HAFNARSÓKN Hafnarkirkja - Stafafellskirkja Kirkjugarðarnir á Höfn og í Stafafelli
Frá vígsludeginum 28. júlí 1966
Ársskýrsla 2015 – 2016 Hafnarkirkja 1966-2016 50 ára
Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar 2015 var haldinn 6. mars á Hótel Höfn.
Sóknarnefnd og starfsfólk Prestar:
Sóknarprestur er séra Sigurður Kr. Sigurðsson. Prestur í hálfu starfi er séra Gunnar Stígur Reynisson. Þeir þjóna jafnframt öðrum sóknum í Bjarnanesprestakalli þ.e.a.s. Bjarnanessókn, Brunnhólssókn, Kálfafellsstaðarsókn og Hofssókn.
Starfsmenn eru þeir sömu og áður:
Kristín Jóhannesdóttir, organisti Örn Arnarson, kirkjuvörður Helga Stefánsdóttir og Magndís Birna Aðalsteinsdóttir kórfélagar sem aðstoðuðu við sunnudagaskólann. Sóknarnefndarmenn og séra Gunnar Stígur leystu kirkjuvörð af í fríum hans.
Sóknarnefnd:
Albert Eymundsson formaður Halldóra K. Guðmundsdóttir varaformaður, varasafnaðarfulltrúi Gísli Vilhjálmsson gjaldkeri Stefanía Sigurjónsdóttir ritari Gunnlaugur Þ. Höskuldsson safnaðarfulltrúi Linda Hermannsdóttir Ragnar Pétursson
Sóknarnefnd, varamenn:
Magndís Birna Aðalsteinsdóttir Gunnhildur L. Gísladóttir Halldóra Ingólfsdóttir Sigurður Ólafsson Sigurrós Erla Björnsdóttir Sólveig Sveinbjörnsdóttir Þorvaldur Viktorsson
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir: Svava Kr. Guðmundsdóttir Jón. G. Gunnarsson.
Aðalmenn í valnefnd vegna prestkosninga Albert Eymundsson, Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson, Halldóra K. Guðmundsdóttir, Linda Hermannsdóttir, Örn Arnarson.
Varamenn í valnefnd:
Magndís Birna Aðalsteinsdóttir, Ragnar Pétursson, Sigurður Ólafsson, Stefanía Sigurjónsdóttir, Þorvaldur Viktorsson.
Foreldramorgnar
Safnaðarstarfið Safnaðar- og kirkjustarfið hefur verið með hefðbundnum hætti. Messað var reglulega og starf kirkjukórsins hefur verið öflugt eins og áður.
Athafnir og samvera í kirkjunum Andlegar athafnir í Hafnarkirkju voru 65 sem 3.544 einstaklingar sóttu. Veraldlegar athafnir í Hafnarkirkju voru 18 sem 2.108 einstaklingar sóttu. Í Hafnarkirkju komu í athafnir samtals 5.652 einstaklingar. Athafnir í Stafafellskirkju voru 6 sem 218 einstaklingar sóttu. Þess má geta að mikill fjöldi ferðamanna skoðar Stafafellskirkju á hverju ári. Þá eru ótaldar allar kóræfingar (kirkju/samkórsins, karlakórsins og barnakórsins), fundir, tónleikar og annað sem fer fram í Hafnarkirkju og safnaðarheimilinu.
Fundir og námskeið Sóknarnefndarformaður og kirkjuvörður sóttu þing kirkjugarðasambandsins sem haldið var í Reykjavík. Sömuleiðis sóttu nokkrir sóknarnefndarmenn og prestarnir héraðsfund Suðurlandsprófastdæmis haldið í Fossbúð að Skógum.
Fjármál Fjármálin hafa verið í ákveðnu jafnvægi á starfsárinu og nokkurn veginn í samræmi við fjárhagsáætlun sem gerði ráð fyrir hallalausum rekstri. Kirkjugarðarnir voru sömuleiðis reknir án halla eftir nokkur erfið rekstrarár en það er ekki þar með sagt að rekstur þeirra sé tryggður á næstu árum.
Yngri barnakórinn á æfingu hjá Kristínu 1996.
