1 minute read

Ávarp Ritara

Next Article
Stjörnur skólans

Stjörnur skólans

Kæri frábæri lesandi. Ég heiti Lilja Borg Jóhannsdóttir og er ritari Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði þetta skólaárið og er ég einnig ritstjóri þessa Sólrisublaðs.

Ég er nú á mínu öðru skólaári hér í MÍ. Veiran hefur verðið þess valdandi að ég, og samnemendur mínir, höfum rétt svo fengið smjörþefinn af félaglífi og viðburðum á vegum nemendafélagsins. Á fyrsta ári fannst mér standa uppúr að hafa verið í ritnefnd og ákvað því að slá til og bjóða mig fram í embætti ritara NMÍ. Ég sé ekki eftir því þar sem þetta skólaár hefur verið aðeins opnara heldur en það sem var á undan og við höfum fengið að halda þrjú böll í vetur og nokkra minni viðburði til að brjóta upp skólalífið. Eitt af fyrstu verkefnunum sem ritari NMÍ var að safna saman í nefnd sem samanstendur af átta flottum pennum. Ferlið við að skrifa blaðið var krefjandi, frábært, erfitt og skemmtilegt og er ég mjög sátt með lokaútkomuna. Ég vil þakka Grétari fyrir hönnun blaðsins og Ásgeiri fyrir þessar æðislegu myndir. Takk Svava fyrir að svara öllum mínum skrýtnu og stundum óþolandi spurningum og takk elsku Sólrún fyrir hjálpina. Svo vil ég þakka fólkinu í kringum mig fyrir stuðninginn og aðstoðina, (sorry mamma og pabbi hvað ég er búin að vera stressuð). Síðast en ekki síst vil ég þakka elsku bestu ritnefndinni minni fyrir sjúklega skemmtilegt samstarf og ógleymanlegan tíma. Þetta væri ekki hægt án ykkar.

Advertisement

Gleðilega Sólrisu, frábæri lesandi, og góða skemmtun við lesturinn.

Ykkar elskulegi ritari, Lilja Borg Jóhannsdóttir

This article is from: