins er að beint tengdur sjávarútvegi, þau fyrirtæki sem sinna viðhaldi og endurgerð og svo hin fjölmörgu sem vinna að þróun og nýsköpun tækja og tóla vegna veiða og vinnslu. Tækifærin blasa við okkur. Og það meiri en flestar þjóðir dreymir um. Vandi fylgir vegsemd hverri og það er okkar mannanna að vinna úr þeim frábæru tækifærum sem við höfum. Auðvitað óttast margir að ekki takist sem best. Sporin hræða. Þegar ráðherrar segja um ríkisstjórnarfrumvarp hafi verið sem bílslys er eðlilegt að þeir sem hafa einu sinni sagt já við þannig óskapnaði geri það aftur. Hvers vegna ekki? Öfgafyllsta umræðan má heldur ekki hafa áhrif á það fólk sem að lokum ræður hvert stefnt verður.
Sigurjón M. Egilsson
170.872 315.245
2006/2007: 2007/2008: 2008/2009:
152.390 15.000
2009/2010:
109.805
2010/2011:
326.959
Hér starfa tólf manns, allt heimamenn, og þetta er sami kjarninn og hefur verið hér síðustu ár og við því ekki lent í neinum vandræðum með mannskap. 546.177
2011/2012:
Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands... ...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar Starfstöðvar Ísfells og Ísnets:
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Heimild: fiskistofa
Loðnuvinnsla gengið vel á Vopnafirði Um síðastliðna helgi hafði fiskimjölsverksmiðja HB Granda á Vopnafirði tekið við um 13 þúsund tonnum af loðnu til mjöl- og lýsisvinnslu. Á heimasíðu HB Granda kemur fram að allri loðnu sem landað er á Vopnafirði fer í gegnum flokkarakerfi fyrirtækisins og sú loðna sem ekki hentar til frystingar er skilin frá og fer í mjöl- og lýsisvinnslu. Að sögn Sveinbjörns Sigmundssonar, verksmiðjustjóra HB Granda á Vopnafirði, hefur mjöl- og lýsisvinnslan gengið framar vonum. Aðspurður um hvort erfitt hafi verið að manna verksmiðjuna á þessum háannatíma segir Sveinbjörn það hafa verið lítið mál. „Hér starfa tólf manns, allt heimamenn, og þetta er sami kjarninn og hefur verið hér síðustu ár og við því ekki lent í neinum vandræðum með mannskap.“ Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði, segir vinnsluna hjá sér einnig hafa gengið mjög vel. „Það hafa ekki verið mörg stopp hjá okkur frá 5. janúar. Það eina sem hefur dregið úr vinnslunni er veður á miðunum, sem þó hefur ekki verið svo slæmt.“ Að sögn Magnúsar starfa nú um 60 manns í fiskvinnslu fyrirtækisins á Vopnafirði. Magnús segir starfsmenn fyrirtækisins vera hæst-
» Frá loðnuvinnslu HB Granda á Vopnafirði.
ánægða með nýbirtar tillögur Hafrannsóknarstofnunarinnar um að heildarafli á loðnu á yfirstandandi vertíð verði aukinn í 765 þúsund tonn.
Kynnti fyrirhugaðar breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB:
Damanaki ræddi afleiðingar brottkasts Haraldur Guðmundsson skrifar:
Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson ábm. Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Geir A. Guðsteinsson, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 899 9964 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: Útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva. Útvegsblaðið kemur út átta sinnum á ári.
• Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
útvegsblaðið
» „Ef einhvers staðar er hægt að sjá mistök hinnar sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þá sjást þau augljóslega í þeim hundruðum þúsunda tonna af mat sem við sóum á hverju ári með því að henda fullkomlega góðum fiski fyrir borð.“
haraldur@goggur.is
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fór yfir helstu áhersluatriði yfirstandandi endurskoðunar á sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB í ræðu sinni á sjávarútvegsráðstefnu í London í síðustu viku. Þar undirstrikaði hún að sjálfbærar fiskveiðar eru til hagsbóta fyrir alla aðila í evrópskum sjávarútvegi og sagði að reynsla álfunnar af minnkun fiskistofna, aukinni mengun og brottkasti sýni hina alvarlegu ágalla stefnunnar. Siðferðislega rangt Damanaki gerði brottkast að aðalefni ræðu sinnar og sagði afnám þess vera algjört forgangsatriði í yfirstandandi endurskoðun á sjávarútvegsstefnunni. Benti hún á að 770 þúsund Evrópubúar hafa nú skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að brottkast verði stöðvað innan ESB. „Ef einhvers staðar er hægt að sjá mistök hinnar sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þá sjást þau augljóslega í þeim hundruðum þúsunda tonna af mat sem við sóum á hverju ári með því að henda fullkomlega góðum fiski fyrir borð,“ sagði hún.
Maria benti jafnframt á að með því heildarmagni af sjávarafurðum sem hent er frá borði á hverju ári er hægt að fæða á milli 200 og 350 þúsund manns. „Ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur hversu siðferðislega rangt það er af okkur að stunda brottkast þegar litið er til talna sem lýsa núverandi efnahagsástandi.“ Brottkast sprottið úr löggjöfum ESB Damanaki sagði ósanngjarnt að rekja núverandi ástand eingöngu til evrópskra sjómanna og fyrirtækja í sjávarútvegi og ekki til þeirra sem móta opinberar stefnur. „Við skulum
vera hreinskilin og viðurkenna að brottkast er ekki eitthvað sem sjávarútvegur Evrópu fann upp sér til ánægju. Það er, og mér mislíkar að segja það, hugarfóstur löggjafa ESB.“ Að lokum kynnti Damanaki áform ESB um að draga kerfisbundið úr brottkasti. „Það gerum við með því bæta úr tækjakosti flotans og veita honum viðeigandi stuðning til að draga úr brottkastinu. Þá munum við þurfa að landa öllum þeim fiski sem kemur í netin. Ef um er að ræða of lítinn fisk, þá fer hann í fiskmjöl. Ef hann er of stór, þá eiga sjómenn að geta selt hann á mörkuðum til manneldis.“
Nöfn skipverjanna sem fórust þegar Hallgrímur SI-77 sökk Skipverjarnir þrír sem fórust þegar togarinn Hallgrímur SI-77 sökk við Noreg sl. miðvikudag hétu Magnús Þórarinn Daníelsson, skipstjóri fæddur 1947, Gísli Garðarsson, stýrimaður fæddur 1949, og Einar G. Gunnarsson, vélstjóri fæddur 1944. Magnús var til heimilis á Mávatjörn 17 í Reykjanesbæ og lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn. Gísli bjó í Vatnsholti 26 í Reykjavík og lætur eftir sig eiginkonu. Einar var til heimilis í Logafold 29 í Reykjavík og lætur eftir sig eiginkonu, fjórar uppkomnar dætur og eitt barnabarn. Magnús Útvegsblaðið sendir aðstandendum og vinum mannanna inni- Þórarinn legar samúðarkveðjur. Daníelsson
Gísli Garðarsson
Einar G. Gunnarsson
Erlendur Arnaldsson framleiðslustjóri UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA
100.000 pakkningar sem auka verðmæti sjávarafurða
Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Prentun frá A til Ö
4
janúar 2012
útvegsblaðið
Fjárskortur og óvissa hamlar Aðeins þrír tugir stærri fiskiskipa smíðaðir á þessari öld. fréttaskýring
Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Er íslenski fiskiskipaflotinn orðinn gamall og hrörlegur? Um það kunna að vera skiptar skoðanir. Vissulega er meðalaldur flotans kominn yfir 20 ár þegar allt er talið en vel yfir 30 ár, þegar fiskiskip yfir 12 tonnum eru aðeins talin. Enn erum við að nota áratuga gömul skip með góðum árangri. Þar má nefna aflaskipin Sigurð og Víking, sem eru rúmlega hálfrar aldar gömul. Endurnýjunin frá aldamótum hefur reyndar verið þó nokkur, en á þriðja tug nýsmíðaðra skipa hefur komið til landsins á þessu tímabili. Auk þess hafa verið keypt nokkur notuð skip, en alls eru þrír tugir skipa skráðir á þessu ári með „fæðingarvottorð“ frá árinu 2000 eða síðar. Þá er eitt skip í smíðum fyrir Ísfélagið hjá Asmar í Chile, sem verður tilbúið fyrrihluta næsta árs. Þrátt fyrir að skipin sé komin nokkuð til ára sinna, er það staðreynd á líklega fiskast hvergi meira á skip að meðaltali en hér á landi. Nýjasta nýsmíðin, Þórunn Sveinsdóttir VE, kom til landsins fyrir um réttu ári, en það skip var smíðað í Póllandi og Danmörku. Þar á undan voru þrír bátar sem voru smíðaðir á Tæwan, Helga RE, Skinney SF og Þórir SF 2009. Fjögur skip voru smíðuð í Póllandi árin 2006 og 2007, en það eru Vestmannaeyjaskipin Bergey, Dala Rafn, Vestmannaey og svo Vörður EA. Alls voru smíðuð 16 skip í Kína í upphafi aldarinnar, níu litlir raðsmíðabátar í Dalian og sjö stærri skip í Huangpu. Þau skip komu til landsins árin 2000 og 2001. Þorlákur ÍS var smíðaður í Póllandi árið 2000. Fjögur voru smíðuð í Chile, rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE og fiskiskipin Hákon EA, Ingunn AK og Huginn VE, en þau komu árið 2000 og 2001. Eitt íslensk fiskiskip var smíðað innanlands á þessu tímabili. Það er Arnar SH, sem er plastbátur 29,9 brúttólestir að stærð. Hann hét upphaflega Happasæll KE. Endurnýjun í kippum Erfitt er að meta hvað sé eðlileg endurnýjun í flotanum, sem alls telur um 800 skip. Mesta endurnýjunin hefur reyndar orðið í minnstu bátunum, undir 15 tonnum. Hvað á ennfremur að telja að sé eðlilegur meðalaldur fiskiskipaflota? Um það er líklega ómögulegt að segja, enda veltur það á fjölmörgum þáttum, meðal annarra þróun í skipasmíðum og viðhaldi skipanna. Á árum áður kom endurnýjunin í kippum allt frá 1955 og fram undir 1980. Fyrst var það síldin, en þá var svo ör þróun í skipasmíðum, búnaði og kröfum um aðbúnað og meðferð aflans að skipin úreltust mjög fljótt. Á sama tíma er stálskipasmíðin að ryðja sér til rúms. Á þessum árum var endurnýjunarþörfin mjög mikil og bara með nokkurra ára millibili tvöfaldaðist til dæmis afkastageta
nýrra skipa. Nýsköpunartogararnir komu líka í kippum en voru gufuskip og því í raun úreltir fljótlega og síðan komu dísiltogarnir í kringum 1960, en voru auðvitað síðutogararnir. Þá tóku skuttogararnir við upp úr 1970 og komu heldur betur í kippum allt fram yfir 1980. Margir þessara togara eru enn í útgerð, enda hefur lítið breyst í grunnhönnun skuttogara síðan þá og því hefur endurnýjunarþörfin ekki verið eins mikil og ella. Helsta breytingin er í minni togbátum, en þar var töluverðrar endurnýjunarþörf, sem kannski er nokkuð langt komin. Framfarirnar hafa því ekki úrelt togarana eins og áður var. Sævar Birgisson, skipatæknifræðingur og einn eigenda Skipasýnar, hefur lengi hannað fiskiskip fyrir Íslendinga og er flestum hnútum í þeim efnum kunnugur. „Það er alltaf nokkurs konar reiknisdæmi hvort borgar sig að vera með ný skip eða viðhalda þeim gömlu, segir hann í samtali við Útvegsblaðið. „Á nýju skipunum hvílir mikill fjármagnskostnaður, en á hinn bóginn viðhaldskostnaður á þeim eldri í stað fjármagnskostnaðar. Ef litið er á línuveiðiflotann okkar er megnið af honum gamlir bátar sem hefur verið breytt og er vel við haldið. Margir þeirra um fertugt eða meira. Það er náttúrulega margt sem þarf að taka tillit til við endurnýjun fiskiskipa. Þar ræður kannski mestu fjárhagsstaða viðkomandi útgerða. Staðreyndin í dag er sú að í mjög mörgum tilfellum hafa fyrirtækin tekið á sig miklar skuldir við kaup á aflaheimildum, þegar menn hafa verið að selja sig út úr greininni og nýir aðilar komið inn. Fyrirtæki sem skulda mikið, fara auðvitað síður út í endurnýjun. Útgerðin þarf auðvitað líka að sníða sér stakk eftir vexti. Hvað þarf hún öflugt skip til að taka þær veiðiheimildir sem hún hefur? Vissulega er sambærilegt nýtt skip öflugara og hagkvæmara í útgerð en hið gamla, en hve miklu þarf að kosta til þess. Þórunn Sveinsdóttir er reyndar gott dæmi um það hvað afköstin aukast með nýju skipi. Þeir eru komnir yfir milljarð í aflaverðmæti á árinu og hafa fiskað einhver ósköp af gulllaxi og makríl fyrir utan aðrar tegundir, en það gátu þeir ekki áður,“ segir Sævar. Olíuverðið ræður miklu En marga aðra þætti þarf að skoða við endurnýjun fiskiskipaflotans, þegar til framtíðar er litið. „Verð á olíu hefur auðvitað mikið að segja líka og sú þróun sem orðið hefur í hönnun togskipa síðustu árin hefur að langmestu leyti miðast við að minnka olíunotkun og auka nýtingu orkunnar, sem vélarnar skila. Nú orðið þurfa skipin ekki nærri eins stórar vélar og áður til að ná sama togkrafti vegna betri hönnunar á skrúfu og notkunar á skrúfuhring. Spyrnan í bestu litlu togbátunum nú er upp í 20 kg spyrnu á hvert hestafl sem sett er út á skrúfuásinn, en
mörg stærri skipanna með stærstu vélarnar eru aðeins með um 10 kg spyrnu á hestaflið. Hækkandi olíuverð getur því nánast komið í veg fyrir að togveiðar verði stundaðar á skipum sem ekki nýta orkuna vel. Og þá verður endurnýjunarþörf. Í þessu sambandi má nefna að toggeta nýja varðskipsins okkar, Þórs, er um 110 tonn. Það þætti mjög lélegt hjá togskipi, því hann er með 12.000 hestöfl. Togskip með miklu minni vélar eru með sömu toggetu.“ Ef menn horfa til framtíðar, hvers konar skip væri þá hag-
kvæmast eða skynsamlegast að láta smíða? „Það er mög erfitt að meta. Nú er í tísku að tala um vistvænar veiðar og þá helst veiðar á línu. Ef það verður orkunotkunin sem kemur til með að stýra fiskveiðunum, þá gæti maður ætlað að veiðarnar þróuðust yfir í línu, neta eða snurvoðaveiðar, en ljóst að netaveiðar eru langódýrastar og síðan veiðar í snurvoð. Þar er olíunotkun á hvert veitt tonn minni en á línu. Svo er líka spurning hvort það er jafnmikill munur á olíunotkun við línuveið-
Fagmenn til sjós og lands vm-Félag vélstjóra og málmtæknimanna
-
Stórhöfða 25
-
110 Reykjavík
-
575 9800
-
www.vm.is
ar og togveiðar eins og haldið hefur verið fram. Afköstin á togveiðiskipunum eru geysilega mikil nú eins og fiskigengdin hefur verið og afli á togtíma mjög mikill. Svo hefur líka vantað í þennan samanburð á orkukostnaði að taka inn orkuna sem fer í að veiða beituna sem notuð er við línuveiðar, en hún er um 10% af aflanum. Loks eru íslensku línuskipin gömul og óhagkvæm í rekstri og eyða mikilli olíu. Þessi stóru línuskip með þessar gömlu vélar eru að eyða 2-3 tonnum af olíu á dag , en það eru þessir minni togbátar líka
útvegsblaðið
janúar 2012
5
endurnýjun » „Annars er endurnýjunarþörfin einna brýnust í uppsjávarflotanum. Mjög stór hluti af þeim flota er orðinn gamall og skipin að mörgu leyti óhentug. Sum þeirra hafa ekki nógu góða kælingu í lestum til að fiska til manneldis.“
23
Meðalaldur fiskiskipa: 22 22
23
22 22
21
20 20
19 19
18
Á nýju skipunum hvílir mikill fjármagnskostnaður, en á hinn bóginn viðhaldskostnaður á þeim eldri í stað fjármagnskostnaðar. Ef litið er á línuveiðiflotann okkar er megnið af honum gamlir bátar sem hefur verið breytt og er vel við haldið. Nýsmíðar frá 2000, skip yfir 15 brl. Nafn Smíðaár Land Aðalsteinn Jónss. SU
2001 Noregur
Arnar SH
2004
Ásgrímur Halld. SF
2000 Noregur
Benni Sæm GK
2001
Kína
Bergey VE
2006
Pólland
Brimnes RE
2002 Noregur
Dala Rafn VE
2007
Pólland
Fossá ÞH
2000
Kína
Geir ÞH
2000
Ísl./Pól.
Ísland
að gera. Þeir stærri eru hins vegar að nota um 7 tonn. Línuskipin flest eru ekki hönnuð til að stunda línuveiðar. Þau eru til dæmis með skiptiskrúfu og skrúfan er að eyða um 20% af afli vélarinnar í tómgang. Línuskip nútímans þurfa að vera með rafmagnsmótor á skrúfunni, sem stoppar hana þegar hún er ekki að knýja skipið áfram. Þannig næst verulegur orkusparnaður. Mest þörf í uppsjávarflotanum Annars er endurnýjunarþörfin einna brýnust í uppsjávarflotanum. Mjög stór hluti af þeim flota er orðinn gamall og skipin að mörgu leyti óhentug. Sum þeirra hafa ekki nógu góða kælingu í lestum til að fiska til manneldis. Orkunýtingin er heldur ekki nógu góð í mörgum þeirra, en reyndar er þróunin á þá leið að tvö og jafnvel þrjú skip dragi saman veiðarfæri, en við það þarf hvert skip fyrir sig ekki að vera eins aflmikið. Þarna er um að ræða kannski um tug skipa. Ég held að
það sé alveg ljóst að það er endurnýjun framundan í stærri hluta flotans, en það verður engin bylgja, enda er ekki um neina bráðaþörf að ræða. Þetta ræðst kannski meira af því að það losni um peninga hjá útgerðinni. Reyndar eru til fyrirtæki eins og Skinney Þinganes á Hornafirði, sem hafa endurnýjað nánast allan flotann á undanförnum árum, en hjá ansi mörgum fyrirtækjum er meðalaldur skipanna orðinn ansi hár og þörfin fyrir að hefja endurnýjun orðin ansi brýn. Skipin orðin of dýr Mér finnst reyndar að menn þurfi að fara að skoða betur kostnaðinn við að byggja skipin. Skipin eru orðin alveg svakalega dýr og því er líklega mjög erfitt að láta rekstur á nýsmíði ganga upp. Nýr frystitogari hannaður fyrir flökun á bolfiski kostar um þrjá milljarða króna og um 50 metra ísfisktogari um tvo milljarða. Framhald á næstu síðu
2010
2009
2007
2008
2005
2006
2003
2004
2001
2002
1999
Mynd: Helgi Thorsteinsson/norden.org
2000
Guðmundur í Nesi RE 2000 Noregur Gunnar Bjarnas. SH
2001
Kína
Hákon EA
2001
Chile
Helga RE
2009 Tæwan
Huginn VE
2001
Chile
Hvanney VE
2001
Kína
Ingunn EA
2000
Chile
Kristinn SH
2001
Kína
Matthías SH
2001
Kína
Oddeyrin EA
2001 Spánn
Siggi Bjarna GK
2001
Skinney SF
2009 Tæwan
Smáey VE
2000
Kína
Steinunn SF
2001
Kína
Vestmannaey VE
2007
Pólland
Vilhelm Þorst. EA
2000
Pól./Nor
Vörður EA
2006
Pólland
Þórir SF
2009 Tæwan
Þorlákur ÍS
2000
Þórunn Sveinsd.VE
2010 Pól./Danm.
Kína
Pólland
Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Átt þú rétt á styrk? Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins: starfstengt nám eða námskeið tómstundastyrkir • meirapróf • kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika • •
Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA
SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS
Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000
6
janúar 2012
útvegsblaðið
Fiskiskipastóllinn eftir landsvæðum og gerð skipa 1999-2010
Nú er í tísku að tala um vistvænar veiðar og þá helst veiðar á línu. Ef það verður orkunotkunin sem kemur til með að stýra fiskveiðunum, þá gæti maður ætlað að veiðarnar þróuðust yfir í línu, neta eða snurvoðaveiðar, en ljóst að netaveiðar eru langódýrastar og síðan veiðar í snurvoð.
ár og Meðalaldur
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
Höfuðborgarsvæði
17
18
18
19
20
20
20
22
23
25
26
25
Suðurnes
20
21
21
22
21
22
22
22
22
22
24
24
Vesturland
17
18
19
19
19
20
22
22
23
22
23
23
Vestfirðir
18
18
18
18
19
19
23
23
22
19
20
21
Norðurland vestra
18
17
18
19
18
20
20
22
22
22
23
24
Norðurland eystra
20
20
20
20
20
20
21
22
22
21
22
22
Austurland
17
18
18
19
20
19
22
22
23
21
22
23
Suðurland
23
24
24
24
24
25
24
27
23
26
27
27
Hér áður fyrr var það þumalputtaregla að ný skip þyrftu að ná jafnmiklu aflaverðmæti á ári fyrstu árin og skipið kostaði. Frystitogararnir hér á landi eru ekki að fiska fyrir þrjá milljarða á ári og eru líklega flestir eða allir undir tveimur milljörðum. Ísfisktogararnir eru svo líklega flestir undir einum milljarði í aflaverðmæti. Ég tel að skipin séu orðin of dýr, en nýju skipin í dag eru hreinlega pökkuð af búnaði. Það eru alveg endalausar kröfur hér heima. Síðustu þrjú skipin, sem ég hef teiknað eru fyrir fyrirtæki í Bangladesh. Þar sér maður hinn endann á dæminu, en þar má helst enginn búnaður vera um borð, enda kostar 40 metra togari eins og þeir vilja hann einungis brot af því sem við erum að borga fyrir skipin okkar. Þarna mætti kannski fara einhverja millileið. Þá er líka eitt sem menn þurfa að átta sig á, að fari sjávarútvegurinn að fjárfesta á ný, verður það væntanlega í skipum, sem ekki verða smíðuð hér heima, heldur úti í heimi, líklega mest í Kína eða Póllandi. Hér heima er engin aðstaða lengur til að smíða alvöru skip. Því myndi fjárfesting af þessu tagi litlu skipta fyrir íslensk atvinnulíf og hagvöxt hér á landi. Nú er stöðugt talað um að útgerðin haldi að sér höndunum í fjárfestingum vegna óvissunnar um kvótakerfið, en
Fjöldi skipa hvers árs er miðaður við 31. desember. Að auki eru 4 hvalveiðiskip skráð á höfuðborgarsvæðinu.
Heimild: Hagstofa Íslands
» Sævar Birgisson, skipatæknifræðingur og einn eigenda Skipasýnar, hefur lengi hannað fiskiskip fyrir Íslendinga og er flestum hnútum í þeim efnum kunnugur.
það er fleira sem kemur til. Hlutur áhafnar í tekjum útgerðarinnar er mjög hár. Það sem fer til skipta er of hátt hlutfall en tæknibreytingar síðustu ára hafa dregið verulega úr þeim fjölda, sem þarf um borð hverju sinni. Ef horft er til nótaveiðiflotans og hann borinn saman við norska flotann, eru þar mun færri um borð og 10% minna af aflaverðmæti rennur til sjómanna,
sem hafa það þó mjög gott hver og einn. Færri menn bera jafnmikið eða meira frá borði og það gerir útgerðin líka. Sé litið á fullvinnsluskipin fara um 40% til skipta og það segja sumir að sé einfaldlega of mikið. Þessi staðreynd hefur væntanlega líka áhrif á áhuga útgerðarinnar á því að endurnýja skipin og á þessum málum verður að taka,“ segir Sævar Birgisson.
