Stúdentablaðið

Page 1

Sigurbjörg Þrastardóttir Háskólaskáldið 2013 Heimsreisur Úlfur Úlfur

89. árgangur, 3. tölublað

„Bullið býr til stöðugleika“

STÚDENTABLAÐIÐ

Jón Gnarr

1


SUMAR

VETUR ORKUSALAN ÓSKAR STÚDENTUM GLEÐILEGS OG ORKURÍKS SUMARS. Orkusalan 2

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

www.orkusalan.is


Efnisyfirlit

Ritstjórapistill

Kæru samnemendur, Á sama tíma og nemendur þreyja síðustu vorprófin leggur ritstjórn Stúdentablaðsins lokahönd á síðasta tölublað þessa skólaárs. Nú var öllu tjaldað til og má í blaðinu meðal annars finna viðtöl við Jón Gnarr borgarstjóra, Sigurbjörgu Þrastardóttur skáld og hljómsveitina Úlf Úlf. Blaðamenn voru auk þess í sumarskapi og skelltu sér í lautarferð sem var vandlega skrásett ásamt uppskriftum að lostæti í takt við árstíðina. Auk þessa birtast svo úrslitin í keppninni um Háskólaskáldið 2013 sem Stúdentablaðið blés til í síðasta tölublaði. Þátttaka var framar vonum en alls bárust 123 framlög í keppnina, hvert öðru betra. Sérstakt fagnaðarefni er að meðal háskólanema leynist svo mikill innblástur og óskandi er að með framtakinu hafi tekist að lokka nokkur skáld upp úr skúffunni og hvetja almennt til skrifa. Eftir viðburðaríkt ár er mér efst í huga þakklæti gagnvart þeim hæfileikaríku blaðamönnum sem starfað hafa í sjálfboðavinnu við blaðið auk allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóg við vinnslu þess; ljósmyndarar, prófarkalesarar, þýðendur og hönnuðir hafa allir skilað aðdáunarverðu framlagi og kann ég þeim miklar þakkir fyrir skemmtilegt og gott samstarf. Auk þess hefur framkvæmdastjóri Stúdentaráðs staðið sig eins og sönn hetja við auglýsingasöfnun og á skilið mikið hrós fyrir. Ég vona að einhverjir hafi notið þess sem ritstjórnin hefur haft fram að færa í tölublöðunum fjórum sem eftir okkur liggja. Ef við náðum að stytta ykkur stundir eða vekja með ykkur eina eða tvær nýjar vangaveltur er markmiðinu náð. Það var heiður að fá að stýra þessum merka prentmiðli í heilt ár. Ég óska komandi ritstjórn hvínandi góðs gengis og hvet alla sem hafa áhuga á að taka þátt í gerð blaðsins til að láta til skarar skríða, eftir því sér enginn. Takk fyrir árið og gleðilegt sumarfrí! Guðrún Sóley Gestsdóttir Ritstjóri / gsg16@hi.is

18 Íslenskt verð á símtölum í Evrópu

34 Stúdentagarðar sumarsins

4 Myndasagan

20 „Bullið býr til stöðugleika“

35 Opnari og auðveldara að kynnast fólki

6 Úlfur Úlfur

22 Lopapeysan góða

36 Kökulöngunin getur komið upp hvenær sem er

7 Ungir umhverfissinnar

23 Uppskriftir

37 Andlitið á Saddam Hussein

8 Stelpu- og strákafög?

24 Ævintýri með AUS

37 Olíuvinnsla, kellingar og olíuvinnsla

10 Úrslit Háskólaskáldsins 2013

25 Heimsreynslusögur

38 A letter to you: I love you, Iceland

14 „Fúttið í að skrifa er frelsið“

28 Eurotour 2013

39 English Summary

16 Vilji er allt sem þarf

30 Ertu skarpari en háskólanemi?

Blaðamenn

4 Nýsköpunarkraftur í námi

// Védís Huldudóttir

// Björn Ágúst Magnússon

// Þorkell Einarsson

// Hedís Helgadóttir

// Jónína Herdís Ólafsdóttir

// Berglind Gréta Kristjánsdóttir

Ásdís Arna Björnsdóttir

Stúdentablaðið - 4. tbl. 89. árgangur Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Guðrún Sóley Gestsdóttir

Berglind Gréta Kristjánsdóttir

// Ásdís Arna Björnsdóttir

// Herdís Helgadóttir

// Hildur Knútsdóttir

// Heiða Aníta Hallsdóttir

// Guðrún Sóley Gestsdóttir

Björn Ágúst Magnússon

//Ásdís Arna Björnsdóttir

// Magnús Örn Sigurðsson // Nozomi Koike

// Stefán Birgisson

// Þorkell Einarsson

Guðrún Sóley Gestsdóttir

Grafísk hönnun: Halla Þórlaug Óskarsdóttir halla.thorlaug@gmail.com Prófarkalestur: Guðrún Sóley Gestsdóttir

Nozomi Koike

Védís Huldudóttir

Jónína Herdís Ólafsdóttir

Herdís Helgadóttir

Þorkell Einarsson

Ensk samantekt: Magnús Björgvin Friðriksson Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja Ljósmyndarar: Halla Þórlaug Óskarsdóttir Upplag: 2.000 eintök Natsha Nandabhiwat Björn Ágúst Magnússon

3


Nýsköpunarkraftur í námi

Dagana 21. – 24. mars hélt Stúdentaráð Háskóla Íslands ráðstefnu undir yfirskriftinni „Advancing student entreprenuership and employability“. Á ráðstefnuna mættu fulltrúar stúdentahreyfinga frá Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og Bretlandi. Auk þeirra mættu fulltrúar frá innlendum stúdentahreyfingum. Markmið ráðstefnunnar var að efla samstarf við erlendar stúdentahreyfingar, efla virka og almenna þátttöku ungs fólks í þjóðfélaginu sem og að stuðla að gagnkvæmum skilningi milli ungmenna í ólíkum löndum. Ráðstefnan var formlega sett af forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni og rektor Háskóla Íslands,

Unnið af kappi í málstofu.

Myndasagan Höfundur: Védís Huldudóttir

4

Kristínu Ingólfsdóttur. Ráðstefnan var byggð upp á fjórum framsögum og málstofum þar sem umræðuefnin voru rædd frekar. Framsaga Hilmars Braga Janussonar, forseta verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, fjallaði um frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun sem hluta af bóklegu námi. Þá fjallaði Bjarni Már Gylfason, aðalhagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, um menntakröfur starfsmanna út frá sjónarmiðum atvinnurekenda. Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Innovit, fjallaði um starfsemi Innovit og almennt um frumkvöðlastarfsemi í íslenskum háskólum. Með honum var Ragnar Fjölnisson, þróunarstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Kaptio, sem fjallaði um

hvernig fyrirtækið þróaðist úr hugmynd að veruleika. Að lokum hélt Elisabeth Gehrke, meðlimur í yfirstjórn European student union, erindi um Sage verkefnið sem fjallar um að háskólamenntun sé hornsteinn í atvinnumöguleikum. Miklar og áhugaverðar umræður sköpuðust um erindin og samin var ályktun um atvinnumál og frumkvöðlastarfsemi sem þátttakendur nýttu til frekari umræðna í sínum heimalöndum sem og á fundi hjá European student union sem haldin var í Búdapest. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og hefði án aðkomu þeirra ekki orðið að veruleika.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, ásamt fulltrúum SHÍ ; f.v. Sara Sigurðardóttir, Björn Már Ólafsson, María Rut Kristinsdóttir, Vigfús Ísakíel Rúnarsson, Anna Marsibil Clausen og Inga Valgerður Guðjónsdóttir.

Hilmar Bragi Janusson flutti framsögu um frumkvöðlastarfsemi


Einn af ótal kostum N1 kortsins

BETRA VERÐ FYRIR STÚDENTA HJÁ N1 Sæktu um N1 kort á n1.is í dag og fáðu betra verð. Hópanúmer stúdenta er 505.

AFSLÁTTUR

FYRIR STÚD

ENTA HJÁ N

1!

4 kr. afsláttu r + 2 N1 pun ktar af hverjum eld sneytislítra. 12% afsláttu r + 3% í formi N1 punkta af hjólbörðum , hjólbarða- o g smurþjónustu og mörgu fle iru. 1 punktur = 1 króna N1 punktur e r jafngildur gjaldmiðill og í öllum viðskip króna, tum við N1.

Meira í leiðinni 5


Úlfur Úlfur

Viðtal: Þorkell Einarsson Ljósmyndir: Natsha Nandabhiwat

Úlfur Úlfur samanstendur af þremur áhugaverðum músíköntum sem eiga ættir að rekja til Skagafjarðar. Þeir Arnar Freyr, Helgi Sæmundur og Þorbjörn Einar eiga framtíðina fyrir sér í tónlist og eru hvergi nær hættir. Seinasta ár var viðburðaríkt hjá sveitinni, Ég er farinn náði miklum vinsældum og var tilnefnt lag ársins á hlustendaverðlaunum FM 957 fyrir vikið. Rúmt ár er liðið frá útgáfu á frumburði sveitarinnar, Föstudagurinn langi, en nú er von á nýrri plötu. Ég setti mig í samband við sveitina til að kanna málið.

Þið stefnið á að gefa út spánnýja plötu nú á næstunni. Hafið þið eytt miklum tíma í lagasmiðar og upptökur? Er platan jafnvel tilbúin? Arnar: Þetta lagasmíðaferli hefur ekki verið samfellt eða afmarkað sem slíkt. Frá því að við gáfum út Föstudaginn langa (í lok desember 2011) höfum við einfaldlega samið eitt og eitt lag þegar andinn hefur komið yfir okkur. Það má því horfa á þetta þannig að við höfum eytt gríðarmiklum tíma í lagasmíðar og upptökur – en hið gagnstæða er í raun jafnrétt þar sem við settumst aldrei niður og vorum alveg „YO, GERUM PLÖTU“. Það er allavega stutt síðan við fórum að hugsa um næstu plötu sem konkret fyrirbæri. Helgi: Eftir að tekin var ákvörðun um að gefa út aðra plötu höfum við verið að plana og plotta - taka saman lög og spá í því hvað væri viðeigandi og hvað ekki. Sumrinu verður eytt í hljóðverinu og á þjóðveginum. Ég get ekki beðið.

Verður hún svipuð og Föstudagurinn langi eða kveður við nýjan tón? Arnar: Já og nei. Hún verður svipuð á þann hátt að þetta eru ennþá bara við tveir að leika okkur og gera það sem okkur þykir skemmtilegast. Hins vegar erum við að leika okkur með nýrra og dýrara dót og stærri hugmyndir. Þegar við gáfum út Föstudaginn langa

6

vissum við ekki rassgat en í dag erum reynslunni ríkari og vitum alveg rassgat eða tvö. Helgi: Eins og með flesta listamenn þá mótast sköpun þeirra af umhverfi, reynslu og daglegum atburðum. Þegar við gáfum út Föstudaginn langa bjuggum við saman í norðlingaholtinu þar sem lífið snerist um að spila Fifa, tékka á Prikinu og Faktorý og taka upp í herberginu mínu. Það hlaut eitthvað sniðugt að koma út úr því. Í dag eru aðstæðurnar aðeins öðruvísi en það þarf alls ekki að vera verra. Við vitum í rauninni ekkert hvernig platan mun hljóma og það finnst mér spennandi. Arnar: Umhverfið og daglegir atburðir hafa svo sannarlega breyst frá því að Föstudaginn langi kom út. Nýjan platan á eftir að endurspegla gjörólíkar aðstæður.

Hvenær geta menn svo búist við því að fá gripinn í hendurnar? Helgi: Við höfum verið að vinna með þá pælingu að gefa hana út þegar það fer að dimma aftur eftir sumarið en ég held að þegar uppi er staðið þá sé best að gefa út þegar við finnum það báðir að við séum búnir að skapa eitthvað sem okkur þykir vænt um og erum stoltir af. Ég vil ekki flýta neinu né vil ég draga neitt. Ég elska að semja og spila fyrir fólk sem fílar tónlistina sem ég geri en fyst og fremst verð ég að fíla hana sjálfur. Arnar: Platan kemur í haust. Ég sver það. Biblíuloforð muthafucka. Helgi: Troo.

Seinustu plötu gáfuð þið hlustendum endurgjaldslaust á netinu. Má búast við

því sama í þetta skiptið? Arnar: Enn sem komið er veit ég ekki einu sinni sjálfur við hverju er að búast. Kostirnir við að gefa út á netinu eru margir en ég væri að ljúga ef ég segði að mér þætti tilhugsunin um plötu af holdi og blóði, eða plasti og pappír, ekki vera sexy. Í fullkominni veröld myndi ég sennilega pressa eintak fyrir hvern og einn íslending og gefa hana endurgjaldslaust. Fólk elskar frítt shit. Helgi: Það er erfitt að segja til um það hvernig þetta verður strax. Hún kemur allavega út. Kannski gefum við út 100 usb lykla. I don’t even know.

Af Facebook-síðu ykkar að dæma hafið þið staðið í ströngu við upptökur á nýju myndbandi. Hvað eruð þið að taka upp og hvenær geta menn búist við því að sjá það? Arnar: Myndbandið er við fyrstu smáskífuna af plötunni okkar. Lagið heitir Sofðu vel og var samið í samstarfi við kærastana okkar í Redd Lights. Planið er að gefa það út um miðjan maí. Myndbandinu var leikstýrt af top dudes, Frey Árnasyni og Einari Braga Rögnvaldssyni, en það kom heill hellingur af fólki að verkinu. Þúsund þakkir og rósir til allra sem hjálpuðu til. Ég er ógeðslega sáttur með þetta allt. Helgi: Oh brother það er svo stutt í það.

Stefnið þið á að koma víða fram í kjölfar útgáfu plötunnar? Eruð þið bókaðir einhvers staðar í sumar? Arnar: Það er allavega búið að bóka okkur á LungA, Keflavík Music Festival og Gæruna á Sauðárkróki en við eigum eftir að svara nokkrum öðrum tilboðum. Sumrin eru stórkostlegur tími fyrir tónlistarfólk því


hverja einustu helgi er hátíð einhverstaðar, oft fleiri en ein, og allstaðar vantar fólk til að gaula upp á sviði. Það eru fríðindi að fá að ferðast um landið allt á þessum forsendum.

Þið stundið nám við HÍ, ekki satt? Hvernig gengur uppteknum mönnum eins og ykkur að læra fyrir próf? Arnar: Reyndar er það bara ég. Viðskiptafræði, baby. Lærdómurinn gengur prýðilega enda skemmtilegt nám svo lengi sem ég þarf ekki að diffra á mér punginn. Nám og tónlist fara líka mjög vel saman: Í báðum tilvikum er maður eigin herra og getur skipt tímanum á milli þess að vild án þess að einhver öskri á mann. Það koma samt alltaf tímabil þarf sem annað hefur algjöran forgang og próftörn er einmitt eitt af þeim. Skynsemin bannar allt annað. Restina af árinu er tónlistin samt on top.

Ungir umhverfissinnar Nokkur ungmenni hittust á dögunum sem eiga það sameiginlegt að vera afskaplega umhugað um náttúruna og afkomu hennar til lengri tíma litið. Skömmu síðar varð til félagið Ungir umhverfissinnar (UU). Ólafur Heiðar Helgason er formaður félagsins auk þess að stunda nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Stúdentablaðið heyrði í Ólafi til forvitnast frekar um félagið og hvers vegna það er málið að vera umhverfissinni. Hver er Ólafur Heiðar? Ég er bara eins og hver annar Kópavogsbúi eða Kvennskælingur, frekar venjulegur gæi. Ég er á fyrsta ári í hagfræði við Háskóla Íslands, auk þess að vinna hjá Nóbel námsbúðum og vera formaður Ungra umhverfissinna. Fæ mér stundum ís og/eða bjór með mínum elskulegu vinum og mæti á leiklistaræfingar þegar ég nenni. Mestmegnis er ég þó heima á Facebook. Svo gerir maður eitthvað klikkað þess á milli. Ég fór til dæmis til Grindavíkur um daginn og fékk mér pylsu.

Hvers vegna vildir þú verða formaður félagsins? Það hljómar kannski klisjulega, en sjálfbærni hefur alltaf verið mér voða eðlislæg. Ég er bara þannig gerður að ég hugsa mikið um framtíðina og um afleiðingar þess sem ég geri. Þess vegna hef ég lengi haft ástríðu fyrir umhverfismálum. Ég datt eiginlega inn í þennan hugsunarhátt þegar ég var krakki og var mikið að labba með foreldrum mínum um Fjallabakið og aðrar perlur á hálendinu. Þegar ég frétti af því að það ætti að stofna þetta félag varð ég spenntur fyrir þessu tækifæri til að láta gott af mér leiða.

Hvers vegna viljið þið einbeita ykkur að ungum umhverfissinnum? Þó að ungt fólk geri sér grein fyrir mikilvægi umhverfismála, þá veit það kannski ekki alveg hvað

það getur gert til að breyta málunum. Það heldur kannski að þetta sé voða flókið og íþyngjandi, og þess vegna er þetta álitið svolítið leiðinlegt. Við ætlum að upplýsa ungt fólk um þessa hluti og breyta ímynd umhverfismála á Íslandi. Við ætlum að gera þetta hipp og kúl. Það hjálpar heldur ekki þegar stjórnmálamenn láta eins og eina leið okkar úr kreppunni sé að eyðilegga umhverfið. Og af hverju aka mestu töffararnir í bíómyndum í Hummerum en ekki metanbílum? Almannaálitið er ennþá þannig að umhverfismál séu jaðarmálefni en ekki í brennidepli. Við ætlum að breyta þessu almannaáliti. Og sagan kennir okkur að hugarfarsbyltingar byrja hjá ungu fólki.

Hvers vegna er mikilvægt að vera umhverfissinni? Við erum öll umhverfissinnar. Það er enginn sem fyrirlítur umhverfið. Þetta er bara spurning um forgangsröðun. Útilega með vinunum, að kaupa kaffi í Hámu, að taka þátt í lýðræðislegu og friðsælu samfélagi – allir þessir sjálfsögðu hlutir byggjast á öruggum aðgangi samfélagsins að náttúrulegum gæðum. Hvað gerist síðan þegar þessar náttúruauðlindir renna til þurrðar eða verða ónýtar sökum loftslagsbreytinga? Þá missum við þessa sjálfsögðu hluti. Þess vegna verðum við að vera virkir umhverfissinnar, með því að kjósa umhverfisvernd í kjörklefanum og úti í búð. Lýðræði og frelsi fylgir ábyrgð. Það er ákveðinn kynslóðamunur á því hvernig fólk lítur á umhverfismál. Fólk sem ólst hér upp þegar hagkerfið okkar snerist að miklu leiti um iðnað og frumframleiðslu lítur svolítið þannig á að það þurfi að fórna náttúrunni fyrir hagvöxt. Við unga fólkið tökum við heimi þar sem komið er í ljós að þetta er þveröfugt.

Þessa dagana er orðið sjálfbærni mikið tískuorð, er sjálfbærni mikilvæg? Segðu okkur aðeins frá hugtakinu? Í sjálfbæru samfélagi er þörfum samtímans mætt án þess að það skerði getu framtíðarkynslóða til að mæta

Viðtal og ljósmynd: Jónína Herdís Ólafsdóttir

sínum þörfum. Þetta er hin fræðilega skilgreining á orðinu og hún lýsir þessu frekar vel. Við viljum mæta þörfum samtímans, þess vegna erum við ekki að leggja til að við stöðvum alla mengandi starfsemi núna. Við viljum samt líka mæta þörfum framtíðarinnar, og þess vegna stefnum við markvisst að því að öll framleiðsla fari fram með endurnýjanlegum auðlindum og án mengunar. Til þess að það megi verða að veruleika þurfum við að þróa og innleiða nýja tækni og endurskoða hugarfar okkar. Eðli málsins samkvæmt er sjálfbærni nauðsynleg. Við erum að eyða meiri auðlindum en skapast með náttúrulegum hætti. Ef ég er með 100.000 kall í laun á mánuði en eyði 150.000, þá líður ekki á löngu þangað til ég verð gjaldþrota. Nema að ólíkt gjaldþrotalögum þá býður náttúran ekki upp á nýtt upphaf að tveimur árum liðnum. Við erum að tala um lífsbjörg okkar.

Hvað sérðu fyrir þér að félagið verði orðið og hafi framkvæmt að tíu árum liðnum? Ég vona auðvitað að við höfum haft áhrif á almenna umræðu. Ég vona að starf okkar hafi gert það að verkum að fólk láti ekki lengur bjóða sér að stjórnmálamenn taki afstöðu gegn umhverfinu og gegn betri vitund. Þetta er kannski langsótt markmið, en við erum auðvitað bara hluti af stórri hreyfingu. En fyrst og fremst vona ég að það verði alls konar umhverfissinnar í félaginu. Fólk af öllu landinu og alls staðar á bilinu 15-30 ára. Menntaskólanemar, háskólanemar, iðnnemar og ekki-nemar. Fólk með mismunandi sýn á lífið og tilveruna, vegna þess að umhverfishyggja er fyrir alla. Ekki bara latte-lepjandi hugsjónafólk. Ég drekk ekki einu sinni kaffi. Þeir sem hafa áhuga á að gerast meðlimir í félaginu geta sent póst á umhverfissinnar@gmail.com með nafni og kennitölu. Félagið vinnur nú hörðum höndum að vefsíðugerð. Í militíðinni bendum við á facebook síðu félagsins ,,Ungir umhverfissinnar” þar sem ýmsan fróðleik er að finna og lifandi umræður um umhverfismál skapast reglulega.

7


Stelpu- og strákafög? Það ætti ekki að dyljast neinum að konur eru í sívaxandi meirihluta í Háskólanum. Að sama skapi eru þær í meirihluta í ákveðnum fræðigreinum innan skólans en karlar í öðrum. Við í Jafnréttisnefnd SHÍ tókum fjóra nemendur tali sem eru í námi þar sem hallar á þeirra eigið kyn. Við spurðum

þau meðal annars út í upplifun þeirra af náminu, álit þeirra á staðalímyndum og viðhorfum tengdum náminu og hvort þetta skipti yfir höfuð einhverju máli. Við vekjum athygli á því að hér koma fram skoðanir viðmælenda og þær endurspegla ekki endilega afstöðu nefndarinnar til umræðuefnisins hverju sinni.

Nafn: Yousef Ingi Tamimi Nám: Hjúkrunarfræði
 Aldur: 23
 Bæjarfélag: Reykjavík, 107
 Ein staðreynd um þig sem kemur á óvart? Flýg flugvélum í frístundum Hvers vegna valdir þú þetta nám? Ég var staddur í Palestínu sem sjálfboðaliði í félagsmiðstöð árið 2008. Eftir sex vikna dvöl fannst ég þurfa að gera eitthvað meira og öflugra og eftir ákveðna íhugun komst ég að því að læra hjúkrunarfræði væri tilvalinn kostur fyrir áframhaldandi sjálfboðaliðastörf. Hvers vegna heldur þú að það halli á þitt kyn í deildinni? Staðalímyndir og hræðsla karla við að ögra þeim. Svo held ég líka að HÍ mætti fara í markvissari herferð til að fjölga þeim í deildinni eða bregðast á einhvern hátt við t.d gera þá undanskylda klásus.

 Hefur munur á kynjaskiptingu í þínu námi áhrif á þig? Á hvaða hátt? Hefur það áhrif á þátttöku þína í félagslífi? Vissulega hefur það áhrif og oft á köflum er það smá einmannalegt að hafa enga karlkyns samnemendur en áhrifin eru fyrst og fremst þau að ég legg harðar á mig að benda fólki á hversu öflug hjúkrunarfræðin er og hvað þetta er virkilega flott og krefjandi nám sem allir ættu að íhuga. 
 Finnst þér ákveðnar staðalímyndir vera til í tengslum við nám þitt? Ef já, hvaða staðalímyndir? „Kvennastarf,“ „Ertu í fjögur ár að læra að skeina“, „aðstoðamaður lækna,“ „Ertu hommi?“ og fleiri snilldarsetningar hefur maður heyrt. Finnst þér þetta vera vandamál? Finnst þér þörf á viðhorfsbreytingu? Já, vissulega er þetta vandamál að fjölmargir hafi virkilega rangar hugmyndir um hjúkrunarfræði. Það eru þó hjúkrunarfræðingar sjálfir sem bera ábyrgð á því og viðhorfsbreytingar verða fyrr en þeir fara að auglýsa starf sitt með stolti og kynna almenningi þau fjölbreyttu og krefjandi störf sem verið er að glíma við á hverjum degi.

8

Hvernig heldur þú að hægt sé að bæta ímynd námsins og jafnvel höfða til fleiri af þínu kyni? Auglýsa betur allar þær fjölbreyttu hliðar sem í boði er í hjúkrunarfræði. Allt frá því að vinna sem þyrluhjúkrunarfræðingur í að vinna á líknadeild. Frá því að vinna hjá Rauða Krossinum á átakasvæðum í Írak í að vera deildstjóri á Landspítalanum. Námið er fjölbreytt, krefjandi og virkilega skemmtilegt og það er synd að ekki fleiri karlar séu í því. Svo mætti eins og ég sagði áður taka upp leiðir til að auðvelda strákum að komast í gegnum klásus.

Við vonumst til þess að varpa smá ljósi á þann kynjamismun sem er til staðar í ákveðnum deildum, hverjar sem ástæðurnar eru og hvernig má í vissum tilvikum reyna að snúa þróuninni við, ef það er þá þörf á því yfirhöfuð. Lifið heil.

Nafn: Hilmar Einarsson Nám: Félagsráðgjöf Aldur: 23 ára Bæjarfélag: Reykjavík Ein staðreynd um þig sem kemur á óvart: Ég les nær daglega í Biblíunni. Hvers vegna valdir þú þetta nám? Ég hef starfað mikið með börnum og unglingum síðustu ár, annars vegar í sumarbúðum KFUM & K í Vatnaskógi og hins vegar sem stuðningsfulltrúi á frístundaheimili. Áhuginn kviknaði þar og þá sérstaklega í gegnum vinnu mína með börnum með ADHD og skyldar raskanir. Mig langar til að vinna með fólki og að hjálpa þeim sem eiga erfitt og ég held að félagsráðgjafarnám opni þær leiðir. Hvers vegna heldur þú að það halli á þitt kyn í deildinni? Satt best að segja þá skil ég það ekki alveg því mér finnst þetta nám höfða jafnmikið til karla og kvenna. Kannski líta sumir bara ekki á þetta sem valmöguleika af því að flestir félagsráðgjafar eru konur. Ef til vill líta menn á launin sem væntanlegt starf gefur af sér og láta það hafa frekari áhrif á sig en konur. Hefur munur á kynjaskiptingu í þínu námi áhrif á þig? Á hvaða hátt? Hefur það áhrif á þátttöku þína í félagslífi? Nei, engin gríðarleg. Ekki nema að í nær öllum hópverkefnum vinn ég eingöngu með kvenfólki og það getur sett sinn svip á umræðurnar. Sérstaklega ef umræður leiðast frá námsefninu, þá hættir þeim til að fara inn á svið sem ég hef takmarkaðan áhuga á. Hvað félagslífið varðar þá hef ég ekki tekið mikinn þátt í því en kynjahlutfallið er nú engin meginástæða fyrir því. Það hefur þó eflaust einhver áhrif en ég hef reyndar aldrei pælt í því þannig. Finnst þér ákveðnar staðalímyndir vera til í tengslum við nám þitt? Ef já, hvaða staðalímyndir? Ég hef ekki tekið eftir því. Finnst þér þetta vera vandamál? Finnst þér þörf á viðhorfsbreytingu? Já, ég held að þetta er ákveðið vandamál. Að mínu mati þarf starfsstéttin félagsráðgjöf á fleiri karlmönnum að halda. Starfið er þess eðlis að ég held að það sé mikilvægt að hafa starfandi félagsráðgjafa af báðum kynjum. Sum mál eru ef til vill af þeim toga að betra væri að karlmaður kæmi að úrvinnslu þess og öfugt.


Nafn: Anna Hafþórsdóttir Nám: 1. ár í Tölvunarfræði Aldur: 24 ára Bæjarfélag: Bý á Seltjarnarnesi Ein staðreynd um þig sem kemur á óvart: Mig langar rosalega mikið í hárlausan kött, svona Sphynx kött. Þeir eru fáránlega svalir og jú þeir eru víst sætir. Hvers vegna valdir þú þetta nám? Aðallega vegna þess að það er mikil framtíð í þessu fagi. Það er spennandi að læra eitthvað sem er í stöðugri þróun og ég veit í raun ekkert hvert þetta á eftir að leiða mig. Ég sé líka marga möguleika, ég sé fyrir mér að ég geti tekið þetta nám og farið með það í hvaða átt sem er. Hvers vegna heldur þú að það halli á þitt kyn í deildinni? Ég held að það snúist að einhverju leyti um viðhorf. Ég held að margir, bæði strákar og stelpur, misskilji út á hvað þetta nám gengur, áður en þau kynna sér það af einhverri alvöru og sjá hvaða möguleika þetta getur gefið þeim í framtíðinni. Þó svo að þér finnist gaman að spila tölvuleiki, þýðir það ekki að tölvunarfræði eigi endilega við þig og öfugt. Þú þarft ekki að vera tölvunörd til þess að fara í þetta nám. Ég er alls ekki tölvunörd og kunni í raun ekkert á tölvur, né að forrita, áður en ég byrjaði, en þessi heimur er núna að opnast meira og meira fyrir mér og hann er virkilega spennandi. Hefur munur á kynjaskiptingu í þínu námi áhrif á þig? Á hvaða hátt? Hefur það áhrif á þátttöku þína í félagslífi? Nei ég myndi ekki segja að það hafi einhver áhrif á mig, eða þátttöku mína í félagslífinu. Það er mjög virkt og skemmtilegt félagslífið í nemendafélaginu og stemmningin er alls ekki þannig að það halli á konurnar á neinn hátt. Mér líður eins og það sé í raun enginn að pæla í því hvort þú sért stelpa eða strákur og það er komið fram við mig alveg eins og alla strákana í kringum mig. Það fólk sem hefur sagt við mig að því finnist skrýtið að ég sé í tölvunarfræði af því að ég er stelpa er allt fólk sem tengist þessu fagi ekki neitt og veit ekkert um hvað þetta er. Finnst þér ákveðnar staðalímyndir vera til í tengslum við nám þitt? Ef já, hvaða staðalímyndir? Já það er þetta týpíska; tölvunördinn. Þarna hljóti allir að vera feitir, sveittir og félagslega bældir. En fólk er nú oft að grínast með þetta, ég ætla rétt að vona að það séu ekki margir í dag sem halda að þetta sé svona í alvörunni. Finnst þér þetta vera vandamál? Finnst þér þörf á viðhorfsbreytingu? Þetta nám er opið öllum, bæði konum og körlum. Það var fjallað um þetta í fjölmiðlum í sumar því það er mikil vöntun á tölvunarfræðingum og hugbúnaðarverkfræðingum og það er gott og blessað að koma þessu aðeins í umræðuna. Það þarf aðallega að taka þennan tölvunördastipil af faginu, þá er fólk kannski óhræddara við að prófa þetta. Mér finnst það ekki beint vandamál að það séu fleiri strákar en stelpur í faginu, en það er mjög hallærislegt að það sé enn þann dag í dag eitthvað “strákalegt” að vera í tölvunarfræði. Þannig að það má kannski kalla það vandamál að viðhorf fólks sé ennþá á einhverjum “stelpu og stráka” hlutverkagrundvelli. Og það er vissulega vandamál hversu lítil aðsókn er í námið miðað við vöntunina á þessu fólki svo að líklega er einhver þörf á viðhorfsbreytingu og betri kynningu á þessu námi. Hvernig heldur þú að hægt sé að bæta ímynd námsins og jafnvel höfða til fleiri af þínu kyni? Það er góð spurning. Ég held að lang árangursríkasta aðferðin sé að kynna þetta fyrir ungu kynslóðinni þannig að þetta hljómi ekki svona framandi fyrir fólk sem þekkir þetta ekki neitt. Þá fá krakkar tilfinningu fyrir því út á hvað þetta gengur og sjá að þetta er alls ekki meira fyrir stráka en stelpur. Það er aðeins verið að reyna að koma þessu inn í grunnskólana í dag með valfögum en það mætti alveg setja forritun sem skyldufag. Það sama á við um menntaskólana, það er mjög raunhæft miðað við þróunina á þessu sviði. Einhver lokaorð til tilvonandi tölvunarfræðinema? Þetta er erfitt nám en allir sem eru tilbúnir að leggja smá á sig geta þetta og ég trúi því að þetta verði allt erfiðisins virði. Þetta er sniðugt og hagnýtt nám með spennandi framtíð.

Nafn: Stefán Ólafur Stefánsson Nám: Uppeldisog menntunarfræði Aldur: 27 ára Bæjarfélag: Frá Selfossi Ein staðreynd um þig sem kemur á óvart: Borðar svínsnef Hvers vegna valdir þú þetta nám? Mér þótti þetta áhugavert og fannst gaman að starfa með börnum og unglingum. Þetta býður uppá mikla möguleika því þetta er mjög opið svið. Einnig miklir möguleikar í framhaldsnámi.

Hvers vegna heldur þú að það halli á þitt kyn í deildinni? Það náttúrulega hallar á karla í háskólum yfir höfuð en hallar auðvitað óvenju mikið í okkar fagi. Þetta er óeðlileg þróun og sérstaklega hvað strákar eru almennt fáir í skólanum. Ég hugsa frekar út frá víðara semhengi heldur en faginu. Strákar vita ekki í hvað náminu felst og þess vegna eru þeir fáir. Þetta eru gömul leiðinda viðhorf. Þetta á almennt við á Menntavísindasviði, þar eru færri karlmenn og einhverra hluta vegna virðumst við eiga erfiðara með að fara í þetta nám. Þeir vita ekki í hverju það felist. Það að kenna og hugsa um börn er oftar tengt kvenfólki af einhverjum ástæðum. Hefur munur á kynjaskiptingu í þínu námi áhrif á þig? Á hvaða hátt? Hefur það áhrif á þátttöku þína í félagslífi? Það hefur engin áhrif á þátttöku í félagslífi. Ég er á fullu í félagslífi í náminu og er t.d. formaður nemendafélagsins. Þegar maður er kominn í fullorðinna manna tölu þá umgengstu annað fólk sama hvort það séu stelpur eða strákar. Þegar þú ert kominn í háskóla á þetta ekki að skipta máli. Ég upplifi mig ekki sem minnihluta. Finnst þér ákveðnar staðalímyndir vera til í tengslum við nám þitt eða starfsgrein? Ef já, hvaða staðalímyndir? Ég upplifi það ekki í sambandi við námið. Ég held að bæði strákar og stelpur upplifi staðalímyndir en ekki endilega í tengslum við stráka sérstaklega. Fólk frekar veit ekki um hvað námið snýst og heldur að við séum að læra að vera kennarar en það er ekki raunin. Ég held þetta sé að breytast með þessari vitundarvakningu sem er í Háskólanum núna. Fólk veit ekki hvað felst í því að vera í uppeldis og menntunarfræði. Finnst þér þetta vera vandamál? Finnst þér þörf á viðhorfsbreytingu? Mér finnst þetta alls ekki í lagi. Það þarf að virkja stráka til þess að fara í háskólanám og það þarf líka að virkja stelpur til að fara í iðnnám. Það tók mig tíma að finna að mig langaði í uppeldis og menntunarfræði, ég var búin að prufa aðrar greinar eins og iðnnám. Stökkið frá framhaldsskóla í háskóla er dálítið stórt og við höfum oft tilhneigingu til að hugsa ekki um þetta fyrr en það kemur að því, bæði kyn, og erum oft ekki tilbúin í það. Hvernig heldur þú að hægt sé að bæta ímynd námsins og jafnvel höfða til fleiri af þínu kyni? Ég held það sé hægt að sýna fólki hvað er mikill munur á milli kynja í öllum námi. Þetta eru ótrúlegar tölur og ótrúlegt að það séu ekki nema 15 strákar í grunnnámi í uppeldis og menntunarfræði. Fyrir mína deild myndi ég vilja auka fræðslu og auka kynning á náminu og hvað felst í því. Þannig náum við til fleiri stráka með því að sýna um hvað námið snýst. Fólk veit ekki hvað þetta er og þekkir ekki möguleikanna. Einhver lokaorð til tilvonandi uppeldis- og menntunarfræðinema? Þetta er frábært nám sem opnar fyrir marga möguleika með skemmtilegu fólki. Kennararnir eru líka frábærir. Það þarf að hugsa líka um það að fara í nám tengt áhugasviði og hvert hugurinn leitar í stað þess að hugsa um vinnu og hvar gróðinn sé. Háskóli snýst um að sanka að þér fræðslu sem þú nýtur svo á vinnuvettvangi. Ekki fara á ákveðna braut til þess að geta fengið vinnu. Það er nauðsynlegt að vera með opinn huga.

9


Úrslit Háskólaskáldsins 2013 Vinningshafar: 1. sæti: Besta smásagan: Gamla gengið, höfundur: Ragnar Helgi Ólafsson. Besta ljóðið: Ekki af þessum heimi, höfundur: Alda Björk Valdimarsdóttir 2. sæti: Hugsjónamaður, höfundur: Edda Fransiska Kjarval 3. sæti: Skipti, höfundur: Þór Fjalar Hallgrímsson

123 tóku þátt í ljóða- og smásögukeppni Stúdentablaðsins

Þátttaka í ljóða- og smásagnakeppninni Háskólaskáldið 2013 fór fram úr björtustu vonum ritstjórnar. Alls bárust 123 framlög í keppnina og því er ljóst að nemar við Háskóla Íslands eru iðnir við að setja saman sögur og ljóð í frítíma sínum. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Svövu Tómasdóttur skáldi og Rúnari Helga Vignissyni lektor í ritlist við íslensku- og menningardeild, en öll framlög voru leidd nafnlaust fyrir sjónir þeirra. Verkefni þeirra var bæði viðamikið og strembið enda bárust mörg stórgóð framlög í keppnina og erfitt að gera upp á milli þegar um svo efnilegan skáldskap er um að ræða. Eftir langa og stranga umhugsun komust þau að þeirri niðurstöðu að í flokki ljóða bæri ljóðið Ekki af þessum heimi eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur af. Sigurvegari í smásagnaflokki var Ragnar Helgi Ólafsson sem samdi smásöguna Gamla gengið. Ritstjórn Stúdentablaðsins þakkar öllum þátttakendum keppninnar fyrir sín framlög. Vonir standa til að keppnin verði að árlegum viðburði, enda ljóst að skúffuskáld skólans eru fjölmörg og bæði þarft og gleðilegt að vekja athygli á verkum þeirra.

Sigurvegarar keppninnar, Ragnar Helgi og Alda Björk mættu á skrifstofu Stúdentaráðs til að veita verðlaununum, snjallsímum frá Vodafone viðtöku.

Bestu smásögurnar: Gamla gengið

1.

sæti

Ragnar Helgi Ólafsson

Skipstjórinn á MS Sýsifossi var vanur að segja að hann hafi ekki „misst mann“ í 22 ár. Þetta var einsdæmi í flotanum; sama áhöfnin frá 1987. „Gamla gengið“ sigldi strandflutningaskipinu umhverfis landið á sex dögum, 52 hringi á ári í 22 ár. Sunnudagsmorgun í heimahöfn; sólarhringur í landi; og svo út aftur; að jafnaði lagst að bryggju á 10-15 stöðum á hverjum hring (ekki alltaf þeim sömu); alltaf siglt rangsælis: Vestmannaeyjar, Höfn, Reyðarfjörður og svo framvegis. Það var til þess tekið í Fjörðum, Víkum og Höfnum hversu yfirveguð en þó glaðleg og að því er virtist lífsglöð áhöfn skipsins var. Reynslan sagði líka til sín, verkin í hverri höfn voru unnin fumlaust – allt að því vélrænt. „Gamla gengið“ starfaði eins og einn maður. Fljótlega eftir að strandsiglingarnar lögðust af fór hins vegar að verða vart

eirðarleysis meðal áhafnarinnar Og eftir að útgerðin tók að nýta skipið til millilandasiglinga var þess ekki langt að bíða að „gamla gengið“ heyrði sögunni til. Lengri landlegur, aðgangur að tollfrjálsum varningi (bjór) og önnur fríðindi dugðu ekki til halda hópnum saman. Dagskráin var óregluleg: Stundum siglt á Cuxhaven, stundum Rotterdam, stundum Leeds eða Hull; og alltaf skyldi siglt stystu leið, eftir beinni línu, fram og til baka. Slíkir túrar eru eðlisólíkir reglubundnum hringsiglingum. Siglingafræðingurinn saknaði sirkilsins. Hann hætti fyrstur. Skipstjórinn hvarf síðastur frá borði. Sumir fengu vinnu í landi, og plummuðu sig víst bærilega en aðrir enduðu í óreglu eins og gengur. Einhverjir munstruðu sig á önnur skip en fæstir úr áhöfninni á MS Sýsifossi entust lengi á sjó eftir að strandsiglingarnar lögðust af.

3. Skipti

Þór Fjalar Hallgrímsson

sæti Þorskur kemur upp með línunni skelfdur á svip. Fær gogginn í hausinn, slitnar af í slítaranum, rennur til mín í móttökuna. Tek hann með vinstri hendi, þumal undir hökuna, löngutöng í augað, sker á háls með hægri. Spretti upp kviðnum, slít innyflin úr, lifur og garnir í rennuna, kasta honum í þvottakarið. Tek annan, sker á háls, skær rautt blóð, risti upp kvið, fjólubláar garnir. Tek annan, sker, risti, slít og kasta. Svitna í appelsínugulum stakknum, leita að taktinum. Annan, sker, slít, kasta. Leita að sjálfstýringunni, hugleiðsluástandi í slorinu. Gríp í steinbít, missi takið og reyni að grípa hann aftur, raðir af vígtönnum læsast um putta. Vera grafkyrr núna, hann slakar á eftir smá. Kippi puttunum úr. Ennþá glefsandi fer hann innyflalaus á eftir hinum, byltist um alveg helillur. „Skipti!“ Komið að mér að fara á gogginn. Skola mesta slorið framan af stakknum og fer inn í stakkageymslu, kokkurinn réttir kaffibolla gegnum kýraugað. „Eitthvað að hafa?“ „Já, þetta er að glæðast, nokkur kör af þorski og steinbít núna á síðustu rekka.“ Klára svart og rammt kaffið og fer í ullarpeysu undir stakkinn. Það er gjóla á goggnum, gott að geta samt stungið hausnum aðeins út. Kalt sjávarloftið feykir úr nösum lykt af þrárri krókafeiti og úldinni beitu. Gogga í fiskana, stöku háfur á milli, hendi þeim út aftur. Múkki svífur samhliða lúgunni. Lít niður í djúpið, það glittir í hvítt, stórt hvítt á leiðinni upp. „Lúða“ æpi ég. Stoppa spilið, gríp ífæruna, hinir koma hlaupandi. Halla mér út fyrir. Lúðan slítur

10

sig lausa rétt áður en næ að setja ífæruna í tálknin, missi jafnvægið, dett með hausinn á undan, kalt. Helkalt og myrkur. Djúpur taktfastur bassi frá skrúfunni breytist í vælandi yfirdrif. Sný mér í kafinu og horfi upp, svíður í nefið þegar sjór rennur inn í kok. Sé ljós glitra á yfirborðinu. Sparka, tek sundtök. Færist ekkert ofar. Næ stígvélunum af og reyni að kuðlast úr upphluta stakksins. Finn skelfingu þegar festist, berst um og kemst loksins úr. Rek hausinn í vegg, sjórinn er að ýta mér að bátnum. Nuddast yfir hrúðurkalla. Reyni að spyrna frá en renn til hliðar þegar aflið þrýstir mér aftur að, lendi á hnjánum. Lungun vilja út úr brjóstkassanum. Reyni sundtök upp, nei ekki til hliðar, ekki niður ef þetta er niður, búinn að missa allar áttir. Finn að hef ekki orku í mikið meira. Löngun til að draga djúpt andann er óbærileg. Hægri hendi grípur í tómt þegar rek hana upp úr yfirborðinu. Gleypi sjó, næ ekki að hósta áður en fer í kaf aftur. Loftbólur kitla eyrun. Gefst upp, slaknar á mér í kuldanum, líð um djúpið. Eitthvað glefsar í fótinn á mér, kannski lúðan sé komin aftur að hefna sín. Eitthvað bítur í kálfann og togar. Kem upp á yfirborðið. Bátshliðin gnæfir yfir, lúgan er beint fyrir ofan. Togað áfram og ég snýst á hvolf. Krókur slitnar úr kálfanum sem annar stingst í öxlina, ég næ höfðinu upp, sé stýrimanninn halla sér út öskrandi og reyna að krækja í mig.


Strikamerki

Alda Björk Valdimarsdóttir Ég má kaupa fyrir 3200 krónur. Ég er alveg viss um það. Ég opna veskið. Jú, 3200 krónur. Þá get ég keypt epli og snúð og mjólk og safa handa barninu. „Ástin mín, settu boltann á sinn stað annars tek ég hann af þér.“ Hvað á ég að gera? Barnið neitar að sleppa boltanum. Ég tek hann af henni. Eða nei, þá sér fólk það. „Allt í lagi ástin mín.“ Við kaupum boltann. Ég er með nægan pening. Ég taldi hann. Mikil óskapleg röð er þetta. Já-há, konan á undan kaupir bland í poka og það er ekki einu sinni laugardagur. „Heyrirðu það Elín? Það er ekki einu sinni laugardagur. Nei, nei ekkert sælgæti í dag þótt aðrir leyfi sér það. Við kaupum bara boltann.“ „Það vantar strikamerki á boltann“, segir afgreiðslustúlkan. „Vantar hvað?“ Ég er forviða. „Það vantar strikamerki á boltann“, segir hún aftur. Ég átti ekki að kaupa boltann. Ég vissi það. „Vantar strikamerkið“, segi ég hátt. Hvað á hún við? „Ég er með peninga fyrir boltanum ef þú átt við það. Ég er með peninga fyrir öllu því sem ég keypti. 3200 krónur. Það dugar fyrir öllu.“ „Nei, nei. Ég þarf bara að sækja annan bolta.“ Hún stendur upp og gengur í burtu.

„Nei“, segi ég. „Ég ætla að fá þennan bolta og ég get vel borgað fyrir hann.“ Afgreiðslustúlkan er með aflitað hár og krullur. Þetta er ekkert venjulegt hár, ekki venjulegt, heilbrigt hár. Þá læddist að mér grunur. Hver er þessi afgreiðslustúlka? Hvað veit hún? Er hún að sækja yfirmanninn og þykist vera að leita að bolta? Er hún að hringja í pabba Elínar? Nú er um að gera að halda ró sinni. „Já, mér finnst líka vera skandall að það vanti strikamerki. Sérstaklega þegar fólk á ekki mikinn pening og getur ekki keypt allt sem það vill handa börnum sínum.“ Þetta segi ég við hana þegar hún kemur til baka með annan bolta en hún virðir mig ekki viðlits. Hún segir bara: það gera 3200 krónur. Og þrátt fyrir allt rétti ég henni peninginn og tek við boltanum. Ég læt á engu bera. Ég er sallaróleg. En hún? Ég sé að hún lítur í kringum sig. Hún þorir ekki að líta í augun mín. Hún veit að ég veit. Ég tek í höndina á Elínu og geng út úr búðinni. Stundum þarf ekki meira en lítið augnatillit og maður grefur undan lyginni í fólki. Og þá veit maður bara. Ég þarf að vera sterk fyrir barnið. Enginn kemur mér úr jafnvægi. Ég eyði bara því sem ég má eyða. Strikamerki eða ekki strikamerki. Það skiptir einfaldlega engu máli.

Bestu ljóðin: 1.

sæti

Ekki af þessum heimi

Hugsjónamaður

Bráðum kemur dauðinn

Og þú gengur út um dyrnar út úr ljósinu framhjá mér

Hann trúir á hringina í vatninu, velþóknun mýflugnanna og margþætti marflónna.

Hún skríður úr ísaldarklakanum sem bráðnar undan viskusól mannsins. Banvæn leggur hún af stað og gengur manna á milli óvelkomnari en þyrnir í auga, eftirsóttari en Havíla-gull.

Alda Björk Valdimarsdóttir

2.

sæti

framhjá hálfnöktum trjám fullum af sólberjum framhjá fuglum sem breiða út vængina meðfram visnuðum bakka árinnar

Edda Fransiska Kjarval

Með ryðgular sundblöðkur svamlar hann í hrollköldum pollinum og hrífst af ástarlífi svifdýra og fiðurmiklum úthafsfuglum, sem höggva niður í svifsein smádýrin. Hann hringsólar í slímugum sjávargróðrinum, sem dregur hann sífellt dýpra, niður.

á þriðja degi framhjá mér inn í auðn þar sem hvorki er eldur né vatn.

Hörður Andri Steingrímsson

Frumstæð skepna, sköpuð til að drepa stelur, slátrar og eyðir lífum mannanna barna sem anda að sér köldum sólargeislunum í morgunfrosti norðursins þar sem gasljósin dansa á heiðum himni og stjörnurnar skína á daginn. Tunglið og sólin eru uppi á sama tíma þó annað rísi og hitt hnígi til viðar. Yfir fjöllunum lafir dauðinn og í dölunum búa grafirnar en að lokum snjóar yfir allt og náttúran er hvít og fögur.

Í minningu Elísar (1990–2012)

BHM – AF HVERJU? AÐILD AÐ STÉTTARFÉLAGI INNAN BHM VEITIR ÞÉR: • Tengsl við vinnumarkað í þínu fagi • Aðild að sjóðum BHM • Fræðslu af ýmsu tagi • Stuðning í samskiptum við vinnuveitendur

11


Ö n n u r a f b r a g ð s g ó ð Kaffiást

Kristian Guttesen #1 Þú ert vatnsmerki, ég er loftmerki. Þrátt fyrir að okkur ætti að lynda betur saman við eldmerki og jarðarmerki, þá eigum eitthvað saman að sælda í landi hinna ófleygu fugla. * Undarlegt er landslagið. Það eru augu djöfulsins, komin að draga mig á land. * Sól í hjarta. Vor í myrkri. Mætast hugar tveir. Úr fylgsnum fortíðar þyrlast óminnið upp, það er hið sanna alkól. Vor í hjarta, vetrarmynd. Nýr dagur rennur alltaf upp þegar höfuð hnígur. * Í nótt sef ég einn. Ég sef alltaf einn. Ég er loftmaður, ég er loftfimleikamaður. * Við höfum verið saman áður, en þú manst ekki eftir því. Hungurstelpa, úlfshjarta. Saman höfum við upplifað þennan draum. Déjà vu er bara geðkvilli. Ég spurði þig hvort ég væri galinn. Kannski, svaraðir þú, en fallega geðveikur. #2 Ég bjó til tilgang. Þetta snýst allt um jafnvægi. Þú sagðir mér leyndarmál. Og horfðir á guðlega veru. Við drukkum dreggjarnar úr morgninum. Þú segist svo vön að ganga fram af sjálfri þér. Þú vilt vera músan mín, það er galdurinn. Þá get ég ekki horft á neina aðra. Núna glottirðu. Ég geng aldrei fram af þér. #3 Þú breytist. Takmarkanir verða möguleikar og möguleikar verða takmarkanir. Klifuninni

12

er ætlað að segja eitthvað sem ekki er hægt að segja, þú breytist. Þú hverfur. Andartaki áður en sólin kemur upp er eins og allt hafi verið skapað fyrir tilviljun. Þú snýrð aftur. Núna sefur fólkið úr þorpinu mínu. * Í vatninu komstu nær. Sólin kom upp á bak við okkur þannig að skuggi myndaðist í gufustróknum sem stóð upp úr jarðveginum. Þú nuddaðir axlirnar á mér og ég lygndi aftur augunum. Utan úr myrkrinu heyrist hjartsláttur draums. Það heyrir hann enginn nema við. * Andartaki áður en sólin kemur upp er eins og allt hafi verið sagt áður. #4 Alltaf þegar ég tala, þá finnst þér ég vera að yrkja. Þú hefur sagt það með augunum. Við notum saklaus orð. Það hafa margir draugar dvalið hér. Þegar ég hugsa um eilífðina, þá heyri ég rödd einhvers æðra. * Við sátum í myrkrinu og ég reyndi að komast að því hvar línan lægi. Röddin sagði mér að bíða í fimm mánuði. Í leikritum þrá allar persónur eitthvað. #5 Þú vilt að ég hreinsi syndir þínar. Að ég hleypi þér inn. Ég veit að ég gæti það. Óska þess að syndir þínar hreinsi syndir mínar. Allt er reynsla, allt er snerting. * Við höfum þekkst í þúsund ár. Höfuð þitt tilheyrir rödd minni. Hendur mínar þínum veli. #6 Ferðalag hugans er hafið. Ég leyfi þér að gefa mér kaffi heima hjá þér, þannig getur þú blandað stóískri mixtúru út í í drykkinn. Það er kaffiást. * Í kringum árið nítjánhundruð og

níutíufjögur fór eitthvað úr þér inn í mig. Ég er ekki enn búinn að skila því. Þú spyrð hvað það hafi verið. Ég segi þér að það hafi verið andi. Næst segir þú - allt í lagi ljúfurinn, þú þarft ekki að skila honum. * Í svona rými gerum við játningar. Að treysta er eins og að leggjast í brothættri skel, en við það verður strengurinn varanlegur. Ferðalag hugans. Þú hefur sagst munu bíða í þúsund sumur. Það er traust. #7 Í landi hinna ófleygu fugla býr vatnastelpan. Þar gengur félagi minn um sem ekki lengur dregur andann. Í landi hinna ófleygu fugla hvílir hin hugsaða reynsla. Ég þarf sjálfur að hafa mig allan við til að gleyma ekki að anda. Í landi minninganna er eilíft myrkur. Alheimurinn þenst út, hin lifaða reynsla boðar alkul. Það eina sem dregur hann saman, sem bindur okkur traustum böndum, er ást. #8 Vektu mig með kossi. Farðu varlega með hjartað í þér. Þiggðu mótsagnirnar, umfaðmaðu þær. * Ástin er ekki að öðlast skilning. Galdrar eru einfaldir. Það þarf ekkert að fá botn í náttúruna. Það þarf bara að skynja hana. Hjartað sér dýpra en augun. * Vektu mig með kossi. Vertu sólin sem þerrar döggina af mér. Vertu sólin sem þerrar döggina af mér. Vertu sólin sem þerrar döggina af mér. Vertu konan, vatnagyðja sem dvelur með mér innra. Rökkurdís. Við göngum sem leið liggur út með sjónum. Hvílum okkur í kvöldgolunni. Kyssumst undir rauðum himni. Tímamynd. Frelsi er að vitja framtíðarinnar. Vektu mig.


o g e f n i l e g f r a m l ö g : XIV

Pabbi

Bragi Páll Sigurðsson Inn kemur LEIGUMORÐINGI. Á morgun gerist það að sólin rís fyrir alla nema þig. Í Buenos Aires situr maður og skrifar kúríosítetprósa og ég vildi að hann væri nær mér. Við sprengjum orðin. Ég reyni að stökkva á handsprengjuna áður en hún drepur samræðurnar. Alltaf á grensunni. Rauðsprengd augun pírð. Plís ekki kalla mig *****. Ég er ekki *****. Ég er Leigumorðingi. Ég er Leigumorðingi. og í síðum rykfrakka silast ég um götur Reykjavíkur. og tek ykkur af lífi fyrir borgun. Heldur að tilveran sé raunveruleg kem aftan að þér lauma píanóvírnum utanum hálsinn herði að þar til ný upplifun tekur við. Hún mun vera nákvæmlega jafn raunveruleg og hin fyrri. Ekki gleyma að bursta og nota tannþráð. Svo mikilvægt á þessum síðustu og verstu þar sem við virðumst vera að tortíma okkur saman og allt er lygi að gleyma því ekki að taka lýsi. Tilraunin heppnast fullkomnlega. Alltaf. Af því hún getur ekki annað. Ég geri meira og minna allt vitlaust. Samt gengur allt upp.

Svo er ég líka Leigumorðingi. og labba Hverfisgötuna fram og til baka. Mun ekki hætta fyrr en hún fær uppreisnar æru. Það væri mun skemmtilegra að ríða þér ef þú eyddir minni orku og tíma í að hata líkama þinn. Ég gleymi alltaf að setja í vél, og þegar ég man eftir því að setja í hana gleymi ég að taka úr henni. Bestu ljóðskáld sem ég þekki eru svo þunglynd og/eða drykkfelld að þau skrifa ekki neitt. Bestu ljóð íslensks nútíma munu aldrei verða skrifuð. Það verður samt enginn skortur á ljóðum.

Björn Ágúst Magnússon Kirkjuklukkurnar hringja, það er kalt í veðri. Ég er glaður, því ég finn sorg í hjarta mér. Ég hef fundið föður minn, sæst við sjálfan mig. Við mamma, göngum í snjófjúkinu áleiðis með þeim fáu sem hann hafði ennþá eitthvað samband við. Flestir líklega mætt af skyldurækni, nema Guðmundur sem enn lyktar af fiski þrátt fyrir jakkafötin. Eftir því sem kistan sígur neðar þá finn ég fyrir æ meiri feginleika þarna á geymslustað dauðra, hefur mér sjaldan fundist ég jafn lifandi.

Mundu: Ekki *****. (onei!) Ég er Leigumorðingi. (ónei!) og Það þýðir ekkert að grátbiðja. Ég elska að strjúka tár af vanga rétt áður en ég drep. Skurðhnífurinn rennur svo hægt eftir húðinni. Það er næstumþví nautnalegt að horfa á blaðið skilja holdið í tvennt. Svo eru þetta ekki einusinni ljóðin/orðin mín. Ég fékk þau að láni hjá manni sem fékk þau að láni hjá manni sem fékk þau að láni hjá manni sem fékk þau að láni hjá manni [...] sem fékk þau að láni hjá eðlu. Finn ekki lyklana mína. Ekkert inná kortinu mínu. Á leiðinni út af almenningssalerninu og handfangið soldið blautt. Ég. Er. Fokking. Leigumorðinginn. Slå dig i hjel.

Blómvöndur Dagur Hjartarson

Á horni í miðborg Reykjavíkur standa tveir karlmenn. Annar heldur á blómvendi, eins og til að fela þá staðreynd að hann hafi dvalið fleiri en eina nótt í geymslum lögreglunnar, og talar af eldmóði um eitthvað sem framkallar undrun í andliti þess sem hlustar. Þekkjast þessir menn? spyrð þú sjálfan þig þegar þér verður ljóst að sá sem talar hefur minnstan áhuga á að svara þeim spurningum sem sjá má móta fyrir í andliti hins. Hann heldur einfaldlega áfram að tala og otar öðru hverju blómvendinum út í loftið til að leggja áherslu á eitthvað sem hann einn virðist skilja. Það bendir heldur ekkert til þess að blómin séu ætluð þeim sem

hlustar, þvert á móti virðist ekkert í þessum aðstæðum ætlað honum; hann er hinn allsgáði farþegi í bíl sem ekið er í átt að hörmulegu slysi. En þótt það sé óneitanlega forvitnilegt að vita hvert umræðuefnið sé – ef hægt er að nota það orð í þessu samhengi – þá er það hitt sem vekur ekki síður forvitni þína: Hver er það sem verðskuldar að sér séu gefin blóm að gjöf frá manni sem virðist hafa valið þá leið í lífinu að taka hluti frekar ófrjálsri hendi en að gefa þá? Og hvað er það sem hið málglaða ólíkindatól kemur ekki í orð en telur sig fá sagt með blómum?

13


„Það tekur ár og daga að manna sig upp í að kalla sig skáld eða rithöfund.“

Viðtal: Guðrún Sóley Gestsdóttir Ljósmyndir: Halla Þórlaug Óskarsdóttir

„Fúttið í að skrifa er frelsið“ „TRIXIÐ ER AÐ LÁTA ÞETTA LÍTA ÚT FYRIR AÐ VERA EKKERT MÁL,” segir Sigurbjörg Þrastardóttir, skáld. Hún gaf út skáldsöguna Stekk fyrir síðustu jól og hefur áður gefið út ljóðabækurnar Blálogaland, Hnattflug, Túpípanafallhlífar, Blysfarir og Brúði. „Trixið er að láta þetta líta út fyrir að vera ekkert mál,” segir Sigurbjörg Þrastardóttir, skáld. Hún gaf út skáldsöguna Stekk fyrir síðustu jól og hefur áður gefið út ljóðabækurnar Blálogaland, Hnattflug, Túlípanafallhlífar, Blysfarir og Brúði. Sigurbjörg hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2002 fyrir skáldsöguna Sólar sögu sem kom út sama ár. Blysfarir voru auk þess tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Ljóð Sigurbjargar hafa verið þýdd á 12 tungumál og hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín. Ljóð hennar eru raunsæ, átakamikil, ögrandi, full af lífi og myndræn svo ómögulegt er annað en að hrífast með og týna sér við lesturinn. Blaðamaður Stúdentablaðsins mælti sér mót við Sigurbjörgu á kaffihúsi og byrjaði á að forvitnast um hvaða verkefni hún fáist við í augnablikinu. „Nýjasta verkefnið er útgáfa á tímaritröð sem í raun er þrjár bækur í einni. Verkefnið nefnist 1005 sem vísar m.a. í útgáfudaginn, 10. maí, en tímaritið mun koma út árlega á þeim degi næstu þrjú árin í það minnsta,” segir Sigurbjörg. Fyrsti árgangur 1005 samanstendur af ljóðabálki eftir Sigurbjörgu sem nefnist Bréf frá borg dulbúinna storma, glæpasögu eftir Hermann Stefánsson og fræðigátubók eftir Jón Hall Stefánsson. Eins og segir í inngangi hefur Sigurbjörg mestmegnis fengist við ljóðaskrif, að undanskilinni Sólar sögu og svo síðustu bók hennar, Stekk, sem einnig er skáldsaga í fullri lengd. Aðspurð segist hún alls ekki vera búin að kveðja ljóðaformið þótt hún hafi verið í hlutverki skáldsagnahöfundarins í haust. „Í rauninni er rosalegt vesen að gera skáldsögu. Það er tímafrekt ferli og þess vegna gerir maður gjarnan eitthvað annað meðfram því. 1005 er dæmi um svoleiðis verkefni. Á móti kemur að það er mjög gaman að klára þykka bók og setja punktinn aftan við viðamikið verkefni,” segir Sigurbjörg. „Annars get ég ekki lengur afsakað mig með því að þetta sé svo mikil fyrirhöfn – nú er ég búin að gera þetta tvisvar og er þess vegna ekki lengur í alsælu fáfræðinnar ef mér dettur í hug að byrja aftur,” bætir hún brosandi við. Verk eftir Sigurbjörgu hafa komið út svo að segja árlega

14

Sigurbjörg hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2002 fyrir skáldsöguna Sólar sögu sem kom út sama ár. Blysfarir voru auk þess tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Ljóð Sigurbjargar hafa verið þýdd á eftir að hún gaf út fyrstu ljóðabókina Blálogaland árið 1999. Hún tekur þó ekki undir að hún sé afkastamikil. „Mér finnst þetta aldrei nóg og líður alltaf eins og ég eigi eitthvað sem bíður þess að vera skrifað eða gefið út,” segir Sigurbjörg. „En ég sit reyndar sjaldan auðum höndum og sinni líka ýmsum verkefnum sem fara ekki sérlega hátt. Ég hef til að mynda samið leikverk, texta við sálma og frumbirt hitt og þetta erlendis,” segir hún. Eitt þessara verkefna var leikgerð á skáldsögu Svövu Jakobsdóttur, Gunnlaðar sögu. Gagnrýnendur og aðrir sem gert hafa verk Sigurbjargar að umfjöllunarefni sínu vilja oft meina að í þeim gæti goðsögulegra áhrifa. Sigurbjörg segir áhrifin vera óbein, séu þau til staðar. „Ég sæki ekki meðvitað innblástur í goðsögurnar. En svo er aftur á móti erfitt að segja til um hvað er gert með meðvitund og hvað ekki. Ég held að þessi greining sé rétt að mörgu leyti og skil hana en þetta er ekki eitthvað sem ég ákveð fyrifram,” segir Sigurbjörg. „Inni í þetta spilar líka hvað maður hefur lesið, hverjir hafa haft áhrif á mann og hvað hefur talað sérstaklega til manns, það gerir allt sitt,” bætir hún við. Rithöfundastarfið krefst eðli málsins samkvæmt mikillar einveru en Sigurbjörg lætur það ekki angra sig. „Eðli starfsins er að vera í einangrun stærstan hluta árs en fara svo í mikla kynningarstarfsemi í kringum útgáfu. Það er ekki fyrir alla, innhverfan snýst hratt á rönguna, sumir eru hreinlega orðnir skrýtnir af öllum samvistunum við sjálfa sig eða kjósa að taka ekki þátt í þessari bransaformúlu. Það finnst mér mjög skiljanlegt, fólk á ekki endilega að þurfa að kasta sér út í þann hyl sem jólabókaflóðið er, til að mynda,” segir Sigurbjörg. „En vandinn er sá að ef þú gerir það ekki þá áttu á hættu að verkið gleymist eða týnist. Það mætti hafa í huga að hægt er að fara fleiri leiðir við að kynna verkin sín en að lesa upp í Kringlunni hver jól,” bætir hún við. Hún segir starfið raunar ekki þurfa að vera jafn einmanalegt og margir vilji meina. „Þótt skrif krefjist einbeitingar gefast ýmis tækifæri til að vera félagslyndur í vinnunni. Í fyrsta árgangi 1005 erum við til dæmis 3 höfundar og í ritstjórninni eru 8 manns. Við hittumst reglulega í

12 tungumál og hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín. Ljóð hennar eru raunsæ, átakamikil, ögrandi, full af lífi og myndræn og svo ómögulegt er annað en að hrífast með og týna sér við lesturinn. tengslum við verkefnið, köstum fram hugmyndum um útlit og fleira og lesum líka hvert hjá öðru,” segir Sigurbjörg. „Þarna er kominn félagslegur grundvöllur í tengslum við starfið sem truflar skrifin sjálf ekki nokkuð, þvert á móti. Svo geta rithöfundar sótt fjöldann allan af samkomum, farið á félagsfundi Rithöfundasambandsins, auk þess sem maður kynnist öðrum höfundum gjarnan í upplestrum,” segir hún. Að sögn Sigurbjargar ríkir ágæt samstaða meðal rithöfunda á Íslandi. „Sérstaklega finnst mér merkilegt hvað eldri og reyndari höfundar eru örlátir á tímann sinn gagnvart okkur sem yngri erum.” Almennt segir hún andrúmsloftið í bókmenntaheiminum hér á landi gott. „Ég held að við séum svolítið heppin, bæði með áhuga umhverfisins og viðmót. Fólk er áhugasamt, spyr gjarnan út í hvað maður er að fást og sýnir skilning og stuðning. Smæð samfélagsins gerir það líka að verkum að það er auðvelt að hrinda hlutum í framkvæmd. Ég bjó til að mynda einu sinni á Ítalíu og vinir mínir þar eyða mörgum árum í að skrifa stafla ofan á stafla ofan í skúffurnar sínar. Þeir komast oft ekkert lengra með það því það er svo erfitt að koma sér á framfæri á opinberum vettvangi, nema þá helst að hafa akademíuna á bakvið sig,” segir hún. „Textatrú Íslendinga gerir líka mikið gagn, í gegnum tíðina hefur hér verið borin virðing fyrir texta sem formi. Það sést ekki síst á útgáfumagninu, hér kæmu aldrei út jafn margir titlar á ári hverju og raun ber vitni ef fólk tæki ekki á móti og læsi,” segir Sigurbjörg. „Ég held við getum verið nokkuð lukkuleg hvað það varðar,” bætir hún við. Sigurbjörg starfaði sem blaðamaður um árabil áður en hún hóf að gefa út verk sín. Að eigin sögn var hún nokkuð tvístígandi þegar kom að því að byrja að titla sig rithöfund. „Það tekur ár og daga að manna sig upp í að kalla sig skáld eða rithöfund. Ég held að ég hafi gert það í fyrsta skipti sjálf í hitteðfyrra, 12 árum eftir að fyrsta bókin mín kom út. Öðru máli gegnir um fólkið í kringum mann, það ljær manni þennan titil hiklaust, án þess að gera út af því sérstakt veður,” segir Sigurbjörg en þess má geta að við inngöngu í Rithöfundasambandið er miðað við að félagi hafi gefið út


a.m.k. tvær bækur sem standast skoðun inntökunefndar. „Þetta er ekki lögverndað starfsheiti, og í raun er nóg að einhver gefi út bók um hegðun og almenna kurteisi eða eitthvað í þeim dúr, hann er samstundis titlaður rithöfundur í fjölmiðlum. Hjá mörgum er það meira að segja bara einn enn titillinn í safnið. Þannig að auðvitað er þetta ekkert stórmál – bara spurning um kjark.”

