SIMPLY CLEVER
ŠKODA Rapid
Stundum er ekki annað í boði en að vinna mörg verk í einu. Spyrðu einhvern sem er eiginmaður og faðir. Þú þarft að sinna mörgum hlutverkum, á mörgum stöðum, á sama tíma. Hver einasti dagur er óráðinn og uppfullur af óvæntum uppákomum sem breytast stundum í erfið verkefni. Allir vilja eitthvað og augu allra beinast að sama náunganum, þér! Þessu starfi fylgir gífurleg ábyrgð en þetta er jafnframt það skemmtilegasta sem þú gerir. Þó svo að allir pabbar geri allt sem þeir geta fyrir fjölskylduna þá þurfa þeir stundum smá hjálp. Þess vegna höfum við útbúið okkar eigið verkfærasett fyrir þig. Það kallast ŠKODA Rapid. Fjölskyldubíll sem lítur ekki út sem slíkur. Stílhreint og glæsilegt útlit bílsins ber vitni um dirfsku. Og rétt eins og þú þá gerum við kröfu um að hugvit fylgi útlitinu. Þess vegna létum við útbúa bílinn með miklu plássi og snjöllum eiginleikum sem gera starf pabbans aðeins auðveldara. Sem dæmi má nefna hliðarvasa fyrir farsímann, sköfu á eldsneytislokinu og króka í farangursrýminu til að halda innkaupapokunum uppréttum. Með öðrum orðum: Þú átt eftir að elska þennan bíl. Og þínir nánustu munu elska þig fyrir vikið.
Sumt er ekki kennt 铆 sk贸la.
Sum ferðalög yngja þig um mörg ár.
Sem betur fer færðu aldrei frí frá föðurhlutverkinu.
Einfaldleikinn og vandvirknin í hönnun Rapid verðskuldar eftirtekt. Um er að ræða nýja hönnunarþætti ŠKODA merkisins sem fela í sér skýrar línur, hreina fleti og jöfn hlutföll. Framgrillið og aðalljósin mynda saman sterkan heildarsvip. Nýja ŠKODA merkið fangar athyglina fyrir ofan krómaða umgjörð grillsins.
Eitt af því sem einkennir nýju hönnunina eru hvössu brúnirnar á aðalljósunum og þokuljósunum. Neðri hluti aðalljósanna er með kantaðar hlífar sem minna á kristal frá Bæheimi. Besti valkosturinn, hvað varðar notagildi, eru þokuljós með beygjueiginleika og dagljósabúnaði. Rapid er með stóra og greinilega ŠKODA stafi að aftan. Stóru afturljósin, sem ná yfir á hliðar bílsins, lýsa upp myrkrið eins og ŠKODA er einum lagið, með ljósi í laginu eins og stafurinn C.
Svartar miðjustoðirnar og glansandi yfirborðið á hliðarrúðunum mynda saman eina heild og gefa til kynna mikið innanrými. SunSet-vörnin, rúður með þéttari skyggingu í bakrúðu bílsins draga fram glæsileikann í Rapid og verja farþega fyrir sólskini ásamt því að auka næði.
Þegar afturhluti eða hliðar Rapid eru skoðaðar sérðu ekki aðeins stílhreina fleti og hvassar línur heldur líka það sem þessi bíll býður upp á: afköst, áreiðanleika og kraft. Stóra afturhurðin felur í sér mikið notagildi með góðu aðgengi að farangursrýminu. Kantað yfirborðið er áberandi og myndar gott pláss fyrir bílnúmerið.
Mælaborðið, sem rímar vel við stílhreint útlit bílsins, er sett saman með þeim hætti að ökumaður hefur góða yfirsýn yfir allt sem þar má finna. Allur stjórnbúnaður á mælaborðinu og á hurð ökumanns er innan seilingar og staðsettur þar sem ökumaður býst við að finna hann. Hægt er velja um nokkrar útfærslur af fjögurra arma stýrinu. Vinsælasti kosturinn er fjölnýtanlegt leðurstýri með stjórnbúnaði fyrir útvarp og síma og með fallegum krómlistum.
