Stúdentablaðið 2. tbl 2012

Page 1


Efnisyfirlit

ร sambandi viรฐ stuรฐiรฐ... Orkusalan og Stรบdentarรกรฐ verรฐa รกfram รญ stuรฐi saman, รญ allan vetur. Yljaรฐu รพรฉr รญ Stoppustuรฐinu okkar viรฐ Hringbraut og kynntu รพรฉr tilboรฐ รก nรกmshvetjandi og uppbyggilegu rafmagni รก studentarad.is.

STร DENTAR ร Hร SKร LA

4

Gott karma fyrir jรณlaprรณfin Hver er รถรฐruvรญsi? Teiknimyndasaga

V / A + # Retrobot 8 Jรณnas Sig 10 Airwaves 2012

12 13 14

Ertu skarpari en hรกskรณlanemi? Dagur Hjartarson ljรณรฐskรกld ร slenskt hรถnnunarmekka รญ miรฐbรฆnum

15

ร SLANDS Fร

10% AFSLร T T

AF RAFMAG NI FRร ORK USร LUNNI

Ritstjรณrapistill

16 17

Bastarรฐar Vesturports RIFF Hilda Hrรถnn Guรฐmundsdรณttir Friรฐrik Dรณr

Kรฆru samnemendur, Nรบ er genginn รญ garรฐ uppรกhaldstรญmi allara hรกskรณlanema: Jรณlaprรณfatรญรฐ. Uppskeruhรกtรญรฐ eftir afkastamikinn vetur fyrir รพรก samviskusรถmu; blรณรฐugir skuldadagar fyrir รพรก sem nรกlgast nรกmiรฐ meรฐ frjรกlslegri hรฆtti. En hvorum hรณpnum sem viรฐ tilheyrum รพurfum viรฐ รถll รก afรพreyingu aรฐ halda รญ versta prรณfstressinu. Og hรฉr er hรบn komin; jรณlaรบtgรกfa Stรบdentablaรฐsins. Aรฐ รพessu sinni er blaรฐiรฐ sneisafullt af gรณรฐgรฆti fyrir lรญkama og sรกl; persรณnuleg viรฐtรถl viรฐ tรณnlistarsnillingana Jรณnas Sig og Friรฐrik Dรณr, uppskriftir aรฐ gรณmsรฆtum jรณlasmรกkรถkum frรก รถllum heimshornum og greinargรณรฐ รบttekt รก Airwaves. ร aรฐ er mรญn รณsk aรฐ blaรฐiรฐ lรฉtti ykkur lundina รญ mesta taugastrรญรฐinu og verรฐi ykkur svo langlรญfur vermir รบt janรบarmรกnuรฐ. Eigiรฐ gleรฐileg jรณl og enn betri รกramรณt! Guรฐrรบn Sรณley Gestsdรณttir Ritstjรณri

18 Sรถlvi Tryggvason 20 Lรญfiรฐ รก gรถrรฐunum 21 ร ris Mist

22 Guรฐjรณn Heiรฐar Valgarรฐsson 23 Nรกttรบruhreyfing

24 Gjafmildi knattspyrnumaรฐurinn ร rrรฝni: Skyfall Auรฐkennislykillinn liรฐin tรญรฐ OY 5

A

T Illu er best - slegiรฐ รก frest? 26 Uppfinningamaรฐurinn sem fann upp 20. รถldina Hvaรฐ gerir stรฉttarfรฉlag stรบdenta fyrir รพig?

27

Mรก bjรณรฐa รพรฉr smรก kรถkur? Heimsรณkn รญ Kaffistofuna 28 Skiptinemar 30 Lausnin รก jรณlagjafavandanum PO 2!

# 33 Meira fyrir nรกmsmenn? 34 English summary 35 Christmas in Wonderland

Allar รกbendingar og hugmyndir aรฐ skemmtilegu eรฐa รกhugaverรฐu efni eru sem fyrr vel รพegnar og mega gjarnan berast รก netfangiรฐ gsg16@hi.is

Fylgdu okkur รก Twitter

Orkusalan

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

www.orkusalan.is

2

รญ stuรฐi meรฐ stรบdentum

3

Krista Alexandersdรณttir Helga Hjartardรณttir

Arnar Vilhjรกlmur Arnarsson

Hugrรบn Bjรถrnsdรณttir ร orkell Einarsson

Herdรญs Helgadรณttir

ร lafur Bjarki Bogason Rรบnar Jรณn Hermannsson

ร รณrhildur ร orkelsdรณttir

Lรกra Halla Sigurรฐardรณttir Berglind Grรฉta Kristjรกnsdรณttir

Jรณn Bragi Pรกlsson

ร sdรญs Arna Bjรถrnsdรณttir

Jรณnรญna Herdรญs ร lafsdรณttir

Finndu okkur รก Facebook

Bjรถrn ร gรบst Magnรบsson

Nozomi Kolke Gunnar Dofri ร lafsson

Kamilla Gylfadรณttir

Alice Demurtas Erla ร รณrdรญs Traustadรณttir

Sigurgeir ร lafsson

Vรฉdรญs Huldudรณttir

Vilhjรกlmur Pรฉtursson

Hรถfundar texta

Matteo Tarsi

Stรบdentablaรฐiรฐ - 2. tbl. 89. รกrgangur ร TGEFANDI: Stรบdentarรกรฐ Hรกskรณla ร slands RITSTJร RI: Guรฐrรบn Sรณley Gestsdรณttir GRAFร SK Hร NNUN: Guรฐmundur ร lfarsson PRร FARKALESTUR: Anna Margrรฉt Bjรถrnsdรณttir Kristรญn Birna Kristjรกnsdรณttir ENSK SAMANTEKT: Kristรญn Hulda Bjarnadรณttir Magnรบs Bjรถrgvin Guรฐmundsson LJร SMYNDARAR: ร sthildur Erlingsdรณttir Dagur de'Medici ร lafsson Danรญel Perez Eรฐvarรฐsson Guรฐjรณn Geir Jรณnsson Halla ร รณrlaug ร skarsdรณttir Hanna โ johanna.andresdottir@gmail.com Jessi Kingan Natsha Nandabhiwat โ www.facebook.com/MiniGun1986 Magnรบs Elvar Jรณnsson www.magnuselvar.com PRENTVINNSLA: ร safoldarprentsmiรฐja ehf. UPPLAG: 3.000 eintรถk


Gott karma fyrir jólaprófin! Texti: Björn Ágúst Magnússon Myndir: Ásthildur Erlingsdóttir

Hver er öðruvísi?

Stúdentaráð Háskóla Íslands tók höndum saman með KFUM í verkefninu „Jól í skókassa“ sem er alþjóðlegt verkefni og felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika. Verkefnið var rækilega kynnt innan skólans og til að auðvelda þátttöku háskólanema í „Jól í skókassa“ sá Stúdentaráð um að taka á móti skókössum og skila þeim af sér. Fulltrúar frá SHÍ og KFUM kynntu verkefnið á Háskólatorgi þann 8. nóvember og þar myndaðist skemmtileg jólastemning. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu, á svæði þar sem ríkir mikil örbirgð. Verður jólagjöfunum meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Fyrir hönd Stúdentaráðs Háskóla Íslands og KFUM eru öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu færðar kærar þakkir fyrir þátttökuna.

Texti: Stefán Jóhann Sigurðsson

Á nýliðnum Jafnréttisdögum Háskólans efndi Jafnréttisnefnd SHÍ til ljósmyndasamkeppni í tengslum við þema hátíðarinnar í ár, “Hver er öðruvísi?”. Þátttakendum var gefið færi á að túlka þemað eftir eigin höfði og yfir hundrað myndir voru sendar inn í keppnina. Á endanum valdi dómnefnd mynd af skólabörnum í Tanzaníu sem Tinna Sigurðardóttir sendi inn. Í verðlaun hlaut Tinna Canon Ixus 125 myndavél frá Nýherja, 30.000 kr gjafabréf frá Buy.is, ljósmyndaleiðavísir frá Bóksölu Stúdenta og bakpoka frá Eymundsson, auk þess sem mynd hennar er birt hér í Stúdentablaðinu. Við óskum Tinnu innilega til hamingju sigurinn og þökkum öllum sem tóku þátt í keppninni og hjálpuðu okkur að vekja athygli á hátíðinni. -Jafnréttisnefnd SHÍ

Einn af ótal kostum N1 kortsins

BETRA VERÐ FYRIR STÚDENTA HJÁ N1 Sæktu um N1 kort á n1.is í dag og fáðu betra verð. Hópanúmer stúdenta er 505.

AFSLÁTTUR

FYRIR STÚD

ENTA HJÁ N

Höfundur: Védís Huldudóttir

4

1!

3 kr. afsláttu r + 2 N1 pun ktar af hverjum eld sneytislítra. 12% afsláttu r + 3% í formi N1 punkta af hjólbörðum , hjólbarða- o g smurþjónustu og mörgu fle iru. 1 punktur = 1 króna N1 punktur e r jafngildur gjaldmiðill og í öllum viðskip króna, tum við N1.

Meira í leiðinni 5


t e R B o R t o

HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS eflir menntun – og allir vinna

Tabú að vera kristinn

Happdrættið er ein meginstoðin í uppbyggingu Háskóla Íslands.

FARA AFTUR Í VINNINGA sem gleðja miðaeigendur.

7O%

Texti: Kamilla Gylfadóttir Ljósmynd: Magnús Elvar Jónsson

Texti: Lára Halla Sigurðardóttir Ljósmynd: Viktor Örn Guðlaugsson

„Mitt þema er allavega bara að hafa gaman, lífið er of stutt til að vera að gera eitthvað leiðinlegt,“ segir Hörður, nýjasti meðlimur elektró-indí rokksveitarinnar RetRoBot sem samanstendur annars líka af Gunnlaugi, Daða, Mumma og Pálma. Hörður og Daði settust niður með blaðamanni og sögðu mér aðeins meira um þessa efnilegu hljómsveit sem hefur verið starfandi í um eitt og hálft ár. „Ég sendi Pálma sms einhvern tímann um sumarið og sagði „hey stofnum elektróband“ og hann svaraði bara „já maður“ til baka og svo um jólin komu Gunnlaugur og Mummi inn í þetta og hér erum við einu og hálfu ári seinna,“ segir Daði. Þrátt fyrir að hafa verið í tónlist áður, þá höfðu strákarnir aldrei komið nálægt raftónlist og höfðu að eigin sögn ekki hugmynd um hvað þeir voru að gera. „Við Pálmi sömdum fyrsta lagið, Generation, á meðan við vorum að fikta okkur áfram í fyrsta sinn með svona tónlist. Svo hringdum við í Hörð og spurðum hann hvort hann vildi syngja smá,“ segir Daði. „Það hefur verið frá upphafi þetta samstarf, strax frá fyrsta laginu. Svo sungu þeir á plötunni minni og ég söng aðeins inn á þeirra, svo það breyttist í raun ekki mikið fyrir um tveimur vikum þegar ég varð officially með í bandinu, fékk bara að vera með í Facebook grúppunni,“ segir Hörður. Eftir að hafa unnið Músíktilraunir í ár hefur stjarna RetRoBot farið rísandi og kom fyrsta plata þeirra út nú fyrir rúmum tveimur vikum og ber hún nafnið Blackout. Í kjölfar Músíktilrauna fengu þeir svo meðal annars tækifæri til að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi, þar sem þeir spiluðu fyrir um tvö þúsund manns. Þeir spiluðu líka á Airwaves og komu fram alls sex sinnum. „Það var brjálað, öll giggin voru full og á síðustu tónleikunum á Dillon var röð út úr dyrum,“ segir Daði og bætir við: „Þetta var í fyrsta skipti sem að við vorum að spila, þar sem maður trúði því að fólk væri að koma til að sjá okkur.“ Strákunum er mjög annt um stemningu og stuð. „Aðalatriðið er bara að hafa eins mikið gaman af því sem við erum að gera eins og við getum. Það er allt leyfilegt. Þetta snýst allt um þetta partý sem lífið er,“ segir Hörður spekingslegur á svip, enda vitringurinn í hópnum að sögn Daða. Strákarnir leggja líka mikið upp úr því að fá fólk til að dansa og sjá fyrir sér að verða kynntir sem sunnlenska danssveitin RetRoBot í framtíðinni. „Það er svona 95% af þessu,“ segir Daði. „Allavega að fólk sé í góðum gír, það þarf kannski ekki endilega að dansa. Nema ef það er laugardagur, þá þarf fólk að dansa.“ Þeir eru strax farnir að setja sig í stellingar fyrir næstu plötu og vonast til að gefa út eins og eitt tónlistarmyndband líka á næstunni. Svo eru allskonar verkefni á döfinni, Daði gerir meðal annars tónlist fyrir stúdentaleikhúsið og Hörður spilar einnig sjálfur undir nafninu M-band. Þetta eru greinilega ofur-metnaðarfullir gaurar sem leggja allt sitt í tónlistina.

TILVILJUN? Tónlistarhátíðin Airwaves er nýyfirstaðin og þar mátti að venju finna fjölbreytt úrval off-venue viðburða. Í gegnum tíðina hefur sú hlið hátíðarinnar gefið minna þekktum tónlistarmönnum tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Í ár var hljómsveitin Tilviljun? ein af þessum böndum og segja má að hún hafi skorið sig úr á vissan hátt. Hljómsveitin samanstendur meðal annars saman af fjórum bræðrum og meðlimirnir gefa sig út fyrir að spila kristilega tónlist. Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti tvo meðlimi hljómsveitarinnar, Elías Bjarnason gítarleikara og Auði Sif Jónsdóttur, aðra af tveimur söngkonum og fékk að heyra meira. VILDU DETTA ÚR KÓRFÍLINGNUM „Hljómsveitin Tilviljun? var upphaflega stofnuð því að við vildum hleypa nýju lífi í tónlist þjóðkirkjunnar og gera hana aðgengilegri fyrir ungt fólk“, segir Elías. Hann segir að þau hafi viljað detta úr „kórfílingnum“ og koma með rokk inn í messurnar. Markmið þeirra var að tónlistin yrði líkari því sem heyrist í útvarpinu. „PÆLINGIN VAR AÐ HRESSA ÞETTA VIГ Auður Sif segir að tónlist þeirra sé lituð af hinum ýmsum tónlistarstefnum. Soft rokki, indí, reggie og poppi en þau reyni þó umfram allt að vera frumleg og koma með eitthvað nýtt. „Ég hugsa að flestir viti að ungu fólki finnst sálmasöngur og formlegt spil almennt frekar leiðinlegt “ segir Auður. „Pælingin var að hressa þetta við og draga nær unga fólkinu“. Þau bjuggust allt eins við því að gamla fólkið tæki ef til vill taka illa í þessa nýjung en hún segir að flest þeirra sem eldri eru fíli tónlistina þeirra í botn. TABÚ AÐ VERA KRISTINN Auður Sif segir að það hafi komið mörgum vinum hennar á óvart að hægt væri að gera kristilega tónlist skemmtilega. „Það er tabú að vera kristinn í dag“ segir hún og bætir við að hún fái stundum neikvæð viðbrögð þegar hún segist vera kristin. Áður en hljómsveitin kom fram á off-venue tónleikunum var hún beðin um að hafa texta sína ekki kristilega. „Það virðist aftur á móti vera í lagi að syngja um kynlíf, dóp og nauðganir“ segir Auður Sif og tekur fram að þetta hafi vissulega komið þeim á óvart og sé umhugsunarvert. Hljómsveitin hefur gefið út smáskífuna Vaktu og inniheldur hún fimm lög. Hana má meðal annars finna á tonlist.is og á gogoyoko.is. Lögin á disknum eru frumsamin en textarnir koma úr öllum áttum. Hljómsveitin situr ekki auðum höndum heldur stefnir hún að útgáfu breiðskífu á næsta ári.

84O MILLJÓNIR voru greiddar út árið 2O11 til 34.OOO Íslendinga.

YFIR 2O háskólabyggingar hafa risið fyrir happdrættisfé.

TÆKI til rannsókna- og vísindastarfs eru einnig fjámögnuð.

FJÁRFESTING í menntun og rannsóknum er forsenda þróttmikils samfélags …

… öflugs atvinnulífs og velferðar.

Ég vil Blackout í öllum partýum.

ÞANNIG VINNUM VIÐ ÖLL 6

7


Lögin

stóra fjölskyldu segir Jónas svo vel geta verið með örlítilli hagræðingu. „Í Danmörku byrjaði ég á að skera vinnuna niður í 80% og þegar ég kom til Íslands lækkaði ég hlutfallið ennþá meira. Í dag vinn ég 60% - 80% og er svo að sinna tónlistinni nánast öllum öðrum stundum. Það verður að viðurkennast að ég geri lítið annað. Það er erfitt að gera þetta tvennt og ég neita því ekki að það væri gaman að geta slakað meira á,” segir Jónas.

eru

STJÓRNLAUS MEÐ FRESTUNARÁRÁTTU

farartæki f y r i r meininguna Texti: Guðrún Sóley Gestsdóttir Ljósmyndir: Natsha Nandabhiwat

Það gustar af Jónasi Sigurðssyni þegar hann gengur hröðum og ákveðnum skrefum inn á Háskólatorg á hryssingslegum þriðjudegi í október. Eftir að hafa tryggt sér rjúkandi kaffibolla úr Hámu og keypt fílakaramellur handa blaðamanni og ljósmyndara tyllti maðurinn með Morrisseyklippinguna sér niður og deildi með blaðamanni tildrögum nýjustu plötu sinnar, Þar sem himin ber við haf, auk hugleiðinga um textasmíðar, hægra og vinstra heilahvel og helstu áskoranir sem hafa mætt honum í tónsmíðum. Þar sem himin ber við haf er þriðja plata Jónasar en áður hafa komið út breiðskífurnar Allt er eitthvað árið 2010 og Þar sem malbikið svífur mun ég dansa árið 2007. Þar sem himin ber við haf vann hann í samstarfið við lúðrasveit Þorlákshafnar, en um er að ræða eins konar konseptplötu þar sem hafið er í aðalhlutverki, bæði í tónsmíðum, textum og myndefni sem prýðir textaheftið. „Ég er mjög ánægður með útkomuna. Platan tók um eitt og hálft ár í vinnslu og ég er stoltur af verkinu, “ segir Jónas. „Hugmyndina að plötunni fékk ég þegar ég bjó í Danmörku. Þá sá ég fyrir mér sögu um ákveðið sakleysi, einlægni sem hittir fyrir harðgert umhverfi af þeirri tegund sem við búum við á Íslandi,” segir hann. Jónas fæst enn við áskoranir þótt hann sé þaulvanur tónsmiður. „Á þessari nýjustu plötu vann ég að því verkefni að verða betri í því að tjá mig.,” segir hann. „Ég ólst upp í sjávarþorpi sem var svolítið einangrað, þar bjuggu bara þúsund manns. Þegar ég var strákur var það upphaf og endir alheimsins. Á þessari plötu langaði mig til að fara inn í upprunann, í þorpið og vinna þetta allt í því þema, og vinna í leiðinni með sjálfan mig,” segir Jónas en eins og áður hefur komið fram vann Jónas plötuna í samstarfi við Lúðrasveit Þorlákshafnar og fjölda annarra íbúa bæjarins. „Ég byrjaði minn tónlistarferil 12 ára gamall í þeirri lúðrasveit þegar ég var 12 ára. Stjórnandi lúðrasveitarinnar, Robert Darling, var fyrsti trommukennarinn minn. Þannig er þetta allt mjög nærri heimahögunum. Tónlistarhópur eldri borgara í Þorlákshöfn, Tónar og Trix, kemur einnig að plötunni en mamma mín er einn af meðlimum hans. Þar er einnig að finna gamla kennara mína og mæður margra vina minna,” segir Jónas.

Mamma hans er höfundur eins af textunum á plötunni. „Ég las þennan texta sem mamma hafði samið einhverja andvökunótt og ég sagði við hana að þetta yrði að verða að lagi á plötunni sem þau myndu flytja. Textinn fjallar í megindráttum um lífið við hafið,” segir Jónas og því er ljóst að um mjög persónulegt verk er að ræða sem er að miklu leyti samstarfsverkefni við fjölskyldu og nána vini tónlistarmannsins. „Ég hugsaði lítið út í hvað myndi endilega höfða til fjöldans eða minna hlustenda og lagði meiri áherslu á plötuna sem heild, sem það konsept sem hún er,” segir hann. Jónas slær nýjan tón með Þar sem himin ber við haf, en hún er er talsvert frábrugðin fyrri verkum hans. ,Ég hef fengið þau viðbrögð við þessari plötu að hún þyki stinga svolítið í stúf við það sem ég hef gert áður. Margir sem kunnu að meta fyrri plötur eru svolítið hugsandi yfir þessari,” segir Jónas. Aðspurður í hverju munurinn liggi helst segir hann Þar sem himin ber við haf vera á andlegri nótum en fyrri verk. „Tóninn í þessari plötu er spiritúalískari og einlægari, það er töluvert um stef af því tagi og þannig er það til dæmis með vilja gert að hafa ekki samfélagslega gagnrýnandi texta á þessari plötu.” Blaðamaður grípur þessa athugasemd á lofti því eitt helstu einkenna Jónasar sem textasmiðs eru merkingarþrungnir textar sem oft á tíðum bera með sér hvassa ádeilu og margræðan boðskap, og verður því að teljast til tíðinda að hann bregði út af þeim vana. „Ég hef vissulega gert mikið af því og haft gaman af, en það er einfaldlega ekki pláss fyrir slíkt á þessari plötu,” segir Jónas. FARARTÆKI FYRIR MEININGUNA „Ég tók þá ákvörðun að mig langaði að fylgja eftir löngun til að fara inn í tónlist og nýta hana til að segja hluti frá hjartanu. Koma ákveðnum pælingum á framfæri með textunum og tjá mig raunverulega. Þannig tek ég tónlistinni sem nokkuð alvarlegu listformi, í það minnsta hvað tjáninguna snertir,” segir Jónas. „Í dag hefur tónlistin flust svolítið mikið yfir í afþreyingu. Tónlist var ekki jafn mikið á því sviði hér áður fyrr, ef við tökum bara til að mynda íslensk þjóðlög eða sálma, þá er liggur þar

8

mjög mikil merking að baki. Í seinni tíð hefur tónlist orðið að einhvers konar einnota afþreyingu. Mér finnst hún hins vegar vera ofsalega mikilvæg og þess vegna vil ég nálgast hana þannig. Þegar ég bý til tónlist nálgast ég það þannig að lögin koma fyrst, en þau eru í rauninni bara eins og farartæki fyrir meininguna,” segir Jónas. „Án meiningarinnar er lagið bara eitthvað sem kemur og fer, hún er það sem raunverulega situr eftir,” segir hann. Aðspurður segir Jónas það misjafnt hvaðan innblásturinn fyrir tón-og textasmíðar hans koma. „Ég sæki innblástur mikið í mitt eigið líf og innsæi. Síðan finnst mér ofsalega gaman að stúdera gömul íslensk skáld og rithöfunda á borð við Stein Steinarr og Þórberg Þórðarson og er svolítið innblásinn af því á hvaða nótum þeir og fleiri hugsa um sköpun,” segir hann. Inntur eftir því hvort hann finni fyrir ríkri þörf til að tjá sig og búa til tónlist segir Jónas svo vera. „Mér finnst þetta hafið valið mig frekar en hitt. Ég var í raun kominn á mjög góðan stað í hinum efnislega heimi. Ég hefði auðveldlega getað haldið áfram á þeirri braut og það hefði verið fínt. Þannig uppfyllti ég ágætlega þörfina fyrir að sanna mig sem vinnandi maður,” segir Jónas en hann er menntaður kerfisfræðingur. Hann útskrifaðist úr Háskólanum í Reykjavík og fluttist til Kaupmannahafnar skömmu eftir útskrift og starfaði þar sem forritari hjá Microsoft. „Þar vann ég í stórfyrirtækjaumhverfi og kynntist því vel hvernig slík fyrirtæki virka. það gekk mjög vel en fljótlega fann ég að mig langaði heim og fara að gera músík og lifa innihaldsríkara lífi,” segir Jónas. „Ég gat svo takmarkað tengt mig við andrúmsloftið á vinnustaðnum, þar lifðu menn fyrir vinnuna að miklu leyti, unnu á kvöldin og um helgar en ég forgangsraðaði öðruvísi, mér fannst vinnan aldrei það mikilvægasta,” segir Jónas. Áherslur hans lágu annars staðar. „Það sem mér fannst margfalt mikilvægara var að skapa og segja eitthvað, búa eitthvað til sem skiptir máli.” Í dag vinnur Jónas bæði sem forritari og tónlistarmaður. „Það gefur mér frelsi til að sinna tónlistinni á eigin forsendum,” segir hann. Aðspurður hvort einhver orka sé aflögu fyrir tónlistarsköpun fyrir mann sem sinnir bæði forritunarvinnu og á

