KIRKJUKAFFI ... FORNMINJAFÉLAG SÚGFIRÐINGA VINNUHELGI Í SÚGFIRÐINGASETRINU ... GOLFMÓT ... SÚGFIRÐINGASKÁLIN SÚGFIRSKIR AFREKSMENN ... MINNINGARBROT ... Á SKOTHÓLNUM
KEA HANGIKJÖT
Bragðið sem býr til jólin … ár eftir ár. Það er ýmislegt sem breytist með tímanum en KEA hangikjötið hefur verið ómissandi á jólaborðum Íslendinga í fjöldamörg ár. Það er taðreykt og verkað samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja framúrskarandi bragð og gæði.
STJÓRNARSPJALL
Frá stjórn Súgfirðinga félagsins
Af íbúðinni okkar á Suðureyri er allt fínt að frétta. Vaskur hópur sjálfboðaliða fór heila helgi vestur og málaði, tók til í kjallaranum, tók af teppi og lagaði það sem þurfti að
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Auður Þórhallsdóttir Ljósmynd á forsíðu: Valdimar Hreiðarsson
Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Eyþór Eðvarðsson GSM: 892 1987 eythor@thekkingarmidlun.is Varaformaður: Auður Þórhallsdóttir GSM: 858 8352 audur.thorhallsdottir@samskip.com Gjaldkeri: Friðbert Pálsson GSM: 892 9092 fridbert@eff-ltd.com Ritari: Álfheiður Einarsdóttir GSM: 892 9029 alfheidur.einarsdottir@reykjavik.is Meðstjórnendur: Emma Ævarsdóttir GSM: 693 7664 eae14@hi.is Steinþóra Guðmundsdóttir GSM: 778 3735 steintorag@gmail.com Kristján Pálsson GSM: 859 7899 kristjanpalsson@hotmail.com Umbrot: Gunnar Bjarni
Súgandi jólablað 3
Það er alltaf eitthvað að gerast í okkar félagi og við erum á góðri siglingu. Fjölmennur hópur Súgfirðinga og velunnara spilar reglulega bridds og félagsstarfið er með miklum ágætum en um það má reglulega lesa á fréttaveitunni okkar. Það skemmtilega við fréttaveituna er að hún er alg jörlega sjálfbær þ.e. enginn sér um hana aðrir en þeir sem nota hana. Nú er svo komið að helmingur félagsmanna er á fréttaveitunni og þróunin í þá átt að stöðugt fleiri munu koma inn á hana. Áhugavert er einnig að góður hluti þeirra sem er á fréttaveitunni er ekki í félaginu og hún er að þróast í að vera samfélagsvefur fyrir alla sem teng jast Súgandafirði eða Súgfirðingum. Það er af því góða því eitt af því sem Súgfirðingafélagið var stofnað til var að efla tengslin við Súgandafjörðinn. Fyrir þá sem ekki eru inni á veitunni þá er slóðin: https:// www.facebook.com/groups/sugfirdinga/ Til að trygg ja að alltaf sé hægt að ganga að skilaboðum frá stjórninni þá erum við með aðra síðu á fésbókinni sem finnst ef slegið er inn „súgfirðingafélagið“. En skilaboð eiga það til að týnast inn á milli allra fréttanna á fréttaveitunni en þar er eingöngu það sem stjórnin er með. Allt sem við setjum á það svæði setjum við líka inn á fréttaveituna. Blaðið okkar má einnig lesa þar rafrænt.
SÚGANDI
laga. Heimamenn tóku vel á móti okkur og við kunnum þeim góðar þakkir. Stiklað á stóru
Þorrablótið var góð búbót þar sem þátttakendur keyptu marga happdrættismiða sem aðrir góðir stuðningsmenn gáfu vinninga í. Hljómsveitin Smalarnir gáfu alla sína vinnu og slógu í gegn. Við erum að vinna í því að fá þá aftur í ár. Sturla Gunnar Eðvarðsson hefur lagt á sig mikla vinnu fyrir félagið okkar og haldið tvær kynningar á gömlum ljósmyndum þar sem farið var yfir sögu Suðueyrar. Eyþór Páll Hauksson og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir prentuðu fallega ljósmynd af Súgandafirðinum sem þau hafa selt og ávinningurinn runnið til félagsins. Þrír Súgfirðingar sem unnu íþróttaafrek hver á sínu sviði héldu fjáröflunarfyrirlestur núna í október þar sem þeir sögðu frá ævintýrum sínum. Sala gömlu örnefnakortanna sem Súgfirðingafélagið gaf út til að afla fjár til byggingar sumarhúsanna í Selárdal á sínum tíma hefur einnig skilað nokkrum þúsundköllum í kassann. Blaðið okkar Súgandi stendur vel þökk sé traustum auglýsendum sem alltaf eru tilbúnir að styðja við bakið á félaginu. Skuldin er á hraðri niðurleið og það eru góðar fréttir því það er dýrt að skulda. Í lok ársins 2011 var hún kr. 4.1
Súgfirðingum finnst gaman að borða góðar kökur Kirkjukaffið, sem er í höndum Viðlagasjóðs, gengur alltaf vel og greinilegt að Súgfirðingum finnst gaman að hittast, drekka saman kaffi, borða góðar kökur og spjalla. Stjórn Súgfirðingafélagsins og Viðlagasjóðsins ætla að setjast niður eftir áramótin og fara í stefnumótun með Viðlagasjóðinn því tímarnir breytast og mennirnir með. Dugmikið fólk stendur á bak við starfið og sjóðurinn stendur vel og hefur reynst mörgum stuðningur. Spurningakeppni átthagafélaganna Við munum á næstunni sinna þjóðaríþróttinni sem er spurningakeppni. Atli Þór Þorvaldsson sem er kvæntur Hafdísi Halldórsdóttur dóttur Halldórs Bernódussonar og Kristínu Gissurardóttur mun fara fyrir liði okkar Súgfirðinga í Spurningakeppni átthagafélaganna. Við féllum út í fyrra með minnsta mögulega mun en látum það vonandi ekki gerast aftur. Einnig verður haldin alvöru Pub Quiz („pöbbaspurningakeppni“) þar sem lið mætast á góðum stað og berjast um svörin. Samvinna í sjálfboðavinnu Það er ekki hægt annað en að vera stoltur af okkar félagi. Hið mikla starf er samvinna margra aðila sem láta hlutina gerast og allt er unnið í sjálfboðavinnu. Allt verður að ganga upp og því þurfa einhverjir að vera tilbúnir að legg ja hönd á plóg. Sumir skipulegg ja atburði og aðrir mæta og greiða inn, sumir baka kökurnar og aðrir kaupa þær. Verum þakklát fyrir það sem er gert og verum stolt af því að vera hluti af þessari stóru samhentu fjölskyldu sem við Súgfirðingar erum. Síðan sjáumst við öll á Þorrablótinu í lok febrúar.
Súgandi jólablað 5
Við höfum á undanförnum árum verið að róa að því öllum árum að lækka skuldir félagsins sem urðu miklar við hrunið, og það er að takast. Fyrir utan það að reksturinn er að ganga betur þar sem fleiri hafa leigt íbúðina en áður hafa margskonar fjáraflanir verið haldnar eins og flotta golfmótið sem Guðmundur H. Sigmundsson, Guðmundur Hermannson og Páll Bjarnason slógu upp og skipulögðu núna í haust.
milljón, í lok ársins 2012 kr. 2.9 milljónir og í dag nóvember 2013 er skuldin rétt tæp milljón. Í lok næsta árs verður þessi skuld uppgreidd.
Fréttir frá starfinu
Súgandi jólablað 6
Kirkjukaffi Súgfirðingafélagsins Hið árlega kirkjukaffi viðlagasjóðs Súgfirðingafélagsins var haldið í safnaðar heimili Bústaðakirkju að lokinni guðþjónustu sunnudaginn 13. okt. sl. Margir mættu til að eiga dýrmæta stund með ætting jum og vinum og njóta góðra veitinga. Að venju svignaði veisluborðið undan kræsingunum. Viðlagasjóðsnefndin fær hugheilar þakkir fyrir frábært framlag í þágu félagsins. Í nefndinni eru: Björk Birkisdóttir, Fríður Bára Valgeirsdóttir, Reynir Schmidt, Kristbjörg Sigurvinsdóttir, Inga Guðmundsdóttir, Svanhildur Halldórsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Sólrún Bjarnadóttir og Hafrún Huld Einarsdóttir. Meðfylg jandi eru nokkrar myndir sem teknar voru meðan á kaffinu stóð.
Súgandi jólablað 7
Fréttir frá starfinu
Súgandi jólablað 8
stofnun fornminjafélags súgfirðinga Í bók Kjartans Ólafssonar Firðir og fólk er víða skrifað um fornminjar í Súgandafirðinum. Margar tóftir eru mjög gamlar og bera með sér spennandi sögu og síðan eigum við Súgfirðingar heillegar tóftir eins og sjóbúðirnar við Keravík. Bjarni Einarsson fornleifafræðingur heimsótti Súgandafjörðinn í september sem leið. Hann fór víða um ásamt Birki Friðbertssyni og Ævari Einarssyni og skoðaði m.a. eftirfarandi svæði: Bæ, Stað, Botn, Stekkjapart við Norðureyri, Fornabæjarhrygg í Galtarlandinu, og sjó búðirnar við Keravík. Taldi hann að á þessum svæðum væri mikið um áhugaverðar minjar sem þyrftu varðveislu og ítarlega skoðun. Benti hann á að næsta skref gæti verið að skrásetja og staðsetja með GPS-mælingu, taka myndir og lýsa tegund viðkomandi fornleifa. Í kjölfarið á ferð hans vestur var ákveðið að láta til skarar skríða og stofna félag um fornminjarnar í firðinum. Undirbúningsfundur var haldinn á veitingastaðnum Catalínu í Kópavogi mánudagskvöldið 14. október sl. þar sem nokkrir brottfluttir Súgfirðingar sömdu drög að lögum væntanlegs félags. Hinn
eiginlegi stofnfundur var haldinn í Kaupfélaginu á Suðureyri sunnudaginn 20. október sl. þar sem fundarmenn fóru yfir fyrirligg jandi drög að lögum fyrir félagið og kusu um nafngiftina. Félagið hlaut nafnið Fornminjafélag Súg firðinga. Eyþór Eðvarðsson var kosinn formaður til þrigg ja ára. Annar stjórnarmaður til þrigg ja ára var kosin Erla Eðvarðsdóttir. Þá voru kosnir þrír aðrir í stjórnina: Ævar Einarsson, Egill Ibsen og Elías Guðmundson. Ákveðið var að dregið yrði milli þeirra hverjir tveir yrðu til tvegg ja ára og hver þeirra yrði til eins árs. Til vara í stjórn voru
Súgandi jólablað 9
kosnar: Anna Bjarnadóttir og Helga Guðný Kristjánsdóttir. Skoðunarmenn voru kosnir: Einar Ómarsson og Snorri Sturluson.
geta skráð sig í félagið með því að senda formanninum tölvupóst í netfangið eythor@ thekkingarmidlun.is
Árg jald var ákveðið kr. 5.000.- Allir þeir sem sem skrá sig í félagið fyrir 31. desember 2013 teljast vera stofnfélagar. Áhugasamir
Að loknum fundi var tilkynnt að Dalsorka ehf. myndi styðja skrásetningu fornleifa á svæðinu með allt að kr. 200.000.-
Hér eru nokkrar vísur sem voru samdar í tilefni af stofnun Fornminjafélagsins: Minjavinir vilja skilning auka, að vernda rúst er gagnlegt að við höldum, hún veitir svör hvað voru þeir að bauka sem vildu starfa hér á liðnum öldum.
Hópur vaskra manna alvöru vekur veglega, svo sjálfur Bjarni áhuga sýnir skjálfti um hlíðar Súganda tekur skóflum beitt og fornfræðin rýnir.
Birkir Friðbertsson
Elías Hafsteinsson
Fréttir frá starfinu
Súgandi jólablað 10
Vinnuhelgi í Súgfirðingasetrinu Vaskur hópur sjálfboðaliða í Súgfirðinga félaginu fór vestur helgina 19.-20. október til að vinna í Súgfirðingasetrinu. Mikil vinna var unnin; öll teppi voru tekin af í sameigninni og hent, öll íbúðin var máluð, öll sameignin var máluð, skipt var um gler í útidyrahurðinni, sett var upp nýtt útidyraljós, gluggatjöld og rúmteppi voru öll hreinsuð. Í kjallaranum var miklu hent og gólf og veggir máluð þannig að allt ryk er farið. Geymslan er orðin fín og rúmgóð, þvottahúsið bjart og snyrtilegt og lyktin sem hefur verið í kjallaranum er horfin. Þeir sem unnu verkið og fá hér með hrós frá félaginu voru: Kristinn Karl Ólafsson sem er í meira lagi handlaginn og vann allt sem enginn annar gat unnið ásamt öllu sem allir gátu unnið. Anna Bjarnadóttir félagsmálatröllið okkar hafði yfirumsjón með málningarmálunum og heiðurshjónin Erla Eðvarðsdóttir og Snorri Sturluson létu ekki sitt eftir ligg ja og unnu baki brotnu alla helgina við og buðu auk þess öllum í heimsókn á laugardagskvöldinu til að hressa enn frekar uppá liðsandann. Snillingarnir Magnús Örn Friðjónsson og Elín Árnadóttir unnu af miklum krafti og dugnaði svo um munaði. Eyþór Eðvarðsson aðstoðaði dugnaðarforkana og var handlangari. Samið hafði verið við umsjónarmann Íbúðalánasjóðs um þátttöku hans í verkefninu en hann er eigandi íbúðarinnar á neðri hæðinni. Íbúðalánasjóður greiddi efniskostnað. Súgfirðingar sýndu í verki hvers þeir eru megnugir og við vorum ekki búin að vera lengi á Suðureyri þegar Sólveig Leifsdóttir heiðurskona bankaði uppá og bauð öllum í pönnukökur. Heiðurshjónin Sigurður Þórisson og Bubba tóku allan okkar þvott og þvoðu
Súgandi jólablað 11
hann án þess að taka nokkurt g jald fyrir. Við hringdum í þau eldsnemma á laugardagsmorgni og vöktum þau líklega en þau skiluðu þessu öllu með bros á vör morguninn eftir. Frábært að eiga gott fólk að. Meira er eftir að vinna í íbúðinni og m.a. að flota gólfin í kjallaranum og skipta um nokkur rör sem eru farin að eldast, klæða þvottahúsið að innan og legg ja nýtt teppi á stigaganginn. Lokið verður við það í næstu umferð. Íbúðin okkar er orðin enn glæsilegri og það er góður andi í húsinu. Við í stjórn Súgfirðingafélagsins erum þakklát öllum þeim sem að þessu komu og lögðu hönd á plóg til að gera þessa ferð eftirminnilega og gagnlega. Öll vinnan var unnin í sjálfboðaliðavinnu. Meðfylg jandi eru nokkrar myndir sem voru teknar fyrir og eftir.
Súgandi jólablað 12
Fréttir frá starfinu
Vel heppnað fyrsta golfmót Súgfirðingafélagsins Súgandi jólablað 13
Hermann og Ingþór Guðmundssynir
Sunnudaginn 22. september sl. fór fram fyrsta golfmót Súgfirðingafélagsins á stór glæsilegum 9 holu golfvelli Dalbúa í Miðdal við Laugarvatn. Fjórtan tvegg ja manna lið skráðu sig til þátttöku og spiluðu tvo hringi eða 18 holur eftir Texas Scramble fyrirkomulagi í blíðskaparveðri. Mótsstjórar voru golf landsliðsmaðurinn Páll Bjarnason og golfstórmeistarinn Guðmundur Óskar Hermannson. Guðmundur H. Sigmundsson og Ransý Bender gáfu okkur Súgfirðingum ókeypis aðgang að vellinum og allri þjónustu en þau sjá um rekstur golfvallar klúbbsins og skála. Mótið var styrktarmót og allur ágóðinn verður nýttur til að greiða niður af höfuðstól lánsins sem hvílir á Súgfirðingasetrinu.
Mikill keppnisandi myndaðist á vellinum og veðrið spillti svo sannarlega ekki fyrir. Sérstakar teigg jafir voru afhentar og farandbikar var veittur ásamt verðlaunapeningum. Enginn fór tómhentur heim eða svangur því innifalið í verðinu var kaffi og meðlæti og ljúffeng kjötsúpa í lok mótsins sem Bryndís Einarsdóttir sá um að matreiða. Sigurvegararnir á þessu fyrsta golfmóti félagsins voru Jóhanna Guðrún Gissurardóttir og Már Hinriksson. Farandbikarinn verður því hjá þeim þangað til á næsta ári. Feðgarnir Páll Bjarnason, sem fagnaði 76 ára afmæli sínu, og Stefán Þór Pálsson unnu annað sætið. Að sjálfsögðu var sungið fyrir afmælisbarnið.
Súgandi jólablað 14
Ómar Þórðar, Gummi Dóri, Ragnhildur og Friðgerður
Sólveig og Halla Leifsdætur
Guðmundur Hermannsson og Páll Bjarnason
Þriðja sætið hlutu systurnar Solla og Halla Leifsdætur.