Mælaborðið sýnir allar mikilvægustu upplýsingarnar í sjónlínu ökumannsins. Sumar útfærslur bjóða upp á snúningshraðamæli og hraðamæli með krómaðri umgjörð. Aðalútfærsla mælaborðsins er með Maxi DOT skjá, sem birtir ekki aðeins gögn úr innbyggðu tölvunni (meðaleyðsla, drægni o.s.frv.) heldur líka gögn úr öðrum búnaði í bílnum, eins og loftkælingunni og leiðsögukerfinu.
Það er engin leið fyrir þig að villast á ókunnugum slóðum með Amundsen+ leiðsögukerfinu sem er stjórnað í gegnum 5" snertiskjá. Fyrir utan fjölmarga aðra eiginleika getur forritið birt upplýsingar frá Climatronic loftkælingunni og með hjálp MDI (Mobile Device Interface), getur það einnig birt upplýsingar frá öðrum utanaðkomandi tækjum.
Swing-útvarpið er með tvöfaldri tíðnistillingu, tvöföldu loftneti og CD, CD-MP3 og CD-WMA spilara sem geta stytt þér stundirnar á löngum ferðalögum.
7 gíra DSG (Direct Shift Gearbox) gírkassinn með 1.4 TSI/90 kW vél sameinar kosti beinskiptingar og venjulegrar sjálfskiptingar. Þessar snöggu skiptingar bjóða upp á mikla hröðun. Þegar þú velur viðeigandi gír getur DSG gírkassinn látið vélina halda kjörsnúningi og í vistakstri færðu betri eldsneytisnýtingu og minni útblástur CO2.
Hirslur og alls konar „Simply clever“ lausnir gera bílinn ánægjulegri og hjálpa þér að halda reglu á hlutum innanborðs. Sem dæmi má nefna hólf fyrir gleraugu fyrir ofan baksýnisspegilinn sem kemur sér vel fyrir þá sem vilja skipta út gleraugum fyrir sólgleraugu áður en lagt er af stað.
Utanaðkomandi tækjum má koma tryggilega fyrir í margmiðlunarfestingunni hjá tvöfalda glasahaldaranum á miðstokknum.
Eina af mörgum „Simply clever“ lausnum má finna undir sæti ökumanns. Þar er sérstakur vasi fyrir endurskinsvesti sem er innan seilingar þegar þú þarft á því að halda.
Hægt er að nota hanskahólfið, sem finna má undir mælaborðinu farþegamegin í bílum með Climatronic loftkælingu, til að kæla drykki á ferðalögum. Festing fyrir stöðumælamiða er staðsett hjá ökumanni við framrúðubrúnina. Héðan í frá veistu alltaf hvar þú getur geymt stöðumælasektirnar. Þú finnur ekki betri stað.
Setja má umbúðir og annað drasl í ruslakörfuna og það er auðvelt að fjarlægja hana og tæma úr henni. Hægt er að setja ruslakörfuna í geymsluhólfin á hurðaklæðningunni að framan og aftan. Geymsluhólfin í báðum framdyrunum geta jafnframt geymt 1,5 lítra flösku.
Armpúðinn hjá framsætunum sem inniheldur geymslupláss fyrir alls konar smálegt, eykur þægindi ökumanns og farþega. Sem dæmi um „Simply clever“ lausnir má nefna vasa innan á sætisbökunum þar sem hægt er að geyma kort, farsíma o.s.frv.
Armpúðinn í aftursætunum er með innbyggðum haldara fyrir tvo drykki fyrir farþegana.
Hægt er opna á milli farþegarýmis og farangursrýmis í útfærslum með armpúða í aftursætum og þannig myndast pláss fyrir langa hluti inni í bílnum.
Rapid er einnig með geymslupláss fyrir flöskur, dósir og hitabrúsa í glasahöldurum fyrir framan aftursætin og í geymsluhólfum á afturhurðunum. Vasarnir á sætisbökum framsætanna henta vel til að geyma hluti sem þú vilt hafa innan seilingar meðan á akstri stendur.
Þú getur treyst öryggisbúnaðinum í Rapid þegar ekið er við erfiðar aðstæður. Staðalbúnaðurinn inniheldur margs konar öryggisbúnað eins og ESC (Electronic Stability Control) með ABS (Anti-lock Braking System) og sex loftpúða.* Höfuðloftpúðar fylgja öllum útfærslum, en þeir mynda varnarvegg sem ver farþega frammi í og aftur í fyrir höfuðmeiðslum.