Aldurinn afstæður? Niðurstaðan af þessu spjalli er kannski einfaldlega sú að endurnýjun ráðist af fjölmörgum samverkandi þáttum, frekar en einum ákveðnum. Auðvitað þarf að endurnýja ónýt skip, en með markvissu viðhaldi á skrokk, vél og öðrum búnaði er hægt að nýta skipin í áratugi eins og sjá má af Sigurði RE og Víkingi AK og fleiri gömlum skipum. Þannig er ekki hægt að benda á einhvern ákveðinn aldur á skipi, þegar endurnýjunar sé þörf. Hvort meðalaldur flotans er þá 15 eða 25 ár, skiptir kannski ekki öllu máli. Kannski má segja að aldur fiskiskipa sé afstætt hugtak. Sumar fiskiskipategundir, eins og skuttogararnir, eru komnar svo langt í hönnun, þróun og tækjabúnaði, að endurnýjunar þar er minni þörf en í öðrum flokkum. Þetta á líklega bæði við frysti- og ísfisktogara. Eins og Sævar bendir á er línuflotinn í flestum tilfellum frekar gamall. Þar hefur gömlum skipum verið breytt til línuveiða og þeim vel við haldið. Þarna er á hinn bóginn
meiri þörf endurnýjunar, því ljóst er að ný og sérhönnuð skip til línuveiða muni nota mun minni orku og væntanlega geta þau einnig orðið afkastameiri. Sævar nefnir einnig uppsjávarflotann, en þar mesta breytingin í meðferð aflans um borð til að nýta hann til manneldis. Þá er einnig spurningin um toggetu og orkunotkun þessara skipa. Ein staðreynd hlýtur þó að blasa við. Það verða að vera ákveðnar fjárhagslegar og rekstrarlegar forsendur fyrir endurnýjun. Hún verður að borga sig og fyrir henni verða að vera til nægir fjármunir. Óvissa um fiskveiðistjórnun og hugsanleg upptaka veiðiheimilda hlýtur að letja útgerðarmenn til fjárfestingar. Ennfremur er það staðreynd að útvegurinn er nokkuð skuldsettur vegna kaupa á aflaheimildum samfara eigendaskiptum á fyrirtækjum, þegar menn hafa verið að selja sig út úr greininni. Í þeim viðskiptum hefur verð á aflahlutdeild klárlega verið alltof hátt. Auðvitað koma inn nýir aðilar, en töluvert skuldsettir og hafa því lítið svigrúm til endurnýjunar. Sú staðreynd liggur einnig fyrir að undanfarin ár hefur mikið af ráðstöfunarfé útgerðarinnar farið í kaup og leigu á aflaheimildum. Það hefur gert hvort tveggja í senn að styrkja hráefnisöflun hennar og draga úr ráðstöfunarfé til annarrar fjárfestingar. Annars hefur mest endurnýjun verið í minni bátunum, bátum í litlakerfinu svokallaða. Hvað ræður því er hugsanlega minni launakostnaður og aðrir hagstæðari þættir. Íslenski fiskiskipaflotinn er enn mjög öflugur þó stærri skipin séu að meðaltali í 30 ára gömul. Líklega skilar enginn floti í heiminum jafnmiklum verðmætum á land og sá íslenski og sama má segja um verðmæti á hvern sjómann.
Meðalaldur íslenskra fiskiskipa árið 2010 BT Tré Stál 0 til 10
Plast Annað Alls Meðalaldur
2
0
288
0
290
18
10 til 24
20
25
175
1
221
16
24 til 50
20
21
9
0
50
31
50 til 100
13
27
0
1
41
39
100 til 150
1
14
0
0
15
28
150 til 200
1
19
0
0
20
35
200 til 300
0
30
0
0
30
37
300 til 500
0
39
0
0
39
33
>500
0
36
0
0
36
29
57
211
472
2
742
22
Samtals
útvegsblaðið
janúar 2012
7
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða:
Ef menn trúa eigin áróðri Sigurjón M. Egilsson skrifar: sme@goggur.is
„Það er mikilvægt að við reynum að ná fram niðurstöðu í þessum efnum og ná betri sátt. Það þarf að gera annars vegar breytingar sem koma til móts við þá miklu óánægju sem hefur verið um ákveðna hluta þess fyrirkomulags sem er og hins vegar verður að tryggja sjávarútveginum öruggt rekstrarumhverfi. Ég held að allir hafi skilning á því,“ segir Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra um þá vinnu sem unnin er við gerð frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. „Ég trúi því að þetta sé hægt, annars væri ég ekki að þessu. Og þetta verður erfitt. Það verður aldrei sú niðurstaða sem allir verða sáttir með. Sennilegast verða menn ámóta óánægðir á báðum endum. Það er að sega þeir sem vilja umbylta kerfinu og svo þeir sem vilja engar breytingar. Líklegast er að þessir hópar fái ekki allt sitt fram. Aðalatriðið er að niðurstaðan gagnist okkur, verði skynsamleg og taki á þeim vandamálum sem við viljum sníða af. Við viljum ekki einkaeignaréttaþróun á sameiginlegri auðlind og um leið viljum við að sjávarútvegurinn viti á hvaða grunni hann starfar á einhverjum tíma inn í framtíðina.“ Þegar Steingrímur var spurður hvort sé að tala um samninga í kannski 35 til 40 ár, svarar hann. „Ég er ekki viss um að það þurfi svo langan tíma. Það er vel umfram venjulegan afskriftartíma á fjárfestingum. Svo skiptir miklu hvað tekur við, hvernig framlengingar eða endurnýjunarákvæði verða. Svo vil ég segja varðandi umræðuna um fjárfestingar, að þar finnst mér margir hafi hengt þar bjölluna á óvissu vegna mögulegrar breytinga á fiskveiðistjórnuninni. Hvers vegna ætti hún að vera, nema menn trúi eigin áróðri um að það verði einhvern við völd á Íslandi svo vitlaus að þau ætli að kollvarpa sjávarútveginum. Þetta hef ég aldrei talið boðlega umræðu. Það dettur engum í hug að kippa fótunum undan stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar. Það er hægt að deila og rífast um hvað er ásættanlegt í þessum efnum og hvaða áhrif breytingar hafa. Síðan er það nú þannig, að það eru talsverðar fjárfestingar í gangi. Það er rétt að skipakosturinn er að verða gamall og þar höfum við dregist afturúr, en það er heilmikil fjárfesting í gangi í landvinnslunni, í iðnaðinum, í tækjabúnaði og það er stórkostlegt að sjá samstarf atvinnugreinarinnar og íslensku iðnfyrirtækjanna. Allt er þetta gert til að hámarka verðmæti framleiðslunnar. Það hafa átt sér stað ævintýraleg þróun í landvinnslunni. Bæði hvað varðar uppsjávaraflann og bolfiskinn. Sífellt er að verið að ná meiri gæðum í framleiðslunni. Sú þróun er á fullri ferð. En hrunið stoppaði margt. Óvissan um efnahag fyrirtækjanna, gengisfallið og hækkun erlendra lána. Margir samverkandi þættir hafa leitt til þess að fjárfestingar hafa dregist saman, en þær eru að aukast. Sem betur fer.“ Meðal annars hefur verið sagt, Steingrímur, að engin atvinnugrein geti búið við það að þurfa í raun að fara í kosningar um sína stöðu á fjögurra ára fresti. Jón Bjarnason, forveri þinn í ráðuneytinu, lagði fram frumvarp sem annar ráðherra, Össur Skarphéðinsson, líkti eftir á, við bílslys. Hefur þetta ekki þær afleiðingar að þeir sem vinna í sjávarútvegi óttast annað eins? „Það má margt segja um það sem liðið er í þessum efnum. Það er hárrétt að það er ógæfa ef málefni sjávarútvegsins eru endalaust í þessum farvegi að grundvallarlöggjöfin og fyrirkomulagið er bitbein pólitískra deilna í hverjum einustu kosningum. Og þá búa menn fyrst við þá óvissu sem þeir kvarta núna undan ef þessi tilraun nú mistekst. Þá bíða okkar áframhaldandi illdeilur um málið inn í aðdraganda næstu kosninga og þeirri óvissu sem því tengist. Það er gríðarlega mikið í húfi, við eigum þetta tækifæri núna sem við verðum að nýta til að enda þetta mál á skynsamlegan hátt. Annars heldur þetta bara áfram.
» Auðlindin er sameign og menn hafa nytjarétt sem þeir greiða fyrir. Með því er mikið fengið og verður þá komið yfir á framtíðargrundvöll. Þá bíða okkar áframhaldandi illdeilur um málið inn í aðdraganda næstu kosninga og þeirri óvissu sem því tengist. Mynd: Johannes Jansson/norden.org
Það verður ekki sátt um kerfið nema tekið verði á ákveðnum hlutum. Það tel ég vera fullreynt. Menn vilja ekki að þetta verði sem einkaeignaréttur, við viljum ekki að menn gangi út úr greininni með stórkostlega fjármuni. Ég held að það sé ekki ágreiningur um þetta og vona að allir séu reiðubúnir til að setjast niður og ganga frá því í eitt skipti fyrir öll. Auðlindin er sameign og menn hafa nytjarétt sem þeir greiða fyrir. Með því er mikið fengið og verður þá komið yfir á framtíðargrundvöll. Síðan er það fyrirkomulag
samningsbundins afnotaréttar og síðan hliðarráðstafanna í kerfinu. Það er ekki annað hægt en að hafa hliðarráðstafanir sem er hægt að grípa til vegna byggða- umhverfis og atvinnusjónarmiða. Hvort sem það er með strandveiðum, leigupotti, eða byggðatengdum veiðum. Það er afmarkaður þáttur þessa máls. Það er hægt að þróa það kerfi og breyta eftir aðstæðum hverju sinni. Það væri dapurt að stranda á ágreiningi um það. Það er óhugsandi að hafa kerfi án möguleika sem snúa að atvinnu fólks, byggðum og öðru
slíku. Þetta þarf að leysa saman á farsælan hátt. Greinin þarf sameiginlega að leggja sitt af mörkum gagnvart þessu þannig að stóra kerfið gangi í friði við umhverfið, við byggðirnar, við þjóðina. Steingrímur ætlar sér ekki langan tíma til verksins. Hann gerir ráð fyrir nýrri lagasetningu fyrir vorið. „Þannig að þetta sigli af stað í upphafi nýs fiskveiðiárs, 1. september næstkomandi. Það væri æskilegast og er tækifæri sem við höfum.“
8
janúar 2012
útvegsblaðið
Fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða eru boðaðar:
Gjörbreytt kerfi eða lítið breytt? Útvegsblaðið leitaði til fólks, sem tengist sjávarútvegi, og lagði fyrir það spurningar. Svörin gefa mynd af því sem hugsað er hér og þar í greininni.
Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð: » 1. Hvaða breytingar er þarfast að gera á núverandi kerfi? ,,Sáttanefndin” komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægast væri að: 1. að í stjórnarskrá verði sett ótvírætt ákvæði um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. 2. að gerðir verði tímabundnir samningar um nýtingu aflaheimilda 3. að greitt verði fyrir nýtingarréttinn Við þær breytingar sem nú er unnið að er því mikilvægt að eignarhald þjóðarinnar verði skýrt um leið og reynt verður að tryggja enn frekar atvinnuöryggi þeirra sem starfa í greininni. Það gerist m.a. með tímabundnum samningum, eins og þekkt er við nýtingu annarra auðlinda okkar. Við breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða er mikilvægt að horfa til þess hvaða lög og reglur gilda almennt um auðlindir okkar, og um hvað í þeirri stefnu virðist ríkja almenn sátt. Það er áríðandi að hjá þjóð sem er jafn háð skynsamlegri nýtingu auðlinda, verði þróuð samræmd auðlindapólitík og breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða ættu að taka mið af því. Í þeim lögum og reglum sem þegar hafa verið sett um auðlindir, og í ýmsum papp-
gerða ræðst m.a. af viðhorfum til þess hver arðsemiskrafa til greinarinnar á að vera og hvaða skilyrði eru fyrir aðgangi að pottum. Ég skynja vaxandi þunga með þeirri skoðun að ef það eigi að vera til pottur þá eigi það að vera uppboðspottur. Og þá í leiðinni vaxandi andúð á beinum pólitískum afskiptum þar sem forsendum og leikreglum er látlaust breytt eins og í byggðakvótanum. Þar sem sjávarútvegur er ein af meginstoðum efnahagslífsins þarf bæði að vanda sig og rökstyðja vel eigi að nota greinina til handstýrðra byggðaaðgerða. Þá þarf að vera ljóst að ef nota á sjávarútveginn sem byggðaaðgerð sé það fullkannað að önnur úrræði séu ekki líklegri til að skila framtíðarstörfum á viðkomandi stað.
írum sem unnir hafa verið fyrir stjórnvöld, eru bæði svör og lausnir sem hægt er að nýta við úrlausn ýmissa deilumála s.s. varðandi úthlutun nýtingarréttar, gjaldtöku, viðskipti með hráefni o.fl.
» 2. Á að taka tillit til byggðarsjónarmiða og atvinnusjónarmiða í breyttum lögum? Sjávarútvegsstaðirnir byggðust upp vegna nálægðar við miðin og hafa síðan þróast í samspili utanaðkomandi aðstæðna, stjórnvaldsaðgerða, síbreytilegrar tækni og þekkingar og frumkvæðis heimamanna. Atvinnusjónarmið í umgjörð sjávarútvegsins þurfa að byggja á skilningi á því að styrkur greinarinnar byggir m.a. á þeirri fjölbreytni og sveigjanleika sem » 4. Er nauðsyn að þingið ljúki breytingum hún býr yfir, og að eins og annar atvinnuá þessu vorþingi þannig að ný lög taki gildi rekstur byggir framþróun sjávarútvegs á fyrir nýtt fiskveiðiár, 1. september í haust? mannauði, samgöngum og aðgangi að fjár20 ÚTVEGSBLAÐIÐ Því fyrr sem lagaumgjörð útvegsins skýrist, magni. Löggjöfin þarf að taka tillit til þessa. því betra. Atvinnugrein sem er einn af burðarÞá munu bæði öflugir einstaklingar og fyrirMatís ráðleggur um meðferð á fiski: ásunum í efnahagsstarfsemi, ekki bara heilu tæki sjá ný tækifæri. byggðarlaganna heldur landsins alls, þarf um» 3.Hversu stóran hluta kvóta er eðlilegt gjörð sem veitir eins mikið atvinnuöryggi og að nota til potta, eða jöfnunaraðgerða? er í boði fyrir grein sem byggir á lifandi auðHvaða skilyrði eru fyrir aðgangi að pottum? lind og keppir með afurðir á dýrum mörkuðum Hverju eiga jöfnunaraðgerðir að skila? Áður en erlendis. Pólitísk inngrip og afskipti eiga að það liggur fyrir er erfitt að svara þessari spurnvera í lágmarki. Hluti af þeim stöðugleika sem ingu. Stærð potta og/eða umfang jöfnunaraðþarf er að eignarhaldið sé skýrt, nýtingarOKTÓBER 2011
Frá veiðum til kaupenda KÆLING UM BORÐ
Meðhöndlun hráefnis fyrst eftir veiði er mjög veigamikill þáttur m.t.t. gæða, svo sem kæling og blóðgun og slæging, þar sem innyfli innihalda ensím og örverur sem valda mjög fljótt skemmdum á holdi. Einnig er mikilvægt að verja aflann fyrir utanaðkomandi mengun og sólarljósi. Áriðandi er að fiskur sé kældur hratt og
samningar sanngjarnir og að þjóðin skynji mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar sé góð, enda sé hún sýnileg. Atvinnuöryggi þúsunda einstaklinga og fjölskyldna er í húfi að vel takist til. » 5. Annað? Veiðiheimildir (kvóti) eru gæði sem kosta og margir hafa aflað sér með ærnum tilkostnaði. Eftir þorskniðurskurðinn 2007 kom sú staða upp hjá mörgum, ekki síst einyrkjum og minni útgerðum, að ef halda átti áfram varð að kaupa viðbótarveiðiheimildir til að gera útgerðina rekstrarhæfari til framtíðar litið. Sumir tóku þann kost að selja og hætta. Á þessum tíma voru ódýr erlend lán í boði. Svo kom 2008 með gengishruni og síðan bankahruni. Þessar útgerðir eru engan veginn búnar að ná jafnvægi, margar hafa misst skip og/eða eru í miklum vanda. Og eðlilega finnst ýmsum það fjandsamleg ákvörðun að taka síðan enn af þeim sem eru atvinnumenn í greininni til að búa til tómstundir með ,,gjafakvóta“ handa þeim sem hafa að jafnaði atvinnu af öðru. Hinsvegar hefur greinin, eins og oft áður, sýnt mikinn sveigjanleika og ég dáist að þeirri útsjónarsemi sem fiskvinnslan hér á Dalvík hefur t.d. sýnt við að halda uppi atvinnu undanfarin ár, þrátt fyrir kvótaniðurskurð, lítið hráefni á mörkuðum og oft á tímum mjög há verð.
Frosti ÞH-229
Viðskiptahúsið kynnir frystitogarann Frosta ÞH-229. Frosti var smíðaður í Gdansk, Póllandi árið 1990. Upphaflega var Frosti smíðaður sem ísfiskiskip árið 1990 en honum var breytt í frystitogara árið 1996. Einnig var sett ný brú á skipið árið 2000 auk þess sem íbúðir voru stækkaðar meðal annarra endurbóta. Aðalvél skipsins er Sulzer Cegielski, 1740 hestöfl, 705kW. Stærðir skipsins eru ML: 39,3m BR: 9,4m.
Íshildur SH-160
Viðskiptahúsið kynnir handfærabátinn Íshildi SH-160. Íshildur var smíðuð í Hafnarfirði árið 1993. Aðalvél bátsins er Cummins, 254 hestöfl, 187kW. Stærðir bátsins eru ML: 8,59m BR: 2,5m.
Við skorum á nýjan sjávarútvegsráðherra að vanda til verka þegar hann leggur fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Allra hagur er að eyða óvissu um framtíðina. Áfram Ísland. Guðbjörg Kristín SH-165
Viðskiptahúsið kynnir drágnótabátinn Guðbjörgu Kristínu SH-165. Guðbjörg Kristín var smíðuð í Hafnarfirði árið 1899. Aðalvél bátsins er Iveco, 320 hestöfl, 187kW. Stærðir bátsins eru ML: 9,45m, BR: 3,4m.
Sæberg HF-224
Viðskiptahúsið kynnir dragnótabátinn Sæberg. Sæberg var smíðaður í Romsdal, Noregi árið 1966. Aðalvél skipsins er Grenaa, 750 hestöfl, 552kW. Stærðir skipsins eru ML: 31,1m BR: 6,5m.
Flugaldan ST-54
Viðskiptahúsið kynnir línu- og netabátinn Flugaldan ST-54. Flugaldan ST-54 var smíðaður í Hafnarfirði árið 2007. Aðalvél bátsins er Yanmar, 368kW. Stærðir bátsins eru ML: 12,35m BR: 3,72m. Skipti á minni bát.
Ási ÞH-3
Viðskiptahúsið kynnir fjölveiðiskipið Ása ÞH-3. Ási ÞH-3 var smíðaður á Akureyri árið 1975. Aðalvél bátsins bátsins er Volvo Penta, 300 hestöfl, 280kW. Stærðir bátsins eru ML: 17,47m BR: 4,3m
Sævar KE-15
Viðskiptahúsið kynnir dragnóta- og netabátinn Sævar KE-15. Sævar KE-15 var smíðaður í Hafnarfirði árið 1985. Aðalvél bátsins er Volvo Penta 238 hestöfl, 175kW. Stærðir bátsins eru ML: 14,9m, BR: 3,83m. Skipti á minni bát.
Langanesbyggð
Óskum eftir Erum með kaupanda af fiskvinnsluhúsnæði í Hafnarfirði Erum með kaupendur af 10-20 tonna netabát Erum með kaupanda af aflahlutdeildum Erum með leigjendur af aflamarki Erum með leigjanda af aflamarksbát með aflamarki Erum með leigjanda af krókaaflamarksbát með krókaaflamarki Upplýsingar gefur Jóhann Ólafsson í 863-6323 eða johann@vidskiptahusid.is
www.vidskiptahusid.is - sími 566 8800
geymdur við lágt hitastig (0°C) til að hægja á skemmdum. Fiskinn ætti að blóðga í rennandi sjó/ vatni. Fiskurinn er venjulega settur í blóðgunarker og þá er mikilvægt að tryggja tíð vatnsskipti KÆLING STRAX EFTIR VEIÐI
Mjög mikilvægt er að kæla aflann strax eftir veiði með vökvaís/ísþykkni. Strax eftir blóðgun skulu afurðirnar þvegnar vandlega í neysluvatni eða hreinum sjó og ætilegir hlutar aðskildir frá úrgangi. Forkæla skal aflann enn frekar og eins nálægt fyrirhuguðu geymsluhitastigi og unnt er. Slæging, þvottur og ísun skal fara fram við fyllsta hreinlæti. Mælt er með því að geyma aflann ekki lengur en 24 klst. í vökvaís. Ef geyma þarf fiskinn í lengri tíma er mælt með að nota mulinn plötuís. Annar mikilvægur þáttur er hitastig í lestinni sem ætti að vera sem næst 0°C. Með því að hafa góða stjórn á hitastigi er hægt að spara bæði ís og orku auk þess að draga úr skemmdarhraða fisksins.
RÖÐUN Í KER Mikilvægt er að ílát sem not-
uð eru undir fisk séu hrein og óskemmd, en sérstaklega ber að gæta þess að innri byrði keranna séu heil þar sem einangrunin getur verið sannkölluð gróðrarstía fyrir örverur. Þegar fiskinum er
raðað í kerin þarf að gæta þess að hann raðist rétt, það er að segja að hann sé óundinn og snúi helst kviðnum niður. LÖNDUN
PÖKKUN OG GEYMSLA
Þegar fiskafurðum er landað, ferskum, kældum eða frystum verður að flytja þær í varið umhverfi strax til að verja þær fyrir veðrum og vindum og mögulegri mengun svo sem frá fuglum. Ef stutt töf verður á flutningi skal setja lok á ílátin til varnar í millitíðinni. Við löndun á frosnum afurðum (- 18 °C) má hitastig í afurðum ekki hækka um meira en 3 °C nema þær séu að fara beint í uppþýðingu.
Aðferðir og aðstæður við pökkun og geymslu skipta miklu máli varðandi að tryggja góða og stöðuga kælingu. Rannsóknir hafa sýnt að hitastýring í kælikeðju fiskafurða er oft ábótavant sem hefur neikvæð áhrif á geymsluþol og afurðavirði.
VINNSLA Mælt er með að viðhalda lágu og stöðugu hitastigi í kæli fyrir vinnslu. Hitastig í flökum og fiskstykkjum sem selja á fersk eða frosin má ekki fara yfir 4°C í vinnslurásinni. Hægt er að nota vökvakælingu til forkælingar en forðast þarf krossmengun, t.d. með stuttum kælitíma, hringkeyrslu á kælivökva og með því að endurnýja kælivökvann reglulega. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að lengja geymsluþol flaka sem náð hafa að hitna um 25% með vökvakælingu og þannig lengja geymsluþol flakanna um 6 daga í samanburði við sambærileg ómeðhöndluð flök. Vatn sem notað er við vinnsluna ætti að vera kælt niður í 1-2°C sé það mögulegt.
