SÚGANDI - jólablað 2014

Page 1

STJÓRNARSPJALL ... KIRKJUKAFFI ... GJÖF TIL FÉLAGSINS GOLFMÓT ... ACT ALONE ... SÚGFIRÐINGASKÁLIN VÍSNAHORNIÐ ... MINNINGARBROT ... HUGLEIÐINGAR SÚGFIRÐINGS LITLI FJÖRÐURINN ... Á SKOTHÓLNUM ... SÚGFIRÐINGAR Í ÚTLÖNDUM SÆLUHELGIN Í MYNDUM ... Konukvöld Átthagafélagsins


Frá stjórn

Súgandi jólablað 2

Það gengur vel í félaginu okkar. Félagsstarfið er í blóma og þátttaka félagsmanna er mikil og vaxandi á alla viðburði sem félagið stendur fyrir. Fréttaveitan er lifandi vefur sem allir sjá um að uppfæra og halda gangandi. Á hverjum degi er einhverju bætt við og gaman að sjá að margir deila gömlum ljósmyndum á síðunni og umræðurnar eru skemmtilegar. Nýafstaðið konukvöld sló algjörlega í gegn og konur fjölmenntu og skemmtu sér konu(ng) lega. Sjá mátti fólk af öllum aldri, úr öllum ættum og af öllum kynslóðum. Greinilegt er að það er áhugi fyrir svona viðburðum. Annað golfmót Súgfirðingafélagsins sem haldið var núna í haust gekk frábærlega og undirbúningur og framkvæmd skiluðu sér í góðu móti í fallegu veðri. Ekki verður annað séð en að mótið sé komið til með að vera. Fjöldi þátttakenda var til í að breyta dagsetningu á síðustu stundu til að sleppa við rigninguna og það hjálpaði til. Briddsið er í ár eins og fyrri ár afar vel sóttur viðburður og nú spila reglulega 14 pör. Góður kjarni spilamanna mætir og hefur gaman af og alltaf er pláss fyrir fleiri og allir velkomnir. Fjölmennt var í Kirkjukaffinu sem er einn af okkar stærstu viðburðum. Þeir sem mæta eru duglegir að koma með kökur og kaupa kaffi. Stjórn Viðlagasjóðs Súgfirðingafélagsins heldur utanum Kirkjukaffið og stendur sig vel. Við höfum notið mikillar velvildar auglýsenda sem gerir okkur kleift að gefa út tvö vegleg eintök af Súganda á hverju ári. Hvert einasta blað hefur náð að standa undir kostnaði og allur ávinningur hefur verið nýttur í félagsstarfið.

Við erum loksins sem félag búin að ná endum saman með stökkbreytta lánið okkar og útlitið er bjart. Miklar skuldir gera engum gott og geta farið illa með félag eins og okkar. Með sameinuðu átaki í rekstri félagsins og fjáröflunum hefur okkur tekist að klára lánið. Berti gjaldkeri félagsins er með pistil í blaðinu þar sem hann útlistar fjárhagsstöðuna betur. Áhugaverðar hugmyndir Rými er því komið í rekstur félagsins til að fara að hugsa til framtíðar. Áhugaverðar hug­myndir hafa verið viðraðar um að gera breytingar á Súgfirðingasetrinu. Stjórn­ in hefur ákveðið í góðu samráði við gef­endur Súgfirðingasetursins þ.e Kristínu Gissurar­ dóttur og Halldór Bernódusson og þeirra fjölskyldu að skoða möguleikann á því skipta um húsnæði á Suðureyri. Ástæðan fyrir þessu er til að auðvelda aðgengi fyrir félagsmenn sem eiga erfitt með að ganga upp stigana. Hin rausnarlega gjöf Kristínar og Halldórs verður ekki gleymd þó við færum okkur innan bæjarins. Ef ekki finnst annað húsnæði fyrir félagið með auðveldara aðgengi eru uppi spennandi hugmyndir um að breyta núverandi eldhúsi í herbergi og færa eldhúsið inn í stóra herbergið við hliðina og gera það að hjarta íbúðarinnar þar sem fólk getur setið saman, spjallað, horft á sjónvarp, eldað og borðað. Þannig væri enn jákvæðari upplifun af því að vera saman í íbúðinni í rúmgóðu sameiginlegu rými. Ekkert hefur verið ákveðið en allt verður þetta vel kynnt þegar þar að kemur skeMmtilegir tímar framundan Við erum búin að opna vefsíðu um Súg­ firðingasetrið sem er sugandi.is. Þar er hægt að bóka íbúðina og einnig sjá allar upplýsingar um setrið, skoða myndir og sjá hvaða dagsetningar eru lausar. Við leigjum


eingöngu félagsmönnum okkar enda erum við ekki í hótelrekstri né viljum vera í samkeppni við gistihús á Suðureyri. Fyrir þá sem ekki vilja eða geta bókað á netinu verður áfram hægt að hafa samband við Önnu Bjarna sem alltaf öllu reddar.

Í febrúar/mars n.k. verður síðan Súgfirðingagleði þar sem 5 borð verða frátekin fyrir fimm árganga Súgfirðinga þ.e. þá sem eru fæddir 1945, 1955, 1965, 1975 og 1985 og maka þeirra. Þessir árgangar eru hvattir til að mæta og rifja upp gömul kynni. Árið á eftir verða önnur fimm borð frátekin fyrir aðra fimm árganga. Tónlist verður spiluð frá öllum þessum árum og skemmtiatriðin verða áfram súgfirsk, létt og lifandi. Ljúffengur matur verður og allir skemmta sér saman, ungir og gamlir. Það verður ekki of oft sagt að allt sem gert er í Súgfirðingafélaginu er unnið í sjálfboðavinnu og laun allra þeirra sem leggja sitt af mörkum fyrir okkur hin er þakklæti. Gleymum því ekki að þakka fyrir það sem vel er gert og þá ómældu vinnu sem oft liggur að baki. Verum þakklát fyrir það sem vel er gert og höfum í huga að bestu hlutirnir í lífinu kosta ekki neitt. Maður er manns gaman.

Eyþór Eðvarðsson Formaður Súgfirðingafélagsins

Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Elsa Eðvarðsdóttir Ljósmynd á forsíðu: Arnþór Einarsson Skothóllinn – umsjón: Ellert Guðmundsson Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman

Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Eyþór Eðvarðsson GSM: 892 1987 eythor@thekkingarmidlun.is Varaformaður: Guðríður Gyða Halldórsdóttir GSM: 892 9393 gudridurgyda@gmail.com Gjaldkeri: Friðbert Pálsson GSM: 892 9092 fridbert@eff-ltd.com Ritari: Eydís Aðalbjörnsdóttir GSM: 845 1345 eydis@mi.is Meðstjórnendur: Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com Alda Björg Karlsdóttir GSM: 866 5301 alda@artica.is Kristján Pálsson GSM: 859 7899 kristjanpalsson@hotmail.com Umbrot: Gunnar Bjarni Prentun: Prentmiðlun ehf

Súgandi jólablað 3

Framundan er Spurningakeppni átthaga­ félaganna þar sem við munum mæta með okkar fulltrúa og síðan Pub Quiz sem er virkilega skemmtilegt form á spurningakeppni sem við prófuðum í fyrra og gekk vel.

SÚGANDI



Dagskráin framundan Janúar 11. janúar – Pubquiz

Febrúar 23. febrúar – Súgfirðingaskálin Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00 Spurningakeppni átthagafélaganna Nánari upplýsingar birtar síðar

Mars 30. mars – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00 Súgfirðingagleði Dagsetning nánar auglýst síðar Spurningakeppni átthagafélaganna Nánari upplýsingar birtar síðar

Apríl 27. apríl – Súgfirðingaskálin Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.

JúNÍ Ferð í lundinn okkar í Heiðmörk Nánari upplýsingar birtar síðar

Júlí 10. – 12. júlí - Sæluhelgi á Suðureyri

Súgandi jólablað 5

26. janúar – Súgfirðingaskálin hefst Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00


STJÓRNARSPJALL

Fjármál Súgfirðingafélagsins

Súgandi jólablað 6

Sæl öll góðu Súgfirðingar. Sem gjaldkeri langar mig að gera ykkur stutta grein fyrir fjármálum félags okkar. Almennt má segja að staða okkar sé nokkuð góð. Við eigum í sjóði, þegar þetta er skrifað, 2-300.000 kr. og skuldum ekki lengur neitt. Lánið sem félagið tók til að fjármagna lagfæringar og endurnýjun á Súgfirðingasetrinu er núna að fullu greitt. Þessa góðu stöðu ber að þakka dugnaði félags­ manna og stjórnarmanna undanfarinna ára. Félagsmenn hafa lagt félaginu lið með því að vinna að endurbótum í Súgfirðingasetrinu og allmargir stjórnarmenn undanfarinna stjórna hafa einnig lagt verulega á sig til að koma húsnæðinu í það stand sem það er í núna. Stjórnir þær sem ég hef unnið með undanfarin ár hafa náð frábærum árangri við að safna fjármunum til framkvæmda og til að greiða niður skuldir. Segja má að skuldir félagsins

SÚGANDI 2014

vegna Súgfirðingasetursins hafi lækkað um meira en 4.000.000 kr. síðustu 3 árin. Vissulega er þetta fleiri stjórnum að þakka en þeim, sem ég hef unnið með, og það er líka frábært að félagar hafa verið duglegir að taka þátt í þeim atburðum sem stofnað hefur verið til til að safna peningum til að greiða upp lán vegna Súgfirðingasetursins. Upp hafa komið hugmyndir um endurbætur innandyra, t.d. með því að breyta eldhúsi og stækka borðstofu. Þetta er enn á umræðustigi og hér er ekki vettvangur til að ræða það nánar. Hinsvegar er ljóst að ef í slíkar framkvæmdir verður farið, þarf sami eldmóður að ríkja enn um stund. Þannig ætti að vera hægt að bæta aðstöðu okkar á Suðureyri enn frekar og gera dvölina þar enn ánægjulegri. Nóvember 2014

Friðbert Pálsson, gjaldkeri.


Gjöf til félagsins Súgandi jólablað 7

Í sumar barst Súgfirðingafélaginu höfðing­leg gjöf frá Jóni Víði Njálssyni sem vildi sýna þakklætisvott fyrir stuðning sem Súgfirðingafélagið sýndi honum í kjölfar alvarlegs slyss sem hann lenti í. Eydís Aðalbjörnsdóttir tók við myndinni fyrir hönd stjórnar. Gjöfin er einstaklega falleg ljósmynd sem Jón tók af Suðureyri og mun myndin vera varðveitt í Súgfirðingasetrinu. Jón Víðir hefur tekið margar fallegar ljósmyndir. Það er hægt að kaupa stækkanir hjá honum sem unnar eru í Prentmiðlun á striga. Best er að hafa samband beint við Jón Víði til að kaupa mynd.

- snjallar lausnir NAV í áskrift

Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærsluog þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn. Breytilegur fjöldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað. Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og margt fleira. Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni.

Verð frá kr.

11.900pr. mán. án vsk

TM

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)

Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is

545 3200

navaskrift.is

sala@wise.is


Fréttir frá starfinu

Kirkjukaffi Súgfirðingafélagsins

Súgandi jólablað 8

Hið árlega kirkjukaffi viðlagasjóðs Súg­ firðingafélagsins var haldið í safnaðarheimili Bústaðakirkju að lokinni guðþjónustu sunnu­ daginn 12. okt. sl. Margir mættu til að eiga dýrmæta stund með ættingjum og vinum og njóta góðra veitinga. Að venju svignaði veisluborðið undan kræsingunum. Viðlagasjóðsnefndin fær hugheilar þakkir fyrir frábært framlag í þágu félagsins. Í nefndinni eru: Björk Birkisdóttir, Fríður Bára Valgeirsdóttir, Reynir Schmidt, Kristbjörg Sigurvinsdóttir, Inga Guðmundsdóttir, Svan­ hildur Halldórsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Sólrún Bjarnadóttir og Hafrún Huld Einars­ dóttir.

Ljósmyndir: Elsa Eðvarðsdóttir og Inga Guðmundsdóttir

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru meðan á kaffinu stóð.


Súgandi jólablað 9


PIPA

PIPAR \TBWA

SÍA

Ást við fyrstu sýn

Egils Malt og Appelsín


Súgandi jólablað 11


Glerísetningar

SÚGANDI 2014

sími:

510 66 66

Helstu samstarfsaðilar:

Bíllyklar/húslyklar Kæru Súgfirðingar Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla og húslykla á meðan beðið er. Þjónustum öll höfuðlyklakerfi. Tímapantanir óþarfar

19 Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.las.is • las@las.is


Velheppnað golfmót Súgfirðingafélagsins Súgandi jólablað 13

Golfmót Súgfirðingafélagsins var haldið á stórglæsilegum 9 holu golfvelli Dalbúa í Miðdal við Laugarvatn í blíðskaparveðri þann 20. september sl. Spilaðar voru 18 holur með Texas Scramble fyrirkomulagi. Mótið var punktamót með forgjöf. Mótstjóri var golfstórmeistarinn Guðmundur Óskar Hermannsson og vallarstjóri var Ragnheiður Bender. Guðmundur H. Sigmundsson og Ragnheiður gáfu okkur Súgfirðingum ókeypis aðgang að vellinum og allri þjónustu en þau sjá um rekstur golfvallar klúbbsins og skála.


Súgandi jólablað 14

Mikill keppnisandi myndaðist á vellinum og veðrið spillti svo sannarlega ekki fyrir. Veitt voru verðlaun fyrir lengsta högg kvenna og þau verðlaun hlaut Friðgerður Friðgeirsdóttir. Steinn Þorkelsson hlaut verðlaun fyrir lengsta högg karla. Hermann Guðmundsson og Karl Bjarnason hlutu nándarverðlaun. Þriðja sætið unnu Bára Hvas Samúelsdóttir og Kjartan eiginmaður hennar. Hildur Þorsteinsdóttir og Karl Bjarnason urðu í öðru sæti. Sigurvegararnir voru Jóhannes og Steinn Þorkelssynir. Bræðurnir fengu farandbikarinn til varðveislu til næsta móts sem verður haldið að ári. Fjölmörg fyrirtæki styrktu mótið með fínum gjöfum. Stjórn Súgfirðingafélagsins sendir öllum þeim sem gerðu mótið mögulegt og sýndu félaginu hlýhug og stuðning hugheilar þakkir.

Boðið var upp á ljúffenga kjötsúpu að loknu móti og keppendur fóru glaðir heim eftir góðan dag.


Súgandi jólablað 15


EINLEIKUR Á SUÐUREYRI

Súgandi jólablað 16

ACT ALONE Act Alone hátíðin var haldin í þriðja sinn á Suðureyri aðra helgina í ágúst síðastliðnum, en alls hefur hátíðin verið haldin ellefu sinnum og alltaf á Vestfjörðum. Hátíðin var lengd um einn dag og var því frá miðvikudegi til sunnudags. Það reyndist góð breyting og er hún komin til að vera. Metfjöldi sótti hátíðina eða um 2800 manns, sem mun vera aukning um 500 manns frá því í fyrra, svo hátíðin stækkar óðum.

Ljósmyndir: Ágúst G. Atlason

Alls voru 20 atriði á hátíðinni í ár og var boðið upp á leiklist, tónlist, myndlist, ritlist, matarlist, dans og gjörninga. Fyrir yngri kynslóðina var boðið upp á sirkus, brúðusýningu og vísindanámskeið. Það er því af nógu að taka á Act Alone enda er hátíðin einleikin veisla á öllum sviðum lista. Að venju var frítt inn á alla viðburði hátíðarinnar en svo er bæði fyrirtækjum í þorpinu og víðsvegar af Vestfjörðum fyrir að þakka. Stuðningur þeirra gerir þetta allt mögulegt.


Sjáumst á Act Alone 2015!

Minnum félagsmenn á að fallegt er í Súgandafirði á veturna og gott að gista í Súgfirðingasetrinu. • Sumarverð 36.000kr • Vetrarverð 29.000kr • Helgarverð á vetrartíma 20.000kr

• Sæluhelgin 40.000kr Afsláttur til öryrkja og eldri borgara 20 prósent af vetrarverði á vetrartíma.

Súgandi jólablað 17

Undirbúningur er nú þegar hafinn fyrir hátíðina Act Alone 2015 sem haldin verður 5.- 9. ágúst í heimabæ okkar allra, Suðureyri. Brottfluttir Súgfirðingar og fjölskyldur þeirra eru að sjálfsögðu hvattir til að koma og heimsækja bæinn sinn og njóta rjómans af íslenskum einleikjum. Svo munið að setja hring á dagatalið fyrir hátíðina á næsta ári.


Fréttir frá starfinu

Súgandi jólablað 18

Súgfirðingaskálin

Þriðja lota í Súgfirðingaskálinni 2014-2015 fór fram mánudaginn 24. nóvember s.l. Byrjað var á því að syngja afmælissönginn fyrir hana Gróu okkar Guðnadóttur en hún hefur unnið skálina góðu og verið tryggur liðsmaður í briddsinu. Strax að söng loknum hófst spilamennskan en nú bættist við eitt par og því spilað á átta borðum. Áhuginn fyrir Súgfirðingaskálinni fer því vaxandi sem er ánægjulegt og enn er pláss fyrir fleiri. Spiluð voru 30 spil að þessu sinni og var hart barist fram á síðasta spil en þegar yfir lauk voru það félagarnir Hafliði Baldursson og Árni Guðbjörnsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins. Staða tíu efstu paranna var þessi eftir kvöldið: Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnsson ............................. Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson . .......................... Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson . ...................................... Flemming Jessen - Kristján H. Björnsson........................... Finnbogi Finnbogason - Magnús Jónsson .......................... Friðgerður Friðgeirs - Friðgerður Benediktsdóttir ............. Gróa Guðnadóttir - Alda S. Guðnadóttir .............................. Sturla Gunnar Eðvarðsson - Björn Guðbjörnsson ..............

198 192 177 170 170 165 159 156

Þegar þrjár lotur hafa verið spilaðar af sjö er staða tíu efstu paranna þessi: Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnsson ............................. Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson . .......................... Sturla Gunnar Eðvarðsson - Björn Guðbjörnsson .............. Flemming Jessen - Kristján H. Björnsson .......................... Friðgerður Friðgeirs - Friðgerður Benediktsdóttir ............. Þorsteinn Þorsteinsson - Rafn Haraldsson ........................ Gróa Guðnadóttir - Alda S. Guðnadóttir .............................. Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson ........................................ Finnbogi Finnbogason - Magnús Jónsson .......................... Steinþór Benediktsson - Birgir Benediktsson.....................

539 527 512 511 502 502 496 479 450 440


Eins og sést á þessum tölum er ekki langt á milli para og virðist því stefna í mikla keppni. Eftir áramótin eru fjórar lotur sem verða spilaðar á eftirtöldum dögum: 26. janúar, 23. febrúar, 30. mars og 27. apríl 2015. Spilamennskan hefst stundvíslega klukkan 18:00 eins og venjulega og verður spilað á sama stað í sal Bridgesambands Íslands við Síðumúla í Reykjavík. Ég vil svo að endingu óska öllum Súgfirðingum og spilurum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þakklæti fyrir góð kynni á árinu sem er að líða. Hittumst hress á nýju ári.

Kristján Pálsson. Súgandi jólablað 19


KAUPFÉLAGSVÍSUR Ég fann í fórum mínum frábærar vísur eftir Jóhannes Þ. Jónsson, fyrr­ um kaupfélagsstjóra, Kaup­ félags Súgfirðinga. Þær voru sendar sem símskeyti til Búvörudeildar SÍS, deild 41, og fólu í sér pöntun á fóðurblöndu fyrir bændur í Súgandafirði. Eins og allir vita, átti Jóhannes mjög gott með að setja saman skemmtilegar vísur og var oft launfyndinn.

14/1 1960 SÍS 41, Reykjavík

Þó að skuldir þungar hrelli og þokist allt að feigðarströndu Þið ættuð samt í einum hvelli okkur senda fóðurblöndu

K.Sú.

Daginn eftir kom svohljóðandi símskeyti. Þeir áttu líka hagyrðinga hjá Sambandinu.

15/1 1960 Kaupfélag Súgfirðinga, Suðureyri

Beljunum ég blöndu sendi brátt þó teigist skuldalopinn svo þetta eigi aftur hendi að úr þeim detti mjólkursopinn

Sigli brátt með segli þöndu Súganda ég heilsa firði Kúafóður kem með blöndu sem kostar ekki eyrisvirði

SÍS 41

Nú líður og bíður, en ekki kom fóðurblandan og Jóhannes orðinn óþolinmóður. Sendi hann því 3 vísur í símskeyti, til að leggja frekari áherslu á mikilvægi pöntunarinnar.

22/1 1960 SÍS 41, Reykjavík Létt er kveðið, loforð fögur látin fljúga yfir sæinn Enn samt kusa er ósköp mögur - ekkert kemur gott í bæinn

Ykkar fley, víst ekki hefir óskabyr í hafi hlotið svo ódýrrar við ekki blöndu ennþá höfum getað notið

Undirtektir annars þakka og í framtíð samstarfs hlakka En kært mér væri ef kæmi blandan áður kýrnar gefa upp andann K.Sú. Samstarfsmaður Jóhannesar til margar ára, Bubbi


Hugleiðing!

Um aldurinn er ekki margt að segja árin koma og fara sína leið, annað hvort menn eldast eða deyja enginn ræður miklu um þetta skeið. Það styttist alltaf gangan á okkar ævi vegi en enginn veit hvað skrásett er hjá „Lykla-Pétri“ og núna þegar farið er að húma að hinsta degi, hefði margur kosið að hann verið hefði betri. Margs ég gæti iðraðst meðan enn ég andann dreg því ekki hef ég fetað hinn grýtta þrönga veg, en Pétur gekk á undan og afneitaði tvisvar áður en hana greyið galað hafði þrisvar. Frelsarinn var góður að fyrirgefa honum en freistingin er víða menn kannast þetta við. Ég vona að hann taki móti, sínum breysku sonum og sjái um að opna þetta fræga „Gullna-hlið“ Það er ekki sjálfgefið að eiga skjól þar inni og allra verstu mennirnir fá þar varla gist, en aðrir verða hólpnir og bjarga sálu sinni og sitja þá til eilífðar í himnaríkis vist. ------Stundum er það nauðsynlegt að gera að gamni sínu og glettast með það óþekkta hvernig sem það er. Hendingarnar þessar flugu fljótt úr brjósti mínu ég festi þær á blaðið og læt þær standa hér. Eðvarð Sturluson

Ég skora á skáldkonuna Guðrúnu G. Jónsdóttur (Eddu) sem var einn af stofnendum Súgfirðingafélagsins að koma með næsta ljóð.

Súgandi jólablað 21

Vísnahornið


minningarbrot

Jólin í minningunni

Súgandi jólablað 22

Endurminningar GYÐU HALLDÓRSDÓTTUR Ég man eftir því þegar ég var 9 eða 10 ára gömul, að alltaf var lesið upp úr nýjum barnabókum í útvarpinu á aðventunni og hann Baldur Pálmason las svo fallega upp úr þeim. Hann hafði óskaplega „jólalega“ rödd sem heillaði okkur krakkana, alveg eins og hún Ragnheiður Ásta gerir í jólakveðjunum fyrir jólin. Þá gat maður pantað sér bók hjá pabba og mömmu sem maður óskaði sér í jólagjöf og yfirleitt fannst hún í jólapakkanum mínum um jólin ásamt nýjustu bókinni hennar Ingibjargar Sigurðardóttur sem var frænka mín. Mamma taldi það sjálfsagðan hlut að ég, bókaormurinn, ætti bók eftir þessa frænku mína. Oftast voru þetta bækurnar eftir Enid Blyton sem voru á óskalistanum mínum, Ævintýrabækurnar eða Fimmbækurnar, sem héldu mér hugfanginni öll jólin. Hugsa ég að margir af minni kynslóð muni vel eftir þessum bókum. Hverfa og litlu jólin Í desember, þegar orðið var dimmt, fórum við krakkarnir í þorpinu alltaf í sérstaka leiki þegar búið var að borða kvöldmatinn. Þá söfnuðust allir saman og fóru í „Hverfu“ sem var ratleikur og feluleikur. Síðan, ef vel voru mokaðar göturnar, settum við saman skíðasleðana okkar og lékum járnbrautarlest eða renndum okkur á magasleða í Kaupfélagsbrekkunni. Síðan fóru allir þreyttir heim í hlýtt bólið því að daginn eftir voru jú litlu jólin í skólanum. Þá fékk maður að prófa jólafötin í fyrsta skipti. Við fengum tvö lítil og snúin Hreinskerti í skólanum sem maður bræddi og setti á borðið sitt. Búið var að skreyta skólatöfluna í stærstu stofunni og pappírsskrautið ljómaði í loftunum. Lesin var jólasaga og presturinn spilaði

Gyða með ömmustelpunni Andreu

undir á orgelið. Við sungum með skærum barnsröddum jólasálmana „Ó hve dýrðlegt er að sjá, Í Betlehem er barn oss fætt og Heims um bólið“. Við fengum epli frá jolla eins og við kölluðum jólasveininn og síðan héldu allir heim í glimrandi jólaskapi. Mamma bakaði auðvitað smákökur fyrir jólin, aðallega sprautukökur, gyðingakökur og hálfmána. En það var þó eitt sem hún bakaði alltaf, og var haft með jólamatnum, en það voru hveitikökur. Þær voru alveg sérstaklega góðar, funheitar með smjöri, sem bráðnaði á þeim.

Hangikjöt og svið Á Þorláksmessu (Þolláksmessu eins og var sagt í Súgandafirði) sauð mamma vel kæsta


skötu að vestfirskum sið og bjó til skötustöppu og kartöflur með og flot (hnoðmör). Með þessu voru hafðar hveitikökurnar góðu. Foreldrar mínir kölluðu þennan skötusið „að blóta SkötuLáka“!

Og þá var komið að jólakveðjunum, og fylltist þá hjartað af fögnuði jólanna og friði. Varð þá ósköp hljóð og eitt og eitt tár birtist í augnkróknum af öllum heilagleikanum sem fyllti loftið, mitt í jólahreingerningunni hjá mömmu minni, blönduðum ilminum af hangikjötinu. Loksins, loksins kom aðfangadagur. Ég vaknaði alltaf mjög snemma með pabba mínum og fékk þá hveitikökur með smjöri og hangikjöti og kakó í morgunmat. Erfitt var eins og alltaf að bíða þess að klukkurnar hringdu inn jólin og oft var maður búinn að spyrja pabba hvað klukkan væri núna, einmitt núna, eins og börnin spyrja enn í dag. En hún silaðist bara um eina mínútu í senn. Á endanum varð þó klukkan sex og þá var sest að borðum og var nú lystin heldur lítil því maður var með stóran spennuhnút í maganum af eftirvæntingu.

Jólin í „bíslaginu“ Þegar búið var að taka af borðinu var farið að jólatrénu. Reyndar sá ég ekki jólatré fyrr en ég

Ég stalst reyndar til að lesa jólabækurnar í glugganum mínum við birtuna af útiljósinu undir gardínunum lengst fram á nótt. Þannig er jólaminningin mín frá löngu liðnum dögum og óska ég öllum, mönnum og dýrum og helgum verum, gleðilegra jóla. Megið þið finna sannan jólafrið í hjarta ykkar.

Gyða Halldórs

Súgandi jólablað 23

Þá var soðið hangikjötið og líka svið. Ég er nefnilega alin upp við það að hafa köld svið og kalt hangikjöt bæði á aðfangadag og jóladag því að þetta var sá tími sem mamma mín fékk frí frá eldamennskunni, sem annars samanstóð af tveimur heitum máltíðum á dag og graut á eftir.

var 9 ára og gáfu bræður mínir mér það með fallegri loftbóluseríu og fuglum. Þar upphófst mikil gleði þegar pakkarnir voru opnaðir og á eftir settist fullorðna fólkið inn í stofu og spjallaði eða las jólabækurnar. Ég, hins vegar, hafði þann sið, að fara alltaf út í „bíslag“ og njóta jólanna með því að horfa á snjóinn glitra ofan á snjóhæðunum sem pabbi hafði mokað frá bíslaginu fyrr um daginn og jólaminningin mín er alltaf sú sama; glitrandi mjöllin og brak vegna frostsins undir skónum mínum nýju sem maður rann til á ef maður passaði sig ekki, tunglsljósið sem skein með skuggum í hæðum og lægðum á fjallinu mínu hinum megin við fjörðinn og kyrrðin, þessi djúpa, helga kyrrð sem bara tilheyrir jólunum. Og þarna stóð ég í jólakjólnum og blankskónum og undraðist alla þessa fegurð sem ég sá ekki aðra daga samankomna í firðinum mínum litla á jólanótt!


KEA HANGIKJÖT

Bragðið sem býr til jólin … ár eftir ár. Það er ýmislegt sem breytist með tímanum en KEA hangikjötið hefur verið ómissandi á jólaborðum Íslendinga í fjöldamörg ár. Það er taðreykt og verkað samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja framúrskarandi bragð og gæði.


hugleiðingar Súgfirðings

Kúrum og kyssumst Kolbrún Elma Schmidt veltir fyrir sér ástarmálum

Mörgum finnst það fremur skemmtileg iðja. Að búa til barn! Fólki finnst ekkert leiðinlegt að kela, kyssast og njóta ásta. Hér í Súgandafirði hafa fæðst nokkur stykki af yndisfríðum börnum. Það telst helvíti gott þegar á einu ári fjölgar um sex einstaklinga í litlu þorpi eins og okkar. Skemmtileg tilviljun að það sé akkúrat talan sex sem þýðir kynlíf á ensku! En hvað um það. Síðasti vestur var óvenju harður. Sjálfskipaðir spek­ ingar segja að hann hafi ekki verið jafn snjóþungur í 20 ár. Persónulega leið mér þó alltaf vel. Hér eru nokkur orð sem koma í hugann þegar ég hugsa til þessa tíma: þungur, svartur, norðurljós, kertaljós, leiðinlegur, fallegur, sjaldan stjörnubjart, kósý, dimmur, falleg fjöll, ljósasería, kalt, kúra, allt svart og hvítt, kela, rafmagnsleysi, langa í nammi en ekkert til í sjoppunni, sund, snjóbyl, smá ógleði, stærri fatastærð, þrýstin brjóst (ólétt), moka snjó, moka snjó, moka snjó.

Á uppfyllingunni þar sem ég bý hefur frjósemin verið afgerandi mikil. Í raðhúsinu sem við fjölskyldan búum í á Túngötunni hafa fæðst 4 börn. Eitt barn í blokkinni og eitt í Hjallabyggð. Af hverju svona mörg í raðhúsinu? Er það vindáttin? Norðaustanátt sem veldur brælu? Við búum jú í sjávar­ þorpi og bévítans brælan heldur fólkinu heima. Leti? Nenna íbúar þar ekki að vinna? Vilja vera heima í fæðingarorlofi? Raðhúsið er eina húsið sem búið er í sem er með þessum þakstíl og snýr eins og það snýr. Flest húsanna hér í firði eru með inngang sem snýr í norður eða suður. En ekki þar sem frjósemisfólkið býr í fólksfjölgunarraðhúsinu á Túngötunni. Þar er gengið inn og út í austur. Var oft ófært í apótek til að kaupa getnaðarverjur? Eða var takmarkið að búa til barn? Getur verið að fólk sé komið með nóg af umræðu um fólksfækkun á landsbyggðinni og gerði þetta eingöngu til að breyta umræðunni? Ég get talað fyrir mig. Ég og minn elskhugi og sambýlismaður erum á því að við séum svo frábær og skemmtileg að við urðum að búa til manneskju saman. Einstakling sem fæddur er til að gera heiminn og geiminn

Súgandi jólablað 25

Þegar húmar og kólna tekur allverulega í lofti og snjórinn hrifsar haustlitina á brott, er ekkert betra en að kveikja á kerti, borða góðan mat og eiga ljúfa stund með ástinni sinni. Í þessu tilfelli er ég að tala um virkilega ljúfa, góða og persónulega stund! Þar sem fullorðnir skoða einkastaði hvers annars.

Ást á milli fjalla. Ég og ástin í lífi mínu, Víkingur Kristjánsson

að betri veröld! Hún kom í heiminn sl. september. Það hefur ekkert með veðurfar eða vindátt að gera heldur sjálfsálit okkar skötuhjúa. Ég læt hér fylgja að lokum texta sem mér finnst góður. Búum til börn Það er enginn vafi, eitthvað vantar. Ég held þú vitir hvað það er því þú veist að við eigum ekki heima úti í horni ein og sér. Lofðu mér að liðka fyrir, látum okkur líða vel. Ég er ekki bara að hugsa um yðar einlægan, það er ekki það sem vakir fyrir mér. Búum til börn! Sumir segja að eitt sé alltof mikið en sjálfur fæ ég aldrei nóg. Ég lofa að blessun eykst með barni hverju. Berum ávöxt, verum frjó.

Lag og texti Moses Hightower.


Litli fjörðurinn Súgandi jólablað 26

Eydís Aðalbjörnsdóttir skrifar Myndir frá Eydísi Aðalbjörnsdóttur og Ragnheiði Björk Guðmundsdóttur

Einn af listviðburðum Act Alone var hylling á ljóði Ingibjargar Jónasdóttur, Litli fjörðurinn, sem Súgfirðingum er afskaplega kært. Ingibjörg, sem alltaf var kölluð Inga Jónasar, samdi líka lag við ljóðið og það hefur mikið verið sungið á ýmiskonar samkomum, bæði í kirkjulegum athöfnum og annarsstaðar. Síðast flutti Ragnar bróðir Ingibjargar lagið ásamt sonarsonum sínum í kirkjukaffi Súgfirðingafélagsins í haust við góðan róm. Forsaga þess að setja þetta þekkta ljóð á virðingarverðan stað var að Elías Guðmundsson eigandi Fisherman kom að máli við börn Ingibjargar, með þá hugmynd að mála ljóðið


á vegg veitingarstaðarins Talisman. Í húsinu var áður Suðurver, kjörbúð sem Guðmundur Elíasson eiginmaður Ingibjargar rak og bjó fjölskyldan á efri hæð hússins. Fjölskyldan hennar tók beiðninni mjög vel.

Það segir margt um hversu vel Ingibjörg hitti Súgfirðinga í hjartastað, að texti og lag sem hún orti fyrir rúmlega 30 árum, sé sunginn þegar

Súgfirðingar hittast við margvísleg tilefni. Súgfirðingar minnast hennar með hlýju.

Súgandi jólablað 27

Örvar Árdal Árnason listamaður var fenginn til verksins og myndgerði hann sína túlkun á ljóðinu. Myndin er einstaklega vel heppnuð þar sem ljóðið er í forgrunninum og nýtur sín vel. Konan hans Örvars sá um að skrifa ljóðið á vegginn.


Á skothólnum

Súgandi jólablað 28

Erna Guðmundsdóttir Hverra manna ertu? Foreldrar mínir eru Guðmundur Ingimarsson og Sigríður Páls­ dóttir. Fjölskylduhagir? Við erum þrjú í fjölskyldu, ég og börnin mín tvö, Ísak Aron 16 ára og Erna Lind 5 ára. Starf? Markþjálfi og heimilisfræðikennari í Klettaskóla. Hvar býrðu? Kópavogi. Áhugamál? Útivist, andleg málefni, markþjálfun, fagurfræði, listir, hönnun, föt, kaffi og dans. Fallegustu staðirnir í Súg­andafirði? Útsýnið af flugvellinum út fjörðinn og útsýnið þegar komið er út úr göngunum í botni fjarðarins. Hvenær fórstu síðast á Suðureyri? Í júlí síðastliðnum. Uppáhaldsmaturinn? Kjúklingabringur með piparostasósu, sætum kartöflum og salati. Uppáhaldstónlist? Amadabama, Hjálmar,

Hjaltalín, Ásgeir Trausti, Júníus Meyvant, Beyonce og fleira og fleira. Uppáhaldsleikari/-leikkona? Edward Norton. Hvað er í jólamatinn? Það er óákveðið en líklega hamborgarhryggur eins og vanalega. Hvaða minningar áttu frá jólunum á Suðureyri? Ljúfar minningar um messu á aðfangadag, hamborgarhrygg, mikið af Nóa konfekti, spil og góða samveru með fjölskyldu og vinum.


Á skothólnum

Elmar Þór Diego Hverra manna ertu? Sonur Ástu og Kela...... Ástu Ingimars og Þorkells Diego.

Starf? Er nýbúinn að selja fyrirtæki mitt, Aðalgeymslur og Aðalbón. Hvar býrðu? Ég bý á Langholtsvegi 5. Áhugamál? Líkamsrækt, fótbolti og íþróttir almennt. Fallegustu staðirnir í Súg­andafirði? Gölturinn. Hvenær fórstu síðast á Suðureyri? Fór í ævintýraferð með yngsta soninn um síðustu verslunarmannahelgi. Uppáhaldsmaturinn? Hamborgarhryggur. Uppáhaldstónlist? U2 og bara tónlist yfirhöfuð. Uppáhaldsleikari/-leikkona? Al Pacino. Hvað er í jólamatinn? Hamborgarhryggur. Hvaða minningar áttu frá jólunum á Suðureyri? Eftirminnilegustu jólin eru síðustu jólin sem ég hélt á Suðureyri 1984 að mig minnir. Við fjölskyldan vorum flutt suður og við mamma ætluðum að vera yfir jól og áramót hjá Fribbu og Árna. Við komumst

ekki lengra en á Ísafjörð vegna óveðurs. Ef ég man rétt þá held ég að Sigurður Ingimarsson bróðir mömmu hafi hringt í varðskip sem lá í Skutulsfirðinum og fengið það til að sigla með okkur yfir í Súgandafjörð. Það fór þannig að við ásamt einum öðrum vorum flutt á gúmmítúttu út í varðskipið og þeir sigldu með okkur þrjú í jólahátíðina á Súgandafirði. Það var nú þannig veður að þeir gátu ekki siglt inn fjörðinn heldur lágu þeir fyrir utan. Sjógangurinn var býsna mikill og þannig að þeir þurftu að snúa skipinu þvert á fjörðinn til að koma okkur í bátinn sem flutti okkur inn fjörðinn. Ég man svo vel eftir því að þeir voru að bíða færis og öldu til að sigla á inn fjörðinn. Þetta var býsna óhuggulegt fyrir 11 ára gutta og ég er viss um að mamma hafi hugsað hvað hún væri búin að koma okkur útí. En allt gekk þetta vel og Árni heitinn tók á móti okkur og jólagjöfunum sem okkur fylgdi við löndunarkranann.

Súgandi jólablað 29

Fjölskylduhagir? Ég á 3 börn. Sólrúnu Diego, Róbert Diego og Eið Mána Diego. Bý með unnustu minni Lilju Björk.


Súgfirðingar í útlöndum

Súgandi jólablað 30

Eygló Einarsdóttir Nafn og hverra manna ertu? Eygló Einarsdóttir, dóttir Einars Guðnasonar og Guðnýjar Guðnadóttur. Fjölskylduhagir? Í sambúð. Á þrjú frábær börn, og þrjú ennþá frábærari barnabörn og tvö til á leiðinni. Rík kona, ég :) Starf/Nám? Útskrifuð frá Bifröst á sínum tíma... er ekki að vinna úti eins og er, en hef alveg gert ýmislegt :) Hvar býrðu? Úti í skógi á svona sumarhúsasvæði rétt hjá Ljungbyhed, Skåne, Sverige. Helsta menningarsjokkið við að búa erlendis? Hehe... man eftir því þegar við fórum fyrst í búð til að versla “svona stórt” og ég stóð við kæliborðið og hugsaði: Hvað er eiginlega fiskurinn hérna í Svíþjóð? Og svo sagði konan á kassanum „hæ“ við mig, og ég leit aftur fyrir mig, til að sjá hverjum hún væri að heilsa. Á þeim tíma heilsaði ekki fólkið á kössunum á Íslandi kúnnunum. Helsti munur á Svíum og Íslendingum? Skipulagið maður!! Allt er planað.. enginn gerir neitt spontant. Rosalega erfitt stundum! Síðasta heimsókn þín til Suðureyrar? Í lok ágúst til að halda upp á 60 ára afmæli Guðna bróður! Rosa fjör eins og alltaf :) Hver er þinn helsti áhrifavaldur? Pabbi minn og mamma mín. Hver eru þín framtíðaráform næstu 5 ár? Á fimm ára áætlun hjá mér er að halda áfram að lifa lífinu lifandi, og njóta þess með fjölskyldunni og vinunum.. því dýrmætasta af öllu.

Eitthvert lífsmottó? Mottóið mitt frá Bifröst var: Gerðu ekkert í dag sem þú getur látið einhvern annan gera fyrir þig á morgun... Ætli ég haldi því bara ekki :) Hver er þinn uppáhaldsstaður? Erfið spurning, en ef ég ætti svona beamapparat eins og í Star Trek, myndi ég allavega byrja á að beama mig heim til Suðureyrar. Ertu með einhverja skemmtilega sögu úr vinnunni? Ég var að vinna í bensínsjoppu, og fastakúnni, sem ég vissi að hafði ekki alla hesta heima í kollinum, kom inn og bað um sígarettur. Ég rétti honum pakka, sem á stóð ”tóbak drepur”. Hann sagðist alls ekki geta reykt svona hættulegar sígarettur, svo það var ekkert annað í stöðunni en að leita uppi pakka með meinlausari áletrun. Ef þú gætir breytt einhverju einu atriði, hvað myndi það vera? Eiginlega engu... ef maður breytir einu, þá breytist svo margt annað... Hver er draumurinn? To live happily ever after.. Ertu eitthvað á leiðinni að flytja aftur til Íslands? Nei..., en ég segi aldrei aldrei... Eitthvað sem þér liggur á hjarta? Bara gleðileg jól, gott nýtt ár og knús til ykkar allra.


Súgfirðingar í útlöndum

HELGI UNNAR Valgeirsson

Eitthvert lífsmottó? Leggðu þig fram og þú munt njóta þess að lokum. Hver er þinn uppáhaldsstaður? Svarti skógur í Þýskalandi. Ertu með einhverja skemmtilega sögu úr vinnunni? Já, með fullt af sögum af indjánunum sem eru þó ekki við hæfi hér. Ef þú gætir breytt einhverju einu atriði, hvað myndi það vera? Laga Internetsímann sem ég er með hjá Símanum svo að ég geti hringt heim. Hver er draumurinn? Lifa til æviloka. Ertu eitthvað á leiðinni að flytja aftur til Íslands? Já, örugglega einhvern tímann. Eitthvað sem þér liggur á hjarta? Koma á framfæri kærri hátíðarkveðju til vina og ættingja heima.

Súgandi jólablað 31

Nafn og hverra manna ertu? Helgi Unnar Valgeirsson. Foreldrar mínir eru Valgeir Hallbjörnson og Þóra Þórðardóttir. Fjölskylduhagir? Eiginkona mín er Sigríður Elín Guðjónsdóttir. Börnin mín þrjú eru Benóní Hjörtur, Embla Dís og Hekla Sigrún. Starf/Nám? Ég er verkefnastjóri hjá Arnason Industry. Hvar býrðu? Stonewall, Manitoba, Kanada. Helsta menningarsjokkið við að búa erlendis? Lífsgæðin, það er hægt að hafa það fínt hérna sem launþegi, sem er illmögulegt á Íslandi. Helsti munur á Kanadamönnum og Íslendingum? Skipulagið maður!! Allt er planað.. enginn gerir neitt spontant. Rosalega erfitt stundum! Síðasta heimsókn þín til Suðureyrar? Júní 2011. Hver er þinn helsti áhrifavaldur? Veit ekki. Hver eru þín framtíðaráform næstu 5 ár? Njóta lífsins og gera eitthvað skemmtilegt.


Ljósmyndir: Anna Bjarnadóttir og Elsa Eðvarðsdóttir

Súgandi jólablað 32

4 1 0 2 n i g l e h u l æ S

m u d n í my


Súgandi jólablað 33


Súgandi jólablað 34


Súgandi jólablað 35

Konukvöld átthaga­ dætra komið til að vera Konukvöld átthagadætra var haldið í Árskógum í Reykjavík þann 6. nóvember síðastliðinn. Kvöldið heppnaðist einstaklega vel og mættu um 120 konur. Veislustjóri var Ingibjörg Gunnarsdóttir.

Happdrætti kvöldsins var veglegt og fjölmargir glæsilegir vinningar voru í boði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Allir þeir sem styrktu konukvöldið með gjöfum fá hugheilar þakkir.

Dagskráin var margvísleg. Borghildur Sverrisdóttir fræddi okkur um hamingjuna og heilsuna og Rakel Garðarsdóttir upplýsti okkur um hvernig við, með breyttum hugsunarhætti, getum haft jákvæð áhrif á umhverfi okkar. Tvær frábærar tónlistarkonur af súgfirskum ættum, þær Emma Ævarsdóttir og Una Stefánsdóttir, sáu um tónlistaratriði kvöldsins. Tískusýning var frá versluninni Sigurboganum og þar voru að sjálfsögðu bara glæsilegar súgfirskar fyrirsætur.

Ákveðið hefur verið að stefna á að halda konukvöld annað hvort ár því það eru svo margar frábærar konur tengdar Súgandafirði að nauðsynlegt er að hittast reglulega og eiga ánægjulega kvöldstund.


Súgandi jólablað 36


Súgandi jólablað 37


Óskum öllum Súgfirðingum nær og fjær, gleðilegra jóla

Súgandi jólablað 38

Sigrún Edda og Eyþór Páll

Ljósmynd: Ágúst G. Atlason

www.prentmidlun.is

Aðalgötu 8, 430 Suðureyri, sími 450 7100

®



JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Römm er sú taug Það var árið 1926 sem 66°NORÐUR hóf að framleiða sjóklæði á Suðureyri. Allar götur síðan hefur Súgandafjörður skipað sérstakan sess hjá okkur og við erum stolt af því að sjóklæðin og eyrin eru enn á sínum stað. Við sendum Súgfirðingum og nærsveitungum hugheilar hátíðarkveðjur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.