Stóru loftpúðarnir fyrir framsætin eru samstilltir forstrekkjurunum fyrir öryggisbeltin sem halda þér á réttum stað fyrir miðju sætisins. Hægt er koma fyrir aftengibúnaði fyrir loftpúða framsætanna í bílnum svo hægt sé að setja barnastól í framsætið.*
Hliðarloftpúðarnir að framan vernda mjaðmir og bringu ökumanns og farþega við hliðarárekstur. Fremri höfuðpúðarnir eru hæðarstillanlegir.
Fjölskyldur sem nýta hvert sæti bílsins verða þakklátar fyrir þriðja höfuðpúðann sem setja má við höfuð farþegans í miðjusætinu. * Á við um lönd ESB.
Hvort sem þú ert á leiðinni í verslunarferð í bænum eða í frí með fjölskyldunni þá hefur Rapid allt það sem til þarf. Hann getur einnig aðlagast þínum þörfum hverju sinni. Með því að fella niður aftursætin eykst farangursrýmið úr 550 lítrum í allt að 1.490 lítra. Þú getur einnig fellt niður eitt eða tvö sætisbök og fengið þannig meira geymslupláss með einu lausu sæti aftur í.
Skafan sem fest er á eldsneytislokið kemur sér mjög vel. „Simply clever“ lausnirnar munu þar af leiðandi gagnast sérstaklega vel þegar frostið kemur.
Teppið í farangursrýminu er með tauáklæði öðrum megin og plasti hinum megin sem auðveldlega má þrífa. Ef þörf krefur geturðu snúið því við og jafnvel sett á það drullug stígvél án þess að farangursrýmið óhreinkist.
Hlífin fyrir farangursrýmið getur stundum þvælst fyrir þegar verið er að setja stóra hluti inn, t.d. reiðhjól fyrir börnin. Ef þú vilt ekki fjarlægja hana geturðu lagt hana niður samanbrotna og þá er hún ennþá tiltæk þegar búið er að tæma farangursrýmið.
Sérstakur netabúnaður sem inniheldur tvö lóðrétt og eitt lárétt net gerir þér kleift að festa lausa hluti svo þeir kastist ekki til við akstur.
Sterkbyggðir krókar í farangursrýminu henta ekki aðeins vel til að festa poka heldur einnig tjaldbúnað og aðra hluti sem gætu skemmst við akstur. Enn fleiri geymslumöguleika má finna í geymsluhólfum við hjólaskálarnar að aftan.
Hitastýrt rafmagnskæliboxið er með 15 lítra geymsluplássi og heldur matnum ferskum og góðum. Kæliboxið getur geymt matvörur við allt að 20°C undir útihitastiginu. Ef þú skiptir yfir í hitabox getur hitinn farið upp í 65°C. Ef þú vilt hafa persónulegu munina þína nálægt þér við akstur muntu eflaust nýta þér festinguna fyrir farsíma og veski.
ISOFIX DUO plus Top Tether barnabílstóllinn tryggir hámarksöryggi og þægindi smærri farþega. Auk Isofix belta er stóllinn festur að aftan með Top Tether kerfinu. Sætið má stilla á þrjá vegu (sitjandi, hvíldarstaða og liggjandi) og er ætlað börnum sem vega 9 til 18 kg.
Svörtu sílsahlífarnar verja hurðarlistana fyrir skemmdum þegar stigið er inn í og út úr bílnum.
Þessar vörur eru fáanlegar hjá ŠKODA aukahlutum. Einnig er hægt að fá upplýsingar um heildarúrval aukahluta hjá næsta viðurkennda þjónustuaðila ŠKODA.
Kraftmikið útlit bílsins er enn fremur dregið fram með kolagráum 7.0J x 17" Ray álfelgum fyrir 215/40 R17 dekk.
Textílmotturnar sem að fylgja Prestige (sjá mynd) og Standard útfærslunni hjálpa þér að halda bílnum hreinum að innan. Það er ekki aðeins auðvelt að þrífa þær heldur endast þær mjög lengi.
Við bjóðum upp á snjóskóflu sem er samansett úr þremur einingum, ásamt textílpoka, sem kemur sér vel í vetrarfríinu. Skóflan er úr áli og er aðeins 750 grömm.
Annars konar festingarbúnaði, t.d. reiðhjólafestingu, kassa fyrir skíði eða snjóbretti o.s.frv., er hægt að koma tryggilega fyrir á toppgrindinni.
Hægt er nota farangursbakkann til að flytja létta hluti og það tekur enga stund að kippa honum úr bílnum með því að nota hlífina.
Breytanleg eining í farangursrýminu gerir þér kleift að skipta gólfinu í smærri svæði í samræmi við stærð farangursins til að koma í veg fyrir að hann kastist til.
Netabúnaðurinn sér til þess að smærri hlutir kastist ekki til og þú getur hæglega séð hvert þú hefur sett þá.
Gúmmímottan, sem skola má með vatni, kemur í veg fyrir að óhreinindi komist í klæðninguna.
Elegance búnaðarútfærslan er fáanleg í tveimur litagerðum. Sú fyrri er með svörtu sætisáklæði og mælaborðið og hurðarklæðningin eru í satín -svartri/satín-svartri litasamsetningu. Seinni kosturinn er með ljósbrúnu sætisáklæði og mælaborðið og hurðarklæðningin eru í satín -svartri/stone-ljósbrúnni litasamsetningu. Innanrýmið skartar mörgum krómuðum einingum eins og á stýrinu, í kringum loftræstiop og á fleiri stöðum.
Ambition búnaðarútfærslan er fáanleg með svörtu sætisáklæði og mælaborði og hurðarklæðningu í satín-svartri/satín-svartri litasamsetningu eða áklæði með grárri/svartri litasamsetningu og mælaborði og hurðarklæðningu í satín-svartri/tellur-grárri litasamsetningu. Innanrýmið skartar einnig krómuðum einingum eins og á hurðarhandföngum og fleiru.
Active búnaðarútfærslan er með gráu/svörtu sætisáklæði. Mælaborðið og hurðarklæðningin eru í satín-svörtu/satin-svörtu eða satín-svörtu/tellur-gráu.
Hægt er panta sérstaklega Dynamic innréttinguna fyrir Elegance og Ambition búnaðarútfærslurnar. Þú getur valið um sætisáklæði í silfruðu/svörtu eða rauðu/svörtu. Mælaborðið og hurðarklæðningin eru alltaf í satín-svörtu/satín-svörtu. Svo er hægt að skreyta innanrýmið með alls konar krómuðum einingum í samræmi við búnaðarútfærsluna.
Active-innrétting
Ambition-innrétting
Elegance-innrétting
svart tauáklæði
grátt/svart tauáklæði
svart tauáklæði
ljósbrúnt tauáklæði
Dynamic-innrétting* – Ambition, Elegance svart/grátt tauáklæði
Dynamic-innrétting* – Ambition, Elegance rautt/svart tauáklæði
7.0J x 17" Camelot álfelgur fyrir 215/40 R17 dekk.
7.0J x 16" Antia álfelgur fyrir 215/45 R16 dekk.
7.0J x 16" Dione álfelgur fyrir 215/45 R16 dekk.
6.0J x 15" stálfelgur fyrir 185/60 R15 dekk með Dakara hjólkoppum
Metis hjólkoppum
grátt/svart tauáklæði
Elegance-innrétting
Ambition-innrétting
5.0J x 14" stálfelgur fyrir 175/70 R14 dekk með
* Aukabúnaður
6.0J x 15" Carme álfelgur fyrir 185/60 R15 dekk.
