HAFNARSÓKN Hafnarkirkja - Stafafellskirkja Kirkjugarðarnir á Höfn og Stafafelli
Ársskýrsla 2018 – 2019 Lögð fram á aðalsafnaðarfund 17. mars 2019
Hafnarsókn Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar árið 2018 var haldinn 13. mars í Safnaðarheimili Hafnarkirkju.
Sóknarnefnd og starfsfólk Prestar: Sóknarprestur séra Gunnar Stígur Reynisson. Prestur séra María Rut Baldursdóttir. Þeir þjóna jafnframt öðrum sóknum í Bjarnanesprestakalli þ.e.a.s. Bjarnanessókn, Brunnhólssókn, Kálfafellsstaðarsókn og Hofssókn.
Starfsmenn: Organisti Jörg Erich Sondermann. Samkór Hornfjarðar sinnir hlutverki kirkjukórs. Kirkjuvörður er Sindri Bessason, kom til starfa 1. ágúst 2018. Örn Arnarson lét af störfum frá og með 1. september 2018. Prestarnir sáu um sunnudagaskólann. Sóknarnefndarfólk leystu kirkjuverði af í fríum þeirra.
Sóknarnefnd: Albert Eymundsson formaður, varasafnaðarfulltrúi Halldóra K. Guðmundsdóttir varaformaður, safnaðarfulltrúi Gísli Vilhjálmsson gjaldkeri Stefanía Sigurjónsdóttir ritari Magndís Birna Aðalsteinsdóttir Linda Hermannsdóttir Ragnar Pétursson
Sóknarnefnd, varafulltrúar: Aðalsteinn Aðalsteinsson Gunnar Ásgeirsson Hugrún Reynisdóttir Sigurður Ólafsson Sigurrós Erla Björnsdóttir Sólveig Sveinbjörnsdóttir Þorvaldur Viktorsson, safnaðarfulltrúi.
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir: Svava Kr. Guðmundsdóttir Jón. G. Gunnarsson.
Kjörnefnd: Kjörin á aðalsafnaðarfundi 20. mars 2017. Albert Eymundsson Halldóra K. Guðmundsdóttir Gísli Már Vilhjálmsson Stefanía Sigurjónsdóttir Linda Hermannsdóttir Ragnar Pétursson Magndís Birna Aðalsteinsdóttir
Varamenn: Þorvaldur Viktorsson Sólveig Sveinbjörnsdóttir Sigurrós Erla Björnsdóttir Aðalsteinn Aðalsteinsson Hugrún Reynisdóttir Sveinbjörg Jónsdóttir Sigurður Ólafsson Gunnhildur Gísladóttir Halldóra Ingólfsdóttir Gunnar Ásgeirsson
Safnaðar- og kirkjustarfið Safnaðar- og kirkjustarfið var hefðbundið og messað reglulega. Þó hefur verið lögð áhersla á meiri fjölbreytni í kirkjustarfinu.
Athafnir og samvera í kirkjunum 2018 Hafnarkirkja Andlegar athafnir 75 og 4.617 gestir. Veraldlegar athafnir 9 og 706 gestir. Samtals 91 athafnir og 5.913 gestir. Stafafellskirkju 3 athafnir og 105 gestir. Eins og áður heimsækir fjöldi gesta og ferðamanna Stafafellskirkju á hverju ári. Þá eru ótaldar allar kóræfingar (kirkju/samkórsins, karlakórsins o.fl.), fundir, tónleikar og annað sem fer fram í Hafnarkirkju og safnaðarheimilinu.
Fjármál Niðurstaða ársreiknings er engan vegin viðunandi. Það var alltaf ljóst á sl. ári að reksturinn yrði erfiður vegna aukinna útgjalda m.a. var launakostnaður hærri vegna þess að kirkjuverðir voru tvo mánuði samtíðis á launum.
og Olgeir Jóhannsson og er þeim þakkað. Samstarfið við fyrirtæki Bjarna Hákonarsonar að sjá um kirkjugarðana og umhirðu þeirra hefur gefist vel og var sóknarnefndin sammála um að halda því áfram. Rétt og skylt er að þakka, starfsfólki áhaldahúss, vinnuskólans og ráðhúss fyrir gott samstarf. Mest hefur mætt á Herði Bjarnasyni varðandi samskipti og umhirðu garðanna og ástæða til að þakka honum sérstaklega. Sömuleiðis hefur verið góð samvinna við Olgeir Jóhannsson um grafartöku sem hann sinnir af samviskusemi og vandvirkni.