KÆLIGEYMSLA Eftirlit með hitastigi í kæligeymslu er mjög mikilvægt og ætti hitastigið að vera sem næst 0°C. Hraða ætti fyrstu þrepum vinnslunnar (t.d. hausun og slægingu) eins og kostur er, sérstaklega ef ekki er fylgst reglulega með hitastigi. Hráefni ætti að kæla eins fljótt og kostur er.
VÖKVAKÆLING
Sjómannafélag Eyjafjarðar
Ísstyrkur í vökvakælinum ætti að vera 10% eða hærri sem ætti að tryggja að hitastig vökvans fari niður í -1°C.
Vökvakæling er ferli þar sem flök eru sett í vökva sem hefur verið kældur niður í -1°C til -0.5°C.
FORKÆLING Mikilvægt er að forkæla flök fyrir pökkun til að ná sem lengstu geymsluþoli. Ef skoðuð eru áhrif þess að forkæla t.d. 5 kg af flökum niður í -1°C fyrir pökkun í frauðplastkassa sem geymdir eru við 15°C umhverfishitastig kemur í ljós að það tekur flökin nær 10 tíma að ná 0°C. Á sama tíma væru flök sem einungis hefðu verið 1°C fyrir pökkun búin að ná tæplega 7°C
PÖKKUN Hægt er að draga úr áhrifum óæskilegra hitasveiflna með því að nota vel einangraðar pökkunarumbúðir.
LOFTTÆMD PÖKKUN Lofttæmd pökkun sjávarafurða er yfirleitt ekki talin betri kostur en loftskipt pökkun. Lofttæmd pökkun örvar TMA myndun í sjávarfiski og því getur geymsluþol orðið styttra en fyrir ópakkaðan fisk. Fyrri rannsóknir á Matís hafa sýnt að við 0°C hefur lofttæmd pökkun ýsu eða þorskflaka ekki haft áhrif til lengingar geymsluþols samanborið við hefðbundna pökkun. Einnig hefur það örvi TMA myndun í sjávarfiski, geymsluþol getur því verið lakara en á ópökkuðum fiski
FLUTNINGUR EFTIR PÖKKUN Að ýmsu þarf að gæta við umlestun milli mismunandi hlekkja í kælikeðjunni sem og í flutningum hvort heldur sem með bílum, skipum eða flugvélum.
MIKILVÆGI HITA STIGS Í FLUTNINGI
Rannsóknir hafa sýnt að hitastig í sjóflutningum er mun stöðugra en í flugflutningum. Geymsluþol vöru er mjög háð hitastigi í flutningi og því er mikilvægt að vera meðvitaður um hvernig hitaferlar í flutningi eru, sérstaklega í lengri flutningum, t.d. á erlenda markaði. Útflutningur ferskra flaka frá Íslandi hefur aukist frá 5-10 þúsund tonnum í kringum 1990 í 15-25 þúsund tonn eftir 2003. Mest hefur verið flutt með flugi, en skipaflutningur hefur farið vaxandi. Algengt er að útflutningur frá íslenskum framleiðendum til kaupanda í Evrópu sé um 5-7 dagar fyrir sjóflutningskeðjur en 1-2 dagar ef flökin eru flutt með flugi.
UMLESTUN Mikilvægt er að draga úr hættunni á óæskilegum hitasveiflum við umlestun. Þetta er t.d. hægt að gera með því að nota rétt hannaðar einangrandi hurðir í umlestunarstöðvum þannig að sem minnstar hitasveiflur verði á milli pakkninga og umhverfis. Mikilvægt er að reyna að koma í veg fyrir að stórar stæður pakkninga séu opnaðar við umlestun en þetta er sérstaklega algengt við umlestun frá bíl yfir í flugvélar. Sé þetta nauðsynlegt ætti að forkæla hráefnið sem mest og nota vel hitaeinangrandi umúðir til að draga úr hitaflæði.
Flutningar með bílum Lofthiti í flutningsrými bíla sem flytja ferskar fiskafurðir ætti að vera milli -2 og 0°C og aldrei yfir 4°C. Við ofurkældar aðstæður (-2°C til 0°C) geymist fiskurinn best en hvernig tekst að viðhalda þessu hitastigi í afurð er m.a. háð hitaeinangrun pakkninga og flutningstíma. Mikilvægt er að nota vélknúna kæligáma við flutning. Í flestum flutningum þarf varmaflæðistuðull (K eða U) að vera jafn eða lægri en en 0.4 W/m2/K . Sé flutningstíminn hins
Snæfellsbær Bolungavíkur kaupstaður
Getum við skapað þúsundir starfa í sjávarklasanum?
- Þór Sigfússon skrifar um þau mörgu tækifæri sem okkur bjóðast. »4
Tilgangur íslenska sjávarklasans er að sýna styrk greinarinnar ... »8
Íslenski
sjávarklasinn Fylgirit Útvegsblaðsins » janúar 2012
Endalausir möguleikar - háleit markmið nást með góðri samvinnu og nýtingu tækifæra.
útvegsblaðið
10
janúar 2012
sjávarklasinn
Athuganir benda til að vöxtur verði í öðrum greinum en veiðum:
Sátt leggur grunn að nýjum störfum Hvar er vöxturinn? Athuganir erlendis benda til þess að vöxtur í veiðum verði lítill en þeim mun athyglisverðara er að sjá áætlanir um vöxt í öðrum greinum sem eru margar hverjar afsprengi veiða og vinnslu. Reiknað er með að vöxtur í fiskeldi verði allt að 8% á ári á heimsmarkaði, vöxtur í tæknibúnaði fyrir matvælavinnslu verði um 5-6% á ári, útflutningur í ýmissi þjónustu tengd hafinu um 5% og vöxtur í þróun lýsisafurða verði ívið meiri. Þá er talið að mestur vöxtur verði í margháttaðri sjávarlíftækni og hagnýtingu lífvirkra efna hafsins eða allt að 15-30% á ári. Þrátt fyrir góða viðleitni margra þá hefur Íslendingum ekki tekist að ná sama vexti í mörgum nýjum greinum eins og mörg nágrannalönd okkar. Þessu má breyta, Í athugunum sem Íslenski sjávarklasinn hefur gert kemur fram að einstakir sprotar og atvinnustarfsemi sem tengjast sjávarútvegi og fiskvinnslu telja sig geta vaxið með að minnsta kosti svipuðum hraða og alþjóðamarkaður ef hagfelldar aðstæður verða til staðar hérlendis. Nú eru teikn á lofti um uppgang í fiskeldi hérlendis. Kraftmikil fyrirtæki, bæði ný og þau sem fyrir eru, stefna á umtalsverðar fjárfestingar í fiskeldi. Miðað við nágrannalönd okkar eins og Noreg og jafnvel Danmörku, hefur fiskeldi vaxið lítið á undanförnum 10 árum. Tap sem varð á þessum rekstri fyrir röskum 20 árum virðist lengi hafa dregið þrótt úr greininni. Á meðan sóttu nágrannaþjóðir okkar fram og hafa náð umtalsverðum árangri á þessu sviði. Ef þær framkvæmdir sem hafa verið kynntar á síðustu mánuðum ganga eftir má gera ráð fyrir því að vöxtur í fiskeldi verði meiri hér en á heimsmarkaði og líklegt má telja að takist að tífalda framleiðsluna á næstu tíu árum. Það þýðir að rúmlega 2000 störf skapast í kringum fiskeldi á næstu tíu árum.
12000
10000
Mikilvægast er að sátt verði um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar og óvissu eytt.
Þróun starfa í vaxandi útflutningsgreinum sjávarklasans
8000
6000
Flutningaþjónusta á alþjóðamarkaði omegavinnsla
4000
tæknibúnaður Þjónusta og sala á alþjóðamarkaði sjávarlíftækni
2000 Störf
Á næstu árum geta orðið til störf í tengslum við sjávarútveg og fiskvinnslu hérlendis sem skipta þúsundum ef rétt er á málum haldið. Hér verður fjallað um hvernig atvinnulífið geti skapað 10 þúsund störf í sjávarklasanum svokallaða, þ.e. sjávarútvegi og tengdum greinum, á næstu fimmtán árum.
Fiskeldi
0 2000
2005
2010
Mikill vöxtur hefur einnig verið í útflutningi tæknibúnaðar fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu frá Íslandi. Tæknifyrirtæki munu líklega velta 30 milljörðum á árinu 2011 sem er 10% aukning frá árinu á undan. Erlendar athuganir benda til þess að vöxtur í spurn eftir tæknibúnaði í margháttaða matvælavinnslu á heimsmarkaði verði ívið minni en þó stöðugur. Sé reiknað með að íslensku tæknifyrirtækin vaxi um að meðaltali 8% á ári, þá má gera ráð fyrir að störfum í tæknigeiranum fjölgi um 1000 á næstu tíum árum. Norðmenn áætla að fjölgun starfa í alþjóðlegri þjónustu í tengslum við hafið og framleiðslu tengdri lýsi og fiskimjöli geti verið um a.m.k. tíu prósent á ári næsta áratuginn. Íslensk fyrirtæki eru að veita mun fjölbreyttari þjónustu í tengslum við erlendan sjávarútveg en flesta grunar; fjármálaþjónusta, skipa- og vinnslutækni, þjónusta iðnaðarmanna, slippþjónusta, eftirlit á hafsvæðum o.fl. Í lýsisframleiðslu eru klárlega tækifæri fyrir Íslendinga að fjölga atvinnnutækifærum sem fyrirtæki á borð við Lýsi eru einmitt að nýta um þessar mundir. Þá má nefna að íslensk flutningafyrirtæki hafa skapað sér sérstöðu í flutningum á
2015
2020
2025
fiskafurðum og en þótt sú starfsemi sé að stórum hluta erlendis verða til hundruðir starfa hérlendis vegna hennar. Loks má nefna að mikil tækifæri eru í sjávarlíftækni en þar er talinn verða mestur vöxtur á heimsvísu. Myndin hér á síðunni sýnir hvernig störfum getur fjölgað á komandi árum í störfum tengdum sjávarútvegi. Erfiðara er að spá fyrir um þróun í sjávarlíftækni hérlendis sem ræðst mikið af framlögum til rannsókna á þessu sviði. Nú starfa við þær útflutningsreinar sem að framan eru nefndar um 2800 manns en ef rétt er á málum haldið getur þessum störfum fjölgað um 10% á ár og orðið ríflega 10 þúsund árið 2025. Miðað við þessar tölur má gera ráð fyrir að fleiri störf verði í þessum greinum en í sjávarútvegi og fiskvinnslu innan rúms áratugar. Hér verður þó að hafa í huga að ef sjávarútvegurinn hefur ekki traustan grundvöll til þess að standa á má gera ráð fyrir að allar greinarnar tapi, bæði sjávarútvegur sjálfur og nær allar þær greinar sem hér um ræðir. Hlutverk sjávarútvegs Til þess að þessi spá megi ganga eftir þarf ýmislegt að spila með okkur. Mikilvægast er að sátt
verði um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar og óvissu eytt. Með þeirri óvissu sem ríkir er hægt og hljóðlega dregið úr þróunarstarfsemi hérlendis á ýmsum sviðum eins og í þróun tæknibúnaðar o.fl. þar sem fjárfesting í nærri tækni hefur komi frá útvegnum. Þetta hefur komið skýrt fram í athugun Íslenska sjávarklasans á þeim 70 tæknifyrirtækjum sem eru starfandi hérlendis og flytja út tæknibúnað. Nú eru merki um að þessi þróunarstarfsemi sé að flytjast til Noregs og víðar, m.a. í þróun í líftækni, tækjabúnaðar o.fl. Þar eru fjármunir til staðar í langtímafjárfestingar af þessu tagi. Önnur vísbending um vissa stöðnun á innanlandsmarkaði er að fjölda nýrra sprotafyrirtækja í framleiðslu á tækni fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu má telja á fingrum annarrar handar. Á síðasta áratug voru að minnsta kosti tvö fyrirtæki sett á laggirnar á ári í þessari grein. Í öðru lagi þurfa fjárfestingarsjóðir og bankar að auka áhuga sinn á fyrirtækjum í sjávarklasanum. Setja þarf á laggirnar fjárfestingarsjóð sem sérhæfir sig í þessum greinum, fjárfestir í fjölbreyttum fyrirtækjum á þessu sviði og dregur þannig úr áhættu. Ef tekst að eyða óvissu í sjávarútvegi á útgerðin að koma af enn meiri þunga í fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum í sjávarklasanum eins og í fiskeldi, tækniframleiðslu og ekki síst sjávarlíftækni. Loks þurfum við að efla rannsóknir og rannsóknarsjóði. Í Noregi er talið að um 1300 manns starfi í tengslum við rannsóknir í norska sjávarklasanum. Hér höfum við verk að vinna. Efla þarf rannsóknarsjóði á borð við AVS sjóðinn og koma sjóðnum undir sama fyrirkomulag og rannsóknarsjóðir Rannís. Störf verða verða sjaldnast til fyrir tilviljun. Þau verða til vegna þess að aðstæður eru til staðar fyrir fjárfestingar í nýjum tækifærum. Það hefur farið lítið fyrir margvíslegum fyrirtækjum í tengslum við sjávarútvegi. Þau hafa vaxið hægt og hljótt án þess að vera mikið hampað.
New York
N o r ður
Norfolk
LABRADOR
h e imsk
Boston / Everett
Nuuk
a u t sb a
Halifax
6°N
Argentia
u g ur 6
St. Anthony
St. John’s Harbour Grace
Ísafjörður Grundartangi Reykjavík
Akureyri
Vestmannaeyjar Reyðarfjörður
Fuglafjörður Klaksvík Þórshöfn
Aberdeen Grimsby Lisbon
Vigo Porto
Aalesund Maaloy Stavanger Bergen Kristiansund Egersund
Immingham Gatwick Antwerp
Sortland Tromsø
Velsen Aalborg Árósar Rotterdam Hamburg Kaupmannahöfn
Genoa
Hammersfest Fredrikstad Helsingborg
Kirkenes
Szczecin
Murmansk Klaipeda
Helsinki Riga St. Petersburg
Ameríkuleið
Suðurleið
Noregsleið I
Norðurleið
Noregsleið II
Austurleið
Leið samstarfsaðila
Aukin þjónusta Eimskips um Norður-Atlantshaf
Skrifstofur Eimskips
Frystihús Eimskips
Fulltrúi Eimskips
Vöruhús Eimskips
Frystihús samstarfsaðila
Styttra á milli ferða – meiri flutningsgeta
Fíton ehf. / SÍA
Eimskip hefur styrkt leiðakerfi sitt á Norður-Atlantshafi. Nýtt skip hefur bæst í flotann og eru nú tvö skip í siglingum til Norður-Ameríku í stað eins áður. Með þessu fjölgar ferðum og við bætast nýir áfangastaðir, sem bætir þjónustu enn frekar við viðskiptavini félagsins.
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
12
janúar 2012
sjávarklasinn
Íslenski Sjávarklasinn gefur mikla möguleika:
Getum við skapað þúsundir starfa í sjávarklasanum? Eftir: Þór Sigfússon
Á síðustu árum hefur margoft komið fram að starfsfólki í sjávarútvegi og tengdum greinum fækki og fullyrt er það sé eðlilegt í ljósi hagræðingar og þverrandi auðlinda. Það er stundum sagt að þær þjóðir sem eigi mestu auðlindirnar séu auðlindablindar, sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Á það við um okkur Íslendinga? Það er fullt af tækifærum sem við nýtum ekki í sjávarútvegi og tengdum greinum. Við erum svo upptekin af kvótaumræðu að við höfum ekki tíma í umræðu um tækifæri í þessari grein. Hér verður fjallað um hvernig sjávarklasinn svokallaði, þ.e. sjávarútvegur og tengdar greinar, getur skapað þúsundir starfa. Hvar er vöxturinn? Athuganir erlendis benda til þess að lítill sem enginn vöxtur sé í veiðum í heiminum en væntingar eru um vöxt í greinum sem eru afsprengi sjávarútvegs veiða og vinnslu. Reiknað er með að vöxtur í fiskeldi verði allt að 8% á ári á heimsmarkaði, vöxtur í tæknibúnaði fyrir m.a. fiskvinnslu verði um 5-6% á ári, útflutningur í ýmissi þjónustu tengdri hafinu um 5% og vöxtur í þróun lýsisafurða um 10%. Þá er talið að mestur vöxtur verði í margháttaðri sjávarlíftækni og hagnýtingu lífvirkra efna hafsins eða allt að 15-30% á ári. Þrátt fyrir góða viðleitni margra þá hefur Íslendingum ekki tekist að ná sama vexti í mörgum nýjum greinum eins og mörg nágrannalönd okkar. Þessu má breyta. Í athugunum sem Íslenski sjávarklasinn hefur gert kemur fram að einstakir sprotar og atvinnustarfsemi sem tengjast sjávarútvegi og fiskvinnslu telja sig geta vaxið með að minnsta kosti svipuðum hraða og alþjóðamarkaður ef hagfelldar aðstæður verða til staðar hérlendis. Fiskeldi Nú eru teikn á lofti um uppgang í fiskeldi hérlendis. Kraftmikil fyrirtæki, bæði ný og þau sem fyrir eru, stefna á umtalsverðar fjárfestingar í fiskeldi. Miðað við nágrannalönd okkar eins og Noreg og jafnvel Danmörku, hefur fiskeldi vaxið lítið hérlendis á undanförnum 10 árum. Tap sem varð á þessum rekstri fyrir röskum 20 árum virðist lengi hafa dregið þrótt úr greininni. Á meðan sóttu nágrannaþjóðir okkar fram og hafa náð umtalsverðum árangri á þessu sviði. Ef rétt er á málum haldið hérlendis og hvatt er til áframhaldandi uppbyggingar og þeirra framkvæmda sem kynntar hafa á síðustu mánuðum, má gera ráð fyrir því að vöxtur í fiskeldi verði meiri hér á næstu árum en í mörgum nágrannalanda okkar. Starfsmenn í fiskeldi eru nú um 250 en hæglega má gera ráð fyrir að þeim fjölgi um 15-20% á ári á næstu árum að meðaltali. Fyrirtæki á borð við Fjarðalax, Matorku, Laxa, Arctic Fish ásamt norskum og spænskum aðilum hyggjast hefja eða auka starfsemi sína hérlendis á þessu sviði. Hér ber þó að hafa í huga að sveiflur eru á fiskeldismarkaði og mörg lönd auka framleiðslu sína. Á móti kemur að spurn eftir eldisfiski fer vaxandi. Tæknibúnaður Mikill vöxtur hefur einnig verið í útflutningi tæknibúnaðar fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu frá Íslandi. Tæknifyrirtæki munu líklega velta 30 milljörðum á árinu 2011 sem er 15% aukning frá árinu á undan. Erlendar athuganir benda til þess að vöxtur í spurn eftir tæknibúnaði í margháttaða matvælavinnslu á heimsmarkaði verði að minnsta kosti 5-6%. Íslendingar eiga framúrskarandi fyrirtæki í þessu sviði eins og Marel, Hampiðjuna, Héðinn og einnig minni fyrirtæki eins og Skagann, 3X, Frost, Vaka fiskeldiskerfi, Vélfag, Trackwell og mörg fleiri fyrirtæki sem hafa starfað á markaðnum um nokkurt skeið. Síðan eru að koma fram fjöldi fyrirtækja sem eru ekki ýkja gömul en hafa náð miklum árangri eins og Marorka, Valka, HBT International, Mode svo einhver séu nefnd. Sé reiknað með að íslensku tæknifyrirtækin vaxi um að meðaltali 8-10% á ári, þá má gera ráð fyrir að störfum í tæknigeiranum fjölgi um 1000 á næstu tíum árum.
10000 9000 8000 7000 6000
Þróun starfaí vaxandi útflutningsgreinum sjávarklasans Flutningaþjónusta á alþjóðamarkaði Þjónusta og sala á alþjóðamarkaði lýsi, omega og mjöl
5000
sjávarlíftækni
4000
tæknibúnaður
3000
Fiskeldi
2000 1000 0 2000 2005 2010 2015 2020 2025 Vel launuðum störfum mun fjölga í sjávarklasanum ef rétt er á málum haldið
n Starfsfólk í hefðbundnum veiðum og vinnslu » Tæknifyrirtæki munu líklega velta 30 milljörðum á árinu 2011 sem er 15% aukning frá árinu á undan. Erlendar athuganir benda til þess að vöxtur í spurn eftir tæknibúnaði í margháttaða matvælavinnslu á heimsmarkaði verði að minnsta kosti 5-6%.
n Starfsfólk í þekkingariðnaði tengdum sjávarútvegi
Þróun sjávarklasans síðustu ár: 2000
2025
n Ljóst er að fækkun verður áfram í veiðum og
hefðbundinni vinnslu hérlendis. Ef rétt er á málum haldið mun hliðarstörfunum fjölga verulega og verða orðin fleiri en störf í vinnslu og veiðum innan ekki langs tíma. Þar liggja tækifærin.
n Með öflugum sjávarútvegi hafa orðið til fjölmörg fyrirtæki sem hafa þjónað útgerð og fiskvinnslu.
Þær greinar sem staðið hafa næst sjávarútvegi eins og veiðarfæragerð, málmiðnaður, flutningar og umbúðaiðnaður hafa allar haslað sér völl erlendis og nýtt sér þá þekkingu sem þær hafa aflað sé innanlands til ð flytja út vörur og þekkingu. Það sama er síðan einnig að gerast með greinar sem hafa að hluta byggt á þjónustu við útveginn. Þau fyrirtæki hafa aukið útflutning. Þannig eflist sjávarklasinn jafnt og þétt. (Heimild: Íslenski sjávarklasinn)
Útflutningsjónusta Norðmenn áætla allt að 10% fjölgun starfa í norskri útrás þjónustu í tengslum við hafið. Íslensk fyrirtæki eru að veita mun fjölbreyttari þjónustu við erlendan sjávarútveg en flesta grunar; fjármálaþjónusta, skipa- og vinnslutækni, þjónusta iðnaðarmanna, slippþjónusta, eftirlit á hafsvæðum o.fl. Nú má gera ráð fyrir að um 3-400 manns starfi við útflutning á þjónustu af þessu tagi hérlendis en ef við náum að efla okkur á þessu sviði í samræmi við áætlanir Norðmanna þá getur störfum í þessum greinum fjölgað um allt að 15% á ári næsta áratug. Lýsi og mjöl og tengd starfsemi Áætla má að framleiðsla tengd lýsi og fiskimjöli vaxi um a.m.k. tíu prósent á ári næsta áratug. Í lýsisframleiðslu eru klárlega miklir möguleikar fyrir Íslendinga sem fyrirtæki á borð við Lýsi eru einmitt að nýta um þessar mundir. Fiskimjölið verður sífellt verðmætari auðlind prótíns sem án efa verður meira nýtt sem fæðubótarefni. Flutninga- og hafnastarfsemi Þá má nefna að íslensk flutningafyrirtæki hafa skapað sér sérstöðu í flutningum á fiskafurðum og enda þótt sú starfsemi sé að stórum hluta erlendis verða til hundruðir starfa hérlendis vegna hennar. Þessu tengt er ýmis konar hafnastarfsemi sem kann að aukast hérlendis með auknum norðurskautssiglingum og aukinni þjónustu íslenskra fyrirtækja eins og slippa o.fl. Hér er ekki reynt að áætla aukningu í hafnastarfsemi en minnt á að hér kunni einnig að vera tækifæri sem vert er að skoða. Lífvirk efni hafsins Loks má nefna að mikil tækifæri eru í sjávar-
líftækni en þar er talinn verða mestur vöxtur á heimsvísu. Vöxtur hérlendis á þessu sviði ræðst mikið af því hvernig tekst til að fjármagna rannsóknir og þróunarstarf á þessu sviði og nýsköpunarfyrirtæki. Nú þegar er til staðar fjöldi hæfra rannsóknaraðila sem hafa náð miklum árangri á þessu sviði hérlendis. Þar má nefna rannsóknir hjá Matís sem hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á þessu sviði. Mörg fyrirtæki eru eða hafa haslað sér völl á þessu sviði eins og Kerecis og Ensímtækni. Hér kunna einnig að vera tækifæri í þörungavinnslu og lífverum undirdjúpanna þar sem kunna að leynast efni sem nýtast í lyf framtíðarinnar eins og Sesselja Ómarsdóttir dósent við Háskóla íslands hefur bent á. Um þróun starfa í vaxandi útflutningsgreinum sjávarklasans sýnir hvernig störfum getur fjölgað á komandi árum í störfum tengdum sjávarútvegi Nú starfa við þær útflutningsreinar sem að framan eru nefndar um 2800 manns en ef rétt er á málum haldið getur þessum störfum fjölgað um 10% á ár og orðið ríflega 10 þúsund árið 2025. Miðað við þessar tölur má gera ráð fyrir að fleiri störf verði í þessum greinum en í veiðum og hefðbundinni innan áratugar. Sátt skapar störf ... Til þess að þessi spá megi ganga eftir þarf ýmislegt að spila með okkur. Mikilvægast er að sátt verði um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar og óvissu eytt. Með þeirri óvissu sem ríkir er hægt og hljóðlega dregið úr þróunarstarfsemi hérlendis á ýmsum sviðum eins og í þróun tæknibúnaðar o.fl. þar sem fjárfesting í nærri tækni hefur komi frá útvegnum. Þetta hefur komið skýrt fram í athugun Íslenska sjávarklasans á þeim 70 tæknifyrirtækjum sem eru starfandi hérlendis og flytja út tæknibúnað.
Nú eru merki um að þessi þróunarstarfsemi sé að flytjast til Noregs og víðar, m.a. í þróun í líftækni, tækjabúnaðar o.fl. Þar eru fjármunir til staðar í langtímafjárfestingar af þessu tagi. Önnur vísbending um vissa stöðnun á innanlandsmarkaði er að síðustu þrjú ár er lítið sem ekkert um nýstofnun fyrirtækja í framleiðslu á tækni fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu. Á síðasta áratug voru að minnsta kosti tvö fyrirtæki sett á laggirnar á ári í þessari grein. Í öðru lagi þurfa fjárfestingarsjóðir og bankar að auka áhuga sinn á fyrirtækjum í sjávarklasanum. Setja þarf á laggirnar fjárfestingarsjóð sem sérhæfir sig í þessum greinum og fjárfestir í fjölbreyttum fyrirtækjum á þessu sviði. Ef tekst að eyða óvissu í sjávarútvegi á útgerðin að koma af meiri þunga í fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum í sjávarklasanum eins og í fiskeldi, tækniframleiðslu og ekki síst sjávarlíftækni. Svo þarf að efla rannsóknir. Í Noregi er talið að um 1300 manns starfi í tengslum við rannsóknir í norska sjávarklasanum. Við eigum töluvert í land í þessum efnum ef við ætlum að standa jafnfætis nágrönnum okkar. ... en stefnan þarf að vera skýr. Störf verða sjaldnast til fyrir tilviljun. Þau verða til vegna þess að aðstæður eru til staðar fyrir fjárfestingar í nýjum tækifærum og það er hreinlega góð stemming fyrir greininni. Það hefur farið lítið fyrir margvíslegum fyrirtækjum í tengslum við sjávarútveg. Þau hafa vaxið hægt og hljótt án þess að vera mikið hampað. Í Noregi hefur tækniklasi í tengslum við hafið verið starfandi um árabil í Álasundi. Klasann mynda 15 verkfræði- og hönnunarfyrirtæki, 14 skipasmíðastöðvar, 159 framleiðendur á tæknibúnaði og 18 skipafélög. Árið 2002, þegar klasinn var settur á laggirnar var velta fyrirtækjanna í klasanum sem samsvarar 400 milljörðum íslenskra króna. Þá strax var sett markmið um að velta fyrirtækjanna í klasanum yrði sem samsvarar um 2 þúsund milljörðum íslenskra króna árið 2016. Árið 2008 var velta klasans orðin sem samsvarar rúmlega eitt þúsund milljörðum íslenskra króna og starfsmenn voru um 21 þúsund talsins. . Tækifærin liggja oft nær okkur en við höldum, nú vantar bara að koma á sátt um sjávarútveg, kortleggja ný tækifæri og skapa smá stemmingu fyrir uppbyggingu. i Sjá m.a. The Royal Norwegian Society of Sciences and Letters (DKNVS) and Norwegian Academy of Technological Sciences (NTVA) (2006). Exploitation of Marine Living Resources – Global Opportunities for Norwegian Expertise. Informar Appraisal Report. PWC. Ireland 2008. SEA CHANGE (2007-2013) PART II Marine Foresight Exercise for Ireland. Marine Institute. ii Viðtal í Fréttablaðinu 3. September 2011.
Í lífsins ólgusjó Heilsa og heilbrigður lífsstíll á að vera eitt af meginverkefnum hjá stjórnendum fyrirtækja Forvarnaráðgjafar TM bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum sem tryggja starfsemi sína hjá TM ráðgjöf og tillögur að úrbótum á sviði mataræðis, heilsufars og öryggis sjómanna. Vel á sig komnir einstaklingar leysa vinnu sína betur af hendi og af meira öryggi - þeir takast betur á við veikindi og lífsgæði þeirra verða meiri þegar á heildina er litið.
// Tillögur að breyttu mataræði og hreyfingu // Samvinna við kokka á skipum // Heilsufarsmælingar // Vinnuaðstæður og líkamsbeiting um borð // Önnur öryggismál
„Þetta átak TM hefur komið af stað miklu heilsuátaki sem skilar sér í betra lífi hjá starfsfólkinu og fjölskyldum þeirra, og öflugri starfsmönnum.“ Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Hafðu samband við forvarnaráðgjafa TM: Sonja Sif Jóhannsdóttir (515 2654 / sonjasif@tm.is) Methúsalem Hilmarsson (515 2602 / methusalem@tm.is)
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is
14
8
janúar 2012
sjávarklasinn
Tæknifyrirtæki í Sjávarklasanum njóta flutningsstyrkja:
Efling samkeppnisstöðu Velta og útflutningur tæknifyrirtækja í sjávarklasanum (mia. kr.) Velta þar af útflutningur
6
4
S
amkvæmt frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra gætu framleiðslufyrirtæki á landsbyggðinni fengið styrk fyrir 10% af flutningskostnaði. Skilyrði er að varan sé að minnsta kosti hálfunnin á staðnum og að hún, eða hráefni í hana, sé flutt um að minnsta kosti 245 kílómetra leið. Þetta er skref í rétta átt fyrir sjávarklasann þar sem jöfnun samkeppnisstöðu fyrirtækja um landið getur eflt nýsköpun í sjávarklasanum. Um allt land eru starfrækt tæknifyrirtæki í sjávarklasanum. Þessi fyrirtæki hafa flest orðið til í nánu samstarfi útgerðar og tæknimanna. Síðan hafa þessi fyrirtæki hafið eigin útflutning á vörum sínum. Það er ekki nema eðlilegt að nýsköpun í sjávarklasanum eigi sér stað nálægt sjávarútvegsfyrirtækjunum víða um land. Það hefur orðið raunin hérlendis. Á Vesturlandi eru fyrirtæki á borð við Skagann og Traust, á Vestfjörðum eru fyrirtæki á borð við 3X, á Norðurlandi eru fyrirtæki eins og Frost, Sæplast, Vélaverkstæði Skagastrandar, Raf, Vélfag og DNG. Á Suðurlandi eru fyrirtæki á borð við Formax og Bláfell. Auk þess eru fjölmörg fyrirtæki í sjávarlíftækni með aðsetur víða um land eins og Primex, Norðurbragð og Kerecis svo nokkur séu nefnd. Fullyrða má að engin önnur starfsemi, sem krefst sérhæfðs vinnuafls, hafi fest rætur jafn rækilega víða um land eins og tæknifyrirtæki í sjávarklasanum. En er líklegt að fyrirtækin starfi áfram víða um land eða munu þau flytja sig um set til höfuðborgarsvæðisins þar sem bróðurpartur tæknifyrirtækja í sjávarklasanum er með höfuðstöðvar sínar? Ljóst er að tæknifyrirtækin eru lang flest staðsett á Reykjavíkursvæðinu, bróðurpartur þeirra. Svo virðist vera sem fyrirtækin séu sett á laggirnar í samstarfi við útgerðarfyrirtæki úti á landi en þegar
þau þurfa á auknu vinnuafli að halda og þurfa að standa straum af kostnaði vegna innanlandsflutnings á vörum sínum þá virðast þau fremur kjósa að byggja upp sína starfsemi á Reykjavíkursvæðinu. Þetta er í sjálfu sér skynjanleg ástæða. Það eru hins vegar sterk rök fyrir því að gott sér að tæknifyrirtæki í sjávarklasanum séu sem næst vettvangi – í nánu samstarfi við útgerðir í landinu. Þannig má telja að mest nýsköpun eigi sér stað. Mörg tæknifyrirtækja í sjávarklasanum hafa ekki verið fyrirferðamikil í styrkjakerfinu. Flest þeirra hafa staðið á eigin fótum og hafa einblínt á að afla viðskiptavina en ekki byggðastyrkja. Þetta er eiginlega þögli fyrirtækjahópurinn á landsbyggðinni sem vex og dafnar í frjálsum viðskiptum. Það er hins vegar spurning hvort megi efla þessa grein frekar með skynsömum aðgerðum. Eitt af því sem tæknifyrirtækin verða áþreifanlega vör við er að flutningur tækja til útflutnings er allt að tvöfalt dýrari fyrir þau en fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er óeðlilegt að skoða hvort bæta megi samkeppnisstöðu tæknifyrirtækja utan Reykjavíkur með því að eyrnamerkja hluta af fjármunum sem fara til ýmissa byggðaverkefna Byggðastofnunar til frekari flutningsjöfnunar. Nýtt frumvarp er skref í rétta átt en ljóst er að ef flutningskostnaður á tæki frá Ísafirði til Skotlands er helmingi hærri en frá Reykjavík til Skotlands, eins og raunin er, þá er samkeppnisstaðan enn ójöfn. Jöfnun samkeppnisskilyrða er besta byggðastefnan og þegar ofan á bætist að þessi stefna getur hugsanlega eflt tækniþróun í sjávarklasanum á landinu öllu, þar sem nýsköpunin verður nær útvegnum, þá er til nokkurs að vinna. Frumvarpið er partur af skynsamri vaxtarstefnu fyrir atvinnulíf utan Reykjavíkur og á að verða fyrsta skrefið af fleirum í þessa veru.
Ljóst er að tæknifyrirtækin eru lang flest staðsett á Reykjavíkursvæðinu, bróðurpartur þeirra. Svo virðist vera sem fyrirtækin séu sett á laggirnar í samstarfi við útgerðarfyrirtæki úti á landi en þegar þau þurfa á auknu vinnuafli að halda og þurfa að standa straum af kostnaði vegna innanlandsflutnings á vörum sínum þá virðast þau fremur kjósa að byggja upp sína starfsemi á Reykjavíkursvæðinu. annað
litlir bátar
kæling
pakkningar
veiðarfæri
sjávartækni
0
Fiskvinnslutækni
2
Mynd: Marel
Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.
www.samskip.is
Saman náum við árangri
16
janúar 2012
sjávarklasinn
Tilgangur íslenska sjávarklasans er að sýna styrk greinarinnar ... Íslensk útgerð er mun afkastameiri en útgerðir í samkeppnislöndum okkar. Góð fyrirtæki skapa tækifæri. Íslensk prótín eru á borðum milljóna manna daglega um allan heim. Það er góður árangur hjá 300 þúsund manna þjóð. Hjá klasanum starfa vel á annan tug þúsunda utan Íslands. Þessi erlenda starfsemi skapar tækifæri fyrir íslenska útflutningsstarfsemi og Lífvirk efni sérþekkingu. ... og umfang... Umfang sjávarklasans á Íslandi. Sjávarklasinn er lang stærsti klasinn á Íslandi. Nær ekkert þróað land í heiminum hvílir jafn mikið á haftengdri starfsemi og Ísland. Á meðan velta flestra sjávarklasa í löndunum í kringum okkur er um 1-5% af þjóðarframleiðslu landanna þá er þessi tala um fjórðungur þjóðarframleiðslunnar hérlendis. ... og tækifæri til atvinnusköpunar á næstu árum ... Getum við skapað 10 þúsund störf í sjávarklasanum á næstu 13 árum? Já, segir Sjávarklasinn, ef við sköpum stöðugleika í grunnatvinnuveginum og eflum fjárfestingar og nýsköpun.
Sjávarútvegur og tengd matvælavinnsla Fiskeldi
Tæknibúnaður fyrir vinnslu og veiðar
Sala og markaðssetning
Rannsóknir, menntun og þjálfun
... sem liggja meðal annars í tæknifyrirtækjum ... Tæknifyrirtæki í sjávarklasanum hafa vaxið mikið á Íslandi á undanförnum árum. Þótt lítið hafi borið á mörgum þessara fyrirtækja þá flytja þau út tækni fyrir um 16-18 milljarða króna á ári. Einungis örfá fyrirtæki voru með fleiri en 15 starfsmenn í upphafi aldarinnar en nú eru þau orðin á annan tug.
Eftirlit og stjórnun
Flutningar og hafnarstarfsemi
Ferðaþjónusta
Landgrunn og sjóefni
Fjármál og þjónusta
... líftækni ... Talið er að heimsmarkaður fyrir vörur eins og lýsi og ýmis efni eins og ensím o.fl úr sjávarafurðum vaxi umtalsvert á næstu árum. Líftæknifyrirtæki stækka á íslandi og geta skapað fjölda spennandi starfa. ... fiskeldi... Mikill kraftur er í íslensku fiskeldi og fjöldi fyrirtækja er í burðarliðnum. Líklegt er að við tvöföldum framleiðsluna í fiskeldi á næstu 2-3 árum. ...og flutninga- og sölustarfsemi. Mikil tækifæri eru til staðar hérlendis í frekari sölu- og markaðsstarfsemi tengdri hafinu en þar hafa íslendingar verið framarlega um árabil. Þá hefur íslensk flutningastarfsemi á Norður Atlantshafi vaxið mikið á undanförnum árum og þá ekki síst í tengslum við flutning sjávarafurða.
Íslenski sjávarklasinn Skýrsla um umsvif, tækifæri og áskoranir Sjávarklasinn 2011
SIGLDU LYGNAN SJÓ MEÐ N1 HEILDARÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG Áratuga reynsla hefur kennt okkur réttu handtökin í heildarþjónustu íslensk fiskvinnslu- og sjávarútvegsfyrirtæki. Með einu símtali getur þú pantað eldsneyti, smurefni og rekstrarvörur og notið þar aðstoðar hjá reyndu fagfólki sem þekkir þarfir íslensks sjávarútvegs. Hafðu samband og kynntu þér hvernig fagfólk N1getur veitt þér fyrirmyndarþjónustu.
WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000
Meira í leiðinni
fRÍVAKTIN F
y l g i r i t
Ú
t v e g s b l a ð s i n s
j a n ú a r
2012
Lögðu allt undir Félagarnir Adam Levý Karlsson og Andri Roland
Ford ákváðu sumarið 2010 að kaupa sér smábát í von um að geta hafið strandveiðar árið eftir. Nánast óreyndir fóru þeir út í mikið ævintýri og lögðu allt undir. »20-21
18
janúar 2012
fRÍVAKTIN
Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111:
Skipstjóri í 30 ár Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, var staddur á loðnuveiðum norðaustur af Langanesi þegar blaðamaður náði sambandi við hann. Hann hafði siglt skipi sínu úr höfn strax eftir hátíðarnar og verið með þeim fyrstu til veiða á nýju ári en Grétar er vanur loðnuveiðum á þessum árstíma. Fór fyrir borð Sjómannsferill Grétars hófst sumarið 1974 þegar hann réð sig á skipið Sæberg og fór á síldveiðar í Norðursjó. „Þá var ég sautján ára gamall og sigldi með skipinu til Skagen og Hirtshals í Danmörku þar sem við lönduðum aflanum. Eftir sumarið tók ég einn bekk í menntaskóla en að honum loknum fór ég aftur á Sæbergið og seinna meir á skuttogarann Hólmatind,“ segir Grétar. Grétari líkaði við sjómannsstarfið frá fyrsta degi og þótti það spennandi. Árið 1977 ákvað hann að skrá sig í Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan tveimur árum síðan. „Eftir útskrift vann ég sem stýrimaður á Seley. Þar fékk ég að kynnast hættunum sem fylgja starfinu þegar ég fór fyrir borð og lenti í ísköldum sjónum. Sem betur fer náðu skipsfélagar mínir að koma mér aftur um borð á síðustu stundu, en þá var ég kaldur og illa á mig kominn,“ segir Grétar og viðurkennir að atvikið hafi lengi setið í sér. Skipstjóri 24 ára „Árið 1981 fékk ég fyrsta skipstjórastarfið, þá 24 ára gamall, þegar ég fór að stýra Sæljóni SU 104. Þar veiddum við á öll þau veiðarfæri sem hugsast getur og sigldum mikið til Englands. Á þeim tíma höfðum við ekkert nema sjókort og þekkingu á siglingum og leiðum, áður en tölvurnar og internetið gjörbreyttu starfinu. Ég vann á Sæljóninu í tæp sex og hálft ár og var þar hjá góðu fólki,“ segir skipstjórinn. Aðspurður um hvað sé minnisstæðast frá þessum árum nefnir Grétar tvennt sem stendur upp úr. Annars vegar nefnir hann síldveiðar inn á fjörðum á Austurlandi, en
» Grétar með nafna sínum um borð í Jóni Kjartanssyni.
þaðan var stutt fyrir skipið að fara og skemmtilegur veiðiskapur að sögn skipstjórans. Síðan er honum minnisstætt þegar hann og áhöfnin á Sæljóninu tóku þátt í björgunaraðgerðum þegar tólf manna áhöfn breska tankskipsins Syneta fórst á leið til Eskifjarðar aðfaranótt annars dags jóla árið 1986. Áramótin 1987/88 hóf Grétar störf sem skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, skipi sem í dag heitir Lundey
NS. „Þá var ég ráðinn af Aðalsteini Jónssyni (Alla ríka). Hann var frábær persónuleiki og það var gott að vinna hjá honum. Árið 2008 fór ég síðan á Jón Kjartansson SU-111. Hann var upphaflega smíðaður árið 1978 og getur tekið 2400 tonn fulllestaður. Við erum fjórtán í áhöfninni en hún er að mestu samansett af reynsluboltum sem hafa starfað um borð frá því að ég tók við skipinu.“ Lífið í landi Grétar fylgist mikið með enska bolt-
anum og segir áhöfnina á Jóni Kjartanssyni innihalda marga og mikla sparkspekinga. „Sjálfur er ég dyggur stuðningsmaður Arsenal og fór í haust á Emirates, heimavöll Arsenal, og sá liðið keppa við Stoke og Bolton. Og að sjálfsögðu enduðu báðir leikirnir með sigri Arsenal,“ segir hann og hlær. Skipstjórinn á þrjú uppkomin börn, einn fósturson og þrjú barnabörn. Aðspurður um hvernig það hafi gengið í gegnum tíðina að sinna föðurhlutverkinu samhliða sjómannsstarfinu segir hann það hafa gengið ágætlega. „Yngsti sonur minn réð sig hingað um borð í haust í afleys-
» Árið 2005 fóru sambýliskona og fóstursonur Grétars með honum á kolmunaveiðar.
ingar og er núna með mér á loðnuveiðunum. En ég vona nú að hann fari ekki að gera þetta að ævistarfi eins og ég.“ Ásamt því að vera skipstjóri er Grétar eigandi veitingastaðarins og gistiheimilisins Kaffihúsið Eskifirði. „Konan er með mér í þessu og sinnir rekstrinum á meðan ég er á veiðum, en hún er einnig kennari hér í grunnskólanum. Ég hef því í nógu að snúast þegar ég er ekki úti á miðunum,“ segir Grétar að lokum.
Sjálfur er ég dyggur stuðningsmaður Arsenal og fór í haust á Emirates, heimavöll Arsenal, og sá liðið keppa við Stoke og Bolton. Og að sjálfsögðu enduðu báðir leikirnir með sigri Arsenal,“ segir hann og hlær.
» » Jón Kjartansson SU-111 að sigla inn á Eskifjörð með fullfermi.
VEIDDU BARA ÞAÐ BESTA
METNAÐUR OKKAR ER AÐ ÞJÓNUSTA VIÐSKIPTAVINI AF ÞEKKINGU OG REYNSLU OG TRYGGJA ÞEIM ÁNÆGJULEGA OG ÁRANGURSRÍKA VEIÐIFERÐ. NFJdesign.com
SKOTVEIÐI
V E I Ð I H O R N I Ð - S Í Ð U M Ú L A 8 - 1 0 8 R E Y K J AV Í K - S Í M I 5 6 8 8 4 1 0 - V E I D I H O R N I D. I S
/ / / F LU G A N . I S ///
VEIDIMADURINN.IS
20
janúar 2012
fRÍVAKTIN
Stunduðu strandveiðar frá Norðurfirði:
Lögðu allt undir Félagarnir Adam Levý Karlsson og Andri Roland Ford ákváðu sumarið 2010 að kaupa sér smábát í von um að geta hafið strandveiðar árið eftir. Nánast óreyndir fóru þeir út í mikið ævintýri og lögðu allt undir. Saga þeirra inniheldur byrjendamistök og óheppni, en er um leið vitnisburður um hversu langt menn eru tilbúnir í að ganga til að hasla sér völl í greininni.