Þetta er ekkert hættulegt Eins og áður hefur komið fram hefur Sigurbjörg bæði gefið út ljóð og skáldsögur. En í hverju felst helsti munurinn að hennar mati? „Það er litið öðruvísi á ljóðin. Þau eru ekki alveg inni í meginstraumshugsuninni og ég hugsa að þau gleymist því svolítið. Fólk leiðir heldur ekki hugann jafn mikið að því að á bak við þau er oft sleitulaus vinna þrátt fyrir að orðin séu færri en í skáldsögum,” segir hún. „Flest bestu ljóðskáldin eru til að mynda fólk sem hefur bara ort ljóð, einbeitt sér meira og minna alveg að því formi,” segir hún. „Ævistarf Tomasar Tranströmer er til dæmis lítið að vöxtum og kemst líklegast fyrir í einni möppu. En í menningarlegu samhengi þykir það nógu stórt til að verðskulda Nóbelsverðlaun,” segir Sigurbjörg. „Þetta er eins og í ballett, trixið er að láta skáldskapinn líta út fyrir að vera ekkert mál. Þar eru stökkin létt og leikandi þótt erfiðleikastigið á bak við þau sé svínslega hátt,” segir hún. Innt eftir ástæðum þess að ljóð eru gjarnan álitin þyngra eða óaðgengilegra lesefni en annar texti segir hún misskilning liggja þar að baki. „Ljóð eru svo misjöfn og margvísleg að allir ættu að finna meðal þeirra eitthvað við sitt hæfi. Þau geta verið allt frá dróttkvæðum sem fáir skilja í fyrstu atrennu til prósaljóðs aftan á mjólkurfernu,” segir hún. „Þessi fyrirframhugmynd um ljóð er ábyggilega í einhverjum tilfellum afsökun fyrir því að lesa ekki ljóð. Fólk ákveður að það muni ekki skilja ljóðin, en þyrfti í raun ekki annað en að taka upp ljóðabók og byrja að lesa til að átta sig á að það er fullkomlega óþarfur ótti,” segir Sigurbjörg. „Þetta er eins og að þora ekki að skipta um rás í útvarpinu, fólk ætti að vera óhrætt við að prófa sig áfram og finna eitthvað sem því líkar. Þetta er ekkert hættulegt.” Form ljóða Sigurbjargar er fjölbreytt, bæði er að finna í verkum hennar prósa og formbundnari kveðskap. Aðspurð segist hún gera formkröfur til sjálfrar sín þegar hún yrkir. „Mér finnst alls ekki allt ganga. Ég geri vissar kröfur til formsins en kann hins vegar ekki að útskýra þær nákvæmlega. Þetta geta verið kröfur um ryþma og hann þarf ekki að vera reglulegur. Ég geri líka sjónrænar kröfur til textans, til að mynda má enginn annar en ég koma nálægt því að hreyfa orð á milli lína í umbroti,” segir hún. „Sjónræna hliðin er þannig eitthvað sem skiptir mig máli. Ég geri líka heildarkröfur til ljóðanna, að í þeim verði til ákveðinn heimur. Hann þarf hins vegar ekki að vera lokaður. Ég var áður dálítið föst í því að ljóðinu yrði að ljúka. Þetta sést vel í Túlípanafallhlífunum, þar enda ljóðin á skýran hátt. Í Blysförum eru þau hins vegar opin og enda í rauninni hvergi, halda áfram frá einni blaðsíðu til þeirrar næstu. Það eru líka kröfur en af öðrum toga,” segir Sigurbjörg. „Ég held að það sé mikilvægt að vera strangur við sjálfan sig, gera kröfur til sín en það er misjafnt á hvaða stigi það gerist,” segir hún. „Ég hef líka gaman af að fylgja öðrum tegundum af formkröfum, ég hef gaman af að ríma og hef samið ljóð þar sem allt er undir ströngum bragfræðireglum þó ég hafi aldrei gefið þau út. Mér finnst í rauninni nauðsynlegt að semja svoleiðis í og með.”

Döpur andartök í brúðkaupum Í ljóðabókum Sigurbjargar má í mörgum tilfellum finna heildstæð viðfangsefni. Þetta birtist til dæmis skýrt í Brúði og Hnattflugi. „Það er eitthvað sem gerðist sjálfkrafa og mótast smátt og smátt í undirbúningnum,” segir Sigurbjörg. Aðspurð hvert hún sæki sér viðfangsefni segir hún það handahófskennt. „Kannski velja viðfangsefnin mig, ég veit það ekki. Oft eru það fullkomnar tilviljanir. Hérna er til dæmis heimskort á veggnum, og ef ég væri ekki búin að skrifa Hnattflug þá hefði þetta kort vel getað kveikt hugmyndina um það viðfangsefni,” segir Sigurbjörg og bendir á veggskreytingarnar á kaffihúsinu.

Viðfangsefni verka hennar eru oft grafalvarleg en hún nálgast þau á annan hátt en lesendur eiga að venjast. Hún snýr hlutverkunum líka við, og dregur til að mynda þannig fram myrkari hliðar giftinga og tragísk augnablik í brúðkaupum – sem annars eru skilgreind sem gleðisamkomur – í bók sinni Brúði. „Ég reyni að sjá fleiri hliðar á hlutunum. Ég undraðist að enginn virtist sjá þessi döpru andartök sem ég sá í mörgum af þeim brúðkaupum sem ég hef farið í, ég skildi ekki af hverju sú hlið kom ekki oftar til umræðu,” segir hún. „Þyngsli og sorg eru víða án þess að við komum endilega auga á það. Til að mynda getum við horft hérna út á bílaröðina sem liggur niður Laugaveginn, fólk á rúntinum, og velt því fyrir okkur hversu margir eru einmana á rúntinum. Auðvitað eru erindi fólks mismunandi, það er gaman að skella sér í ísbíltúr, en í heilli röð af svona bílum eru samt óteljandi sögur, kátar en líka þyngri,” segir Sigurbjörg. Innt eftir því hvort hún geri þær kröfur til verka sinna að þau hreyfi við lesendum á ákveðinn hátt eða ögri þeim segir hún svo ekki vera. „Það er í raun fúttið í því að skrifa – maður er frjáls til að gera hvað sem er. Það er engin reglugerð eða starfslýsing sem kveður á um að maður verði að afgreiða visst magn af hörmungum og annað eins af fyndni,” segir Sigurbjörg. „Ég held að hver og einn vinni með það sem er inni í honum, og hvernig hann sér það sem er í kring. Ætli maður skrifi ekki bækur sem mann myndi sjálfan langa til að lesa og hugsar þannig um sjálfan sig sem lesanda, meðvitað eða ómeðvitað,” segir Sigurbjörg. Og hvernig bækur les Sigurbjörg þá sjálf? „Ég held mig yfirleitt ekki við einhvern einn höfund eða tegund. Frekar eitthvað sem gerir eitthvað fyrir mig og kynnir fyrir mér nýtt sjónarhorn. Það getur verið einhver alveg óþekktur erlendur höfundur sem skrifar kannski eina bók sem ég finn fyrir tilviljun á flugvelli,” segir hún. „Tónn höfðar frekar til mín en viðfangsefni,” bætir hún við. Konur eru gjarnan í forgrunni í verkum Sigurbjargar og oftast aðalpersónur verkanna. Þær eru allar ungar, hugsandi, klárar og hrjáðar, í flestum tilvikum óhamingjusamar. Í Stekk er aðalpersónan til að mynda hin unga Alexandra, sem lendir í tilvistarlegri sorg og íhugar að stökkva fram af svölunum á íbúð sinni á 4. hæð í fjölbýlishúsi. Það er óhjákvæmielga freistandi að gera ráð fyrir að verk Sigurbjargar séu að einhverju leyti sjálfsævisöguleg. Aðspurð staðfestir hún þær kenningar aðeins að hluta til. „Það er allt í lagi að fólk standi í þeirri meiningu. Það skiptir í raun ekki máli, meira máli skiptir að fólk fái áhuga á verkinu og að textinn komist nær lesandanum,” segir hún. ,,Hinu er ekki að neita að ég þekki þær aðstæður sem Alexandra var í. Ég hef verið í þessari borg, dvaldi í þessari íbúð og hef komið á þessar svalir,” segir hún íbyggin. „Það eru þannig stök atriði eru byggja ákveðinn ramma en stóra viðfangsefnið er svo eitthvað sem maður hefur haft í hugskotinu. Það getur þá komið úr einhverri allt annarri átt. Í tilfelli Stekk voru það hugleiðingar um líkamann, sársaukann, ástina og kynlífið og þetta raðaðist svo inn í þann ramma sem hugleiðingarnar hittu fyrir,” segir Sigurbjörg. Eins og áður segir er andrúmslofti og fyrirframgefnum hugmyndum gjarnan snúið á hvolf í verkum Sigurbjargar. Þannig nálgast hún skemmtiefni oft út frá raunsæjum vinkli og dapurlegar aðstæður sýnir hún í bjartara ljósi. Þetta kristallast í Stekk, þar sem aðalsöguhetjan örkumlast í vandlega undirbúnum lífsháska.. Allur tónn bókarinnar er hins vegar léttur og ekki í samræmi við hefðbundna skynjun á hinni sorglegu atburðarás. „Það er áskorun að skrifa skemmtilegan texta um eitthvað sem er harmrænt. Lengi vel átti bókin að hafa undirtitilinn skemmtisaga,” segir Sigurbjörg. „En starfsmenn forlagsins héldu að ég væri orðin klikkuð þegar ég slengdi fram þeirri hugmynd – þá var ég ekki nema hálfnuð með söguna og kankvísi tónninn átti eftir að komast í gegn, Þannig að stíllinn sem skapar mótvægi við harmleikinn kom ekki að fullu heim og saman fyrr en í lokin, og þá var líka orðið óþarft að nota undirtitilinn” segir Sigurbjörg. ____ Upplag fyrsta tölublaðs 1005 er uppselt, en hægt er að nálgast það á rafrænu formi á www.ebaekur.is

... 15


... Fróðleikskorn um Sigurbjörgu Hún er fædd 27. ágúst árið 1973 á Akranesi Hún var í Útsvarsliði Akraneskaupstaðar Hún lauk BA prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og prófi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla 1998.

Texti: Berglind Gréta Kristjánsdóttir // Ljósmynd: Óli Haukur Mýrdal

Hún æfir fótbolta einu sinni í viku og er mikil ástríðumanneskja þegar kemur að ensku deildinni.

Sigurbjörg er fjölhæfur höfundur og hefur fengist við ýmiss konar verkefni í gegnum tíðina. Meðal annars vann hún bókverkið IS(not) í félagi við fjóra aðra höfunda og fimm pólska ljósmyndara, margvíslega gjörninga með Metrpoeticahópnum og textagerð fyrir íslensk tónskáld. Sigurbjörg var þá skáld Borgarbókasafns í janúar og febrúar 2003, skáld Skírnis 2001 og staðarskáld í Villa Concordia í Bamberg, Þýskalandi veturinn 2011-2012.

Vilji er allt sem þarf Arnar Helgi Lárusson er 36 ára Keflvíkingur sem fyrir 11 árum lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi með þeim afleiðingum að hann lamaðist fyrir neðan brjóst. Þá var hann við æfingar fyrir keppni í kvartmílu. Í dag stefnir Arnar á að taka þátt í hjólastólaakstri á Ólympíuleikum fatlaðra sem haldnir verða árið 2016 í Ríó. Arnar fór á sjó aðeins 15 ára gamall og vann við það alveg þar til að hann slasaðist. Eftir slysið fór hann að vinna við bókhald en hefur núna lagt vinnuna á hilluna til þess að geta sett alla sína krafta í það að komast til Ríó. Aðspurður um hvort að slysið hafi breytt persónu hans mikið segir hann að aðrir hlutir hafi breytt lífi sínu og persónu miklu meira en slysið sjálft, til dæmis það að eignast börn. „Eftir slys hugsaði ég nánast eingöngu um það að geta gengið aftur og ég hefði þorað að fara undir hnífinn í hvaða aðgerð sem var, ég var ekkert hræddur við það. Í dag myndi ég ekki fara í hvaða aðgerð sem væri vegna þess að ég á börn. Fyrir mig breytti það lífi mínu miklu meira að eignast börn heldur en að lenda í slysinu. Ég er auðvitað annar maður í dag heldur en fyrir 11 árum en þá var ég líka bara 26 ára og hef þroskast alveg heilmikið síðan. Mesta breytingin á mér er örugglega sú að ég kann að meta lífið betur núna heldur en ég gerði fyrir slys. Ég er mjög þakklátur fyrir það sem ég hef, ég hef hendur og haus og get gert nánast hvað sem er. Margir sem lenda í svona slysi eins og ég geta ekkert notað hendurnar þannig að ég er mjög heppinn“. Í dag æfir Arnar stíft og á þessu ári ætlar hann sér að ná þeim lágmarkstíma sem þarf til þess að komast á Ólympíuleikana. „Frá og með desember síðastliðnum er ég að æfa svona fjóra til fimm tíma á dag annað hvort lyftingar eða í hjólastólnum. Ég þarf að geta farið 100 metrana á undir 16,5 sekúndum, núna er ég einhversstaðar í kringum 19,5 sekúndurnar. Fyrst þegar ég var að fara 100 metrana var ég 24 sekúndur þannig að þetta er fljótt að koma hjá mér. Maður þarf síðan að halda sér þetta góðum næstu þrjú árin“.

16

Til þess að geta tekið þátt þarf Arnar að nota sérsmíðaðan hjólastól, en hann er sá eini í dag á Íslandi sem á svoleiðis stól. „Hámarkshraðinn í venjulegum hjólastól er svona 10 km/klst og ég er alveg ágætlega sterkur, á hinum stólnum er ég að ná um 30 km/klst. Vandamálið við það að æfa hér á Íslandi er að það er ekki til neitt af þeim hlutum sem þarf, eins og til dæmis varahlutir og hlaupabretti til þess að setja stólinn á. Hugmyndin mín er sú að þetta sé frumkvöðlastarf hjá mér. Það er fullt af ungu fólki að slasast og börn að fæðast með klofinn hrygg og þetta er íþróttin sem fólk á að fara í. Þetta er vinsælasta íþróttin hjá Ólympíusambandi fatlaðra og hún skiptir því gífurlega miklu máli. Íþróttin hefur aldrei komist í gang hér heima bæði vegna þess að stólarnir eru svo dýrir og það er svo lítil þekking til hérna. Þann 15. maí er ég að fara til Sviss í æfingabúðir hjá núverandi heimsmetshafa í maraþoni í hjólastólakstri. Hann getur vonandi sýnt mér hvað það er sem ég er að gera rangt og hvað það er sem ég er að gera rétt. Ég er mjög spenntur fyrir þessari ferð“. Boltinn byrjaði að rúlla af fullum krafti hjá Arnari þegar hann tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á síðasta ári. Þar var hann eini keppandinn í hjólastól og fór maraþonið á rúmum fimm klukkustundum. „Eftir keppnina komu menn til mín sem höfðu áhuga á að kaupa sérstakan keppnisstól handa mér. Ég var alveg búinn að ganga með þessa bakteríu í maganum í nokkur ár og keypti mér svona stól á ebay. En þú kaupir þér ekkert svona stól, þeir eru bara sérsmíðaðir fyrir þig. Ég gafst þess vegna fljótt upp á honum þar sem hann passaði engan veginn fyrir mig. Eftir það byrjaði ég að æfa mig á þessum stól sem ég er dagsdaglega í. Á endanum var ég farinn að fara 15 km svona þrisvar í viku. Í fyrra ákvað ég síðan að taka þátt í maraþoni sem gekk mjög vel. Eftir það byrjaði svo þetta ævintýri sem ég er kominn í. Haraldur Hreggviðsson í Lionsklúbbnum í Njarðvík hafði samband við mig og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að gera eitthvað meira með það ef þeir gætu

reddað mér svona sérstökum keppnisstól. Ég hafði auðvitað mikinn áhuga á því. Þá fór af stað söfnun fyrir stólnum og áður en ég vissi af var ég kominn út til þess að láta byggja hann fyrir mig. Stóllinn og ferðin kostuðu um eina og hálfa milljón og ég gæti ekki verið þakklátari öllum þeim sem hjálpuðu til við söfnunina“. Arnar er mjög bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana og er langt frá því að vera hættur eftir það. Markmiðið hjá honum er að reyna að koma þessari íþrótt almennilega í gang hérna á Íslandi þannig að fólk í hjólastólum geti tekið þátt í maraþonum og keppt sín á milli en ekki aðeins við hlaupara. „Það skiptir gífurlega miklu máli ef þú ert með einhverja fötlun að þú stundir góða hreyfingu“. Hann ætlar sér að nýta þá þekkingu og reynslu sem hann hefur, til þess að gefa öðrum tækifæri á að upplifa það sama og hann er að gera í dag.


17


Euro traveller hjá Vodafone:

Íslenskt verð á símtölum í Evrópu Vodafone kynnti í vor nýja þjónustu fyrir viðskiptavini sína sem eru með farsíma í áskrift. Hún kallast Euro traveller og nýtist á ferðalögum um 30 lönd Evrópu. Í Euro Traveller borgar viðskiptavinur 690 kr. daggjald sem gjaldfærist á reikning við fyrstu notkun erlendis og gildir allan þann dag. Eftir að daggjald hefur verið greitt fer notandinn yfir á íslenska gjaldskrá – þ.e. greiðir fyrir símtöl og SMS eins og hann væri staddur á Íslandi og ekkert fyrir móttekin símtöl. Hvað gagnamagn varðar er greitt hefðbundið íslenskt daggjald eftir að Euro traveller daggjaldið hefur verið greitt, þ.e. 90 kr. eru gjaldfærðar fyrir fyrstu notkun og duga fyrir 15 MB notkun innan dagsins. Þetta er bylting í gagnamagnsnotkun erlendis, því í hefðbundnu reiki í Evrópulöndum kosta 15 MB af gagnamagni ríflega 2.000 krónur. Því má segja að þarna sé

18

loksins komin þjónusta sem gerir notendum kleift að nýta netið í símanum á ferðalögum sínum erlendis, en það hefur verið verulega kostnaðarsamt hingað til. Euro traveller er í boði fyrir alla sem eru með farsíma í áskrift hjá Vodafone. Hægt er að skrá sig í þjónustuna á Mínum síðum á Vodafone.is, með því að hafa samband við þjónustuver eða koma í næstu verslun. Euro traveller löndin eru: Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.


Nýjar áskriftarleiðir í farsíma hjá Vodafone Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is

590 KR.

Sjá nánar á vodafone.is/gsmaskrift

1.890 KR. 2.990 KR.

4.990 KR.

7.990 KR.

19


„Bullið býr til stöðugleika“

Viðtal og ljósmyndir: Björn Ágúst Magnússon

Jón Gnarr er án efa umdeildasti tekist að koma á starfsfriði auk þess lét af embætti. Björn Ágúst Magnússon, borgarstjóri sem Reykvíkingar hafa sem hann hefur setið lengur en aðrir blaðamaður Stúdentablaðsins, tók hús á eignast. Engu að síður hefur honum borgarstjórar frá því að Ingibjörg Sólrún Jóni Gnarr á dögunum. „Ég er mjög fróðleiksfús, ef ég væri fimmtán ára væri ég harðákveðinn í að læra taugavísindafræði, það er eitthvað sem ég er mjög heillaður af. Svo finnst mér vísindaheimspeki alltaf töff,“ segir Jón þegar hann er inntur eftir því hvað hann myndi kjósa að læra ef hann settist aftur á skólabekk. „Ég held að það sé eitthvað fyrir mig að læra um heilann og hvernig hann fúnkerar. Mér finnst mannkynið vera á merkilegum tímamótum í dag hvað heilann varðar. Nýlega samþykkti Obama Bandaríkjaforseti vegleg fjárframlög til heilarannsókna, um hundrað milljónir dollara. Ég er algjörlega heillaður og ástfanginn af mannsheilanum, mér finnst að eftir því sem maður pælir meira í honum því magnaðri er hann,“ segir Jón. „Ég hef á síðustu árum fengið stóraukinn áhuga á öllu sem tengist heilanum, rannsóknum og vísindum á því sviði, það er algjörlega heillandi,“ bætir hann við.

Hvernig myndirðu nýta þér þá menntun, stunda rannsóknir eða hjálpa fólki? „Ég myndi hjálpa til við að lækna sjúkdóma og opna augu fólks fyrir ýmsu varðandi heilann, ég er til dæmis gríðarlegur aðdáandi dr. Oliver Sachs sem hefur skrifað mikið um heilann og furðuleg uppátæki hans. Sachs skrifaði fræga bók sem heitir „The man who mistook his wife for a hat“ en ég myndi vilja starfa á svipuðum vettvangi og hann. Ég myndi líka gjarnan vilja hjálpa fólki að uppgötva að þó við skerum okkur úr eða finnst við ekki falla inn í normið þá þarf það ekki endilega að þýða að einhvers konar sjúkdómur eða heilkenni hrjái okkur. Við höfum nefnilega tilhneigingu til að nálgast það sem við skiljum ekki með ákveðnum fordómum. Það held ég að eigi sérstaklega við hjá einstaklingum sem hefur óvenjulega eða sérstaka heilstarfsemi,“ segir Jón. „Til að mynda held ég að það séu ekki sjúkdómarnir sem valda fólki með ADHD, einhverfu eða Asperger mestri vanlíðan, heldur viðbrögð samfélagsins og fordómar gagnvart þessari sérstöðu. Svo ekki sé minnst á geðsjúkdóma,“ segir Jón.

20

Hann segir lausnina á þessu liggja í fræðslu. „Ef fólk hefði meiri upplýsingar myndi það slá á fordómana, það gæti hjálpað gríðarlega mikið og ég held að ég gæti verið nokkuð góður í að koma flóknum upplýsingum á framfæri á mannamáli og jafnvel skemmtilega þannig að fólk myndi hafa áhuga,“ segir Jón.

Svona karlar eru ekkert að svara lúðum eins og mér Þú hefur barist ötullega fyrir mannréttinum og lagt þín lóð á vogarskálar baráttu samkynhneigðra. Til að mynda hefurðu tekið virkan þátt í Gay Pride auk þess sem þú sendir borgarstjóra Moskvu bréf varðandi réttindi samkynhneigðra. Skyldi kollegi þinn hafa svarað erindinu? „Nei, hann hefur ekki svarað mér. Kannski ætti ég að skrifa Pútín og kvarta yfir að borgarstjóri Moskvu svari mér ekki. Nei, ég held að svona karlar séu ekkert að svara svona lúðum eins og mér. Ég upplifi manneskjur óháð stétt, kyni, þjóðerni eða kynþætti að mestu leyti. Mér finnst manneskjan sem dýrategund stórkostleg og finnst ósanngjarnt þegar fólki er mismunað vegna þess hvernig það er frá náttúrunnar hendi eða fyrir skoðanir sínar, svo framarlega sem þær skoðanir skaða ekki aðra,“ segir Jón. Slík mismunun gengur gegn réttlætiskennd minni, ég þoli ekki þegar saklaust fólk sem hefur ekki unnið neitt til saka verður fyrir skefjalausu ógeðslegu ofbeldi. Það fer virkilega í taugarnar á mér og það er svo mikilvægt að við manneskjur áttum okkur á því að við erum öll samtengd og ranglæti sem á sér stað einhvers staðar á sér um leið stað alls staðar,“ segir Jón. Hann segist hafa legið undir ámæli fyrir þessa afstöðu sína. „Ég hef oft verið gagnrýndur og fólk segir Hvað ert þú að mótmæla út af Pussy Riot, þú ættir miklu frekar að mótmæla einhverju sem er að gerast hér á landi, en það

virkar ekki þannig,“ segir Jón. „Ábyrgðin er sameiginleg og liggur á herðum okkar allra. Óréttlæti sem er beinist gegn einni manneskju er beinist um leið gegn öllum manneskjum. Alveg einsog Jesús Kristur sagði Það sem þið gjörið mínum minnsta bróður það gjörið þið mér. Ég er ekki að uppgötva þetta fyrstur manna og að er í eðli mínu að andmæla kúgun og yfirgangi,“ segir Jón.