Eins og gefur að skilja er mikil kúnst að að halda báðum boltum á lofti. „Það hefur tekið mig langan tíma að læra á sköpunarferlið. Ég þarf að að hólfa þetta niður - ég tek 2-3 daga í forritun og svo 2-3 daga í tónlistina. Fyrsti dagurinn í tónlistinni er er yfirleitt ónýtur á meðan því þá er ég að skipta á milli, sá dagur fer iðulega í frestunaráráttu og rugl. En um leið og ég hætti að berja mig niður fyrir það og áttaði mig á að þetta væri eðlilegur gangur mála; að mér yrði ekkert úr verki á meðan ég væri að skipta úr einu viðfangsefni í annað, þá gekk þetta mun betur,” segir Jónas. ,Hann segist þó ekki þurfa að beita sig hörðu til að ráðast í tónsmíðarnar. „Ég hélt í fyrstu að ég þyrfti að beita mig miklum aga því ég var svo stjórnlaus. Ég er það í grunninn; bæði stjórnlaus og með frestunaráráttu. En þegar maður lærir á sjálfan sig og hvernig maður virkar, sem ég hef smám saman gert, þá kemur þetta af sjálfu sér. En fyrst var þetta mikið streð - ég vann frá 8-5 og fór svo í stúdíó um kvöldið og ætlaði að fara að skapa, en það kom bara drasl. Þá varð ég vonsvikinn og barði mig niður, hugsaði með mér hvað allt sem ég gerði væri glatað. Þannig viðhélt ég blokk og gat ekkert gert. Þá tók við þetta ferli þar sem ég lærði inn á sjálfan mig. Maður kemur oft ekki auga á hvernig maður er sín eigin blokk, maður telur sér trú um að það séu einhverjir aðrir. Fyrsta lexían var að það væri nauðsynlegt að búa til pláss - taka mér lausan dag einu sinni í viku. Og þegar ég hef losað einn dag í viku til að skapa, þá kannski kemur eitthvað... eða ekki. Kannski þarf ég að eiga þrjá daga þar sem ég hangi bara á bókasafninu og grúska, og þá allt í einu kemur lagið sem ég er búinn að bíða eftir,” segir Jónas.

sé þar mitt á milli. Ég hef þetta tvennt, en bara annað í einu,” segir Jónas. „Þegar ég var að vinna sem forritari í fullu starfi var ég búinn að vera svo lengi í rökréttum heimi og þess vegna var ég orðinn svo þunglyndur. Ég var orðinn kvíðinn og mér leið illa af því að ég vanrækti hina hliðina. Ég finn að ég hef þörf fyrir að flakka þarna á milli. Ég hef lært að skilja er að ég get skilið, hugsað, krufið, búið til endalaus lög og flækjur og farið í tölvuna og púslað öllu saman og svo á hinn bóginn verð ég að fara yfir í þögnina og náttúruna því þaðan kemur innsæið og eldsneytið í raun,” segir Jónas. En hvernig vinnur hann lögin sín? „Fyrst fæðist lagið, oftast þegar ég leik mér á gítar eða í tölvunni. Þá byrja ég að leika mér að syngja við það og þá fer ég oft í spuna sem ég iðka svolítið kerfisbundið núna. Þá sit ég einfaldlega og spinn

,,Af því að ég er svo mikill nörd, þá hef ég hugsað mjög mikið um það að hugsa. Ég er orðinn mjög meðvitaður um hægra- og vinstrahvels flokkunina og hef komist að því að ég sé þar mitt á milli. Ég hef þetta tvennt, en ,, bara annað í einu texta. Stundum finn ég að ég er að komast á réttan stað og þá kveiki ég á upptöku á símanum mínum. Svo spinn ég bara og ef ég er heppin er þar komin þungamiðjan í textanum,” segir Jónas. „Síðan þegar ég hef mjólkað þann innblástur þá sef ég á verkinu og fer daginn eftir með lógíska heilann í verkefnið. Þá byrja ég að tálga og fínísera og meitla textana. Þá er ég ekki lengur með innbásturinn heldur farinn að vinna kerfisbundið,” segir hann. MIKIL ÁHERSLA Á AÐ KRYFJA OG KRÍTÍSERA

Þetta lærdómsferli Jónasar hefur skilað sér í miklum afköstum, eða alls þremur sólóplötum, Malbikið svífur árið 2007, Allt er eitthvað árið 2010 og svo Þar sem himin ber við haf.„Tilurð þessarar síðustu plötu var svolítið sérstök og skemmtileg. Ég fór og hitti Lúðrasveit Þorlákshafnar í fyrrasumar og við gengum frá öllu samkomulagi um verkefnið. Ég vissi nákvæmlega hvernig platan ætti að vera, en á þeim tímapunkti hafði ég ekki samið eitt einasta lag á hana. Ég hef aldrei upplifað það svo sterkt áður, þessa hugsun: „Það eina sem er eftir er að semja lögin,” Síðan komu þau bara náttúrulega hvert á fætur öðru,” segir Jónas. HUGSAR UM AÐ HUGSA Ekki er hægt að segja að aragrúi tónlistarmanna geri það sem Jónas gerir; að tvinna saman raungreinamenntun og sköpun. Aðspurður segist Jónas hafa gaman af að blanda þessu saman; stærðfræði og skapandi vinnu. „Af því að ég er svo mikill nörd, þá hef ég hugsað mjög mikið um það að hugsa. Ég er orðinn mjög meðvitaður um hægra- og vinstrahvels flokkunina og hef komist að því að ég

Í gegnum tíðina hefur Jónas oft háð stríð milli rökrænnar hugsunar og þeirrar skapandi. „Áður fyrr var ég að skapa lag, og á byrjunarstiginu var ég strax farinn að dæma það og hugsaði, „ah þetta er ekki nógu gott” og þannig rauf ég skapandi flæðið með því að byrja að vera lógískur. Nú kann ég miklu betur á þetta og hef tekið ákvörðun um að þegar ég er að skapa þá tek ég ekki afstöðu til neins,” segir Jónas. Aðspurður hvort hann telji mikilvægt að tónlistarmenn leggi sjálfsgagnrýni til hliðar segir Jónas svo vera. „Það er númer 1,2 og 3. Ég held að allir hafi rosalega sterka getu til að skapa og dómarinn í hausnum á okkur er það eina sem takmarkar hana. Í skóla er lögð ofsalega mikil áhersla á að kryfja og krítísera og ótrúlega lítil áhersla á að læra að þekkja sköpunarflæðið,” segir Jónas. „Ég þekki marga klára raungreinamenn sem eru frábærir tónlistarmenn. Ótrúlega margt er skylt með raungreinahugsuninni og tónlist, ef maður veltir til að mynda fyrir sér tólftónakerfinu þá sé maður að það er hrein stærðfræði. Hljóðbylgjur verða líka að sveiflast saman í rytma sem gengur upp og gera það að verkum að okkur finnast einhverjir 2 tónar þægilegri í samhljómi en aðrir, þetta er pjúra raungreinaviðfangsefni,” segir Jónas. Tónleikar með Jónasi Sig eru heljarinnar upplifun. Mikill fjöldi hljóðfæraleikara og söngvara eru iðulega með honum á sviði, þar á meðal margt af fremsta tónlistarfólki landsins. Má þar

9

nefna Ómar Guðjónsson gítarleikara, Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu og Samúel Jón Samúelsson básúnuleikara. Aðspurður hvernig það atvikist að allir þessir hæfileikaboltar legðu saman krafta sína í hans þágu segir hann það hafa orðið vegna tilviljana. „Eftir að ég fór að sinna tónlistinni betur og hlusta meira á innsæið hafa hlutir gengið ótrúlega vel. Margt fyrir tilstilli tilviljana, ég hef hitt fólk sem ég þurfti að hitta á nákvæmlega þeim tímapunkti til að geta haldið áfram með eitthvað sem þá var í gangi. Þannig myndi ég segja að margt af því tónlistarfólki sem ég þekkti til áður kom inn í verkefnin hjá mér á hárréttum tímapunkti og hafa síðan staðið þétt við bakið á mér. Allt þetta fólk hefur lagt mikla vinnu á sig,” segir Jónas. NÁNAST ÖLL GIGG LEIÐINLEG Eins og mörgum er kunnugt um var Jónas í ballhljómsveitinni Sólstrandargæjunum, en óhætt er að segja að tónlistin sem Jónas skapar í dag sé mjög frábrugðin þeirri músík sem þeir léku. Að hans sögn er sú tónlist sem hann vinnur sem sólótónlistarmaður meira í takt við hann sjálfan. „Ég byrjaði minn feril sem tónlistarmaður í Sólstrandargæjunum og þá fannst mér alltaf erfitt að spila. Mér fundust nánast öll gigg erfið og ég kveið fyrir því að spila," segir Jónas. Ég á til að yfirkeyra mig, og þá fyllist ég vonleysi og þreytu, og það gerðist gjarnan á þessum árum. Í dag sé ég svo að það er út af því að þá var ég ekki að vinna eftir minni innstu sannfæringu. Því nær sem maður kemst því að skapa samkvæmt sinni innstu sannfæringu, þeim mun auðveldara verður það. Það er eitt að vera einlægur út á við og svo er annað að vera einlægur við sjálfan sig. Það sem maður gerir ætti helst að vera það sem manni finnst raunverulega rétt," segir Jónas. Sólstrandagæjarnir slógu í gegn á Íslandi þegar Jónas var tvítugur, en hann stoppaði stutt við í sveitaballabransanum þrátt fyrir mikla vinsældir sveitarinnar. „21 árs gamall fékk ég nóg af því öllu saman, seldi trommusettið og og spilaði svo eiginlega ekki í um 8 ár, ég fékk einfaldlega ógeð" segir hann. Aðspurður hvort Sólstrandagæjastimpillinn fari í taugarnar á Jónasi segir hann svo ekki vera. „Ég hef ekkert reynt að þrífa þann stimpil af mér. Þegar ég fór að gera mína eigin tónlist dró ég hins vegar mjög skýra línu þarna á milli og spilaði til að mynda ekki lögin. Það er aðallega af því hversu gjörólíka tónlist er að ræða. Mig langaði heldur alls ekki að vera útbrunni popparinn sem kom inn í tónlistina á ný á gamalli frægð," segir Jónas. Hann hefur unnið mikið efni að undanförnu og þar á meðal eru lög sem sverja sig frekar í ætt við hinar tvær plötur Jónasar. Þá má vænta ádeilutexta og dynjandi trommutakta að hætti jónasar, enda að hans sögn mikilvægt að tónlist flytji skilaboð. „Það er mikilvægt að þora að taka afstöðu. Ef maður tekur ekki afstöðu í tónlistum og listum býr maður til eitthvað sem er áferðarfallegt og fólk grípur, en það lifir ekki því þá verður aldrei til hópur sem þykir virkilega vænt um verkin sem eftir standa," segir Jónas.


Ljósmyndir: Daníel Perez Eðvarðsson

Texti: Ólafur Bjarki Bogason

Allt í einu er komin sunnudagsnótt, ég er þreyttur en vona þó að síðustu fimm dagar komi til með að spýta í mig örlitlum námsvilja fram að prófum. Á sama tíma og ég klippi óþægilega græna armbandið af úlnliðnum hugsa ég um nýafstaðna hátíð og þær hljómsveitir sem mér þóttu standa upp úr. MIÐVIKUDAGUR Með því fyrsta sem ég sá í ár var reggíbandið Ojba Rasta. Hljómsveitin er nýbúin að gefa út samnefndan frumburð og voru eðli málsins samkvæmt feikilega þétt og vel spilandi. Hljóðið inni í Silfurbergi var gott og hljómsveitin lék á alls oddi. Dýrð í Dauðaþögn er plata sem landsmenn ættu að vera farnir að þekkja. Í það minnsta þekktu gestir Þýska barsins hana þegar Ásgeir Trausti hóf leik. Hann var með stjörnulið tónlistarmanna með sér sem með sannfærandi spilamennsku og þéttu hljóði tókst að fanga athygli viðstaddra, sem kunnu textana upp á hár, allt frá fyrsta lagi. Það er fátt út á tónleikana að setja nema mögulega hversu fámæltur Ásgeir var á milli laga. FIMMTUDAGUR Þegar sviðsmenn Listasafnsins höfðu stillt upp fyrir Purity Ring (CA) mátti sjá einhvers konar lampaskerma í laginu eins og býflugnabú hangandi yfir sviðinu. Þegar þau byrjuðu að spila tóku þessir skermar að blikka í takt við draumkennt síðpopp hljómsveitarinnar. Sjónarspilið var magnað en Listasafnið hentaði hljómsveitinni illa sem tónleikastaður og rívörbuð rödd söngkonunnar drukknaði í opnum salnum. Ég náði með naumindum Shabazz Palaces (US) en ég átti erfitt með að átta mig á því hvort þeir hefðu yfir höfuð byrjað að spila. Sviðið var myrkvað og hljóðið algjörlega skelfilegt. Hvílík vonbrigði.

A

i

r

w

a

v

e

s

FÖSTUDAGUR Fyrsta hljómsveit kvöldsins var Me and My Drummer (DE). Dúó með mjög svo einlægri söngkonu og trommaranum hennar. Tónlistin þeirra var frumstæð en svo virtist sem hljómburðurinn inni í Silfurbergi hefði umturnast frá því á sunnudaginn í einhvers konar málmdós. Gæti reyndar mögulega verið hljómurinn í hljómsveitinni sjálfri.. Half Moon Run (CA) spilaði tónlist sem má setja í sama flokk og Fleet Foxes og önnur indí krútt bönd. Alls ekki slæmt, en eru ekki að finna upp hjólið. Trommarinn fær samt rokkstig fyrir að spila á hljómborð, syngja og tromma, allt á sama tíma. Hinir alíslensku Apparat Organ Quartet voru í fantaformi og spiluðu sitt syntharokk af einbeitingu og krafti. Loksins var Silfurberg farið að hljóma eins og mátti við búast (enda komin sveit með fullorðins meðlimi og fullorðins græjur) Fyrir algjöra tilviljun ákvað ég að kíkja niður í Kaldalón. Þar voru The Eclectic Moniker (DK) í óða önn að spila sitt lífsglaða indí-popp. Augljóst var að þeir höfðu gaman af því að koma fram og það smitaðist til áhorfendanna sem margir hverjir stóðu upp og dönsuðu í sætum Kaldalóns. Hápunkturinn var þegar söngvarinn, skeggmikill hipster tók sig til og hljóp hringinn í kring um salinn og gaf áhorfendum hæfæv. LAUGARDAGUR Þegar karlmaður klæddur í hvítan leðurkjól, háhælaða skó og sokkabuxur birtist á sviðinu veistu að eitthvað öðruvísi er í vændum. Friends (US) eru ein af þessum hljómsveitum sem eiga kannski einn til tvo internetslagara og eru flestir ábyggilega sammála um að tónlistin ein og sér sé ekki beint eftirminnileg. Samt sem áður voru tónleikarnir sem bandið skilaði ferskir og kraftmiklir.

2

0

Texti: Vilhjálmur Pétursson

MIÐVIKUDAGUR Þetta er byrjað. Ég er kominn niður í bæ klukkan fimm. Veðrið er ógeðslegt, en ég klæði það af mér. Fyrstu tónleikarnir sem ég ætla að sjá eru Lily and Fox off-venue í 12 Tónum. Þegar ég mæti þangað, allt of snemma, er eitthvað kanadískt band að hljóðprófa en rafmagnið fer alltaf af þegar þau ætla að spila. Það endar með því að þau gefast upp og Lily and Fox stígur á svið. Mér er heitt, staðurinn er pakkaður út úr dyrum, en fallegir tónar og einlæg sviðsframkoma halda mér inni á staðnum. Þegar hún klárar síðasta lagið sitt held ég ferðalaginu áfram. Ágætis byrjun. Airwavesvinir mínir hafa komið sér fyrir á happy hour á B5. Ekki uppáhalds staðurinn minn, en hann hentar vel fyrir þetta. Bjór, hamborgari og plön. Leið okkar liggur í Hörpuna. Ferðalagið þangað í rokinu er ömurlegt, en áfangastaðurinn er góður. Það er tómlegt í þessu risastóra glerhýsi. Röðin er sem betur fer engin og ef hún væri til staðar, þá væri hún inni, sem er vel. Ég fer beinustu leið á barinn og fæ hvítvín í plastmál. Djöfull er ég bóhem. Tilbury eru að byrja. Ég kem mér fyrir framarlega og fylgist með. Þetta er eitt stórt samansafn af dúllum. Milli laga mætti heyra saumnál detta. Stemningin er engin. Mér er drulluheitt, í síðerma bol, hettupeysu og leðurjakka. Það er of kalt úti en of heitt inni. Af hverju er þessi hátíð ekki bara haldin um sumar? Ég færi mig úr Hörpunni yfir á Þýska barinn til að sjá Highasakite. Mér líður strax eins og ég hafi fengið eitthvað fyrir peninginn minn. Sjarmerandi sviðsframkoma söngkonunnar sem allir inni á staðnum eru ástfangnir af og nokkuð eftirminnileg lög aðskilja þessa tónleika frá öðrum sem nú þegar hafa fallið í gleymsku.

FIMMTUDAGUR Steikarborgari á B5 búllunni. Og bjór. Ákveð að drífa mig á Listasafnið af því að mér skilst að það sé löng röð þar og í kvöld verði góð bönd að spila þar. Stoppa á Þýska barnum á leiðinni og verð vitni að tónleikum Úlfs Úlfs. Færi mig svo yfir á Listasafnið. Drekk hvítvín og bjór til skiptis. Sulla hvítvíni á danskan gyðing sem er ættaður frá Tyrklandi. Hann segir að hann myndi fyrirgefa mér sullið ef þetta væri ekki hvítvín. Ég segi honum að Jason Schwartsman drekki alltaf hvítvín í Bored to death. Hann fyrirgefur mér undir eins, enda mikill aðdáandi Jason Schwartsman. Þetta er líklega hápunktur kvöldsins, enda voru böndin á þessu kvöldi ekki eftirminnileg og Listasafnið er meingallaður tónleikastaður. Ég fer í fýlu út í lífið og labba heim stórölvaður í storminum. Á miðri leið átta ég mig á því að það eru góðar líkur á því að ég verði úti. FÖSTUDAGUR Þetta er erfiður dagur. Ég reyni að koma niður bjór um kvöldmatarleytið til að koma mér af stað. Kúgast. Kem mér í Hörpuna, veit ekki hvað mig langar að sjá, en ég veit að mig langar að vera inni í hlýrri Hörpu. Sé Hudson Wayne. Söngvarinn er með djúpa og tregafulla rödd sem ég fíla, en með hverjum sopa sem ég tek af hvítvíninu langar mig meira að fara á klósettið að æla. Ég held út. Næst fer ég að sjá Ólaf Arnalds. Tónlistin sem hann flytur er tónlist sem ég myndi aldrei setja á fóninn heima, en hún greip mig gjörsamlega þarna. Í líkamlegu og andlegu gjaldþroti falla nokkur tár um leið og ég endurnærist. Lífið batnar skyndilega. Næsta skref er bjórdrykkja. Kvöldinu í Hörpunni er svo gott sem lokið þegar tveir dökkklæddir menn laumast aftan að mér og draga mig út í horn. Þar sýna þeir mér skilríki og segjast vera frá fíkniefna-

10

deild lögreglunnar. Þeir eru fullvissir um að ég sé með eiturlyf á mér og krefjast þess að fá að leita á mér. Þeir eiga ekki erindi sem erfiði og þeir biðjast afsökunar á ónæðinu. Ég þakka þeim fyrir mig. Ævintýrin gerast í Hörpunni. LAUGARDAGUR Eina mögulega leiðin til að koma mér aftur í gang er að fá mér bjór. Ég fæ mér bjór og fer út að borða með Airwavesvinum mínum. Við förum á Sushisamba og drekkum óhóflega mikið áfengi. Við ákveðum að Harpan verði okkar heimili í kvöld. Ég byrja á því að sjá Agent Fresco. Ég nenni varla að sjá þá í tíu þúsundasta skiptið að flytja sama efni, en það er í raun ekkert annað í boði. Ég sé ekki eftir því að staldra við, þeir skila sínu og rúmlega það. Á eftir þeim kemur Ásgeir Trausti á svið ásamt bandinu sínu. Ég horfi á hann flytja nokkur lög en dríf mig svo á Þýska barinn til að sjá Ghostpoet. Ekki jafn spennandi og ég vonaði, þó meira spennandi en flest annað á þessari hátíð. Kem mér aftur yfir í Hörpuna. Á leiðinni hitti ég tvo kunningja mína sem segja mér frá samloku með rauðkáli, grænum baunum og túnfisk sem annar þeirra hafði smurt sér. Þegar ég kem aftur í Hörpuna dett ég fyrir tilviljun á tónleika Boy. Tvær stelpur frá Sviss og Þýskalandi. Tónleikarnir þeirra eru uppgötvun hátíðarinnar. Þær sjarmera allan salinn upp úr skónum með yfirnáttúrulegum persónutöfrum og fullkomlega tilgerðarlausri sviðsframkomu. Að þeim tónleikum loknum langar mig heim, hápunktinum hefur verið náð. Ég finn mig samt knúinn til að halda áfram svo ég kíki á Faktorý. Á vandræðalegt samtal við ókunnuga stelpu um háskólann. Úlfur Úlfur er á sviðinu, en ég get ekki einbeitt mér. Ég er farinn. SUNNUDAGUR Ég er búinn á því. Nenni ekki meira Airwaves.

11

Mikil tilhlökkun var í loftinu þegar The Dirty Projectors (US) gengu inn á sviðið og fyrstu tónar titillags Swing Lo Magellan streymdu úr hljóðkerfinu. Þó svo að Listasafnið hafi aldrei verið minn uppáhalds tónleikastaður steingleymdi ég þeirri staðreynd og hlustaði bara. Magnað. Þrjár kvenkynsraddir frá himnum ofan rödduðu eins og enginn væri morgundagurinn og bandið sjálft steig ekki eitt feilskref. Það er ágætis vísbending um hvort tónleikar hafi verið góðir eða ekki þegar síðasta nótan hefur verið slegin og ljósin kveikt og manni langar ennþá í meira. Mér leið nákvæmlega þannig. SUNNUDAGUR Það voru liðin fjögur ár frá því að Sigur Rós komu síðast fram á Íslandi þar til á lokahnykk Airwaves. Eins og við mátti búast var um stórkostlega tónleika að ræða fyrir bæði augu og eyru. Þeir tóku hvern slagarann á fætur öðrum og til að gera upplifunina magnaðri fyrir áhorfendur voru þeir með leisera og risastóra skjávarpa sem vörpuðu skotum úr gömlum myndböndum og öðru myndefni á hálfgegnsætt tjald sem hljómsveitin var umvafin í. Eftir nokkur lög féll tjaldið svo til jarðar og hljómsveitin birtist ásamt risastóru kvikmyndatjaldi og allt ætlaði um koll að keyra. Hljómsveitin frumflutti lagið Brennisteinn sem er gróft, bassaþungt rokklag með Sigur Rósar yfirbragði. Framhaldið lofar góðu. Þegar allt kemur til alls þá var Airwaves í ár akkúrat eins og við mátti búast: Haugur af góðri tónlist, partí og miðbærinn troðfullur af útlendingum.

1

2


Ertu skarpari en háskólanemi?

LÍÐAN stundum líður mér svo illa að mér finnst eins og ég búi í Breiðholtinu eins og hjarta mitt sé bara herbergi í risavaxinni blokk

Stúdentablaðið heldur áfram að kanna hvort að stúdentar eigi roð við því einvala liði gáfumenna sem skipar kennarahóp Háskólans. Í síðasta tölublaði höfðu kennarar betur með örfáum stigum, en þá kepptu stjórmálafræðingar. Nú er komið að því að leggja prófið fyrir sálfræðideild og etja hér kappi Gunnhildur Gunnarsdóttir, formaður Animu, félags sálfræðinema og Sigurður J. Grétarsson, prófessor.

SPARNAÐARLJÓÐ II þú horfðir á mig skrúfa saman hilluna og undir lampanum sem við keyptum umbúðalausan í IKEA mættust varir okkar umbúðalaust án þess að nokkuð væri til sparað

Gunnhildur Gunnarsdóttir, formaður Animu, félags sálfræðinema

Sigurður J. Grétarsson, prófessor

Texti: Þorkell Einarsson Ljósmyndir: Jóhanna Andrésdóttir

8 Stig

Dagur Hjartarson

7 Stig 9

01.

Í hvaða fylki Bandaríkjanna er borgin Seattle?

Pizzur

9

02.

Hvað var það eina sem aðalpersónur teiknimyndanna um Turtles vildu borða?

Hef ekki tölu, grísa á tvær

8

03.

Hvað selur Mjólkursamsalan margar tegundir af ABT-mjólk?

04.

Fyrir hvað stendur P í lotukerfinu?

05.

Hvernig eru agúrkur á litinn áður en þeim hefur verið erfðabreytt?

Potassíum, hvað sem það nú er Grísa á hvítar

Þjórsá Hef ekki tölu, segjum svona þrjár.

8 8 9 9

06.

Í hvaða á er Búrfellsvirkjun?

07.

Hvað á Tom Cruise margar fyrrverandi eiginkonur?

Hvað þá heldur nú. Tveir milljarðar ára? Hef ekki grænan grun.

8

08.

Hversu langt er talið að eftir sé af líftíma sólarinnar?

Ég veit bara um einn heimsfrægan sítarleikara, svo ég giska á Ravi Shankar.

9

09.

Hvaða heimsþekkti sítarleikari er faðir söngkonunnar Norah Jones?

Það veit ég ekki, er það í Kína?

8

10.

Í hvaða landi verða vetrarólympíleikarnir haldnir árið 2014?

Það var Sveinn Björnsson.

9

11.

Hver gengdi bæði embætti fyrsta- og seinasta ríkisstjóra Íslands?

9

12.

Hvað hafa kýr marga mismunandi maga?

Ekki hugmynd

8

13.

Hver var bæði tilnefnd sem söngkona ársins og kynþokkafyllsti popparinn á hlustenda-verðlaunum FM957 árið 2003?

Hafnarfirði

9

14.

Í hvaða sveitafélagi er Öldutúnsskóli?

Fjóra, nema dýrafræðin hafi þróast. Það eru vömb, keppur, laki og vinstur.

12

9

Í Washington

8

Pítsur með ansjósum minnir mig.

8

Hmm, tvær. Ein venjuleg og ein létt.

9 9 9 8

Fosfór Haha ég veit ekki um neina erfðabreytta gúrku, þær hljóta að vera alltaf grænar. Þjórsá Ég veit bara um Katie Holmes og Nicole Kidman þannig að ég giska á tvær.

8

100 milljón ár

8

Tom Jones

9

Í Rússlandi minnir mig.

9

Sveinn Björnsson ef sögukunnáttan mín bregst ekki.

8

Vonandi bara einn.

9

Birgitta Haukdal, það bara hlýtur að vera.

8

Garðabæ

Svör sem komu ekki: 03. Sjö 08. 5 milljarðar ára

Washingtonríki

Texti: Guðrún Sóley Gestsdóttir Ljósmynd: Halla Þórlaug Óskarsdóttir „Það að skrifa sögu og ljóð er ákveðin leið til að lifa og horfa á heiminn. Ég horfi að miklu leyti á hann út frá þessu sjónarhorni, sem er sjónarhorn skáldsins,” segir Dagur Hjartarson 26 ára gamall ritlistarnemi, en hann hlaut á haustmánuðum Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sína fyrstu ljóðabók, Þar sem vindarnir hvílast - og fleiri einlæg ljóð. Ekki er um að ræða fyrstu viðurkenningu sem Dagur hlýtur fyrir verk sín því fyrr á árinu var honum veittur Nýræktarstyrkur Bókmenntasjóðs fyrir smásagnahandritið Fjarlægðir og fleiri sögur. Aðspurður segir Dagur hafa byrjað að yrkja fyrir nokkrum árum. „Ætli ég hafi ekki verið um 19 ára þegar ég byrjaði að skrifa nokkur orð í línu, ýta á enter og skrifa svo nokkur orð í þá næstu og kalla það ljóð,” segir hann. „Þegar ég byrjaði svo í íslensku í Háskólanum fór ég að skrifa og yrkja talsvert meira,” segir Dagur, en hann útskrifaðist með samtvinnaða BA-gráðu í íslensku og bókmenntafræði. Síðan aflaði hann sér kennsluréttinda og hóf svo loks meistaranám í íslenskum bókmenntum og ritlist síðasta haust. Dagur einskorðar sig ekki við ljóðaformið. „Ég skrifa líka smásögur og hef safnað í handrit sem nú er tilbúið og kemur vonandi út á næsta ári,” segir Dagur en eins og fyrr segir hlaut hann Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs sem ætlaður er til að styrkja útgáfu verka eftir unga höfunda. „Styrkurinn er táknrænt klapp á bakið og hvatning sem er mjög mikilvæg fyrir ungan rithöfund Ekki síst því það er ekki beint eins og fólk sé þyrst í svona skáldskap, sem ég reyndar skil ekki, mér finnst að fólk ætti að lesa ljóð og smásögur í sífellu,” segir Dagur og hlær. ENGAR RANGHUGMYNDIR Dagur hefur því fengið mikla viðurkenningu fyrir hæfileika sína þrátt fyrir ungan aldur. Því liggur beint við að forvitnast um hvort slíkt skapi ekki pressu. „Nei, alls ekki, mér finnst þetta miklu frekar jákvæð hvatning heldur en pressa. Enn er líka óljóst hvernig bókin muni leggjast í fólk þótt ég finni fyrir jákvæðum viðbrögðum frá mínu nærumhverfi. En ég geri mér engar ranghugmyndir um að íslenska þjóðin standi á öndinni bíðandi eftir því hvað

Dagur Hjartarson skrifi næst,” segir hann. Dagur á ekki langt að sækja skáldahæfileika sína, því faðir hans, Hjörtur Marteinsson, hlaut sömu verðlaun árið 2000 fyrir skáldsöguna AM 00. „Við notumst við gerólík form. AM 00 er rúmlega 400 blaðsíðna söguleg skáldsaga, og því allt öðruvísi en þau ljóð sem ég skrifa. Engu að síður getur verið að svipaða ljóðrænu sé að finna í verkum okkar, en ég hef lítið pælt í því,” segir Dagur. Aðspurður hvort faðir hans hvetji hann áfram í ritstörfunum segir Dagur svo vera. „Já, foreldrar mínir gera það báðir. Þeir hafa hvatt mig og lesið yfir fyrir mig allt frá því ég sýndi þeim fyrstu ljóðin mín þegar ég var tvítugur. Þau hafa bæði mikið innsæi þegar kemur að bókmenntum og textum og því hef ég fengið mikið upp úr því að sýna þeim textana mína,” segir Dagur. ÁSTIN FRÁBÆRT VIÐFANGSEFNI Í SKÁLDSKAP Ástin er áberandi viðfangsefni ljóðabókarinnar Þar sem vindarnir hvílast. „Ég held að hún sé uppáhaldsviðfangsefni 99% rithöfunda og án nokkurs vafa eitt af mínum. Ástin er svo frábært viðfangsefni í skáldskap að það er einfaldlega ekki hægt að komast hjá því að takast á við hana,” segir Dagur. „Það gengur allt út á ástina. Allt er drifið áfram af ást,” segir Dagur. Ljóðmælandinn í bók Dags talar oft í 1. persónu fleirtölu, rætt er um „okkur” sem gefur lesanda vísbendingu um að um sé að ræða par eða elskendur. Bókina tileinkar Dagur Helenu, unnustu sinni til næstum 7 ára og því freistandi að gera ráð fyrir að hún sé sjálfsævisöguleg að einhverju leyti. „Bókin er til Helenu, kærustunnar minnar og án þess að vera einhver nákvæm heimild eða skýrsla um sambandið okkar þá er bókin án alls vafa innblásin af því,” segir Dagur. Undirtitill bókarinnar er ...og fleiri einlæg ljóð. Aðspurður segist Dagur ekki hræðast afhjúpunina sem fólgin er í einlægri tjáningu. „Nei, ef ég væri hræddur við það myndi ég ekki sýna neinum það sem ég skrifa. Ég hef ekki áhuga á að skrifa um eitthvað sem ekki skiptir mig máli, þannig vil ég vera heill og samkvæmur sjálfum mér í verkum mínum,” segir hann.

13

Freistandi er að forvitnast um uppáhaldsskáld Dags. „Mín uppáhaldsskáld eru mörg, t.d. Atómskáldin, sérstaklega Sigfús Daðason og Stefán Hörður Grímsson, en einnig menn eins og Halldór Laxness og Snorri Hjartarson. Ég er þó mjög meðvitaður um að þetta eru allt hvítir dauðir kallar og sennilega myndu fæstir þeirra gúddera bókina mína væru þeir á lífi. Af núlifandi höfundum er svo Gyrðir Elíasson í uppáhaldi ásamt fleirum,” segir Dagur. MORFÍS GERIR FÓLKI GOTT Ljóst er að tungumálið leikur í huga og höndum Dags og ein birtingarmynd þeirra hæfileika mátti sjá í frammistöðu hans í MorfÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, þar sem hann keppti bæði fyrir Borgarholtsskóla og þjálfaði síðar ræðulið skólans. „Það sést alveg örugglega ekki á þessum ljóðum að ég hafi bakgrunn í MorfÍs. Ég vona allavega að þau séu ekki MorfÍsleg,” segir Dagur. Blaðamaður fagnar því að MorfÍsþátttaka uppræti ekki einlægni í keppendum, en keppninni hefur oft verið legið á hálsi fyrir að hampa hroka og yfirborðsmennsku. „Ég hef aldrei áttað mig á MorfÍshatrinu sem víða tíðkast; að kenna alla slæma ræðumennsku við MorfÍs. Ég held að MorfÍs breyti fólki ekki á einn veg eða annan, ég held að keppnin geri fólki bara gott,” segir Dagur. Aðspurður til hvaða lesendahóps Dag langar mest að ná með skrifum sínum segist hann vilja virkja hóp sem ekki les ljóð að staðaldri. „Ég held að þessi bók eigi erindi við fólk sem les ekki endilega mikið af ljóðum, og heldur kannski að það „kunni” ekki að lesa ljóð. Ég hef fengið góð viðbrögð frá fólki sem alla jafn les ekki mikið af ljóðlist en kveikir einhverra hluta vegna á þessari bók,” segir Dagur. „Þannig vona ég að einhverjir uppgötvi við lestur á þessari bók að ljóðlist þurfi ekki að vera eitthvað fjarlægt og framandi fyrirbæri,” segir Dagur en að hans sögn lagði hann mikla áherslu á að hafa ljóðin einföld. „Ég lagði mesta púðrið í að hafa bókina einfalda, og það var erfitt. Að segja það sem maður er að hugsa í örfáum orðum, það er mikil áskorun,” segir Dagur.


Íslenskt

Leðurkjóll: REY Fimmtánda nóvember síðastliðinn vaknaði gamla Sautján-húsið að Laugavegi 91 upp af rúmlega tveggja ára dvala og opnaði undir nafninu ATMO. Þar fékk íslensk hönnun loksins athvarf, en í ATMO ganga um 50 íslenskir hönnuðir í eina sæng. Úrvalið spannar allt frá geisladiskum, skarti, fatnaði fyrir bæði kynin og börn, til snyrti-og gjafavöru af ýmsu tagi. Í kjallara hússins er svo verslunin 9Líf í samstarfi við Rauða Krossinn, en þar eru til sölu notuð föt og húsgögn ásamt því sem þar verður markaður fyrir notaða merkjavöru. Þetta er því staður þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Blaðamaður Stúdentablaðsins gerði sér ferð á Laugaveginn ásamt Rósu Maríu og kynnti sér brotabrot af úrvalinu í ATMO.

h ö n n u n a r m e k k a

Texti: Þórhildur Þorkelsdóttir Ljósmyndir: Daníel Perez Eðvarðsson

Texti: Berglind Gréta Kristjánsdóttir Ljósmynd: Vesturport

Kjóll & peysa: BIRNA Skór: Marta Jonson

í 14

Ég skellti mér í leikhús um daginn og sá sýninguna Bastarðar sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar er Gísli Örn Garðarsson sem einnig skrifaði handritið ásamt bandaríska handritshöfundinum Richard LaGravenese. Bastarðar er fjölskyldudrama um afar brotna fjölskyldu sem kemur saman vegna brúðkaups föðursins þó svo elstu synir hans tveir komi í upphafi til brúðkaupsins í þeirri trú að faðirinn sé við dauðans dyr. Eftir að synirnir, Jóhann og Mikael, sem eru leiknir af Hilmi Snæ Guðnasyni og Stefáni Halli Stefánssyni, komast að því að faðir þeirra er alls ekki að deyja heldur að giftast æskuást Mikaels fer allt í háa loft. Heimilisfaðirinn Magnús, sem leikinn er af Jóhanni Sigurðarsyni, er illmenni og fljótt kemur í ljós að hann ber allt annað en hlýjar tilfinningar til barna sinna. Persóna Magnúsar er mjög trúverðug og áhorfendur hafa enga samúð með honum í gegnum leikritið þar sem hann sýnir okkur alla helstu lesti mannsins. Börnin eru öll skemmd á mismunandi hátt eftir uppeldi föðursins. Eftirminnilegasti bastarðurinn er taugahrúgan Jóhann og sýnir Hilmir Snær í túlkun sinni á honum að hann er með betri leikurum Íslendinga. Persóna einkadótturinnar Mörtu nær ekki að vekja mikla athygli áhorfenda og erfitt var að finna til með henni í baráttunni við að vinna ást föður síns, kannski af því að hún var sjálf svo vond við eiginmann sinn. Þórunn Erna Clausen gerði þó sitt besta við túlkunina á henni og náði ágætum sprettum á köflum. Maðurinn hennar Mörtu, hinn jákvæði og klaufski Ríkharður, sem er leikinn af Víkingi Kristjánssyni, er alls ekki í takt við hinar persónur

R

leikritsins sem flestar eru óhamingjusamar og ákaflega skemmdar. Ríkharður er þó skemmtileg og fyndin persóna sem vegur upp á móti drungalegu andrúmslofti leikritsins. Einnig á Sigurður Þór Óskarsson mikið hrós skilið fyrir túlkun sína á yngsta syninum Alex sem hann skilaði á einstaklega trúverðugan hátt. Það sem er þó eftirminnilegast við sýninguna er leikmynd Barkar Jónssonar. Áhorfendur sátu allt í kringum sviðið sem var umlukt trjám og í miðjunni var nokkurs konar glerþak með brotnum rúðum. Leikararnir komu síðan niður um þakið í sumum atriðum leikritsins ásamt því að róla sér í fjórum rólum sem héngu neðan úr þakinu. Einnig var lítil tjörn á miðju sviðinu sem leikararnir nýttu á mjög skemmtilegan og sérstakan hátt. Tónlistin og lýsingin gerðu síðan heildarumgjörðina að miklu sjónarspili. Heildarmynd leikritsins var mjög skemmtileg og frumleg þó svo að persónusköpunin hefði mátt vera dýpri en sumar persónurnar eru alls ekki eftirminnilegar og voru oft mjög klisjukenndar. Má þar nefna unnustu Magnúsar sem er leikin af Nínu Dögg Filippusdóttur en hún var látin ýkja kynþokka sinn um of. Sýningin hélt áhorfendum vel frá upphafi til enda en að sýningu lokinni situr ekki mikið eftir og söguþráðurinn vekur ekki margar spurningar. Leikritið sýnir áhorfendum þó hversu auðvelt það er að brjóta manneskjur niður og hvað uppeldi hefur mikið að segja í mótun heilsteyptra einstaklinga. Eftir að hafa séð sýninguna og myndað mér skoðun á henni las ég umfjöllun nokkurra gagnrýnenda um

I

F

leikritið. Sumar voru mjög neikvæðar og ég ræddi þetta við leikhúsfélaga minn sem var alls ekki sammála því sem hann hafði lesið í blöðunum. Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hver tilgangurinn með gagnrýni væri almennt Margir kannast örugglega við að hafa lesið slæma gagnrýni bæði um kvikmyndir og leikrit og ákveðið í kjölfarið að fara ekki á viðkomandi verk. En er rétt að taka mark á skoðun einnar manneskju og telja að það hljóti að vera manns eigin líka? Hver og einn metur hlutina út frá mismunandi reynslu og sjónarmiðum sem gerir það að verkum að mannfólkið hefur svo ólíkar skoðanir á hinum ýmsu hlutum. Svo margt getur haft áhrif á skoðanir okkar og við höfum öll gaman að mismunandi hlutum. Því tel ég fráleitt að mynda sér skoðun út frá skoðunum annarra og láta það jafnvel verða til þess að maður missir af sýningu sem hefði í raun höfðað til manns. Starf gagnrýnenda er vafasamt og búa þeir yfir menntun og reynslu sem leyfir þeim að meta sýningar út frá ákveðnum þáttum. Þeirra sjónarhorn er þó mögulega allt annað en almennings, einmitt út af þessari menntun og reynslu. Það gerist því miður oft að slæm gagnrýni birtist skömmu eftir frumsýningu leikrita. Hættan við slæma gagnrýni er sú að færri fara að sjá leikritið en ef gagnrýnandanum hefði líkað það vel. Þótt gagnrýni eigi fyllilega rétt á sér velti ég áhrifamætti hennar fyrir mér. Ég hvet því alla til að fara og sjá Bastarða og mynda sér skoðun sjálfir í staðinn fyrir að taka orð annarra sem algildum sannindum. Þið eigið ekki eftir að sjá eftir því.

F

Texti: Krista Alexandersdóttir

Kjóll: Helicopter Hálsmen: Hildur Yeoman

Peysukjóll: Mundi

r a a t B s a ð r Vesturports

miðbænum

Seinustu þrjú ár hef ég farið á RIFF (Reykjavík International Film Festival) og sé fram á að ég muni fara á RIFF þangað til ég hverf af klakanum góða. Ekkert er meira spennandi en að ganga inn í bíósal og hafa ekki hugmynd um það hvað skal fram fara. Yfirleitt hef ég komið ánægð út, hugsi og spennt, en þó hef ég lent á myndum þar sem ég græt klukkutímana sem fóru til spillis. Við getum þó þakkað því slæma fyrir það að þá áttum við okkur á því góða! Áhorfendur eru umluktir popplykt og bjór (besta blandan!) og reika spenntir milli kvikmyndahúsa með rifnar miðadruslur í vasanum. Samtölin einkennast aðallega af skoðunum, áhugaverðum punktum og æsingi yfir fyrri mynd eða næstkomandi mynd. Hér eru nokkrar myndir sem að stóðu upp úr hjá mér á RIFF bæði á góðan og slæman hátt. CHICKEN WITH PLUMS (2011) Síðan ég sá Persepolis (2007) eftir Marjane Satrapi hef ég fylgst grannt með því að næsta saga hennar yrði kvikmynduð. Sögurnar hennar eru nefnilega yndislegar, grátbroslegar og með einstaklega svörtum húmor. Þar er Chicken with Plums (fr. Poulet aux Prunes) ekki nein undantekning. Ég veit ekki með ykkur karlmennina en ég grét held ég 3-4 sinnum á myndinni og ekki aðeins af sorg heldur fegurð. Settið er einstaklega litríkt og fallegt, enda gerist myndin í 1950’s Túnis. Ungir sem aldnir, ekki láta þessa framhjá ykkur fara!

FIVE STAR EXISTENCE (2010) Ef að þið eruð heimildamyndafíklar eins og ég þá ættuð þig alls ekki að sniðganga þessa. Kannist þið ekki við heimildamyndirnar sem að eru ekkert nema röð dramatískra staðreynda og viðtöl við gamalt fólk? Þessi er alls ekki þannig. Þetta er listaverk heimildarmyndanna. Einhvernig nær leikstjórinn Sonja Lindén að tengja saman virkilega listrænar sviðmyndir og tónlist við ískaldar staðreyndir þannig að úr verður stykki sem fáar heimildamyndir bjóða uppá. Í stuttu máli er þetta mynd um það hvað mannkynið er orðið fjarlægt náttúrunni og uppruna sínum. Við erum þrælar tölvunnar, internetsins og vélarinnar og sumir kunna ekki lengur að hafa samskipti við fólk „face to face”. Ég get vægast sagt að hún fái mann til þess að hugsa. DRACULA 3D (2011) Ég myndi helst vilja sleppa því að hugsa um þessa mynd eitthvað frekar en mér finnst það vera skylda mín að vara ykkur við. Þótt að Dario Argento hafi gert þessa mynd þá þýðir það ekki að hún sé góð! Ég skil ekki af hverju Argento vildi endilega tækla Dracula og af hverju í ósköpunum hann vildi hafa hana í þrívídd en kannski er hann bara orðinn latur og gamall. Leikurinn var lélegur, svo mjög vægt sé til orða tekið og söguþráðurinn var ímyndunarsnauður og gloppóttur. Ekki bætti úr skák þegar Drakúla breyttist í risastóra græna vampíruengisprettu. Ég virkilega reyndi að finna snilldina eða kaldhæðnina í þessu verki, en komst að engu að síður að þeirri niðurstöðu, því miður, að hún var bara hreint út sagt glötuð.

15


Hilda Hrönn Guðmundsdóttir

Ætlaði mér aldrei að verða neinn R'n'B kóngur

Texti: Sigurgeir Ólafsson

Leikhópur Stúdentaleikhússins hefur staðið í ströngu svo vikum skiptir við æfingar á leikritinu Nashyrningarnir eftir Eugéne Ionesco. Verkið var frumsýnt þann 16. nóvember síðastliðinn á Norðurpólnum og hefur hlotið fádæma viðtökur. Stúdentablaðið tók Hildu Hrönn Guðmundsdóttur tali en hún fer með eitt af aðalhlutverkum sýningarinnar. HVER ER HILDA HRÖNN? Hún er 21. árs Garðabæjarmær, hálfur MR-ingur og hálfur Verzlingur, með 7. stig á píanó, algjör Harry Potter lúði, elskar að dansa, hefur svakalegan áhuga á leiklist, er núna á fyrsta ári í lífefnafræði í HÍ en hefur þó ekki alveg verið með hugann við námið þar sem hún hefur verið að kynnast Beggu klikk í allt haust. ER LEIKLISTIN NÝ FYRIR ÞÉR EÐA HEFURÐU TEKIÐ ÞÁTT Í LEIKSÝNINGUM ÁÐUR? Hún er ekki alveg ný fyrir mér. Ég tók þátt minni fyrstu leiksýningu í 9. bekk þar sem ég lék Hermíu í verkinu Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare. Í Verzló tók ég þátt í tveimur leikritum Listafélagsins; Poppkorn, þar sem ég lék kolbrjálað morðkvendi að nafni Scout, og Blúndum og blásýru þar sem ég lék Abbý, gamla konu sem hafði það að áhugamáli að eitra fyrir gestum sínum og grafa þá svo í kjallaranum.

GETURÐU SAGT OKKUR AÐEINS FRÁ NASHYRNINGUNUM? Verkið fjallar um lítið bæjarfélag sem verður fyrir því einn sunnudagsmorgun að nashyrningur kemur hlaupandi í gegnum miðbæinn. Bæjarbúar verða alveg brjál og velta fyrir sér hvort nashyrningurinn hafi verið Afríku- eða Asíunashyrningur og hvort hann hafi haft eitt eða tvö horn, og leysist sú umræða upp í rifrildi. Fólk furðar sig á þessu öllu saman þar til einn bæjarbúi, Hr. Buff, breytist í nashyrning. Þá fyrst verður málið alvarlegt og bæjarbúum er kippt út úr raunveruleikanum. Fólk fer að breytast í nashyrninga eitt af öðru og allt í einu verður það hinn eðlilegasti hlutur. Verkið er virkilega fyndið og skemmtilegt, og gaman að sjá hvernig ólíkir karakterar bregðast við áfalli sem þessu. Þessi sýning á erindi til okkar allra og hefur mikið skemmtanagildi þrátt fyrir alvarleika á köflum. HVAÐ TÁKNAR NASHYRNINGURINN Í VERKINU? Nashyrningurinn er tákn fyrir svo margt. Við höfum hugsað okkur að það að breytast í nashyrning sé flótti frá raunveruleikanum. Flótti frá því að takast á við ótta; um það að vera öðruvísi en aðrir, að segja sína skoðun og fylgja sinni sannfæringu. Það má segja að leikritið sé óður til sjálfstæðrar hugsunar og ádeila á hvað manneskjan er mikil hópsál og hirðdýr.

GETURÐU SAGT OKKUR FRÁ PERSÓNUNNI SEM ÞÚ LEIKUR? Hún heitir Berglind og er stúlka sem á erfitt með að finna sig í lífinu og finnst hún ekki passa inn í samfélagið. Hún leitar í áfengi til að vinna bug á vanlíðan sinni, er alltaf sein og frekar ótilhöfð. Það eina sem gefur lífi hennar gildi er Daníel, samstarfsfélagi hennar, sem hún er yfir sig ásfangin af en hún telur sig þó ekki eiga séns í hann. Í fyrstu vekur nashyrningurinn engan áhuga hjá Berglindi, en þegar fólk í kringum hana fer að breytast í nashyrninga hættir henni að standa á sama. Allt traust sem hún hafði á náunganum bregst og hún veit ekki hvað hún á til bragðs að taka. Hún er góðhjörtuð þrátt fyrir veikleika sína og hefur höfundur leikritsins sagt að þessi persóna sé „hetja þrátt fyrir sjálfa sig“. Lokasýninging verksins er þann 1. desember. og hægt er að verða sér út um miða á www.midi.is eða með því að senda póst á studentaleikhusid@gmail.is. Miðinn kostar 1500 kr. fyrir fátæka námsmenn en 2000 kr. fyrir aðra. HVAÐ VILTU SEGJA VIÐ ÞÁ SEM ERU AÐ HUGSA UM AÐ KAUPA MIÐA EN ERU EKKI AAAALVEG VISSIR? Í þessari sýningu er allt það sama og í góðu partýi: Tónlist, dans, trúnó, skemmtileg samtöl, ástarþríhyrningur, hlátur og flipp. Ekki efast lengur... Komdu í partý!

Texti: Guðrún Sóley Gestsdóttir Ljósmynd: Ásthildur Erlingsdóttir

Varla þarf að kynna Friðrik Dór Jónsson fyrir Íslendingum. Þessi hafnfirski látúnsbarki gaf nýlega út aðra breiðskífu sína, en hún ber heitið Vélrænn. Stúdentablaðið mælti sér mót við Friðrik í hádeginu á Háskólatorgi og fékk að forvitnast um hugmyndina á bak við plötuna á milli þess sem söngvarinn snæddi hádegismatinn, meinhollt vanilluskyr. Plötuna vann Friðrik Dór með Kiasmos (Ólafi Arnalds) annars vegar og hins vegar StopWaitGo teyminu sem framleitt hefur marga af stærstu slögurum íslenskrar popptónlistar síðustu ár. Aðspurður segist Friðrik Dór sáttur við afraksturinn. „Ég er ánægður með plötuna, hún er fjölbreytt enda eltist ég ekki við einhvern einn stíl, heldur geri fyrst og fremst tónlist sem mér finnst skemmtileg,” segir Friðrik Dór. Vélrænn hefur að geyma 13 lög og er örlítið frábrugðin fyrstu sólóplötu Friðriks, Allt sem þú átt. Hér er sleginn poppaðri tónn, á meðan auðvelt var að skilgreina Allt sem þú átt sem ryþma og blús verk. „R n’ B er ekki eitthvað sem ég elska umfram allt þótt ég kunni vissulega að meta þá stefnu, en ég er líka mikið fyrir popp og elektró. Ég leyfi framleiðendunum svolítið að móta stefnuna, enda er ég lítið upptekinn af nýjustu straumum og stefnum í popptónlist,” segir Friðrik Dór. ÓMEÐVITAÐ SJÁLFSÆVISÖGULEGT

,ĞŝůĚĂƌƐĂŵƚƂŬ ŚĄƐŬſůĂŵĞŶŶƚĂĝƌĂ Ą ǀŝŶŶƵŵĂƌŬĂĝŝ ďŚŵ͘ŝƐ

„Ég ætlaði mér svo sannarlega aldrei að vera neinn r n’ b kóngur, en einhverra hluta vegna hef ég mikið verið í því að spila tónlist af því tagi. Friðrik Dór er þekktur fyrir skemmtilega smíðaða texta, sem gjarnan eru kómískir með góðu rímnagríni. Inn á milli fetar hann þó dramatískari slóðir og er Vélrænn þar engin undantekning. En hvernig vinnur Friðrik lögin og textana? „Á þessari plötu var ferlið þannig að ég fæ grunn frá framleiðendum og svo sem ég laglínur og texta. Á þessari plötu eru þó tvö lög sem StopWaitGo vann frá upphafi til enda og það eru lögin Nóttin svört og svo Al-Thani veislan,” segir Friðrik Dór kíminn. Blaðamaður er sérstaklega forvitinn um textasmíðar Friðriks og innir hann eftir því hvort um sjálfsævisögulegt efni sé að ræða. „Ég ákveð sjaldnast að semja texta um einhverja tiltekna reynslu í mínu lífi, en óhjákvæmilega hefur lífsreynsla óbein áhrif á það sem ég skrifa. Mörg lög þarna eru mjög heiðarleg og þótt þau séu ekki meðvitað

16

sjálfsævisöguleg þá eru þau það ómeðvitað að einhverju leyti,” segir Friðrik Dór. Eins og áður segir laumar Friðrik Dór stöku brandara inn í textana sína, og er nærtækt dæmi um það eftirfarandi lína úr lagi á Vélrænn: „Lyftum þessu þaki, svipuð hreyfing og í blaki.” Friðrik segir húmor nauðsynlegan til að lyfta stemningunni í tónlist sinni. „Ég leyfi oft hlutum eins og þessum að fljóta með í upptökum sem ekki voru

,,Ég hlusta mikið á Beyoncé og Frank Ocean og kósýheitapopp í boði John Mayer og Ben Harper. Í fyrndinni tók ég líka þungarokkstímabil með System of a ,, Down og Korn skipulagðir fyrir fram, bara til gamans. Enda held ég að það sé komið upp í 4-5 lög, þar sem heyrist í mér hlæja. Það er nauðsynlegt að hafa gaman af því sem maður er að gera,” segir Friðrik. Fáir vita að Friðrik Dór er þrautlærður trommuleikari og enn færri að popparinn var eitt sinn í rokkhljómsveitinni Fendrix. Sú sveit tók þátt í Músíktilraunum árið 2003, þegar Friðrik Dór var á 15. ári. „Við störfuðum í um eitt og hálft ár, þegar við vorum í 9. bekk. Á þeim tíma náðum við talsverðum vinsældum innan Hafnarfjarðar, Ljóst er að enn eimir af vinsældum hljómsveitarinnar, því hún hélt upprifjunartónleika árið 2010 á hinum merka stað A. Hansen í Hafnarfirði og er skemmst frá því að segja að troðið var út að dyrum. HUNDLEIÐINLEGT Í PÍANÓNÁMI Grunnur Friðriks Dórs í tónlist liggur því í trommuleik, en hann hefur líka reynt fyrir sér á önnur hljóðfæri. „Ég lærði á trommur frá 12 til 17 ára aldurs, og náði ágætisárangri. Svo byrjaði ég að læra á píanó en nennti því engan veginn, og svo fór ég að gutla á gítar eftir að Jón Ragnar

17

kenndi mér á gítar,” segir Friðrik Dór. Eins og mörgum er kunnugt þá er Jón Jónsson söngvari bróðir Friðriks Dórs, en tónlistarkunnáttan er ekki bundin við þá bræður því öll 4 systkinin spila á hljóðfæri og syngja. „Pabbi og mamma höfðu mikla trú á tónlistarlegu uppeldi, ég fékk til að mynda ekki að hætta í tónlistarnámi þegar ég þráði ekkert frekar því mér fannst hundleiðinlegt að læra á píanó. Þess í stað var ég látinn dúsa í píanónáminu þangað til ég fékk trommusett að gjöf, þá fékk ég að skipta yfir í trommurnar sem mér þótti margfalt skemmtilegra,” segir Friðrik Dór og hlær. Aðspurður hvort hann fái útrás með því að semja og flytja tónlist, segir Friðrik það mjög misjafnt. „Það er mikil útrás í því að semja tónlist og það er líka ofsalega gaman og gefandi að taka hana upp. Ég fæ líka ákveðna útrás UPPÁHALDS: DRYKKUR Hámark KVIKMYND Rock Star með Mark Wahlberg PLATA Dark side of the Moon MATUR Lasagna AFÞREYING Fifa FATABÚÐ Noland Kringlunni

úr því að koma fram, en það getur hins vegar líka verið stjarnfræðilega leiðinlegt,” segir Friðrik Dór og bætir við að það stýrist af stemningunni í hvert og eitt skipti. Aðspurður hvort hann ætli sér að fást við tónlist alla ævi segist hann ekki búast við því. „Ég ætla mér ekki að verða fertugur skallapoppari sem spilar R n’ B. Ég hef mest gaman af að semja og mitt draumastarf væri í rauninni að semja tónlist fyrir aðra og þurfa ekki að sjá um restina,” segir Friðrik Dór.


Sรถlvi Tr y g g v a s o n

( , "- ! ( ! $"# ## ! $/"& &! ! " + % ! $ / # . "1 $ ! " . ". $ + ! 3-! / " 1 " & $ ' (. " ) !&)" &!! ) # !" % !"$ %, 0/ " " # !$

'* ( ) +

Texti: Rรบnar Jรณn Hermannsson Sรถlvi Tryggvason รฆtti aรฐ vera flestum kunnugur enda er รกn nokkurs vafa um aรฐ rรฆรฐa einn vinsรฆlasta fjรถlmiรฐlamann landsins. Sรถlvi er รกvallt meรฐ mรถrg jรกrn รญ eldinum og รพvรญ รกkvaรฐ รฉg aรฐ taka pรบlsinn รก honum og athuga hvaรฐ hann hefur veriรฐ aรฐ fรกst viรฐ nรฝlega. FYRR ร ร ESSU ร RI Fร RSTU TIL HAร Tร ร SJร LFBOร ALIร ASTARF, HVERNIG KOM ร Aร TIL?

ร ร ERT Nร BYRJAร UR MEร Nร MSKEIร ร JAPร NSKUM SKYLMINGUM (KENDO). HVERNIG GANGA FYRSTU Tร MARNIR? ร aรฐ fer mjรถg vel af staรฐ, รพaรฐ er fรญn aรฐsรณkn og gengur mjรถg vel. ER ร ETTA MJร G FRร BRUGร Iร ร LYMPร SKUM SKYLMINGUM?

ร g tรณk viรฐtal viรฐ hana รกsamt 9 รกra gamalli dรณttir hennar. ร g var aรฐ spyrja dรณtturina hvort hรบn vissi hvaรฐ mamma sรญn gerรฐi, hรบn var skรฆlbrosandi og sagรฐist vita รพaรฐ. Allt รญ einu fรณru รพรฆr bรกรฐar aรฐ hรกgrรกta. ร aรฐ tรณk frekar mikiรฐ รก. Sรญรฐan er viรฐtaliรฐ viรฐ Geira รก Goldfinger lรญka eftirminnilegt, en hann dรณ fjรณrum dรถgum eftir aรฐ รพaรฐ รกtti sรฉr staรฐ.

( ,

#

# ! # 32 # "# +" 0 # $

* & " & " + # $ &! ! # 3 / %, "#

ร TTU ร ร R EINHVERN DRAUMAVIร Mร LANDA?

$

Frรก jarรฐskjรกlftanum รกriรฐ 2010 hafa รฝmis samtรถk og fyrirtรฆki รก ร slandi lagt fram fjรกrmagn รญ verkefni til aรฐ hjรกlpa munaรฐarleysingjum, t.d. meรฐ รพvรญ aรฐ byggja munaรฐarleysingjaheimili. ร g var fenginn til aรฐ fara รบt og skoรฐa starfsemina, sjรก til รพess aรฐ hlutirnir gangi vel fyrir sig, sjรก hvernig fjรกrmagninu vรฆri rรกรฐstafaรฐ og vekja athygli รก verkefninu hรฉr heima og hugsanlega aรฐ fรก meira fjรกrmagn inn รญ verkefniรฐ. Fjรกrmagnsstreymiรฐ hefur รพvรญ miรฐur dalaรฐ undanfariรฐ. ร g geri jafnvel rรกรฐ fyrir รพvรญ aรฐ fara aftur รบt รก nรฆsta รกri og vekja enn frekar athygli รก รพessu og reyna รพรก aรฐ fรก stรถรฐugri styrki.

Jรก รพetta er รพaรฐ, รญ รณlympรญskum skylmingum รพรก heldur maรฐur รก sverรฐinu meรฐ einni hรถnd. Til aรฐ fรก stig รพarf aรฐ รถskra meรฐ hรถgginu og fรณtaburรฐur รพarf aรฐ vera rรฉttur. ร etta er รญ raun orรฐin รญรพrรณtt รบt frรก japรถnskum samรบrรฆjum. ร Japan er รพetta รกlitiรฐ miklu meira en bara รญรพrรณtt, รพetta snรฝst mikiรฐ um hvernig maรฐur lifir lรญfinu og byggir mikiรฐ รก รพolinmรฆรฐi og aga. Nร HEFURร U UNNIร ร NOKKUR ร R VIร SJร NVARP, HVAร ER VANDRร ร ALEGASTA AUGNABLIKIร ร ร ร NUM SJร NVARPSFERLI?

Jรก รพeir eru nokkrir. Allra helst myndi รฉg vilja taka viรฐtal viรฐ Diego Maradona, Michael Jordan og Fidel Castro. Hรฉr รก ร slandi vรฆri รฉg til รญ aรฐ taka รญtarlegt viรฐtal viรฐ Dorrit Moussaieff og fรก aรฐ spyrja hana aรฐ hverju sem er. EF EKKI FJร LMIร LAMAร UR, HVAร Gร TIRU ร MYNDAร ร ร R Aร VINNA VIร ? ร g er menntaรฐur รญ sรกlfrรฆรฐi, รพannig รฉg gรฆti alveg hugsaรฐ mรฉr aรฐ starfa viรฐ รพaรฐ. UPPร HALDS:

Nร ER Nร SERร A AF Mร LINU Aร BYRJA ร JANร AR, HVERJU MEGUM VIร EIGA VON ร ? ร รฆttirnir verรฐa meรฐ aรฐeins breyttu fyrirkomulagi. ร eir verรฐa sรฝndir vikulega รญ staรฐ mรกnaรฐarlega. Til aรฐ taka dรฆmi รพรก verรฐa undirheimarnir og einelti tekiรฐ fyrir. Viรฐ erum รญ รพeirri stรถรฐu aรฐ geta kafaรฐ dรฝpra รญ รพรก hluti sem eru jafnvel nรบ รพegar รญ umrรฆรฐunni, eins og t.d. vรฆndiรฐ var รญ sรญรฐustu serรญu. FERร U ร EINHVERJA TILRAUNASTARFSEMI, SVIPAร OG ร ร GERร IR MEร NOTKUN DEYFILYFJA ร Sร ร USTU SERร U? ร aรฐ er ekki รกkveรฐiรฐ en allt er opiรฐ รญ รพeim mรกlum. Hugsanlega eitt atriรฐi, en รฉg er ennรพรก aรฐ mana mig upp รญ รพaรฐ. Fรณlk verรฐur bara aรฐ bรญรฐa og sjรก.

Mรฉr detta strax รญ hug nokkur atvik. Vandrรฆรฐalegast var lรญklega รพegar รฉg var meรฐ Spjalliรฐ รก Skjรก einum. ร รก var tรถframaรฐur aรฐ fara aรฐ sรฝna brรถgรฐ รญ beinni รบtsendingu en mรฉr tรณkst aรฐ mรถlva vatnsglasiรฐ mitt. Viรฐ sรถgรฐum hvorugir orรฐ รญ ca 20 sekรบndur. Virkilega vandrรฆรฐaleg stund. HVAร ER EFTIRMINNILEGASTA VIร TALIร SEM ร ร HEFUR TEKIร ? Mรฉr detta nokkur viรฐtรถl รญ hug. Til dรฆmis viรฐtal sem รฉg tรณk viรฐ pรณlskan strรกk sem bjรณ รญ tjaldi รญ Laugardalnum og vann รก Nordica hotel. ร g spurรฐi hann hvort hรณteliรฐ gรฆti ekki รบtvegaรฐ honum herbergi, en รพรก var honum bara boรฐiรฐ herbergi sem var dรฝrara en mรกnaรฐarlaunin hans, fyrir skatt. ร annig รพetta var miklu hentugri lausn fyrir hann. ร aรฐ er lรญka mjรถg eftirminnilegt รพegar รฉg tรณk viรฐtal viรฐ konu sem var aรฐ vinna sem strippari รก Goldfinger.

18

MATUR ร g verรฐ aรฐ segja Cobe nautakjรถt. Smakkaรฐi รพaรฐ รญ Japan fyrir nokkrum รกrum. Bร ร MYND Godfather II Tร NLISTARMAร UR Elvis Presley ร ร Rร TTAMAร UR Michael Jordan STAร UR Kyoto รญ Japan HLUTUR ร g รก nokkur รบr sem mรฉr รพykir vรฆnt um. En รฆtli รฉg verรฐi ekki segja fartรถlvan, รฉg nota hana langmest.

( !

# $"

! "

! . !". ( * %) . ! * %) .

" + (

( *# #( " !+ ! !

19

( ,+ . ) # ( # + . . !". . !". + )"


Lífið

á

görðunum

Í þetta sinn leit Stúdentablaðið í heimsókn til þeirra Guðnýjar Helgu Grímsdóttur og Guðmundar Snæs Guðmundssonar sem búa á Stúdentagörðunum við Eggertsgötu. Guðný Helga stundar nám í uppeldis-og menntunarfræði við HÍ og Guðmundur, eða Gummó eins og hann er kallaður, er grafískur miðlari að mennt og ber heimilið þess vitni að hann og Guðný hafa næmt auga fyrir fallegum smáatriðum auk þess sem málverk eftir Gummó prýða veggina. Parið eldaði dýrindis plokkfisk fyrir blaðamann og ljósmyndara ásamt þeim Tómasi Snæ, 6 ára og Önnu Guðrúnu, 5 ára., Að sögn Guðnýjar Helgu eru þau mikið fyrir klassískan íslenskan heimilismat á borð við grjónagraut, fisk og lambakjöt. Þar að auki er ítalskur matur í talsverðu uppáhaldi að sögn Guðmundar, og kemur reglulega fyrir að þau gæði sér á heimatilbúinni pizzu og lasagna. Texti: Guðrún Sóley Gestsdóttir Ljósmyndir: Natsha Nandabhiwat PLOKKFISKUR

M i s t

Í r i s

500 grömm roð og beinlaus fiskur 400 grömm kartöflur 100 grömm smjör 1 laukur 1 ½ teskeið karrý ½ spergilskálshöfuð ¾ dl hveiti Salt og pipar eftir smekk Rifinn ostur

Texti: Lára Halla Sigurðardóttir Ljósmyndir: Dagur de'Medici Ólafsson

Sjóðið kartöflurnar. Setjið vatn og fisk í pott, látið suðuna koma upp og slökkvið síðan undir hellunni og látið standa á meðan sósan er útbúin, í um 10 mínútur.

Guðný og Gummo hafa komið sér vel fyrir íbúðinni, sem er samtals 50m2. Fyrir ofan skötuhjúin er mynd eftir Gummó sem hann gaf Guðnýju að gjöf, til gamans má geta að skammstöfunin PTC stendur fyrir Party Time Crew sem er félagsskapur þriggja glæsilegra kvenna sem allar stunda nám í HÍ.

Setjið helminginn af smjörinu í pott, saxið laukinn, bætið við og kryddið með karrý. Látið karrýið sjóða í smjörinu í 4 mínútur. Hellið mjólkinni út í og þegar hún fer að sjóða er bætt við hveitinu. Gott er að setja smá af hveitinu í einu þar til sósan verður hæfilega þykk. Ef sósan verður of þykk er hægt að bæta við mjólk. Star Wars er í hávegum haft á heimilinu. Stjörnustríðsklukkan skipar heiðursess í stofunni.

Skerið spergilkálið í litla bita. Sigtið fiskinn frá vatninu og bætið honum út í sósuna ásamt spergilkálinu. Bragð bætið með salti og pipar. Skerið kartöflurnar í bita og bætið við. Hellið síðan öllu í eldfast mót og stráið osti yfir. Setjið á undir grill í ofninum þar til osturinn er farin að brúnast. Gott er að hafa rúgbrauð og gufusoðið/ferskt rótargrænmeti með.

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum varði Evrópumeistaratitil sinn á dögunum og sneri heim frá Danmörku með gull um hálsinn og bros á vör. Íris Mist Magnúsdóttir er fyrirliði liðisins, nemi í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og ein besta trampólínstökkkona í Evrópu. Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti þessa fimu konu á köldum októbermorgni og fékk að heyra um leiðina að gullinu, lykilinn að góðum liðsanda og matarræði fimleikafólks.

„Við vinnum allar að sama markmiði“ segir Íris Mist, „við erum búnar að æfa í marga mánuði og því þýðir ekki að mæta á mótið og eyðileggja vinnuna með því að vera stressaður“. Markmið liðsins fyrir mótið var að njóta þess að fá að taka þátt og hafa gaman að. „Manni gengur jú alltaf betur ef maður er glaður og jákvæður, bæði í fimleikasalnum og almennt í lífinu“ bætir hún við og brosir. BORÐA HEILAN NAMMIPOKA Á DAG!

ALLTAF EINU SKREFI Á UNDAN Íris Mist segir að fimleikafólk þurfi sífellt að huga að því að innbyrða nóg af kolvetnum til þess að hafa orku í þessar löngu æfingar. Hún segist yfirleitt byrja daginn á trefjaríku fæði eða AB mjólk með seríósi, borði heita máltíð í hádeginu og nærist síðan reglulega yfir daginn. Á æfingum grípur hún í kolvetnisdrykki, hnetur og rúsínur til þess að halda blóðsykrinum uppi. Aðspurð segist Íris ekki hafa orðið vör við útlitskröfur hjá þjálfurum sínum. „Við erum auðvitað beðnar um að borða hollt til þess að hafa orku“ segir Íris Mist og bætir við að útlitið skipti ekki máli svo lengi sem þær geti það sem þær eiga að gera og líði vel með það. „Ef ég fitna þá finnst mér erfiðara að hlaupa á trampólíninu en maður má heldur ekki vera of grannur“ segir hún, „þá verður maður aumur og það eykur líkurnar á meiðslum“. Þannig snýst þetta aðallega um að vera í því formi sem þær geta æft í. Almennt reynir Íris Mist að halda sig við hollustuna en segist þó af og til detta í skyndibitamat. „Ég borða líka alveg heilan nammipoka á dag“ segir hún, „þegar við æfum svona mikið eins og núna hugsa ég aðallega um að hafa nógu mikið af orku, maður brennir þessu um leið!“

Eftir sigur á Evrópumótinu fyrir tveimur árum kom ekkert annað til greina hjá liðinu en að verja titlinn. Leiðin að gullinu var löng og ströng og sigurinn kom ekki af sjálfu sér. „Við unnum markvisst að því að vinna titilinn aftur“ segir Íris Mist. Þjálfararnir settu saman öfluga æfingaáætlun fyrir hópinn, plan sem snerist um það hvernig hópurinn gæti alltaf verið einu skrefi á undan hinum liðunum í undirbúningnum. „Við æfðum mikið, fórum í æfingabúðir erlendis, ferðuðumst hringinn í kringum landið, stunduðum hópefli og tókum líkamlega og andlega þáttinn fyrir“ segir Íris Mist. Hópurinn sem æfði fyrir mótið stóð saman af tuttugu og þremur fimleikakonum en aðeins sextán þeirra fóru út á mótið. Þar af leiðandi var liðið alltaf á tánum og gerði sitt besta. „Liðið hefur aldrei verið svona sterkt, allar vonir okkar rættust!“ bætir Íris Mist við. REYNUM AÐ ÝTA NEIKVÆÐNINNI FRÁ Ánægja og samheldni liðsins vakti athygli á mótinu en þær geisluðu af gleði við æfingar sínar. Aðspurð segir Íris Mist að liðið sé duglegt að gera eitthvað saman til þess að efla liðsandann. Stelpurnar eyða miklum tíma saman við æfingar og þekkjast því vel. „Þjálfarinn segir oft að ein neikvæð manneskja sé eins fjórar jákvæðar“ segir hún. Að koma inn á æfingu og vera neikvæður og fúll smitar út frá sér. Hún segir stelpurnar því reyna að ýta neikvæðninni frá og ræði við þjálfara ef eitthvað bjátar á. Ef eitthvað kemur upp á þá er það einfaldlega rætt.

20

Það er ekki öll von úti fyrir okkur hin sem eru ekki Evrópumeistarar í fimleikum. Íris Mist segir að félagið hennar, Gerpla, bjóði meðal annars upp á fullorðisfimleika. Þar eru allir velkomnir, bæði þeir sem hafa aldrei stigið á trampólínið og þeir sem hafa einhverja reynslu á þessu sviði.

21


Fjársterkir aðilar höfðu þá samband við ritstjóra DV og hótuðu að stöðva prentun blaðsins ef viðtalið yrði birt. „Þetta virkar svona dagsdaglega, óskrifaðar reglur þar sem ekki er fjallað um efni sem er talið muna draga úr trúverðugleika miðilsins, en stundum ef það er sérstaklega viðkvæm frétt þá er hnefinn einfaldlega settur niður og hún stöðvuð” segir Guðjón. EF VIÐ SKOÐUM FRÉTTIRNAR SEM OKKUR HAFA BORIST FRÁ SÝRLANDI UNDANFARIÐ ÁR OG FRÁ LÍBÝU Á SÍNUM TÍMA, TELUR ÞÚ AÐ ÞÆR GEFI RÉTTA MYND AF ÁSTANDINU Í LÖNDUNUM?

g a a g n a G u Texti: Jónína Herdís Ólafsdóttir

Guðjón Heiðar Valgarðsson heldur úti vefmiðlinum Gagnauga.is. „Gagnauga leggur áherslu á hið ótrúlega, umdeilda og ritskoðaða í samfélaginu, en líka það fróðlega, fyndna, fallega og gagnlega,” eins og segir á vefsíðunni. „Við fjöllum um ýmsar fréttir sem komast ekki í sviðsljósið hjá almennum fjölmiðlum,” segir Guðjón, en hann hefur sérstakan áhuga á samsæriskenningum. „Fólk á ekki endalaust að vera að dæma fólk sem hefur aðrar skoðanir og eins ef þú hefur skoðun á einhverju áttu að vera óhræddur við að tala um það. Á Gagnauga leyfum við allskonar hlutum að flakka og treystum því að fólk sé nógu sjálfstætt til að meta þá út frá eigin forsendum án þess að taka okkur sem einhverju orði sannleikans,” segir Guðjón. HVER ER ÞÍN HELSTA FRÉTTAVEITA? „Það er úr nógu að velja en ég skoða helst erlendar síður sem eru með samantekt á fréttum víðsvegar að. Ég nota Reddit mjög mikið, David Icke, Red ice creations og Infowars, þó mér mislíki ýmislegt við framferði Alex Jones sem er stjórnandi Infowars. Auðvitað fylgist ég líka með þessum stóru fjölmiðlum sem eru almenningi kunnuglegri,” segir Guðjón. Fyrir greinarskrif sín á Gagnauga vinnur hann talsverða rannsóknar- og heimildarvinnu og ver miklum hluta tíma síns í að skoða fréttir af mismunandi uppruna. Hann segist leita að sameiginlegum þræði og draga í kjölfarið rökrétta ályktun um hvað hafi í raun átt sér stað. „Fjölmiðlar tala um að þeir séu hlutlausir en þeir takmarka hlutleysið á milli tveggja póla sem þeir hafa skilgreint sjálfir. Í rauninni eru þeir aldrei að sýna báðar hliðar. Til að mynda í fréttum af Sýrlandi hafa aldrei komið fram nema stikkorð af því sem Sýrlendingar eru að segja og eins er málflutningur Vesturveldanna aldrei dregin í efa. Það eru aðeins örfá dæmi um að hlið Sýrlendinga fái yfirhöfuð að koma fram en fæstir fylgjast nógu vel með til að það skipti máli, það drukknar í öllum hinum fréttunum,” segir Guðjón.

HVAÐ FINNST ÞÉR UM FJÖLMIÐLA Á ÍSLANDI? „Fjölmiðlar á Íslandi eru ástæðan fyrir að ég er að gera Gagnauga. Það skiptir í raun engu hvort að þú ert áskrifandi að Vísi eða Morgunblaðinu, þetta er sami miðillinn fyrir mér, þeir segja alltaf það sama. DV gengur aðeins lengra í innlendum málum en í aðalatriðum eru allir þessir miðlar undir áhrifum af sömu erlendu meginstraumsmiðlunum sem einnig eru með sömu fréttir sagðar út frá sömu heimssýn. Erlendar fréttir hér á landi ganga út á að fylgjast með stærstu miðlunum úti og þýða þá yfir á íslensku. Það er nánast enginn skýr rannsóknarvinna sem fer fram meðal íslenskra fjölmiðla,” segir Guðjón. Varðandi fréttaflutning af Sýrlandi tekur Guðjón þó dæmi um grein sem birtist nýlega í Fréttblaðinu. Sú bar nafnið „Olíuöld en ekki arabískt vor” og birtist ensk þýðing hennar á Gagnauga.is. „Þetta var viðtal við Sýrlending sem íslenskur blaðamaður hitti á Spáni. Greinin var að öllu leyti á skjön við allt annað sem hefur verið skrifað í Fréttablaðinu um ástandið í Sýrlandi og varði málstað sem hafði ekki fengið að koma fram neinsstaðar í fjölmiðlum hér á landi,” segir Guðjón. HVERS VEGNA HELDUR ÞÚ AÐ FÁIR FRÉTTAMENN Á LANDINU LEGGIST Í ALVÖRU RANNSÓKNARVINNU? „Ég held að það sé tímaleysi. Það er pressa á öllum. Með því að birta fréttir eftir öðrum fréttamönnum hjá öðrum miðlum er mjög auðvelt að koma sér undan ábyrgð. Þar að auki er ekki tekið vel í það að birta umfjöllun um samsæriskenningar, fólk einfaldlega þorir því ekki.” Guðjón minnist í þessu samhengi á Jón Bjarka Magnússon sem sætti ritskoðun árið 2008 þegar hann starfaði fyrir DV. Skömmu eftir hrun tók Jón Bjarki viðtal við Sigurjón Árnason sem var ennþá starfandi fyrir Landsbankann, en hann ku vera í hópi manna sem tengdust Icesave.

22

Ná t t úr u h r ey f i ng

Texti: Sigurgeir Ólafsson & Jónína Herdís Ólafsdóttir

„Nei, kolranga. Ef að fólk trúir þessum sögum um að Assad sé fjöldamorðingi sem er að myrða fókið í landinu vil ég spyrja þá einstaklinga tveggja spurninga: Hvort það hafi einhvern tímann hlustað á viðtöl við hann og heyrt það sem hann hefur að segja? Og hvort að það viti hver konan hans er? En hún Asma al-Assad er mikill mannréttindafrömuður. Ég vil líka spyrja af hverju það eru milljónir manna í Sýrlandi sem styðja Assad alveg eins og milljónir studdu Gaddafi á sínum tíma í Líbýu? “ Guðjón hefur mikið skrifað um stríðin í Líbýu og Sýrlandi. Hann er sannfærður um að uppreisnarmennirnir séu utanaðkomandi aðilar sem búa til uppþot og séu styrktir af aðilum eins og Ísrael, Saudi Arabíu, NATO, Qatar og CIA. Í kjölfarið taki þessir sömu aðilar við fjölmiðlavinnunni og máli ástandið sér í hag. Hann er sannfærður um að það sé fólk sem hafi það að atvinnu að búa til áróður og lygar. EN TIL HVERS AÐ STOFNA TIL STRÍÐA Í ÖÐRUM LÖNDUM? „Ítök, olía, peningar, að halda valdinu þar sem það er núna, að taka út öll lönd sem eru með annan hátt á, að geta stjórnað heiminum með alheimsbankakerfinu og búa til kerfi sem er byggt á auðvaldi. Kapítalisma sem er dulbúinn sem lýðræði líkt og við þekkjum og búum við núna.“

Náttúruhreyfing er byggð á MovNat kerfinu sem sérhæfir sig í að kenna fólki um náttúrulega líkamsrækt og lífstíl en höfuðsetning þeirra er: „Kynnstu þínu sanna eðli”. Mannkyn sem er hrjáð af sjúkdómum, þunglyndi og offitu er hvatt til að fylgja eðli sínu og færa sig nær rótunum. Í því felst meðal annars að hreyfa sig og nærast eins og líkami okkar er byggður fyrir og aðlagaður að. Náttúruhreyfingarmenn gagnrýna líkamsræktarmenninguna þar sem afmörkuðum tíma er eytt í lokuðum líkamsræktarsal á staðbundnum hlaupabrettum. Þeir vilja heldur henda sér út í ferska loftið og nota alla náttúruna sem sitt rými og líkamsræktartæki. Hreyfingarnar spanna allt frá göngu og skriði yfir í klifur og köfun. Pétur Halldórsson lauk nýverið námi í líffræði við Háskóla Íslands. Hann heillaðist af MovNat hreyfingunni og hefur nú tekið það að sér að færa Íslendingum spekina heim. Pétur heldur úti síðunni natturuhreyfing.is og býður upp á reglubundin námskeið í náttúruhreyfingu. Stúdentablaðið var að sjálfsögðu æst í að kynna sér málið.

HVER ER ALGENGASTA „VILLA” Í LÍKAMSBEITINGU SEM ÞÚ SÉRÐ MEÐALMANNINN GERA SIG SEKAN UM VIÐ LÍKAMSRÆKT? Að halda að maður geti ekki breytt því hvernig maður hreyfir sig (eða sjá ekki tilganginn í því). T.d. þegar fólk kaupir sérstaka skó til að leiðrétta „slæman hlaupastíl“ í stað þess að læra einfaldlega að beita sér betur (sem gerir sérstaka skó óþarfa). SEGÐU OKKUR AÐEINS FRÁ BAREFOOT RUNNING OG ÞINNI REYNSLU AF ÞVÍ? Ég hef hreyft mig (m.a. hlaupið) berfættur markvisst síðan 2009 og tók m.a. þátt í New York City Barefoot Run árið 2011. Að hreyfa sig berfættur er eitthvað sem tekur langan tíma að læra (svipað og tungumál) en ávinningurinn er ótvíræður. Þetta er öruggasta (og eðlilegasta) leiðin til að styrkja fæturna, svo lengi sem maður lærir að gera það rétt (sem er mjög einfalt)

HVERNIG KYNNTIST ÞÚ ÞESSUM HUGMYNDUM UM NÁTTÚRUHREYFINGU?

Það er ansi dæmigert Reykjavíkur haustveður, blautt og sæmilega svalt þegar kappklæddir blaðamenn hitta á Pétur, sem sjálfur er klæddur í þunnan jakka og gallabuxur og lítur ekki út eins og maður sem er um það bil að fara að halda kynningu á líkamsræktarnámskeiði. „Hver segir að ég sé það ekki?” spyr Pétur og hlær þegar inntur eftir ástæðum þess. „Mönnum hættir svo mikið til að líta á fatnað sem einhvern hamlandi þátt, en það er hann alls ekki. Það er okkur mikilvægt að geta hreyft okkur í hverju sem er.” Pétur gengur þessu næst í gegnum nokkrar æfingar með okkur og umhverfið er hans æfingarvöllur. „Mér datt í hug að við gætum byrjað á að klifra upp á listaverkið þarna” segir hann og bendir á stóran grjótskúlptúr sem stendur á miðju túninu. Okkur verður fljótlega ljóst að verkið er meira en bara augnkonfekt (sem það þó sannarlega er) og má nýta það til ótrúlegustu hluta ef ímyndunaraflið er í lagi. „Hvernig væri að klifra afturábak niður, án þess að horfa?” spyr Pétur blaðamann þegar komið er upp á topp. Eftir að við höfum sigrast á verkinu klífum við tré, lærum að bæta hlaupastílinn okkar og hagkvæmar leiðir til að bjarga meðvitundarlausri manneskju en auk þess mega þátttakendur á námskeiðinu vænta þess að synda, kafa, læra sjálfsvörn og flestar náttúrulegar, hagnýtar hreyfingar sem hægt er að hugsa sér. Auk þess sem Pétur veitir góðar ráðleggingar um matarræði. Hann leggur líka mikla áherslu á að æfingarnar séu hagnýtar og skemmtilegar. „Þetta á auðvitað fyrst og fremst að vera gaman, formið og útlitið er svo bara bónus sem fylgir með”. Pétur leggur þess utan áherslu á að rétt sé staðið að æfingunum, til að fyrirbyggja meiðsli. Til að mynda er mikilvægt að huga vel að réttum hlaupastíl. „Þegar við hlaupum er best að reyna að lágmarka höggið á liðina til að losna við álagsmeiðsli” segir Pétur „það gerum við með því að vera meðvituð um það hvernig fóturinn skellur á jörðinni”. Ljóst er að Pétur er enginn nýgræðingur þegar kemur að hlaupum en hann hefur lagt stund á að hlaupa berfættur um nokkurra ára skeið og segir það ekki vera tiltökumál svo lengi sem líkamanum sé rétt beitt.. „Það er vitleysa að vera að kaupa sér rándýra íþróttaskó. Náttúrulegustu skórnir til að hlaupa í eru léttir með þunnum sóla eða bara engir skór, svo lengi sem það er nógu hlýtt.”

HVAÐ HELDUR ÞÚ AÐ KNÝI ÞETTA ÁFRAM? „Ég held að það sé blanda af valdagræðgi og ótta. Þetta snýst ekki bara um peninga, í þeim eru auðvitað mikil völd og því er það samtvinnað. Fólk sem er hluti af auðvaldinu er fullkomlega meðvitað um spillinguna sem hefur verið viðhaldið gagnvart almenningi í mörg hundruð ár. Þeir óttast það að verða afhjúpaðir og afhausaðir því það yrði mjög líkleg niðurstaða ef að fólk kæmist að öllum glæpunum sem þeir eru ábyrgir fyrir. Eftir að internetið kom hafa þeir orðið mjög örvæntingarfullir, upplýsingar ferðast mun hraðar og þeir sjá alveg það sem er að gerast, fólk er að vakna, en þeir vilja auðvitað halda áfram sínum háa lífsstandard.” HVAÐ MEÐ ÁSTANDIÐ Á ÍSLANDI, ERU EINHVER SAMSÆRI Í GANGI HÉR AÐ ÞÍNU MATI? „Aðallega hvað við búum yfir miklum auðæfum og erum að sóa þeim. Við eigum mjög stórt land miðað við hversu fá við erum. Við eigum miklu meira en nóg fyrir okkur öll og fólk er endalaust að tala um einhverja kreppu. Það er algjör firring í hugarfari Íslendinga og það angrar mig hvað það er verið að arðæna okkur mikið. Annars hef ég ekki mikið einbeitt mér að því að fjalla um stöðuna hér á Íslandi. “ Guðjón skrifar reglulega pistla á vefsíðunni Gagnauga.is.

Fyrir nokkrum árum vildi ég (líkt og flestir) snúa við dræmri heilsuþróun, þótt ég hefði enga skilgreiningu á „góðu formi“. Ég reyndi ýmislegt; tækjasali, fótbolta, sund, brasilískt jiu-jitsu, bootcamp, combat conditioning, ketilbjöllur, líkamsþyngdaræfingar o.fl. Kennslueðlið braust svo út í formi einkaþjálfunar (úti í garði) með góða vini sem kærkomin tilraunadýr. Ég væri sennilega enn að þjálfa líkamsþyngdaræfingar ...ef ég hefði ekki séð „The Workout the World Forgot“ á YouTube og dottið út fyrir kassann! Þá fór ég á MovNat-námskeið í Svíþjóð, Vestur-Virginíu, Los Angeles og London. Auk þess sótti ég í allt sem tengdist hugmyndafræðinni, t.d. fyrstu Ancestral Health Symposium ráðstefnuna í UCLA. HVER ER HELSTI MUNUR Á NÁTTÚRUHREYFINGARNÁMSKEIÐUM OG VENJULEGUM LÍKAMSRÆKTARNÁMSKEIÐUM? Náttúruhreyfing sér heilsu ekki sem ákveðið ástand (t.d. líkamsstyrk eða útlit) heldur ferlið þegar maður nýtur þess að hreyfa sig og aðlagast nýjum aðstæðum. Líkamsstyrkurinn og útlitið eru sjálfsagðar aukaafurðir. AF HVERJU ÆTTI FÓLK FREKAR AÐ KOMA TIL ÞÍN EN LEITA TIL LÍKAMSRÆKTAR-STÖÐVANNA? Líkamsræktarstöðvar hjálpa fólki kannski að líða vel en Náttúruhreyfing snýst um að gera fólk sjálfbjarga. Við þurfum ekki að láta segja okkur hvernig við „eigum“ að hreyfa okkur. HVAÐ ERTU HELST AÐ KENNA? Ég kenni fólki að hreyfa sig á hagkvæman hátt (sem sparar orku og lágmarkar slys/ álagsmeiðsli) og þroska ímyndunarafl sitt (til að aðlagast nýjum aðstæðum) í öllum náttúrulegum hreyfingum okkar (þ.e. að ganga, hlaupa, hoppa ,skríða, klifra, lyfta, bera, kasta, grípa, synda, kafa og sjálfsvörn).

23


Auðkennislykillinn liðin tíð Texti: Guðrún Sóley Gestsdóttir

Gjafmildi knattspyrnukappinn Texti: Rúnar Jón Hermannsson

rannsaka kaffi í Háskólanum. Lagt var upp með að kanna útsölustaði FS auk Bókhlöðunnar, en sökum tímaskorts og ótta við amfetamínblandað kaffi féll blaðamaður frá því að rannsaka Tanngarð og Eirberg. Rétt er að taka fram að allt kaffi var prófað með lítilli mjólk, svo það varð á litinn eins og mjólkursúkkulaði; smekkur blaðamanns er að kaffi skuli helst vera svo sterkt að þörf sé á hníf og gaffli til að neyta þess. Jafnframt var drukkið úr könnu, ekki pappaglasi. Pappaglös eru fyrir villimenn.

þar er bragðdauft og fræðimannalegt. Vottur af blýkeim. Áberandi heitt, næstum of heitt. 2½ baun af 5.

HÁMA Í Hámu eru tvær gerðir af kaffi - uppáhellt kaffi og malað kaffi, eða prófakaffi eins og það er oft kallað.

BÓKHLAÐAN Bókhlaðan hefur löngum verið alræmd fyrir skelfilegt kaffi. Klippikort FS gilda ekki á Hlöðunni og kostar bollinn því 170 kr., það sama og góða kaffið í Hámu. Hlöðukaffið er samt ekki eins slæmt og í minningunni, en minningarnar af Hlöðunni eru líka flestar slæmar. Kaffið er vatnskennt, bragðlítið og staðið. 2 baunir af 5.

Uppáhellt: Meðalsterkt, lítil fylling, óspennandi eftirbragð, eikarkeimur með vott af heslihnetum. Ekki gott til magndrykkju - blaðamaður hefur slæma reynslu af því úr prófatíð. 2½ baun af 5

Lyklakippur stúdenta og annarra landsmanna eru nú örlítið léttari eftir að Landsbankinn lét af notkun auðkennislykla á dögunum. Varkárir háskólastúdentar kunna að spyrja sig hvort afnám auðkennisykilsins og smsskráningarleiðarinnar leiði til lakara öryggis. Ekki er á áhyggjurnar bætandi hjá stúdentum í miðri prófatíð svo Stúdentablaðið ákvað að leita svara hjá Hermanni Þór Snorrasyni hjá Vörum og viðskiptaþróun Landsbankans við því hvort áhyggjurnar séu á rökum reistar. Að sögn Hermanns er alls ekki um takmörkun á öryggi að ræða, heldur þvert á móti aukningu þess. „Margir velta fyrir sér hvernig það geti verið öruggara að taka út auðkennislykilinn og eingöngu haft notandanafn og lykilorð. Svarið er í raun að verið er að gjörbylta því hvernig við nálgumst öryggi í netbankanum,” segir Hermann. „Á sama tíma og við afnumdum notkun auðkennislykils innleiddum við háþróað öryggiskerfi sem byggir á svokallaðri mynsturgreiningu og ber saman aðgerðir og aðstæður notandans við fyrri hegðun. Þetta tryggir aukið öryggi og bætir þar að auki þjónustu við notendur,” segir Hermann. Að hans sögn er því um að ræða innleiðingu á annarri kynslóð netöryggis. „Stundum hefur þessu verið

líkt við að notandinn þarf að komast í gegnum hlið til að fara inn í netbankann og í staðinn fyrir að láta notandann fá lykil að lás á hliðinu (auðkennislykillinn) er bankinn nú búinn að setja sveit öryggisvarða við hliðið (nýja öryggiskerfið) sem bæði staðfesta hver notandinn er og gæta þess að þegar inn er komið sé allt í lagi,” segir Hermann. Hann segir auk þess helstu kostina við breytinguna vera bætt notendaviðmót og auðveldara aðgengi. „Í breytingunni felst auk þess enginn kostnaður fyrir notandann, hvorki í upphafi né við notkun (ólíkt t.d. SMS varaleiðinni).” Að sögn Hermanns er Landsbankinn fyrsti bankinn á Norðurlöndum til að bjóða upp á þetta öryggiskerfi, og því er um að ræða spennandi nýjung fyrir Skandinavíubúa. Kerfið er nú þegar í notkun í mörgum af stærstu bönkum heims, 6.000 samtals með yfir 350 milljón notendur, svo talsverð reynsla er komin á notkun þess. „Auk þess má til gamans geta að Landsbankinn er fyrsti bankinn í heiminum sem mun bjóða upp á stuðning við fleiri en eitt tungumál í kerfinu – boðið verður upp á íslensku, ensku og pólsku fyrir viðskiptavini Landsbankans,”segir Hermann.

Örrýni: Skyfall Texti: Arnar Vilhjálmur Arnarsson Er Skyfall ein besta mynd ársins eða er hún einfaldlega enn ein tilraun Hollywood til að blóðmjólka það sem nú þegar er ofnýtt saga? Fyrir 50 árum leit fyrsta James Bond myndin, Dr. No, dagsins ljós. Hún náði mun meiri frama en menn höfðu leyft sér að vona. Þar með var grunnurinn strax lagður fyrir James Bond á hvíta tjaldinu, sem í dag telst til einnar stærstu kvikyndamyndaseríu allra tíma. Síðan þá hafa verið gefnar út 21 Bond-myndir sem oftast hafa vakið mikla lukku. Skyfall, sem er 23. myndin í seríunni átti því, líkt og allar aðrar Bond myndir, mikið verk fyrir höndum með að standa undir öllum þeim kröfum og væntingunum sem gerðar eru til Bond mynda. Það var því til mikillar ánægju unnenda seríunnar og hasarmynda yfir höfuð að myndin stóð undir væntingum og vel það. Gagnrýnendur hafa gengið svo langt að kalla hana bestu Bond myndina til þessa. Myndin skartar öllu því sem almennt finnst í Bond myndum, þ.e.a.s.

spennu, drama, rómantík og hóflegu magni af húmor og fimmaurabröndurum. Flott tónlist, frábært handrit og fyrirmyndar leiktilþrif leggja grunninn að þessari einstaklega vel unnu mynd. Líka er nauðsynlegt þegar verið er að gagnrýna Bond-mynd að taka titillagið fyrir, en að þessu sinni var það hin geysivinsæla Adele sem tók að sér það verk og gerði það með mikilli prýði. Titillagið sem heitir einfaldlega Skyfall er vel samið og frábærlega útfært og kemur manni gjörsamlega í rétta gírinn fyrir myndina. Þegar öllu er á botninn hvolft stóð myndin vel undir þeim væntingum sem ég hafði gert mér. Þrátt fyrir að Bondserían hafi átt dálitla þurrtíð í upphafi 20. áratugarins leikur ekki nokkur vafi á að velgengni hennar gæti vel haldið áfram í ótal ár ef þau viðhalda þeim staðli sem þær hafa sett sér og að sjálfsögðu vonum við að slík verði einmitt raunin.

