1 minute read
Dóri stóri
from EMMÍ OKKAR 2022
Mjög sveitt samloka sem gæti eyðilagt grillið hjá þér. Stemningsmatur sem toppar daginn hjá þér. (Sérstaklega þynnkudaga.)
Uppskrift fyrir 1 Hráefni: Hvítt brauð, tvær sneiðar Smjör Ostur, tvær sneiðar Skinka Beikon Egg, ef það er stemning
Advertisement
Aðferð: 1. Kveikja á grillinu 2. Taka brauðið og smyrja báðum megin 3. Ostinn á báðar sneiðarnar 4. Skinkuna á milli 5. Setja sneiðarnar saman 6. Vefja beikonið í kringum samlokuna 7. Brjóta egg í skál og hræra 8. Svo tekur þú pensil og penslar samlokuna með egginu 9. Svo setur þú lokuna á grillið og bíður þangað til beikonið er eldað 10. Svo er þetta borðað með hamborgarasósu
Skref 7 og 8 er ekki möst, bara ef það er stemming. ;) Ala Gabbi king EMMÍ OKKAR DÓRI STÓRI