Candy White uni
Sprint Yellow special
Corrida Red uni
Pacific Blue uni
Brilliant Silver metallic
Arctic Green metallic
Rallye Green metallic
Denim Blue metallic
Cappuccino Beige metallic
Platin Grey metallic
Lava Blue metallic
Rosso Brunello metallic
Litur
Litakóði
Innanrými Svart
Grátt
Ljósbrúnt
9P9P
Sprint Yellow special
F2F2
—
Corrida Red uni
8T8T
Pacific Blue uni
Z5Z5
Brilliant Silver metallic
8E8E
Arctic Green metallic
8B8B
Rallye Green metallic
P7P7
Denim Blue metallic
G0G0
Cappuccino Beige metallic
4K4K
Platin Grey metallic
2G2G
Samsetning lakks og innréttingar:
Lava Blue metallic
0F0F
Rosso Brunello metallic
X7X7
Black Magic pearl effect
1Z1Z
Candy White uni
Black Magic pearl effect
mjög góð
góð
–
ekki er mælt með þessari samsetningu
Tæknilýsingar Vél
Strokkar/rúmtak vélar (cc)
1.2 MPI/55 kW
1.2 TSI/63 kW
1.2 TSI/77 kW
1.4 TSI/90 kW
1.6 TDI CR DPF/77 kW
Bensínvél
Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi með beinni innsprautun
Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi með beinni innsprautun
Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi með beinni innsprautun
Túrbódísilvél, samrása háþrýstikerfi með beinni innsprautun
3/1,198
4/1,197
4/1,197
4/1,390
4/1,598
Hámarks afköst/sn. (kW/mín-1)
55/5,400
63/4,800
77/5,000
90/5,000
77/4,400
Hámarkstog/sn. (Nm/mín.-1)
112/3,750
160/1,500–3,500
175/1,550–4,100
200/1,500–4,000
250/1,500–2,500
EU5
EU5
EU5
EU5
EU5
Blýlaust bensín, RON 95/91*
Blýlaust bensín, RON 95/91*
Blýlaust bensín, RON 95/91*
Blýlaust bensín, min. RON 95
Dísil
Reglugerð um loftmengunarvarnir Eldsneyti Afköst Hámarkshraði (km/klst.)
175
183
195
206
190
Hröðun 0-100 km/klst. (s)
13.9
11.8
10.3
9.5
10.4
– innanbæjarakstur
8.0/8.1**
6.5/5.9***
6.9/6.3***
7.4/6.8***
5.6/4.8***
– utanbæjarakstur
4.5/4.6**
4.4/4.3***
4.6/4.2***
4.8/4.6***
3.7/3.4***
– blandaður akstur
5.8/5.9**
5.1/4.9***
5.4/5.0***
5.8/5.4***
4.4/3.9***
CO2 útblástur (g/km)
134/137**
119/114***
125/116***
134/125***
114/104***
10.9
10.9
10.9
10.9
10.9
Eldsneytisnotkun 99/100 (l/100 km)
Þvermál beygjuhrings (m) Aflflutningur Gerð
Framhjóladrif
Framhjóladrif
Framhjóladrif
Framhjóladrif
Framhjóladrif
Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski
Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski
Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski
Tvöföld, samása kúpling, rafvökvaknúin
Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski
5 gíra beinskipting
5 gíra beinskipting
6 gíra beinskipting
(7 gíra DSG-sjálfskipting)
5 gíra beinskipting
Eigin þyngd – venjulegrar útgáfu með 75 kg ökumanni (kg)
1,135
1,155
1,175
1,230
1,265
Farmþungi – með ökumanni og aukabúnaði (kg)
535
535
535
535
535
Heildarþyngd (kg)
1,595
1,615
1,635
1,690
1,725
Kerruþungi án bremsa (hám. kg)
560
570
580
610
630
Kerruþungi með bremsum - 12% (hám. kg)
750
900
1,100
1,200
1,200
Kúpling Gírskipting Þyngd
Yfirbygging
Ytri mál
5 sæta, 5 dyra, 2ja rýma
Loftviðnámsstuðull Cw
0,297–0,308 (samkvæmt vélarútfærslu)
Undirvagn Framöxull
McPherson fjöðrun með þríhyrndum neðri tengjum og jafnvægisstöng
Afturöxull
Sveifaröxull með samsettum örmum
Bremsukerfi
Diskabremsur með innri kælingu og lausum eins stimpla kaliper
– afturbremsur
Skálabremsur; annars konar diskabremsur í samræmi við vélartegund
4,483
Breidd (mm)
1,706
Hæð (mm)
1,461
Hjólhaf (mm)
2,602
Sporvídd að framan/aftan (mm)
Tvöfalt skáskipt vökvabremsukerfi með lofttæmingu
- frambremsur
Lengd (mm)
1,463/1,500
Hæð frá jörðu (mm)
143
Innri mál
Stýring
Bein tannstangarstýring með rafvélrænu vökvaaflstýrikerfi
Hliðarrými að framan/aftan (mm)
1,418/1,428
Felgur
5.0J x 14"; 6.0J x 15"
Höfuðrými að framan/aftan (mm)