24

Ofurlaun knattspyrnumanna í Evrópu hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár og myndu flestir segja að upphæðirnar séu komnar út í öfga því flestir lifa þeir eins og kóngar. Portúgalinn Cristiano Ronaldo fékk til að mynda tæpa 2 milljarða króna í laun frá Real Madrid árið 2011. Við skulum gefa okkur að hann vakni einn veðurdaginn með gríðarlega þörf fyrir að gefa árstekjur sína til Háskóla Íslands, Hvað gætum við gert við þessa upphæð? Við gætum gert eitthvað af eftirfarandi (með grófum útreikningum):

$

GREITT SKÓLAGJÖLD ALLRA NEMENDA VIÐ HÍ Í 2 ÁR.

$

KEYPT TÆPLEGA 27 MILLJÓN KAFFIBOLLA – ÞAÐ ÆTTI AÐ NÝTAST VEL ÞEGAR STYTTIST Í PRÓFIN.

$

ALLIR NEMENDUR SKÓLANS GÆTU FENGIÐ HEITA MÁLTÍÐ ÚR HÁMU OG KAFFIBOLLA DAGLEGA, Í HEILT SKÓLAÁR.

$

RAFMAGNSVESPUR FYRIR ALLA NEMENDUR SKÓLANS – BÍLASTÆÐAVANDINN LEYSTUR!

$

ÁRSKORT Í STRÆTÓ FYRIR ALLA NEMA SKÓLANS NÆSTU 4 ÁRIN.

$

ALLIR GÆTU FENGIÐ IPHONE 4S (16GB) – VERUM RAUNSÆ GOTT FÓLK, ÞAÐ VÆRI FREKJA AÐ FARA FRAM Á IPHONE 5.

$

KLASSÍSKT HEILNUDD EINU SINNI Í MÁNUÐI Í HEILT ÁR FYRIR ALLA NEMENDUR – MAÐUR MYNDI EKKI SLÁ HENDINNI Á MÓTI ÞVÍ.

$

2.9 MILLJÓN LÍTRA AF THULE – ÖLL EIGUM VIÐ SKILIÐ SMÁ THULE.

Þrátt fyrir alla þessa gjafmildi þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af því að hafa gert karlgreyið gjaldþrota, því hann tæplega þrefaldar árstekjur sína með ýmsum auglýsingasamningum við fyrirtæki á borð við Nike og Armani. – Hver er tilbúin/n að taka það að sér að skreppa til Madrid og vingast við kappann?

Kaffi (eða ekki) kaffi ?

Prófakaffið: Sennilega besta kaffi sem þú finnur á Háskólasvæðinu, að Kaffitári í Þjóðminjasafninu undanskildu. Kaffið er kraftmikið og bragðsterkt, örlítið beiskt og með ríka fyllingu. Blaðamaður mælir hiklaust með því, allavega á prófatíma. 4½ baun af 5

Texti: Gunnar Dofri Ólafsson Ljósmyndir: Natsha Nandabhiwat Kaffi. Hinn vökvinn sem heldur Háskólanum gangandi. Allt frá árdögum kaffihúsanna í Vínarborg til dagsins í dag hafa kaffibollar staðið þöglir milli manna og kvenna meðan á milli þeirra fara heimsmálin, skyndilegt brotthvarf viðmælendanna af barnum kvöldið áður með ókunnugri tilvonandi fyrrverandi eða hlátrasköll á stefnumóti. Kaffi á fastan sess í okkar daglega lífi og þjónar mikilvægum félagslegum tilgangi. „Við þurfum að ræða þetta yfir kaffibolla.“ „Þau virðast viðkunnanleg, við ættum að bjóða þeim í kaffi fljótlega.“ „Þú ættir að kíkja til mín í kaffi einhvern tíma (blikkkall).“ Háskólakaffi þjónar hins vegar öðrum tilgangi. Rétt eins og háskólastúdentar baða sig upp úr hinum vökvanum að prófum loknum þá er kaffi orka og eldsneyti stúdenta frá sjö á mánudagsmorgni til fimm á föstudegi yfir önnina, og allan sólarhringinn í prófatíð. Kaffi er samt ekki það sama og kaffi. Blaðamaður tók að sér, með hag stúdenta að leiðarljósi, að

ASKJA Kaffistofan í Öskju er lítil og “out-of-place”. Þar er ekki traustskerfi. Opnunartíminn er líka til að kvarta yfir, þar lokar 15:30. Kaffið er ekki upp á margar baunir og veikara en önnur köff sem prófuð hafa verið. 1½ baun af 5.

ODDI Uppáhellta kaffið í Odda er jafnan betra en í Hámu. Fyrir það fyrsta er traustskerfi í Odda, þar sem stúdentum er sjálfum gert að klippa kaffikortin sín. Þessa er saknað á háannatíma í Hámu, þar sem oft myndast langar raðir við kassana. Sú blanda sem beið blaðamanns var óspennandi. Kaffið var bragðdauft, en bragðdauft á allt annan hátt en Hámukaffi. Eftirbragðið var gott og batnaði kaffið eftir því sem leið á bollann. 3 baunir af 5 ÁRNAGARÐUR Kaffistofan í Árnagarði er í senn hlýleg og stofnanaleg. Í Árnagarði er nemendum sýnt sama traust og í Odda. Kaffið

HÁSKÓLABÍÓ Kaffið í Háskólabíó þykir svo slæmt að @ViktorHrafn heldur úti Twitter-síðu í þeim eina tilgangi að tala illa um það. Í Háskólabíó er traustskerfi en bara pappaglös. Þrátt fyrir það var kaffið ekki svo slæmt, ágætlega sterkt og akkúrat mátulega heitt. Það gæti hafa verið hending í ljósi þeirrar óvildar sem kaffið hefur skapað sér, en þessi tiltekni pappi fær 3 baunir af 5. NIÐURSTÖÐUR Samkvæmt þessari óvísindalegu rannsókn er góða kaffið í Hámu best en jafnframt dýrast. Stúdentar skulu forðast Öskju og Hlöðukaffi, en sækja Odda vilji þeir fá mikið fyrir lítið. Að lokum er rétt að nefna að besta kaffið á Háskólasvæðinu fæst sennilega í Þjóðminjasafninu, en þar er opið á sunnudögum og hægt að fá ristaða beyglu með rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum.

Illu er best - slegið á frest? Texti: Hugrún Björnsdóttir Nóvembermánuður er genginn í garð í allri sinni dýrð með tilheyrandi skammdegi og vondu veðri. En nóvember þýðir aðeins eitt í huga margra námsmanna: óteljandi skilaverkefni í skólanum og tilheyrandi stress. Ekki nóg með það heldur er desember handan við hornið og þar með prófin í öllu sínu veldi. Því er ekki úr vegi

að setjast niður og byrja að skipuleggja hvernig eigi að komast yfir öll þessi ósköp. Hér gefur að líta lista yfir nokkur vefforrit sem ég tel að auðveldi skipulagningu og veiti hjálp við frestunaráráttu. Auk þess eru þau ókeypis og tiltölulega einföld í notkun. Ég nota Windows stýrikerfið og Google

Chrome vafrann og listinn er því miðaður að því. Til eru fjöldamörg vefforrit sem hjálpa þér á öllum sviðum lífsins og mæli ég með að taka frá nokkrar mínútur og skoða það sem er í boði.Mundu að það er aldrei of seint að byrja að skipuleggja!

FYRIR SKIPULAGIÐ: FYRIR FRESTUNARÁRÁTTU: GMAIL: Að mínu mati margborgar sig að fá sér Gmail póstfang. Með Gmail færðu aðgang að allskonar annarri þjónustu frá Google. GOOGLE CALENDAR: Dagatal sem býður upp á marga möguleika til skipulags. Hægt er að búa til mörg mismunandi dagatöl (t.d. eitt fyrir skólann, eitt fyrir vinnuna o.s.frv.) í mismunandi litum sem sjást öll á einu aðaldagatali. Einnig er hægt að flytja Facebook viðburði og afmælisdaga inn á Google Calendar. Google Calendar býður líka upp á einfaldan verkefnalista. GOOGLE DRIVE: Sama þjónusta og Dropbox, þ.e. geymslupláss á netinu. Google Drive býður upp á 5GB ókeypis pláss. Í Google Drive er hægt að búa til hefðbundin Word skjöl, Power Point glærur og Excel skjöl og deila þeim með öðrum. Tveir eða fleiri geta þá unnið í sama skjalinu á sama tíma. TASKFORCE: Býr til „task“ eða verkefni úr tölvupósti. WORKFLOWY: Einfalt og þægilegt vefforrit til að búa til verkefnalista. EVERNOTE: Stafræn stílabók, svipað og Microsoft OneNote.

Þessi vefforrit eru tilvalin fyrir þá sem hafa tilhneigingu til að fara frekar á Facebook en að klára skilaverkefni morgundagsins. Þessi vefforrit takmarka þann tíma sem þú getur eytt á ákveðnum síðum. COLD TURKEY (Windows) SELF CONTROL (Mac OS X) LEECH BLOCK (Firefox) STAY FOCUSD (Google Chrome) Stúdentum HÍ er bent á heimasíðu Náms- og starfsráðgjafar: http://nshi.hi.is/, þar er að finna ýmis tæki og tól sem hjálpa til við námið.

25


Uppfinningamaðurinn sem fann upp 20. öldina Í litlu hótelherbergi í New York þann 7. janúar 1943 dó magnaðasti uppfinningamaður allra tíma, bláfátækur og vanræktur. Nú til dags þekkja fáir nafn hans (nema mögulega þeir sem sáu David Bowie leika hann í kvikmyndinni The Prestige). Nafn hans var Nikola Tesla fæddur 1856 í Króatíu. Tesla var langt á undan sínum samtíma og hugmyndir hans oft misskildar. Áhrif hans á heiminn eru samt sem áður ótvíræð. Texti: Ólafur Bjarki Bogason

Tesla var fjöltyngdur og talaði átta tungumál reiprennandi. Hann hafði þann hæfileika frá blautu barnsbeini að geta séð fyrir sér vélar, tekið þær í sundur og sett aftur saman í huganum.

Tesla smíðaði fjarstýrðan smábát sem hann sýndi samtíðarmönnum sínum í Madison Square Garden. Lýðurinn trúði ekki sínum eigin augum og var því m.a. haldið fram að báturinn væri andsetinn og að inni í bátnum hlyti að vera þjálfaður api sem stýrði honum. Að auki hannaði Tesla fjarstýrðan kafbát en lifði ekki að gera hann að veruleika.

Tesla trúði því að hægt væri að fanga rafmagn jarðarinnar, t.d. segulsviðið og dreifa því rafmagni frítt um allan hnöttinn. Að auki trúði hann því að hægt væri að dreifa myndum, tónlist og gögnum þráðlaust. Þessi hugmynd féll í grýttan jarðveg þeirra sem veittu honum fjárhagslegan stuðning (t.d. auðjöfurinn J.P. Morgan) vegna þess að enginn hagnaður er af fríu rafmagni og fjarskiptum.

Sögusagnir eru um að Tesla hafi einnig hannað svokallaða Dauðageisla og jarðskjálftavél. Eftir dauða hans tók bandaríska ríkistjórnin við öllum skissum Tesla en engin veit nákvæmlega hvað þær hafa að geyma.

Má bjóða þér smá kökur? Texti: Herdís Helgadóttir Ljósmyndir: Jóhanna Andrésdóttir, Natsha Nandabhiwat og Ásthildur Erlingsdóttir Nú er sólin heldur betur farin að lækka á lofti og sólskinsstundirnar ekki margar í viku hverri. Hitastigið hefur lækkað með sólinni og ullarsokkar, úlpur og lopapeysur hafa sennilega flutt úr geymslum, inn í forstofur landsmanna. Það er kominn nóvember og það þýðir tvennt: – jólin koma í næsta mánuði og –prófin byrja fljótlega. Prófalestur, prófljóta, prófastress og svo mætti lengi telja, það er ýmislegt síður skemmtilegt sem fylgir prófunum. En tíma prófanna má auðveldlega gera svo mikið betri (og auðveldari!). Það vill nefnilega svo heppilega til að prófatörnin hittir á dásamlegan árstíma sem kallast

aðventa. Aðventunni fylgja jólaljós, kertaljós, konfekt, jólakortagerð, jólalög og margt annað skemmtilegt og bragðgott. Að smákökunum ógleymdum! Hvað er betra en að eiga disk fullan af smákökum þegar maður rembist við lærdóminn? Smákökur eru margar hverjar fljótlegar og einfaldar og því er um að gera að taka sér pásu frá prófalestrinum, baka smákökur og eiga svo afraksturinn þegar sykurþörfin kallar. Stúdentablaðið fór á stúfana og fékk nokkra nemendur frá ýmsum löndum til að gefa uppskriftir af smákökum frá sínu heimalandi.

Heimsókn í Kaffistofuna Texti: Krista Alexandersdóttir

Nemendagalleríið Kaffistofan er eitt af földum perlum Hverfisgötunnar sem að fleiri ættu að þekkja. Galleríið er aðallega notað af nemendum Listaháskóla Íslands á myndlista- og grafískri hönnunarbraut sem vilja kynna Síðustu ár ævi sinnar var Tesla hugfanginn af því að byggja vænglausa flugvél sem myndi nota kjarnorku sem orkulind. Síðar byggði NASA hönnun sína á geimskutlum og gervihnöttum á hugmyndum frá Tesla.

Tesla hannaði mörg hundruð vélar og íhluti og á yfir 300 einkaleyfi skráð. Til dæmis radarinn, rafmagnskveikjara fyrir bensínvélar (notað í alla nútíma bíla), pólvélina, útvarpið o.s.frv..

verk sín. Þarna er alltaf eitthvað um að vera, ég hef séð öll ósköpin þarna inni! Gjörninga, tónleika, matarboð Natsha Nandabhiwat kemur frá Tælandi og starfar meðal annars sem ljósmyndari fyrir Stúdentablaðið. Hún deilir með okkur uppskrift að guðdómlegum súkkulaðikökum sem mamma hennar bakaði gjarnan heima fyrir þegar Natsha var lítil.

ĤŏʼnŎŕńőňŔń ĦʼnŔń İŌŏŌőŎŒņŌů kemur frá Serbíu og stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún deilir með okkur ilmandi uppskrift að kökum sem á serbnesku kallast VANILICE og eru jafn gómsætar og þær eru fallegar.

og bambus-slagsmál. Ég bauð mér í kaffi og kúskús á Kaffistofuna og spjallaði við Ívar Glóa Gunnarsson (Glói), myndlistarnema við skólann. Kaffistofan stofnuð Kaffistofan var stofnuð árið 2008 sem gallerí fyrir

Eins og margir aðrir snillingar var Tesla litríkur karakter. Síðustu árin sem hann lifði steig snilld hans honum til höfuðs. Hann var aldrei verið með konu vegna þess að hann taldi að slíkt umstang myndi aðeins halda aftan að starfi hans. Í ævisögu sinni skrifar hann hins vegar um dúfu sem kom til hans og hann gat skynjað að hún væri kvenkyns og bar sterkar tilfinningar til hennar.

Tesla starfaði fyrir Thomas Edison um tíma. Edison lofaði honum vænan bónus fyrir að betrumbæta rafala sína, sem Tesla gerði. Edison sveik hins vegar loforðið og Tesla fékk ekki bónusinn sem varð til þess að Tesla sagði upp og stofnaði sitt eigið fyrirtæki.

Hann fór seinna í samkeppni við Edison um dreifingu á rafmagni til almennings. Tesla barðist fyrir svokölluðu riðstraumskerfi, sem er hagstæðara og hentugra í dreifingu en jafnstraumskerfi Edisons. Tesla hafði betur að lokum. Hefði jafnstraumskerfið orðið ofan á hefði verið nauðsynlegt að hafa dreifistöðvar sem gengju fyrir kolum með nokkurra kílómetra millibili til þess að halda kerfinu gangandi en í riðstraumskerfi er slíkt óþarfi.

Eitt af því magnaðasta sem Tesla áorkaði var að hanna og byggja turninn Warrenclyffe árið 1901. Þennan turn hugðist Tesla nota til þess að sýna fram á að þráðlaus fjarskipti og rafmagnssendingar yfir Atlandshafið væru mögulegar. Þrátt fyrir mikið þrekvirki var turninn aldrei fullkomlega starfræktur sökum peningaskorts. Landið sem hýsti turninn er nú til sölu og komið hefur upp sú hugmynd að byggja þar safn helgað Tesla.(googleit).

Án hans hefði seinni iðnbyltingin aldrei átt sér stað, við værum ekki að vafra um internetið á snjallsímunum okkar og almenningur hefði ekki jafn greiðan aðgang að rafmagni og við höfum í dag. Það minnsta sem við getum gert til að þakka honum fyrir er að þekkja nafn hans.

TÆLENSKAR SÚKKULAÐIBITAKÖKUR 1/2 bolli smjör 1/2 bolli sykur 1/4 bolli púðursykur 1 egg 1 bolli + 2 msk. hveiti 1/2 tsk. matarsódi 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. volgt vatn 200 g. súkkulaði að eigin vali* 1/2 bolli muldar hnetur 1/2 tsk. vanilla - dugar í 40 kökur *(Natsha notaði dökkt súkkulaði með appelsínubragði sem var einstaklega gómsætt)

Hitið ofninn í 185°C. Hrærið smjör, sykur og púðursykur saman í hrærivél. Bætið egginu út í og hrærið vel. Sigtið þurrefnin út í blönduna og bætið því næst vatninu út í. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Brytjið súkkulaðið og bætið því út í; síðan hnetum og vanillu. Hrærið vel. Notið teskeiðar til að setja deigið á bökunarpappírsklædda bökunarplötu í litlum doppum og setjið inni í heitan ofn. Bakið í 10 til 12 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar hæfilega gylltar.

SERBNESKAR „VANILICE“ 1 kg. hveiti 500 gr. smjör 1 bolli af sykri 2 dl. jógúrt 2 msk. vanillusykur Sulta að eigin vali Flórsykur

nemendur Listaháskóla Íslands(LHÍ). Hún er staðsett við Hverfisgötu 42b. LHÍ borgar leiguna á húsinu, en hún er dýr og felur ekki í sér neinn gróða. Þrátt fyrir kröpp kjör hefur ávallt verið reynt að halda upp einhverskonar gallerýi fyrir nemendur skólans. Fyrir tíma Kaffistofunnar var nemendagalleríið Nema Hvað á skólavörðustíg og eftir það var það Gula Húsið. „Mig minnir að það hafi verið yfirtökuhús…“ Segir Glói, þó ekki fullviss. Kaffistofan er

Hitið ofninn í 105°C. Hrærið saman smjöri og sykri í hrærivél, gætið þess að hafa smjörið við stofuhita svo það sé mjúkt og blandist vel. Bætið því næst við jógúrt og hveiti í smáum skömmtum. Að lokum verður deigið talsvert þykkt, þá er kominn tími til að taka það úr skálinni og hnoða það og fletja út. Notið lítið glas eða annað hringlaga form til að skera út litla hringi (hér má til dæmis notast við espresso-bolla eða skotglas). Setjið kökurnar á bökunarplötu og bakið í 30 mínútur. Þegar kökurnar eru tilbúnar eru þær látnar kólna. Smyrjið því næst sultu á eina köku og leggið aðra ofan á. Skemmtilegt er að skreyta kökurnar með flórsykri.

hinsvegar langlífasta nemendagalleríið. „Já það er allavega löglegt og skólinn hjálpar til við leiguna.“ GALLERÍIÐ Kaffistofan er aðallega notuð af nemum á myndlistarbraut og grafískri hönnun en öllum nemum er samt velkomið að taka þátt. Einnig er hægt að vera með sýningu þrátt fyrir að maður stundi ekki nám við LHÍ en biðlistinn er langur og erfitt að fá pláss. Eins og er er eftitt að komast að, sýningar eru bókaðar hverja einustu helgi fram í janúar. „Maður þarf bara að panta í tæka tíð!” Hópur af ungmennum standa hjálpast að við að halda Kaffistofunni gangandi. Glói sér einnig um að halda þessu snyrtilegu, skipta um ljósaperur og fleira skemmtilegt. Hann hefur lengi hugsað um að biðja sýnendur um tryggingu áður en sýning hefst, sem endurgreiðist að sýningu lokinni, skili þau svæðinu í upprunalegu ástandi. Mögulega gætu sýningar farið úr böndunum og ýmsilegt (t.d. málning, mold og naglar) getur sett sinn svip á svæðið.

Hvað gerir stéttarfélag stúdenta fyrir þig? Texti: Jón Atli Hermannsson Hversu margir hafa heyrt þann margtuggna frasa að nám sé full vinna? Gefum okkur að þetta sé staðreynd. Þá er einnig hægt að gefa sér að Háskóli Íslands sé eitt stærsta fyrirtæki landsins, með 70%+ markaðshlutdeild og stúdentar þá starfsmenn þess. Sé hugsað um Stúdentaráð í þessu samhengi gegnir Stúdentaráð skýru hlutverki stéttarfélags. Enda var það stofnað sem slíkt árið 1920 og hefur starfað í þágu nemenda allar götur síðan. Stúdentaráðið er stéttarfélagið okkar, starfsmannafélagið, kvörtunardeildin og það þrýstiafl sem beinist að eigendum og yfirstjórn fyrirtækisins (stjórnvöldum). Líkt og í mörgum fyrirtækjum af þessari stærðargráðu hefur HÍ mismunandi svið. Í skólanum eru 5 svið og eins og gefur að skilja er ekki er hagkvæmt fyrir stéttarfélag eins sviðs að verja réttindi annars. Félagsvísindas-

við takmarkar til að mynda krafta sína við sitt svið og skiptir sér lítið af hagsmunabaráttu heilbrigðisvísindasviðs. Nú tekur gildi nýtt fyrirkomulag kosninga til Stúdentaráðs sem miðar að því að rétta af þá sviðsbreytingu sem varð í Háskólanum fyrir nokkrum árum, og tryggja loksins að ,,stéttarfélagið" samsvari skipulagi fyrirtækisins. Önnur breyting er að einstaklingar geta nú boðið fram aðstoð sína án þess að tilheyra félögum líkt og Vöku eða Röskvu, þó svo að félögin séu enn til staðar. Í þriðja lagi geta einstaklingar boðið sig fram í hópi með allt að 7 einstaklingum á félagsvísindasviði en allt að 5 á öðrum sviðum, undir sínum eigin formerkjum. Munurinn liggur þarna í fjölda verkamanna á hverju sviði.

26

Tekið verður við framboðum frá 20. - 27. janúar 2013, en kosið verður miðvikudaginn 6. og fimmtudaginn 7. febrúar. Stéttarfélagið okkar skiptir okkur öll máli, starf Stúdentaráðs Háskóla Íslands er fjölbreytt og getur hver fundið sér nefnd eða starfshóp við sitt hæfi. Nefndir og hópar koma t.d. að alþjóðamálum, fjölskyldumálum, markaðsmálum, fjármálum, atvinnumálum og fjöldan allan af málum. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast inn á www.Studentarad.is og www.facebook.com/Studentarad.

Engin viðmið gilda um hverjir fá að sýna þarna sem er það áhugaverðasta við galleríið, allt gengur. Yfirleitt eru nemendurnir að bóka það langt fram í tímann að verkin eru Bóndakökur eru einfaldar kökur sem leyna þó á sér. Sýrópið og smjörið gefa ótrúlega gott karamellubragð í kökurnar. Þessi uppskrift er frá ömmu minni, en eftir að hún dó hef ég alltaf bakað þær fyrir jólin. ÍSLENSKAR BÓNDAKÖKUR 400 g. hveiti 200 g. sykur 200 g. smjör 75 g. kókosmjöl 1 tsk. natron 2 msk. sýróp 1 egg

Allt hnoðað saman. Búnar til kúlur, settar á plötu og þrýst létt ofan á hverja köku (með gaffli ef maður vill gera munstur eins og amma gerði). Bakað við 225°C í u.þ.b. 5 mínútur.

ekkert nema hugmynd í huga eða á pappír. „Ég sé nú sjaldnast verkin áður en þau koma á Kaffistofuna,“ segir Glói. Caitlin Wilson, frá Bandaríkjunum, gaf okkur uppskrift af „shortbread“ smákökum. Kökurnar eru upprunalega frá Skotlandi en hafa einnig fest sig í sessi í Bandaríkjunum. Kökurnar eru einstaklega einfaldar og auðvelt er að breyta þeim með því að bæta t.d. kókosmjöli, hnetum eða súkkulaði í deigið.