Hið fullkomna þjóðfélagsform Nú ert þú yfirlýstur anarkisti, er það ennþá raunin? „Jú, það stendur og staðfestist eiginlega betur og betur. Ég hef farið nokkuð víðtækan rúnt um anarkismann alveg frá því ég var krakki og byrjaði að kynna mér helstu kennimenn anarkisma eins og Proudhon og Bakunin og síðan farið og skoðað hin ýmsu afbrigði af stefnunni,“ segir Jón. Hann segir stjórnmálaþátttöku sína raunar hafa verið undanþágu á almennri hugmyndafræði sinni. „Stofnun Besta flokksins er í rauninni fyrsta beina viðleitni mín til að gefa lýðræðinu séns og taka virkan þátt í því. Ég er þátttakandi í kapítalismanum og óbeint þátttakandi í lýðræðinu hvort sem mér líkar það betur eða verr,“ segir Jón. „Ég segi stundum að ég sé ekki anarkisti vegna þess að ég trúi því að anarkisminn sé hið fullkomna þjóðfélagsform heldur vegna þess að ég trúi því ekki að það sé neitt til sem heitir hið fullkomna þjóðfélagsform,“ segir hann. „Auðvitað er samt til eitthvað sem er skárra eða verra. Ef ég hefði til dæmis kosningarétt í Bandaríkjunum hefði ég kosið Obama. Ekki vegna þess mér finnist Obama svo mikill snillingur heldur meira til að koma í veg fyrir að Mitt Romney og hans lið fengi meiri völd en þau réðu við,“ segir Jón. Hann segist vel geta tvinnað saman róttækar hugmyndir og borgarstjórastarfið. „Ég er sem sagt anarkisti, stjórnmálamaður og borgarstjóri, það er vel mögulegt. Noam Chomsky segir að ég sé uppáhaldsborgarstjórinn


sinn, ég hef rætt þetta við hann og honum finnst þetta allt mjög sniðugt,“ bætir hann við.

Þú hefur vakið mikla athygli erlendis og ert í miklum metum hjá áhugafólki um stjórnmál víða um heim. Hér heima ertu umdeildur og margir sjá störfum þínum flest til foráttu. Tekurðu undir að enginn sé spámaður í sínu heimalandi? „Valdaöflum í íslensku samfélagi hefur staðið stuggur af mér og það er ekkert verið að blása upp þá athygli sem ég hef vakið í útlöndum, til dæmis eru sjaldan fluttar fréttir um það í innlendum fjölmiðlum þegar fjallað er um mig eða mín störf á erlendum vettvangi. Mér þykir sérkennileg sú tilhneiging okkar að taka hluti og gera þá lókal út frá okkur sjálfum. Sú tilhneigin virðist miklu sterkari en að taka umræðuna út frá víðara, alþjólegu samhengi,“ segir Jón. Að hans mati er sjálfstæði Íslands í víðu samhengi mikið fagnaðarefni. „Til dæmis erum við miklu nær því að vera sjálfstæð en hluti af fjölþjóðlegu kerfi . Við gætum hæglega verið háð öðrum þjóðum um útflutning fleiri hluta og afurða en raun ber vitni. Til dæmis þurfum við ekki að reiða okkur á að erlendir aðilar kaupi sjónvarpsefni, kvikmyndir og afurðir framleiðslu innlendra fjölmiðla framleiða, það er til dæmis algjör forsenda þess að við getum verið með Stöð 2,“ segir Jón. „Þegar ég byrjaði að ferðast um heiminn á tvítugsaldri var eiginlega sama hvert ég kom, flestir vissu ekki hvað Ísland var og höfðu varla hugmynd um tilvist þess, sérstaklega í Bandaríkjunum. Þegar ég sagðist vera frá Íslandi ruglaði fólk því oft saman við Írland og ímyndaði sér að Ísland hlyti að vera staðsett einhvers staðar rétt utan við Bretlandseyjar,“ segir hann. „Þeir fáu sem vissu eitthvað um landið tengdu það við Heklu eða önnur náttúrufyrirbæri. Þetta breyttist síðan með Björk, þá var alveg sama hvert ég fór, í hvert skipti sem ég sagðist vera frá Íslandi var svarið það sama: Yes, - where Bjork is from! Hún kom Íslandi að mörgu leyti á kortið. Sigurrós fylgdi svo í kjölfarið – nú eru þeir þekktir um allan heim og hafa verið síðustu 6 ár eða svo. Þannig að Ísland nú heimsþekkt fyrir listir og menningu auk náttúrunnar sem er mikið fagnaðarefni,“ segir Jón. Við höldum að öll umræða

um landið snúist um fjármálakerfið eða Icesave en ég áttaði mig til dæmis á því eftir að hafa verið töluvert í Hollandi að ég hef ekki hitt þar nokkurn einasta mann sem veit hvað Icesave er. Björk er mun vinsælla umræðuefni en fjármálagjörningar nokkrun tímann,“ segir Jón.

Svo eru náttúrulega þessi kosningaloforð stjórnmálaflokkanna í lýðræðislegum samfélögum gjarna óttalegur skrípaleikur, það er oft þannig. Ég lofaði til dæmis að allir yrðu alltaf glaðir en það er kannski ekki alveg undir mér komið að uppfylla það. Mislukkaðar tilraunir til að drepa mig úr leiðindum Hvernig var þér tekið af samstarfsfólki þegar þú hófst störf sem borgarstjóri? „Til að byrja með fann ég fyrir mikilli athygli, fólk var spennt að sjá hvað gerðist. Stjórnmálamenn þeirra flokka sem mynduðu skýra aftsöðu gegn Besta flokknum tóku mjög snemma þá ákvörðun að reyna að drepa mig úr leiðindum þannig að ég myndi hypja mig sem fyrst. Í þetta lögðu þeir mikið kapp og þetta voru ekki skemmtileg samskipti,“ segir Jón. Hann og flokkssystkini hans létu mótlætið ekki á sig fá. „Þeir voru ljóst og leynt að vinna að því að brjóta mig og okkur niður svo við myndum að lokum flýja svæðið. Það hafði hins vegar öfug áhrif því við fílelfdumst og einsettum okkur að standa þetta af okkur,“ segir Jón. Hann segir leiðindaframkomu þó vera undantekningu. „Starfsfólk borgarinnar hefur tekið mér og okkur

gríðarlega vel alveg frá upphafi og ég hef fundið mikinn meðbyr, velvilja og mikinn áhuga. Ég hef núna verið borgarstjóri í 1027 daga, lengur en nokkur annar síðan Ingibjörg Sólrún hætti árið 2003 og hefur ekki ríkt sambærilegur pólitískur stöðugleiki í borginni í lengri tíma. Þetta gerir það að verkum að fólk hefur tækifæri til að vinna í friði. Við skiptum ekki um áherslur í sífellu, hér vinnur fólk bara sín störf af einbeitingu án truflunar og það auðvitað æskilegt ástand, en engu að síður eitthvað sem starfsmenn borgarinnar hafa ekki upplifað óslitið í langan langan tíma. Fyrir þetta er ég mjög þakklátur fyrir,“ segir Jón.

Þú hefur sem sagt komið á starfsfriði í borginni? „Að vissu leyti, já. Þetta er gott dæmi um hvernig hlutir geta verið mótsagnakenndir eða snúist upp í andstæðu sína. Við í Besta flokknum kynntum okkur vissulega að hluta til með fíflagangi, gríni og bulli. Besti flokkurinn er náttúrulega bara bull, en öllum að óvörum fengum við meirihluta og bullið bjó til stöðugleika. Auðvitað er þetta mjög sérstakt en afhjúpar þá vitleysu sem fékk að viðgangast hér áður en við komum, langtum meiri vitleysu en við höfum nokkurn tímann staðið fyrir,“ segir Jón. Að hans sögn var Besti flokkurinn frá upphafi hugsaður sem mótvægi við gamalgrónar starfsaðferðir og átök í borgarpolitík. „Fyrir mér var stofnun Besta flokksins bara aðgerð gegn þeirri vitleysu sem ég nefni hér að ofan og var komin út fyrir allan þjófabálk en var þaggað niður. Fjölmiðlar fjölluðu mjög takmarkað um það valdabrölt, málþóf og hringavitleysu sem ríkti í borginni, fréttaflutningur var miklu frekar á þá leið að hér væru aðeins eðlileg átök en þó í algjöru lágmarki. Þetta var svo sannarlega ekki raunin,“ segir Jón.

Var þér alvara þegar þú sagðist ætla að svíkja öll kosningaloforðin? „Mér var jafnmikil alvara með því og með því sem ég lofaði. Ég get í raun lofað hverju sem er en áskil mér rétt til að svíkja það. Skilaboðin sem við vorum að koma á framfæri með þessu var að við myndum ekki að lofa einhverju sem hægt verður að hanka okkur á að hafa efnt. Við erum til í að reyna okkar besta, að minnsta kosti gera gera ekki verr en það,“ segir Jón. „Kosningaloforð stjórnmálaflokka í lýðræðislegum samfélögum eru enda í mörgum tilfellum óttalegur skrípaleikur. Gott dæmi um ádeiluloforð af því tagi sem ég lýsi er þegar ég lofaði til dæmis að allir yrðu alltaf glaðir. Það er kannski ekki alveg undir mér komið að uppfylla það,“ segir Jón.

Alþjóðlegur skandall tímaspursmál Hvernig standa hin margumræddu ísbjarnamál? Er björn á leiðinni til landsins? „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég get ekki tæklað án aðkomu ríkisvaldsins. Ég hélt að ég myndi eiga mikla bandamenn í vinstriflokkunum í ríkisstjórn, sérstaklega VG sem leggur áherslu á náttúruverndarmál en svo reyndist ekki vera,“ segir Jón. Honum er fyllsta alvara með málaflokknum. „Ég er mikill dýraverndunarsinni og hef miklar áhyggjur af hvítabirninum og hans stöðu. Hann er eitt tignarlegasta dýr sem finnst við Íslands strendur. Allar þjóðir við norðurheimskautið hafa undirritað samkomulag um að vernda hvítabjörninn. Ísland er ekki aðili að þessum samningi en það eru Rússar hins vegar ásamt Bandaríkjamönnum, Norðmönnum, Dönum og Kanadabúum. Í þessum löndum er mikil áhersla lögð á að vernda hvítbjarnarstofnin með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn,“ segir Jón. „Ég vildi gjarnan að Íslendingar og íslensk stjórnvöld myndu gera bragarbót á þessu og taka upp einhvers konar kerfi til að meðhöndla birnina öðruvísi. Grimm og

21


miskunnarlaus meðferð okkar á dýrunum hefur vakið mikla neikvæða athygli og ég held aðeins sé tímaspursmál hvenær þetta verði að alþjóðlegu hneyksllismáli. Ekki þarf nema einn blaðamann með þokkalega góða aðdráttarlinsu sem nær myndum af því þegar verið er að hundelta dýrin og drepa þau. Þess vegna finnst mér að við ættum frekar að bjarga þeim og færa inn á verndað svæði sem væri helst hérna í Reykjavík.Um væri að ræða pláss þar sem hægt væri að

sleppa dýrunum tímabundið þangað til þau eru flutt aftur í náttúrulegt umhverfi. Svo má drýgja þetta og finna fleiri vinkla á málinu, skíra dýrin, selja bangsa og póstkort og búa þannig til smá peninga úr þessu og allir yrðu glaðir. Það væri fallegt og myndi vekja jákvæða athygli á landinu. CNN myndi eflaust koma hingað og gera einlægt innslag um þetta stórkostlega framtak íslendinga. Ég sé endalaus tækifæri í þessu og reyni að hvetja til að þessu verði hrint í framkvæmd en hins vegar að mestu leyti staðið einn í því,“ segir Jón.

Uppistandið besti undirbúningurinn Til hvaða reynslu sóttirðu helst undirbúning fyrir borgarstjórastarfið?

„Það er ómetanleg reynsla að setja saman uppistand, ég hef unnið við það í mörg ár en þar er verður maður að skynja andrúmsloft, lesa hvað er í gangi, hvað er mögulegt að segja og hvað ekki. Ég held að það hafi gagnast mér best í þessu starfi af þeim störfum sem ég hef sinnt í gegnum tíðina. Borgarstjórastarfið samanstendur mest af mannlegum samskiptum,“ segir Jón.

„Fyrst hér þarf að starfa einhvers konar nafnanefnd – af hverju þá ekki hundanafnanefnd?“ Hefurðu einhvern tímann hreinlega sofnað úr leiðindum á fundum? „Nei en ég hef verið á alveg rosalega leiðinlegum fundum.Ég er bara ekki þannig gerðu að ég geti sofnað á almannafæri eða úr leiðindum, hef til dæmis aldrei sofnað fyrir framan sjónvarpið og sofna ekki í flugvél því ég er alltaf einhvern veginn bara að skoða í kringum mig. Alltaf er eitthvað sem vekur athygli mína eða heldur fyrir mér vöku,“ segir Jón.

Heyrst hefur að þú hafir spilað tölvuleiki á leiðinlegum fundum. Er eitthvað til í því? „Í því tilviki sem þú vísar til var ég nýbúinn að fá ipad og var í leik sem heitir Fruit Ninja á fundi en það var eitt stakt skipti og hefur ekki komið fyrir síðan.Svo er það nú þannig að þó þú sért að gera eitthvað þá útilokar það ekki að þú getir sinnt öðru á meðan, rétt eins og sumum finnst fínt að horfa á sjónvarpið eða hlusta á tónlist á meðan þeir læra. Sumir segja að maður geti bara sinnt einu verkefni í einu en það er ekki þannig. Fólk er ólíkt og þessir tilburðir mínir hafa aldrei truflað mig við störf,“ segir Jón.

Hverju viltu ná fram á þeim tíma sem þú átt eftir í embættinu? „Ég vil að Reykjavík verði vottuð sem herlaust svæði (Military Free Zone). Það er eitthvað sem mér fyndist magnað og yrði gríðarlegt fagnaðarefni ef það næði fram að ganga. Einnig myndi ég gleðjast ef lög um mannanöfn yrðu lögð niður. Ein helsta ástæðan fyrir stuðningi mínum við Bjarta framtíð er að þeir eru eini flokkurinn sem hefur á stefnuskrá að leggja niður mannanafnalög. Það myndi spara mikinn sársauka og reiði að nafnagiftir fólks séu ekki á valdi einhverrar nefndar úti í bæ,“ segir Jón og bætir við: „Fyrst hér þarf að starfa einhvers konar nafnanefnd – af hverju þá ekki hundanafnanefnd? Er það ekki miklu sniðugra, þá yrðu manni settar takmarkanir um að mega ekki skíra hunda Brúdus með déi, um það þyrfti að sækja sérstklega til hundanafnanefndar,“ segir Jón kíminn.

Hefur verið gerð bronsstytta eða málverk af þér? „Nei, og það verður ekki gerð brjóstmynd en mig langar til að það verði máluð af mér risastór mynd, svona tvisvar sinnum tveir metrar sem Reykjavíkurborg fengi síðan að gjöf. Það væri gaman að skilja eftir sig eitthvað svona vesen því það kæmist hvergi fyrir en hvergi væri hægt að henda því,“ segir Jón og hlær. Þú hefur ná árangri á mörgum og fjölbreyttum sviðum og haft mikil áhrif í gegnum verk þín og störf. Lumarðu á sérstökum ráðum hvað þetta varðar? „Ég get helst gefið fólki það ráð að mennt er máttur og ég hvet alla til að leggja hart að sér til að afla sér þeirrar menntunar sem það langar í því það er eitthvað sem maður býr að alla þína ævi. Ég er stundum spurður út í hvað ég hefði viljað hafa öðruvísi í mínu lífi og svarið við því er menntunin, ég vildi að ég hefði getað haldið áfram að mennta mig,“ segir Jón að lokum.

Lopapeysan góða Lopapeysur eru ekki bara hlýjar, þær eru fjölbreyttar, fallegar, töff og...ja, setjið endilega inn þau jákvæðu lýsingarorð sem ykkur finnast passa. Svo er nú líka

Texti: Herdís Helgadóttir // Ljósmyndir: Natsha Nandabhiwat gaman að prjóna þær. Að ég tali nú ekki um hvað þær og við hjá Stúdentablaðinu skoðuðum flóruna á fara manni vel í útilegum á sumrin. Í vorsólinni sér háskólasvæðinu. maður yfirleitt töluvert magn af fallegum lopapeysum

Jóhannes Sigmarsson.

Berglind Þorsteinsdóttir.

Sigrún María Valsdóttir

Nám: Stjórnmálafræði. Hver prjónaði peysuna? Álaborg, held ég. Hvað á að gera í sumar? Bara aðallega vinna.

Nám: Sálfræði Hver prjónaði peysuna? Ingunn heitir hún og er fyrrverandi yfirmaður minn. Hvað á að gera í sumar? Vinna og njóta sumarsins.

Nám: Grunnskólakennarafræði Hver prjónaði peysuna? Amma mín. Hvað á að gera í sumar? Fara til útlanda og vinna.

22


„Kökulöngunin getur komið upp hvenær sem er“ Viðtal: Ásdís Arna Björnsdóttir

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er 24 ára háskólanemi, fædd og uppalin á Akranesi. Ásamt því að stunda nám við viskiptafræðideild Háskóla Íslands heldur hún úti einu ástsælasta matarbloggi landsins. Hún hóf að blogga fyrir tæpum tveim árum og hafa vinsældir þess aukist jafnt og þétt. Á bloggi Evu Laufeyjar má finna alls konar uppskriftir að matargerð allt frá fallegum og girnilegum kökum að ferskum og flottum fiskréttum. Uppskriftum hennar er lýst skref fyrir skref og þeim fylgja alltaf fallegar myndir sem fá mann til að slefa og af myndunum að dæma er augljóst að Eva Laufey hefur næmt auga fyrir smáatriðum. Áhugann fyrir matatgerð segir Eva Laufey hafa kviknað snemma og að hún hafi ung verið farin að þvælast fyrir mömmu sinni og ömmu í eldhúsinu. Hún segir móður sína vera frábæran kokk sem hafi ávallt leyft þeim systkinunum að hjálpa til við matargerðina en jafnframt hafi hún lagt mikla áherslu á að þau borðuðu það sem í boði var. Það komst því enginn upp með það að vera matvandur á þeirra heimili. Eva Laufey segir fjölskyldu sína í móðurætt vera mikla matarfjölskyldu og að þeim finnist fátt betra en að elda, borða og tala um mat. Það lá því beinast við að hún smitaðist af matarást fjölskyldunnar. Hún segist hafa mjög gaman af því að matreiða fyrir góða gesti og elskar að bjóða fjölskyldu og vinum í mat. Að eigin sögn segist henni líða best í eldhúsinu og finnist fátt betra en að gefa sér góðan tíma til að dúllast og nostra við matinn. Spurð um innblástur og fyrirmyndir segir Eva Laufey að móðir sín sé hennar helsta fyrirmynd og hafi kennt henni ótal margt þar á meðal að trúa á sjálfa sig og ekki að gefast upp á draumum sínum. Innblásturinn segist hún fá frá allskyns tímaritum, matreiðslubókum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Eva Laufey segir kökulöngunina geta komið upp hvenær sem er og að henni beri að sinna. Því sé alltaf nauðsynlegt að eiga hveiti, sykur, smjör, mjólk, lyftiduft, vanillu extract, gott súkkulaði og kakó inni í skáp. Hún segist hafa lent nokkrum sinnum í því að eiga ekki hráefni í kökugerð og hún mælir alls ekki með því. Nýlega skrifaði Eva Laufey undir útgáfusamning við bókaútgáfuna Sölku um útgáfu á hennar eigin matreiðslubók. Hún segist lengi hafa gegnið með þann draum í maganum að gefa út matreiðslubók út frá blogginu og því hafi hún tekið saman hugmyndir sínar að bók og kynnt þær fyrir þeim hjá Sölku. Þeim leist vel á hugmyndir hennar og draumvurinn varð því að veruleika og von er á útgáfu bókarinnar í september. Í sumar mun hún starfa sem flugfreyja hjá Icelandair en meðfram því mun skrifa efni fyrir bókina. Einnig segist hún vera svo heppin að fá að skrifa skemmtilega sumarþætti fyrir Gestgjafann. Komandi tímar eru því spennandi hjá Evu Laufeyju og við á Stúdentablaðinu óskum henni velfarnaðar.

Fiskur í spínat-spergilskáls raspi 2 Lófar spínat 2/4 Spergilkálshöfuð 1 Hvítlauksgeiri 100 gr. Rasp 2 msk. Fetaostur 1 msk. Olía Safi og rifinn börkur úr 1/2 Lime Salt & pipar að vild! Allt saman í matvinnsluvél í fáeinar mínútur. 1 egg og mjólk pískuð saman, fiskurinn settur ofan í vökvann og svo ofan í rasp-skálina. Síðan steikjum við hann á pönnu upp úr olíu eða smjöri. Fleiri skemmtilegar uppskriftir má finna á http://www.evalaufeykjaran.com/.

23


Ævintýri með AUS

Viðtal: Heiða Anita Hallsdóttir

Erna Hinriksdóttir læknanemi á öðru ári, ákvað að taka sér öðruvísi sumarfrí seinasta sumar og fór á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS) í sjálfboðastarf til framandi lands. Stúdentablaðið forvitnaðist um ferð hennar... Hvað var til þess að þú ákvaðst að gerast sjálfboðaliði? Mig hafði í töluverðan tíma langað að fara í sjálfboðastarf, láta gott af mér leiða og að ferðast til framandi lands. Þar sem ég gat einungis farið í nokkrar vikur þá var tilvalið að fara í gegnum ICYE STEPS verkefni sem AUS bíður upp á, en þú getur verið í sjálfboðastarfi frá 2 vikum upp í 16 vikur.

Hvaða land varð fyrir valinu og hvað verkefni valdur þú? Ég var búin að ákveða að fara til Afríku, ég var hinsvegar mjög opin fyrir því hvert í Afríku ég myndi fara. Þar sem ég er að læra læknisfræði þá langaði mig í heilbrigðistengt verkefni og eins afla mér góða reynslu á því sviði með þann tíma sem ég hafði að spila með. Stefnan var svo sett á Úganda þar sem AUS fann flott verkefni fyrir mig sem hét Ssunga Health Centre. Þetta var nokkurskonar einkarekin heilsugæsla sem hefur líka sjúklinga í innlögn. Verkefnið var staðsett í bæ nálægt Masaka sem er um 3. klst rútuferð frá höfuðborginni, Kampala.

vatni til að fara í bað á hverjum degi. Allt starfsfólkið á heilsugæslunni bjó einnig á lóðinni svo það var rosalega þéttur hópur. Það var mjög vel tekið á móti mér, ég borðaði 3 máltíðir á dag með fjórum nunnum sem bjuggu í hálfrar mínútu göngu frá herberginu mínu og eftir vinnu eyddi ég tíma mínum með samstarfsfólkinu, sem öll voru úgönsk. Við spiluðum spil, lékum við börnin, spjölluðum og skemmtum okkur.

Hvernig fannst þér verkefnið? Hvað telur þú að þú hafir lært af þessari reynslu? Verkefnið var hreint út sagt ótrúlegt, miklu betra en ég hafði nokkurn tímann búist við. Ég fékk strax að taka þátt í klínískri vinnu og var allan daginn að fást við sjúklinga. Ég tók þátt í fæðingum og endurlífgun, gaf lyf í æð, skrifaði upp á lyf, vann í apóteki, sá um lyfjabirgðir, prófaði fyrir HIV og malaríu og margt fleira. Allt eru þetta hlutir sem munu gagnast mér í náminu en ég hef ekki fengið að gera áður, enda bara búin með 1. árið í læknisfræði þegar ég fór út. Svo lærði ég náttúrulega bara ótrúlega margt um lífið og tilveruna, heiminn og Úganda.

venjast á Íslandi og ótrúlega mikið af TAXI sem keyra eins og vitleysingar um allt og mótorhjólum sem kallast bodaboda og eru stórhættuleg (en skemmtileg) og gegna marvíslegum hlutverkum. Ég sá til dæmis geitur á bodaboda, 4 svín í einu á bodaboda og 6 manna fjölskyldu saman á einu bodaboda, það var ótrúlegt. Það erfiðasta við menningarmuninn var líklega að þurfa að bíta reglulega í tunguna á mér þegar umræðuefni á borð við samkynhneigð, getnaðarvarnir og þróunarkenninguna komu upp á borðið. Ég vissi að það hefði ekkert upp á sig að viðra mínar skoðanir á þessum málum en það var samt stundum ansi erfitt að þegja og brosa þegar fordómar í garð samkynhneigðra komu fram eða þegar ein af nunnunum fór að tala um kjaftæðið sem kennt væri í sumum nýjum skólum og átti þá við þróunarkenninguna og ýmis önnur vísindi.

