Efnisyfirlit Ávarp stjórnar Bls. 3 Blessað barnalán á Ströndum Fjallað um nýja sýningu hjá Leikfélagi Hólmavíkur. Bls. 5
List á Vestfjörðum júní 2016 | 2
Ræturnar alltaf að styrkjast Viðtal við Dagnýjar Arnalds tónlistarkonu, kórstjóra og aðstoðarskólastjóra TÍ. Bls. 6-7
eru á dagskrá á næstunni í menningarfjórðunginum Vestfjörðum. Bls. 16-17 Á stífum æfingum fyrir upptökur í Abbey Road Viðtal sem tekið var í haust við tónskáldið unga Halldór Smárason þar sem farið var yfir glæstan feril hans og komandi verkefni. Bls. 18-20
Minnisvarði um Gretti reistur á Reykhólum Þess er minnst á Reykhólum að 1000 ár eru liðin frá vetursetu Grettis Ásmundssonar á Reykhólum. Bls. 8
Meiri nánd á landsbyggðinni Hinn ástsæli tónlistarmaður Bubbi heldur í fyrsta sinn Þorláksmessutónleika á Ísafirði. Bls. 21
Alltaf stemmning að skemmta fyrir vestan Björn Bragi Arnarson, uppistandari með meiru, segir frá nýrri gamansýningu. Bls. 9
Örviðtalið Tónlistarmaðurinn Mugison er viðmælandinn í örviðtalinu að þessu sinni en þar segir hann aðeins frá nýrri plötu sinni. Bls. 23
Dans er eins og sérstak tungumál Viðtal við Henna-Riikka Nurmi bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar árið 2016. Bls. 10-11
Vestfirska forlagið Kynntar eru sex nýjar bækur sem koma út hjá forlaginu fyrir jólin. Bls. 24-25
Björguðu byggingum frá því að fjúka á haf út Fjallað um Listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal og þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Bls. 12-13 Lýsir veröld fólks á öldum áður Viðtal við Vilborgu Davíðsdóttur rithöfund um væntanlega þriðju bók hennar um landnámskonuna Auði djúpúðgu og fleira. Bls. 14-15 Atburðadagatal Listi yfir fjölmarga viðburði sem
Villi Valli og félagar leika uppáhaldslögin Fjallað um tónleika hjá tónlistarmanninum Villa Valla og félögum hans. Bls. 26 Barnaópera væntanleg á vestfirskar fjalir Ópera Vestfjarða hefur í hyggju að setja upp fjölskylduóperuna Litli sótarinn eftir áramót. Bls. 27 Afmælisári fagnað með tónleikahaldi Tónskáldið Jónas Tómasson fagnar sjötugsafmæli þann 21. nóvember. Bls. 28-29
Ávarp stjórnar Sumarið er búið. Það var stútfullt af menningar viðburðum um land allt, og voru Vestfirðir þar engin undantekning. Miðað við hina frægu höfðatölu eru Vestfirðingar örugglega uppákomu- og hátíðaglaðasta fólk landsins. Er þá kominn tími til að slappa af? Nei, aldeilis ekki. Listamenn virðast ekki kunna það. Atburðadagatalið í þessu riti sýnir það. Þó er það svo langt frá því að vera tæmandi listi yfir listviðburði. Veturnætur og jólatónleikarnir allir eru bara toppurinn ársins hring að bjóða upp á viðburði, þó ekki sé sama mannmergðin á svæðinu og á sumrin. Svo má ekki gleyma þeim sem semja, mála yrkja, teikna o.s.frv. allan ársins hring, þó ekki sé sú sköpun fyrirferðarmikil á uppákomum og hátíðum. Listsköpunin hvorki flýgur til heitu landanna né skríður í hýði. Áður en næsta List á Vestfjörðum kemur út verður þjóðin búin að sýna listumræðunni sinn árvissa áhuga. Þá verður hin reglubundna rimma um listamannalaun afstaðin eina ferðina enn. Sú orrahríð kemur og fer. Jólin líka, sem og fyrrnefnt sumar. En listamennirnir eru líkt og stríðin úti í hinum stóra vonda heimi, að þeir eru alltaf að, þó kastljósið sé ekki alltaf á þeim. Ritið List á Vestfjörðum ætlar að halda áfram að færa ykkur, lesendur góðir, fréttir af vestfirsku listalífi, hvort sem það æpir á mann eða fer hægt og hljótt. Njótið vel.
Ritið List á Vestfjörðum kemur nú út í áttunda sinn. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og því dreift inn á öll heimili á Vestfjörðum. Útgefandi: Félag vestfirskra listamanna Aðal styrktaraðili: Uppbyggingarsjóður Vestfjarða Ábyrgðarmaður: Elfar Logi Hannesson Ritstjórn og efnisvinnsla: Thelma Hjaltadóttir
Ritnefnd: Dagný Þrastardóttir, Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson Umbrot og hönnun: Gunnar Bjarni Prentun: Prentmet
List á Vestfjörðum október 2016 | 3
á ísjakanum. Menningarhúsin eru óstöðvandi allan
Fyrirtæki sem veita meðlimum Félags vestfirskra listamanna afslætti og sérkjör gegn framvísun félagsskírteinis: Edinborg Bistró, Aðalstræti 7, Ísafirði 2 f. 1 af bjór á krana og víni hússins milli kl. 16.00 og 18.00 alla virka daga. Bræðurnir Eyjólfsson, Hafnarstræti 3, Flateyri 50% afsláttur af bókakílóinu = 500 kr. / kg af bókum.
List á Vestfjörðum október 2016 | 4
Gíslastaðir í Haukadal í Dýrafirði 2 fyrir 1 á alla viðburði. Ísafjörður Guide – Natural and Cultural Walks, Seljalandsvegi 85, Ísafirði - 10 % afsláttur af gönguferðum. Kómedíuleikhúsið 2 fyrir 1 á alla viðburði. 50% afsláttur á öllum útgefnum verkum. Málningarbúðin Ísafirði ehf., Sindragötu 14, Ísafirði 20% af listamannavörum og flestri innan- og utanhússmálningu og fúavörn. 10% afsláttur af flestum verkfærum. Melódíur Minninganna, Tjarnarbraut 5, Reynimel, Bíldudal 50% afsláttur af aðgangseyri. Rammagerð Ísafjarðar, Aðalstræti 16, Ísafirði 10% afsláttur af innrömmun. Smiðjan verslun, Sindragötu 12c, Ísafirði 5 – 10% afsláttur af lagervöru. Skutulsfjörður - útivistarkort 2017, mynd@snerpa.is, 50% afsláttur af verði fyrir auglýsingu (afsláttur jafngildir þremur árgjöldum fyrirtækis í Félagi vestfirskra listamanna). Allir velunnarar lista eru velkomnir í félagið. Hægt er að skrá sig í gengum netfangið rammagerd@rammagerd.is.
Blessað barnalán á Ströndum
Verkið fjallar um konu sem býr með móður sinni í þorpi úti á landi. Systkini hennar hafa ekki komið í heimsókn í háa herrans tíð og því bregður hún á það ráð að ljúga því að móðir þeirra sé dáin. Systkinin þyrpast á staðinn en sum þeirra virðast hafa meiri áhuga á arfinum heldur en fjölskyldunni. Upp úr þessu spinnst mikið havarí, fólk lýgur, villir á sér heimildir, sest á hænur og annað sem fylgir góðum gamanleikjum. Guðbjörg Ása, leikstjóri, segir að þó leikritið sé skrifað fyrir tæpum 40 árum sé þemað sígilt og eigi við ekki síður í dag en þá. Hugsanlegt sé þó að einstaka atriði verði uppfærð er varða aukna tækni okkar í dag jafnframt sem farið er frjálslega með kyn persónanna. Mikill áhugi er á leiklist á Hólmavík. Um 40 manns á öllum aldri taka þátt í starfi leikfélagsins á einn eða annan hátt. Það verður að teljast nokkuð gott í litlum bæ, enda rúmlega 10% íbúa. Á síðasta starfsári kom félagið að fjölda verkefna ásamt reglubundinni uppsetningu og hyggst ekki gefa neitt eftir þetta árið. Þar má meðal annars nefna þátttöku í Þjóðleik, leiklistarnámskeið fyrir börn og kósý jóladagskrá.
Frá æfingu hjá Leikfélagi Hólmavíkur.
List á Vestfjörðum október 2016 | 5
Leikfélag Hólmavíkur er komið á fullt skrið eftir sumarfrí. Æfingar standa nú yfir á gamanleiknum Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Um tuttugu manns koma að uppsetningunni, en ellefu leikarar koma fram í sýningunni. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir leikkona leikstýrir. Áætlað er að frumsýna verkið föstudaginn 4. nóvember. Mikill áhugi er hjá aðstandendum sýningarinnar að leggja land undir fót og leika víðar en á Hólmavík. Líklegt er því að félagsmenn leggist í leikferðarskipulagningu er líður á veturinn.