Hugmynd þeirra félaga um að hefja strandveiðar kviknaði upphaflega við árslok 2009. Þá hafði Sigurjón Hilmarsson, sjómaður og frændi Adams, sagt frænda sínum sögur af strandveiðum. Sögurnar vöktu áhuga Adams, sem bar undir félaga sinn hugmynd um að þeir færu út í strandveiðar. Eftir talsverðar vangaveltur ákváðu þeir á endanum að slá til. „Þá höfðum við takmarkaða reynslu af handfæraveiðum. Ég hafði unnið við veiðar sumarið 2004, þegar dagakerfið var og hét, á meðan Andri hafði minni reynslu. Hann hafði hins vegar mun meira vit á þeirri hlið rekstursins sem kom að ýmissi pappírsvinnu, og gat því séð um allar leyfisumsóknir, reikningshald og annað slíkt. Við mynduðum því ágætt teymi,“ segir Adam. Á þessum tíma voru þeir báðir orðnir þreyttir á neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um efnahagsmál og atvinnuleysi, og vildu vera sínir eigin gæfu smiðir. Grænir og óreyndir byrjuðu þeir að afla sér frekari upplýsinga um strandveiðar og rekstur smábáta. „Við fórum til að mynda og hittum gamla sjómenn sem leiðbeindu okkur við hin ýmsu mál. Þar sem við höfðum ákveðið að fara vel undirbúnir á miðin drukkum við í okkur allt sem hinir eldri og reyndari höfðu frá að segja. Og að lokum vorum við orðnir ákveðnir í að byggja okkur upp gott orðspor í greininni,“ segir Andri. Sumarið 2010 hófu þeir síðan leit að rétta smábátnum og stefndu á strandveiðar árið eftir. Kaupa smábát Þeir félagar heyrðu fljótlega af báti sem var til sölu á Ólafsfirði. Sá var 200 hestafla flugfiskur, tæplega sjö metrar að lengd og þrjú brúttótonn. „Við höfðum samband við eigandann sem sagði okkur að báturinn væri í raun einungis skelin plús vél og drif. Hann sagði okkur einnig að vélin, Volvo Penta ´96 árgerð, væri í fínu ástandi. Þegar við komum til Ólafsfjarðar sáum við nýmálaða vélina og ákváðum á endanum að kaupa bátinn út frá loforðum hans um að vélin væri í toppstandi. Annað kom síðan á daginn,“ segir Adam. Vélin sem áður hafði staðið nýmáluð og glansandi reyndist vera í slæmu ástandi. Þar með höfðu strákarnir kynnst sínum fyrstu byrjendamistökum í rekstrinum. Þeir höfðu ekki gangsett vélina áður en þeir keyptu hana. „Þetta voru algjör byrj-
» Í júní 2011 var Kalli Karls tilbúinn í strandveiðar.
endamistök og auðvitað áttum við að prufa vélina fyrst. En við komum bátnum á verkstæði í Vogunum, þar sem við gjörsamlega strípuðum hann og tókum úr bæði vél og drif. Við lögðum nýtt rafmagn í bátinn, dekkuðum hann, settum í hann nýjar rúður og keyptum allan nauðsynlegan tækjabúnað. Síðan fór töluverður tími í að taka upp vélina,“ segir Adam. Þeir Adam og Andri höfðu upphaflega gert ráð fyrir þeirri vinnu og peningum sem fóru í að standsetja bátinn, en við þær áætlanir bættist síðan vesenið með vélina. Við upphaf sumars 2011 sá fyrir endann á verkinu, og Adam hafði þá nýlega klárað pungaprófið. Þá höfðu þeir eytt öllu sínu sparifé og stressið farið að segja verulega til sín. Að auki hafði Andri eignast son fyrr á árinu og þurfti því nauðsynlega að fá inn tekjur á móti útgjöldum. „Þetta reyndist dýrara en við höfðum áætlað í upphafi. Ég var vægast sagt orðinn mjög áhyggjufullur. Við höfðum verið á verkstæðinu öll kvöld og áttum okkur varla neitt annað líf. Ef báturinn hefði ekki komist í gegnum skoðun Siglingamálastofnunar hefði ég staðið uppi með ónothæfan bát og enga vinnu um sumarið,“ segir Andri. Báturinn fór án athugasemda í gegnum skoðun, enda höfðu þeir félagar verið í góðum samskiptum við Siglingamálastofnun á meðan þeir gerðu bátinn upp. Áður höfðu þeir ákveðið að skíra bátinn í höfuðið á föður Adams, sem hafði látist af slysförum í Noregi ári áður. Báturinn, Kalli Karls, var nú kominn með nafn og leyfi til strandveiða, og var þeim félögum þá ekkert að vandbúnaði.
» Nýmáluð vélin reyndist vera í slæmu ástandi.
Gerðu út frá Norðurfirði Þegar báturinn komst loksins út af verkstæðinu voru strákarnir búnir að missa af einum og hálfum mánuði á miðunum. Þeir keyrðu þá með bátinn til Hólmavíkur og stefndu á að hefja veiðar á veiðisvæði B. „Við höfðum heyrt góða hluti af svæðinu og töldum gáfulegast að vera þar. En
þegar við vorum búnir að sjósetja bátinn komu upp smávægileg vélavandræði sem við gátum leyst í gegnum síma. En um það leyti fórum við að efast um ákvörðun okkar um að gera út frá Hólmavík. Eftir talsverða íhugun tókum við síðan þá skyndiákvörðun að Adam skildi sigla bátnum norður til Norðurfjarðar á meðan ég keyrði pallbílinn og kerruna þangað,“ segir Andri.
fRÍVAKTIN
janúar 2012
21 » Eftir erfiða byrjun gekk sumarið að óskum.
Við höfðum samband við eigandann sem sagði okkur að báturinn væri í raun einungis skelin plús vél og drif. Hann sagði okkur einnig að vélin, Volvo Penta ´96 árgerð, væri í fínu ástandi. Þegar við komum til Ólafsfjarðar sáum við nýmálaða vélina og ákváðum á endanum að kaupa bátinn út frá loforðum hans um að vélin væri í toppstandi. Annað kom síðan á daginn. Á leiðinni til Norðurfjarðar ákvað Adam að nýta tímann sem fór í siglinguna og veiddi á leiðinni. Við komuna þangað hittu þeir Halldór Sverrisson, skipstjóra á Sörla IS 66, sem gaf þeim góð ráð um hvar best væri að veiða og í hvers konar föllum. Eftir það útveguðu þeir sér svefnpokaplássum og hófu næstu daga að veiða af fullum krafti. „Að sjá fyrstu handfærarúlluna koma um borð með fullt af þorski var gríðarlegur léttir eftir öll fjárútlátin. Við höfðum bókstaflega lagt allt undir. Hægt og rólega lærðum við síðan inn á svæðið og þegar kom að júlímánuði hafði okkur gengið betur en við höfðum þorað að vona. Þó komu auðvitað erfiðir dagar, en við vorum yfirleitt að fá mjög góðan fisk og mikið af honum var fimm kíló plús og átta plús,“ segir Andri stoltur. Fyrir utan einstakar sundferðir gerðu strákarnir lítið annað á Norðurfirði en að veiða, borða og sofa. Andri reyndi síðan um helgar að fara til Reykjavíkur að hitta fjölskylduna, og fékk þá oftast far í bæinn með fiskflutningabílum. Að þeirra sögn var heimafólkið viljugt til að aðstoða þá við nánast hvað sem er, og nefna þeir sérstaklega áðurnefndan Halldór Sverrisson, Gunnstein Gíslason hafnarvörð og Eddu Hafsteinsdóttur kaupfélagsstjóra.
Veiðisumrinu lauk með hvelli Á þeim degi sem strandveiðikvóti svæðis B kláraðist voru Adam og Andri á leiðinni í land með dagsskammtinn. Sumarið hafði gengið að óskum og þeir voru loksins lausir við áhyggjur fyrri mánaða. En áður en þeir komust í land brotnaði smurrörið fyrir túrbínuna í sundur vegna titrings, og þar með missti vélin smurolíu og drap á sér. Þeir voru svo heppnir að félagi þeirra var við veiðar á sama svæði og kom hann og kippti þeim með sér. Þannig lauk fyrsta strandveiðisumri áhafnarinnar á Kalla Karls. Að sögn Adams vinnur hann nú að því að gera bátinn tilbúinn fyrir komandi átök. „Ég byrjaði að vinna í vélinni strax í haust. Fyrr í ágústmánuði höfðum við fyrir algjöra hendingu keypt varahluti úr öðrum bát og áttum því aðra vél af sömu gerð. Nú er stefnan sett á að báturinn verði tilbúinn á réttum tíma fyrir næsta strandveiðitímabil, þar sem við munum byggja á öllu því sem við lærðum síðasta sumar. Strandveiðarnar hafa gefið okkur tækifæri til að komast inn í sjávarútveginn, sem hafði áður verið gjörsamlega ógerlegt fyrir okkur. Og það hefur verið draumi líkast að fá að upplifa þetta,“ segir Adam að lokum.
» Andri ánægður með risaþorsk.
22
janúar 2012
fRÍVAKTIN
Íþrótta- og heilsufræðingur segir sjómenn almennt lifa heilbrigðara lífi en áður:
Vitundarvakning á meðal sjómanna Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Árið 2008 kynnti Sonja Sif Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá TM, niðurstöður úr meistaraverkefni í íþrótta- og heilsufræði þar sem hún hafði rannsakað heilsufar íslenskra sjómanna. Niðurstöðurnar sýndu að þrír fjórðu þátttakenda í rannsókninni voru of þungir, með of hátt kólesteról og blóðþrýsting, og höfðu lítið þrek. Að auki höfðu margir fundið fyrir depurð, kvíða og svefnleysi, sem að miklu leyti mátti rekja til óheilbrigðs lífernis. „Í upphafi skoðaði ég stóran hóp sjómanna og lagði fyrir þá ýmsar spurn» Sonja Sif ingar. Síðan skipti ég hópJóhannsdóttir, num í tvennt og veitti öðrforvarnarfulltrúi um helmingnum ráðgjöf og hjá TM. eftirfylgni varðandi hreyfingu og mataræði. Mennirnir í þeim hópi misstu samanlagt 150 kíló og lækkuðu blóðþrýsting og kólesteról . Einnig virtust þeir ná betur utan um kvíðavandamál og depurð og sváfu eins og lömb,“ segir Sonja Sif ánægð. Rannsóknin varð að fullu starfi Þegar niðurstöður rannsóknarinnar lágu fyrir var Sonju boðið starf hjá Tryggingamiðstöðinni og síðustu ár hefur hún farið um borð í skip og kynnt leiðir að bættu líferni og sinnt eftirfylgni. „Ég set mig í samband við útgerðir og býð fram þjónustu sem er fólgin í því að hvetja til heilbrigðs lífernis um borð í skipum. Ég byrja á því að halda fyrirlestur fyrir alla áhöfnina og reyni í kjölfarið að efla heilsuvitundina með því að auka þekkingu sjómannanna á mikilvægi góðrar heilsu.“ Eftir fyrirlesturinn setur Sonja sig í samband við skipstjóra og kokka og fer með þeim yfir mögulegar úrbætur. „Margir kokkar eru að gera frábæra hluti, en upp til hópa eru sjómenn að borða of stóra skammta og matvörur sem innihalda mikið af viðbættum sykri. Ef sjómenn myndu temja sér að borða aðeins hægar og minna í einu væri miklum árangri náð.“ Sonja segir afstöðu skipstjórans um borð gagnvart heilbrigðu líferni skipta miklu máli
» Stund milli stríða.
» Einn af sjómönnunum í þrekmælingu í Hjartavernd.
» Allt pláss nýtt til að geta púlað.
þar sem hann er oft ákveðin fyrirmynd. „Ef þeir eru ekki tilbúnir að taka skrefið þá er verkefnið andvana fætt,“ segir hún. Aðspurð um hvers vegna tryggingafélag hafi áhuga á heilsu sjómanna bendir Sonja á þá augljósu staðreynd að með bættu líkamlegu ástandi sjómanna má fækka veikinda- og slysadögum, sem er til hagsbóta fyrir þá sjálfa, útgerðir og tryggingarfélög. Að sögn Sonju hefur Síldarvinnslan hf. verið hálfgerður brautryðjandi á þessu sviði og innleitt mikið af ráðleggingum hennar. Á þriggja ára tímabili hefur
veikinda- og slysadögum meðal starfsmanna útgerðarinnar fækkað úr 53% niður í 13%. „Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á meðal sjómanna á síðustu árum. Sú vakning hefur gert það að verkum að fleiri sjómenn hugsa meira um líkamlegt heilbrigði en áður,“ segir hún. Fjölbreytt mataræði og aukin hreyfing Sonja segist ekki leggja áherslu á megrunarátök heldur að stuðla að fjölbreyttu matarræði og aukinni hreyfingu um borð og heima fyrir.
» Björn Þór Sigurbjörnsson, háseti og einkaþjálfari er til hægri á myndinni.
Háseti og einkaþjálfari „Það er mjög mikilvægt að hafa aðstöðu til líkamsræktar um borð því almenn heilsurækt hjálpar okkur að takast á við krefjandi starf sjómannsins. Í vaktafyrirkomulagi er nauðsynlegt að geta reglulega sinnt líkamsrækt því hún skilar sér í bættri líðan, svefni og aukinni afkastagetu,“ segir Björn Þór Sigurbjörnsson, menntaður einkaþjálfari og háseti á frystitogaranum Þór HF frá Hafnarfirði. Eftir að hafa unnið sem sjómaður frá unglingsaldri tók Björn sér frí frá sjómennskunni og gerðist einkaþjálfari og starfaði í faginu í mörg ár. Árið 2010 snéri hann aftur á sjó og sinnir nú einkaþjálfarastarfinu samhliða sjómennskunni. „Sjómennskan er mitt aðalstarf en með nútímatækni get ég leiðbeint fólki með fjarþjálfun í gegnum tölvupóstssamskipti og síma. Síðan fær maður löng og góð frí á milli túra og getur þá sinnt þessu af meiri krafti,“ segir hann. Að sögn Björns er aðstæður til líkamsræktar til fyrirmyndar um borð í Þór HF og þær bestu sem hann hefur séð um borð í íslensku skipi. „Hér er tækjasalur sem inniheldur handlóð, stangir, lóð, skíðavélar, hlaupabretti og margt annað. Við getum því auðveldlega sinnt fjölbreyttum æfingum sem henta flestum. Þessi tækjakostur kemur sér vel því áhöfnin hefur almennt áhuga á að komast í reglubundna hreyfingu og að stunda heilbrigt líferni. Við æfum reglulega og reynum að láta ekki slæmt veður stoppa okkur.“ Aðspurður um matarræðið um borð segir Björn að
„Oft þarf að hvetja til aukinnar neyslu á fiski, trefjum, ávöxtum og grænmeti, og draga úr notkun harðrar fitu. Það eru þessi litlu atriði sem skipta máli en alls ekki að taka eitthvað út og banna.“ Þegar kemur að aukinni hreyfingu leggur Sonja mikla áherslu á að menn nýti sér aðstöðu til líkamsræktar þegar hana er að finna um borð. Hún ráðleggur sjómönnum að hreyfa sig í að minnsta kosti 30-60 mínútur á sólarhring. „Eitt skemmtilegt dæmi um áhöfn sem tók mínum ráðleggingum er áhöfnin á Álsey frá Vestmanneyjum. Þeir tóku sig til og útbjuggu líkamsræktaraðstöðu um borð. Síðan er fullt af litlum einstaklingssögum af sjómönnum sem hafa farið í gegnum miklar lífsstílsbreytingar.“ „Í framhaldi af þessum góða árangri ætlum við hjá TM og slysavarnarskóla Landsbjargar að senda bréf á allar útgerðir og skip og fá þá til að taka þátt í Lífshlaupinu. Það mun standa yfir í febrúar og hver áhöfn getur verið eitt lið og keppt við aðrar áhafnir,“ segir Sonja og hvetur sjómenn til að skrá sig.
kokkur skipsins leggi mikið upp úr því að bjóða upp á fjölbreyttan og orkuríkan heimilismat. „Sjómenn þurfa orkuríka fæðu starfsins vegna og maður lifir ekkert á salati hérna. En kokkurinn er aftur á móti meðvitaður um að hafa matinn hollan og næringarríkan,“ undirstrikar Björn. Að lokum hvetur hann útgerðir hér á landi til að auðvelda sjómönnum að hreyfa sig reglulega og auka þannig súrefnisupptöku líkamans. „Þó starfið sé oft líkamlega erfitt eru kostir reglulegrar hreyfingar ótvíræðir og það hafa hinar ýmsu rannsóknir sýnt fram á.“ » Líkamsræktaraðstaðan um borð í Þór HF er til fyrirmyndar.
fRÍVAKTIN
janúar 2012
23
Frístund krossgátuDORMA blað (c)
EIGN
SKORDÝR
STAF
KLAUFSKA --------------HNETU
MILLIÁTT SK.ST.
2
KONA --------------Á ENDANUM
FEGNA
ENDIR
BEYGJA
3
RÓMV. TALA » Úlfar Eysteinsson veitingamaður á Þremur frökkum gefur góð ráð.
Vandfundið lostæti „Núna þegar hrogna- og lifratíminn er í algleymingi er tilvalið að framreiða rétt sem ég lærði að elda þegar ég vann sem annar kokkur á togaranum Júpíter árið 1962. Þar var kokkur sem hét Finnur Bjarnason og hann kenndi mér að sjóða hrogn á skemmtilegan máta. Maður einfaldlega tekur hrognpokana og aðskilur þá og snýr þeim við og fyllir þá með lifur. Einnig má setja fiskfars í staðinn fyrir lifrina til að höfða til yngri kynslóðarinnar. Síðan er þetta soðið í fimmtán til tuttugu mínútur,“ sagði Úlfar Eysteinsson, veitingamaður á Þremur frökkum, þegar blaðamaður Útvegsblaðsins leitaði til hans um góð ráð fyrir íslenska kokka á sjó. Úlfar segir þennan rétt vera vandfundið lostæti vegna þess að kokkurinn sem kenndi honum var sá eini sem matreiddi hann, að Úlfari undanskildum. „Þetta er svo bragðgott að ég hef um áraraðir boðið upp á þennan rétt í hádeginu á Þremur frökkum. Ég gef fólki oft að smakka þetta kalt á meðan það er að skoða matseðilinn og fólk virðist almennt vera sammála um að þetta sé mikið lostæti.“
LÝSIR UNDRUN --------------VÍÐVÆRASTAN
TÍMABIL --------------DÆLD
ÁTTARTÁKN BERA --------------EKKI MEÐ
SORG
SUKK --------------TÁKN
TÆMT --------------KER SK.ST. LEIKFÉLAGS --------------ÖRVITA
ANNÁLL --------------ÆPA HÆKKA --------------FÉLAGAR
ÆTLA
FRÍÐ --------------MAR KVIKS --------------HRYGGJA
DAUNN
MERKI --------------ÞOKU
4
LISTAMAÐUR --------------STAÐA
ÁHALD
TANNHJÓL --------------SÖNGRIT
FYRIRFARA BASSALYKILL --------------FJÖLDA
HANDBOR --------------FÁLKANN
RÆKILEGT --------------EFST
NÆR --------------ÍSLAUSAN
GRIPI --------------HÚSLÓÐ ATHUGALEYSI ----------------ÆÐIBUNUGANG
BAND
BEISKARA
NÝTT --------------KYNSTUR
ÓP
VIÐBRÖGÐ --------------SEYTLAR
RYKS --------------BRAUÐIÐ
5
UMFRAM --------------GERAST
HOLL
SEGIR ÆÐURIN --------------FISKURINN
FRÁ SJÓ --------------NÖLDRI
LOKUN --------------FYRIR AFTAN
DRUNA --------------LÍKA FRAMANDI --------------Í LOFTI
ÓSKA
STEFNA
GEYMI
SÉÐNI --------------HREINSAÐA
Í SPILUM --------------FUGL
LÝSIR ANDÚÐ
GÁÐA
ÞURRKUÐ BLÖÐ --------------HEY
MEÐLIMIR
TÖLUSK.ST.
TÁKN ÞYNGD- SNÆDDU AR
1
GISTIHÚS --------------MÆLA
KALLA
GRUNA
TEKIÐ SAMAN ----------------TVÍVARAMÆLT HLJÓÐ
NÁÐHÚS
6
FLJÓTIN --------------SÁ FIMMTI GNAUÐA
SK.ST. HAFAUSTURS --------------GETA
AULA
Vikan á Þerney Re: 31/01 2012 n „Jæja helgin liðin hjá og ný vinnuvika að hefjast, aðeins einn sunnudagur eftir hjá okkur að þessum frátöldum, næsta sunnudag verður að nýta hann alla leið þeas byrja á baconi kl.0800 og enda hann með vöfflum kl.2400 og tölum ekki um það sem fer fram þar á milli. Það er blússandi stemmari.“ Aðalsteinn Jónsson SU11: 30/01 2012 n „Búnir að kasta trollinu....koma svo.“
Guðmundur Í Nesi: 24/01 2012 n „Kolvitlaust veður hér á torginu...“
Klakkur SK: 27/01 2012 n „Hafið tekur hafið gefur, hörmungum stjórnar þessi refur hafið gargar hafið grætur hafið vakir daga og nætur og sjómennina saklausa tekur það í toll það skelfir okkar hjarta og huga gefur hroll og alltaf er það erfitt að geta ekki neitt hvorki sorgina sefað né atburðinum breitt
en sjómennirnir okkar bera Íslands skjöld og sverð og mannslíf verður aldrei nei aldei sett í verð svo munum við að þakka meir en tárum taki fyrir manninn sem bjargaðist úr þessu ólánsflaki....“
Farsæll GK: 25/01 2012 „Jæja,loksins er haldið í róður á þessum bát,allir komnir með nóg af hangsi. Nú skal tekið á því...Velkomnir til starfa áhöfn:“ n
Júlíus Geirmundsson ÍS 270: 29/01 2012 n „..brottför fimmtudaginn 2 feb. kl 11.00.“
Ólafur Bjarnason SH: 23/01 2012 n „spakk og hagettí í matinn og úlfarnir átu vel!!!!!!“
Víkingur AK 100: 28/01 2012 n „1300 tonn í mallanum og á leið til Akranes.“
Þú finnur Útvegsblaðið á Facebook.
sjávarklasinn
janúar 2012
G
rímur kokkur í Eyjum hefur hafið útflutning á ýsu í raspi til Færeyja. Þessi útrás Gríms er m.a. komin til vegna góðs samstarfs fyrirtækisins við Vinnslustöðina og Ísfélagið í Vestmannaeyjum. Grímur er með 15 manns í vinnu.
25
F
Í
yrirtæki sem eru í sjávarklasanum skapa um fjórðung landsframleiðslunnar. Flestar þjóðir sem við berum okkur saman við eru með um 1-5% þjóðarframleiðslunnar úr þeirra haftengdu starfsemi.
S N
orður Atlantshafið þekur um 5,7% af hafsvæði heimsins en veiðar á svæðinu er rösklega tvöfalt meiri en á heimsvísu.
jávarklasinn er vettvangur fyrirtækja sem starfa í kringum sjávarútveg og aðra haftengda starfsemi og vilja hagnýta tækifæri í hafinu allt í kringum okkur.
byrjun febrúar mun Íslandsbanki kynna nýja skýrslu sem sjávarklasinn hefur unnið að um efnahagslegt umfang Sávarklasans á Íslandi. Þær upplýsingar munu betur sýna raunverulegt umfang sjávarklasans í íslensku efnahagslífi.
Í
slendingar hafa um áratugaskeið náð að fá að meðaltali um 20-30% hærra verð fyrir fiskinn en mörg samkeppnislönd. Við getum misst þessa sérstöðu ef fjárfestingar í nýjum búnaði og skipum eykst ekki á næstu árum.
Þ
ótt sjávarútvegur sé undirstaða sjávarklasans þá eru tækifæri víða í klasanum til að skapa verðmæti: tækni- og hugbúnaður, líftækni, lýsisog mjölframleiðsla, fiskeldi, flutningar, rannsóknir, salaog markaðssetning. Hægt er að skapa þúsundir vel launaðra starfa í sjávarklasanum á næstu árum ef allir leggjast á árarnar.
T
il forna er talið að maðurinn hafi neytt omega-3 fitusýra, sem má finna í fiski, í jafn miklu mæli og omega-6 fitusýrur sem aðallega má finna í dýrafitu. Nú er talið að neysla omega-6 fitusýra sé 20-50 sinnum meiri en neysla omega-3. Þetta er meðal annars ástæða fyrir margháttuðum sjúkdómum sem takast þarf á við í nútimaþjóðfélagi. Í vaxandi spurn eftir omega-3 felast stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Lýsið okkar getur í náinni framtíð verið selt til lyfjaframleiðslu á margföldu verði sem skapar enn frekari tækifæri hérlendis.
R
eiknað er með að vöxtur í fiskeldi verði allt að 8% á ári á heimsmarkaði, vöxtur í tæknibúnaði fyrir matvælavinnslu verði um 5-6% á ári, útflutningur í ýmissi þjónustu tengd hafinu um 5% og vöxtur í þróun lýsisafurða verði ívið meiri. Þá er talið að mestur vöxtur verði í margháttaðri sjávarlíftækni og hagnýtingu lífvirkra efna hafsins eða allt að 15-30% á ári. Þrátt fyrir góða viðleitni margra þá hefur Íslendingum ekki tekist að ná sama vexti í mörgum nýjum greinum eins og mörg nágrannalönd okkar. Þessu má breyta,
Þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði og véltækni Héðinn hefur 90 ára reynslu af að þjóna íslenskum sjávarútvegi. Þekkingar- og þjónustusvið Héðins spannar alla þætti málmsmíða og véltækni, frá hönnun til uppsetningar, frá viðhaldi til viðgerða.
Héðinn starfar eftir ISO 9001 skráðu gæðastjórnunarkerfi.
hedinn.is
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100
26
janúar 2012
sjávarklasinn
» „Þegar kemur að okkar verkefnum er aðalatriðið að vinna að rannsóknum sem stuðla að vistvænu fiskeldi.“ Mynd: Matís
Samstarf Náttúrustofu Vestfjarða og Matís hefur opnað nýjar dyr:
Rannsaka lífræn umframefni í sjó Rannsóknasamstarf Náttúrustofu Vestfjarða og Matís á umhverfismálum strandsjávar hefur skilað ýmsum merkilegum niðurstöðum. Rannsóknir þeirra spanna allt frá athugunum á ákjósanlegum staðsetningum fiskeldis og yfir í hvað verður um lífræn umframefni sem ofauðga botn og sjó. Að sögn forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða hefur samstarfið sýnt þá möguleika sem felast í klasasamstarfi eins og Íslenska sjávarklasanum.
Rannsóknir
í þágu sjávarútvegs
Matís ohf. er mikilvæg þekkingarauðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykil aðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sérþekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum. Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þær styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti.
www.matis.is
Grunnrannsóknir orðnar tíðari Samstarfið hófst upphaflega þegar Náttúrustofa Vestfjarða kom að rannsóknum Matís varðandi tilraunir við að nota ljós til að seinka kynþroska þorska. Þá vann Matís með fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum og starfsmenn Náttúrustofunnar komu inn í þessar rannsóknir með áherslu á umhverfisþáttinn. „Frá þeim tíma hefur samvinna okkar gert Náttúrustofu Vestfjarða kleift að færa sig yfir í hreinar akademískar grunnrannsóknir á umhverfismálum strandsjávar til viðbótar við ráðgjöf og þjónusturannsóknir fyrir einstök fyrirtæki. Við höfum meðal annars stundað rannsóknir á því hvað verður um lífræn umframefni sem berast út í umhverfið og áhrif þeirra á lífríkið í sjónum. Það verkefni hefur þróast yfir í að vera okkar stærsta samstarfsverkefni,“ segir Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða. Þessar grunnrannsóknir hafa gert Náttúrustofu Vestfjarða kleift að þróa í auknum mæli ýmsar kenningar sem hægt er að alhæfa út frá og leitt fram niðurstöður sem nýtast
Frá þeim tíma hefur samvinna okkar gert Náttúrustofu Vestfjarða kleift að færa sig yfir í hreinar akademískar grunnrannsóknir á umhverfismálum strandsjávar til viðbótar við ráðgjöf og þjónusturannsóknir fyrir einstök fyrirtæki. fiskeldi betur en þröngar þjónusturannsóknir. Kanna þolmörk íslenskra fjarða Þorleifur segir samstarfið tvímælalaust hafa skilað sér í nýjum hugsunum og nálgunum. „Þegar kemur að okkar verkefnum er aðalatriðið að vinna að rannsóknum sem stuðla að vistvænu fiskeldi. Þær rannsóknir hafa síðan þróast yfir í stærri verkefni þar sem við erum að reyna að skilja þessi umhverfismál í stærri heild. Við vorum að ljúka grunnrannsóknarverkefni sem við köllum „Lífríki fjarða“. Þar er um að ræða grunnrannsókn á þolmörkum íslenskra fjarða fyrir lífrænni mengun,“ segir Þorleifur. „Við höfum einnig unnið með Matís við aðrar rannsóknir, t.d. á þróun eldiskvía og hvaða ásætur festast á kvíarnar. Auk þess er Náttúrustofan að vinna með Matís í að skoða sameldi þorsks og kræklings en of snemmt er að greina frá niðurstöðum þess verkefnis.“
Heildarlausnir fyrir sjó- og landvinnslu
• • • • •
Kassar Öskjur Arkir Pokar Filmur
• • • • • • • •
Skór Stígvél Vettlingarr naður, ð Vinnufatnaður, Hnífar Brýni Bakkar Einnota vörur o.fl.
Kassar læsast saman stöf lun og brettið við stöflun ð stöðugra öð verður
Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is
28
janúar 2012
sjávarklasinn
Þörf fyrir menntað fólk Í umræðum fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans hafa fyrirtækin lýst áhyggjum af því að áhugi ungs fólks á menntun sem tengist sjávarklasanum sé takmörkuð og oft sé skortur á vel þjálfuðu/menntuðu fólki á tilteknum sviðum klasans. Hér þarf að verða breyting á. Mikil þörf er fyrir vel menntað og þjálfað fólk til ýmissa rannsókna, fullvinnslu afurða, skipstjórnar, fiskeldis, verkog tæknifræði, markaðsmála, sjávarútvegsfræða, líftækni og flutninga svo eitthvað sé nefnt. Ef fyrirtæki í Íslenska sjávarklasanum eiga að auka verðmætasköpun á næstu árum þarf að efla menntun og áhuga ungs fólks á klasanum. Í framhaldi af því var ákveðið að mynda menntahóp allra þeirra aðila sem koma að sérmenntun sem tengist Íslenska sjávarklasanum. Þessi hópur mun vinna þvert á alla fyrirtækjahópa innan sjávarklasans. Þær menntastofnanir, sem fá þetta bréf og rætt verður við um aðild að þessu verkefni eru m.a. Háskólinn á Akureyri – sjávarútvegsfræði, Háskóli Íslands – Sjávar- og vatnalíffræði, matvælafræði og AQ Food, Hólaskóli – Fiskeldisog fiskalíffræði, Háskólinn í Reykjavík – verk- og tæknigreinar og logistic, Háskólasetur Vestfjarða – Strandsvæðanám, Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna, Tækniskólinn – Stýrimannanám og útvegsrekstrarfræði, Fisktækniskólinn og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum – Stýrimannanám og rannsóknarþjónustan Sýni. Þessi listi er ekki tæmandi en gefur vísbendingar um sérnám sem í boði er. Miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn veitti Íslandsbanki 5 milljónir króna til þess að efla menntun í sjávarklasanum og er ætlunin að ráðstafa þeim í þá stefnumótunarvinnu sem framundan er í menntahópnum og mögulegt markaðsátak í kjölfarið.
Íslandsbanki styrkir frumkvöðla:
Markmiðið er að hvetja til nýsköpunar Sérþekking Íslandsbanka á sviði jarðvarma og sjávarútvegs byggir á viðskiptasamböndum sem myndast hafa á löngum ferli en saga Íslandsbanka og forvera hans hefur verið samofin sjávarútveginum frá upphafi. Íslandsbanki gefur árlega út skýrslur og greiningar á sjávarútvegi og jarðvarmaiðnaðinum á Íslandi og í Bandaríkjunum og sinnir ráðgjöf við kaup og sölu á fyrirtækjum í þessum geirum. Að auki er Íslandsbanki stofnaðili íslenska sjávarklasans og jarðvarmaklasans. Á undanförnum árum hefur Íslandsbanki styrkt frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmiðið er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á þessum tveimur sviðum. Íslandsbanki hefur veitt sprotafyrirtækinu GÍRÓ styrk að fjárhæð 3 milljónum króna til að þróa aðferð
og smíða mælitæki sem mælt getur allt í senn hita, þrýsting, stefnu og halla borhola við allt að 400°C en slíkt tæki mun ekki vera til á markaðnum. Þá hefur Íslandsbanki einnig veitt menntastofnunum innan íslenska sjávarklasans styrk sem nemur 5 milljónum króna til að efla samstarf um námsframboð og marka stefnu og framkvæmdaáætlun um hvernig megi laða ungt fólk að menntun á þessu sviði. Nokkuð hefur borið á því að áhugi ungs fólks á menntun sem tengist sjávarklasanum sé takmarkaður en mikil þörf er fyrir vel menntað og þjálfað fólk til að auka verðmætasköpun á næstu árum. Íslandsbanki vonar að styrkirnir komi að góðum notum og muni styðja við þróun framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar orku og verndunar náttúruauðlinda.
sjávarklasinn
janúar 2012
V ÆNAR VE I ÐA R
em hefur verið með útgerð og fisk-
ru út fimm línuskip og geta þau veitt landið, þar sem fyrirtækið er með
ík, Djúpavogi og í Grindavík. Þannig
u fiskimiðum og gæðahráefni hverju
Með því að veiða eingöngu á línu Vísir hf. sitt af mörkum í að vernda
» Sveinn Kjartansson eigandi Fylgisfiska var fyrstur til að koma með þorsk upp í pontu á fundi sjávarklasans í Marel fyrir áramót.
una og fiskistofnana við landið.
davík • www.visirhf.is
29
30
janúar 2012
sjávarklasinn
KYNNING
TrackWell er hluti af íslenska sjávarklasanum:
Nýtt upplýsingakerfi fyrir vinnsluskip Sífellt eru gerðar meiri kröfur til skipstjórnarmanna um skráningar gagna um borð í fiskiskipum. Skráningar geta verið tímafrekar og oft þarf jafnvel að skrá sömu upplýsingarnar á mörgum mismunandi stöðum. Til þess að minnka tvískráningar og auka skilvirkni hefur íslenska hugbúnaðarfyrirtækið TrackWell hannað kerfið Afurðastjórann, sem heldur utan um afla og afurðir um borð og tengist við Afladagbók. TrackWell er hluti af íslenska sjávarklasanum og sér mikinn hag í góðu samstarfi við önnur fyrirtæki innan geirans. Afurðastjóraverkefnið var unnið í samstarfi við fjölda sjávarútvegsfyrirtækja með styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og AVS. Markmiðið er að auðvelda útgerðum að nýta rekjanleika til samþættingar á gögnum úr upplýsingakerfum virðiskeðju sjávarafurða. Afurðastjórinn var hannaður fyrir vinnsluskip, en hentar einnig fyrir karaskráningar í ísfiskskipum og fyrir viðbótar gæðaupplýsingar í uppsjávarskipum. Gögnum er skilað í land þar sem hægt er að skoða og vinna þau í gegnum vefviðmót. Einnig eru mögulegt að setja upp áframsendingu gagna til útgerðanna fyrir frekari úrvinnslu og senda inn í önnur upplýsingakerfi. Skipskerfi Afurðastjóri um borð tengist við gagnagrunn rafrænu afladagbókarinnar. Þannig eru allar upplýsingar um veiðiferðir, köst og staðsetningar sóttar sjálfkrafa. Skipskerfið skiptist í einingar sem hægt er að virkja eftir þörfum. Í Afurðabók er hægt að skilgreina nýjar afurðir, auk hráefnis og umbúða. Einnig er haldið utan um afurðaverð og gengi gjaldmiðla. Í Vinnslunýtingu er haldið utan um nýtingarprufur fyrir vinnsluskip og
frá fyrirtækinu Strikamerki. Afurðastjórinn heldur utan um vinnslulotur og hægt er að senda lotunúmerið út á prentarann Góð viðbrögð notenda Síðastliðið haust var Afurðastjórinn tekinn í notkum um borð í fimm vinnsluskipum frá kanadíska fyrirtækinu Ocean Choice International. Þar er haldið utan um allar afurðaskráningar um borð og gögnin sendast sjálfkrafa í land. Skipsstjórnendur hafa átt auðvelt með að tileinka sér kerfið og yfirsýn stjórnenda hefur aukist.
» Afurðastjórinn er í notkun um borð í kanadíska vinnsluskipinu Newfoundland Lynx.
skýrslur til Fiskistofu og löndunarhafnar. Skipsdagbók inniheldur færslur og athugasemdir skipstjóra og í Áhafnalista eru upp-
lýsingar um mannskap og vaktir. Búið er að setja upp tengingu milli Afurðastjóra og IceLabel límmiðaprentunar
Beinn aðgangur útgerðarfyrirtækja Allar afurðaskráningar er aðgengilegar í vefviðmóti þar sem hægt er að skoða nánari upplýsingar um afla í hverju kasti og einnig bætast við upplýsingar um afurðir og fjölda kassa eða kara. Auðvelt er að sækja skýrslur út úr kerfinu og fá t.d. beint í Excel. Flest íslensk útgerðafyrirtæki nota upplýsingarkerfi eins og Wisefish frá Maritech eða Innova frá Marel og geta þá fengið framleiðslu- og aflagögnin sjálfvirkt inn frá Afurðastjóra sem bætir gagnaflæði og eykur rekjanleika.
» Samstarfsaðilar Afurðastjóraverkefnisins.
KYNNING
Meira en 13.000 vörur í yfir 80 löndum bera MSC umhverfismerkið:
Markaðstækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg Á síðustu öld var mikil framþróun í fiskveiðum. Tæknin var orðin svo mikil að sumir fiskstofnar voru ofveiddir. Stórmarkaðir seldu margar fisktegundir, sumar úr sjálfbært nýttum stofnum en aðrar úr ofveiddum stofnum. Finna þurfti leið til að greina á milli hvort fiskurinn kæmi úr sjálfbært nýttum stofni eða ekki. Búinn var til staðall og merki sem átti að nota á fiskafurðir sem kæmu úr vottuðum fiskstofnum. Staðlarnir fengu nafnið Marine Stewardship Council (MSC). Vonast var til að með markaðskynningu myndi eftirpurn aukast eftir MSC vottaðri vöru, sem yrði hvatning fyrir fyrirtæki að votta sínar fiskveiðar og fá þannig aðgang að mörkuðum sem versluðu með vottaðar afurðir. Til að fá vottun þyrfti jafnvel að bæta fiskveiðistjórnunina sem leiddi til bættrar umgengni við auðlindir hafsins. Þannig yrðu heimshöfin áfram matarkista fyrir komandi kynslóðir. MSC trúverðugasti kosturinn Í dag starfa á annað hundrað manns hjá MSC á ellefu skrifstofum víðsvegar um heiminn. Starfsfólk MSC sér um kynningu bæði hjá fiskveiðiþjóðum, heildsölum, stórmörkuðum sem og hjá neytendum. Virk tengsl við alla hagsmunahópa sem tengjast sjávarútvegi, þ.m.t. stjórnvöld, aðila í greininni, vísindamenn, umhverfissamtök og almenning er lykilatriði til að skapa trúverðugleika. Í samanburðarrannsóknum er ítrekað staðfest að MSC er trúverðugasti kosturinn til að votta sjálfbærar fiskveiðar. Í dag er MSC eini staðallinn sem er í fullu sæmræmi við bæði kröfur FAO og ISEAL (International Social and Environmental Accreditation and Labeling Alliance). Vöxtur MSC hefur verið mikill á síðustu árum og í dag eru um 10-12% af fiskveiðum heimsins til manneldis vottaðar eða í vottunarferli samkvæmt staðli MSC. Yfir 13.000 vörur bera MSC umhverfismerkið og eru þær seldar í yfir 80 löndum.
Nágrannaþjóðirnar langt komnar Flestir helstu nytjastofnar Norðmanna eru MSC vottaðir eða í vottunarferli. Sama gildir um Eystrasalt og Norðursjó. Lögmaður Færeyja hefur lýst því yfir að allar veiðar Færeyinga skuli vera vottaðar eigi síðar en 2015. Forsætisráðherra Grænlands hefur lýst því yfir að sem flestar fiskveiðar Grænlendinga skuli fá MSC vottun sem fyrst. Það er því ljóst að vottuðum fiskveiðum heldur áfram að fjölga. Fyrsta MSC vottunin hérlendis styrkir markaðsstarf umsækjanda Fyrirtækið Sæmark Sjávarafurðir ehf. hefur
fengið vottun ásamt fjórum af sínum lykilframleiðendum. Með MSC vottun uppfyllti Sæmark kröfur síns stærsta kaupanda í Bretlandi og styrkti þannig samkeppnisstöðu sína. Jafnframt þessu hefur Sæmark séð aukna eftirspurn eftir vottuðum fiski á mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins. Stórmarkaðurinn Sainsbury hefur nú kynnt í verslunum sínum MSC merkta vöru nr. 100, sem er ýsa, línuveidd af framleiðendum Sæmarks. Sainsbury er fyrsti stórmarkaðurinn sem nær því að hafa 100 MSC merktar vörur til sölu í sínum verslunum og spilar íslenskur fiskur áfram þar mikið hlutverk. MSC vottun hefur því
» F.v. Ally Dingwall frá Sainsbury, Sigurður Gísli Björnsson, Sæmark Sjávarafurðir, Svavar Guðmundsson, Sæmark Sjávarafurðir og Phil Nickels frá Youngs í Grímsby.
reynst Sæmarki bandamaður í sókn á markaði. Icelandic Group er einnig með vottun í farvatninu og almennt er vaxandi áhugi í íslenskum sjávarútvegi á fiskveiðivottunum. Umhverfismerkingar eins og MSC geta því gefið fyrirtækjum ýmis tækifæri til markaðssóknar.
sjávarklasinn
janúar 2012
31
» Í athugun Íslenska sjávarklasans á hvar tæknifyrirtæki í klasanum eru staðsett kemur í ljós að þau eru langflest á höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem hugmyndirnar verði til nálægt útgerðinni víða um land en síðan flytji fyrirtækin suður. Eyjafjarðarsvæðið er reyndar öflugt með m.a. eitt stærsta kælifyrirtæki landsins.
Frá veiðum til neytanda
Lausnin er hjá okkur Framsæknar tækja- og hugbúnaðarlausnir okkar byggja á hugviti, verkþekkingu og nánu samstarfi við fiskiðnaðinn í meira en aldarfjórðung. Okkar markmið er ávallt að tryggja hámarksafköst, framleiðni og arðsemi viðskiptavina okkar.
www.marel.is
32
H
ús Sjávarklasans sem ætlunin er að opna á Grandagarði í byrjun sumars hefur fengið fínar viðtökur. Þegar hafa fyrirtæki í vinnslu- og kælitækni, fiskeldi, verkfræðiráðgjöf og umhverfistækni ákveðið að leigja í húsinu. Húsnæðið er um 800 fermetrar og hefur samstarf tæknifyrirtækjanna og Faxaflóahafna við undirbúninginn gengið mjög vel. Lítið er eftir af lausu plássi og eru væntingar um að Faxaflóahafnir bjóði enn stærra húsnæði undir þessa starfsemi.
janúar 2012
Í
slenski sjávarklasinn vinnur nú að verkefni við að auka samstarf sjávarklasa á Norður Atlantshafi. Eftir því sem markaðir fyrir meðal annars tæknibúnað færast austar eins og til Asíu þeim mun brýnna er að efla samstarf útflutningsfyrirtækja á Norður Atlantshafi. Lögð verður sérstök áhersla á að efla samstarf við Færeyinga, Norðmenn og Kanadamenn og er áhugi fyrir auknu samstarfi í öllum þessum löndum.
V
akið hefur athygli að á opnum fundum Íslenska sjávarklasans hafa stjórnmálamenn vart sést og ráðherrar ekki opnað eða lokað fundunum. Jóhann Jónasson hjá 3X og einn upphafsmanna sjávarklasans sagði á sjávarútvegsráðstefnunni að sjávarklasinn hefði ekkert á móti stjórnmálamönnum en klasinn væri fyrst og fremst verkefni atvinnulífsins sjálfs og verkefnið væri að efla samstarf þeirra í útflutningi o.fl.
F
lutninga- og hafnaklasi innan íslenska sjávarklasans hefur hafið stefnumörkunarvinnu sem hefur að markmiði að skilgreina ýmis tækifæri í flutningastarfsemi í landinu. Meðal annars verður horft til tækifæra á norðlægum slóðum. Í hópnum eru m.a. Eimskip, Icelandic, Faxaflóahafnir, Isavia, Samskip, Icelandair cargo og Hafnarfjarðarhöfn.
sjávarklasinn
O
ft heyrist að rösklega 8500 einstaklingar starfi við veiðar og vinnslu. Þá er ekki tekið með í reikninginn allir þeir sem þjóna sjávarútvegi, þeir sem starfa við lýsisframleiðslu og aðra iðnaðarframleiðslu sem tengist sjávarútvegi, þeir sem stunda sjálfstæðan útflutning á ýmissi tækni tengdri sjávarklasanum o.s.frv. Nær væri að tala um að bein störf tengd sjávarklasanum séu um 20 þúsund.
Í
stjórn samstarfsvettvangs Íslenska sjávarklasans eru ýmsir einstaklingar úr ólíkum greinum klasans eins og Árni Oddur Þórðason hjá Eyri, Birna Einarsdóttir Íslandsbanka, Eggert B. Guðmundsson HB Granda, Jóhann Jónasson hjá 3X, Sjöfn Sigurgísladóttir hjá Íslenskri matorku og Sigurður Viðarsson hjá TM.
G
uðmundur Kristjánsson forstjóri Brims benti á það í ræðu sinni á fundi sjávarklasans í Marel að stefna ætti að því að hækka verð útfluttra sjávarafurða. Guðmundur nefndi að útflutningsverðið sé núna um 200 kr á kíló stefna skuli að því að hækka eigi það í a.m.k. 300 kr á næstu árum með meiri fullvinnslu ofl. Það vakti kátínu fundarmanna þegar Guðmundur nefndi að hann hefði farið með börnin sín í nammirekka Hagkaups en þar væri nammi selt á yfir 2.000 kr/kg!
Á
rni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels sagði á fundi sjávarklasans fyrir jól að matvælaframleiðsla ykist hröðum skrefum í heiminum. Eftir því sem fleiri íbúar m.a. í Asíu yrðu betur stæðari því meiri væri spurn eftir kjöt- og fiskmeti, sem skapar tækifæri fyrir tæknifyrirtæki í sjávarklasanum.
@Ä Y ] Y\Y x `Ä Y S UK\T ILYH TLYRP 4:*
MSC advertentie icelandic magazine.indd 1
25-01-12 10:24
útvegsblaðið
janúar 2012
33
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum: » 1. Hvaða breytingar er þarfast að gera á núverandi kerfi? Fyrir það fyrsta þá verða stjórnmálamenn að átta sig á því að núverandi kerfi er að mörgu leyti afbragðs gott. Við Íslendingar lifum ekki bara á fiskveiðum í þessu kerfi heldur erum við full samkeppnisfær við aðrar þjóðir hvað sjávarútveg varðar jafnvel þótt þær niðurgreiði sinn sjávarútveg. Það er því engin ástæða til að bylta kerfinu eða kollsteypa því. Nær er að tala um þróun þess og slíkt verður ekki vel gert nema í fullri sátt við okkur í sjávarbyggðunum. Breytingar á sjávarútvegskerfinu má hvorki gera á forsendum kaffispjalls í Reykjavík né á forsendum þeirrar öfgakenndu pólitíkur og heiftar sem notuð hefur verið sem aflgjafi í umræðu um sjávarútveg eftir hrun. Að þessu sögðu myndi ég vilja sjá td. veiðiskyldu aukna, aukin hvata til fjárfestinga í sjávarútvegi og meiri viðurkenningu á rétti þeirra sem vinna að nýsköpun í veiðum. Þá getum við aldrei orðið sátt við það að atvinnugrein okkar á landsbyggðinni búi við þyngri skatta en aðrir. Það þarf að leiðrétta.
