1 minute read
Gettu betur
from EMMÍ OKKAR 2022
Sæl verið þið kæru nemendur, starfsfólk, bæjarbúar og Vesfirðingar! Nafnið mitt er Jón Karl Ngosanthiah Karlsson og er embættið mitt „hinn einni sanni málfinnur nemandaráðs MÍ“ en hlutverk mitt sem málfinnur er að sjá um Morfís og „Gettu betur“. Eins og hefur því miður verið í tísku síðastliðin ár var ekki tekið þátt í Morfís keppninni í ár vegna áhugaleysis nemanda. En annað var uppi á teningnum með Gettu betur og við tókum þátt með nýtt sterkt lið sem skipað var Sigurvalda Kára Björnssyni, formanni videoráðs og systkinunum Oliver og Mariann Rähni. Þjálfarinn okkar í ár var Einar Geir Jónasson sem hefur bæði reynslu sem málfinnur og sem keppandi fyrir hönd Menntaskólans á Ísafirði. Einnig fengum við hjálp frá fyrrum málfinni og Gettu betur goðsögninni, Veturliða Snæ Gylfasyni. Liðið í ár náði því miður ekki að komast í aðra umferð en við stóðum okkur vel á móti anstæðingunum okkar í Borgarholtsskóla með lokatölur 13-11. Við vorum vel stödd eftir hraðaspurningurnar en misstum svo hraðann með hverri bjölluspurningu. En þrátt fyrir tapið stóð liðið sig rosalega vel og kemur aftur á næsta ári sterkara en síðast! En þrátt fyrir allt vil ég fyrir hönd Gettu betur liðsins þakka öllum fyrir stuðninginn og óska ykkur öllum gleðilegrar sólrisu! Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Málfinnur NMÍ 2021-2022
Advertisement