Nokkur kostnaður var vegna afmælis Stafafellskirkju og var viðhaldskostnaður meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sóknargjöld standa í stað og aðrar tekjur ekki aukist nema vegna framkvæmda við kirkjugarðinn í Stafafelli. Ástæða er til að nefna að kirkjan er skuldlaus.
Ársreikningur Hafnarsóknar 2018 (tölur ársins 2017 innan sviga) Tekjur voru samtals 15.426.506 (13.004.180- kr.). Helsti tekjustofninn eru sóknargjöld 11.663.570(11.614.080- kr.) . Rekstrargjöld voru 16.033.150 (11.827.425 kr.). Stærstu útgjaldaliðirnir eru laun ásamt launatengdum gjöldum. Tap á rekstrinum var -602.794 (1.00.768- kr.). Hvað varðar frekari skýringar er vísað í ársreikninginn sem liggur fyrir á fundinum.
Fjárhagsáætlun Hafnarsóknar 2019 Á þessum fundi er lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Í 4. gr. starfsreglna fyrir sóknarnefndir segir: „Sóknarnefnd skal í samráði við sóknarprest gera fjárhagsáætlun fyrir hvert almanaksár og hafa þar m.a. hliðsjón af starfsáætlun sóknarprests og annarra starfsmanna sóknarinnar. Fjárhagsáætlun skal lögð fram á aðalsafnaðarfundi til kynningar og afgreiðslu.“ Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar eru að gert er ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð samtals 14.100.000- kr. Þar af eru sóknargjöld 11.500.000- kr. Rekstrargjöld eru 14.100.000. Það skal viðurkennt að þessi niðurstaða lýsir nokkurri bjartsýni. Vísað er í framlagða fjárhagsáætlunina á fundinum til frekari skýringa.
Kirkjugarðar í Hafnarsókn Rekstur kirkjugarðanna hefur undanfarin ár verið erfiður því reynt hefur verið að sinna umhirðu eins vel og áður. Það er hagræðing með samrekstri sóknarinnar og kirkjugarðanna, sérstaklega varðandi starfsmannahald. Skipt var um grindverkið kringum Stafafellskirkju og kirkjugarðinn en reyndar er eftir að ganga frá austurhliðinni. Verkið var umfangsmeira en áætlað var en með stuðningi sveitarfélagsins og Skinney-Þinganess ásamt styrk úr Kirkjugarðasjóði gekk þetta vel. Finnur Jónsson smiður stjórnaði verkinu en með honum voru báðir kirkjuverðirnir, starfsmenn frá Bjarna Hákonarsyni
Ársreikningur kirkjugarðanna 2018 (tölur ársins 2017 innan sviga) Helstu niðurstöður ársreiknings kirkjugarðanna eru að rekstrartekjur/ kirkjugarðsgjöld voru samtals 6.307.542 (4.955.738- kr.). Rekstrargjöld voru samtals 7.351.342 (5.212.305- kr.). Gjöld umfram tekjur eru því -1.043.800 (-256.567-) kr. Tap kirkjugarðanna hefur verið bókfært sem skuld hjá sóknarnefndinni og er yfir 5 m.kr. m.kr. við síðustu Kirkjuverðir, síðasta messa Bróa. áramót.
Fjárhagsáætlun kirkjugarðanna 2019 Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að tekjur verði 5.200.000kr. og gjöld 5.800.000- kr. Það er því gert ráð fyrir halla eins og flest undanfarin ár.
Viðhald Viðhald og bætt lýsing í kirkjunni árið 2018 var þó nokkuð en átak var gert í þeim efnum fyrir afmælisárið 2016. Alsherjar hreinsun og viðhald á orgelinu hefur þurft að bíða af fjárhagsástæðum. Komið er að viðhaldi og viðgerð á steindu gluggum Hafnarkirkju. Fulltrúar frá fyrirtækinu sem framleiddi gluggana voru hér á landi sl. sumar og buðust til að skoða gluggana og gera tilboð okkur að kostnaðarlausu í viðgerð. Tilboðið hljóðar upp á um 10 m.kr. og er þá eftir töluverður annar kostnaður. Rétt er að taka fram að taka þarf gluggana úr kirkjunni og flytja til Þýskaland þar sem viðgerðin færi fram. Það er alveg ljóst að þessi verkefni, gluggarnir og orgelið, þurfa að bíða og það er ekki sársaukalaust eins og staðan er í dag.