Sigurður Viggósson framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði: » 1. Hvaða breytingar er þarfast að gera á núverandi kerfi? Sem minnstar breytingar, en sníða af þá annmarka sem hindra að útgerð og fiskvinnsla í landi geti gert langtímaáætlanir í rekstri og viti nokkurn vegin hvað er framundan. Minnka sem mest misstýringu stjórnvalda á þessu kerfi eins og öðrum. Hugmyndir og tillögur sáttanefndarinnar sem skilaði áliti haustið 2010 er eitthvað sem hægt er að byggja á til að ná eins mikill sátt og hægt er í þessu máli.
Jafnframt þarf að upplýsa þá landsmenn sem horfa á þessa atvinnugrein (sjávarútveg) sem sérstakan skattstofn fyrir sig, með það í huga að allir eiga að vera jafnir í skattlagningu. Hóflegt auðlindagjald getur átt rétt á sér, en þá þarf að taka auðlindagjald af öllum auðlindum. » 2. Á að taka tillit til byggðarsjónarmiða og atvinnusjónarmiða í breyttum lögum? Já að sjálfssögðu á að taka tillit til byggðarsjónarmiða og atvinnusjónarmiða í breyttum lögum. Útgerð og fiskvinnsla er lykilatvinnugrein víða á landsbyggðinni og væri ábyrgðarlaust að gera það ekki. Við viljum samt sem áður búa við samkeppnisumhverfi, þar sem þeir sem sýna besta árangur fái notið sín. Nálægð við gjöful fiskimið og verkþekking í sjávarútvegi er hluti af þeim styrkleika sem þarf að nýta áfram. Byggðamál í sinni víðustu mynd verða ekki leyst eingöngu með stuðningi eða skattlagningu fyrirtækja í sjávarútvegi og á kostnað þeirra, þarna þarf að koma til miklu meiri og víðtækari lausnir. Við þurfum ekki að finna upp hjólið í byggðamálum, það er nægilegt að líta til nágrannaþjóða okkar sem vita að byggðamál er þjóðfélagslegt verkefni en ekki einstakra atvinnugreina. Síðan má horfa á árangur af byggðaaðgerðum á Íslandi til að læra af því sem vel hefur tekist og ekki. » 3. Hversu stóran hluta kvóta er eðlilegt að nota til potta, eða jöfnunaraðgerða? Núverandi pottar eru nægilegar stórir, en þeir eiga að vera notaðir til jöfnunaraðgerða tímabundið eftir að áföll að orðið í einstökum byggðum, samhliða öðrum byggðaaðgerðum. Pottaúthlutanir mega aldrei vinna á móti festu í atvinnu sjávarþorpa og eiga ekki að vera pólitískar úthlutanir til að afla atkvæða. Það getur verið hægt að horfa til nýrra lausna svo sem að auka hlut potta, þegar aflaheimildir eru komnar upp í það magn sem var fyrir 20 árum t.d. þegar þorskaflaheimildir eru komnar yfir 280þús. tonn á ári. » 4. Er nauðsyn að þingið ljúki breytingum á þessu vorþingi þannig að ný lög taki gildi fyrir nýtt fiskveiðiár, 1. september í haust? Best væri að ljúka sem fyrst þessari eilífðarumræðu um stjórn fiskveiða, en ég held að núverandi stjórnarflokkar séu ekki hæfir til þess og muni nota þetta mál í kosningum að ári, það yrði þá í fjórða eða fimmta skipti sem það er gert að pólitísku þrætuepli fyrir þingkosningar. Því miður er búið að rugla fólk þessa lands svo í ríminu að þeir þykjast hafa helst vit á sjávarútvegi, sem aldrei hafa migið í saltan sjó eða hafa aldrei komið út fyrir borgarmörkin. Umræða og lausnir svona vitringa leiðir aldrei til góðs og fyrir okkur sem lifum og störfum við þetta alla daga og jafnvel alla ævina er komið nóg af þessu eilífðarmáli. » 5. Annað? Færum umræðuna út úr þrætubókarlistinni og fáum alla hagsmunaaðila að borðinu með hjálp færustu sérfræðinga á sviði sjávarútvegs og viðskipta til að setjast enn einu sinni yfir verkefnið og skila hugmyndum sem eru laus við yfirboð og yfirborðsmennsku. Sjávarútvegurinn hefur tekið þátt í umræðunni og er til að gera það lengur, en annarleg sjónarmið önnur en rekstrarleg og viðskiptaleg verða að vera víkjandi.
Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda: » 1. Hvaða breytingar er þarf að gera á núverandi kerfi? Gera þarf samninga við aflahlutdeildarhafa þar sem þeir afsala sér öllum eignarrétti af auðlindinni eða tilkalli til hans. Samningurinn feli þeim nýtingu auðlindarinnar til ákveðins tíma 25 - 30 ár. Verðgildi samnings verði ígildi þess sem veiðiheimildir viðkomandi eru í dag. Framsal veiðiheimilda verði án takmarkana að undanskildum veiðiheimildum krókaaflamarksbáta sem verði óheimilt að flytja þær til skipa á aflamarki. Línuívilnun nái til allra dagróðrabáta en verði mismikil m.t.t. atvinnusköpunar í landi. Veiðigjald verði sérstakur skattur á viðkomandi útgerð - þannig væru sanngirnissjónarmið í heiðri höfð og tækju mið af afkomu hvers og eins og mundi koma til móts við þá sem nýlega hafa haslað sér völl í útgerð og væntanlega útgerðaraðila. Það fyrirkomulag
» 2. Á að taka tillit til byggðarsjónarmiða og atvinnusjónarmiða í breyttum lögum? Af sjálfsögðu á að gera það en byggðasjónarmið verða best tryggð með hagsælum veiðum og vinnslu. Það er algerlega fráheyrt þegar því er haldið fram að kvótakerfið sé rót byggðarröskunar á Íslandi. Þrátt fyrir að við hér í Vestmannaeyjum höfum stöðugt verið að auka hlutdeild okkar í aflamarkskerfinu þá hefur íbúum fækkað um nálægt 20% á sama tíma. Skýringin er einfaldlega sú að störfum við veiðar og vinnslu hefur fækkað vegna aukinnar tæknivæðingu. Þá er borgin að taka of mikið til sín af opinberu fjármagni og þar með fólki og tækifærum. Þorpi á landsbyggðinni verður ekki bjargað með einhverjum tonnum til eða frá. Ef guð lofar að vilji vakni hjá Íslendingum til að rétta hlut landsbyggðarinnar þá þarf það að gerast á heildstæðum grunni svo sem á forsendum samgangna, tækifærum til menntunar, tryggu aðgengi að heilbrigðisþjónustu og nýsköpunar í atvinnulífinu. » 3. Hversu stóran hluta kvóta er eðlilegt að nota til potta, eða jöfnunaraðgerða? Það er úrelt og hættuleg hugsun að gefa sér að pottar og jöfnunaraðgerðir séu til bóta. Ég fæ hreinlega ekki séð að pottar séu rétta leiðin til að styrkja samfélögin á landsbyggðinni. Ég lít á mig sem mikinn landsbyggðarmann og myndi í öllum tilvikum leggja lykkju á leið mína í baráttu fyrir hinum dreifðari byggðir. Ég styð því heilshugar stuðning við veikari byggðir, og þar með ætlaðan tilgang að baki pottum og jöfnunaraðgerðum. Ég bara fæ ekki séð að byggðakvóti skili þeim árangri sem að er stefnt. Reglur um byggðakvótann bjóða heim hættunni á spillingu og miðstýringu. Þær víkja til hliðar þeim meginsjónarmiðum sem varðað hafa stefnuna í sjávarútveginum undanfarinn áratug. Þeim sem starfa í greininni er mismunað með því að handvalin eru ákveðin byggðarlög sem skuli fá kvótann. Ákveðið er að svo og svo miklum afla skuli landað á ákveðnum stöðum án tillits til markaðslegra forsendna. Vandinn er að auki sá að stjórnvöld þurfa einnig að ákveða hvaða aðili í byggðarlaginu skuli fá úthlutað kvóta. Verður það aðili sem alla tíð hefur staðið sig í sínum rekstri eða sá sem verr hefur gengið? Við hér í Eyjum höfum nýlega reynslu af því að standa afar veikt og glíma við neikvæða íbúaþróun.Byggðakvóti hefði litlu sem engu breytt í þeirri stöðu. Í stað þessa kerfis tel ég að finna verði gegnsærri og árangursríkari leiðir til að styðja byggðalög í vanda, til dæmis með fjárstuðningi til uppbyggingar á tryggari atvinnuleiðum, auknu aðgengi að menntun, betri samgöngum og þar fram eftir götum. » 4. Er nauðsyn að þingið ljúki breytingum á þessu vorþingi þannig að ný lög taki gildi fyrir nýtt fiskveiðiár, 1. september í haust? Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá treysti ég vart lengur núverandi stjórnvöldum til að koma heiðarlega fram hvað sjávarútveginn varðar. Skaðinn sem þessi fálm-
sem nú er er afar ósanngjarnt þar sem tekið er mið af afkomu allrar útgerðarinnar og gjaldið það sama fyrir alla án tillits til þess hver afkoma einstakra útgerða er. T.d. eru útgerðir uppsjávarskipa þokkalega í stakk búnar að taka við boðuðum hækkunum á veiðigjaldi meðan útgerðir skipa sem stunda bolfiskveiðar þola nánast engan kostnaðarauka. Núverandi fyrirkomulag tekur ekki tillit til þessa. Á byggðakvóta verði sama fyrirkomulag og við línuívilnun. Hann nái til allra dagróðrabáta og virki sem ívilnun (ákv. prósenta) við löndun sem bætist þannig við kvóta viðkomandi. Afli til strandveiða verði viðbót við ákvörðun um heildarafla en dragist ekki frá eins og nú er gert. Með því yrði tekið tillit til þess að strandveiðar eru eingöngu stundaðar með handfærum sem á engan hátt geta ógnað nokkrum fiskistofni né skaðað lífríkið » 2. Á að taka tillit til byggðarsjónarmiða og atvinnusjónarmiða í breyttum lögum? Já - hiklaust
kenndu vinnubrögð hafa nú þegar valdið okkur er gríðarlegur. Áttum okkur á því að ráðherra í ríkisstjórninni lýsti seinasta stjórnarfrumvarpi þessarar ríkisstjórnar um sjávarútveg sem bílslysi. Áttum okkar líka á því að við í sjávarbyggðunum sitjum uppi með afleiðingar af þessu slysi. Við þurftum að bregðast við ruglinu. Verja hundruðum vinnustunda í að verjast. Reikna okkur til dreps í álitum í þeirri von að skilningsneisti kviknaði hjá þeim sem um málið fjölluðu. Starfsmenn óttast atvinnuöryggi sitt. Eigendur vita vart hvort þeir eru að koma eða fara og dettur ekki einu sinni í hug að fjárfesta eða vinna nýja markaði og til hvers? Til þess að nýr ráðherra geti gert enn eina tilraunina byggða á sömu hugmyndafræði - að skattleggja landsbyggðina. Nei ég held að það væri best að leyfa sárunum undir iljunum aðeins að gróa áður en á ný er haldið í hlaup á grýttum vegi. » 5. Annað? Það er mat mitt að þær hugmyndir sem hingað til hafa komið úr ranni núverandi ríkisstjórnar feli almennt í sér aukið óhagræði í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Fráhvörf frá markaðstengslum, verðmætasköpun og skilvirkni munu auka kostnað við hvert sótt kíló. Frá 1991 hefur mikil samþjöppun átt sér stað í sjávarútvegi, bæði veiðum og vinnslu.Skýr merki þessa eru að finna í þeim staðreyndum að togurum hefur fækkað um 47% og fimm stærstu aflahlutdeildarhafarnir hafa aukið hlutdeild sína úr 17% árið 1995 í 35,17% árið 2011. Svipuð landslagsbreyting hefur átt sér stað í vinnslu sjávarafurða. Árið 1992 var fjöldi vinnsluleyfa 402 en árið 2007 voru þau 275. Vestmannaeyjar kristalla þessa breytingu sem varð á landsvísu. Fyrirtæki í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum eru nú færri en langtum sterkari. Stærri fyrirtæki geta lækkað meðalkostnað með aukningu veiða. Þau hafa nú aukið verðmætasköpun og eru betur í stakk búin til að sinna beinum samskiptum við viðskiptavini sína og bregðast við síbreytilegum kröfum markaðarins. Á sama tíma og stjórnvöld flytja störf af landsbyggðinni til borgarinnar fara öflug fyrirtæki í hina áttina. Mörg verðmæt störf innan sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið flutt frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar. Opinberi farvegur virðisauka í sjávarútvegi er eins og suga frá landsbyggðinni í borgina. Virðiskeðjan í fyrirtækjunum, allt frá undirbúningi veiða (veiðarfæragerð, skipasmíði og fl.) til markaðssetningar, fer hinsvegar í auknu mæli fram í nábýli við þau samfélög sem standa að verðmætasköpuninni. Landsbyggðin er ekki lengur eingöngu hráefnisframleiðandi fyrir sölubatterí á höfuðborgarsvæðinu heldur frjór jarðvegur fyrir öflug matvælafyrirtæki á alþjóðamarkaði. Líklegt er að lengra hefði verið gengið í þessa átt hefði ríkisvaldið ekki valdið þeirri gríðarlegu óvissu sem verið hefur á seinustu árum. Hagkvæm og arðbær fyrirtæki eru forsenda velgengni sérhvers byggðarlags. Ég vara sérstaklega við afturhvarfi til þeirrar hugsunar sem einkenndi íslenskan sjávarútveg til margra ára og fólst fyrst og fremst í því að auka afkastagetu með fjárfestingu í tækjum og aðstöðu til veiða og vinnslu. Hagsmunir Vestmannaeyja eins og annarra sambærilegra byggðarlaga er að atvinnulífinu séu búnar forsendur fyrir því að störf sem verða til í kringum grunnatvinnuveginn krefjist menntunar og þekkingar og séu staðsett á landsbyggðinni. Í þessu samhengi er nærtækt að nefna að þrátt fyrir að um 13% aflaheimilda séu staðsett í Vestmannaeyjum er einungis 1 stöðugildi Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum (samtals eru um 200 starfsmenn hjá stofnuninni), Háskóli Íslands er ekki með neinn starfsmann, Fiskistofa með litla starfsemi og þannig má áfram telja. Ég hafna líka með öllu þeirri aðferðafræði að gera landsbyggðina alfarið ábyrga fyrir sjálfri sér. Þegar illa gengur á Flateyri eða Breiðdalsvík mega stjórnmálamenn í Reykjavík ekki taka sig til og flytja tækifæri frá Grindavík eða Fjarðabyggð þangað. Á sama tíma er hinsvegar haldið áfram að þenja út reksturinn í höfuðborginni. Ef pólitískur vilji er til að styrkja þau bæjarfélög og svæði sem eiga undir högg að sækja vegna hnignandi atvinnulífs og fólksfækkunar þá er eðlilegt að það sé gert á heildstæðum samfélagslegum grunni en ekki lagt á herðar einnar atvinnugreinar.
» 3. Hversu stóran hluta kvóta er eðlilegt að nota til potta, eða jöfnunaraðgerða? Ásættanlegt það sem nú er. » 4. Er nauðsyn að þingið ljúki breytingum á þessu vorþingi þannig að ný lög taki gildi fyrir nýtt fiskveiðiár, 1. september í haust? Það væri æskilegt, þannig sjá menn betur til framtíðar og þurfa ekki stöðugt að hafa áhyggjur af því hvað taki við. Hér verður þó að vanda til allra verka þar sem málefnið er afar viðkvæmt og vandmeðfarið. » 5. Annað? Nema þarf úr gildi heimildir til veiða með flottrolli innan 50 sjómílna. Friða þarf grunnslóðina fyrir dragveiðafærum - þar verði friðland og eingöngu heimilt að veiða bolfisk með kyrrstæðum veiðafærum (handfæri, lína og net).
34
janúar 2012
útvegsblaðið
Bæjarstjóri Grindavíkur vill fá fleiri sjómenn í bæinn:
Vilja fleiri sjómenn til Grindavíkur Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
skipunum og sjómennirnir almennt virst áhugasamir. Margar spurningar hafa brunnið á sjómönnunum, m.a. varðandi atvinnumöguleika fyrir maka, fasteignaverð og þá grunnþjónustu sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóða.
Grindavík er þriðja aflahæsta höfn landsins og pláss á bátum í bæjarfélaginu eru vel á þriðja hundrað talsins. Aftur á móti er einungis þriðjungur skipverja á grindvískum bátum búsettir í Grindavík og nú Sjávarútvegsbær með hafa bæjaryfirvöld hrundið af stað öfluga ferðaþjónustu kynningarátaki sem er ætlað að „Margar af eiginkonum þeirra sjóhvetja sjómenn til að íhuga Grindamanna sem við höfum rætt við eru » Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri vík sem valkost til búsetu. annaðhvort í námi eða hafa lokið Grindavíkur, um borð í einu af „Frá áramótum höfum við farið framhaldsmenntum. Því hafa þær grindvísku skipunum. um borð í fimm báta hér í Grindavík minni áhuga á störfum í fiskvinnslu og talað við áhafnir og kynnt fyrir en meiri áhuga á ýmsum þjónustugrunnskóla þar sem við erum einþeim það sem bærinn hefur upp á störfum. Hér hefur störfum í ferðaungis með réttindakennara. Síðað bjóða. Við munum halda þessu þjónustu fjölgað á síðustu árum og an er íþróttastarf bæjarins gríðarkynningarátaki áfram á næstu mánsú þróun fer vel saman við væntinglega sterkt. Við erum með fjölnota uðum og áætlum að fara um borð í ar okkar um að Grindavík verði sjávíþróttahús og önnur aðstaða er til alla bátana,“ segir Róbert Ragnarsarútvegsbær með öfluga ferðaþjónfyrirmyndar. Þar getum við þakkað son, bæjarstjóri Grindavíkur. ustu,“ segir Róbert. sjávarútvegsfyrirtækjum í bænum Að sögn Róberts hafa hann og Hann segir sjómennina einnig því þau hafa svo sannarlega styrkt Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingahafa spurt um grunnþjónustu eins íþróttastarf bæjarins og metnaðurauglysinggoggur:Layout 1 og27.1.2012 14:20inn er Page og þróunarfulltrúi Grindavíkurbæjog leikgrunnskóla. „Við erum mikill. 1 Ég hef stundum sagt ar, fengið góðar móttökur um borð í með tvo leikskóla og 460 barna að Ungmennafélag Grindavíkur sé
best heppnaða klasasamstarf sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. “ Að sögn Róberts er til talsvert af tilbúnum lóðum í bænum og þar er hægt að fá lóð fyrir meðalstórt einbýlishús á tvær til þrjár milljónir króna. „Við höfum verið lág í flestum gjaldskrám og það er ódýrara að búa í svona bæ en á höfuðborgarsvæðinu, en eins og gefur að skilja er meira um akstur ef annar aðilinn þarf reglulega að fara til Reykjavíkur.“ Öll sveitarfélög á Suðurnesjum eru nú að skoða hvernig bæta má almenningssamgöngur á svæðinu. Bæjaryfirvöld í Grindavík áforma að efla almenningssamgöngur á milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar annars vegar og Grindavíkur og Reykjavíkur hins vegar. Næga vinnu að fá Atvinnuleysi í Grindavík hefur verið tæp 5% síðustu misseri en að sögn Róberts gefur sú tala ekki raunsæa mynd af atvinnuástandinu. „Hér er næga vinnu að fá og miklu betra
ástand en annars staðar á Suðurnesjum. Við erum að skapa fleiri störf en við erum að manna og þar ber helst að þakka öflugum sjávarútvegi og stöðugum vexti í ferðaþjónustu,“ segir Róbert og viðurkennir að hann á erfitt með að útskýra hvers vegna það er yfir höfuð hægt að finna atvinnulaust fólk í Grindavík. Bæjaryfirvöld í Grindavík áforma að fara í miklar fjárfestingar á þessu ári og því næsta. Nú þegar er hafin stækkun á íþróttahúsi bæjarins og síðan er áformað að fara í byggingu almenningsbókasafns og tónlistarskóla. „Einnig ætlum við í átak tengdu ferðaþjónustunni, t.d. með því að leggja göngustíga upp í Bláa lónið og bæta stíga hér um hafnarsvæðið. Við munum fjárfesta um 500 milljónum á þessu ári og 400 milljónum á næsta ári án þess að taka nokkur lán. Bærinn er því sem næst skuldlaus og á fyrir öllum þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.“
Það er gott að búa í Grindavík
Sjómenn! Kynnið ykkur kos� þess að búa í Grindavík. Allar nánari upplýsingar á www.grindavik.is
Marver Grindavík n BESA ehf n Gröfuþjónusta P. Gíslasonar
útvegsblaðið
janúar 2012
35
Vanvirðing forsætisráðherraembættisins og stjórn fiskveiða „Það er ósamboðið embætti forsætisráðherra hvernig Jóhanna Sigurðardóttir hefur með uppnefnum og dónaskap vegið að fólki í sjávarútvegi. Fólki sem hefur ekkert annað gert en að fara að lögum sem hún sjálf átt þátt í að setja. Það var ekki mikil reisn yfir málflutningi forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar í ræðu á flokksstjórnarfundi um helgina. Ræðan var skýr vísbending um að tilgangurinn helgi meðalið,“ segir Friðrik J. Arngrímson, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Nú er að duga eða drepast,“ sagði forsætisráðherra í ræðu sinni á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar. Í ræðunni voru dregin fram kunnugleg slagorð og ræðan krydduð með hnjóðsyrðum. Hér fara nokkur dæmi um orðfærið sem heyra mátti í ræðunni: íhaldsöfl, forréttindastéttir, valdaklíka íhaldsafla og sægreifa, hagsmunagæsluöfl, gíslataka, grímulaus valdaklíka og óskammfeilnar þvingunaraðgerðir. Í niðurlagi ræðu sinnar herti forsætisráðherra róðurinn enn: „Við megum ekki unna okkur hvíldar fyrr en þessi orusta um auðlindir Íslands – orustan gegn sérhagsmunum og með almannahagsmunum vinnst með fullnaðarsigri þjóðarinnar.“ Ekki fyrsta stríðsyfirlýsingin „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsætisráðherra ræðst gegn útvegsmönnum og þeim þúsundum manna og kvenna sem vinna í sjávarútvegsfyrirtækjum um land allt. Þegar erfiðleikar steðja að í stjórnarsamstarfinu eða innan flokks í Samfylkingunni virðist þetta ávallt vera það fyrsta sem henni dettur í hug ,“ segir Friðrik. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir ummæli forsætisráðherra um orustu um auðlindir landsins marklaus þar sem útvegsmenn hafa staðið að samkomulagi um að gerðir yrðu samningar um afnot útgerðarinnar af aflahlutdeildum. Verði slíkir samningar gerðir fari ekkert á milli mála hver sé eigandi auðlindarinnar. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, gerði þetta að umtalsefni í ræðu sinni á síðasta aðalfundi samtakanna. Þar sagði hann m .a.: Tímabundnir afnotasamningar „Í september 2010 skilaði nefnd um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, sem við gáfum nafnið „sáttanefndin“, skýrslu til sjávarútvegsráðherra. Þar var megin niðurstaðan sú að byggja stjórn fiskveiða áfram á aflamarkskerfinu, en að í stað ótímabundinna afnota af aflaheimildum yrðu gerðir tímabundnir afnotasamningar á milli útgerðanna og ríkisins. Þetta hefur verið nefnt samningaleiðin. Við ákváðum að standa að þessari megin niðurstöðu enda er afar mikilvægt að skapa frið um starfsskilyrði sjávarútvegsins. Forsenda okkar var að ásættanleg niðurstaða næðist í framhaldi af starfi nefndarinnar um grundvallaratriði. Þar má nefna samningstímann, rétt útgerða til framlengingar samnings, takmörkun pólitískrar úthlutunar veiðiheimilda og veiðigjald,” sagði Adolf í ræðu sinni og hélt áfram: Eignarhaldið óumdeilt „Við treystum því að unnið yrði á faglegum nótum þar sem áhrif breytinga yrðu vegin og metin í samvinnu stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Jafnframt yrði stjórnarskrárvarinn réttur útvegsmanna virtur.