1,014/972
Dekk
175/70 R14; 185/60 R15
Farangursgeymsla (hám. l) – án varadekks, með aftursæti upprétt/niðurfelld
55
83
972
1.014
1.461
65
550 l 1.048
14°
° 12.3
1.463
1.500
1.706
1.940
877
2.602 4.483
1.004
1.008
*** Á við um GreenLine útfærsluna.
1.428
* Notkun eldsneytis með lágri oktantölu getur haft áhrif á vélarafköst. ** Eigin þyngd með aukabúnaði yfir 1.090 kg.
9
Gildin (fyrir utan þau sem eru merkt **) eiga við um venjulegu gerðina án aukabúnaðar.
550/1,490
– með varadekkjum lækka gildin um 20 l
1.418
Rúmmál tanks (l)
Almennar upplýsingar Skoda viðhaldsþjónusta
SKODA aukahlutir
Settu bílinn þinn í góðar hendur. Það er bílnum þínum fyrir bestu að þú látir viðurkenndan SKODA þjónustuaðila annast bílinn þinn.
SKODA aukahlutir bjóða upp á barnabílstóla, þakboga, álfelgur, sólhlífar og fleira. Frekari upplýsingar um SKODA aukahluti er að finna í vörulista SKODA fyrir einstakar gerðir SKODA bíla.
Hjá okkur færðu aðeins það besta Bíllinn þinn þarf háþróaðar tæknilausnir. Þess vegna hafa allir viðurkenndir þjónustuaðilar SKODA öll nauðsynleg verkfæri og ástandsgreiningakerfi til taks, sem ásamt tæknilegum ferlum frá framleiðanda, tryggja fulla virkni og áreiðanleika bílsins. Við tryggjum starfsfólki okkar faglega þjálfun Með stöðugri þróun tæknilausna í bílnum aukast samsvarandi hæfniskröfur til starfsfólksins. Til að mæta þessum kröfum stöndum við fyrir reglulegri þjálfun fyrir starfsfólk viðurkenndra þjónustuaðila þar sem það fær allar þær leiðbeiningar sem það þarf til að geta sinnt starfi sínu á fullnægjandi hátt. Einkunnarorð okkar eru: Verum sanngjörn og heiðarleg við okkar viðskiptavini Við leggjum áherslu á varkára, faglega og vinsamlega ráðgjöf til viðskiptavina við afgreiðslu fyrirspurna og ennfremur gerum við kröfur um áreiðanleika og nákvæmni hvað varðar viðgerðir og viðhaldsvinnu. Allir þessir þættir eru undir stöðugu eftirliti innri gæðastjórnunar. Alhliða þjónusta: › Viðhaldsskoðun Ef þú vilt að bíllinn þinn sé í góðu ástandi og endist lengi og ef þú vilt ekki tapa ábyrgðinni er nauðsynlegt að viðurkenndur þjónustuaðili SKODA framkvæmi reglulega viðhaldskoðun á bílnum. Viðhaldssáætlunin segir til um hvenær framkvæma þarf viðhaldsskoðunina og umfang hennar. › Réttingar og sprautun Hægt er að láta laga skemmdir á yfirbyggingu og lökkuðum svæðum í kjölfar óhapps hjá viðurkenndum þjónustuaðila SKODA, þar sem slíkar viðgerðir eru meðhöndlaðar af kunnáttu, í samræmi við fyrirmæli framleiðanda, með SKODA varahlutum. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir öryggi þitt og þinna heldur einnig fyrir notagildi bílsins og til að halda uppi verðgildi hans. › Skiptibíll Viðurkenndur þjónustuaðili SKODA getur útvegað þér skiptibíl á meðan gert er við bílinn eða á meðan hann er í viðhaldsskoðun. › Við sækjum og sendum fyrir þig Ef þú kemst ekki með bílinn til þjónustuaðila SKODA mun hann finna tíma, í samráði við þig, til að sækja hann. Bílnum þínum verður skilað aftur þegar viðhaldsskoðun er lokið. Þjónustan sem hér er nefnd er aðeins hluti þeirrar þjónustu sem SKODA býður upp á og hún getur verið ólík milli landa. Hafðu samband við þjónustuaðila SKODA til að fá frekari upplýsingar um það sem í boði er og um sérstök skilyrði þeirra þjónustuþátta sem eru í boði.
