List á Vestfjörðum

Page 1


LISTABÆRINN Í Ísafjarðarbæ eru: • Fjöldi sýningarsala • Öflugt kórastarf • Áhuga- og atvinnuleikhús • Söng-, hljóðfæra- og danskennsla • Tónleikasalir og söfn • Bæjarhátíðir og uppákomur

Við getum svo sannarlega verið stolt af okkar listafólki og afrekum þeirra innan bæjarfélagsins og utan. Tvíárlegir menningarstyrkir, aðkoma að Menningarráði Vestfjarða, útnefning bæjarlistamanns og ýmis konar aðstoð við einstaka viðburði er það sem sveitarfélagið leggur til, en fyrst og síðast er það listafólkið sjálft og þrotlaus vinna þeirra sem gerir bæinn að þeim menningarbæ sem hann er. Takk fyrir það.

ÍSAFJARÐARBÆR │ HAFNARSTRÆTI 1 │ 400 ÍSAFIRÐI │ S: 450-8000


Til hamingju, vestfirsku lista­­­

menn, listunnendur og vestfirskt samfélag. Tímarit Félags vestfirskra listamanna List á Vestfjörðum er búið að festa sig í sessi. Þetta er þriðja blaðið. Sé miðað við velgengni og vinsældir, þá er þetta ekki síðasta blaðið. Ekki heldur ef miðað er við innihald blaðanna, en á umfjöllunarefni er enginn skortur. Það þykir mörgum með ólíkindum, því almennt er talið að samhengi sé á milli listagrósku og mannfjölda. Þannig er það ekki með Vestfirði. Ekki á peningaleysið heldur að koma í veg fyrir að framhald verði á útgáfu ritsins. Ha…er ekki alltaf verið að skera niður? Ólíkt stjórnvöldum, sem virðast hvorki átta sig á andlegu né hagrænu gildi listarinnar, þá ná heimamenn áttum. Menningarráð Vestfjarða (vonandi verður það ekki lagt niður) hefur alltaf verið bakhjarl, einkum í upphafi.

Vestfirsk fyrirtæki og sveitarfélög vita líka hvað klukkan slær og eru viljugri með hverju árinu sem líður að kaupa sér pláss í blaðinu fyrir auglýsingar. Á Vestfjörðum veit fólk að menning og listir eru nauðsynjar. Tímaritið List á Vestfjörðum minnir á þá staðreynd. Það rifjar upp fyrir fólki að vestfirskir listamenn eru að standa sig. Eins og nafn ritsins gefur til kynna, þá er það markmið og stefna þess að kynna vestfirska listamenn. Það er nákvæmlega það sem Félag vestfirskra listamanna gengur út á. Markmiðum sínum nær félagið fyrst og fremst með útgáfu ritsins. Hugmyndir um frekari gagnaöflun og um heimasíðu eru hvergi nærri sofnaðar, þó ekki sé hægt að gera þær að veruleika eins og sakir standa. Eftir því sem fleiri ganga í félagið eykst hvatinn til að efla kynningarstarfið. Fleiri félagsmenn styrkja auk þess fjárhaginn. Þó að árgjaldið sé ekki hærra en sem nemur

Einn góðan veðurdag verður herbergið of lítið

andvirði eins og hálfs bjórs á barnum, þá safnast þegar saman kemur. Því fleira fólk sem er í félaginu, þeim mun sterkara er það. Nú þegar er á annað hundrað manns og fyrirtækja í félaginu en það má alveg tífalda eða hundraðfalda þá tölu. Það er enginn kvóti. Fyrst og fremst viljum við hvetja þá vestfirsku listamenn sem enn eru ekki meðlimir í félaginu til að skrá sig í það með því að senda tölvupóst á netfangið: rammagerd@ rammagerd.is. Það er allra hagur. Í fyrsta tímaritinu var megin áhersla lögð á að lýsa stóru listahátíðunum á Vestfjörðum. Í því næsta var langur og ítarlegur listi yfir þá vestfirsku staði þar sem listamenn koma sér og list sinni á framfæri. Í þessu riti er sjónum beint að félögum og samtökum sem iðka listir. Það má gera orð hins mæta Mugisons að einkunnarorðum ritsins: „Maður gerir ekki rassgat einn.“ Stjórn Félags vestfirskra listamanna.

Húsnæðissparnaður Íslandsbanka Við bjóðum tvo góða kosti fyrir ungt fólk sem er farið að búa sig undir framtíðina. Óverðtryggður húsnæðissparnaður hentar þeim sem stefna á húsnæðiskaup í náinni framtíð en verðtryggður hentar vel fyrir langtímasparnað.

Og þegar þú kaupir íbúðina færðu frítt greiðslumat og 50% afslátt af lántökugjöldum.*

Kynntu þér málið betur á www.islandsbanki.is/sparnadur eða í næsta útibúi Íslandsbanka.

Verðtryggður sparnaður

Óverðtryggður sparnaður

2,10% 4,50% Við bjóðum góða þjónustu

vextir*

vextir*

Hentugur sparnaðartími

Hentugur sparnaðartími

3 ár +

1,5 ár +

Ritið List á Vestfjörðum kemur nú út í þriðja sinn. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og því dreift inn á öll heimili á Vestfjörðum og víðar.

Útgefandi: Félag vestfirskra listamanna
 Aðalstyrktaraðili: Menningarráð Vestfjarða Ábyrgðarmaður: Elfar Logi Hannesson Ritstjórn og efnisvinnsla: Berglind Häsler

*M.v. vaxtatölu Íslandsbanka 11.06.2013. Skilyrði fyrir afslætti af lántökugjöldum og fríu greiðslumati er reglulegur sparnaður sem nemur að lágmarki 5.000 kr. út binditíma reiknings. Lánveitingar eru háðar útlánareglum bankans hverju sinni.

Aðstoðarritstjóri: Kristín E. Guðjónsdóttir Ritnefnd: Elfar Logi Hannesson, Anna Sigríður Ólafsdóttir og Ómar Smári Kristinsson.

Umbrot og hönnun: Gunnar Bjarni Kápumynd: Dagrún Matthíasdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf.

LIST Á VESTFJÖRÐUM 3

ÁVARP STJÓRNAR


テ行afirテーi og Bolungarvテュk


Hætti í unglinga­lands­ liðinu til að spila tónlist

T

ónlistarkonan Guðný Gígja

Skjaldardóttir, eða Gígja, og meðlimur hljómsveitarinnar Ylju er fædd og uppalin á Patreksfirði. Á æskuárum Gígju átti körfubolti hug hennar allan en þó blundaði í henni mikill músíkant og var hún strax á unga aldri mjög söngelsk. Á heimilinu var píanó sem hún fikraði sig áfram á og söng með. ,,Á þessum tíma var því miður ekki lagt mikið upp úr tónlistarkennslu á Patreksfirði og það var ekki fyrr en undir lok grunnskólagöngunnar sem ég fékk heimakennslu frá fyrrum organista Patreksfjarðarkirkju,” og hjá henni lauk Gígja 1. stigi á píanó. Þá tróð hún gjarnan upp á bæjarhátíðum á Patreksfirði og í nágrannabæjum ásamt vinkonu sinni Elvu Mjöll Hauksdóttur.

hafði ekki haft tíma fyrir áður. Hún varð virk í félagslífi skólans, var kosin formaður skemmtinefndar, lék eitt af aðalhlutverkum söngleiks sem settur var upp og söng með kórnum af miklum eldmóð. Í gegnum kórstarfið kynntist hún Bjarteyju Sveinsdóttur og haustið 2008 ákváðu þær að taka þátt í Söngkeppni Flensborgarskólans. Gígja spilaði undir á gítar og þær sungu saman lagið Eyvindur og lentu í 2. sæti. Í kjölfarið fór Bjartey einnig að spila á gítar og smám saman varð til hinn frambærilegasti dúett og komu þær fram við ýmis tilefni. Árið 2010 spiluðu þær í fyrsta sinn á Iceland Airwaves og það var þá sem dúettinn fékk nafnið Ylja.

Ári síðar gekk Smári Tarfur Jósepsson til liðs við stelpurnar en hann er einnig Patreksfirðingur. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar kom út í fyrra og heitir einfaldlega Ylja. Þá fékk þríeykið félaga sinn Hlyn Hallgrímsson til að spila með sér á kontrabassa. Í kjölfar útgáfu plötunnar fór boltinn að rúlla og voru þau meðal annars tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem ,,bjartasta vonin” og komu fram á Aldrei fór ég suður. Dúettinn er nú orðinn að 5 manna hljómsveit. Valgarð Hrafnsson spilar á bassa og Magnús Örn Magnússon sér um áslátt. Það hefur verið mikið að gera hjá hljómsveitinni og sér ekki fyrir endann á verkefnum.