Ræturnar alltaf að styrkjast
List á Vestfjörðum október 2016 | 6
Dagný Arnalds virðist vera þúsundþjalakona er kemur að tónlist. Hún hefur að baki fjölbreytta reynslu sem kennari, kórstjóri og starfaði m.a. um skeið sem listrænn stjórnandi Tónlistarhátíðarinnar við Djúpið. Dagný er nýráðinn aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar en hún hefur kennt við skólann undanfarin ár og verið farsæll kennari. Aðspurð um það hvernig nýja starfið leggist í sig segir Dagný það vera frábært að fá tækifæri til þess að starfa við skólann. „Við erum mjög stolt af skólanum okkar, nemendum og starfsfólki. Nýja starfið leggst vel í mig enda spennandi tímar framundan og mikill hugur í okkur. Í haust er fjölmargt á dagskrá auk hins hefðbundna skólastarfs. Við fáum t.d. heimsókn frá pólskum tónlistarskóla og hópur strengjanemenda fer í heimsókn til Póllands. Við verðum með opið hús og hlökkum til þess að taka áfram þátt í hinum ýmsu viðburðum í bænum.“ Dagný hefur verið afar virk í tónlistarlífinu á norðanverðum Vestfjörðum undanfarin ár og virðist hafa komið að öllum sviðum tónlistar, en er eitthvað sem er sérstaklega í uppáhaldi hjá henni? „Já líklega hef ég komið víðar við en ég bjóst við þegar ég flutti hingað fyrir sjö árum enda ætluðum við bara að staldra við á Flateyri í tvö ár. Mér datt t.d. aldrei í hug að ég myndi starfa sem organisti í kirkju, en ég er mjög fegin að hafa verið boðið að stjórna Kirkjukór Önundarfjarðar fljótlega eftir að ég flutti vestur. Mér líður mjög vel hér og ræturnar eru alltaf að styrkjast. Ég held að það sé ekki síst vegna þess
Dagný Arnalds.
að ég hef fengið að kynnast svo frábæru fólki í gegnum kórastarfið og kennsluna. Fólk kynnist á svo sérstakan hátt þegar það syngur saman eða spilar. Ég held að það sé miklu notalegra að velja sér tómata í búðinni, eftir að hafa kannski keyrt ströndina í skafrenningi, þegar maður heyrir kunnuglegar raddir sem manni þykir vænt um í kringum sig. Ég er píanókennari og hef alltaf
Eitt af mörgum hlutverkum Dagnýjar er stjórn hins margrómaða Sunnukórs en því hefur hún sinnt undanfarin ár. „Ætli það séu ekki að verða komin fimm ár síðan ég mætti á mína fyrstu æfingu. Ég tók mér þó hlé þegar ég átti yngsta son minn. Sunnukórinn er elsti blandaði kór landsins og margir eru búnir að syngja mjög lengi í kórnum. Stundum hafa þrjár kynslóðir úr sömu fjölskyldu sungið saman í kórnum Við bjóðum nýja félaga hjartanlega velkomna en við æfum á þriðjudagskvöldum í Hömrum. Þetta er frábær félagsskapur og við erum alltaf með eitt og annað á prjónunum. Síðastliðið vor vorum við með tónleika þar sem við fluttum tónlist úr kvikmyndum í samstarfi við Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar. Það var mjög vel heppnað og auðvitað var boðið upp á popp og kók í hléi. Núna förum við fljótlega að huga að jóladagskránni, en við erum líka m.a. að undirbúa komu vinakórs frá Reykjavík sem mun syngja á tónleikum með okkur í vor.“
Tók þátt í tónlistarmyndinni Islands Songs Ólafur Arnalds tónlistarmaður og Baldvin Z tóku í sumar upp tónlistarmyndina Islands Songs þar sem sjö vel valdir
staðir á Íslandi voru heimsóttir og tónlist unnin með heimamönnum – einn þeirra var einmitt Dagný en svo skemmtilega vill til að þau Ólafur eru bræðrabörn. Lagið sem þau unnu saman var hljóðritað í kirkjunni og ber yfirskriftina 1995. „Ólafur kom í heimsókn til mín fyrir tveimur árum. Þá fórum við í leiðangur í Holt, stöldruðum m.a. við í kirkjunni og spiluðum aðeins á harmóníumið. Þegar þeir Baldvin fóru að vinna að Island Songs kom Holt fljótlega upp í hugann hjá Ólafi og hann hafði samband við mig. Ólafur fékk Björgvin Tómasson, orgelsmið, til þess að stilla litla fótstigna orgelið sem er í kirkjunni og þá var allt til reiðu. Önundarfjörður var númer tvö í röðinni af þeim sjö stöðum sem verkefnið hverfist um og við unnum lagið á einum degi, æfðum og tókum upp. Börnin mín mættu til leiks í pollagöllunum og mér fannst svolítið fallegt hvernig Baldvin og félagar fléttuðu þeirra leik inn í myndbandið. Það var gaman að upplifa samstarf Ólafs og Baldvins og þess frábæra fólks sem tók þátt í verkefninu, hljóðmanna, tökuliðs, hljóðfæraleikara og allra sem komu að skipulagningunni. Ég hlakka til þess að sjá myndina sem kemur út í vetur. Þar verða auk tónlistarmyndbandanna viðtöl við fólkið sem tekur þátt í verkefninu á hverjum stað fyrir sig og ég held að þetta eigi eftir að verða mjög fallegt.“
Sindragata 14 Sími: 456 4550
List á Vestfjörðum október 2016 | 7
haft mjög gaman af því að kenna. Kórstjórnin á margt sameiginlegt með kennslunni, hljóðfærið er bara annað, þ.e.a.s. kórinn og þær raddir sem mynda hann.“
List á Vestfjörðum október 2016 | 8
Minnisvarði um Gretti reistur á Reykhólum Þúsund ár eru liðin frá vetursetu hins goðsagnakennda Grettis sterka Ásmundssonar á Reykhólum. Af því tilefni ætla heimamenn að ráðast í að reisa minnisvarða úr stuðlabergi. Hugsuðurinn á bak við verkið og umsjónarmaður þess er Guðjón Dalkvist Gunnarsson, sem betur er þekktur sem Dalli á Reykhólum. „Það hefur lengi verið í deiglunni að setja upp þennan minnisvarða til að merkja þennan áfanga en við erum ekki komin með neina dagsetningu hvenær varðinn verður afhjúpaður. Ég býst við að við hefjum verkið núna í haust en svo fer eftir veðri hvernig gengur. En við höfum allan veturinn til þess að klára þetta þar sem samkvæmt sögunni var Grettir hér á Reykhólum fyrir einmitt þúsund árum, veturinn 1016-17, eftir því sem næst verður komist.“ Að verkinu koma einnig Gústaf Jökull Ólafsson, Eiríkur Kristjánsson og Hlynur Þór Magnússon. Reykhóladeild Lionsklúbbs Búðardals er bakhjarl verksins en Dalli útilokar ekki að fleiri styrktaraðilar eigi eftir að bætast við.
Minnisvarðanum hefur verið valin staðsetning sem tengist einni af kunnustu sögunum um Gretti á Reykhólum en þar er átt við nautsburðinn sem getið er í Grettissögu. Grettir fór þá ásamt fóstbræðrum sínum Þorgeiri Hávarssyni og Þormóði Kolbrúnarskáldi út í Ólafseyjar síðla hausts að sækja uxa og gekk þar á ýmsu. Sagan segir að þeir félagar hafi komið að landi með nautið við Hvalshaushólm eftir harðan róður. Mikill sjór var kominn í skipið auk þess sem á það hafði hlaðist
ísing. Þeir fóstbræður tóku að sér að draga skipið á land en Grettir lagði af stað með uxann heim að Reykhólum og gekk gangan erfiðlega fyrir bola sem loks gafst upp er þeir voru komnir nærri Tittlingsstaði en Grettir tók hann þá á herðar sér og bar það sem eftir var leiðarinnar. Minnismerkið verður milli vegarins og borðsins á miðri mynd. Hægra megin á myndinni sést leiðin, sem Grettir fór neðan frá sjónum.
Alltaf stemning að skemmta fyrir vestan „Við ætlum að reyna að sýna allar okkar bestu hliðar“, segir Björn Bragi Arnarsson, uppistandari með meiru, um það við hverju Vestfirðingar megi búast á nýrri uppistandssýningu hans og Ara Eldjárns í Félagsheimilinu í Bolungarvík þann 17. nóvember. „Við verðum með glænýtt efni í bland við eitthvað aðeins eldra sem við höfum ekki tekið fyrir áður á þessum slóðum. Sýningin verður um tveir tímar með hléi og markmiðið er auðvitað að skemmta fólki sem best og um leið okkur sjálfum.“
Er munur á því að koma fram í borginni eða á landsbyggðinni? „Við höfum mjög gaman af því að fara út fyrir borgarmörkin og skemmta á landsbyggðinni. Það er gaman að hitta nýtt og skemmtilegt fólk og koma fram á stöðum sem maður fær sjaldan tækifæri til að koma á. Við höfum báðir skemmt nokkrum sinnum á Vestfjörðum, bæði í Bolungarvík og á Ísafirði, og það hefur alltaf verið mikil stemning. Án þess að ætla að sleikja heimamenn of mikið upp, þá er ekkert leyndarmál að Vestfirðir eru einhver fallegasti staður í heimi. Við treystum á að náttúrufegurðin verði innblástur í gott grín. Við hlökkum mikið til.“
List á Vestfjörðum október 2016 | 9
Sýningin hefur fengið heitið Á tæpasta vaði og ferðast þeir félagar með hana um allt land. Björn Bragi segir efniviðinn í uppistandi þeirra félaga koma úr öllum áttum. „Hann kemur úr öllum áttum. Ætli við sækjum ekki mest úr samfélaginu í kringum okkur - úr hversdagslegum atburðum og hegðun fólks. Fyndnasta efnið er oft vangaveltur um hluti sem maður hafði kannski aldrei áður hugsað út í að væru á einhvern hátt fáránlegir. Það er óhætt að segja að við komum víða við í efnistökum.“
Og fyrir ættfræðiþyrsta lesendur eigið þið einhverjar rætur að rekja til Vestfjarða? „Amma hans Ara, Halldóra Eldjárn, var fædd og uppalin á Ísafirði. Rætur mínar eru hins vegar að mestu af suðurhluta landsins.“ Ein klisjukennd grín-spurning að lokum: Af hverju fór kjúklingurinn yfir götuna? „Þeirri spurningu verður svarað í Bolungarvík þann 17. nóvember næstkomandi,“ segir Björn Bragi. Þess má geta að sýningin hefst klukkan 21 og húsið opnar klukkutíma fyrr.