FRAMUNDAN Nýtt á dagskrá hjá Kaffistofunni eru svokölluð „kaffikvöld” sem haldin verða á virkum dögum.. Hugmyndin er að fólk geti haft það notalegt í umhverfinu sem nemendur hafa skipulagt saman. „Vídeólúppa“ í einu horninu, gjörningur í

BANDARÍSKAR „SHORTBREAD“ SMÁKÖKUR 1 bolli mjúkt smjör 3/4 bolli sykur 2 1/3 bolli hveiti

Þeytið smjör og sykur, bætið hveiti út í. Mótið kúlur, fletjið þær aðeins og rúllið upp úr sykri. Bakið í 12-15 mínútur við 175°C. Einnig er hægt að fletja deigið út og skera út með smákökumótum.

27

hinu og jafnvel tónleikar. Hægt væri að fá kaffi eða jafnvel bjór og njóta samveru við áhugaverð ungmenni. Glói bendir einnig á Facebook-síðu Kaffistofunnar, þar er alltaf hægt að sjá hvað er framundan.


,,Á meðan etnóbótanía er ekki kennd ,, á Íslandi Texti: Guðrún Sóley Gestsdóttir

Hawaii Pacific University

SPURNINGAR:

1.

Hvar varst þú erlendis í námi og hvað lærðirðu?

2.

Hvernig þótti þér dvölin og námið erlendis?

3.

Voru aðdragandi og undirbúningur flókið ferli eða tímafrekt?

4.

Gætirðu hugsað þér að læra aftur á erlendri grundu í framtíðinni?

%

HPU býður upp á yfir 50 námslínur. Vinsæl fög eru viðskipta- og hjúkrunafræði. Suðrænn hiti og nokkrar flottustu strendur heims.

1.

3.

4.

Ég les vörumerkjastjórnun og markaðssamskipti í viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar. Það er ekki mikið menningarsjokk að flytja til Danmerkur. Menning og fólk er mjög svipað hér. Eftir á að hyggja hefði ég viljað flytja á exótískari stað. Hins vegar er ánægður með námið í CBS og tel erfitt að finna það betra. Ekki sérlega langt né flókið, en hins vegar er mikilvægt að vera með allt á hreinu. Bjúrókrasía hér er mikil og oft er erfitt að eiga við skrifstofufólk sem manneskjur líkt og á Íslandi. Með öðrum orðum: livet er langt, lykken er kort. Á meðan etnóbótanía er ekki kennd á Íslandi verð ég að fara erlendis.

1. GUÐNÝ TÓMASDÓTTIR 1.

2.

3.

4.

Ég tók hluta af sameindalíffræði náminu mínu við HPU á eyjunni Oahu, sem er hluti af Hawaii eyjunum, haustið 2012. Frábært í alla staði! Skólinn leggur mikið upp úr verkefnum og miðvetrarprófum svo maður er alltaf á tánum að læra, sem getur alveg verið þreytandi, en það þýðir að lokaprófin gilda aldrei meira en 40% sem mér finnst algjör snilld. Dvölin á Hawaii var yndisleg og þú finnur varla grænni stað í heiminum, það vaxa næstum blóm uppúr malbikinu. Eftir að maður vandist hitanum þá er líka frábært að prófa hlýtt loftslag og mæta bara í stuttbuxum í skólann í nóvember. HPU er mjög alþjóðlegur skóli og krakkarnir í skólanum frá öllum heimshornum sem mér fannst mikill kostur. Tímafrekt já, en ekkert rosa flókið því ég fékk aðstoð hjá Baldri hjá Kilroy og það er algjörlega honum að þakka að ég komst alla leið hingað. Ég ákvað af alvöru að fara út í maí og staðfestingarbréfið um skólagöngu kom í lok júní. Þá var bara eftir að klára LÍN og bankamálin sem komust á hreint í byrjun ágúst og ég flaug svo út 24.ágúst 2012 Já algjörlega. Væri gaman að taka master erlendis en þá mundi ég plata kærastann með mér og vera heilt ár. Þetta er ótrúlegt ævintýri og gefur manni alveg nýja sýn á heiminn. Allir hafa gott af því að komast burt af Íslandi og upplifa aðra menningu. Ég fékk alveg meira menningarsjokk en ég vil viðurkenna og svo er bara mjög þroskandi að þurfa að læra á öðru tungumáli.

2.

3.

4.

Ég fór til Prag og stunda laganám á meistarastigi við Karlova háskólann þar. Dvölin er frábær, Prag er ótrúlegasta borg sem ég hef farið til og ég gæti ekki verið sáttari. Námið er gott en mjög ólíkt því sem maður kann að venjast á Íslandi. Undirbúningurinn var ekki flókinn en ég mæli þó með því að fólk byrji að huga að skiptináminu snemma. Það er gott að geta skoðað íbúðir tímanlega þar sem húsnæðið sem skólinn bíður uppá er vægast sagt hörmulegt. Heldur betur! Hver veit hvort að maður skelli sér ekki í viðbótarnám eftir að hafa klárað meistaranámið hér.

2.

3. ANNA MARGRÉT ÁSBJARNARDÓTTIR 1. 2. 3.

4.

Ég er í skiptinámi í Stokkhólmi Jättebra Nei í raun ekki. Aðalvandamálið var að velja til hvaða borgar ég vildi fara og endaði á því að skrifa helstu borgirnar á litla miða og draga Að sjálfsögðu :P

28

4.

Styrkleikur skólans er allt nám sem heyrir undir hönnun og tækni. Oft kallaður “The university of the changing world”.

Kanad

a

VILTU LÆRA ERLENDIS?

kilroy.is

jáland

Einn virtasti kvikmyndaog leiklistarskóli Bandaríkjanna. Hér er orðatiltækið “Learning by doing” í hávegum haft.

HILDUR HELGA KRISTINSDÓTTIR Ég stundaði skiptinám við lagadeild Háskólans í Árósum veturinn 2011-2012. Það var ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt að fara í skiptinám. Bæði var krefjandi að læra á ensku og frábært að kynnast fólki frá öllum heims hornum sem stundar sama nám og þú. Ég held það sé öllum hollt að breyta um umhverfi og víkka sjóndeildarhringinn. Þó svo að ég hafi ekki farið langt (bara til Danmerkur) þá urðu ýmsir hlutir til þess að ég fór að sjá landið mitt í aðeins öðru ljósi, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Á heildina litið var þetta snilldar ár! Nei í rauninni ekki. Háskólinn heldur mjög vel utan um umsóknarferlið fyrir þá sem ætla í skiptinám. Það er ef til vill aðeins flóknara ferli að sækja um fullt nám erlendis, þá er best að vera með umsóknarfresti á hreinu. Já, tvímælalaust!

Nýja-S

AUT University

Háskólinn býður upp á fjölbreytt grunnám, m.a. hið sívinsæla “Tourism Management”. Háskóli sem leggur áherslu á ævintýri.

1.

lía

Griffith University

New York Film Academy

Thompson Rivers ÞORSTEINN SVANUR JÓNSSON

Ástra

Býður uppá fyrirtaks grunn- og meistaranám. Einnig er hægt að fara í skiptnám og til rannsóknarstarfa.

USA

JÓHANNES PÁLL SIGURÐARSON

2.

Útþráin er flestu ungu fólki í blóð borin. Kreppunni hefur ekki tekist að hemja ferðaþorsta íslenskra námsmanna og margir þeirra taka utanferðirnar skrefinu lengra og skrá sig í nám erlendis. Stúdentablaðið tók 5 námsmenn tali sem stunda nám í Hawai, Tékklandi, Danmörku og Svíþjóð. Öll báru þau náminu vel söguna og voru sammála um að dvöl af þessu tagi væri gagnlegt ævintýri.

Havaí

29

Ekki v

Hafðu samband! KILROY býður upp á ókeypis ráðgjöf. Við munum láta þína drauma rætast.

iss?


Lausnin á jólagjafavandanum loksins fundin! Texti: Guðrún Sóley Gestsdóttir Ljósmyndir: Halla Þórlaug Óskarsdóttir Jólagjafainnkaup vefjast fyrir mörgum, en í huga sumra er það einfaldlega bugandi áskorun að reyna að finna réttu gjöfina fyrir alla þá sem standa manni nærri. Þegar rétta gjöfin er fundin er svo ekki víst að hún passi inn í stranga kostnaðaráætlun sem gjarnan vill fjúka út í veður og vind á fyrsta degi jólagjafainnkaupa. Í ofanálag eru stúdentar bugaðir af prófstressi og tímaleysi í desembermánuði, svo jólagjafainnkaupin geta hæglega verið hreinasta martröð fyrir þann þjóðfélagshóp.

Engin ástæða er þó til að örvænta; einfalda lausn má finna á þessum vanda. Í Bóksölu stúdenta er að finna safaríkt úrval af bestu jólagjöfunum, nefnilega bókum. Fátt er uppbyggilegra og fallegra í jólapakkann en góð bók, og það veit almættið að nóg er af þeim í hinni vinalegu Bóksölu. Þar að auki er hún staðsett í hjarta Háskólans; Háskólatorgi og því leikur einn að bregða sér á milli prófa í Bóksöluna og afgreiða jólagjafakaupin áður en prófatíðin rennur sitt skeið á enda.

Stúdentablaðið eyddi eftirmiðdegi í Bóksölunni og valdi gaumgæfilega girnilegar jólagjafir á sanngjörnum prís. Óskandi er að hugmyndirnar létti einhverjum leitina að réttu gjöfinni þetta árið.

Íslenskar bækur:

ILLSKA

MEGAS, TEXTAR 1966-2011

HERRA HJÚKKET

ÞAR SEM VINDARNIR HVÍLAST

STEKK

Nýjasta bók uppreisnarseggjarins Eiríks Arnar Norðdahl.

Safn söngtexta meistarans. Hér er raunar um að ræða ljóðabók með öllum gullmolum Megasar samankomnum.

Frumraun Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur í ljóðaútgáfu. Hreinskilin, kröftug og skemmtileg ljóð.

Verðlaunabók Dags Hjartarsonar er tilvalin gjöf fyrir alla sem unna íslenskri tungu.

Skáldsaga eftir raunsæja snillinginn Sigurbjörgu Þrastardóttur. Skyldueign aðdáenda alvöru skáldskapar.

Verð: 3.995

Verð: 4.965.

Verð: 420 kr.

Verð: 2.050 kr

Verð: 5.395

ALLAR

jólabækurnar

auk úrvals klassískra og alls konar öðruvísi bóka á ótrúlega

góðu verði.

Erlendar bækur:

BREAKING BAD AND PHILOSOPHY

LE SNOB: SHOES

Skemmtileg rannsókn sérfræðinga á afbrotum Walters White, hvernig þau tengjast heimspekilegum viðfangsefnum og víðara samhengi. Skyldueign fyrir alla Breaking Bad aðdáendur.

Tilvalin gjöf fyrir sérlegt áhugafólk um skó, skósafnara, göngugarpa og skósmiðinn í fjölskyldunni.

Mo Yan hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2012 fyrir þessa mögnuðu sögu.

Fyrsta saga J.K.Rowling eftir Harry Potter, hreinasta sælgæti fyrir hug og hjarta.

Hér er farið á mannamáli yfir kenningar hins þekkta heimspekings og rithöfunda. Gerir lesendum kleyft að tjá sig á sannfærandi hátt um Sartre í hvaða kokteilboði sem er.

Verð: 2.970 kr.

Verð: 2.140.

Verð: 2.110

Verð: 3.995 kr.

Verð: 1.430 kr.

THE GARLIC BALLADS

CASUAL VACANCY

SARTRE: A GRAPHIC GUIDE

DANCING WITH JESUS

á tugum nýrra íslenskra bóka. Kynntu þér úrvalið á www.boksala.is

Aðrar sniðugar gjafir:

SPAGHETTI: UPPSKRIFTABÓK

Jólatilboð

MODULAR ORIGAMI

THE BIG LEBOWSKI KIT

COOKING FOR GEEKS Hér er komin jólagjöfin fyrir gervallt raun- og náttúruvísindasvið, en hætt er við því að nördar svelti vegna vankunnáttu í eldhúsinu. Hér er því um hreina nauðsyn að ræða. Verð: 4.390 kr.

Margir halda að aðeins sé hægt að sjóða spagettí á einn máta en þetta stórvirki leiðir lesendur í sannleika um að hægt sé að gera það á 130 mismunandi vegu. Prýði í hvert eldhús.

Kennir lesendum lífleg dansspor, en frelsarinn sjálfur er hér í hlutverki kennara. Hentar byrjendum sem og lengra komnum.

Hörkusniðug gjöf fyrir handlagna stúdenta. Inniheldur 350 arkir af gullfallegum silkipappír sem hægt er að brjóta saman í ótrúlegustu listaverk.

Tilvalin gjöf fyrir alla aðdáendur þessa ódauðlega meistaraverks. Inniheldur bolla, nafnspjald, músamottu og fleira gott.

Verð: 2.150

Verð: 1.930 kr.

Verð: 3.520 kr.

Verð: 1.990 kr.

Afgreiðslutíminn fyrir jól verður eftirfarandi:

Þess má til gamans geta að stóraukið úrval af heimsbókmenntum í kiljum frá Harper-Collins og Wordsworth eru væntanlegar fyrir jólin á góðu verði.

Virka daga frá 9-18 Laugardaginn 15.des frá 11-16 Laugardaginn 22.des frá 11-18

30

Sunnudaginn 23.des frá 10-18 Aðfangadagur frá 9-12

Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 boksala@boksala.is 31


,,En kop kaffe tak!

,,

Meira fyrir námsmenn?

Texti: Björn Ágúst Magnússon höfuðatriðum eins og íslenskt samfélag. Ég tók hinsvegar eftir því að sumir sperrtu eyrun og könnuðust lítt við það stjórnarfar sem rætt var um.. Allir virtust hrifnir af því danska sem var ekki endilega það sem þau voru alin upp við, sérstaklega þau frá austan- og sunnanverðri Evrópu. Nefndu margir hversu vanmáttugur almenningur væri gagnvart stjórnvöldum. Ég kunni betur að meta Steingrím J. og Davíð Oddsson eftir samræður við fólk sem hafði ekki þann lúxus að heyra þá þrasa.

NEMENDASTÝRT TUNGUMÁLANÁM (SELF-DIRECTED LANGUAGE LEARNING).

AÐ SOFA YFIR SIG FYRSTA DAGINN!

Eitthvað leit ég skakkt á dagatalið þegar ég bókaði farið heim, ætlaði að taka því rólega og fara heim daginn eftir útskrift en bókaði flugfarið daginn fyrir útskrift. Eftir miklar bollaleggingar þá fannst mér það ekki svara kostnaði að breyta fluginu og fór því heim um miðnætti fimmtudagsins. En áður en síðasta skóladegi lauk hjá mér fékk ég Diplom – Intensivt kursus i dansk sprog, kultur og samfund sommeren 2012. Það hangir uppi á vegg hjá mér og eiga minningarnar tengdar þessu námskeiði eftir að ylja mér um komandi misseri.

[...] skiljanlegt [er] að spjótum sé ekki beint gegn þeim sem fjármagna spennandi verkefni. Það er full ástæða til að velta því fyrir sé hvort þetta sé einn þráðurinn í þeim sterka vef samstöðu og meðvirkni sem til að mynda fjölmiðlamenn segja að hafi einkennt íslenskt samfélag í aðdraganda bankahrunsins [...]. Önnur athyglisverð leið fjármálafyrirtækja til að skapa sér velvild og trausta ímynd var að styrkja nemendur og nemendafélög í skólum landsins. ( Rannsóknarskýrsla Alþingis, 8. bindi, bls. 236) Eins og sést er vakin athygli á tengslum styrkja og hættunnar á þöggun. Bankarnir styrktu listamenn og nemendafélög og komu sér þannig í mjúkinn hjá námsmönnum og drógu úr gagnrýni listamanna á starfsemi bankanna. Eflaust hafa margir skynjað að ekki var allt með felldu en það borgaði sig ekki að gagnrýna bankana. Enginn vildi bíta höndina sem fæddi hann.

Og í seinasta tímariti þessarar ritstjórnar er beinlínis bent á áhrif styrkja Landsbankans fyrir hrun. Þar segir: Björgólfur var þekktur fyrir rausnarlega styrki úr sjóðum Landsbankans [...] Flestir tóku þessu nýja hlutverki bankanna fagnandi. Ritstjórn Stúdentablaðsins, sem losnaði undan auglýsingatekjum bankanna þegar þeir hrundu, hellti því úr skálum reiði sinnar og gagnrýndi bankana af fullum þunga. Fyrsta tölublað ritstjórnarinnar sem tók við af þeim var hins vegar í sama stíl og fyrir hrun. Heilsíðu bankaauglýsingar birtust á nýjan leik og öll gagnrýni á bankana hvarf úr blaðinu. Þessar stofnanir sem höfðu einungis ári áður átt drjúgan þátt í allsherjar fjármálahruni með slæmum afleiðingum fyrir stúdenta fengu algjöran frið frá Stúdentablaðinu.

FRAMHALDIÐ

THE OLD HARBOUR

OLD HARBOUR AREA

REYKJAVÍK REYKJA REYKJAV R EYK A AV VÍÍK VÍ K ART MUSE ART MUSEUM MU USEUM M

HARPA HA AR RP PA

CONCERT CO ONCERT HALL HAL ALL LL L

GARÐASTRÆ G GA GAR ÐASTR RÆT T TII

TRYGG T RY GG

SÆBR SÆB RA AUT A UT

AÐALST A ÐA LS T

_______________ I

N ÚN RTÚN ORGARTÚN BO BORGARTÚN

GRETTI

GUR

NÓAT N ÓA TÚN N

ATA

VITASTÍ

A AGAT GATA A

BUS TTERMINAL

STÍGUR

ÓÐIN ÐINS S SGAT GA TA

SKÚL SKÚ

HLEMMUR LE

HÖFÐ HÖFÐATÚN ÐA ATÚN

STÍGUR

SGATA A

ATA A

ÞÓRSG

FRÍKIRKJUVEGUR F RÍKIRKJUVEGUR

ÚN ÚN ÆT SÆT S

EGU GUR R

NJÁLSG

TÍGUR

GRUN GRUND NDA DA ARSTÍ ARSTÍG ÍGUR UR

TJAR

BERGST BERG BER GS STAÐAR AÐARS STRÆT TRÆTI

TSSTR STRÆTI RÆ ÆT I

LAU L AU GAV

NATIONAL GALLERY OF ICELAND ICELAN

THEATER T TH HE EA EAT EATE ATE ER

AT ATA A

KLAPPARSTÍG K L APPARSTÍ ÍG GUR UR

RFI FIS SG

LOKAS

CITY POND

NATIONA NATIONAL ATIONA AT TIO ONA ON O

HVERFISG HVE H HOUSE OUS US SE VER V ER E

FRAKKA

LÆ LÆKJ Æ KJ ARGA AR GA TA TA

A ATA TA

GA GATA AT A

CITY ITY HALL

NAR

S SUÐ U UÐU URG RG

THE CULTU CU CULTURE C CULT CUL ULT LTU URE

BANKAS B AN KA AS ST TRÆTI TR RÆ TI

ÞINGHOLTS ÞINGHOLT

PÓ PÓSTH.ST. ÓST STH H.S ST..

AUSTURST A USTURST TR RÆ RÆTI TI

KIRKJUSTR K IRK JUS TRÆ R ÆTI ÆT IURVÖLLUR SQUAREE RVÖ STI TU TURVÖLLUR AUSTURVÖLLUR A AUS AU

VONAR V ONAR NARS S STRÆTI TR ÆT I

CHURCH

ARGAT

AHLÍÐ J JAHLÍ AH LÍÐ Ð REYK

DRÁP

Reyk Rey k

javí k

estic c Domestic Ai rpor

t

Taxi T a xi

33

EGUR VEGUR RVE LL A ALLAR VA LUG FLUGV F

STAKK

ÚTH ÚTHL LÍÐ ÍÐ

BÓLS

SKAF

BAR BARM

MÁVA

TAÐA

TAHLÍ

RHLÍÐ

Ð

AHLÍÐ MIKLA

HLÍÐ

UHLÍÐ

BLÖN DUHL ÍÐ

AHLÍÐ

ATA

MIKL MIKLA LA ABRA BRAU AUT T

R UR EGU EG VEG AV ÐA AÐA STAÐ ÚS BÚ BÚST

RAG

SKIP

FLÓK F LÓKA LÓ AGAT TA A

MUSEUM

UR GUR ÓLSVEG NAUTHÓ NAUTHÓLSVEG

ÞOR

AVEG AV VE EGUR UR

KJARVALSSTAÐIR

PARK RK ARK AR KLAMBRATÚN PAR T HRINGBRAUT

Ú

HÁTÚ H ÁT ÚN LAUG

HÁTE HÁ ÁTEIG TEIGS TEIG IGSVE SV VEG VE GUR UR

BSÍ COACH TERMINAL

LANGA L ANG AH HLÍÐ L

RG

GAML A HRING SMÝ SMÝR MÝRA ARVE RVEG BRAU GUR UR T

STAKK

AT TA A

VATN

RAUÐ R AUÐA ARÁR RÁ ÁRST STÍGU TÍÍG GUR R

ATA

HLJÓMSKÁLI HLJÓMS MSKÁ KÁLI PARK RK

NORDIC HOUSE

SUNDHÖLLIN SWIMMING POOL

SNO SNOR RR RABR RA AB BR RA AU AUT UT

R UR

T HOL SKIP

STÍG

LSG EGI EG

RÆTI

ARST

STAÐ

BERG

ÓNS

RAUÐAR

HALLGRÍMSKIRKJA

BAR

BRAUTARHOLT B RAUTAR RHO HOL LT

NÓAT N ÓA TÚ ÚN N

A

NJARÐ

MIÐT M IÐT

BRAUT

GATA

BRAGA

GUN G UNNA NAR RS SBRA SB BR RA AU UT T

NATIONAL MUSEUM

UNIVERSITY OF ICELAND

SNORRA

BALDU

ÁRSTÍGU ÁRSTÍG GUR R

A

RSGAT

BARÓNS

Aðalstræti 4 | 101 Reykjavík Tel: 595 8500 SKOTHÚSVEG SKOTHÚSV SVEGU EGUR UR

NATIONAL LIBRARY

ÐA

r bæja bæjar ar ng g

SKÚLA S SKÚ KÚ ÚL AGAT GATA ATA

V VAGAT AG ATA A

HAFNARSTR H AF N AR S TR Æ ÆTI TI

R RÆTI ÆT I

TÚNGATA T ÚNG ATA

GUR G EG VE LSVE JÓLS SKJÓ SK AS APLA

UR ÍG TÍGU US UST ÖRÐ LAV SKÓ

32

GAR NDA GRA

MARITIME MAR ARITIME MUSEUM MUSEUM UM

T UT AU RA BR GB ING RIN HR H

Á námskeiðinu var fólk hvaðanæva úr Evrópu frá um tuttugu og fimm þjóðlöndum. Serbíu, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Portúgal, Ítalíu, Lettlandi, Póllandi, Grikklandi, BNA og svo að sjálfssögðu einn íslendingur. Það kom mér á óvart þar sem ég hef komið nokkrum sinnum til Danmerkur að ég var pínu „celeb“ að koma frá þessari hipp og kúl eldfjallaeyju í norðri, kennaranum mínum fannst það magnað og hinum nemendunum

ÐUR

ÓÐ SL KISLÓ SK FI FISK FIS

T ST AUS NA NAU AN ÁNA

TA ATA YJARG Y ARGA YJ

Eftir hádegi virka daga var farið í menningartengdar vettvangsferðir, til að mynda grænlenska húsið, Glyptotek, Louisiana, Kristjaníu, kanal-siglingu, danska þingið, þjóðlistasafnið, þjóðminjasafnið, Hringturninn, grafreit H.C. Andersen, Thorvaldsen-safnið og Amalienborg. Við skólafélagarnir gerðum líka ýmislegt saman eftir skóla, fórum á kaffihús, sund af brú, sólböð, gönguferðir, pöbbarölt, tónleika, UEFA fótboltaleik, Litla hafmeyjan, Vor Frelsers Kirke, den Sorte Diamant. PÍNU CELEB

NJ AR

VETTVANGSFERÐIR

Sumarnámskeiðið víkkaði sjóndeildarhringinn, ég kynntist fólki hvaðanæva að úr Evrópu, eignaðist vini og líf mitt varð fyllra og ég er áræðnari að fara í skiptinám. Góðar líkur eru á að ég fari í framhaldsnám til einhvers af Norðurlöndunum. Einnig kemur það mér til góða að geta nálgast efni á dönsku tengdu mínu fagi en Danir eru framarlega í þroskaþjálfun. Mér leið rosalega vel í Kaupmannahöfn þann tíma sem ég dvaldi þar, lærði mikið og kom miklu í verk. Ég fann það líka að sem nemandi í skiptinámi eða styrkþegi við sumarnámskeið þá voru margar dyr opnar sem að öllu jöfnu væru lokaðar og viðmót mjög gott. Ég stefni á að fara aftur næsta sumar og vera þá í lengra komnum hópnum, halda dönskunni við í vetur og halda fjörinu svo áfram næsta sumar. Hvet ég alla til að hætta að láta sig dreyma og fara að skipuleggja! Ég vil þakka eftirtöldum fyrir veittan stuðning: Susanne Antoine Elgum, Det Danske Kulturinstitut, Stúdentasjóðunum, Dansk-íslenska samvinnusjóðnum, Ágústu Sigurbirnu Björnsdóttur.

