Janúar 2014
Veldur hver á heldur
Tækifæri í ferðaþjónustu á Vestfjörðum Náttúra – Friðsæld - Upplifun
Efnisyfirlit Formáli.......................................................................................................................................................................................................................... 5 Samantekt.................................................................................................................................................................................................................. 6 Þróun undanfarinn áratug............................................................................................................................................................................. 8 Staðan í dag auk samanburðar................................................................................................................................................................ 11 Spá um þróun næsta áratug....................................................................................................................................................................... 16 Svæðisyfirlit.............................................................................................................................................................................................................. 22 Reykhólar og Breiðafjörður................................................................................................................................................................ 22 Suðurfirðirnir................................................................................................................................................................................................... 24 Norðurfirðirnir................................................................................................................................................................................................ 25 Hólmavík og Strandir............................................................................................................................................................................... 29 Friðlandið á Hornströndum................................................................................................................................................................. 31 Niðurstöður.............................................................................................................................................................................................................. 32 Óplægður gullakur ........................................................................................................................................................................................... 34
3
Myndayfirlit Forsíðumynd – Safn Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði - ©Gústaf Gústafsson Aðrar ljósmyndir Kjartan Þorbjörnsson, ©Golli - golli@mbl.is Mynd 1 – Gisting á Vestfjörðum 2003-2012, innlendir og erlendir gestir.......................................................... 9 Mynd 2 – Fjölgun gistinátta í prósentum 2003-2012 – Vestfirðir og Ísland.................................................... 10 Mynd 3 – Gistinætur eftir landshluta 2012................................................................................................................................... 12 Mynd 4 – Hlutfall Vestfjarða miðað við landið í heild, gistinætur og gestir......................................................... 13 Mynd 5 – Fjölgun farþega og skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar 2010-2012..................................................... 14 Mynd 6 – Gistinætur á Vestfjörðum og Vesturlandi 2010, innlendir og erlendir gestir............................ 17 Mynd 7 – Árstíðabundnar sveiflur í sölu gistinátta 2012................................................................................................... 18 Mynd 8 - Gisting á Vestfjörðum 2003-2012, innlendir og erlendir gestir - Spágildi 2013-2022.. 19 Mynd 9 - Svæðaskipting ferðaþjónustu að mati skýrsluhöfundar ©Google Earth....................................... 23 Umbrot Pixel ehf
4
Formáli Þessi skýrsla fjallar um mat höfundar á tækifærum í ferðaþjónustu á Vestfjörðum sem vísar hér til alls Vestfjarðakjálkans. Skýrslan er unnin að beiðni NASF sem er verndarsjóður villtra laxastofna (e. North Atlantic Salmon Fund) og alþjóðleg samtök sjálfboðaliða, sem hafa það markmið að vernda, endurreisa og auðga villta laxastofna beggja vegna Atlantsála og skapa atvinnutækifæri með hóflegri og skynsamlegri nýtingu þeirra. Höfundur er búsettur á Vestfjörðum, með langa reynslu af markaðsmálum, m.a. sem forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða. Grein ing tækifæra í ferðaþjónustu er ekki nákvæm vísindi og ber að lesa þessa skýrslu í því ljósi.
möguleika í ferðaþjónustu á viðkomandi svæði. Skoðanir viðmælenda endurspegla ekki endilega skoðanir skýrsluhöfundar. Áhugavert er að benda á að vinna hefur verið í gangi síðan árið 2011 varðandi kortlagningu auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu með notkun landfræðilegs upplýsingakerfis (LUK) hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Bindur skýrsluhöfundur vonir við að sú vinna skili af sér nýjum tækifærum í ferðaþjónustu á komandi árum. Bolungarvík haustið 2013 Gústaf Gústafsson
Skýrslan er í fjórum hlutum auk niðurstaðna og samantektar. Tekin voru viðtöl við hagsmunaaðila innan og utan svæðisins. Byggir skýrslan að hluta til á þeim viðtölum. Viðtöl við hagsmunaaðila voru opin þemaviðtöl með áherslu á stöðu og
5
Samantekt Fólksfækkun, einhæft atvinnulíf og misjafnar samgöngur eru raunveruleiki sem Vestfirðingar þekkja náið. Veruleg hætta er á að byggð á stórum svæðum innan Vestfjarða hverfi. Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri telur til dæmis, að innan 30 ára þurrkist byggð á Vestfjörðum út1 verði ekkert að gert. Byggð á Vestfjörðum er fyrst og fremst tengd sjónum og afurðum hans, enda eru um 40% af strandlengju Íslands skilgreind innan svæðisins. Hátt í 80% starfa í fiskvinnslu á svæðinu eru mönnuð fólki af erlendum uppruna2. Sjávarútvegur er hvergi annar staðar á landinu jafn mikilvæg atvinnugrein og má benda á að árið 2009 var hann 38% af framleiðslu svæðisins3 en það hlutfall fer minnkandi og árið 2011 mældist hann 31%4. Í því ljósi má benda á að enginn landshluti er eins viðkvæmur fyrir sveiflum í sjávarútvegi og Vestfirðir5. Hlutfall Vestfjarða í heildarframleiðslu landsins er um 2%. Á undanförnum áratug hefur nýr vaxtarsproti tekið 6
að dafna á svæðinu sem gæti mögulega breytt ímynd, íbúaþróun og möguleikum svæðisins. Vaxtarsproti sem hefur einstakt tækifæri til þess að nýta bestu eiginleika svæðisins á sjálfbæran hátt. Þessi vaxtarsproti er ferðaþjónusta, en á einum áratug hefur gistinóttum gesta fjölgað um 92%, eða að meðaltali um 6,6% á ári. Það er ólíklegt og jafnvel óæskilegt að ferðaþjónusta
taki
við
af
sjávarútvegi
á
Vestfjörðum sem helsta framleiðsluafurð en saman geta þessar greinar unnið og styrkt hvor aðra eins og dæmin sýna. Ferðaþjónusta getur, ef rétt er á spilunum haldið með bættum samgöngum og hærra þjónustustigi, fjölgað atvinnutækifærum, aukið lífsgæði íbúa og stutt við áframhaldandi búsetu á svæðinu öllu6. Umgjörð greinarinnar þarf að taka mið af þörfum aðila í ferðaþjónustu, bæta þarf framboð á þolinmóðu fjármagni til framkvæmda og koma á fót hvatakerfi til að auka nýliðun.
Æ fleiri ferðamenn gista á hótelum og gististöðum sem til boða standa, gistinóttum hefur fjölgað og er líklegt að sú þróun haldi áfram. Það er þó í höndum heimamanna hversu mikilvæg ferðaþjónustan verður svæðinu. Að hluta til þarf greinin sjálf að bæta í og sérstaklega þarf að fjölga fyrirtækjum sem starfa allt árið. Auka þarf veltu, bæta framlegð og fjölga afþreyingarmöguleikum. Íslenska ríkið og sveitarfélög á svæðinu þurfa
að hlúa að þörfum greinarinnar og ákveða hvort ferðaþjónustan fái tækifæri til þess að verða einn af burðarstólpum byggðar með bættum samgöngum, skýrri stefnumótun og umhverfisvænu skipulagi á sjálfbærri nýtingu svæðisins.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/31/brynt_ad_baeta_samgongurnar/
1
http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Samfelag/4.Vestfirdir.pdf
2
http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Samfelagsahrif/Vestfirdir.pdf
3
http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/hagvoxtur-landshluta-2007-2011.pdf
4
Hagfræðistofnun (2011).
5
7
Þróun undanfarinn áratug Þróun ferðaþjónustu á Vestfjörðum undanfarinn áratug einkennist fyrst og fremst af breytingum á ytra umhverfi; fjölgun ferðamanna til landsins, samgöngum og stoðkerfi greinarinnar. Fjöldi gistinátta er ágætur mælikvarði á þróun ferðaþjónustu í bland við upplýsingar sem eru aðgengilegar hjá Hagstofu Íslands. Ýmislegt vantar þó til að meta með áreiðanlegum hætti heildaráhrif ferðaþjónustu á svæðið. Fjöldi gistinátta á Vestfjörðum hefur vaxið úr 67.362 í 129.229 eða um 92% frá árinu 2003 til 2012 eins og sjá má á mynd 1, eða að meðaltali um 6,6% á ári. Heildarfjöldi gistinátta yfir landið hefur á sama tímabili aukist um 88%. Þrátt fyrir að fyrirtækjum í greininni hafi fjölgað er stór hluti þeirra enn starfandi árstíðabundið. Stoðkerfi ferðaþjónustu á Vestfjörðum hefur breyst að meðaltali á um þriggja ára fresti undanfarinn áratug og fylgir slíkum breytingum oft togstreita. Niðurstaðan er að mörgu leyti 8
tilviljanakennd en kannski sú að flest er í boði er viðkemur ráðgjöf, viti aðilar í ferðaþjónustu hvar leita skuli eftir þjónustunni. Ekki er þó fyllilega ljóst að mati skýrsluhöfundar hvaða ástæður lágu til grundvallar ýmsum af þeim breytingum sem áttu sér stað né hvaða markmiðum átti að ná. Til dæmis olli sóknaráætlun landshlutanna8 töluverðu raski á stoðkerfi svæðisins svo vægt sé að orði komist og nú eru blikur á lofti um þá stefnumörkun þó rykið sé enn ekki sest. Það sýnir að mati skýrsluhöfundar hversu óstöðug umgjörð ferðaþjónustu í raun er og mætti taka fjöldamörg nýleg dæmi, meðal annars skattabreytingar. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um að jafna sveiflur milli árstíða í ferðaþjónustu á Íslandi. Sú hugmyndafræði kom fram í opinberri umræðu eftir hrun, m.a. meðal forsvarsmanna hins opinbera sem og aðila í ferðaþjónustu. Þar var lögð áhersla á að búa þyrfti til fleiri segla og stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið. Þessi hugmyndafræði var endurómuð sem lykill
Öll tegund gistingar 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
Mynd 1 – Gisting á Vestfjörðum 2003-2012, innlendir og erlendir gestir7
að framtíðarsýn í skýrslu Boston Consulting Group.9 Að mati skýrsluhöfundar hefur sú þróun þó ekki gengið sem skyldi, enda greinir hagsmunaaðila á um aðferðir og leiðir. Samgöngur
á
norðanverðum
Vestfjörðum
hafa batnað mjög mikið með tilkomu nýs Djúpvegar um Þröskulda, á þó fjórðungurinn enn langt í land svo gott sé. Verulega skortir á að bæta flugsamgöngur, tengja þarf norður- og suðursvæðið saman með heilsársvegi og byggja upp heilsársveg á Suðurfjörðum og á Ströndum. Einnig
er
fja rskiptum
og
rafmagnsöryggi
ábótavant í fjórðungnum. Mikilvægt er að Ísavía og Vegagerðin taki tillit til hagsmuna ferðaþjónustunnar í sínum áætlunum. Breytingar á ferðaþjónustu á Vestfjörðum undanfarinn áratug eru mismiklar eftir svæðum. Þar má sérstaklega nefna þróun í og umhverfis
Skutulsfjörð. Til að mynda hefur gestum erlendra skemmtiferðaskipa fjölgað gríðarlega11, árið 2012 komu 31.385 gestir til Ísafjarðar með 34 skipum samanborið við 16.790 gesti með 28 skipum árið 2010 eins og sjá má á mynd 5. Þó má benda á að sú þróun að stærri skip auki komur sínar er ekki endilega jákvæð fyrir svæðið. Til að mynda má sjá í skýrslu Boston Consulting Group að þeir telja þessa tegund gesta síst æskilega. Viðburðir á borð við Aldrei fór ég suður og Mýrarboltinn hafa vakið verulega athygli innanlands. Þá má einnig nefna að fyrirtæki í ferðaþjónustu á því svæði eru farin að nota vor og haust í meiri mæli en þekktist hér áður fyrr og var jafnvel talið mögulegt. Mætti nefna skíðaferðir í Jökulfirðina sem og aukningu á annarri náttúrutengdri upplifun. Þessi þróun er reyndar ekki alveg bundin við Skutulsfjörð og nágrenni, því finna má stöðuga uppbyggingu
Hagstofa Íslands (2013).
7
Forsætisráðuneytið (2013). http://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/soknaraaetlun-2020/landshlutar/
8
Boston Consulting Group (2013). Northern Sights: The future of tourism in Iceland.
9
9
Vöxtur gistinátta í prósentum 25,00% 20,00% 15,00% 10,00% 5,00% 0,00% -5,00%
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
-10,00% Vestfirðir
Ísland
Mynd 2 – Fjölgun gistinátta í prósentum 2003-2012 – Vestfirðir og Ísland10
víðar, bæði á gistingu og afþreyingu, t.a.m. á Bíldudal, Patreksfirði, Heydal í Mjóafirði, Djúpavík á Ströndum og Hólmavík. Ekki má gleyma tilkomu Fosshótels á Patreksfirði í byrjun sumars, sem mun gjörbreyta sviðsmynd ferðaþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar munu skapast aukin sóknarfæri í náinni framtíð, sérstaklega í tengslum við stærri hópa ferðamanna.
Hagstofa Íslands (2013).
10
Ferðamálastofa (2013). Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, Apríl 2013.
11
10
Staðan í dag auk samanburðar Hlutfall gistinátta á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta er ekki hátt. Hafa ber í huga að þó að um 40% strandlengju Íslands tilheyri svæðinu eru rétt um 2% landsmanna búsett á Vestfjörðum. Áreiðanleg tölugögn um þróun og stöðu ferðaþjónustu vantar sárlega, það á við um Vestfirði ekki síður en landið í heild.12 Það er því erfitt að meta með góðum hætti stærð og umfang ferðaþjónustu á ákveðnum svæðum. Helsti veikleiki Vestfjarða eru samgöngur hvort sem um er að ræða ferðaþjónustu, aðrar atvinnugreinar eða byggðaþróun. Brýn nauðsyn er á að bæta samgöngur milli norður- og suðurfjarðanna. Góður hringvegur um Vestfirði með tilkomu Dýrafjarðarganga og uppbyggingu vegstæðis á Dynjandisheiði mun ekki einungis bæta skilyrði ferðaþjónustu heldur hafa veruleg
áhrif á búsetuþróun.14 Vonir standa til að staðið verði við núverandi samgönguáætlun en samkvæmt henni mun vinna við Dýrafjarðargöng hefjast árið 2015 og hafa í för með sér tilheyrandi úrbætur fyrir svæðið. Styrkleikar Vestfjarða einkennast af veikleikum þeirra. Í heilsárstilliti eru Vestfirðir í raun eins og þrjár eyjar. Landfræðileg lega, aðgengi, djúpir firðir og gríðarlega mikil strandlengja skilgreina sérstöðu svæðisins. Hrein og ómenguð náttúra, fjölbreytt landslag, mikið dýralíf, myrkur, kuldi og sérstæð saga og menning eru sóknarfæri. Í ljósi þessa er áhugavert að hafa í huga orð Jussi Töryrylá, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Levi í Lapplandi, en hann lýsti Levi svæðinu þannig að fyrir 30 árum hafi það verið langt í burtu, kalt, dimmt, fáir snjósleðar og engin vetrarferðaþjónusta.
Ferðamálastofa (2013). Þörfin fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu – Greining hagsmunaaðila.
11
11
Fjöldi
Gistinætur landshluta 2012 1.800.000 1.600.000 1.400.000 1.200.000 1.000.000 800.000 600.000 400.000 200.000 0
HöfuðSuðurnes Vesturborgarland svæði
Vestfirðir
Norður- Norðurland land vestra eystra
Austurland
Suðurland
Gistinætur 1.681.451 124.875 242.155 129.229 127.898 451.004 347.644 634.255 Mynd 3 – Gistinætur eftir landshluta 201213
Árið 2010 var ferðaþjónustan hins vegar að mestu leyti að vetri til og yfir 50 fyrirtæki buðu skipulagðar ferðir, gestir yfir 600.000, seldar gistinætur 2,5 milljónir og innkoma vegna ferðaþjónustu um 200 milljónir €. Það er ekki þar með sagt að Vestfirðir eigi að vera með sömu áherslur og Levi enda svæðin ólík að mörgu leyti, en dæmið um smábæinn í Lapplandi sýnir að snúa má veikleikum í styrkleika. Sömu sögu er að segja um mörg önnur svæði. Meðal annars er áhugavert að skoða hvað er að gerast í Skotlandi varðandi uppbyggingu sjávartengdrar ferðaþjónustu á strand- og dreifbýlissvæðum.15 Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa staðið fyrir útgáfu vinsælla göngukorta þar sem kortlagðar eru yfir 300 gönguleiðir víðs vegar á svæðinu. Það væri kjörið að halda því verkefni áfram
t.d. með merkingum og skipulegu viðhaldi og uppbyggingu leiða. Glöggt er gests augað og það er full ástæða til þess að velta fyrir sér hvers vegna Lonely Planet, mest lesna ferðarit heims, setti Vestfirði á lista 10 áhugaverðustu svæða í heimi árið 2011 og hvers vegna svæðið hlaut hin virtu verðlaun Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Euro pean Destination of Excellence (Eden) árið 2010 fyrir vatnstengda ferðaþjónustu. Hagræn áhrif ferðaþjónustu á Vestfirði eru nú þegar töluverð. Boston Consulting Group taldi að um 62.000 erlendir gestir hafi heimsótt Vestfirði árið 201216, að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja hafi verið nálægt 150 og hagræn umsvif væru um 1,825 milljarðar17.
Hagstofa Íslands (2013).
13
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/31/brynt_ad_baeta_samgongurnar/
14
http://www.thecrownestate.co.uk/media/439930/scotland-bulletin-autumn-2013.pdf.
15
Boston Consulting Group (2013). Northern Sights: The future of tourism in Iceland.
16
Arion banki (09.10.2013). 15$M, meðalgengi í.kr. 121,68.
17
12
Hlutfall Vestfjarða Innlendir
erlendir 22%
9%
8% 3%
Gistinætur
Gestir Mynd 4 – Hlutfall Vestfjarða miðað við landið í heild árið 2012, gistinætur og gestir19
Í skýrslu Ferðamálastofu18 má sjá að tæplega 14% erlendra gesta heimsóttu Vestfirði að sumarlagi árið 2011 og 4,6% yfir aðra mánuði ársins 2012, en heildarfjöldi erlendra gesta á Íslandi sumarið 2011 var 277.144 og heildarfjöldi utan sumarmánaða árið 2012 var 359.275. Samkvæmt því má áætla, miðað við að forsendur um hlutfall heimsókna á Vestfirði hafi haldist óbreyttar sumarið 2012, að rúmlega 60.000 erlendir gestir eða tæplega 9% hafi heimsótt Vestfirði allt árið 2012. Má því áætla að meðaltal gistinátta á hvern erlendan gest hafi verið tæplega 1,3, enda gistinætur í heild meðal erlendra gesta á Vestfjörðum 77.062, sem gera um 2,67% af landinu öllu.
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar áætlaði út frá könnuninni Dear Visitor,20 miðað við 20-25 þ. kr. meðaleyðslu erlendra ferðamanna á hverja gistinótt, að heildarútgjöld erlendra næturgesta á Vestfjörðum væru um 2,6 - 3,321 milljarðar árið 2011. Í nýlegri skýrslu Gekon22 kemur fram að heildarferðaneysla innanlands árið 2012 hafið numið 285 milljörðum króna og hlutfall ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hafi verið 7,3% en hækki í 7,7% á þessu ári fari fram sem horfir með samtals um 324 milljarða heildarferðaneyslu. Miðað við fyrri tölur um mat á störfum í ferðaþjónustu má því áætla að árið 2013 fari fjöldi starfa í greininni yfir 10 þúsund. Af þessum 324 milljörðum heildarferðaneyslu
Ferðamálastofa (2013). Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, Apríl 2013.
18
Ferðamálastofa (2013). Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, Apríl 2013.
19
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (2012). Ferðamenn á Vestfjörðum 2011.
20
Heildarútgjöld í landshlutanum, s.s. vegna gistingar, veitinga, matvöru, eldsneytis, afþreyingar, verslunar á minjagripum og öðrum varningi. Flugfargjald til Íslands eða leiga á bílaleigubíl eru ekki meðtalin.
21
Gekon (2013). Virðisauki í ferðaþjónustu - September 2013.
22
13
Farþegar með skemmtiferðaskipum 35.000 30.000 25.000
Fjöldi
20.000 15.000 10.000 5.000 0
2010
2011
2012
16.790
21.000
31.385
Skip
28
31
34
Meðalfjöldi á skip
600
677
923
Farþegar
Mynd 5 – Fjölgun farþega og skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar 2010-201225
er áætlað að 211 milljarðar séu neysla erlendra ferðamanna og 112,5 milljarðar neysla innlendra ferðamanna. Einkenni erlendra sumarferðamanna sem lögðu leið sína á Vestfirði samkvæmt Dear Visitor könnun RRF23 árin 2008-2011 eru að þeir voru að jafnaði 1-2 árum eldri en „meðalferðamaðurinn“ á Íslandi (miðað við fólk sem er 16 ára og eldra). Þeir voru oft í för með maka (47-50%), notuðu mikið bílaleigubíla (4760%), voru lítið í skipulagðri hópferð (innan við 20%) og dvöldu að jafnaði 60-80% lengur á Íslandi en almennt gerist (16-18 nætur í stað 10). Þeir notfærðu sér þar af leiðandi fleiri gistimáta hérlendis en þeir sem skemur dvöldu og nýttu áberandi meira gistingu á tjaldsvæðum, gistiheimilum, á víðavangi, í farfuglaheimilum og bændagistingu. Þeir voru a.m.k. 50% líklegri en meðalferðamaðurinn til að stunda gönguferðir,
fuglaskoðun, bátsferðir og selaskoðun í Íslandsferðinni. 20-29% farþega Norrænu að sumri leggja leið sína á Vestfirði. Ísafjörður var vinsælasti áfangastaðurinn: • • • •
Ísafjörður 9,2% Hólmavík 6,9% Látrabjarg 5,2% Þingeyri 4,0%
Innlendir ferðamenn keyptu 52.167 gistinætur á Vestfjörðum árið 2012 sem var töluverð aukning frá árinu 2011 en þá voru innlendir ferðamenn skráðir fyrir 45.794 gistinóttum á svæðinu. Alls er talið að innlendir ferðamenn hafi varið um 8% gistinátta sinna á Vestfjörðum og að 22,1% hafi heimsótt svæðið. Þar af var Ísafjörður vinsælasti áfangastaðurinn en aðrir staðir mældust fyrir neðan 3%24: •
Ísafjörður 13,6%
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (2012). Ferðamenn á Vestfjörðum 2011.
23
Ferðamálastofa (2013). Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, Apríl 2013.
24
Ferðamálastofa (2013). Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, Apríl 2013.
25
14
• •
Hólmavík og Strandir 9,5% Patreksfjörður 5,6%
Farþegaskipum hefur fjölgað töluvert í Evrópu undanfarin ár og svo virðist sem þróunin sé í þá átt að stærri skip með fleiri farþega leggi í auknum mæli leið sína til Íslands og þar með til Ísafjarðar eins og sjá má á mynd 5. Sú þróun á sér stað almennt í geiranum enda eru stærri skip samkeppnishæfari í verði. Áætlað er að Evrópa taki við sem helsti áfangastaður skemmtiferðaskipa árið 2014. Slík þróun er umdeilanleg fyrir minni áfangastaði og getur skapað neikvæða upplifun heimamanna og gesta sem og mettun. Tækifæri liggur í því að höfða til smærri skipa með færri farþega og gera þannig svæðið að eftirsóknarverðum áfangastað sem uppfyllir væntingar um staðfærslu* svæðisins. Að auki má velta fyrir sér hvort svæðið í raun anni mörgum skipafarþegum og hvaða áhrif það hefur á upplifun annarra ferðamanna. Dæmið um farþega skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar er ekki einstakt, það á einnig við um landið í heild, aðrar tegundir gesta og mörg önnur svæði. Í þessu tilliti eins og varðandi ferðaþjónustu á Vestfjörðum almennt, þarf að velja langtímahagsmuni fram yfir skammtímahagsmuni. Umverfismál hafa verið áberandi í umræðu meðal ferðaþjóna á Vestfjörðum. Helsta ankeri stefnumótunar fyrir ferðaþjónustu á svæðinu má finna í starfsemi Ferðamálasamtaka Vestfjarða og hefur svo verið undanfarna áratugi, en sjá má nýjustu útgáfu þeirrar stefnumótunar fyrir árin 2010-2015 á vef samtakanna.26 Segja má að áherslur Ferðamálasamtaka Vestfjarða hafi
haft töluvert að segja um stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum í náttúru- og umhverfismálefnum og má þá sérstaklega benda á málinu til stuðnings, vilja til upptöku umhverfisvottunar Earth Check frá árinu 2010 en þar segir orðrétt í ályktun 55. Fjórðungsþings: Fjórðungsþing Vestfirðinga samþykkir að stefna að sameiginlegri umhverfisvottun Vestfjarða í heild samkvæmt staðli Earth Check undir forystu Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þingið felur stjórn og framkvæmdastjóra að kynna hugmyndina og kanna vilja sveitarstjórna og sækja um aðild að Earth Check fyrir Vestfirði í heild ef viðbrögð verða jákvæð.27 Frumkvæði að upptöku umhverfisvottunar Vestfjarða má rekja til viðbragða ferða þjónustunnar á Vestfjörðum við hugmyndum um olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði, sem nú hafa verið aflagðar. Vinna að upptöku umhverfisvottunar er í höndum Fjórðungssambands Vestfirðinga og slík upptaka hefði mögulega veruleg áhrif á ímynd svæðisins til lengri tíma og mjög jákvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu, því kannanir sýna að gæðavottun getur haft mikið að segja um viðhorf ferðamanna til ferðaþjónustufyrirtækja.28 Fjölmargir áfangastaðir horfa til ört vaxandi hóps ferðamanna sem velur sjálfbæra ferðaþjónustu. Það er mat skýrsluhöfundar að vinna við innleiðingu umhverfisvottunar Vestfjarða gangi of hægt og mikilvægt sé að klára það mál hið fyrsta.
* Staðfærsla (e. Positioning) er hvað varan og eiginleikar hennar standa fyrir í huga neytenda http://vestfirskferdamal.is/stefnumotun
26
http://fjordungssamband.is/fjordungssambandid/55_fjordungsthing/
27
FMS og MMR (2012). Erlendir gestir 2011.
27
15
Spá um þróun næsta áratug „Veldur hver á heldur“ sagði aðili í afþreyingar ferðaþjónustu í umræðum um stöðu ferða þjónustu á Vestfjörðum. Það má taka undir það að trú á greinina skiptir miklu máli fyrir framtíð hennar á svæðinu. Trú heimamanna og opinberra aðila á báðum stjórnsýslustigum mun ákvarða hversu mikilvægur hluti ferðaþjónusta verður í hagkerfi fjórðungsins. Margir tala um tækifæri og möguleika, en staðan er jafnframt sú, eins og fram hefur komið, að enn skortir á að grunnatriði eins og samgöngur, rafmagnsöryggi og fjarskipti teljist ásættanleg. Þó má benda á að samgöngubætur sem áætlaðar eru í núverandi samgönguáætlun gætu haft áhrif frá árinu 2018 með tilkomu Dýrafjarðarganga. Ferðaþjónusta hefur þróast hægt á Vestfjörðum hvað varðar afþreyingu en það gæti breyst í náinni framtíð. Umræðan um fjölda ferðamanna á sér stað á Vestfjörðum eins og annars staðar á landinu. Hagsmunaaðilar á svæðinu hafa rætt um að huga þurfi að verðlagningu með það að markmiði 16
að takmarka fjölda ferðamanna og forðast álag á svæði, og að meta árangur í framlegð. Gott dæmi um slíka umræðu er aðgangur að friðlandinu á Hornströndum. Raunin er sú að mati skýrsluhöfundar að staða ferðaþjónustu á Vestfjörðum er að mestu leyti háð stöðu ferðaþjónustu í landinu almennt enn sem komið er. Fjölgun gesta um Leifsstöð og Seyðisfjörð ásamt þróun ferðaþjónustu innanlands varpar ljósi á þróun ferðaþjónustu á Vestfjörðum frekar en aðgerðir aðila innan svæðis. Lýsa mætti því stöðunni sem „eftirá-viðbrögðum“ og í raun hlutlausri að mörgu leyti um eigin þróun nema í örfáum undantekningartilfellum. Og það er helst í þessum undantekningartilfellum sem hugað er að frumkvæði, virði og framlegð frekar en fjölda. Áhrifa nýsköpunar, nýliðunar og menntunar innan ferðaþjónustu gætir of lítið enn sem komið er, þó til séu dæmi. Nokkur verkefni sem lofa
Gististaðir og gistinætur Innlendir gestir
Erlendir gestir
Gistinætur alls 0
50.000
100.000
Vestfirðir - 82 gististaðir
150.000
200.000
250.000
Vesturland - 83 gististaðir
Mynd 6 – Gistinætur á Vestfjörðum og Vesturlandi 2010, innlendir og erlendir gestir
góðu hafa litið dagsins ljós í umræðu og örfá náð lengra en það. Sem dæmi má nefna Vatnavini Vestfjarða,29 en það verkefni gæti falið í sér byltingu í þróun ferðaþjónustu á Vestfjörðum og ímynd þeirra sem áfangastaðar. Það verkefni skipti sköpum þegar Eden verðlaununum var úthlutað, en Vestfirðir hlutu þau árið 201030. Að mati skýrsluhöfundar er langt í land með að fjöldi ferðamanna nálgist þolmörk helstu segla þó að sjálfsögðu sé nauðsynlegt að hlúa að og byggja upp til framtíðar. Ferðaþjónusta á Vestfjörðum er í mótun. Í viðræðum við hagsmunaaðila gætir nokkurs óöryggis. Þá nefndu hagsmunaðilar á svæðinu að skýrri stefnu væri sérstaklega ábótavant meðal sveitastjórna. Einn viðmælandi lýsti ástandinu þannig að „nóg væri að veifa einhverjum tölum um nokkur ný störf og þá væri stokkið til“. Þó
má segja að stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða sé nokkuð afdráttarlaus, m.a. er varðar gæði náttúru og staðfærslu. Niðurstaða mælinga á gæðum þjónustu og ánægju gesta hefur komið afar jákvætt út fyrir svæðið, samanborið við önnur svæði31 en má þó benda á, að væntingar gesta skipta verulegu máli við mat á samanburði svæða. Vestfirðir hafa tekið þátt í uppbyggingu sem átt hefur sér stað í greininni þó hlutfallslega sé um lágar tölur að ræða miðað við önnur svæði. Helstu hindranir á frekari vexti greinarinnar, að sögn hagsmunaaðila, eru samgöngur, framboð á fjármagni til framkvæmda og ákveðið stefnuleysi í umgjörð greinarinnar. Taka má undir umræðu um að einfalda mætti stoðkerfið og skýra betur áherslur og ábyrgðarsvið hvers málaflokks.
http://www.watertrail.is/index.php/about-us/vatnavinir-vestfjarea
29
http://ec.europa.eu/enterprise/sectors/tourism/eden/themes-destinations/countries/iceland/the-westfjords-region/index_ en.htm 30
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (2009). FMSV (2010). Http://vestfirskferdamal.is/stefnumotun.
31
17
Vestfirðir 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% be m se De
ve
m
be
r
r
r be Nó
Ok
be em pt
Se
tó
r
t ús Ág
lí Jú
ní Jú
aí M
ríl Ap
s ar M
r úa br
Fe
Ja
nú
ar
0%
Mynd 7 – Árstíðabundnar sveiflur í sölu gistinátta 2012 – Hlutfall hvers mánaðar í heildartölu yfir árið
Fram kom m.a. í skýrslum frá Boston Consulting Group32 og Gekon33 að skipulag og stoðkerfi hins opinbera tengt ferðaþjónustu á Íslandi væri óþarflega flókið. Þessi sjónarmið má vel taka undir og yfirfæra á Vestfirði. Velta ferðaþjónustufyrirtækja er mikilvægur þáttur í að bæta framlegð. Áhugavert er að skoða meðalfjölda gesta á gististað og bera saman við Vesturland sem er með álíka fjölda gististaða, eins og sjá má mynd 6. Þó vantar framboð á ársgrundvelli inn í þessa mynd sem að einhverju leyti útskýrir þennan mikla mun á fjölda gesta á gististað en niðurstaðan um óhagkvæmni sökum stærðar og veltu er sú sama. Almennt talað geta flestir verið sammála að framlegð fyrirtækja í ferðaþjónustu sé stærð og veltu34, sem aftur getur verið árstíðabundnum sveiflum. Óumdeilanlega á
um háð háð það
við um Vestfirði þar sem árstíðabundnar sveiflur í ferðaþjónustu eru hvað mestar og hindranir í að jafna þær út einnig hvað stærstar, sökum aðgengis, samgöngumála og fleiri þátta. Eitt af mikilvægari atriðum við að byggja upp áfangastað er að huga að framleiðni ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu. Til þess að gera það þarf m.a. að auka framboð á fjármagni til framkvæmda, einfalda og styrkja stoðkerfi greinarinnar, tryggja menntunar- og endurmenntunartækifæri og auka tiltrú á framtíð greinarinnar. Nýliðun innan greinarinnar er áhyggjuefni sem m.a. kom fram í viðtölum við ferðaþjóna. Að mati skýrsluhöfundar er það vandamál ekki eingöngu tengt ferðaþjónustu heldur er það almennt áhyggjuefni fyrir Vestfirði í ljósi viðvarandi fólksfækkunar undanfarna áratugi.
Boston Consulting Group (2013). Northern Sights: The future of tourism in Iceland.
32
Gekon (2013). Virðisauki í ferðaþjónustu - September 2013.
33
Landsbankinn (2013). Ferðaþjónusta á Íslandi – Greining Hagfræðideildar Landsbankans – Mars 2013, ofl.
34
18
160.000 140.000
Gistinætur
120.000 100.000 80.000 Erlendir
60.000
Innlendir
40.000
0
2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
20.000
Ár
Mynd 8 - Gisting á Vestfjörðum 2003-2012, innlendir og erlendir gestir37 - Spágildi 2013-2022 línuleg aukning
Það má skoða hvort leynist tækifæri í því að laða að ungt fólk sem hefur áhuga á að hasla sér völl í ferðaþjónustu. Ungt fólk sér tækifærin og hefur kraft til þess að framkvæma þau. Trú á framtíð svæðisins leikur þar lykilhlutverk og ef takast á að nýta fleiri tækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu er mikilvægt að sveitarstjórnir komi með skýr skilaboð um að horft sé til framtíðar. Það er einnig áhugavert að skoða hvort hægt sé að koma á fót einhvers konar hvatakerfi sem myndi stuðla að ofangreindum atriðum, t.d. í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Margar útfærslur eru til og sem dæmi má nefna styrktar- og/eða fjárfestingasjóði, skattaívilnanir og margt fleira. Ábati af slíkum aðgerðum gæti verið umtalsverður.
yfir 80% ferðamanna komi til landsins af þeim orsökum. Kannanir sýna að þetta hlutfall er hærra meðal ferðamanna sem heimsækja Vestfirði.35 Könnun Dear Visitor sýndi meðal annars að erlendir ferðamenn sem komu á Vestfirði voru a.m.k. 50% líklegri en „meðal-ferðamaðurinn“ til að stunda gönguferðir, fuglaskoðun, bátaferðir og selaskoðun í Íslandsferðinni.36 Náttúran er því mjög mikilvægur hluti af staðfærslu ferðaþjónustunnar og ákveðinn lykill að mögulegum árangri ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Þrátt fyrir að önnur tegund ferðaþjónustu sé að aukast þá er nánast öll ferðaþjónusta á Vestfjörðum á einn eða annan hátt tengd og háð óspilltri náttúru svæðisins að mati skýrsluhöfundar.
Náttúrugæði eru gríðarlega mikilvægur hluti af ferðaþjónustu á Íslandi og má telja að um og
Erlendir ferðamenn skiluðu langmestri aukningu gistinátta frá árinu 2003 til ársins 2012
RRF (2011), FMS (2012) ofl.
35
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (2012). Ferðamenn á Vestfjörðum 2011.
36
Hagstofa Íslands (2013).
37
19
eða 346%. Á mynd 8 má sjá þá miklu breytingu sem orðið hefur og miðað við línulega aukningu mætti gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn keyptu um 140 þúsund gistinætur á Vestfjörðum árið 2022. Hins vegar er varhugavert að ætla að aukningin verði línuleg því ótal þættir geta haft áhrif á þessa þróun. Gangi spár um aukningu erlendra gesta til Íslands eftir mun hærra hlutfall þeirra líklega skila sér á jaðarsvæði ferðaþjónustu, þ.e. Austfirði og Vestfirði og hefur reynslan verið sú undanfarinn áratug. Eins munu mögulegar framkvæmdir við helstu núverandi ferðamannasegla að öllum líkindum hafa töluverð áhrif á ferðahegðun. Umgjörð ferðaþjónustunnar á Íslandi mun því að stærstum hluta skýra þróun ferðaþjónustu á Vestfjörðum eins og verið hefur nema svæðið taki afgerandi stefnubreytingu að mati skýrsluhöfundar. Annars vegar í átt til frekari umhverfisverndar og uppbyggingar ferðaþjónustu, m.a. með upptöku umhverfisvottunar og hins vegar með aukinni nýtingu svæða í þágu annarra málaflokka sem myndu rýra náttúrugæði og þar af leiðandi sóknarfæri ferðaþjónustunnar.
Innlendir ferðamenn keyptu alls um 52.157 gistinætur á Vestfjörðum árið 2012 eða um tvö þúsund fleiri gistinætur en árið 2003. Miðað við þróun undanfarin ár má segja að hún endurspegli efnahagsástand þjóðarinnar, gengi gjaldmiðilsins og sólardaga sumarsins. Því betra efnahagsástand því meiri samkeppni við erlenda áfangastaði. Í því ljósi er varhugavert að spá mikilli aukningu í sölu gistinátta til innlendra ferðamanna en líklegra er að hún standi í stað eða aukist lítillega ár frá ári næsta áratuginn að mati skýrsluhöfundar. Skýr stefna er greininni nauðsynleg. Ekki eingöngu gagnvart aðilum í ferðaþjónustu á svæðinu heldur einnig fjárfestum og ekki síst almenningi. Sem dæmi má nefna að þéttbýlisstaðir eru mikilvægur hluti af upplifun ferðmanna. Tryggja þarf að aðkoma og innviðir séu snyrtilegir og aðlaðandi Í viðtölum við hagsmunaaðila má greina ákveðið óöryggi gagnvart stefnu ríkis og sveitarfélaga m.a. varðandi nýtingu náttúrunnar. Slík umræða var áberandi fyrir nokkrum árum í tengslum við mögulega uppbyggingu olíuhreinsunarstöðvar
Varpland hf. keypti nýverið þrjár jarðir í Langadal í Ísafjarðardjúpi. Varpland hf. hefur hug á að nýta náttúru svæðisins til frekari uppbyggingar, m.a. í ferðaþjónustu og skógrækt. Á teikniborðinu er fullkomið heilsárs hús sem eigendur áætla að kosti yfir 100 milljónir að byggja og verið er að gera rannsóknir á möguleikum svæðisins í tengslum við nýtingu. Hugmyndir eru um að byggja upp ferðaþjónustu í kringum fugla- og laxveiði, þyrluskíði, sjóstangaveiði, gönguhópa og margt fleira sem gæti stuðlað að heilsársnýtingu glæsilegs heilsárshúss. Í samtölum við forsvarsmenn fyrirtækisins kom þó í ljós að sökum fyrirhugaðs laxeldis í sjókvíum af stærðargráðunni 7000 tonn eru fyrirætlanir þeirra í uppnámi. Í ljósi reynslu annarra þjóða telja þeir ljóst að ekki einungis myndi slíkt sjókvíaeldi stefna laxveiðistofnum í Djúpinu í alvarlega hættu heldur myndi slík starfsemi menga á við 160.000 manna byggðarlag. Í þeirra huga er ljóst að sjókvíar um allt Djúp, með þeirri náttúruog sjónmengun sem fylgir og að auki því mikla ónæði sem hlýst af starfseminni eigi ekki samleið með náttúruferðaþjónustu og myndi stangast á við þá framsetningu að ósnortin náttúra, einstök friðsæld og öðruvísi upplifun taki á móti gestum þeirra. Í viðtölum við ferðaþjóna komu fram verulegar efasemdir um sjókvíaeldi í meiri mæli en nú er og hefur hluti þeirra áhyggjur af að stoðunum verði kippt undan þeirra starfsemi. Að auki hafa sumir þeirra áhyggjur af því það sé einungis byrjunin. Einn aðili tók þannig til orða: „…og þegar búið er að fylla firðina inni í Djúpi, hvenær fara þeir inn á Jökulfirði, hvenær fara þeir inn í Aðalvíkina?“
20
í Arnarfirði og er nú að endurtaka sig varðandi uppbygginu sjókvíaeldis víðsvegar á Vestfjörðum. Það hefur komið mjög skýrt fram í viðtölum við hagsmunaaðila; ferðaþjóna á svæðinu, söluskrifstofur erlendis og fjárfesta, hversu gríðarlegt hagsmunamál náttúran, friðsældin og upplifunin er fyrir vestfirska ferðaþjónustu.
Erlendir samstarfsaðilar íslenskra ferðaþjónustu fyrirtækja eru að ákveðnu leyti fjárfestar í þeirri ferðaþjónustu sem á sér stað á svæðinu. Þeir fjárfesta í þekkingu á svæðinu og vörunni og kynna fyrir sínum viðskiptavinum. Það er gríðarlega mikilvægt að staðfærsla Vestfjarða sé sönn og væntingar viðskiptavina standist.
Fjárfestar þurfa tryggingu fyrir því að grunninum verði ekki kippt undan þeirri starfsemi sem þeir vilja byggja upp í tengslum við ferðaþjónustu og það þarf varla að benda á að samkeppni svæða um fjárfestingu er gríðarleg. Í viðtölum við aðila sem hyggja á fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum kom skýrt fram að grunnforsenda frekari uppbyggingar er ósnortin náttúra svæðisins.
Skoðun aðila í ferðaþjónustu á sérstöðu Vestfjarða er skýr. Vel á annað hundrað aðilar á svæðinu tóku þátt í gerð stefnumótunar Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2010-201538 og má þar finna einkunnarorðin ósnortin náttúra, einstök friðsæld og öðruvísi upplifun.
FMSV (2010). Http://vestfirskferdamal.is/stefnumotun
38
21
Svæðisyfirlit Vestfirði má skilgreina eins og þrjár eyjar í samgöngulegu tilliti, þ.e. norðursvæðið, suður svæðið og svo Árneshrepp. En það er í sjálfu sér einföldun því þéttbýlisstaðir eru 13 og sveitarfélög 9. Í ofangreindri upptalningu eru ekki Reykhólar, Hólmavík og Drangsnes svo dæmi sé tekið. En segja má að svæðið skiptist upp í þrjú stærri og þrjú minni ferðamannasvæði. Reykhólar og Breiðafjörður Reykhólahreppur nær frá Gilsfirði vestur í Kjálkafjörð og til svæðisins teljast margar af eyjunum í Breiðafirði, m.a. Flatey. Ferðaþjónusta er töluvert stunduð í Reykhólahreppi og fer vaxandi. Er þar til að mynda elsta sumarhótel landsins, Hótel Bjarkalundur. Eyjasigling býður upp á siglingar frá Stað og Flatey og á Reykhólum er gistihús, útisundlaug, kaffihús, Báta- og hlunnindasýningin og hin nýlegu þaraböð sem
góður rómur fer af. Arnarsetrið er staðsett í Króksfjarðarnesi og einnig er sundlaug í Djúpadal. Áhugaverð söfn er að finna á Seljanesi og Grund. Alls eru 11 skráðir ferðaþjónar á svæðinu.39 Sagan er rík í Reykhólahreppi og má auðveldlega finna góðan efnivið í sögutengda ferðaþjónustu. Einnig er mikið til af efni um álfa og huldufólk, sem mætti vinna með. Landbúnaður er töluverður í Reykhólahreppi og er Þörungaverksmiðjan á Reykhólum mjög mikilvægur atvinnurekandi og eina verksmiðjan sinnar tegundar á landinu. Nýlega var hafin saltframleiðsla á svæðinu og má vel hugsa sér að það verði tækifæri í tengslum við ferðaþjónustu sé framleiðslan náttúruvæn og sjálfbær. Reykskemman á Stað er fyrirtæki sem aðilar í ferðaþjónustu á svæðinu byggja vonir við og er þess virði að nefna hér.
http://is.westfjords.is/Leitarnidurstodur/?area=303&type=0&subtype=0&keyword=Leitarstrengur
39
22
Mynd 9 - Svæðaskipting ferðaþjónustu að mati skýrsluhöfundar ©Google Earth
Tækifæri eru víða, sérstaklega í náttúruupplifun; s.s. fugla- og dýraskoðun, gönguferðum, bátaferðum og vellíðunarferðaþjónustu. Bátaog hlunnindasýningin er mjög jákvætt framtak og gæti náð yfir fleiri en einn málaflokk þar sem sýning, kennsla og afþreying (siglingar) gætu vel farið saman. Uppbygging þarabaðanna er einstaklega áhugavert verkefni sem tengist eiginleikum svæðisins vel varðandi þaravinnslu og heitt vatn, en starfsemin er rekin undir nafninu Sjávarsmiðjan.40 Töluvert hefur borið á uppbyggingu ferðaþjónustu undanfarin ár og má nefna að Reykhólahreppur hefur hlúð að greininni
og fjármagnaði að hluta til starf ferðamálafulltrúa sem skilaði sér í töluverðri sókn greinarinnar á svæðinu og verður vonandi framhald á. • • • • • • • • •
Fuglaskoðun Gönguferðir Bátaferðir Vellíðunarferðaþjónusta Söguferðaþjónusta Menningarferðaþjónusta Stangaveiði Sjóstangaveiði Strandstangaveiði
http://www.sjavarsmidjan.is/
40
23
Helstu ferðamannastaðirnir eru • • •
Reykhólar Flatey og eyjarnar í Breiðafirði Bjarkalundur
Suðurfirðirnir Frá Kjálkafirði og austur á Dynjandisheiði liggja suðurfirðirnir í Vestur-Barðastrandasýslu. Sveitarfélögin eru Vesturbyggð og Tálknafjörður. Nokkrar af perlum náttúru Íslands tilheyra svæðinu, meðal annars stærsta fuglabjarg heims, Látrabjarg sem oft er talað um sem vestasta odda Evrópu þó það sé reyndar umdeilanlegt. Rauðasandur er af mörgum talinn fegursta svæði landsins með um tíu kílómetra marglita sandströnd og einstaka náttúru. Að auki má finna gnótt af stöðum og leiðum sem geta talist til auðlinda í ferðaþjónustu. Helstu þéttbýliskjarnar eru Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur. Allir þessir staðir starfrækja ferðaþjónustu að einhverju marki og fer hún ört vaxandi. Einnig eru sumarhótel í Flókalundi í friðlandinu við Vatnsfjörð, við Látrabjarg og víðar. Ferðaþjónusta á suðurfjörðunum hefur verið í mikilli sókn síðustu misseri og má segja að á örfáum árum hafi sviðsmynd svæðisins gjörbreyst. Sérstaklega með tilkomu Skrímslasetursins á Bíldudal, Umfars, Sjóræningjahússins, ferðaskrifstofunnar Westfjords Adventure og Fosshótels á Patreksfirði ásamt frekari upp byggingu og aukinna umsvifa rekstraraðila Hótel Breiðavíkur. Sjóstangaveiði hefur verið stunduð með góðum árangri á Tálknafirði undanfarin ár. Margir nýir ferðaþjónar hafi skotið upp kollinum á svæðinu undanfarið og má glöggt greina töluverða bjartsýni og sóknarhug meðal hagsmunaðila. Sagan er rík á suðurfjörðunum og má sérstaklega nefna í því tilliti friðlandið í Vatnsfirði
24
sem og heimsóknir erlendra sjómanna fyrr á öldum, ýmis björgunarafrek og margt fleira. Tækifæri liggja víða, sérstaklega í náttúruupplifun, s.s. fuglaskoðun, gönguferðum, sjóstangaveiði, strandstangaveiði og bátaferðum. Friðlandið í Vatnsfirði er einstakt og með mikla möguleika. Sérstaklega áhugavert er að skoða heilsársferðaþjónustu í Flókalundi; stutt í Dynjandisheiði, heitt vatn, náttúrulaug, sjóinn, ýmsa veiði og svo er staðsetningin ákjósanleg til að gera út á dagsferðir á sunnanverðum Vestfjörðum. Flókalundur er einnig á krossgötum í samgöngulegu tilliti. Mikil tækifæri eru fólgin í frekari verndun náttúru frá Vatnsfirði yfir á Látrabjarg, t.a.m. með stofnun þjóðgarðs. Menningarviðburðir hafa verið áberandi og menningarferðaþjónusta haft töluverð áhrif á ímynd svæðisins. Einnig eru mikil tækifæri fólgin í að tengja saman sjávarútveg og ferðaþjónustu. Töluvert er um heitar laugar á svæðinu sem nýta mætti til að byggja upp frekari ferðaþjónustu. Sóknarfæri gæti legið í því að nýta söguleg tengsl svæðisins varðandi útgerð fyrr á öldum, m.a. við Bandaríkin, Frakkland og Spán. Látrabjarg er einn vinsælasti ferðamannastaður á Vestfjörðum og mætti vel hugsa sér töluverða uppbyggingu á svæðinu. Látrabjarg er aðgengilegt og vel til þess fallið að sinna töluverðum fjölda ferðamanna. Sérstaklega má benda á að ekkert fuglasafn er á svæðinu en Náttúrustofa Vestfjarða heldur hins vegar úti fuglasafni í Bolungarvík. Áhugavert væri að tengja saman Látrabjarg og Rauðasand með hringvegi og viðkomu á Bjargtöngum. • • • • • •
Fuglaskoðun Gönguferðir Bátaferðir Stangaveiði Sjóstangaveiði Strandstangaveiði
• • • • •
Söguferðaþjónusta Menningarferðaþjónusta Heitar laugar Sjávarútvegur og ferðaþjónusta Útsýnisflug
Helstu ferðamannastaðirnir eru • • • • • • •
Látrabjarg Rauðasandur Patreksfjörður Flókalundur Bíldudalur Selárdalur Tálknafjörður
Norðurfirðirnir Svæðið norðan Steingrímsfjarðarheiðar, Ísafjarðar djúp og vestur á Dynjandisheiði má skilgreina sem norðurfirðina. Helstu þéttbýliskjarnar eru Ísafjarðarbær (Ísafjörður, Hnífsdalur, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri), Súðavík og Bolungarvík. Þetta er fjölsóttasta og fjölmennasta svæðið á Vestfjörðum. Fjölmargir ferðamannastaðir tilheyra svæðinu og má skilgreina Ísafjörð sem stærsta ferðamannastað á Vestfjörðum, bæði hvað varðar innlenda og erlenda ferðamenn. Að auki eru staðir eins og Dynjandi og Vigur gríðarlega vinsælir. Nánast öll farþegaskip sem koma til Vestfjarða koma til hafnar á Ísafirði. Ísafjörður og Bolungarvík eru helstu gáttir að friðlandinu á Hornströndum ásamt Norðurfirði í Árneshreppi. Helstu ferðaþjónar eru ferðaskrifstofan Vestur ferðir, Borea, Byggðasafnið á Ísafirði, Tjöruhúsið, Sjóferðir H&K, Skíðasvæðið í Tungudal og Seljalandsdal, Edinborg Bistró, Fisherman Suðureyri, Icelandic Sea Angling, Icelandic ProFishing, vaXon, Sjóminjasafnið Ósvör, Náttúrugripasafn Bolungarvíkur, Hótel Ísafjörður, Hótel Reykjanes, Hótel Heydalur,
Núpur Guesthouse, Hótel Sandafell og Hótel Edda. Fjöldamargir aðrir ferðaþjónar eru víðs vegar á svæðinu sem bjóða gistingu, afþreyingu og samgöngur. Sagan er rík á norðurfjörðunum og má sérstak lega nefna atriði eins og Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri, Gísla sögu Súrssonar, Fóst bræðrasögu (auk Gerplu e. Halldór Kiljan Lax ness) og Hávarðar sögu Ísfirðings. Tengsl svæðisins við fiskveiðar Spánverja og Eng lendinga voru áberandi hér áður fyrr og eru Spán verjavígin svokölluðu árið 1615 þekktasti atburður þeirrar sögu, en sögusvið þeirra nær frá Ströndum og vestur á firði. Sjávarútvegur er stærsta atvinnugreinin á norðurfjörðunum sem og annars staðar á Vestfjörðum en ferðaþjónusta hefur sótt verulega í sig veðrið að undanförnu. Uppgangur sjóstangaveiði hefur vakið athygli og eru að minnsta kosti þrjú fyrirtæki á svæðinu sem sérhæfa sig í slíkri ferðaþjónustu með góðum árangri. Þau eru með aðstöðu í Bolungarvík, Súðavík, á Suðureyri og Flateyri auk Tálknafjarðar. Samgöngufyrirtæki hafa átt góðu gengi að fagna og má sérstaklega nefna Sjóferðir H&K sem sinna friðlandinu á Hornströndum auk fleiri verkefna. Starfsemi ferðaskrifstofunnar Vesturferða hefur aukist til muna að undanförnu en stutt er síðan ferðaþjónar á Vestfjörðum eignuðust stærstan hluta hennar með forgöngu Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Borea hefur vakið verðskuldaða athygli nýverið með öflugri starfsemi. Borea nýtir umhverfið í kringum Skutulsfjörð, Önundarfjörð sem og Jökulfirði auk fleiri staða til skíðaferða, skútuferða, sjókajakferða, gönguferða og ísklifurs auk annars. Samgöngur milli Reykjavíkur og norðursvæðisins eru með betra móti með góðum heilsársvegi og flogið er tvisvar á dag. Tækifæri liggja víða, sérstaklega í náttúruupplifun og menningu. Einnig er vert að benda á að
25
fræðslu- og vellíðunarferðaþjónusta gæti átt góða framtíð á svæðinu. Skipulega hefur verið unnið að greiningu svæðisins í tengslum við fuglaskoðun frá árinu 2008.41 Svæðið er það fjölbreytt að skoða verður hvern stað fyrir sig. Ísafjörður hefur undanfarin ár tekið stór skref hvað varðar sterka ímynd sem öflugt tónlistarog menningarsvæði. Einnig hefur vísir að alþjóðlegu háskólasamfélagi myndast í kringum meistaranám Háskólaseturs Vestfjarða í hafog strandsvæðastjórnun.42 Söfn og sýningar eru einnig áberandi. Gömlu húsin á Eyrinni í Skutulsfirði eru gersemi sem mikilvægt er að hlúa að og bæta umgjörðina við, enda gefur það fjölmörg tækifæri í tengslum við sögu- og menningartengda upplifunarferðaþjónustu. Nú verandi stjórnendur bæjarins virðast leggja töluverða áherslu á að hlúa að umgjörð húsanna og má sannarlega lofa það framtak. Fiskveitingastaðurinn Tjöruhúsið í Neðsta kaup stað er einstakur og ferðamannasegull* út af fyrir sig. Mörg tækifæri eru í frekari upp byggingu á Neðstakaupstað, veitingasölunni og Byggðasafninu. Heilsársferðaþjónusta á mikla möguleika á Ísafirði sökum flugsamgangna. Gönguskíði eru stór hluti af menningu bæjarbúa og ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp góðar vörur í tengslum við snjóinn. Norðurljósin eru mikið tækifæri fyrir svæðið sökum lítillar ljósmengunar. Ákjósanlegt tækifæri liggur í mikilli fiskimatarmenningu og mætti vel skoða tækifæri á styttri ferðum þar sem þemað er t.d. sólþurrkaður saltfiskur og skata að vestfirskum hætti. * Segull er náttúrufyrirbæri eða annað sem dregur að ferðamenn. http://nave.is/verkefni/2012_-___Fuglaskodunarbaeklingur/
41
http://hsvest.is/meistaranam/
42
Þrátt fyrir að vera í Djúpinu er siglt frá Ísafirði.
43
http://fisherman.is/index.asp?lang=is&cat=start
44
26
• • • • • • • • • • •
Fuglaskoðun Gönguferðir Bátaferðir Stangaveiði Viðburðir Vetrarferðaþjónusta Norðurljós Menningarferðaþjónusta Fræðsluferðaþjónusta Söguferðaþjónusta Matarferðaþjónusta
Helstu ferðamannastaðirnir eru • • • • • • • •
Eyrin – gamli bærinn Neðstikaupstaður Dynjandi Vigur43 Skíðasvæðin í Tungu- og Seljalandsdal Tungudalur Naustahvilft Svalvogaleið
Suðureyri staðsetur sig sem umhverfisvænasta sjávarþorp á Íslandi og sjálfsagt þó víðar væri leitað. Kjarninn í ferðaþjónustu er fyrirtækið Fisherman.44 Suðureyri hefur náð fordæmisgefandi árangri með nýsköpun, skýrri stefnumótun og sýn á sérstöðu og styrkleika. Fjöldamörg tækifæri eru í því að tengja saman fiskiðnað og ferðaþjónustu og sjá má mjög áhugaverða þróun um slíkt á Suðureyri. • • •
Fuglaskoðun Gönguferðir Bátaferðir
• • • • •
Stangaveiði Strandstangaveiði Sjóstangaveiði Fiskiðnaður og ferðaþjónusta Sjálfbær ferðaþjónusta
Helstu ferðamannastaðirnir eru • • •
Sundlaugin Höfnin Afþreying tengd sjávarútvegi
Þingeyri er fornfrægur þing- og kaupstaður og með það að leiðarljósi var byggt upp heilsteypt tilgátusvæði, Víkingasvæðið, sem takandi er eftir. Nálægð þess við Haukadal gefur einnig fjöldamörg tækifæri. Mikil þekking hefur myndast meðal heimamanna um forna lifnaðarhætti, fatagerð, tónlist, járnsmíði, vopnaburð og fleira. Helstu ferðaþjónar eru Hótel Sandafell, gistihúsið Við fjörðinn og Simbahöllin45 að ógleymdri Gömlu smiðjunni. Eina skráða víkingaskipið í íslenska flotanum gerir út á ferðaþjónustu á Þingeyri og ber nafnið Vésteinn. Mikil tækifæri eru í tengslum við sögu og menningu svæðisins og er Víkingasvæðið dæmi um vannýtta auðlind. Á svæðinu er einnig Núpur Guesthouse í Dýrafirði. • • • • •
Söguferðaþjónusta Menningarferðaþjónusta Víkingar Fræðsluferðaþjónusta Stangaveiði
Helstu ferðamannastaðirnir eru • •
Víkingasvæðið Simbahöllin
• •
Gamla smiðjan Sundlaugin
Súðavík á sér merka sögu varðandi hvalveiðar og á botni fjarðarins má finna bein af stórhvelum, finna má gistihúsið Swanfjord á Langeyri þar sem hvalstöðin var. Helstu seglarnir í dag eru öflug sjóstangaveiði sem teygir sig á Tálknafjörð og í Bolungarvík og svo Melrakkasetrið46 sem er fræðasetur sem helgar sig íslenska refnum og er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Melrakkasetrið nýtir friðlandið að Hornströndum þar sem líklega er einn besti staður í heiminum til að skoða og rannsaka heimskautarefinn. Fyrirtækið Icelandic Sea Angling47 flytur til landsins á annað þúsund sjóstangaveiðimenn á ári hverju. Fjölskyldugarðurinn Raggagarður er eftirtektarvert framtak og mikið heimsóttur, bæði af heimamönnum og ferðamönnum. Súðavík hefur nýtt sér bláberin í Djúpinu með því að halda hina árlegu Bláberjadaga48 með góðum árangri. • • • • • • • •
Fuglaskoðun Gönguferðir Bátaferðir Köfun Stangaveiði Sjóstangaveiði Refurinn Bláber
Helstu ferðamannastaðirnir eru • • • •
Melrakkasetrið Raggagarður Minnismerki og minjar um snjóflóð Höfnin
http://www.simbahollin.is/
45
http://www.melrakki.is/
46
http://icelandseaangling.is/
47
http://blaberjadagar.com/
48
27
Bolungarvík er ein elsta og þekktasta verstöð landsins og sagt er að bolvískir sjómenn séu heimsmeistarar í sjósókn. Ferðaþjónusta er frekar nýleg í Víkinni en sjóminjasafnið Ósvör er líklega mest sótti segullinn ásamt Náttúrugripasafni Bolungarvíkur. Gisti- og veitingastaðurinn Einars hús ásamt sjóstangaveiðifyrirtækinu vaXon eru áberandi meðal ferðaþjónustuaðila og einnig eru fleiri fyrirtæki sem selja gistingu. Syðridalur er ákjósanlegt útivistarsvæði með góða sjóbleikjuá, ágætt veiðivatn og töluverða náttúrufegurð. Bolafjall er í nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá þorpinu og veitir einstakt útsýni og segja sumir að koma megi auga á Grænland í góðu veðri. Skálavík er svo annar staður sem mætti nýta betur til ferðaþjónustu enda einstaklega falleg og fjölbreytt. • • • • • • • • • •
Fuglaskoðun Gönguferðir Bátaferðir Stangaveiði Strandstangaveiði Sjóstangaveiði Söguferðaþjónusta Menningarferðaþjónusta Fiskiðnaður og ferðaþjónusta Norðurljós
Helstu ferðamannastaðirnir eru • • • • • • • • •
28
Sundlaugin Sjóminjasafnið Ósvör Náttúrugripasafnið Höfnin Bolafjall Skálavík Snjóflóðavarnargarðarnir Óshlíð Ósá og Syðridalsvatn
Djúpið (Ísafjarðardjúp) er 75 km langt og fjölsóttur ferðamannastaður, enda akstursleiðin milli Reykjavíkur og þéttbýliskjarnanna sjö á norðanverðum Vestfjörðum. Helstu við komu staðir og áfangastaðir eru Reykjanes, Heydalur í Mjóafirði, Ögur, Litlibær í Skötufirði og laxveiðiárnar Hvannadalsá, Langadalsá og Laugardalsá auk eyjunnar Vigur sem er vinsæll áfangastaður og einn helsti viðkomustaður ferðaskrifstofunnar Vesturferða. Hvað afþreyingu varðar má finna mjög áhugaverðar vörur tengdar náttúruupplifun hjá nokkrum ferðaþjónum á svæðinu og má sérstaklega taka fram hversu áberandi vöxtur hefur verið í sjókajakferðum. Fjölmargir Íslendingar leggja leið sína í Djúpið þegar hausta tekur ár hvert til þess að tína bláber og þá sérstaklega aðalber. Laxveiðiárnar þrjár eru helstu laxveiðiár Vestfjarða og sækja hundruð laxveiðimanna árnar á hverju ári og er veltan mæld í tugum milljóna. Tækifærin eru víða, sérstaklega í náttúruupplifun. Notkun ósnortinnar strandlengjunnar er gríðarlegt tækifæri og friðsældin einstök, hvort sem um er að ræða fuglaskoðun, kajakferðir, köfun, siglingar, stangaveiði í ferskvatni, strandstangaveiði, sjóstangaveiði og fleiri atriði sem snerta sterka og öðruvísi upplifun. Djúpið er mjög fallegt og fjölbreytt svæði með aragrúa af gönguleiðum og öðrum útivistar- og afþreyingarmöguleikum. Fugla- og dýralíf er mjög mikið, bæði í eyjunum og þeim fjölmörgu skerjum sem finna má auk strandlengjunnar allrar. Sérstaklega má skoða tækifæri tengd náttúruskoðun á bátum þar sem oft má finna hvali og önnur sjávardýr auk fugla. Kajakferðir eru mikil upplifun og kjörnar til þess að upplifa mikla nánd við náttúruna sem ásamt veðursæld skapar ákjósanleg skilyrði til að gera svæðið einstakt í
því tilliti. Á Hvítanesi við Litlabæ í Skötufirði má alltaf finna seli og eru ferðamenn sem þarna stoppa alsælir með nándina við náttúruna. Vellíðunarferðaþjónusta tengd heitu vatni og ósnortinni náttúru á mikil sóknarfæri á svæðinu og mætti sérstaklega benda á Reykjanes og Heydal í Mjóafirði sem ákjósanlega staði til uppbyggingar vellíðunarferðaþjónustu. Norðurljósaferðir verða sífellt vinsælli og er virkni sólarinnar lotubundin og nær hámarki á 11 ára fresti en hámarkinu var náð árið 2012 og hefur því virknin verið mikil undanfarið.49 Hægt er að nálgast norðurljósaspá hjá Veðurstofu Íslands.50 Þrátt fyrir að ekki sé hægt að treysta á norðurljósin hafa þau gríðarlegt aðdráttarafl. Ljósmengun hefur töluvert að segja um nýtingu norðurljósanna í ferðaþjónustu og því myndi Djúpið sem og margir aðrir staðir á Vestfjörðum henta vel til að byggja upp stöðvar til að nýta slík tækifæri og hafa þá heilsársopnun í huga. • • • • • • • • • • • • • • •
Sjókajakferðir Fuglaskoðun Dýraskoðun Köfun Bátaferðir Gönguferðir Hestaferðir Skíðaferðir Stangaveiði Strandstangaveiði Sjóstangaveiði Söguferðaþjónusta Menningarferðaþjónusta Vellíðunarferðaþjónusta Norðurljós
• • • • • •
Hólmavík og Strandir Strandir eru svæðið norðan (og austan) Steingrímsfjarðar að mörkum friðlandsins á Hornströndum. Helstu þéttbýlisstaðir eru Hólmavík, Drangsnes og Norðurfjörður. Fyrir um áratug tók að myndast skýr stefna um uppbyggingu ferðaþjónustu á Hólmavík. Sérstaklega má þar nefna Strandagaldur og Sauðfjársetur á Ströndum. Strandagaldur skiptist í tvo hluta, annars vegar Galdrasafnið á Hólmavík og hins vegar Kotbýli kuklarans sem staðsett er í Bjarnarfirði, og mynda saman Galdrasýningu á Ströndum. Strandagaldur hefur vakið mikla athygli innan lands sem utan og haft mikil áhrif á ímynd svæðisins. Yfir tíu þúsund gestir heimsækja safnið ár hvert. Strandagaldur býður einnig upp á dagsferðir þar sem ferðast er um með sérstakri áherslu á þjóðsögur svæðisins. Fleiri ferðaþjónar eru á svæðinu og má sérstaklega nefna Café Riis, gistiheimilið Steinhúsið og Finna Hótel, Kirkjuból og farfuglaheimilið Broddanes ásamt hestafyrirtækinu Strandahestar við Hólmavík. Svaðilfari51 er ferðaþjónusta í Skjaldfannardal sem gerir út á hestaferðir á og í kringum Drangajökul og má teljast einstök á landsvísu. Svæðið er kjörið í alls kyns vetrarafþreyingu á borð við jeppa- og snjósleðaferðir, snjóþrúguferðir, gönguskíðaferðir, jöklaferðir, ísklifur og þyrluskíða- og snjóbrettaferðir.
Helstu ferðamannastaðirnir eru •
• •
Vigur
https://visindavefur.hi.is/svar.php?id=2834
49
Hvítanes Litlibær Heydalur Reykjanes Ögur Valagil
Fuglaskoðun Gönguferðir
http://strandir.is/svadilfari/
51
http://www.vedur.is/vedur/spar/nordurljos/
50
29
• • • • • • • • • • • • •
Hestaferðir Sjókajak Stangaveiði Sjóstangaveiði Strandstangaveiði Náttúruupplifun Menningarferðaþjónusta Ljósmyndaferðaþjónusta Skíðaferðir Norðurljós Snjósleðaferðir Jeppaferðir Þyrluskíða- og snjóbrettaferðir
Helstu ferðamannastaðirnir eru • • • • •
Galdrasýning á Ströndum Sundlaugin á Hólmavík Sauðfjársetur á Ströndum Kaldalón Dalbær
Á Drangsnesi er rekin ferðaþjónustan Malarhorn sem býður upp á gistingu og þar er einnig veitingastaður. Ferðaskrifstofan Þemaferðir er einnig staðsett í sveitarfélaginu. Að auki eru bátsferðir m.a. til Grímseyjar. Til Drangsness telst einnig Hótel Laugarhóll sem hýsir Kotbýli kuklarans og frábæra sund- og náttúrulaug. • • • • • • • •
Fuglaskoðun Gönguferðir Menningarferðir Vellíðunarferðir Bátaferðir Stangaveiði Sjóstangaveiði Strandstangaveiði
Helstu ferðamannastaðirnir eru • • • 30
Sundlaugarnar á Drangsnesi og Laugarhóli Heitu pottarnir á Drangsnesi Náttúrulaugin á Laugarhóli
• •
Grímsey Kotbýli kuklarans
Á Norðurfirði í Árneshreppi má finna Kaffi Norðurfjörð, Gistiheimili Norðurfjarðar, Ferða þjónustuna Urðartind, Gistiheimilið Bergistanga, Hornstrandaferðir og Minja- og handverkshúsið Kört. Algengt er að Hornstrandarfarar hefji eða ljúki leið sinni um friðlandið og norðanverðar Strandir á Norðurfirði. Hótel Djúpavík er í Árnes hreppi og má teljast alveg einstakur staður. Gömul síldarverksmiðja er í Djúpavík og telja sumir svæðið himnaríki ljósmyndara. Reykjarfjörður er norður af Norðurfirði með einstaka náttúru og friðsæld. Í Reykjarfirði er starfrækt ferðaþjónusta á sumrin og er sundlaugin þar rómuð af gestum. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og líklega afskiptasta byggðin að vetri til, enda er vegurinn þangað ófær svo langtímum skiptir. Flugfélagið Ernir flýgur þó á Gjögur. Mikil tækifæri eru í því að nýta náttúruna á svæðinu til útivistar allt árið. Svæðið er kjörið í alls kyns vetrarafþreyingu á borð við jeppa- og snjósleðaferðir, snjóþrúguferðir, gönguskíðaferðir, jöklaferðir, ísklifur og þyrlu skíða- og snjóbrettaferðir. • • • • • • • • • • • • • • •
Fuglaskoðun Gönguferðir Hestaferðir Sjókajak Stangaveiði Sjóstangaveiði Strandstangaveiði Náttúruupplifun Menningarferðaþjónusta Ljósmyndaferðaþjónusta Skíðaferðir Norðurljós Snjósleðaferðir Jeppaferðir Þyrluskíða- og snjóbrettaferðir
Helstu ferðamannastaðirnir eru • • • • • •
Norðurstrandir Reykjarfjörður Djúpavík Ófeigsfjörður Ingólfsfjörður Krossneslaug
Friðlandið á Hornströndum Friðlandið á Hornströndum afmarkast í botni Hrafnfjarðar um Skorarheiði í botn Furðufjarðar að sunnan. Til friðlandsins teljast því Jökulfirðir að mestu og allt norðan Hrafnfjarðar og Furufjarðar. Byggð lagðist af á Hornströndum upp úr 1950 en þó var vitavörður í Hornbjargsvita til ársins 1995. Nokkrir helstu aðilar sem gera út á ferðaþjónustu á svæðinu eru Vesturferðir, Sjóferðir H&K, Ferðafélag Íslands, Borea, Kagrafell, Horn strandaferðir, Læknishúsið á Hesteyri auk annarra. Áætlaður fjöldi ferðamanna á svæðið á ári er um 6.000-7.000 manns. Gönguleiðir eru víða og náttúrufegurð mikil. Þrjú stór fuglabjörg eru á svæðinu og refurinn sjaldan langt undan. Auk gönguhópa gera Borea og Kagrafell út á skíðaferðir síðla vetrar og á vorin, sérstaklega milli Aðalvíkur og Hesteyrar og í Jökulfjörðunum. Landeigendur eru töluvert áberandi á svæðinu á sumrin og margir sem eiga þar sumarhús. Sagan er magnþrungin á Hornströndum og gnótt af efnivið í sögu- og menningarferða þjónustu. Sérstaklega er merkilegt hvernig síðustu ábúendurnir tóku ákvörðun um að fara af svæðinu, en þess utan er til fjöldinn allur af áhugaverðum minjum og efni um svæðið og íbúa þess fyrr á öldum. Tækifæri eru nokkur á svæðinu en sökum
friðlýsingar52, veðurfars og aðgengis eru svæðinu þó takmörk sett. Svæðið er einstakt útivistarsvæði og segja má að heilsársferðaþjónusta eigi hægast um vik í Jökulfjörðunum sökum skjóls frá úthafinu. Tækifæri gætu verið í því að nýta strandlengjuna, t.d. að hluta til strandstangaveiði og að auki er að mati skýrsluhöfundar töluvert tækifæri í fræðsluog rannsóknartengdri ferðaþjónustu. Einnig er það mat skýrsluhöfundar að smáhýsagisting/ hótel gæti átt góðu gengi að fagna, væri vandað til. Vel má hugsa sér að þannig þyrping væri staðsett á 4-5 völdum stöðum og myndi hver þyrping hýsa þjónustukjarna og baðlaug. Þyrpingarnar tækju mið af helstu gönguleiðum hópa. Mikilvægt er að halda náttúru friðlandsins í sem bestu horfi og því nauðsynlegt að horfa til sjálfbærni og ýtrustu verndarsjónarmiða þegar kemur að frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Að sama skapi verður að koma til móts við þarfir ferðamanna og öryggisatriði. • • • • • • • • •
Fuglaskoðun Dýraskoðun Gönguferðir Bátaferðir Stangaveiði Strandstangaveiði Söguferðaþjónusta Menningarferðaþjónusta Útsýnisflug
Helstu ferðamannastaðirnir eru • • • • • •
Hornvík Hesteyri Aðalvík Veiðileysufjörður Hlöðuvík Jökulfirðir
http://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Nattura/Fridlysingar/Hornstrandir_2012.pdf
52
31
Niðurstöður Ferðaþjónusta á Vestfjörðum er háð ósnortinni náttúru svæðisins og breytingum í ytra umhverfi. Töluverður vöxtur hefur verið í sölu gistinátta undanfarinn áratug, um 6,6% á ári, eða 92% alls sbr. við 88% á landsvísu. Miklar breytingar hafa orðið í umgjörð greinarinnar og má segja að stöðugleika og stefnufestu vanti sárlega. Dreifing ferðamanna um landið hefur ekki skilað sér sem skyldi og sveiflur í árstíðabundinni ferðaþjónustu eru enn sem komið er allt of miklar.
breytt sviðsmynd svæðisins töluvert. Menningar
Þrátt fyrir ýmsar samgöngubætur eru samgöngur helsti veikleiki Vestfjarða og mikilvægt að bregðast við sem allra fyrst. Áætlaður heils ársvegur milli norður- og suðurfjarðanna með tilkomu Dýrafjarðarganga árið 2018 yrði stórt skref fyrir byggðaþróun og ferðaþjónustu á svæðinu.
Samkvæmt könnunum eru erlendir ferðamenn
Þróun ferðaþjónustu er mismikil eftir svæðum en er sérstaklega áberandi í Ísafjarðarbæ. Einnig hefur tilkoma Fosshótels á Patreksfirði
32
viðburðir hafa verið áberandi undanfarin ár. Um 2% íbúa landsins búa á Vestfjörðum. Áætlað er að hagræn áhrif erlendra gesta séu á bilinu 2-3 milljarðar. Hlutfall Vestfjarða í sölu gistinátta er 8% af innlendri ferðaþjónustu en 3% af erlendri ferðaþjónustu. Alls er talið að um 22% innlendra ferðamanna heimsæki Vestfirði en 9% erlendra ferðamanna. sem heimsækja Vestfirði að minnsta kosti 50% líklegri en meðalferðamaðurinn til að stunda
gönguferðir,
fuglaskoðun,
bátsferðir
og selaskoðun í Íslandsferðinni. Helstu við komustaðir ferðamanna á Vestfjörðum eru Ísafjörður, Hólmavík, Látrabjarg, Patreksfjörður og Þingeyri. Farþegaskipum hefur fjölgað töluvert undanfarin ár og er þróunin sú að stærri skip með fleiri
farþega auka komur sínar til Ísafjarðar. Slík þróun er ekki talin jákvæð fyrir minni byggðarlög.
Skoða má möguleika á hvatakerfi til að auka nýliðun innan greinarinnar.
Mikilvægt er fyrir Vestfirði að klára umhverfisvottunarferli Earth Check sem allra fyrst í samræmi við vilja ferðaþjónustunnar og Fjórðungsþings Vestfirðinga.
Helstu tækifæri í ferðaþjónustu á Vestfjörðum felast í sjálfbærri nýtingu á náttúru svæðisins. Því er sérstaklega mikilvægt að stíga varlega til jarðar við uppbyggingu atvinnustarfsemi sem gæti mögulega spillt hinni verðmætu og óspilltu ímynd sem náttúran hefur á Vestfjörðum – og ferðamenn sækjast eftir.
Áætlað er að gistinóttum fjölgi töluvert næsta áratuginn en erfitt er að meta hversu mikið sökum ákveðins stefnuleysis í umgjörð ferðaþjónustunnar. Mikilvægt er að búa greininni þá umgjörð sem nauðsynleg er til frekari vaxtar í samræmi við stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Greina má óöryggi meðal ferðaþjóna, fjárfesta og annarra hagsmunaaðila varðandi stefnu ríkis og sveitarfélaga varðandi nýtingu náttúru Vestfjarða.
33
Óplægður gullakur -grein birtist í Morgunblaðinu 7. október sl.
Fulltrúar ferðaþjónustu á Íslandi fylltu Eldborgarsalinn í Hörpu hinn 10. september síðastliðinn. Tilefnið var ný skýrsla um stöðu og framtíð þessarar þriðju stærstu atvinnugreinar landsins – sem stefnir á annað sætið á næstu árum. Fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa lyft Grettistaki að undanförnu í samráði við yfirvöld. Ferðamönnum hefur fjölgað og vertíðin lengst og breyst. Vetrarveður og myrkur undir norðurljósum á stjörnbjörtum himni fjarri mannabyggðum eru framtíðarauðlindir sem verða sífellt verðmeiri. Fleiri og fleiri svæði hafa notið góðs af þessum vexti, síst Vestfirðir þó allir Íslendingar viti að einmitt þar bíða ferðamanna mörg af hinum eftirsóttustu lífsgæðum. Einungis 12% ferðamanna heimsækja Vestfirði, á móti 42% sem fara um Norðurland og 72% sem koma á Suðurland. Þekkt er að þröng er orðin mikil á vinsælustu stöðum landsins og því er fyrirsjáanlegt að í framtíðinni muni æ fleiri ferðamenn sækja vestur í leit að þeirri hreinu og ómenguðu náttúru sem öll markaðssetning á Íslandi og íslenskum sjávarafurðum byggist á. Nú þegar eru um 200 fyrirtæki í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Þau munu vaxa á næstu árum og fleiri bætast í hópinn. Undanfarin ár hefur helsti vaxtarbroddurinn verið í þjónustu við sjóstangaveiðimenn sem sækja um langan veg og borga vel í gjaldeyri fyrir að fá að veiða kvóta smábátaeigenda, fisk fyrir fisk, til að hafa með sér heim, verkaðan og handhægan til geymslu. Veiðimennirnir eru að borga fyrir hreinan sjó í faðmi fjalla blárra – enda lætur kynngimögnuð,
34
ósnortin og hrikaleg umgjörð fjarðanna engan ósnortinn sem þangað kemur. Vart getur meiri virðisauka í fiskveiðum úr sjó við Íslandsstrendur. Vaxandi ferðaþjónusta kallar á bættar samgöngur og samhljóm meðal heimamanna um að standa vörð um sína óspilltu náttúruauðlind. Fólk kaupir fisk af Vestfjörðum vegna hreinleikans og sækist eftir að ferðast þar um vegna víðernisins, náttúrunnar, sögunnar, skemmtilegra sjávarþorpa, sumarbirtunnar og vetrarmyrkursins. Helsti kostur fjárfestingar í ferðaþjónustu, frá samfélagslegu sjónarmiði, er að fáar atvinnugreinar skapa eins mikið af beinum og afleiddum störfum sé tekið tillit til veltu. Þannig eru margfalt fleiri sem hafa atvinnu af störfum vegna ferðaþjónustu heldur en í sjávarútvegi, miðað við hlutfall af landsframleiðslu – án þess að gert sé lítið úr sjávarútvegi og mikilvægi hans! Annar kostur ferðaþjónustu er hve vaxtarmöguleikar hennar eru miklir – þó að þeir möguleikar kalli að sjálfsögðu á skipulag og vandaðan undirbúning þannig að greinin sæki fram í eina átt og ekki sé unnið gegn henni með mengandi og lítt arðbærum fjárfestingum á sviðum sem gætu stefnt atvinnutækifærum í greininni í uppnám. Stórbrotin og ósnortin náttúran á Vestfjörðum heillar alla sem þangað koma enda eru tækifærin til útivistar óendanleg. Undir hverjum steini er rík saga um merkilegt mannlíf og baráttu við náttúruöfl sem við erum nú í aðstöðu til að njóta og nýta með nýjum hætti. Þar munar mestu um nýjan hugsunarhátt.
35
NASF – Verndarsjóður villtra laxastofna Skipholti 35, 105 Reykjavík Sími: 568 6277 - Fax: 588 4758 nasf@vortex.is - www.nasfworldwide.com