A K A D EM Í A N
2 0 1 1
RAFTÆKIN EIGA SKILIÐ SMÁ Gerðu eitthvað skemmtilegt og óvænt fyrir raftækin þín með rafmagninu frá okkur. Þau eiga það svo sannarlega skilið.
KOMDU YFIR TIL ORKUSÖLUNNAR – VIÐ SJÁUM UM AÐ HALDA UPPI STUÐINU
Orkusalan | 422 1000 | orkusalan.is | Bíldshöfða 9 | 110 Reykjavík
við seljum rafmagn
Kæru lesendur Guðrún Sóley Gestsdóttir, ritstjóri
B
Leiðari
laðið sem þið haldið á er ykkur sennilega ekki vel kunnugt, líklega hafa fæst ykkar heyrt minnst á Akademíuna fyrr. Það þarf þó ekki að skemma fyrir, hugmyndin er engu að síður hressandi og vonandi að sumir geti haft gaman af lestrinum og hinir af myndunum. Blaðið kemur nú út með nokkuð nýju sniði; aukin áhersla er lögð á skemmtiefni og kynningar á fólkinu
sem stundar nám við skólann. Annars vil ég óska nýnemunum til hamingju; árin framundan eru glimrandi skemmtileg, ef þið hélduð að menntaskóli hefði verið hámark hamingjunnar eigið þið von á óvæntum glaðningi. Við hina sem eiga minna eftir af sínu námi vil ég segja: Ekki örvænta, það er engin skömm að því að gerast eiífðarstúdent og blessunarlega ekkert hámark á veittum háskólagráðum.
Akademían 2011 Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðrún Sóley Gestsdóttir Uppsetning & hönnun: Stefán Rafn Sigurbjörnsson Ljósmyndari: Pétur Grétarsson: peturgretarsson@gmail.com / Jóhanna Ólafsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Ensk samantekt og þýðing: Arnór Bjarki Svarfdal Upplag: 5.000 eintök
Ávarp formanns SHÍ Skiptinemar Oktoberfest Viðtal við Yrsu Þöll Nám við Oxford ,,Kvenna- og karlafög” Stúdentaleikhúsið
Og margt fleira...
5 7 8 12 22 24 27
Sérkjör fyrir stúdenta HÍ
ELDSNEYTI Á BETRA VERÐI Nemendum Háskóla Íslands bjóðast sérkjör á viðskiptum við N1, 5 kr. afsláttur af eldsneytislítranum auk sérstakra afsláttarkjara á hjólbörðum, hjólbarða- og smurþjónustu, rekstrarvörum og mörgu fleiru.
F í t o n / S Í A
Sæktu um N1 kort á n1.is, skráðu hópanúmer stúdenta 505 og byrjaðu að spara!
Kynntu þér málið og sæktu um kort á n1.is
Meira í leiðinni
Ávarp formanns
“
Við megum vera stolt að vera stúdentar við þennan merka skóla...
Kæru stúdentar Andrúmsloftið, stemningin og tilfinningin sem einkennir Háskóla Íslands við upphaf skólaárs er ólýsanlegt. Stúdentar; ungir, aldnir, nýir og gamlir, flykkjast á skólabekk með penna og stílabók (fartölvu) undir annarri og rándýrar, þykkar skólabækurnar undir hinni. Hingað erum við öll komin til að kynnast öðrum, reyna eitthvað nýtt, skemmta okkur og jú, líka til að læra. Umhverfið sem tekur við þegar komið er í háskólanám er gjörólíkt því sem við þekkjum frá framhaldsskólum eða sambærilegu námi. Áherslurnar eru aðrar og kröfurnar líka. Kennsla í háskóla er ekki og á ekki að vera einhliða upplýsingaveita frá kennara til nemanda heldur samstarf – þar sem allir leggja sitt af mörkum og allir fá eitthvað til baka. Við megum gera þá kröfu til kennaranna okkar að þeir standist sínar skyldur í að miðla þekkingu til okkar á sama tíma og þeir gera þá kröfu til okkar að við sinnum því sem fyrir okkur er lagt og leggjum aðeins meira af mörkum en nákvæmlega það sem finna má í textabókinni. Að tryggja þetta sameiginlega aðhald er eitt af fjölmörgum verkefnum Stúdentaráðs. Í ráðinu koma saman kjörnir fulltrúar frá öllum sviðum háskólans og vinna að því að bæta skólann og koma sjónarmiðum stúdenta á framfæri jafnt innan skólans sem utan, í öllum málum er viðkoma stúdentum sem slíkum. Við berjumst fyrir því að kennsla sé góð, skólinn sé fjölskylduvænn, skólinn sé krefjandi, skólanum sé veitt tilskilið fjármagn, nemendur fái mannsæmandi námslán, nemendur hafi stað að búa á, og svo mætti lengi telja. Stúdentaráð rekur jafnframt réttindaskrifstofu en þangað geta allir stúdentar leitað með spurningar og vandamál , jafnt stór sem smá. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfinu þá standa dyr Stúdentaráðs ávallt opnar á 3. hæð Háskólatorgs.
Það skiptir máli að muna, sérstaklega þegar nýjabrumið fer af náminu og róðurinn tekur að þyngjast, að nám við Háskóla Íslands er miklu meira en lestur og verkefnavinna. Við þurfum að líta upp úr bókunum, taka þátt í starfi nemendafélaga, starfi Stúdentaráðs, sækja fyrirlestra og málþing eða ganga í einn af kórum, dansfélögum eða leikhópum háskólans. Það er ótrúlega margt í boði og sjaldan eins mikið og einmitt á þessu ári, aldarafmæli Háskóla Íslands. Það er sérstaklega gaman að vera stúdent við Háskóla Íslands á aldarafmæli skólans. Í 100 ár hafa stúdentar sótt þennan háskóla, fyrst í Alþingishúsinu en í dag í fjöldamörgum byggingum jafnt innan Reykjavíkur sem utan. Stúdentaráð stendur allan septembermánuð fyrir sérstökum hátíðarhöldum í tilefni afmælisins og það er nokkuð víst að allir stúdentar geta þar fundið eitthvað við sitt hæfi. Í þessu kynningatímariti má finna nánari upplýsingar um þessi hátíðarhöld og margt fleira sem tengist Háskólanum. Endilega kynnið ykkur málin og ekki hika við að heimsækja Stúdentaráð ef þið hafið hugmyndir, spurningar eða vangaveltur. Við megum vera stolt að vera stúdentar við þennan merka skóla og fá tækifæri til að taka þátt í öllu því sem Háskóli Íslands hefur upp á að bjóða. Veturinn verður góður. Gangi ykkur vel í vetur og góða skemmtun! Lilja Dögg Jónsdóttir Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands
5
Misseri í Miami
heima, það fór enginn í burtu þegar skólinn var búinn og maður var á svæðinu frá morgni til kvölds.
Skiptinámið reyndist vera allt öðruvísi en námið við HÍ. Nær allir nemendurnir búa á staðnum og koma oft úr öðrum fylkjum, svo allt snerist um lífið á háskólasvæðinu og það var alltaf eitthvað í gangi. Fótboltaliðið, Miami hvirfilbylirnir, var þungamiðjan í öllu saman og sem dæmi um vinsældir þeirra má nefna að leikvangurinn fylltist á mörgum leikjum, en hann tekur um 76.000 manns í sæti. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér slíkan fjölda í tröppunum fyrir framan aðalbygginguna þegar fótboltamót HÍ fer fram. Upplifunin í Miami var því mun yfirgripsmeiri heldur en
Mér finnst ég hafa lært mikið á því að fara í skiptinám. Ég get sett það sem ég upplifi í samhengi og hef kynnst nýju fólki og ólíkri menningu. Ég tala ensku og spænsku mun betur en áður og tel mig nú vita hvað mig langar til að gera nú þegar ég hef útskrifast úr HÍ. Ég mæli því hiklaust með skiptinámi fyrir þá sem vilja prófa og upplifa eitthvað nýtt.
Kennslan var einnig öðruvísi og byggði mikið á verkefnum en minna á krefjandi lokaprófum. Ég þurfti að eyða minni tíma í námið en ég hafði gert heima fram að því og notaði aukatímann til að taka nauðsynleg próf fyrir framhaldsnám. Auk þess að æfa enskukunnáttuna betur æfðist ég líka töluvert í spænsku, en næstum allir í Miami tala bæði spænsku og ensku. Ég notaði líka tækifærið til að ferðast og skrapp til dæmis til New York og Panama í helgarferðir, en frá Miami er lítið mál að fara til margra framandi staða um alla Ameríku.
Skiptinemar
Þ
egar ég hóf nám í verkfræði við HÍ var ég ákveðinn í að fara í skiptinám. Mig langaði að prófa að standa á eigin fótum í nýju landi, bæta tungumálakunnáttu og búa mig undir framhaldsnám erlendis með því að kynnast öðru háskólanámi. Fjölmargir háskólar voru í boði og eftir langa umhugsun varð Miami háskóli fyrir valinu. Í raun var engin ein ástæða fyrir því vali. Ég vildi fara til enskumælandi lands því þangað vildi ég fara í framhaldsnám auk þess sem skólinn var með góða verkfræðideild með mikið af áhugaverðum valáföngum. Háskólasvæðið og veðráttan í Flórída lofaði auk þess mjög góðu. Ég ákvað því á að taka fimmta misserið mitt af sex í skiptinámi þar.
Björn Brynjúlfur Björnsson BS í iðnaðarverkfræði, júní 2011
É
Svaðilfarir á Svalbarða
g er ekki beint venjulegur háskólanemi, hef tekið tekið mér nokkrar annir í frí frá námi til að ferðast um heiminn, vinna sem sjálfboðaliði og kanna heillandi heim hafsins. Ævintýraþrá mín er óstöðvandi svo ég ákvað að fara í skiptinám á svolítið óvenjulegan stað, Svalbarða. Satt að segja vissi ég ekki hvorki við hverju ég átti að búast né hvað ég var að koma mér útí þegar ég tók þá ákvörðun að flytja eins norðanlega og hægt er í Evrópu. Ég kom hingað til Longyearbyen fyrir tæpum mánuði síðan og hafði ekki gert heimavinnu mína, hvorki kynnt mér staðinn né aðstæður. Á flugvellinum tók auðvitað á móti mér uppstoppaður ísbjörn og brosandi UNIS starfsfólk (UNIS er háskólasetrið hér á eyjunni). Ég ásamt nokkrum ringluðum háskólanemum var ég keyrð inn í bæ og þaðan inn í dal og hálfa leið upp í fjall í Nybyen, heimakynni mín nú. Nybyen er lítið þorp ristastórra skála, í 40 mínútna göngufæri frá Longyearbyen. Þar voru námumenn látnir dúsa milli vinnutarna. Mjög sérstök heimkynni. Á Skpespjalli við við móður mín sagði hún einstaklega hreinskilnisgslega: þetta er nú ekkert svakalega kósí hverfi sem þú býrði í Hrafnhildur mín og frænka mín lýsti staðnum á mjög skemmtilegan hátt: this place looks like a place where people could go mad and start earting each other. Haha. Þetta er nú ekki svo slæmt. UNIS er magnaður skóli. Að utan lítur hann út eins og alþjóðleg geimstöð á Mars en að innan er hann eins og skíðaskáli í ölpunum, allir veggir klæddir timbri, púðar og sæti út um allt og risastórt eldstæði
inn í hringlaga kaffiteríu. Skrítið hvernig manni getur liðið svona vel í byggingu þar sem tilraunastofur, alls kyns lagerar og rannsóknaherbergi eru á hverju strái. Kannski er það einfaldlega vegna þess að allir þurfa að fara úr skónum þegar þeir ganga inn í skólann. Kennslan hér í UNIS er til fyrirmyndar. Kennararnir eru mjög áhugasamir og smita mann af áhuganum á augnarblikil. Kúrsarnir sem ég tek eru bæði mjög spennandi og krefjandi. Á fyrstu viku minni hér þá tókum við þátt í Arctic Survival and Safety kúrsum sem sló í gegn með ísbjarnafræðslu, riffla skotæfingu, survivalsuitsundspretti, skyndihjálpanámskeiði og kennslu í öryggisþáttum sem hafa þarf á hreinu í útivist á heimsskautinu. Quarternary geology of Svalbard kúrs tók við af Survival kúrsinum. Hann byrjaði á þriggja daga cruise á rannsóknaskipi og fjögurra daga útilegu við rætur skriðjökuls í kjölfarið. Eitt og annað kom upp á þessari viku í náttúrunni. Við gengum á jökul, hittum ísbjörn á víðavangi, sáum hóp rostunga í sólbaði, syntum í 3°C köldum sjónum hálfþöktum hafís, silgdum vélknúnum gúmmíbátum með hópi skjannahvítra hvala um fjörðinn og dáðumst að lundunum sem eru hér í hundraða, ef ekki þúsunda tali.
Ótrúlegustu hlutir gerast hér á svalbarða. Í fyrradag vaknað ég til dæmis með hreindýr á beit í bakgarðinum mínum. Ég ætla að eyða heilum vetri hér á Svalbarða og ég get ekki annað sagt en að ég hlakki til að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér. Hrafnhildur Héðinsdóttir Jarðfræðinemi
Skiptinám í Barcelona
É
g fór í skiptinám til Barcelona veturinn 2010/11. Í borginni eru nokkrir háskólar og var skólinn sem ég var í, Universitat Autónoma de Barcelona, rétt fyrir utan borgina í bæ sem heitir Cerdanyola del Valles. Ég ákvað strax í byrjun að ef ég færi, myndi ég reyna eins og ég gæti að upplifa menninguna og ákvað því að búa ekki í borginni. Ég fann mér því lítinn bæ rétt fyrir utan þar sem væri stutt í skólann og miðborg Barcelona og flutti inn í fína íbúð þar. Mín upplifun af skiptináminu var töluvert önnur en annarra skiptinema sem ég kynntist úti. Á meðan þeirra áherslur voru meira á skemmtanalífið var ég meira í því að kynnast fólkinu í bænum og upplifa menningarmismuninn. Spánverjar eru mjög opnir og skemmtilegir og sem dæmi þurfti ekki meira en tvær heimsóknir í bakaríið til þess að manni væri heilsað hjartanlega með nafni í hvert skipti sem maður kom. Skólastarfið var töluvert frábrugðið því sem maður er vanur hérna heima. Í jarðfræðideildinni í HÍ er mikið
lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, kennsla er mjög góð og oft skapast skemmtileg umræða í tímum. Í UAB var hins vegar allt tuggið ofan í nemendur og meiri áhersla á að leggja orð kennarans orðrétt á minnið fyrir lokapróf en að skilja námsefnið. Námið var þó ekki alslæmt og voru nokkrir kennarar (yfirleitt þeir yngri) sem reyndu að kveikja áhuga á náminu og gera það skemmtilegt. Félagslífið í skólanum var ekki upp á marga fiska en í staðinn var bara farið niður í miðborg Barcelona, keyptur bjór, sest á eitthvað torg með gítar og drukkið og sungið fram á nótt. Heilt á litið var þetta stórkostleg lífsreynsla og ótrúlega lærdómsrík, ekki bara námslega heldur bara til að opna hugann og vera jákvæðari fyrir öðrum menningarhópum. Almar Barja BS í jarðfræði
7
OKTOBERFEST
E
inu sinni á ári breytist háskólasvæðið í risavaxið tjaldsvæði þar sem óstöðvandi gleði ríkir frá fimmtudegi til sunnudags. Í þessa fjóra daga er háskólasvæðið vettvangur fyrir þrotlausa skemmtun og tónleikahald. Októberfest er viðburður sem enginn háskólanemi má missa af, þaðan eiga margir sínar litríkustu minningar og við ákváðum að fá nokkra vel valda einstaklinga til að rifja upp sínar eftirminnilegar sögur frá hátíðinni:
Októberfest 2011 Í ár verður hátíðin stærri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Í samstarfi við Nova og Víking ætlar Stúdentaráð að blása til stærri tónleikaveislu en þekkst hefur hingað til, hvorki meira en 12 hljómsveitir munu sjá um að pumpa stuði í mannskapinn. Dagskráin lítur þannig út:
Fimmtudagur með rokkívafi: Of monster & men Agent Fresco Vicky Lockerbie Pétur Ben og Eberg Ourlives Vigri Í forsölu mun miði á dýrðina kosta 3.500 krónur, við mælum með að fólk næli sér sem fyrst í armband því að venju verður slegist um þau og líklegt að í ár verði fljótt uppselt eins og fyrri ár.
Reynslusögur
Brynhildur, 22. ára, Lögfræði
Þ
remur dögum áður en Októberfest byrjaði með pompi og prakt í fyrra kom faðir minn heim frá árlegri bjórferð sinni til München. Hann fer þangað til að rifja upp námsárin og endurnýja gömul og góð kynni við bjórinn góða, nokkrum vikum áður en eiginlega festið og túrisminn byrjar. Þegar ég hitti hann við heimkomu nagaði ég mig í handarbökin – af hverju í ósköpunum, afhverjuafhverjuafhverju lét ég hann ekki kaupa á mig Dirndl, bæverska þjóðbúningin, bjórbúninginn sígilda? Ég var miður mín. Við feðginin vorum bæði miður okkar. Pabbi var svo til í að einkadóttirin skyldi raunverulega vilja eignast þýskan alklæðnað að hann sagði við mig: „Brynhildur. Ég hringi bara í hann Magga vin minn sem býr í München, og hefur búið þar í fjölda ára og þekkir þetta allt inn og út, og læt hann kaupa á þig búning sem við sendum svo með DHL beint hingað. Við krossum svo bara putta að þeir séu nógu fljótir fyrir föstudaginn“ - og allsherjarleit Magga í München að hinum eina rétta fór af stað. Á föstudagsmorgni mætti Dirndlið í allri sinni
Föstudagur með þýsku schnitzelívafi:
Laugardagur með partýívafi:
Dikta Þýsk sveit og lúðrarsveit Jón Jónsson Verkalýðsins. Blaz Roca
“
Á föstudagsmorgni mætti Dirndlið í allri sinni dýrð, rautt og hvítt, falleg svunta og falleg skyrta. Barmurinn aldrei notið sín betur.
dýrð, rautt og hvítt, falleg svunta og falleg skyrta. Barmurinn aldrei notið sín betur. Frekar dýrt grín, en grín sem gerði mig glaða.
hundraðatali og helt tugum staupa í glös komu tveir strákar að barnum. Það var lítið að gera en ég búin að vera á fullu og svolítið utan við mig.
Ég gat ekki beðið eftir að fara að uppfarta á barnum um kvöldið. Eftir að hafa dælt bjór í
Annar þeirra segir; „Hæ, eee hérna áttu mann?“ Ég svara um hæl; „Ha? Hvað er það?“ Og svo var vandræðaleg þögn í tvær sekúndur meðan það rann upp fyrir mér að hann var að spyrja hvort ég væri í tygjum við einhvern. „Hahaha, já, nei, Ha. Hahaha. Fjúú. Ég er bara alveg í ruglinu hérna hahah, ég hélt að það væri einhver drykkur sem mér væri ekki kunnugt um! Hohoho.“ Ég afgreiddi vinina um bjór og sagði honum að ef hann vildi reyna við mig þyrfti hann bara að leita að mér á ja.is. Ég vildi að endirinn á þessari sögu væri að nú værum við hamingjusamt par og værum að fara að fagna árs afmælinu okkar. Það er ekki svo gott. Hann hafði reyndar samband, en þið vitið hvernig þetta er. Ég bíð bara spennt eftir því hvað Októberfest ber í skauti sér í ár…
F
yrir tveimur árum síðan fór ég á mína fyrstu Októberfest hátíð. Sú hátíð verður lengi í minnum höfð, allavega þeirra sem að henni komu eða á hana fóru því aldrei nokkurn tíman hefur eins margt farið úrskeiðis en jafnframt lukkast eins vel og einmitt á þeirri hátíð. Það ár var hátíðin haldin í Október eins og nafn hennar gefur til kynna en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er Október einmitt vindasamasti mánuður ársins í Reykjavík. Þeir Veðurstofumenn bentu á að auðvitað dytti engum heilvita manni það í hug að tjalda í Október, hvað þá nokkur hundruð fermetra sirkustjaldi með röndum. En það er nú ekki venjan hér á Íslandi að fara mikið eftir því hvað veðurfræðingar segja. Nokkrir fílefldir karlmenn voru fengnir til að setja upp tjaldið áður en hátíðin hófst. Það reyndist ekki létt verk þar sem vindhviður náðu eitthvað á þriðja tug metra á sekúndu og tjaldið farið að minna meira á svifdreka en skjólshús. En allt tókst þetta að lokum og til þess að mynda gott skjól var ákveðið að leigja nokkrar rútur og strætisvagna til að leggja allt í kringum tjaldið. Þegar gestir tóku að streyma á hátíðina í
“
og svo glaða yfir því að geta setið samhliða skólafélögum sínum, spjallað, sungið og jafnvel dreypt á dálitlu öli í leiðinni að loftið fyllist stórfenglegri stemningu sem hvergi annars staðar getur myndast. Það er helst að svipuð stemning gæti myndast ef hægt væri að sameina hvítu tjöldin á Þjóðhátíð við partý í heimahúsi sem þó væri niður í miðbæ Reykjavíkur. Í stað lunda kæmi bratwurtz og í stað brennivíns kæmi maltkenndur mjöður frá Bæjaralandi eða nágrenni (lesist: íslenskdanskur Tuborg). Þó svo að stemningin hafi verið feykilega góð í storminum um árið þá hefur verið ákveðið að halda hátíðina óvenju snemma í ár, dagana 15.-17. september. Þó er það ekki úr vegi þar sem hin eiginlega Októberfest í München í Þýskalandi hefst einmitt 17. september. Þær systurnar verða því haldnar á sama tíma í ár. stormi og stórsjó (pollarnir á götunum minntu á úthöf) var útlitið því ekki gott. En þegar inn var komið, þá var eitthvað annað uppi á teningnum. Sjáðu fyrir þér lesandi góður, nokkur hundruð Háskólanema, svo fegna að vera komnir í skjól
Þá var það næsta mission. Lauma sér í gamanið. Undirritaður hringdi í allar fyrrverandi hjásvæfur og bað um skutl.
V
iðvera á Októberfest krefst góðra olnboga og tví- og þríhöfða (og sterkrar miðju!) til að rýma fyrir sjálfum sér og vinum sínum sem hafa kannski ekki nógu sverar hendur þar eð svo margir sækja þetta stóra sirkústjald þar sem bjórinn stekkur í gegnum eldhringi og ofan í maga sem iða í takt við tónlistina sem sveiflar sér í loftinu og ljón og loftfimleikamenn taka sér nokkra daga frí til að sitja árlegan kúrs í verklagi á hættulegum vinnu-stað (eftir reglugerð) í ekki svo hættulegum kjallara aðalbyggingarinnar sem á ekki annað sameiginlegt með tjaldinu á túnblettinum fyrir framan en sveitt andrúmsloftið sem gestir ættu þó að vera búnir að venjast eftir heimsóknir í háskólaræktina þar sem nauðsynlegt er að mæta að staðaldri (í lok ágúst og byrjun september) og lyfta lóðum svo tilteknir vöðvar (s.b. upphaf málsgreinar) verði orðnir nógu stæltir um miðbik septembermánaðar þegar Októberfest hefst.
Magnús Örn, 21. árs, Bókmenntafræði
Hátíðin í ár mun luma á þónokkrum nýjungum og er því full ástæða til að hefja strax tilhlökkun á hæsta stigi. Jafnvel gæti verið gott að hefja mottusöfnun eða leit að ekta lederhosen svo upplifunin megi vera sem mest og best. Gleðilega hátíð!
S
agan hefst á drungalegu þó vinalegu haustkvöldi í október.Þessi pabbi sem er ég ákvað að skottast á þetta Októberfest. Hátíð sem virtist á þessum tíma vera kraðak af hamagangi háskólanema sem segja mikið leiðinlegt. Ég, Hunangs Bjé var alls ekki klár í að tækla téðan hamagang án þess að hoppa um borð í vímulestina eða öllu heldur leggja af stað í notalegt þó krefjandi vímusafari . Drakk því heila ginflösku í snatri og þóttist vera í ágætis málum. Þá var það næsta mission. Lauma sér í gamanið. Undirritaður hringdi í allar fyrrverandi hjásvæfur og bað um skutl. Það gekk alls ekki. Mögulega vegna þess að mús Bjé bað um skutl og fikt. Að lokum ákvað Bjé að taka leigubíl til komast á áfangastað. Jú, ég mætti að lokum. Fór samstundis í flókin og aggressívan sleik við eldri konu. Hún var víst kerfisfræðingur og contalgin sjúklingur. Snilld. Alger helvítis snilld. Kitlaði hana líka pons, ekki er það verra. Áfram lífið. Áfram ég. Áfram Oktoberfest. Mest ég samt.
Bergur, 24. ára, Efnafræði
í g n
Stefán Þór, 22. ára, Viðskiptafræði
Nýir og spennandi réttir!
Hollt og gott!
Fljótlegir, hollir og ljúffengir mexíkóskir réttir fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Kíktu í heimsókn – þú hefur gott af því! SERRANO.IS
6 STAÐIR HÖFÐATORG // STJÖRNUTORG, KRINGLAN // N1 HRINGBRAUT N1 BÍLDSHÖFÐA // SMÁRALIND // DALSHRAUN 11, HAFNARFIRÐI
VIÐ HEILSUM UPP Á ÞIG!
Félagsstofnun Stúdenta
F
rá upphafi hefur áherslan hjá FS verið að vinna í þágu stúdenta og FS hefur háð hetjulega baráttu gegn hækkun verðlags í kaffistofum sínum og víðar. Með hagkvæmni og útsjónarsemi hefur þeim tekist að halda vöruverði í Hámu óbreyttu þrátt fyrir verðbólgu og hratt hækkandi vöruverð annars staðar í samfélaginu. Auk þess er persónulegur bragur á öllum rekstri fyrirtækisins, það vinnur í samvinnu við stúdenta og hlustar á hugmyndir þeirra og óskir þegar rekstur starfseininganna er mótaður. Aðalmarkmið FS er að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og tryggja öruggan rekstrargrundvöll stofnunarinnar. Auk þess styrkir FS Stúdentaráð Háskóla Íslands og félög stúdenta við HÍ með útgáfustyrkjum og öðrum leiðum. Það má því segja að FS sé stórvinur stúdenta, og vonandi að þetta samstarf haldi áfram að geta af sér góða hluti. Bóksala stúdenta: FS á og rekur Bóksölu stúdenta sem er ein sinnar tegundar á landinu. Þessi snilldarverslun býður upp á glæsilegt vöruúrval, magnað safn skáld-, ævi- og
Félagsstofnun stúdenta er fyrirtæki sem ekki allir þekkja í fljótu bragði, en þó er öruggt að gera ráð fyrir að allir nemar í Háskóla Íslands nýti sér þjónustu þeirra á einn eða annan hátt. Þegar þú skutlar barninu í stúdentaleikskóla að morgni til, færð þér gómsæta Hámusamloku í hádegi eða verslar ódýrar bækur í Bóksölu
stúdenta ertu í öllum tilfellum að skipta við Félagsstofnun stúdenta. Ekki má heldur gleyma að FS útvegar um 1.400 manns þak yfir höfuðið á Stúdentagörðum, álægsta leiguverði sem fyrirfinnst á Íslandi. Má því segja að fyrirtækið skipi stóran sess í lífi stúdenta við Háskóla Íslands.
heimildasagna ásamt ritföngum að ógleymdum öllum þeim námsbókum sem maður gæti þurft á að halda yfir árið. Hún er staðsett á Háskólatorgi og er opin alla virka daga milli 9 og 18, þar er hægt að stóla á góða þjónustu og margfróða starfsmenn sem geta svarað öllum spurningum. Í gegnum heimasíðuna www.boksala. is er jafnframt hægt að sérpanta vörur, senda fyrirspurnir, skoða kennslubókalista og fá sendar bækur.
götu. Sótt er um vistun á vefsíðum skólanna. Sjá nánar áwww.fs.is/leikskolar
Háma og aðrar kaffistofur stúdenta: Flestir þekkja kaffistofurnar sem FS rekur, þar sem boðið er upp á margs konar gúmmilaði, ódýrt kaffi, gómsætar samlokur og ýmis konar bakkelsi. Einnig er í Hámu á háskólatorgi hægt að fá heitar máltíðir í hádegi, súpu og rjúkandi hafragraut á sanngjörnu verði. Kaffistofurnar eru staðsettar í Árnagarði, Eirbergi, Háskólabíói, Læknagarði, Odda og Öskju. Leikskólar stúdenta: FS rekur þrjá leikskóla fyrir börn stúdenta. Sólgarður og Leikgarður eru fyrir sex mánaða til tveggja ára gömul börn en Mánagarður er fyrir tveggja til sex ára gömul börn. Þeir eru allir staðsettir í stúdentagarðahverfinu við Eggerts-
Stúdentagarðar: FS heldur úti rúmlega 800 leigueiningum í formi stúdentagarða og er það þak yfir 1.400 manns, þ.e. stúdenta og fjölskyldur þeirra.. Stúdentagarðarnir nefnast Gamli Garður, Skerjagarður, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skuggagarðar, Skógargarðar og Ásgarðar. Þeir eru staðsettir á háskólalóðinni, í miðborginni og í Fossvogi. Íbúðirnar er allar með aðgang að tölvuneti HÍ og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Flestum er úthlutað til eins árs í senn; sótt er um á vefsíðunni www. studentagardar.is en þar er einnig að finna allar nánari upplýsingar sem og teikningar af íbúðunum. Stúdentamiðlun: Stúdentamiðlunin er vettvangur fyrir smáauglýsingar og upplýsingaleit – þar geta stúdentar auglýst eftir og leitað að atvinnu, húsnæði, kennslu, barnagæslu, námsbókum og lokaverkefnum. Vefurinn er gagnvirkur og stúdentar sækja sér þjónustu milliliðalaust og fyrirtæki og einstaklingar geta leitað að starfsfólki, leigjendum og lokaverkefnum í gegnum netið.
11
Yrsa Þöll Gylfadóttir er ungur rithöfundur sem gaf í fyrra út sína fyrstu skáldsögu, Tregðulögmálið. Yrsa er lagði stund á frönsku í Háskóla Íslands og lærði bókmenntafræði í Sorbonne og Diderot háskólunum í París, en þar bjó hún um árabil. Hún hlaut á dögunum styrk úr Hrafnkelssjóði til sameiginlegs doktorsnáms í Hí og Sorbonne. Þar með er ekki allt upp talið, því auk náms og ritstarfa á Yrsa von á sínu fyrsta barni í september.
jan hefur þó sína kosti, þar sem sitt hvað gott hefur vafalaust hlotist af hinni miklu námshefð og reynslu Ég er með stúdentspróf af nýmálastofnunarinnar í gegnum aldirnar. Þar deild frá Menntaskólanum við Hamí landi gerir stærðin og fólksfjöldrahlíð. Þar sem ég hef alltaf verið inn það einnig að verkum að mikil með tungumála- og bókmenntadellu samkeppni og afar strangt samræmt hélt ég fljótlega út til Frakklands eftir og lýðræðislegt mat er lagt á hvert útskrift og skráði mig í grunnnám það verkefni sem nemendur vinna, í þar, eftir þó nokkrar vangaveltur um þeirri von að hinir hæfustu nái lengst. hvað ég skyldi taka mér fyrir hendur. Námið þar er krefjandi, en það getur Að lokum varð fyrir valinu B.A. nám stundum verið miskunnarlaust og í því sem Frakkarnir nefna “Lettres stjórnkerfið gleymir stundum að huga modernes” og er eins konar “best of” að því að margt getur áunnist með hugvísindagráða – að mestum hluta hvatningu og jákvæðri uppörvun. bókmenntafræði með málvísindi, Þar tel ég að Ísland standi Frakklandi sagnfræði, menningarfræði og latínu, framar, en vegna smæðarinnar er svo fátt eitt sé nefnt, sem aukagreungu fólki kennt að trúa á mátt sinn inar. Eftir það nám og gráðu tók ég og möguleika. Á Íslandi er fólki M.A. gráðu í frönskum fræðum við einnig kennt að standa á eigin fótum Háskóla Íslands, og dvaldi í eitt ár og stjórna tíma sínum og námsskipusem skiptinemi lagi sjálft. Þannig við UQAM að eflaust er það vegna háskóla í Monsmæðarinnar ágætt að mennta sig treal, Kanada. á báðum stöðum, er ungu fólki Ég þreifaði svo og ekki síst nú í kennt að trúa sameiginlegu námi. aðeins fyrir mér á síðustu tveimur á mátt sinn árum, skráði mig og möguleika Hvernig mun í doktorsnám styrkurinn úr Hrafí táknfræðum, nkelssjóði gagnast eða semíótík, þér? við Diderot háskóla í París, en skipti svo yfir í Hann kemur sér einstaklega vel, og hefðbundnara bókmenntafræðinám mun gagnast mér almennt, við að lifa við Sorbonne háskóla og er nú skráð og sinna náminu, og þar sem ég er bæði í þann skóla og Háskóla Íslands í námi heima og erlendis mun hann í sameiginlegt doktorsnám. nýtast mér m.a. í ferðalög landanna á milli. Ég er virkilega þakklát fyrir Hvernig er Háskóli Íslands í saþennan stuðning. manburði við háskóla erlendis, í þínu tilfelli Sorbonne, Diderot og Hvaðan sóttirðu hugrekkið til að UQAM háskóla? Hvað er líkt og gefa út skáldsögu á svona ungum hvað ólíkt? aldri?
“
Ég myndi segja að margt væri ólíkt á milli Íslands og Frakklands, og að hvort landið hefði sína kosti og galla. Í Frakklandi eru bóka- og gagnasöfn – sérstaklega í mínu fagi (frönskum 19. aldar bókmenntum) – í hæsta gæðaflokki, og ótrúlegustu rykföllnu frumútgáfur af bókmenntaverkum er oft hægt að finna í hversdagslegum göngutúr á bökkum Signu, en hins vegar á Íslandi standa menn oft betur að vígi þegar kemur að rafrænum aðgangi að gögnum og almennt að tölvunotkun. Í Frakklandi eru enn við lýði ansi sígildir og rótgrónir kennsluhættir, og sérstaklega í menntastofnun eins og Sorbonne, sem stofnuð var á þrettándu öld. Fornesk-
Ég myndi nú seint kalla mig hugrakka, en auðvitað var ég ánægð að ég skyldi loks drífa í því að setja punktinn yfir i-ið á verkefni sem hafði brotist um í mér lengi, látið draumóra sem höfðu fylgt mér frá barnæsku rætast – að skrifa skáldsögu. Mér fannst ég auðvitað alls ekki nógu ung, miðað við hversu lengi ég hafði ætlað mér þetta, en ætli maður sé ekki bara tilbúinn þegar maður er tilbúinn. Allt í einu í fyrra fann ég að handritið, sem ég hafði unnið að í tvö ár, var farið að taka á sig skikkanlega mynd, og þá var ekki seinna vænna en að athuga möguleika þess.
Þið aðalpersóna Tregðulögmálsins, Úlfhildur, virðist eiga nokkuð margt sameiginlegt, er hún að einhverju leyti byggð á sjálfri þér (og þinni reynslu af bókmenntafræðinámi í HÍ)? Aaaa, hin sígilda spurning. Sem betur fer geta höfundar nú vitnað í Sofie Oksanen og svar hennar við svipaðri spurningu í fyrra, en þá sagði hún forviða að “þetta væri skáldskapur”. Hvað varðar mig þá hef ég ekki numið bókmenntafræði hérlendis, og hef í raun bara verið einn vetur við HÍ í frönskunni, öðrum árum hef ég eytt erlendis. Ætli Úlfhildur, upplifun hennar á HÍ, háskólalífinu o.s.frv. séu því ekki bara að mestu órar og ímyndun, ótti og óskhyggja, samanpúsl úr ýmsum áttum. Auk þess er háskólinn bara svo kjörinn vettvangur til að hýsa samræður á borð við þær sem eru í bókinni, svona fræðilegar og heimspekilegar vangaveltur. Inn í bókina hefur þó ýmislegt ratað sem komið er einhvers staðar frá, m.a.s. raunsönn saga úr bókmenntafræðitíma sem mér var sögð. Ég ljái þó Úlfhildi auðvitað á stöku stað rödd mína og hugmyndir, en það gerir maður svo sem öðrum sögupersónum líka.
Viðtal við Yrsu Þöll
Hver er bakgrunnur þinn og menntun?
Hvað er á döfinni hjá þér? Hyggurðu á frekari bókaútgáfu? Hvernig gengur að samtvinna nám og skriftir? Það er nú ekki einleikið að samtvinna þetta tvennt, og ég sé t.a.m. ekki fyrir mér að geta varið miklum tíma í skapandi skrif næstu tvö árin, þar sem mig langar að standa mig vel í náminu. En ég skrái að sjálfsögðu reglulega niður hugmyndir og hugleiðingar fyrir næstu bók eða bækur, sem verða að bíða þolinmóðar í skúffunni. Auk þess mun nýtt, framandi og ansi hreint mikilvægt hlutverk taka upp tíma minn á næstunni – foreldrahlutverkið – en við unnustinn eigum von á okkar fyrsta barni í lok september. Þannig að það er bara að bíða og sjá, kannski mun það reynast rétt sem margir segja, að maður öðlist aukna skipulagstilfinningu við að eignast barn og nýti tíma sinn betur. Við skulum bara vona að svo verði.
13
Til hamingju m afmælið stú Háskóla
gju með 100 ára stúdentar við óla Íslands!
ð e m u t Ver dagur & steini
. r k í0
! m u hópn . r k 0 va
o NNova í
og . n mí MS 0 0 1.0 SMS/M 500 án. ám i æmrstitstaður Setm i!
sk múla, glunni, Smáralind, Lág Verslanir Nova eru í Krin tuver 519 1919 nus Þjó | ri rey orgi Aku MM Selfossi og á Glerárt r tte Twi | .is | Facebook ww w.nova.is | m.nova fylgir . en 490 kr. í áskrift og þá t mánaðargjald í frelsi 0 kr. Nova í Nova: Ekker
ði.
150 MB netnotkun á mánu
í heim
Í Háskóla Íslands þarf ekki nokkrum manni að leiðast. Þar er aragrúi af nemendafélögum sem sjá fólki fyrir eftirskólagleði og samkvæmisleikjum, endalaust af áhugaverðum fyrirlestrum, þemadögum og viðburðum á vegum Háskólans. Allt þetta félagslíf er svo byggt ofan á fjórar
bjargfastar og traustar undirstöður; nefnilega Háskólakórinn, Háskóladansinn, Stúdentaleikhúsið og Stúdentadansflokkinn (Spiral). Við tókum fjóra spræka krakka tali sem hafa starfað með þessum tómstundafélögum.
Anna Margrét Ásbjarnar-dóttir, mannfræðinemi Ég dansaði hjá Spiral dansflokknum árið 2009 -2010. Það var frábært að geta hoppað úr öllu þessu daglega striti með dansi og sköpun, það einfaldlega losaði um heilmikið stress og spennu. Æfingar voru ekki nema tvisvar í viku ýmist ballettímar eða moderntímar. Gianluca Vincentini kenndi okkur flesta tímana en einnig komu gestakennarar sem kenndu okkur eitthvað nýtt og skemmtilegt. Haustið 2009 kom Pauline Huguet til landsins og bjó hún til dansleikhúsverkið ,,Hjá fröken Carmen” ásamt Gianluca. Um vorið fengum við síðan danshöfundinn Sveinbjörgu Þórhallsdóttur til liðs við okkur og bjó hún til verkið ,,Órar” sem var síðan sýnt í Norðurpólnum út á nesi. Ég eignaðist mikið af frábærum vinum og vinkonum sem eru enn vinir mínir í dag, ótrúlegt en satt. Þetta var virkilega skemmtilegt ár og hvet ég alla, bæði stráka og stelpur, sem hafa áhuga á dansi, leiklist, sköpun, og langar að komast í splitt, brú eða spígatt að sækja um. ---
Félagslífið
Spiral Dansflokkurinn Spiral Dansflokkurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2006 og sett upp fjölda verka sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Í dag er flokkurinn undir nýrri stjórn en framkvæmdastjóri flokksins er Ragna Sveinsdóttir og listrænn stjórnandi þess Brogan Davison. Flokkurinn mun hittast tvisvar sinnum í viku í tækni- og skapandi tíma. Fyrri önnin mun hefjast í september 2011. Leitað er eftir flottum, skapandi og áhugasömum dönsurum/sviðslistamönnum til að ganga til liðs við flokkinn starfsárið 2011/2012 frá aldrinum 18 – 30 ára. Leitað er að einstaklingum með ólíkan bakgrunn og þjálfun í dansi með áherslu á styrkleika hvers og eins. Haldnar verða áheyrnaprufur fyrir hverja önn en sú fyrsta verður laugardaginn 17. september frá kl 13:00 til 15:00 í Dansverkstæðinu, Skúlagata 28, 101 Reykjavík. Sótt er um á heimsíðu flokksins www.spiral. is eða umsóknir sendar á Rögnu Sveinsdóttur: ragna@spiral.is eða Borgan Davison: brogan@ spiral.is
Háskólakórinn Árni Jakob Ólafsson Iðnaðarverkfræðinemi
Nafn, aldur, fag,? Árni Jakob Ólafsson, 23, verkfræði, bassi í Háskólakórnum. Hvað hefur þú sungið lengi með Háskólakórnum? Hef verið í kórnum í þrjú ár. Er skemmtilegan félagsskap að finna í kórnum? Er mikið partýhald? Já, mjög góður félagsskapur og töluvert um partyhald, yfirleitt eitthvað í gangi aðra eða þriðju hverja viku. Myndirðu mæla með því við söngáhugamenn í háskólum borgarinnar að ganga til liðs við kórinn? Ég myndi klárlega mæla með því fyrir söngáhugamenn. Háskólakórinn er fyrst og fremst áhugamannakór og æfingar og verkefnin taka mið af því. Þetta er flottur félagsskapur og ágætis leið til að þjálfa röddina. Háskólakórinn er eitt helsta stolt skólans, hann prýðir allar hátíðlegar athafnir á vegum skólans og í hans
nafni er haldið úti öflugu og metnaðarfullu kórstarfi allt árið um kring. --Kórinn syngur og æfir af krafti en kórinn stendur einnig fyrir öflugu félagsstarfi þar sem m.a. er farið í æfingabúðir, árshátíð er haldin og fjöldi annarra skemmtana eiga sér stað.Kórinn æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:1519:30 í Neskirkju. Í vetur heldur kórinn upp á 40 ára starfsafmæli sitt og má því búast við viðburðaríku ári. Meðal annars mun kórinn syngja í Hörpunni og fara erlendis. Raddprufur fyrir Háskólakórinn starfsárið 2011-2012 verða haldnar í Neskirkju 2. og 6. september klukkan 17:00. Allir söngáhugamenn- og konur velkomin.
17
Háskóladansinn
Félagslífið
Edda Katrín Rögnvaldsdóttir Efnafræðinemi Háskóladansinn er félag sem hefur það megin markmið að gefa fólki tækifæri á að kynnast og læra hina ýmsu dansa. Háskóladansinn var stofnaður haustið 2007 og var þá einungis kenndur einn dans. Síðan þá hefur hann vaxið og dafnað og bætt við sig fleiri dönsum og fjölmörgum félögum. Dansarnir eru nú orðnir sjö talsins og síðasta vor voru meðlimir hátt á þriðja hundrað. Háskóladansinn býður upp á kennslu í fjölbreyttum dönsum og ættu allir að geta fundið dans við sitt hæfi. Dansarnir sem boðið er uppá eru Boogie Woogie, Lindy Hop, Swing og Rock’n’Roll, West Coast Swing, Contemporary, Salsa og Argentískur Tangó og er öllum velkomið að taka þátt. Háskóladansinn er opinn öllum sem hafa áhuga, enda aðal áherslan lögð á að breiða út dansgleðina.
Háskóladansinn er einnig kjörinn staður til að kynnast nýju fólki. Í tímunum skiptast nemendur á því að dansa við hvorn annan auk þess sem vikuleg danskvöld og aðrir viðburðir eru í boði yfir önnina. Fyrirkomulagið í tímunum gerir það að verkum að ekki er nauðsynlegt að mæta með sérstakan dansfélaga. Námskeið Háskóladansins haustið 2011 hefjast 5. september og að venju er boðið upp á 2 fríar prufuvikur í byrjun annar. Þar gefst gott tækifæri til að kynnast dönsunum og prófa allar dansgerðir. Annargjald gefur aðgang að öllum dönsunum og er 7.000 kr. fyrir háskólanema en 10.000 kr. fyrir aðra. Stundaskrá og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Háskóladansins: www.haskoladansinn.is.
“ “ 18
Allir söngáhugamenn og konur velkomin
Alla sem langar að komast í splitt, brú eða spíkat
Þjónusta fyrir stúdenta við HÍ
Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
219.000 leikhúsgestir geta ekki haft rangt fyrir sér
Áskriftarkort fyrir unga fólkið: 4 sýningar að eigin vali á 6.500 kr. Í fyrra sló áskriftarsalan öll met. Vertu með í allan vetur. Hringdu í síma 568 8000, farðu á borgarleikhus.is eða kíktu við í miðasölu Borgarleikhússins við Listabraut.
Almennt áskriftarkort veitir 37% afslátt. Fjórar sýningar á aðeins 11.900 kr.
Stúdentar óska Háskóla Íslands til hamingju með 100 ára afmælið Í september munu stúdentar fagna aldarafmæli Háskóla Íslands sérstaklega. Hátíðarhöldin hefjast með veglegum stúdentadögum í byrjun september þar sem meðal annars verður keppt í ýmsum íþróttum, sérstöku þjónustuborði fyrir nýnema komið á laggirnar, haldnir tónleikar og svo mætti lengi telja. Að loknum
stúdentadögum hefst Listahátíð stúdenta og mun sú hátíð standa yfir allan septembermánuð. Þá verða helstu málefnin höfð í hávegi í mánuði stúdenta. Í upphafi septembermánaðar taka stúdentar, prófessorar, Rannís og félagsfræðideild höndum saman og halda ráðstefnu þar sem sjónum verður beint að rannsóknarstarfi við Háskóla Íslands. Þá verður stúdentum boðið á málþing um framtíð Háskóla Íslands í
Listahátíð stúdenta
100 ára afmælishátíð lok septembermánaðar. Þangað munu helstu fulltrúar atvinnulífs, háskólans og stúdenta mæta og fjalla um sína sýn á framtíð Háskóla Íslands. Endahnútur verður bundinn á hátíðarhöldin að kvöldi 8. október. Eftir að stúdentar hafa tekið þátt í hátíðarhöldum háskólans í Hörpunni verða haldnir glæsilegir tónleikar fyrir háskólastúdenta sem enginn má láta framhjá sér fara!
Listahátíð stúdenta
L
istahátíð stúdenta verður stór hluti aldarafmælishátíðahalda og vill Stúdentaráð draga fram alla þá hæfileika sem leynast meðal stúdenta háskólans. Hugmyndin er að hátíðin verði eins konar „pop-up listahátíð“ þar sem fjöldi listamanna koma fram á hverjum degi á ólíklegustu stöðum háskólasvæðisins. Hátíðin verður að sjálfsögðu auglýst í bak og fyrir en dagskrá hvers dags
verður hins vegar ekki kynnt nema að morgni umrædds dags. Þannig er hugmyndin að þeir sem eigi leið um skólann rekist óvænt á listviðburð, t.d. fyrir framan skólastofuna sína, í stigagangi, matsal, á stéttinni fyrir framan skólabygginguna eða einfaldlega hvar sem er. Miðað við þá þátttakendur sem þegar hafa skráð sig til leiks má t.d. búast við að sjá myndlist, tónlist, leiklist, gjörninga, stuttmyndir og margt, margt fleira.
Hér er því um að ræða mjög skemmtilega og ólíka viðburði. Þá hafa ýmsir hópar innan háskólans einnig skipulagt sérstaka viðburði, s.s. ritlistanemar, Háskóladansinn, Háskólakórinn o.fl. Við hvetjum þig til að fylgjast vel með Listahátíð stúdenta í september. Dagskráin verður auglýst á studentarad.is
21
H
alla Oddný Magnúsdóttir tók djarfari stefnu en flestir íslenskir nýstúdentar að aflokinni útskrift; hún sótti um í hinum virta Oxfordháskóla í Englandi, komst inn og útskrifaðist þaðan síðastliðið vor. Okkur lék forvitni á að vita hvernig uppllifunin af háskólanámi erlendis væri, og það í skóla sem er allt í senn; virtur, ævaforn og pínulítið ógnvekjandi.
Hvaða fag lagðir þú stund á í Oxford? Ég hef nýlokið BA-gráðu í mannvísindum eða Human Sciences. Fagið var smíðað í Oxford, með það fyrir augum að tengja ólíkar greinar sem hafa manninn að viðfangsefni - frá þróunarlíffræði og erfðafræði til mannfræði og málvísinda. Hugmyndin er sú að mörg af helstu viðfangsefnum nútímans eigi sér stað á flekamótum fræðigreinanna, hvort sem leitast er við að svara spurningum um upphaf mannsins, eðli hans eða framtíð. En þetta vissi ég nú ekki þegar ég byrjaði - ég endaði þarna fyrir hálfgerða rælni. Hvernig staður er Oxford? Oxford er ævaforn háskóli með um tuttugu þúsund nemendur alls yfir ellefu þúsundum í grunnnámi. Hann er hins vegar samsettur úr 38 sjálfstæðum einingum, colleges eða
22
görðum. Hver garður hefur sinn karakter og sína sögu, sína heimavist, matsal, kapellu og líka sína fastakennara. Þessir garðar, sem flestir minna á kastala í útliti, liggja þvers og kruss um miðbæ borgarinnar og setja ókmikinn svip á bæjarlífið. Á milli þeirra er talsverður, vinalegur rígur hver sé elstur, hver sé með besta róðrarliðið, hverjir séu hæstir í prófunum og hvar sé besti maturinn. Til glöggvunar má geta þess að J.K. Rowling hefur sótt mikinn innblástur í þessar hefðir allar - en reyndar eru áhrifin farin að berast í hina áttina líka: Á síðasta ári ákváðu nemendur Magdalen College að nefna félagsaðstöðuna sína Gryffindor. Samanborið við skólagönguna á Íslandi, hver er helsti munurinn á íslenskum skólum og Oxford? Ég hef ekki stundað nám við Háskóla Íslands og hef því aðeins takmarkaðan samanburð. Hins vegar
er eitt og annað sem gefur Oxford sérstöðu. Svona námslega séð er auðvitað tútoríal-kerfið það fyrsta sem manni dettur í hug: Auk fyrirlestranna sem nemendur úr ýmsum görðum sitja saman, fer námið aðallega fram í tútoríölum eða einkatímum, sem eru skipulagðir af hverjum garði fyrir sig. Fyrir hvert tútoríal þurfa nemendur að skrifa ritgerð, og það eru sjaldnast færri en tvö tútoríöl á viku. Yfirleitt fara nemendur tveir og tveir saman, þótt stundum fari maður einn, til móts við kennara sem farið hefur yfir ritgerðina og gert manni takmarkanir manns óþægilega ljósar með rauðu bleki. Þá er maður oft”grillaður” smávegis í tímanum - það er ætlast til að maður geti rætt um viðfangsefnið af að minnsta kosti smávegis þekkingu. En það gefst líka tækifæri á að spyrja spurninga og leita útskýringa. Þetta er bæði gamaldags og fáránlega kostnaðarsamt, en heldur fólki við efnið.
Oxfordháskóli er einmitt þekktur fyrir ævafornar hefðir, geturðu nefnt dæmi um þær? Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja. Kannski á klæðnaðinum sem kallast subfusc og samanstendur af svartri skikkju, lærdómshetti og svörtu slifsi við hvíta skyrtu og svartar buxur eða pils. Skórnir verða líka að vera svartir. Þessu klæðist maður við mikilvæg tilefni, en víða þarf líka að klæðast skikkjunni þegar maður borðar kvöldmat á garðinum sínum. Þar er nefnilega þjónað til borðs í þriggja rétta máltíð, að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku. Kennararnir sitja, skikkjuklæddir, við sérstakt háborð við enda salarins og gæða sér á betri mat en óbreyttir nemendur, og dreypa á góðum vínum. Þetta hljómar eins og lygi, en er það ekki. Ég vann mér oft inn aukapening við að þjóna til borðs í matsalnum á mínum garði, St.Catherine’s. Það er hins vegar í prófatíð sem hefðirnar virkilega fara úr böndunum. Fólki er hreinlega vísað frá prófbyggingunni, sem gnæfir ógnandi yfir aðalgötu bæjarins, ef það er ekki rétt klætt. Enda auðvitað fásinna að ætla sér að taka próf öðruvísi til fara. Hvenær hefur nokkur maður skrifað gott prófsvar án þess að hafa lærdómshött á höfði? Að auki er til siðs að mæta með hvíta nelliku í fyrsta próf, bleika í þau næstu og rauða í það síðasta. Eftir síðasta prófið verður svo fjandinn laus, rjómatertur fljúga og freyðivíni er sullað. Það er reyndar bannað að henda rjómatertum, eins og er skýrt tekið fram í 800-síðna reglubók sem allir fá afhenta á fyrsta skóladegi. Vinkona min var gómuð við tertukast nú í vor og var sektuð um heil áttatíu pund sem hún neyddist til að borga til að mega útskrifast. Margar sögur ganga svo af ævafornum reglum sem enn eiga að vera í gildi. Þeirra frægust er líklega sú af unga manninum sem krafðist þess við yfirsetumann í prófi að fá afhent sérríglasið sem hann ætti rétt á, hafandi mætt í fullum subfuscskrúða í prófið. Yfirsetumaðurinn á að hafa brugðið sér frá en komið svo aftur og fært honum sérríglasið - en jafnframt sektað hann um silfurskilding fyrir að vera ekki með sverð. Þessi er áreiðanlega lygi, en sérrí er sannarlega í hávegum haft. Mín eilífa sérrídrykkja með kennurunum mínum
hefur komið vinum mínum á Íslandi mjög spánskt fyrir sjónir. Hvernig bakgrunnur reyndist íslensk menntaskólamenntun vera fyrir háskólanám erlendis? Mjög góður, bara. Lýstu venjulegum degi í Oxford. Í Oxford er sá skynsamlegi og mannúðlegi háttur hafður á að tímar byrja aldrei fyrr en klukkan níu. Þetta gefur þeim ofurmennum sem leggja stund á róður færi á að mæta á morgunæfingar á ánni, en fyrir okkur hin býður þetta fyrirkomulag upp á snús, góðan kaffibolla og BBC í útvarpinu, þangað til maður kemst ekki upp með annað en að hjóla af stað til að mæta á fyrirlestur. Í Oxford hjólar maður flestra sinna ferða, þótt það sé stundum hættulegt á þröngum götum borgarinnar þar sem strætisvagnabílstjórar láta sér líf hjólreiðamanna í léttu rúmi liggja. Þegar fyrirlestrum sleppir fer tíminn síðan í að vinna sjálfur að ritgerðunum: Að grafa eftir lesefni á hinum fjölmörgu og furðulegu bókasöfnum, vinna úr því og skrifa. Best er svo að borða kvöldmat á garðinum - maður segir ekki nei við þriggja rétta máltíð á þrjú og hálft pund - allavega ekki í St.Catherine’s, því þar er vitaskuld besti maturinn. Kvöldið fer svo eftir vinnuálaginu. Í Oxford er reyndar mjög vinsæll sá undarlegi siður að djamma á virkum dögum en læra um helgar. Ég lærði aldrei almennilega þá eðlu list. Hvernig var félagslífið? Mjög kraftmikið. Fjölmörg félög og samtök skipuleggja fyrirlestra, málfundi, leiksýningar, tónleika, ljóðakvöld og böll. Svo standa garðarnir sjálfir fyrir ýmsum viðburðum, starfrækja íþróttalið og margt fleira. Voru samnemendur þínir eintómir nirðir? Nei, nei. Ég kynntist fjölmörgum manngerðum í Oxford - sumum alveg stórkostlegum. Vissulega hafa margir einhvers konar metnað, en stimpillinn “nörd” gefur allt of einsleita mynd af
þeim fjölbreytta hópi. Til dæmis er mikilvægt að greina á milli þeirra sem eru sjúkir af metnaði einkunnanna vegna og þeirra ástríðufullu sem lesa af hreinum áhuga - eða næstum hreinum - með mismiklu dassi af spjátrungsskap, sérvisku, kappsemi og brjálæði. Sérviskan fær að njóta sín í Oxford á annan hátt en ég hef séð annars staðar. Þar hefur verið fræðasetur í margar aldir og það gilda hreinlega önnur lögmál: Eiginlega má segja að virðingin sem nemendum hlotnast innan skólans sé í öfugu hlutfalli við hversu vel námsgreinin hentar til þess að fá vinnu að námi loknu. Þrátt fyrir þetta - eða kannski einmitt vegna þessarar sérstöðu - eru líka ansi margir sem hugsa mest um að skreyta ferilskrána. Hinn útfletjandi armur atvinnulífsins teygir sig sífellt lengra inn í þetta musteri sérviskunnar. Hvað varðar stúdentahópinn er svo auðvitað fjöldi vel menntaðra en mis-andríkra krakka úr rándýrum einkaskólum, því að óvíða birtist stéttaskiptingin í bresku þjóðfélagi jafnskýrt og í menntakerfinu. Sérviskan á sér því auðvitað ögn myrkari hlið í þeim elítisma sem oft er gagnrýndur í sambandi við Oxford og Cambridge. Varstu á heildina litið ánægð með dvöl þína í Oxford? Telurðu að menntunin úr Oxford muni nýtast þér í framtíðarstörfum þínum og lífinu almennt? Já, það var ég, þótt ekki hefði verið fyrir annað en að kynnast þessum hverfandi heimi. Framtíðin er hins vegar dálítið óljós. Þótt námið hafi ekki beinlínis stýrt mér inn í neinn ákveðinn starfsframa, veitti það góða akademíska þjálfun yfir vítt fræðasvið, auk dýpri skilnings á ákveðnum þáttum sem ég hefði mjög gaman af að skoða nánar seinna. Þetta nám breytti heimsmynd minni og leiddi mig inn í pælingar sem ég hefði líklega aldrei komist í tæri við annars. Það kemur vonandi einhvern tímann að gagni. Að auki hef ég nú yfirgripsmikla þekkingu á sérríi, sem hlýtur að vera algjörlega ómótstæðilegur kostur fyrir hvaða vinnuveitanda sem er á þessum krepputímum!
,,Kvenna- og karlafög”
N
okkur fög og deildir innan háskólans hafa að sumra mati smám saman hlotið kynjastimpil; sum fög þykja kvenleg og eins eru fög sem
þykja frekar undirstrika óljósa hugmynd um einhvers konar karlmennsku. Við náðum tali af tveimur sprækum krökkum sem láta sig þessa skiptingu engu varða, þau
Karlaklúbbur í VRII? 1) Nafn, aldur, fag? Edda Lína Gunnarsdóttir, 23 ára, eðlisfræði. 2) Hvað varð þess valdandi að þú skelltir þér í eðlisfræði? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á heimingeimnum svo ég byrjaði eiginlega í eðlisfræði til að geta seinna sérhæft mig í stjarneðlisfræði. Eftir að ég byrjaði í eðlisfræðináminu hefur svo margt annað innan eðlisfræðinnar vakið áhuga hjá mér. 3) Eru það gengdarlausir fordómar eða réttmætt mat að eðlisfræði sé stimpluð karlafag? Tja, það fer eftir því hvað felst í orðinu karlafag. Ef þú átt við að það séu aðallega bara karlar að kenna og stunda námið, þá er svarið já. Ef þú átt við að fagið sé bara fyrir karla, þá er svarið nei. Mér finnst eðlisfræði jafn opin konum og körlum en svo virðist sem að karlar hafi meiri áhuga á akkúrat þessu efni. 4) Hverjar heldur þú að ástæðurnar fyrir þeim stimpli séu?
24
stunda nám í deildum sem eru "merkt" gagnstæðu kyni og fengum að vita hvort þessi flokkun í karla- og kvennafög sé tóm þvæla eða byggð á raunveruleikanum.
Ástæðan fyrir þeim stimpli hlýtur að vera sú að það eru mjög fáar stelpur í eðlisfræði. 5) Er það þér til uppdráttar eða ekki að vera kona í karlafagi? Ég get ekki séð að það skipti neinu máli. 6) Upplifir þú þig sem minnihlutahóp í faginu? Nei, það upplifi ég ekki. Einstaka sinnum er ég meðvituð um að ég er eina stelpan í kennslustundinni en sú hugsun dettur fljótt út fyrir eitthvað annað merkilegra. 7) Er atvinnugreinin merkt karlmönnum jafn mikið og námið? Sérðu fram á að vera í minnihluta allan þinn starfsferil? Ég þekki það ekki nógu vel til að geta svarað því. Það er hægt að fara svo margar leiðir eftir BS í eðlisfræði að ég veit ekki hvort ég muni vera í minnihluta hóp eða ekki. Það skiptir mig ekki máli svo lengi sem ég fæ að starfa við eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.
1) Nafn, aldur, fag? Helgi Egilsson, 25 ára, hjúkrunarfræði 2) Hvað varð þess valdandi að þú valdir þér hjúkrunarfræði?
svo galin. Það er ekkert galið við það að strákar séu læknar, sjúkraflutningamenn, meinatæknar eða sjúkraliðar og í ljósi þess er hálfskrítið að hjúkrun sé „stétt“ sem strákar geta ekki hugsað sér að verða hluti af. Sérstaklega þar sem starf hjúkrunarfræðinga er að mörgu leyti skylt starfi hinna stéttanna. Og svo hefur það komið mér svo á óvart hvað þeir karlkyns hjúkrunarfræðingar sem ég hef talað við eru sáttir í starfi sínu. Þegar ég leitaði ráða hjá þeim varðandi val á námi skein einhver ofsafengin hamingja og lífsgleði úr þeim öllum. Af því að dæma virðast karlar eiga fullt erindi í þetta starf.
Ég valdi hjúkrunarfræði af því ég held að ég verði ánægður í því starfi og það eigi vel við mig. Ég hafði velt þessu fyrir mér í þó nokkurn tíma. Ég valdi leið sem mér finnst gefa lífi mínu tilgang – það er svo stutt í tilgangsleysið á 21.öldinni þar sem allt er krökkt af skrítnum störfum sem geta drekkt manni í tilvistarkreppu. „Fyrir hvern er ég að vinna og hvers vegna í ósköpunum ætti ég að eyða lífi mínu í 5) Er það þér til uppdráttar eða ekki að þetta starf?“ Er spurning sem ég vil geta vera karl í kvennafagi? svarað sjálfum mér heiðarlega og ég held það sé „þægilega“ auðvelt, ef maður Ég held það skemmi ekkert fyrir mér, og fæst við hjúkrun, að sannfæra sig um að hjálpi mér svo sem ekkert sérstaklega maður sé að gera eitthvað af viti og að heldur. En ég held það sé stéttinni mjög störf manns geri gagn. hollt að kynjahlutSvo á ég mér þann verði jafnari. það er svo stutt föllin draum að ná að Ég held að starfí tilgangsnýta mér námið og sumhverfið verði þekkinguna til að heilbrigðara við leysið á kynnast einhverju það og ég held það nýju, að vinna auki uppbyggilega 21.öldinni erlendis og lenda í gagnrýni og þar þar sem allt ævintýrum. með fagmennsku að hafa starfshópinn er krökkt af 3) Eru það af báðum kynjum. skrítnum störfordómar eða Karlmenn koma réttmætt mat að örugglega inn með fum sem geta hjúkrunarfræði nýjar áherslur sem drekkt manni í sé stimpluð að einhverju leyti kvennafag? í gegnum tilvistarkreppu. smitast stéttina. Hjúkrun er auðvitað kvennafag, í þeim skilningi að hjúkrunar6) Upplifir þú þig sem minnihlutahóp í fræðingar eru langflestir kvenkyns. En faginu? það er ekkert í eðli hjúkrunarfræði sem gerir hana að kvennafagi. Ég held að karNei, allaveganna ekki sem minnihlutahóp lar geti annast sjúka alveg eins og konur. sem er utanveltu. Alls ekki! Mér finnst Margir þeirra hjúkrunarfræðinga sem ég mjög vel komið fram við mig og mér hef heillast að hingað til búa að einhverju finnst ég velkominn. leyti yfir eiginleikum sem myndu kallast karlmannlegir í gamaldags-skilningi, 7) Er atvinnugreinin merkt kvenmönt.d. viljafestu, ákveðni, gálgahúmor og num jafn mikið og námið? Sérðu rökfestu. fram á að vera í minnihluta allan þinn starfsferil? 4) Hverjar heldur þú að ástæðurnar fyrir því séu (stimplinum þeas.)? Já, ég geri ráð fyrir því. Ég held að tvö prósent íslenskra hjúkrunarfræðinga séu Hjúkrun varð kvennafag í seinni karlkyns og þeim hefur ekkert fjölgað heimsstyrjöldinni, og hefur verið það að undanförnu. Miðað við það hvað alla tíð síðan. Ég geri ráð fyrir að það þykir stórmerkilegt (og jafnvel efni þessi hefð fæli stráka frá hjúkrun. Fæstir í blaðagrein!) að karlmaður skuli læra strákar velta því nokkru sinni fyrir sér hjúkrun, geri ég alls ekki ráð fyrir að þetta að verða hjúkrunarfræðingar, en þegar breytist á næstunni. hug-myndin kviknar held ég hún sé ekki
“
,,Kvenna- og karlafög”
Fleiri pönkhjúkkur á Landspítalann!
25
Þátttaka í Happdrætti Háskólans borgar sig – fyrir þig! Er þetta hús byggt fyrir happdrættisfé?
PIPAR\TBWA s 3·! s
Já, áttu ekki örugglega miða?
Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni.
Stúdentaleikhúsið Sköpun, skemmtun og sjálfsfróun
Þ
Guðmundur Felixson, íslenskunemi
að er epísk snilld að vera hluti af þeirri fjölskyldu sem Stúdentaleikhúsið er. Við erum áhugaleikfélag ætlað öllum þeim sem hafa lokið stúdentsprófi og búa yfir (allt að sjúklegum) áhuga á leiklist eða listsköpun. Við erum alla jafna um 20-30 manns og hópurinn er síbreytilegur. Hæfileikafólk bætist við hópinn á hverju ári og aðrir kveðja, en hlýlega fjölskyldustemmningin hverfur aldrei. Stúdó er sjálfstæður leikhópur sem hefur stundum verið tengdur við Háskóla Íslands og er sú tenging ekki fjarri lagi í ljósi þess að meirihluti Stúdentaleikhússmeðlima eru nemendur við Háskólann. Eitt sinn var Stúdentaleikhúsið meira að segja beintengt Háskólanum og var einskonar leikfélag skólans, en sú er að vísu ekki raunin í dag. Leikhópurinn nýtur þó stuðnings HÍ á margan hátt og mun Stúdentaleikhúsið til að mynda taka þátt í skemmtidagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Háskólans í október. Það er ótrúlega gaman og þroskandi fyrir listamenn að taka þátt í Stúdentaleikhúsinu. Þeir sem eru þar eiga það
sameiginlegt að hafa einhvern alvöru áhuga á listsköpun sinni og ætla sér að fara lengra á þeirri braut. Þeir sem leika, semja tónlist, sauma búninga, mála, leikstýra eða lýsa hjá Stúdentaleikhúsinu eru ekki að því bara upp á flippið, heldur til þess að læra og þroskast sem listamenn. Þessvegana er ákveðinn gæðastimpill á Stúdentaleikhúsinu sem gaman er að vera hluti af, það er gaman að vita að þeim sem maður vinnur með er alvara í sinni list. Þó er flippið aldrei langt undan og djammið stór hluti af starfsemi leikhópsins. Þegar listamenn Stúdó koma saman utan æfinga getur allt gerst og Stúdentaleikhúspartý eru löngu orðin víðfræg. Þekktur er nokkurra ára gamall leikur sem gjarnan er leikinn í Stúdópartýum og felst í því að allir sitja í hring og sungið er lag um sjálfsfróun. Svo er genginn hringur og hver og einn þarf að segja frá skemmtilegum stað á hverjum sá hefur fróað sér. Tekur þá allur hópurinn undir og syngur “HANN HEFUR RUNKAÐ SÉR Í FLUUUUGVÉL” og þannig gengur hringurinn áfram og allir yfirgefa partýið mun upplýstari um sjálfs-fróunarvenjur félaga
sinna en nokkurn hefði grunað. Það sem einkennir Stúdentaleikhúsið er eldmóður og metnaður, vilji til framfara og þorsti í listrænan lærdóm. Við tökum okkur þó aldrei of alvarlega og grínið, glensið og gamanið fær oftast að vera í forgangi, þannig myndast einstaklega sam-rýmdur og ástmikill hópur sem er til alls líklegur. Og allir vita hvar hinir hafa fróað sér. Við munum hafa okkar fyrsta hitting föstudagskvöldið 2.september klukkan 20 í Hinu húsinu! Fundurinn verður stuttur og laggóður og mjög góður fyrir þá sem hafa hugsað sér að vera með okkur í starfseminni í vetur! Við tökum öllum fagnandi eins og ávallt og það er svo sannarlega kominn spenningur hjá stjórninni fyrir því sem koma skal. Hlökkum til að sjá sem flesta gamla sem og nýja! http://www.studentaleikhusid.is
27
VIÐ LÁNUM ÞÉR EKKI FYRIR
PRÓFGRÁÐU FRÁ HARVARD Þetta er sniðugt!
– en við lánum þér fyrir skólabókum! 1
2
3
www.kredia.is
Verðskrá Upphæð 10.000 kr. 20.000 kr. 30.000 kr. 40.000 kr.
Kostnaður 2.500 kr. 4.750 kr. 7.000 kr. 9.250 kr.
Samtals 12.500 kr. 24.750 kr. 37.000 kr. 49.250 kr.
* Smálán eru aðeins veitt fjárráða einstaklingum, 18 ára eða eldri, sem ekki eru á vanskilaskrá.
Þú getur sótt um lán hvenær sem er með því að senda sms í númerið 1919.
Peningarnir eru lagðir inn á bankareikninginn þinn strax.
** Lántaki getur einungis haft eitt lán í einu, nýtt lán er ekki veitt nema fyrra lán sé endurgreitt að fullu.
PIPAR\TBWA • SÍA • 111912
Þú skráir þig á www.kredia.is og sækir um að gerast lántakandi (tekur aðeins örfáar mínútur).
www.kredia.is
English Summary
Dear students! The atmosphere at the start of a new semester in indescripable. Students of all ages and majors gather on the campus to see new faces, try new things, party and well... study. University is of course different from what we know from our previous experiences. It is a two-sided cooperation rather than a one-way force feeding of information. We, as students, must demand that our professors do their duties to us wholeheartedly, just as they rightfully demand that we do our duties. Making these demands is one of The Student Council‘s many responsibili-
Oktoberfest Every year the campus is transformed into a gigantic camp site where endless joy prevails for a long weekend. For four days the campus becomes a venue for tireless partying and concerts. No one should miss out on Oktoberfest. Oktoberfest 2011 This year’s Oktoberfest will be the biggest ever. The Student Council invites you to a musical festival like no other, where 12 amazing bands will bring you the weekend of your life. The programme is as follows:
30
ties. In the council, representatives of students from all faculties fight for the improvement of our education, student rights and so on. If you are interested in participating, or if you have any questions or problems, please contact the council‘s office at the university centre. Remember to not only study hard, but also to participate in social activites, especially since it is our 100th anniversary. Be pround of being a student at our famed university and enjoy the celebrations of our anniversary year! Best of luck. Lilja Dögg Jónsdóttir, chairman of the Student Council.
Rock ‘n roll Thursday, 15th september: Of monster & men Agent Fresco Vicky Lockerbie Pétur Ben and Eberg Ourlives Vigri German Friday, 16th september: German folk band and The Workers’ Marching Band (Lúðrarsveit Verkalýðsins)
Saturday night party 17th september: Dikta Jón Jónsson Blaz Roca We highly recommend that you buy a wristband as soon as possible as they sold out quickly last year. Pre-sale price is kr. 3.500,-
Opportunities for the sociable student Within the student community at the University of Iceland, you will find countless clubs, interest groups, political societies and student bodies that you can join in order to make your stay at UI all the more pleasant. Among them are: The University Choir: Tryouts are open to everyone on the 2nd and 6th of September in Neskirkja. The choir performs at graduations and other occasions. Rehearsals are twice a week. The year ends with a concert tour. http://kor.hi.is/
The University Dance Company: Offers varied dance lessons for students with the aim of spreading the joy of dancing. Dance partners optional. Classes begin on the 5th of September and the first two weeks are free of charge. Timetables, prices and more info at: www.haskoladansinn.is.
to work with well-known choreographers who have given a strong and versatile artistic input. The company is looking for talented dancers aged 18 to 30. Tryouts are on the 17th of September between 13:00 and 15:00 at the dance studio, Skúlagata 28, 101 Reykjavík. More info: www.spiral.is
Spiral Youth Dance Company: The company aims to provide space for young people to develop their technical skills and creative experimentation under the direction of professional dance artists. Their vision is to promote confidence and understanding for young artists and the community through dance. Since 2006 the company has had the privilege
The Student Theatre: One of the oldest theatrical troupes in Iceland. One play is performed every semester and this time it’s the classical piece The Importance of Being Earnest. Those interested in joining the theatre are welcomed to a meeting in Hitt Húsið on the 2nd of September at 20:00. More info at: studentaleikhusid.is
Yrsa Þöll Gylfadóttir is a young writer who has recently published her first novel, Tregðulögmálið. Yrsa studied French and literature at UI, Sorbonne and Diderot, and is now working on her doctoral thesis. She recently got a scholarship from Hrafnkelssjóður in the University of Iceland for her thesis and is expecting her first child. Celebrating the 100th anniversary of the University of Iceland The student festival in the first week of september will mark the beginning of the anniversary celebrations. The festival will include sporting events, an art exhibition, concerts and the opening of a freshmen informaStudent arts festival A central part of the anniversary celebrations will be the student arts festival. Students will perform and showcase their talents in a „pop-up“ fashion all around campus. Daily schedule will be published in the mornings. The idea is that those pass-
tion desk. Students and faculty have prepared a conference on the research performed at the University of Iceland and a forum on the future of the university. The grand finale will be a concert at Harpan concert hall on the night of the 8th of october.
ing through campus will unexpectedly be witnessing art anywhere at any time. The events are diverse and include music, visual arts, shortfilms and much more. The university choir etc. have as well organized independent events during the festival. For more info go to studentarad.is
31
Það munar miklu að vera í Námunni Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi. Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.
JÓNSSON & LE’MACKS • jl.is • SÍA
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000