SÓLE

Námskeiðið var þríþætt: dönsk menning, tungumál og samfélagsgerð. Þegar fjallað var um samfélagsgerðina þá var það í

BÓKA FLUG HEIM Á RANGRI DAGSSETNINGU

ÁHRIF STYRKJA Á GAGNRÝNI Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir á falli íslensku bankanna er velt vöngum yfir áhrifum styrkja með eftirfarandi hætti:

SLÓÐ MAS HÓLMASLÓÐ

NÁMSKEIÐIÐ

Mörg síðdegi sat ég á Studenterhuset sem er rólegt og gott nemendakaffihús með svona Kristjáníu-hippa-fíling á Købmagergade, rétt hjá skólanum. Ég nýtti tímann mikið síðdegis til að sinna skriftum og var þetta kaffihús mitt „hangout“ fyrir það. Ég var þokkalega heppinn með veður þrátt fyrir að það væri íslenskt sumar í Danmörku og náði að flatmaga í garði kóngsins í sólbaði fjórum sinnum. Það er magnað að hugsa til þess að á stað sem var hannaður af kóngi og einungis ætlaður honum gæti ég gengið inn og út líkt og ég ætti staðinn. Hefði almúgamaður ætlað að fara í sólbað í garði kóngsins fyrir um tvö hundruð árum hefði viðkomandi líklega verið handtekinn, hent í dýflissu og aldrei séð sólina aftur.

Í þeim rykmekki sem stjórnarmenn bankanna þyrluðu upp í aðdraganda bankahrunsins til að blekkja fjárfesta og almenning sannaðist hið fornkveðna: Bankanum þínum er sama um þig.

UTT AU RA BR GB RING HR H

Ef það er eitthvað sem mér finnst óþægilegt þá er það að mæta of seint, sérstaklega þegar verið er að kynnast einhverjum eða byrja á nýjum stað. Svo varð nú raunin með fyrsta daginn minn á námskeiðinu. Ég missti af kynningunni fyrir hádegi og verð að viðurkenna að ég hafði það ekki í mér að segja að ég hefði sofið yfir mig heldur brá á það ráð að segja að ég hefði verið að koma til Kaupmannahafnar og var það tekið gott og gilt. Ég náði þó fyrstu vettvangsferðinni, sem var síkjasigling um borgina, notaleg ferð, sól og heitt í veðri, tilvalið til að byrja að kynnast skólafélögunum. Rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fór í þessa siglingu á stefnumóti árið 2005 en á þeim tíma var ég illa haldinn af ljósmyndabakteríunni og var að mynda, sneri baki í þá átt sem siglt var og nærri klipptur í tvennt af einni af lágu brúnum sem eru á siglingaleiðinni.

STUDENTERHUSET OG SÓLBAÐ Í GARÐI KÓNGSINS

KIM ELU R

Ég get verið þessi ofurskipulagða týpa sem gleymir svo veskinu með farmiða og greiðslukorti heima en undirbúningurinn gekk vel og í gegnum íslendingafélagið á Facebook fékk ég góða þriggja herbergja íbúð. Þar var ég fljótur að setja upp höfuðstöðvar mínar á Store Mølle Vej 10 þegar út var komið. Námskeiðið sjálft og vettvangsferðirnar voru fríar ásamt 5.000. DK í uppihaldsstyrk frá Det Danske Kulturinstitut. Ég fór á stúfana og fékk styrk frá dansk–íslenska samvinnusjóðnum og stúdentasjóð, stóð ég þá nokkuð traustum fótum fjárhagslega til að fara í víking! Ég lenti á Kastruup föstudagskvöldið 20. júlí, námskeiðið byrjaði á mánudeginum og vildi ég hafa tíma til að koma mér fyrir. Ferðin út gekk vel og það var gott að vera kominn aftur, lesa auglýsingabæklinga frá Bilka og Føtex, finna lyktina af dönsku sumri og hitta blessaða Danina. Helgin leið fljótt og fyrr en varði var komið sunnudagskvöld og tannburstaði ég mig, stillti vekjarann og hlakkaði til að mæta í kennslu morguninn eftir.

Det Danske Kulturinstitut var með aðstöðu hjá KVUC (Københavns Voksenuddannelsescenter), rétt hjá Strikinu. Það var svo sem allt í lagi, morgnarnir voru skemmtilegir þegar byrjað var á að hittast fyrir framan „musik lokalet“ og tvö lög sungin. Danir eru greinilega vanir því að byrja á morgunsöng í skólum og mætti alveg taka þetta upp á vinnustöðum, skólum og hvarvetna hér á Íslandi. Mér leið vel á eftir, var opnari og hressari eftir að hafa tekið lagið. Í beinu framhaldi af söngnum fórum við í krefjandi dönskukennslu. Í boði voru þrír hópar: byrjendur, miðlungs og lengra komnir. Ég var í miðlungs hópnum og þrátt fyrir að mér væri tvisvar boðið að koma í upp í hópinn fyrir lengra komna, manns mér ég vera á réttum stað með Kim kennaranum mínum í miðhóp. Kim er frábær náungi með sterkt kennaraeðli og brennandi áhuga á að miðla og aðstoða aðra við að öðlast aukin skilning. Oftast reyndi ég að koma við í Mor´s kantine sem var vísir að mötuneyti í kjallaranum og grípa með mér kaffibolla á leið minni að stofunni. Dönskunámið var fjölbreytt, hnitmiðað og krefjandi það krafðist virkrar þátttöku af okkar hendi með því að koma fram fyrir bekkinn, lesa upp verkefni og halda kynningar. Við lásum texta og unnum í orðaforða, fórum talsvert í málfræði og æfðum framburð, sem er eiginlega aðalmálið fyrir Íslending með grunn í dönsku.

HAMSKIPTI STÚDENTABLAÐSINS Nú er svo komið að tekjur Stúdentaráðs eru m.a. bundnar við auglýsingatekjur frá Landsbankanum og einnig styrkir bankinn marga viðburði sem Stúdentaráð stendur fyrir. Því má segja að fjárveitingar Landsbankans til Stúdentaráðs í dag eru á margan hátt hliðstæðar þeim styrkjum bankanna fyrir hrun sem Rannsóknarskýrslan vekur athygli á. Ef litið er á efni Stúdentablaðsins seinustu ár þá er varla að finna gagnrýni á bankana, hvorki fyrir né eftir hrun og frá haustinu 2009 hefur Landsbankinn verið með heilsíðu auglýsingu í hverju einasta tölublaði. Tölublöð Stúdentablaðsins frá nóvember 2008 til apríl 2009 skera sig þó úr. Þessi tölublöð komu út eftir hrun bankanna þegar búsáhaldabyltingin var í algleymingi. Tölublöðin innihalda margs konar ádeilu á kapítalíska fjármálastarfsemi bankanna enda er ekki ein einasta auglýsing frá bönkunum í þeim. Finnur Guðmundarson Olguson skrifaði til dæmis grein um spillingu banka- og stjórnmálamanna. Þar segir hann:

BIR

Í FÓTSPOR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA Í KAUPMANNAHÖFN

KVUC

KREPPUKLISJAN Fjármálahrunið haustið 2008 hafði mikil fjárhagsleg áhrif á stúdenta. Leiguverð og verð á nauðsynjavörum hækkaði umtalsvert og gengisfall krónunnar olli því að kostnaður við að stunda nám erlendis jókst mikið. Einnig hefur hrunið haft áhrif á nám þar sem ríkið hefur þurft að skera niður fjárveitingar til skóla vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs. Aukið atvinnuleysi hefur einnig gert nemendum erfiðara fyrir að finna sér sumarvinnu og atvinnu að námi loknu. Óumdeilt er að bankarnir áttu stóran þátt í fjármálahruninu. Þeir uxu fram úr hófi sem varð til að veikja stöðu þeirra og loks féllu þeir vegna gífurlegrar skuldsetningar. Afleiðing falls þeirra var allsherjar fjármálahrun sem hafði t.d. þau áhrif á kjör námsmanna sem lýst var hér að framan. En þó þessi klisja sé margtuggin og öllum ljós hefur Stúdentaráð, hagsmunasamtök stúdenta, lítið gagnrýnt bankana og ríkisstjórnin er gjarnan gerð að blóraböggli bágra kjara stúdenta. Hvers vegna? Getur verið að samstarf Landsbankans og Stúdentaráðs séu ástæða þess að námsmenn hafi lítið gagnrýnt bankana?

ATA

Ég fór á sex eininga dönskunámskeið í tungumálamiðstöð Vigdísar Finnbogadóttur. Um miðbik námskeiðs fengum við nemendur tölvupóst frá leiðbeinanda okkar Susanne Antoine Elgum, um að hægt væri að sækja um styrk til að fara á sumarnámskeið í Danmörku hjá Det Danske Kulturinstitut. Þetta fannst mér vera spennandi og gráupplagt tækifæri til að æfa mig og sá fram á að geta jafnvel rætt við starfsfólkið í H&M á dönsku. Ég sendi inn umsókn og þó mér fyndist þetta vera fjarlægur möguleiki í fjarlægri framtíð þá beið ég spenntur eftir að fá svar, þegar í ljós kom að ég var styrkþegi þá var ég svo glaður að ég hringdi í mömmu (og póstaði á Facebook). Þessar fréttir hvöttu mig áfram við dönskunámið og sá ég fram á kaffibolla á Strikinu án mikilla vandkvæða næsta sumar.

fannst ég mjög lánsamur að eiga heima á stað sem aðra dreymdi um að heimsækja. Fjarri heimahögunum og við þessi viðbrögð leit ég öðruvísi á landið mitt og sá að ég er í raun býsna lánsamur. Ég á yndislega fjölskyldu og gott heimaland sem maður finnur að skiptir máli þegar erlendis er komið. Þó við séum stærsta litla land í heimi þá er magnað hversu hátt orðspor okkur fer, meira að segja mest af því gott. Þurfti ég reyndar að útskýra smá misskilning fyrir nokkrum eins og Portúgalanum sem hélt við borðuðum hákarl í hvert mál og Serbanum sem skildi ekkert í því af hverju ég liti ekki út eins og Björk.

SÆM UND ARG

Við sem höfum farið í gegnum íslenska menntakerfið höfum varið um sjö árum í dönskulærdóm í grunnskóla, sem kemur mér að að takmörkuðu gagni þegar Danmörk er heimsótt. Þegar ég náði að mana mig upp í að tala dönsku þá gekk það illa og skipti ég fljótlega yfir í ensku. Ég var orðinn þreyttur á að fá „hvad?“ og spurnarsvip í augum danskra afgreiðslumanna þegar ég settist inn á kaffihús á rölti mínu um götur Kaupmannahafnar.

Texti:Jón Bragi Pálsson

STIGA

GRÆN

BRAU

HLÍÐ

AHLÍÐ

T

SÝNIR ÞETTA FRAM Á ÞÖGGUN? Nú væri hægt að svara því til að bankarnir hefðu gengið í gegnum miklar breytingar frá hruni og séu í raun ekki sömu spilltu stofnanir og fyrir hrun. Þess vegna sé óþarfi að gagnrýna þær, það sé einfaldlega ekkert til að gagnrýna lengur og óþarfi að velta sér upp úr gömlum syndum. Auglýsingar bankanna hafi því ekki þaggað niður í stúdentum heldur hafi stúdentar einfaldlega gagnrýnt bankana í fyrstu eftir hrun þegar spillingin kom í ljós en svo dregið úr gagnrýninni þegar bankarnir voru teknir í gegn. Þess vegna sé gagnrýnisleysið eingöngu sjálfsprottin ákvörðun stúdenta og stjórnist ekki af þöggun. Það er vissulega rétt að bankarnir hafa breyst. Skipt hefur verið um stjórnir í þeim, eignarhaldið er í höndum annarra aðila, umfang þeirra er ekki næstum því jafn mikið og fyrir hrun og þeir hafa mótað sér nýjar stefnur. Hins vegar eru bankarnir ekki alveg þar sem þeir eru séðir, m.a. þegar kemur að kjörum námsmanna. Vextir á yfirdráttarlánum til námsmanna, sem margir nýta sér, hafa farið hækkandi á síðastliðnu ári, úr að meðaltali 6% upp í að meðaltali 7%. Landsbankinn hefur hækkað vextina þrátt fyrir að bankinn sýni mikinn hagnað á árinu eða um 11,9 milljarða á fyrri hluta ársins. Á þetta hefur ekki verið minnst í fjölmiðlum og Stúdentaráð hefur hvorki bent á þetta né krafist skýringa frá bönkunum. Þetta er aðeins lítið dæmi um kjaraskerðingu stúdenta af völdum bankanna. Aðalatriðið er þó að bankastofnanir eru valdamestu og ríkustu fyrirtæki landsins og það sannaðist í aðdraganda hrunsins hversu hættulegt er að veita þeim ekki aðhald og hleypa þeim allstaðar að í samfélaginu. Fyrir hrun voru gagnrýnisraddir þaggaðar niður með styrkveitingum með þeim afleiðingum að þrátt fyrir að margir hafi komið auga á spillingu bankanna voru þeir ekki stoppaðir af fyrr en allt var komið í óefni. Ef við veitum öflugum fyrirtækjum ekki aðhald með virkri gagnrýni er alltaf sú hætta fyrir hendi að þessi saga endurtaki sig. Líkt og bent er á í rannsóknarskýrslunni hafa styrkir bælandi áhrif á gagnrýni og auka meðvirkni. Snöggar umbreytingar á Stúdentablaðinu gefa vísbendingar um slíka meðvirkni. Eigi Stúdentaráð að vera óháð hagsmunasamtök þarf það að standa á eigin fótum. Að þiggja styrki frá valdamiklum fjármálastofnunum þaggar ósjálfrátt niður í gagnrýnisröddum stúdenta.


Christmas in Wonderland

English Summary

Texti: Alice Demurtas

“Winter is coming” Ned Stark would gloomily say. The truth is, it’s already here, like an old bearded man in a brown furry coat, throwing snow on the city roofs and blowing cold wind through the streets. Finally it's time to dust off our old coats and welcome back dry hands and rosy cheeks. Reykjavík gets ready to fight the upcoming darkness with bright Christmassy lights and an unusually warm atmosphere. Walking down Laugavegur in December be sure to enjoy the charm of colourful and gleaming windows; newly baked crispy sweets tempting you from inside the bakeries; red and golden decorations swinging lightly above your head while candid snowflakes fall down silently around you. That’s the city greeting you from underneath her most festive gown, young and fresh. I cannot hide the fact that I am the perfect stereotype of a Christmas freak: when the time approaches to think of luxuriously wrapped presents and sparkly trees, I tend to fall for everything that screams “Christmas Holidays”. Give me cinnamon and juicy apples, pine scent and golden candles and I’m yours!

Maybe it’s a matter of habit: there is a reassuring feeling in sitting down at night and watching the same movies that have been shown on TV every December for the past twenty years. Or maybe it’s the feeling of belonging to a family: going to the basement with my mother to dust off the old shimmery decorations and together dress up the tree felt even better than opening the presents on the 25th. I then used to sit on the carpet and watch the blinking lights, feeling fulfilled and satisfied. It always appeared to me as if for Christmas the world slipped into a different brighter dress. Fortunately I’m not the only one who gets crazy around December: my Icelandic family members are, in fact, as enthusiastic Christmas devotes as me. Therefore I will be sure not to miss the opportunity to enjoy that special day with them as I did for the past two years: I will thus happily engorge on piparkökur, cuddled by soft candle scent and light relaxing music. This time I’ve decided to bake a very easy cake, mainly because I am lazy but also because, being hope-

lessly clumsy, I would rather avoid blowing up my family’s house on Christmas’ Eve. First step: get 3 tea cups of flour, being careful not to pour them all over the floor; then throw 1 teaspoon of cinnamon and mix together in the same bowl. Add 3 tea cups of diced apples (with no skin!). Second step: mix and whip together 3 eggs and 2 cups of sugar. Once blended, add 1 cup of vegetable oil (possibly sunflower), 1 teaspoon of salt and 1 of baking soda. Mix, turn, jump around, sing a little song! Now the fun part: combine together the two mixtures and blend together with energy; put in a tin, sprinkle with sugar and good mood and cook in the oven at 160 degrees for 50-60 minutes. Enjoy it with a cup of rich flavoured chai tea either under your Christmas tree, or watching the snow out of the window, or after an intense round of warm cuddles under the blankets or, if you like, even while you‘re at it.

Settlement of Iceland Texti: Alice Demurtas

Jónas Sig Singer/songwriter Jónas Sigurðsson has just released a new album that he's quite pleases with „I worked on the album for a year and a half, I'm very proud of it“ „I Grew up in a isolated fishing village, populated by about a thousand people. When I was a kid that village was my entire world. On this album I wanted to get inside my head, my origins. I wanted to get inside that village and work from there. I tried to emphasize the album as a whole, a certain concept, rather than something that would appeal to a mass audience.“ Jónas used to be a programmer for Microsoft in Denmark. „I got to experience the environment within a very large corporation. It went quite well but I soon realized I wanted to go home and make music and live a more fulfilling life.“ Jónas says he's thought a lot about how the brain works and has positioned himself between the two

brain hemispheres, the right and left one. He uses both when working on songs, „First the melody is born, usually when I'm playing around on the guitar or on the computer. Then I'll simply try to improvise lyrics and if I'm lucky then I've got the epicenter of the song. After that I'll sleep on it and use the logical part of my brain, I'll whittle the lyrics down and lay down the finishing touches on it. When I do that I'm working systematically.“ Jónas says he thinks music has gotten to a point where it's all about entertainment rather than saying something important „I think it's important to create something and make a point, create something that matters. Take a stance. If you don't take a stance in music and art then you'll create something aesthetically pleasing and catchy but it won't live on. There won't be a group of people who get inspired and really care for your work.“

Íris Mist Iceland’s National Female Gymnastics Team, that recently defended their title as European champions returned home with both the gold and a big smile. Íris Mist Magnúsdóttir, the team’s captain studies sport science at University of Reykjavík and I met with her on a cold October morning where she told me all about her way to the top, the key to a good team spirit and a gymnast’s diet.

What did the settlers do when they arrived in Iceland for the first time? In the old days, there would have been many things to do to survive in the severe Icelandic nature. They had to collect food, build houses, and make warm clothes, I guess. The processes of doing these things would have been difficult. At the end of August 2012, I still had a lot of things to do to survive in modern Iceland. Moreover I faced trouble with starting my life here. First of all, I could not use the Internet at the University, make a contract with the housing office, and have an account at the bank without an Icelandic ID, kennitala. That is why I started the procedures to get that before eating my fill, going to my new residence, and putting on a proper coat. The problem was that there were no routine formalities to get a kennitala. I had to undergo a medical checkup including an X-ray, but a friend of mine from the same country had to take a blood test, and the prices of the health check varied according to the examination. Next the photo machine at the immigration office broke down when I went there. Nobody knew when it would be

repaired so I had to go to another place where Icelanders receive passports. Finally, I got my kennitala at the student service desk in University. I was so happy. After getting the kennitala, I am still learning how to survive in Iceland. Now, I know the nearest Bonus to my dormitory. I have studied how to take the bus and save bus tickets. I know some spots where I can buy Japanese food. I have tried a Chinese fast food restaurant. And besides I can see that Icelandic restaurants are for tourists so I cannot afford to experience them. But I am enjoying hot dogs as much as exPresident Clinton did. To my surprise, once I got used to it, I am able to withstand 10 degrees wearing only a thin cotton coat. One month has passed since I arrived. Time really flies. I have many Icelandic friends. They are very kind to me. Thanks to them my life in Iceland is almost settled. I think I will be able to pass the winter here unless I become enthusiastic about fishing like the story about the man who fished so much he forgot about the sheep and hay.

34

ALWAYS A STEP AHEAD The way to the top was nothing but easy. “We trained systematically towards defending the title. Our coaches put together a solid schedule for the group, a plan that made sure that we were always a step ahead of the other teams. We focused on both physical and mental factors – we went to a training camp abroad, travelled around the country and really built up the team.” Íris Mist says. PUSHING NEGATIVITY AWAY The team was glowing during rehearsals and their happiness and cohesion was truly remarkable. “The coaches often say that one negative girl is the equivalent of four positives.” It’s unacceptable coming to practise in a bad, negative mood since negativity spreads easily. “We try to push all negativity away and

Got Cookies? ICELANDIC FARMER COOKIES 400 g. flour 200 g. sugar 200 g. butter 75 g. coconut shreds 1 tsp. natron 2 Tbs. syrup 1 egg

This recipe is from my grandma, but it has been a chrismas tratition since she died. The syrup and the butter make a delicious caramel taste. Knead everything together. Make medium sized ‘balls’, put them on a paraffin paper covered baking sheet and gently press down on each cookie (you can use a fork or any tool to get patterns like grandma did). Put in the oven for about 5 minutes at 225°C.

AMERICAN “SHORTBREAD” COOKIES 1 cup butter (room temperature) ¾ cups sugar 2 1/3 cups flour

if something is bothering us or if something comes up, it is simply discussed with the coaches” she says. “We are all working towards the same goal. You are always more successful, both in gymnastics and life in general, if you have a positive attitude.” A BAG OF SWEETS A DAY Íris Mist says that gymnasts need to constantly remember to consume enough carbohydrates to have enough energy for the long hours of training. Her day usually begins with a meal rich in fibre, she usually eats a hot meal for lunch and then eats regularly through out the day. During practices she grabs drinks high in carbohydrates, nuts and raisins to keep the blood sugar up. “We are obviously asked to eat healthy to have enough energy” Íris says and adds that appearances don’t matter as long as their gymnastic ability isn’t compromised. “If I gain weight I find training more difficult but you shouldn’t be too skinny either. I try to eat healthy but I eat about a bag of sweets a day! When I train as much as I do now, my main concern is to have enough energy, I burn it all simultaneously!”. For those who are interested in gymnastics, Íris Mist’s club, Gerpla, offers a class for grown ups., both experienced and inexperienced. It’s never too late!

35

Caitlin Wilson, from the US, gave me this recipe. The “shortbread” cookies are originally from Scotland but have established themselves as a household name in America aswell. They’re extremely easy to make and can easily be spiced up with the addition of nuts, chocolate chips or coconut shreds. Whisk the butter and the sugar together and then add the flour. Make medum sized ‘balls’, roll them up in sugar, place them on a paraffin paper covered baking sheet and flatten. You can also flatten the entire dough and cut out cookies with different shaped molds. Bake for about 12-15 minutes at 175°C.


Hafðu bankann í vasanum Á L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur, yfirlit bankareikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru aðgengilegar á L.is auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og

Betri netbanki á L.is

Fyrir flesta nettengda síma

Í netbanka L.is getur þú stundað öll almenn bankaviðskipti með farsímanum, hratt og örugglega.

L.is nýtir nýjustu tækni í farsímalausnum og einskorðast ekki við snjallsíma, heldur virkar á nánast öllum nettengdum símum.

Hagnýtar upplýsingar

Enginn auðkennislykill Nýtt öryggiskerfi Landsbankans tryggir hámarks öryggi í netbanka einstaklinga og þar sem auðkennislykillinn er orðinn óþarfur er nú orðið mun þægilegra að fara í netbankann í símanum.

Þú finnur allar helstu upplýsingar fljótt og vel. Staðsetning útibúa og hraðbanka, fréttir, stöðu gjafakorta, gengi gjaldmiðla o.fl.

Aukakrónur Þú hefur gott yfirlit yfir Aukakrónurnar þínar, síðustu færslur, afslætti og staðsetningu samstarfsfyrirtækja Aukakróna.

Skannaðu QR kóðann til þess að fara á L.is

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

stöðu Aukakróna.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.