Dans er eins og sérstakt tungumál
List á Vestfjörðum október 2016 | 10
Henna-Riikka Nurmi, dansari og danskennari á Ísafirði, er bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2016. Hún hefur um árabil auðgað menningarlíf íbúa á norðanverðum Vestfjörðum til að mynda með nemendasýningum á vorin þar sem hún bæði semur verkin og leikstýrir auk þess sem hún hefur tekið þátt í sýningum með Litla leikklúbbnum, Kómedíuleikhúsinu og á Veturnóttum. Eflaust er einnig mörgum enn í fersku minni er hún leikstýrði eftirminnilegri sýningu á verki Bergs Ebba; Hlauptu, týnstu! á Ísafirði á vegum Þjóðleiks í fyrra en þar er á ferðinni leiklistarverkefni sem haldið er að frumkvæði Þjóðleikhússins í samstarfi við fjölmarga aðila á landsbyggðinni.
Henna segir það svo sannarlega hafa komið sér á óvart að fá þessa eftirsóttu nafnbót og hafi í fyrstu ekki verið alveg viss að hún hefði skilið fréttirnar rétt. „Ég fékk símtal rétt fyrir 17. júní þar sem mér var sagt frá því að ég hefði verið valin bæjarlistmaður Ísafjarðarbæjar 2016 og ég beðin um að veita verðlaununum viðtöku við hátíðahöld á Hrafnseyri. Á leiðinni þangað hugsaði ég mér að kannski hefði ég misskilið þetta og hafi verið beðin um að dansa við athöfn er
einhver annar hlaut nafnbótina en sem betur fer heyrði ég rétt,“ segir Henna hlæjandi. „Það var virkilega gaman að fá þennan heiður. Mér fannst það vera viðurkenning á því að ég sé að gera eitthvað rétt og sé orðinn fullgildur íbúi Ísafjarðarbæjar því þannig líður mér eftir ellefu ára búsetu. Þegar ég heyri talað um útlendinga og innflytjendur finnst mér að það eigi ekki við mig og fatta það oft ekki fyrr en eftir
En hvernig kom það til að nýjasti listamaður Ísafjarðarbæjar fluttist vestur á firði alla leið frá Finnlandi til að byrja með? „Ég var í listaháskóla í Finnlandi og kom vestur til að klára kennaraprófið árið 2005. Ég ætlaði bara að stoppa í mánuð á landinu en Listaháskólinn sem ég var í úti í Finnlandi var með samning við listdansskóla í Reykjavík sem var með samning við LRÓ á Ísafirði. Ég kom því vestur og ýmislegt varð til þess að ég ákvað að flytja til Ísafjarðar í eitt ár. Nú eru árin orðin ellefu og ég er ekkert á förum. Ég og sambýlismaðurinn minn Marco Santos erum búin að kaupa hús hér og ég kann mjög vel við mig hérna.“ Henna segir nafnbótina vera hvatningu til þess að sinna listinni af meira kappi þetta árið. „Það er ýmislegt í gangi í kollinum en það væri gaman að gera eitthvað skemmtilegt og öðruvísi þetta ár sem maður er bæjarlistamaður. Það á þó eftir að koma í ljós. Auðvitað verða þó fastar sýningar nemenda minna á sínum stað og svo var önnur ungbarnasýning í september í samstarfi við þjóðleikhúsið í Finnlandi en mig langar til að gera eitthvað meira. Það eru orðin nokkur ár síðan ég kom sjálf fram á sviði svo gaman væri að fara aftur á það - sjáum til hvernig það fer.“ Henna-Riikka lauk sem áður sagði BA prófi í dansi frá Turun taideakatemia árið 2005 en einnig lauk hún MA prófi í dans við Leiklistaháskólann í Finnlandi árið 2009. Hún hefur nú stóran hóp nemenda sem hún handleiðir í dansi ár hvert.
„Síðustu árin hafa nemendur verið á bilinu 100-120 talsins og aldursbilið er allt frá þriggja ára upp í fullorðna. Ég hef stundum verið með fullorðinsdanskennslu sem hefur verið vinsæl – ég náði þó ekki að gera það síðasta vetur þar sem það var svo mikið að gera hjá mér. Fastakennslan brúar þó aldursbilið frá þriggja ára og fram yfir tvítugt.“ Dansarinn hæfileikaríki byrjaði afar snemma að iðka danslistina – fjölskyldu sinni til þó nokkurrar furðu til að byrja með. „Ég var fjögurra ára þegar ég byrjaði að dansa. Árið áður byrjaði ég að suða í mömmu að leyfa mér að byrja í ballet. Enginn skildi út af hverju sú hugmynd kom upp þar sem við höfðum ekki farið á ballettsýningu og ekki var mikið um að dans væri sýndur í sjónvarpinu á þessum tíma. Aldurstakmarkið í dansskólanum mínum var fimm ára en eftir mikið nöldur fékk ég að fara og prófa að dansa þar fjögurra ára. Ég var svo ofsalega spennt og skemmti mér svo vel í þessum prufutíma að ákveðið var að leyfa mér að halda áfram. Og ég hef dansað síðan þá.“ Hvað er það við dansinn sem heillar þig svona? „Dans er eins og sérstakt tungumál sem er ekki bundið við neinn stað. Maður þarf ekki að skilja nein orð til að skilja hreyfingarnar hvar sem er í heiminum. Þegar ég dansa finnst mér eins og ég sé frjáls og allur líkaminn tengist saman. Stundum er eins og straumur fari í gegnum mig þegar ég dansa. Það er svolítið erfitt að útskýra það en það er einhver sérstök tilfinning sem lætur mig halda áfram að dansa. Það gæti líka tengst því að þó dans sé áskorun er það bara keppni við sjálfan sig og þar sem ég hef alltaf verið tapsár hentar dansinn mér vel.“
List á Vestfjörðum október 2016 | 11
á að ég er meðal þeirra. Fólkið í bænum á þar stóran part að máli en það er allt svo vinalegt og tók mér svo vel þegar ég flutti fyrst til Vestfjarða. Svo er líka svo gaman í vinnunni að ég get ekki hugsað mér að vera neins staðar annars staðar.“
Björguðu byggingum frá því að fjúka á haf út
List á Vestfjörðum október 2016 | 12
Í Selárdal í Arnarfirði er að finna eitt sérstæðasta listasafn landsins Listasafn Samúels Jónssonar, sem bjó í Selárdal og var oft kallaður listamaðurinn með barnshjartað. Áætlað er að safnið sæki um 5000 manns á ári –Samúel byggði kirkju, listasafnhús og útilistaverk á Brautarholti í Selárdal á árunum 19501965, en nokkrum áratugum síðar lágu þau undir skemmdum þar til vorið 1998 að stofnað var Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar sem staðið hefur fyrir þrekvirki síðan. Einn þeirra sem stendur að félaginu er Ólafur Jóhann Engilbertsson og fékkst hann í spjall um safnið og helstu stórvirkin í endurreisn þess. Inntur eftir því hver kveikjan hafi verið að stofnun félagsins segir Ólafur að það megi rekja aftur til byrjunar tíunda áratugsins á síðustu öld. „Við Kári Schram hófum tökur á heimildamynd um Samúel árið 1993, en ég var búinn að skrifa handrit 1989 sem ég hafði borið undir Kára. Það tók svo miklum breytingum eftir að við komum á staðinn og gerðum okkur betur grein fyrir ástandi safnsins. Ólafur Gíslason á Neðri Bæ var af litlum efnum að bjarga byggingunum frá því að fjúka á haf út. Við vildum láta gott af okkur leiða, ekki bara með myndinni sem var frumsýnd 1999, heldur hvetja til þess að safn Samúels yrði varðveitt. Ég sá um þetta leyti um sýningahald í Galleríi Horninu í Hafnarstræti í Reykjavík og fékk nokkra listamenn til að gefa verk í söfnun fyrir Samúelssafnið. Margir þekktir listamenn tók þátt og settu verk á sýninguna. Því miður seldist ekkert, en við ákváðum samt sem áður, ásamt Ólafi Hannibalssyni fyrrum bónda í Selárdal og ráðgjafa okkar við gerð myndarinnar, að stofna félag um að endurreisa safnið og reyna að leita að fjármagni til þess.
Ólafur Jóhann Engilbertsson. Ljósmynd: Gyða S. Björnsdóttir.
Ólafur var formaður félagsins frá stofnun og þar til hann lést í fyrra. Kári Schram tók þá við sem formaður og ég er áfram framkvæmdastjóri og gjaldkeri.“ Skömmu eftir stofnunina fékk félagið til liðs við sig þýska myndhöggvarann Gerhard König og hafist var handa. „Ég kynntist Gerhard í gegnum sam eiginlega kunningja, Hlín Gunnarsdóttur og Sigurgeir Þorbjörnsson. Gerhard hafði farið sumarið 1998 til Selárdals og hrifist af staðnum. Hann kom á fyrsta fund félagsins og kynnti sig og sín verk en hann er sérfræðingur í viðgerðum á steyptum listaverkum og hefur unnið
mikið í tré sem myndhöggvari. Hann fór strax árið 1998 til Selárdals og gerði tilraunir með að reisa við ljónin sem tókust vel. Hans vinna hefur skipt sköpum fyrir félagið,“ segir Ólafur.
Sjálfboðaliðar af þrettán þjóðernum
Lokaáfanginn í endurreisn safnsins er endurbygging húss Samúels sem tak þurfti niður vegna mikilla skemmda árið 2009. Unnið er nú að því endurbyggja húsið í sem upp runalegastri mynd og til stendur að hafa þar íbúð sem meðal annars listaog fræðimenn geta notað. Aðspurður segir Ólafur að ekki sé gott að segja hvenær íbúðin verður tekin í gagnið, það ráðist af fjármagni. „Gert er ráð fyrir að íbúðin í húsi Samúels verði til afnota fyrir lista- og fræðimenn og áhugasama, ekki síst fólk sem hefur hjálpað okkur á einn eða annan hátt. Þar má líka nefna tónlistarmenn sem
Ragnar Páll tók þessa mynd af Samúel árið 1965.
hafa komið fram á söfnunartónleikum,“ útskýrir hann. „Einnig er ekki ákveðið hvort það verði opið bara yfir sumarið eða lengur. Þetta er og verður alþjóðlegt verkefni með þátttöku bæði Íslendinga og útlendinga.“ –Hvað er svo framundan hjá félaginu? Það þarf stöðugt viðhald bæði á listaverkum og byggingum Samúels, enda oft harðir vetur þarna. Í fyrra fór t.d. mikill tími og fjármunir í að bjarga turninum á kirkjunni sem var við það að fjúka á haf út. Ekki hafði verið gert ráð fyrir sérstöku fjármagni til þess, en mest orka hefur farið í að ljúka húsi Samúels og þar er enn mikil vinna eftir við lagnir og innréttingar. Einnig er kvikmynd okkar Kára Schram Steyptir draumar í stafrænni gerð með heimildaviðtölum á leiðinni á DVD, og er hugsuð sem fjáröflunarleið fyrir safnið. Að lokum vill Ólafur benda áhuga sömum á söfnunarreikning Félags um listasafn Samúels: 512-26-4403, kt. 440398-2949. „Þörfin á framlögum er ekki síst brýn nú þegar unnið er að innréttingu húss Samúels. Ég bendi líka á að áhugasamir geta fengið að gista þar þegar allt er komið í gagnið.“
List á Vestfjörðum október 2016 | 13
Félagið hefur notið fjárhagslegs stuðnings stjórnvalda, félaga, sjóða og einstaklinga og til þess að bjarga mætti safninu og var það til að mynda dyggilega stutt af landbúnaðar ráðuneytinu. En endurreisnin hefur að miklu leyti verið unnin af hinum ýmsu sjálfboðaliðum og því ekki úr vegi að spyrja hversu miklu máli sjálfboða liðastarf skipti til þess að verkefnið yrði að veruleika? „Já, það hafa komið hópar á vegum Seeds til Vestfjarða og einnig sjálfboða liðar sem hafa haft samband við okkur. Alls hafa verið sex vinnubúðir á Brautar holti og sjálfboðaliðar hafa verið af þrettán þjóðernum. Einnig hafa vinir okkar og hjálpsamt fólk aðstoðað Gerhard. Endurreisnarstarf félagsins hefur nú staðið í tólf ár, frá 2005 þegar samið var við ráðuneytið, og þar hafa verið unnar hátt í 6000 vinnustundir.“
Lýsir veröld fólks á öldum áður
List á Vestfjörðum október 2016 | 14
Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur með meiru frá Dýrafirði, er einkum þekkt fyrir sagnfræðileg skáldverk sín sem veita innsýn í líf og hugarheim Íslendinga á öldum áður. Væntanleg úr smiðju Vilborgar er þriðja bókin um Auði djúpúðgu Ketilsdóttur en þær fyrri, Auður og Vígroði, hafa hlotið afar góðar viðtökur og vakið mikið lof. Heyrst hefur að von sé á þriðju bókinni um Auði djúpúðgu um jólin. Er það rétt eða þurfa aðdáendur að bíða lengur? „Ég er komin vel á veg með þriðju bókina um Auði og hennar fólk en henni verður ekki lokið fyrr en að ári. Ég hef þurft um tvö til þrjú ár í hverja bók, að vísu er það misjafnt eftir því hvað lífið hefur að auki lagt í fangið á mér á hverjum tíma, og svo er ég líka eins og margir aðrir höfundar þannig að ég þarf svolítinn tíma til að,,anda frá mér“ síðustu bók áður en hægt er að hefjast handa við næstu. Í fyrravor kom út bókin ,,Ástin, drekinn og dauðinn“ sem fjallar um mikilvægi þess að lifa lífinu af dýpt allt til dauðans og henni hefur fylgt mjög gefandi en einnig krefjandi fyrirlestrahald sem ég er reyndar enn að sinna, meðfram skáldskapar skrifunum. Þannig að ég vona að aðdáendur Auðar hafi þolinmæði með okkur stöllunum svolítið lengur.“ Þjóðfræðin og ritlistin sameinast á svo saumlausan og heillandi hátt í bókum þínum - hversu mikil rannsóknarvinna er að baki sögu eins og um Auði, eina þekktustu landnámskonu Íslands sögunnar? Er það mismunandi eftir sögum hve mikil þörf er á rannsóknarvinnu? „Rannsóknarvinnan og grúskið í öllu mögulegu sem varpar ljósi á landnáms tímann er það sem mér finnst sjálfri svo heillandi við að skrifa þessar sögur og það er erfitt að leggja mælistiku á hversu mikil hún er. Hvers konar fróðleikur um lífshætti, fornleifar, þjóðtrú og siði horfinna
Ljósmynd sem tekin var í sjóferð frá Reykjavíkurhöfn í júlí í sumar á víkingaskipinu Vésteini frá Þingeyri. „Skipstjórinn um borð sem sést fyrir aftan mig, Ólafur Sigurðsson, var mér mjög hjálplegur við að átta mig á hvernig best er að stranda víkingaskipi við Suðurland þannig að „allt bjargist, bæði fólk og fé.“,“ segir Vilborg
kynslóða kveikir nýjar hugmyndir og eitt leiðir af öðru þannig að þetta fléttast allt saman án þess að ég greini lengur sérstaklega á milli rannsóknar, hugmyndavinnu og þess sem sprettur beint úr kollinum á mér. Ferðir á sögu slóðir eru líka ótrúlega gefandi og alltaf eitthvað óvænt sem vaknar af þeim, kynni af eftirminnilegu fólki, sögur sem lands lagið geymir í örnefnum og þjóðsögum. Ég hef farið til Írlands, Skotlands og nú síðast í sumar til Færeyja, vegna bókanna um Auði djúpúðgu og í hvert sinn verður eitthvað til, söguspottar og myndir birtast sem ég hafði ekki grun um áður.“ Geturðu veitt lesendum smá innsýn í það við hverju megi búast í þriðju bókinni um Auði? „Kveikjan að sögunni um Auði er í Laxdælu
las þá fyrstu í MÍ, Egils sögu, og leiddist alveg skelfilega. Engu að síður þá á uppvöxtur undir fjöllum og við sjávarsíðuna án efa sinn þátt í því að ég valdi þetta svið: upphaf Íslandsbyggðar og miðaldirnar. Þegar við horfum út á sjó eða upp í fjall þá höfum við fyrir augum sama útsýnið og þau höfðu sem komu hingað fyrst allra. Og þá liggur svo beint við fyrir forvitinn huga að spyrja: Hvernig skyldi það eiginlega hafa verið?“
Í bókunum Auði og Vígroða hef ég sagt forsöguna, reynt að teikna upp trúverðuga persónu sem getur staðið undir öðrum eins eftirmælum, að ég tali nú ekki um þetta auknefni: ,,hin djúpúðga“, og lýsa veröld þessa fólks fyrir meira en ellefu öldum. Í þriðju bókinni er loks komið að því að lýsa einmitt þessum atburðum sem fornsögurnar segja frá, en þannig að það verði nú samt eitthvað sem kemur lesendum sem þekkja þær á óvart og flétta saman við aðra atburði á fyrstu árum byggðar á Íslandi.“
Hefur það einhvern tímann staðið til að sækja í vestfirskan sagnarf í framtíðarverkum? Er það ekki rétt munað hjá mér að Korka er eina sögupersónan í bókum þínum sem hefur tengingu við Vestfirði? „Já, Korka nemur land í firði sem er alveg eins og Dýrafjörður – en heitir að vísu Djúpifjörður í bókinni af þeirri praktísku ástæðu að þá er ekki hægt að hanka mann af þeim sem til þekkja fyrir að hafa ekki tiltekna þúfu á réttum stað. Vestfirskur sagnaarfur hefur fylgt mér í gegnum lífið og birtist hér og hvar í bókunum mínum þótt það blasi ekki endilega við sjónum. Og þá er ég að tala um sögurnar sem mín vestfirsku amma og afi, pabbi og mamma, frændur og frænkur og vinir og vinkonur hafa sagt mér í gegnum tíðina. Kannski á ég samt eftir að vinna úr sögu sem pabbi sagði mér af langafa mínum, Davíð Davíðssyni, sem bjó á Álfadal á Ingjaldssandi. Hann týndist sjö ára gamall og allir nema mamma hans höfðu gefið upp vonina um að hann fyndist á lífi þegar hann kom í leitirnar heilli viku síðar, vel á sig kominn og ekki einu sinni sérstaklega svangur. Enginn skildi hvernig á þessu gat staðið og sjálfur vildi hann ekkert um hvarf sitt tala né heldur hvar hann hefði hafst við. En það sér það nú hver maður hvað þarna hefur eitthvað mjög frásagnarvert átt sér stað. Já, og því má reyndar við bæta að ég hafði ekki heyrt þessa sögu þegar ég ákvað að nefna bæinn þar sem ambáttin Korka fæddist Álfadal.“
Er þriðja bókin um Auði sú síðasta eða ertu komin í gang með einhver önnur verkefni frá landnámstímanum? „Það eru komin níu ár frá því að ég hóf að skrifa fyrstu bókina og ég á ekki von á því að bækurnar um Auði verði fleiri en þessar þrjár. En það er best að ég segi samt líka að enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“
Vestfirskur sagnaarfur fylgt mér í gegnum lífið Dýrafjörður er þekktur fyrir mikla tengingu við víkingatíma sem íbúar hans hafa haldið í heiðri með ýmsum hætti - má að einhverju leyti rekja áhuga þinn á víkingaöld sem sögusvið í þínum verkum til þinna dýrfirsku róta? „Ég skrifaði Korku sögu reyndar um áratug áður en víkingaverkefnið komst á laggirnar á Þingeyri þannig að þar er ekki tenging og þegar ég var krakki voru Íslendingasögur ekki kenndar í grunnskóla,
List á Vestfjörðum október 2016 | 15
þar sem segir að hún hafi verið á Katanesi á Skotlandi þegar Þorsteinn rauður, sonur hennar, féll í bardaga, svikinn af Skotum. Þar segir að þá hafi hún látið gera knörr í skógi á laun, og, eins og það er orðað: ,,hafði í brott með sér allt frændlið sitt það er á lífi var og þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna.“
Atburðadagatal Hér má sjá brot af fjölbreyttri menningardagskrá sem fram fer á Vestfjörðum næstu vikurnar. Athugið að engan veginn er um tæmandi lista að ræða heldur er hann eingöngu byggður á þeim upplýsingum sem voru fyrir hendi í októberbyrjun. Laugardagurinn 29. október
Laugardagurinn 12. nóvember
Félagsheimilið í Bolungarvík Árshátíð Bolungarvíkurkaupsstaðar
Edinborgarhúsið á Ísafirði Bubbi og Dimma tónleikar
Opið ball á eftir. Sigga Beinteins, Grétar Örvars og fl.
Rokkkóngur Íslands og ein vinsælasta þungarokksveit landsins um árabil koma saman og skemmta Vestfirðingum. Nánari upplýsingar verður að finna á edinborg.is.
List á Vestfjörðum júní 2016 | 16
Laugardagurinn 5. nóvember Edinborgarhúsið á Ísafirði Uppáhaldslög - Villa Valla tónleikar
Laugardagurinn 19. nóvember
Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár og þarf vart að kynna.. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur sett saman quartet til að leika með Villa þ.e. Matthías sjálfur, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Andri Ólafsson á kontrabassa og gítarleikarinn Eðvarð Lárusson. Saman leika þeir tónlist sem mótaði Villa Valla – sem kannski má kalla uppáhaldslög hans.
Edinborgarhúsið á Ísafirði Opin Bók Bókmenntavakan Opin bók verður haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins. Opin bók er árviss viðburður í menningarlífnu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum skáldsögum sínum.
Skjaldborgarbíó á Patreksfirði Gísli á Uppsölum
Edinborgarhúsið á Ísafirði Páll Óskar - ball og jólahlaðborð
Laugardagurinn 12. nóvember
Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar. Sýningin hefst kl. 21. Miðaverð: 3.500.- kr. Miðasölusími: 891 7025.
Jólahlaðborð Edinborg Bistró fer fram í Edinborgar- og Bryggjusal. Tónlistarmaðurinn Páll Óskar sér um skemmtiatriði meðan borðhaldi stendur og heldur svo dansleik síðar um kvöldið.
Leikari er Elfar Logi Hannesson sem einnig skrifaði handritið ásamt Þresti Leó Gunnarssyni sem annast leikstjórnina. Dramatúrg er Símon Birgisson. Svavar Knútur sá um tónlistina og Magnús Arnar Sigurðsson um lýsinguna.
Ari Eldjárn og Björn Bragi verða með uppistand. Sýningin hefst kl. 21 en húsið opnar klukkutíma fyrr.
Fimmtudagurinn 17. nóvember Félagsheimilið í Bolungarvík Á tæpasta vaði - uppistand
Fimmtudagurinn 15. desember
Edinborgarhúsið á Ísafirði The Dark djazz tónleikar
Edinborgarhúsið á Ísafirði Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens
Tríó djazzleikara heldur tónleika í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins.
Laugardagurinn 3. desember Félagsheimilið í Bolungarvík Jólahlaðborð Jólahlaðborð verður í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Hjörtur Traustason sér um að halda uppi fjörinu ásamt hljómsveit.
Órjúfanlegur hluti af jólahaldinu í rúma þrjá áratugi eru Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens. Í ár verða Þorláksmessutónleikar á Ísafirði í fyrsta sinn.
Föstudagurinn 30. desember Edinborgarhúsið á Ísafirði Jólaball Edinborgarhússins
Sunnudagurinn 4. desember
Árlegt Jólaball Edinborgarhússins opið öllum íbúum og gestum þeirra. Nánar auglýst síðar.
Hólskirkja í Bolungarvík Aðventukvöld Hólskirkju
Föstudagurinn 30. desember
Árlegt aðventukvöld Bolvíkinga er haldið í Hólskirkju í Bolungarvík annan sunnudag í aðventu.
Miðvikudagurinn 7. desember Edinborgarhúsið á Ísafirði Óður og Flexa Íslenski Dansflokkurinn býður börnum í ballett. Óður og Flexa halda afmæli er frumsamið barnaverk eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur í leikstjórn Péturs Ármannssonar. Sýningin var tilnefnd til Grímunnar 2016 sem Barnasýning ársins og höfundarnir sem Danshöfundar ársins.
Edinborgarhúsið á Ísafirði Sólarkaffi Árlegt Sólarkaffi Edinborgarhússins. Nánar auglýst síðar.
List á Vestfjörðum júní 2016 | 17
Miðvikudagurinn 30. nóvember
Á stífum æfingum fyrir upptökur í Abbey Road
List á Vestfjörðum október 2016 | 18
Tónskáldið Halldór Smárason segist efins um að hann starfaði í tónlist ef hann hefði ekki alist upp á Ísafirði. Í viðtali við List á Vestfjörðum segir Halldór frá glæstum ferli sínum þrátt fyrir ungan aldur og spennandi verkefnum sem eru handan við hornið. –Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist? „Ég byrjaði fyrst að fikta við að semja lög um það bil 12-13 ára. Þá var ég nýfluttur heim til Ísafjarðar eftir að hafa dvalið í hálft ár í Edinborg ásamt fjölskyldu minni, en þar tileinkaði ég mér að spila eftir eyranu. Þegar heim var komið kenndi Kristján vinur minn mér á gítar og við stofnuðum hina fornfrægu hljómsveit Apollo og sömdum mörg lög fyrstu misserin. Síðan liðu nokkur ár og í Mennta skólanum á Ísafirði kom ég að tón smíðum á söngleik auk útsetninga og tónlistarsjórnar í öðrum söngleikjum. Það var þó ekki fyrr en eftir stúdentspróf sem ég hóf tónsmíðanám við Lista háskóla Íslands og hóf að semja tónlist af meiri alvöru. Síðustu sjö ár hef ég samið um fimm til sjö verk á ári, af fjölbreyttum toga.“
Orti verk fyrir stærstu hljómsveit landsins –Nú virðist þú hafa duflað við nánast allar tónlistarstefnur - áttu þér einhverja uppáhalds stefnu? „Ég tel það mikil forréttindi að hafa bakgrunn í fjölbreyttum tónlistarstefnum og ef til vill gerir það mér kleift að starfa sem tónlistarmaður í dag. Þannig fæ ég fleiri verkefni af ólíkum toga og eins nýti ég mér bakgrunninn í þeim stílum sem
ég vinn að hverju sinni. Ég get ekki sagt að ég eigi mér uppáhaldsstefnu eða stíl heldur vinna þær hver með annarri og gera það að verkum að mér líður afar sjaldan eins og ég sé fastur í einhverju fari. Gott dæmi um þetta er frá því í sumar þar sem ég skiptist á að vera erlendis á tónlistarhátíðum að semja og hlusta á nútímatónlist og koma heim og spila á Þjóðhátíð í Eyjum, í brúðkaupum eða á sveitaböllum. Það er ofboðslega frelsandi að geta skipt ört um stíla.“ –Áttu þér eitthvað uppáhaldsverk úr þínu eigin safni? „Mér þykir sennilega vænst um þau verk sem ég hef eytt mestum tíma í og fengið oftast flutt. Ég hugsa að það sem standi upp úr sé mastersverkið mitt frá Manhattan School of Music, en það var hljómsveitarverkið átt,
–Geturðu sagt mér aðeins frá Yrkju? „Í maí í fyrra var ég valinn til að taka þátt í verkefninu Yrkju, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljóm sveitar Íslands. Verkefnið er hugsað fyrir tónskáld á fyrri hluta starfsævi sinnar og er ætlað að brúa bil milli háskólanáms og starfsferils. Í þetta fyrsta skipti voru þrjú tónskáld valin til að semja ný verk fyrir SÍ undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar, tónskálds og hljóm sveitarstjóra. Það sem var einstakt við verkefnið var sá fjöldi æfinga og athugasemda sem við fengum með hljómsveitarmeðlimum og stjórnanda. Í fyrsta sinn þurfti ég til dæmis að skila sama verkinu (raddskrá og pörtum fyrir 74 hljóðfæraleikara) þrisvar á mis munandi stigum tónsmíðaferlisins; fyrst á algjöru hugmyndastigi, því næst hálfkláruðu og að lokum fullkláruðu.
Þetta kostaði því mun meiri vinnu en við flest önnur verk en á móti kom að það gaf ég mér meiri tíma í smáatriði og verkið varð úthugsaðra og fullmótaðra fyrir vikið. Ferlið var virkilega ánægjulegt og lærdómsríkt, og var það mér afar kært að fá að kynnast hljómsveitinni svo vel. Eins var frábært að fá listrænar ábendingar frá Daníel á meðan vinnunni stóð, en ég hafði áður unnið með honum og þekkti því til hans vönduðu vinnubragðaog auðvitað var þinn var m æfinga stærstu hljvvön. Frumflutningurinn á verkefninu gekk eins og í sögu og í sannleika sagt var hálfsúrrealískt að horfa á fullskipaða Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja mitt eigið hugverk sem varð að mestu skapað á blöð heima í stofu.“
Vill víkka orðaforða sinn innan tónlistarinnar –Nú hefurðu tekið þátt í ýmsum fjölþjóðlegum verkefnum, finnst þér þú læra nýja hluti hjá erlendum tónlistarmönnum eða er tónlistin alþjóðlegt tungumál og eins sama hvar í heiminum? „Ég hef verið mjög lánsamur að hafa
List á Vestfjörðum október 2016 | 19
frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Manhattan School of Music og síðar af Útvarpssinfóníuhljómsveitinni í Stuttgart og Útvarpssinfóníuhljómsveit franska ríkisútvarpsins. Einnig er mitt fyrsta verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, rekast, mér mjög kært, en það var frumflutt í apríl á þessu ári. Verkið var pantað í gegnum verkefnið Yrkju og þótti mér vænt um að vera valinn til þess að skrifa fyrir þessa stærstu hljómsveit landsins.“
List á Vestfjörðum október 2016 | 20
fengið tækifæri til að vinna með frábærum listamönnum og hópum víða erlendis á undanförnum árum, bæði í gegnum keppnir, hátíðir eða önnur tengsl. Þetta ár hefur verið sérstaklega gjöfult í þeim efnum en á síðustu mánuðum hef ég verið valinn til að vinna með útvarpssinfóníuhljómsveitum í Stuttgart og París, einni þekktustu kammersveit heims í París, Ensemble intercontemporain, farið á hátíðir í Manchester, Halland og Aarhus og margt fleira. Í sumum tilfellum hefur samstarfið undið upp á sig og eftir nokkurra missera samvinnu hef ég nú skrifað undir samstarfssamning við listviðburðarfyrirtækið Curated Place í Manchester, sem mun framvegis sjá um mín umboðsmál er viðkoma störfum mínum sem tónskáld. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál þó svo mismunandi lönd og menningarheimar hafi ólíkar áherslur og heimspeki. Það er í raun ástæðan fyrir því hversu mikið ég reyni að starfa erlendis; ég vil gjarnan upplifa nýjar hugmyndir og strauma og víkka orðaforða minn innan tónlistarinnar. Það sama á við um þegar maður hittir tónlistarmenn á Íslandi sem hafa lært erlendis, allir græða á fjölbreytileikanum. Stundum er eitt samtal nóg til að öðlast nýtt sjónarhorn á listina, sem skýtur svo rótum í höfðinu á manni og lætur mann hugsa. Ég hef lært gríðarlega margt af því að vinna með fjölbreyttum listamönnum erlendis, bæði á stórum og smáum skala, og vil halda því áfram.“
Einstök forréttindi að fá að alast upp fyrir vestan. –Hvað er svo framundan hjá þér? „Framundan eru mörg spennandi verkefni, bæði í tónsmíðum og spilamennsku. Þegar þetta viðtal er tekið
er ég á stífum æfingum fyrir upptökuferð í Abbey Road, studio 2, í London (þar sem Bítlarnir tóku upp margar af sínum plötum) þar sem ég mun fara og taka upp plötu ásamt stórri hljómsveit, Fjallabræðrum og listamönnum á borð við Mugison, Jónas Sig, Lay Low og Magnús Þór Sigmundsson. Svo er stefnt á útgáfutónleika í haust eða vetur. Fyrir utan að vera meðlimur í hljómsveitinni Albatross hoppa ég oft inn í hvers kyns tónleika eða tilfallandi gigg og eru mörg slík framundan í vetur. Þá er ég um þessar mundir að leggja lokahönd á hátíðarverk samið fyrir Gígjuna, landsmót íslenskra kvennakóra, sem haldið verður á Ísafirði um hvítasunnuhelgina 2017. Þegar því er lokið mun ég svo hefja vinnu við verk ásamt breska ljóðskáldinu Adelle Stripe, en það verður flutt í apríl á næsta ári. Að lokum má nefna að listhópurinn minn, Errata Collective, sem hélt mjög vel sótta tónleika í Hömrum í sumar, stefnir á útgáfu á sinni fyrstu hljómplötu nú í haust og munum við standa fyrir hópfjármögnun fyrir henni á Karolina Fund á allra næstu vikum. Þar má heyra ný verk eftir fjóra meðlimi Errata, þar á meðal mig, en það verk er byggt á „Guð blessi Ísland“-ræðu Geirs H. Haarde frá 8. október 2008. – Eitthvað sem þú vilt koma að? „Ég er efins um að ég hefði tónlist að atvinnu í dag ef ég hefði ekki alist upp á Ísafirði. Það er magnað hvað samfélag af þessari stærðargráðu hefur getað gefið ungu tónlistarfólki svona mörg tækifæri og veitt nauðsynlegan stuðning, bæði innan tónlistarskólanna og utan þeirra. Þarna tel ég Ísafjörð og nágrenni hafa algjöra sérstöðu á landsvísu. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hve mikil auðlind menningin fyrir vestan er og hversu einstök forréttindi það eru að fá að alast þar upp.“
Meiri nánd á landsbyggðinni
Bubbi er einnig væntanlegur vestur í nóvember er hann heldur tónleika með þungarokkssveitinni Dimmu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 12. nóvember. Óhætt er að segja að samstarf Bubba og sveitarinnar hafi slegið í gegn en það var fyrst kynnt til sögunnar fyrir um tveimur árum. Auk þess að hafa fyllt marga tónleikasali hafa þeir komið fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum landsins svo sem Þjóðhátíð, Eistnaflugi og Bræðslunni. Inntur eftir því hvers megi vænta á tónleikunum á Ísafirði svarar Bubbi einfaldlega: „Miklum krafti.“
List á Vestfjörðum júní 2016 | 21
Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens eiga sér fastan sess hjá stórum hluta íslenskra tónlistarunnenda og mörgum finnst þeir vera ómissandi liður í jólahaldinu. Þann 15. desember verður Bubbi í fyrsta sinn með Þorláksmessutónleika á Ísafirði og er það von hans að það geti orðið árlegur viðburður fyrir vestan. „Þetta er í fyrsta sinn já, en vonandi ekki í seinasta sinn,“ sagði Bubbi er blaðamaður Listar á Vestfjörðum hafði samband. Aðspurður segir hann nokkurn mun vera á því að halda tónleika af þessu tagi á landsbyggðinni en í borginni. „Á landsbyggðinni er meiri nánd og hefur alltaf verið þannig.“
Ljósmynd Halldór Sveinbjörnsson.
Nú eru mörg þinna laga meðal kærustu og umbeðnustu lögum íslensku þjóðarinnar sem virðist aldrei geta fengið nóg af perlum eins og t.d. Stál og hnífur og Svartur Afgan - en færð þú aldrei sjálfur nóg af einhverju laga þinna? „Ekki lengur, ég elska nánast öll lögin mín.“ Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? „Pössum upp á landið okkar og verum góð við hvort annað. Ást og friður,“ segir Bubbi, einn ástsælasti tónlistarmaður Íslendinga.
Bubbi kemur einnig fram með Dimmu á tónleikum á Ísafirði í nóvember.
Örviðtalið
List á Vestfjörðum október 2016 | 22
Mugison
Ljósmynd af Facebooksíðu Mugison.
Kunnugleg lykt af nýrri plötu Tónlistarmaðurinn Mugison er viðmælandinn í örviðtalinu að þessu sinni. Hann tók sér tíma til að sitja fyrir svörum í snöggsoðinni yfirheyrslu þrátt fyrir mikið annríki þar sem hann er að leggja lokahönd á nýja hljómplötu sem er væntanleg innan tíðar. Hvað er að frétta af væntanlegri nýrri plötu þinni? „Ég er akkúrat núna að syngja inn á hana, svo þarf að klára að mixa, mastera, búa til umbúðir og dreifa í búðir. Ef allt gengur samkvæmt plani verður hún komin út í lok október, en hafandi gert þetta nokkrum sinnum áður er nokkuð víst að plönin gangi alls ekki upp. Eins og staðan er núna er ég með þrjá titla og á eftir að velja.“ Hvers má vænta af nýrri plötu? Má finna nýja strauma á henni eða er Mugison samur við sig? „Já þetta er svona barrokkblús með slatta af saxafón. Ég hef aldrei unnið með svona mikið af fólki áður. Ég hugsa að það
Ljósmynd af Facebooksíðu Mugison.
séu allavega 25 hljóðfæraleikarar á plötunni. En ég held að þeir sem þekki músíkina mína muni finna kunnuglega lykt.“ Hver er algengasti/fyndnasti misskilningurinn um þig sem persónu í sviðsljósinu? „Ég bara veit það ekki! Skemmtilegur misskilningur er að ég hafi alist upp á Ísafirði. Sumir hafa pirrast þegar komið hefur í ljós að ég þekki ekki einhvern sem er skyldur þeim sem býr fyrir vestan.“ Áttu þér einhvern leyndan hæfileika? „Ég get sofnað hvar sem er.“ Bókin á náttborðinu? „The Way We’re Working Isn’t Working eftir Tony Schwartz. Mér finnst tíminn líða hraðar og hraðar eftir því sem ég eldist. Þessi bók átti að hjálpa mér að hægja á honum. Það hefur ekki virkað ennþá, kannski þarf ég að lesa hana aftur.“ Áttu þér uppáhalds land eða borg? „Ein borg í Póllandi sem ég veit ekki hvernig maður stafar nafnið á en í
Ljósmynd af Facebooksíðu Mugison.
minningunni hljómaði það „Bútómm“. Það var hrikalega gaman að koma þangað. Ferrara á Ítalíu er „næs“ og Gata í Færeyjum er í uppáhaldi.“
Hver er uppáhaldstónlistarmaður þinn? „Björk og Jimi Hendrix breyttu bæði lífi mínu eða tóku yfir líf mitt á einhverjum tímapunkti. Hendrix kláraði með mér grunnskólann og Björk bjargaði mér í Smugunni.“
List á Vestfjörðum október 2016 | 23
I’m a wolf er nýjasta smáskífan af væntanlegri plötu Mugison.
Vestfirska forlagið Sex bækur í farvatninu hjá Vestfirska forlaginu Vestfirska forlagið heldur áfram að vera öflugt í útgáfu um Vestfirðinga og Vestfirði. Að minnsta kosti sex bækur eru væntanlegar frá forlaginu í ár. Þær eru þessar:
List á Vestfjörðum október 2016 | 24
Hearing the land speak Travelling safely in Iceland Eftir Vigfús Ingvar Ingvarsson Teikningar: Ómar Smári Kristinsson Í stuttu máli: Hvernig eiga erlendir gestir að haga sér á Íslandi? Hagnýt ráð og leiðbeiningar á einu bretti á ensku. Bók sem líklega á sér ekki hliðstæðu á íslenskum bókamarkaði í dag. Í henni er að finna í samþjöppuðu formi nánast allt sem erlendur ferðamaður þarf nauðsynlega að vita um Ísland áður en hann leggur landið undir fót. Segja má að Austfirðingar og Vestfirðingar taki hér höndum saman um almennar leið beiningar vegna ferðalaga um Ísland. Hér er ekki fjallað um peninga. Né hvernig á að græða sem mest á ferðamönnunum. Margir Íslendingar hefðu líklega gott af að kynna sér þessa handhægu bók, sem er þegar komin í bókaverslanir. Gamlar glefsur og nýjar Vegprestar vísa veginn Eftir Gunnar B. Eydal Gunnar B. Eydal er Akureyringur, alinn upp undir fána KEA og SÍS. En ekki staðnæmdist hann undir þeim merkjum. Í árafjöld starfaði Gunnar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar í Reykjavík. Skipti þá ekki máli hverjir sátu þar við stjórnvölinn. Er það nokkur mannlýsing. Þessi bók er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu segir höfundur. Framsetningin er svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu í annað segir hann. Það kemur þó ekki í veg fyrir að glefsur þessar eru bæði vel skrifaðar, gagnorðar og lifandi. Húmorinn skín svo alls staðar í gegn! Margir karakterar koma við sögu, háir sem lágir, landskunnir sem óþekktir. Frásagnir Gunnars og þættir munu vekja áhuga margra. Átthagar Ísfirðingar margra landa segja frá Eftir Herdísi Hübner Í þessari bók er lesendum boðið í heimsreisu með viðkomu á Jamaica, Sri Lanka, El Salvador, Rússlandi, Þýskalandi, Póllandi, Ungverjalandi, Tælandi og Ástralíu. Jafnframt er lagt í tímaferðalag nokkra áratugi aftur í tímann því hér birtast sögur frá uppvaxtar- og æskuárum níu kvenna á ýmsum aldri í þessum fjarlægu löndum. Konurnar eiga það sameiginlegt að
hafa búið á Ísafirði í fjölda ára en að öðru leyti eru þær ólíkar, hafa ólíkan bakgrunn og hver og ein er fulltrúi sjálfrar sín og einskis annars. Á Ísafirði hafa þær unnið margvísleg störf og allar hafa þær lagt mikið af mörkum til lífsins í bænum, auðgað það og eflt með ýmsu móti og eru sannkallaðir máttarstólpar samfélagsins.
Flateyri við Önundarfjörð varð til sem þorp á síðari hluta 19. aldar. Eins og önnur þorp við sjávarsíðuna allt í kring um landið voru fiskveiðar og vinnsla aflans sá atvinnugrunnur sem gerði búsetu á mölinni eftirsóknarverða fyrir þá sem voru að koma undir sig fótunum. Í þessu verki er grundvöllurinn fréttaefni úr sendibréfum sem rituð voru á Flateyri um aldamótin 1900 og eru þau hluti tveggja bréfasafna sem hafa nú um 100 ára skeið legið þar í ferðakofforti og kommóðuskúffu. Í verkinu kennir ýmissa grasa úr sögu þorpsins sem mörgum mun þykja forvitnilegt að skoða. Súgfirðingur fer út í heim Eftir Guðbjart Gunnarsson Sem unglingur í Súgandafirði átti Guðbjartur Gunnarsson sér þann draum að komast að því, hvað væri handan þessara háu fjalla, sem skyggðu á sólina marga, langa mánuði á ári. Hann fór suður, tók kennarapróf, stundaði kennslu og tókst að fara tvisvar til náms á Bretlandseyjum og þrisvar til Bandaríkjanna, þar sem hann lauk meistaraprófi í fjölmiðlafræðum. Gerðist síðan einn af fyrstu starfsmönnum Sjónvarpsins fyrir 50 árum, og hafði umsjón með gerð fræðsluefnis. Guðbjartur setti saman fyrstu áfangalýsingar í fjölmiðlafræðum fyrir framhaldsskóla og hóf fyrstu skrefin í kennslu samkvæmt þeim. Samdi kennsluefni í íslensku handa enskumælandi nemendum í Kanada og Bandaríkjunum á vegum Íslendingafélagsins í Kanada. Og svona má lengi telja. Guðbjartur er nú búsettur á Filippseyjum. Húsið á heimsenda Eftir Helgu Sv. Helgadóttur Teikningar: Katrín Matthíasdóttir Blær er að klára 4. bekk þegar foreldrar hennar leigja gamalt hús á Vestfjörðum. Full tilhlökkunar leggur fjölskyldan land undir fót en ekki er allt sem sýnist. Stórskemmtileg barnabók fyrir börn á öllum aldri úr íslenskum veruleika. Hundurinn Puttalingur kemur við sögu!
List á Vestfjörðum október 2016 | 25
Þorp verður til á Flateyri Fyrsta hefti af þremur væntanlegum Eftir Jóhönnu Guðrúnu Kristjánsdóttur Teikningar: Freydís Kristjánsdóttir
List á Vestfjörðum október 2016 | 26
Villi Valli og félagar leika uppáhaldslögin Uppáhaldslög Villa Valla er yfirskrift tónleika sem fara fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 5. nóvember. Villa Valla, eða Vilberg Vilbergsson, þarf vart að kynna en hann er einn af dáðustu og þekktustu tónlistarmönnum Vestfjarða. Honum til liðsinnis er kvartett sem Matthías M.D. Hemstock slagverksleikari hefur sett saman og skipaður er auk Matthíasar sjálfum; Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara, Andra Ólafssyni á kontrabassa og gítarleikaranum Eðvarði Lárussyni. Stendur til að spila tónlist sem mótaði Villa – sem kalla má uppáhaldslög Villa Valla. „Ég hef spilað oft áður með Matthíasi í Saltfiskbandinu í gegnum árin og hann átti nú upphafið af þessu tónleikahaldi. Hann fékk til liðs þessa snillinga og ég hlakka mikið til þess að spila með þeim,“ segir Villi en hann segist hafa fyrir nokkru valið lögin og sent á félaga sína. En við hverju mega tónleikagestir búast – hver eru uppáhaldslög Villa Valla? „Þetta eru helst gamlir djass-standardar. Það verða bara þessir einu tónleikar og ég vona að fólk hafi gaman af.“ Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Hann hóf sinn feril á dansleikjum 11 ára gamall á Flateyri. Hann var í forsvari fyrir fjölda hljómsveita og er enn að rúmlega áttræður. Eftir hann liggja nokkrir geisladiskar með eigin efni og nýtur hann virðingar um allt land fyrir sitt listframlag. Þess má geta að Villi Valli er heiðurslistamaður Ísafjarðar. Áhugasömum er bent á að miðasala á tónleikana fer fram á tix.is.
Villi Valli er þekktur og dáður um alla Vestfirði og víðar. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson
Barnaópera væntanleg á vestfirskar fjalir
„Það er ekki búið að velja í hlutverk en áheyrnarprufur verða í lok október og þá kemur þetta allt í ljós,“ segir hún innt eftir innherjaupplýsingum um sýninguna. Þá segir hún marga koma að sýningunni sem slíkri. „Á sviðinu koma til með að vera ellefu leikarar og barnakór. Leikstjóri, tónlistarstjóri, ljósa-, búningaog sviðsfólk – svo ætli þetta gæti ekki endað í um 30 manns.“ Er mikið um efnilega unga söngvara hér vestra? „Já við eigum hafsjó af stórefnilegum ungum söngvurum sem við auðvitað vonumst til að geta fengið í lið með okkur.“ Litli Sótarinn er eftir enska tónskáldið Benjamin Britten og textinn eftir Eric Crozier sem hér er í þýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Verkið var frumsýnt árið 1949 og ku vera byggt á ljóðum William Blake. En um hvað fjallar sýningin? „Hún fjallar um drenginn Bjart sem ekki gat verið hjá foreldum sínum vegna fátæktar og var seldur sótara nokkrum. Sótarinn notar hann til þess að þrífa reykháfa borgarinnar en þegar drengurinn situr einn daginn fastur í reykháf byrjar ævintýrið,“ útskýrir Sigrún en þess má geta að hún hefur tekið þátt í uppsetningu á Litla sótaranum í Þýskalandi.
Sigrún Pálmadóttir í hlutverki hinnar ísfirsku óperettusöngkonu Sigrúnu Magnúsdóttur.
Ópera Vestfjarða er nýr félagsskapur sem hefur það að markmiði að vinna að útbreiðslu óperu- og óperettutónlistar og flutningi slíkra verka fyrir vestan. Var hún sett á stofn í fyrra og sló strax í gegn síðastliðið haust með óperettu-einleik um hina ísfirsku óperettusöngkonu Sigrúnu Magnúsdóttur. Félagið hyggst ná markmiðum sínum með óperukynningum af ýmsu tagi, dagskrám um og með óperutónlist og vonandi óperuuppfærslu fyrr en síðar. Verkefnið nýtur meðal annars stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, Tónlistarskóla Ísafjarðar og fleirum.
List á Vestfjörðum október 2016 | 27
Ópera Vestfjarða hefur í hyggju að setja upp fjölskylduóperuna Litli sótarinn. Frumsýnt verður í tónleikasalnum Hömrum á Ísafirði þann 11. febrúar. Barnaóperan hefur áður verið sýnd hérlendis í nokkur skipti við góðan árangur og því spennandi að sjá vestfirsku útfærsluna. Samkvæmt Sigrúnu Pálmadóttur, sem situr í stjórn Óperu Vestfjarða, er gert ráð fyrir að byrja á þremur sýningum og sjá svo hvað setur.
Afmælisári fagnað með tónleikahaldi
List á Vestfjörðum október 2016 | 28
Ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson Jónas Tómasson fagnar sjötugsafmæli þann 21. nóvember en hann á að baki langan og glæsilegan feril. Tímamótunum var fagnað með flutningi verka hans á ýmsan hátt. „Fyrst voru haldnir tónleikar um páskana í Þjóðmenningarhúsinu þar sem fram komu Duo Harpwerk og Herdís Anna Jónasdóttir. Næst voru sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 26. júlí og þeir tónleikar voru síðan endurteknir í Hömrum 28. júlí nánast óbreyttir. Loks verða Portret-tónleikar með minni tónlist þann 30. október í Norræna húsinu á vegum tónlistarhópsins Caput. Þannig má segja að tónleikahaldið sé fjórskipt. Það má kannski segja að tónleikarnir í júlí hafi staðið upp úr. Báðir voru tónleikarnir ákaflega vel sóttir og flytjendur voru allir nánir ættingjar og/eða vinir,“ segir Jónas inntur eftir því hvað hafi að hans mati staðið upp úr á fagnaðarhöldum á afmælisárinu. Aðspurður hvað sé fyrir stefnu á sjálfum afmælisdeginum segist hann ekki hafa gert nein plön. „Ætli maður eldi ekki bara góðan mat og hafi það huggulegt.“ Jónas er afar mikilvirkt tónskáld og eftir hann liggur fjöldi verka af ólíkum toga. Hann hefur samið fjölmörg hljómsveitarverk og konsertar m.a. fyrir orgel, víólu, píanó, tvö píanó og sinfóníuhljómsveit. Kórverk skipa stóran sess í tónverkasafni Jónasar, einnig hefur hann samið fjöldann allan af kammerverkum fyrir ólíkar og oft frumlegar samsetningar hljóðfæra. Loks hefur Jónas samið fjölda einleiks- og einsöngsverka fyrir ýmis hljóðfæri, oft að beiðni einstakra tónlistarmanna.
Ljósmynd: Ágúst Atlason, gusti.is
Verk Jónasar hafa verið flutt af mörgum fremstu tónlistarmönnum hér á landi, t.d. hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands margsinnis flutt sinfónísk verk hans og konserta. Kammersveit Reykjavíkur, Caput-tónlistarhópurinn, kammerhópurinn Ýmir, Mótettukór Hallgrímskirkju og fjölmargir aðrir minni tónlistarhópar hafa haft verk hans
á efnisskránni og flutt þau víða um heim. Þá hafa verið gerðar upptökur af fjölda verka Jónasar og mörg þeirra einnig komið út á geisladiskum. Jónas hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun listamanna og árið 2000 var hann útnefndur fyrsti bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar.
Hefur tónlistin alltaf fylgt þér? „Ég hef alltaf haft mjög gaman af tónlist, frá því ég var lítill strákur. Foreldrar mínir hlustuðu á alls konar tónlist og það hefur alltaf verið mikið um tónlist í kringum mig. Strax á unglingsárunum fann ég að mig langaði að semja músík og sú löngun hefur aldrei minnkað.“
Þá hefur hann látið að sér kveða á ýmsum sviðum tónlistarlífsins í heimabæ sínum Ísafirði, m.a. sem kennari í tónfræðigreinum og flautuleik, sem flautuleikari og kórstjóri og um áratuga skeið hafði hann umsjón með tónleikahaldi fyrir Tónlistarfélag Ísafjarðar. Tónsmíðarnar hafa þó ævinlega átt hug hans allan og síðustu árin hefur hann helgað sig þeim eingöngu.
Er eitthvað spennandi framundan hjá þér? „Já, ég hlakka til að heyra tónleikana 30. október. Annars er ég bara alltaf að semja - sumt verður flutt fljótlega og annað síðar.“
List á Vestfjörðum október 2016 | 29
Ljósmynd: Ágúst Atlason, gusti.is
Súðavíkurhreppur
Einfalt að rukka eða borga með Kass - það er nóg að hafa símanúmer
Sæktu appið á kass.is
Félagsheimilið Bolungarvík • Ráðstefnur • Tónleikar • Leiksýningar • Ættarmót
• Dansleikir • Brúðkaupsveislur • Fermingarveislur • Fjölskylduviðburðir
Félagsheimilið í Bolungarvík er stórglæsilegt hús búið öllum nútíma þægindum – Harpa Vestfjarða
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Benedikt Sigurðsson 690 2303 www.felagsheimili.is - felagsheimili@felagsheimili.is - www.facebook.com/felagsheimilid
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkir List á Vestfjörðum