Hver var skrýtnasta upplifunin? Ég lenti náttúrulega í rosalega mörgu nýju og undarlegu en það skrítnasta var ábyggilega þegar ég að fara í ferðalag til höfuðborgarinnar með úganskri vinkonu minni og við fengum far hjá einhverjum manni sem nunnurnar þekktu úr village-inu. Við settumst aftur í, tvær saman með 6 mánaða gamla dóttur hennar og fram í sátu tveir menn. Svo keyrði ökumaðurinn út á aðalgötuna og byrjaði að flauta og fleira fólk fór að tínast inn í bílinn. Við enduðum 10 manns auk ungabarns í ca 12 ára gamalli Toyota Corolla og sátu þá fjórir frammí og 7 afturí og keyrðum þannig í tæplega hálftíma. Það var ansi þröngt og eiginlega alveg met að hafa náð að koma öllu þessu fólki inn í bílinn. Svo þegar vinkona mín bað manninn um að skrúfa upp hliðarrúðuna frammí (því það var svo mikið ryk alls staðar) þá sprakk rúðan og glerbrot fóru út um allt og við gátum ekkert gert nema vera vandræðalegar og segja: „sorry“.

Ég með Emilly (6 mánaða) dóttur vinkonu minnar á lóðinni fyrir utan Ssunga Health Centre.

Hver var upplifun þín við komu til landsins? Upplifunin var góð frá upphafi. Ég var sótt á flugvöllinn af stelpu frá samtökunum úti sem var rosalega indæl. Ég hafði búið mig undir allt og ekkert áður en ég lagði af stað svo ég lenti ekki í neinu sjokki, leit frekar bara á allt sem ég sá í upphafi sem upplifun og fannst það frábært!

Hvernig bjóst þú og hvernig var upplifun þín þar? Mitt verkefni var svokallað “stay-in-project” verkefni svo ég var með herbergi á heilsugæslunni sjálfri. Mér fannst það algjörlega frábært. Herbergið mitt var fínt og snyrtilegt, búið að búa um og setja upp mosquito-net þegar ég kom á staðinn og svo hafði ég aðgang að eigin vatnsklósetti og heitu

24

Hvað var minnisstæðast í ferðinni? Flest sem ég gerði á heilsugæslustöðinni sjálfri var rosalega eftirminnilegt. Ég mun til dæmis aldrei gleyma því að hafa verið viðstödd fyrstu fæðinguna mína í Úganda, berfætt í eldgömlum gúmmístígvélum, í gúmmíhönskum og með bleika plastsvuntu með blómamynstri. Ég hef mörg fleiri dæmi í þessum dúr. Ég held samt að fólkið sem ég kynntist sé það eftirminnilegasta við ferðina mína. Ég á marga vini í Úganda, bæði fjörgamlar nunnur og lítil börn og allt þar á milli, sem ég held sambandi við og vonast til að sjá aftur. Þetta fólk er ástæðan fyrir því að ferðin mín var jafnmögnuð og hún var.

Hvernig var að upplifa menningarmismuninn? Eitthvað eitt sem stendur upp úr? Það er mjög stór menningarmunur milli Íslands og Úganda. Það fyrsta sem ég tók eftir var líklega umferðin enda er hún algjörlega rugluð miðað við það sem við eigum að

Úgönsk menning er mjög tengd trú. Ég bjó hjá kaþólskum nunnum og fékk þar af leiðandi marga trúarlega atburði beint í æð. Ég fór til dæmis í fjögurra klukkutíma langa messu sem var öll á Lúganda svo ég skyldi ekki orð, ég föndraði blómakörfur fyrir aðrar trúarlegar athafnir, fór í langar bílferðir þar sem nunnurar voru að biðja alla leiðina og syngja sálma og svo var bænastund á heilsugæslustöðinni á hverjum morgni, þar sem ég meðal annars fór með Faðir vorið á íslensku. Þetta var mjög ólíkt því sem gengur og gerist á Íslandi en ég kunni samt ágætlega við þetta. Mér fannst flest í Úganda tengjast trúarbrögðum og voru m.a. skólarnir, baðstaðir við strendur, bankar og margt fleira allt til fyrir annað hvort kaþólikka, múslima eða mótmælendur. Ég fór til dæmis á kaffihús sem státaði sig af því að hafa “the best christian internet in Masaka”, einhversstaðar annarsstaðar í bænum hefði ég örugglega getað rekist á besta múslimska internetið.

Er það á döfinni hjá þér á næstu árum að gera eitthvað svipað á næstu árum? Hjálpastarf, heimsreisa, flytja erlendis? Mig langar rosalega að fara aftur í svona starf á næstu árum, en þarf að sjá til hvernig það púslast með náminu. Ætla samt einhvern tímann á næstunni aftur til Úganda, bara að heimsækja vini mína þar og kannski ferðast smá til landanna í kring eins og Rwanda og Kenya. Annars efast ég ekki um að einhvern tímann geri ég eitthvað svipað þessu aftur því þessi ferð var ógleymanleg!


Á s t r a l í a

o g

A s í a

1

A s í a

2

Heimsreynslusögur Nafn, aldur, við hvað fæstu? Anna Berglind Jónsdóttir, 22. ára. Búin með tvö ár í Heilbrigðisverkfræði í HR og vinn á sumrin í Alcoa Fjarðaáli í Heilsuteymi þar.

Segðu frá ferðalaginu sem þú fórst í. Við fórum fjórar saman vinkonurnar og lögðum af stað 28. Des 2010 með full dramatískum kveðjustundum hjá sumum. Fyrsta stopp var Sydney í Ástralíu þar sem við eyddum áramótunum. Síðan ferðuðumst við upp austurströnd Ástralíu á húsbíl, komumst þó ekki lengra en til Brisbane vegna flóða og flugum til Cairns. Næsta stopp var Indónesía þar sem við ferðuðumst um Jövu með áhugaverðri þarlendri fjölskyldu sem við kynntumst í gegnum Couch surfing, enduðum svo á viku afslöppun á Balí. Ferðinni var svo heitið á meginlandið þar sem við þræddum Singapúr, Malasíu, Thailand, Laos, Kambódíu, Víetnam og Kína. Við gistum m.a. hjá ríkum Olíuverkfræðing í Kuala Lumpur, fengum besta rétt sem við höfum smakkað í Georgetown, fórum í Full moon partý á Koh Phangan, fórum á slóðir The Beach og Tomb Raider, kúruðum með tígrisdýrum, tubuðum í Vang Vieng þar sem við syntum á næsta bar, lentum í sjóslysi, krúsuðum um sveitir Víetnam á mótorhjóli, klifruðum upp kletta í Kína, heimsóttum félaga okkar Mao og svo margt margt fleira. Allt í allt tók ferðin um 5 mánuði og var tær snilld. Þeir sem vilja vita meira geta kíkt á www.fjoraraflandri.wordpress.com Hvers vegna urðu þessir áfangastaðir fyrir valinu? Við vildum frekar vera lengri tíma á svipuðum slóðum svo að við værum ekki alltaf á hraðferð og fengjum að kynnast stöðunum betur. Ástralía hafði alltaf verið draumur og svo

Nafn, aldur, nám? Birta Dögg, 25 ára, læknisfræði. Segðu frá ferðalaginu sem þú fórst í. Ég fór til Kambódíu, Tælands, Malasíu, Singapore, Indónesíu og Indlands sumarið 2012.

heillaði Suð-Austur Asía okkur mikið. Við skoðuðum mikið á netinu, googluðum hvert land fyrir sig og skoðuðum heilmikið af ferðabloggum og töluðum við fólk sem hafði verið á þessum slóðum. Svo heyrðum við líka af sumum stöðunum meðan við vorum úti og fórum þangað sem hugurinn girndist.

Hver var kveikjan að reisunni? Við vorum búnar að tala um þetta líklega síðan við vorum í 9-10 bekk að fara að ferðast þegar við værum búnar með menntaskóla. Síðan fór systir einnar í heimsreisu og þá vorum við alveg ákveðnar í að svona vildum við gera. Ætluðum fyrst bara þrjár, en síðan þegar við vorum nýbúnar að panta flugið gat ein ekki staðist mátið og skellti sér með á seinustu stundu. Hvað var minnistæðast? Þetta er spurning sem við höfum oft fengið og er alveg ótrúlega erfitt að velja. Suður-Thailands eyjarnar, Koh Phi Phi, Koh Tao, Koh Lanta og Koh Phangan voru hreint og beint æðislegar sem og mótorhjólaferðin um Víetnam. En SuðAustur Asía eins og hún leggur sig var bara frábær. Var ferðalagið dýrt? Gerðirðu kostnaðaráætlun og stóðst hún? Ferðin kostaði okkur um 1,3-1,4 milljón. Sem var u.þ.b. peningurinn sem við höfðum ætlað okkur í ferðina. Gerðum enga þannig lagað kostnaðaráætlun en fylgdumst vel með því hvað við vorum að eyða miklu meðan við vorum úti.

Hefurðu góð ráð handa ferðaþyrstum stúdentum sem hyggja á svipuð mið? Just do it! og Ekki skipuleggja of mikið! Mjög gott að afla sér mikilla upplýsinga um svæðið og vita hvar áhugaverðir staðir eru, en lang best er að vera nokkuð laus. Kannski ertu á frábærum stað og vilt vera lengur eða á drep leiðinlegum stað og vilt helst koma þér þaðan sem fyrst, þá er mjög gott að vera með frekar lausa dagskrá. Þetta gengur samt ekki alls staðar upp, þessa hugsun er mjög auðvelt að komast upp með í Asíunni góðu, ekki svo mikið í Ástralíu. Einnig fannst okkur betra að fara frekar á vel valda staða en að vera á mikilli hraðferð í gegn, þá kynnist maður stöðunum ekki jafn vel. Hvaða ferðalag er næst á dagskrá? Mig dreymir um að fara til Mið- og Suður-Ameríku, vonandi verður það bara sem fyrst, hugsanlega eftir BS-námið.

og Singapore með þremur góðum vinkonum og hélt síðan ein til Indónesíu þar sem ég var í skiptinámi í mánuð á spítala í borginni Yogyakarta. Mamma mín ákvað þá að nýta tækifærið og heimsækja mig og fórum við saman til Balí og í lokin endaði ég á því að koma við á Indlandi þar sem ég fór á ráðstefnu fyrir læknanema.

kostnaðaráætlun en var búin að ákveða að fara í þetta ferðalag fyrir nokkuð löngu síðan og reyndi að leggja fyrir ferðinni jafnóðum. Í upphafi ferðar tiltók ég reyndar upphæð sem ég vildi helst ekki að ferðin mundi fara yfir og það stóðst.

Hver var kveikjan að reisunni?

Eins og með flest allt er erfiðast að koma hugmynd sem maður hefur í kollinum í framkæmd. Ef vilji er fyrir að sjá heiminn er allt hægt. Ákveða stað, setja sér markmið, safna pening og fara!

Ég hugsa að kveikjan að reisunni hafi verið útskriftarferðin og skiptinámið og hin ferðalögin plönuð í kringum það.

Hefurðu góð ráð handa ferðaþyrstum stúdentum sem hyggja á svipuð mið?

Hvað var minnistæðast? Þetta er mjög erfið spurning því í raun var ég í mörgum mismunandi ferðalögum þrátt fyrir að þetta hafi verið ein ferð. Ég fór frá því að vera túristi í lúxusferð með bekkjarsystkinum mínum í að búa með indónesískum læknanema þar sem ég var í herbergi með einni dýnu á gólfinu, holu fyrir klósett og kalt vatn í fötu sem sturtu. Í Indónesíu mætti ég á hverjum degi á almenna skurðdeild og fékk að fylgjast með, gekk um með slæðu á höfðinu innan veggja spítalans og borðaði mat að þeirra hætti á meðan ég spókaði mig um í sundfötum á sundlaugarbakkanum og var í fríi í hinum ferðunum. Hver og ein ferð hafði sinn sjarma og átti þátt í að gera þetta að því ævintýri sem þetta varð! Hvers vegna urðu þessir áfangastaðir fyrir valinu? Útskrifaðist með B.Sc. gráðu í læknisfræði vorið 2012 og fór með bekknum mínum í útskriftarferð til Kambódíu og Tælands. Þar sem ég var þá komin svona langa leið ákvað ég í framhaldinu að lengja ferðalagið. Tók þá stefnu á Malasíu

Hvaða ferðalag er næst á dagskrá? Næsta ferðalag verður um Ísland í sumar. Á milli þess sem ég verð að vinna ætla ég að fara í útilegur og njóta náttúruperlunnar sem Ísland er. Síðan er það bara að ákveða næstu heimsálfu sem mig langar að heimsækja og byrja að safna. Mig hefur lengi dreymt um að koma til Afríku. Ætli það

Var ferðalagið dýrt? Gerðirðu kostnaðaráætlun og stóðst hún? Ég hugsa að stærstu útgjöldin hafi verið flugið. Það er hægt að komast af með mjög lítinn pening í Asíu ef viljinn er fyrir hendi en allt kostar þetta þó. Ég gerði ekki beint ítarlega

25


Heimsreynslusögur, framhald Nafn, aldur, við hvað fæstu? Bergur Gunnarsson. 26 ára skúnkur með B.s. í efnafræði og núverandi skrifstofublók á HB Granda.

Segðu frá ferðalaginu sem þú fórst í. Við vorum þrír ungir menn sem hófu þessa reisu í janúar 2008. Við fórum til Ítalíu, Grikklands, Egyptalands, Ísrael, Thailands, Víetnam, Ástralíu, Argentínu, Perú og að lokum Kúbu. Við byrjuðum á Ítalíu. Það fyrsta sem við gerðum í Róm var að láta svindla á okkur. Vafasamar persónur klæddar eins og skylmingarþrælar nörruðu okkur í myndatöku. Við hugsuðum:,” mikið afskaplega eru þessir búningaklæddu

E v r ó p a ,

Á s t r a l í a

o g

A s í a

3

ógæfumenn vinalegir”. Þetta kostaði að sjálfsögðu dágóðan skilding. Vorum of miklar mýslur til að neita. Við heimsóttum einnig Flórens og mauluðum kolvetni. Þetta var góð byrjun á þessu ferðalagi. Því næst fórum við til Aþenu í Grikklandi. Það var nú meira rassgatið. Hápunkturinn var eiginlega þegar kúlulaga barþjónninn á Hostelinu okkar varaði okkur við HIVsmituðum vændiskonum og hló. Honum var samt alvara. Við ákváðum að staldra stutt við í Grikklandi enda var Athena furðulega ógeðsleg. Eftir vonbrigðin í Athenu flugum við yfir Miðjarðarhafið og til Egyptalands. Umferðin í Egyptalandi var gjörsamlega sturluð. Við áttuðum okkur fljótt á því að best var að elta gamlar konur þegar komast þurfti yfir stórar umferðargötur. Þær virtust vera súkkulaði í umferðinni ásamt því að vera gjörsamlega sama um eigin tilveru. Ákveðið kombó. Í Egyptalandi skoðuðum við alla þessa helstu túristastaði ásamt því að gera dauðaleit að áfengi. Eina sem fannst var Heineken öl sem bragðaðist eins og gamall köttur. Því næst tókum við rútu til Ísrael. Þetta var erfitt 10 tíma ferðalag í eldgamalli rútu. Það var þó Gyðingur sem setti sinn svip á þessa rútuferð. Þar sem sætapláss var takmarkað lá hann á gólfinu í rafmagnslausri rútunni. Hann notaði kveikjara

til þess að hjálpa sér við lestur Gamla Testamentisins meðan hann maulaði hnetur af áfergju. Ísrael var áhugavert. Heimsóttum bæði Jerúsalem og Tel Aviv sem voru eins og svart og hvítt þó að það sé einungis 60 km á milli þessara borga. Næst fórum við til SuðausturAsíu. Heimsóttum fyrst höfuðborg Thailands, Bangkok. Eins og gefur að skilja var ekki þverfótað fyrir dónaköllum í Bangkok. Borgin var subbuleg og sást bersýnilega að vestrænir straumar voru búnir að breyta þessari borg í e-s konar Gómorru. Kvendrengir (e. Lady boys) eltu mann af börum bjóðandi sína vinalegu þjónustu. Einnig var okkur boðið á Spicy Disco. Sem var kryddað í meira lagi. Jú ,við fórum enda ævintýragjarnir ungir menn. Fjörið kárnaði þó fljótt þegar við áttuðum okkur á því að við höfðum verið partur af feiknarstórum kynlífsréttum. Þarna var búið að smala saman gríðarlegu magni af Vestulandabúum ásamt helstu vændiskonum Bangkok í risastóran partýbílskúr. Við komum okkur út og mýsluðumst heim. Eftir þetta kryddaða ævintýri skottuðumst við yfir á eyjuna Koh Phangan þar sem hið rómaða Full Moon Party er haldið. Svona í stuttu máli þá er þetta veisla þar sem ungir ferðamenn mest megnis frá Vestur-Evrópu verða sjálfum sér og öðrum til skammar á strönd. En jújú, alveg gaman. Þessi heimsókn endaði þó ekki vel þar sem einn af okkur félögum nældi sér í átta mismunandi gerðir af sníkjudýrum sem gerðu öll árás á meltingarkerfið. Hann þurfti að dúsa í rúmlega viku á spítala. Frá Thailandi flugum við til Víetnam. Við heimsóttum bæði Hanoi og Ho Chi Minh. Skoðuðum Halong flóa og margt annað gotterí.Það besta við Víetnam að það héldu allir heimamenn að ég væri sjálfur David Beckham. Mjög skiljanlegt. Við heimsóttum lítinn smábæ í sveitinni þar sem um 500 klæðskerabúðir voru opnar. Þar urðum við smart. Maður sá strax að túristaiðnaðurinn var styttra á veg kominn en í Thailandi. Heimamenn voru vinalegir og notaleg stemming var á öllum þeim stöðum sem við heimsóttum. Þar fékk ég líka að skjóta úr AK-47 byssu. Það var skemmtilegt en skringilega óþægilegt. Ég svo mjúkur maður. Eftir ferðalagið um Víetnam ákvað einn okkar að halda heim. Sníkjudýrin höfðu unnið. Eftir ævintýrin í Suðaustur-Asíu flugum við suður til Ástralíu. Hittum þar félaga okkar sem höfðu búið sér til hreiður í surfbænum Surfers Paradise. Það var notalegt að vera í íbúð í nokkrar vikur og njóta lífsins í sólinni. Við leigðum okkur bifreið og keyrðum aðeins um álfuna. Það var krefjandi að aðlaga sig að vinstri umferð. Hringtorgin voru sérstaklega erfið þar sem hvert kvíðakastið fylgdi öðru.

Því næst flugum við til Suður-Ameríku. Við byrjuðum á því að heimsækja Buenos Aires í Argentínu. Sú vika einkenndist af kjötsvita og flugþreytu enda var 18 tíma flugferðin frá Ástralíu ekkert spaug. Fórum á knattspyrnuleiki hjá Boca Juniors og River Plate. Fyrir leikinn hjá Boca Juniors keyrðum við á völlinn ásamt öðrum túristum í brynvarðri brynvarinni rútu. Á leiknum dundu yfir okkur nestispokar fullir af mannaþvagi frá aðkomustuðningsmönnum. Til mikillar lukku sluppum við óskaddaðir. Eftir Buenos Aires flugum við til Perú. Þar heimsóttum við hið margrómaða Inkaþorp Machu Picchu. Einnig komust við félagarnir í perúska ríkissjónvarpið þar sem skræk spænsk skellibjalla tók við okkur viðtal á bjagaðri ensku. Gefandi reynsla. Síðasti áfangastaður okkar var Kúba. Í sannleika sagt vorum við orðnir ansi þreyttir á ferðalögum og á hvorum öðrum. Við eyddum þessari síðustu viku á sólbekk súpandi Cuba Libre. Þetta síðasta stopp er í ákveðinni áfengisþoku en ég geri fastlega ráð fyrir að þetta hafi verið notalegt. Að lokum eftir 4 mánuði flugum við heim. Brúnir ,með bjórvömb og reynslunni ríkari. Krakkar, passið ykkur á ógæfumönnum klæddum sem skylmingarþrælar. Þessi ferð var hins vegar algert nammi og ég mæli með þessu fyrir alla sem eru að klára menntaskóla eða háskóla og vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera við líf sitt. Hvers vegna urðu þessir áfangastaðir fyrir valinu? Við versluðum okkur flugmiðabúnt sem e-r 6-7 flugfélög voru að bjóða uppá í sameiningu. Völdum þau lönd sem voru í boði í þessum pakka sem vöktu áhuga okkar. Hver var kveikjan að reisunni? Ástæðan var einfaldlega sú að að við gátum ekki hugsað okkur að skúnkast beint í háskóla eftir krefjandi stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og ákváðum því að gera gaman. Hvað var minnistæðast? Það er í rauninni ekkert eitt sem stendur uppúr. Þetta var ótrúlega gaman að koma á alla þessa mismunandi staði og drekka öl í sólinni í 4 mánuði. Ef ég ætti að velja eitt land. Þá myndi ég segja Víetnam. Var ferðalagið dýrt? Gerðirðu kostnaðaráætlun og stóðst hún? Við unnum í um það bil 8 mánuði og söfnuðum. Fórum út með sirka milljón. Þetta slapp nokkurn veginn. En auðvitað er hægt að gera þetta ódýrara. Við gerðum vel við okkur þegar sú löngun var til staðar. Hefurðu góð ráð handa ferðaþyrstum stúdentum sem hyggja á svipuð mið? Kannski bara helst að halda ró sinni og njóta augnabliksins. Þú munt halda í þessar minningar allt þitt líf. Ég mæli með þessu fyrir alla. Þetta er vissulega krefjandi að vera stöðugt á ferðinni en gjörsamlega þess virði. Hvaða ferðalag er næst á dagskrá? Ég hygg á mastersnám í bruggun og eimun í Edinborg næsta haust. Það verður eflaust glimrandi.

26


texti?? myndir Natsh

u g ö s n i g i e a n í þ Þú skrifar kilroy.is

27


Heimsreynslusögur, framhald

ý m s a r

f e r ð i r

4

Nafn, aldur, við hvað fæstu?

Grímur Jón Sigurðsson 28 ára. Starfa sem kvikmyndtökumaður/Nemi í Fræði og framkvæmd við leiklistarbraut listaháskólans. Segðu frá ferðalaginu sem þú fórst í.