Sigrún Edda Eðvarðsd., Eyþór, Valgerður Eyja og Bjarni Geir
Hermann Guðmundsson og Kjartan Arnald voru með sama stigafjölda og Solla og Halla en vegna þeirra strangra reglna sem eru viðhafðar í PGA hnepptu þeir fjórða sætið. Þeir fengu endu að síður hvatningarverðlaun fyrir góðan árangur og drengilega keppni. Ransý Bender og Már Hinriksson unnu að lokum verðlaun fyrir lengsta höggið. Fjölmörg fyrirtæki styrktu mótið með fínum g jöfum. Stjórn Súgfirðingafélagsins sendir öllum þeim sem gerðu mótið mögulegt og sýndu félaginu hlýhug og stuðning hugheilar þakkir. Stefnt er að því að gera golfmótið að föstum lið í starfi félagsins.
Jóhanna Gissurard. og Már Hinriksson
Fréttir frá starfinu
Súgfirskir afreksmenn sögðu frá ferðum sínum
Magnús Örn Friðjónsson vann það afrek í Svíþjóð að ljúka við eina erfiðustu íþróttakeppnni heims, svokallaðan Járnkarl, sem er að hlaupa 42,2 km (heilt maraþon), hjóla 180 km og synda 3,8 km. Hann lauk keppninni á góðum tíma. Magnús fór yfir undirbúninginn og sagði frá því hvernig mikilvægt er að standa að æfingum og mataræði.
mjög hættulegur og erfiður og fjölmargir hafa látið lífið við að reyna að ná á toppinn. Ingólfur er fimmtugur og elstur Íslendinga sem klifið hafa tindinn.
Eyþór Eðvarðsson var ásamt áhöfninni á úthafsróðrarbátnum Auði djúpúðgu fyrstir í sögunni til að róa gömlu víkingaleiðina yfir Norðursjóinn frá Noregi til Orkneyja og þaðan til Færeyja. Ýmislegt gekk á og lentu þeir félagarnir m.a. í slæmu veðri á leiðinni til Orkneyja. Á leiðinni til Færeyja misstu þeir stýrið og eftir það var erfitt að ráða við bátinn og mikill veltingur. Í höfnum á leiðinni rifjuðu þeir upp með heimamönnum sögu Íslands og hvernig Noregur, Orkneyjar og Færeyjar teng jast landnámi Íslands. Ágóðinn af kvöldinu var nýttur til að greiða niður af höfðustól lánsins sem hvílir á Súgfirðingasetrinu.
Ingólfur Geir Gissurarson sagði frá mögnuðum leiðangri sínum á Everest, hæsta tind í heimi, í vor. Everest er 8.848 metrar á hæð og gekk Ingólfur úr Suðurskarði upp á tindinn. Félagi hans Guðmundur St. Maríusson varð að snúa við vegna veikinda. Tindurinn er
Súgandi jólablað 15
Þriðjudagskvöldið 22. október sögðu þrír Súgfirðingar frá fræknum afrekum sem þeir unnu á þessu ári í máli og myndum. Kvöldstundin með þessu afreksfólki fór fram á Catalínu í Kópavogi.
Fréttir frá starfinu
Súgandi jólablað 16
Súgfirðingaskálin 2014
Þriðja lota í Súgfirðingaskálinni í bridge og sú síðasta fyrir áramót fór fram 25. nóvember s.l. og var boðið upp á jólasmákökur og bakkelsi að súgfirskum sið. Góður andi var yfir spilahópnum eins og sjá má á meðfylg jandi mynd sem tekin var af Sigurpáli spilastjóra sem stjórnaði spilamennskunni af öryggi. Úrslit fimm efstu para 25. nóvember 2013 eru eftirfarandi: Jón Sveinsson - Rafn Haraldsson .......................................................... 153 Flemming Jessen - Kristján Helgi Björnsson ........................................ 142 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson .......................................................... 122 Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson ............................................... 120 Gísli Jóhannsson – Guðbjartur Halldórsson .......................................... 117 Heildarstaðan er þá eftirfarandi eftir þrjár umferðir: Þorsteinn Þorsteinsson - Rafn Haraldsson ......................................... 401 Flemming Jessen - Kristján Helgi Björnsson ....................................... 382 Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm ......................................................... 351 Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson .............................................. 345 Gróa Guðnadóttir - Alda Sigríður Guðnadóttir ................................ 343 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson ........................................................ 340 Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson .................................... 328 Gísli Jóhannsson - Guðbjartur Halldórsson ......................................... 325
Súgandi jólablað 17
Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson ........................................................ 317 Finnbogi Finnbogason - Árni Sverrisson .............................................. 282 Friðgerður Friðgeirs - Kristín Guðbjörnsdóttir .................................. 280 Sveinbjörn Jónsson - Sigurður Ólafsson .............................................. 183 Eins og sést á þessu þá er staðan mjög jöfn og getur allt gerst eftir áramótin. Næsta lota, sú fjórða í röðinni af sjö, verður spiluð á nýju ári og hefst í byrjun þorra 27. janúar 2014. Sigurvegarar um Súgfirðingaskálina frá upphafi eru: 2013 - Kristján Helgi Björnsson - Flemming Jessen 2012 - Hlynur Antonsson - Auðunn Guðmundsson 2011 - Þorsteinn Þorsteinsson – Rafn Haraldsson 2010 - Einar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinsson 2009 - Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jóhannesdóttir 2008 - Arnar Barðason - Hlynur Antonsson 2007 - Arnar Barðason - Hlynur Antonsson 2006 - Karl Bjarnason - Valdimar Ólafsson 2005 - Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 2004 - Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jóhannesdóttir 2003 - Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson 2002 - Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson Gleðileg jól og hittumst hress á nýju ári. Kristján Pálsson
Neyðarþjónustan Súgandi jólablað 18
smíðar og þjónustar lyklakerfi fyrir fyrirtæki og húsfélög
Neyðarþjónustan tók nýverið yfir þá ygging a vörur h.f. deild Húsasmiðjunnar sem sá um smíði og þjónustu kerfislykla og kerfissílindra. Sú deild var áður í eigu Byggingavara Ármúla 18. Páll Rafnsson sér um kerfisdeildina hjá Neyðarþjónustunni en hann vann í mörg ár í lásadeild Húsasmiðjunnar og hefur því gríðarlega reynslu og þekkingu. Beinn sími hjá Páli er 510 8881 netfang: kerfi@las.is
b
Páll Rafnsson
Lásasmiður
Lyklakerfi
Sami lykill að ÖLLUM lásum...
• Við smíðum og
þjónustum lyklakerfi fyrir fyrirtæki og húsfélög.
Verslun: Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.las.is
KYNNING Á FYRIRTÆKJUM
Skóverslunin Iljaskinn á Háaleitisbraut 58-60 ásamt skólasystur minni Ósk Óskarsdóttur. Á undanförnum árum hefur stofan stækkað og erum við núna sex sem störfum á Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur. Til gamans má geta þess að við erum nokkrar frænkurnar sem erum ættaðar frá Súgandafirði ásamt dóttur minn Ellu Siggu sem höfum valið okkur þessa starfsgrein.
Við báðum Helgu að seg ja okkur aðeins frá sjálfri sér og fyrirtækinu „Iljaskinn“ sem hefur auglýst reglulega í blaðinu okkar síðustu árin.
Árið 2000 lét ég verða af langþráðum draumi um að opna skóbúð í sama húsi og fótaaðgerðastofan okkar er. Nafnið Iljaskinn varð fyrir valinu og rekum við hjónin, ég og Júlíus, skóbúðina í saman. Ég hafði lengi haft áhuga á að virkja fólk hvað varðar betri fótaheilsu. Ef valdir eru skór í réttri stærð, breidd og lengd þá líður okkur betur. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að afstýra fótameinum með réttum skófatnaði, innlegg jum og eða sokkum sem örva blóðrennsli í bláæðum fóta. Iljaskinn er þekkt fyrir gæðaskó frá Danmörku og Þýskalandi. Góð þekking á meðferð og umhygg ju fótanna getur skipt sköpum um hvernig okkur líður og hversu vel okkur tekst til að halda okkur í góðu formi. Þekkingin veitir enn fremur góðan undirbúning fyrir því hvernig við getum stuðlað að vellíðan þeirra sem við berum umhygg ju fyrir og þykir vænt um. Skóverslunin Iljaskinn er opin virka daga frá kl 10.00-18.00 og laugardaga frá kl 11.0015.00. Fótaaðgerðafræðingur er með ráðg jöf flesta fimmtudaga frá kl 15.00-18.00.
Ég hef vanið mig á að seg ja HEIM þegar ég tala um Suðureyri við Súgandafjörð en þar átti ég góða bernsku hjá móðurforeldrum. Aðalgata 23 var mitt bernskuheimili en þar bjuggu afi minn Guðmundur Kr. Guðnason og amma Elín Magnúsdóttir, Jana móðursystir og Guðni frændi sem voru mér kær ásamt öðrum úr systkinahópi mömmu. Þarna eignaðist ég glás af frænkum, frændum og góðum vinum. Bernskuminningarnar eru margar og er mér minnisstætt lognið og kyrrðin sem umlék fjörðinn og fjöllin sem spegluðu sig í sjónum, kvöldin löngu þar sem við gengum, sömdum og sungum eftir langan dag í frystihúsinu. Á malarvegum lékum við börnin okkur í svörtum gúmmítúttum eða stígvélum, voru þar stórir djúpir og margir drullupollar sem gaman var að leika sér í. Á leið til og frá vinnu örkuðu þeir eldri í stígvélum enda nýtast þau vel í vatni og slori. Ekki óraði mig fyrir því að skór og fætur yrði mitt lifibrauð þegar ég hugsa um öll stígvélin á götum Suðureyrar. Í byrjun árs 1987 fór ég til Kaupmannahafnar til að sækja þangað nám í fótaaðgerðafræðum. Eftir að námi lauk opnaði ég fótaaðgerðastofu
Takk Helga fyrir að veita okkur innsýn í starf þitt og tengslin við Súgandafjörð og í lokin hvetjum við Súgfirðinga til að nýta sér fagþekkingu og þjónustulund Helgu Stefánsdóttur.
Súgandi jólablað 19
Það var í lok maí 1965 sem Helga Stefánsdóttir flutti frá Hafnarfirði með móður sinni Guðmundu Guðmundadóttur og bróð ur Guðna Péturssyni til Suðureyrar og bjó hún þar í nokkur ár.
KYNNING Á FYRIRTÆKJUM
Veitingastaðurinn Catalína
Félagar í Súgfirðingafélaginu þekkja margir veitingastaðinn Catalínu við Hamraborg í Kópavogi en þar hafa margar samkomur Súgfirðingafélagsins í Reykjavík verið haldnar. Catalína er stofnuð 1998 og er því 15 ára og nýtur sívaxandi vinsælda. Upphaflega var þar Tónlistaskóli Kópavogs, síðan stækkaði Catalína og yfirtók húsnæði sem Apótek Kópavogs var með. Starfsemin fer því fram á tveimur hæðum í dag. Catalína lætur ekki mikið yfir sér séð frá götunni, en þegar inn er komið blasir við stærðar veitinga- og skemmtistaður sem rúmar yfir þrjúhundruð gesti. Þangað er vinsælt að koma og fylg jast með boltanum og eru helstu leikir sýndir á stórum skjáum í beinni. Veitingar eru allan daginn og er hádegið afar vinsælt með góðan heimilismat. Á kvöldin er töfraður fram veislumatur og auk þessa eru á boðstólum vinsælir grillréttir. Um helgar halda vinsælar hljómsveitir uppi
Súgandi jólablað 21
Félagar í Súgfirðingafélaginu þekkja margir veitingastaðinn Catalínu við Hamraborg í Kópavogi en þar hafa margar samkomur Súgfirðingafélagsins í Reykjavík verið haldnar.
fjörinu og þangað koma margir til að fá sér snúning. Oft eru einnig haldin einkasamkvæmi og njóta gestir þá einstakrar gestrisni eigend anna Steingríms Stefnissonar frá Innri Veðrará í Önundarfirði og Sigríðar Samsonardóttur frá Hvammsvík í Kjós, ávallt kölluð Sigga. Steingrímur og Sigga passa vel upp á gesti sína með því að hlúa að þeim og húsnæðinu og sjá til þess að allt sé í sem bestu standi – alltaf. Til langs tíma hefur Catalína verið samkomustaður Önfirðingafélagsins og núna eru Súgfirðingar einnig búnir að festa sig þar í sessi og njóta velvildar og gestrisni þeirra hjóna. Þó Steingrímur sé Önfirðingur hefur hann sterk tengsl við Súgfirðinga. Hann og Sigga hafa komið á nokkrar sumarhátíðir félagsins og skemmt sér með okkur eins og innfædd. Um tíma vann Steingrímur á bát hjá Erling Auðuns á Suðureyri. Þá var hann einnig vélstjóri á mb. Ólafi Friðbertssyni. „Súgfirðingar eru alltaf velkomnir og Súgfirðingafélagið hefur endur g jaldslaus afnot af húsnæðinu“, segir Steingímur. Við þökkum þeim hjónum alla þessa velvild og gestrisni og hvetjum Súgfirðinga til að nýta sér þá þjónustu sem þau bjóða uppá.
minningarbrot
Fyrstu kynni mín af BRIDDS á Suðureyri
Súgandi jólablað 22
Endurminningar Guðbjörns Björnssonar
Fyrstu kynni mín af bridds voru í heimahúsum. Pabbi var í spilaklúbbi með nokkrum körlum á Suðureyri. Þeir höfðu þann háttinn á að spila heima hjá hver öðrum og yfirleitt á sunnu dögum og þá seinni part dagsins, fram að kvöldmat. Ekki er ég viss um að það hafi verið oft á vetri, en nokkrum sinnum. Þessir voru oftast; Gissur Guðmundsson, Gissur Frið bertsson, Jón Ág. Eiríksson, Einar Jóhannsson og síðar Jón skólastjóri Kristinsson. Spila mennskan fór fram í stofunni heima á Aðal götu 39, sem ekki var nú stór. Við bræðurnir, Jónas, Viggó og ég, höfðum gaman af að horfa á karlana spila og höfum trúlega lært eitthvað af þeim. Síðar meir, nokkrum árum seinna, spilaði pabbi við strákana sína og hafði gaman af, ekki síður en þeir. Fyrsta sumarið mitt á síldveiðum var árið 1945, á tvílembingunum „Vestra” og „Örn” sem gerðir voru út frá Suðureyri. Skipstjóri var Gísli Guðmundsson og áhöfnin flest frá Suðureyri. Ungir strákar og margir okkar með áhuga fyrir bridds og með svipaða getu á spilinu. Síldveiði var dræm, þetta fyrsta síldarleysissumar og því gafst mikill tími til spilamennsku og óspart sest við spil. Þessir komu helst við sögu ásamt mér; Guðmundur Elíasson, Guðni Guðmundsson, Varði Guðmundsson, Jón Snorri, Elí Gísla ofl. Einnig voru spiluð fleiri spil en bridds, t.d. Rakki og Olsen Olsen og þá við hina sem minna kunnu fyrir sér. Eftir þetta sumar var oft tekið í spil, t.d. heima hjá Guðmundi Elíassyni, Guðna Guðmundssyni og víðar. Ekki minnist ég þess að um spilamennsku hafi verið að ræða á hinum
síldveiðiskipunum sem ég var á, eða á vetrar vertíðum syðra. Eftir að ég hafði fest ráð mitt og var farinn að búa, komst ég aftur í kynni við briddsspilið. Þannig var að tengdapabbi minn, Sturla Jónsson, hafði spilað í klúbbi með bróður sínum, Jóhannesi, Hermanni Guðmundssyni og Óskari Kristjánssyni og heima hjá hver öðrum til skiptis frá kvöldmat og til miðnættis. Það kom að því að Sturla þreyttist á spilamennskunni og hætti. Þeir félagar báðu mig þá að hlaupa í skarðið, sem ég þáði með þökkum. Fór þessu svo fram í mörg ár og konur okkar kepptust um að hafa meðlæti með kvöldkaffinu sem glæsilegast. Þeir félagarnir, Hermann, Jóhannes og Óskar, höfðu kynnst keppnisbridds, hvort það var á Ísafirði eða syðra veit ég ekki. En þeir höfðu hug á að við Súgfirðingar gætum líka spilað í keppni. Sagnaspjöld voru búin til úr kringlóttum spjöldum, ca 5-6 sm í þvermál, sem fengust tilbúin. Þannig voru búin til 5-6 sett af spjöldum, sem höfð voru á miðju spilaborði. Einnig voru keyptir spilabakkar og spil o.fl. sem tilheyrði keppnisbridds. Í upphafi var áhuginn á spilamennsku geysimikill. Spilað var í félagsheimilinu og landlegur óspart notaðar, það kom fyrir að spilað var þrisvar til fjórum sinnum í viku. Keppt var hvort tvegg ja í tvímenningi og sveitakeppni og ekki man ég betur en að spilað hafi verið á 5 borðum, þori ekki að seg ja 6, þegar flest var. Ég minnist þess
að á árunum sem ég vann á skrifstofunni hjá Ísver hf., árin ´63-´65, beitti ég oft 1-2 bala eftir skrifstofutíma og stóð þá stundum tæpt hjá mér að mæta í spilamennskuna, en það blessaðist. Þessum man ég eftir að verið hafi í spilakeppninni: 1. sveit: Kristján Bj. Magnússon, Guðmundur Kr. Guðnason, Guðni Guðmundsson og Jónas H. Björnsson 2. sveit: Hermann Guðmundsson, Jóhannes Þ. Jónsson, Óskar Kristjánsson og Guðbjörn Björnsson 3. sveit: Páll J. Þórðarson, Marías Þórðar son, Guðmundur Elíasson og Gestur Kristinsson 4. sveit: Eðvarð Sturluson, Þorleifur Hall bertsson, Þorbjörn Gissurarson og Jón Kristinsson skólastjóri. Einnig komu við sögu; Guðbjörn Krist mannsson, Einar Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Ellert Ólafsson, Hörður Smári Hákonarson og þá vantar ekki marga til að fylla 6 borð. Súgfirðingar höfðu nokkur samskipti við Þingeyinga og kepptu við þá á nokkrum borðum, bæði heiman og heima. Ekki man ég úrslit, en Þingeyingar áttu marga slynga spilamenn, svo sem; Jónas Ólafsson, Tómas Jónsson, Friðgeir Magnússon, Magnús Amlín o.fl.
Þessi vísa fæddist eftir keppni á Þingeyri, höfundur er Palli Janni: Átta sinnum Guðni sagði grand g jörsamlega hina setti í strand Að þessu má nú ofurlítið brosa hann átti í tveimur litum, bara gosa Við Súgfirðingar tókum einnig þátt í Briddsmóti Vestfjarða, sem haldið var á Patreksfirði. Þá urðum við Óskar sigurvegarar í tvímenningskeppni og hlutum verðlaunagrip að launum. Þá var mótið líka haldið á Ísafirði og eitt sinn urðu sigurvegarar í sveitakeppni, sveit Kr. B. Magnússonar. Oft og iðulega kepptum við félagarnir við aðrar briddssveitir Súgfirðinga, sem þá voru stundum settar saman af því tilefni. Komu þá margir við sögu, t.d. Leifi Hallberts, Doddi, Eddi, Bjössi Kristmanns, Jón skólastjóri, Gummi Ella, Palli Janni, Marsi, Sturla Ólafs o.fl. Eftir slíkar keppnir urðu til margar skemmtilegar stökur og þó nokkrir hagyrðingar í hópnum. Sýnishorn: Við kunnum að meta kaffi kökur og tertu, rjóma Þó okkar sveit ofgreidd með straffi en aðrir í miklum sóma Palli Janni Dags. 9.2.1964
Geispa þeir við græna borðið gapa svo að kjálkar braka Hermann jafnan hefur orðið Harla góð er þessi staka Sturla Ólafs og Jón skólastjóri Dags. 8.4.1965
Súgandi jólablað 24
Ég hefi aldrei átt þess kost að yrkja stöku Hart við börðum heljarkarla held þeir standi undir varla Jón skólastjóri Dags. Jan. 1965
Ellefu stig af okkur tóku eftir harðan leik Allir sig að aftan skóku eins og væru í “shake” Hermann Guðmundsson
Þó mætið þið bæði brotnir og skakkir þá bregst ekki spilamennskan enn En við erum bæði forir og frakkir og frekar lélegir bridgespilamenn Eddi Sturluson Dags. 27.3.1966
Þetta eru allt stökur sem skráðar eru í gestabók okkar ásamt mörgum fleiri. Eitt sinn sem oftar, er Jón Hjartar var staddur á Suðureyri, var startað í bridds og spilað heima hjá okkur. Þátttakendur voru Hermann, Jóhannes, Jón og ég. Urðu þá til eftirfarandi vísur sem skýra sig sjálfar: Að opna á þetta, enginn gerir klaufi þótt ýmsum Jói veitti hrellingu Hann átti gosann áttunda í laufi og eina kellingu Jón Hjartar
Illt er Jón að eiga við er hann beitir grandi dönsku Eina ráðið er ef þið eitthvað kunnið bragð á frönsku Jói kaupi
Súgandi jólablað 25
Við félagarnir, Hermann, Jóhannes, Óskar og ég, stofnuðum nokkrum sinnum til keppni við bæði Ísfirðinga og Flateyinga, til skiptis á báðum stöðum og í heimahúsum. Fyrir Ísfirðinga var í forsvari Högni Torfason, sem þá var blaðamaður á Ísafirði. Einnig voru framarlega Guðmundur Móses, Guðbjarni Þorvaldsson og Magnús Aspelund. Jón Hjartar var fyrir þeim Flateyingum, man ekki nöfn annarra. Að ætla sér að keppa við Ísfirðinga ekki er mörgum hent því spilamenn eiga þeir spræka og slynga og spekinga, í þeirri mennt Jóhannes Þ. Jónsson Dags. 12.6.1964
Ekki er hægt að seg ja að þessi kveðskapur sem færður var í gestabækur eftir spilamennsku hafi mikið skáldskapargildi, en hann gerði mönnum glatt í geði eftir leik og hressir síðan upp á minningarnar. Eftir að við hjónin fluttum suður, um mitt ár 1984, varð lítið um spilamennsku. Óskar Kristjánsson frétti að Félag eldri borgara í Reykjavík stæði fyrir keppnisbridds í Glæsibæ. Við ákváðum að taka þátt og spiluðum þar í nokkurn tíma. Spilað var á 15-20 borðum og höfðum við báðir mjög gaman af og gekk þokkalega. Þessi spilamennska okkar datt svo upp fyrir þegar Hermann flutti suður frá Akranesi og þeir hófu að spila reglulega við tvo aðra niðri í Oddfellowhúsi. Á Hornafjarðarárum Björns sonar okkar heimsóttum við fjölskyldan hann hausttíma og tókum við, ég og tengdasynirnir, Dóri og Steinþór, þátt í tvímenningskeppni hjá þeim Hornfirðingum. Árangur okkar varð heldur lélegur, við urðum neðarlega. Þess ber þó að geta að Björn hafði ásamt félaga sínum sigrað í slíkri keppni fyrr um veturinn, svo sem sagt hafði verið frá í Hornafjarðarblaði.
Annars var mín aðkoma að bridds á þessum tíma ekki önnur en sú, að taka þátt í briddskeppni Súgfirðingafélagsins eftir að hún hófst og spilaði þá við Jónas bróður. Þá hafði forgöngu um spilamennskuna Björn sonur okkar og eftir að hann flutti til Hornafjarðar, veittu keppninni forstöðu Dóri tengdasonur og Gróa Guðnadóttir. Ekki var um framhald á keppninni að ræða og lá hún niðri um nokkurn tíma. Árið 2002 hefst keppni um Súgfirðingaskálina á vegum Súgfirðingafélagsins, að forgöngu Björns. Spilaði ég þá á móti Steinþóri tengdasyni og oft með góðum árangri. Þetta framtak félagsins hefir veitt mér ómældar ánæg justundir og veit ég að svo er um fleiri.
minningarbrot
Sæludagar í Súgandafirði
Súgandi jólablað 26
Endurminningar Helgu Magnúsdóttur
Mér er sönn ánæg ja að verða við beiðni um að setja á blað góðar endurminningar um dvöl mína á Suðureyri við Súgandafjörð þegar ég dvaldi þar þrjú sumur á sjötta áratug síðustu aldar. Móðir mín, Ingibjörg Örnólfsdóttir, var dóttir hjónanna Örnólfs Jóhannessonar og Margrétar Guðnadóttur sem stofnuðu til hjúskapar á Suðureyri um aldamótin 1900 og eignuðust þar þrettán börn sem komust öll til fullorðinsára og urðu mikið manndómsfólk. Afi var fæddur Súgfirðingur, alinn upp hjá Kristjáni Albertssyni frá unga aldri og amma kom þangað sem vinnustúlka frá Ísafirði og kynntist afa þar. Afkomendur afa og ömmu eru orðnir æði margir en mörg okkar barnabarnanna nutu þess að fá að dvelja um tíma, fyrst hjá þeim sjálfum og síðar hjá Kristrúnu móðursystur eða öðrum ætting jum um sumartíma. Ég var á ellefta ári sumarið 1953 þegar ég kom með M.S. Esju til Súgandafjarðar. Föðurbróðir minn var bryti á Esjunni og fleiri frændur um borð svo ekki væsti um mig á leiðinni vestur. Esja lagðist ekki að Brjótnum heldur voru farþegar selfluttir í bát sem flutti okkur að brygg ju á Suðureyri. Þar tók mín kæra móðursystir, Kristrún Örnólfsdóttir, á móti mér brosandi og hlý í viðmóti að venju. Hjá henni og Birni Guðbjörnssyni, eiginmanni hennar, dvaldi ég í góðu yfirlæti og kynntist sonum hennar vel. Bubbi, sonur þeirra, og Stína Sturludóttir voru búin að stofna heimili og Eyrún, frumburður þeirra, árs gömul. Næsta sumar þar á eftir var ég barnfóstra hjá þeim og var til heimilis hjá þeim, en síðar dvaldi ég aftur hjá Rúnu og Bjössa sumarið eftir fermingu mína. Vann ég við
fiskvinnslustörf í fyrirtækinu Ísver og kynntist örlítið síldarsöltun á brygg junum. Rúna átaldi mig stuttu eftir komuna, sem ekki var skrítið, þegar ég fór í fermingarkápunni minni beint niður á brygg ju til að dorga með Settu og Siggu, fór með fenginn heim til þeirra og flakaði hann þar. Ekki beint fatnaður til að gera slíkt! Þegar ég minnist fyrsta sumarsins, leita á hugann margar góðar minningar. Það var svo margt nýtt fyrir mér, kaupstaðarbarninu, enda voru börn á þeim tíma send út á landsbyggðina til að kynnast atvinnulífinu og lifnaðarháttum íbúanna og síðast en ekki síst að spreyta sig við ýmis verkefni sem þau réðu við. Annað þótti ónytjungsháttur á þessum tíma. Ég fékk því að kynnast svo mörgu fyrir utan að njóta samveru með Rúnu frænku, sem alltaf hafði tíma til að fræða mig um skyldleika við fólkið í Súganda, koma á kynnum mínum við jafnaldra og upplifa ýmislegt sem ég minnist á hér. Jónas og Viggó áttu trillu sem þeir nefndu Hörpu. Þeir tóku okkur nokkra krakka með sér á skak út á fjörð og við fengum öll að prófa veiðar. Mikil haming ja þegar einhver dró fisk. Björgunarbelti óþekkt og öllum kennt að fara varlega. Ég fékk t.d. að færa feðgunum á heimilinu nesti í beitingaskúrana og sjá hvernig þeir beittu, hjálpa Rúnu frænku við hússtörfin, sækja mjólkurdreitil í brúsa til Rósu hans Sigga Samm (en annars kom mjólk, skyr og rjómi vikulega frá frændfólki okkar í Önundarfirði). Skreppa í Kaupfélagið til Bubba frænda að kaupa lítilræði, raka tún
Einnig fékk ég ómældan tíma til að leika mér og kynntist því mörgum á mínum aldri sem urðu ævilangt vinir mínir, og fólkinu í þorpinu sem var eins og ein fjölskylda. Allir þekktu alla, viðmót fólksins notalegt og þá þótti sjálfsagt að maður gengi á milli heimila og kveddi fólk um haustið, sem bað mig svo að skila kveðju mömmu, afa og ömmu og sumar kvennanna laumuðu að mér kandísmola eða smápening í kveðjuskyni. Maður festi í minni nöfn hundanna í þorpinu, allra bátanna og þekkti jafnvel vélahljóðið í þeim hverju og einu. Leikvöllurinn var einn tvegg ja flottustu leikvöllum á landinu, hinn var hér í Njarðvík þar sem ég hef búið í bráðum fjörutíu ár. Árið sem ég varð tólf ára var ég í vist hjá Bubba og Stínu. Ofarlega í minni við þá
dvöl var að þær systur, Stína og Rúna, báðar húsmæðraskólagengnar, saumuðu á mig fallega kjóla, því þær voru að reyna sig í saumaskap á eldri börn en þær áttu sjálfar og létu mig njóta þess. Myndaskapur þeirra var mikill, bæði í matargerð og handavinnu og lærði ég að sjálfsögðu mikið af húsmóður minni. Mér þykir alltaf svo vænt um allt þetta fólk því þessar sumardvalir í Súgandafirði voru eiginlega paradís fyrir mig. Svo fannst mér líka merkilegt að sjá kjólana af okkur systrum hangandi uppi á snúru hjá vinkonu mömmu en þá var líka til siðs að gefa notaðar flíkur eins og gert er í dag. Það ljótasta sem ég upplifði var þegar ég sá mann nokkurn skjóta kind í hausinn bakvið heimili sitt en ég var annars vön því að Örnólfur afi sviði bæði kindahausa og lappir í kjallaranum heima í Reykjavík og berði súgfirskan harðfisk úti á steini við húsið. Hjá þeim afa og ömmu ólst ég upp frá tvegg ja ára aldri fram yfir fermingu vegna þess að pabbi minn lést úr berklum á Vífilsstöðum þegar ég var á fjórða ári. Mamma flutti suður frá Ísafirði þar sem þau áttu heimili sitt og til foreldra sinna og bræðra en þar hélt hún heimili með ömmu og afa til þeirra æviloka. Dýrmæt og góð lífsreynsla sem varð til þess að ég fékk að kynnast Súgandafirði og íbúum fjarðarins.
Súgandi jólablað 27
innan við Sandgerði, fara til berja með bát inn í Gilsbrekku og yfir að Norðureyri, ganga út í Dal og fara alla leið í Vatnadal í heimsókn til Siggu Einars og Þórðar með frænkum mínum frá Ísafirði. Toppurinn var samt að fara í göngur og réttir um haustið. Eftir þá ferð spurði Rúna mig : „Hvort vildir þú heldur fara í göngur eða í Tívolí?“ Svarið var hiklaust „fara í göngur“. Þá upplifði ég í fyrsta sinn að fara á hestbak þegar Óli á Stað kom með klárinn og mjólkina inn á Malir og Arndís systir hans bauð mér að prófa.
minningarbrot
Afi og amma í Súgandafirði
Endurminningar MAGNÚSAR HALLDÓRSSONAR
Súgandi jólablað 29
Þau hétu Guðjón Halldórsson frá Hóli í Önundarfirði og Rebekka Kristín Guðnadóttir en hún var úr Vatnadal við Súgandafjörð. Þeim varð sex barna auðið, Egill var elstur og dó 1988, síðan Halldór sem dó þrigg ja ára, móðir mín Guðríður sem dó 1998, Jóhanna sem býr í Reykjavík, Guðrún sem enn býr á Suðureyri og Guðni sem dó nú á þessu ári í mars 2013. Ég á ekki mjög margar né skýrar minningar um afa og ömmu, enda var ég rétt kominn á sjötta árið þegar Guðjón afi dó þ.e. 1960 en amma Rebekka dó 1964. Samt sem áður voru við þeim mikið tengdir bræðurnir, því alltaf gátum við verið vissir um pakka að vestan á jólunum og líklega þegar afmæli voru. Jólapakkana fengum við að taka fyrr upp en aðra pakka, en þar í voru árvisst bæði ullarnærföt, súkkulaði og fimmtíukrónu seðill. Það var ekki þrautarlaust fyrir alla að klæðast nýjum nærfötum úr íslenskri ull, því hún gat verið svolítið ertandi fyrst í stað. Við Guðjón vorum nokkuð sjóaðir og drifum okkur í brók og bol, hoppuðum smástund og hlupum um íbúðina, en Bubbi var stundum óþekkur og hrópaði „sting, sting“, en við þeir eldri gerðum grín að og mamma varð að beita fortölum til að koma pjakknum í jólanærfötin. Við Guðjón vissum sem var að þessu varð að drífa í til að geta svo farið að gadda í sig suðusúkkulaðinu frá ömmu. En fyrir þennan árlega fimmtíukall var auðvitað rætt um mögulegar fjárfestingar, sem aldrei varð annað úr en að drífa seðilinn í sparibaukinn. Síðan var farið með þetta í bankann til innlagnar með öðru sparifé. Það var örugglega sumarið 1959 sem mamma,
Móðir mín Guðríður Guðjónsdóttir
Guðríður Guðjónsdóttir (Gauja Bekku), var með okkur bræður alla saman í nokkrar vikur heima hjá afa og ömmu, en húsið þeirra stóð í fjörunni á innanverðri eyrinni eins og þeir eldri vita og muna, en síðan þá hefur landslagið breyst mikið. Fjaran var okkar leikvöllur eðlilega og erfitt að halda okkur þurrum nema smástund, þótt hlýðnir og gætnir værum að okkar mati. Þá var ekki eins auðvelt að þvo og þurrka fatnað, þannig að mamma komst nú stundum í þrot með föt til skiptanna allavega á þann yngsta, sem ótrúlega oft fór á hausinn í fjörunni. Þetta sumar var Bubbi á fjórða árinu, ég var á fimmta ári og Guðjón orðinn sex ára. Ég minnist þess ekki að erfitt hafi verið að hafa gætur á okkur, en til okkar sást að mestu úr gluggum sem að fjörunni sneru, en alltaf var nú mamma
Súgandi jólablað 30
Mamma með systkinum sínum
að hlaupa öðru hvoru til að reisa þann yngsta og draga á þurrt. Veðrið var held ég alltaf gott og hlýtt þannig að ekki væsti um okkur þótt við væðum upp fyrir og værum stígvélafullir. Einhvernveginn komumst við yfir fyrirtaks fleytu að við töldum og drógum gripinn af fjörukambinum niður í flæðarmál og hugðum á siglingar, þetta var grunnur trékassi sem hugsanlega var notaður til þvotta eins og algengt var á þeim tíma. Ekki varð full sátt um pláss á fleytunni, enda töldum við Guðjón að Bubbi hefði engan þroska í sjóferðir, en hann var ekki á sama máli og stakkst á hausinn í sjóinn, heldur dýpra en oft áður, svo að mamma varð að vaða eftir honum og drífa hann inn. Bubbi orgaði svolítið og hélt því fram að við hefðum hrint sér í sjóinn, sem enginn fótur var fyrir, en fleytan var tekin af okkur og dregin á öruggan stað, en þannig fór um sjóferð þá. Við vorum auðvitað meðvitaðir um að í sjónum gætum við kannski veitt fisk og ef ég man rétt, þá áttum við Guðjón báðir einhver prik til veiða, en Bubbi ekki og því var lítill friður við veiðina. En við leystum það þegar við fundum línutaum með riðgrónum öngli og hnýttum á bambusstöng sem við fundum í hjallinum og afhentum Bubba þetta veiðitæki til að hafa sjálfir frið fyrir ábyrgan veiðiskap. Ekki dugði þetta, því Bubba þóttu tilkomumeiri græjurnar
okkar og stóð því blautur í lappirnar og barði stönginni í sjóinn, þannig að öll veiðivon varð að engu og þar að auki gargaði krakkinn hátt og fældi allt kvikt af stóru svæði. Á endanum henti hann síðan sinni stöng í sjóinn, þannig að hún flaut frá landi. Edda Egilsdóttir frænka okkar sem að kom fræddi okkur á því að svona mætti ekki haga sér og þessi bambusstöng væri í eigu frænda okkar Ómars bróður hennar og væri mikils virði. Af þessum sökum beygði óbótamaðurinn af og var leiddur inn í bæ af frænku sinni til að klára sokkalagerinn þennan daginn. Bubbi huggaði sjálfan sig á því að kannski biti hvalur á öngulinn og síðan ræki allt upp á eyrina og hann sjálfur hlyti mikla frægð af og bætur fyrir allt óréttlæti, af hálfu eldri bræðra sinna. Edda frænka okkar var nokkuð framtakssöm á þeim árum sem og jafnan, en átti þarna bú í kofa einhversstaðar í grenndinni. Henni hefur líklega verið uppálagt að hafa gætur á okkur enda ögn eldri og mikið ráðrík við okkur meinleysing jana, en auðvitað var hennar ábyrgðartilfinning mikil við gæsluna. Ég man eftir einni ferð í búið þar sem hún lagaði ýmsa rétti og drykki úr drullu sem hún lét mig síðan smakka, þangað til að ég var orðinn grænn í framan og þurfti að gubba og hún leiddi mig heim til ömmu þar sem úrskurðað væri að
og spjölluðu svolítið við okkur þegar náðist að hemja drengina inni einhverja stund, sem kannski var aðeins þegar við vorum fóðraðir.
Með mömmu í gullstól
ég væri ekki alveg frískur. Edda sagði mæðulega af miklu öryggi: „Æ mér fannst vera eitthvað slen í greyinu strax í morgun.“ Þarna nærri stóð smiðjan hans afa sem auðvitað var undraheimur út af fyrir sig, enda kíktum við þangað og þar var líka Egill við vinnu og trúlega Guðni, allavega man ég eftir að Guðni var okkur góður og glettist eitthvað við okkur líkt og allir sem við hittum, enda var frændgarðurinn býsna stór á eyrinni þegar þetta var. Eftir afa mínum man ég óljóst og er ekki viss um hvort hann var að vinna eitthvað í smiðjunni, en allavega gekk hann fínt klæddur að þeirra tíma sið og bar úr í festi við vestið, en það var sjálfsagt, held ég, í þá daga að ganga í vesti við jakkafötin. Hjá ömmu Bekku var ekki skortur á atlæti í mat og kökum, en á þessum tíma var mjólk af skornum skammti í svona kálfa sem við vorum bræður, og því komumst við held ég allir á kaffidrykkju, sem við höfum stundað ótæpilega síðan og orðið gott af. Ég man að þau voru bæði góð við okkur bræður
Ekki man ég til þess að afi og amma kæmu bæði saman suður til Reykjavíkur, en afi Guðjón var orðinn veikur og var á spítala fyrir sunnan þegar ég sá hann síðast skömmu fyrir andlátið, en stuttan tíma bjó hann samt hjá okkur í Karfavoginum þegar hann var að leita sér lækninga. Ég man að þá færði hann okkur bræðrum svokölluð jójó sem hann hafði rennt af tré og búið til handa okkur, þetta voru ekki algeng leikföng fyrir fjöldaframleiðslutímann sem nú er orðinn, með öllu sínu dóti fyrir börn. Þess má til gamans geta að afi minn, sem var sjálfmenntaður í sínu fagi, átti tvo syni sem urðu meistarar í jarnsmíði, Egill vélvirkjameistari og Guðni rennismíðameistari. Ómar sonur Gunnu er vélstjórnarmenntaður og þar með vélvirkjameistari. Við bræðursynir Guðríðar erum allir vélvirkjameistarar og Guðjón lauk einnig Vélstjórnarmenntun að fullu. Þannig má velta því fyrir sér hvort þetta sé svona sterkt í genunum, eða áhrifin orðið sterk af því að reka nefið inn í smiðjuna. Ég veit að Guðjón afi var mikill listamaður við allar smíðar, sem og systkini hans voru einnig talin, amma Rebekka var mikil hannyrðamanneskja og svo hennar dætur, þannig að auðvitað er þetta komið frá þeim báðum afa og ömmu, áhugi við handiðn af öllu tagi.
Súgandi jólablað 31
Tækjalið Fiskiðjunar Freyju 1973
Á skothólnum
Guðríður Gyða Halldórsdóttir
Súgandi jólablað 32
Hverra manna ertu? Ég er dóttir Halldórs Sigurðssonar (Dóra Sig) og Maríu Guðnýjar Guðríðar Oddsdóttur (Mæju Odds). Fjölskylduhagir? Gift Vilberg Guðmundssyni bifvélavirkja. Ég á 3 börn, Sigurð Má, Unu Kristínu og Pál Hjaltalín. Svo á ég að auki marga gimsteina í viðbót eða 7 barnabörn. Starf? Ég er með meistaragráðu í nuddi og ilmkjarnafræðum og vinn við það í dag. Hvar býrðu? Í Vesturbergi 46 í Breiðholti. Áhugamál? Ó mæ, þau eru svo ótrúlega mörg! Aðaláhugamálið er auðvitað nuddið og barnabörnin. Ég er að mála, hanna fatnað (ég útskrifaðist frá FB í hönnun), þæfi ullarljós með silkiþráðum, bý til eina og eina vísu og svo hef ég gríðarlegan áhuga á sagnfræði, sérstaklega á landnáminu fyrir landnám! Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Gölturinn er þar fyrstur á blaði og fjörurnar fallegu og hrikalegu. Tröllkerlingin fyrir ofan fjöruna. Hvenær fórstu síðast á Suðureyri? Ég fór þangað síðast fyrir tveimur árum á ættarmót hjá ömmu Halldóru Geirmunds sem er mamma mömmu. Fer þangað aftur á næsta ári á annað ættarmót. Uppáhaldsstaðurinn? Brygg jurnar og Stekkja nesið. Svo undum við Soffa Sillu okkur mikið við olíutankinn hans pabba fyrir ofan hús, en þar byggðum við Soffa tíu kofa og ég skil ekki enn hvernig tankurinn hélst uppi miðað við allar neglingarnar hjá okkur! Uppáhaldsmaturinn? Hann kemur langt að. Það er appelsínuönd sem ég fékk á Kanarí í vetur, sá albesti matur sem ég hef smakkað! Uppáhaldstónlist? Töfraflautan eftir Mozart. Annars er ég alæta á tónlist. Elska lögin með Neil Sedaka, Ricky Nelson og Franke Avalon.
Uppáhalds leikari/leikkona? Sandra Bullock og Renée Zellweger. Hvaða bók/bækur hefur þú verið að lesa síðustu mánuði? Ég fór í uppskurð í vor og var frá vinnu í mánuð og las þá allar Ísfólksbækurnar 47. Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Já, ég á mér reyndar svo margar, en ein er þó sem kemur upp í hugann núna! Minningin tengist flekunum, sem voru smíðaðir af mikilli snilld á Stekkjanesinu hjá Kidda. Honum var seinna bannað að smíða þá eftir að það varð eitthvert slys í firðinum. Kiddi var eitt það besta sem ég man eftir úr barnæskunni minni fyrir utan jólin og Soffu Sillu. Hann var alltaf svo sérstakur og ljúfur drengur, sem hann er reyndar enn í dag. Það var í fyrsta skipti sem ég sá strák vaska upp fyrir mömmu sína, þá stal hann alg jörlega hjarta mínu! Hann lék sér við mig þótt ég væri bara stelpa og varði mig ef strákarnir fussuðu og sveiuðu yfir því að ég væri með, stelpur kjöftuðu bara frá! En strákunum fannst Kiddi spennandi og hunsuðu því veru mína þarna eins og ég væri ekki til. Kiddi veitti mér líka fyrsta alvarlega áfallið! Við vorum líklega fjögurra eða fimm ára þá og það var nýbúið að slátra í sláturhúsinu gamla fyrir utan Stekkjanes. Jónas gamli, pabbi Kidda, hafði verið að vinna þarna um daginn og við Kiddi, vinirnir, vorum eitthvað að snudda þarna inni. Þá segir Kiddi svona upp úr þurru: „Gyða, veistu það, að hann pabbi minn skýtur í hausinn á lömbunum með stórri kindabyssu?“ Ég var sem lömuð...eru lömbin skotin? Og ég sem hélt að kjötið væri búið til í Pallabúð? Ég held ég hafi grátið það sem eftir lifði dags. Auming ja Kiddi minn, að eiga svona pabba sem skýtur lömb!
Á skothólnum
Hafrún Huld Einarsdóttir Hverra manna ertu? Næstyngsta barn Einars og Níníar.
Uppáhaldstónlist? Þessar vikurnar er það Ásgeir Trausti.
Starf? Ég er skrifstofustjóri hjá Gimli fasteignasölu í Reykjavík.
Uppáhalds leikari/leikkona? Ég man aldrei eftir neinum þegar ég fæ svona spurningar.
Hvar býrðu? Við fjölskyldan búum í Reykjavík. Gaman samt að seg ja frá því að maðurinn minn, sem er fæddur og uppalinn í Rangárvallasýslu, er skipstjóri á Suðureyri og hefur starfað þar undanfarin ár.
Hvaða bók/bækur hefur þú verið að lesa síðustu mánuði? Ég les ofsalega mikið. Norrænar sakamálasögur eru mjög vinsælar hjá mér og ég les nokkrar á mánuði. Reyndar er stutt síðan ég las Dóttir mæðra minna sem var mjög áhugaverð.
Áhugamál? Mikið væri gaman að geta sagt göngutúrar og ferðalög eða eitthvað álíka heilbrigt ;-). Ég er mikill Formúlu 1 aðdáandi, missi helst ekki af keppni. Einnig hef ég rosalega gaman af tölvuleikjum. Sem sagt alg jört sófadýr. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Hafradalur. Hvenær fórstu síðast á Suðureyri? Ég fór seinnipartinn í júlí síðastliðnum. Uppáhaldsstaðurinn? yndislegt í Botni.
Mér
finnst
alltaf
Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Ég á svo margar góðar minningar frá Súgandafirði en ég held samt að tíminn sem við eyddum í Botni standi upp úr: Laxeldið, suðið í Solo-eldavélinni hennar ömmu, seiðasleppingar, sund í lóninu og svo að flækjast fyrir Gunný og Birki þegar þau voru í bústörfunum.
Súgandi jólablað 33
Fjölskylduhagir? Er gift Páli Sigurðssyni og við eigum þrjú börn: Önnu Karen 21 árs, Ástrós Hörpu 16 ára og Viktor Inga 13 ára.
Uppáhaldsmaturinn? Það er nú frekar árstíðabundið. Ætli grillað lambakjöt sé ekki mest uppáhalds.
Á skothólnum
ELÍN BRAGADÓTTIR Hverra manna ertu? Ég er dóttir Braga Ólafssonar f. 1943 og Ingibjargar Þórðardóttur f. 1944 - d. 1990. Fjölskylduhagir? Á einn son Óskar Ólafsson f. 1987. Hann er strætisvagnastjóri hjá Strætó bs. Starf? Starfa sjálfstætt, sinni ráðg jafar- og bókhaldsverkefnum. Hvar býrðu? Í sveitinni í Reykjavík…í Grafarvogi Áhugamál? Afar létt útivera, eldamennska og svo þjóðmálin númer eitt tvö og þrjú. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Úff, þeir eru margir. Mér finnst tjörnin sjarmerandi og svo finnst mér mjög heillandi að horfa á Göltinn, finnst það fallegasta fjall á Íslandi. Hvenær fórstu síðast á Suðureyri? Sumarið 2011 með stórfjölskyldunni á Sæluna. Uppáhaldsstaðurinn? Elliðaárdalurinn. Uppáhaldsmaturinn? Humarsúpa. Uppáhaldstónlist? Er alæta á allt nema óperu, annars eru það Bítlarnir og Stebbi Hilmars Uppáhalds leikari/leikkona? Að sjálfsögðu Cruise – sá flottasti.
Hvaða bók/bækur hefur þú verið að lesa síðustu mánuði? Hef gluggað í ýmsar matreiðslubækur, er annars með bókina Kona verður forseti á náttborðinu ásamt Frelsinu eftir John Stuart Mill. Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Já sæll…mér dettur nú í hug ein minning sem tengist gleði og fegurð, en ég hef líklega verið 15 eða 16 ára. Það var einn sunnudaginn upp úr hádegi, í glampandi sól og logni, þá er ég að koma út á Aðalgötuna og er ekki Gerður Pálma að safna saman fólki til að ganga yfir á Flateyri. Ég er beðin um að vera með og hika en með sínum sjarma tókst Gerði að sannfæra mig og líklega um 30 manns til viðbótar að þetta væri það eina rétta. Einhverjir sneru við þegar við erum komin langleiðina í Sunddalinn, en við hin héldum áfram og gengum yfir Klofningsheiði. Setti ég steina á allar vörður sem ég sá og man ég að mér var hugsað til þess hversu erfitt lífið hefði verið hjá fólki hér í den… Þetta var mögnuð ferð og útsýnið stórbrotið, já ferð sem seint gleymist.
Súgandi jólablað 35
Manstu?
t. 2011 Gyða Halldórs 8. ok Pálmi Jóhannesar, Soffa Sillu, Hervör Hallbjörns, Edda Egils, Gyða, Kiddi á Stekkjanesinu og Berti Páls.
Manstu: eftir „Eldinn” og yfir húsið líka?
Spýtuna sem féll, og eflaust boltaleiki slíka?
Feiknarlegu fjörinu er fyrrum sinn við lágum
með færi langt við bryggjuskúr og krók, ef mansa sáum Sandinum sem kom og fór í Skollafjöru forðum
Dávelgerðar dósastultur, dásemdina slíka
við í berjamó í Staðardal og Selárdalnum líka
Skautasvell á sléttri tjörn í tunglskini að vetri.
og Sólstaðanna kúna, sem mannýg var, ef þorðum ég séð hef aldrei annað eins, né berjabláma slíka
og dæmalausar marflærnar þar undir steinum líka Þar skemmtum okkur ansi oft við snúningana betri
Steina Steins og Nonna Kitt og Siggu gömlu að bera
Rófustuldur, rabarbari, flekagerð og fleira
Sigga Samm með byssuhólk í gluggakistu sáum
Í boltaleik í „enskan” eða „danskan“ þótti betra
þar brúsana á milli húsa, svona átti allt að vera
svo Bjössa á Gelti, pabba minn og Egil Kitt, af fáum
og fleygiferð á rennisleða, Sto og sitthvað meira „græna laut” og boðhlaupið var þreytt um nokkra metra
Tóti gamli raulari að tuðast gegnum rykið
Gaman væri að geta verið barn á Suðureyri,
Maja litla í Steinbúðinni, svo var hennar maður
Þeir sem voru sprækir þá, nú setjast munu að borðum
á túttunum við Stullahúsið, aldrei frá var vikið og Stjáni Bjarna, Matta mín og Bjarni B svo glaður
þar gengið um og leikið sér, já, gleðin oft var meiri
og spjalla af yndi um gamla tíð og lýsa vart með orðum
Í námunda við nótabátinn rétt hjá Lóu og Mæju
Hve fagurt var þá mannlífið og fjarskalega skrítið
er fórum við í „Hverfuna” á Stefnisgötuhorni
Þessi orð í þakkarljóði lýsa þar með orðum
á nálunum við harðfiskhjall í von að engir sæju
og fundum heila fjársjóði í fjöru á hverjum morgni
í firðinum þar vesturfrá og þorpið, „pínulítið“
þá minningarnar flæða fram er upplifðum við forðum
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Römm er sú taug Það var árið 1926 sem 66°NORÐUR hóf að framleiða sjóklæði á Suðureyri. Allar götur síðan hefur Súgandafjörður skipað sérstakan sess hjá okkur og við erum stolt af því að sjóklæðin og eyrin eru enn á sínum stað. Við sendum Súgfirðingum og nærsveitungum hugheilar hátíðarkveðjur.