En annað kom á daginn. Ekkert samráð var haft við fulltrúa atvinnugreinarinnar við samningu tveggja lagafrumvarpa sem lögð voru fram á Alþingi í vor. Þess í stað höfum við ítrekað mátt hlýða á forsætisráðherra lýsa heilögu stríði sínu um auðlindirnar fyrir hönd þjóðarinnar. Hvað þýðir þetta? Verði samningaleiðin farin þá gera útvegsmenn samning við ríkið um tímabundin afnot af aflaheimildum gegn gjaldi. Hver er þá eigandinn? Sá sem veitir afnotin eða sá sem fær þau tímabundið gegn greiðslu gjalds?“ sagði formaður LÍÚ. Friðik segir óásættanlegt fyrir starfsfólk heillar atvinnugreinar að hafa þurft að sitja undir hótunum og svívirðingum af hálfu forsætisráðherra þjóðarinnar í nær þrjú ár. Ekkert tækifæri hafi verið látið ónotað til þess að kynda undir ófriðarbáli gagnvart sjávarútveginum. Á sama tíma eigi íslenska þjóðin lífsafkomu sína að verulegum hluta undir því að undir því að fá hámarksarðsemi af takmörkuðum auðlindum sjávar. Arðbær sjávarútvegur ... „Staðreyndir tala sínu máli. Sjávarútvegur er óvíða í veröldinni eins arðbær og hér á landi. Það ætti auðvitað að vera keppikefli stjórnvalda að stuðla að enn frekari aðsemi hans með því að búa atvinnugreininni stöðugt rekstrarumhverfi,“ segir Friðrik og vísar þar m.a. til skýrrar langtímastefnu í fiskveiðistjórn og traustra, vandaðra og gagnsærra leikreglna sem fylgt væri til langframa. Í frétt sem nýverið birtist á vefsíðu Landssambands íslenskra út-
inum. Í henni kemur fram að áætlað er að tap á fiskveiðum í heiminum árið 2004 hafi numið sem svarar 600 milljörðum íslenskra króna (5 milljarðar USD) í stað þess að skila sem svarar allt að 6.000 milljörðum íslenskra króna (50 milljarðar USD) í arð. Meginskýringin er rakin til stjórnleysis í veiðum.
» Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
vegsmanna, var fjallað um skýrslu þar sem m.a. var fjallað um niðurgreiðslur til sjávarútvegsfyrirtækja. Samkvæmt skýslunni eru þær hvergi meiri í heiminum en í Evrópusambandinu, Japan og Kína. ESB styrkti sjávarútveg aðildarríkjanna um sem svarar 530 milljörðum íslenskra króna á árinu 2009. Það er um helmingur alls aflaverðmætis aðildarríkjanna. ... eða opinberir styrkir? Í umræddri skýrslu kemur m.a. fram að þrettán aðildarríki ESB fengu árið 2009 niðurgreiðslur sem námu hærri upphæð en nam aflaverðmæti viðkomandi ríkja. Niðurgreiðslunar eru af margvíslegum toga, m.a. til endurnýjunar skipa og til þess að greiða niður hátt olíuverð. Ríflega 40% styrkja Evrópu-
sambandsins runnu til sjávarútvegsfyrirtækja á Spáni, í Frakklandi og Danmörku. Samkvæmt skýrslunni er fiskveiðifloti Evrópusambandslandanna allt of stór. Afleiðingar þess birtast m.a. í því að meirihluti fiskistofna innan lögsögu sambandsríkjanna er ofveiddur og mikið tap er á atvinnugreininni. Í Grænbók ESB um sameiginlegu fiskveiðistefnuna (Common Fisheries Policy) sem kom út vorið 2009 er greint frá því að aðeins í örfáum tilvikum sé sjávarútvegur innan Evrópusambandsins rekinn með arðbærum hætti. Í flestum tilvikum sé arðsemi óveruleg eða tap á rekstrinum. Alþjóðabankinn og FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, gáfu árið 2009 út skýrslu um afkomu fiskveiða í heim-
ESB hefur séð lausnina Friðik segir að við endurskoðun hinnar sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem nú er unnið að hafi framkvæmdastjórnin lagt megin áherslu á að innleiða svipað fyrirkomulag framseljanlegra aflaheimilda og byggt er á hér á landi. Framkvæmdastjórnin, með róttækan sósíalista í broddi fylkingar, hafi séð að kvótakerfið sé leiðin til að að vinna á ofveiði, offjárfestingu, óhagkvæmni, tapi og ríkisstyrkjum. Með því megi byggja upp arðsaman og sjálfbæran sjávarútveg líkt og Íslensingar hafi gert. „Það er umhugsunarvert að á sama tíma og Samfylkingin stendur fyrir umsókn Íslands að Evrópusambandinu hafi flokkurinn unnið að því með forsætisráðherrann í broddi fylkingar að brjóta niður kvótakerfið,“ segir Friðrik J. Arngrímsson.
Landssamband íslenskra útvegsmanna
36
janúar 2012
útvegsblaðið
» Árið 2001 var sett heimild til að landa svokölluðum „Hafró-afla“ þar sem verðmæti aflans rann að stærstum hluta til starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar en seinna meir var ákveðið að þessir fjármunir rynnu til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og heimildin því kölluð VS-heimild.
Tæp 10% af þorski tekin framhjá aflahlutdeildarkerfinu:
Hefur meira en tvöfaldast Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Aldrei hefur hærra hlutfall leyfilegs heildarafla í þorski farið í pottana svokölluðu en á þessu fiskveiðiári. Leyfilegur heildarafli þorsks á þessu ári er 177.000 tonn. Fyrir úthlutun innan aflahlutdeildarkerfisins eru dregin frá því magni 16.852 tonn. Samtals er úthlutuð aflahlutdeild 160.148 tonn. Hlutfallið sem fer í pottana er því um 9,5%. Á síðasta fiskveiðiári var þetta hlutfall 7,9% en fiskveiðiárin þar áður var hlutfallið mun lægra eða í kringum 5%, lægst 2006/2007, 4,6%. Hlutfall pottanna hefur því meira en tvöfaldast síðan þá.
Ráðgjöf – sala – þjónusta
Strandveiðar og VS-afli stærsti hlutinn Helsta skýringin á því að mun hærra hlutfall fer nú í pottana er annars vegar strandveiðarnar, sem teknar voru upp á fiskveiðiárinu 2008/2009. Þær eru fyrst dregnar frá fyrir úthlutun á síðasta fiskveiðiári. Hins vegar að svo kallaður VS-afli, sem áður gekk undir nafninu Hafró-afli er nú áætlaður og dreginn frá fyrir úthlutun innan aflamarks ársins samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í þessa tvo potta renna nú samtals 7.945 tonn af þorski, 5.600 til strandveiðanna og 2.354 í VS-aflann, eða langleiðina í helmingur þess, sem tekinn er útfyrir aflamarkskerfið. Auk þess eru nú tekin frá 300 tonn fyrir áætlaða frístundaveiði. Loks er byggðakvótinn aukinn um 2.500 tonn frá árinu áður. Aukningin er samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga númer 116 frá árinu 2006. Án þessa ákvæðis hefði byggðapotturinn aðeins orðið 2.341 tonn, en verður nú 4.841 tonn. Sama er að segja um aukninguna á strandveiðikvótanum, sem nemur 2.000 tonnum. Án hennar hefðu aðeins 3.600 tonn komið í hlut strandveiðiflotans í stað 5.600 tonna. Aðrir pottar eru uppbætur vegna skel-
Ásafl hefur gott úrval af vélum, rafstöðvum og öðrum búnaði fyrir báta og stærri skip. Persónuleg þjónusta, snögg og góð afgreiðsla ásmat hagstæðum verðum gerir öll viðskipti við Ásafl ánægjuleg. Okkar helstu vörumerki eru Isuzu, Doosan, FPT, Westerbeke, Helac, Hidrostal, Hung Pump, Tides Marine, Halyard, ZF, BT-Marine, Ambassador Marine, Marsili Aldo, San Giorgi, Guidi, Wesmar, Isoflex ofl ofl.
n
Hlutfall af heimiluðum þorskafla Fiskveiðiár Magn Hlutfall % 2003/2004
10.924
5,20%
2004/2005
12.503
6,10%
2005/2006
11.959
6,00%
2006/2007
8.879
4,60%
2007/2008
7.378
5,70%
2008/2009
7.444
5,70%
2009/2010
7.888
5,30%
2010/2011
12.762
7,90%
2011/2012
16.852
9,50%
og rækjuveiða, 1.226 tonn, og línuívilnun, 2.531 tonn. Framlag í þann pott hefur verið minnkað um 844 tonn, en fiskveiðiárin þar á undan hefur þetta framlag verið óbreytt í 3.375 tonnum, eða allt frá því á línuívilnunin var tekin upp árið 2003. VS-aflinn hefur ekki til þessa verið dreginn frá fyrir úthlutun til aflamarks og frístundaveiðin heldur ekki. Byggðakvótinn hefur undanfarin ár verið nálægt 3.000 tonnum af þorski, en fór niður í tæplega 2.700 tonn, þegar leyfilegur heildarafli af þorski var aðeins 130.000 tonn. Á síðasta fiskveiðiári var leyfilegur heildarafli af þorski 160.000 tonn. 12.672 tonn voru þá tekin frá fyrir úthlutun og komu 147.328 tonn til úthlutunar. Þá voru 4.800 tonn tekin frá vegna strandveiðanna eða 3%, en á þessu fiskveiðiári er hlutfall strandveiðanna 3,2% og magnið 5.600 tonn. Á fiskveiðiárunum næst á undan, eða frá 2004/2005 eru frádráttarliðirnir aðeins þrír, skel- og rækjubætur, byggðakvóti og línuívilnun og samanlagt hlutfall frá 4,6% upp í 6%. Undirmálið ekki dregið frá Árið 2001 var sett heimild til að landa svokölluðum „Hafró-afla“ þar sem verðmæti aflans rann að stærstum hluta til starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar en seinna meir var ákveðið að þessir fjármunir rynnu til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og heimildin því kölluð VS-heimild. Samkvæmt þessari heimild er skipstjóra leyfilegt að ákveða að allt að 5% botnfiskafla reiknist ekki til aflamarks. Þeim afla skal landa á fiskmarkaði og 20% af aflaverðmæti fara til skipta milli útgerðar og áhafnar. 80% renna til Verkefnasjóðsins. Þessar heimildir hafa verið nýttar í vaxandi mæli og mest þegar líður á fiskveiðiárið og þrengist um kvóta. Jafnframt hafa heimildir til löndunar á undirmálsfiski utan kvóta verið nýttar töluvert. Þær heimildir hafa ekki verið
Loks er byggðakvótinn aukinn um 2.500 tonn frá árinu áður. Aukningin er samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga númer 116 frá árinu 2006. Án þessa ákvæðis hefði byggðapotturinn aðeins orðið 2.341 tonn, en verður nú 4.841 tonn. Sama er að segja um aukninguna á strandveiðikvótanum, sem nemur 2.000 tonnum. Án hennar hefðu aðeins 3.600 tonn komið í hlut strandveiðiflotans í stað 5.600 tonna. metnar og dregnar frá leyfilegum heildarafla fyrir úthlutun. Síðustu fiskveiðiár hefur um 1.300 tonnum af þorski verið landað sem undirmáli. Eins og áður sagði er VS-aflinn í fyrsta sinn dreginn frá úthlutun til kvóta á þessu fiskveiðiári. Á síðasta ári var 2.100 tonnum af þorski landað samkvæmt þeim heimildum og á fiskveiðiárinu þar á undan 3.400 tonnum. Fiskveiðiárið 2008/2009 var 3.900 tonnum landað með þeim hætti. Eins og fram kemur hér fer hlutfall þorsks, sem tekið er frá fyrir úthlutun aflamarks, vaxandi, enda teknir nýir þætti þar inn og skipta strandveiðarnar þar mestu
máli. Hver framvindan verður í þessum málum er erfitt að spá. Í skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða frá því í september 2010 er farið yfir þessi mál og fjallað um mögulegar úrbætur á úthlutun í þessa potta. Skipt á milli tveggja potta „Það er mat meirihluta starfshópsins; n Að endurskoða eigi lagaákvæði um bætur og festa þær í lögum sem hlutfall af heildarafla í stað magntalna líkt og gert er nú. Með þessu móti verði betur tryggt að þegar um samdrátt í heildarafla er að ræða komi hann jafnt niður á þeim sem bæturnar fá
útvegsblaðið
janúar 2012
sem og handhöfum aflahlutdeilda sama hvoru aflamarkskerfinu þeir eru í. n Lagt er til að heildarafla verði skipt á milli tveggja „potta“ þar sem aflamarki verður úthlutað á grundvelli aflahlutdeildar til aflamarksskipa annarsvegar og hinsvegar í ívilnanapott til ráðstöfunar hverju sinni. Að innan þessa ívilnanapotts verði atvinnu-, félags- og byggðatengd úrræði útfærð, þ.e. ívilnanir eða bætur sem að öðrum kosti hefðu áhrif á aflaheimildir þeirra sem fá úthlutað á grundvelli aflahlutdeilda. Þannig verði í lögum fast hlutfall sem ráðstafað er til þessara þátta og fast hlutfall til aflamarkskerfisins. n Ef byggðakvóti verður áfram í núverandi
mynd, þá verði hann endurskoðaður og metinn út frá árangri, umfangi og umsýslu. Kannaðar verði leiðir til ívilnunar fyrir löndun innan byggðarlaga eða aðrar leiðir sem kunna að einfalda framkvæmd byggðakvóta og auka um leið skilvirkni hans.
n Að bætur vegna aflabrests í einstökum
tegundum eigi rétt á sér enda verði slíkar
37
bætur tímabundnar og aðlögunartími skilgreindur. Skoðað verði sérstaklega hvernig hlutdeildir allra tegunda geti lagt til vegna þessa enda geti bætur komið til í öllum fiskistofnum, komi til viðkomubrests og veiðibanns. n Að við útfærslu „pottaleiðarinnar“ verði
skoðað sérstaklega hvernig bætur og ívilnanir geti komið til með jafnri skerðingu af öllum fisktegundum og hlutfall þess sem fer í „ívilnanapottinn“ reiknist af heildarþorskígildum í stað þess að þetta sé einvörðungu tekið af þeim tegundum sem bætur og ívilnanir eru greiddar út í.“ Hverjir fá að sleikja pottana? Meirihluti starfshópsins er samkvæmt þessu sammála um að heildarafla verði í framtíðinni skipt í tvo potta og hlutfallið fast á milli þeirra. Annars vegnar pott ívilnana og bóta og hinsvegar pott aflahlutdeildar. Hvergi kemur fram hvert hlutfallið milli þessara potta eigi að vera. Á þessu fiskveiðiári eru tæp 10% leyfilegs heildarafla í þorski tekin frá fyrir úthlutun aflamarks. Ljóst er að útvegsmönnum þykir nóg um og verja
eðlilega hagsmuni sína. Lengi hefur legið fyrir sjá vilji núverandi ríkisstjórnar að leysa aflamarkskerfið upp í núverandi mynd með svokallaðri fyrningarleið og að jafnframt verði mun meira tekið í pottana og til dæmis myndaður sérstakur leigupottur. Ekki hafa komið fram mótaðar hugmyndir um það hvernig slíkur leigupottur gæti starfað. Það hlýtur þó að vera ljóst að skerða þurfi enn frekar það hlutfall leyfilegs heildarafla,
sem fer til úthlutunar til aflamarksskipa og báta, eigi hið opinbera að setja aflaheimildir á markað. Einu frumvarpi til laga um breytingu á stjórnun fiskveiða hefur þegar verið hafnað og drögum að öðru sömuleiðis. Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur boðað nýtt frumvarp um stjórnun fiskveiða. Fróðlegt verður þá að sjá hve mikið verður þá í pottana látið og hverjir fá að sleikja þá.
Við erum íslenskur sjávarútvegur
����������������������
38
janúar 2012
útvegsblaðið
KYNNING
Árlegur Markaðsdagur Iceland Seafood International mjög vel sóttur:
Víða tækifæri á mörkuðum en kreppan lætur finna fyrir sér Höfundur: Eggert Skúlason
Húsfyllir var á árlegum markaðsdegi Iceland Seafood International sem var haldinn í Iðnó, miðvikudaginn 18. janúar. Framleiðendur af öllu landinu mættu enda fjölbreytt dagskrá í boði. Dagurinn hófst með fundum framleiðenda og dótturfélaga í höfuðstöðvum ISI við Köllunarklettsveg. Eftir hádegi var haldið í Iðnó þar sem flutt voru erindi um stöðu og horfur á lykilmörkuðum fyrir íslenskar sjávarafurðir í Evrópu. Ólympíuleikar sóknarfæri fyrir íslenskan fisk Það er ólympíuár og að þessu sinni verða leikarnir haldnir í London. Þar leynist stórt tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Ólympíunefndin hefur gefið það út að keppendum verður boðið upp á samtals 90 tonn af fiski í ólympíuþorpinu á meðan að á leikunum stendur. Þá er ljóst að gríðarlegur fjöldi gesta mun vilja bragða á þjóðarrétti þeirra breta „fish and chips.“ Þar kemur íslenskur þorskur sterklega inn í myndina. Ísland stærsti innflytjandi til Bretlands í verðmætum Ísland er stærsti innflytjandi sjávarafurða til Bretlands, þegar horft er til upprunalands. Heildarverð-
» Markaðsdagur ISI tókst mjög vel og framleiðendur af öllu landinu fylltu Iðnó til að hlusta á erindi um stöðu og horfur á lykilmörkuðum í Evrópu. Mynd/Þórdís Lareau.
á dýrari saltfiski hefur dregist saman en aukist í ódýrari saltfiski og þá oftast nær í útvötnuðum og létt söltuðum. Þetta á við um Ítalíu, Portúgal og Spán.
» Helgi Anton Eiríksson, forstjóri ISI stýrði fundinum í Iðnó sem var afar vel sóttur.
mæti innflutnings frá Íslandi nam 228 milljónum sterlingspunda árið 2011. Kínverjar hafa tekið topp sætið af Íslandi í magni. Þetta kom fram í máli Friðleifs Friðleifssonar, deildarstjóra frystisviðs ISI sem fór yfir stöðu og horfur í Bretlandi.
Guðmundur Jónasson, deildarstjóri í ferskum fiski benti á að Frakkland væri orðinn nánast jafn stór markaður og Bretland. Vöxtur markaðarins væri stöðugur og mikilvægt væri að hlúa vel að Frakklandsmarkaði.
Mynd/Þórdís Lareau.
Krepputeikn á lofti víða í Evrópu Magnús Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Iceland Seafood á Spáni fór yfir stöðu og horfur á mörkuðum í S-Evrópu. Hann benti á greinilega þróun í þá veru að neysla
Tækifæri í Rússlandi og í makríl Athyglisvert var erindi Oksönu Diaguilevu innkaupastjóra Russian Fish. Hún benti á að Ísland væri annar stærsti innflytjandi sjávarafurða til Rússlands, með 10% markaðshlutdeild, á eftir Noregi sem er með yfirburðastöðu á rússneska markaðnum og flytja inn 35%. Oksana sagði Ísland eiga mikil tækifæri á rússneska markaðnum og sérstaklega með tilkomu makrílveiða. Hún sagðist sjálf ætla að horfa meira til Íslands í sínu starfi.
KYNNING
Ísnet framleiðir og selur yfirborðstroll fyrir stór og smá skip:
Áhugi á makrílveiðum í flottroll Veiðarfæraframleiðandinn Ísfell rekur sex netaverkstæði undir heitinu Ísnet sem hafa framleitt og selt á annan tug svokallaðra Ísnets yfirborðstrolla fyrir stór og smá skip. Birkir Agnarsson, framleiðslustjóri fyrirtækisins, segist hæstánægður með árangur veiðarfæranna í makrílveiðum og að þeim sem hafi notað troll fyrirtækisins hafi gengið mjög vel. „Stærsta trollið sem Ísnet hefur framleitt er 2208 metrar í ummáli og það minnsta er 520 metr» Birkir ar í ummáli. Trollin eru Agnarsson, öll útbúin með sexkants framleiðslustjóri. möskva fremst, í vængjum og hluta af belg, til þess að minnka togmótstöðu og auka veiðihæfni. Á trollin er notað segl, eða svokallaður flugdreki, á miðjuna á höfuðlínunni til þess að halda trollinu upp í yfirborðinu þar sem makríllin heldur sig. Trollin eru framleidd úr hágæða efnum frá viðurkenndum framleiðendum. Við getum því hiklaust sagt að Ísnets trollin séu sterk, þau endast vel og eru fiskin,“ segir Birkir. Mikill áhugi minni skipa og dragnótabáta Birkir segist finna fyrir miklum áhuga minni togskipa og dragnótabáta fyrir komandi makrílveiðar og segir Ísnet hafa sérhæft sig í hönnun og ráðgjöf fyrir minni skip og báta. „Þar kemur saman reynsla fyrri ára og eins hugbúnaður sem nýtist við hönnun og teikningavinnu. Með hugbúnaðinum vinnum við með togmótstöðu trollanna til þess að létta þau enn frekar í drætti, ásamt því að auka veiðihæfni og gegnumstreymi trollanna og spara olíu. Mörg af þessum minni skipum hafa aldrei farið á flottrollsveiðar áður og
» Flottroll Ísnets í tilraunatanki.
hafa ekki þau tæki sem stærri skip hafa um borð til að sýna afstöðu veiðarfæra við veiðar. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir komandi makrílveiðar sem gaman verður að taka þátt í.“ Trollin eru sett upp á netaverkstæði Ísnets í Hafnarfirði en verkstæðið er að sögn Birkis vel útbúið til flottrollsgerðar. Ásamt því að búa til ný troll er Ísnet einnig með við-
gerðarþjónustu á flottrollum af öllum stærðum og gerðum. Allt til flottrollsveiða á einum stað Með trollunum eru seldir flottrollshlerar frá Morgére í Frakklandi. „Ísfell hefur um árabil verið í góðu samstarfi við Morgére og mörg íslensk togskip nota franska toghlera með góðum árangri. Það má segja að á síðustu
árum hafi togskipum sem nota eingöngu veiðarfæri frá Ísfelli fjölgað mikið. Það er algengt að skip noti Bridon togvír, Morgére hlera, höfuðlínukapal frá Rochester og svo botn- eða flottroll frá Ísneti. Fyrir útgerðarmenn er mikið hagræði fólgið í að hafa kost á því að fá öll helstu veiðarfæri fyrir togskip á einum stað eins og Ísfell býður upp á,“ segir Birkir að lokum.
útvegsblaðið
janúar 2012
39
Í fararbroddi í framleiðslu veiðarfæra Hefð
gæði
og
samvinna
Egersund Trål , Svanavågen, 4370 Egersund Tlf.: 51 46 29 00, Faks: 51 46 29 01 post@egersund-traal.no, www.egersundgroup.no
Við erum með hugann við það sem þú ert að gera
Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, VN ¯ ]P R\UU\T RHUUZRP LRRP OHUK[´RPU ® ®U\ Z[HY¥ QHMU ]LS VN ° ¬ ]P[\T ]P O]H Z[HY¥ NLUN\Y °[ ¬
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 11-1098
:[HYMZM¯SR ÑZSHUKZIHURH IÚY `¥Y ¬YH[\NHYL`UZS\ ® Q¯U\Z[\ við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.
Þekking sprettur af áhuga.
Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.