SKODA varahlutir Öryggi SKODA varahlutir eru þeir sömu og notaðir eru við uppruna lega samsetningu ökutækja SKODA .Hágæðaefni og tækni lausnir tryggja öruggan og áhyggjulausan akstur. Framboð SKODA AUTO býður upp á úrval varahluta og búnaðar sem notaður er við framleiðslu ökutækjanna; úrvalið einskorðast ekki aðeins við algengustu varahluti. SKODA tryggir framboð upprunalegra varahluta jafnvel eftir að hætt er að framleiða viðkomandi tegund. Langur endingartími Hágæðaefni og framleiðslutækni sem notuð er við framleiðslu SKODA tryggja áreiðanleika og langan endingartíma. Umhverfisvernd Á meðal SKODA varahluta eru skiptihlutir sem framleiddir eru með lágmarks umhverfisáhrifum hvað varðar úrgang, umframhita og vatnsmengun.
Upplýsingar á netinu Á www.skoda.is færðu upplýsingar sem auðvelda þér að velja þá tegund sem uppfyllir þínar þarfir með hjálp nákvæmra tæknilýsinga og ljósmynda af öllum gerðum SKODA.
Eitt helsta markmið ŠKODA AUTO er að framleiða bíla sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið, allt frá framleiðslu til urðunar, og því er lögð sérstök áhersla á endurvinnanlegt hráefni. ŠKODA bifreiðarnar eru framleiddar með háþróaðri tækni í nútímalegum verksmiðjum sem standast ströngustu kröfur. Ryðvörnin á lökkuðum hlutum bílsins er alfarið gerð með blýlausu KTL og vatnsleysanlegri málningu. Stefna okkar er að lágmarka eldsneytiseyðslu og útblástur en þess má geta að vélarnar okkar standast alla nýjustu mengunarstaðla. Allar vörur frá ŠKODA fara í gegnum framleiðsluferli sem er í samræmi við lög og reglugerðir hvað varðar verndun vatns og jarðvegs. Afrakstur þessarar stefnu er sá að ŠKODA bílarnir standast tækni-, öryggis-, gæða- og umhverfiskröfur. ŠKODA AUTO leggur sitt af mörkum við að halda umhverfinu hreinu og veitir jafnframt viðskiptavinum sínum þægilegan ferðamáta.
Umhverfismerkið er til marks um vitund og umhverfislega ábyrgð ŠKODA AUTO og viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að sjálfbærri þróun og tillitssemi við líf og náttúru.
Sumar gerðir í þessum bæklingi eru sýndar með valfrjálsum búnaði eða aukabúnaði sem tilheyrir ekki endilega staðalbúnaðinum. Allar tæknilýsingar og upplýsingar um hönnun, búnað, efni, ábyrgðir og útlit voru réttar þegar þessi bæklingur fór í prentun. Aftur á móti áskilur framleiðandi sér rétt til breytinga án fyrirvara. Upplýsingarnar í þessum bæklingi eiga aðeins að vera leiðbeinandi. Vegna þeirra takmarkana sem fylgja prentuninni geta litir á bílum í þessum bæklingi verið öðruvísi en í veruleikanum. Vinsamlega hafðu samband við löggiltan þjónustuaðila ŠKODA til að fá nýjustu upplýsingar um staðal- og valfrjálsan búnað, verð og afhendingarskilmála. Bæklingurinn var prentaður á sellulósapappír sem bleiktur var án klórs. Pappírinn er 100% endurvinnanlegur.
www.skoda.is SKODA sölu- og þjónustuaðilinn þinn: