Íslandsmót 2020 - kynningarblað GSÍ.

Page 10

10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Íslandsmót í golfi 2020

Magnað met Karenar stendur enn Keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í 54. skipti frá upphafi þegar mótið fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar 6.-9. ágúst. Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn árið 1967 þegar Guðfinna Sigurþórsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja fagnaði titlinum fyrst allra kvenna.

G

uðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefur sigrað á undanförnum tveimur árum á þessu stórmóti. Frá árinu 1996 hafði engri tekist að verja titilinn í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi, allt frá þeim tíma þegar Karen Sævarsdóttir fagnaði áttunda Íslandsmeistaratitli sínum í röð. Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað á Íslandsmótinu í kvennaflokki, eða 22 sinnum. Kylfingar úr GK hafa sigrað 12 sinnum á Íslandsmótinu. Eins og áður segir var Guðfinna Sigurþórsdóttir fyrsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki, en hún sigraði alls þrívegis. Dóttir hennar er Karen Sævarsdóttir, sem sigraði á Íslandsmótinu átta sinnum í röð á árunum 1989-1996. Það er met sem stendur enn og eiga þær mæðgur alla ellefu Íslandsmeistaratitlana sem hafa komið úr röðum GS í kvennaflokki. Nína Björk Geirsdóttir er eini kylfingurinn úr röðum Mosfellsbæinga sem hefur sigrað á Íslandsmótinu í golfi. Nína Björk sigraði á Hvaleyrarvelli árið 2007, en þá keppti hún fyrir Kjöl, sem rann síðan inn í Golfklúbb Mosfellsbæjar við stofnun þess klúbbs.

Ellefu titlar Mæðgurnar Karen Sævarsdóttir og Guðfinna Sigurþórsdóttir þekkja verðlaunagripinn vel. Guðfinna sigraði fyrst allra kvenna á Íslandsmótinu í golfi og alls þrívegis. Karen sigraði átta sinnum í röð og það met stendur enn.

Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1) 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2) 1969 Elísabet Möller GR (1) (1) 1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1) 1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3) 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2) 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3) 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4) 1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1) 1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2) 1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2) 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3) 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4) 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5) 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6) 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7) 1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8) 1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9) 1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10) 1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11) 1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3) 1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12) 1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4) 1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5) 1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6) 1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7) 1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8) 1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9) 1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10)

1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4) 1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13) 1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5) 2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6) 2001 Herborg Arnarsdóttir GR (1) (14) 2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15) 2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16) 2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17) 2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1) 2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17) 2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1) 2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (19) 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2) 2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20) 2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (2) (21) 2015 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (10) 2016 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3) (22) 2017 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (3) (3) 2018 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1) (11) 2019 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (2) (12) Fjöldi titla hjá klúbbum: GR – 22 GK – 12 GS – 11 GV – 4 GL – 3 GKj. / GM – 1

Tímamót Björgvin Sigurbergsson og Nína Björk Geirsdóttir fögnuðu sigri á Íslandsmótinu 2007 á Hvaleyrarvelli.

Fyrst allra Guðfinna Sigurþórsdóttir fagnaði sigri á Íslandsmótinu í golfi 1967.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.