Eftir viðburðaríkt sumar árið 2006, þar sem hún meðal annars keppti með Unglingalandsliði Íslands í körfubolta í Svíþjóð, var haldið til Hafnarfjarðar í menntaskóla og varð Flensborg fyrir valinu. Guðný hélt áfram í körfubolta en byrjaði líka í skólakórnum. Fljótlega fór hún að finna sig betur og betur þar og á sama tíma fór áhuginn á íþróttinni dvínandi. ,,Ég man þegar ég sat og horfði á körfuboltaþjálfarann predika yfir okkur og sama hvað ég reyndi þá heyrði ég ekki hvað sem hann sagði, ég sá bara fyrir mér kórstjórann og fór yfir kórlög í huganum.” Gígja tók í kjölfarið þá erfiðu ákvörðun að hætta í körfubolta. Eftir það opnuðust ýmis tækifæri sem hún

Hljómsveitin Ylja.

LIST Á VESTFJÖRÐUM 5

//Listamaður


//Listamaður

LIST Á VESTFJÖRÐUM 6

Gufupönk á Bíldudal

Á

Bíldudal er mikið að gerast.

Mikil uppbygging hefur verið í atvinnulífinu, íbúaþing á vegum Byggðastofnunnar var haldið á dögunum og nýlega er búið að tvöfalda afkastagetu kalkþörungaverksmiðjunar. Þetta 180 manna samfélag sér fram á mikinn vöxt. Í vor flutti Ingimar Oddsson gufupönk listamaður úr 101 Reykjavík til Bíldudals. Gufupönk á ekkert skylt við pönkið í byrjun áttunda áratugarins, heldur er þarna um að ræða retro-futurískan stíl eða ,,afturhvarf til framtíðar” þar sem klassísk fegurð 19. aldar og nútíma tækni haldast í hendur. Þar sem ævintýraljómi bókmennta og lista Viktoríutímans fær líf í möguleikum tæknialdar. Ingimar hefur í sumar unnið sem skrímslastjóri á Skrímslasetrinu á Bíldudal en sviðsmynd Skrímslasetursins er einmitt í þessum gufupönk stíl.

Skrifar þríleik um ævintýralandið Bíldalíu.

En hvað ætlar Ingimar að gera á Bíldudal? „Ég hef verið að skrifa þríleikinn Bildalian Chronicles, taka upp myndbönd, tónlist og gera myndverk í tengslum við ævintýralandið Bíldalíu. Fyrsta bókin kom út í vor og mun sú næsta koma út í júní 2014.“ Ingimar ætlar að gufupönka Bíldudal og helgina 27. til 29. júní 2014 mun bæjarfélagið Vesturbyggð breytast í ævintýralandið Bíldalíu. Haldin verður gufupönkhátíð sem nær um alla Vesturbyggð.

Gufupönk listamaðurinn Ingimar Oddsson.

Ævintýrið er eitt risastórt leikhús þar sem áhorfendur sjálfir eru bæði persónur og leikendur. Ævintýrið gerist bæði í raunheimum sem og í netheimum.

Vesturbyggð verður að stærsta leiksviði í heimi þar sem yfir þúsund leikarar bregða sér í hin ýmsu hlutverk. Bæjarfélagið hefur stutt við bakið á verkefninu sem felst í því fyrst og fremst að fá sem flesta, bæði einstaklinga og fyrirtæki til að taka þátt. Ingimar mun í vetur kynna verkefnið fyrir íbúum Vesturbyggðar, bæði á Patreksfirði og á Bíldudal en með svona hátíð skapast mörg tækifæri fyrir þjónustuaðila og hugmyndaríkt fólk. Ef vel gengur gæti svo farið að hátíðin yrði haldin annað hvert ár og jafnvel að ævintýralandið verði grunnurinn að ýmsum öðrum verkefnum sem snúa að hugverkum og handverki.


//Listamaður

S

LIST Á VESTFJÖRÐUM 7

30 ára draumur að rætast olveig edda vilhjálmsdóttir, myndlistarkona er fædd og uppalin í Reykjavík en býr nú í Bolungarvík með karli og kríli og málar á milli anna. Solveig Edda

segist alltaf hafa vitað hvað hún vildi fást við. ,,Þegar ég var spurð hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór var svarið „artist.” Ég var með foreldrum mínum á hjónagörðum Purdue háskóla í Indiana og ég man eftir því að á Hrekkjavöku kom Jill, ein af vinkonum mömmu og pabba, í heimsókn. Hún var í flottasta búningnum, með ósýnilegan hund í bandi. Guð hvað mér fannst hún sniðug! Hún var í listadeildinni og gerði skúlptúra úr leir og sýndi. Ég ákvað að þetta skyldi ég gera við líf mitt.” En þrátt fyrir að Solveig Edda hafi verið svona staðráðin í að verða listamaður á yngri árum fór hún aðra leið þegar hún varð eldri. ,,Ég tók u-beygju. Þrátt fyrir að hafa verið á endalausum myndlistarnámskeiðum,

Teikning án titils.

vakað á nóttunni til að teikna og mála, brennt endalaust af reykelsum og hlustað á vínyl foreldra minna, þá ákvað ég að listin væri ekki nógu sniðug fyrir framtíðina.” Solveig Edda reyndi

því spennt fyrir því að útskrifast, þar

þegar hún mun taka þátt í sýningunni

að finna hæfileikum sínum annan og

sem að biðu mín líklega störf í þessum

Sensorial Realms í Agora Gallerí í

praktískari farveg. Hönnun varð fyrir

geira sem mig langaði nákvæmlega

Chelsea í New York. ,,Ég hugsa oft til

valinu og kláraði Solveig Edda

ekkert til að vinna. Ég skráði mig í

Jill og ætla að hún sé mikilfenglegur

hönnunarnám í Iðnskólanum í

listadeildina og kynntist fólki sem eru

Reykjavík og hélt síðan til Bandaríkjanna í vöruhönnun. ,,Þegar

enn vinir mínir í dag.“

skúlptúristi í Bandaríkjunum, örugglega jafn brosmild og skemmtileg, veitandi fólki andagift án þess að vita af

ég átti tæpar 10 einingar eftir af náminu

Solveig hefur haldið einkasýningar á

því. Ég er þakklát og stolt að vera á

og búin með öll lokaverkefni upplifði

hverju ári frá útskrift og nú í desember

þessum stað í lífinu, því hérna þarf ég

ég gífurlegan tómleika og var langt frá

sér hún fram á að 30 ára draumur rætist

ekkert að þykjast.”


LIST Á VESTFJÖRÐUM 8

//Listamaður

byrjaði allt með glamri og fikti

I

,,Ég stjórnaði Gospelkór Jóns Vídalíns og Gospelkór Árbæjarkirkju í þrjú ár. Þá hef ég spilað og samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti á RÚV svo sem Popppunkt, Stundina okkar, Gott kvöld og loks Útsvar þar sem ég hef gert hið svokallaða píanólag fyrir hvern þátt síðastliðin þrjú ár.”

ngvar Alfreðsson , píanóleikari, er

fæddur og uppalinn á Ísafirði þar sem hann segist hafa fengið mikið og gott tónlistaruppeldi. ,,Tónlist hefur alltaf verið hluti af mér, eða ég hluti af tónlistinni. Öll mín fjölskylda er eða hefur verið í tónlist á einn eða annan hátt,” segir Ingvar. Hann lærði á harmonikku í nokkur ár hjá Messíönu Marsellíusdóttur og Vadim Federov í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Um táningsaldur tók píanóið þó völdin. ,,Ég eyddi miklum tíma í að leika á hljómborð pabba míns og búa til mína eigin tónlist. Ég man enn sum lögin frá þessu tímabili sem urðu til með glamri og fikti.” Aðeins þrettán ára byrjaði Ingvar að fikra sig inn á braut atvinnu­ mennskunnar. Hann spilaði undir hjá söngvurum, var í hljómsveit og samdi eigin tónlist ásamt því að útsetja lög. ,,Þegar ég byrjaði í Menntaskólanum á Ísafirði var ég farinn að spila undir hjá Gospelkór Vestfjarða og sjá um tónlistarstjórn í leikritum menntaskólans og grunnskólans. Ég sjálfmenntaði mig á píanó til ársins 2004 en þá flutti ég suður eftir útskrift úr MÍ til að hefja nám við Tónlistarskóla FÍH.” Ingvar lagði stund á jazz-píanónám í FÍH. Einkakennarar hans við skólann voru Agnar Már Magnússon og Þórir Baldursson. Eftir veruna í FÍH, árið 2008, sótti hann nokkra einkatíma á píanó hjá Eyþóri Gunnarssyni. Á því 10 ára tímabili sem Ingvar hefur haft tónlist að atvinnu hefur hann víða

Glamrað á píanóið hans pabba.

komið við. ,,Ég hef verið svo lánsamur að kynnast og spila með fjöldanum öllum af íslensku tónlistarfólki og tekið þátt í ólíkum verkefnum.” Ingvar var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Bermuda og lék einnig með Eurobandinu og Rokkabillýbandi Reykjavíkur á tímabili. Þá hefur hann spilað á fjöldanum öllum af tónleikum t.a.m. Saga Eurovision, Frostrósir, Söngkeppni framhaldsskólanna og leikið á ýmsum heiðurstónleikum t.d. Queen, Fleetwood Mac, Michael Jackson, Beyoncé og fleiri.

Ingvar hóf nám í haust í hinum virta tónlistarháskóla, Berklee College of Music.

Fyrir rúmu ári síðan ákvað Ingvar að auka við þekkingu sína og öðlast meiri færni í tónlist. ,,Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á útsetningum og tónlistarstjórn og fann eftir nokkra leit nám sem myndi henta mér. Ég ákvað að sækja um og þreyta inntökupróf í hinn virta tónlistarháskóla Berklee College of Music í Boston í Bandaríkjunum. Ég fékk inngöngu og hóf nám hér í september.” Námið felst aðallega í útsetningum, tónlistarvinnslu, lagasmíðum og tónlistarstjórn. Samhliða því er píanó aðalhljóðfæri Ingvars við skólann. ,,Að loknu námi sé ég auðvitað fyrir mér að starfa áfram sem tónlistarmaður á hinum ýmsu sviðum en með mun meiri þekkingu og reynslu en áður,” segir Ingvar að lokum.


//Listamaður

Menning hefur áhrif á allt

H

LIST Á VESTFJÖRÐUM 9

elga Hausner er búsett á Ísafirði,

fædd í Berlín en fluttist til Íslands árið 1997, fyrst með búsetu á Barðaströnd og Patreksfirði. Eftir nám í Reykjavík flutti hún aftur vestur þar sem líf í borg heillar hana ekki. Eins og hún segir sjálf, er borg alltaf borg með tilheyrandi streitu og áreiti. Helga fæst við menningartengda ferðaþjónustu og segir hún að flest í lífi okkar sé tengt menningu á einhvern hátt, hvort heldur sem við tölum um tónlist, íþróttir, hús eða húsbúnað, myndlist eða tíma genginna kynslóða. Hún segir allt þetta hafa mikil áhrif á lífshlaup okkar. Í ferðum sínum um

Liður í leiðsögn Helgu er að segja sögur af álfum og tröllum.

Ísafjörð með ferðamenn leitast Helga til dæmis við að svara því hvernig

Hafðu bankann í vasanum Betri netbanki á L.is

menning og saga bæjarins hefur mótað íbúana.

Fyrir flesta nettengda síma

Hagnýtar upplýsingar

Enginn auðkennislykill

Snjallgreiðslur

Aukakrónur

Á L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur, yfirlit bankareikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru aðgengilegar á L.is, auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


LIST Á VESTFJÖRÐUM 10

//Listamaður

Segist hafa farið sína hinstu ferð í hljóðver

I

nnan skamms mun tónlistarmaðurinn og Bílddælingurinn

Jón Kr. Ólafsson gefa út 4ra laga geisladisk undir heitinu Takk fyrir mig. Hljóðversvinnu er lokið og segir stórsöngvarinn að þetta hafi verið sín hinsta ferð í hljóðver. Diskinn tileinkar hann ættingjum sínum og vinum. Þeim sem vilja tryggja sér eintak er bent á að hafa samband við Jón Kr. sjálfan. Á disknum verða klassísk lög, þar á meðal eitt sem Haukur heitinn Morthens söng í Kaupmannahöfn árið 1954. Á plötuumslaginu þakkar Jón Kr. fyrir sig með orðunum. ,,Án ykkar hefði þetta ekki orðið neitt, því einhver verður að hlusta.”

Jón Kr. á góðri stund með Hauki Morthens.


//Listamaður

LIST Á VESTFJÖRÐUM 11

Sér Strandamenn fyrir sér sem jólasveina

D

agrún Ósk Jónsdóttir , tvítugur

háskólanemi, vann síðastliðið sumar með föður sínum, Jóni Jónssyni þjóðfræðingi á Kirkjubóli, skemmtilega og fjölbreytta sýningu sem var opnuð í Sauðfjársetrinu á Ströndum á þjóðtrúardaginn mikla, 07.09.13. Sýningin mun standa til sumarloka 2014. Þetta er ljósmynda- og sögusýning og var efnisins aflað á Ströndum. Teknar voru myndir af u.þ.b. 70 álagablettum, hlustað á og hleraðar sögur fólks í sveitinni sem margt hvert trúir enn á, eða að minnsta kosti virðir álagabletti landsins. Ásamt gömlum viðtölum sem varðveitt eru í Árnastofnun (ismus. is), er einnig að finna á sýningunni 9 ljóðræna texta eftir Dagrúnu sjálfa. Dagrún elur með sér þann draum

Skyrkollusteinn í Trékyllisvík í Árneshreppi, en ekki má hrófla við honum. Þarna býr álfkona. Nýlegar sögur segja að ekki megi benda á steininn því þá skeri maður sig í fingurinn.

að halda áfram á sömu braut. Sér hún fyrir sér að gera myndasyrpu af íslensku jólasveinunum þar sem Strandamenn verða í hlutverkum

Kerlingarfoss í Þambá í Bitru. Þarna faldi kerlingin Þömb gullkistur sínar og fleygði sér síðan í fossinn. Áður hafði hún lagt þau álög á ána að þar myndi enginn drukkna og aldrei veiðast silungur.

sveinanna. Þar verður ekki um neinar helgimyndir að ræða.


//Listamaður

Saga um ísfirskan Finna LIST Á VESTFJÖRÐUM 12

Tapio Koivukari SKRIFAR

É

g kom til vestfjarða í apríl árið 1989 og átti þá mér þann draum að verða rithöfundur. Ég hafði látið annan draum rætast, að fara á norðurslóðir og leita mér að vinnu. Margir hafa spurt hvernig mér hafi dottið þetta í hug. Það hlýtur að hafa verið ævintýraþrá, fyrst og fremst. Og kannski of mikill bókalestur, samblanda af Laxness og Jack London sem ýtti mér af stað. Það var heldur ekkert sem hélt mér heima, ég var nýútskrifaður úr guðfræði og orðinn einhleypur á ný. Var þó eigin­lega ekki alveg viss hvað ég ætti að gera með guðfræðina, en hafði byrjað að skrifa á námsárunum og sent frá mér eina skáldsögu. Ég fékk vinnu í frystihúsi á Flateyri og bjó í verbúð. Lífið þar var frekar róstur­ samt og ég var feginn að losna þaðan. Dvölin varð þó til þess að þegar heim var komið skrifaði ég skáldsögu um veru mína á Íslandi. Svo kom ég aftur og réð mig sem smíðakennara á Ísafjörð. Þar fóru hlutirnir að raðast saman á ný. Auðvelt var það ekki, en smám saman fann ég mig sem kennara og kennslan fór að ganga betur, ég hélt áfram að skrifa og byrjaði einnig að þýða. Fyrsta skáldsagan sem ég þýddi úr íslensku var Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur. Sú bók var ekki sú auðveldasta til að byrja á en þáverandi lektor í finnsku við Háskóla Íslands, Timo Karlsson, fór yfir þýðinguna jafnóðum, kafla fyrir kafla og betri þjálfun hefði ég ekki getað fengið. En það er fyrst og fremst konan mín, Hulda Leifsdóttir, sem hefur hjálpað mér að ná tökum á íslenskunni. Hana hitti ég fyrsta veturinn minn á Ísafirði. Vinnufélagar mínir reyndust einnig gagnlegir. Við Hulda fluttum svo til Finnlands árið 1993. Ég fór að kenna trúarbragðafræði ásamt því að þýða bækur úr íslensku.

Ísafjörður II

Tapio Koivukari.

Meðfram þessu reyndi ég að semja skáldsögu, sem ég hafði byrjað á á Ísafirði, en það gekk hægt því vinnan var stundum mikil, en ég afrekaði þó að senda frá mér tvö smásagnasöfn. Fyrsta almennilega skáldsaga mín komst ekki á skrið fyrr en ég fékk styrk og gat skrifað öllum stundum. Þá datt ég niður á söguna sem ég þurfti að skrifa; Land útnyrðingsins og fjallar hún um eyjaskeggja á vesturströnd Finnlands í byrjun 20. aldar. Sagan sló í gegn og boltinn byrjaði að rúlla. Nýjasta skáldsaga mín heitir Ariasman og kom hún út í íslenskri þýðingu árið 2012. Þegar ég var á Ísafirði hér um árið hafði ég heyrt um furðulega og óhugnalega atburðarás sem átti sér stað fyrr á öldum; íslenskir bændur höfðu vegið erlenda skipbrotsmenn, baskneska hvalfangara sem höfðu verið við Íslandsstrendur á þeim tíma. Ariasman er saga um kjark og hetjuskap, traust og svik, en fyrst og fremst um margslunginn misskilning. Þegar ég lít til baka get ég ekki verið annað en þakklátur fyrir alla hjálpina sem ég hef fengið hjá góðu fólki í Finnlandi, á Íslandi og víðar. Og það má fullyrða að dvöl mín á Vestfjörðum hafi að mörgu leyti skipt sköpum fyrir mig og kynni ég mig með stolti sem vestfirskan höfund.

Eftir jólin skín sólin æ neðar á Eyrarfjallinu bráðum alla leið niður á eyrina eftir tvo mánuði í skugganum. Á ystu húsum er klakabrynja með þangi eftir síðustu hvassviðri. Nú liggja bátarnir aftur í vari á hótel Grænuhlíð. Stímir maður þaðan út liggur Grænland hinum megin. Nú nístir hann að norðaustan meðfram firðinum með ilm af salti og þangi. Brátt skellir myrkur á skýin eins og lok á milli fjalla. Við erum að sjóða kartöflur og þverskorna ýsu. Í útvarpinu dánarfregnir og jarðarfarir.


//Listamaður

LIST Á VESTFJÖRÐUM 13

Séra Svavar var ekki langlífur Svavar pétur eysteinsson SKRIFAR

Þ

egar þessi orð eru skrifuð er

Þetta varð svo til þess að ég fór síðar í Listaháskólann og lærði grafíska hönnun. Ég hreyfst af öllu tilstandinu í kringum Gleðibankann árið 1987 og það ár nauðaði ég stanslaust í pabba mínum um að fara með mér í næstu Eurovision-keppni. Þessir atburðir eru helstu vendipunktar í lífi mínu því síðustu ár hef ég unnið mest við hönnun og tónlist.

líkamshiti í kringum 40 gráður, nefhol mjög stíflað, og höfuðverkur yfirgengilegur. En athyglissýkin er litla systir sköpunargyðjunnar og þess vegna ætla ég ekki að láta þessa pest taka frá mér þetta góða tækifæri til að stikla á stóru í lífi mínu og vekja þannig athygli á sjálfum mér. Ég flutti frá Reykjavík á Strandir fyrir fjórum dögum en er samt ekki enn búinn að átta mig á því hvort það sé að fara norður eða vestur. Þessi umræða hefur líklega verið tekin áður og ég þarf að kynna mér hana betur. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík en lít fyrst og fremst á mig sem Breiðhylting ef eitthvað. Ég var í sveit austur í Berufirði á sumrin þar sem ég ánetjaðist flestu sem ómenguð náttúra hefur upp á að bjóða. Ég ætlaði verða prestur og sem barn notaði ég hvert kristilegt tækifæri til að

Svavar Pétur ákvað að gerast grafískur hönnuður eftir að hafa séð áróðursveggspjöld Tóbaksvarnaráðs út um allan bæ.

messa. Séra Svavar var þó ekki langlífur því einhverntíman var í gangi mjög harður áróður gegn reykingum á veggspjöldum út um allan bæ og smitaðist ég af þessari áróðurstarfsemi og fór að teikna mín eigin veggspjöld.

Það er gott að vera kominn á Strandir og ég sé fyrir mér að hér megi bralla eitt og annað. Ég ætla að byrja á því að leggja lokahönd á tvær hljómplötur sem ég er með í smíðum auk þess sem ég ætla að setja á laggirnar fyrstu auglýsingastofuna á Ströndum (að ég held). Þið sem hafið áhuga á viðskiptum hafið endilega samband.

Sindragata 14 Sími: 456 4550

Bolungarvíkurkaupstaður


//Listamaður

Fjallið í konunni LIST Á VESTFJÖRÐUM 14

VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR SKRIFAR Fáum árum fyrir lok liðinnar aldar lagðist ég í ættfræði. Tilefnið var niðjatal móðurforeldra minna sem mér var falið að taka saman fyrir ættarmót á Þingeyri þegar hundrað ár yrðu liðin frá fæðingu afa.

E

ftir upptalningu niðjanna ákvað ég að þræða mig til baka eftir kvenlegg ömmu og sjá hvað ég kæmist langt. Þetta var áður en Íslendingabók hin nýrri var skrifuð og heimildir mínar voru rykugar ættfræðibækur sem ég fékk að fletta í fornbókabúð Braga. Ég var nefnilega sjálf flutt suður til Reykjavíkur fyrir áratug og orðin móðir tveggja barna og jafnmargra bóka, sú þriðja í smíðum. Ég náði að rekja tíu ættliði formæðra minna þar til ég kom að eyðu um miðja 17. öld og lét þá staðar numið, sá samt að áar næstu þriggja kynslóða á undan voru Vestfirðingar líkt og allar þessar langömmur mínar. Sautjándu aldar konurnar bjuggu á Rauðasandi og Breiðuvík en um aldamótin 1700 gerist ein þeirra húsfreyja í Æðey og eftir það búa þær á fjörðunum norðanverðum: á Hesteyri, Önundarfirði, Súgandafirði, Dýrafirði. Ég varð dálítið hugsi yfir þessu. Yðar einlæg var sem sagt fyrsta konan í

fólk ferðaðist einfaldlega ekki út fyrir eigin hrepp nema það hefði til þess ærna ástæðu og frá því á síðustu öld hafa staðið yfir miklir fólksflutningar

Afi naut engrar blíðu fyrri part ævinnar, fyrr en hann kynntist Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur.

heimasætunni á Kirkjubóli í Valþjófsdal

að minnsta kosti þrettán kynslóðir sem ól dóttur upp utan kjálkans. Gamalkunnug sektarkennd rumskaði af órólegum svefni. Ég var vitanlega eins og aðrir Vestfirðingar alin upp við vinnu í slorinu, sjómannsdóttir og vissi sem var að afkoman var háð því sem sjórinn gaf. Lærði þess utan ung af Atómstöð Nóbelskáldsins að í borginni þrifist ekkert nema kapítalismi, spilling og allslags annar ósómi. Samt var ég farin suður í sollinn fyrir tvítugt. Heilbrigð skynsemi reyndi að troða tánni í gættina: Fyrri tíðar

úr sveit í borg, ekki aðeins hér á landi heldur um veröld víða. Æi jæja, sagði sektarkenndin og lagði sig aftur, samt með rifu á öðru auganu. Móðuramma mín var fædd og uppalin í Önundarfirði en afi var niðursetningur hér og þar um sveitir Borgarfjarðar. Hann var lausaleiksbarn vinnukonu sem var gert að velja á milli tvíburanna sinna því hún mátti ekki hafa nema eitt barn hjá sér í vistinni. Hún hélt telpunni en drengurinn fór nýfæddur


LIST Á VESTFJÖRÐUM 15

Vilborg í fjörunni heima á Þingeyri.

í fóstur líkt og fjögurra ára systir hans og bróðir á sjötta ári höfðu þurft að gera áður. Afi rifjaði upp fyrir mig æviminningar sínar inn á segulband stuttu áður en hann lést, þá 89 ára gamall. Hann naut engrar blíðu fyrripart ævinnar, sagði hann. Vissi ekki hvað það var fyrr en hann kynntist heimasætunni á Kirkjubóli í Valþjófsdal þegar hann kom vestur um tvítugt og var formaður á plógbáti pabba hennar. Sem unglingur, á árum fyrri heimsstyrjaldar, var hann á Suðurnesjum því hann átti frænku í Njarðvík og komst þar í skóla í nokkra vetur. Hann minntist með sérstakri hlýju teiknikennarans sem kenndi hlutfallsteikningu úti við, þannig að stærðir í fjarlægð voru miðaðar út frá blýanti. Ég spurði hvort það hefði aldrei hvarflað að honum að leggja

málaralistina fyrir sig þegar hann var ungur. Afi hafði nefnilega verið með pensilinn á lofti framan við striga á trönum í litlu stofunni í húsinu þeirra á Þingeyri frá því að ég mundi eftir mér. Hann byrjaði að mála sjötugur og veggirnir voru þaktir verkum bæði hans og ömmu því hún bjó til myndir úr skeljum, steinum og sandi. Stundum lögðu þau sköpunarkrafta sína saman; hann málaði huldufólk í fögrum klæðum og hún lagði til mulinn vikur í álfaborgina. En afi hristi hvíthært höfuðið. Nei, það kom aldrei til greina. ,,Ásgrímur Jónsson málari kom stundum í heimsókn til Njarðvíkur því hann átti systur þar,“ sagði hann. ,,Og það duldist engum að hann var fátækur maður.“ Upplegg þessa pistils var vangaveltur um hvaða áhrif það hefði haft á mig

sem rithöfund að vera Vestfirðingur. Að vera alin upp undir fjalli og niðri við sjó. Og víst hefur það mótað mig að vaxa upp í nábýli við náttúru sem getur verið jafn óvægin og hún er gjöful. Rétt eins og sögurnar sem ég heyrði um fólk sem átti ekki annarra kosta völ en taka örlögum sínum. Konurnar sem ég hef skrifað um í sjö skáldsögum hafa allar þurft að yfirstíga hindranir sem samfélag og óblítt umhverfi setti þeim. Þær horfðu til fjallanna sinna þar sem þau stóðu ósnert af tímans tönn og sóttu í þau styrk. Þar standa þau enn, traust á sínum stað, hvað svo sem mannskepnurnar hafast að og hafa gert í milljónir ára. Til þeirra má alltaf horfa, hvert sem leiðir liggja. Konan getur farið frá fjallinu en fjallið fer aldrei úr konunni.


Svipmyndir úr menningarlífinu á árinu Hljómsveitin Skálmöld kenndi ungviðinu sitthvað um þungarokk á Patreksfirði í sumar.

ég suður Aldrei fór i din á hverju ár hefur verið hal íðin er haldin á síðan 2004. Hát ka ár hvert. Ísafirði, um pás gúst Atlason.

Ljósmyndir: Á

ó Pönk á Patr virka gengur út á rna þátttöku ba . og unglinga

: Jóhann Ljósmyndir nsson. Ágúst Jóhan


er ur Festival Rauðasand nni í náttúruperlu íð át h ar st li n tó lítil estfjörðum. Rauðasandi á V

Vegna veðurs þurfti að færa hátíðina Rauðasand á Patreksfjörð. Hátíðargestir létu það þó ekki á sig fá heldur hreiðruðu um sig í grunnskólanum og dönsuðu inn í nóttina í Sjóræningjahúsinu.

Lognið á undan storminum.

n

örður Sveinsso

Ljósmyndir: H

Hátíðin er í stöðugri þróun og í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að hafa matartjald fyrir aftan kvikmyndahúsið.

nir heimildar­ sý g bor d skjal la nars kæmu var an m se ir d n y m ennings. fyrir augu alm na Ottesen.

Ljósmynd: Tin

og einleikjum ð u lg e h r e E sem ACT ALON heiminum í a ð tí á h a rr rmi. er meðal fá ka leikhúsfo ta s r é s u s s e helga sig þ insdóttir. sen Ste

nna Jörgen

: Jóha Ljósmyndir

Tvöfalt fleiri sóttu leiklistarhátíðina Act Alone í ár en í fyrra eða um 2.300.

Friðrik Þór Friðriksson var heiðursgestur Skjaldborgar 2013. Hér situr hann að spjalli með Hafsteini Gunnari Sigurðsyni, leikstjóra og einum aðstandenda hátíðarinnar.

Víkingur Kristjánsson flutti einleikinn Kistuberi.


//listahópur

LIST Á VESTFJÖRÐUM 18

Alvestfirskt leikhús

K

ómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, hefur vakið mikla athygli fyrir sýningar sínar. Leikhúsið hefur sannarlega farið sínar eigin leiðir því allar sýningar þess eru byggðar á vestfirskum sagnaarfi. Þannig hefur Kómedíuleikhúsið frumsýnt hátt í 40 alvestfirsk leikverk á rúmum áratug. Alltof langt mál væri að telja upp allar þær vestfirsku sýningar sem leikhúsið hefur sett á svið. En til að gefa góða mynd af fjölbreytileika verkefnanna má nefna einleiki um vestfirsku listamennina Mugg, Stein Steinarr, Samúel í Selárdal og Skáldið á Þröm. Einn Kómedíuleikurinn fjallar um eynna Borgarey og nefnist Gullkistan í Djúpinu. Bjálfans barnið og bræður hans er jólaleikrit um vestfirsku jólasveinana. Þrjár Íslendingasögur hafa verið settar á svið Auðun og ísbjörninn, The Poet Comes Home sem er byggð á Fóstbræðrasögu og síðast en ekki síst verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sem

Elfar Logi Hannesson leikur Fjalla Eyvind í nýrri uppfærslu. Ljósmyndari: Þórður Kristinn Sigurðsson.

hefur verið sýndur yfir 250 sinnum um land allt og víða erlendis.

Úr jólasýningunni Bjálfansbarnið og bræður hans.

Næstu leikir Kómedíuleikhússins eru einnig sóttir í hinn gjöfula vestfirska sagnaarf. Fyrst ber að nefna sögu frægasta útlaga allra tíma, Fjalla– Eyvind. Engin annar hefur verið jafnlengi útlægur eða í 40 ár. Sagan af Fjalla-Eyvindi er sannarlega ótrúleg, en þó alveg sönn. Næsta verkefni Kómedíuleikhússins er leik- og dansverkið Halla. Leikurinn er byggður á samnefndri ljóðabók eftir vestfirska skáldið Stein Steinarr með myndum eftir listakonuna Louisu Matthíasdóttur. Að lokum má geta þess að í bókhaldi Kómedíuleikhússins er langur listi af verkefnum framtíðarinnar og vart þarf að geta þess

Úr leikritinu Listamaðurinn með barnshjartað.

að öll verkin eru sótt í vestfirska sögu og menningu. Allar sýningar Kómedíuleikhússins eru ferðasýningar og eru því sýndar um land allt.


//listahópur

LIST Á VESTFJÖRÐUM 19

Handverkið í miklum metum á Vestfjörðum

Þ

örfin til að skapa , á sér áberandi

birtingarmynd á Íslandi; hand­ verkið. Frá upphafi landnáms hefur fólk búið til hluti sér til gagns og ánægju. Að sitja auðum höndum var talinn löstur. Þessi eiginleiki þjóðarinnar hefur komið sér vel á síðari tímum, eftir að Ísland breyttist í hálfgert ferðamannaland. Þjóðin er nú í stakk búin til að mæta herskörum fólks sem þyrstir í muni sem tengjast náttúru og menningu land­sins. Handverksfólkið miðlar menningararfinum með munum sem eiga sér fyrirmyndir aftur í áratugi og aldir. Vestfirðingar eru framarlega í flokki handverksins. Á þessu rúmlega sjö þúsund manna landsvæði má með góðu móti telja upp sjö handverksfélög sem hvert um sig hefur tugi meðlima og rekur aðstöðu þar sem handverkinu er komið á framfæri. Í handverkinu líkt og svo mörgu öðru skiptir samvinna nefninlega miklu máli. Þá eru ótaldir nokkrir handverkshópar sem ekki hafa félög að baki sér, til að gefa nokkur dæmi, má nefna minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík,

Handverksfélagið Strandakúnst á Hólmavík hefur starfað í 20 ár.

Sérstaða handverksfélagsins Á milli fjalla á Suðureyri eru myndir úr mannshári. Einn meðlima félagsins gerir þær. Karítas á Ísafirði.

Handverksfélagið Drymla í Bolungarvík tekur sér kaffipásu á prjónakvöldi. Lopapeysur með sérvestfirsku munstri.

Handverksfélög á Vestfjörðum: Drymla, Bolungarvík Karítas, Ísafirði Milli fjalla, Suðureyri Purka, Flateyri Koltra, Þingeyri Assa, Króksfjarðarnesi Strandakúnst, Hólmavík

Gallerí Ísafold á Patreksfirði, hand­ verkshúsið Gullhól í Hænuvík og endurhæfingarstöðina Hvestu á Ísafirði. Handverkshúsin á Vestfjörðum eru yfirleitt á áberandi og góðum stöðum og sum hver sinna fleiri verkefnum en að selja handverk, t.d. að veita

ferðamönnum upplýsingar. Félögin halda flest handverksmarkaði nokkrum sinnum yfir árið, sem njóta mikilla vinsælda. Reglulegir opnunartímar í húsum handverksfélaganna eru í flestum tilfellum bundnir við sumartímann. Á öðrum árstímum er opið eftir samkomulagi.


LIST Á VESTFJÖRÐUM 20

//listahópur

Söngleikir byggðir á sönnum vestfirskum sögum

V

estfirska skemmtifélagið á Ísafirði

hefur sannarlega vakið athygli þrátt fyrir stutta sögu. Félagið hefur sérhæft sig í frumsömdum söngleikjum eftir stofnendur og stjórnendur Vestfirska skemmtifélagsins sem leita í sögu Vestfjarða í verkum sínum. Gæjarnir á bakvið Vestfirska skemmtifélagið eru Elfar Logi Hannesson, leikari, og Guðmundur Hjaltason, tónlistarmaður. Þeir höfðu brallað eitt og annað saman á listasviðinu áður en þeir stofnuðu félag utan um hugmyndir sínar og verkefni. Höfðu þeir m.a. sett saman nokkur vinsæl söngvasjóv á Ísafirði og spilað um land allt með ábreiðusveit sinni Megakukl. Fyrsta verkefni Vestfirska skemmtifélagsins var uppsetning á frumsömdum söngleik er fékk heitið Andaglasið. Leikurinn var byggður á vestfirskum þjóðsögum, ætlaður börnum á öllum aldri og voru allir þátttakendur sýningarinnar krakkar frá Vestfjörðum. Andaglasið var frumsýnt árið 2012 í Félagsheimlinu í Bolungarvík. Verkið fékk frábærar viðtökur og var því ákveðið að setja upp annað stykki en nú voru það Vestfirsku dægurlögin sem voru tekin fyrir. Sú sýning fékk einnig standandi góðar viðtökur. Árið 2013 var komið að nýjum frumsömdum söngleik úr smiðju þeirra félaga og nú var sótt í upphafið eða sögu Hrafna-Flóka. Leikarar og

Úr leikritinu Andaglasið.

Úr leikritinu Hrafna-Flóki sem var sýnt í Hömrum.

söngvarar einsog í fyrri söngleiknum voru skipaðir vestfirskri æsku. HrafnaFlóki var sýndur í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Næsti söngleikur Vestfirska skemmtifélagsins er Jón Indíafari og er byggður á sam­ nefndum ævintýrum þessa einstaka ævintýramanns Vestfjarða. Fjölmörg fleiri verkefni eru á teikniborði Vest­ firska skemmtifélagsins. Hvað verður næst á hinum vestfirsku söng­­leikja­ fjölum er vont að spá fyrir um.

Úr leikritinu Vestfirsku dægurlögin.


Fjölbreytt verkefni kirkjukórs Bolungarvíkur

K

irkjukór Bolungarvíkur var

stofnaður árið 1945, þó söngur í Hólskirkju hafi hljómað mun lengur. Að jafnaði eru söngfélagar um 18 og eru æfingar haldnar að meðaltali tvisvar í mánuði í safnaðarheimili kirkjunnar. Þær eru þó oftar fyrri hluta vetrar þegar æft er fyrir aðventutónleika og jólahald. Helstu verkefni kórsins eru söngur við helgiathafnir, sem fram fara í kirkjunni, og söngur við jarðarfarir. Þá hljómar söngur kórsins þegar jólatréð er tendrað og álfadansinn er stiginn. Nú í október hefjast æfingar fyrir aðventukvöld kirkjunnar sem verður það 48. í röðinni. Það fyrsta var haldið annan sunnudag í aðventu árið 1965 þegar haldið var uppá vígsluafmæli Hólskirkju.

Kirkjukór Bolungarvíkur var meðal nokkurra kóra sem söng við biskupsvígslu Séra Agnesar M. Sigurðardóttur.

Kórinn hefur sungið innanlands sem utan og söng til að mynda við biskupsvígslu séra Agnesar ásamt öðrum kórum. Þá má sjá kórinn bregða fyrir í myndinni ,Verði ljós sem tekin var upp í Hólskirkju. Kórinn hefur verið í samstarfi við Kirkjukór Ísafjarðar og mun það samstarf halda áfram. Formaður Kirkjukórs Bolungarvíkur er Málfríður Sigurðardóttir, og organisti hans er Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir.

LIST Á VESTFJÖRÐUM 21

//listahópur


//listahópur

Segja sögu Kastalans

H

LIST Á VESTFJÖRÐUM 22

eimildarmyndin Kastalinn var

sýnd á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, í sumar en hátíðin er haldin árlega á Patreksfirði. Var hún sýnd í flokknum ,,Verk í vinnslu.“ Vinnan við myndina hófst sumarið 2012 og er gerð af Tinnu Magnúsdóttur og Brynju Dögg Friðriksdóttur. „Markmiðið með heimildarmyndinni er að fræða fólk um sögu Arngerðareyrar og heyra sögur þeirra fjölmörgu sem tengjast Kastalanum á einn eða annan hátt,“ segir Brynja Dögg.

og heillast af byggingarstílnum og staðsetningunni og jafnvel alið þann draum í brjósti að gera húsið upp“, segir Brynja. Hjónin Matthias og Claudia frá Þýskalandi eru ein þessara forvitnu ferðalanga. Þau áttu leið um Djúpið sumarið 2010 og heilluðust svo að staðnum að þau keyptu Kastalann og vinna nú að endurbyggingu hans. Í Kastalanum er meðal annars fylgst með endurbyggingu hússins og leit hjónanna að upprunalegri ásjónu þess sem og sögu staðarins. Inní þetta fléttast svo sögur fólks sem eiga

Húsið var byggt árið 1928 og hefur alla tíð vakið mikla eftirtekt.

Kvikmyndagerðakonurnar Tinna og Brynja Dögg sitja sitthvoru megin við Claudiu.

Það er nauðsynlegt að næra sig þegar staðið er frammi fyrir stóru verkefni.

Arngerðareyri á sér merkilega sögu sem verslunarstaður á Vestfjörðum og er þekkt kennileiti í Ísafjarðardjúpi. Íbúðarhúsið var byggt árið 1928 en á Arngerðareyri byggðist upp mikilvægt samfélag verslunar og þjónustu og iðaði staðurinn af mannlífi á gullaldarárum sínum. Enn þann dag í dag er Arngerðareyri vinsæll áningarstaður þeirra sem leið eiga um Djúpið þótt staðurinn hafi lagst í eyði árið 1966. „Margir hafa velt vöngum yfir örlögum hússins

minningar tengdar Arngerðareyri. Fólks sem á það sameiginlegt að tengjast Kastalanum með einum eða öðrum hætti. Nú stendur yfir rannsóknarvinna og heimildaöflun. „Við leitum til allra þeirra sem kunna að búa yfir hvers kyns upplýsingum um Arngerðareyri. Frásögnum, ljósmyndum og myndskeiðum frá hinum ýmsu tímabilum staðarins. Slíkar heimildir leynast eflaust í skúffum og myndaalbúmum landsmanna og er

Hjónin Claudia og Matthias vilja að ásjóna hússins verði sem líkust þeirri upprunalegu.

mikilvægur fjársjóður,“ segir Brynja. Hægt að hafa samband við þær stöllur ýmist með því að senda tölvupóst á netfangið infokastalinn@gmail.com eða hringja í síma 845 8994. Þá er einnig hægt að kynna sér verkefnið á heimasíðunni kastalinn.com.


//ListaHÓPUR

Í aðventuferð til GLasgow

K

Kórinn heldur árlega tónleika 1. maí í kirkjunni á Hólmavík, jafnframt því að koma fram á aðventukvöldum í kirkjunni. Þá leggur kórinn oft á tíðum land undir fót, hvort heldur sem er innaneða utanlands og er fyrirhuguð ferð til Glasgow nú í byrjun aðventu. Þá munu kórfélagar taka þátt á Landsmóti

LIST Á VESTFJÖRÐUM 23

vennakórinn norðurljós var stofnaður á Hólmavík árið 1999. Í kórnum starfa og syngja að jafnaði 15-17 konur sem koma úr Strandabyggð og Kaldrananeshreppi. Æfingar fara fram einu sinni í viku í Hólmavíkurkirkju. Efnisskrá kórsins er af léttara tagi, eins og heyra má á geisladiski sem kórinn gaf út árið 2008.

Kvennakórinn Norðurljós sér fram á fjölbreytt verkefni í vetur.

íslenskra kvennakóra sem haldið verður á Akureyri í maí á næsta ári. Á komandi jólatónleikum kórsins mun Heiða Ólafs. söngkona koma fram.

Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikarar þeir Viðar Guðmundsson sem leikur á píanó og Gunnlaugur Bjarnason á gítar.


LIST Á VESTFJÖRÐUM 24

//listahópur

Metnaðarfullt kórastarf nágrannabæja

K

arlakórinn Ernir varð til þegar

kórarnir í Bolungarvík, Þingeyri og Ísafirði sameinuðust árið 1983. Kórarnir voru mannfáir hver um sig og háði það starfi þeirra. Metnaður kórfélaga var mikill og þeir vissu, að án samvinnu næðu kórarnir ekki þeim gæðum og þroska, sem stór, sameiginlegur kór hefði möguleika á.

Kórastarfið er ansi fjölbreytt og oft fjölskrúðugt.

Karlakórinn Ernir hefur starfað í 30 ár.

Fyrsta starfsárið hafði kórinn tvo stjórnendur, þá Ólaf Kristjánsson í Bolungarvík og Kjartan Sigurjónsson á Ísafirði. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og þó nokkrir komið að stjórn kórsins. Þeir eru Ralf Hall frá Wales, Wolfgang Tretzsch frá Þýskalandi, Guðrún Jónsdóttir, Hannes Baldursson og Maria Jolanta Kowalczyk frá Póllandi. Nú stjórnar Beáta Joó kórnum.

Að sjálfsögðu hefur kórinn notið margra frábærra undirleikara og eru þeir m.a: Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir, James Haugton frá Bretlandi, Guðbjörg Leifsdóttir, Maria Ciriacou frá Wales, Zsuzsanna Budai frá Ungverjalandi, Hólmfríður Sigurðardóttir, Michael Arthur Johns frá Bretlandi og Elzbieta Anna Kowalczyk frá Póllandi. Undirleikari er nú Margrét Gunnarsdóttir. Kórinn er vanalega með tónleika á aðventunni og á vorin og er þá sungið á Þingeyri, í Bolungarvík og á Ísafirði. Þar fyrir utan syngur hann við ýmsa viðburði og við útfarir. Kórinn hefur einnig farið í margar tónleikaferðir innan- og utanlands. Í því sambandi má nefna ferðir til Wales, Finnlands, Rússlands, Færeyja og Póllands.


Líklega eitt ofvirkasta kvikmyndafélag landsins

K

vikmyndafélagið Gláma , er þrátt fyrir ungan aldur, líklega eitt ofvirkasta kvikmyndafélag landsins, og þó víðar væri leitað. Á þeim tveimur árum sem kvikmyndafélagið hefur starfað hefur það framleitt og unnið fjórar stuttmyndir og þrjár heimildarmyndir. Gláma varð til þegar ákveðið var að gera vestfirskan stuttmyndaþríleik: Glámu, Kuml og Salt. Þessar þrjár myndir gerast allar í gömlum heimavistarskólum á Vestfjörðum sem þjóna nú ferðamönnum. Gláma gerist að Núpi, Kuml í Breiðuvík og Salt í Reykjanesi. Meðal annarra verkefna sem Kvikmyndafélagið Gláma hefur unnið að er stuttmyndin Sker, sem gerist í Arnarfirði. Þá er félagið að vinna að heimildarmynd um Fjallabræður, Act Alone og um Ómar Smára sem vinnur að því að teikna Bolungarvík. Fjöldi annarra verkefna er í farvatninu og mikill hugur í félagsmönnum. Markmið félagsins er að auka veg og virðingu vestfirskrar kvikmyndagerðar. Það er fámennur en fjölbreyttur hópur sem stendur að Glámu; Leikararnir Elfar Logi Hannesson og Ársæll Níelsson, Baldur Páll Hólmgeirsson, vefforritari, Marsibil G. Kristjánsdóttir, listamaður og Eyþór Jóvinsson kaupmaður og útgefandi.

Hópurinn sem kom að gerð stuttmyndarinnar Salt.

Veggspjöld fyrir vestfirskan stuttmyndaþríleik.

LIST Á VESTFJÖRÐUM 25

//listahópur


//listahópur

Framsækin list í forgrunni

M

LIST Á VESTFJÖRÐUM 26

yndlistarfélagið á Ísafirði

var stofnað árið 1984 og hefur það staðið fyrir myndlistarsýningum og námskeiðum á Ísafirði í tæp 30 ár. Félagið rak sýningasalinn Slunkaríki við Aðalstræti 22 í rúm 20 ár. Eftir opnun Edinborgarhússins árið 2007 hefur Slunkaríki fengið nýjan samastað, á gangi Edinborgarhússins, þar sem margar myndlistarsýningar hafa verið settar upp síðastliðin ár. Slunkaríki dregur nafn sitt af húsi Sólons í Slunkaríki. Sólon var sjálfmenntaður listamaður sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann byggði húsið sitt á röngunni og hafði veggfóður utan á húsinu til þess að sem flestir gætu notið því. Má segja að það rími vel við Slunkaríki í Edinborgarhúsinu sem er staðsett á ganginum sem er gangvegur í gegnum húsið og almenningsrými sem á árum áður var utan dyra. Sýningar í Slunkaríki eru mismargar á ári en frá stofnun félagsins hafa verið haldnar 250 sýningar. Markmiðið með rekstri gallerísins er að koma á framfæri verkum framsækinna listamanna. Sýningarnar hafa oft verið umdeildar í gegnum árin enda hlýtur það að vera hlutverk framsækinna listamanna að hreyfa við fólki og hafa áhrif. Markmið félagsins er að efla myndlist á Vestfjörðum og bjóða fram vettvang fyrir fólk til að skapa myndlist og ræða um hana. Hefur félagið staðið fyrir opinni vinnustofu, þar sem fólki býðst að vinna myndlist undir leiðsögn faglærðra félaga í myndlistarfélaginu. Myndlistarfélagið er aðili að Menningarmiðstöðinni Edinborg og er einn af eigendum Listaskóla

Slunkaríki á gangi Edinborgarhússins.

Rögnvaldar Ólafssonar sem starfar í Edinborgarhúsinu. Þeir sem hafa brennandi áhuga á myndlist eða starfa á sviði lista eru hjartanlega velkomnir í félagið.

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn nafn og tölvupóst á edinborg@ edinborg.is eða á facebook-síðu Slunkaríkis www.facebook.com/ Slunkariki.

Brugðið á leik.


//listahópur

Það er svo gaman að leika!

L

LIST Á VESTFJÖRÐUM 27

eikfélag Hólmavíkur var stofnað árið 1981. Fyrsta leikritið sem félagið setti upp var fyrir menningarvöku á Ströndum þá um sumarið. Heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, þáverandi forseta var hápunkturinn á þeirri hátíð og var leikritið Björninn eftir Anton Tchekov frumsýnt að Vigdísi viðstaddri í Trékyllisvík. Leikfélag Hólmavíkur hefur verið nánast óstöðvandi síðan og sett mikinn svip á menningar- og mannlíf á Ströndum. Félagið hefur sett upp yfir 30 leikrit, stundum fleiri en eitt á ári, og farið í fjölmargar leikferðir. Eins hefur félagið séð um skemmtiatriði við margvísleg tækifæri, haldið námskeið og tekið þátt í mörgu sprelli.

Leikhópurinn setti í vor upp verkið Makalaus sambúð.

Uppfærsla Leikfélags Hólmavíkur á verkinu Með táning í tölvunni.

Hefð er fyrir því að sýna víðar en á Hólmavík og hefur leikfélagið sýnt í yfir 50 félagsheimilum víðsvegar um landið. Síðasta vetur setti leikfélagið upp

gamanleikinn Makalaus sambúð eftir Neil Simon. Næsta verkefni leikfélagsins er samvinnuverkefni með Grunnskólanum og Tónskólanum á Hólmavík. Munu þá skólabörn og

fullorðnir sameina krafta sína og eru slík verkefni tíð hjá félaginu. Að þessu sinni á að setja upp Skilaboðaskjóðuna sem er byggð á skáldsögu eftir Þorvald Þorsteinsson.


//listahópAr

Uppfærslur Skruggu vekja kátínu

L

LIST Á VESTFJÖRÐUM 28

eikfélagIÐ Skrugga í Reykhólasveit var endurvakið árið 2009. Síðan þá hefur ýmislegt verið brallað. Leikfélagið hefur sett saman tvo leikþætti/leikrit; annarsvegar leikþátt við lög Jóns Múla og Jónasar Árnasonar sem fékk nafnið Saltverkunin og var sýnt tvisvar og hinsvegar gamanleikinn Amma í stuði með guði sem vakti mikla kátínu.

Leikfélagið hefur einnig komið fram á Reykhóladögum þar sem meðal annars hafa komið fram leikandi herramenn í kvenfötum og gerðu þeir stormandi lukku. Þá hefur leikfélagið staðið fyrir tvennum tónleikum með Herði Torfasyni söngvara við góðar undirtektir. Kaffihúsakvöld hafa verið haldin nokkrum sinnum, þar sem sýndir hafa verið stuttir leikþættir og lesin ljóð. Á einu slíku kvöldi var leiklesið ljóðið Sálin hans Jóns mín eftir Davíð Stefánsson. Á árshátíð barnanna í Reykhólaskóla árið 2010 var sett upp leikritið Allt í plati, og ári síðar leikritið Litla Ljót og er skemmst frá því að segja að báðar uppfærslur tókust afar vel og veittu börnunum og þeim sem störfuðu með þeim mikla gleði. Á næsta aðalfundi leikfélagsins verður tekin ákvörðun um vetrarstarfið.

Leikfélagið Skrugga í Reykhólasveit var endurvakið fyrir fjórum árum. Ljósmyndari: Fjóla B.

Löng hefð fyrir leiklist

L

eiklistarlíf stendur á gömlum

grunni á Bíldudal. Strax árið 1894 var byrjað að leika í bænum og síðan þá hefur leiklistin verið fyrirferðamikil í plássinu. Bæði félög og einstaklingar stóðu að leiksýningum á Bíldudal í rúmlega hálfa öld áður en eiginlegt leikfélag var stofnað. Loks gerðist það í janúar 1965 að stofnað var Leikfélagið Baldur. Félagið er nefnt eftir gömlu húsi á Bíldudal sem hét Baldurshagi sem nú hefur verið rifið. Þetta gamla hús var nokkurskonar félagsheimili. Þar var leikið, spilað og dansað. Leikfélagið hefur sett upp fjölda verka, til að mynda Mýs og menn, Skuggasvein og Mann og konu. Hefðbundnar leiksýningar hafa legið í dvala síðustu ár. Vilji er fyrir hendi hjá mörgum

Úr uppfærslu Baldurs á Nakinn maður og annar í kjólfötum eftir Dario Fo.

bæjarbúum að setja upp leikrit á nýjan leik og víst er að einn góðan veðurdag verði það að veruleika. Þó eru ætíð haldnir jólatónleikar fyrir alla fjölskylduna ár hvert. Þá er komið saman, drukkið kakó, borðað smákökur, hlustað á fallegan söng og sögur. Árlega er einnig haldinn grímudansleikur fyrir

Úr sýningunni Skjaldhamrar, leikarar Hannes Friðriksson og Margrét Friðriksdóttir.

fullorðna um páska. Leikfélagið tekur einnig virkan þátt hátíðinni Bíldudals grænar baunir sem haldin er á Bíldudal annað hvert ár.


//listahópur

Söngurinn eflir sálina

K

1. maí árið 2008 á Bjargtöngum, vestasta odda Evrópu. Stofn­ félagar voru fimmtán. Fyrstu stjórn kórsins skipuðu Guð­ mundur V. Magnússon frá Bíldudal, Ólafur Gestur Rafnsson frá Patreksfirði og Torfi Steinsson frá Stóra Krossholti á Barðaströnd. Kórinn starfar í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Meðlimir eru um 20 talsins.

LIST Á VESTFJÖRÐUM 29

arlakórinn Vestri var stofnaður

Karlakórinn Vestri ásamt stjórnanda kórsins og undirleikara.

frá Tónlistarskólanum í Nowy Targ. Elzbieta er jafnframt skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar ásamt því að vera organisti hjá kirkjukór Patreksfjarðar og auðvitað píanóleikari Karlakórsins Vestra. Karlakórinn Vestri hefur víða komið við, hér syngja meðlimir kórsins fyrir heimilisfólkið á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar.

Söngstjórinn Maria Jolanta Kowalczyk (Mariola) er pólsk og lauk hún söngnámi frá tónlistarháskólanum í Kraká árið 1980. Síðan þá hefur hún verið virt söngkona í heimalandi sínu og komið fram á tónleikum víða um heim. Mariola flutti til Íslands árið 1994 og hefur tekið þátt í tónlistaruppeldi fjölmargra

Vestfirðinga. Það hefur sýstir hennar, Elzbieta Anna Kowalczyk, einnig gert. Hún sér um undirleik með kórnum. Hún flutti líkt og systir sín frá Póllandi til Íslands árið 1994. Elzbieta hóf nám í sellóleik en snéri sér fljótlega að píanóleik og lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Kraká árið 1986. Sex árum síðar lauk hún söngprófi

Kórinn hefur haldið reglulega vortónleika frá stofnun hans og jafnframt jólatónleika á Bíldudal, Tálknafirði, Birkimel og á Patreksfirði. Kórinn tók þátt í tónleikum með Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara sem haldnir voru á Patreksfirði sumarið 2012. Kórinn er þessa dagana að undirbúa jólatónleika í samstarfi við kirkjukórana á svæðinu sem og nemendur við Tónlistarskóla Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Þá stefnir hann á tónleikaferð komandi vor. Heimasíða kórsins er 123.is/vestri.


//listahópur

50 ára afmælishátíð í bígerð

L

LIST Á VESTFJÖRÐUM 30

itli leikklúbburinn var stofnaður af

ungu fólki á Ísafirði árið 1965 og er hann eitt elsta áhugaleikfélag landsins. Klúbburinn hefur mjög góða aðstöðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og eru meðlimir hans orðnir hátt í 60. Fjölmörg verk hafa ratað á fjalirnar í gegnum tíðina og hafa sumar uppfærslur vakið mikla athygli. Leikklúbburinn setti til dæmis upp Söngvaseið árið 2004 og var uppsetningin valin áhugaverðasta áhugaleiksýningin á Íslandi það árið og var í framhaldinu sett upp í Þjóðleikhúsinu. Fleiri verkefni Litla leikklúbbsins og nýleg, eru til dæmis Gúttó, hlegið hátt og dansað dátt í 40 ár, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Dampskipið Ísland, Emil í Kattholti og mörg önnur snilldarstykki. Verkefni hópsins þetta misserið er að grúska svolítið í handritum og finna spennandi verk til að setja upp í vor. Þá eru félagar Litla leikklúbbsins farnir að undirbúa afmælishátíð félagsins sem fagnar 50 ára starfsafmæli, árið 2015.

Úr verkinu Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Ljósmynd: Benedikt Hermannsson.

Úr verkinu Gúttó, hlegið hátt og dansað dátt í 40 ár. Ljósmynd: Benedikt Hermannsson.

Úr verkinu Vegir liggja til allra átta. Ljósmynd: Benedikt Hermannsson.


//listahópur

Sungið saman í 80 ár

S

LIST Á VESTFJÖRÐUM 31

UNNUKÓRINN var stofnaður 25. janúar árið 1934. Heiti kórsins er ekkert út í bláinn því 25. janúar er sólardagur Ísfirðinga, þá sýnir sólin sig aftur eftir að hafa horfið bak við fjöllin á haustdögum. Við stofnun kórsins var helsta markmið hans að annast kirkjusöng og jafnframt að efla sönglíf í bænum. Sunnukórinn sá um söng í Ísafjarðarkirkju allt til ársins 1982 þegar sérstakur kirkjukór var stofnaður. Gott og mikið samstarf hefur alla tíð haldist milli kóranna tveggja. Fyrsti kórstjóri Sunnukórsins var Jónas Tómasson organisti og var hann einnig helsti hvatamaðurinn að stofnun hans. Síðar tók Ragnar H. Ragnar við

Sunnukórinn 1968 ásamt Ragnari H Ragnar.

stjórn kórsins og er óhætt að segja að Ragnar og hans fjölskylda hafi unnið mikið og gott starf með kórnum. Sigríður J. Ragnar eiginkona hans söng með kórnum, börn hans hafa öll starfað sem undirleikarar og Hjálmar sonur hans og Jónas Tómasson yngri, tengdasonur Ragnars og sonarsonur Jónasar, voru söngstjórar um tíma auk þess að hafa samið nokkur verk fyrir kórinn. Síðastliðið haust lét Sigríður Ragnarsdóttir af störfum sem meðleikari kórsins eftir áratuga starf. Aðrir kórstjórar hafa verið: Kjartan Sigurjónsson, Margrét Bóasdóttir, Beata Joó, Iwona Kutyla, Margrét Geirsdóttir

Vestfirskir kórar sungu við vígslu Vestfjarðaganga 1996.

Sunnukórinn í Ísafjarðarkirkju.

og Dagný Arnalds. Núverandi kórstjóri er Ingunn Sturludóttir.

plötu undir heitinu Í faðmi fjalla blárra og

Kórinn hefur margoft farið í kórferðalög bæði innanlands og utan. Fyrsta ferðin var farin að Flateyri, Núpi og Þingeyri í júní árið 1941. Fyrsta utanlandsferðin var farin með Gullfossi til Noregs árið 1973. Síðan hefur kórinn farið í söngferðalög til Ungverjalands og á slóðir Vestur Íslendinga í Banda­ ríkjunum og Kanada.

mína og kærleiksband.

Sunnukórinn hefur einnig gefið út hljóm­plötur. Árið 1968 gaf kórinn út

er að halda upp á 80 ára afmælið sitt í

haustið 2003 geisladisk sem heitir Kveðju

Hefð er fyrir því að halda árshátíð Sunnukórsins í kringum stofndag hans. Þá koma kórfélagar og gestir þeirra saman, borða rjómapönnukökur og gleðjast við söng og aðra skemmtun. Þessi aldni en síkáti kór er enn sprækur og einbeitir sér nú að næsta verkefni sem janúar.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.