Ársreikningur 2015 (tölur ársins 2014 innan sviga) Tekjur voru samtals 12.692.411- kr. (15.428.862- kr.). Helsti tekjustofninn eru sóknargjöld 10.995.461‑kr. (10.864.956- kr.). Önnur framlög og styrkir eru 1.696.950‑ kr. (4.563.870- kr.) Rekstrargjöld voru 12.725.669- kr. (14.743.161- kr.). Stærstu útgjaldaliðirnir eru laun ásamt launatengdum gjöldum. Tekjuafgangur eftir fjármagnsliði er 18.432- kr. (726.373- kr.) Minni tekjur og lægri rekstrarkostnaður skýrist að mestu vegna styrkja sem fengust árið undan til að mála Hafnarkirkju að utan og gera við skemmdir. Ársreikningurinn sýnir að reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun. Hvað varðar frekari skýringar er vísað í ársreikninginn sem liggur fyrir á fundinum.
Fjárhagsáætlun 2016 Á þessum fundi er lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Í 4. gr. starfsreglna fyrir sóknarnefndir segir: „Sóknarnefnd skal í samráði við sóknarprest gera fjárhagsáætlun fyrir hvert almanaksár og hafa þar m.a. hliðsjón af starfsáætlun sóknarprests og annarra starfsmanna sóknarinnar. Fjárhagsáætlun skal lögð fram á aðalsafnaðarfundi til kynningar og afgreiðslu.“ Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar eru að gert er ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð samtals 15.225.000- kr. Þar af eru sóknargjöld 12.000.000- kr. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir 1.000.000- kr. frá Jöfnunarsjóði sókna vegna viðhalds innanhúss. Rekstrargjöld eru samtals 15.220.000- kr. og þar af 1.700.000- kr. í viðhald. Fjárhagsáætlunin hækkar um 500.000- kr. bæði á tekjuog útgjaldalið vegna afmælisársins. Gert er ráð fyrir að aðrir kostnaðarliðir verði sambærilegir og rauntölur 2015 gefa til kynna. Vísað er í framlagða fjárhagsáætlunina á fundinum til frekari skýringa.
Kirkjugarðar í Hafnarsókn Sóknarnefnd skipar jafnframt stjórn kirkjugarðanna en
rekstur garðanna á að vera aðskilinn rekstri sóknarinnar. Þess vegna er gerður sérstakur ársreikningur og áætlun fyrir þá. Það er hagræðing með samrekstri beggja aðila, sérstaklega varðandi starfsmannahald. Nú verður breyting hér á því kirkjuvörður, Örn Arnarson, sagði starfi sínu lausu frá og með 1. mars 2016. Sóknarnefnd óskaði eftir við Örn að hann gegndi starfi kirkjuvarðar áfram í hlutastarfi út þetta ár. Sömuleiðis var leitað samstarfs við fyrirtækið Bjarni Hákonarson ehf. að sjá um kirkjugarðana. Aðilar eru sammála um að líta á þetta ár sem reynslutímabil og endurskoða um næstu áramót ef allir aðilar eru sammála um áframhaldandi samstarf. Framkvæmdum vegna stækkunar kirkjugarðsins á Höfn er lokið en með því eykst umhirða garðsins. Rétt er og skylt að þakka sveitarfélaginu, starfsfólki áhaldahúss fyrir gott samstarf og aðstoð við umhirðu garðanna og sömuleiðis Herði Bjarnasyni, sem hefur séð um öll samskipti varðandi Bjarna Hákonarsonar ehf.
Ársreikningur kirkjugarðanna 2015 (tölur ársins 2014 innan sviga) Helstu niðurstöður ársreiknings kirkjugarðanna eru að rekstrartekjur/kirkjugarðsgjöld voru samtals 4.386.689-kr. (4.621.838- kr.). Rekstrargjöld voru samtals 4.276.799‑kr. (4.816.595- kr.). Framlegð er því 109.890- kr. (-194.757‑kr.) í stað halla undangenginna ára sem var á sl. ári tæpar tvöhundruð þúsund krónur. Tap kirkjugarðanna hefur verið bókfært sem skuld hjá sóknarnefndinni og er vel yfir 2 miljónir króna.
Fjárhagsáætlun kirkjugarðanna 2016 Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að tekjur verði 3.650.000‑kr. og gjöld 3.615.000- kr. Hagnaður 35.000- kr. sem er í fyrsta skipti í nokkur ár sem fjárhagsáætlun er réttu megin við strikið.