Ég hef aldrei farið í eiginlega heimsreisu sem stendur yfir í fleiri mánuði. Ég hef hinsvegar gert þeimum meira af því taka styttri ferðir þá kanski frá svona 2-3 mánaða langar. Til að mynda ferð um Bandaríkin, Suður -Ameríku, Asíu, Rússland og marg oft um Evrópu auk þess að hafa búið líka í útlöndum. Almennt séð hef ég gaman að því að ferðast, það sem liggur helst að baki er líklegast forvitini og Íslandsleiði sem yfirtekur mig á svona 6 mánaða fresti. Þá er um að gera að fara einhvert til útlanda til þess að losna við slíkan leiða. Þegar ég kem síðan aftur heim þá kann ég rosa vel að meta Ísland næstu mánuðina eða þar til ég er kominn í hring og fer að leiðast aftur. Fólk almennt er sennilega mitt stærsta áhugamál. Mig langar að kynnast sem flestu og flestum. Það er sennilega mitt helsta markmið með ferðalögum að upplifa eitthvað sem ég upplifi síður eða ekki á Íslandi. Mér finnst ferðalög margra Íslendinga snúast að miklu leyti um heimkomuna en ekki þessa upplifun. Fólk

Eurotour 2013 University of St. Gallen í Sviss, sem jafnframt er talinn einn fremsti háskólinn á sviði félagsvísinda í Evrópu, stendur fyrir skiptinemaverkefni sem kallast Eurotour. Markmið verkefnisins er að auka skilning á milli ólíkra menningarheima og styrkja tengsl Evrópuríkja. Árlega velur skólinn eitt land til að heimsækja. Í ár varð Ísland fyrir valinu og leitaði svissneski skólinn til Háskóla Íslands um aðstoð við skipulagningu verkefnisins. Orator, félag laganema, viðskiptafræðinema og

28

Mágus, Politica,

félag félag

vill vera brúnt þegar það kemur heim, kaupa sér eitthvað til þess að sýna við heimkomuna, kaupa sér nammi í fríhöfninni og síðast en ekki síst skrifa endalausa facebook statusa á meðan á ferðinni stendur svo að allir heima viti nú hvað maður sé að upplifa mikið í útlöndum. Ég hef eflaust oft dottið inn í þennan hugsunarhátt líka en ég reyni þó sem mest að forðast slíkt. Ég held að það geti komið verulega niður á upplifuninni að vera ætíð með hugann heima þegar maður ferðast. Val á áfangastað er oftast frekar handahófskennt. Ég fer bara einhvert sem ég held að geti verið áhugavert og skemmtilegt að fara. Að fara til útlanda er oftast skyndiákvörðun. Ég kaupi mér t.d. sjaldnast flugmiða með meira en nokkurra daga fyrirvara. Minnist þess í rauninni ekki að hafa keypt mér flugmiða með meira en viku fyrirvara á ævinni. Það geturu auðvitað komið í hausinn á manni. Ég og félagi minn flugum til Argentínu í júlímánuði. Pökkuðum bara niður sumardóti því við vorum nú að fara til

hafði meðferðis var Adidas peisa. Ég gleymi því aldrei þegar ég svaf varla fyrir kulda heila nótt á einhverju óupphituðu gistiheimili. Um morguninn skoðaði ég mbl.is og þá var fyrirsögnin „Heitasti dagur sem mælst hefur í Reykjavík“. Gerirðu kostnaðaráætlanir sem standast?

Ég hef aldrei gert kostnaðaráætlun fyrir ferðalag. Hvað er minnistæðast úr ferðalögunum?

Það er svo margt sem er mér eftirminnilegt að það er erfitt að velja. Ég var stunginn og rændur einu sinni það er eftirminnilegt. Hefurðu góð ráð handa ferðaþyrstum stúdentum?

Mín ráð til ferðaþyrstra stúdenta eru aðallega þau að forðast túrisma og ferðamannastaði. Reynið að hitta það fólk sem byggir staðina sem þið heimsækið og forðist glansmyndina sem sett er á svið fyrir ferðamenn. Hversu mikið kynnist maður landi og þjóð í Bláa lóninu? Hvaða ferðalag er næst á dagskrá?

Suður-Ameríku þar sem við töldum að væri alltaf rosa heitt. Síðan þegar ég lennti í Argentínu var hitastigið við frostmark enda hávetur þar. Heitasta flíkin sem ég

Á morgun flýg ég til Parísar og fer svo í framhaldinu til Barcelona. Barcelona er sennilega ein af mínum uppáhaldsborgum. Ég gaf mér það loforð fyrir 10 árum að fara þangað á hverju ári. Það hefur ekki alveg staðist en ég er núna að fara í 8. skiptið. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af París, en þar sem ég fékk bara flug með millilendingu í París ákvað ég að stoppa þar í nokkra daga.

Höfundur: Stefán Birgisson stjórnmálafræðinema ákváðu að vinna þetta verkefni saman og völdu þau nemendur innan félaganna til að skipuleggja heimsókn nemendanna úr Háskólanum í St. Gallen til Íslands. Verkefnið stóð í tvær vikur og hófst það þann 28. mars þegar við, 15 nemendur úr Háskóla Íslands, lögðu af stað í leiðangur til Sviss. Við flugum af stað snemma að morgni til og lentum á flugvellinum í Munchen í Þýskalandi þar sem svissneska skipulagsnefndin beið með rútu tilbúna til að keyra okkur til St. Gallen. Eftir langa rútuferð sem spannaði tvenn landamæri komum við loksins til St. Gallen þar sem hóparnir hittust í fyrsta skipti og fórum við öll saman út að borða og fengum okkur drykki saman. Svissneska skipulagsnefndin stóð sig með sóma og

er óhætt að segja að dagskráin fyrir vikuna í Sviss hafi verið einkar þéttskipuð, enda var formaður skipulagsnefndar hvorki meira né minna en yfirmaður í svissneska hernum. Morguninn eftir lögðum við snemma af stað til Säntis, sem er hæsta fjallið í norð-austur hluta Sviss, og fórum við upp á topp með kláf. Það var mjög hvasst á toppnum, og að miklu leyti skýjað, en samt sem áður var útsýnið stórfenglegt og létum við vindinn ekki hafa of mikil áhrif á okkur enda rok og snjókoma eitthvað sem við Íslendingarnir höfðum nú upplifað áður. Uppi á toppi Säntis fengum við hádegismat og fór svo dágóður tími í myndatökur. Þegar við komum aftur til St. Gallen var eldaður kvöldmatur sem við svo borðuðum saman í


samkomusal eins bræðralagsins í St. Gallen þar sem við fengum fyrirlestur um svissnesk stjórnmál sem eru langt frá því að vera jafn einföld og við eigum að venjast. Laugardaginn 30. mars fórum við til Zurich og þar höfðum við nokkra klukkutíma af frítíma sem ýmist voru fóru í skoðunarferðir eða heimsóknir í H&M. En Svisslendingarnir höfðu á orði að orðaforði íslendinganna innihéldi aðallega þrjú orð, H&M, McDonalds og Skál. Skömmu eftir hádegi hittumst við aftur og tókum saman rútu upp í Alpana þar sem búið var að panta stærðarinnar skála. Þar fengum við ostafondú og hvítvín og tók svo við heljarinnar partý. Á mánudeginum skoðuðm við svissneska ráðhúsið sem var stór og myndarleg bygging og fengum við þingmann til að sýna okkur húsið og fræða okkur enn frekar um svissnesk stjórnmál. Þar næst fórum við og heimsóttum höfuðstöðvar FIFA í Zurich og fengum við að skoða þær ásamt því að fá fyrirlestur um starfsemi samtakanna. Eftir heimsóknina keyrðum við aftur til St. Gallen í smá afslöppun. Síðasta daginn okkar í Sviss fórum við og skoðuðum háskólann í St. Gallen. Skólinn var stofnaður árið 1898 en núverandi húsnæði skólans var byggt á sjöunda áratugnum. Ýmis listaverk má finna innan veggja skólans, þar á meðal skúlptúr eftir Alberto Giacometti sem metinn er á tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Eftir skoðunarferðina um skólann hittum við Carl Baudenbacher, forseta EFTA dómstólsins sem hélt fyrir okkur einkafyrirlestur um starfsemi EFTA. Að þeim fyrirlestri loknum kíktum við á stúdentabar skólans (btw. er Stúdentakjallarinn miklu flottari) og héldum svo heim að pakka. Við áttum flug heim eldsnemma um morguninn frá flugvellinum í Munchen og tóku því flestir því rólega seinasta kvöldið, þrátt fyrir að hörðustu djammararnir hafi nú ekki látið eitt lítið morgunflug slá sig út af laginu en af 15 Íslendingum skiluðu aðeins 14 sér til baka með fluginu. Ferðin var frábær í alla staði en þrátt fyrir að svefn hafi verið af skornum skammti þá náðum við að sjá svo gott sem allt Sviss á sjö dögum og njóta alls hins besta sem landið hefur upp á að bjóða. Þá var komið að íslenska hlutanum en eftir tvo daga af hvíld, ritgerðarskilum og tilheyrandi prófkvíða brunuðum við upp á Leifsstöð og sóttum svissnesku vini okkar. Við höfðum kannað hvaða hluti þeir væru spenntastir fyrir að sjá á Íslandi og voru bláa lónið, gullni hringurinn og svo að sjálfsöðu norðurljósin það sem helst heillaði. Ferðinni var því að sjálfsögðu heitið beint í bláa lónið af flugvellinum en Svisslendingarnir

voru afar heillaðir af bílferðinni í gegnum hraunið og voru frasar á borð við ,,I feel like I´m on the moon” tíðir á leiðinni. Þeir urðu svo ekkert minna heillaðir af lóninu þar sem bjór, kísill og myndatökur voru þemað. Síðan var haldið í nokkra drykki á English um kvöldið en staðurinn samanstóð af 20 svisslendingum, 10 íslendingum og einum hressum trúbador enda um sunnudagskvöld að ræða. Næstu dagar fóru svo í að skoða það helsta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða, Perlan, Harpan, Björgunarsveitin, og The Cinema voru heimsótt ásamt Laugardalslauginni þar sem Svisslendingarnir gátu hneykslast á strípihneygð Íslendinga. Farið var í göngutúr með leiðsögumanni um borgina sem endaði svo í Seðlabankanum, því kommon hvað elska Svisslendingar meira en banka. Eftir allar þessar skoðanaferðir vorum við svo dugleg að smakka og styrkja íslenska framleiðslu (lesist bjór og ópalskot) og CCP voru svo indælir að bjóða okkur í vísindaferð þar sem boðið var upp á veglegar veitingar og heimur EVE online opnaður fyrir okkur. Eftir þessa heimsókn voru Svisslendingarnir staðráðnir í að koma vísindaferðum að sem föstum lið í sínum eigin háskóla og næstum allur hópurinn ætlar að byrja að spila EVE, samt mestmegnis til þess að geta mætt á fanfestið. Við kíktum svo á stúdentakjallarann, sem Svisslendingunum fannst auðvitað mjög flottur og dáðust sérstaklega mikið af gróðurveggnum. Þar var haldið pubquiz með áherslu á Ísland og Sviss, en það var frekar vandræðalegt fyrir okkur þegar að við komumst að því að liðið sem var í 3. sæti var alls ekki hluti af Eurotour (kennum ofmarineruðum heilasellum um). Á fimmtudeginum var svo komið að hápunkti ferðarinnar en þá var haldið í roadtrip út á land. Í einni rútu, sem einn úr okkar röðum keyrði og nokkrum bílum héldum við svo út á land þar sem takmarkið var að strauja hluta af suður- og austurlandinu. Við skoðuðum helstu náttúruperlur Íslands, Seljalandsfoss, Skógarfoss, Sólheimajökul, Dyrhólaey og fleira þar sem japanska túristasyndromið fékk að njóta sín í botn og næstum öll minniskort voru fyllt. Síðan var förinni heitið í Minniborgir þar sem íslenskt bústaðardjamm var tekið á næsta level og meira segja hin alræmdu norðurljós létu sig ekki vanta í partýið, Svisslendingunum til mikillar gleði. Eftir langa nótt var svo komið að öðrum degi þar sem náttúruperlurnar voru teknar með trompi en m.a. var gullni hringurinn tekinn og Þingvellir grandskoðaðir, oft Íslendingunum til meiri ánægju en Svisslendingunum þar sem margir

úr okkar hópi höfðu ekki komið á þessa staði síðan á barnsaldri og sögu- og frásagnargleði annarra fékk að skína. Um kvöldið var svo farið á veitingarstaðinn Höfnina þar sem boðið var upp á dýrindis fiskrétt og í kjölfarið haldið út á lífið en nú var komið föstudagskvöld og við því loksins ekki eina fólkið á börum bæjarins. Síðasti dagurinn fyrir brottför var svo frjáls dagur og nýttu Svisslendingarnir hann til þess að fara á hestbak, snorkla í Silfru, hvalaskoðun og aðra hluti sem túristar gera á Íslandi. Svisslendingarnir tóku svo flugið heim í misgóðu ástandi en náðu þrátt fyrir það betri árangri

en Íslendingarnir og komu öllum sínum liðsmönnum heim. Ferðin sem samanstóð af menningu, marineringu og nýrri vináttu var mjög vel heppnuð og erum við öll sammála um að þrátt fyrir dúndrandi prófkvíða og óhóflega mörg sjúkrapróf hafi þetta allt verið þess virði. Lengi lifi Eurotour!

Sérstakar þakkir fá: Félagsstofnun stúdenta Cinema CCP Höfnin Seðlabankinn Björgunarsveitirnar Faktorý

29


Björn Þorsteinsson, sérfræðingur

Snorri Rafn Hallsson, formaður Soffíu

Spurningakeppni Stúdentablaðsins heldur áfram að bera bráðgáfaða háskólastarfsmenn saman við bráðgáfaða nemendur. Í þessu tölublaði eru keppendurnir óvenju vel lesnir og koma úr sagnfræði- og heimspekideild. Það eru Snorri Rafn Hallsson, formaður Soffíu, félags heimspekinema og Björn Þorsteinsson, sérfræðingur við Heimspekistofnun.

1. Liturinn dregur nafn sitt af ávextinum (RÉTT) 2. Geir H. Haarde (RANGT) 3. Raufarhöfn (RANGT) 4. Laukur (RANGT) 5. Noel Gallagher (RANGT) 6. Kræklingur (RÉTT) 7. Þoka (RÉTT) 8. 6 mánaða? (RÉTT) 9. Kate Middleton (RÉTT) 10. Danmarks Radio (RÉTT) 11. Hlutafé? (RÉTT) 12. Kikkelanekoff (RÉTT) 13. Bæði? (RANGT) 14. Tvær og þar af bara eina góða (RANGT) 15. David James (RANGT) 16. Kvenkyns (RÉTT) 17. Kíví, og við ættum að gera meira af því. (RÉTT) 18. Ljón, gíraffi, sebrahestur og flóðhestur (RÉTT) 19. Skák, en það er varla íþrótt, mesta lagi hugarleikfimi. (RÉTT)

Rétt svör: 30

6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19.

Hvort dregur liturinn appelsínugulur nafn sitt af ávextinum, eða appelsína af appelsínugulum? Hver var formaður Framsóknarflokksins á undan Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni? Í hvaða borg er Karl Marx grafinn? Hvaða grænmeti forðast vampírur? Hvaða tónskáld samdi tónverkið Svo mælti Zaraþústra sem var innblásið af samnefndu ritverki Friedrich Nietzsche? Hver er algengasta tegund þess flokks dýra sem nefnist samlokur og lifir við Íslandsstrendur? Hvað nefnist veðurfyrirbærið þegar skyggni er innan við einn kílómetra en þó engin úrkoma? Hvað eru ungbörn yfirleitt gömul þegar þau fá mjólkurtennur? Hver var valin best klædda ólétta kona heims af tímaritinu Vanity Fair nú á dögunum? Fyrir hvað stendur skammstöfun danska ríkisfjölmiðilsins DR? Hvað heitir það fyrirbæri sem er samtala nafnvirðis allra útgefinna hlutabréfa í hlutafélagi? Hvaða lína kemur á eftir úllen dúllen doff í hinni þekktu upptalningarromsu? Hvort er íslenska mannanafnið Jes ætlað konum eða körlum? Hvað hefur hin umdeilda unglingastjarna Justin Bieber gefið út margar breiðskífur? Hver verður þjálfari knattspyrnuliðs ÍBV á komandi leiktímabili? Af hvaða kyni er golsótt gimbur? Hvaða ávöxtur er stundum nefndur loðber? Hvaða fjögur hitabeltisdýr strönduðu á Madagaskar í samnefndri Disney-mynd? Í hvaða íþrótt er hægt að beita fyrir sig klassískri sikileyjarvörn?

12 rétt

Björn Þorsteinsson

Snorri Rafn Hallsson

Höfundur: Þorkell Einarsson // Ljósmyndir: Natsha Nandabhiwat

Spurningar:

Ertu skarpari en háskólanemi?

1. 2. 3. 4. 5.

1. Hið fyrrnefnda (RÉTT) 2. Jón Sigurðsson (RANGT) 3. Í London (RÉTT) 4. Spergilkál (brokkólí) (RANGT) 5. Richard Strauss (RÉTT) 6. Marglytta (RANGT) 7. Þoka (RÉTT) 8. 6 mánaða (RÉTT) 9. Hvernig ætti ég að vita það? (RANGT) 10. Danmarks Radio (RÉTT) 11. Hlutafé (RÉTT) 12. Kikkilaníkoff (RÉTT) 13. Körlum (RÉTT) 14. Tvær (RANGT) 15. Hermann Hreiðarsson (RÉTT) 16. Kvenkyns (RÉTT) 17. Kiwi (RÉTT) 18. Fjórmenningaklíkan svonefnda (RANGT) 19. Skák (RÉTT)

13 rétt

1. Appelsínugulur dregur nafn sitt af appelsínum / 2. Valgerður Sverrisdóttir / 3. Í London / 4. Hvítlaukur / 5. Richard Strauss / 6. Kræklingur / 7. Þoka / 8. 5-8 mánaða gömul / 9. Kate Middleton / 10. Danmarks Radio / 11. Hlutafé / 12. Kikke lane koff / 13. Körlum / 14. Þrjár / 15. Hermann Hreiðarsson / 16. Kvenkyns / 17. Kíví / 18. Gíraffi, ljón, flóðhestur og sebrahestur / 19. Skák


// DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK. VILT ÞÚ... // ná fram því besta í þínu fari? // vera jákvæðari? // eiga auðveldara með að segja NEI? // hafa meiri metnaði í námi og vinnu? // vera skipulagðari? // eiga auðveldara með að opna samræður og kynnast fólki? // draga úr sjálfsgagnrýni og ótta? // geta tjáð þig fyrir framan hóp af fólki án þess að roðna og svitna?

// KYNNINGARFUNDUR Fimmtudaginn 18. apríl. Fyrir 13 - 15 ára, kl.19:00 Fyrir 16 - 25 ára, kl. 20:00 Ármúli 11, 3. hæð. Námskeiðin eru í fjórar vikur, tvisvar í viku. // NÁMSKEIÐ FYRIR 13 - 15 ÁRA Námskeið hefst 21. maí. Þriðjudagar og fimmtudagar, kl.17 - 21 // NÁMSKEIÐ FYRIR 16 - 20 ÁRA Námskeið hefst 22. maí. Mánudagar og miðvikudagar, kl.17 - 21 // NÁMSKEIÐ FYRIR 21 - 25 ÁRA Námskeið hefst 21. maí. Þriðjudagar og fimmtudagar, kl.18 - 22

Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina. WWW.NAESTAKYNSLOD.IS

31


Stúdentakjallarinn verður galopinn í allt sumar. Tilvalið að skreppa í einn ódýran eftir vinnu eða ilmandi brönsj um helgar, auk þess sem matseðill Kjallarans stendur alltaf fyrir sínu, stútfullur af kræsingum á gjafverði. Nýir réttir verða kynntir til sögunnar með hækkandi sól auk þess sem boðið verður upp á sumarlega kokteila fyrir sólbrunna stúdenta. Í sumar verða tónleikar og viðburðir á hverju strái. Sumardagskráin verður birt á www.studentakjallarinn.is og feisbúkksíðu staðarins www.facebook.com/studentakjallarinn. Þeir sem hafa áhuga á að spila eða koma fram eða hafa hugmyndir um skemmtilega viðburði sem eiga heima á fjölum kjallarans mega gjarnan senda línu á dagskrárstjóra Stúdentakjallarans, Heimi Hannesson: heimir@fs.is

32


STÓRI DAGURINN HJÁLPAR ÞÉR VIÐ NÁMIÐ

Vissir þú að Happdrætti Háskóla Íslands styður umtalsvert við starfsemi háskólans á hverju ári? Sá stuðningur er notaður í byggingarframkvæmdir á háskólasvæðinu og tækjakaup fyrir námsbrautir skólans. Með því að taka þátt í Stóra deginum hjálpar þú til við að gera námið þitt auðveldara, betra og skemmtilegra.

1 RISADAGUR – 3 RISALEIKIR

PIPAR\TBWA • SÍA • 130145

Um 3.000 vinningar

A

10

1

AÐALÚTDRÁTTUR

MILLJÓNAVELTAN

MILLJÓN Á MANN

70.000.000

10.000.000

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 563 83OO eða hjá næsta umboðsmanni.

5 x 1.000.000

Vænlegast til vinnings

33


Stúdentagarðar sumarsins Höfundur: Ásdís Arna Björnsdóttir

- þar sem lífið er yndislegt

Stúdentum finnst fátt betra en að fá loksins tækifæri til að líta upp úr bókunum, skríða út af lesstofunum og fagna próflokum. Þeir eru einnig mikið fyrir það að sýna sig og sjá aðra, koma saman hlæja og hafa gaman. Á sumrin eru almenningsgarðar einmitt staðurinn til þess, því verða Austurvöllur, Hljómskálagarðurinn, Klambratún

og aðrir almenningsgarðar Stúdentagarðar sumarsins. Stúdentablaðið tók saman nokkrar skemmtilegar uppskriftir fyrir pikknikkferðir sumarsins og vonar að þið njótið sumarsins til þess ýtrasta.

Staðalbúnaður pikknikkarans

Heimatilbúið actionary – Ef fólk vill gera sér mjög glaðan dag er gott að geta gripið í einfaldan en skemmtilegan leik.

Teppi – Algjörlega nauðsynlegt. Upptakari – Þið vitið til hvers.

Plastpoki – Mjög mikilvægt er að taka allt rusl með sér í lok pikknikksins. Blautþurrkur – Fyrir þá sem eru pempíur.

Sólgleraugu – Bæði upp á kúlið og alla sólina sem við fáum í sumar.

Svalandi límonaði 2 ½ dl sykur 2 l vatn 5 stk sítrónur Fullt af klökum Aðferð: Hitið sykurinn og 1 dl af vatni saman í potti við miðlungs hita. Látið blönduna sjóða og sykurinn alveg leysast upp. Kreystið safan úr sítrónunum og blandið honum saman við sykurblönduna. Ágætt er að láta safann renna í gegnum sigti þegar honum er blandað saman við til að sigta sítrónusteina frá. Því næst er blöndunni blandað saman við 2 l af ísköldu klakavatni. Fyrir partýþyrsta stúdenta gæti verið gaman að gera drykkinn enn skemmtilegri og bæta Vodka við blönduna.

34


Partýdýfa frumlega stúdentsins

Californiu kúreka samloka

Búgarðsdressing

200 g rjómaostur 1 krukka salsasósa Mexíkóostur frá MS Vínber Kál Gúrka Rauðlaukur Paprika Rifinn Mozzarella ostur

Samlokubrauð að eigin vali Kjúklingabringa Beikon Avacado Tómatur Salatblöð/kál Búgarðsdressing

1 væn msk majones 1 dl AB-mólk Steinselja eftir smekk Hvítlaukur eftir smekk Graslaukur eftir smekk Sítrónusafi Salt og pipar Aðferð: Hrærið saman majones og AB-mjólk. Saxið steinselju, hvítlauk og graslauk smátt og hrærið út í blönduna. Bætið ca. tveimur teskeiðum af sítrónusafa út í og dassi af salti og pipar. Hrærið og þá er dressingin tilbúin.