Barnastarfið og sunnudagaskólinn Barnastarfið hefur verið að eflast og hafa prestarnir lagt sig fram um að bæta það. Þátttaka hefur aukist og bindum við miklar vonir við starfsemina. Prestunum er sérstaklega þakkað fyrir þennan áhuga.
Fermingarstarf Líkt og undanfarin ár hefur fermingarfræðslan farið fram í Hafnarkirkju fyrir væntanleg fermingarbörn í prestakallinu. Í september var farið í fermingarfræðsluferð austur í kirkjumiðstöðina á Eiðum. Væntanleg fermingarbörn komu einnig frá Djúpavogi og Vopnafirði. Um skipulagningu sá héraðsprestur Austurprófastsdæmis en um fræðsluna sáu prestarnir héðan og frá Vopnafirði, ásamt héraðspresti. Gist var í tvo daga og var mikil ánægja með ferðina.
Heimasíða - bjarnanesprestakall.is / hafnarkirkja.is Prestarnir hafa eins og áður haft veg og vanda að heimasíðunni okkar „bjarnanesprestakall.is“. Sömuleiðis hafa prestarnir virkjað fésbókina til að miðla upplýsingum um starfið og halda uppi betra sambandi t.d. við fermingarbörnin. Þarna má finna ýmsar upplýsingar um sóknina og starfsemina ásamt gömlum og nýjum myndum. Heimasíðan er uppfærð reglulega með upplýsingum, tilkynningum og myndaefni.
Afmælisár Á sl. ári voru liðin 150 ár frá víxlu núverandi Stafafellskirkju. Hátíðarmessa var í kirkjunni 26. ágúst með þátttöku vígslubiskups herra Kristjáni Björnssyni. Eftir messu var kaffisamsæti í Mánagarði þar sem saga kirkjunnar og kirkjustaðarins var rifjuð upp, Samkórinn söng og sá um veitingar. Þátttaka var mjög góð og dagurinn ánægjulegur í alla staði.
Gjafir Ýmsar gjafir hafa borist kirkjunni. Þorsteinn Sigurbergsson færði kirkjunni kastara, sem munu bæta lýsingu yfir altarinu og notast m.a. við sérstaka atburði
s.s. tónleika o.fl. Lionsfélagar hafa boðað að þeir hafi áhuga á að koma upp nýjum ljósum til að lýsa upp kirkjuna utandyra.
Líkhús Hönnun á stækkun nýja hjúkrunarheimilisins er komin í ferli og mikilvægt að fylgja eftir tillögum og hugmyndum um líkhús og kapellu í byggingunni.
Lokaorð og þakkir Stuðningur, gjafir og styrkir sem kirkjunni og kirkjugörðunum berast sýna að mörgum þykir vænt um starfsemina sína og eru tilbúnir að leggja starfseminni lið. Það er ómetanlegt eins og fjármál sóknanna og kirkjugarðanna hefur þróast. Margar dýrmætustu stundir og minningar í lífi okkar tengjast kirkjulegum athöfnum s.s. skírnum, fermingum og giftingum. Okkur finnst mikilvægt að útfarir og minningarathafnir ástvina geti farið virðulega fram og ákveðinn myndugleiki sé kringum allt starf kirkjunnar. Til þess að svo megi vera þarf að færa rekstrarumhverfi sóknarinnar og kirkjugarðanna til betra horfs. Mér er ljúft og skylt að þakka öllum gott samstarf og samvinnu á liðnu starfsári. Sömuleiðis skal öllum þakkað sem lagt hafa sóknarnefnd og kirkjustarfinu lið með styrkjum eða á annan hátt. Prestum og starfsfólki ásamt Samkórnum er sérstaklega þakkað vel unnin störf. Ég vil eins og áður brýna og hvetja safnaðarmeðlimi til að standa vörð um safnaðar- og kirkjustarfið og taka því vel þegar sóknarnefnd leitar til sóknarbarna eða annarra aðila með erindi til að styrkja og efla starfið. Hornafirði 17. mars 2019. Albert Eymundsson, formaður sóknarnefndar og stjórnar kirkjugarðanna.
Allar myndir eru frá afmælishátíð Stafafellskirkju