Viðhald Hafnarkirkja var máluð innandyra nú í janúar og bókast sá kostnaður á ársreikning 2016. Þar með hefur það
Prestarnir og starfsfólk; Kristín Jóhannesdóttir organisti, séra Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur, séra Gunnar Stígur Reynisson prestur og Örn Arnarson (Brói) kirkjuvörður á vikulegum samráðsfundi.
markmið náðst að mála kirkjuna bæði utan og innan og vonandi tekst að hreinsa og gera við pípuorgelið sem fyrst en það er kostnaðarsamasta og tímafrekasta viðhaldsverkefnið. Sóknarnefnd lagði áherslu á að reyna að ljúka við helstu viðhaldsverkefni kringum afmælisárið og afmælishátíðarhöldin tengdum þeim og stækkun kirkjugarðsins sem sem er lokið. Krossinn á kirkjunni hefur verið að stríða okkur undanfarið og verður tekinn í gegn á næstunni.
Heimasíða - bjarnanesprestakall.is Séra Gunnar Stígur hefur haft veg og vanda að heimasíðunni okkar „bjarnanesprestakall.is“. Sömuleiðis hefur Gunnar Stígur virkjað fésbókina til að miðla upplýsingum um starfið og halda uppi betra sambandi t.d. við fermingarbörnin. Þarna má finna ýmsar upplýsingar um sóknina og starfsemina ásamt gömlum og nýjum myndum. Full ástæða er til að hvetja fólk að skoða síðurnar við og við því þær eru er uppfærðar reglulega með upplýsingum, tilkynningum og myndaefni.
Afmælisár Hafnarkirkja var formlega vígð 29. júlí 1966. Kirkjan á því 50 ára vígsluafmæli í ár eins og áður hefur komið fram. Ákveðið er að hátíðarmessa verður sunnudaginn 29. maí með þátttöku Agnesar Sigurðardóttur biskups og fleiri gesta. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur mun koma 30. mars nk. og vera með fyrirlestur sem hún nefnir Ástin, drekinn og dauðinn og er um sorg og sorgarferli en hún hefur sjálf gengið í gegnum makamissi og skrifaði bók um þá reynslu. Í lok apríl koma Guðný Einarsdóttir organisti og Bergþór Pálsson og flytja verk Guðnýjar Lítil saga úr orgelhúsi sem er ætlað börnum. Við eigum svo von á tónlistarfólki sem hefur fengið sína eldskírn og uppeldi með þátttöku í barnakórnum. Enn og aftur er auglýst eftir gömlum myndum af byggingu kirkjunnar og úr kirkjustarfinu sem hugsaðar eru til að vinna með á sögusýningu.
Sóknarprestur og organisti kveðja í haust Það liggur fyrir að séra Sigurður og Kristín organisti munu kveðja söfnuðinn á haustdögum. Sigurður og Kristín hafa
bæði starfað fyrir söfnuðinn í 21 ár. Við munum kveðja þau og þakka fyrir störf þeirra með viðeigandi hætti þegar þar að kemur.
Líkhús Minni enn einu sinni á að nauðsynlegt er að halda umræðu um nýtt líkhús og framtíðarlausnir í þeim efnum vakandi. Það er sannarlega tilefni til þess núna þegar krafa er um stækkun hjúkrunarheimilisins á Höfn og það væri ábyrgðarleysi hjá viðkomandi aðilum ef ekki tækist að leysa þessi mál samfara því.
Lokaorð og þakkir Gjafir og styrkir sem kirkjunni berast sýna að það eru margir sem vilja kirkjunni vel og eru tilbúnir að leggja sóknarstarfinu lið. Það er ómetanlegt eins og fjármál sóknanna og kirkjugarðanna hefur þróast. Margar dýrmætustu stundir og minningar í lífi okkar tengjast kirkjulegum athöfnum s.s. skírnum, fermingum og giftingum. Okkur finnst mikilvægt að útfarir og minningarathafnir ástvina geti farið virðulega fram og ákveðinn myndugleiki sé kringum allt starf kirkjunnar. Til þess að svo megi vera þarf að færa rekstrarumhverfi sóknarinnar og kirkjugarðanna til betra horfs. Mér er ljúft og skylt að þakka öllum gott samstarf og samvinnu á liðnu starfsári. Sömuleiðis skal öllum þakkað sem lagt hafa sóknarnefnd og kirkjustarfinu lið með styrkjum eða á annan hátt. Prestum og starfsfólki er sérstaklega þakkað vel unnin störf sem framkvæmd voru af metnaði eins og sjá mátti í athöfnum, viðhaldi kirknanna, umhverfi þeirra og kirkjugörðunum. Ég vil eins og áður brýna og hvetja safnaðarmeðlimi til að standa vörð um safnaðar- og kirkjustarfið og taka því vel þegar sóknarnefnd leitar til sóknarbarna eða annarra aðila með erindi til að styrkja og efla starfið. Hornafirði 6. mars 2016 Albert Eymundsson, formaður sóknarnefndar