Aðferð: Blandið saman rjómaostinum og salsasósunni og setjið í fallegt fat. Skerið grænmitð og Mexíkóostinn smátt niður og dreifið yfir salsablönduna. Að lokum er Mozzarella ostinum dreift yfir og partýdýfan borin fram með nachosflögum. Mörgum finnst ómissandi að hafa ískaldan bjór með réttum sem þessum og skemmir það eflaust ekki fyrir.

Aðferð: Byrjið á því að skera avacadoið og tómatinn niður í sneiðar. Skerið kjúklingabringuna í sneiðar og steikið sneiðarnar á pönnu. Gott er að setja smá pipar á kjúklinginn. Steikið beikonið á pönnu þar til það verður aðeins crispy. Ristið fjórar brauðsneiðar og smyrjið þær svo með Búgarðsdressingunni. Raðið salatblöðunum, avacadoinu, tómatnum, kjúklingnum og beikoninu girnilega á brauðsneiðarnar.

Opnari og auðveldara að kynnast fólki Nafn, aldur, við hvað fæstu?

Ég heiti Hanna Rún Ingibergsdóttir og er tvítug og er nemandi á fyrsta ári í hestafræðideild við Háskólann á Hólum.

Hvað varð til þess að þú fórst á námskeið hjá Dale Carnegie? Ég hafði verið alla mína menntagöngu mjög óörugg og stressuð fyrir því að halda fyrirlestra og ræður og vildi bæta það sérstaklega og einnig að verða opnari og eiga auðveldara með að kynnast nýju fólki.

Hvaða hugmyndir hafðirðu um Dale Carnegie fyrirfram, ef einhverjar? Þekktirðu einhvern sem hafði reynslu af námskeiðunum? Pabbi minn hafði farið á Dale Carnige námskeið og hafði einnig verið aðstoðarþjálfari við Dale Carnige námskeið og hvatti mig til að fara á námskeið líka.

Segðu okkur í stuttu máli frá námskeiðinu – hvernig það fór fram og hvernig þín upplifun af því var? Ég fór á 10 tíma námskeið fyrir 16-20 ára og mér finnst námskeiðið mjög fjölbreytt og skemmtiegt en mjög krefjandi.

Hefur það nýst þér í daglegu lífi, ef svo er, þá hvernig? Mér finnst auðveldara að kynnast nýju fólki og koma fram, til dæmis með fyrirlestra í tengslum við skólann.

og kynnast nýju fólki. En mín skoðun er sú að ef það er eitthvað í lífinu sem fólk ætti að rækta og vera gott í eru mannleg samskipti því við erum alltaf að umgangast fólk.

Myndirðu mæla með námskeiði af þessum toga, og ef svo er við hverja finnst þér námskeiðið helst eiga erindi? Mér finnst það eiga vel við alla en sérstaklega þá sem finnst erfitt að standa fyrir framan áhorfendur

35


Uppskriftir

Höfundur: Herdís Helgadóttir

Gyros

Grænmetisgratín

Pestófiskur Haustið 2008 fór ég til Rhodos. Hljómar kannski undarlega en er Einföld, fljóteg, ódýr og góð súpa sem – eða kjúklingur Þar kynntist eg grískri matargerð og varð ástfangin. Þessi réttur er í uppáhaldi, þótt ég hafi nú sennilega íslenskað hann eitthvað í gegnum árin.

alveg merkilega gott! Vítamín fyrir hentar sérlega vel til að taka til í ísskápnum. allan peninginn og maður má sko borða yfir sig með góðri samvisku. Það sem þarf er: 1,5 l. mjólk&vatn Það sem þarf er: Smá smjör. 1 lítil sæt kartafla (3-400 g.) Smá hveiti. Tæplega 1 box af sveppum 2 grænmetisteningar 1 krukka af fetaosti 1 lítill rjómaostur með kryddblöndu 1/2 hvítlaukur 2-3 kjúklingabringur (eftir stærð) 1/2 - 1 blaðlaukur Ferskt grænmeti (bara það sem er til í 3 tómatar ísskápnum, t.d. sveppir og kál) 3 egg 300-500 g. frosið grænmeti (t.d. frá 2/3 dós af grískri jógúrt Euroshopper) Krydd Krydd, svartur pipar, laukduft, Ostur hvítlauksduft, kjúklingakrydd og Season all á kjúklinginn. Byrjið á að flysja kartöflurnar, skera Fleira sem til er í skápunum, t.d. pasta/ í sneiðar og baka í ofni (ca. 180°) í núðlur, rjómi eða bara það sem manni um hálftíma. Á meðan kartöflurnar dettur í hug! bakast er laukur og hvítlaukur steiktur á pönnu, sveppirnir skornir niður Skerið kjúkling í litla bita, kryddið, steikið á og þeim bætt á pönnuna. Svo er pönnu og geymið. Bræðið smjörið í potti, fetaostinum skellt á pönnuna, nema þegar það er bráðnað er hveitinu bætt við ekki allri olíunni úr krukkunni. Látið og þetta er hrært saman þangað til það er malla þangað til þetta er orðið að orðið að hálfgerðum leir. Þá er vatni (ca 5 fínni klessu. dl) bætt í pottinn og hrært þangað til allir Grískri jógúrt, eggjum og kryddi kekkir eru horfnir. Mjólkinni (ca 1 l) er svo (td. salti, pipar og kryddblöndu) hrært bætt í pottinn, ásamt kryddi og rjómaosti. saman. Að lokum er grænmetinu bætt í pottinn Að lokum er þessu öllu raðað í stórt og látið sjóða vel og lengi. Mér finnst best elsfast form. Kartöflum, tómötum að setja allt kryddið (og ostinn) fyrst og í sneiðum og sveppa/feta jukkinu svo grænmetið, því þá dregur grænmetið er raðað í nokkrum lögum og grísku í sig gott kryddbragð. Að lokum er svo jógúrtinni og eggjunum hellt yfir það. kjúklingnum bætt í pottinn (og soðinu/ Osturinn settur yfir og bakað við 180° safanum af pönnunni, ef það er til staðar) í 30-40 mín. og allt látið malla í smá stund. Reyndar Þessari uppskrift má svo breyta notaði ég líka smá tagliatelle pasta, braut eftir eigin höfði. Gott ferskt krydd það út í pottinn og lét sjóða þar í ca. 5 mín. hefði verið frábær viðbót, nú eða bara uppáhalds grænmetið þitt!

Það sem þarf er: Kjúklingur (nota heilan poka, 900 gr, af Euroshopper bringum) Gyros-krydd, fæst í Tiger. Naan brauð Tzatziki sósa Salat Fetaostur Kjúklingurinn er brytjaður og steiktur með olíu og vel af gyros kryddi. Tzatziki er einfaldasta og besta kalda sósa sem ég hef smakkað. Það þarf einfaldlega eina dós af grískri jógúrt eða sýrðum rjóma, slatta af rifinni gúrku og vel af hvítlaukskryddi. Ég hef engar mælieiningar á gúrkunni og kryddinu, bara þangað til það er orðið gott :) Naan brauðin geri ég líka sjálf, það er ótrúlega einfalt. U.þ.b. 2 bollar af hveiti, 3-4 msk. olía, 1 tsk salt, krydd (notaði oregano og hvítlauk) og vatn þangað til þetta er orðið sæmilegt deig. Steikt við frekar mikinn hita á pönnu. Borið fram með salati og fetaosti.

36

Kjúklingasúpa

Þessi uppskrift er hönnuð fyrir þá sem nenna ekki að elda. Einfaldara gerist það ekki! Það eina sem þarf er fiskur eða kjúklingur og svo pestó, grænt eða rautt, eftir smekk. Maður einfaldlega smyr pestóinu á báðar hliðar á fisknum/kjúklingnum og setur inn í ofn á 180-200 gráður. Fiskurinn þarf ca. 20 mínútur í ofninum en kjúklingurinn þarf töluvert lengri tíma (35-40 mín.). Þegar um 5 mínútur eru eftir af eldunartímanum er gott að setja nokkrar sneiðar af osti á fiskinn/kjúklinginn og láta hann bráðna ofan á restina af tímanum. Með þessu er mjög gott að bera fram sætar kartöflur - skornar niður, kryddaðar með salti og pipar og bakaðar í ofni - og ferskt salat.


Pistlaskrif Pistill 1:

Höfundur: Hildur Knútsdóttir, meistaranemi í bókmenntafræði // Ljósmynd: Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Uppáhaldsdrykkur Saddam Hussein var Mateus rósavín. Ég las það í blaði árið 2003, um það leyti sem Bandaríkin gerðu innrás í Írak í leit að gjöreyðingarvopnum sem voru aldrei til. Auðvitað veit ég ýmislegt annað um manninn, t.d. að hann réðst inn í Kuwait, hann myrti fullt af Kúrdum og fannst að lokum í pínulítilli holu í jörðinni í einhverjum bakgarðinum. En einhverra hluta vegna kemur Mateus rósavínið alltaf fyrst upp í hugann þegar ég heyri minnst á hann. Kannski af því þetta er svo fáránleg staðreynd. Var hann ekki múslimi? Mátti hann yfirhöfuð drekka áfengi? Og af hverju rósavín? Það heldur engin almennileg manneskja upp á rósavín. Rósavín er eitthvað sem maður pantar sér í einhverju flippi á kaffihúsi í útlöndum og fer strax eftir fyrsta sopann að sjá eftir því að hafa ekki bara annaðhvort fengið sér hvítt eða rautt. Og til að bíta höfuðið af skömminni er Mateus meira að segja ódýrt rósavín. Ef múslimskur einræðisherra drekkur á annað borð áfengi, ætti uppáhaldsdrykkurinn hans ekki að vera eitthvert fokdýrt kampavín?

Pistill 2:

Eitthvað almennilega dekadent? Eða kannski situr þetta með rósavínið í mér vegna þess að árið 2003 vann ég á litlum veitingastað með skóla. Það eru tíu ár síðan, en ég kann vínlistann enn utan að. Það var bara ein tegund af rósavíni á honum: Mateus. Eitt kvöldið komu þrír karlar saman að borða. Þeir voru íslenskir, háværir og stórir. Ég man að þeir voru fullir þegar þeir komu og þeir pöntuðu sér tvöfalda gin og tónik fyrir matinn. Þeir sögðu digurbarkalegar sögur og hlógu hátt. Ég fór strax að hafa áhyggjur af því að lætin í þeim myndu trufla hina gestina, sem voru upp til hópa hæglátir Japanir sem höfðu lagt það á sig að villast um Þingholtin til þess að finna staðinn. Þegar mennirnir voru búnir með fordrykkina pöntuðu þeir allir skötusel. Ég spurði hvað þeir vildu drekka með matnum og sá sem var næst mér greip fast um upphandlegginn á mér. Ég brosti kurteislega til hans eins og mér þætti þetta eitthvað fyndið en reyndi um leið að snúa mig lausa. En hann herti bara takið, brosti

og bað um rósavín. Ég reyndi að halda mig frá honum það sem eftir var kvöldsins, en það er erfitt þegar maður þarf að þjóna einhverjum til borðs. Ég man að ég nýtti tækifærið og bætti á vínglösin þeirra þegar hann fór á klósettið. En það kom auðvitað að því að þeir kláruðu matinn sinn og ég þurfti að taka diskana. Um leið og ég var komin í færi greip hann um handlegginn á mér. Hann sagði eitthvað sem átti að vera fyndið. Ég var á launum við að vera kurteis svo ég þóttist hlæja. Hann dró mig nær sér, ég reyndi að streitast á móti en hann var sterkari en ég. Svo hélt hann mér fastri á meðan hann strauk mér um rassinn og sagði að sér hefði þótt fiskurinn alveg hreint afbragðsgóður. Ég man að hann var með giftingarhring. Alltof þröngan, einsog karlinn sem konan hans giftist hefði bara verið helmingurinn af þeim sem þarna sat. Ég man að ég brosti til hans á meðan hann strauk mér því ég vildi ekki styggja hann. Því ég var hrædd um að þá yrði hann reiður og myndi gera eitthvað sem gæti truflað hina gestina. Og ég fékk

Hildur Knútsdóttir

Andlitið á Saddam Hussein

borgaðar 850 krónur á klukkutímann fyrir að tryggja að kvöldstundin þeirra væri sem ánægjulegust. Það var ekki fyrr en seinna að ég fór að sjá eftir hlátrinum. Að sjá eftir brosinu, eftir kurteisinni. Ég sá eftir því að hafa ekki sagt honum ákveðin að gjöra svo vel að sleppa mér þegar hann greip um handlegginn á mér. Ég sá eftir því að hafa ekki hækkað röddina þegar hann herti takið. En mest sá ég eftir því að hafa ekki tekið rósavínsglasið hans, um leið og hann byrjaði að strjúka á mér rassinn, og skvett því framan í hann. Beint í andlitið, sem í minningunni er nákvæmlega eins og andlitið á Saddam Hussein.

Höfundur: Magnús Örn Sigurðsson, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði // Ljósmynd: Pétur Grétarsson

Orð eru lævís enda sköpun mannsins, lævísasta dýrs veraldar. Einn spekingurinn gekk meira að segja svo langt að segja að tungumálið væri lygi. Það hljómar vissulega skringilega því almennur skilningur á lygi er sá að það sé ósönn yrðing sem framkölluð er með tungumálinu. En eins og með margar flottar setningar þá tekur það stundum tíma að átta sig á snilldinni á bakvið þær. Punkturinn var nefnilega sá að vegna þess að ekkert okkar skilur orð á nákvæmlega sama máta er skilningur eins manns á orðum annars ekki algjör, heldur ófullkominn, öðruvísi og þar með miklu frekar lygi heldur en sannleikur. Nýlega fluttu fjölmiðlar fregnir af því að áttatíu prósent Íslendinga væru fylgjandiolíuvinnslu. Nú skil ég illa hvernig svona stór hluti landsmanna segist vera fylgjandiolíuvinnslu. Ég held að það sé vegna þess að í raun og veru eru þessi áttatíu prósent að ljúga að mér þegar þau segjast vera fylgjandi olíuvinnslu. Á sama hátt og ég er líklegast að ljúga að þeim þegar ég segist vera á móti olíuvinnslu. Ég held að margir (eða u.þ.b. áttatíu prósent Íslendinga) tengi olíuvinnslu við orðið auðlind og orðið auðlind við auð og auð við peninga og peninga við bætt lífsgæði og þannig orðið olíuvinnsla við bætt lífsgæði.

Svo að þegar þessi meirihluti þjóðarinnar segist vera fylgjandi olíuvinnslu er hann að segjast vera fylgjandi bættum lífsgæðum. Ég tengi orðið olíuvinnsla hins vegar við olíubrennslu og olíubrennslu við losun koltvísýrings og losun koltvísýrings við hlýnun jarðar og hlýnun jarðar við uppskerubrest, hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, fárviðri, flóð, skógarelda, sjúkdóma, dýr í útrýmingarhættu og margt fleira neikvætt fyrir líf mannsins á jörðinni. Þannig að þegar ég heyri einhverja segja að þeir séu fylgjandi olíuvinnslu þá heyri ég þá vera fylgjandi lífsgæðaskerðingu. Hér hugsar e.t.v. einhver að annar hvor skilningurinn á orðinuolíuvinnsla sé réttur og hinn rangur en þetta er ekki svo einfalt. Eins og ég sagði: Orð eru lævís. Hvernig skiljum við orð? Jú, við setjum þau iðulega í samhengi við önnur orð. Hér á undan sást hvernig við skiljum orð með því að tengja þau við svipuð orð, einhverskonar merkingarbærar hliðstæður eða afleiður af orðunum. Grunnskilningur okkar á orðum og hugmyndum er þó býsna háður andstæðum þeirra. Manninum er tamt að beita tvíhyggju á tilveru sína, sem er auðvitað einföldun á veruleikanum, en það læðist líka oft að manni sá grunur að við séum einfaldar vitsmunaverur.

Orðið hatur væri ekki til án orðsins ást og skilningur okkar á orðinu karlmennska er grundvallaður á skilningi okkar á kvenleika. Þessi skynjun okkar á tilverunni afvegaleiðir okkur auðveldlega. Samkvæmt þessu skilur maðurinn orðið olíuvinnsla, m.a. út frá andstæðu þess. Einfaldasta andstæða orðsins væri orðasambandið ekki olíuvinnsla, en hvað er það? Jú! – segja áttatíu prósent þjóðarinnar, ekki olíuvinnsla er Ísland í dag og Ísland í dag er kreppa og kreppa er leiðindi. Olíuvinnsla er hins vegar Noregur, engin kreppa, peningar og gleði! Eins og ég nefndi áðan er erfitt að segja að fólk skilji orð á réttan eða rangan hátt. Tungumálið má skilgreina sem ósýnilegt samkomulag einstaklinga um merkingu orða og því er það oft svo að tvær fylkingar berjast um „rétta“ merkingu orðs. Mörg orð hafa vissulega formlega merkingu sem finna má í orðabók en það má segja að utan um hvert orð sé einnig ský af merkingu sem getur jafnvel afhjúpað þversagnakenndan skilning á orðinu. Orðið kelling þýðir formlega „gömul kona“ en hefur síðan einnig merkinguna „tilfinninganæmur karl“. Tungumálið mótast af tíðarandanum og orð geta glatað vissri merkingu og hlotið aðra. Rétt eins og í dag nota færri orðið kelling yfir

Magnús Örn Sigurðsson

Olíuvinnsla, kellingar og olíuvinnsla

mjúka karlmenn vegna þess að sá skilningur hefur færst í aukana að munurinn á konum og körlum sé mun minni en fyrri kynslóðir ætluðu. Ég trúi því að tíminn muni leiða í ljós að það sé býsna óheppilegt að nota orðiðolíuvinnsla sem merkingarbæra hliðstæðu orðanna peningur, gleði og aukin lífsgæði. Ég trúi því að eftir hundrað ár þyki sá maður ruglaður sem noti orðið í því samhengi. Rétt eins og í dag þætti það ekki fallegur skilningur á tungumálinu og mannlegri tilveru að kalla mig kellingu ef ég viðurkenndi að ég fengi stundum tár í augun þegar ég hugsa um loftslagsbreytingar og skeytingarleysi okkar gagnvart þeim.

37


A letter to you: I love you, Iceland Text and photographs: Nozomi Koike For everything there is a season, and a time for every matter under heaven. I’ve wept and laughed a lot here in Iceland. It’s time now to go back to my home, though I love you so much. It was an unforgettable moment when I saw you for the first time; a glance at a web site for international students started it all. The guide described your climate, saying, “In Iceland, we can never trust the weather”. I don’t know why, but I fell in love with you then. It was probably the Icelandic unpredictability that attracted me, though I know there are plenty of Icelanders who hate that. I have indeed enjoyed your weather, including windstorms and snow on a sunny day. At that point, I was just a tourist feeling happy to experience strange weather that would not happen in my country. I’ll admit it. However, from my foreigner’s point of view, I strongly recommend that you who live in Iceland pay greater attention to the sky at night. There might be beautiful northern lights! I was surprised that one of my Icelandic friends had not seen such bright northern lights more than three times, even though I’ve seen them many times in only nine months. Icelanders don’t understand the value, as is the tendency with local people. There seem to be many wonderful things in Iceland that local people don’t give much attention. Tourists and foreigners conversely have a tendency to idealize Iceland too much. I know; I am not an exception. Yet, I love you still. I love the way that time passes here. Time is given equally, but it seems to pass differently in my country. Here in Iceland, everyone has an artistic side, while in my country, few people can think

about art and so on in their busy daily lives. I really didn’t want to go back to my busy country, though I like Japan. But perhaps the time limit on my stay in Iceland

makes this life more precious. Anyway, my life in here has been so delightful that I can’t go home without sorrows. I believe that a stroke of luck brought me to you; in 2010, I would not have imagined that I’d be in Iceland in 2013. See? No one knows my future. I only know that the luck which brought me to Iceland might come to me again someday. I’m sure that I will miss you, but for now I’ll just say “Thank you and I love you” instead of “Good bye”. I’m not going to cry anymore, in spite of the fact that I’m leaving, because the best year of my life is not over yet.

38


English Summary „Experiences enlighten my subjects“ “The trick is to make it look easy,” says Sigurbjörg Þrastardóttir, writer. She published a novel, Stekk (e. Jump) last Christmas. She has also published several collections of poetry. She received the Tómas Guðmundsson literary award for her novel, Sólar saga in 2002. Her poetry has been translated to 12 languages. The poems are realistic, challenging, full of life and very visual, so it’s impossible not to get swept away while reading them. Her newest work is a series of magazines that are really three books. The project is called 1005 which is a reference to the publishing date, the 10th of may. The Magazine will be published on that day for the next three years. Sigurbjörg has published one book since her collection of poetry, Blálogaland in 1999. She admits that she’s a prolific writer, “I never think I’ve done enough and I feel like I have something that’s waiting to be written or published,” says Sigurbjörg. “I never sit around and do nothing. I have other projects, I’ve written plays, lyrics to psalms and performance art.” “Maybe my subjects choose me. If I hadn’t written Hnattflug then this world map here on the wall would inspire me to write that. My experiences enlighten my subjects.” The subjects of her writings are often incredibly serious. She often highlights the tragic in happy moments, like in her book Brúður (e. Bride). “I was surprised that no one noticed the sad moments in many of the weddings I’ve been to in my lifetime.” In her newest novel “Stekk,” her subjects are also askew where the main character is crippled in an unsuccessful suicide attempt. Considering that, he tone of the book is pretty light. “I liked the idea of writing a fun text about something tragic. The employees of the publishing company thought I was crazy writing about something so severe in such a light-hearted manner.” The first edition of 1005 is sold out but it’s available in electronic form on www.ebaekur.is.

„The jokes create stability“

Jón Gnarr is without a doubt the most controversial mayor of Reykjavík. Nonetheless, he has managed to do his work peacefully and he’s presided for longer than any mayor since Ingibjörg Sólrún quit the office. When asked whether he thought he might want to go to school the mayor had this to say: “I am a very studious person. If I was 15 years old I would want to learn neuroscience. That’s something I’m fascinated by.” Jón has fought for human rights, taking part in Gay Pride, for example. He sent a letter to the mayor of Moscow regarding the subject. “He never wrote me back. Maybe I should write to Putin and say that the mayor of Moscow won’t answer my letters. No, I just think people like that aren’t interested in losers like myself. Personally I experience people regardless of their race, gender, class or ethnicity. I feel like human beings are marvelous creatures and it’s very unfair to discriminate against anyone based on how they’re made or what their beliefs are. As long as their beliefs don’t hurt anyone.” Jón Gnarr was a highly publicized figure even before becoming mayor, so how was he received when he first took office? “At first I got a lot of attention. Politicians on the other side tried to bore me to death to begin with, so that I would leave as soon as possible. It wasn’t normal. The staff within the city welcomed me with open arms, on the other hand and they have been very supportive from the start.” “My political party showed up making jokes but we created consistency in city politics. To me, we were trying to create a balance to the hypocrisy of normal politics and we succeeded.” When asked what prepared him most to do his job as mayor, Gnarr points to his experience as a standup comedian. “It’s priceless for anyone to do standup. I’ve done it for years and you have to read the crowd, the atmosphere and understand what’s going on. I think that is what benefited me the most. This job is all about human interactions, communication.”

39


sÍa • jl.is •

Rúmlega 30 þúsund manns nota Aukakrónur til að kaupa allt frá matvælum til trygginga hjá tæplega 300 fyrirtækjum um land allt. Byrjaðu að safna Aukakrónum strax í dag.

Landsbankinn 40

landsbankinn.is

410 4000

Jónsson & Le’macks

„Ég geri eitthvað skemmtilegt fyrir mínar Aukakrónur“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.